Greinar föstudaginn 18. maí 2001

Forsíða

18. maí 2001 | Forsíða | 80 orð

93 dóu úr þorsta

LÍK 93 Afríkumanna, sem dóu úr þorsta, hafa fundist í Sahara-eyðimörkinni nærri suðurlandamærum Líbýu, að því er opinber fréttastofa landsins, JANA, greindi frá í gær. Fólksflutningabíll, sem skráður er í Níger, kom yfir landamærin áttunda maí og bilaði. Meira
18. maí 2001 | Forsíða | 404 orð

Hyggjast auka notkun á kjarnorku

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti gerði í gær grein fyrir því, hvernig hann hyggst bæta við orkubirgðir í landinu, m.a. með því að auka borun eftir olíu og gasi á opinberu landi og auka notkun á kjarnorku. Meira
18. maí 2001 | Forsíða | 330 orð

Ísraelar segja landnám sitt ekki verða stækkað

ÍSRAELAR munu ekki stækka þau svæði sem núverandi landnám þeirra á palestínskum landsvæðum eru á, en munu láta óátalið að fólki fjölgi innan þeirra, að því er talsmaður Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær. Meira
18. maí 2001 | Forsíða | 52 orð | 1 mynd

Mótmæli á Sri Lanka

BÚDDAMUNKAR hylja vit sín í Colombo á Sri Lanka í gær til að forðast táragas sem lögregla í borginni beitti gegn mótmælaaðgerðum stúdenta. Meira
18. maí 2001 | Forsíða | 127 orð

Skæruliðar fá enn einn frest

STJÓRNVÖLD í Makedóníu framlengdu í gær vopnahlé gagnvart albönskum skæruliðum þótt frestur, sem þeim hafði verið gefinn til að leggja niður vopn, hefði runnið út á hádegi. Þjóðstjórnin nýja í Makedóníu skipaði hernum að hætta sókninni gegn skæruliðum... Meira

Fréttir

18. maí 2001 | Landsbyggðin | 126 orð | 1 mynd

13% íbúanna í tónskólanum

68 NEMENDUR voru í tónskóla Mýrdalshrepps á nýliðnum vetri en íbúatala hreppsins er 520. Krisztína Szklenár, skólastjóri tónskólans, sagði við skólaslit að af 68 nemendum skólans hefðu 33 nemendur tekið stigspróf í vor. Meira
18. maí 2001 | Erlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

14 ára drengur dæmdur fyrir morð á kennara

FJÓRTÁN ára piltur í Flórída, Nathaniel Brazill, hefur verið dæmdur sekur um morð á einum af eftirlætiskennurum sínum og á nú allt að lífstíðarfangelsi yfir höfði sér. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 211 orð

18 peningafölsunarmál á þessu ári

AÐ UNDANFÖRNU hefur lögreglan í Reykjavík fengið í hendur falsaða peningaseðla sem notaðir hafa verið við kaup á varningi í verslunum og söluturnum. Um er að ræða 500 kr. seðla, 1.000 kr. seðla og 5.000 kr. seðla. Meira
18. maí 2001 | Erlendar fréttir | 121 orð

29 manns farast í flugslysi

29 MANNS fórust í flugslysi í Íran í gær, þeirra á meðal samgönguráðherra landsins, tveir aðstoðarráðherrar og sjö þingmenn. Meira
18. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 941 orð | 2 myndir

Að skapa en ekki gapa

"ÞÁTTAGERÐ er ekki einhver fíflagangur framan við myndavél eða hljóðnema, sem maður sér þó og heyrir allt of mikið af í fjölmiðlum nútímans, heldur er oftar en ekki mjög langur tími á bak við sköpunina," sagði Marteinn Sigurgeirsson... Meira
18. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 534 orð

Akureyrarlisti býður ekki fram undir sömu formerkjum

Oddviti Akureyrarlistans segir að í bæjarstjórnarkosningum vorið 2002 muni listinn ekki bjóða fram undir sömu formerkjum og 1998. Þá stóðu að listanum þrír flokkar, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 226 orð

ASÍ ætlar að höfða mál gegn stjórnvöldum

FORSETAR Alþýðusambands Íslands ákváðu á fundi sínum í gær að höfða mál á hendur íslenskum stjórnvöldum fyrir innlendum dómstólum til viðurkenningar á því að nýsett lög um kjaramál sjómanna og afnám samningsréttar þeirra brjóti í bága við... Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 74 orð

Auglýst eftir vitnum

AÐFARANÓTT sunnudagsins 13. maí sl. eða um kl. 2 varð árekstur á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar en þar mun hvítri Mazda 323-bifreið hafa verið ekið aftan á bifreiðina PE-003, sem er rauð Renault-fólksbifreið. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 54 orð

Áformar að boða verkfall

BÚIST er við að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Félags fréttamanna hefjist fljótlega eftir helgi, en félagið samþykkti á fundi sínum á miðvikudag, að hefja undirbúning að verkfallsboðuninni. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

ÁGÚST HAFBERG

Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri er látinn á 74. aldursári. Ágúst fæddist þann 30. júní 1927 í Reykjavík. Hann var stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1949 og stundaði nám í lagadeild Háskóla Íslands árin 1949-51. Hann var framkvæmdastjóri Landleiða hf. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 86 orð

Á sjúkrahús eftir bílveltur

TVEIR menn voru fluttir á sjúkrahús eftir að jeppi sem þeir voru í valt út af veginum við Urriðavatn, um 4-5 km frá Egilsstöðum. Annar mannanna hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi en hinum líður eftir atvikum vel. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Átta fá styrki úr Námunni

ÁTTA námsmenn fengu afhenta styrki úr Námunni, námsmannþjónustu Landsbankans, í Iðnó síðastliðinn þriðjudag. Þeir sem hlutu styrki voru Erla S. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 347 orð

Boðun verkbanns verður skotið fyrir félagsdóm

PÉTUR Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, telur líklegt að verkbanni, sem LÍÚ setti á sjómenn á Vestfjörðum, verði skotið fyrir félagsdóm en Pétur telur að boðun þess hafi verið ólögleg. Meira
18. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 240 orð

Bogin rör í stað grinda

NÝ HJÓLASTÆÐI verða tekin í notkun í miðborginni í sumar og er stefnt að því að hjólastæði í borginni verði í framtíðinni með hinu nýja sniði. Nýju stæðin eiga að gera skemmdarvörgum erfiðara fyrir að eyðileggja farskjóta hjólreiðamanna. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 112 orð

BSRB mótmælir lögum á sjómenn

BSRB hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega lögum ríkisstjórnarinnar um bann við verkfalli sjómanna. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 200 orð

Dæmdur fyrir fjárdrátt í opinberu starfi

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir Eggerti Haukdal, fyrrverandi oddvita Vestur-Landeyjahrepps, um tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Eggert var hins vegar sýknaður af ákæru um umboðssvik. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Eggjatíminn stendur sem hæst

EGGJATÍMINN stendur nú sem hæst í Vestmannaeyjum og hafa Vestmannaeyingar verið duglegir við að fara í úteyjarnar í eggjatöku. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 53 orð

Eldur í leikfangahesti

SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna bruna í leikskólanum Fálkaborg í Breiðholti í Reykjavík á miðvikudagsmorgun. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 266 orð | 2 myndir

Enn einn risaurriðinn úr Þingvallavatni

ENN hefur risaurriði verið dreginn á land úr Þingvallavatni, en í vikunni veiddist 14 punda fiskur í vatninu frá einkalóð í Grafningi. Veiðimaðurinn var Örn Marinó Arnarson og veiddi hann fiskinn á rækju sem hann beitti á lítinn öngul með flotholti. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 101 orð

Fagna samtökum gegn kynþáttafordómum

UNGIR jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa sent frá sér ályktun þar sem fagnað er stofnun samtaka gegn kynþáttafordómum sem ætla sér að berjast gegn rasisma á Íslandi. Meira
18. maí 2001 | Suðurnes | 44 orð | 1 mynd

Fara á sjó

MIKIÐ var að gera við höfnina í Sandgerði í fyrrakvöld, þegar menn voru að drífa sig á sjó eftir langt verkfall. Í Sandgerðishöfn lágu tveir togarar, fjórir trollbátar, einn línubátur, tíu netabátar og fimm eða sex snurvoðarbátar. Meira
18. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Fernir tónleikar

VETRARSTARFI Tónlistarskóla Dalvíkur lýkur að þessu sinni með fernum tónleikum. Í dag, föstudaginn 18. maí, verða haldnir tónleikar fyrir nemendur Húsabakkaskóla og Árskógsskóla kl. 16.00 í Rimum og kl. 18.00 í Félagsheimili Árskógsstrandar. Meira
18. maí 2001 | Erlendar fréttir | 130 orð

Fjármálastjóri drottningar sakaður um búðarhnupl

FJÁRMÁLASTJÓRI Danadrottningar er í ótímabundnu leyfi frá störfum eftir að hann var handtekinn í matvöruversluninni Netto, grunaður um búðarhnupl. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 819 orð | 1 mynd

Fjöldi nýrra þjónustuleiða

Heiðrún Jónsdóttir fæddist á Húsavík 9. júlí 1969. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1989 og eftir það fór hún til Þýskalands og starfaði þar einn vetur. Hún hóf nám við lagadeild Háskóla Íslands árið 1990 og lauk kandidatsprófi 1995. Meira
18. maí 2001 | Landsbyggðin | 65 orð | 1 mynd

Fjölmenni á vortónleikum

Tónlistarskóli Mývatnssveitar var með vortónleika í skólanum nú nýlega að viðstöddu fjölmenni. Mátti segja að þriðji hver íbúi sveitarinnar hafi mætt þar ýmist sem flytjandi eða áheyrandi. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 959 orð | 3 myndir

Flutningur og aðlögun kostuðu 313 milljónir

HEILDARKOSTNAÐUR ríkissjóðs við flutning ýmissa ríkisstofnana og fyrirtækja og aðlögun þeirra í nýbyggingu einkaaðila í Borgartúni 21, nemur alls tæplega 313 milljónum króna. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 135 orð

Foreldrar samkynhneigðra með fræðslufund

FORELDRA- og aðstandendahópurinn sem starfar á vettvangi Samtakanna '78 boða til fræðslufundar laugardaginn 19. maí. Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins, Laugavegi 3, og hefst kl. 16:00. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 427 orð

FRAMKVÆMDASJÓÐUR Ríkisútvarpsins hefur verið lagður niður...

FRAMKVÆMDASJÓÐUR Ríkisútvarpsins hefur verið lagður niður með lögum frá Alþingi. Sjóðurinn var stofnaður með breytingu á útvarpslögum árið 1970, og þá kveðið á um að 5% af heildartekjum stofnunarinnar skyldu renna í sjóðinn. Meira
18. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 85 orð | 1 mynd

Fundu fimm hreiður í Mánabergi

TOGARAR Ólafsfirðinga, sem og annarra landsmanna, héldu úr höfn á miðvikudag eftir lagasetningu á Alþingi. Það hefur farið minna fyrir þeirri staðreynd að verkfall sjómanna stóð svo lengi að sumir fuglar náðu að fjölga sér! Og geri aðrir betur! Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 278 orð

Færeyskir togarar landa ufsa á Austfjörðum

FISKVINNSLUHÚS á Austfjörðum gátu mörg hver kallað sitt fólk til starfa áður en verkfallið leystist í fyrrakvöld. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Glaðir dýravinir á Blönduósi

SYSTURNAR Silla Máney og Hanna Lísa Hafliðadætur á Blönduósi kunna lagið á ferfætlingum, stórum sem smáum, enda miklir dýravinir. Meira
18. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 862 orð

Hafa áhyggjur af prófum grunnskólabarna

VERKFALL starfsfólks í verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði hefur nú staðið frá því á mánudag og er afleiðinga þess farið að gæta víða í samfélaginu í Hafnarfirði. Meira
18. maí 2001 | Miðopna | 1167 orð | 1 mynd

Hagsmunir landanna fara saman á mörgum sviðum

Masao Kawai, sendiherra Japans á Íslandi og í Noregi, segir að honum þyki mikið koma til þess árangurs sem Íslendingar hafa náð í uppbyggingu efnahags- og atvinnulífs í landinu, þrátt fyrir fámenni og hrjúfar aðstæður. Eiríkur P. Jörundsson ræddi við sendiherrann, sem telur mikla möguleika felast í auknum tengslum og viðskiptum þjóðanna. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 44 orð

Hársnyrtir á nýjan stað

NÝVERIÐ flutti Bogi Eggertsson hársnyrtir og stílisti sig um set og starfar nú á Hárgreiðslustofunni minni, Skipholti 70, Reykjavík. Á stofunni er boðið upp á alla almenna hárþjónustu, hvort heldur sem er fyrir karla eða konur. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Heiðraður fyrir 44 ára forvarnarstarf

FJÖRTÍU og eitt verkefni fékk styrki úr Forvarnarsjóði Áfengis- og vímuvarnarráðs en um 40 milljónum var úthlutað til verkefnanna við athöfn í Listasafni Íslands í gær. Hæstu úthlutun fékk verkefnið Ísland án eiturlyfja eða 4,8 milljónir en m.a. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð

Heildarstefnumótun í málefnum barna og unglinga

ALÞINGI hefur samþykkt, að tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, þingsályktun um heildarstefnumótun í málefnum barna og unglinga. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 124 orð

Heimsmót ungs fólks haldið í Alsír

STOFNFUNDUR undirbúningsnefndar fyrir þátttöku í Heimsmóti ungs fólks og námsmanna í Alsír 8.-16. ágúst 2001 verður haldinn á Geysi kakóbar laugardaginn 19. maí kl. 14:00. Heimsmót ungs fólks og námsmanna var síðast haldið á Kúbu 1997, en þá tóku 12. Meira
18. maí 2001 | Erlendar fréttir | 818 orð | 2 myndir

Hitnar í kolunum í bresku kosningunum

JOHN Prescott varaforsætisráðherra lenti í handalögmálum, Tony Blair forsætisráðherra fékk yfir sig gríðarlegan reiðilestur frá sambýliskonu krabbameinssjúklings, Jack Straw innanríkisráðherra var hæddur og smánaður á ráðstefnu lögreglumanna og William... Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 233 orð

Hlutastarf með námi lækkar ekki greiðslurnar

ÚRSKURÐARNEFND fæðingar- og foreldraorlofsmála hefur dæmt Tryggingastofnun til að endurreikna fæðingarorlofsgreiðslur til konu sem lagði inn kæru, vegna þess að tekjur sem hún vann sér inn með námi voru að hluta til notaðar sem viðmiðunartekjur fyrir... Meira
18. maí 2001 | Miðopna | 951 orð | 6 myndir

Hópuppsagnir frekar en annað langvinnt verkfall

Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar Landspítala - háskólasjúkrahúss hafa verið með lausa samninga í sjö mánuði eða síðan í nóvember í fyrra. Hægt miðar í samningaviðræðum og fer óánægja starfsmanna spítalans vaxandi. Meira
18. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Jarðverk bauð lægst

JARÐVERK ehf. á Dalvík átti lægsta tilboð í gatnagerð og lagnir í Giljahverfi og hefur framkvæmdaráð Akureyrarbæjar samþykkt að taka tilboði fyrirtækisins. Meira
18. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 148 orð

Jákvæð viðbrögð

BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar íhugar að ganga frá svæðinu fyrir framan íþróttamiðstöð bæjarins með framtíðarhjólabretta- og línuskautaaðstöðu í huga. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar bæjarstjóra stendur til að malbika svæðið við íþróttamiðstöðina. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 282 orð

Jens litli fær að heita Byrialsson að millinafni

MÁLFRÍÐUR Gísladóttir og danskur eiginmaður hennar, Byrial Rastad Bjørst, hafa eftir rúmlega árslanga baráttu fengið viðurkennt af dönskum yfirvöldum að sonur þeirra megi heita Byrialsson að millinafni. Meira
18. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Jesús Kristur dýrlingur

HELGISTUND verður í Stærri-Árskógskirkju á morgun, laugardaginn 19. maí kl. 15.30. Á eftir verður kórinn með kaffisölu í Árskógi og mun syngja þar nokkur lög. Einnig verður helgistund í Hríseyjarkirkju kl. 20.30. Meira
18. maí 2001 | Erlendar fréttir | 485 orð | 1 mynd

Khatami spáð sigri en minna fylgi en síðast

BÚIST er við að Mohammad Khatami, forseti Írans, nái endurkjöri í kosningunum 8. júní þegar hann etur kappi við níu aðra frambjóðendur sem flestir tengjast harðlínuöflunum sem hafa lagst gegn umbótastefnu forsetans. Meira
18. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 72 orð | 1 mynd

Krakkar á kænum

ÞAÐ var líf og fjör í Fossvoginum á dögunum þegar félagar í Siglingaklúbbnum Ými í Kópavogi héldu upp á þrjátíu ára afmæli félagsins ásamt fjölskyldum sínum. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 111 orð

Kynning á námi í lögfræði

KENNARAR, kennslustjóri og nemendur lagadeildar Háskóla Íslands munu sitja fyrir svörum um nám í lögfræði og nám fyrir aðstoðarfólk lögfræðinga, lögritara, sem er nýtt diplómanám á vegum lagadeildar, föstudaginn 18. maí kl. 15:00-18:00. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 41 orð

Kynning á vörum í Beco

SÉRFRÆÐINGAR frá Leica verða í Beco, Langholtsvegi 84, til að kynna framleiðslulínu fyrirtækisins í dag, föstudag milli kl. 10:00 og 18:00 og á laugardaginn milli kl. 10:00 og 14:00. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 332 orð

Könnuðum það sem um var beðið

FORSTÖÐUMAÐUR samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, Guðmundur Sigurðsson, er ósáttur við þá gagnrýni sem Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur sett fram á umbeðna rannsókn stofnunarinnar um verðmyndun innflutts grænmetis. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 334 orð

Lagasetning í vinnudeilum orkar alltaf tvímælis

ÁSTRÁÐUR Haraldsson, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, telur lagasetningu í vinnudeilum alltaf orka tvímælis. "Það er mín skoðun að stjórnvöld og löggjafinn eigi alls ekki að skipta sér af svona málum. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 43 orð

Leiðrétt

Rangt föðurnafn Í Morgunblaðinu á sl, miðvikudag, var Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla, rangfeðraður. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt nafn Í frétt í Morgunblaðinu sl. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 376 orð

Leigusamningurinn kostar 2,4 milljarða

KOSTNAÐUR ríkissjóðs við flutning ýmissa ríkisstofnana og fyrirtækja og aðlögun þeirra í nýbyggingu einkaaðila í Borgartúni 21, nam alls tæplega 313 milljónum króna. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð

Leikskólinn Ægisborg 20 ára í dag

HALDIÐ verður upp á 20 ára afmæli Ægisborgar að Ægisíðu 104 föstudaginn 18. maí. Afmælishátiðin verður sett kl. 15:00 og þá verður lagt af stað í skrúðgöngu um hverfið. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 186 orð

Lögreglan gerði athugasemd

LÖGREGLUMENN í Reykjavík gerðu í gær athugasemd við ófullnægjandi búnað í leigubifreið til aksturs með börn yngri sex ára. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 129 orð

Lögum um krókabáta verði frestað

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Trefjum ehf., Bátasmiðju Guðmundar og Samtaki ehf. "Við undirritaðir bátasmiðir í Hafnarfirði skorum á stjórnvöld að koma í veg fyrir framkvæmd laga um krókabáta 1. september nk. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Löng umræða um Landssímann

ÞRÁTT fyrir að fundur stæði á Alþingi frá kl. 10.30 í gærmorgun, tókst ekki að ljúka umræðu um fyrsta dagskrármálið af þeim 56 sem voru á dagskránni. Meira
18. maí 2001 | Landsbyggðin | 258 orð | 1 mynd

Mamma mín er "snillingari"

LEIKSKÓLINN Leikhólar í Ólafsfirði hélt sýningu á verkum sem börnin hafa verið að vinna í vetur. Var það ákaflega skemmtileg sýning og margt forvitnilegt sem fyrir augu bar. Á sýningunni voru m.a. textar sem eins konar sýninshorn af talsmáta barnanna. Meira
18. maí 2001 | Miðopna | 708 orð | 1 mynd

Markaðurinn fái að móta þróun á sviði upplýsingatækni

STJÓRNVÖLD eiga umfram allt að forðast að verða dragbítur á það umhverfi sem upplýsingatækni hérlendis þrífst í og mikilvægt er að þeim takist vel að móta það. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Mikill hávaði við leikskóla

VERKEFNINU Heilsuefling á vinnustað var hrundið af stað í fyrra hjá Leikskólum Reykjavíkur í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins en því var ætlað að finna leiðir til að bæta vinnuumhverfi og líðan starfsfólks leikskólanna. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 169 orð

Mikil skuldaaukning í Reykjavík

UMRÆÐUR fóru fram á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þar sem borgarstjóri kynnti skýrslu yfir ársreikninga Reykjavíkurborgar. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 162 orð

Norskur trúboði heimsækir Ísland

NORSKI trúboðinn Aril Edvardsen frá Sarons Dal í Noregi verður á Íslandi dagana 18. til 20. maí næstkomandi. Aril, sem er þekktur víða um heim, mun boða fagnaðarerindið og segja frá kristniboðsstarfi sínu. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Nýtt kort um gönguleiðir í Kópavogi

SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópavogs varð 50 ára í nóvember 2000 og af því tilefni hefur það gefið út göngustígakort sem verið er að dreifa inn á hvert heimili í Kópavogi þessa dagana. Meira
18. maí 2001 | Erlendar fréttir | 194 orð

Óttast afleiðingar vináttulandsleiks

GRÆNLENSKA heimastjórnin reynir nú með öllum ráðum að fá grænlensku íþróttasamtökin til að hætta við fyrirhugaðan vináttulandsleik við Tíbeta í fótbolta sem fram á að fara í Danmörku í næsta mánuði. Meira
18. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 151 orð

Óttast slysahættu við Ásgarð

GATNAMÁLASTJÓRI hefur ákveðið að bregðast við kvörtunum íbúa við Ásgarð 24 í Reykjavík vegna hraðaksturs í götunni með því að setja upp merkingar sem vara við umferð barna. Meira
18. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 664 orð | 1 mynd

"Menn áttu sinn búning og hirtu hann og skóna"

KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Valur hélt upp á 90 ára afmæli sitt 11. maí síðastliðinn. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 284 orð

Reykjavík verði laus við nektarstaði

JAFNRÉTTISNEFND Reykjavíkur hefur sent frá sér ályktun þar sem er fagnað yfirlýsingum borgaryfirvalda um að borgin hyggist beita þeim úrræðum sem hún nú ræður yfir til að snúa megi við þeirri óheillaþróun sem felst í starfrækslu nektarstaða í Reykjavík... Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 252 orð

Ríkið sýknað af kröfum fyrrverandi sýslumanns

HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfum Sigurðar Gizurarsonar fyrrverandi sýslumanns á Akranesi og sneri þar með dómi héraðsdóms við. Meira
18. maí 2001 | Erlendar fréttir | 297 orð

Rússar fái greitt fyrir gas í evrum

ÆÐSTU ráðamenn Evrópusambandsins (ESB) og Rússlands ræddust við í Moskvu í gær og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem m.a. er varað við uppgangi ofstækisafla á Balkanskaga og hvatt til friðarviðræðna Ísraela og Palestínumanna. Meira
18. maí 2001 | Suðurnes | 157 orð | 1 mynd

Ræðir um umburðarlyndi

FELIX Bergsson leikari var í Grindavík á dögunum að fræða unglinga um umburðarlyndi. Felix flutti atriði úr leikritinu "Hinn fullkomni jafningi" en sá einleikur var settur upp í Íslensku óperunni í fyrra og ræddi síðan við unglingana í 8.-10. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 178 orð

Sími og tölva renna saman í eitt tæki í nýju símkerfi

HITAVEITA Suðurnesja hf. hefur fjárfest í nýju símkerfi sem sameinar tölvu- og símabúnað. Hitaveitan mun vera fyrst íslenskra fyrirtækja til að fjárfesta í slíkum búnaði. Fyrirtækið valdi Cisco CallManager netbúnað frá Tæknivali hf. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 221 orð

Símskeytasendingum hætt eftir nærfellt heila öld

SÍMSKEYTASENDINGUM til landsins og frá var hætt um síðustu mánaðamót eftir að hafa verið við lýði í nærfellt heila öld og eftir daginn í dag mun telexþjónusta einnig heyra sögunni til. Ástæðurnar eru tækninýjungar á sviði fjarskipta á undanförnum árum. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

Skaut niður 275 óvinaflugvélar í stríðinu

ÞÝSKI orrustuflugmaðurinn Gunther Rall verður heiðursgestur á fræðslu- og skemmtikvöldi Fyrsta flugs félagsins föstudagskvöldið 25. maí. Gunther Rall er á 83. aldurs ári. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 283 orð

Skipunartími bankastjóra getur lengstur orðið 21 ár

ANNARRI umræðu um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands lauk á Alþingi á miðvikudag og var frumvarpið samþykkt til þriðju umræðu með breytingum frá efnahags- og viðskiptanefnd. Meira
18. maí 2001 | Landsbyggðin | 64 orð | 1 mynd

Skotpróf hjá hreindýraskyttum

HREINDÝRASKYTTUR þreyttu skotpróf í tengslum við námskeið leiðsögumanna með hreindýraveiðum á dögunum sem haldið var á Egilsstöðum. Skotprófið var þreytt á skotsvæði Skotfélags Austurlands að Þrándastöðum. Meira
18. maí 2001 | Suðurnes | 547 orð

Skólastjórar fá aukið faglegt og fjárhagslegt svigrúm

BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hefur ákveðið að ganga til samninga við skólastjóra grunnskóla bæjarins um rekstur skólanna í þrjú ár, frá upphafi næsta skólaárs, á grundvelli samningsstjórnunar. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 304 orð

Sorglegur endir á baráttu sjómanna

KONRÁÐ Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir að þessi niðurstaða á Alþingi sé sorglegur endir á baráttu sjómanna fyrir bættum kjörum. Þetta sé sorgardagur í sögu kjarabaráttu sjómanna. Meira
18. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 84 orð | 1 mynd

Sóley á sundunum

SANDUR er til margra hluta nytsamur. Björgun ehf. á og rekur tvö sanddæluskip, þ.e. D/S Sóley og D/S Perlu. Sóley og Perla eru m.a. notuð til að afla hráefnis til vinnslu í landi, sem og til dýpkunar og landgerðar. Meira
18. maí 2001 | Suðurnes | 274 orð | 1 mynd

Stórar lóðir fyrir grófari atvinnustarfsemi

SKIPULAGT hefur verið nýtt iðnaðarsvæði í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er gert ráð fyrir stórum lóðum á svæðinu og að þar verði fekar grófur iðnaður. Þegar er búið að úthluta vélsmiðjunni Norma hf. í Garðabæ 20 þúsund fermetra lóð. Meira
18. maí 2001 | Landsbyggðin | 542 orð | 1 mynd

Sumarið byrjar með söng

NÝR forstöðumaður hefur verið ráðinn til starfa við Minjasafn Austurlands. Það er Rannveig Þórhallsdóttir sem tekur við starfinu af Steinunni Kristjánsdóttur. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 296 orð

Svona yfirlýsingar dæma sig sjálfar

ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir að það sé hvimleitt hvað menn séu orðljótir og maður verði bara að sætta sig við að sumir menn tjái sig þannig, en Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði í Morgunblaðinu í gær meðal annars að... Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 672 orð | 2 myndir

Tekjuafgangur borgarsjóðs 1,9 milljarðar

ÁRSREIKNINGAR Reykjavíkurborgar fyrir árið 2000 voru lagðir fram til fyrri umræðu í borgarstjórn í gær. Borgarsjóður skilaði tekjuafgangi upp á 1,9 milljarða króna, ef ekki er tekið tillit til lífeyrisskuldbindinga upp á 952 milljónir. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 68 orð

Tekur út flugslysanefnd

TVEIR starfsmenn Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO, eru staddir hér á landi til að gera úttekt á starfsháttum og vinnubrögðum Rannsóknarnefndar flugslysa. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 262 orð

Telja verkfall auka hættu á útbreiðslu

TALIÐ er að verkfall verkamanna í Færeyjum geti aukið líkur á að ISA-veiran svokallaða, sem leggst á laxastofna, breiðist út. Meira
18. maí 2001 | Landsbyggðin | 216 orð

Tilboð Sigurjóns og Sigurðar Gísla samþykkt

BÆJARSTJÓRN Austurs-Héraðs hefur samþykkt kauptilboð Sigurjóns Sighvatssonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar í Eiða. Meira
18. maí 2001 | Suðurnes | 56 orð

Tilnefningar um listamenn

TILNEFNINGAR hafa borist bæjaryfirvöldum um listamann Reykjanesbæjar en bæjarstjóri auglýsti eftir hugmyndum á dögunum. Og fleiri geta átt eftir að bætast við. Listamaður Reykjanesbæjar er útnefndur 17. júní og ber nafnbótina í fjögur ár. Meira
18. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 143 orð | 1 mynd

Tónabær breytir um svip

ÁFORMAÐ er að breyta fyrrum húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Tónabæjar við Miklubraut í þjónustu- og verslunarhúsnæði. Að sögn Bergs Haukssonar, framkvæmdastjóra eignaumsýslu hjá Þyrpingu hf. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 23 orð

Tónleikar á Klaustri

SÖNGVINIR, kór aldraðra í Kópavogi, heldur tónleika í Félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 19. maí nk. og hefjast þeir kl. 17:00. Stjórnandi er Sigurður... Meira
18. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 206 orð | 1 mynd

Trúði vart eigin augum

GUÐLAUGUR Aðalsteinsson á Akureyri og félagar hans urðu vitni að því þegar íbúðarhúsið á eyðibýlinu Ytri-Bakka í Kelduhverfi hrundi í Jökulsá á Fjöllum, þar sem hún heitir Bakkahlaup. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 92 orð

Tæknival og Tal kynna nýjungar í þráðlausum netkerfum

TÆKNIVAL og Tal kynna í sameiningu GPRS- (General Packet Radio Service) tæknina og nýjungar í þráðlausum netkerfum í nýrri net- og lagnaverslun Tæknivals í Skeifunni 17 á morgun, föstudaginn 18. maí. Kynningarnar verða á klukkutímafresti frá 14 til 17. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð

Umhverfið og vorið

Á UMHVERFISDÖGUM Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verður leiðsögn í Grasagarði Reykjavíkur. Vorboðarnir eru fyrstu plönturnar sem blómgast. Þær gægjast upp úr moldinni og teygja sig mót sólu. Heilsað verður upp á vorplönturnar laugardaginn 19. Meira
18. maí 2001 | Landsbyggðin | 102 orð | 1 mynd

Vallógengið í brekkunni

ÞEGAR Sigurður Jónsson, Siggi valló, lét af störfum hjá Vestmannaeyjabæ á sl. sumri tóku strákarnir hans í Vallógenginu sig til og báru áburð í brekkur sem liggja niður af Hánni í Vestmannaeyjum. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 237 orð

Var andvígur lagasetningunni

GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, var andvígur frumvarpi ríkisstjórnarinnar um að binda endi á verkfall sjómanna og greiddi því atkvæði gegn því við lokaafgreiðslu þess á miðvikudag. Meira
18. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 235 orð

Vegþrenging skilar árangri

DREGIÐ hefur úr hraðakstri á Háaleitisbraut eftir að vegþrengingu var komið fyrir í götunni við Fellsmúla en áður var töluvert um hraðakstur í götunni að sögn varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Meira
18. maí 2001 | Landsbyggðin | 54 orð | 1 mynd

Veiðivon í veðurblíðu

ÞÆR stöllur Stefanía Eiðsdóttir, Ólöf Rut Halldórsdóttir og Anna Þorsteinsdóttir voru að veiða hornsíli við Kirkjufellsá í Grundarfirði á dögunum. Þær kváðust vera að nýta veðurblíðuna og fá sér hressilegan hjólreiðatúr auk þess að veiða hornsíli. Meira
18. maí 2001 | Erlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Verjendur Jaruzelskis segja af sér

LÖGFRÆÐINGAR Wojciech Jaruzelskis, hershöfðingja og fyrrverandi leiðtoga pólsku kommúnistastjórnarinnar, tilkynntu í gær, að þeir hefðu sagt af sér sem verjendur hans. Meira
18. maí 2001 | Erlendar fréttir | 629 orð

Veruleg stefnubreyting gagnvart Írak

TILLÖGUR Bandaríkjamanna og Breta um að slaka á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna gegn Írak, sem verið hefur í gildi í áratug, markar verulega stefnubreytingu. Meira
18. maí 2001 | Suðurnes | 225 orð

Vélsmiðjan Normi flytur í Vogana

"ÞEIR virtust hafa áhuga á að fá fyrirtækið til sín og það hefur mikið að segja þegar maður finnur sig velkominn," segir Sævar Svavarsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar Norma hf. í Garðabæ. Meira
18. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 92 orð | 1 mynd

Vinnu á bakkanum er að ljúka

ÞESSI ýta var að störfum vestur á Eiðisgranda á dögunum og ruddi á undan sér mold á svæðinu milli sjávar og götu. Meira
18. maí 2001 | Landsbyggðin | 62 orð | 1 mynd

Vorhret á Austurlandi

GÓÐA veðrið endaði jafn skyndilega og það byrjaði. Á Egilsstöðum snjóaði í hvössum byljum og nýbruma gróðurinn beygði af í kuldanum. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 146 orð

Þagnarskylda presta og djákna áréttuð

KARL Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu í fjölmiðlum um að djáknar og prestar sem starfa á sjúkrahúsum þurfi hugsanlega að skrá upplýsingar í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Meira
18. maí 2001 | Innlendar fréttir | 145 orð

Þroskaþjálfar í verkfalli

SAMNINGAFUNDUR Þroskaþjálfafélags Íslands og Reykjavíkurborgar stóð enn á miðnætti í nótt, en þá hófst boðað verkfall þroskaþjálfa í Reykjavík. Verkfall þroskaþjálfa hjá ríkinu og öðrum sveitarfélögum en Reykjavík hefur verið boðað frá 1. júní nk. Meira
18. maí 2001 | Landsbyggðin | 86 orð

Ölvaðir í Vestfjarðagöngunum

TVEIR ökumenn hafa á skömmum tíma verið stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur í Vestfjarðagöngum. Aðfaranótt miðvikudags var ökumaður stöðvaður eftir að bíll hans mældist á of miklum hraða þegar hann kom út úr göngunum Breiðdalsmegin. Meira

Ritstjórnargreinar

18. maí 2001 | Leiðarar | 834 orð

ÁHRIF OFURTOLLANNA

Samkeppnisstofnun hefur skilað landbúnaðarráðherra skýrslu um verðmyndun innflutts grænmetis í marz síðastliðnum. Meira
18. maí 2001 | Staksteinar | 370 orð | 2 myndir

Sjávarútvegsstefna ESB ekki hættuleg

ÁGÚST Einarsson, prófessor og fyrrverandi aþingismaður, fjallar um Evrópusambandið og Ísland og telur að sjávarútvegsstefna ESB sé Íslendingum ekki hættuleg. Hins vegar efast hann um að sjálfgefið sé að Íslendingar sæki um aðild. Meira

Menning

18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 110 orð | 2 myndir

Afgerandi úrslit

EINS OG áður hefur komið fram í Morgunblaðinu hélt Borgarholtsskóli í Grafarvogi spurningakeppni fyrir grunnskólana í Grafarvogi og Mosfellsbæ nú í byrjun maí. Meira
18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 438 orð | 2 myndir

Af meðalmennsku

Tímaspursmál, geisladiskur hljómsveitarinnar Kalk. Meira
18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 129 orð | 3 myndir

Alls kyns áferðir

BANDARÍSKI trommuleikarinn Jim Black hélt tónleika í Tjarnarbíói í gær ásamt sveit sinni AlasNoAxis sem er skipuð þeim Chris Speed, saxófón- og klarinettuleikara, Hilmari Jenssyni gítarleikara og Skúla Sverrissyni bassaleikara ásamt honum sjálfum... Meira
18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 372 orð | 1 mynd

Á ferð og flugi

Í KVÖLD er seinasta sýningin í vor á einleiknum Kontrabassanum eftir Patrick Süskind, þar sem Ellert A. Ingimundarson leikur kontrabassaleikara í sinfóníuhljómsveit. "Ég á alveg örugglega eftir að sakna hans," segir Ellert. Meira
18. maí 2001 | Tónlist | 439 orð

Á forfeðranna slóðum

Sigrid Carole (Thorsteinson) Davis og Harold Brown fluttu verk eftir evrópsk, kanadísk og íslensk tónskáld. Miðvikudagurinn 16. maí 2001. Meira
18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 723 orð | 4 myndir

Á leið til þroska

PLATAN sem hér um ræðir er önnur plata sænsku unglingasveitarinnar A*Teens en hún er skipuð fjórum ungmennum, tveimur stúlkum og tveimur strákum. Meira
18. maí 2001 | Menningarlíf | 425 orð | 1 mynd

Ástarmál í óreiðu

Regnboginn frumsýnir gamanmyndina Get Over It með Kirsten Dunst og Ben Foster. Meira
18. maí 2001 | Menningarlíf | 879 orð

Bíóin í borginni

Frumsýningar GET OVER IT Regnboginn THE MUMMY RETURNS Laugarásbíó, Háskólabíó, Bíóhöllin SWEET NOVEMBER Bíóhöllin, Kringlubíó, Nýja bíó, Akureyri * Lalli Johns Íslensk. 2001. Leikstjóri og handrit: Þorfinnur Guðnason. Meira
18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 218 orð | 1 mynd

Duran Duran lifi

ÞEIR meðlimir Duran Duran sem eftir eru hafa sent frá sér fréttatilkynningu á heimasíðu sinni sem segir frá því að þeir stofnmeðlimir sem höfðu sagt skilið við hljómsveitina séu gengnir til liðs við hana á ný. Meira
18. maí 2001 | Menningarlíf | 322 orð | 3 myndir

Einsöngs- og útskriftartónleikar

ÞRENNIR einsöngstónleikar Söngskólans í Reykjavík verða næstu daga í Tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7. Tónleikarnir eru liður í burtfararprófi frá skólanum. Á efnisskránni eru m.a. Meira
18. maí 2001 | Menningarlíf | 148 orð

Evróputónleikar endurteknir

EBU tónleikar frá Skálholti 29. apríl síðastliðinn verða endurteknir á Rás 1 kl. 13.00 á morgun, sunnudaginn 20. maí. Meira
18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 69 orð | 1 mynd

Evróvisjón, bros og tár

ÞAÐ er auðséð á plötusölu síðustu viku að margir hafa mætt í Evróvisjónteiti síðustu helgar vopnaðir safnskífunni Pottþétt Eurovision. Meira
18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 62 orð | 1 mynd

Godsmack snýr aftur!

BANDARÍSKA rokksveitin Godsmack stekkur beint upp í fimmta sæti Tónlistans með aðra plötu sína, Awake . Íslenskir aðdáendur hennar hafa líklega verið afar óþolinmóðir í bið sinni þar sem platan kom út í Bandaríkjunum í fyrra. Meira
18. maí 2001 | Menningarlíf | 1458 orð | 2 myndir

Hinn ástþrungni Picasso

Fólk á öllum aldri stímar í sýningahöllina Jeau de Paume í París til að líta ýmsa til skamms tíma leynda og forboðna hluti í lífsverki Pablo Picassos (1881-1973). Litríkur manngrúi frá öllum heimshornum nálgast þessa hlið meistarans af forvitni og andakt. Bragi Ásgeirsson var í vettvangskönnun á dögunum. Meira
18. maí 2001 | Menningarlíf | 1151 orð | 2 myndir

Íslensk menning kynnt í Berlín

Kristilegir demókratar í Berlín efndu í fyrrakvöld til íslenskrar menningarkynningar með þátttöku myndlistarmannsins Tolla, Gyrðis Elíassonar skálds, Sólveigar Arnardóttur leikara og Arndísar Höllu Ásgeirsdóttur sópransöngkonu. Davíð Kristinsson var í hópi áhorfenda. Meira
18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 75 orð | 1 mynd

Janet skorar á þig!

JÁ, hún Janet Jackson lætur ekki bíða eftir sér eins lengi og stóri bróðir. Sex ár eru síðan Michael Jackson sendi frá sér nýtt efni en á þeim tíma hefur Janet gefið út tvær breiðskífur. Meira
18. maí 2001 | Menningarlíf | 128 orð | 1 mynd

Kristinn Sigmundsson syngur á Íslandi

KRISTINN Sigmundsson óperusöngvari mun á næstunni syngja fyrir landann í smáhléi frá önnum erlendis. Fyrstu tónleikarnir verða í kirkjunni í Reykholti í Borgarfirði á uppstigningardag 24. maí kl. 20.30 og þeir næstu föstudaginn 25. maí kl. Meira
18. maí 2001 | Myndlist | 671 orð | 2 myndir

Litaglöð samsýning

Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl.14-18. Henni lýkur 20. maí nk. Meira
18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 989 orð | 1 mynd

Með mörg járn í eldinum

Það er alltaf meira og meira að gera hjá Baltasar Kormáki í hvert sinn sem hann mætir á kvikmyndahátíðina í Cannes. Skarphéðinn Guðmundsson er staddur á hátíðinni og ræddi við Baltasar. Meira
18. maí 2001 | Menningarlíf | 422 orð | 1 mynd

Múmían vaknar á ný

Sambíóin Álfabakka, Háskólabíó, Laugarásbíó og Nýja bíó Akureyri, Nýja bíó Keflavík frumsýna ævintýramyndina The Mummy Returns með Brendan Fraser. Meira
18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 54 orð | 1 mynd

Ný Slipknot-plata

NÝÞUNGAROKKSBANDIÐ ógurlega Slipknot ætlar að gefa 666 aðdáendum færi á að vinna eins lags geisladisk í gegnum samkeppni sem útgáfufyrirtæki þeirra, Roadrunner, stendur fyrir. Meira
18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 218 orð | 1 mynd

O.J. Simpson kominn í málið

BONNY Blake, eiginkona leikarans Robert Blake, var skotin til bana síðastliðinn föstudag í bíl þeirra hjóna. Meira
18. maí 2001 | Menningarlíf | 52 orð | 1 mynd

Olíumálverk í Listasetrinu

ELÍAS B. Halldórsson opnar sýningu á olíumálverkum í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, á morgun, laugardag. Elías er fæddur í Borgarfirði eystra árið 1930. Hann stundaði nám í myndlist í Reykjavík, Stuttgart og Kaupmannahöfn. Meira
18. maí 2001 | Menningarlíf | 653 orð | 1 mynd

"Batt vonir við gagnkvæman skilning og traust"

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Rico Saccani aðalhljómsveitarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok hans hjá hljómsveitinni en undanfarnar vikur hefur sterkur orðrómur þessa efnis verið á kreiki. Hann hefur nú verið staðfestur og bárust Morgunblaðinu yfirlýsingar beggja aðila í gær. Meira
18. maí 2001 | Tónlist | 707 orð

Rússnesk snilld í meistaratúlkun

Sjostakovitsj: Ballettsvíta nr. 3. Prokofjev: Fiðlukonsert nr. 2. Tsjækovskí: Sinfónía nr. 5. Vadim Gluzman, fiðla; Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Dmitris Kitajenkos. Fimmtudaginn 17. maí kl. 19.30. Meira
18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 151 orð | 1 mynd

Séntilmaður kveður

SÖNGVARINN Perry Como lést í svefni á heimili sínu, Palm Beach í Florida, laugardaginn 12. maí síðastliðinn. Hann var 88 ára að aldri. Como var dáður krónukarl og flauelsbarki, hvers einkenni var látlaus og sefandi söngstíll. Meira
18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 64 orð | 1 mynd

Sjónvarpssnót!

HÚN Vonda Shepard skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún var ráðin sem fastagestur í sjónvarpsþáttunum um hina örþunnu lögfræðingssnót Ally McBeal sem Calista Flockhart leikur. Hún hafði þó áður gefið út þrjár plötur en aldrei náð sérlegum vinsældum. Meira
18. maí 2001 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Skáldanótt af sviðinu

SÍÐASTA sýning á gleðileiknum Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason verður á morgun, laugardag, á stóra sviði Borgarleikhússins. Leikritið Skáldanótt er að miklu leyti skrifað í bundnu máli. Meira
18. maí 2001 | Menningarlíf | 85 orð

Sýningum lýkur

Eden Hveragerði Sýningu Myndlistaklúbbsins "Málun og teiknun í Hvassaleiti" sem haldin er í Eden í Hveragerði lýkur á sunnudag. Handverk og hönnun Sýningunni Borðleggjandi hjá Handverki og hönnun, Aðalstræti 12 lýkur á sunnudag. Meira
18. maí 2001 | Menningarlíf | 367 orð | 1 mynd

Úrval íslenskra verka á sölusýningu

Í LISTASAFNI Kópavogs verður opnuð sölusýning á um áttatíu verkum eftir marga af fremstu listamönnum landsins á morgun, laugardag, kl. 15. Á sýningunni eru m.a. Meira
18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 115 orð | 1 mynd

Var nokkrum sentímetrum frá dauða sínum

ÞAÐ skall hurð nærri hælum, eða öllu réttara vinnupallur nærri umtöluðum afturenda, við tökur væntanlegrar kvikmyndar Jennifer Lopez. Meira
18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 234 orð | 1 mynd

Vísun í handmenntir á baðstofuloftum

BIRGI Andréssyni myndlistarmanni voru nýlega veittir Ullarvettlingar Gallerís Áhaldahússins 2001. Honum var veitt staðfestingarskjal þess efnis við látlausa en hátíðlega athöfn á horni Klapparstígs og Grettisgötu. Meira
18. maí 2001 | Menningarlíf | 89 orð | 1 mynd

Völuspá fulltrúi Íslands á barnaleikhúshátíð

VÖLUSPÁ Þórarins Eldjárns og Möguleikhússins var valin af sjö manna dómnefnd leiklistargagnrýnenda og annarra sérlegra barnaleikhúsaðilja, til að vera fulltrúi Íslands á norrænu barnaleikhúshátíð Assitej-samtakanna í Falun, sem hefst í dag, föstudag. Meira
18. maí 2001 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Þú tryggir ekki eftir á

½ Leikstjórn Alan White. Handrit John Armstrong. Aðalhlutverk Bryan Brown, Claudia Karvan, Tom Long. (94 mín.) Ástalía 2000. Góðar stundir. Bönnuð innan 12 ára. Meira

Umræðan

18. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 34 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun 19. maí verður fimmtugur Guðmundur Karl Tómasson, rafvirkjameistari, Efstahrauni 18, Grindavík. Í tilefni þess taka hann og kona hans, Kristrún Bragadóttir , á móti gestum í Sjávarperlunni í Grindavík kl.... Meira
18. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 43 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Nk. mánudag 21. maí verða sextugir bræðurnir Hólmsteinn og Unnsteinn Arasynir. Þeir taka á móti gestum laugardaginn 19. maí í Samkomuhúsinu í Borgarnesi frá kl. 20. Rúta frá Sæmundi Sigmundssyni fer frá BSÍ kl. 19. Meira
18. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 27 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Á morgun laugardaginn 19. maí verður sjötug Hulda A. Kristjánsdóttir, Hjarðartúni 1, Ólafsvík. Hún tekur á móti gestum í félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík, frá kl.... Meira
18. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 22 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag föstudaginn 18. maí, verður 75 ára Gísli G. Ísleifsson, hæstaréttarlögmaður, Snekkjuvogi, Stokkseyri. Hann verður að heiman á... Meira
18. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 63 orð | 1 mynd

90 ÁRA og 85 ÁRA afmæli...

90 ÁRA og 85 ÁRA afmæli . Í dag 18. maí verður níræður Sigurbergur Frímannsson og 85 ára Aðalheiður Kristinsdóttir. Þau bjuggu í Skíðsholtum í Hraunhreppi á Mýrum um 30 ára skeið. Meira
18. maí 2001 | Aðsent efni | 663 orð | 1 mynd

Doe litli

Við verðum að gæta þess að mismuna ekki vegna fötlunar og hafna öllum hugmyndum um erfðabætur, segir Ólafur Oddur Jónsson, þótt lækningar á fósturstigi séu réttlætanlegar. Meira
18. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 512 orð | 1 mynd

Eignast þú fatlað barn?

HÉRNA um árið kynntist ég gullfallegri og yndislegri stúlku sem var við nám í Þroskaþjálfaskóla Íslands. Hún hafði þá þegar lokið menntaskólanámi en það var inntökuskilyrði við skólann. Þroskaþjálfanám er nú á háskólastigi. Meira
18. maí 2001 | Aðsent efni | 804 orð | 1 mynd

Ekki þess virði

Til þess að koma á beinu vegasambandi milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, segir Halldór Vilhjálmsson,vantar sem sagt einungis tólf til fjórtán kílómetra bílveg. Meira
18. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 444 orð | 1 mynd

Fyrr má nú rota en dauðrota

NÚ hafa ríkisstjórnir Davíðs Oddsonar og Framsóknar setið í valdastólum eitt og hálft kjörtímabil og unnið mörg eftirminnileg verk eins og vænta mátti. Meira
18. maí 2001 | Aðsent efni | 722 orð | 1 mynd

Handverk - nútímavara á nútímamarkaði

Það er þess virði að huga með góðum fyrirvara að þessu, segir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, því að íslenskt handverk er einstök gjöf. Meira
18. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 873 orð

(Hebr. 12, 15.)

Í dag er föstudagur 18. maí, 138. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Hafið gát á, að enginn missi af Guðs náð, að engin beiskjurót renni upp, sem truflun valdi, og margir saurgist af. Meira
18. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 64 orð

HIN MIKLA GJÖF

Hin mikla gjöf, sem mér af náð er veitt og mannleg ránshönd seint fær komizt að, er vitund þess að verða aldrei neitt. Mín vinnulaun og sigurgleði er það. Margt getur skeð. - Og nú er heims stríð háð, og hönd hvers manns er kreppt um stál og blý. Meira
18. maí 2001 | Aðsent efni | 821 orð | 1 mynd

Högg á höfuðið

Högg á höfuðið er alltaf alvarlegt, segir Ingvar Kjartansson, og aldrei skemmtiatriði. Meira
18. maí 2001 | Aðsent efni | 725 orð | 1 mynd

Kapp er best með forsjá

Samtök verslunarinnar gagnrýna vinnubrögð Hollustuverndar ríkisins í nýafstöðnu sólvarnarefnamáli, segir Stefán S. Guðjónsson, og telja það vera skólabókardæmi um slæm vinnubrögð. Meira
18. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 477 orð

Krónan þykir eiga undir högg að...

Krónan þykir eiga undir högg að sækja um þessar mundir. Þær raddir eru farnar að heyrast að best sé að kasta krónunni og fara að huga að því að laumast með einhverjum hætti inn í evruna. Þeir eru þó fleiri sem telja að rétt sé að halda í krónuna. Meira
18. maí 2001 | Aðsent efni | 1027 orð | 2 myndir

Læknar gegn heilbrigði

Það eru engin merki þess að ólympískir hnefaleikar séu hættumeiri en aðrar íþróttagreinar, segja Ólafur Guðlaugsson og Sigurjón Gunnsteinsson, og vitna í bréf alþjóðlegu ólympíunefndarinnar. Meira
18. maí 2001 | Aðsent efni | 342 orð | 1 mynd

Réttlæti eða valdbeiting

Það er enn í gildi og mun gilda um aldur og ævi, segir Benedikt Brynjólfsson, að sameinaðir stöndum við en sundraðir föllum við. Meira
18. maí 2001 | Aðsent efni | 594 orð | 1 mynd

Skapa þarf framtíðaraðstæður fyrir óperuflutning

Fer ég þess á leit, segir Viðar Gunnarsson, að menntamálaráðherra beiti sér fyrir því að fundin verði lausn á þessum vanda. Meira
18. maí 2001 | Aðsent efni | 849 orð | 1 mynd

Steinbítur og mannréttindi

Til að gæta jafnræðis við stjórn fiskveiða telur Kristinn Pétursson að eðlilegt væri að taka steinbít, ýsu, kola og ufsa út úr kvóta í aflamarkskerfinu 1. sept. nk. Meira
18. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 613 orð

Um gloríur og doríur

STÆRÐARDÝRKUN okkar Íslendinga virðist eiga sér lítil takmörk. Meira
18. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 394 orð

Vafalaust / hugsanlega?

Í RÍKISSJÓNVARPINU 22. apríl síðastliðinn var þáttur undir stjórn Péturs Matthíassonar fréttamanns. Viðmælendur hans voru Þorgerður K. Gunnarsdóttir alþm. og Katrín Júlíusdóttir sem mér skilst að sé formaður ungra jafnaðarmanna. Rætt var um Evrópumálin. Meira
18. maí 2001 | Aðsent efni | 222 orð | 1 mynd

Villandi skilaboð

Höfuðhögg í hnefaleikum eru ekki slys, segir Ólafur Hergill Oddsson, heldur hluti af leiknum. Meira
18. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 347 orð | 1 mynd

Þakkir til Hrafnistu í Hafnarfirði

MIG langar að senda stjórnendum á Hrafnistu í Hafnarfirði og alls hins góða starfsfólks sem þar vinnur, þakklæti mitt. Sérstaklega langar mig að þakka Böðvari Magnússyni, sem sér um að halda uppi fjöri. Hann stofnaði Hrafnistukórinn 21. Meira
18. maí 2001 | Aðsent efni | 445 orð | 1 mynd

Þarf að mennta fólk til starfa í ferðaþjónustu?

Er atvinnugreinin tilbúin að taka við fólki með aukna menntun, spyr Hildur Jónsdóttir, og borga laun í samræmi við það? Meira

Minningargreinar

18. maí 2001 | Minningargreinar | 713 orð | 1 mynd

AAGE HANSEN

Aage Hansen fæddist í Ballerup í Danmörku 25. desember 1919. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness 11. maí síðastliðinn. Foreldrar Aage voru Einar Hansen og Martha Nielsen. Systkini Aage voru Paul Hansen, f. 1920, látinn, Julie Marie Manny Rasmussen, f. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2001 | Minningargreinar | 1958 orð | 1 mynd

EINAR DANÍELSSON

Einar Daníelsson var fæddur á Ísafirði 6. september 1927. Hann lést á Landspítalanum 8. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Daníel Pétursson sjómaður og Kristín Erlendsdóttir verkakona. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2001 | Minningargreinar | 3582 orð | 1 mynd

ÍVAR BIRGISSON

Ívar Birgisson fæddist í Reykjavík 9. mars 1961. Hann lést 9. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Birgir Björnsson, f. 1.4. 1932, og Sigríður Kristinsdóttir, f. 12.10. 1942. Systir Ívars er Lóa Birna, f. 12.1. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2001 | Minningargreinar | 3932 orð | 1 mynd

JÓN HÓLMGEIRSSON

Jón Hólmgeirsson fæddist í Flatey á Skjálfanda 15. mars 1934. Hann lést 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hólmgeir Jónatansson, f. 6. mars 1899, d. 18. nóvember 1983, og Nanna Jónsdóttir, f. 27. febrúar 1903, d. 18. júlí 1956. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2001 | Minningargreinar | 153 orð | 1 mynd

MARÍA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR

María Margrét Jónsdóttir fæddist á Lækjarósi í Dýrafirði 27. febrúar 1951. Hún lést á heimili sínu 30. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 8. maí. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2001 | Minningargreinar | 1808 orð | 1 mynd

SIGURÐUR ÁRNI KRISTINSSON

Sigurður Árni Kristinsson frá Höfða, fæddist 10. maí 1926 á Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kveldi 11. maí síðastliðins. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2001 | Minningargreinar | 558 orð | 1 mynd

SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR

Jónína Sólveig Jónsdóttir fæddist 14.9. 1917 á Mannskaðahóli í Hofshreppi í Skagafirði. Hún lést á Grensásdeild Landspítalans að morgni 11. maí síðastliðins. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, bóndi á Mannskaðahóli, og kona hans, Sigríður Halldórsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2001 | Minningargreinar | 745 orð | 1 mynd

SVANUR JÓHANNSSON

Svanur Jóhannsson fæddist á Siglufirði 17. júlí 1937. Hann lést á heimili sínu 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Dagrún Bjarnadóttir Hagen, f. 14.6. 1917, og Jóhann Guðjónsson, f. 17.11. 1917, d. 30.11. 1984. Þau skildu. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2001 | Minningargreinar | 1134 orð | 1 mynd

VALDÍS BÁRA VALDIMARSDÓTTIR

Valdís Bára Valdimarsdóttir fæddist á Álfhólum, Vestur-Landeyjum í Rangárvallasýslu 27. nóvember 1956. Hún lést á Landspítalanum 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valdimar Jónsson bóndi í Álfhólum, f. 14. des. 1891, d. 31. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 698 orð | 1 mynd

Arðsemi eigin fjár 37,3%

PHARMACO hf. skilaði 451 milljón króna í hagnað á fyrsta fjórðungi ársins. Meira
18. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 115 orð

Aukin velta hjá Kaupfélagi Suðurnesja

KAUPFÉLAG Suðurnesja, sem á um 85% hlut í Samkaupum, var rekið með 34 milljóna króna hagnaði eftir skatt í fyrra samanborið við 77,6 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur ársins námu 3.254 milljónum króna á móti 2. Meira
18. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 674 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 17.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 17.05.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
18. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Jebsen tekur við Orkla 2. júlí

ÁKVEÐIÐ hefur verið að Finn Jebsen taki við forstjórastöðu hjá Orkla 2. júlí nk. af Jens P. Heyerdahl. Árslaun Jebsen verða um 33 milljónir íslenskra króna sem er töluvert lægri upphæð en Heyerdahl þáði í laun, um 44 milljónir. Meira
18. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 325 orð | 1 mynd

Kaupþing sækir um viðskiptabankaleyfi

KAUPÞING hf. tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að sækja um viðskiptabankaleyfi fyrir félagið. Meira
18. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 94 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.091,8 -0,78 FTSE 100 5.904,50 0,35 DAX í Frankfurt 6.173,81 0,41 CAC 40 í París 5. Meira
18. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 323 orð

Lyfseðlalaus lyf verða seld í breskum kjörbúðum

Í KJÖLFAR hæstaréttardóms í Englandi í vikunni hafa lyfsalar nú misst einkarétt á að selja lyf sem hægt er að kaupa án lyfseðla. Meira
18. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Neysluverðsvísitala EES-svæðisins hækkar um 0,5%

Fram kemur í tilkynningu Hagstofu Íslands að samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 108,8 stig í apríl síðastliðnum (1996=100). Vísitalan hækkaði um 0,5% frá mars. Á sama tíma hækkaði vísitalan fyrir Ísland um 1,2%. Meira
18. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 379 orð

Statoil 1.600-1.800 milljarða króna virði

SEX norsk verðbréfafyrirtæki hafa sett fram sína skoðun á markaðsvirði norska olíufélagsins Statoil og liggur matið á bilinu 160-180 milljarðar norskra króna, eða 1.600-1.800 milljarðar íslenskra króna. Fjárfestingarbankinn UBS Warburg, sem m.a. Meira
18. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 334 orð

Styrkir efnahag Baugs verulega

FRÁ 1. maí sl. færist eignarhlutur Baugs í Arcadia í hlutdeild samstæðunnar í gegnum Baug Holding og 20% af hagnaði félagsins færist á rekstrarreikning Baugs. Markaðsverðmæti hlutarins er nú um 14 milljarðar króna en bókfært verð er 10 milljarðar. Meira
18. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 135 orð

Tap 20,2 milljónir króna

Tap Guðmundur Runólfssonar hf., fiskvinnslu og útgerðar í Grundarfirði, nam 20,2 milljónum króna á fyrstu þrem mánuðum ársins. Hagnaður fyrir afskriftir og vexti (EBITDA) nam 70,6 milljónum og var tæp 24% af veltu á sama tímabili. Meira
18. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 71 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 17.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 17.5. 2001 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira

Fastir þættir

18. maí 2001 | Fastir þættir | 96 orð

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn...

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 14. maí sl. var síðasta spilakvöld okkar á þessu vori. Spilaður var Mitchell-tvímenningur. 26 pör mættu. Meðalskor var 312 stig. Bestu skor í N/S Jón St. Ingólfss. - Loftur Péturss. Meira
18. maí 2001 | Fastir þættir | 223 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Reykjavíkur Þriðjudagskvöld Síðasta keppni BR á þriðjudögum var þriggja kvölda Sumar Monrad Barómeter með þátttöku 28 para. Lokastaða efstu para varð þessi: Friðjón Þórhallss. - Símon Símonars. Meira
18. maí 2001 | Fastir þættir | 348 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Gefnar hafa verið út margar bækur með heilræðum fyrir bridsspilara. Jón Baldursson var eitt sinn fenginn til að gefa slíkt heilræði og grunntónninn í því var þessi: "Vertu virkur í sögnum. Meira
18. maí 2001 | Fastir þættir | 361 orð

BT verður að morgunblaði

SKIPTAR skoðanir eru á meðal danskra fjölmiðlafræðinga hvort síðdegisblaðið BT hafi gert rétt er stjórnendur þess ákváðu að gera það að morgunblaði. Meira
18. maí 2001 | Fastir þættir | 1115 orð | 1 mynd

Hugmyndafræðileg barátta tröllríður fjölmiðlun á Kúbu

FIDEL Castro þurfti eitt sinn fyrir 44 árum nauðsynlega á uppslætti í fjölmiðlum að halda. Þetta var árið 1957, hann var ungur skæruliðaforingi og andstæðingar hans héldu því fram að hann væri dauður. Meira
18. maí 2001 | Fastir þættir | 161 orð

Íþróttamót, firmakeppni og miðnæturtölt

HESTAMENN eru mótaglaðir um þessar mundir. Að minnsta kosti 6 félög ætla að halda mót eða aðrar uppákomur um helgina. Meira
18. maí 2001 | Viðhorf | 853 orð

Krepputal

Þjóðarátak í bílastæðamálum íslenskra menntastofnana verður augljóslega ekki umflúið. Meira
18. maí 2001 | Fastir þættir | 52 orð

Mini NM, Stokkhólmi Um næstu helgi...

Mini NM, Stokkhólmi Um næstu helgi verður spilað svokallað Mini-NM í Stokkhólmi, en þetta er æfingamót fyrir Evrópumótið á Tenerife í júní. Meira
18. maí 2001 | Fastir þættir | 167 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Samhliða ofurmótinu í Dos Hermanas fór fram lokað mót sem var skipað prýðilegum stórmeisturum. Staðan kom upp á milli tveggja þeirra. Hvítt hafði Oleg Korneev (2572) gegn Manuel Rivas Pastor (2429). 19. Rcxe4! Db6 19...dxe4 er svarað með 20. Meira
18. maí 2001 | Í dag | 431 orð

Sumarhátíð í Fríkirkjunni í Reykjavík

NÚ í lok vetrarstarfsins tökum við frá tíma til að halda sumarhátíð. Hátíðin hefst á morgun, laugardaginn 19. maí, kl. 11 með stuttri helgistund í Fríkirkjunni. Meira
18. maí 2001 | Fastir þættir | 610 orð | 1 mynd

Ungt hestafólk skundar á Þingvöll í sumar

Búast má við gleði og glaumi á Skógarhólum í sumar þegar ungt hestafólk landsins safnast þar saman ásamt fjölskyldum sínum á Æskulýðsmóti Landssambands hestamannafélaga. Ásdís Haraldsdóttir leitaði til Auðar Möller, formanns æskulýðsnefndar LH, til að fá nánari upplýsingar. Meira
18. maí 2001 | Fastir þættir | 226 orð

Útflutningur gengur vel

HEILDARFJÖLDI útfluttra hrossa frá áramótum til 15. maí á þessu ári er 691 hross. Þetta eru 116 fleiri hross en flutt höfðu verið út á sama tíma í fyrra, en 31 færra en á sama tíma árið 1999. Meira
18. maí 2001 | Fastir þættir | 162 orð

Vannýtt mótaskrá Landssambands hestamannafélaga

MÓTASKRÁ Landssambands hestamannafélaga er nú aðgengileg á heimasíðu samtakanna. Á undanförnum misserum hefur skrifstofa LH séð um að uppfæra hana með reglulegu millibili. Meira
18. maí 2001 | Fastir þættir | 304 orð

Wivel kveður Berlingske

PETER Wivel, aðalritstjóri Berlingske Tidende , tilkynnti óvænt í gær að hann hygðist láta af störfum eigi síðar en í haust. Meira

Íþróttir

18. maí 2001 | Íþróttir | 363 orð | 1 mynd

Besti úrslitaleikur allra tíma?

LEIKUR Liverpool og Alaves veður lengi í minnum hafður enda ekki á hverjum degi sem níu mörk eru gerð í úrslitaleik. Bæði liðin höfðu haft orð á sér fyrir að vera varnarsinnuð og vilja sækja með skyndiupphlaupum en í Dortmund sýndu þau á sér aðra hlið og mun skemmtilegri. Miðað við ummæli manna virðast margir telja þetta besta úrslitaleik sem fram hefur farið. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 417 orð | 1 mynd

Blikarnir héldu fengnum hlut í Kópavogi

KRISTJÁN Brooks tryggði Breiðabliki þrjú stig í sínum fyrsta leik með liðinu í efstu deild með því að skora eina markið í leik Blika og ÍBV á Kópavogsvelli. Leikurinn var annars frekar tilþrifalítill, einkum í síðari hálfleik, þar sem tvö rauð spjöld, sitt á hvort liðið, undir lokin voru með því markverðasta sem bar fyrir augu tæplega ellefu hundruð áhorfenda. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 160 orð | 1 mynd

BRAGI Bergmann, milliríkjadómari í knattspyrnu, verður...

BRAGI Bergmann, milliríkjadómari í knattspyrnu, verður varadómari Lassin Isaksen frá Færeyjum, sem dæmir HM-leik Liechtenstein og Ísrael í Vaduz 2. júní. EGILL Már Markússon dæmir leik Eistlands og Hollands í EM ungmennaliða í Tallinn 1. júní. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 168 orð

Ég er ósáttur með spilamennsku alls...

Ég er ósáttur með spilamennsku alls liðsins því menn léku undir eðlilegri getu - það vantaði viljann til að gera út um leikinn," sagði Ólafur Örn Bjarnason, fyrirliði og varnarjaxl Grindvíkinga, eftir leikinn en hann skoraði einnig eina mark... Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 199 orð

FREMSTI handknattleiksmaður Hvít-Rússa, Mikhail Jakimovitsch, hefur...

FREMSTI handknattleiksmaður Hvít-Rússa, Mikhail Jakimovitsch, hefur ákveðið að brjóta odd af oflæti sínu og gefa kost á sér í landsleikina tvo við Íslendinga í næsta mánuði. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 254 orð

Gaman að hlaupa ómeiddur

"ÞETTA var frábær sigur í baráttuleik," sagði Haukur Ingi Guðnason, sem skoraði fyrsta mark Keflvíkinga í Grindavík í gærkvöldi. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 204 orð

Gríðarlegt áfall fyrir Stoke

BRYNJAR Björn Gunnarsson besti leikmaður Stoke segir það hafa verið gríðarlegt áfall að Stoke skildi ekki takast að vinna sér sæti í 1. deildinni eins og stefnt hafði verið að. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 346 orð

GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins Stoke, segir...

GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins Stoke, segir í viðtali við The Sentinel að hann ætli að halda starfi sínum áfram hjá liðinu þó svo að því hafi annað árið í röð mistekist að fara upp um deild. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 173 orð

GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, kom sínum...

GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, kom sínum mönnum á bragðið er þeir lögðu WBA örugglega að velli í Bolton í gærkvöldi, 3:0. Bolton leikur til úrslita við Preston í Cardiff 28. maí - um sæti í úrvalsdeildinni á næsta ári. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 25 orð

Gunnar Þór fékk M

GUNNAR Þór Pétursson, varnarleikmaður hjá Fylki, féll út af nafnalistanum yfir þá sem léku leik Fylkis og KR. Gunnar Þór fékk eitt M fyrir leik... Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 109 orð

Iverson í ham

EFTIR að hafa tekið við viðurkenningu sem mikilvægasti leikmaður NBA-keppninnar fór Allen Iverson hreinlega á kostum og gerði 52 stig fyrir fimmta leik Philadelphia 76ers og Toronto Raptors, 121:88 - staðan 3:2. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

ÍVAR Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks, fékk gat...

ÍVAR Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks, fékk gat á höfuðið eftir olnbogaskot. Þegar í ljós kom að Sig urjóni Sigurðssyni, lækni og föður Ívars, tókst ekki að stöðva blæðinguna úr höfði hans - var honum skipt útaf. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 526 orð | 1 mynd

Jóhann Möller bjargaði FH-ingum á Akranesi

NÝLIÐAR FH sóttu Skagamenn heim í fyrsta leik liðanna á Íslandsmótinu í knattspyrnu á þessu keppnistímabili. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 16 orð

KNATTSPYRNA 1.

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Þórsvöllur:Þór A. - Leiftur 20 Sauðárk.:Tindastóll - Stjarnan 20 Valbjarnarv.:Þróttur R. - Víkingur 20 2. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 361 orð | 1 mynd

KOLDING er danskur meistari í handknattleik...

KOLDING er danskur meistari í handknattleik karla. Liðið vann GOG í tveimur leikjum í einvígi um meistaratitilinn. SÖREN Haagen , landsliðsmarkvörður Dana í handknattleik, ætlar að höfða mál gegn þýska liðinu Flensburg-Handewitt . Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 324 orð | 2 myndir

Má ekkert út af bera

KEPPNI í fyrstu deild karla hefst í dag með þremur leikjum og síðustu tveir leikir fyrstu umferðar verða leiknir á laugardaginn. Samkvæmt spá þjálfara liðanna í deildinni má búast við gríðarlega spennandi keppni í sumar þar sem ekkert verður gefið eftir enda sæti í efstu deild í boði. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 70 orð

Ólafur Ingi til Arsenal

FYLKIR og Arsenal hafa náð samkomulagi um að hinn 18 ára varnarmaður Árbæjarliðsins, Ólafur Ingi Skúlason, gangi til liðs við Arsenal eftir keppnistímabilið á Íslandi. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 660 orð | 1 mynd

Ólafur Þórðarson er eini þjálfarinn í...

Ólafur Þórðarson er eini þjálfarinn í efstu deild sem leikur einnig með liði sínu og virðist vera í góðri aðstöðu til að stýra sínum mönnum úr öftustu varnarlínu Skagamanna. En hvernig upplifði hann fyrsta leik sumarsins inni á vellinum? Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 65 orð

Pólverjar í Laugardal

PÓLVERJAR endurgjalda heimsókn Íslendinga til Varsjár í nóvember sl., með því að leika vináttulandsleik á Laugardalsvellinum 10. ágúst. Fyrir þann leik leikur Malta á vellinum 2. júní og Búlgaría 5. júní í undankeppni HM og þá leika Tékkar í Laugardal 1. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 119 orð

Reynir og Guðmundur þjálfa Hauka

REYNIR Kristjánsson og Guðmundur Bragason voru í gær ráðnir þjálfarar úrvalsdeildarliðs Hauka í körfuknattleik fyrir næsta tímabil og taka þeir við starfi Ívars Ásgrímssonar sem stýrt hefur Haukaliðinu undanfarin tvö ár. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 464 orð | 1 mynd

Róbert leitar á önnur mið

"ÞAÐ kom mér ekkert á óvart vera sagt upp, breytingar hafa legið í loftinu undanfarnar tvær til þrjár vikur," segir Róbert Sighvatsson, leikmaður Bayer Dormagen, en félagið ákvað í gær að segja upp öllum leikmönnum liðsins og leika í neðstu... Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 553 orð | 2 myndir

Sex ára bið Keflvíkinga á enda

KEFLVÍKINGAR hafa í gegnum árin ekki sótt gull í greipar Grindvíkinga á þeirra heimavelli en í gærkvöldi varð breyting þar á. Keflvíkingar, sem ekki höfðu unnið granna sína á útivelli síðan 1995, eða í sex ár, fóru í burtu með öll þrjú stigin. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 329 orð

Sex lið frá Norðurlandi og fjögur á Reykjavíkursvæðinu berjast í 1. deild

ÞORVALDUR Örlygsson er þjálfari KA á Akureyri og í fyrra var hann eins nærri því og hægt er að koma liði sínu upp í efstu deild án þess þó að fara þangað. KA var með 34 stig rétt eins og Valur en lakara markahlutfall og sat því eftir. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 311 orð | 1 mynd

Sigurður kátur

Ég er kátur með þessi þrjú stig. Leikurinn þróaðist eins og við lögðum upp með frá okkar hendi. Við ætluðum að spila góða vörn og reyna að sækja hratt. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 277 orð

Spáir erkifjendunum sigri

ÞÓR frá Akureyri vann 2. deildina í fyrra með miklum yfirburðum og sigraði í sextán deildarleikjum í röð. Væntingar til liðsins eru töluverðar ekki síst þar sem sex sterkir leikmenn komu til liðs frá Leiftri, KR og Dalvík og samkvæmt spá þjálfara deildarinnar ættu Þórsarar að verða í þriðja sæti. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 458 orð

Valur vann austurbæjarslaginn

VALSMENN höfðu betur, 3:2, þegar þeir heimsóttu Fram í Laugardalinn í gærkvöldi. Liðunum úr austurbænum er báðum spáð falli en miðað við hvernig þau léku á köflum í gær þá er alls ekki víst að sú spá rætist. Raunar þurfa góðir kaflar félaganna að verða lengri en með hækkandi sól ætti það að geta gerst. Valsmenn eru í efsta sæti deildarinnar eftir fyrstu umferð, á öfugum enda miðað við spádóma. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 243 orð

Við hófum undirbúning í nóvember og...

VÍKINGAR enduðu í fjórða sæti 1. deildarinnar í fyrra og er spáð sama sæti að þessu sinni. Björn Bjartmarz sem var leikmaður með Víkingi þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 1991tók við starfi Lúkasar Kostic í vetur og er nú þjálfari liðsins. Birni leist vel á fyrsta verkefnið gegn grönnum sínum úr Reykjavíkur-Þrótti og sagði að menn væru ólmir í að hefja leik eftir strembið undirbúningstímabil. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 572 orð | 1 mynd

Við misstum ekki móðinn

VALSMENN voru ánægðir með sigurinn á Fram á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. "Við erum auðvitað ánægðir með að ná í þrjú stig í fyrsta leiknum, enda var það markmiðið. Þrátt fyrir að lenda undir í byrjun misstum við ekki móðinn og héldum áfram og uppskárum eftir því," sagði Kristinn Lárusson, fyrirliði Vals, sigrihrósandi eftir leikinn. Meira
18. maí 2001 | Íþróttir | 789 orð | 1 mynd

Þurfum að endurmeta stöðuna í heild sinni

ÞAÐ er eðlilega frekar þungt hljóðið í herbúðum Íslendingaliðsins Stoke City en eftir tapið á móti Walsall í fyrrakvöld í úrslitakeppni ensku 2. Meira

Úr verinu

18. maí 2001 | Úr verinu | 403 orð

Kosta um 280 milljónir króna á ári

SLYSATRYGGINGAR fyrir sjómenn, svokallaðar "kaskótryggingar" sem bæta líkamstjón án tillits til þess hvernig slys ber að höndum, kosta um 280 milljónir króna árlega, að mati framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna. Meira
18. maí 2001 | Úr verinu | 359 orð

Verkfallið hafði takmörkuð áhrif

RÚMLEGA sex vikna verkfall sjómanna, sem lauk í fyrrakvöld, hafði mjög takmörkuð áhrif á afkomu og orðspor Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf., að sögn Gunnars Svavarssonar, forstjóra SH. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 65 orð

Áslandsskóli

BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfirði hafa gert samning við Íslensku menntasamtökin um rekstur Grunnskólans í Áslandi. Þetta er tilrauna-verkefni. Skólastefnan byggist á hugmyndafræði þar sem tekið er mið af þroska og þörfum hvers nemanda. Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 25 orð

Eistar unnu

EISTLAND vann söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Everybody ( Allir ). Íslendingar lentu í neðsta sæti ásamt Norðmönnum, fengu þrjú stig og verða ekki með... Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 247 orð | 2 myndir

Frumvörpin dregin til baka

PÁLL Pétursson félagsmála-ráðherra hefur ákveðið að hætta við að flytja málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 29 orð

Glímukóngur

INGIBERGUR Sigurðsson varð glímukóngur Íslands sjötta árið í röð. "Þetta var svo sannarlega spennandi og erfitt að þessu sinni," sagði Ingibergur eftir að búið var að spenna á hann... Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 34 orð | 1 mynd

Góð fyrirmynd

HARRY Potter var nýlega til umfjöllunar á þingi bandarískra geðlækna. Þeir telja hann góða fyrirmynd. Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 420 orð | 2 myndir

Hárskurðarstofa

Laugardaginn 19. maí árið 1901 birtist eftirfarandi auglýsing á forsíðu Ísafoldar: "Íslenskur hárskerari Árni Nikulásson rakar og klippir heima hjá sér í Pósthússtræti nr. 14 kl. 2-4 síðd. á miðvikudögum og laugardögum, eftir kl. 7 síðd. Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 54 orð

Heiðursdoktor

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson , var nýlega gerður að heiðursdoktor í lögum við háskólann í Manchester á Englandi. Það var á hátíðar-samkomu í tilefni af 150 ára afmæli skólans. Ólafur Ragnar stundaði ungur nám í stjórnmálafræði við háskólann. Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 894 orð | 1 mynd

Hvers virði er eiginkonan

Dómur í máli fráskilinnar konu í Bretlandi sýnir að dómstólar ganga nú út frá að við skilnað eigi eiginkona rétt á eðlilegum hlut af eignum sem urðu til í hjónabandinu. Sigrún Davíðsdóttir fylgdist með málaferlunum. Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 204 orð | 10 myndir

hönnunarveisla

Húsgagna- og húsbúnaðarsýningin í Mílanó gefur tóninn á hverju ári. Sigríður Heimisdóttir skoðaði sig um og fann hann í litadýrð og nýstárlegu efnisvali. Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 2080 orð | 3 myndir

Í fjötrum

er fjötruð í hefðir og trú og stundum er leitað aftur til þess tíma er Tyrkir réðu hluta landsins til að skýra hversu seint miðar að koma á umbótum í málefnum þeirra. Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 304 orð | 1 mynd

Konur í borgum feimnari og oft kúgaðri

SÍÐASTLIÐINN vetur voru borgar- og sveitarstjórnarkosningar og það þótti mjög merkilegt að kona náði kjöri í borgarstjórn Sanaa. Hún heitir Fatima Alhuraibi og fékk hún fína kosningu. Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 57 orð | 1 mynd

Kristín Rós valin andlit No Name

KRISTÍN Rós Hákonardóttir sunddrottning hefur verið valin andlit No Name snyrtivara árið 2001. Kristín Rós hefur unnið til margra gullverðlauna á Ólympíumótum fatlaðra. Hún var kjörin Íþróttamaður Reykjavíkur árið 2000. Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1210 orð | 8 myndir

liðinni tíð

Í Nesstofu á Seltjarnarnesi er Lækningaminjasafnið til húsa. Þar gefur m.a. að líta fót í formalíni, fæðingartangir og innþornað mannsauga. Kristín Heiða Kristinsdóttir þáði leiðsögn Sigurborgar Hilmarsdóttur um safnið. Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 99 orð | 1 mynd

Lofar sterkri stjórn

"ÞEIR sem kusu okkur sýndu að þeir vilja breytingu," sagði Berlusconi í ávarpi í sjónvarpi eftir sigur kosninga-bandalags hans. Hann verður forsætis-ráðherra í stjórn mið- og hægri flokka. Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 957 orð | 2 myndir

Náin

KAFFIBORÐ á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í Kópavogi er hlaðið ávöxtum og ýmiss konar bakkelsi. Því að það er móttaka á þriðja sérsviði stöðvarinnar af fjórum þennan dag og mikið um að vera hjá stúlkunum sem þar fá þjónustu. Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 75 orð

Sjómannadeilan

FRUMVARP sem bannar verkfall sjómanna var samþykkt á Alþingi á miðvikudag. Verkfall hafði þá staðið í sex vikur. Gera þurfti breytingar á frumvarpinu þar sem hluti sjómanna aflýsti verkfalli til að mótmæla afskiptum Alþingis af kjaramálum þeirra. Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 31 orð

Vortónleikar

TÓNSTOFA Valgerðar heldur tvenna vortónleika í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á sunnudag. Þetta eru nemenda-tónleikar. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan eitt síðdegis en þeir síðari klukkan tvö. Allir velunnarar Tónstofunnar eru... Meira
18. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1074 orð | 7 myndir

Þagmælskur

Hárgreiðslustofan við Kirkjutorg hefur verið á sínum stað í 100 ár. Gulli Jóns hárgreiðslumeistari hefur að vísu ekki starfað þar alveg svo lengi, en látið menn hafa það óþvegið um áratugaskeið. Helga Kristín Einarsdóttir reyndi að veiða sögur upp úr Gulla og fékk elsta kúnna stofunnar með sér í kaffi og sýndarklippingu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.