Greinar föstudaginn 10. ágúst 2001

Forsíða

10. ágúst 2001 | Forsíða | 194 orð

1.800 uppsagnir hjá Bayer

ÞÝSKA lyfjafyrirtækið Bayer tilkynnti í gær að það myndi segja upp 1.800 starfsmönnum og loka fimmtán útibúum um allan heim í því augnamiði að draga úr kostnaði um 1,5 milljarða evra, eða um 1.300 milljarða króna, á ári fram til ársins 2005. Meira
10. ágúst 2001 | Forsíða | 40 orð | 1 mynd

Hitabylgja í Bandaríkjunum

HITABYLGJA hefur gengið yfir austurströnd Bandaríkjanna síðustu daga og gert fólki þar lífið leitt. Meira
10. ágúst 2001 | Forsíða | 156 orð

Hvatt til friðar þrátt fyrir átök

VARNARMÁLARÁÐHERRA Makedóníu skoraði í gær á landa sína að víkja til hliðar heift og hatri og styðja friðarsamninga við albanska minnihlutann í landinu. Á sama tíma geisuðu harðir bardagar milli stjórnarhersins og albanskra skæruliða við borgina Tetovo. Meira
10. ágúst 2001 | Forsíða | 394 orð | 1 mynd

Ísraelar hefna fjöldamorðs í Jerúsalem

ÁTJÁN létu lífið og 88 manns særðust í sjálfsmorðsárás sem gerð var á þétt setinn veitingastað í miðborg Jerúsalem í gær. Meðal hinna látnu voru sex börn og tveir erlendir ferðamenn. Meira
10. ágúst 2001 | Forsíða | 73 orð

Takmarkaðar rannsóknir leyfðar

GEORGE W. Bush, Bandaríkjaforseti, hefur tekið þá ákvörðun að leyfa takmarkaðar ríkisstyrktar rannsóknir á stofnfrumum. Þetta kom fram í ávarpi forsetans til bandarísku þjóðarinnar í nótt. Meira

Fréttir

10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 296 orð | 2 myndir

14 og 15 punda birtingar úr Hólmunum

Á ÞRIÐJUDAGINN veiddist 41 sjóbirtingur á Hólmasvæðinu í Skaftá, að sögn veiðimanna sem voru eystra í gær. Stærsti fiskurinn var 14 punda og auk þess voru "tveir til þrír 12 punda" og hinir allir á stærðarbilinu 6 til 9 pund. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Að leik í Öskjuhlíð

Í HLÍÐARFÆTI í Öskjuhlíð er afgirt svæði fyrir hunda. Nýverið átti ljósmyndari Morgunblaðsins leið þar hjá og kom þá að Agli Erni Þórðarsyni og þremur hundum að leik. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 75 orð

Aukinn kostnaður við heyframleiðslu

HAGÞJÓNUSTA landbúnaðarins hefur tekið saman kostnað við heyöflun sumarið 2001. Annars vegar er um að ræða áætlaðan beinan framleiðslukostnað á heimateknu heyi án súgþurrkunar og hins vegar áætlaðan kostnað við að rúlla, pakka og binda hey. Meira
10. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Árfell bauð lægst í undirstöður fyrir stólalyftu

SEX tilboð bárust í byggingu undirstaðna fyrir nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli við Akureyri og voru fjögur tilboðanna undir kostnaðaráætlun. Lægsta tilboðið átti Árfell ehf., tæpar 17 milljónir króna, eða 80,9% af kostnaðaráætlun. Katla ehf. Meira
10. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 65 orð

Dagskráin helguð Nínu Björk Árnadóttur

BLÓMIÐ sem þú gafst mér, nefnist bókmenntadagskrá með upplestri og söng í Deiglunni í kvöld kl. 20.30 á vegum Listasumars á Akureyri. Dagskráin er helguð Nínu Björk Árnadóttur en í sumar voru 60 ár frá fæðingu hennar. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 135 orð

Ekið á barn á Hringbraut

EKIÐ var á barn á Hringbraut í Reykjavík í gærkvöldi. Barnið hlaut skurð á höfði og fann til eymsla í baki og var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis á slysadeild eru áverkarnir ekki lífshættulegir. Meira
10. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 219 orð

Endurbætur á gatnamótum og Hörðuvöllum

Í HAFNARFIRÐI er nú unnið að verulegum endurbótum á gatnamótum Hverfisgötu og Lækjargötu auk þess sem hafnar eru endurbætur á útivistarsvæði Hafnfirðinga á Hörðuvöllum. Áætlað er að þessum verkum verði lokið 15. september. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð

Erlendir ferðamenn í tveimur bílveltum

TVÆR bílveltur urðu við hálendið á svipuðum tíma í gærkvöldi þar sem erlendir ferðamenn áttu í hlut. Miðja vegu milli Gullfoss og Geysis valt fólksbíll með tveimur breskum stúlkum. Meira
10. ágúst 2001 | Miðopna | 154 orð | 1 mynd

Festi dómsvaldið í sessi hér á landi

"ÞETTA eru merk tímamót og ég tel að Landsyfirréttur hafi tvímælalaust fest dómsvaldið í sessi hér á landi," segir Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra og bendir á hversu auðveld stofnun Hæstaréttar Íslands hafi verið eftir að... Meira
10. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 103 orð | 1 mynd

Fjölmargar sýningar í Gilinu

AÐ vanda verður mikið um að vera í tengslum við Listasumar á Akureyri. Í kvöld kl. 20.30 verður dagskrá um Nínu Björk Árnadóttur með upplestri og söng á bókmenntakvöldi í Deiglunni. Á morgun, laugardag, kl. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 75 orð

Fjölskyldudagur á Hólahátíðarhelgi

LAUGARDAGINN 11. ágúst verður haldinn fjölskyldudagur á Hólahátíðarhelgi. Guðsþjónusta verður í Gvendarskál, sr. Gísli Gunnarsson messar. Lagt verður af stað kl. 11. Á meðan verður dagskrá fyrir börnin, m.a. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 66 orð

Fjölskylduhelgi í Básum

UM HELGINA efnir Útivist til árlegrar fjölskylduhelgar í Básum á Goðalandi og er brottför á föstudagskvöldinu 10. ágúst kl. 20 frá BSÍ, en miðar eru seldir á skrifstofunni á Hallveigarstíg 1. Að venju er fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem aldna. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 916 orð

Flugmálastjórn óskaði eftir endurskoðun niðurstaðna RNF

Ættingjum þeirra sem fórust með TF-GTI í Skerjafirði fyrir ári voru nýlega afhent gögn um samskipti Flugmálastjórnar og Rannsóknarnefndar flugslysa í kjölfar slyssins. Voru þau afhent eftir úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Meira
10. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 32 orð

Flugmódel á Melgerðismelum

EIGENDUR flugmódela verða á Melgerðismelum á laugardag og sunnudag, þar sem 50 módelum af öllum stærðum og gerðum verður flogið; m.a. eina módelinu hérlendis með alvöru þotumótór. Áhugasömum er velkomið að fylgjast... Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 52 orð

Formgalli á auglýsingu

FORMGALLI var á auglýsingu Skipulagsstofnunar vegna athugasemdafrests við fyrirhuguð virkjunaráform við Villinganes í Skagafirði. Meira
10. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 153 orð | 1 mynd

Framkvæmdir hafnar á Klettaborg

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við byggingu tveggja einbýlishúsa á nýju byggingarsvæði við Klettaborg á Akureyri. Þar er gert ráð fyrir 58 íbúðum, 19 einbýlishúsum og 36 íbúðum í tveggja hæða raðhúsum. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 455 orð

Framkvæmdum við Kárahnjúka yrði ekki frestað

ELÍN Smáradóttir, lögfræðingur hjá Skipulagsstofnun, segir að fari mál Kárahnjúkavirkjunar fyrir dómstóla sé ekkert sem bendi til þess að það hefði áhrif á framkvæmdir Landsvirkjunar. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 242 orð

Fræddu um fíkniefnaskaða

JAFNINGJAFRÆÐSLAN, forvarnarverkefni ungs fólks gegn fíkniefnum, fór hringferð um landið á dögunum og fræddi unglinga um allt landi um skaðsemi fíkniefna. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 65 orð

Fræðsluganga um Elliðaárdal

LAUGARDAGINN 11. ágúst efnir Orkuveita Reykjavíkur til fræðslugöngu frá gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal, upp dalinn að Elliðaárvatni og Gvendarbrunnum. Meðal annars verður hugað að ánni, örnefnum, jarðfræði, gróðri og dýralífi. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Fyrsta hreindýr tímabilsins fellt

HREINDÝRAVEIÐITÍMABILIÐ hófst 1. ágúst síðastliðinn og stendur fram til 15. september. Jón Arnar Guðmundsson felldi fyrsta dýrið við Þrælaháls 2. ágúst síðastliðinn, eða á öðrum degi veiðitímabilsins. Meira
10. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 66 orð | 1 mynd

Garðyrkjustjóri lætur af störfum

JÓHANN Pálsson, sem gegnt hefur starfi garðyrkjustjóra Reykjavíkur frá 1985, lét af störfum um síðustu mánaðamót fyrir aldurs sakir. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 739 orð | 1 mynd

Gengislækkun erfið námsmönnum

Heiður Reynisdóttir fæddist 1. október 1972 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1992 og BA-prófi í frönsku og dönsku 1995 frá Háskóla Íslands. Prófi í hagnýtri fjölmiðlun lauk hún frá HÍ 1996. Hún starfaði frá 1997 til 2000 sem flugfreyja hjá Flugleiðum og frá þeim tíma hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri hjá SÍNE. Heiður á soninn Gabríel Gauta Einarsson. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Gráhegri á Hvammstjörn í Vatnsdal

Á TJÖRNINNI við bæinn Hvamm í Vatnsdal hafa menn undanfarna daga rekið augun í torkennilegan fugl. Hér mun vera á ferðinni gráhegri sem er nokkuð algengur flækingur sem kemur til landsins síðla hausts og dvelur fram eftir vetri. Meira
10. ágúst 2001 | Miðopna | 433 orð | 1 mynd

Gríðarlegt framfaraspor í réttarfari

"ÁSIGKOMULAG löggjafarinnar á Íslandi á 18. öld var mjög bágborið þrátt fyrir ýmsa viðleitni á síðustu áratugum aldarinnar til umbóta, einkum á sviði refsiréttar og réttarfars. Meira
10. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Gönguferðir Ferðafélagsins

UM helgina verður farin jeppaferð á Víknaslóðir á vegum Ferðafélags Akureyrar. Farið verður á föstudagsmorgni og ekið austur á Borgarfjörð eystri. Laugardeginum verður eytt í skoðunarferðir, m.a. Meira
10. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 302 orð

Handtekinn í ljósi erfðalykils eingöngu

HÆSTIRÉTTUR Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni um frávísun nauðgunarmáls er höfðað var gegn manni er var handtekinn eftir að borin voru kennsl á hann einungis út frá erfðalykli hans (DNA). Meira
10. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 147 orð | 1 mynd

Handverk er list og tómstundagaman

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra setti handverkssýninguna Handverk 2001 á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit í gær en sýningin stendur fram til sunnudags. Guðni sagði í ávarpi sínu að handverk væri ekki bara list heldur líka tómstundagaman. Meira
10. ágúst 2001 | Miðopna | 160 orð | 1 mynd

Hleðslurnar af Hólavallaskóla standa enn

Á LÓÐINNI í kringum húsið við Suðurgötu, þar sem Guðmundur Pétursson, fyrrverandi hæstaréttarlögmaður, ólst upp, eru greinilegar hleðslur eftir Hólavallaskóla sem þar stóð. "Húsið sem ég er uppalinn í heitir Hólavöllur. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 209 orð

Hrefnukjöt seldist upp á 1½ tíma

UM 600 kílógrömm af hrefnukjöti, sem voru til sölu í fiskbúðinni Vör í Reykjavík í gær, seldust upp á einni og hálfri klukkustund. Búðin var opnuð klukkan átta en þá höfðu nokkrir beðið frá því klukkan sjö, að sögn Kristjáns Berg, eiganda búðarinnar. Meira
10. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

IRA ítrekar afvopnunarvilja

ÍRSKI lýðveldisherinn, IRA, sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem hann staðfesti að hann væri tilbúinn að hefja afvopnun svo að friðarferlið á Norður-Írlandi geti haldið áfram, en einskis var getið um tímasetningar frekar en í fyrri yfirlýsingum... Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 352 orð

Kaupfélag Héraðsbúa leigir sláturhús Goða í haust

SAMKOMULAG náðist á fundi á Egilsstöðum í gær um fyrirkomulag slátrunar í haust í þeim sláturhúsum á Fossvöllum í Jökulsárhlíð og Breiðdalsvík sem Goði hefur rekið en hugðist ekki gera áfram sökum rekstrarerfiðleika. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Kertum fleytt á Tjörninni

MARGMENNI tók þátt í kertafleytingu Íslenskrar friðarhreyfingar á Reykjavíkurtjörn í gærkvöldi. Með athöfninni, sem nú var haldin í sautjánda sinn, er lögð áhersla á kjarnorkuvopnalausan heim. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 476 orð

Kosið um sameiningu sjö sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu

ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til kosninga um hvort sameina eigi sjö sveitarfélög í Þingeyjarsýslu en þau eru Öxarfjarðarhreppur, Kelduneshreppur, Tjörneshreppur, Húsavíkurkaupstaður, Reykjahreppur, Aðaldalshreppur og Skútustaðahreppur. Kjördagur er 3. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 226 orð

Kostnaður á fjórum árum 700 milljónir

RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt þá tillögu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra að ráðast í undirbúning greinargerðar til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna um mörk landgrunns Íslands utan 200 sjómílna. Meira
10. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 271 orð

Krafðist aukinna mannréttinda

SÝRLENSKUR þingmaður var handtekinn í gær fyrir að hafa óvirt stjórnarskrá landsins og sýnt ríkisstjórn Baath-flokksins fjandskap að því er talsmaður lögreglunnar sagði. Hafði hann þá verið í hungurverkfalli í tvo daga til að mótmæla ofsóknum gegn sér. Meira
10. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 206 orð | 1 mynd

Körtubraut opnuð í Borgartúni

INNANHÚSSBRAUT til körtuaksturs, Karthöllin, verður opnuð um þessar mundir í Borgartúni í Reykjavík í húsakynnum þar sem Sindra-Stál var áður en þar er einnig hjólabrettagarður. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 104 orð

Landsmót Votta Jehóva hefst í dag

ÁRLEGT landsmót Votta Jehóva verður haldið í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi dagana 10. til 12. ágúst. Einkunnarorð mótsins eru "Kennarar orðsins" og verður meðal annars lögð áhersla á gildi biblíumenntunar í heimi nútímans. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 107 orð

LEIÐRÉTT

Árétting vegna verðkönnunar Í frétt um verðkönnun Morgunblaðsins á íslensku grænmeti sem birtist í gær á neytendasíðu var á einum stað ranglega orðað að karfan í Bónus væri 100% ódýrari en í Nýkaupi þegar heildarverð fimm grænmetistegunda var borið... Meira
10. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 175 orð | 1 mynd

Leonidas rós ársins

UM verslunarmannahelgina stóð Blómabúð Akureyrar, í samvinnu við íslenzka blómabændur, fyrir rósasýningu. Á þessari sýningu gaf að líta um 30 tegundir af íslenzkum rósum en um og yfir 100 tegundir eru ræktaðar hérlendis. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 64 orð

Lesið í jarðlögin við Sog

LAUGARDAGINN 11. ágúst kl. 14-16 mun Björg Pétursdóttir jarðfræðingur skýra fyrir gestum Alviðru hvað lesa má úr lausum jarðlögum við Sogið. Farið verður í létta göngu niður með Sogi og rýnt í jarðlög sem þar er að sjá. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 79 orð

Ljósmyndir úr starfi Lions

HINN 14. ágúst nk. fagnar Lionshreyfingin á Íslandi því að 50 ár eru liðin síðan fyrsti íslenski Lionsklúbburinn tók til starfa. Í tilefni af þessum tímamótum verður opnuð ljósmyndasýning í Lionsheimilinu Sóltúni 20, Reykjavík, föstudaginn 10. ágúst kl. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 99 orð

Lýst eftir tjónvaldi og vitnum

LÝST er eftir vitnum að umferðaróhappi er varð á Reykjanesbraut til suðurs skammt norðan gatnamóta Stekkjarbakka, miðvikudaginn 8. ágúst kl. 12.53. Þarna varð árekstur blárrar Toyota Yaris-fólksbifreiðar og grárrar Kia Pride-fólksbifreiðar. Meira
10. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 103 orð | 1 mynd

Malbikað í molluhita

ÞAÐ var enginn smáræðis hiti sem umlukti strákana hjá Loftorku í gær þegar þeir voru að malbika Kringlumýrarbrautina í molluhita og glampandi sólskini. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 512 orð | 1 mynd

Markmiðið var nýjar leiðir í áfengismeðferð

Á SUNNUDAG eru 25 ár liðin frá stofnun Freeport klúbbsins á Íslandi, en meginmarkmið þeirra sem stóðu að stofnun klúbbsins var að vinna að því að skapa nýjar leiðir í áfengismeðferð og vekja íslenskt þjóðfélag til umhugsunar um áfengissýki og vinna gegn... Meira
10. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Maureen Reagan látin

MAUREEN Reagan, dóttir Ronalds Reagans, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lést af völdum heilaæxlis á miðvikudag. Hún var sextug að aldri. Maureen var elsta dóttir Reagans og fyrstu eiginkonu hans, leikkonunnar Jane Wyman. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 102 orð

Málþing um björgunaraðgerðir

Í DAG hittast starfsmenn björgunardeildar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og Landhelgissgæslunnar og munu í samvinnu stjórna málþingi eða svokallaðri "Rescue Symposium" um björgunaraðgerðir. Sýndar verða björgunaræfingar m.a. Meira
10. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 891 orð | 1 mynd

Mikið þróunarstarf að hefjast í Lágafellsskóla

Bæjaryfirvöld Mosfellsbæjar hafa fengið heimild menntamálaráðherra til að gera tilraun í skólastarfi Lágafellsskóla og leyfi til að víkja frá grunnskólalögum. Elva Björk Sverrisdóttir ræddi við stjórnunarteymi hins nýja skóla. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 1493 orð | 2 myndir

Mikilvægt að öðlast yfirráð yfir sem víðáttumestum landgrunnssvæðum

Fyrsti sameiginlegi fundur þeirra sem gera tilkall til landgrunnsréttinda á Hatton Rockall-svæðinu er í vændum og segir utanríkisráðherra slíkan fund marka tímamót. Birna Anna Björnsdóttir sat blaðamannafund þar sem þetta kom fram og kynntur var undirbúningur að greinargerð til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 89 orð

Millilenti vegna veikinda tveggja farþega

FLUGVÉL frá norræna flugfélaginu SAS, sem var á leið frá Kaupmannahöfn vestur um haf til New York, millilenti í Keflavík síðdegis í gær vegna þess að um borð voru tvær sjúkar konur. Meira
10. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Mormónar í pílagrímsför

Norsku seglskipin Statsraad Lehmkuhl (t.v.) og Christian Radich komu í gær til Kaupmannahafnar með um 400 mormóna, aðallega bandaríska. Eru þeir í eins konar pílagrímsför og þræða til baka leiðina sem 85. Meira
10. ágúst 2001 | Suðurnes | 614 orð | 1 mynd

Njótum tuttugu ára starfs á svæðinu

VIKUBLAÐIÐ Víkurfréttir er enn grunnur samnefnds einkahlutafélags í Reykjanesbæ en starfsemin hefur aukist mjög síðustu árin. Meira
10. ágúst 2001 | Miðopna | 983 orð | 2 myndir

"Góð lög í heiðri höfð, eru lands og lýða heill"

Hinn konunglegi íslenski landsyfirréttur skildi eftir merk spor í íslenskri réttarsögu. Í tilefni þess að í dag eru tvö hundruð ár liðin frá því rétturinn var settur í fyrsta sinn í húsi Hólavallaskóla kynnti Fanney Rós Þorsteinsdóttir sér helstu atriðin í tæplega 120 ára sögu réttarins og spurði lögfræðinga hvaða þýðingu þeir telji að landsyfirrétturinn hafi haft fyrir íslenskt samfélag. Meira
10. ágúst 2001 | Miðopna | 339 orð | 1 mynd

Rétt að minnast á þátt Magnúsar Stephensens

"STOFNUN Landsyfirréttar var mikið framfaraspor og í tilefni þess að 10. Meira
10. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 259 orð | 1 mynd

Sameinað slökkvilið á Norðausturlandi

NÁMSKEIÐ fyrir slökkviliðsmenn var haldið á Þórshöfn um síðustu helgi. Það er þriggja daga námskeið sem nefnist "slökkviliðsmaðurinn 1", annar hluti, en námskeiðinu er skipt í fjóra hluta. Meira
10. ágúst 2001 | Suðurnes | 97 orð

Samið við verktaka til áramóta

BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar ákvað í gær að ganga til samninga við núverandi ræstingaverktaka í Heiðarskóla og Holtaskóla um framlengingu á samningum til áramóta. Samningarnir renna út 1. september næstkomandi. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Segir fyrirtækið hafa staðið mun verr en talið var

KRISTINN Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Goða hf., hefur gengið frá starfslokasamningi við stjórn fyrirtækisins að eigin ósk og gerir ráð fyrir að láta af störfum í lok janúar á næsta ári. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 876 orð

Siðferðilega óviðunandi

Hópur vísindamanna kynnti fyrirætlanir sínar um einræktun manna á dögunum. Jón Ásgeir Sigurvinsson innti forvígismenn lækna og biskup Íslands álits á slíkum tilraunum. Þeir gagnrýna slíkar tilraunir harðlega. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Sigur í fyrsta Evrópuleiknum

STÓR dagur var hjá Fylki í gærkvöldi en liðið lék þá fyrsta Evrópuleik sinn. Fylkismenn unnu pólska liðið Pogon Szczecin, 2:1, á Laugardalsvellinum með mörkum frá Errol Eddion McFarlane og Ólafi Stígssyni. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 166 orð

Sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík

HIN árlega sumarferð framsóknarmanna verður farin laugardaginn 11. ágúst nk. Farið verður um Suðurland. Lagt er af stað frá BSÍ kl. 08:00 og er Hveragerði fyrsti áfangastaður. Þar verður Garðyrkjuskóli ríkisins skoðaður undir leiðsögn. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Svífa til lendingar í Ásbyrgi

MOSAVAXIÐ hraunið varpaði grænleitum og skemmtilegum skuggum á tjörnina í Ásbyrgi þegar tvær rauðhöfðakollur svifu inn til lendingar á dögunum. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 150 orð

Tollur af káli aflagður í viku

LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út reglugerð þar sem tímabundnar breytingar verða gerðar á tollum af innfluttu grænmeti. Breytingin nær eingöngu yfir innflutt hvítkál þar sem magntollur fellur niður vikuna 12. til 19. ágúst nk. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 106 orð

Tónlist frá Hörðalandi í Reykholtskirkju

HÓPUR tónlistarmanna frá Hörðalandi í Noregi heldur tónleika í Reykholtskirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Hópinn skipa þjóðlaga- og kvæðasöngkonan Reidun Horvei, Frank Henrik Rolland, leikur á harðangursfiðlu og Sigbjörn Apeland á orgel. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 223 orð

Um 6.500 ársverk kringum Reykjavíkurhöfn

UM ÞAÐ bil 45% inn- og útflutnings um hafnir landsins fóru um Reykjavíkurhöfn á árinu 1999, alls 2,2 milljónir tonna af varningi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, sem Reykjavíkurhöfn hefur sent frá sér. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð

Utanríkisráðherra til Kosovo

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra fer ásamt embættismönnum úr utanríkisráðuneytinu í heimsókn til Kosovo dagana 15. og 16. ágúst næstkomandi. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 161 orð

Úrskurðurinn markar þáttaskil

STJÓRN NAUST, Náttúruverndarsamtaka Austurlands, hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er þeim úrskurði Skipulagsstofnunar að hafna áætlun Landsvirkjunar um fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun. Úrskurðurinn sé í fullu samræmi við niðurstöður umhverfismats. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 83 orð

Útihús brunnu í V-Landeyjum

ALLSHERJAR útkall var hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu síðdegis í gær þegar eldur kom upp í gömlum útihúsum, fjósi og áfastri hlöðu, á bænum Ey í Vestur-Landeyjum. Mikinn reyk lagði frá húsunum, en mikið af einangrunarplasti var geymt þar inni. Meira
10. ágúst 2001 | Suðurnes | 65 orð | 1 mynd

Vann verðlaun í afmælisleik

RÚMLEGA 3.000 baðgestir tóku þátt í afmælisleik sem Bláa lónið og Flugleiðir efndu til dagana 13. til 15. júlí í tilefni af tveggja ára afmæli baðstaðarins. Meira
10. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 690 orð | 1 mynd

Varað við andvaraleysi og glæpalýð í evrulöndum

Gjaldmiðilsskiptin um næstu áramót í evru- löndunum eru gífurlega flókið verkefni. Meira
10. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 185 orð | 1 mynd

Vel heppnaður bryggjudagur

ENN einn bryggjudagur var nýverið við Sauðárkrókshöfn á vegum hafnarnefndar en þessi dagur hefur verið haldinn í júlí um nokkurra ára skeið. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 138 orð

Vélarvana bátur tekinn í tog

TÍU tonna bátur, Bylgjan SK, varð vélarvana um tvær mílur suðvestur af Straumnesfjalli í gær. Tveir menn voru um borð og kom björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson á Ísafirði þeim til hjálpar. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Ýmis vandamál fylgifiskur góða veðursins

ÖLVUN og drykkja á Austurvelli eru þekkt vandamál á góðviðrisdögum, að sögn lögreglunnar í Reykjavík, og hefur svo verið í mörg ár. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 52 orð

Ættarmót í Þjórsárveri

ÆTTARMÓT niðja Arnfríðar Eðvaldsdóttur og Jóns Mikaelssonar frá Unaósi verður haldið við Þjórsárver í Villingaholtshreppi dagana 11. og 12. ágúst. Reiknað er með að þó nokkrir mæti á föstudeginum en skipulögð dagskrá hefst ekki fyrr en á laugardeginum. Meira
10. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 420 orð

Öll rök mæla með hlutafélagsvæðingu RÚV

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra telur öll rök mæla með því að breyta Ríkisútvarpinu, RÚV, í hlutafélag þó að ríkið verði áfram eigandi hlutafjárins í félaginu. Meira

Ritstjórnargreinar

10. ágúst 2001 | Staksteinar | 417 orð | 2 myndir

Rafræn skattskil meginregla

Um 130 þúsund framtöl bárust skattyfirvöldum með rafrænum hætti og eru það um 60% allra framtala. Þetta kemur fram í Tíund, fréttablaði RSK. Meira
10. ágúst 2001 | Leiðarar | 804 orð

ÞJÓNUSTUGJÖLD Í ÞJÓÐGÖRÐUM

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra lýsti því yfir í heimsókn sinni í þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum fyrr í vikunni, að hún velktist ekki í vafa um að í framtíðinni yrði innheimt þjónustugjald af gestum þjóðgarða á Íslandi. Meira

Menning

10. ágúst 2001 | Menningarlíf | 211 orð | 1 mynd

Banvænn Drekakoss

Sambíóin Álfabakka, Kringlubíó og Bíóborgin frumsýna Kiss of the Dragon með Jet Li og Bridget Fonda. Meira
10. ágúst 2001 | Menningarlíf | 463 orð

Bíóin í borginni

FRUMSÝNINGAR Rush Hour 2 Laugarásbíó, Stjörnubíó, Regnboginn, Borgarbíó, Akureyri. Kiss of the Dragon Bíóborgin, Bíóhöllin, Kringlubíó. Nýja Bíó Akureyri. Bliktende lygter Háskólabíó. Shrek Bandarísk. 2001. Meira
10. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 223 orð | 1 mynd

Bítla Band

Önnur breiðskífa þessa póstmóderníska rokkbands frá Skotlandi. Meira
10. ágúst 2001 | Menningarlíf | 177 orð

Hin fornu tré Eistlands

Í ANDDYRI Norræna hússins verður í dag, föstudag, opnuð sýning á 18 ljósmyndum sem eistneski ljósmyndarinn Hendrik Relve hefur tekið. Meira
10. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 143 orð | 1 mynd

Hvolpavit

** Leikstjórn Jason Alexander. Aðalhlutverk Ryan Merriman, Joey Franquinha. (97 mín.) Bandaríkin 1999. Myndform. Öllum leyfð. Meira
10. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 174 orð | 1 mynd

Lesbískt leikhús frá New York

Í KVÖLD hefjast hinir árlegu Hinsegin dagar, en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. Glæsileg skrúðganga og skemmtiatriði verða í boði á morgun í tengslum við hátíðina en opnunarkvöldið fer fram í Kaffileikhúsinu í kvöld. Meira
10. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 161 orð | 1 mynd

Liggur þungt haldinn

FRANSKI leikarinn Jean-Paul Belmondo liggur nú þungt haldinn á spítala eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn miðvikudag. Belmondo var í fríi á eyjunni Korsíku er hann hné skyndilega niður og var fluttur í snarhasti á sjúkrahús. Meira
10. ágúst 2001 | Menningarlíf | 63 orð

Ljósmyndir í Man

RAGNAR Leósson og Gabríel Filippusson opna ljósmyndasýningu í Gallerý Man á Skólavörðustíg 14 í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Meira
10. ágúst 2001 | Menningarlíf | 282 orð | 1 mynd

Ógnarvinsæll Álagstími 2

Laugarásbíó, Stjörnubíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frumsýna Rush Hour 2, með Chris Tucker og Jackie Chan. Meira
10. ágúst 2001 | Menningarlíf | 824 orð | 2 myndir

Óperuverktakar í framtíðinni

Norðuróp frumsýnir tvær óperur í dráttarbrautinni í Reykjanesbæ um helgina, önnur er íslensk og að auki verður frum- flutt sálumessa. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við forsprakkana. Meira
10. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 94 orð | 3 myndir

Rauða myllan kom, sá og sigraði

KVIKMYNDIN Moulin Rouge eða Rauða Myllan var ótvíræður sigurvegari á Hollywood-kvikmyndahátíðinni sem haldin var í draumaborginni hinn 6. ágúst síðastliðinn. Meira
10. ágúst 2001 | Menningarlíf | 26 orð

Ríkey í Perlunni

NÚ stendur yfir sýning Ríkeyjar Ingimundardóttur í Perlunni. Á sýningunni eru málverk, styttur, keramik og postulínsmyndir ásamt nýstárlegum glermyndum. Sýningin er opin alla daga til... Meira
10. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 339 orð | 2 myndir

Rokkandi ódáinsveig

Elexír, geisladiskur samnefndrar sveitar sem skipuð er þeim Bigga, Darra, Halla og Kristjáni. Öll lög og textar eru eftir Elexír en sérlegur hjálparkokkur í þeim efnum var Aron. Hljóðritað af Aroni og Örvari. Hljóðblandað og hljómjafnað af Örvari. 39,35 mín. Harðkjarni gefur út. Meira
10. ágúst 2001 | Tónlist | 410 orð

Samstilltur og lifandi leikur

Berglind María Tómasdóttir og Arne Jørgen Fæø fluttu tónlist eftir Messiaens, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Kolbein Einarsson og Henri Dutilleux. Þriðjudagurinn 7. ágúst , 2001. Meira
10. ágúst 2001 | Menningarlíf | 86 orð

Sálmar lífsins á Vestfjörðum

SIGURÐUR Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson orgelleikari halda tónleika í Ísafjarðarkirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Meira
10. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 84 orð | 1 mynd

Strákur á leiðinni

SÖNGKONAN Toni Braxton á von á barni með eiginmanni sínum, Keri Lewis. Braxton og Lewis gengu í það heilaga í apríl síðastliðnum og ætla nú ári síðar að fjölga mannkyninu. Meira
10. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 163 orð | 1 mynd

Tricky fer til L.A.

Sjötta breiðskífa litla Bristol-púkans ófyrirsjáanlega. Studdur þotuliði frá Borg englanna. Meira
10. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 229 orð | 3 myndir

Það er list að ljósmynda

TVEIR ungir ljósmyndarar, þeir Ragnar Leósson og Gabríel Filippusson, standa í kvöld fyrir ljósmyndasýningu í Gallerí Man, Skólavörðustíg 14. Hefst hún kl. 20. Meira

Umræðan

10. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 45 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 10. ágúst, er áttatíu ára María Unnur Sveinsdóttir frá Ólafsvík, Hamraborg 18, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Aðalsteinn Guðbrandsson. Þau taka á móti ættingjum og vinum í dag eftir kl. Meira
10. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 41 orð

Alþing hið nýja

Hörðum höndum vinnur hölda kind ár og eindaga. Siglir særokinn, sólbitinn slær, stjörnuskininn stritar. Traustir skulu hornsteinar hárra sala. Í kili skal kjörviður. Bóndi er bústólpi, - bú er landstólpi, - því skal hann virður vel. Meira
10. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 26 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 31. mars sl. í Dómkirkjunni af sr. Hjálmari Jónssyni Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir og Örn Ágúst Guðmundsson, heimili þeirra er að Stakkhömrum 12,... Meira
10. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. júní sl. í Bessastaðakirkju af sr. Braga Friðrikssyni Ásta Einarsdóttir og Finnbogi Finnbogason . Heimili þeirra er í Fífurima 48,... Meira
10. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 18 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. maí sl. í Háteigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Þórunn Hjaltadóttir og Ólafur Róbert Rafnsson... Meira
10. ágúst 2001 | Aðsent efni | 878 orð | 2 myndir

Er Goði víti til varnaðar?

Fjármagn til endurskipulagningar í sláturiðnaði, segja Þuríður Backman og Jón Bjarnason, á að nýta til að efla hagkvæman rekstur. Meira
10. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 380 orð | 4 myndir

Háskaakstur

Kveðja til bílstjóra hvítrar Toyota Corolla. Það sem þú gerðir á Reykjanesbrautinni við Straum þriðjudagsmorguninn 7. ágúst sl. um kl. 8.40 var heimskulegt og hefði getað kostað mannslíf. Meira
10. ágúst 2001 | Aðsent efni | 387 orð | 1 mynd

Landsvirkjun og upplýsingin

Það er greinilega pottur brotinn hjá Landsvirkjun, segir Ögmundur Jónasson, virðingarleysi fyrir úrskurði Skipulagsstofnunar og gagnvart fjármunum. Meira
10. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 694 orð

Ljóðabanki fyrir minningargreinahöfunda

Vandi ljóðaveljenda Sárlega virðist vanta handhægan ljóðabanka sem ritendur minningargreina geta leitað í þegar þá vantar ljóðakafla til að hefja sorgarhugleiðingu sína í æðra veldi. Meira
10. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 803 orð

(Orðskv. 11, 28.)

Í dag er föstudagur 10. ágúst, 222. dagur ársins 2001. Lárentíusmessa. Orð dagsins: Sá sem treystir á auð sinn, hann fellur, en hinir réttlátu munu grænka eins og laufið. Meira
10. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 563 orð

Stórstígar framfarir hafa að mörgu leyti...

Stórstígar framfarir hafa að mörgu leyti orðið í þjónustu við ferðalanga víða um landið. Ekki er nóg með það að sprottið hafi upp veitingastaðir, gistihús og hótel, heldur má nú finna söfn af ýmsum toga þar sem áður var kannski helst ein olíusjoppa. Meira
10. ágúst 2001 | Aðsent efni | 973 orð | 1 mynd

Um Lágheiði

Hvað er það sem stýrir því, spyr Hörður Ingimarsson, að ekkert fé er til stórframkvæmda við vegi en liggur á lausu til jarðgangagerðar? Meira
10. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 194 orð

Útimessa við Sænautasel

SUNNUDAGINN 12. ágúst nk. verður útimessa við Sænautasel. Sænautasel er í Eiríksstaðasókn á Efri Jökuldal og tilheyrir Valþjófsstaðarprestakalli. Sóknarpresturinn, séra Lára G. Oddsdóttir, annast messugjörðina. Sálmar verða sungnir við... Meira

Minningargreinar

10. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1846 orð | 1 mynd

ÁSTMAR ÓLAFSSON

Ástmar Ólafsson fæddist í Keflavík hinn 18. desember 1980. Hann fórst með m.b. Unu í Garði 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Álfheiður Skarphéðinsdóttir, f. 22. janúar 1945 í Reykjavík, og Ólafur Eiríkur Þórðarson, f. 4. apríl 1943 í... Meira  Kaupa minningabók
10. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1257 orð | 1 mynd

FRIÐRIK ADOLFSSON

Friðrik Adolfsson útvarpsvirki fæddist í Aðalstræti 20 á Akureyri 23. nóvember 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Friðrika Friðriksdóttir frá Hánefsstöðum í Svarfaðardal, f. 4. október 1882, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
10. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1751 orð | 1 mynd

MIKAEL JÓHANNESSON

Mikael Jóhannesson fæddist á Akureyri hinn 16. júlí 1927. Hann andaðist á heimili sínu hinn 28. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Jónasson frá Ystu-Vík, f. 1885, d. 1964, og Gunnlaug Kristjánsdóttir, Akureyri, f. 1894, d. 1957. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 434 orð

Afkoma félagsins í takt við áætlanir

HAGNAÐUR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2001 nam 195 milljónum króna, samanborið við 189 milljónir á sama tímabili í fyrra. Meira
10. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 255 orð | 1 mynd

Erfiðleikar hjá SAS

SEKT, sem Evrópusambandið hefur gert flugfélaginu SAS að greiða, setur strik í reikninginn í hálfsársuppgjöri félagsins. Meira
10. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 87 orð

Hækkun verður á gjaldskrá Samskipa

SAMSKIP munu tilkynna á næstu dögum einhverja hækkun á gjaldskrá, að sögn Knúts Haukssonar, aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. Meira
10. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 73 orð | 1 mynd

Leiðrétt

Í FRÉTT á forsíðu viðskiptablaðs Morgunblaðsins í gær var rangt farið með í fyrirsögn að stórlega hefði dregið úr verðbréfakaupum að utan. Hið rétta er "heldur hefur dregið úr verðbréfakaupum að utan". Meira
10. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 90 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.033,61 -0,93 FTSE 100 5.402,90 -1,34 DAX í Frankfurt 5.512,28 -1,82 CAC 40 í París 4. Meira
10. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 84 orð

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt.

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt. alm. Vísitölub. vextir skbr. lán Mars '00 21,0 16,1 9,0 Apríl '00 21,5 16,2 9,0 Maí ‘00 21,5 16,2 9,0 Júní '00 22,0 16,2 9,1 Júlí '00 22,5 16,8 9,8 Ágúst '00 23,0 17,0 9,8 Sept. Meira
10. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 75 orð

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1.

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1. ágúst síðustu (%) Kaupg. 3 mán. 6 mán. 12 mán. Kaupþing hf. Skammtímabréf 4,137 12,1 9,4 7,3 Skyndibréf 3,376 21,7 12,5 10,7 Landsbréf hf. Meira
10. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 326 orð

Tilefni til að huga að lækkun vaxta

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ telur að þróun og horfur í efnahagsmálum gefi tilefni til að huga að lækkun vaxta og það jafnvel fyrr en síðar. Meira
10. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 250 orð

Viðræður um sameiningar

ÞESSA dagana standa yfir samningaviðræður vegna hugsanlegrar sameiningar fyrirtækjanna Stiklu, Línu-Tetra, sem áður hét Irja, og NMT-hluta Landssímans. Meira
10. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 99 orð

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv.

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv. Byggingar Launa- lánskj. til verðtr vísitala vísitala Mars '00 3,848 194,9 238,9 189,6 Apríl '00 3,878 196,4 239,4 191,1 Maí '00 3,902 197,6 244,1 194,5 Júní '00 3,917 198,4 244,4 195,7 Júlí '00 3. Meira

Fastir þættir

10. ágúst 2001 | Fastir þættir | 666 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 445 445 445...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 445 445 445 19 8.277 Gellur 570 530 547 47 25.710 Grálúða 100 100 100 5 500 Gullkarfi 111 10 87 1.211 105.050 Hlýri 164 85 117 39 4.579 Keila 60 37 45 1.114 49.949 Langa 140 50 119 698 82.759 Lax 325 325 325 75 24. Meira
10. ágúst 2001 | Fastir þættir | 438 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Lítum á varnarþraut þar sem reynir bæði á góðar reglur og rökrétta hugsun. Lesandinn er í vestur: Vestur gefur; allir á hættu. Meira
10. ágúst 2001 | Viðhorf | 869 orð

Klónun á fólki

Gagnrýnendur líta því ekki á málið alveg sömu augum og Antinori sjálfur, sem virðist fyrst og fremst líta svo á að hann sé að hjálpa fólki sem á við ófrjósemi að stríða. Meira
10. ágúst 2001 | Fastir þættir | 248 orð | 1 mynd

Nota tímann fram að móti til að finna rétta gírinn

ÞÆR eru frekar góðar, fréttirnar af Gordon frá Stóru-Ásgeirsá og Sigurbirni Bárðarsyni, en hann fór til Hamborgar fyrr í vikunni til fundar við sinn forna vin til að undirbúa hann fyrir átökin á heimsmeistaramótinu í Austurríki. Meira
10. ágúst 2001 | Fastir þættir | 128 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

STAÐAN kom upp í A-flokki skákhátíðarinnar í Pardubice er lauk fyrir stuttu. Tékkneski stórmeistarinn, Marek Vokac (2.507) hafði hvítt gegn landa sínum Vladimir Hadraba (2.257). 37. Rd6! Riddarinn er friðhelgur þar sem eftir 37. ...exd6 38. Meira
10. ágúst 2001 | Fastir þættir | 547 orð | 1 mynd

Stefán Kristjánsson náði AM-áfanga

1.-9. 8. 2001 Meira
10. ágúst 2001 | Fastir þættir | 1066 orð | 2 myndir

Þurfum fljótvirka og skemmtilega keppni

Dómar á gæðingum hafa löngum þótt langdregnir og ekki nógu aðgengilegir fyrir áhorfendur þótt vissulega fylgi þeim alltaf spenna. Í sumar hafa verið gerðar athygliverðar tilraunir til að breyta þessu með því að flýta fyrir og gera keppnina áhorfendavæna. Valdimar Kristinsson fylgdist með einni útfærslunni á dögunum og ræddi við Magnús Halldórsson gæðingadómara sem komið hefur að þessari tilraunastarfsemi. Meira

Íþróttir

10. ágúst 2001 | Íþróttir | 75 orð

1.

1. deild karla Stjörnuv.: Stjarnan - Víkingur R. 19 Dalvíkurvöllur: Dalvík - ÍR 19 2. deild karla Ásvellir: Haukar - Leiknir 19 Garðsvöllur: Víðir - Afturelding 19 3. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 133 orð

Atli Viðar með slitið krossband

ATLI Viðar Björnsson, sóknarmaðurinn knái í liði FH-inga, leikur ekki meira með liðinu á þessu tímabili. Atli Viðar meiddist illa á hné í leik FH og ÍBV á dögunum og var strax óttast að krossbönd í hné hefðu orðið fyrir hnjaski. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 226 orð

Átakalítill sigur KA

HAGUR KA vænkaðist til muna á toppi 1. deildarinnar í knattspyrnu er liðið vann átakalítinn sigur á KS á Akureyrarvellinum í gærkvöld. Lokatölur leiksins urðu 5:1 eftir að heimamenn höfðu leitt 4:0 í leikhléi. Óhætt er að segja að KA-menn hafi nýtt hornspyrnur sínar vel í fyrri hálfleik, því þrjú markanna komu eftir hornspyrnur frá Dean Martin. Staða Siglfirðinga er hins vegar orðin afleit á botni deildarinnar. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 294 orð

Betis bauð í Jóhannes Karl

SPÆNSKA liðið Real Betis er búið að gera formlegt kauptilboð í íslenska knattspyrnumanninn Jóhannes Karl Guðjónsson sem nú leikur með RKC Waalwijk í Hollandi. Tilboðið hljóðar upp á 300 milljónir íslenskra króna og staðfesti Jóhannes Karl þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 2591 orð | 1 mynd

Bjartsýnn hugsjónamaður

Vésteinn Hafsteinsson, landsliðsþjálfari í frjálsíþróttum, er einn reyndasti íþróttamaður Íslands eftir að hafa staðið í eldlínunni í um 20 ár, fyrst sem afreksmaður í sinni grein og á síðustu árum sem landsliðsþjálfari. Hann er fyrst og fremst hugsjónamaður. Ívar Benediktsson settist niður með Vésteini yfir kaffibolla í Edmonton og rabbaði um árangurinn á HM og einnig um hugmyndir hans um að auka veg frjálsíþrótta á Íslandi. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 546 orð | 1 mynd

Blikar töpuðu dýrmætum stigum

BREIÐABLIK og ÍBV skildu jöfn, 0:0, þegar liðin mættust í Kópavogi í gærkvöldi. Breiðablik heldur enn efsta sæti deildarinnar en KR, sem gjörsigraði sameiginlegt lið Þórs/KA/KS fyrir norðan, 3:9, gerir harða atlögu að Blikunum og hafa nú aðeins tveimur stigum minna en meistararnir. Þá sigraði Stjarnan FH, 4:0, í Hafnarfirði. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 1154 orð | 1 mynd

Gebrselassie gekk í gildru

EINHVER óvæntustu úrslit heimsmeistaramótsins í frjálsíþróttum áttu sér stað þegar Eþíópíumaðurinn Haile Gebrselassi tapaði í 10.000 metra hlaupi. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 436 orð | 3 myndir

Grafarholtið var erfitt viðureignar

AÐ loknum fyrsta keppnisdegi af fjórum á Íslandsmótinu í höggleik í golfi eru Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, og Örn Ævar Hjartarson, GS, í efstu sætunum í kvenna- og karlaflokki. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 165 orð

ÍSLANDSMEISTARAR KR-inga í knattspyrnu ákváðu í...

ÍSLANDSMEISTARAR KR-inga í knattspyrnu ákváðu í gær að leysa Frakkann Moussa Dagnogo undan samningi við félagið og þar með er ljóst að hann leikur ekki fleiri leiki með vesturbæjarliðinu á leiktíðinni. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 408 orð | 1 mynd

* JÓHANN Birnir Guðmundsson, landsliðsmaður í...

* JÓHANN Birnir Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk yfirburðarkosningu sem leikmaður júlímánaðarins hjá stuðningsmönnum norska úrvalsdeildarliðsins Lyn . Jóhann B. fékk 50,7% atkvæðanna en næstur kom Mohammed Ouseb með 16%. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 681 orð

KNATTSPYRNA Símadeild kvenna Breiðablik - ÍBV...

KNATTSPYRNA Símadeild kvenna Breiðablik - ÍBV 0:0 FH - Stjarnan 0:4 Freydís Bjarnadóttir 6., 38., Steinunn H. Jónsdóttir 9., Guðrún Guðjónsdóttir 89. Þór/KA/KS - KR 3:9 Guðrún Soffía Viðarsdóttir 6., 45., 55. - Olga Færseth 35., 73. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 304 orð | 1 mynd

* KONURNAR hófu leik í dag...

* KONURNAR hófu leik í dag kl. 7:30 og þrjár efstu í kvenna flokki leggja af stað kl. 8:30. Í karlaflokki verða þeir 36 efstu ræstir út frá kl. 8:40 og þrír efstu fara af stað kl. 10:30. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 230 orð

Marel og Jóhannes Karl í landsliðið

ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, valdi í gær hópinn sem mætir Pólverjum í vináttuleik hinn 15. ágúst. Atli valdi tvo nýliða, þá Marel Baldvinsson og Jóhannes Karl Guðjónsson, og að auki kemur Jóhann B. Guðmundsson inn í hópinn á nýjan leik. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 315 orð

Sigurinn hefði vel getað orðið stærri...

"ÉG ER mjög ánægður með þennan sigur. Það er frábært að vinna þetta lið því við erum fyrst íslenskra félagsliða og landsliða sem náum að sigra Pólverja," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. "Þegar við sjáum lið eins og Kraká, sem barðist við Pogon um meistaratitilinn í fyrra, rétt tapa gegn Barcelona 4:3 í fyrrakvöld, verður þessi sigur að teljast góður." Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 426 orð | 1 mynd

Skagavörnin hélt í klukkustund

CLUB Brügge sigraði ÍA, 4:0, í fyrstu umferð forkeppni UEFA-keppninnar í Belgíu í gærkvöldi. Brügge átti í miklum vandræðum með Skagamenn í upphafi leiks. Belgarnir léku mjög illa í fyrri hálfleik og áttu fá marktækifæri. Svo virtist sem leikmenn liðsins hefðu vanmetið "litla liðið" frá Íslandi. Í síðari hálfleik sýndi Brugge sitt rétta andlit en það tók Belgana þó klukkutíma að skora fyrsta markið og brjóta niður íslenska varnarmúrinn. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Spenna í Grafarholti

ÍSLANDSMÓTIÐ í höggleik í golfi hófst í gær í Grafarholti. 150 kylfingar taka þátt í mótinu, en því lýkur á sunnudag. Björgvin Sigurbergsson, GK, horfir hér á eftir upphafshöggi sínu á 9. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 103 orð

Staffan Johanson með stífar reglur

STAFFAN Johanson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi, leggur mikla áherslu á að landsliðsfólk á öllum aldri taki ekki þátt í öllum mótum sem í boði eru og telur Svíinn að hvíldin sé gulls ígildi. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 806 orð | 1 mynd

Súrsætur sigur hjá Árbæjarliðinu

FYLKISMENN geta nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki náð hagstæðari úrslitum á móti pólska liðinu Pogon Szczecin í 1. umferð forkeppni UEFA-keppninnar í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 237 orð

SVERRIR Sverrisson, miðjumaður hjá Fylki, var...

SVERRIR Sverrisson, miðjumaður hjá Fylki, var afar ánægður með fyrsta leik Fylkis í Evrópukeppni og jafnframt fyrsta sigurinn á þeim vígstöðvum er liðið vann Pogon Szczecin 2:1 í Laugardalnum í gærkvöldi. Meira
10. ágúst 2001 | Íþróttir | 158 orð | 1 mynd

* TVEIR leikmenn Breiðabliks þurftu að...

* TVEIR leikmenn Breiðabliks þurftu að leita á slysadeild eftir leikinn gegn ÍBV en þær Margrét Ákadóttir og Hjördís Þorsteinsdóttir skölluðu saman undir lok leiksins og fengu þær báðar skurð við augu. Meira

Úr verinu

10. ágúst 2001 | Úr verinu | 153 orð

60.000 tonn á árinu

AFLI Hólmaborgar SU, nóta- og togveiðiskips Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf., er nú orðinn yfir 60 þúsund tonn á þessu ári, en það er sami afli og fékkst á skipinu á öllu síðasta ári. Þar af hefur Hólmaborgin veitt um 35 þúsund tonn af loðnu, 4. Meira
10. ágúst 2001 | Úr verinu | 616 orð | 1 mynd

Mætir kröfum nútímans

HÁKON EA, nýtt nóta- og togveiðiskip útgerðarfélagsins Gjögurs hf., sigldi til hafnar í Reykjavík á laugardag, en þangað kom skipið eftir rúmlega 3 vikna siglingu frá Chile, þar sem skipið var smíðað. Meira
10. ágúst 2001 | Úr verinu | 301 orð | 1 mynd

"Hljótum að vera bjartsýnir"

"ÞAÐ er lítið hægt að segja um sjóhæfni skipins, því það var rjómablíða alla leiðina heim. Mér lízt engu að síður mjög vel á skipið, enda er það bæði stórt og mikið. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 37 orð

160 náðust á einni helgi

UM verslunarmannahelgina náðust myndir af 160 ökumönnum sem óku of hratt um Hvalfjarðargöngin. Myndavélin var sett upp fyrir helgina. Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 81 orð | 1 mynd

Bjargaði félaga sínum

SVEINN H. Jensson , starfsmaður Edduhótelsins á Kirkjubæjarklaustri, sýndi mikið þrekvirki þegar hann bjargaði félaga sínum úr Skaftá. Sveinn hugðist fylgjast með af brúnni hjá Hunkubökkum þegar samstarfsfólk hans sigldi niður ána. Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 199 orð

Er þyngdin í lagi?

ALGENGAST er að nota svokallaðan líkamsþyngdarstuðul, BMI (body mass index), til að meta holdafar fullorðinna og á síðustu árum er einnig farið að nota hann til að meta holdafar barna og unglinga. Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 362 orð

Fitnar ekki

AÐ VERA of léttur getur líkt og það að vera of þungur haft áhrif á sjálfsmynd fólks, sérstaklega unglinga. Viðurnefni á borð við beinasleggja, kústskaft og þar fram eftir götunum heyrast kannski ekki lengur enda eftirsóknarvert að vera grannholda. Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 427 orð | 6 myndir

F rdæðuskapur á Ströndum

"Til þess legg eg Margrét Þórðardóttir hönd á helga bók, og það segi eg almáttugum guði, að eg hefi aldrei, úng eða gömul, á allri æfi minni galdur lært, ekki heldur með galdri eður fordæðuskap mein gert eður gera látið nokkurri karlmanns eður... Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1334 orð | 5 myndir

Garðabæjar

GÓÐAN daginn, ég heiti Cheick," segir hraustlegur ungur maður á íslensku og tekur hressilega í hönd blaðamanns sem kemst fljótt að því að hinn 23 ára gamli Cheick Ahmed Tidiane Bangoura frá Gíneu í Vestur-Afríku er fullur lífsgleði og ávallt er... Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 118 orð | 1 mynd

Handtökur við Reykjavíkurhöfn

ÞRÍR félagsmenn úr Sjómannafélagi Reykjavíkur voru handteknir við Reykjavíkurhöfn á þriðjudaginn. Þeir voru í hópi 20 til 30 manna sem mótmæltu komu bandaríska skemmtiferðaskipsins Clipper Adventurer. Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 95 orð

Hershöfðingi dæmdur fyrir þjóðarmorð

BOSNÍU-serbneskur hershöfðingi, Radislav Krstic , hefur verið fundinn sekur um þjóðarmorð. Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag dæmdi hann í 46 ára fangelsisvist. Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 778 orð | 1 mynd

Hjartakort

GEFIÐ og ykkur verður gefið" er inntakið í gjafaklúbbum sem höfða til kvenna og hafa sprottið upp víða í Bretlandi. Hugmyndin er komin frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur tíðkast í mörg ár í ýmsum myndum. Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 114 orð

Merkileg hvalbein

HVALBEIN sem stóð út úr moldarhaug leiddi til þess að fornar mannvistarleifar fundust í Keflavík í Fjörðum. Ásbjörn Björgvinsson , forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík, sá hvalbeinin fyrir tveimur árum í um 16 metra hæð yfir sjávarmáli. Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1625 orð | 3 myndir

Mjóir

FYRIRSAGNIR á borð við "Íslenska þjóðin að fitna", "Bandaríkjamenn halda áfram að þyngjast", "Offituvandinn eykst í Evrópu" og þar fram eftir götunum hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri. Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1406 orð | 6 myndir

Soffía

NORÐANKONAN Soffía er grafískur hönnuður og sinnir störfum á vinnustofu í Brautarholti sem hún kallar Soffíu frænku. Þar er hún í góðu samfélagi með nokkrum öðrum grafískum hönnuðum í Hugmyndasmiðjunni átján og hefur meira en nóg að gera. Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 423 orð | 1 mynd

Styrktaræfingar

ÞÓRDÍS L. Gísladóttir íþóttafræðingur segir að erfitt geti verið verið að þyngjast og slíkt geti tekið nokkurn tíma, sérstaklega ef fólk vill bæta á sig vöðvamassa en ekki fitu. Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 564 orð | 1 mynd

Stærð

FÁIR virðast hafa eins gaman af því að fara í búðir í útlöndum og Íslendingar. Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 989 orð | 3 myndir

Trúarstef

Lækjarhjal og lóusöngur, hógvært en heiðarlegt sólskin, fjallgarður í fjarska og glaumur af laginu "Ekki prédika, pabbi" með Madonnu. Haukur Már Helgason gerði sér ferð í Skálholt, á sjónþing um tónlistarmyndbönd. Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 94 orð | 1 mynd

Yfir 30 þúsund manns á útihátíðum

MIKILL fjöldi fólks sótti þær útihátíðir sem haldnar voru um verslunarmannahelgina. Fjölmennust var Kántríhátíðin á Skagaströnd. Gestir þar voru um 12 þúsund, aðallega fjölskyldufólk. Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 65 orð | 1 mynd

Þórey Edda meðal þeirra bestu

ÞÓREY Edda Elísdóttir varð í 6. sæti í stangarstökki á heimsmeistaramótinu í Edmonton í Kanada. Hún stökk yfir 4,45 metra. Hún komst yfir þá hæð í fyrstu tilraun. Meira
10. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 107 orð

Ætla að klóna mann

ÞRÍR vísindamenn hafa lýst því yfir að þeir ætli að hefja tilraunir með að klóna menn. Við það ætla þeir að beita sambærilegum aðferðum og notaðar voru við að klóna kindina Dollý. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.