Greinar fimmtudaginn 2. ágúst 2001

Forsíða

2. ágúst 2001 | Forsíða | 291 orð | 1 mynd

Hrópað á hefnd og varað við enn meira blóðbaði

TUGIR þúsunda Palestínumanna hrópuðu í gær á hefnd er þeir fylgdu til grafar átta mönnum sem féllu í árás Ísraela í fyrradag. Meira
2. ágúst 2001 | Forsíða | 260 orð

Leyfð í Japan en bönnuð í Bandaríkjunum

BÚIST er við, að rannsóknir á vefjarækt út frá stofnfrumum úr fósturvísum manna hefjist í Japan fyrir árslok en fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti hins vegar í fyrradag að banna alla einræktun mannsfrumna, jafnvel í lækningaskyni. Meira
2. ágúst 2001 | Forsíða | 219 orð

Mikilvægt skref í átt til friðar

LEIÐTOGAR stjórnmálaflokkanna í Makedóníu náðu í gær bráðabirgðasamkomulagi um stöðu albönskunnar, en hana talar um þriðjungur landsmanna. Meira
2. ágúst 2001 | Forsíða | 39 orð | 1 mynd

Óskemmtilegt faðmlag

Þessar tvær flugvélar, sem notaðar voru til að draga á loft svifflugur, rákust saman í lofti í gær rétt við Rieti-flugvöllinn á Mið-Ítalíu. Hröpuðu þær til jarðar samankræktar en það er af flugmönnunum að segja, að þeir sluppu með... Meira
2. ágúst 2001 | Forsíða | 132 orð

Skipt um letur í þriðja sinn

LÖG um nýtt letur gengu í gildi í Aserbaídsjan í gær og við það tækifæri sagði forseti landsins, Geidar Aliev, að vonandi yrði þessi þriðja leturbreyting á 75 árum jafnframt sú síðasta. Meira

Fréttir

2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 179 orð

Aflraunakeppni milli Íslands og Bandaríkjanna

"SEX sterkustu aflraunakappar Íslendinga etja kappi við sveit Bandaríkjamanna í hefðbundnum aflraunum á Miami Beach í Flórída, dagana 15. - 17. nóvember nk. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 728 orð | 1 mynd

Áhersla á drengskap og heiðarleika

Ragnar Kristinsson fæddist í Reykjavík 30. maí 1973. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1993 og BA-prófi frá Háskóla Íslands í sagnfræði árið 2000. Hann hefur m.a. stundað kennslu en er nú starfsmaður í markaðsdeild Tryggingamiðstöðvarinnar. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Á kláfvírum í Hallormsstaðarskógi

HVORT Bjarni Hafþór Helgason hafði það yfir lækinn á kláfvírum fylgir ekki sögunni, en greinilegt er að ýmislegt gera menn sér til skemmtunar á ættarmótum. Meira
2. ágúst 2001 | Suðurnes | 46 orð

Á tvöföldum hámarkshraða

LÖGREGLAN í Keflavík stöðvaði ökumann um klukkan ellefu í fyrrakvöld á tæplega tvöföldum hámarkshraða. Bíllinn var stöðvaður eftir að hann hafði mælst á 133 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesvegi til móts við Fitjar. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð

Barnahátíð í Árnesi

Í ANNAÐ sinn verður gengist fyrir barnahátíð í og við Félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi um verslunarmannahelgina. Skipulögð dagskrá, sem að mestu er ætluð börnum, verður á laugardag og sunnudag. Meira
2. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 201 orð | 2 myndir

Bílastæðahúsi ætlaður staður undir Suðurgötu

VÆNTANLEGT bílastæðahús við Suðurgötu í Reykjavík hefur verið töluvert rætt undanfarna daga, en í sunnudagsblaði Morgunblaðsins lýsti Einar Bragi, íbúi við Suðurgötu, þeirri skoðun sinni að réttast væri að færa þennan sögufræga stað til upprunalegs horfs... Meira
2. ágúst 2001 | Suðurnes | 111 orð | 1 mynd

Draumaheimar mynd mánaðarins

DRAUMAHEIMAR eftir Önnu Maríu Guðlaugsdóttur er mynd ágústmánaðar í Reykjanesbæ. Myndin hefur verið sett upp í Kjarna, Hafnargötu 67, í Keflavík og verður þar út mánuðinn. Meira
2. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Drottningarmóðirin á sjúkrahús

ELÍSABET drottningarmóðir í Bretlandi var flutt á sjúkrahús í gær vegna blóðskorts. Líðan hennar mun þó vera góð og vonast læknar til að hún geti farið heim fyrir laugardag, þegar hún fagnar 101. afmælisdegi sínum. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Dýralíf í Hamarsfirði

ÞAÐ hefur löngum verið sagt um álftina að hún sé á stundum grimmastur íslenskra fugla. Að minnsta kosti eru fyrir því heimildir að álftir hafi ráðist á sauðfé og einnig menn og því er vissara að vera ekki fyrir þegar sá gállinn er á henni. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 48 orð

Ekið á hjólreiðamann

BIFREIÐ var ekið á unglingspilt á hjóli við Hlíðarhjalla í Kópavogi um klukkan átta í gærmorgun. Pilturinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 1064 orð | 1 mynd

Ekki virkjað á Austurlandi standi úrskurðurinn óbreyttur

Á blaðamannafundi Landsvirkjunar í gær kom fram að úrskurður Skipulagsstofnunar um Kárahnjúkavirkjun verður að öllum líkindum kærður. Upplýst var að arðsemi framkvæmdanna væri talin 12-14%. Meira
2. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 480 orð | 1 mynd

Eldflaugaárásir Ísraela fordæmdar víða um heim

REIÐIR Palestínumenn í stærstu flóttamannabúðunum í Líbanon kröfðust þess í gær að náð yrði fram hefndum fyrir árás Ísraela á skrifstofur Hamas-samtakanna á Vesturbakkanum í fyrradag, þar sem átta féllu, þ. á m. tveir drengir. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 218 orð

Fá inni í skólanum í vetur

SKÚLI Skúlason, skólameistari Hólaskóla, segir að í samráði við landbúnaðarráðuneyti hafi verið ákveðið að endurskipuleggja næsta skólaár og bjóða öllum umsækjendum um tamninganám skólavist. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Fimmti fyrirmyndarökumaðurinn valinn á morgun

SÍÐASTI fyrirmyndar-ökumaðurinn verður valinn á morgun, föstudag, en valið er liður í umferðarátaki Sjóvá-Almennra, Olís, Plúsferða og Rásar 2. Þegar hafa fjórir ökumenn fengið þennan titil en þeir sem fyrir valinu verða fá að launum ferðavinninga. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd

Forvarnir beinast að körlum

"ÞAÐ eru ofbeldismenn sem bera ábyrgð á nauðgunum, því má ekki gleyma," segir Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta. Meira
2. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 156 orð | 1 mynd

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

FRANSKIR dagar voru á Fáskrúðsfirði um helgina, en þetta er í sjötta skipti sem slík hátíð er haldin. Að þessu sinni sá hópur áhugafólks um undirbúning hátíðarinnar, en áður fyrr var fólk tilnefnt af hreppsnefnd Búðahrepps. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Getur haft afgerandi áhrif

"ÞETTA eru auðvitað mjög stór tíðindi að Skipulagsstofnun skuli hafna framkvæmdinni," segir Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Hæfis. Hann segir að menn muni fylgjast grannt með því hver viðbrögð Landsvirkjunar verða í kjölfarið. Meira
2. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 121 orð | 1 mynd

Golfvöllur að Þverá tekinn í notkun

ARI B. Hilmarsson á Þverá í Eyjafjarðarsveit hefur á undanförnum misserum komið upp 9 holu golfvelli á landareign sinni, ofan þjóðvegarins. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 65 orð

Hátíð flugsins verður í Múlakoti um helgina

FLUGMÁLAFÉLAG Íslands verður með samkomu í Múlakoti í Fljótshlíð um verslunarmannahelgina sem kallast hátíð flugsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að nóg verði af tjaldstæðum og uppákomur verði margar. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 474 orð

Heildargreiðslur til lækna 8,1 milljarður

HEILDARGREIÐSLUR til lækna að meðtöldum rekstrarkostnaði námu um 8,1 milljarði kr. á árinu 2000 en voru um 4,3 milljarðar kr. á árinu 1992 og hafa því hækkað um 86% á þessum tíma. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 166 orð

Himbriminn á Þingvallavatni um helgina

ÞINGVALLAVATNSSIGLINGAR hafa í sumar, eins og undanfarin ár, boðið upp á útsýnissiglingar með bátnum Himbrimanum á Þingvallavatni. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Hlýtur að breyta gangi málsins

SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir niðurstöðu skipulagsstjóra um að leggjast gegn framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun vera stórfrétt. Meira
2. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 114 orð

Hundraða saknað eftir aurskriður

ALLT að þúsund manns er saknað eftir flóð og aurskriður á eyjunni Nias í Indónesíu í gær. Óvíst var síðdegis hversu margir væru látnir en hundruð manna misstu heimili sín. Aurskriðurnar féllu snemma í gærmorgun en þá hafði rignt gegndarlaust í tvo daga. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 385 orð

Hurðir hjá Húsasmiðjunni fyrir 100 þúsund krónur

ÁRNI Johnsen keypti fyrr í sumar hurðir hjá Húsasmiðjunni fyrir rúmar 100 þúsund krónur út á beiðni frá Ístaki vegna framkvæmda við Þjóðleikhúsið. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Kárahnjúkavirkjun

Í kjölfar úrskurðar Skipulagsstofnunar um að leggjast gegn framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun leitaði Morgunblaðið álits ýmissa á málinu. Í samtölum við forsvarsmenn náttúruverndarsamtaka og byggðarlaga og annarra aðila kemur berlega í ljós að úrskurðurinn kemur misvel við menn. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Kemur mér ekki mikið á óvart

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagðist eiga von á því að þessi úrskurður Skipulagsstofnunar yrði kærður. "Þá heldur ferlið áfram samkvæmt lögum og við verðum að bíða og sjá hvað út úr því kemur. Meira
2. ágúst 2001 | Suðurnes | 439 orð | 3 myndir

Liggjum ekki á hnjánum alla daga

"AUÐVITAÐ höfum við svolítinn áhuga á þessu en liggjum þó ekki á hnjánum í garðinum alla daga," segir Guðbjörg Friðriksdóttir en hún er ein þeirra sem fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt hús og fallegan garð í Reykjanesbæ. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 91 orð

Líður vel og úr lífshættu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Túru Guðmundsson, dóttur Errós, en hann slasaðist nýverið á Spáni. "Faðir minn hefur beðið mig um að koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri: Erró er úr lífshættu og líður vel. Meira
2. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 73 orð | 1 mynd

Loksins langþráður þurrkur

LANGÞRÁÐUR þurrkur kom loksins í Þingeyjarsýslu fyrir helgina, en júlímánuður hefur einkennst af þokulofti og vætu allt til þessa. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 101 orð

Lýst eftir vitnum

ÞRIÐJUDAGINN 31. júlí var ekið á bifreiðina US-507, sem er VW Caddy, hvít að lit, og farið af vettvangi. Atvikið átti sér stað framan við Klapparstíg 16, Rvík, á bilinu kl. 10:00-14:15. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 82 orð

Lægsta tilboð rúmar 19 milljónir

SEX tilboð hafa borist Vegagerðinni vegna framkvæmda við Snæfellsnesveg og brúa yfir Kaldá og Núpá. Lægsta tilboðið er frá Þrótti ehf. Akranesi og hljóðar upp á rúmlega 19 milljónir króna, en það hæsta er frá Klæðningu ehf. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 165 orð

Málið verði skoðað frá faglegu sjónarmiði

SMÁRI Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar leiða til vangaveltna um hvort um sé að ræða pólitíska niðurstöðu frekar en faglega. Meira
2. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 271 orð | 1 mynd

Með óbilandi trú á ræktunarstarfið

BÆJARSTJÓRN Garðabæjar veitti í gær tvær viðurkenningar fyrir merkt framlag til umhverfisins. Þetta er í fyrsta sinn sem slík viðurkenning er veitt og er tilefnið 25 ára afmæli Garðabæjar. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 794 orð | 1 mynd

Mestur viðbúnaður við Eldborg og í Eyjum

UMFANGSMESTI viðbúnaður lögreglu um verslunarmannahelgina er vegna þjóðhátíðar í Vestmanneyjum og Eldborgarhátíðarinnar á Mýrum. Lögregluembætti víða um land hafa skipulagt samstarf sem miðar að því að efla löggæslu. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 45 orð

Mikill verðmunur á pylsum

TÆPLEGA 70% verðmunur er á pylsum milli verslana á höfuðborgarsvæðinu. Goðapylsur kosta minnst 479 kr. kílóið í Bónus en mest 812 kr. í Nettó, samkvæmt verðkönnun ASÍ á vörutegundum sem ætla má að séu mikið keyptar fyrir verslunarmannahelgina. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 521 orð | 1 mynd

Minna samband talið vera hérlendis en erlendis

INGIBJÖRG Gunnarsdóttir, doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, hlaut í sumar verðlaun frá evrópskum samtökum um sykursýki og næringarrannsóknir fyrir rannsóknir sínar á tengslum fæðingarþyngdar og sjúkdóma meðal Íslendinga. Meira
2. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 248 orð

Murdoch íhugar netáskriftir að blöðunum

Æ FLEIRI útgefendur freista þess nú að auka tekjur af netsíðum blaða sinna vegna mikils kostnaðar við þær og minnkandi auglýsingatekna af sjálfum pappírsútgáfum blaðanna. Meira
2. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 217 orð | 1 mynd

Möguleiki á um 23.000 fermetra byggingum til viðbótar

UMHVERFISRÁÐ og bæjarráð Akureyrar hafa samþykkt tillögu að deiliskipulagi svæðis Háskólans á Akureyri á Sólborg. Deiliskipulagssvæðið í heild er rúmir 100 þúsund fermetrar en deiliskipulagið tekur til núverandi og framtíðar svæðis HA að Sólborg. Meira
2. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Nemendum fjölgar um 30% milli ára

Á síðastA skólaári stunduðu 688 nemendur nám við Háskólann á Akureyri en á næsta skólaári 2001-2002 er reiknað með að um 900 nemendur muni stunda nám við Háskólann, sem er ríflega 30% fjölgun milli ára. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Niðurstaðan kemur ekki á óvart

"MÍN viðbrögð eru auðvitað þau að ég fagna niðurstöðu skipulagsstjóra. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 412 orð | 1 mynd

Niðurstaða skipulagsstjóra skynsamleg

STEINGRÍMUR J. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Nítján björguðust úr Skaftá

TVEIMUR bátum ferðaþjónustunnar Tindfjalla hvolfdi með 19 manns innanborðs eftir siglingu í straumharðri Skaftá við Hunkubakka skammt frá Kirkjubæjarklaustri á ellefta tímanum í gærkvöld. Meira
2. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 764 orð | 1 mynd

Ný vandamál í breyttum heimi

Forseti Lúterska heimssambandsins, dr. Christian Krause, er nú staddur í einka- heimsókn hér á landi. Biskupsstofa bauð blaðamönnum í kaffi í tilefni af heimsókninni og Hrafnhildur Huld Smáradóttir þáði boðið. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Of fljótt að segja til um niðurstöður

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, sagðist í fréttum Ríkisútvarpsins í gær rétt vera farinn að lesa yfir úrskurð Skipulagsstofnunar. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 45 orð

Opnaði bréf frá skattinum í óleyfi

LAUST fyrir klukkan hálftólf á mánudagskvöld var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt að farið hefði verið í póstkassa í Breiðholti. Engu var stolið en bréf frá ríkisskattstjóra var opnað. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 106 orð

Orðið við beiðni OECD

TEKIN var ákvörðun á ríkisstjórnarfundi í gær um að verða við beiðni OECD um að halda fund hér á landi þar sem saman koma yfirmenn forsætisráðuneyta landanna. Meira
2. ágúst 2001 | Suðurnes | 254 orð | 1 mynd

Ódýrari rými en í höfuðborginni

NÝTT sambýli og leiguíbúðir fyrir fatlaða í Grindavík var tekið formlega í notkun í gær. Grindavíkurbær er eigandi hússins og leigir þjónusturými til Svæðisskrifstofu Reykjaness. Meira
2. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 126 orð

Óttast hryðjuverk Íraka

RÁÐHERRA upplýsingamála í Kúveit sagði í gær, þegar ellefu ár voru liðin frá innrás Íraka í landið, að ýmislegt benti til að stjórnvöld í Bagdad hefðu lagt á ráðin um hryðjuverk innan landamæra Kúveits. Meira
2. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Píanódúó á Heitum fimmtudegi

Á SJÖTTA Tuborgdjassi í Deiglunni á Heitum fimmtudegi í kvöld kl. 21:30, leikur píanódúó skipað þeim: Gunnari Gunnarssyni á píanó og Tómasi R. Einarssyni á kontrabassa. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 178 orð

Ranglega hafður með á lista

BORIST hefur eftirfarandi athugasemd frá Lars H. Meira
2. ágúst 2001 | Suðurnes | 126 orð

Ráðinn skólastjóri tónlistarskólans

BÆJARRÁÐ Grindavíkur hefur ákveðið að ráða Gunnar Kristmannsson sem skólastjóra Tónlistarskóla Grindavíkur. Skólanefndin hafði mælt með öðrum umsækjenda sem fyrsta kosti. Sjö sóttu um stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Grindavíkur. Meira
2. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 352 orð | 1 mynd

Reiði vegna lokunar sláturhúss Goða

Í DALABÚÐ á þriðjudagskvöld var samankomið margmenni til þess að funda um málefni Goða hf. Lokun sláturhússins hér í Búðardal eru afar slæm tíðindi fyrir bændur og marga aðra sem tengjast málum á einn eða annan hátt. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 179 orð

Rétti hesturinn skiptir öllu

GREINT var frá því í gær að Sigurbjörn Bárðarson myndi keppa með landsliðinu á heimsmeistaramóti íslenskra hesta sem haldið er í Austurríki í ágúst. Hann var ekki valinn í liðið til að byrja með og lék mönnum forvitni á að vita hverju það sætti. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 191 orð

Sala á tóbaki dregst saman

SALA á tóbaki fyrstu sex mánuði ársins dróst saman um nokkur prósentustig miðað við sama tíma í fyrra, að því er kemur fram á heimasíðu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Meira
2. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 237 orð

Segir Dani hunsa alla samvinnu

ANFINN Kallsberg, lögmaður Færeyja, sagði í ræðu á Lögþinginu í gær að Danir vildu ekki eiga neitt samstarf við færeysk stjórnvöld um sjálfstæðismálin. Þingkosningar verða í Færeyjum einhvern tíma fyrir næsta vor. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 72 orð

Sex tilboð í framkvæmdir við Kröfluveg

SEX tilboð hafa borist Vegagerðinni vegna framkvæmda við Kröfluveg. Það lægsta er frá Iðufelli ehf. og hljóðar upp á rúmlega 23 milljónir króna, en það hæsta er frá Sniðli hf., upp á tæplega 40 milljónir. Önnur tilboð eru frá Jarðverki ehf. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Sigur þeirra sem vilja láta náttúruna njóta vafans

ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist mjög sáttur við niðurstöðu skipulagsstjóra enda byggist hún á faglegum vinnubrögðum. Meira
2. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 143 orð

Skattalækkun frestað

TEKJUSKATTAR verða ekki lækkaðir á Ítalíu fyrr en í fyrsta lagi árið 2003. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Skemmdir talsverðar á þaki

TALVERÐAR skemmdir urðu á þaki í fiskverkunarhúsinu Hafnarbúðinni við Hrannargötu 4 í Keflavík í gær. Að sögn Brunavarna Suðurnesja barst tilkynning um eldinn laust eftir klukkan 5 í gærdag. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 61 orð

Skógarganga um Þrastaskóg

LAUGARDAGINN 4. ágúst kl. 14-16 efnir Alviðra, í samvinnu við UMFÍ til skógargöngu um Þrastarskóg. Hreinn Óskarsson skógfræðingur, sem starfar sem sérfræðingur á Mógilsá, leiðir gönguna. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 318 orð

Skýrari reglur um styrki vegna námsdvalar

REGLUR um styrki vegna námsdvalar fjarri lögheimili hafa verið gerðar skýrari með setningu nýrrar reglugerðar. Jafnframt eru undanþáguheimildir rýmkaðar fyrir nemendur, sem búa fjarri lögheimili þegar þeir þurfa að sýna fram á tengsl við lögheimilisstað. Meira
2. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Stalst til Kúbu

KÚBVERSKIR embættismenn rannsaka eins hreyfils Cessna 172-flugvél sem brotlenti skammt frá Havana á þriðjudag. Meira
2. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 463 orð | 1 mynd

Synir og dóttir leiðtogans í sviðsljósinu

MOAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líbýu, er nú orðinn 59 ára gamall og hefur setið við stjórnvölinn í landinu í 32 ár. Landar hans eru nú farnir að velta því fyrir sér hver mun taka við af honum þegar hann lætur af störfum. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 459 orð | 1 mynd

Tekin afskaplega skýr afstaða

"MÉR finnst úrskurður skipulagsstjóra afar sérkennilegur. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 197 orð

Tekin með 1.600 e-töflur

TUTTUGU og tveggja ára gömul pólsk kona hefur verið úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald en hún var handtekin með 1.600 e-töflur innanklæða á fimmtudaginn í síðustu viku. Ljóst er að eiturlyfin voru ætluð til dreifingar hér á landi. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 41 orð

Tekinn á 133 km hraða

LÖGREGLAN í Keflavík stöðvaði ökumann um klukkan ellefu í fyrrakvöld eftir að hann hafði mælst á 133 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesvegi á móts við Fitjar en þar er hámarkshraði 70 km/klst. Meira
2. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 422 orð

Telur að fuglalíf geti skaðast við gatnagerð

JÓHANN Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands, segir að borgaryfirvöld sinni mjög illa og hafi lítinn skilning á umhverfismálum borgarinnar. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 44 orð

Tilboð í Bláalónsveg umfram áætlun

TVÖ tilboð bárust í útboð Vegagerðarinnar vegna annars áfanga í klæðningu á Blálónsvegi og voru bæði tilboðin verulega umfram kostnaðaráætlun. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hf. á Selfossi bauð 30.515.000 kr. í verkið en Klæðning ehf. í Kópavogi 28.934. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Tröllin í túnfætinum

ÞESSAR kynjaverur sem standa í túnfætinum á Ósi í Bolungarvík hafa í sumar vakið óskipta athygli vegfarenda. Að sögn Högna Jónssonar, bónda á Ósi, heitir kerlingin Sigurást Ermenga en karlinn er kallaður Þursi. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 389 orð

Umtalsverð umhverfisáhrif og ófullnægjandi upplýsingar

SKIPULAGSSTOFNUN leggst gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunar ,,vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa og ófullnægjandi upplýsinga um einstaka þætti framkvæmdarinnar og umhverfisáhrif hennar", eins og segir í úrskurði sem stofnunin birti í gær. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

Ungir ökumenn fari varlega

SEM fyrr hvetur Umferðarráð ökumenn til að aka varlega, nú þegar mesta ferðahelgi sumarsins fer í hönd. Sigurður beinir orðum sínum þó sérstaklega til ungra ökumanna. Þeir hafi fæstir mikla reynslu af akstri á þjóðvegum og því síður á malarvegum. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Úrskurðurinn mikið fagnaðarefni

Náttúruverndarsamtök Íslands telja niðurstöðu Skipulagsstofnunar að leggjast gegn framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun stærsta sigur sem unninn hefur verið fyrir náttúruvernd á Íslandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá samtökunum. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 167 orð

Útivist með margar ferðir um helgina

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist býður upp á fjölbreytt úrval ferða um verslunarmannahelgina. Í flestar þeirra er farið á laugardagsmorgninum 4. ágúst og komið til baka 6. ágúst. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 73 orð

Varð fyrir nagla úr naglabyssu

MAÐUR sem vann við að smíða bretti hjá Búlandstindi á Djúpavogi fékk nagla í síðuna um klukkan níu í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Djúpavogi var ákveðið að óska eftir sjúkraflugi. Ekið var með manninn til Hornafjarðar. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 212 orð

Vegaþjónusta FÍB allan sólarhringinn

FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB veitir félagsmönnum sínum og öðrum vegfarendum margþætta aðstoð um verslunarmannahelgina, mestu ferðamannahelgi ársins. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 810 orð | 3 myndir

Veitingamenn telja þau ekki nógu vel kynnt

Ný tóbaksvarnarlög tóku gildi í gær, 1. ágúst. Samkvæmt lögunum eru reykingar á veitinga- og kaffihúsum bannaðar nema í afmörkuðu rými. Meira
2. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 123 orð | 1 mynd

Vel heppnaður Bryggjudagur

BRYGGJUDAGUR var nýlega haldinn á vegum handknattleiksdeildar kvenna í ÍBV á Eimskipsplaninu við Binnakant. Dagskráin hófst kl. 13 og stóð til kl. 17. Meira
2. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 328 orð

Verkið í gjörgæslu

UNNIÐ er að viðgerðum á eldri hlutanum við Flensborgarskólann í Hafnarfirði þessa dagana og eru verklok áætluð 30. september nk. Áætlaður kostnaður við verkið er 30 milljónir króna. Meira
2. ágúst 2001 | Miðopna | 2197 orð

Veruleg og óafturkræf umhverfisáhrif

ÚRSKURÐUR Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar er alls um 280 bls. að lengd. Í 5. Meira
2. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 299 orð | 1 mynd

Yfir 60% án bílbeltis á Hellu

SIGURÐUR Hjálmarsson er nú búinn að vera þrjú sumur í starfi umferðaröryggisfulltrúa Suðurlands. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 454 orð

Yfirlýsing frá Framkvæmdasýslu um skilamöt

FRAMKVÆMDASÝSLA ríkisins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sem fram hafa komið í fjölmiðlum um gerð skilamata hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Meira
2. ágúst 2001 | Miðopna | 1038 orð | 1 mynd

Ýmsir annmarkar á framlögðum gögnum

Skipulagsstofnun birti úrskurð í gær þar sem lagst er gegn byggingu 750 MW Kárahnjúkavirkjunar vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa og ófullnægjandi upplýsinga um einstaka þætti. Meira
2. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 460 orð | 1 mynd

Þetta er tímamótaúrskurður

"ÞETTA er tímamótaúrskurður. Meira
2. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 375 orð | 2 myndir

Ætla að sækja líkamsleifar sem komið hafa í ljós

SEX félagar í björgunarsveit breska flughersins, sem er sjálfboðaliðasveit innan hersins, eru væntanlegir til landsins undir lok næstu viku. Meira
2. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 119 orð | 1 mynd

Ölvaðir lentu í vandræðum á bát

LÖGREGLUNNI í Ólafsfirði barst tilkynning um vandræði tveggja manna á báti á Ólafsfjarðarvatni seinni partinn á fimmtudag. Björgunarsveitin Tindur var send til aðstoðar mönnunum sem eru á þrítugsaldri. Meira

Ritstjórnargreinar

2. ágúst 2001 | Staksteinar | 400 orð | 2 myndir

Friðhelgi í netheimum

Það getur verið upplýsandi að bera vernd umhverfisins og friðhelgi einkalífsins saman. Þetta kemur fram á vefsíðu Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Meira
2. ágúst 2001 | Leiðarar | 803 orð

ÚRSKURÐUR SKIPULAGSSTOFNUNAR

Skipulagsstofnun hefur lagst gegn Kárahnjúkavirkjun. Þetta er niðurstaða úrskurðar, sem var birtur síðdegis í gær. Ljóst er að þessi afstaða Skipulagsstofnunar getur haft víðtæk áhrif. Meira

Menning

2. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 401 orð | 1 mynd

Akercocke

ÞUNGAROKKIÐ, einkanlega hið umdeilda afkvæmi þess, svartþungarokkið, þarf oft og tíðum að gjalda fyrir hluti sem tengjast ekki tónlistinni sem slíkri á nokkurn hátt. Meira
2. ágúst 2001 | Menningarlíf | 44 orð

Alþýðulistamaður á Höfn

ALÞÝÐULISTAMAÐURINN Sigurður Einarsson opnar sýningu í Pakkhúsinu á Höfn í dag, laugardag, kl. 14. Sigurður er búsettur á Selfossi en ættaður af Mýrum í Hornafirði. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar, meðal annars á Hornafirði. Meira
2. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 163 orð | 1 mynd

Barist í boði írska ríkisins

* Leikstjórn Paul Ziller. Aðalhlutverk Don "The Dragon" Wilson, Bill Murphy. (90 mín.) Írland/Bandaríkin 2000. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. Meira
2. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 110 orð | 1 mynd

Breskt óðagot á 22

BRESKI plötusnúðurinn Dj Panik mun sjá um að þeyta skífum fyrir dansáhugamenn á Club 22 í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem hann sækir Ísland heim og hefur hann meðal annars troðið upp á Herra Breakbeat. Meira
2. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

Britney hunsar aðdáendur

POPPPRINSESSAN Britney Spears hefur verið sökuð um að sinna aðdáendum sínum ekki nógu vel. Samtök sem sérhæfa sig í söfnun á eiginhandaráritunum birtu á dögunum lista yfir þær stjörnur sem væru vinsamlegastar við aðdáendur og þær sem eru miður vinalegar. Meira
2. ágúst 2001 | Kvikmyndir | 257 orð

Bræðrabönd

Leikstjóri: Takeshi Kitano. Handrit: Kitano o.fl. Klipping: Kitano. Aðalhlutverk: Takeshi Kitano, Claude Maki, Omar Epps og Susumu Terajima. Japönsk/bandarísk. 95 mín. Meira
2. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 606 orð | 2 myndir

* BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Kolbeinn Þorsteinsson skemmtir...

* BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Kolbeinn Þorsteinsson skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. * CLUB 22: Breski plötusnúðurinn Dj Panik tryllir lýðinn fimmtudagskvöld kl. 21 til 2. 18 ára aldurstakmark og 500 króna aðgangseyrir. Meira
2. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 201 orð | 1 mynd

Djass með smá poppi

ÞAÐ eru systkinin Ragnheiður og Haukur Gröndal sem eru í fremstu víglínu djasskvintettsins sem leikur fyrir gesti og gangandi á Vídalín í Austurstræti í kvöld, og hefjast tónleikarnir kl. 22:30. Meira
2. ágúst 2001 | Menningarlíf | 582 orð | 1 mynd

Hver er þessi venjulega kona?

UNNUR Ösp Stefánsdóttir, leiklistarnemi á leið á lokaár Listaháskóla Íslands, frumflytur í kvöld heimildaleikinn "Venjuleg kona?" í Nýlistasafninu. Meira
2. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 217 orð | 1 mynd

Ikingut opnar barnahátíðina

ÍSLENSKA fjölskyldumyndin Ikingut hefur verið valin opnunarmynd á barnahátíð Kvikmyndahátíðarinnar í Haugasundi í Noregi sem haldin verður í 29. sinn dagana 25. ágúst til 1. september. Meira
2. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 1568 orð | 3 myndir

Kassastykki og klassík

OFANVERÐUR sjöundi áratugurinn og öndverður áttundi, er hin nýja gullöld Hollywood hvað snertir ótrúlegan fjölda hágæðaafþreyingarmynda og sígildra mynda. Hins vegar er gengi kvikmyndaveranna upp og ofan. Meira
2. ágúst 2001 | Menningarlíf | 822 orð | 1 mynd

Ljúfur tenór og snilldar organisti vinna vel saman

Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og Guðmundur Sigurðsson organisti hafa mörg járn í eldinum. Bergþóra Jónsdóttir komst að því hvað Jóhann á við með "rjómatertum í Hall- grímskirkju og loftárás á Akureyri" og framtíðaráformum Guðmundar, sem boðin hefur verið staða organista í Bústaðakirkju Meira
2. ágúst 2001 | Menningarlíf | 60 orð

Loka Piparbræðingur sumarsins

SÍÐASTA kvöldið í tónleikaröðinni Piparbræðingur í Húsi Málarans, þar sem fram hafa komið Szymon Kuran fiðluleikari, Hafdís Bjarnadóttir rafgítarleikari og Þórdís Claessen slagverksleikari verður í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Meira
2. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 450 orð | 2 myndir

Maðurinn sem grét

AÐ ÞESSU sinni sýnir Filmundur myndina The Man Who Cried , nýjustu mynd Sally Potter, en hún vakti fyrst athygli með myndinni Orlando frá 1992, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu Virginiu Woolf. Meira
2. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 112 orð | 1 mynd

Má ekki eiga kærasta

ÞVÍ MIÐUR strákar! Hin föngulega Beyonce Knowles úr Destiny's Child má ekki eiga kærasta því faðir hennar, Mathew Knowles, telur hana ekki hafa tíma til þess. Meira
2. ágúst 2001 | Menningarlíf | 556 orð | 1 mynd

"Raulaði mikið, hljómburðurinn var svo góður"

Tveir kvartettar, Fjórar klassískar og Út í vorið, halda tónleika í samkomuhúsinu í Flatey á Skjálfanda 4. ágúst, en þar hefur tónlist ekki ómað í áratugi. Meira
2. ágúst 2001 | Tónlist | 786 orð

Seiðandi síðbarokk

Hljómsveitarverk eftir Purcell, A. Scarlatti, A. Marcello, Locke og Händel. Peter Tompkins, barokkóbó; Bachsveitin í Skálholti undir forystu Jaaps Schröder. Laugardaginn 28. júlí kl. 17. Meira
2. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 100 orð | 1 mynd

Shane Filan hyggur á sólóferil

SHANE FILAN, liðsmaður hljómsveitarinnar Westlife, hefur nú gefið þeim orðrómi, að hljómsveitin sé að líða undir lok, byr undir báða vængi. Hann hefur tekið ákvörðun um að taka sér tímabundið frí frá hljómsveitinni og einbeita sér að sólóferli sínum. Meira
2. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 569 orð | 1 mynd

Skemmtanaskjóðan opnuð á ný

Gleðinýrokksveitin Bag of Joys var talsvert áberandi um miðjan síðasta áratug. Arnar Eggert Thoroddsen hitti sveitina í Nauthólsvík og ræddi við hana um lokatónleikana sem fram fara í kvöld. Meira
2. ágúst 2001 | Menningarlíf | 134 orð

Sumartónleikar í Skálholtskirkju

Laugardagur 4. ágúst Kl. 14. Jaap Schröder fiðluleikari flytur erindi um Henry Purcell og upphaf fiðluleiks á Englandi á 17. öld í Skálholtsskóla. Kl. 15. Henry Purcell, Sonnata's of III Parts. Fyrri hluti: Sónötur I-VI. Kl. 17. Meira
2. ágúst 2001 | Tónlist | 1106 orð

Söngvaseiður miðalda

Hrafninn og dúfan: Norrænar ballöður og miðaldasöngvar. Dúóið ALBA (Poul Høxbro, pípur, tromma; Miriam Andersén, harpa og söngur). Bræðsluminjasafnið Grána, föstudaginn 13. júlí kl. 21. Meira
2. ágúst 2001 | Menningarlíf | 208 orð

Tangó, klassík og dægurlög

KAMMERTÓNLEIKAR á Kirkjubæjarklaustri verða haldnir dagana 10., 11. og 12. ágúst í ellefta sinn. Í ár er brugðið útaf venju og fengnir til liðs söngvarinn Egill Ólafsson og franski bandóneonleikarinn Olivier Manoury. Meira
2. ágúst 2001 | Menningarlíf | 178 orð | 2 myndir

Tónverk eftir Purcell og Bach í Skálholti

KOMIÐ er að fjórðu tónleikahelgi Sumartónleika í Skálholtskirkju. Það eru tónverk eftir tónskáldin Henry Purcell og Johann Sebastian Bach, sem munu hljóma í Skálholtskirkju um verslunarmannahelgina. Meira
2. ágúst 2001 | Menningarlíf | 90 orð

Tréristur og stafræn þrykk á Hólum

ÞORGERÐUR Sigurðardóttir myndlistarkona opnar sýningu sína Tréristur og stafræn þrykk á Hólum í Hjaltadal á morgun, laugardag, kl. 14. Myndirnar eru úr tveimur mismunandi myndröðum, annars vegar tréristur og hins vegar stafræn þrykk. Meira
2. ágúst 2001 | Kvikmyndir | 501 orð

Tröll tíðarandans

Leikstjórar Andrew Adamson og Vicky Jenson. Handritshöfundar Ted Elliott o.fl., byggt á bók Williams Steig. Tónskáld Harry-Gregason Williams. Tölvuunnin teiknimynd. Íslensk talsetning, undir stjórn Júlíusar Agnarssonar: Hjálmar Hjálmarsson, Þórhallur Sigurðsson, Edda Eyjólfsdóttir, Harald G. Haralds, o.fl. Ensk talsetning: Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz, John Lithgow o.fl. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. DreamWorks. 2001. Meira
2. ágúst 2001 | Kvikmyndir | 387 orð

Ungur nemur gamall temur

Leikstjóri: Renny Harlin. Handrit: Sylvester Stallone. Aðalhlutverk: Kip Pardue, Burt Reynolds, Til Schweiger, Gina Gershon, Estella Warren, og Robert Sean Leonard. Warner Bros 2001. Meira

Umræðan

2. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 41 orð | 1 mynd

40 ÁRA afmæli.

40 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 3. ágúst verður fertugur Einar Steinþórsson, framkvæmdastjóri SBK hf. Einar og eiginkona hans, Helga Steindórsdóttir, bjóða ættingjum, vinum og samstarfsfólki til veislu í kvöld, 2. ágúst, kl. Meira
2. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 30 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 2. ágúst, verður fimmtug Jóhanna L. Jónsdóttir, forstöðumaður Listasetursins Kirkjuhvols, Laugarbraut 15, Akranesi. Eiginmaður hennar er Valdimar Björgvinsson, verslunarstjóri . Þau eru að heiman í... Meira
2. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 23 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag fimmtudaginn 2. ágúst verður áttræð Laufey Pálsdóttir, saumakona frá Siglufirði, Austurbrún 6, Reykjavík. Hún er að heiman í... Meira
2. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 31 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 2. ágúst, verður 85 ára Ólafur Jónsson, rafeindavirki, Lynghaga 24 í Reykjavík. Eiginkona hans var Hjördís Jónsdóttir, fyrrv. verslunarmaður. Ólafur ver deginum með nánustu fjölskyldu... Meira
2. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 15 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Í dag fimmtudaginn 2. ágúst verður 85 ára Guðrún Pétursdóttir, Dalbraut 27,... Meira
2. ágúst 2001 | Aðsent efni | 634 orð | 1 mynd

Áfengissala fyrr og nú

Með breyttum og bættum afgreiðslutíma verslana ÁTVR eru, að mati Sigríðar Á. Andersen, engin rök lengur fyrir þessum verslunarrekstri af ríkisins hálfu. Meira
2. ágúst 2001 | Aðsent efni | 806 orð | 1 mynd

Ásökunum Birgis svarað

Framganga Birgis, segir Sigríður Jónsdóttir, virðist því miður hafa mótast af refsigleði. Meira
2. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 497 orð

DAGINN eftir að Víkverji fékk álagningarseðilinn...

DAGINN eftir að Víkverji fékk álagningarseðilinn frá skattinum barst annað bréf inn um lúguna. Það var frá bílaumboði sem Víkverji hefur aldrei átt viðskipti við. Meira
2. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 18 orð

Ellivísa

Finn eg tekur að förlast kraftr, fjör og orku lina, en þó vil eg ekki yngjast aftr fyrir alla... Meira
2. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 283 orð | 1 mynd

Góðar minningar

FRAMUNDAN er verslunarmannahelgin og margir eru í óðaönn að skipuleggja fríið og skemmtunina um helgina. Frí sem á að innihalda gleði, hlátur og skemmtun. Frí sem er ætlað að skilja eftir góðar minningar um ánægjulegar samverustundir. Meira
2. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 658 orð

Hundalíf

KONA að austan spyr í grein sinni í Velvakanda 24. júlí sl. hvort allt sé farið í hundana í borginni okkar. Hún segist halda það eftir skrifum í Velvakanda undanfarið. Hún minnist á konuna á Kársnesinu sem hún segir að hafi bara sagt sinn hug. Meira
2. ágúst 2001 | Aðsent efni | 357 orð | 1 mynd

Laxeldi í kvíum

Það eina sem gildir, segir Aðalbjörn Benediktsson, er að kæra tilurð kvíaeldis. Meira
2. ágúst 2001 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Lífeyrissjóðirnir og stóriðjuáformin

Ég er talsmaður þess sjónarmiðs, segir Ögmundur Jónasson, að öll skref verði stigin af varfærni og yfirvegun. Meira
2. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 845 orð

(Orðskv. 21, 19.)

Í dag er fimmtudagur 2. ágúst 214. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Betra er að búa í eyðimerkurlandi en með þrasgjarnri og geðillri konu. Meira
2. ágúst 2001 | Aðsent efni | 697 orð | 1 mynd

Pólitískur fótboltaleikur

Ummæli Davíðs, segir Gunnlaugur Jónsson, voru ekki bara sönn, heldur mikilvæg. Meira
2. ágúst 2001 | Aðsent efni | 879 orð | 1 mynd

"Einhvers staðar verða vondir að vera"

Það leysir ekki vand- ann að fjarlægja einkennin, segir Sverrir Björnsson, en láta sjúkdóminn ósnertan. Meira
2. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 765 orð

Til varnar Árna Johnsen

ÞAÐ er með ólíkindum hve blaðamenn og fjölmiðlar hafa ráðist með miklu offorsi á Árna Johnsen og í atganginum hafa þeir leitað að öllum þeim aur sem hægt væri að nota á einn eða annan hátt til þess að sverta nafn hans og gera sök stærri ef það væri... Meira
2. ágúst 2001 | Aðsent efni | 815 orð | 1 mynd

Um þresti, þjóð og þjáðar fjölskyldur

Sé barnið veikt á geði, segir Þórey Guðmundsdóttir, fer fyrir alvöru að syrta í álinn. Meira
2. ágúst 2001 | Aðsent efni | 949 orð | 1 mynd

Verslunarmannahelgin á Akureyri

Akureyringar, segir Kjartan Snorrason, ættu að geta byggt upp góða fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina. Meira
2. ágúst 2001 | Aðsent efni | 679 orð | 1 mynd

Verslun í breyttu umhverfi

Áhugavert þykir að koma hingað til að skoða verslanir, segir Sigurður Jónsson og bendir á að þær séu á margan hátt alþjóðlegri en hliðstæðar verslanir í nágrannalöndunum. Meira
2. ágúst 2001 | Aðsent efni | 585 orð | 1 mynd

Vægð

Við sem eigum alla afkomu okkar og fjölskyldna undir útgerð smábáta, segir Guðmundur Halldórsson, biðjumst vægðar af hálfu Alþingis og ríkisvalds. Meira

Minningargreinar

2. ágúst 2001 | Minningargreinar | 625 orð | 1 mynd

ANDRÉS HELGI BJARNASON

Andrés Helgi Bjarnason fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 10. júlí 1934. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. júní síðastliðinn. Andrés var sonur hjónanna Sigurborgar Sumarlínu Jónsdóttur, f. 23. apríl 1903, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2001 | Minningargreinar | 877 orð | 1 mynd

ANNA SIGRÍÐUR LOFTSDÓTTIR

Anna Sigríður Loftsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 8. mars 1922. Hún lést á Landspítala, Landakoti, 17. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 27. júlí. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2001 | Minningargreinar | 400 orð | 1 mynd

ÁRNI MÁR WAAGE

Árni Már Magnússon Waage fæddist í Reykjavík 21. janúar 1942. Hann varð bráðkvaddur á Mallorka 6. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 20. júlí. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2001 | Minningargreinar | 216 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRG ALBERTSDÓTTIR

Guðbjörg Albertsdóttir fæddist á Lambalæk í Fljótshlíð 1. júlí 1947. Hún lést á heimili sínu í Hátúni 10B 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Sigurjónsdóttir og Albert Guðmundsson. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1342 orð | 1 mynd

GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR

Guðrún Guðjónsdóttir fæddist í Tungu í Fljótshlíð 17. mars 1908. Hún lést á hjúkrunardeildinni á Lundi 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson, bóndi í Tungu, f. 20. mars 1872 í Miðkoti í Fljótshlíð, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2001 | Minningargreinar | 590 orð | 1 mynd

HARALDUR JÓNASSON

Haraldur Jónasson fæddist í Flatey á Skjálfanda 1. desember 1930. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 9. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 18. júlí. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2001 | Minningargreinar | 348 orð | 1 mynd

INGÓLFUR PÉTURSSON

Ingólfur Pétursson fæddist í Áreyjum í Reyðarfirði 6. ágúst 1924. Hann lést á öldrunardeild Landakotsspítala 16. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 25. júlí. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2001 | Minningargreinar | 519 orð | 1 mynd

ÓÐINN VALDIMARSSON

Óðinn Valdimarsson fæddist á Akureyri 21. janúar 1937. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Valdimar Kristjánsson og Þorbjörg Jónsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2001 | Minningargreinar | 404 orð | 1 mynd

PÁLMI SIGURÐUR GÍSLASON

Pálmi Sigurður Gíslason fæddist á Bergsstöðum í Svartárdal í A-Húnavatnssýslu 2. júlí 1938. Hann lést af slysförum 22. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 30. júlí. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2001 | Minningargreinar | 661 orð | 1 mynd

RAGNHEIÐUR MARKÚSDÓTTIR

Ragnheiður Markúsdóttir fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 17. september 1954. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 16. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Eyrarbakkakirkju 21. júlí. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2001 | Minningargreinar | 2968 orð | 1 mynd

SIGRÚN HANNESDÓTTIR

Sigrún Hannesdóttir fæddist í Ytri-Hraundal í Hraunhreppi í Mýrasýslu 22. september 1911. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arnbjörg Sigurðardóttir, f. 29. september 1887, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2001 | Minningargreinar | 324 orð | 1 mynd

SVANHILDUR JAKOBSDÓTTIR

Svanhildur Jakobsdóttir fæddist á Hömrum í Reykholtsdal í Borgarfirði 4. maí 1942. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey 14. júlí. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2001 | Minningargreinar | 480 orð | 1 mynd

SVANHVÍT JÓHANNESDÓTTIR

Svanhvít Jóhannesdóttir fæddist í Ósbrekkukoti í Ólafsfirði 8. júní 1910. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 10. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hofsóskirkju 17. júlí. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2001 | Minningargreinar | 209 orð | 1 mynd

VALDIMAR SIGURBJÖRN JÓNSSON

Valdimar Sigurbjörn Jónsson fæddist á Ísafirði 31. október 1928. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 15. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 24. júlí. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 837 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 450 450 450...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 450 450 450 50 22,545 Blálanga 95 50 80 3,874 309,925 Gellur 515 505 510 61 31,115 Grálúða 130 100 117 221 25,820 Gullkarfi 112 23 98 3,259 319,667 Hlýri 100 50 71 430 30,330 Humar 2,030 2,030 2,030 22 44,660 Háfur 10 10 10 11... Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 105 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.034,46 -0,24 FTSE 100 5.546,90 0,32 DAX í Frankfurt 5.835,23 -0,44 CAC 40 í París 5. Meira

Daglegt líf

2. ágúst 2001 | Neytendur | 143 orð | 1 mynd

Aðskotahlutir í mat Hvert skal leita...

Aðskotahlutir í mat Hvert skal leita ef aðskotahlutur finnst í matvöru? Meira
2. ágúst 2001 | Neytendur | 444 orð | 1 mynd

Aukin gosdrykkja og minni ávaxtaneysla

ÍSLENDINGAR borða minna af grænmeti en nokkur önnur þjóð í Vestur-Evrópu og lítið virðist okkur hafa orðið ágengt í að auka grænmetis- og ávaxtaneyslu hér síðustu árin. Meira
2. ágúst 2001 | Neytendur | 29 orð | 1 mynd

Blautþurrkur

Komnar eru á markaðinn nýjar blautþurrkur frá Fresh'n Soft. Um er að ræða andlitsþurrkur sem innihalda E-vítamín ásamt ýmsum mýkjandi og rakagefandi efnum. Dreifingaraðili Fresh'n Soft er P.B. Björnsson... Meira
2. ágúst 2001 | Neytendur | 34 orð

Bómullargarn

NÝTT Dale-bómullarprjónagarn er komið á markað. Garnið er samsett úr 50% bómull, 10% silki og 40% viscose, sem gerir það léttara og slitsterkara en ella. Garnið er til í 15 litum í 50 g... Meira
2. ágúst 2001 | Neytendur | 413 orð | 1 mynd

FJARÐARKAUP Gildir 2.

FJARÐARKAUP Gildir 2. og 3. ágúst nú kr. áður kr. mælie. Lambagrillkótilettur 1.149 1.582 1.149 kg Kjarnafæði hrásalat 350 g 119 175 340 kg Góu tvenna 298 378 149 st. 7up 0,5ltr 8 á verði 6 576 768 144 ltr Pampers duo + 20% meira 1.898 2.277 1.898 pk. Meira
2. ágúst 2001 | Ferðalög | 447 orð | 1 mynd

Fjölbreytilegt nesti í útileguna

"HLUTI af útilegunni er að njóta góðrar máltíðar, svo auðvitað skiptir máli að taka með það sem hverjum og einum þykir gott," segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, matvæla- og næringarfræðingur hjá Manneldisráði, þegar hún er spurð um hentugt nesti... Meira
2. ágúst 2001 | Ferðalög | 289 orð | 1 mynd

Fyrrum pakkhúsi breytt í kaffihús

KAFFIHÚSIÐ Sjávarpakkhúsið opnaði seint í júní á Stykkishólmi. Húsið er eins og nafnið gefur til kynna fyrrum pakkhús sem hefur nú verið gert upp. "Viðtökurnar hafa verið mjög góðar" segir Bjarni Daníelsson annar eigenda kaffihússins. Meira
2. ágúst 2001 | Ferðalög | 640 orð | 2 myndir

Í stofunni hjá Halldóru Bjarnadóttur

Í litlu húsi á Blönduósi er að finna kynstrin öll af heimaunnum munum, klæðum og hannyrðum. Hrönn Marinósdóttir fræddist m.a. um kot sem var undanfari brjóstahalda nútímans. Meira
2. ágúst 2001 | Neytendur | 31 orð

Lakkvörn

Komin er á markaðinn lakkvörnin Toughseal. Efnið er borið á bílinn á svipaðan hátt og bón og þarf þá ekki að bóna bílinn næstu tvö árin. Það er Teflon.is sem flytur... Meira
2. ágúst 2001 | Neytendur | 249 orð

Ný hús fokheld eða tilbúin undir...

Ný hús fokheld eða tilbúin undir tréverk Ný hús eru ýmist auglýst til sölu fokheld eða tilbúin undir tréverk. Hvað þýðir það að hús sé tilbúið undir tréverk, hver er munurinn á því og fokheldu? Meira
2. ágúst 2001 | Neytendur | 280 orð | 1 mynd

Sojamjólk flokkuð með sælgæti og gosi

Sojamjólk, sem ekki er merkt skýrlega í þágu ungra barna og sjúkra, fellur í hærri virðisaukaskattsflokk. Meira
2. ágúst 2001 | Neytendur | 387 orð | 2 myndir

Um 70% verðmunur á pylsum milli verslana

VERÐKÖNNUN ASÍ á völdum vörutegundum sem ætla má að séu mikið keyptar fyrir verslunarmannahelgina, leiðir í ljós að mesti verðmunur er á milli verslana sem hafa sameiginleg innkaup; Bónus er með lægsta verðið en Nýkaup það hæsta, ef níu vörutegundir eru... Meira
2. ágúst 2001 | Afmælisgreinar | 3170 orð | 1 mynd

ÚLFAR ÞÓRÐARSON

Það var síðdegis í kalsaveðri hinn 4. Meira

Fastir þættir

2. ágúst 2001 | Fastir þættir | 705 orð | 4 myndir

ASKUR

ASKUR, Fraxinus excelsior, er merkilegt tré. Askurinn er af smjörviðarætt, Oleaceae og á heimkynni suður um Evrópu frá Noregi og allt austur í Asíu. Hann er hávaxinn og myndarlegur, verður allt að 40 m á hæð í heimkynnum sínum og hefur breiða krónu. Meira
2. ágúst 2001 | Fastir þættir | 298 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarsson

HACKETT-tvíburarnir, Jason og Justin, eru Bretar fram í fingurgóma - kurteisir heiðursmenn með þurra kímnigáfu, spila veikt grand og opna á fjórlit í spaða og hjarta. Breskara getur það ekki verið. Austur gefur; NS á hættu. Meira
2. ágúst 2001 | Viðhorf | 847 orð

Helgin framundan

Er nokkuð betra að láta berja sig til óbóta á malbikinu í miðbæ Reykjavíkur en úti í ilmandi grængresinu fyrir austan, vestan, norðan eða sunnan? Meira
2. ágúst 2001 | Fastir þættir | 128 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

STAÐAN kom upp á EM einstaklinga í Ohrid í Makedóníu. Skákhornið gerir þessa vikuna ýtarlega grein fyrir handbragði Braga Þorfinnssonar (2.292) á mótinu. Hann hafði hvítt gegn svissneska alþjóðlega meistaranum Beat Zuger (2.448). 25. Hxd8! Meira

Íþróttir

2. ágúst 2001 | Íþróttir | 172 orð

Atli í Evrópuferð

ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur ákveðið að halda til Noregs síðar í þessum mánuði þar sem hann mun ræða við og fylgjast með nokkrum íslensku leikmönnum. Atli ætlar að fylgjast með leik Lyn og Stabæk í norsku úrvalsdeildinni 19. Meira
2. ágúst 2001 | Íþróttir | 290 orð | 1 mynd

Ásmundur maður kvöldsins

ÁSMUNDUR Arnarsson sýndi Eyjamönnum heldur betur í tvo heimana, er hann mætti með samherjum sínum í Fram til Eyja í gærkvöldi - hann skoraði öll mörk Framara, sem fögnuðu óvæntum sigri, 3:1. Ásmundur, sem skoraði sigurmark Fram gegn Blikum á dögunum, var svo sannarlega í "húkkarastuði" í Eyjum er hann sendi knöttinn þrisvar í netmöskvana fyrir aftan Birki Kristinsson. Meira
2. ágúst 2001 | Íþróttir | 184 orð

Celtic og Rangers í deildarbikarinn

SKOSKU stórliðunum Celtic og Rangers hefur verið boðið að taka þátt í ensku deildabikarkeppninni. Liðunum var nýlega synjað um að taka þátt í ensku úrvalsdeildinni en nú hefur stjórn enska deildabikarsins boðið þeim að taka þátt í sinni keppni. Meira
2. ágúst 2001 | Íþróttir | 58 orð

Handyside fyrirliði Stoke

GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke City, hefur útnefnt Peter Handyside sem fyrirliða liðsins á komandi leiktíð, aðeins einum mánuði eftir að hann gekk í raðir Stoke frá Grimsby. Meira
2. ágúst 2001 | Íþróttir | 264 orð

Heiðmar Felixson opnaði leikinn upp á...

LIÐ Leifturs hefur ekki haft heppnina með sér í sumar því að þótt liðið hafi oft stjórnað leikjum og spilað ágætlega hefur mörkin vantað og leikir hafa því oft tapast. Á þessu varð engin breyting þegar nágrannarnir frá Dalvík komu í heimsókn í gær. Úrslitin í leiknum urðu 1:3 og stukku Dalvíkingar þar með upp í 7. sæti en Leiftur seig niður í 9. sæti. Falldraugurinn er því farinn að hrella Ólafsfirðinga sem léku í efstu deild í fyrra en reyndar eru mörg lið á svipuðu róli í 1. deild. Meira
2. ágúst 2001 | Íþróttir | 347 orð

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild karla: ÍBV...

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild karla: ÍBV - Fram 1:3 Valur - Fylkir 1:3 Staðan: Fylkir 1274123:825 ÍA 1162317:920 ÍBV 126249:1120 FH 1253311:918 Valur 1252515:1717 Grindavík 1050514:1515 Keflavík 1143416:1715 KR 103258:1211 Fram 1231815:2010... Meira
2. ágúst 2001 | Íþróttir | 28 orð

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild karla: KR-völlur:KR...

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild karla: KR-völlur:KR - FH 20 Kópavogur:Breiðablik - Grindavík 20 Keflavík:Keflavík - ÍA 20 1. deild karla: ÍR-völlur:ÍR - Þróttur R. 20 Akureyri:KA - Stjarnan 20 Víkin:Víkingur - Tindastóll 20 Siglufjörður:KS - Þór A. Meira
2. ágúst 2001 | Íþróttir | 118 orð

Kristín Rós með tvenn gullverðlaun í Gautaborg

KRISTÍN Rós Hákonardóttir hefur gert góða hluti á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fer í Stokkhólmi - hefur sett tvö Íslandsmet og unnið til tvennra gullverðlauna á mótinu. Meira
2. ágúst 2001 | Íþróttir | 482 orð | 1 mynd

* ÓLAFUR Ingason knattspyrnumaður, sem leikið...

* ÓLAFUR Ingason knattspyrnumaður, sem leikið hefur með Val, er genginn til liðs við 2. deildarlið Fjölnis. Ólafur er framherji sem leikið hefur 17 leiki með Val í efstu deild og skorað þrjú mörk. * BJARNI Guðjónsson haltraði meiddur af leikvelli á 43. Meira
2. ágúst 2001 | Íþróttir | 212 orð | 1 mynd

Rúnar verður frá í tvo mánuði

RÚNAR Kristinsson, landsliðsmaður í knattpyrnu og leikmaður Lokeren í Belgíu, var skorinn upp við meiðslum á ökkla gær. Læknarnir, sem sáu um uppskurðinn, sögðu að aðgerðin hefði gengið mjög vel og það hefði í raun þurft að gera mun minna en í fyrstu var haldið. Ef allt gengur að óskum má gera ráð fyrir því að Rúnar geti byrjað að leika knattspyrnu á ný eftir tvo mánuði. Meira
2. ágúst 2001 | Íþróttir | 163 orð

STEVEN Slade, enski leikmaðurinn sem leikur...

STEVEN Slade, enski leikmaðurinn sem leikur með Leiftri á Ólafsfirði, var úrskurðaður í þriggja leikja bann í annað sinn á þessari leiktíð á fundi aganefndar KSÍ í fyrrakvöld. Meira
2. ágúst 2001 | Íþróttir | 581 orð | 2 myndir

Sævar Þór lék Valsmenn grátt

FYLKISMENN tryggðu stöðu sína á toppi efstu deildar karla í knattspyrnu í gær með 3:1 sigri á Valsmönnum á Hlíðarenda. Sævar Þór Gíslason var í feiknastuði og lék Valsmenn oft og tíðum grátt en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Fylkismenn óðu í færum og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri. Valsmenn gáfust þó aldrei upp og uppskáru mark undir lok leiksins. Meira
2. ágúst 2001 | Íþróttir | 145 orð

ÞRIGGJA ára gamall bandarískur snáði, Jake...

ÞRIGGJA ára gamall bandarískur snáði, Jake Paine að nafni, náði þeim glæsilega árangri fyrir skömmu að fara "holu í höggi" á golfvellinum í Lake Forest í Kaliforníu. Meira

Viðskiptablað

2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 187 orð | 1 mynd

60% sýningarrýmis frátekin

UM 60% sýningarrýmis á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2002 eru þegar frátekin, en sýningin verður í Smáranum í Kópavogi 4. til 7. september að ári. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 800 orð | 1 mynd

Aðstæður ólíkar í Bandaríkjunum

Í NÝJU tölublaði Peningamála , sem Seðlabanki Íslands gaf út í gær, er sérstakur samanburður á framkvæmd peningastefnunnar hér á landi og í Bandaríkjunum. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 613 orð | 1 mynd

Afkoma og afkomuviðvaranir

UPPGJÖR félaga sem skráð eru á Verðbréfamarkaði Íslands fyrir fyrstu sex mánuði ársins eru byrjuð að streyma inn. Í lok síðasta árs og byrjun þessa voru væntingar um jákvæð milliuppgjör sem myndu hleypa lífi í annars daufan hlutabréfamarkað. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 474 orð | 1 mynd

Aldrei meira mælst af kolmunna

ALLS mældust um 1,9 milljónir tonna af kolmunna innan íslensku fiskveiðilögsögunnar í könnunarleiðangri Hafrannsóknastofnunar sem nú er nýlokið. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 114 orð

Auka seiðaframleiðslu

NORSKA seiðaeldisstöðin Helgeland Havvekst hyggst auka þorskseiðaframleiðslu sína upp í 8 milljónir seiða og verja til þess um 220 milljónum íslenskra króna. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 73 orð | 1 mynd

Borða ekki tunglfisk

TUNGLFISKUR er ein af mestu furðuskepnum hafsins og kemur stundum í veiðarfæri sjómanna suður í höfum. Þessir líbönsku sjómenn fengu 130 kílóa tunglfisk í Miðjarðarhafi á dögunum. Þeir hugðust stoppa skepnuna upp, enda væri hún óæt með öllu. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 701 orð

Bókhaldsblekkingar

FYRIR nokkrum árum kom út bókin Financial Shenanigans eftir Howard M. Schilit og gæti nafnið útlagst Bókhaldsblekkingar á íslensku. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 52 orð

Chile "mútað"?

ESB hefur boðizt til að opna markaði sína fyrir sjávarafurðum frá Chile gegn því að skip ESB fái aðgang að fiskimiðum Chile. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 391 orð

Engin loðnuveiði

LOÐNUFLOTINN liggur nú bundinn í höfn enda sumarveiðarnar búnar í bili. Engin loðnuskip voru að veiðum í gær en nokkur skip lönduðu slöttum um síðustu helgi. Gera má ráð fyrir að veiðarnar liggi niðri fram yfir helgi og samkvæmt reglugerð eru allar loðnuveiðar eru bannaðar á tímabilinu 16. ágúst til 15. september nk. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 1669 orð | 1 mynd

Er bara gróði af peningum?

Atvinnurekstur á Íslandi má muna sinn fífil fegurri en nú um stundir. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 7 orð

Erfiður atvinnurekstur meðal annars vegna launahækkana...

Erfiður atvinnurekstur meðal annars vegna launahækkana umfram... Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 197 orð | 1 mynd

Fallið verði frá kvóta

EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá stjórn Eldingar, félagi smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum: "Stjórn Eldingar minnir á að nú er aðeins mánuður þar til fyrirhuguð kvótasetning krókabáta kemur til framkvæmda. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 176 orð | 1 mynd

Fjögur hundruð vörutegundir

STARFSEMI Iceland Seafood byggist á átta meginfisktegundum, en úr þeim eru unnar 400 fullunnar vörutegtundir fyrir markaðinn í Bandaríkjunum. Þessar fisktegundir eru þorskur, ýsa, atlantshafsufsi, lýsingu, koli, lax, alaskaufsi og beitarfiskur (tilapia). Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 53 orð

Frumkvöðlasetur Norðurlands

Pétur Bjarnason, Akureyri, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Frumkvöðlaseturs Norðurlands og hefur hann störf á næstu dögum. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 200 orð

Hagnaður Hlutabréfamarkaðarins hf. 32 milljónir

HAGNAÐUR Hlutabréfamarkaðarins hf. (Hmark) á fyrri helmingi ársins 2001, að viðbættum óinnleystum geymsluhagnaði, nam 31,9 milljónum króna, en 7,4 milljónum fyrir sama tímabil árið áður, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 126 orð | 1 mynd

Landsteinar Ísland með verkefni í Færeyjum

LANDSTEINAR Ísland skrifuðu nýlega undir samning um smíði á nýju lyfjaafgreiðslukerfi fyrir Landsapotekarin í Færeyjum. Verkefnið er unnið að hluta til í samstarfi við þarlenda aðila, tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækið Formula.fo. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 705 orð | 1 mynd

Leggja til óbreyttan fjölda fiskidaga

JÖRGEN Niclasen, sjávarútvegsráðherra Færeyja, hefur lagt fram á lögþinginu frumvarp þess efnis að ekki verði dregið úr fiskveiðum við Færeyjar á næsta ári. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 11 orð

Mikil kolmunnaveiði er innan lögsögunnar og...

Mikil kolmunnaveiði er innan lögsögunnar og hefur hún aldrei verið jafn... Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 180 orð | 1 mynd

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 56 orð | 1 mynd

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 110 orð | 1 mynd

Nafn Stærð Afli Sjóf.

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 97 orð | 1 mynd

Nafn Stærð Afli Uppist.

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 61 orð | 1 mynd

Nafn Stærð Afli Uppist.

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 115 orð | 1 mynd

Nafn Stærð Afli Uppist.

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 251 orð | 2 myndir

Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 288 orð | 1 mynd

Norshell þarf aukið hlutafé

NORSHELL samsteypan í Noregi þarf fyrisjáanlega á verulegu nýju hlutafé að halda, eigi markmið hennar um að verða stærsti framleiðandi Noregs á skelfiski og leiðandi afl í eldi á skeljum í Evrópu að nást. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 10 orð

Nýjar leiðbeinandi reglur hafa verið gefnar...

Nýjar leiðbeinandi reglur hafa verið gefnar út um Kínamúra í... Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 163 orð

Nýr forstjóri Sjóklæðagerðarinnar hf. - 66° norður

Jón B. Stefánsson tók við starfi forstjóra Sjóklæðagerðarinnar hf. - 66° norður frá 15. júní. Fráfarandi forstjóri, Þórarinn Elmar Jensen, hefur frá sama tíma verið kjörinn stjórnarformaður Sjóklæðagerðarinnar hf. - 66° Norður. Jón B. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 47 orð

Nýr starfsmaður hjá Artica

Sif Sigfúsdóttir hefur tekið við starfi sölu- og markaðsstjóra fyrir Clinique. Sif lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskólanum 1988. Hún lauk B.A.-prófi frá HÍ 1994 og markaðs- og útflutningsfræði frá Endurmenntun HÍ 2001. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 126 orð

Nýr starfsmaður IMG

Jensína Kristín Böðvarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar IMG. Jensína er fædd í Reykjavík árið 1969. Hún lauk B.S. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 321 orð | 1 mynd

Ótti við Code Red

ANDLIT tölvunotanda, sem virðir fyrir sér viðvörun vegna tölvuormsins Code Red, endurspeglast í tölvuskjá í Glasgow í Skotlandi. Tölvuormurinn Code Red lét ekki á sér kræla í gær á Netinu eins og óttast var. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 360 orð

Óþekktarormar

Á SUMRIN virðast tölvuormar láta á sér bera sem aldrei fyrr. Sumarið í ár virðist engin undantekning. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 60 orð | 2 myndir

Pönnusteikt karfaflök í gráðostasósu

KARFINN er ekki lagengur á matarborðum okkar Íslendinga enda er hann nær eingöngu fluttur utan, ýmist flakaður eða hausaður og slógdreginn. Karfinn er þó etinn hér í nokkrum mæli en líklega aldrei siginn eins og kemur fyrir í Færeyjum. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 854 orð | 1 mynd

"Fiskurinn frá þeim er frábær"

SYSCO er stærsta fyrirtæki í sölu og dreifingu matvæla í Norður-Ameríku. Dreifingarnet þess nær yfir öll Bandaríkin og hluta af Kanada. Félagið rekur 125 dreifingarmiðstöðvar og selur til meira en 375. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 107 orð

Rema eykur ekki við sig

NORSKA matvöruverslanakeðjan Rema 1000 , sem á um 17 % eignarhlut í Baugi, hefur það að markmiði að verða eina lágvöruverðsverslanakeðjan á matvörumarkaði í landinu. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 1654 orð | 3 myndir

Samkeppni um trúverðugleika

Of veikir Kínamúrar eru málefni sem fjármálafyrirtæki og eftirlitsaðilar á fjármálamörkuðum um allan heim glíma við. Steingerður Ólafsdóttir kynnti sér ástandið á mismunandi mörkuðum og ræddi m.a. við forstjóra Fjármálaeftirlitsins og Verðbréfaþings Íslands. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 548 orð | 1 mynd

Sannur Vesturbæingur

Ásta Dís Óladóttir er 29 ára. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbraut í Ármúla árið 1993. Hún er með BA-próf í félagsfræði og meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun fyrirtækja frá viðskiptafræðideild HÍ. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 539 orð | 1 mynd

Seðlabankinn lækkar ekki vexti í bráð

BIRGIR Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, greindi frá því á fundi Seðlabankans í gær að bankinn teldi ekki ástæðu til að lækka vexti sína í bráð. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 57 orð | 1 mynd

Skipaskráin 2001 á Netinu

Útgáfu- og kynningarfyrirtækið Athygli ehf. hefur opnað nýjan vef á Netinu þar sem er að finna upplýsingar um öll íslensk skip, útgerðir þeirra, hafnir á landinu o.fl. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 252 orð | 1 mynd

Tap á vinnslu úr rækjuskel í Noregi

VINNSLA úr rækjuskel gengur illa í Noregi og tapaði stærsta fyrirtækið í þessari vinnslu um ríflega 600 milljónum króna á síðasta ári. Miklar vonir voru bundnar við þessa vinnslu, þegar hún hófst á árunum um 1997 og 1998. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 159 orð | 1 mynd

Títan 283 milljóna virði

Íslandssími greiddi fyrir 34,9% hlut Nýherja í Títan með eigin hlutabréfum að nafnvirði 23 milljónir króna og fyrir 4,1% hlut Landsbankans -Framtaks með bréfum að nafnverði 2,7 milljóni r. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 442 orð | 1 mynd

Útboð á Íslandi frjálslegt ferli?

ÞVÍ hefur verið haldið fram að útboð hlutabréfa íslenskra fyrirtækja samhliða skráningu þeirra á Verðbréfaþing Íslands sé fremur frjálslegt ferli í samanburði við það sem gerist sums staðar erlendis. Þ.e.a.s. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 132 orð

Verðbólga 7,5-7,8%

EF SPÁR fjármálastofnana um breytingar á vísitölu neysluverðs milli júlí og ágúst ganga eftir hefur það í för með sér 7,5-7,8% hækkun vísitölunnar síðastliðna 12 mánuði. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 329 orð

VÞÍ hefur fylgst með málefnum Lyfjaverslunar

VERÐBRÉFAÞING Íslands (VÞÍ) hefur fylgst með og brugðist við í tilefni af þeim deilum sem verið hafa innan Lyfjaverslunar Íslands hf. vegna málefna félagsins og Frumafls ehf., að sögn Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar, lögfræðings VÞÍ. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 83 orð | 1 mynd

Woolworths skilið frá Kingfisher

EFTIR nokkurt þóf hefur breska verslunarfélagið Kingfisher ákveðið að stofna sérstakt fyrirtæki um starfsemi Woolworths-verslananna og skilja hana þannig frá félaginu. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 217 orð

Yfirlýsing frá Jóni Ólafssyni

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ólafssyni, stjórnarformanni Norðurljósa hf., vegna frétta í Ríkissjónvarpinu hinn 31. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 535 orð | 1 mynd

Ytri aðstæður erfiðar fyrir Skeljung hf.

HAGNAÐUR Skeljungs hf., móðurfélags, á fyrstu sex mánuðum ársins 2001, fyrir afskriftir og fjármagnsliði, nam 655 milljónum króna en 481 milljón á sama tímabili á síðasta ári. Meira
2. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 284 orð | 1 mynd

Þróttmiklir þjarkar frá Samey

ÞJARKI er lítið notað orð yfir fyrirbæri sem oft er kallað vélmenni eða róbót. Samey hf. hefur nú hafið innflutning og forritun á þjörkum fyrir íslensk fyrirtæki. Meira

Ýmis aukablöð

2. ágúst 2001 | Blaðaukar | 84 orð

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt.

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt. alm. Vísitölub. vextir skbr. lán Mars '00 21,0 16,1 9,0 Apríl '00 21,5 16,2 9,0 Maí ‘00 21,5 16,2 9,0 Júní '00 22,0 16,2 9,1 Júlí '00 22,5 16,8 9,8 Ágúst '00 23,0 17,0 9,8 Sept. Meira
2. ágúst 2001 | Blaðaukar | 75 orð

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1.

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1. júní síðustu (%) Kaupg. 3 mán. 6 mán. 12 mán. Kaupþing hf. Skammtímabréf 4,127 9,1 7,0 6,2 Skyndibréf 3,376 21,7 12,5 10,7 Landsbréf hf. Meira
2. ágúst 2001 | Blaðaukar | 99 orð

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv.

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv. Byggingar Launa- lánskj. til verðtr vísitala vísitala Mars '00 3,848 194,9 238,9 189,6 Apríl '00 3,878 196,4 239,4 191,1 Maí '00 3,902 197,6 244,1 194,5 Júní '00 3,917 198,4 244,4 195,7 Júlí '00 3. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.