Greinar þriðjudaginn 3. júlí 2001

Forsíða

3. júlí 2001 | Forsíða | 283 orð | 1 mynd

Milosevic ákærður formlega fyrir stríðsglæpi

SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, ráðfærði sig í gær við tvo lögfræðinga sína og á að koma fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í dag. Meira
3. júlí 2001 | Forsíða | 103 orð | 1 mynd

Óttast hrun olíuverðs

SAMTÖK olíuframleiðsluríkja, OPEC, hafa áhyggjur af því að "hrun" verði á olíuverði vegna minnkandi eftirspurnar á heimsmarkaði og mikilla birgða, að því er forseti samtakanna, Chakib Khelil, sagði í gær. Meira
3. júlí 2001 | Forsíða | 276 orð | 1 mynd

Sharon hættir við að fara til Belgíu

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er hættur við að koma til Belgíu í væntanlegri heimsókn sinni til Evrópu og er ástæðan opinberlega sögð vera þéttskipuð dagskrá. Meira
3. júlí 2001 | Forsíða | 211 orð

Útiloka ekki að breyta Kyoto

ÆÐSTI talsmaður ríkisstjórnar Japans sagði í gær að stjórnin kynni að reyna að fá breytingar samþykktar á Kyoto-bókuninni til þess að fá Bandaríkjamenn til að lýsa stuðningi við hana. Meira

Fréttir

3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 95 orð

0,4-1% hækkun spáð

KAUPÞING spáir 1% hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða sem samsvarar 12,7% verðbólgu á ársgrundvelli. Gangi spáin eftir hefur vísitalan hækkað um 7,3% síðustu 12 mánuði. Landsbankinn spáir 0,56% hækkun á vísitölu neysluverðs milli júní og júlí. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 214 orð

28,2% hækkun á milli ára

HÆKKUN á framlagi til fræðslumála í Reykjavík samkvæmt fjárhagsramma fyrir 2002 nemur tæplega 1,8 milljörðum króna miðað við fjárhagsáætlun fyrra árs. Þetta kom fram á fundi fræðsluráðs en hækkunin nemur 28,2%. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Alþingi minnist 150 ára afmælis þjóðfundarins

FORSÆTISNEFND Alþingis hefur samþykkt að þingið minnist þess sérstaklega að 5. júlí nk. eru liðin 150 ár frá því að þjóðfundur Íslendinga var haldinn í Reykjavík í hátíðarsal Menntaskólans. Meira
3. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 317 orð | 1 mynd

Athafnasvæði auglýst

BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur samþykkt tillögu bæjarskipulags að breyttu aðalskipulagi Kópavogs 1992 til 2012 í norðanverðu Vatnsendahvarfi og deiliskipulag fyrir sama svæði. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 349 orð

Áformað að auka barnalækningar úti á landi

ÁFORM eru uppi innan Landspítala - háskólasjúkrahúss, í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, um að auka barnalækningar á nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 658 orð | 1 mynd

Ákveðið að þétta samstarfið

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og starfsbræður hans á Norðurlöndunum áttu með sér samráðsfund í Imatra í Suðaustur-Finnlandi í gær og fyrradag. Meðal þess sem ráðherrarnir ákváðu var að þétta samstarfið sín í milli. Meira
3. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Á slaginu sex

DAGSKRÁIN "Á slaginu sex" heldur áfram á vinnustofum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Jóns Laxdal Halldórssonar í Kaupvangsstræti 24 en hún hefst kl. sex á daginn. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 124 orð

Bláfugl eykur umsvifin

BLÁFUGL hf. auglýsir nú eftir flugmönnum og flugstjórum. Verið er að fjölga áhöfnum í kjölfar aukinna umsvifa félagsins. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 802 orð | 1 mynd

Bætt þjónusta við kylfinga

Hörður Þorsteinsson fæddist 2. september 1961 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann útskrifaðist sem stúdent úr Flensborgarskóla árið 1981 og lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1989. Hann vann á endurskoðunarstofu í 10 ár og sem framkvæmdastjóri Loftkastalans árin 1996-1999. Árið 1999 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands og hefur unnið þar síðustu þrjú ár. Hörður er giftur Sigrúnu Sæmundsdóttur og eiga þau saman fjórar dætur. Meira
3. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 177 orð

Cheney mættur til vinnu eftir aðgerð

DICK Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, mætti aftur til vinnu í gær, eftir að hjartagangráður var græddur í hann á laugardag. Cheney byrjaði daginn á fundi með George W. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 910 orð

Deiluaðilar leita sátta

Búist er við því að héraðsdómur kveði upp í dag eða á morgun dóm um lögbannsbeiðni þriggja hluthafa í Lyfjaverslun Íslands á samning félagsins við Frumafl ehf., skrifar Björn Ingi Hrafnsson. Sátta er þó leitað. Meira
3. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 112 orð

Dæmdur fyrir morðið á Dando

MAÐUR, sem sagður var altekinn af frægu fólki, var í gær fundinn sekur um að hafa myrt bresku sjónvarpskonuna Jill Dando fyrir utan heimili hennar í London. Var maðurinn, Barry George, dæmdur í lífstíðarfangelsi. Meira
3. júlí 2001 | Landsbyggðin | 59 orð | 1 mynd

Fáskrúðsfjörður sóttur heim

36 AUSTFIRSKAR konur, búsettar í Reykjavík, tóku sig til og héldu til Fáskrúðsfjarðar á dögunum en flestallar kvennanna eru þaðan. Þar var þeim boðið í kaffisamsæti sem haldið var af kvenfélaginu Keðjunni og Slysavarnafélaginu Hafdísi. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 204 orð

Fornleifauppgröftur víða um land í sumar

Fornleifauppgröftur og skráning fer fram víða um land í sumar á vegum Fornleifastofnunar Íslands. Uppgreftri í Aðalstræti er nýlokið en vinna við úrvinnslu og greiningu er hafin og er lokaniðurstaðna að vænta um mitt ár 2002. Meira
3. júlí 2001 | Miðopna | 1123 orð | 1 mynd

Fólk gleymir að hlusta á líkamann

Árlega dvelja um 2.300 manns á Heilsustofnuninni í Hveragerði um lengri eða skemmri tíma til að fá bót meina sinna. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Heilsustofnunarinnar, sem segir aðsókn að stofnuninni fara sívaxandi og þá einkum vegna kvilla sem orsakist af streitu og því að fólk gleymi að hvíla sig. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 406 orð

Frávísunarkröfu hafnað

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær frávísunarkröfu íslenska ríkisins í máli sem Alþýðusamband Íslands hefur höfðað á hendur ríkinu vegna lagasetningar Alþingis á verkfall sjómanna í maí sl. Meira
3. júlí 2001 | Landsbyggðin | 250 orð | 1 mynd

Geysigóð stemmning ríkti á Færeyskum dögum

FÆREYSKIR dagar voru í Ólafsvík um helgina og lögðu margir leið sína þangað eins og búist var við, enda veðrið eins og best verður á kosið, sólskin og hiti. Talið er að tæplega 7.000 manns hafi verið í bænum á laugardeginum þegar flest var. Meira
3. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 190 orð

Heitur matur í skólana

BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur samþykkt að gera tilraun með að bjóða heitan mat í Flataskóla og Hofsstaðaskóla á næsta skólaári. Ákvörðunin var tekin á grundvelli tilraunar sem gerð var á vegum foreldrafélaganna í maímánuði síðastliðnum. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð

Huliðsheimar Hafnarfjarðar skoðaðir

Í SUMAR verður boðið upp á röð ferða um huliðsheima Hafnarfjarðar undir leiðsögn Erlu Stefánsdóttur og er hver ferð tileinkuð sérstöku þema og farið verður á mismunandi staði. Allar ferðirnar eru á þriðjudögum og hefjast klukkan 19. Meira
3. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

IRA hefur ekki hafið afvopnun

DAVID Trimble, sem sagði af sér embætti forsætisráðherra norður-írsku heimastjórnarinnar um helgina, sagði að skýrsla afvopnunarnefndar, sem birt var í gær, sýndi að ákvörðun hans hafi verið rétt. Meira
3. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 585 orð | 1 mynd

Ísraelar segja vopnahléinu lokið

TALSMAÐUR ísraelsku stjórnarinnar lýsti því yfir að vopnahléinu milli Palestínumanna og Ísraela væri lokið í kjölfar þess að palestínskir byssumenn skutu óbreyttan ísraelskan borgara til bana í gær. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 85 orð

Kvöldganga í Viðey

AÐ VENJU verður boðið upp á vikulega kvöldgöngu í Viðey í kvöld, þriðjudag, og hefst ferðin við bryggjusporðinn við Klettsvör kl. 19.30. Að þessu sinni verður farið um austurenda eyjunnar og gengið meðfram suðurströndinni. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Kynjamyndir á lóni

ÝMSAR kynjamyndir má sjá á Jökulsárlóni við Breiðamerkurjökul enda staldra þar margir við og bregða sér jafnvel í siglingu um lónið. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 134 orð

Köfuðu eftir loftvarnarbyssu úr El Grillo

LÖGREGLAN á Seyðisfirði stöðvaði í gær tvo karlmenn á þrítugsaldri sem höfðu tekið loftvarnarbyssu úr flaki olíuskipsins El Grillo, sem liggur á botni fjarðarins, ófrjálsri hendi. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 61 orð

LEIÐRÉTT

Frumsýningardagur Hedwig Í viðtali við Björgvin Franz Gíslason aðalleikara söngleiksins Hedwig í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er rangt farið með frumsýningardaginn. Hið rétta er að Hedwig verður frumsýndur 5. júlí. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Mikil umferð í umdæminu

TALSVERÐ umferð var í umdæmi Reykjavíkurlögreglu um helgina, sérstaklega síðdegis á sunnudag. Gekk hún þó að mestu vel fyrir sig. Ökumaður var stöðvaður á Njarðargötu eftir að hafa ekið á bifreið og síðan af vettvangi. Hann er grunaður um ölvun. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 508 orð | 1 mynd

Mikilvægt að safnið sé heildstætt

SAGNANETIÐ, vefsetur sem hýsir íslenskar fornbókmenntir á stafrænu formi og gerir þær þannig aðgengilegar almenningi á Netinu, var formlega opnað í gær í Þjóðarbókhlöðu. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 644 orð | 1 mynd

Miklar annir hjá áhöfn þyrlu Gæslunnar

ÞUNG slysaalda reið yfir landsmenn um nýliðna helgi. Margir voru á ferðalagi um helgina og hlutust af slys í umferðinni, en einnig vegna slagsmála og annarra orsaka. Meira
3. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 353 orð

Mjög góð aðsókn fyrir næsta vetur

MJÖG góð aðsókn er að Framhaldsskólanum á Laugum í ár og hefur af þeim sökum myndast biðlisti nemenda sem sækjast eftir að komast þar að á næsta skólaári. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 161 orð

Mun starfa á þróunarsviði borgarinnar

REYKJAVÍKURBORG hefur auglýst stöðu borgarhagfræðings lausa til umsóknar. Sá sem síðast gegndi starfinu var Eggert Jónsson og lét hann af því fyrir nokkru. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 45 orð

Námskeið í plöntuljósmyndun

GRASAGARÐUR Reykjavíkur stendur fyrir tveggja kvölda ljósmyndanámskeiði miðvikudaginn 4. júlí og mánudaginn 9. júlí kl. 20-22. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Nýr aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra

ELSA B. FRIÐFINNSDÓTTIR verður aðstoðarmaður Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og tekur til starfa innan skamms. Hún kemur í stað Þóris Haraldssonar sem hverfur til annarra starfa. Elsa B. Friðfinnsdóttir er hjúkrunarfræðingur. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 279 orð

Orka 2-10% dýrari í Kópavogi

EINFALDUR samanburður á gjaldskrám orkusölufyrirtækja bendir til þess að raforka sé á bilinu 2-10% dýrari í Kópavogi en nágrannasveitarfélögunum, að því er fram kemur í skýrslu Orkunefndar Kópavogsbæjar sem skilað hefur verið til bæjarráðs. Ármann Kr. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd

Óvenjumikill ís í Jökulsárlóni

SÍBREYTILEGAR kynjamyndir jakanna úr Breiðamerkurjökli eru ótæmandi uppspretta fyrir ímyndunaraflið. Sigling um lónið er líkust því að fara á höggmyndasýningu sjálfrar náttúrunnar. Jakarnir óendanlega fjölbreyttir í lögun og lit. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 410 orð | 2 myndir

Rífandi gangur í Ytri-Rangá og Breiðdalsá

"ÞETTA er mesta veiði sem við höfum séð á þessum tíma sumars í Ytri-Rangá síðan seiðasleppingarnar byrjuðu og Rangárnar komust á kortið. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 476 orð | 1 mynd

Ríkið taki 15-20 milljarða króna að láni erlendis

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands kynnti í gær tillögur að aðgerðum til að draga úr verðbólgu og hækka gengi krónunnar. ASÍ vill að hið opinbera grípi sem fyrst til aðgerða þannig að koma megi í veg fyrir að verðbólga festist hér í sessi. Meira
3. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 298 orð

Rúmar 300 manns í sæti eftir breytingar

ÞESSA dagana standa yfir framkvæmdir vegna stækkunar veitingastaðarins Kaffi Listar og verður hann opnaður í sinni endanlegu mynd í haust. Meira
3. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 93 orð | 1 mynd

Sérkennilegur matarsmekkur

EKKI er gott að vita hvað þessu ágæta hrossi gekk til með því að ráðast að vegvísi sem vísar á tjaldsvæðið í Útilífsmiðstöðinni Hömrum við Akureyri. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 113 orð

Skáksveit HÍ á Heimsmóti háskóla í Singapore

SKÁKSVEIT Háskóla Íslands hefur 6 vinninga af 8 mögulegum eftir 2 umferðir á Heimsmóti háskóla í skák sem fram fer í Singapore. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 86 orð

Slasaðist á höfði við umfelgun

BÓNDI slasaðist á höfði er hann var að umfelga dekk á bíl við bæ sinn í nágrenni við Kirkjubæjarklaustur um klukkan 13 í gær. Lögregla telur að slysið hafi atvikast þannig að maðurinn hafi fengið í sig hamar við það að dekkið sprakk. Meira
3. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 557 orð | 1 mynd

Sólarorka notuð til að kæla matvæli

RÁÐGERT er að reisa vistvænan leikskóla á Kjalarnesi sem yrði jafnframt fyrsti umhverfisvæni leikskólinn á landinu. Tveggja ára þróunarstarf er að baki hugmyndunum að sögn Steinunnar Geirdal leikskólastjóra í Kátakoti við Fólkvang. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Spegill, spegill

FEGURÐ hversdagsins hefur ótal birtingarmyndir og endurspeglast líka í byggingakrönunum sem setja framkvæmdasvip á borgina þessi misserin. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 455 orð

Stefnir á að leiða lista Framsóknar í nýju kjördæmi

PÁLL Pétursson, félagsmálaráðherra og fyrsti þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra, kveðst alls ekki á útleið úr stjórnmálum. Meira
3. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 140 orð | 1 mynd

STÚLKNAKÓR danska ríkisútvarpsins, Radiopiget, verður með...

STÚLKNAKÓR danska ríkisútvarpsins, Radiopiget, verður með tónleika í Akureyrarkirkju kl. 20.30 í kvöld, þriðjudagskvöldið 3. júlí. Stjórnandi kórsins er Michael Bojesen og orgelleikari er Morten Bech. Aðgangur er ókeypis. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Stærðfræðin á allan hug íslensku keppendanna

SEX menntaskólanemar, fimm úr MR og einn úr MH, fara til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, fyrir Íslands hönd í byrjun júlí. Þar fer fram alþjóðleg ólympíukeppni í stærðfræði og eru nemendurnir þessa dagana á kafi í undirbúningi. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 276 orð

Söluverðið rúmur 1,1 milljarður

KAUPÞING hefur selt 21 milljón að nafnverði eða 9,38% hlut í Tryggingamiðstöðinni hf. til Ovalla Trading á genginu 52,50. Söluverð hlutarins er 1.102,5 milljónir króna. Kaupþing hefur einnig gert valréttarsamning við Ovalla sem gildir til 28. júlí nk. Meira
3. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 525 orð | 1 mynd

Talinn ætla að bjóða dómstólnum birginn

SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, á að koma fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í dag og verður þá ákærður formlega fyrir glæpi gegn mannkyninu vegna blóðsúthellinganna í Kosovo. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 253 orð

Tæpar 80 milljónir til hjartalækninga

STJÓRN Gjafa- og styrktarsjóðs Jónínu S. Meira
3. júlí 2001 | Miðopna | 1042 orð | 1 mynd

Umferðarmannvirki fyrir rúma 60 milljarða

Drög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, sem gilda á frá árinu 2001 til ársins 2024, voru kynnt í liðinni viku. Í þeim tillögum eru hugmyndir um ýmis nýstárleg samgöngumannvirki. Meira
3. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 355 orð | 1 mynd

Varasamur leikur

ÞESSIR krakkar ætluðu að pota sér ofan í blaðagám við Vallarhús í Grafarvogi þegar ljósmyndari Morgunblaðsins rak augun í þá. Meira
3. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 732 orð

Viðbrögð þingmanna kjördæmisins jákvæð

HUGMYNDIR um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð voru kynntar á fundi sem haldinn var á Dalvík nýlega. Meira
3. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Vilja færri kjarnavopn

VLADIMÍR Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að Rússar væru reiðubúnir að minnka kjarnorkuvopnabúr sitt enn frekar svo að í því verði færri en 1. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 153 orð

Vill aðgerðir til að hækka gengi krónu

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands kynnti í gær tillögur að aðgerðum til að draga úr verðbólgu og hækka gengi krónunnar. Vill sambandið að hið opinbera grípi sem fyrst til aðgerða þannig að koma megi í veg fyrir að verðbólga festist í sessi. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 162 orð

Vitni vantar

29. JÚNÍ sl. á milli kl. 15 og 18 var ekið á bifreiðina R-64284, sem er Nissan, hvít fólksbifreið, þar sem hún var kyrrstæð og mannlaus í bifreiðastæði við Háaleitisbraut 68. 29. júní kl. 16.00 til 16. Meira
3. júlí 2001 | Suðurnes | 504 orð | 1 mynd

Vonast eftir útboði í haust vegna tvöföldunar

ÁHUGAHÓPUR um tvöföldun Reykjanesbrautar hefur undanfarna mánuði unnið að bættri umferðarmenningu á brautinni til þess að auka öryggi vegfarenda en hópurinn var stofnaður í vetur til að knýja á um tvöföldun brautarinnar. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Yfirmannaskipti hjá varnarliðinu

NÝR yfirmaður, John James Waickwicz flotaforingi, tók við varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli á föstudag. David Architzel flotaforingi hefur gegnt starfinu undanfarin tæp þrjú ár og tekur nú við starfi yfirmanns öryggissviðs Bandaríkjaflota. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 196 orð

Þokaðist í samkomulagsátt

SAMNINGANEFNDIR þroskaþjálfa og ríkisins hittust klukkan 14 í gær hjá ríkissáttasemjara og lauk fundinum upp úr klukkan 17. Samkvæmt heimildum þokaðist nokkuð í samkomulagsátt í gær og hefur annar fundur verið boðaður með deiluaðilum í dag klukkan 13.15. Meira
3. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 255 orð

Þrír fengu viðurkenningu fyrir starf að heilsueflingu

EVRÓPSKT netverk um heilsueflingu á vinnustað veitti nýlega Kirkjugörðum Reykjavíkur, Isaga og verkefninu "Heilsusveitarfélög á Íslandi" viðurkenningu fyrir gott starf á sviði vinnuverndar og heilsueflingar starfsmanna í litlum fyrirtækjum. Meira

Ritstjórnargreinar

3. júlí 2001 | Staksteinar | 358 orð | 2 myndir

EES-samningur án framtíðar?

EES-samningurinn megnar ekki að skapa áhuga á þeim málum sem efst eru á baugi í umræðunni úti í Evrópu. Þetta segir norska blaðið Aftenposten. Meira
3. júlí 2001 | Leiðarar | 1095 orð

SALA LANDSBANKANS

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skýrði frá því sl. þriðjudag, að ríkisstjórnin hefði tekið ákvörðun um að selja þriðjungshlut eða meira í Landsbanka Íslands hf. Meira

Menning

3. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 243 orð | 1 mynd

Einn helsti gítarleikari sögunnar

GÍTARLEIKARINN Chet Atkins lést á heimili sínu í Nashville í Tennessee á laugardag. Atkins var 77 ára að aldri og var dánarorsökin krabbamein. Meira
3. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 221 orð | 1 mynd

Er ástin eigingjörn?

*** Leikstjórn Keith Gordon. Aðalhlutverk Billy Crudup, Jennifer Connelly. (105 mín.) Bandaríkin 2000. Háskólabíó. Bönnuð innan 12 ára. Meira
3. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 313 orð | 2 myndir

Er Brúsi ofurmenni?

ÞAU VORU alveg prýðilega safarík myndböndin sem prýddu hillur myndbandaleigna landsins í fyrsta sinn í síðustu viku. Af þeim 14 sem gefin voru út náðu 5 þeirra inn á lista yfir 20 mest leigðu myndböndin á tímabilinu 25. júní til 1. júlí. Meira
3. júlí 2001 | Menningarlíf | 49 orð | 1 mynd

Fyrirlestraröð í Norræna húsinu

EINAR Már Guðmundsson rithöfundur fjallar um íslenskar nútíma-bókmenntir með sérstakri áherslu á verk höfundar á fyrirlestraröð sem hefst í Norræna húsinu í dag, þriðjudag, kl. 13.30 og stendur til 11. júlí. Meira
3. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 206 orð | 2 myndir

Gervigreind Spielbergs

STEVEN Spielberg sneri aftur á topp bandaríska bíóaðsóknarlistans um helgina eftir þriggja ára fjarveru. Meira
3. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 73 orð | 1 mynd

John Lennon-flugvöllur

TILKYNNT var með formlegum hætti í gærmorgun, að alþjóðaflugvöllurinn í Liverpool í Englandi verði nefndur eftir tónlistarmanninum John Lennon þegar ný flugstöðvarbygging verður tekin í notkun árið 2002. Meira
3. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 497 orð | 2 myndir

Lífsgaldur

The Birth Caul eftir Alan Moore og Eddie Campbell. Útgefið af Eddie Campbell Comics, 1999. Bókin fæst í Nexus 6 á Hverfisgötu. Meira
3. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 677 orð | 1 mynd

Móðins mýs

Hin lofi hlaðna nýbylgjusveit Modest Mouse spilar á Gauknum í kvöld. Arnar Eggert Thoroddsen bjallaði í Isaac Brock, söngvara og gítarleikara, og tók af honum skýrslu. Meira
3. júlí 2001 | Menningarlíf | 1011 orð | 1 mynd

Ríkið ekki að skreyta sig með fjöðrum

ÞÁTTTAKA Íslands í Feneyjatvíæringnum hefur verið til umræðu í Morgunblaðinu á liðnum vikum, meðal annars lýsa nokkrir myndlistarmenn skoðun sinni á því hvernig staðið var að málum í blaðinu sl. sunnudag. Meira
3. júlí 2001 | Menningarlíf | 232 orð | 1 mynd

Rómantík og vöndur íslenskra sönglaga

Á TÓNLEIKUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30 koma fram þær Þórunn Guðmundsdóttir sópransöngkona og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari. Meira
3. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 335 orð | 1 mynd

Stríðinn mömmustrákur

NEMENDASÝNING Verslunarskólans á söngleiknum Wake me up before you go go eftir Hallgrím Helgason fékk bæði glimrandi dóma og sló í gegn í vetur. Meira
3. júlí 2001 | Menningarlíf | 17 orð

Sýning framlengd

Gallerí Sölva Helgasonar Sýningu Þorra Hringssonar í Galleríi Sölva Helgasonar, Lónkoti í Skagafirði, verður framlengd til laugardagsins 7.... Meira
3. júlí 2001 | Menningarlíf | 274 orð

Sætur gluggagægir

Leikstjóri Mark S. Waters. Handritshöfundar Don J. Strauss, David Kidd, ofl. Tónskáld Randy Edelman. Kvikmyndatökustjóri Mark Plummer. Aðalleikendur Monica Potter, Freddie Prinze Jr., Shalom Harlow, Ivana Milcevic, Sarah O'Hare, China Chow. Sýningartími 85 mín. Bandarísk. Universal. 2001. Meira
3. júlí 2001 | Menningarlíf | 125 orð

Tígurinn og ísbjörninn í Slunkaríki

HÓPUR listamanna sem kalla sig Tígurinn og ísbjörninn heldur nú sýningu í Galleríi Slunkaríki á Ísafirði. Meira
3. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 144 orð | 1 mynd

Viðtækishöfuð í Suðurgarði

HIN framsækna rokksveit frá Bretlandi, Radiohead, mun kíkja í heimsókn í framsæknu teiknimyndaröðina frá Bandaríkjunum, South Park, á næstunni. Og að sjálfsögðu þá í teiknuðu formi. Meira
3. júlí 2001 | Menningarlíf | 371 orð | 1 mynd

Viðurkenning fyrir frumkvæði

ODDUR Bjarni Þorkelsson er nýútskrifaður úr leiklistarskólanum Bristol Old Vic Theater School eftir eins árs nám í leikstjórn. Meira

Umræðan

3. júlí 2001 | Aðsent efni | 397 orð | 1 mynd

Gamlar álbræðslur borga betur

Ljóst er, segir Sveinn Aðalsteinsson, að gamlar álbræðslur geta borgað hærra orkuverð en nýjar. Meira
3. júlí 2001 | Aðsent efni | 621 orð | 1 mynd

Goðsögnin um Davíð

Davíð gerir sig bara hlægilegan, segir Jóhanna Sigurðar-dóttir, með því að berja höfðinu við steininn. Meira
3. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 681 orð

Kraftar og kjaftæði

SVO vill til að ég hef geysilega gaman af að horfa á aflraunir. Hef fylgst með af miklum áhuga frá því Jón Páll ruddi brautina svo glæsilega fyrir Íslendinga á alþjóðavettvangi. Meira
3. júlí 2001 | Aðsent efni | 582 orð | 1 mynd

Má bæta veðurþjónustu á Íslandi?

Skilvirkasta leiðin til umbóta er, að mati Björns Erlingssonar, að opna fyrir sam-keppni um úrvinnslu og fjölmiðlun veðurupplýsinga. Meira
3. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 846 orð

Morgunblaðið og Jón Sigurðsson

ÞAÐ hlýjar okkur hér fyrir vestan um hjartarætur að sjá hvað Morgunblaðið fjallar mikið um Jón Sigurðsson forseta á síðum sínum þessa dagana. Meira
3. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 835 orð

(Sálm. 34, 9.)

Í dag er þriðjudagur 3. júlí, 184. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Finnið og sjáið, að Drottinn er góður, sæll er sá maður er leitar hælis hjá honum. Meira
3. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 467 orð

Víkverji brá sér til Hornafjarðar um...

Víkverji brá sér til Hornafjarðar um daginn. Það er nokkuð langur akstur en alveg þess virði vegna hinnar miklu náttúrufegurðar, sem fyrir augað ber á leiðinni. Víkverji hefur reyndar ekið þessa leið alloft, en leiðist það ekkert. Meira
3. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 47 orð

VORIÐ GÓÐA

Það seytlar inn í hjarta mitt sem sólskin fagurhvítt, sem vöggukvæði erlunnar, svo undurfínt og blítt, sem blæilmur frá víðirunni, - vorið grænt og hlýtt. Ég breiði út faðminn, - heiðbjört tíbrá hnígur mér í fang. Meira
3. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 51 orð

Yumi Koba Yashy frá Japan óskar...

Yumi Koba Yashy frá Japan óskar eftir pennavini á Íslandi. Yumi Koba Yashi, 17-19 Miyake-cho, Fukui-shi, Fukui-ken #910-3103, Japan. Japönsk kona, 22ja ára óskar eftir íslenskum pennavinum. Hún hefur áhuga á Íslandi, íslenskri menningu. Meira
3. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og...

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 2.205 til styrktar blindum börnum á Íslandi. Þær heita Margrét Guðmundsdóttir og Bjarnheiður... Meira
3. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 22 orð | 1 mynd

Þessir duglegu strákar söfnuðu flöskum og...

Þessir duglegu strákar söfnuðu flöskum og seldu fyrir kr. 7.776 til styrktar Barnaþorpi SOS. Þeir heita Ívar Þór Birgisson og Benedikt Páll... Meira

Minningargreinar

3. júlí 2001 | Minningargreinar | 780 orð | 1 mynd

AÐALBJÖRG PÉTURSDÓTTIR

Guðný Aðalbjörg Pétursdóttir fæddist á Oddsstöðum á Melrakkasléttu 25. apríl 1926. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. júní síðastliðinn. Aðalbjörg var yngsta dóttir hjónanna Péturs Siggeirssonar, bónda á Oddsstöðum, f. 15. apríl 1889, d. 10. Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2001 | Minningargreinar | 341 orð | 1 mynd

Ása Valdís Jónasdóttir

Ása Valdís Jónasdóttir fæddist 26. febrúar 1927 í Reykjavík. Hún varð bráðkvödd hinn 15. júní síðastliðinn. Útför Ásu Valdísar fór fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 22. júní sl. Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2001 | Minningargreinar | 596 orð | 1 mynd

HELGI ANTONSSON

Helgi Antonsson fæddist í Kolkuósi 24. apríl 1931. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anton Gunnlaugsson, f. 1.9 1891, d. 15.5. 1971, og Sigurjóna Bjarnadóttir, f. 8 6. 1892, d. 4.1. 1963. Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2001 | Minningargreinar | 1006 orð | 1 mynd

Hinrik Pétursson

Hinrik Pétursson fæddist í Hafnarfirði 6. desember 1950, hann lést í Landspítalanum við Hringbraut 19. júní síðastliðinn. Útför Hinriks fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 26. júní. Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2001 | Minningargreinar | 461 orð | 1 mynd

Hjalti S. Svavarsson

Hjalti S. Svavarsson fæddist í Reykjavík 4. júní 1979. Hann lést 10. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 17. maí sl. Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2001 | Minningargreinar | 1561 orð | 1 mynd

Jóhann Samsonarson

Jóhann Samsonarson fæddist á Þingeyri 19. maí 1919. Hann lést af slysförum á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi að kveldi 25. júní 2001. Foreldrar hans voru Samson Jóhannsson, f. 28. apríl 1890, d. 25. maí 1971, og Bjarney Sveinbjörnsdóttir, f. 12. Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2001 | Minningargreinar | 227 orð | 1 mynd

Jóna Kristbjörg Magnúsdóttir

Jóna Kristbjörg Magnúsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 14. apríl 1930. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. maí síðastliðinn. Útför Jónu fór fram frá Keflavíkurkirkju 7. júní sl. Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2001 | Minningargreinar | 4283 orð | 1 mynd

MAGNÚS ÞORSTEINSSON

Magnús Þorsteinsson var fæddur í Reykjavík 10. mars 1926. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík að morgni 22. júní 2001. Foreldrar Magnúsar voru Þorsteinn Jónsson verslunarfulltrúi, síðar skrifstofustjóri hjá Garðari Gíslasyni hf. í Reykjavík, f. 16. Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2001 | Minningargreinar | 1181 orð | 1 mynd

Pétur Eiríksson

Pétur Eiríksson var fæddur í Egilsseli í Fellahreppi árið 1924. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 18. þessa mánaðar. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Brynjólfsdóttur frá Ási í Fellum og Eiríks Péturssonar frá Egilsseli. Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2001 | Minningargreinar | 581 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR ELÍN ÓLAFSDÓTTIR

Sigríður Elín Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 1. febrúar 1911. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Magnússon, lærður trésmiður og síðar verslunarmaður í Reykjavík, og Þrúður Guðrún Jónsdóttir, húsfreyja. Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2001 | Minningargreinar | 539 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR

Sigríður Sigurðardóttir fæddist á Nauteyri í N-Ísafjarðarsýslu hinn 1. mars 1927. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 25. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ísafjarðarkirkju 30. júní. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 799 orð

30 milljarða samningur

ÍSLENSK erfðagreining og Roche Diagnostics, dótturfyrirtæki Hoffman-La Roche lyfjafyrirtækisins, hafa undirritað samstarfssamning að verðmæti 30 milljarðar króna. Greint var frá undirskrift viljayfirlýsingar um samstarfið í mars síðastliðnum. Meira
3. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 241 orð

Eimskip óskaði eftir að kaupa Hvítanesið

EIMSKIP hefur keypt flutningaskipið ms. Hvítanes af SÍF, eins og greint hefur verið frá. Aldrei kom til tals að Samskip keypti skipið. Meira
3. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
3. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 420 orð | 1 mynd

Gengið vegur þungt

SÍÐASTLIÐINN föstudagur var síðasti viðskiptadagur fyrri helmings ársins á Verðbréfaþingi Íslands hf. og nú fer að styttast í milliuppgjör félaga sem þar eru skráð. Meira
3. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 104 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.074,92 -0,63 FTSE 100 5.716,70 1,32 DAX í Frankfurt 6.109,50 0,00 CAC 40 í París 5. Meira
3. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Samábyrgðin seld

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hafa aukið eignarhlut sinn í Samábyrgðinni hf. úr 62,5% í 99,5%. Heildarnafnverð hlutafjárins er um 300 milljónir króna. Ólafur B. Thors, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, segist ánægður með að þessir samningar hafi tekist. Meira

Daglegt líf

3. júlí 2001 | Neytendur | 1184 orð | 1 mynd

Fáar verslanir farnar að flokka grænmeti

Nýlegar flokkunarreglur á íslensku grænmeti eru fagnaðarmál fyrir neytendur. Brjánn Jónasson kannaði hvort verslanir væru farnar að bjóða upp á flokkað grænmeti og hverju það breytti fyrir neytendur. Meira

Fastir þættir

3. júlí 2001 | Fastir þættir | 796 orð | 2 myndir

Arnar Gunnarsson sigurvegari helgarskákmóts TR

23.-24. 6. 2001 Meira
3. júlí 2001 | Fastir þættir | 364 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SUM spil eru ein flækja frá upphafi til enda og minna helst á skákstöður, þar sem allt er morandi í "ef-þá" möguleikum. Meira
3. júlí 2001 | Viðhorf | 927 orð

Er mismunun misrétti?

En ef flestir eru þeirrar skoðunar að mismunun sé vond, þýðir það þá að réttast sé að banna hana skilyrðislaust? Nei, svo er reyndar ekki. Meira
3. júlí 2001 | Fastir þættir | 879 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 2.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 2.7.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kíló) Heildar- verð (kr. Meira
3. júlí 2001 | Fastir þættir | 487 orð | 4 myndir

Mánafélagar aðsópsmiklir í yngri flokkum

Mikið var um dýrðir á Varmárbökkum í Mosfellsbæ um helgina þegar haldið var hið árlega opna mót Harðar sem nú var kennt við Top Reiter. Mikil var þátttaka góðra hesta og veður hið besta lengst af. Valdimar Kristinsson var á bökkunum og fylgdist með af áhuga. Meira
3. júlí 2001 | Fastir þættir | 187 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á EM einstaklinga er lauk fyrir skömmu í Ohrid í Makedóníu. Moldavíski stórmeistarinn, Viktor Bologan (2.676), hafði hvítt gegn Sarunas Sulskis (2.530) frá Litháen. 53. Hxf7! Skiptamunsfórnin einfaldar úrvinnslu hvíts. Meira
3. júlí 2001 | Fastir þættir | 822 orð

Úrslit

Top Reiter-open haldið á Varmárbökkum Mosfellsbæ Meistaraflokkur-tölt 1. Sævar Haraldsson, Herði, á Glóð frá Hömluholti, 7,23/7,55 2. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Fífu frá Brún, 7,13/7,36 3. Róbert Petersen, Fáki, á Björmu frá Árbakka, 6,90/7,22 4. Meira

Íþróttir

3. júlí 2001 | Íþróttir | 117 orð

Aðeins fimm konur

AÐEINS fimm konur tóku þátt í fjórða stigamóti GSÍ á Hólmsvelli um helgina en alls voru tólf keppendur í kvennaflokki þegar þriðja stigamótið fór fram í Hafnarfirði í umsjón Golfklúbbsins Keilis. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 134 orð

Árni segist hafa brugðist

ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, kennir sjálfum sér alfarið um tvö töpuð stig hjá Rosenborg sem gerði jafntefli, 3:3, við Brann í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 189 orð

Birgir Leifur á fjórum undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 29.-36. sæti á Volcans-mótinu í golfi sem lauk í Frakklandi um helgina en mótið var hluti af evrópsku áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék hringina fjóra á 284 höggum eða fjóra undir parinu. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 54 orð

Bjarni á réttri leið

BJARNI Þorsteinsson, fyrrum leikmaður KR í knattspyrnunni, lék í gær fyrsta leik sinn með norska félaginu Molde frá því hann meiddist í fyrsta æfingaleik sínum með því í febrúar. Bjarni spilaði hálfan leik með varaliði félagsins. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 331 orð | 1 mynd

Blikar sigursælir í Eyjum

Átj´ánda Shell-móti ÍBV íþróttafélags lauk á sunnudagskvöldið með verðlaunaafhendingu. Mótið gekk vel í alla staði og geta þeir sem stóðu að mótinu verðið ánægðir með það hvernig til tókst. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

* DWIGHT Yorke og Russell Latapy...

* DWIGHT Yorke og Russell Latapy hafa báðir tilkynnt að þeir séu hættir í landsliði Trínídad og Tobagó eftir að nýi þjálfari liðsins, Rene Simoes , setti þá út úr leikmannahópnum sem mætti Jamaíku um helgina en þar tapaði Trínídad 2:1 og situr á botni... Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 329 orð

Einar Karl, Óðinn og Silja á EM

EINAR Karl Hjartarson, Íslandsmeistari í hástökki úr ÍR, Óðinn Björn Þorsteinsson og Silja Úlfarsdóttir, bæði frá FH, hafa verið valin til þátttöku á Evrópumeistaramóti ungmenna, 22 ára og yngri, sem fram fer í Amsterdam um aðra helgi. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 195 orð | 1 mynd

* EINAR Þór Daníelsson skoraði fyrir...

* EINAR Þór Daníelsson skoraði fyrir KR gegn Fram þriðja árið í röð í úrvalsdeildinni þegar hann gerði sigurmark Íslandsmeistaranna á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld. Einar hefur skorað fimm sinnum gegn Fram í deildinni á undanförnum sjö árum. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 29 orð

Elena Einisdóttir skoraði eitt marka ÍBV...

Elena Einisdóttir skoraði eitt marka ÍBV gegn Þór/KA/KS í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á föstudagskvöldið, ekki Sigríður Á. Friðriksdóttir eins og sagt var í blaðinu. Beðist er velvirðingar á... Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 542 orð | 1 mynd

Eyjamenn voru staðráðnir í að gera...

EYJAMENN tóku á móti nýliðum Vals í 8. umferð Íslandsmótsins í Eyjum á sunnudagskvöldið. Valsmönnum hafði gengið vel í deildinni fyrir leikinn og voru með 11 stig í 4. sæti, en Eyjamenn, sem hafa átt brösóttu gengi að fagna í deildinni, voru í 6. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 216 orð | 1 mynd

Fjórða stigamót GSÍ Toyota-mótaröðin, Hólmsvöllur, par...

Fjórða stigamót GSÍ Toyota-mótaröðin, Hólmsvöllur, par 72 : Karlar Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 218 (72-71-75) Gunnar Þór Jóhannsson, GS 219 (76-65-78) Sigurpáll Geir Sveinsson, GA 221 (72-74-75) Pétur Ó. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Fjórir frá Tindastóli

Tindastóll frá Sauðárkróki mætir með talsvert breytt lið til leiks í úrvalsdeildinni í körfuknattleik næsta vetur. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 501 orð | 1 mynd

Fyrsti sigur Guðmundar Rúnars

HEIMAMENNIRNIR úr Golfklúbbi Suðurnesja, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Gunnar Þór Jóhannsson, börðust um sigurinn á lokahring fjórða stigamóts GSÍ á Hólmsvelli í Leiru á sunnudag. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 281 orð | 1 mynd

* HAUKUR Ingi Guðnason var í...

* HAUKUR Ingi Guðnason var í hópi varamanna Keflvíkinga í gærkvöld en kom ekki við sögu. Eins og leikurinn þróaðist var skynsamlegt af Gústafi Björnssyni þjálfara að hvíla hann fyrir átökin framundan en Haukur er að jafna sig af meiðslum. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 703 orð | 1 mynd

Hálft hundrað sigra í höfn

MICHAEL Schumacher hjá Ferrari færðist enn nær heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu-1 er þau tímamót urðu á ferli hans í Magny Cours á sunnudag að hann vann sinn fimmtugasta mótssigur. Vantar hann aðeins einn sigur til að jafna met Frakkans Alains Prosts sem vann 51 af 192 mótum sem hann tók þátt í en franski kappaksturinn um helgina var 155. mótið á ferli Schumachers. Með sigri í næstu tveimur mótum félli met Prosts á heimavelli Schumachers í Hockenheim í lok júlí. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 258 orð | 1 mynd

* HELENA Ólafsdóttir úr KR varð...

* HELENA Ólafsdóttir úr KR varð á dögunum næstleikjahæsta knattspyrnukona landsins í efstu deild frá upphafi. Helena lék sinn 185. leik þegar KR tapaði fyrir ÍBV í Eyjum og komst upp fyrir Ragnheiði Víkingsdóttur sem lék 184 leiki fyrir Val . Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 633 orð | 1 mynd

Hver leikur er úrslitaleikur

HLYNUR Stefánsson, fyrirliði Eyjamanna, var kampakátur eftir leikinn. "Þetta var góður sigur í kvöld. Við vorum með sært sjálfstraust eftir síðasta leik á móti Fylki þar sem við vorum okkur hreinlega til skammar. En við snerum dæminu við í dag og unnum mjög sannfærandi sigur, 2:0. Þannig að sigurinn var okkur mjög mikilvægur," sagði Hlynur Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 109 orð

Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar,...

Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar, er búinn að gefast upp í stríðinu á móti notkun ólöglegra lyfja í íþróttum. "Sríðið um ólögleg lyf í íþróttum er tapað. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 32 orð

KNATTSPYRNA Coca Cola bikar karla 16-liða...

KNATTSPYRNA Coca Cola bikar karla 16-liða úrslit: Garðsvöllur: Víðir - KA 19 Símadeild, efsta deild kvenna: Stjörnuvöllur: Stjarnan - Breiðablik 20 KR-völlur: KR - Grindavík 20 2. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 450 orð | 2 myndir

KR marði í gegn sigur

KR-INGAR sigruðu Fram 1:0 í bragðdaufum leik í Laugardalnum á sunnudagskvöld. Fram færist með hverri umferðinni nær falli en KR-ingar geta enn bjargað úr vandræðum fari liðið að hala inn stig með baráttu eins og á sunnudag. KR hafði aðeins skorað 7 mörk fyrir leikinn og Fram 6 þannig að hætta var á að mörkin yrðu aldrei mörg á þjóðarleikvanginum. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 102 orð

McFarlane með gegn KR?

FRAMHERJI Fylkis, Errol Edderson McFarlane, sem beðið hefur eftir leikheimild frá upphafi Íslandsmótsins sér nú fram á að geta leikið með liðinu í næstu leikjum, en Fylkir mætir KR í Frostaskjólinu á fimmtudag í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 558 orð | 2 myndir

Meistaralykt í Árbænum

FYLKISMENN halda sínu striki á toppi deildarinnar. Í gærkvöldi tóku þeir á móti Skagamönnum og sigruðu 2:1 í einum besta leik sumarsins. Jafnræði var með liðunum og sigurinn gat fallið hvorum megin sem var en það voru heimamenn sem fögnuðu í lokin og má segja að meistaralykt sé komin í Árbæinn þar sem stigin þrjú voru gríðarlega mikilvæg því af leik gestanna mátti ráða að þeir verði í einhverju af efstu sætunum. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 151 orð

Nýr þjálfari nægði ekki Brasilíu

ENN syrtir í álinn hjá knattspyrnulandsliði Brasilíu. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 83 orð

Ólafur samdi til þriggja ára við Arsenal

ÓLAFUR Ingi Skúlason, knattspyrnumaður úr Fylki, skrifaði undir þriggja ára samning við enska stórliðið Arsenal á föstudaginn. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 94 orð

Paris Saint-Germain ekki áfram

FRANSKA liðið Paris Saint-Germain fær ekki þátttökurétt í UEFA-keppninni jafnvel þótt liðið vinni sér rétt til þess, vegna laga um eigendur. PSG tekur nú þátt í Intertoto-keppni en þrjú efstu liðin komast í Evrópubikarkeppnina. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 369 orð

"Vonandi komnir á sigurbraut"

ÞORSTEINN Jónsson lék einna best í KR-liðinu á sunnudag og var afar feginn í leikslok að fara aftur í Frostaskjólið með þrjú stig í farteskinu. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 217 orð

Ragnheiður þjálfar Val

RAGNHEIÐUR Víkingsdóttir, fyrrverandi knattspyrnukona úr Val, tók á sunnudag við þjálfun liðsins út þetta leiktímabil. Hún tók við af Ásgeiri Pálssyni sem sagði upp á föstudag. Hún stjórnar liðinu í fyrsta skiptið í leik gegn FH 10. júlí. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 350 orð | 1 mynd

Ragnhildur hélt sínu striki

Ragnhildur Sigurðardóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði nokkuð örugglega á fjórða stigamóti GSÍ sem fram fór á Hólmsvelli í Leirunni um helgina. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 363 orð

Rosenborg er komið á kunnulegar slóðir...

Rosenborg er komið á kunnulegar slóðir í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 288 orð

Sampras úr leik

PETE Sampras verður ekki meistari í áttunda sinn á níu árum á Wimbledon. Hann tapaði í gær fyrir Svisslendinginum Roger Federer, en kappinn hafði ekki tapað leik á Wibledon síðan 1996 og hefur verið konungur tennisleiks á grasi undanfarin ár. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 367 orð | 1 mynd

* SERGIO Ommel , hollenski knattspyrnumaðurinn...

* SERGIO Ommel , hollenski knattspyrnumaðurinn sem kom til reynslu hjá KR í síðustu viku, samdi við félagið um helgina og leikur út tímabilið. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 312 orð | 1 mynd

Símadeild, efsta deild karla ÍBV -...

Símadeild, efsta deild karla ÍBV - Valur 2:0 Fram - KR 0:1 Fylkir - ÍA 2:1 Breiðablik - Keflavík 1:4 Fylkir 852114:517 FH 74219:614 ÍA 841314:913 ÍBV 84136:813 Valur 83239:1011 KR 93248:1011 Keflavík 843312:1113 Grindavík 63039:99 Breiðablik 82158:147... Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 429 orð | 1 mynd

Slæm byrjun gerði út um Grindavík

GRINDAVÍK tapaði 3:0 gegn Basel í Sviss á laugardag í 2. umferð Intertoto-keppninnar í knattspyrnu. Taugatitringur á fyrsta stundarfjórðungi leiksins varð liðinu dýrkeyptur því þá náði Basel að skora tvö mörk. Róðurinn verður því erfiður gegn liðinu á heimavelli en liðin mætast í síðari leiknum á sunnudag í Grindavík. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 425 orð

Sýndum áræðni og kjark

LEIKMENN Fylkis sönnuðu enn og aftur að ákveðnar uppstillingar og skyndisóknir eru góð leið til að skora mörk. Gegn Skagamönnum skoruðu Árbæingar bæði mörk sín eftir ákveðnar uppstillingar og Bjarni Jóhannsson þjálfari Fylkis var að vonum sáttur við niðurstöðu kvöldsins og af svipbrigðum hans mátti greina að hann kunni vel að meta það að lið hans er í efsta sæti Símadeildarinnar. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 630 orð

Undankeppni HM Afríka A-RIÐILL: Líbýa -...

Undankeppni HM Afríka A-RIÐILL: Líbýa - Angóla 1:1 Kamerún - Togo 2:0 *Kamerún er komið í lokakeppni HM. B-RIÐILL: Líbería - Ghana 1:2 Súdan - Nígería 0:4 *Nígería og Líbería berjast um HM-sætið, Súdan og Ghana eiga veika von. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 584 orð | 1 mynd

Varnarlausir Blikar

LEIÐIR skildi með Keflvíkingum og Blikum í gærkvöld, eftir að þeir fyrrnefndu unnu sannfærandi sigur í bráðfjörugri viðureign liðanna á Kópavogsvellinum, 4:2. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 63 orð

Verðlaun og viðurkenningar

Meistarar A-liða: Þór. Meistarar B-liða: Breiðablik. Meistarar C-liða: Víkingur. Meistarar D-liða: Breiðablik. Markahæstir A-liða: Óli Ben Ólafsson, Leikni, 17. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 351 orð

Við vorum góðir í fyrri hálfleik...

Við vorum góðir í fyrri hálfleik þó að leikurinn væri kaflaskiptur en það kom upp óöryggi þegar við fengum á okkur mark strax í síðari hálfleik," sagði Keflvíkingurinn og varnarjaxlinn Gunnar Oddsson eftir leikinn. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 159 orð

Zaragoza bikarmeistari

REAL Zaragoza vann sinn fimmta bikarmeistaratitil á laugardag er liðið vann 3:1 sigur á Celta Vigo. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 237 orð | 1 mynd

Það er kannski besta lýsingin á...

Það er kannski besta lýsingin á mér sem kylfingi," sagði Gunnar Þór Jóhannsson eftir að blaðamaður hafði innt hann eftir því hvort hann væri einn af þeim sem gengju að golfboltanum og létu síðan vaða. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Þrenna á markadegi

Síðasti föstudagur var mikill markadagur í knattspyrnunni og náðu þrír leikmenn þeim árangri að skora þrennu í 1. deild karla en það voru þeir Brynjar Sverrisson, Þrótti, Garðar Jóhannsson, Stjörnunni, og KA-maðurinn Hreinn Hringsson. Meira
3. júlí 2001 | Íþróttir | 292 orð

Þrjú met voru slegin á alþjóðlegu...

Þrjú met voru slegin á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti sem haldið var á Krít um helgina. Kúbukonan Osleidys Menendez setti heimsmet er hún kastaði spjótinu 71,54 metra. Meira

Fasteignablað

3. júlí 2001 | Fasteignablað | 569 orð | 2 myndir

Að lokinni keppni í Bella Center

ÞÁ ER Norræna meistarakeppnin í pípulögnum að baki. Í Bella Center í Kaupmannahöfn unnu fimm norrænir keppendur hörðum höndum í þrjá daga og einn af þeim var Íslendingurinn Vigfús Baldvin Heimisson. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 173 orð | 1 mynd

Dvergshöfði 27

Reykjavík - Hjá Fasteigna þingi er nú í sölu verslunar-, iðnaðar- og þjónustuhúsnæði við Dvergshöfða 27. Það er á tveimur hæðum, alls 1490 fermetrar fyrir utan sameign, ásamt lokuðu stóru malbikuðu porti með hliði. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 293 orð

Efnisyfirlit Agnar Gústafsson 23 Ás 28-29...

Efnisyfirlit Agnar Gústafsson 23 Ás 28-29 Ásbyrgi 40 Berg 43 Bakki 25 Bifröst 11 Borgir 32-33 Brynjólfur Jónsson 48 Búmenn 45 Eign.is 38 Eignaborg 31 Eignamiðlun 20-21 Eignaval 36 Fasteign. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 498 orð | 3 myndir

Ekkert lát á ásókn í lóðir í Áslandi í Hafnarfirði

Síðustu lóðirnar efst í hlíðum Ásfjalls verða afhentar í þessum mánuði og unnið er að skipulagningu nýs byggingarsvæðis á Völlum. Magnús Sigurðsson ræddi við Erlend Hjálmarsson, byggingarfulltrúa í Firðinum. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 1098 orð | 3 myndir

Fasteignamarkaðurinn í dag

Framboð fasteigna hefur aukist og lengir þar með oft sölutíma einstakra eigna, segja þeir Jason Guðmundsson og Ragnar Thorarensen, sölumenn hjá fasteign.is. Hins vegar merkjum við ekki að sala hafi dregist saman svo talandi sé um. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 542 orð | 1 mynd

Gott skipulag mótar byggðina

Uppbyggingin í Áslandi hefur gengið vel og mikil bjartsýni ríkjandi á meðal þeirra mörgu, sem þar eru að byggja að sögn Hilmars Þórs Bryde hjá fasteignasölunni Hraunhamri. "Skipulagið er líka frábært, segir hann. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 235 orð | 1 mynd

Hagaflöt 2

Garðabær - Hjá fasteignasölunni Garðatorg er nú í sölu einbýlishúsið Hagaflöt 2. Þetta er steinhús með tvöföldum bílskúr, samtals 224 ferm., þar af er bílskúrinn 44,5 ferm. Húsið er á einni hæð og var reist 1972. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 173 orð | 1 mynd

Heiðargerði 21a

Vogar - Hjá fasteignasölunni Ás er til sölu fallegt parhús í Vogum á Vatnsleysuströnd. "Það er allt nýtt að innan í þessu húsi," sagði Eiríkur Svanur Sigfússon hjá Ási. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Hillutrappa

Stundum eru ekki til hillur eða þá að þær henta ekki fyrir veggina. Þá er sniðug lausn að kaupa stigatröppu og gera hana að... Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 634 orð | 6 myndir

Inni í breska húsinu

OFT er talað um að einkenni breskrar húsagerðar séu hátækni nútímans, en hver eru rökin fyrir slíkri alhæfingu? Bretar eru þekktir fyrir iðnað og nýjungar, ekki síst á meðan heimsveldi þeirra stóð sem hæst. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 467 orð | 1 mynd

Íbúðalánasjóður og brunabótamat

MIKIL umræða hefur verið um tengingu lána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat í kjölfar þess að Fasteignamat ríkisins sendi landsmönnum endurmetið fasteignamat og brunabótamat. Það skal undirstrikað að breytingar á brunabótamati taka ekki gildi fyrr en 15. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 1526 orð | 4 myndir

Ísafoldarhúsið

Í Ísafoldarhúsinu hóf Morgunblaðið göngu sína og það er talið vera fyrsta raflýsta húsið á landinu. Freyja Jónsdóttir rifjar upp sögu hússins. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 592 orð | 3 myndir

Kældi eyrað á ísskápnum

SÉRA Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Þórður Örn Sigurðsson hófu sinn búskap á Bragagötu 29 í Reykjavík. Á þeim tíma var Auður Eir í Háskólanum en Þórður var menntaskólakennari. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Margt má nota

Margt má nota til að prýða hjá sér, hér er netakorkur notaður til að halda uppi hvítri... Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 846 orð | 7 myndir

Nágrenni Dýragarðsgötu í Berlín

Við fyrstu sýn virðist þessi græna byggingarheild vera eins konar yfirlýsing Norðurlandanna um vistvæna stefnu í arkitektúr. Einar Þorsteinn hönnuður fjallar hér m.a. um sendiráðsbyggingar Norðurlandanna í Berlín. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 190 orð | 1 mynd

Ný glæsileg flugstöð í München

ÞAKIÐ gefur nýrri flugstöð í München mjög sérstætt yfirbragð, en það er 90 metra breitt og vegur 1340 tonn. Ferðamenn fá þá tilfinningu, að þeir séu komnir í einhverja framtíðarborg, er þeir leggja þangað leið sína. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 899 orð

RAÐHÚS - EITT HÚS

RAÐHÚS og önnur sambyggð og samtengd hús geta flokkast sem ein heild eða eitt hús en með öðrum sambyggðum húsum er átt við hús sem eru í enn minni eða lausari tengslum hvert við annað en raðhús og sambyggingar. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 317 orð | 1 mynd

Sérbýlið áberandi í Áslandi

HÚSAGERÐ er mjög fjölbreytt í Áslandi. Sérbýlið er áberandi, jafnt í fjölbýlishúsum sem annars staðar. Talsvert er um góðar sérhæðir, sem virðast falla vel að óskum markaðarins nú. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 306 orð | 1 mynd

Skarð 2 í Gnúpverjahreppi

Gnúpverjahreppur - Hjá fast eignasölunni Bakka á Selfossi er til sölu lögbýlið Skarð 2 í Gnúpverjahreppi. Á jörðinni er einbýlishús og útihús og henni fylgja lax- og silungsveiðihlunnindi ásamt eignarhlut í hitaveitu, sem er sameign tíu bænda. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 355 orð | 2 myndir

Stórt og virðulegt timburhús við Þingholtsstræti til sölu

Þingholtsstræti er ein merkasta og bezt varðveitta timburhúsagatan í Reykjavík frá síðustu öld og lítið um, að hús við þessa götu komi á markað. Þau vekja því ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 165 orð | 1 mynd

Upplýsingarit fyrir fasteignaeigendur

FASTEIGNAMAT ríkisins og Húseigendafélagið hafa tekið höndum saman í upplýsinga- og fræðslumálum og gefið út upplýsingarit um nokkur grundvallaratriði sem snúa að skráningu fasteigna í Landskrá fasteigna, brunabótamat og fasteignamat. Meira
3. júlí 2001 | Fasteignablað | 275 orð | 2 myndir

Vesturgata 53

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Húsvangur er nú til sölu einbýlishús að Vesturgötu 53 í Reykjavík. Húsið er 157 ferm. Ásett verð er 15,7 millj. kr. Komið er inn í flísalagða forstofu, en þar fyrir innan er flísalagt hol og lítið salerni inn af því. Meira

Úr verinu

3. júlí 2001 | Úr verinu | 1007 orð

Sjómenn óánægðir með úrskurðinn

GERÐARDÓMUR í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna var kveðinn upp sl. laugardag og framlengist kjarasamningur frá 27. mars 1998 með tilgreindum breytingum til 31. desember 2002. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.