Greinar þriðjudaginn 27. mars 2001

Forsíða

27. mars 2001 | Forsíða | 143 orð

Ólga vegna barnsmorðs í Hebron

TALSMENN ísraelska hersins greindu frá því í gærkvöldi, að hermönnum á vakt á mörkum yfirráðasvæðis Ísraela og Palestínumanna í borginni Hebron hefði lent saman við gyðingalandnema, sem ólmir hefðu viljað komast yfir á palestínska svæðið til að leita... Meira
27. mars 2001 | Forsíða | 402 orð | 1 mynd

Robertson ber lof á sjálfsstjórn Makedóníuhers

GEORGE Robertson lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði eftir viðræður við Borís Trajkovskí, forseta Makedóníu, í höfuðborginni Skopje í gær, að her Makedóníu hefði sýnt "virðingarverða sjálfsstjórn" í sókn sinni gegn... Meira
27. mars 2001 | Forsíða | 221 orð

Rússar banna innflutning á kjöti og fiski

ÁHRIFA gin- og klaufaveikifaraldursins tók að gæta enn víðar í gær þegar Rússar bönnuðu innflutning á kjöt- og mjólkurafurðum frá Evrópulöndum. Í Bretlandi undirbjuggu hermenn urðun hundraða þúsunda dýrahræja í gryfjum. Meira
27. mars 2001 | Forsíða | 236 orð

Rýfur mörk leiks og veruleika

FYRSTI tölvuleikurinn sem rýfur mörkin milli leiks og raunveruleika og ekki er hægt að slökkva á hefur hafið göngu sína í Bandaríkjunum. Leikurinn nefnist "Majestic" og er leikinn á Netinu. Meira

Fréttir

27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 380 orð

Afurðasala Fengs og tengdra félaga verði gerð sjálfstæð

SAMKEPPNISRÁÐ úrskurðaði í gær að öll afurðasala Eignarhaldsfélagsins Fengs hf., áður Bananasölunnar hf., og tengdra félaga með íslenskt grænmeti, þ.ám. Sölufélags garðyrkjumanna, skuli færast til sjálfstæðs fyrirtækis. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 141 orð

Annað flug LÍO sama dag verði rannsakað

FAÐIR eins fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði, Friðrik Þór Guðmundsson, hefur ítrekað kröfu í bréfi til Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um að fram fari rannsókn vegna rannsóknar rannsóknarnefndar flugslysa (RNF) á slysinu í Skerjafirði. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 151 orð

Athugasemd frá ríkissáttasemjara

VEGNA mistaka við frágang athugasemdar frá ríkissáttasemjara í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag er athugasemdin birt aftur. Sá hluti hennar sem vantaði í fréttina er skáletraður. Afsökunar er beðist á mistökunum. Meira
27. mars 2001 | Erlendar fréttir | 158 orð

Aukið fjármagn fengið

ÚTGERÐIN Smyril Line í Færeyjum hefur nú fengið loforð um aukið hlutafé er nemur um 120 milljónum danskra króna, um 1250 milljónum ísl. króna. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 171 orð

Á gjörgæsludeild eftir hnífstungu

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað karlmann í gæsluvarðhald til 28. mars nk. en hann er grunaður um að hafa stungið mann í síðuna með hnífi aðfaranótt sunnudags. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 238 orð

Ákærður fyrir innherjaviðskipti

GEFIN hefur verið út ákæra á hendur Gunnari Sch. Thorsteinsson, fyrrum stjórnarmanni í Skeljungi, frá embætti ríkislögreglustjóra um brot á lögum um verðbréfaviðskipti vegna kaupa á hlutabréfum í Skeljungi 7. júlí 1999. Meira
27. mars 2001 | Erlendar fréttir | 209 orð

Barátta gegn hryðjuverkamönnum hert

RÚSSNESKA stjórnin kom í gær á fót sérstakri sveit, undir forystu háttsettra embættismanna, sem á að berjast gegn hermdarverkum eftir þrjú sprengjutilræði í Suður-Rússlandi um helgina. Meira
27. mars 2001 | Landsbyggðin | 529 orð | 1 mynd

Björgunarsveitin Hérað í nýtt og fullkomið húsnæði

Egilsstöðum- Björgunarsveitin Hérað tók formlega í notkun nýtt húsnæði 24. febrúar sl. í Miðási 1-5 á Egilsstöðum. Húsið, sem er að hluta til nýbygging, er um 720m² að stærð og er þar m.a. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

BJÖRGVIN SCHRAM

BJÖRGVIN Schram, fyrrverandi stórkaupmaður, lést í Reykjavík 24. mars síðastliðinn. Hann var fæddur 3. október 1912. Björgvin tók próf frá Verslunarskóla Íslands og stundaði jafnframt verslunarnám um eins árs skeið í Englandi. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 183 orð

Borgarverk bauð 138 m.kr.

TILBOÐ í vegaframkvæmdir víða um land voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær. Alls bárust þrjú tilboð í festun og yfirlögn vega á Suðurlandi, Reykjanesi og Vesturlandi. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 36 orð

CCU-samtökin boða til aðalfundar miðvikudaginn 28.

CCU-samtökin boða til aðalfundar miðvikudaginn 28. mars 2001 kl. 20.30 á Grand Hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, Rvk. Meira
27. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Dalvíkurbyggð opnar heimasíðu

HEIMASÍÐA Dalvíkurbyggðar var formlega opnuð föstudaginn 23. mars sl. Það var bæjarritarinn í Dalvíkurbyggð, Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sem opnaði síðuna. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 83 orð

Ekki skráðir í upplýsingakerfi Schengen

MENNIRNIR þrír frá Austur-Evrópu, sem handteknir voru í Reykjavík í síðustu viku með þýfi úr tveimur innbrotum, hefðu ekki verið stöðvaðir við komuna til landsins þótt landamæraverðir hefðu flett upp í Schengen-upplýsingakerfinu, þar sem mennirnir hafa... Meira
27. mars 2001 | Miðopna | 2218 orð | 1 mynd

Ekki þörf á samfelldu eldsneytisbókhaldi

Rannsóknarnefnd flugslysa bendir í skýrslu sinni á ýmis atriði varðandi rekstur TF-GTI sem hún telur að hafi ekki verið sem skyldi. Nokkur þessara atriða voru borin undir Flugmálastjórn. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 1230 orð | 2 myndir

Enn hægt að tryggja stöðugleika þrátt fyrir mistök

Viðskiptahallinn og skýrsla Þjóðhagsstofnunar um þjóðarbúskapinn var til umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær, að frumkvæði formanns Samfylkingarinnar. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 353 orð

Fjögur lönd fá undanþágu frá banni

YFIRDÝRALÆKNIR hefur ákveðið að losa um hömlur á innflutningi gæludýra til landsins með því að heimila undanþágur frá innflutningsbanni frá fjórum löndum: Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Sviss. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Fjöldi skoðaði fornminjar

FJÖLMARGIR lögðu leið sína að horni Aðalstrætis og Túngötu í fyrradag, en þá var almenningi gefinn kostur á að kynna sér fornleifauppgröftinn, sem þar fer fram. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 302 orð

Flutningabílstjóri dæmdur fyrir manndráp af gáleysi

ÖKUMAÐUR fólksflutningabifreiðar hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir manndráp af gáleysi. Þá var hann sviptur ökurétti í 6 mánuði og gert að greiða sakarkostnað. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 74 orð

Foreldrafélag misþroska barna með rabbfund

FORELDRAFÉLAG misþroska barna heldur rabbfund í húsakynnum félagsins, Laugavegi 178, gengið inn bakatil, miðvikudaginn 28. mars nk. kl 20. Þema fundarins verður uppeldi og úrræði. Meira
27. mars 2001 | Landsbyggðin | 165 orð | 1 mynd

Fríðasta fljóðið frá Egilsstöðum

Egilsstöðum- Fegurðarsamkeppni Austurlands 2001 var haldin í Hótel Valaskjálf á laugardagskvöld. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 114 orð

Fundur jeppadeildar Útivistar

JEPPADEILD Útivistar efnir til félagsfundar í kvöld þriðjudagskvöldið 27. mars kl. 20 í versluninni Nanoq. Þar mun Árni Jónsson verkfræðingur halda fyrirlestur um uppbyggingu og eiginleika snjókristalla, eðli og eiginleika snjóalaga, snjóflóð o.fl. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð

Fyrirlestur um Bjarna Sívertsen riddara

BJÖRN Pétursson sagnfræðingur heldur fyrirlestur í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, miðvikudaginn 28. mars kl. 20.30. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 325 orð

Fyrsta formlega skrefið til jákvæðra skoðanaskipta

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Samtökunum '78: "Stjórn Samtakanna ´78 fagnar því að biskup Íslands skuli tjá viðhorf sín til samkynhneigðra í nýútkomnu hirðisbréfi sínu. Meira
27. mars 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 181 orð

Fyrsta nýsmíði aldarinnar?

HAMAR heitir nýr dráttarbátur Hafnarfjarðarhafnar, sem sjósettur var og gefið nafn sl. föstudag. Talið er að Hamar sé fyrsta nýsmíðaða íslenska skipið, sem sjósett er hérlendis á þessari öld, að því er fram kemur á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 2387 orð

Fyrstu viðbrögð vegna skýrslu RNF

"Vegna áreiðanlegra upplýsinga um almennt ófullnægjandi vinnubrögð Rannsóknarnefndar flugslysa, vitneskju um starfshætti Flugmálastjórnar og flugrekstraraðilans LÍO ehf. Meira
27. mars 2001 | Landsbyggðin | 155 orð | 1 mynd

Góð kjörsókn er mikilvæg

Blönduósi- Samstarfsnefnd Blönduósbæjar og Engihlíðarhrepps um sameiningu samnefndra sveitarfélaga hélt kynningarfundi fyrir íbúa sveitarfélaganna í sl. viku. Meira
27. mars 2001 | Erlendar fréttir | 265 orð

Grunur um íkveikju

TALIÐ er að 58 drengir á aldrinum 15-18 ára hafi farist í eldsvoða í Kyanguli-heimavistarskólanum í suðausturhluta Kenýa snemma í gærmorgun og tugir að auki brenndust illa. Grunur leikur á um að brennuvargur hafi verið að verki. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Grænlenskir sleðahundar á Lyngdalsheiði

HÓPUR breskra ferðamanna fór í sleðaferð um Lyngdalsheiði í gær og voru sleðarnir dregnir af kröftugum grænlenskum sleðahundum. Þótt hundarnir séu sterkir og kröftugir virðast þeir fegnir því að fá smáhvíld. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 350 orð

Hafði áður fengið 5 refsidóma fyrir umferðarlagabrot

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrum strætisvagnabílstjóra til að greiða 100.000 krónur í sekt vegna hegningar- og umferðarlagabrots. Meira
27. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Hagvöxtur á landsbyggðinni

HAGVÖXTUR - líka á landsbyggðinni er yfirskrift hádegisverðarfundar sem Verslunarráð Íslands efnir til á Fosshóteli KEA á morgun, miðvikudaginn 28. mars, frá kl. 12 til 13.30. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 34 orð

Heimahlynning með opið hús

HEIMAHLYNNING verið með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 27. mars, kl. 20-22 í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Fulltrúar frá samtökum um sorg og sorgarviðbrögð koma og kynna Nýja dögun. Kaffi og meðlæti á... Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 525 orð

Höfðar mál fyrir Héraðsdómi

ÖRYRKJABANDALAG Íslands hefur ákveðið að höfða dómsmál til að fá aðgang að minnisblaði sem forsætisráðuneytið lét fylgja skipunarbréfi ráðuneytisins þegar fjórir lögfræðingar voru í desember sl. Meira
27. mars 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 541 orð | 3 myndir

Höfundur og leikstjóri er í menntaskóla

Í HAGASKÓLA er þessa dagana verið að sýna leikritið "Einmana", eftir ungan menntaskólanema, Jón Gunnar Þórðarson, sem jafnframt er leikstjóri. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

INGI KARL JÓHANNESSON

INGI Karl Jóhannesson, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi og fyrrum framkvæmdastjóri, lést á heimili sínu í Reykjavík aðfaranótt 25. mars, 72 ára að aldri. Ingi Karl fæddist 11. september 1928 í Hvammi, Kaldrananeshreppi, Strandasýslu. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 407 orð | 2 myndir

Ísland orðið hluti Schengen-svæðisins

AÐILD Íslands að Schengen-samstarfinu hófst á sunnudag og hefur vegabréfaskoðun á innri landamærum Schengen-ríkjann 15 því verið afnumin. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 527 orð

Ítarleg skoðun á eftirlitskerfi

RANNSÓKN lögreglunnar í Keflavík á tildrögum banaslyssins í sundlauginni í Grindavík á föstudag er sex ára telpa lést stendur enn yfir. Niðurstaða liggur ekki fyrir. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 73 orð

Kaldir karlar

ÞEIR eru kaldir karlar, skipverjarnir á netabátnum Gullfaxa GK frá Grindavík. Að lokinni sjóferð á Selvogsbanka um helgina létu þeir sig ekki muna um að fækka hlífðarfötum og hampa góðum feng, þrátt fyrir nístingsfrost. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 302 orð

Keiko kysstur og farvel, Frans

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra sagðist á Alþingi í gær vel geta hugsað sér að kyssa háhyrninginn Keiko og segja síðan farvel, Frans. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 284 orð

Krónan í lágmarki þrátt fyrir inngrip

ÍSLENSKA krónan náði sögulegu lágmarki í gær þegar vísitala krónunnar, sem mælir verð erlendra gjaldmiðla í íslenskum krónum, hækkaði um 0,48% í viðskiptum upp á tæpa 10 milljarða króna og endaði í 123 stigum. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 38 orð

Leiðrétt

Heiða varð Heiðar Í frétt af lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri, sem sagt var frá í blaðinu síðasta laugardag, var rangt farið með nafn eins keppandans, stúlku úr Oddeyrarskóla. Hún heitir Heiða Björg Guðjónsdóttir. Meira
27. mars 2001 | Erlendar fréttir | 265 orð | 2 myndir

Leifar Búdda-líkneskja sýndar

ÍSLAMSKA hreyfingin Taliban í Afganistan heimilaði í gær útlendingum að skoða leifar tveggja risastórra Búdda-líkneskja sem voru eyðilögð nýlega. Meira
27. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 392 orð | 1 mynd

Lífsýnasafn verður stofnað á sjúkrahúsinu á Akureyri

VÍÐTÆKUR samningur um krabbameinsrannsóknir milli Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og líftæknifyrirtækisins Urðar Verðandi Skuldar var undirritaður á Akureyri í gær. Samningurinn fjallar um væntanlegt samstarf þeirra í Íslenska krabbameinsverkefninu. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 232 orð

Los á nemendum að loknu verkfalli

SKÓLASÓKN framhaldsskólanema hefur verið einstaklega léleg á yfirstandandi önn og hefur víða verið brugðið á það ráð að vísa nemendum úr skóla af þessum sökum. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 132 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum eða hverjum þeim sem geta gefið frekari upplýsingar vegna þriggja árekstra þar sem tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna það til lögreglu eða hlutaðeiganda. Meira
27. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 313 orð | 1 mynd

Markmiðið að kynna kosti Akureyrar

VEÐURGUÐIRNIR er heiti á hóp sem í eiga sæti á þriðja tug fyrirtækja á Akureyri en meginmarkmið hans er að kynna Akureyri og það sem bærinn hefur upp á að bjóða. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Minningarathöfn í skólanum

STÚLKAN sem fannst látin í sundlaug Grindavíkur síðdegis á föstudag hét Bhawana Gurung, til heimilis á Verbraut 3 í Grindavík. Hún var sex ára, frá Nepal, fædd 3. nóvember 1994. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 117 orð

Mótmæla skertri þjónustu Flugfélags Íslands

STJÓRN Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi samþykkti eftirfarandi á Reyðarfirði 12. mars sl.: "Tekið fyrir að ræða þjónustu Flugfélags Íslands sem mörgum þykir hafa versnað eftir að samkeppni í innanlandsflugi var ekki til staðar lengur. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 140 orð

Námskeið um breytingar í verðbréfaviðskiptum

FJALLAÐ verður um breytingar sem orðið hafa í verðbréfaviðskiptum með tilkomu rafrænnar eignaskráningar á námskeiði hjá Endurmenntunarstofnun HÍ þann 5. apríl nk. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 63 orð

Opið hús skógræktarfélaganna

OPIÐ hús, á vegum skógræktarfélaganna, verður í Mörkinni 6, stóra sal Ferðafélags Íslands, þriðjudaginn 27. mars og hefst dagskráin kl. 20. Jón H. Björnsson, landslagsarkitekt, sýnir Alaskamynd sína. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 611 orð | 1 mynd

Óréttlætanlegt að kenna flugmanninum um slysið

FJÖLSKYLDA Mohammads Daglas, flugmanns vélarinnar sem fórst í Skerjafirði í fyrrasumar, hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem segir að óréttlætanlegt sé að kenna honum um þetta slys. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 679 orð

Óvilhallir aðilar yfirfari vinnubrögð RNF

FRIÐRIK Þór Guðmundsson, faðir Sturlu Þórs, sem lést af völdum áverka sem hann fékk í flugslysinu í Skerjafirði 7. Meira
27. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 348 orð | 1 mynd

"Á eftir að verða rosalega gaman"

MIKILL áhugi er á tónleikum Kristjáns Jóhannssonar og Höllu Margrétar Árnadóttur í Íþróttahöllinni á Akureyri á skírdag en forsala er þegar hafin og gengur vel. Meðleikari Kristjáns og Höllu Margrétar verður Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Meira
27. mars 2001 | Erlendar fréttir | 360 orð

"Regluhjónabandi" lýkur

ELLEN Fein, annar höfunda "The Rules" (Reglurnar), metsölubókar um ráð fyrir konur í karlmannsleit, hyggur á skilnað. Fein tilkynnti þetta skömmu fyrir útgáfu nýjustu bókar sinnar, "Rules III" (Reglur, 3. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 164 orð

Refsifangi ákærður fyrir að svíkja fé út úr bönkum

SÝSLUMAÐURINN á Selfossi hefur ákært refsifanga á Litla-Hrauni fyrir fjársvik en hann er sakaður um að hafa fengið bankastarfsmenn til að millifæra rúmlega 2,3 milljónir króna af bankareikningum annara yfir á sinn eigin reikning eða vitorðsmanna sinna. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Reyndu að svíkja út vörur með stolnum ávísunum

UM helgina voru 13 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og fjórir vegna aksturs sviptir ökuréttindum. Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhúsnæði í Fossvogi á föstudagskvöld en þar hafði hurð verið sparkað upp og yfirhöfnum dreift um lóðina. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 174 orð

Samningur felldur

FÉLAGSMENN í Starfsmannafélagi Akureyrar, STAK, sem vinna hjá Akureyrarbæ, felldu nýgerðan kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga. Alls eru um 320 félagsmenn STAK starfandi hjá Akureyrarbæ og tóku 62% þátt í atkvæðagreiðslunni. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Seldist upp á tveimur tímum

AÐGÖNGUMIÐAR á tónleika kúbversku hljómsveitarinnar Buena Vista Social Club, sem haldnir verða í Laugardalshöllinni 30. apríl næstkomandi, seldust upp á rúmum tveimur klukkustundum í gær. Að sögn Þorsteins Stephensen tónleikahaldara voru seldir 2. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 164 orð

Sérfræðingur í fjölskyldumeðferð heldur fræðsluerindi

NÁUM áttum - fræðsluhópur stendur fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 5. apríl kl. 8.30 til 10.30 í Sunnusal Hótels Sögu. Morgunverðarfundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Marion Forgatch (PhD) mun kynna PMT-meðferðarúrræðið. Dr. Meira
27. mars 2001 | Erlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Sigur stóru flokkanna

STÓRU flokkarnir unnu og litlu flokkarnir töpuðu. Þannig drógu þýzkir fjölmiðlar í gær saman niðurstöður kosninga til héraðsþinga sambandslandanna Baden-Württemberg og Rheinland-Pfalz, sem fram fóru á sunnudag. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 921 orð

Sjálfur fengið stærstu gjöfina frá ríkinu

KRISTINN H. Gunnarsson, alþingismaður og stjórnarformaður Byggðastofnunar, og Einar K. Meira
27. mars 2001 | Erlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Snarpur eftirskjálfti í Japan

SNARPUR eftirskjálfti, sem mældist 5,2 stig á Richterskvarða, reið yfir Hiroshima og fleiri borgir í vesturhluta Japans í gærmorgun, tveimur dögum eftir 6,4 stiga skjálfta sem varð tveimur mönnum að bana og olli miklum skemmdum. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 163 orð

Snjóflóð við Siglufjörð

SNJÓFLÓÐ féll á fólksbíl rétt utan við Siglufjarðarbæ um fjögurleytið í gær. Einn maður var í bílnum. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 285 orð

Stefna að 112 þúsund kr. lágmarkslaunum

STARFSMANNAFÉLAG ríkisstofnana og ríkið undirrituðu nýjan kjarasamning sl. sunnudag. Gildistími samningsins er frá 1. mars 2001 til 30. nóvember 2004. Launataflan hækkar í upphafi samningstímans um 6,9%, 3% 1. jan. 2002, 3% 1. jan. 2003 og 3% 1. jan. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 783 orð | 2 myndir

Stofnfjárbréf verði eftirsóttari kostur

VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra mælti í gær á Alþingi fyrir um breytingu á lögum nr. 113/1996 um viðskiptabanka og sparisjóði. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 38 orð

Stolinn bíll fannst á hvolfi

PALLBÍL var stolið frá Ólafsvíkurhöfn á sunnudag á meðan eigandi hans var á sjó samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Ólafsvík. Bílnum var stolið á milli 9.30 og 14 en fannst um kvöldið á hvolfi í malarnámum suður af... Meira
27. mars 2001 | Erlendar fréttir | 1067 orð | 3 myndir

Stórsókn hersins við Tetovo

Sókn makedónska hersins gegn vígi skæruliða upp af borginni Tetovo hófst á sunnudagsmorgun. Linnulítil skothríð og sprengjudrunur bentu ekki til þess að hernum hefði tekist ætlunarverk sitt í fyrstu atrennu. Urður Gunnarsdóttir og Thomas Dworzak fylgdu skriðdrekum hersins eftir. Meira
27. mars 2001 | Erlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

Talið mikið áfall fyrir Haider

FRELSISFLOKKURINN í Austurríki beið mikinn ósigur í borgarstjórnarkosningum í Vín á sunnudag en stjórnarandstöðuflokkar juku fylgi sitt. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 158 orð

Traustfang leyst upp

STJÓRN Vátryggingafélags Íslands náði á sunnudagskvöld samkomulagi um að stefnt skuli að skráningu félagsins á Verðbréfaþingi Íslands á þessu ári. Axel Gíslason, forstjóri VÍS, og Halldór J. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 100 orð

Tveir nýir kvikmyndasalir á Selfossi

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Brú ehf. hefur lagt fram forteikningar að nýbyggingu við Hótel Selfoss þar sem gert er ráð fyrir tveimur kvikmyndasölum. Greint er frá þessu á vef Sunnlenska fréttablaðsins. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Tvö kaupskip kyrrsett

TVÖ kaupskip hafa verið kyrrsett af Siglingastofnun. Á föstudaginn var skipið Geysir, sem siglt hefur fyrir Atlantsskip hf. með varning fyrir varnarliðið, kyrrsett í Hafnarfjarðarhöfn og í gær var færeyskt kaupskip kyrrsett í höfninni í Sandgerði. Meira
27. mars 2001 | Miðopna | 445 orð

Umsagnar Flugmálastjórnar að vænta í dag

ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri segir að unnið sé að því að afgreiða erindi samgönguráðuneytisins frá því á laugardaginn, þar sem óskað er eftir tafarlausri umsögn Flugmálastjórnar um það hvort ávirðingar sem fram koma í skýrslu Rannsóknanefndar flugslysa... Meira
27. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Unglingar fá þvottaspjöld

KVENFÉLAGASAMBAND Íslands hefur gefið út spjald með þvottaleiðbeiningum og bækling með upplýsingum um allt það sem lýtur að meðferð á þvotti, flokkun og meðferð á blettum svo eitthvað sé nefnt. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 184 orð

Vaka gagnrýnir vinnubrögð Röskvu

VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskóla Íslands, samþykkti 22. mars síðastliðinn eftirfarandi ályktun vegna skipanar í stjórn Stúdentaráðs. Meira
27. mars 2001 | Erlendar fréttir | 559 orð | 1 mynd

Valdalausi borgarstjórinn

Nureddin Murtesani, borgarstjóri í Tetovo, reynir að koma í veg fyrir að borgarinnar bíði sömu örlög og margra annarra borga á Balkanskaga, að klofna í tvennt á milli þjóðarbrota. Valdsvið hans verður hins vegar æ takmarkaðra. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Vel gekk að flytja ÍR-húsið á Ægisgarð

GAMLA ÍR-húsið sem staðið hefur við Túngötu í Reykjavík var flutt niður á hafnarsvæðið á sunnudaginn og gekk flutningurinn vel. Meira
27. mars 2001 | Landsbyggðin | 104 orð | 1 mynd

Vel heppnaðri Þjóðahátíð lokið

ÞJÓÐAHÁTÍÐ Vestfirðinga var haldin í fjórða sinn 17.-24. mars sl. Nú býr á Vestfjörðum fólk frá meira en fjörutíu þjóðlöndum. Atburðum hátíðarinnar var dreift á um vikutíma og jafnframt milli byggðarlaga á Vestfjörðum. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 31 orð

VG stofnar félagsdeild

VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð boðar til stofnfundar félagsdeildar í Bessastaðahreppi miðvikudaginn 28. mars nk. Fundurinn verður í Haukshúsum og hefst kl. 20.30. Steingrímur J. Sigfússon og Svanhildur Kaaber mæta. Allir eru... Meira
27. mars 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 184 orð

Vilja dagvistun aldraðra í Holtsbúð

BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur í undirbúningi að skora á heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið að veitt verði leyfi til reksturs dagvistunar í hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ en 33 einstaklingar í Garðabæ og Bessastaðahreppi eru taldir hafa brýna þörf... Meira
27. mars 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 348 orð

Vill skipulega vöktun og athugun á fuglalífinu

NESLISTINN á Seltjarnarnesi vill að bæjarstjórn samþykki að standa skipulega að vöktun og athugun á fuglalífi á Seltjarnarnesi með það fyrir augum að finna leiðir sem tryggja viðgang þess, og lagði fram um það tillögu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 251 orð

Yfirfara skýrslu RNF í vikunni

ÖRYGGISNEFND og Slysarannsóknarnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna munu hittast í vikunni og fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa vegna flugslyssins í Skerjafirði og í kjölfarið er að vænta umsagna þeirra um þessi efni. Meira
27. mars 2001 | Erlendar fréttir | 546 orð | 1 mynd

Þorpin yfirgefin

EINA lífsmarkið í fjallaþorpinu Selce eru dýrin, sem ráfa stefnulaust um, kýrnar hafa ekki verið mjólkaðar, kálfar og kindur bíta gras í húsagörðum. Meira
27. mars 2001 | Innlendar fréttir | 870 orð | 1 mynd

Þyrfti að setja reglur

Gyða Haraldsdóttir fæddist 5. nóvember 1953 á Sauðárkróki. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1973 og BA-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands 1978. Doktorspróf tók hún frá Manchester University 1983 í þroskasálfræði með áherslu á fatlanir. Meira

Ritstjórnargreinar

27. mars 2001 | Staksteinar | 356 orð | 2 myndir

Kristinn í salt

BÆJARINS besta, sem gefið er út á Ísafirði, ræðir um tillögur Kristins H. Gunnarssonar, formanns þingflokks framsóknarmanna og þingmanns Vestfjarða. Meira
27. mars 2001 | Leiðarar | 962 orð

ÚRBÓTA ÞÖRF Í FLUGÖRYGGISMÁLUM

Af skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa um hið hörmulega flugslys, sem varð er flugvélin TF-GTI hrapaði í Skerjafirði 7. ágúst síðastliðinn, er ljóst að ýmissa úrbóta er þörf í flugöryggismálum hér á landi. Meira

Menning

27. mars 2001 | Fólk í fréttum | 83 orð | 1 mynd

101 Reykjavík besta myndin

KVIKMYNDIN 101 Reykjavík var valin besta myndin í dag úr hópi 10 mynda á norrænu kvikmyndahátíðinni sem fram fer í Rúðuborg í Frakklandi. Meira
27. mars 2001 | Tónlist | 597 orð

Að syngja fyrir þjóðir

Karlakórinn Heimir söng íslensk og erlend söngverk undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar. Einsöngvarar voru meðal annarra Álftagerðisbræður og undirleikari var Thomas Higgerson. Sunnudagurinn 25. mars, 2001. Meira
27. mars 2001 | Kvikmyndir | 313 orð

Ástarsaga Katri

Leikstjórn: Taru Mäkelä. Aðalhlutverk: Vera Kiiskinen, Kai Lehtinen, Tarmo Ruubel, Seela Sella, Pirkko Hämäläinen og Anna- Leena Sipilä. Finnland 1999. Meira
27. mars 2001 | Leiklist | 527 orð | 1 mynd

Braggabörn

Höfundur: Einar Kárason, leikgerð Kjartans Ragnarssonar Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason Nýja bíó, Siglufirði, föstudaginn 23. mars 2001. Meira
27. mars 2001 | Fólk í fréttum | 268 orð

Breaker Morant (1980) Þrír hermenn (Edward...

Breaker Morant (1980) Þrír hermenn (Edward Woodward, Jack Thompson, Bryan Brown), eru leiddir fyrir herrétt í Búastríðinu og verða peð í höndum fjarlægra pólitíkusa breska heimsveldisins. Meira
27. mars 2001 | Fólk í fréttum | 981 orð | 1 mynd

BRUCE BERESFORD

TALANDI um mistæka menn í leikstjórastétt, þá er af nógu að taka. Þó er það mikið vafamál að nokkur núlifandi stéttarbróðir Ástralans Beresford, komist nálægt honum í þeim efnum. Meira
27. mars 2001 | Menningarlíf | 1029 orð | 1 mynd

Draumar um leikhús

Alþjóðaleiklistardagurinn er í dag, þriðjudaginn 27. mars 2001. Af því tilefni birtir Morgunblaðið ávarp Ólafs Egils Egilssonar nema á 3. ári við Leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Ávarpið er samið að beiðni Leiklistarsambands Íslands. Meira
27. mars 2001 | Fólk í fréttum | 346 orð | 2 myndir

Eðalvitleysa

Mutant Aliens eftir Bill Plympton. Útgefin af NBM árið 2000. Fæst í myndasöguverslun Nexus. Meira
27. mars 2001 | Kvikmyndir | 439 orð | 1 mynd

Fullvæmið súkkulaði

Leikstjórn: Lasse Hallström. Handrit: Robert Nelson Jacobs eftir skáldsögu Joanne Harris. Aðalhlutverk: Juliette Binoche, Lena Olin, Johnny Depp, Judi Dench, Alfred Molina og Carrie-Ann Moss. Miramax 2000. Meira
27. mars 2001 | Menningarlíf | 138 orð | 1 mynd

Gítar og djass á Vilbergsdögum

AÐRIR tónleikar Vilbergsdaga í Garðabæ verða í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20 í hinum nývígða sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Fyrir hlé leikur Pétur Jónasson gítarleikari verk eftir Huga Guðmundsson. Meira
27. mars 2001 | Fólk í fréttum | 153 orð | 2 myndir

Ha, ha, ha!

MIKIÐ grín og gaman hellist inn á listann þessa vikuna, en þar eru fyrir margar gamanmyndir, svo fólk hefur greinilega þörf fyrir að láta kitla á sér hláturtaugarnar þessa dagana. Meira
27. mars 2001 | Menningarlíf | 284 orð | 1 mynd

Harmonikuleikur í Norræna húsinu

FIMM norrænir harmonikuleikarar halda tónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Það eru Maria Kalaniemi frá Finnlandi, Greta Sundström frá Álandi, Jon Faukstad frá Noregi og Johan Kullberg frá Svíþjóð auk stjórnandans, Bernt Andersson frá Svíþjóð. Meira
27. mars 2001 | Fólk í fréttum | 226 orð | 1 mynd

Heillandi hjartabanar

HJARTABANARNIR er nýja toppmynd bandaríska bíóaðsóknarlistans. Myndin er nett ögrandi rómantísk gamanmynd um mæðgur, leiknar af Sigourney Weaver og Jennifer Love Hewitt, sem hafa fyrir iðju að draga ríka karlmenn á tálar og féfletta. Meira
27. mars 2001 | Menningarlíf | 48 orð

Jónas Ingimundarson á Akranesi

PÍANÓTÓNLEIKAR Jónasar Ingimundarsonar á Akranesi verða í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20 í sal Tónlistarskólans. Jónas flytur tvö verk eftir L.v. Beethoven, Andante favori og Waldstein-sónötuna og síðan fjórar prelúdíur eftir Cl. Debussy. Meira
27. mars 2001 | Fólk í fréttum | 1057 orð | 6 myndir

Óvæntur Óskar

Íslenska þjóðin var með öndina í hálsinum þegar umslagið sem innihélt nafn óskarsverðlaunahafans fyrir besta sönglagið var opnað, enda Sjón og Björk tilnefnd. Svo fór að Bob karlinn Dylan hreppti hnossið. Sigurbjörn Aðalsteinsson er í Los Angeles og fylgdist með hátíðinni. Hann komst m.a. að því að Sjón vildi alls ekki þurfa að lifa með það á samviskunni að hafa unnið. Meira
27. mars 2001 | Fólk í fréttum | 308 orð | 1 mynd

Pabbastelpa í öngum sínum

LEIKFÉLAG Menntaskólans í Kópavogi, Sauðkindin, frumsýndi á föstudaginn leikritið Glórulaus í leikstjórn Gunnars Hanssonar. Meira
27. mars 2001 | Fólk í fréttum | 386 orð | 1 mynd

"Smoke on the water" leikið á handarkrika

Hljómsveitin Millsbomb er komin hingað til lands frá Graz í Austurríki til þess að leika hér á þrennum tónleikum á fjórum dögum. Einnig leikur með þeim sænska sveitin Dispirited en hún kemur til landsins í dag. Meira
27. mars 2001 | Menningarlíf | 595 orð | 1 mynd

Rekinn áfram af forvitni og nýjungaleit

HILMAR Þórðarson - Sjálfsmynd, er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Meira
27. mars 2001 | Menningarlíf | 571 orð

Samspil í heimsklassa

Sigurður Flosason altó- og barrýtonsaxófón, Eyþór Gunnarsson píanó og Lennart Ginman bassa. Laugardaginn 24. mars 2001. Meira
27. mars 2001 | Menningarlíf | 47 orð | 1 mynd

Sópransöngur við gítarleik

Á SÍÐUSTU háskólatónleikum þessa skólaárs í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30 syngur Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, við gítarundirleik Péturs Jónassonar verk eftir John Dowland, Henry Purcell, Fernando Obradors og Enrique Granados. Meira
27. mars 2001 | Fólk í fréttum | 195 orð | 1 mynd

Travolta hrósaði "sigri"

JOHN Travolta var sigurvegari kvöldsins þegar hópur húmorista í Hollywood tilkynnti hvaða kvikmyndir hefðu verið þær verstu á síðasta ári. Kvikmyndin Battlefield Earth var fremst í flestum flokkum Gullnu hindberjaverðlaunanna og fékk alls sjö verðlaun. Meira
27. mars 2001 | Menningarlíf | 265 orð

Úrslit í ljóða- og smásagnakeppni

52 VERK bárust í ljóða- og smásagnasamkeppnina Líf í nýju landi sem ætluð var börnum í 7. bekk grunnskóla og voru úrslit gerð kunn á alþjóðlegum degi gegn kynþáttamismunun 21. mars sl. Meira
27. mars 2001 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

Vann áritað veggspjald

BÍÓBLAÐ Morgunblaðsins og Skífan stóðu fyrir Bíóblaðsdögum í Stjörnubíói í tilefni af sýningum myndarinnar Quills (Fjaðurpennar) ekki alls fyrir löngu. Lesendum Bíóblaðsins stóð til boða að fá tvo bíómiða á verði eins meðan á Bíóblaðsdögum stóð. Meira
27. mars 2001 | Menningarlíf | 60 orð

Vínland og vínartertan

VINÁTTUFÉLAG Íslands og Kanada heldur sinn 27. fyrirlestrarfund á morgun, miðvikudag, kl. 20, í Lögbergi, Háskóla Íslands, stofu 102. Þar mun Jón Daníelsson blaðamaður fjalla um bók sína Leifur heppni og Vínland hið góða. Meira

Umræðan

27. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 82 orð

31 árs gömul kona frá Þýskalandi...

31 árs gömul kona frá Þýskalandi óskar eftir pennavini á Íslandi. Áhugamál hennar eru sund, skíði og Ísland. Andrea Jekel, Bellscheidtshasse 4, 40625 Dusseldorf, Germany. Meira
27. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 36 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag þriðjudaginn 27. mars verður sjötíu og fimm ára Lilja Hallgrímsdóttir frá Seyðisfirði, Vallartröð 4 kj., Kópavogi. Hún tekur á móti gestum í Ásgarði í Glæsibæ frá kl. 16-19 laugardaginn 31. mars... Meira
27. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 31 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 27. mars, verður áttræð Björg Hallvarðsdóttir, húsmóðir, Höfðagrund 10, Akranesi. Marki hennar var Skúli Sigurjón Lárusson, skipstjóri, sem lést 1994. Björg verður að heiman á... Meira
27. mars 2001 | Aðsent efni | 1051 orð | 1 mynd

Að villast af vallarsýn

Sá maður telur heiminn einfaldan, sem vill stjórna honum með bannreglum á borð við þær, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, sem Illhugakenningin boðar. Meira
27. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 553 orð

AÐ Víkverja dagsins vatt sér í...

AÐ Víkverja dagsins vatt sér í vikunni vinur hans einn, sem í starfi sínu umgengst unglinga töluvert. Meira
27. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 20 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. október sl. í Hallgrímskirkju Ásdís Claessen og Ingimar Oddsson. Heimili þeirra er á Hagamel 25,... Meira
27. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 1090 orð

Bræðurnir Ormsson

Í MORGUNBLAÐINU 13. marz sl. birtist greinarkorn, sem nefnist Málspjöll og latmæli. Meira
27. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 461 orð | 2 myndir

Enn um íslenskuna

Í viðtali, sem heimspekiprófessor við Háskólann átti við konu eina fyrir nokkru stagaðist hann á því að "kenna námskeið". Þetta er auðvitað alrangt mál og argasta ambaga. Meira
27. mars 2001 | Aðsent efni | 1004 orð | 1 mynd

Náttúruvernd við Mývatn

Því er það skoðun okkar, segir Leifur Hallgrímsson, að löngu sé tímabært að taka til endurskoðunar lögin um verndun Mývatns og Laxár frá 1974. Meira
27. mars 2001 | Aðsent efni | 654 orð | 1 mynd

Ómerkilegt viðhorf

Þeir, sem skiluðu auðu, voru annaðhvort að lýsa því yfir að þeir vildu hvorugan kostinn eða segja að þeim væri sama. Haraldur Blöndal segir að þessi atkvæði verði að telja með. Meira
27. mars 2001 | Aðsent efni | 846 orð | 2 myndir

Ráðning yfirmanna og sameining sérgreina

Markmið skipulagsbreytinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi nú, segir Magnús Pétursson, á að vera að bæta fagmennsku í sjúkraþjónustu, kennslu og vísindum innan þess fjárhagsramma sem samfélagið setur spítalanum. Meira
27. mars 2001 | Aðsent efni | 551 orð | 1 mynd

Sameining Flateyjar og Stykkishólms í eitt sveitarfélag

Flatey þarf að hafa öflugra sveitarfélag sem bakhjarl, segir Sigfús Jónsson, en nú er. Meira
27. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 806 orð

(Sálm. 4, 9.)

Í dag er þriðjudagur 27. mars, 86. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Drottinn, leið mig eftir réttlæti þínu sakir óvina minna, gjör sléttan veg þinn fyrir mér. Meira
27. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 359 orð | 1 mynd

Siglingar og æskulýðsstarf aftur á Arnarnesvog

UNDANFARIÐ hafa birst blaðagreinar um Arnarnesvoginn, fegurð hans og gildi fyrir íbúa Garðabæjar og aðra þá sem líta til sjávar og njóta þess sem náttúran hefur að bjóða. Ekki eru þó allir sammála um hvernig nýta beri voginn og umhverfi hans. Meira
27. mars 2001 | Aðsent efni | 1015 orð | 1 mynd

Tilgangurinn helgar ekki meðalið

Gagnrýnin sem fram kom eftir að dómur féll snerist ekki aðallega um sönnun, segir Gunnar Hrafn Birgisson, heldur um það hvort verjendur ákærða hafi villt um fyrir réttinum og brotið siðareglur gagnvart stúlkunni. Meira
27. mars 2001 | Aðsent efni | 625 orð | 1 mynd

Upprifjun á nokkrum staðreyndum

Ef einhver treystir sér til þess að gera jafnvel eða betur en bærinn í rekstri Áslandsskóla, segir Þröstur Harðarson, hvers vegna má þá ekki leyfa það? Meira
27. mars 2001 | Aðsent efni | 558 orð | 1 mynd

Við sofum á verðinum

Mesta auðlind þjóðarinnar, gróðurmoldin, fýkur á haf út, segir Herdís Þorvaldsdóttir, og ráðamenn bera ábyrgðina. Meira
27. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 91 orð

VÆRINGJAR

Vort land er í dögun af annarri öld. Nú rís elding þess tíma, sem fáliðann virðir. - Vor þjóð skal ei vinna með vopnanna fjöld, en með víkingum andans um staði og hirðir. Meira

Minningargreinar

27. mars 2001 | Minningargreinar | 2825 orð | 1 mynd

ÁSTA DAGMAR JÓNASDÓTTIR

Ásta Dagmar Jónasdóttir fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 7. september 1924. Hún lést á heimili sínu, Boðahlein 8 í Garðabæ, 17. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2001 | Minningargreinar | 360 orð | 1 mynd

JENS ÞÓRÐARSON

Jens Þórðarson vélstjóri fæddist 1. maí 1925 á Ísafirði. Hann andaðist á Landspítala Fossvogi 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórður Þórðarson, vélamaður á Ísafirði, f. 14. maí 1886 á Neðri-Bakka í Langadal, N-Ísafjarðarsýslu, d. 5. nóv. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2001 | Minningargreinar | 2335 orð | 1 mynd

JÚLÍUS GUÐJÓN ODDSSON

Júlíus Guðjón Oddsson fæddist í Hafnarfirði 21. maí 1915. Hann lést á sjúkrahúsi Keflavíkur 16. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Oddur Jónsson, f. 25. október 1886 á Keldunúpi á Síðu, d. 31. ágúst 1977, og kona hans Kristín Hreiðarsdóttir, f. 19. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2001 | Minningargreinar | 2329 orð | 1 mynd

SIGURÐUR ÖRN INGÓLFSSON

Sigurður Örn Ingólfsson fæddist 7. júlí 1935. Hann lést 16. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin sr. Ingólfur Ástmarsson, kennari, biskupsritari og prestur, lengst á Mosfelli í Grímsnesi, og Rósa B. Blöndals, skáld og kennari. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2001 | Minningargreinar | 1584 orð | 1 mynd

THEA DAVIDSEN

Thea Davidsen (Dóróthea Marteinsdóttir) fæddist í Kvívík í Færeyjum 24. september 1926. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 17. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Davidsen frá Miðvági, f. 1896, d. 1963, og Martin Davidsen frá Kvívík,... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

27. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 707 orð | 1 mynd

Baugur í stórsókn á erlenda markaði

BONUS Dollar Store-verslunarkeðjan, sem er að 70% í eigu Baugs hf., hefur gert kauptilboð í bandarísku verslunarkeðjuna Bill's Dollar Store. Meira
27. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 112 orð

Bjartsýnn á skráningu

ÞRÁTT fyrir pólitískar deilur um sölu á beinum eignarhlut norska ríkisins í olíu- og gaslindum í norskri lögsögu (SDØE) er forstjóri ríkisolíufélagsins Statoil bjartsýnn á að hlutabréf félagsins verði skráð á markað í sumarbyrjun. Meira
27. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 220 orð

Ekki áform um að ÍFBA leggi Basisbank til meira fé

SVANBJÖRN Thoroddsen, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Íslandsbanka-FBA, segir að það sé ekki rétt sem kom fram í Jyllandsposten og Morgunblaðið skýrði frá að eigendur Basisbank hafi þurft að auka hlutafé í bankanum í þriðja skipti á þremur mánuðum. Meira
27. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 200 orð

Félag um viðskiptasérleyfi

Félag um viðskiptasérleyfi (franchising) verður stofnað á fundi á 14. hæð í Húsi verslunarinnar í dag þriðjudaginn 27. mars kl. 9:00. Tilgangur félagsins er m.a. að auðvelda stofnun viðskiptasérleyfa og standa vörð um hagsmuni aðildarfyrirtækja. Meira
27. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 798 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 26.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 26.03.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
27. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
27. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 200 orð

Færir símaviðskipti til Íslandssíma

BANKASTJÓRI Landsbanka Íslands og forstjóri Íslandssíma skrifuðu í gær undir samning sem kveður á um að Landsbanki Íslands færir öll símaviðskipti sín til Íslandssíma. Meira
27. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 118 orð

Hlutabréfasjóðurinn hagnast um 61 milljón

HAGNAÐUR Hlutabréfasjóðs Íslands hf eftir reiknaða skatta í fyrra nam 61 milljón króna samanborið við 54 milljónir króna árið 1999. Innra virði í árslok var 2,36 sem er lækkun um 12% frá fyrra ári. Meira
27. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 315 orð

Lántökukostnaður undir euribor-vöxtum

RÍKISSJÓÐUR gaf í gær út skuldabréf að fjárhæð 250 milljónir evra, sem jafngildir um 20 milljörðum íslenskra króna. Lánstími er 5 ár og vextir 5 punktum undir euribor. Útgáfugengi bréfanna er 99,947 og þóknun banka af útgáfufjárhæð er 0,15%. Meira
27. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 92 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.171,70 -0,78 FTSE 100 5.576,60 3,23 DAX í Frankfurt 5.726,97 3,29 CAC 40 í París 5. Meira
27. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 854 orð | 2 myndir

Samkomulag tókst um opnun á VÍS

STJÓRN Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS) hefur komist að samkomulagi um að stefna að skráningu félagsins á Verðbréfaþingi Íslands á þessu ári. Eigendurnir sendu Verðbréfaþingi Íslands tilkynningu í þá veru í gærmorgun. Meira
27. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 77 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 26.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 26.3. 2001 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira
27. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 580 orð

Viðskiptin ekki afhent á silfurfati

VEGNA þess sem fram kom í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um olíuviðskipti Flugleiða segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi hjá Flugleiðum, að grundvallarstefna Flugleiða sé sú að nota útboð til að ná sem hagstæðustum innkaupum á geymslu og flutningi... Meira

Fastir þættir

27. mars 2001 | Fastir þættir | 326 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÖLL spil fæðast á einhverju borði - flest á "græna borðinu", en sum á "teikniborðinu". Hér er eitt af síðarnefnda toganum - tilbúin þraut: Vestur gefur; allir á hættu. Meira
27. mars 2001 | Viðhorf | 829 orð

Netmiðlabrun

Segja má að Netið hafi átt stóran þátt í að lyfta umræðunni upp úr (ómælisdjúpu) aldarfari kaldastríðsins þar sem raddir voru orðnar fáar og falskar. Meira
27. mars 2001 | Fastir þættir | 638 orð

Safnaðarstarf Áskirkja.

Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa í neðri safnaðarsal kl. 10-14 í umsjá Þórönnu Þórarinsdóttur. Skemmtiganga kl. 10.30. Júlíana Tyrfingsdóttir leiðir gönguhópinn. Bæna- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12 í umsjá Guðrúnar K. Meira
27. mars 2001 | Fastir þættir | 104 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp í síðustu umferð Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu. Björn Þorfinnsson (2255) hafði hvítt gegn Baldri Möller (1850). Meira

Íþróttir

27. mars 2001 | Íþróttir | 243 orð | 1 mynd

ANDRI Sigþórsson fékk nýliðamerki KSÍ í...

ANDRI Sigþórsson fékk nýliðamerki KSÍ í kvöldverði eftir leikinn á móti Búlgaríu, en Andri lék sinn fyrsta landsleik í Sofíu . Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 60 orð

Atli hafnaði Lilleström

ATLI Knútsson, markvörður Breiðabliks, hafnaði um helgina boði um lánssamning frá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström. Norðmennirnir vildu fá hann strax að láni eftir að hann lék æfingaleik með liðinu gegn Odd Grenland í síðustu viku. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 214 orð

Áherslubreytingar í dómgæslu

Á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum var í fyrsta sinn dæmt miðað við nýjar alþjóðlegar reglur. Reglurnar ná bæði til karla og kvenna og kalla á mun erfiðari æfingar heldur en áður. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 62 orð

Á laugardaginn fór fram flokkameistaramót Skotíþróttasambandsins...

Á laugardaginn fór fram flokkameistaramót Skotíþróttasambandsins í loftbyssugreinum. Mótið var haldið í Laugardalshöllinni. Loftskammbyssa karla 60 skot: 1. Hannes Tómasson, SR 657,2 2. Anton Konráðsson, SKÓ 653,3 3. Guðmundur Kr. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 365 orð

Ánægður með sigurinn

"ÉG er mjög ánægður með sigurinn, en ekki eins ánægður með leik minna manna því það var alltof mikið um mistök hjá okkur," sagði Dragan Jurkovic, þjálfari Metkovic Jambo. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 1050 orð | 3 myndir

Brottvísun Lárusar vendipunkturinn

ÞAÐ voru vonsviknir leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem gengu af velli á CSKA-leikvanginum í Sofíu eftir 2:1 ósigur á móti Búlgörum í undankeppni heimsmeistaramótsins á laugardaginn. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 340 orð

Dagskráin gengur ekki upp

HAUKAR léku 3:3 vörn gegn króatíska liðinu Metkovic Jambo og kom það gestunum töluvert á óvart hve framarlega á vellinum Íslendingarnir léku. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, var ánægður með varnarleik sinna manna en að sama skapi var hann ósáttur við hve illa gekk að koma boltanum framhjá Valter Matosveic, markverði Metkovic. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 218 orð

Deildabikar karla Efri deild A-RIÐILL: Fram...

Deildabikar karla Efri deild A-RIÐILL: Fram - Tindastóll 3:0 Ásmundur Arnarsson 7., 77., Andri Fannar Ottósson 90. Fylkir - Víkingur R. 4:4 Sævar Þór Gíslason 18., 36., Pétur Björn Jónsson 76., Þórhallur Dan Jóhannsson 88. - Sumarliði Árnason 27., 69. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 120 orð

DÓMARAR á bikarúrslitaleik karla og kvenna...

DÓMARAR á bikarúrslitaleik karla og kvenna í blaki voru þeir Leifur Harðarson og Þorvaldur Sigurðsson . Leifur var aðaldómari í karlaleiknum en Þorvaldur tók við því hlutverki í kvennaleiknum. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 248 orð

Dýri hóf sig hátt til flugs...

"ÉG gerði ekki þessa seríu á laugardag og ákvað að gera þetta dálítið skemmtilegra fyrir áhorfendur með því að bæta inn flugæfingu sem enginn hefur gert hér á Íslandi áður, þetta er erfið æfing og það gerist varla brjálaðra en þetta," sagði Dýri Kristjánsson, sem féll fjórum sinnum af svifránni í miklu "sýningaratriði" sem hann setti upp í miðri keppni á sunnudag. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 310 orð | 1 mynd

Ebbe Sand skoraði þrennu fyrir Dani...

Ebbe Sand skoraði þrennu fyrir Dani sem unnu afar sannfærandi og öruggan sigur á Möltu, 5:0, á Ta'Qali-leikvanginum í Valetta, en liðin eru á meðal andstæðinga Íslendinga í 3. riðli. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 136 orð

Ekkert öl á boðstólum

FORRÁÐAMENN norður-írska knattspyrnusambandsins tilkynnti landsliðsmönnum sínum áður en haldið var af stað til Búlgaríu í gær að flugið frá Belfast til Sofíu yrði áfengislaust. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 250 orð

Ekki okkar besti leikur

"VIÐ vorum ekki að spila okkar besta leik og erum svekktir yfir að tapa - það er þó gott að við skulum vera sárir yfir að tapa fyrir þessu liði," sagði Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, eftir tapið á Ásvöllum á sunnudaginn. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 254 orð

England 1.

England 1. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 484 orð

Ég er að sjálfsögðu langt frá...

NÝLIÐINN Miroslav Klose bargandliti Þjóðverja með því að skora sigurmark þeirra í 2:1 sigri á Albaníu, tveimur mínútum fyrir leikslok. Hann hafði nokkru áður komið inn á í sínum fyrsta landsleik. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 203 orð | 1 mynd

Ég lenti í einhverju orðaskaki við...

LÁRUS Orri Sigurðsson var að vonum mjög svekktur eftir leikinn á móti Búlgörum en hann fékk að líta rauða spjaldið hjá Englendingnum Michael Riley á 40. mínútu leiksins. Lárus var að leika sinn fyrsta landsleik í 16 mánuði eða frá því Íslendingar töpuðu fyrir Frökkum, 3:2, í eftirminnilegum leik í París í nóvember árið 1999. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 91 orð

Fá góðan bónus

EF landslið Englands kemst í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, sem fer fram í Japan og Suður-Kóreu, fá leikmenn liðsins góðar bónusgreiðslur. Hver leikmaður fær þá 63 millj. ísl. kr. í vasann. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 40 orð

Fyrsta tap Skagamanna

FH stöðvaði sigurgöngu ÍA í deildabikarkeppninni í knattspyrnu með sigri, 3:2, í leik liðanna í Reykjaneshöll í gærkvöld. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 147 orð

Færeyingar fögnuðu sigri

Færeyingar höfðu ríka ástæðu til þess að fagna fyrsta sigri sínum í undankeppni HM er þeir lögðu Lúxemborg á útivelli, 2:0, að viðstöddum 2.500 áhorfendum. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 243 orð

Gunnar endurnýjar við Amicitia

GUNNAR Andrésson, handknattleiksmaður, endurnýjaði um helgina samning sinn við svissneska handknattleiksliðið Amicitia í Zürich til tveggja ára. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 96 orð

Gunnar og Elvar upp um deild

AJAX-Farum, liðið sem Gunnar Beinteinsson og Elvar Guðmundsson leika með í dönsku 1. deildinni, austurhluta, vann sér á sunnudaginn keppnisrétt í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 33 orð

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna, fyrri leikur í...

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna, fyrri leikur í undanúrslitum: Ásvellir:Haukar - Stjarnan 20 Vestmannaey.:ÍBV - Fram 20 1. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 605 orð | 2 myndir

Haukar fóru illa með færin

KRÓATÍSKA handknattleiksliðið Metkovic Jambo á titil að verja í EHF Evrópukeppninni og sé mið tekið af úrslitum í fyrri undanúrslitaleik Hauka og Metkovic á sunnudag er allt útlit fyrir að Metkovic fái tækifæri til að verja titilinn. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 161 orð

Haukar - Metkovic 20:22 Ásvellir, Hafnarfirði,...

Haukar - Metkovic 20:22 Ásvellir, Hafnarfirði, undanúrslit í EHF-keppninni í handknattleik, fyrri leikur, sunnudaginn 25. mars 2001. Gangur leiksins : 1:0, 1:1, 2:1, 3:4, 6:7, 7:9, 9:10, 11:11 , 12:12, 14:14, 15:18, 16:20, 18:21, 20:22 . Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 363 orð | 1 mynd

HELGI Jónas Guðfinnsson og félagar úr...

HELGI Jónas Guðfinnsson og félagar úr Ieper sigruðu Pepinster 91:87 í framlengdum leik í belgísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik á laugardag. Leikurinn var jafn þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka og Pepinster átti tvö vítaskot en hitti úr hvorugu. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 244 orð

HIN 14 ára gamla Birta Benónýsdóttir...

HIN 14 ára gamla Birta Benónýsdóttir er ein af framtíðarstjörnum fimleikanna. Hún kom mjög sterk til leiks á Íslandsmótinu um helgina, varð í 2. sæti í fjölþraut og fór þrisvar sinnum á verðlaunapall í keppni á einstökum áhöldum. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 167 orð

ÍSLANDSMÓTIÐ í fimleikum um helgina var...

ÍSLANDSMÓTIÐ í fimleikum um helgina var síðasti prófsteinn Rúnars Alexanderssonar fyrir heimsbikarmótið sem haldið verður um næstu helgi. Þar mun Rúnar keppa á bogahesti og hann prufukeyrði æfinguna sína á Íslandsmótinu. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 145 orð

Íslandsmótið í fjölþraut Karlar: Viktor Kristmannsson,...

Íslandsmótið í fjölþraut Karlar: Viktor Kristmannsson, Gerplu 44,800 Dýri Kristjánsson, Gerplu 44,550 Jónas Valgeirsson, Árm 36,400 Grétar K. Sigþórsson, Árm 36,250 Anton H. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 546 orð | 1 mynd

ÍSLENSKU landsliðsmennirnir léku með sorgarbönd í...

ÍSLENSKU landsliðsmennirnir léku með sorgarbönd í leiknum við Búlgari . Ástæðan var sú að Björgvin Schram, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, lést aðfaranótt sl. laugardags. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 312 orð

Íþróttahúsið við Austurberg, Íslandsmót í júdó,...

Íþróttahúsið við Austurberg, Íslandsmót í júdó, helgina 24. og 25. mars 2001. Konur, aldur 15 til 16 ára. Þyngdarflokkar -57kg/-63kg/-70kg. 1. Anna Soffía Víkingsdóttir JR 2. Helga Aðalbjörg Bjarnad. KA 3. Eydís Ó. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 206 orð | 1 mynd

Járnkarlinn gefur ekkert eftir

KARL Bang Erlingsson sigraði í -81 kg. flokki á laugardaginn og var það í ellefta sinn, sem hann hampar gulli á Íslandsmóti í júdó. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 160 orð

KR-ingar eru ánægðir með Frakkann

FRANSKI knattspyrnumaðurinn Moussa Dagnogo sem er til reynslu hjá Íslandsmeisturum KR í knattspyrnu þykir lofa góðu en hann þótti sýna fín tilþrif þegar KR-ingar lögðu ÍR-inga, 3:0, í deildarbikarkeppni KSÍ í fyrrakvöld. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 406 orð

KR - Keflavík 57:55 KR-húsið, úrslit...

KR - Keflavík 57:55 KR-húsið, úrslit 1. deildar kvenna, fyrsti leikur, mánudaginn 26. mars 2001. Gangur leiksins : 0:2, 7:6, 7:13, 9:13 , 14:15, 14:21, 24:21 , 26:23, 26:28, 32:31, 40:33, 40:35, 49:40, 49:47, 55:49, 55:55, 57:55 . Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 471 orð | 1 mynd

KR vann fyrstu orustuna

ÉG vissi að boltinn færi ofan í -það var alveg klárt," sagði Kristín B. Jónsdóttir, sem skoraði sigurkörfu KR gegn Keflavík tólf sekúndum fyrir leikslok í Vesturbænum í gærkvöldi þegar liðin léku sinn fyrsta úrslitaleik. KR-stúlkur höfðu undirtökin meira og minna en með góðu viðbragði síðustu mínúturnar tókst Keflvíkingum að hleypa mikilli spennu í leikinn. Það dugði hinsvegar ekki til og KR vann 57:55. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 78 orð

Las Palmas í vanskilum vegna Þórðar

Belgíska knattspyrnufélagið Genk hefur sent kvörtun til FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, vegna þess að Las Palmas hefur ekki staðið í skilum með greiðslur fyrir Þórð Guðjónsson. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 135 orð

Lárus Orri og Heiðar í bann

LÁRUS Orri Sigurðsson og Heiðar Helguson leika ekki með landsliðinu gegn Möltubúum á Möltu 25. apríl. Þeir verða í leikbanni - Lárus Orri fyrir brottreksturinn gegn Búlgaríu og Heiðar fyrir að hafa fengið að sjá tvö gul spjöld í undankeppni HM. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 493 orð | 1 mynd

Lítill glans í Liverpool

ENSKA landsliðið í knattspyrnu sýndi engin snilldartilrþrif gegn Finnum, en Sven Göran Eriksson, landsliðþjálfari þeirra, getur þó glaðst yfir sigrinum. Hann var mikilvægur. "Sigurinn skiptir mestu máli í leikjum sem þessum. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 127 orð

Magdeburg stendur vel að vígi

MAGDEBURG, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar þjálfara, stendur ágætlega að vígi eftir að hafa lagt Bidasoa Irun að velli, 32:24, á heimavelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum EHF-keppninnar í handknattleik. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 278 orð

Mér fannst við skemma fyrir okkur...

Mér fannst við skemma fyrir okkur sjálfum því við höfðum alveg möguleika á að vinna þennan leik," sagði Óskar Ármannsson úr Haukum eftir leikinn "Við förum illa með dauðafærin í fyrri hálfleik og gerum of mikið af mistökum í þeim síðari svo að... Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 296 orð | 1 mynd

Mikil uppsveifla hjá Ármanni

ÁSDÍS Pétursdóttir, þjálfari Ármenninga, hafði ríka ástæðu til að brosa um helgina en þrjár sterkustu fimleikakonur landsins eru nemendur hennar í Ármanni. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 747 orð | 2 myndir

Miklir yfirburðir hjá Þrótti

KVENNALIÐ Þróttar frá Neskaupstað hafði mikla yfirburði í bikarúrslitaleik kvennaliða sem háður var á laugardag í Kópavogi - fagnaði sigri annað árið í röð með því að leggja ÍS að velli, 3:0. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 138 orð

Mörg verkefni framundan

"VIÐ eigum marga unga og efnilega júdómenn, sem ég sé að eiga eftir að taka við af gömlu körlunum," sagði Sævar Sigursteinsson, nýráðinn landsliðsþjálfari karla, sem fylgdist með mótinu. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 288 orð

"ÉG hefði orðið svekktur með sjálfan...

"ÉG hefði orðið svekktur með sjálfan mig ef þetta hefði farið á annan veg," sagði Vernharð Þorleifsson úr KA eftir sigur á Íslandsmeistaranum Bjarna Skúlasyni í opnum flokki en Vernharð varði einnig titil sinn í -100 kg. flokki. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 84 orð

"Skoraði fyrir Petrov"

KRASSIMIR Tchomakov, sem skoraði jöfnunarmark Búlgaríu gegn Íslendingum með þrumufleyg og Árni Gautur Arason átti ekki möguleika á að verja, sagði eftir leikinn að hann hefði skorað fyrir Petrov. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 528 orð

"Við erum ekki saddir af sigrum"

"VIÐ erum sannarlega ekki orðnir saddir af sigrum, það er nefnilega svo gaman að vinna," sagði Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastólsmanna, eftir leik Tindastóls og Keflavíkur þar sem Tindastólsmenn unnu 110:87 í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum úrvalsdeildar karla. Leikurinn fór fram nyrðra. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 215 orð

"ÞAÐ gekk allt eftir áætlun fyrsta...

"ÞAÐ gekk allt eftir áætlun fyrsta hálftímann og við vorum að spila vel og agað. Það var ekkert við marki Búlgarana að gera. Leikmaðurinn smellhitti boltann og Árni Gautur átti ekki möguleika á að verja skotið. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 91 orð

Ragnar með 10 mörk

RAGNAR Óskarsson skoraði 10 mörk, tvö þeirra úr vítaköstum, þegar lið hans, Dunkerque, vann góðan útisigur á Istees, 23:17, í frönsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 101 orð

RAKEL Ögmundsdóttir skoraði sitt fyrsta mark...

RAKEL Ögmundsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir bandaríska atvinnumannaliðið Philadelphia Charge sl. föstudag. Markið sem Rakel skoraði var eina mark Philadelphia sem tapaði 3:1 fyrir San Diego Spirit. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 346 orð

Sigur Dormagen á Gummersbach var nokkuð...

ÍSLENDINGALIÐIN Bayer Dormagen og Nettelstedt virðast vera að rétta úr kútnum og um helgina unnu bæði liðin mikilvæga sigra í fallbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Dormagen lagði hið gamla veldi Gummersbach, 25:23, á útivelli og Nettelstedt lagði Guðmund Hrafnkelsson og samherja í Nordhorn, 27:24, á heimavelli. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 522 orð | 1 mynd

STEFAN Effenberg, leikstjórnandi þýsku meistaranna í...

STEFAN Effenberg, leikstjórnandi þýsku meistaranna í Bayern Münc hen, segist vilja yfirgefa félagið þegar samningur hans við það rennur úr eftir rúmt ár. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 284 orð

Sögulegt á Hampden Park

Það vantaði svo sannarlega ekki dramatíkina á Hampden Park þegar Skotar tóku á móti Belgum í 6. riðli á laugardaginn. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 153 orð

Tap í Ósló

Draumur Norðmanna um að komast í úrslitakeppni Heimsmeistaramóts landsliða í knattspyrnu gæti verið úti eftir 2:3-tap gegn Pólverjum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 141 orð

Tveir Svíar í Stjörnuna

TVEIR sænskir knattspyrnumenn, Peter Nilsson og Anders Wahrnberg, leika með Stjörnunni úr Garðabæ í 1. deildinni í sumar. Þeir hafa dvalið hjá félaginu að undanförnu til reynslu og nú er ljóst að þeir koma aftur til félagsins í vor en báðir stunda þeir nám í Bandaríkjunum og hafa leikið með Ragnari Árnasyni Stjörnumanni með háskólaliði Southampton-háskóla. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 168 orð

Tvöfalt hjá Berglindi

"ÉG er mjög ánægð en það er ekki það skemmtilegasta að glíma við sína bestu vini," sagði Berglind Andrésdóttir úr KA eftir sigur í úrslitaglímu í opnum flokki við Gígju Gunnarsdóttir, sem einnig er frá Akureyri. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 91 orð

Tvö mörk Guðlaugar

GUÐLAUG Jónsdóttir skoraði bæði mörk síns nýja félags, Bröndby, þegar það tapaði, 3:2, fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 418 orð | 3 myndir

Vernharð endurheimti titilinn

MIKIÐ var um tilþrifamikil brögð og harða skelli í íþróttahúsinu við Austurberg um helgina þegar fram fór þar Íslandsmótið í júdó. Akureyringar nældu í nokkur gullin, meðal annars í báðum opnu flokkunum. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 649 orð | 2 myndir

Við áttum skilið annað en tap

"VIÐ byrjuðum leikinn mjög vel, sóttum og gerðum þá hluti sem fyrir okkur voru lagðir. Við vorum að skapa okkur færi, gerðum gott mark og þetta leit allt vel út þar til þeir jöfnuðu metin og í kjölfarið urðum við fyrir áfalli þegar Lárus Orri var rekinn út af," sagði Eyjólfur Sverrisson, fyrirliði landsliðsins, eftir leikinn í Sofíu. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 212 orð

Við brutum ísinn að þessu sinni...

LOGI Gunnarsson átti stóran þátt í glæsilegri byrjun Njarðvíkinga gegn KR á sunnudag og skoraði Logi 13 af alls 21 stigi sínum í leiknum í fyrsta leikhluta. Hinn ungi leikmaður var einnig með stáltaugar þegar hann skoraði þriggja stiga körfu í fjórða leikhluta og jafnaði leikinn fyrir Njarðvíkinga eftir að KR hafði náð fimm stiga forskoti. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 251 orð

Við byrjuðum leikinn vel og sköpuðum...

BJARNI Frostason, markvörður Hauka, var einn besti leikmaður liðsins gegn Metkovic Jambo og varði Bjarni tæplega 20 skot og þar af tvö vítaköst. Markvörðurinn var ánægður með varnarleik Hauka en að sama skapi var Bjarni ósáttur með sóknaraðgerðir liðsins. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 511 orð | 2 myndir

Við höfum ekki lagt árar í bát

,,ÉG er að vonum svekktur yfir úrslitunum en leikurinn var að mörgu leyti góður hjá okkur. Það var náttúrlega gríðarlega erfitt að leika í svona langan tíma einum manni færri, eða í rúmar fimmtíu mínútur. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 369 orð | 2 myndir

Viktor og Sif meistarar

VIKTOR Kristmannsson úr Gerplu og Sif Pálsdóttir, Ármanni, eru besta fimleikafólk landsins um þessar mundir. Þau sigruðu í fjölþraut á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem haldið var í Laugardalshöll um helgina. Að auki varð Viktor Íslandsmeistari á svifrá en Sif gerði enn betur og sigraði í þremur flokkum af fjórum í keppni á einstökum áhöldum, en hún varð Íslandsmeistari í stökki, á jafnvægisslá og í gólfæfingum. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 151 orð

Þjálfari Búlgaríu þakkaði blaðamanni

LANDSLIÐSÞJÁLFARI Búlgaríu, Stoicho Mladenov, þakkaði blaðamanni búlgarsks íþróttadagblaðs, fyrir að hægt var að stilla varnarmanninum sterka, Rossen Kirilov, upp í byrjunarliðinu gegn Íslendingum á laugardaginn. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 106 orð

Þórey Edda byrjar vel úti

ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH og Íslands- og Norðurlandamethafi í stangarstökki innanhúss, keppti á sínu fyrsta utanhússmóti á árinu sl. laugardag. Meira
27. mars 2001 | Íþróttir | 492 orð | 1 mynd

Þríeykið lagði Vassel

LEIKMENN íklæddir grænum keppnisbúningum virtust vera tveimur fleiri í upphafi leiks þegar Íslandsmeistaralið KR sótti Njarðvíkinga heim í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karlaliða á sunnudag. Meira

Fasteignablað

27. mars 2001 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd

Áhöldin hanga niður úr loftinu

Hér eru eldhúsáhöld hengd á króka niður úr loftinu. Þetta er rúmgott eldhús þar sem gott er að elda, lesa og... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 211 orð | 1 mynd

Bergstaðastræti 6

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Lundur er nú í sölu neðri sérhæð á Bergsstöðum, Bergstaðastræti 6. Þetta er 173,1 fermetra eign sem reist var árið 1993 og er húsið steinsteypt. Ásett verð er 22,5 millj. kr. Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 8 orð | 1 mynd

Borðlampi

Þessi borðlampi er úr kókostré, mjög skondinn ásýndum... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 663 orð | 1 mynd

Brunabótamat og fasteignamat endurskoðað á þessu ári

Á þessu ári verður brunabótamat og fasteignamat flestra fasteigna um land allt endurskoðað. Fasteignaeigendum verður send tilkynning um hið nýja mat um miðjan júní og gengur það í gildi 15. september. Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 289 orð

Efnisyfirlit Agnar Gústafsson 14 Ás 40-41...

Efnisyfirlit Agnar Gústafsson 14 Ás 40-41 Ásbyrgi 29 Berg 13 Bifröst 4 Borgir 7 Eign.is 30 Eignaborg 16 Eignamiðlun 46-47 Eignaval 15 Fasteign. Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Eftir 70 ár fást þeir aftur

Svona húnar voru algengir í húsum fyrir sjötíu árum. Nú fást þeir aftur eftir að hafa verið ófáanlegir lengi. Þeir fást í gegnum slóðina... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 31 orð | 1 mynd

Eldspýtnaaskja

Þessi askja er úr silfri og er dæmigerð fyrir þær öskjur sem menn fyrr á árum notuðu til að stinga í notuðum eldspýtum. Svona öskjur fást víst enn á Ítalíu og... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 660 orð | 7 myndir

Endursmíði Joan Roig á Moratiel-húsinu eftir Josep Maria Sostres; minnið byggt

Í leit sinni að húsi til kaups fann arkitektinn Joan Roig eitt í grennd við Barcelona sem, þó að óþekkjanlegt væri, var honum kunnuglegt. Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Englastóllinn

Þessi ágæti stóll gengur undir nafninu Englastóllinn og dregur hann nafn af englahöfðum sem eru útskorin á grindina. Stíllinn er frá 1680 til 1720 og heitir barok-stíll. Stóllinn er dæmigerður fyrir þann... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 133 orð | 1 mynd

Eyjarslóð 7

Reykjavík - HJÁ fasteignasölunni Hóll er nú í sölu atvinnuhúsnæði, tæplega 1100 ferm., á Eyjarslóð 7 í vesturbæ Reykjavíkur. Þetta er steinhús, reist 1977 og er á tveimur hæðum. Ásett verð er 55 millj. kr. Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 8 orð | 1 mynd

Frá Afríku

Skál úr kókoshnetu og skeið úr ibenholti og... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 246 orð | 1 mynd

Giljaland 32

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Miðborg er til sölu endaraðhús við Giljaland 32. Húsið skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, stofu og borðstofu, eldhús, tvö til fjögur svefnherbergi, tvö fataherbergi, frístundaherbergi, geymslu, þvottahús og útigeymslu. Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Handklæðaofn

Þetta er Strömberg handklæðaofninn, glæsileg hönnun sem vel á heima bæði í baðherbergjum, forstofu, eldhúsi og... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 301 orð | 1 mynd

Háhýsi undir evrópska seðlabankann

SEGJA má að evrópski seðlabankinn sé að sýna sjálfstæði sitt í verki með því að flytja höfuðstöðvar sínar úr hringiðu fjármálalífsins í miðborg Frankfurt. Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 34 orð | 1 mynd

Hengi fyrir búsáhöld

Það getur verið þægilegt að hafa búsáhöldin við hliðina á sér í eldhúsinu, þarna hangir t.d. ausan, fiskspaðinn, mælikanna, sigti, allt á sterkum krókum sem hengdir eru á hring sem hangir svo niður úr... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 911 orð

Húsbyggjendur Lóðaumsókn - Eftir birtingu auglýsingar...

Húsbyggjendur Lóðaumsókn - Eftir birtingu auglýsingar um ný byggingarsvæði geta væntanlegir umsækjendur kynnt sér þau hverfi og lóðir sem til úthlutunar eru á hverjum tíma hjá byggingaryfirvöldum í viðkomandi bæjar- eða sveitarfélögum - í Reykjavík á... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 29 orð | 1 mynd

Hvíldarstóll

Þetta er sannarlega hvíldarstóll sem hægt er að gleyma öllu álagi í. Hann er teiknaður af hönnuðunum Torben Skov og Erik Jörgensen. Stóllinn er gerður úr stáli og sterku... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 42 orð | 1 mynd

Hvítt, svart og grátt

Nýtískuleg stofa í húsi sem er reist nánast út við strönd, gróðurinn fyrir utan gluggana leikur stórt hlutverk þarna en húsgögn, veggir og annað er mjög hæverskt að allri gerð en þó þægilegt, takið eftir sófaborðinu sem er á hjólum og myndarlegum... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Hönnun Starcks

Franski hönnuðurinn Philippe Starck hefur hannað seríu sem hann kallar Axor Starck Edition 2. Þessi krani er hluti af... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 37 orð | 1 mynd

Ítalskir stólar

Gott pláss er í kringum hina tvo ásjálegu ítölsku vængstóla sem staðsettir eru á teppi, en lítið er víst um þau að öðru leyti í þessu danska húsi. Hillurnar geyma bækur og geisladiska. Málverkið er eftir Franz... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 201 orð | 1 mynd

Kringlan 25

Reykjavík - Hjá Fasteignaþingi er nú í sölu raðhús á tveimur hæðum að Kringlunni 25. Þetta er steinhús, byggt 1986 og er það 171,9 ferm. Bílskúrinn er 24,8 ferm. og stendur sér. Ásett verð er 24,9 millj. kr. Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 25 orð | 1 mynd

Lampi Piets Heins

Piet Hein var margt til lista lagt, hann var skáld gott, mikill hugsuður og svo hannaði hann þennan ágætis lampa, sem hann kallaði Sinus-lampann, árið... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd

Leðursófi frá 1958

Þennan "smarta" leðursófa teiknaði Poul Kjærholm árið 1958 og hann þykir enn standa vel fyrir... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 153 orð | 1 mynd

Ljárskógar 21

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Skeifan er til sölu einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, samtals 229,8 ferm. Ásett verð er 24,3 millj. kr. Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi, en inn af er svefnherbergi með skáp og parketi á gólfi. Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Rivieran

Í "Les Barons" samtvinnast hinn klassíski Provence-stíll mun nútímalegri hönnun. Þarna má til að mynda sjá nokkuð sérstaka hönnun húss sem stendur við stóra... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 30 orð | 1 mynd

Rósettur í tísku

Rósettur eru í tísku núna þar sem fólk leggur áherslu á hið gamla, en það gera margir. Þær draga á fallegan hátt herbergið saman í einn punkt, ef svo má... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 45 orð | 1 mynd

Rúm til að lesa í

Í þessu rúmi er hægt að hafa það notalegt við lestur m.a. Rúmið hefur fengið nafnið Grandlit og er hannað með tilliti til þæginda. Takið eftir plötunni sem hægt er að renna út og hafa t.d. morgunmatinn á. Rúmið er á tveimur fótum og tveimur... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 932 orð | 8 myndir

Saarow-bað

Útfærslan á öllu vatnasvæðinu, bæði úti og inni, er athyglisverð hönnun, segir Einar Þorsteinn hönnuður. Hugsað er fyrir hvaða smáatriði sem gestir miðstöðvarinnar gætu hugsanlega þurft að notast við. Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 910 orð

Seljendur Sölusamningur - Áður en fasteignasala...

Seljendur Sölusamningur - Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölusamningi við eiganda hennar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 1584 orð | 5 myndir

Sérbýlið einkennir nýjar íbúðir við Klapparhlíð í Mosfellsbæ

Framundan eru miklar byggingaframkvæmdir við Klapparhlíð í Mosfellsbæ, en Íslenzkir aðalverktakar áforma að byggja þar á næstu fjórum árum 124 íbúðir í litlum fjölbýlishúsum og 36 raðhús. Magnús Sigurðsson kynnti sér þessar framkvæmdir. Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 26 orð | 1 mynd

Skreyting

Þetta er skreyting, saman sett úr blómum sem hanga á snúru, einnig má gera svona skreytingu úr t.d. perlum eða öðru því sem hugmyndaflugið býður upp... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 689 orð | 1 mynd

Sog úr vatnslásum og meðfylgjandi ólykt

HÆGT og sígandi erum við hérlendis að eignast fleiri og fleiri eldri hús, hús sem eru frá fyrsta stóra stökkinu í byggingu íbúðarhúsnæðis og eru á aldrinum 40-60 ára gömul. Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 210 orð | 1 mynd

Stekkjarhvammur 48

Hafnarfjörður - Hjá fasteignasölunni Hraunhamar er nú í sölu raðhús við Stekkjarhvamm 48, byggt 1989, sem er 162,8 fermetar og því fylgir bílskúr sem er 24,2 fermetrar. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum og er það samtals 187 fermetrar. Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 28 orð | 1 mynd

Stóll fyrir fólk sem vill sitja vel

Prófessor Ole Wanscher hannaði þennan stól að eigin sögn fyrir fólk sem hefur í öndvegi sígildan stíl og gott handverk, auk þess sem það vill sitja í góðu... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Stóll Wegners

Þessi stóll Hans Wegners frá 1949 fékk nafnið The Chair, eftir að hafa verið í sviðsljósinu þegar þeir áttu sjónvarpskappræður Nixon og John F.... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 425 orð | 1 mynd

Sumarhúsamarkaðurinn fer snemma af stað

FRAMUNDAN er tími sumarhúsanna. Sala á þeim getur auðvitað farið fram í hvaða mánuði sem er, en eðli málsins samkvæmt er hreyfing á sumarhúsamarkaðnum mest síðla vetrar og snemma á vorin, því að kaupendur vilja helzt ná heilu sumri. Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 36 orð | 1 mynd

Tréstóll sem er léttur og auðveldur í meðförum

Aldrei hafa eins margir kvenarkitektar látið að sér kveða innan danskrar húsgagnaframleiðslu og einmitt nú. Þessi stóll er verk Susanne Fossgreen. Hann heitir Spring og er úr beyki með gegnheilum fótum, léttur og þægilegur að stafla... Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 605 orð

Úrræði Íbúðalánasjóðs vegna greiðsluerfiðleika

Þótt vanskil af húsnæðislánum hafi verið í lágmarki undanfarin misseri geta allir lent í erfiðleikum með fjármál og greiðslur af íbúðalánum. Óvænt atvik geta komið upp sem breyta upphaflegum forsendum við húsnæðiskaup. Meira
27. mars 2001 | Fasteignablað | 401 orð

Útreikningar í nýju greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira

Úr verinu

27. mars 2001 | Úr verinu | 1081 orð | 6 myndir

Þorskurinn líklega lagstur á meltuna

Netavertíðin í vetur hefur valdið töluverðum vonbrigðum á Suðurnesjum en bátarnir róa nú af kappi í skugga sjómannaverkfallsins, sem hefjast á 1. apríl nk. Helgi Mar Árnason og Ragnar Axelsson fóru í netaróður með Gullfaxa GK frá Grindavík. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.