Greinar laugardaginn 3. nóvember 2001

Forsíða

3. nóvember 2001 | Forsíða | 117 orð | 1 mynd

Arafat og Peres hittast

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, og Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, áttu stuttan fund á eyjunni Mallorca í gær, þar sem þeir eru staddir á ráðstefnu um efnahagsmál í Miðjarðarhafslöndum. Meira
3. nóvember 2001 | Forsíða | 79 orð

Atvinnuleysi eykst

STÖRFUM í Bandaríkjunum fækkaði um 415 þúsund í október, og atvinnuleysi í mánuðinum nam 5,4%, að því er greint var frá í gær. Er þetta mesta atvinnuleysi síðan í desember 1996, og mesta aukning milli mánaða síðan í maí 1980. Meira
3. nóvember 2001 | Forsíða | 194 orð | 1 mynd

Duftið reyndist laust við miltisbrand

ENGINN fótur reyndist fyrir því að duft sem fannst í póstsendingum á tveimur stöðum í Þýskalandi hefði haft að geyma miltisbrandsgró. Ulla Schmidt, heilbrigðisráðherra Þýskalands, greindi frá þessu í gærkvöldi. Meira
3. nóvember 2001 | Forsíða | 312 orð

Ekki gert hlé á árásunum yfir ramadan

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að ekkert hlé yrði gert á árásum á skotmörk í Afganistan yfir hvíldarmánuð múslima, ramadan, sem hefst um miðjan nóvember. Meira
3. nóvember 2001 | Forsíða | 112 orð

Ólöglegt fé í flokkssjóð?

LÖGREGLAN í Kaupmannahöfn ætlar að sögn Jyllandsposten ekki að sinna kærum sem lagðar hafa verið fram á hendur jafnaðarmannaflokki Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra um lagabrot í sambandi við óbeinar greiðslur danska alþýðusambandsins í flokkssjóði. Meira
3. nóvember 2001 | Forsíða | 221 orð | 1 mynd

Trimble náði ekki kosningu

DAVID Trimble, leiðtoga Sambandsflokks Ulster (UUP) á Norður-Írlandi, mistókst í gær að tryggja sér kosningu í embætti forsætisráðherra en þá fór fram atkvæðagreiðsla um endurreisn heimastjórnarinnar í héraðinu. Meira

Fréttir

3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

13,5 milljónir til stuðnings geðsjúkum

KIWANISHREYFINGIN á Íslandi safnaði alls 13,5 milljónum króna til stuðnings geðsjúkum með sölu K-lykilsins í fyrstu viku októbermánaðar sl. en söfnunarféð úr landssöfnun Kiwanis var afhent við hátíðlega athöfn í Kiwanishúsinu í gær. Meira
3. nóvember 2001 | Landsbyggðin | 77 orð | 1 mynd

460 fermetra viðbygging vígð við Fellaskóla

FELLAHREPPUR bauð Austfirðingum í heimsókn á laugardaginn var, en þá var ný 460 fermetra viðbygging við Fellaskóla tekin formlega í notkun. Hátíðardagskrá var að mestu leyti í höndum ungviðisins, m.a. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 65 orð

46% styðja loftárásir á Afganistan

SKIPTAR skoðanir virðast vera um loftárásirnar á Afganistan skv. nýrri skoðanakönnun Gallup. Tæplega 46% svarenda sögðust vera hlynnt loftárásunum, 15% eru hvorki hlynnt né á móti og tæplega 41% segist andvígt árásunum, skv. niðurstöðum könnunarinnar. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 99 orð

4 mán. skilorð fyrir þjófnað í Háskóla Reykjavíkur

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á miðvikudag rúmlega tvítugan mann í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað í húsnæði Háskóla Reykjavíkur fyrr á þessu ári. Meira
3. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 432 orð

AKUREYRARKIRKJA: Messa kl.

AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11 á morgun, sunnudag, á allra heilagra messu. Látinna minnst. Fólki boðið að tendra minningarljós á ljósbera. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Lesarar: Aðalsteinn Bergdal, Bergþóra Benediktsdóttir og Inga Eydal. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 100 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi athugasemd frá Tryggingastofnun ríkisins: "Í staðtölum Tryggingastofnunar fyrir árið 2000 er m.a. fjallað um lyfjamál og gerð grein fyrir kostnaði við nokkra lyfjaflokka. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 89 orð

Auglýsingar í Morgunblaðinu líka á mbl.is

AUGLÝSINGAR, sem birtast á blaðsíðum 3, 5 og 7 í Morgunblaðinu birtast nú einnig á forsíðu mbl.is. Auglýsingin birtist sem smámynd á forsíðunni en með því að smella á hana er hægt að skoða auglýsinguna í stærri útgáfu. Meira
3. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 174 orð

Ágreiningur um eftirlaun þingmanna

MEIRIHLUTINN á norska stórþinginu kaus á fimmtudag gegn því að breyta reglum um eftirlaunaréttindi þingmanna, sem þykja nokkuð rífleg. Þá var samþykkt að hækka laun þingmanna og ráðherra. Meira
3. nóvember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 441 orð | 2 myndir

Á harðakani í hundakerru

ÞAÐ ER óvenjuleg sjón sem blasir við þeim sem eiga leið um göngustíga á Álftanesinu þessa dagana. Iðulega má sjá þar tvo enska veiðihunda á harðakani með kerru í eftirdragi. Í kerrunni situr eigandi þeirra, Ferdinand Hansen, og heldur um stjórntaumana. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 240 orð

Ályktun vegna stöðu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar

Á AÐALFUNDI Foreldra- og styrktarfélags Greiningarstöðvar sem haldinn var 24. október síðastliðinn var svohljóðandi ályktun samþykkt. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 99 orð

Árekstrahrina í gærkvöldi í Reykjavík

MJÖG annasamt var hjá Lögreglunni í Reykjavík í gær þar sem 21 umferðaróhapp varð yfir daginn og á annað hundrað bókanir skráðar. Meira
3. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 58 orð | 1 mynd

Á slysadeild eftir harðan árekstur

ÞRÍR fóru á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða á Þingvallastræti nokkru eftir hádegi í gær. Áreksturinn varð á móts við innakstur að verslun Úrvals og Kristjánsbakarís. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 36 orð

Bílvelta við Hveradali

SENDIFERÐABIFREIÐ valt út af veginum skammt frá Hveradölum laust fyrir kl. 18 í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en bíllinn skemmdist töluvert. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi er talið að hann hafi runnið til í... Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 64 orð

Blessun á vegum Karuna á Íslandi

BLESSUN verður haldin á vegum Karuna, samfélags Kadampa-búddista, í Háskólabíói á sunnudag. Athöfnin verður í sal 4 og hefst klukkan 11, en skráning byrjar klukkan 10.15. Skráningargjald er 4.000 krónur með hádegisverði og kennslu síðdegis. Meira
3. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 919 orð | 1 mynd

Danskir jafnaðarmenn höfða til óvissu kjósenda

Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra segir nauðsynlegt að fá nýtt umboð vegna gerbreyttra aðstæðna í heimsmálum eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september. Meira
3. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 326 orð

Deilt um réttmæti genabanka í Noregi

EINKAFYRIRTÆKI undir forystu prófessorsins Kåre Berg hefur sótt um leyfi til að setja á fót gagnagrunn, sem hefði að geyma erfðaupplýsingar um rúmlega eina milljón Norðmanna. Skiptar skoðanir eru í Noregi um réttmæti slíkra genabanka. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 109 orð

Dýrbítar á Kjalarnesi ekki fundnir

RANNSÓKN lögreglunnar í Reykjavík á tjóni Ólafs Hólms Guðbjartssonar, bónda á Sjávarhólum á Kjalarnesi, sem misst hefur 50 ær eftir hundsbit hefur ekki leitt til þess að dýrbíturinn eða -bítarnir hafa náðst. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 169 orð

Dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir lífshættulega hnífstungu

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 21 árs mann í 14 mánaða fangelsi fyrir að stinga mann í bakið með hníf í febrúar á þessu ári. Ákærði var ennfremur dæmdur til að greiða fórnarlambinu rúmar 270 þúsund krónur í skaðabætur auk alls sakarkostnaðar. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 143 orð

Ekki hægt að útiloka lagasetningu

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segir ekki hægt að útiloka lagasetningu á boðuð verkföll flugumferðarstjóra um miðjan mánuðinn. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 120 orð

Ellefu fyrirtæki fengið starfsleyfi

ELLEFU fyrirtæki eða félög hafa fengið starfsleyfi hér á landi eftir gildistöku laga um alþjóðleg viðskiptafélög árið 1999. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Fauk út af í stormi

STÓR dráttarbifreið með tengivagni fauk á hliðina í miklu hvassviðri á Útnesvegi við Ólafsvíkurenni um klukkan 23 á fimmtudagskvöld. Ökumaður var í bílbelti og sakaði hann ekki. Meira
3. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Félag um varðveislu fornra hátta í Eyjafirði

NOKKUR undanfarin ár hefur hópur fólks við Eyjafjörð lagt starfseminni í Laufási lið með því að taka þátt í starfsdögum . Meira
3. nóvember 2001 | Suðurnes | 290 orð

Fjölgun sílamáfa vaxandi vandamál

SÍFELLD fjölgun sílamáfa er vaxandi vandamál á Suðurnesjum og hafa Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum samþykkt að láta kanna ítarlega leiðir til að ná árangri við að halda stofni sílamáfa niðri. Meira
3. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

Flugmenn efast um ágæti úrræðisins

EFASEMDIR eru uppi meðal breskra flugmanna um ágæti þess úrræðis flugfélaga að brynverja flugstjórnarklefa til að bregðast við hryðjuverkavánni. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 623 orð | 1 mynd

Forseti Alþingis snuprar framkvæmdavaldið

ALKUNNA er að þeir þingmenn sem gegna hinu virðulega embætti forseta Alþingis á hverjum tíma eru misumdeildir og áberandi í störfum sínum. Það er líkt og með þingmennskuna almennt, að þar eru sumir menn jafnan í sviðsljósinu en aðrir síður. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 36 orð

Gönguferð á Grímannsfell

GÖNGUFERÐ á Grímannsfell í Mosfellssveit með Ferðafélagi Íslands verður farin sunnudaginn 4. nóvember. Áætlaður göngutími er 3,5-5 klst. Fararstjóri er Eiríkur Þormóðsson. Þátttökugjald 1.500/1.800 kr. Brottför er frá BSÍ kl. 10. Meira
3. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Hóta hermdarverkum á brúm

LÖGREGLUMAÐURINN Rob Nelson á verði við Golden Gate brúna við San Francisco í Kaliforníu. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 27 orð

Húsmæðrafélagið með basar

HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavíkur heldur sinn árlega basar á Hallveigarstöðum við Túngötu, sunnudaginn 4. nóvember kl. 14. Þar verða einnig á boðstólum lukkupakkar fyrir börn. Allur ágóði rennur til... Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Í minningu franskra sjómanna

Á allraheilagramessu 2. nóvember lagði sendiherra Frakka á Íslandi, Louis Bardollet, krans að minnisvarða franskra sjómanna, sem fórust við Ísland á langri fiskveiðisögu þeirra á Íslandsmiðum. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 61 orð

ÍR stofnar dansdeild

ÍÞRÓTTAFÉLAG Reykjavíkur eða ÍR hefur stofnað sérstaka dansdeild og er því fyrsta íþróttafélagið á landinu sem stofnar slíka deild. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 92 orð

Íslenska karlalandsliðið í Smáralind

ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik bregður á leik með gestum Smáralindar í Vetrargarðinum, sunnudaginn 4. nóvember kl. 14.30-16. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Jólakortasala LHS

LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga hafa um árabil verið með jólakortasölu fyrir jólin til tekjuöflunar. Jólakortin eru með misjöfnum myndum frá ári til árs og pökkuð inn í 5 korta pakka, sem kosta 400 kr. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Jólakort til styrktar SKB

JÓLAKORT Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, eru komin út og eru til sölu hjá skrifstofu félagsins í Hlíðasmára 14 í Kópavogi. Sala á jólakortum er ein helsta fjáröflunarleið félagsins. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 49 orð

Kaffisöludagur hjá Húnvetningafélaginu

HÚNVETNINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík verður með sinn árlega kirkju- og kaffisöludag sunnudaginn 4. nóvember. Messa verður í Kópavogskirkju kl. 14 og þar mun Húnakórinn syngja undir stjórn Elínar Ó. Óskarsdóttur. Kl. 14. Meira
3. nóvember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 233 orð

Koma á upp hverfaráðum

BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti tillögu borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans á fimmtudag um að koma á fót hverfaráðum í Reykjavík sem starfa í samræmi við þá hverfaskiptingu sem borgarstjórn samþykkti í fyrri mánuði. Þannig yrðu mynduð átta hverfaráð, þ. Meira
3. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 351 orð

Landsbyggðin borgar hærri virðisaukaskatt

STOFNFUNDUR Samtaka fyrirtækja á Norðurlandi var haldinn á Hótel KEA á fimmtudag, en markmið þeirra er að vinna að uppbyggingu og samvinnu fyrirtækja í fjórðungnum. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 74 orð

Langur laugardagur á Laugaveginum

Í DAG er langur laugardagur á Laugaveginum og mikið um að vera. Töframaður og trúður skemmta börnum jafnt sem fullorðnum og léttir tónar verða fluttir af tónlistarfólki. Mikið er um tilboð í verslunum sem eru með lengri opnunartíma - til kl. Meira
3. nóvember 2001 | Miðopna | 1694 orð | 2 myndir

Lágir skattar lífsnauðsynlegir

Draga þarf verulega úr útgjöldum hins opinbera á Íslandi og hraða ber einkavæðingu. Íslendingar ættu að laða til sín erlenda auðmenn gegn því að þeir fjárfesti fyrir ákveðna lágmarksupphæð. Samræmd skattastefna innan Evrópusambandsins mun leiða til hækkandi skatta almennt. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráðstefnu um skattamál í gær. Arnór Gísli Ólafsson og Steingerður Ólafsdóttir ræddu við nokkra fyrirlesaranna. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

LEIÐRÉTT

Sýningarstaðir í Chelsea Meðfylgjandi kort átti að fylgja grein Huldu Stefánsdóttur um listgalleríin í Chelsea-hverfinu í New York í Lesbók um liðna helgi en féll niður. Sýnir það staðsetningu galleríanna sem fjallað er um í greininni. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Lista- og handverksdagur Sólvangs

LISTA- og handverksdagur ásamt kaffisölu verður á Sólvangi, Hafnarfirði, laugardaginn 3. nóvember kl. 14. Allur ágóði rennur til starfsemi vinnustofunnar. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 627 orð | 2 myndir

Meiri aukning en í nágrannalöndunum

Í NÝRRI samantekt frá Útlendingaeftirlitinu kemur fram að nýjum dvalarleyfum án atvinnuþátttöku hefur fjölgað úr 329 á síðasta ári í 412 á þessu ári. Er þá miðað við tímabilið frá 1. janúar til 30. september. Reikna má með því að um 1. Meira
3. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 456 orð

Meirihlutinn lýsir yfir stuðningi við sveitarstjóra

MEIRIHLUTI sveitarstjórnar Hríseyjarhrepps lagði fram bókun á aukafundi sveitarstjórnar á fimmtudag, þar sem hörmuð eru viðskipti Péturs Bolla Jóhannessonar sveitarstjóra og Þorgeirs Jónssonar slökkviliðsstjóra á brunastað þegar gamla verbúðin brann hinn... Meira
3. nóvember 2001 | Landsbyggðin | 82 orð | 1 mynd

Námskeið í gerð mósaíkverka

ÞEGAR hausta tekur fer fólk að tínast á hin ýmsu námskeið sem í boði eru hverju sinni. Á Húsavík og í Þingeyjarsýslum er mikið og fjölbreytt framboð af námskeiðum. Þau eru m.a. haldin af stéttarfélögunum og Fræþingi, Fræðslumiðstöð Þingeyinga. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 775 orð | 1 mynd

Nýjar leiðir í rekstri

Erna Björnsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1967. Meira
3. nóvember 2001 | Suðurnes | 139 orð | 1 mynd

Olíuleki í Sandgerðishöfn

Á MILLI 200 og 300 lítrar af dísilolíu láku í Sandgerðishöfn í gærmorgun þegar verið var að dæla brennsluolíu á milli tanka í Jóhönnu GK 150, sem lá við enda norðurgarðsins í höfninni. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 503 orð

Ófullnægjandi breytingar á reglugerðinni

PERSÓNUVERND gerði athugasemd við reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja vegna fortakslauss ákvæðis um að á lyfseðli eigi að tilgreina við hverju nota eigi lyfið og í kjölfarið var ákvæðinu breytt á þann veg að lækni sé í undantekningatilvikum... Meira
3. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 610 orð | 1 mynd

Óttast stjórnleysi segi Shevardnadze af sér

Hætta er talin á upplausn og stjórnleysi í Georgíu neyðist Edúard Shevardnadze forseti til að segja af sér vegna stjórnarkreppu sem skollin er á vegna misheppnaðrar atlögu lögreglu að óháðri sjónvarpsstöð sem hafði gagnrýnt stjórnina fyrir spillingu. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 468 orð | 1 mynd

Óviðunandi staða fyrir alþjóðaflugið

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra átti í gærmorgun fund með Marinus Heijl, aðstoðarframkvæmdastjóra tæknisviðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO, í Montreal í Kanada þar sem boðuð verkföll íslenskra flugumferðarstjóra um miðjan mánuðinn voru helsta... Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 103 orð

Prófkjör 17. nóvember

BÆJARMÁLAFÉLAG Seltjarnarness hefur ákveðið að halda prófkjör laugardaginn 17. nóvember næstkomandi. Meira
3. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

"Móna Lísa brúnna" vígð

"MÓNA Lísa brúnna", sem endurreisnarmaðurinn Leonardo da Vinci teiknaði fyrir 500 árum, er nú risin í Noregi þótt gagnrýnendur listamannsins hafi á sínum tíma þvertekið fyrir, að smíðin gæti gengið upp. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 401 orð

"Okkur hefur hér stórlega mistekist"

EINAR Oddur Kristjánsson (D) héltlíklega þá ræðu sem vakti mesta athygli við umræður um smábátana í gær. Þetta var mikil eldræða, þar sem víða var drepið niður og m.a. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

"Rosalega gaman í veislunni"

ALLIR starfsmenn þvottahússins á Hrafnistu í Reykjavík komu saman í hádeginu í gær til að fagna tuttugu ára starfsafmæli starfssystur sinnar Kristínar Jónsdóttur. Meira
3. nóvember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 493 orð | 1 mynd

"Þurfum að læra hvert af öðru"

HVERNIG er best að takast á við kennslu í bekk þar sem nemendur af ólíku þjóðerni koma saman? Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 1255 orð | 1 mynd

Ráðherra segir gífurlega aukningu á veiðum krókabáta

"Frjálsar veiðar eins flokks skipa, sem óhjákvæmilega ganga á aflaheimildir annarra skipa, ganga ekki til lengdar," var meðal þess sem Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, sagði við umræður um frumvarp hans um krókaaflamarksbáta á Alþingi í gær. Björn Ingi Hrafnsson fylgdist með líflegum umræðum sem ekki fór nálægt því að tækist að ljúka fyrir helgi, eins og að var stefnt. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 393 orð | 1 mynd

Ræddu möguleika á auknum viðskiptum

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem staddur er í opinberri heimsókn í Rússlandi, átti í gær fundi með ýmsum ráðamönnum í landinu. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 130 orð

Samkeppnisráð ógildir yfirtökuna

SAMKEPPNISRÁÐ hefur ógilt yfirtöku Mjólkurfélags Reykjavíkur svf. og Lýsis hf. á Fóðurblöndunni hf., sem Búnaðarbankinn seldi í júní síðastliðnum. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 128 orð

Schengen getur laðað auðmenn til Íslands

ÍSLAND ætti með skattastefnu sinni að gera það eftirsóknarvert fyrir erlenda auðmenn að sækjast eftir dvalarleyfi hér, segir Marshall J. Langer sérfræðingur í skattamálum. Á móti yrði þeim gert að fjárfesta á Íslandi. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 124 orð

Senda niðurstöður til sérfræðinga

SVO harkalega var deilt um stjórn þingsins við upphaf þingfundar í gær, að einn reyndasti þingmaðurinn, Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslyndra, kvaðst vart muna annað eins. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 679 orð | 2 myndir

Sjávarútvegsráðherra gagnrýndur harðlega

HART var deilt á ummæli sjávarútvegsráðherra, Árna M. Mathiesen (D), sem hann lét falla á aðalfundi LÍÚ á fimmtudag við upphaf þingfundar í gær. Meira
3. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Snúningasöm og rysjótt tíð

SNÚNINGASAMT og rysjótt veður er framundan, allt fram undir miðjan nóvember að því er fram kemur í veðurspá félaga í Veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Sokolov og Nielsen efstir og jafnir

IVAN Sokolov og Peter Heine Nielsen urðu efstir og jafnir á minningarmótinu um Jóhann Þóri Jónsson með 7½ vinningi í 10 skákum en mótinu lauk í gær. Sokolov gerði jafntefli við Friðrik Ólafsson en Nielsen sigraði Leif Erlend Johannessen í lokaumferðinni. Meira
3. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Starfsfólki á saumastofu sagt upp

ÖLLU starfsfólki á saumastofu Sjóklæðagerðarinnar hf. 66° norður á Akureyri, alls 15 manns, hefur verið sagt upp störfum. Meira
3. nóvember 2001 | Suðurnes | 160 orð

Styrkja langveik börn

HALDINN verður fjölskyldudagur 6. nóvember nk. í Stapa til styrktar Félagi langveikra barna, en dagurinn er haldinn að frumkvæði líkamsræktarstöðvarinnar Perlunnar í Keflavík. Meira
3. nóvember 2001 | Landsbyggðin | 271 orð

Sögur og samfélög í Borgarbyggð

BORGARBYGGÐ er í forsvari fyrir sagnfræðilegt rannsóknarverkefni sem kallast Sögur og samfélög (Sagas and Societies). Verkefnið hefst 1. nóvember og stendur í eitt ár. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Ummerkja um miltisbrandsgró er leitað

RANNSÓKN á hvort miltisbrandsgró sé að finna í húsakynnum íslenska sendiráðsins í Washington í Bandaríkjunum hófst í gær og er niðurstaðna að vænta í lok næstu viku. Meira
3. nóvember 2001 | Landsbyggðin | 135 orð | 1 mynd

Vegabætur í Kollafirði

UNDANFARIÐ hefur verið unnið að nýlagningu Djúpvegar í norðanverðum Kollafirði í Strandasýslu. Vegagerðin óskaði fyrr á þessu ári eftir tilboðum í vegarkaflann sem nær frá brú við Fellsá og endar við svokallaðan Forvaða en leiðin er 5,58 km löng. Meira
3. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 485 orð

Verulegur landhernaður talinn óhjákvæmilegur

SÚ skoðun verður æ almennari meðal hernaðarsérfræðinga á Vesturlöndum og í Pakistan, að hvorki loftárásir né herstyrkur Norðurbandalagsins dugi til að koma frá talibanastjórninni í Afganistan. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 64 orð

Waris Dirie áritar bók sína

WARIS Dirie mun árita bók sína, Eyðimerkurblómið, í Eymundsson íAusturstræti í dag, laugardag, kl. 14-15. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 743 orð

Yfirtaka á Fóðurblöndunni ógilt

SAMKEPPNISRÁÐ hefur ógilt yfirtöku Mjólkurfélags Reykjavíkur svf. og Lýsis hf. á Fóðurblöndunni hf. Í tilkynningu frá samkeppnisráði í gær segir að ráðið telji að samruninn sem felst í yfirtökunni raski samkeppni og leiði til markaðsráðandi stöðu Mjólkurfélagsins á fóðurmarkaði, en samanlagt hafi fyrirtækin tvö um 75% markaðshlutdeild. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd

Þingmenn settu sig í spor sjálfboðaliða

RÁÐSTEFNA í tilefni af alþjóðlegu ári sjálfboðaliðans fór fram á Hótel Loftleiðum í gær að frumkvæði utanríkisráðuneytisins og í samstarfi við Rauða kross Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Bandalag íslenskra skáta. Meira
3. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Þrír á sjúkrahús eftir árekstur

ÖKUMENN þriggja bifreiða voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir þriggja bíla árekstur á mótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar skömmu eftir kl 8 í gærmorgun. Meira
3. nóvember 2001 | Miðopna | 1155 orð | 1 mynd

Þörf fyrir uppbyggingu í miðbænum

Verslunarmenn við Laugaveginn eru ósáttir við hvernig borgaryfirvöld hafa tekið á málefnum miðborgarinnar og segja að ekkert samráð sé haft við þá um ákvarðanir er varða svæðið. Í samtali við Nínu Björk Jónsdóttur segja þeir að fasteignir hafi fallið í verði og að fari sem horfir muni gæði verslunar í miðbænum minnka. Meira

Ritstjórnargreinar

3. nóvember 2001 | Staksteinar | 385 orð | 2 myndir

Hefur Evran áhrif á Íslandi?

FRÉTTABRÉF Fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg, 19. tölublað, er komið út. Þar er fjallað um þann atburð, sem gerist á fyrsta degi nýs árs árið 2002, er evran tekur gildi í allmörgum ríkjum Evrópu. Meira
3. nóvember 2001 | Leiðarar | 875 orð

Hernaðurinn mun dragast á langinn

Vaxandi efasemda gætir um ágæti hernaðaraðgerða Bandaríkjanna og Bretlands í Afganistan, jafnt á Vesturlöndum sem í ýmsum ríkjum múslíma sem hafa stutt þær til þessa. Meira

Menning

3. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 152 orð | 1 mynd

Elvis kemur heim í Búðardal

Í DAG fer fram hátíðardagskrá á Gistiheimilinu Bjargi í Búðardal tileinkuð rokkkónginum sjálfum, Elvis Presley. Meira
3. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 85 orð | 1 mynd

Eminem háður verkjalyfjum

RAPPARINN og óknyttastrákurinn Eminem hefur játað fíkn sína í verkjatöflur. Eminem segist hafa verið háður verkjalyfinu vicodin og að það sé þrautinni þyngra að losna úr viðjum neyslunnar. "Lífið getur verið mjög erfitt en ég mun sigra að lokum. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarlíf | 88 orð

Ferðalag upp með ánni

UPP með ánni heitir sjötta einkasýning Elínar G. Jóhannsdóttur sem opnuð verður í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, í dag kl. 15. Elín G. útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarlíf | 92 orð | 1 mynd

Gjörningur í Skugga

SARA Björnsdóttir myndlistarmaður opnar einkasýningu í Galleríi Skugga í dag kl. 16. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarlíf | 809 orð | 1 mynd

Íslenskum höfundum boðið til Ottawa

Kanadamaðurinn Neil Wilson var á Íslandi á dögunum til að kynna alþjóðahátíð höfunda fyrir forystumönnum í íslenskum listaheimi, en hann hefur hug á að bjóða nokkrum íslenskum höfundum á hátíðina í Ottawa að ári og gera þeim hærra undir höfði en öðrum. Steinþór Guðbjartsson settist niður með Kanadamanninum. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarlíf | 74 orð

Kammerkór á ferðinni

KAMMERKÓR Suðurlands heldur tónleika í Reykholti í Borgarfirði í dag kl. 16 og í Langholtskirkju á morgun kl. 17. Eingöngu verða flutt verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, meðal annars verkin Gloria og Crucifixus. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarlíf | 32 orð

Leiksýning í bókasafni

ÞÝSKI listamaðurinn Bernd Ogrodnik verður með leiksýningu í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, í dag kl. 14. Ogrodnik kom fyrst fram á sjónarsviðið á Íslandi fyrir 12 árum þegar hann skapaði útlit og persónugervingu... Meira
3. nóvember 2001 | Menningarlíf | 46 orð

Lesið úr barnabókum

LESIÐ verður úr barnabókum í barnabókadeild Máls og menningar við Laugaveg í dag kl. 11: Gyllti áttavitinn eftir Phillip Pullman, Í búðinni hans Mústafa eftir Jakob Martin Strid, Harry Potter og eldbikarinn eftir J.K. Meira
3. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 117 orð | 1 mynd

McCartney er boðberi frelsis

FYRRUM bítillinn Paul McCartney hefur afturkallað nýjustu smáskífu sína, "From a Lover To a Friend", sem gefin var út í síðustu viku. Meira
3. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 977 orð | 2 myndir

Nýtt og gamalt

SKÍFAN hefur um árabil verið helsti útgefandi íslenskrar tónlistar hérlendis. Hér á eftir fer yfirlit um jólaútgáfu fyrirtækisins og að vanda er um auðugan garð að gresja. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarlíf | 42 orð

Olíumyndir í Ráðhúsinu

KETILL Larsen opnar málverkasýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Sýninguna nefnir hann Litir frá öðrum heimi. Á sýningunni verður leikin af segulbandi frumsamin tónlist eftir Ketil. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-19, um helgar kl. Meira
3. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 75 orð | 1 mynd

Páll Óskar og Monika í Laugarneskirkju

PÁLL Óskar Hjálmtýsson baritón og Monika Abendroth hörpuleikari halda tvenna tónleika í Laugarneskirkju á morgun. Tilefnið er útkoma nýrrar plötu þeirra sem heitir Ef ég sofna ekki í nótt. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarlíf | 700 orð | 1 mynd

"Hollt að yfirgefa stundum sjálfan sig"

DANSKI bókmenntafræðingurinn Erik Skyum-Nielsen var í fyrradag sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að þýðingum á íslenskum bókmenntum á dönsku og kynningu íslenskra bókmennta í Danmörku. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarlíf | 149 orð | 1 mynd

"Vist-rómantísk" verk

DOMINIQUE Ambroise opnar sýningu á olíumálverkum og vatnslitamyndum í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, í dag kl. 15. Sýninguna nefnir listamaðurinn Staðir samspila. Meira
3. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 99 orð | 3 myndir

Rokkað og rólað

BUBBI Morthens hélt útgáfutónleika á Gauknum á fimmtudagskvöldið ásamt hljómsveit sinni Stríð og friði. Er skemmst frá því að segja að Bubbi og hljómsveit voru í miklum rokkham og var keyrslan uppi á sviði mikil og góð. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarlíf | 38 orð

Rokkljóðakvöld

HLJÓMORÐAROKKARAR verða meðal gesta á listþinginu Omdúrman: Margmiðlaður Megas í Nýlistasafninu í kvöld kl. 21. Fram koma Margrét Lóa Jónsdóttir og Gímaldin sem kynna disk sem er væntanlegur. Þá mun Gímaldin koma fram með hljómsveit sinni. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarlíf | 479 orð | 2 myndir

Saga matargerðar í Nýja-Íslandi

SAGA matargerðar í Nýja-Íslandi, The Culinary Saga of New Iceland, eftir Kristinu Olafson-Jenkyns, sem er af íslenskum ættum og býr í Dundas í Ontario, er komin út í Kanada en í bókinni eru uppskriftir sem Íslendingar fluttu með sér til Kanada frá 1875... Meira
3. nóvember 2001 | Menningarlíf | 59 orð

Skóladaga minnst með sýningu

ÞRJÁR fyrrum skólasystur minnast skóladaga sinna í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1964-1966 með sýningu í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 í dag kl. 15. Sýningin nefnist "Those were the Days". Meira
3. nóvember 2001 | Menningarlíf | 47 orð

Skúlptúrar í Slunkaríki

KRISTINN E. Hrafnsson opnar myndlistarsýningu í Slunkaríki á Ísafirði í dag kl. 16. Yfirskrift sýningarinnar er Síðasta stund og nokkur önnur verk, en á henni sýnir hann skúlptúra og teikningar unnar á þessu ári. Sýningin stendur til 18. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarlíf | 50 orð

Sýningum lýkur

Listasafn ASÍ Sýningu Önnu Eyjólfsdóttur Gert/Ógert lýkur á morgun, sunnudag. Listakonan svarar fyrirspurnum sýningargesta í dag og á morgun frá kl. 14-18. Gerðarsafn Sýningunni JESH lýkur á morgun, sunnudag. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarlíf | 39 orð

Sýnir akrílmálverk

GUÐMUNDUR Björgvinsson opnar málverkasýningu í Galleríi Reykjavík, Skólavörðustíg 16, í dag kl. 16. Þar sýnir hann 17 akrílmálverk máluð í expressjónískum stíl á þessu ári. Sýningin er opin virka daga kl. 13-18 og laugardaga 13-16 og stendur til 21. Meira
3. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 459 orð | 2 myndir

Taugar og vírar

Þriðji diskurinn í Motorlab-seríunni frá Tilraunaeldhúsinu hefur að geyma afrakstur af samstarfi Barry Adamson (sem er þekktur er úr sveitum eins og Magazine og Bad Seeds, auk sólóverkefna og kvikmyndatónlistar) og finnska rafdúettsins Pan Sonic. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarlíf | 60 orð

Tónleikar í Dómkirkjunni

TVENNIR tónleikar á Tónlistardögum Dómkirkjunnar í Reykjavík verða um helgina. Í dag kl. 17 leikur Marteinn H. Friðriksson dómorganisti verk eftir Jón Þórarinsson, J.S. Bach, Jón Leifs, D. Buxtehude og Petr Eben. Annað kvöld kl. 20. Meira
3. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 99 orð | 1 mynd

Úlfar Linnet er fyndnasti maður Íslands

LEITINNI að fyndnasta manni Íslands árið 2001 lauk í gær þegar úrslitakvöldið fór fram á Sportkaffi. Eftir æsispennandi keppni var Úlfar Linnet útnefndur Fyndnasti maður Íslands árið 2001. Meira

Umræðan

3. nóvember 2001 | Aðsent efni | 679 orð | 1 mynd

Bubbi minn - hvað er að?

Mér finnst hinsvegar fulllangt gengið, segir Jón Axel Ólafsson, þegar þú ert farinn að stjórnast af hroka og dómhörku og kallandi menn nöfnum. Meira
3. nóvember 2001 | Aðsent efni | 310 orð | 1 mynd

Er Textavarpið 70 kr. virði?

Samkvæmt könnun Gallups, segir Ágúst Tómasson, notar um helmingur þjóðarinnar Textavarpið reglulega. Meira
3. nóvember 2001 | Aðsent efni | 744 orð | 1 mynd

Fjarnámsbylting í þágu þjóðarinnar

Þetta hefur skilað betur menntuðu fólki inn í skóla, segir Einar K. Guðfinnsson, einkanlega á landsbyggðinni, og á örugglega þátt í bættum árangri margra skóla. Meira
3. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 769 orð

Ford Focus stenst allar kröfur

Í MORGUNBLAÐINU í gær, 1. nóv., var grein frá Sigurði B. Stefánssyni og skrifar hann um Ford Focus og búnað hans. Því miður er fátt í grein Sigurðar rétt með farið og því vill Brimborg fá að koma eftirfarandi á framfæri. Meira
3. nóvember 2001 | Aðsent efni | 430 orð | 1 mynd

Hefur þú komið í Tónlistarskóla?

Látum það ekki henda okkur, segir Sigríður Gunnlaugsdóttir, að hrekja tónlistar-kennara frá vinnu vegna lélegra kjara. Látum ekki nægja að taka í höndina á þeim. Meira
3. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 84 orð | 1 mynd

Hvar er myndin?

MYNDIN er af málverki eftir danska málarann Knud Agger (1895-1973) og er að öllum líkindum hér á landi nú. Hún er líklega máluð í Kaupmannahöfn um 1916 og er af danskri stúlku sem síðar flutti til Íslands og bjó þar. Meira
3. nóvember 2001 | Aðsent efni | 676 orð | 1 mynd

Ungum er það allra bezt...

Vanlíðan barna og brotin eða léleg sjálfsmynd unglings, segir Katrín Fjeldsted, gerir hann auðveldara fórnarlamb aðstæðna sem hann ræður ekki við. Meira
3. nóvember 2001 | Aðsent efni | 533 orð | 1 mynd

Þankagangar í verkfalli

Við viljum leiðréttingu launa okkar, segir Guðlaug Hestnes, í samræmi við aðra kennara. Meira
3. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 384 orð

Þýskar konur á Íslandi Fyrir vísindalega...

Þýskar konur á Íslandi Fyrir vísindalega könnun þarf ég að komast í samband við þýskar konur sem hafa verið búsettar á Íslandi í lengri tíma. Konurnar þurfa að vera reiðubúnar að koma í viðtal og segja frá lífshlaupi sínu. Meira

Minningargreinar

3. nóvember 2001 | Minningargreinar | 775 orð | 1 mynd

ANNA INGUNN JÓNSDÓTTIR

Anna Ingunn Jónsdóttir, Kirkjuvegi 14, Keflavík fæddist 3. nóvember 1950 í Reykjavík. Hún lést í Keflavík 2. október síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2001 | Minningargreinar | 1238 orð | 1 mynd

BJÖRN RÚNAR MAGNÚSSON

Björn Rúnar Magnússon fæddist á Akureyri 10. maí 1961. Hann lést á heimili sínu í Hjallalundi 7 á Akureyri 24. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 1. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2001 | Minningargreinar | 715 orð | 1 mynd

FRIÐGEIR ÖRN HRÓLFSSON

Friðgeir Örn Hrólfsson fæddist á Ísafirði 25. janúar 1943. Hann lézt á sjúkrahúsinu á Ísafirði hinn 24. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldóra Örnólfsdóttir frá Skálavík, f. 22. september 1922, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2001 | Minningargreinar | 323 orð | 1 mynd

HÁLFDAN AUÐUNSSON

Hálfdan Auðunsson fæddist í Dalsseli í Eyjafjallasveit 30. apríl 1911. Hann lést á Heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli 19. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stóradalskirkju 27. október. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2001 | Minningargreinar | 1083 orð | 1 mynd

HELENA G. ZOËGA

Helena Geirsdóttir Zoëga fæddist í Reykjavík 12. júní 1920. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Hæðargarði 20 í Reykjavík 22. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 2. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2001 | Minningargreinar | 1100 orð | 1 mynd

JÓHANNA GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 2. desember 1944. Hún lést 19. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fella- og Hólakirkju 29. október. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2001 | Minningargreinar | 574 orð | 1 mynd

ÓLAFUR DAÐASON

Ólafur Daðason fæddist á Narfeyri á Skógarströnd 7. maí 1906. Hann lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, 25. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 2. nóvember. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 729 orð

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Keila 10 10 10 44...

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Keila 10 10 10 44 440 Und. Meira
3. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Davíð Oddsson á fundi í London

Bresk-íslenska verslunarráðið efnir til hádegisfundar í London næstkomandi þriðjudag, 6. nóvember, og er ræðumaður fundarins Davíð Oddsson forsætisráðherra. Meira
3. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Hlutur Landsbankans 22%

EIGNARHLUTUR Landsbanka Íslands í Íslandssíma mun fara úr 19,3% í 22,1% eftir forgangsréttarútboð, ef bankinn fullnýtir kaupheimildir sínar í útboðinu. Meira
3. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Microsoft nær sáttum

MICROSOFT og bandaríska dómsmálaráðuneytið hafa væntanlega náð sáttum í máli sem ráðuneytið höfðaði gegn fyrirtækinu fyrir brot á lögum gegn auðhringamyndun. Meira
3. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 698 orð | 1 mynd

"Sýnd veiði en ekki gefin"

SAMTÖK fiskvinnslu án útgerðar vilja að öll viðskipti með fisk milli óskyldra aðila fari um fiskmarkað. Meira
3. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 333 orð

Rekstur Húsasmiðjunnar í samræmi við áætlun

TAP Húsasmiðjunnar hf. fyrstu níu mánuði ársins 2001 nam 24,7 milljónum króna og samkvæmt tilkynningu frá félaginu stafar tapið fyrst og fremst af gengistapi að upphæð 417,1 milljón króna vegna skuldbindinga félagsins í erlendri mynt. Meira
3. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 123 orð

Tapið 14,3 milljónir

REKSTRARTEKJUR Guðmundar Runólfssonar hf. á tímabilinu janúar-sept. 2001 námu alls 750 milljónum króna. Að meðtöldum innlögðum eigin afla og veiðafærasölu til eigin nota nam heildarvelta félagsins 989 milljónum króna. Meira
3. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 377 orð

Tilbúnir að greiða hóflegt auðlindagjald

ÚTVEGSMENN eru tilbúnir til að greiða hóflegt auðlindagjald, verði það til að ná víðtækri sátt um stjórnun fiskveiða og jafnræðis verði gætt á milli atvinnugreina. Þetta kemur fram í ályktun 62. Meira
3. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 577 orð

Veltufé Sæplasts frá rekstri aldrei meira

SÆPLAST hf. var rekið með rúmlega 15 milljóna króna hagnaði fyrstu níu mánuði ársins. Veltufé frá rekstri var þá um 203 milljónir króna. Hagnaður á 3. ársfjórðungi var um 10 milljónir króna og veltufé frá rekstri tæpar 100 milljónir. Meira
3. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 919 orð | 1 mynd

Virk þátttaka stjórnenda tryggir árangur

Hvert er tilefni nafnabreytingar fé-lagsins? "Árið 1997 var hlutverk félagsins útvíkkað þannig að það náði til stjórnunar almennt. Síðan þá hefur sú umræða verið stöðug innan fé-lagsins hvort nafnið á félaginu lýsi starfsemi félagsins nægjanlega... Meira

Fastir þættir

3. nóvember 2001 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag laugardaginn 3. nóvember er sextugur Kristján K. Normann, Hæðargarði 14, Reykjavík . Í tilefni dagsins tekur hann og kona hans, Gréta Þ. Sigmundsdóttir , á móti ættingjum og vinum í dag milli kl. Meira
3. nóvember 2001 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Á morgun, sunnudaginn 4. nóvember, er sextugur Sigurður Ingvarsson, rafverktaki og oddviti Gerðahrepps. Eiginkona hans er Kristín Guðmundsdóttir. Hjónin verða að heiman á... Meira
3. nóvember 2001 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 3. nóvember, er sextugur Friðfinnur Ágústsson, Mávahlíð 24, Reykjavík. Hann og eiginkona hans, Helga Hafberg, taka á móti ættingjum og vinum í Kiwanis-húsinu, Engjateig 11, í dag kl.... Meira
3. nóvember 2001 | Árnað heilla | 43 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Nk. mánudag, 5. nóvember, verður sjötugur Óðinn Árnason, Mýrarvegi 111, Akureyri. Af því tilefni taka hann og eiginkona hans, Gunnþóra Árnadóttir, á móti ættingjum og vinum á Græna hattinum við Hafnarstræti á Akureyri á sunnudag, 4. Meira
3. nóvember 2001 | Fastir þættir | 701 orð | 1 mynd

Arnar tryggði sér AM-áfanga með glæsilegri taflmennsku

23.10.-1.11. 2001 SKÁK Meira
3. nóvember 2001 | Viðhorf | 909 orð

Áfallið við uppsögnina

"Það lifir til þess að eiga góða fortíð, til þess að geta litið til baka og sagt: "Mikið hef ég átt skemmtilegt og ánægjulegt líf." Við lifum hins vegar til þess að geta átt góða framtíð." Meira
3. nóvember 2001 | Fastir þættir | 270 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson.

ÞRJÚ grönd er ekki fallegur samningur í NS - einn litur opinn og aðeins sex slagir til reiðu. En Ítalinn Bocchi fékk slag gefins á útspilinu og beitti svo blekkingu til að fæla vörnina frá veikleikanum. Meira
3. nóvember 2001 | Fastir þættir | 286 orð | 1 mynd

Deilt um sýklalyfjanotkun í landbúnaði

OFNOTKUN sýklalyfja, hvort sem er í fólki eða búfénaði, hefur víða leitt til aukinnar útbreiðslu lyfþolinna sýkla. Hér á landi er bannað að nota sýklalyf í eldi dýra sem ætluð eru til manneldis. Meira
3. nóvember 2001 | Í dag | 1518 orð | 1 mynd

Drengjakór Neskirkju í messu

DRENGJAKÓR Neskirkju syngur sína fyrstu messu í kirkjunni nk. sunnudag kl. 11. Kórinn, sem hefur starfað um árabil í Laugarneskirkju, hefur nú flutt sig um set, breytt um nafn og öðlast nýtt heimili í Neskirkju. Friðrik S. Meira
3. nóvember 2001 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP .

GULLBRÚÐKAUP . Í dag, laugardaginn 3. nóvember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Guðríður Þórðardóttir og Njáll Þorgeirsson, Fannborg 8, Kópavogi, áður búsett í Stykkishólmi. Þau verða að heiman í... Meira
3. nóvember 2001 | Fastir þættir | 443 orð | 1 mynd

Hvað gerir B-vítamín?

Spurning: Viðvíkjandi B-vítamíni. Munduð þið ekki vilja skrifa eitthvað um B-vítamín. Fyrir einu eða tveimur árum fékkst það ekki nema gegn lyfseðli í lyfjabúðum en nú fæst það alls staðar án hans. Meira
3. nóvember 2001 | Fastir þættir | 800 orð

Kominn til himna er Hensi, þótt...

ÉG hef fengið gott og skemmtilegt bréf frá Ingvari Gíslasyni, fyrrv. menntamálaráðherra, og fer það hér á eftir óstytt: "Kæri Gísli! Ég er staddur "á Mývatni", eins og nú er sagt. Slík staðarávísun kemur "okkur 19. Meira
3. nóvember 2001 | Fastir þættir | 351 orð | 1 mynd

Krabbamein eftir Tsjernóbýl

VÍSINDAMENN í Bandaríkjunum og á Bretlandi segja að aldrei hafi mátt rekja jafn mörg krabbameinstilfelli til eins atburðar og kjarnorkuslyssins í Tsjernóbýl. Meira
3. nóvember 2001 | Dagbók | 832 orð

(Lúk. 6, 22.)

Í dag er laugardagur 3. nóvember, 307. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Sælir eruð þér, þá er menn hata yður, þá er þeir útskúfa yður og smána og bera út óhróður um yður vegna Mannssonarins. Meira
3. nóvember 2001 | Í dag | 2187 orð | 1 mynd

(Matt. 5).

Guðspjall dagsins: Jesús prédikar um sælu. Meira
3. nóvember 2001 | Í dag | 12 orð

Neskirkja.

Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14. Umsjón sr. Frank M. Halldórsson. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl.... Meira
3. nóvember 2001 | Fastir þættir | 424 orð

Sjóngallar barna vangreindir

FIMMTUNGUR breskra skólabarna á við einhvers konar sjóngalla að etja, án þess um hann sé vitað, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Meira
3. nóvember 2001 | Fastir þættir | 151 orð | 1 mynd

SkÁk - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bc4 Rf6 4. d3 e6 5. Bb3 Be7 6. c3 O-O 7. O-O Rc6 8. He1 b5 9. Rbd2 a5 10. d4 cxd4 11. cxd4 Bb7 12. Rf1 Hc8 13. Rg3 Db6 14. d5 Rg4 15. dxc6 Dxf2+ 16. Kh1 Bxc6 17. He2 a4 18. Meira
3. nóvember 2001 | Fastir þættir | 393 orð

Staða Norðmanna vænleg

Heimsmeistaramótið í brids er haldið í París dagana 21. október til 4. nóvember. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu á slóðinni www.bridge.gr Meira
3. nóvember 2001 | Dagbók | 34 orð

VIÐLÖG

Margur prísar sumarið fyrir fagran fuglasöng. En eg hæli vetrinum, því nóttin er löng. Gef eg mitt ekki kærleiksker til kaups fyrir neinum plógi, ellegar hindir hendi mér fyrir hundrað dýr á skógi. Setjum gullsöðulinn á gangarann væna. Meira
3. nóvember 2001 | Fastir þættir | 487 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI hefur svosem ekki farið varhluta af þeim hraða sem einkennir allt og alla á þessum síðustu og verstu tímum og geta venjulegir dagar auðveldlega breyst í samfellt spretthlaup þar sem aðalkeppinauturinn er klukkan. Meira

Íþróttir

3. nóvember 2001 | Íþróttir | 491 orð | 1 mynd

* ARNAR Gunnlaugsson er ekki í...

* ARNAR Gunnlaugsson er ekki í leikmannahópi Leicester sem mætir Sunderland á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. * GUÐNI Bergsson verður að vanda í byrjunarliði Bolton sem tekur á móti Everton á Reebock-leikvanginum í Bolton. Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 481 orð | 1 mynd

Ákvað að beita mínu sterkasta vopni

SNORRI Steinn Guðjónsson, ungur handknattleiksmaður, sem lék sinn fyrsta landsleik í Kaplakrika í gærkvöldi, getur staðið kinnroðalaust upp og sagt: Ég er klár í slaginn! Þessi tvítugi fyrirliði Valsmanna fetaði svo sannarlega í fótspor Jóns H. Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 173 orð

Árni Gautur tekjuhæstur

ÞAÐ er athyglivert að rýna í skattayfirlit þeirra knattspyrnumanna sem léku í Noregi árið 2000. Á dögunum voru birtar niðurstöður skattframtala þeirra sem töldu fram tekjur sínar í Noregi á því ári. Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 18 orð

Evrópumeistarar síðustu ára

1967:Celtic 1968:Manchester United 1969:AC Milan 1970:Feyenoord 1971:Ajax 1972:Ajax 1973:Ajax 1974:Bayern München 1975:Bayern München 1976:Bayern München 1977:Liverpool 1978:Liverpool 1979:Nottingham Forest 1980:Nottingham Forest 1981:Liverpool... Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 658 orð | 1 mynd

Gamlir kunningjar mætast enn á ný

ÞEGAR komið er að 16-liða riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eru flest liðin það sterk að litlu máli skiptir í hvaða riðli liðin lenda. Samt virðast menn sammála um að B-riðillinn sé langerfiðastur og D-riðillinn sé ekki langt þar undan. Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 124 orð

Guðjón og Steve Coppell efstir

STEVE Coppell hjá Brentford og Guðjón Þórðarson hjá Stoke voru efstir í hinu reglubundna kjöri á knattspyrnustjóra mánaðarins í ensku 2. deildinni. Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 255 orð

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Noregur 28:26 Kaplakriki,...

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Noregur 28:26 Kaplakriki, vináttulandsleikur í handknattleik karla, föstudagur 2. nóvember 2001. Gangur leiksins: 2:1, 6:2, 7:11, 10:13, 11:15, 13:16 , 15:16, 18:18, 19:21, 22:22, 24:23, 26:24, 27:25, 28:26 . Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 67 orð

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Landsleikur karla: KA-heimili:Ísland -...

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Landsleikur karla: KA-heimili:Ísland - Noregur 14 1. Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 485 orð | 1 mynd

* HELGI Sigurðsson og Jóhann B.

* HELGI Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson , leikmenn norska úrvalsdeildarliðsins Lyn , verða áfram undir stjórn Svíans Stuart Baxters á næstu leiktíð. Mörg lið voru á höttunum eftir Baxter og lengi vel var við því búist að Svíinn færi frá Lyn . Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 272 orð

Hermann mætir Ronaldo

EYJÓLFUR Sverrisson og félagar hans í þýska liðinu Herthu Berlin voru heppnir með mótherja í 3. umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu en dregið var í höfuðstöðvum evrópska knattspyrnusambandsins í Sviss í gær.Hertha dróst á móti svissneska liðinu Servette og fer fyrri leikurinn fram í Sviss. Servette er sem stendur í öðru sæti svissnesku deildarinnar. Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 141 orð

Hvað var sagt?

* Karlheinz Rummenigge, starfsmaður Bayern München, sagði þegar ljóst var að Bæjarar myndu mæta leikmönnum Manchester United, að það væri eins og að hitta gamla kunningja. Bayern tapaði úrslitaleik fyrir Man. Utd. Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 91 orð

Ívar leikmaður mánaðarins

ÍVAR Ingimarsson, varnarmaðurinn öflugi hjá enska knattspyrnufélaginu Brentford, var kjörinn leikmaður októbermánaðar hjá félaginu. Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 515 orð | 2 myndir

Kaflaskipt í Kaplakrika

ÍSLAND sigraði Noreg, 28:26, í fyrsta vináttulandsleik þjóðanna af þremur í Kaplakrika í gærkvöld og var leikur liðanna vægt til orða tekið kaflaskiptur. Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 264 orð

Mjög ánægður með sigurinn

"Við lékum vel í byrjun, en síðan kom skelfilegur leikkafli. Það getur vel verið að leikmenn mínir hafi ofmetnast við góða byrjun og sofnað á verðinum. Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 412 orð | 1 mynd

"Rautt ljós" á Bjarka

ÞAÐ vakti athygli áhorfenda í Kaplakrika í gærkvöldi, að Bjarki Sigurðsson, landsliðsmaðurinn leikreyndi hjá Aftureldingu, var ekki í leikmannahópi Íslands sem tók á móti Norðmönnum. Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 8 orð

RIÐLAR

A-RIÐILL Bayern München Nantes Manchester United Boavista B-RIÐILL Barcelona Liverpool Galatasaray Roma C-RIÐILL Real Madrid Panathinaikos Porto Sparta Prag D-RIÐILL Juventus Deportivo La Coruna Arsenal Bayer... Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 187 orð

Róbert til Düsseldorf

RÓBERT Sighvatsson handknattleiksmaður gekk í gær til liðs við þýska 2. deildarliðið HSG Düsseldorf og samdi við félagið út leiktíðina. Meira
3. nóvember 2001 | Íþróttir | 59 orð

UEFA-dráttur

Þriðja umferð í UEFA-keppninni: PAOK Salonika - PSV Eindhoven Fiorentina - Lille Valencia - Celtic Servette - Hertha Berlín Ipswich - Inter Mílanó París St. Germain - G. Meira

Lesbók

3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 745 orð | 2 myndir

Af hverju koma silfurskottur í hús? Tengist það rakaskemmdum eða leka?

Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn meðal annars um uppruna íslensku gæsalappanna, hvað nanótækni er og um undirstöður talnafræðinnar. Einnig er fjallað um það hvort ólík trúarbrögð jarðarbúa ýti undir hættuna á þriðju heimsstyrjöldinni. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2101 orð | 1 mynd

Danski arkitektinn Jörn Utzon

Eftir að hafa sagt skilið við óperuhúsið í Sydney árið 1966, sem ennþá var í byggingu, ákvað danski arkitektinn Jørn Utzon að hafa stutta viðkomu á eyjunni Mallorca á Spáni. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 393 orð | 1 mynd

Derrida og trúmál

Í VIKUNNI kom út á ensku fræðiritið Acts of Religion (Trúarlegar gjörðir) og er þar um að ræða safn skrifa franska heimspekingsins Jacques Derrida um trúarleg efni. Í heimspeki sinni hefur Derrida hreyft við viðteknum hugsunarhætti í nútímasamfélögum. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 493 orð

Fleirnefni í Barðastrandarsýslu 1845 I.

Fleirnefni í Barðastrandarsýslu 1845 I. Þrínefni Nöfn Aldur Heimili Kirkjusókn 1. Anna Magdalena Guðrún Halldórsdóttir 12 Kollsvík Breiðuvíkur 2. Jóhanna Beata Kristjana Gísladóttir 12 Sauðlauksdal Sauðlauksdals II. Tvínefni 1. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1519 orð | 1 mynd

Galdrakarlinn frá Oz

ÁSTRALSKI rithöfundurinn Peter Carey hlaut nýverið hin virtu Booker-verðlaun fyrir bók sína True History of the Kelly Gang, sögulega skáldsögu um ástralska goðsagnapersónu, útlagann Ned Kelly. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1069 orð

Jón Prímus og Jón í Brauðhúsum

Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness kom út árið 1968. Þar segir frá séra Jóni Prímus, sem er íslenskur sveitaprestur undir Snæfellsjökli. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 27 orð

Kvöld

Í bláhvítu ljósi flöktu í stofu minni Frazier, Becker og hundurinn Rex. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 367 orð | 1 mynd

Levine til Boston-sinfóníunnar

TÓNLISTARSTJÓRNANDINN James Levine hefur verið ráðin stjórnandi Boston-sinfóníunnar, að því er greint var frá í bandaríska dagblaðinu New York Times nú í vikunni. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2350 orð | 6 myndir

Með Wordsworth um Vatnahéraðið

Vatnahéraðið þykir með fegurstu stöðum Englands. Náttúran er mikilfengleg og fjölbreytt sem og mannlífið og bókmenntaminnin á hverju strái. Freysteinn Jóhannsson lét gamlan draum rætast og gisti hjarta Kumbaralands. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 262 orð | 1 mynd

Meistari töfraraunsæis

DRAUMAR á jörðu, skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, fékk lofsamlega dóma hjá dönsku dagblöðunum Information og Politiken á miðvikudag og sagði gagnrýnandi Information Einar Má einn fremsta rithöfund Norðurlanda í svo kölluðu töfraraunsæi. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 55 orð

Nafn Aldur Heimili Kirkjusókn 1.

Nafn Aldur Heimili Kirkjusókn 1. Axel Friðrik Þórólfsson 69 Múla Múlasókn 2. Anna Soffía Ólafsdóttir 37 Brjánslæk Brjánslækjar 3. Anna María Pétursd. Kúld 29 Flatey Flateyjar 4. Anna María Jónsdóttir 12 Kletti Garpsdals 5. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 529 orð

NEÐANMÁLS -

I ÞÁ ER Harry Potter komin í íslenskar bókaverslanir og löng bið íslenskra aðdáenda á enda; hægt að fara heim með Potter og hafa það gott lengi, því bókin er nærri 700 síður og tekur tímann sinn að lesa hana. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 963 orð | 1 mynd

Nýr himinn

Í tilefni allra heilagra messu er Opinberunar Jóhannesar minnst á sérstakan hátt í Langholtskirkju við guðsþjónustu í dag kl. 11 og með opnun sýningar í kirkjunni á myndverkum Leifs Breiðfjörðs útfrá textum Opinberunarbókarinnar. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 236 orð | 1 mynd

Nýr og breyttur bókmenntavefur

BÓKMENNTAVEFUR Borgarbókasafns Reykjavíkur hefur nú verið opnaður í nýrri og breyttri mynd. Hér má finna upplýsingar um íslenska samtímahöfunda; skáldsagnahöfunda, ljóðskáld, barnabókahöfunda og leikskáld. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 360 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Árnastofnun: Handritasýning opin þri.-fös. 14-16. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Hildur Bjarnadóttir. Til 4. nóv. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Elín G. Jóhannsdóttir. Til 18. nóv. Gallerí Reykjavík: Guðmundur Björgvinsson. Til 21. nóv. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 4739 orð | 2 myndir

Nöfn Barðstrendinga 1703-1845 OG að nokkru leyti fyrr og síðar

I. Fyrsta allsherjarmanntal í Evrópu var tekið á Íslandi árið 1703. Allir eru taldir, háir og lágir, með aldri, heimilisfangi og stöðu. Hún var stundum lág. Athanasíus Steingrímsson var 32 ára í Desey í Norðurárdalshreppi. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 589 orð

Pólitískur rétttrúnaður

Í kjölfar hryðjuverkanna 11. september síðastliðinn hefur pólitískur rétttrúnaður nokkuð verið í umræðunni í Bandaríkjunum. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1625 orð | 1 mynd

"ROSTROPOVITSJ

Hún hlustar ekki bara á klassík. Poppið og þó sérstaklega djassinn höfða líka sterkt til hennar. Hún er fimmtán ára og lærir á fiðlu í einum virtasta tónlistarskóla heims, skóla Yehudi Menuhins. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR ræddi við Evu Guðnýju Þórarinsdóttur um námið og skólann, þar sem aginn er meiri en íslenskir krakkar þekkja - þar sem þó má leigja myndbandsspólu á laugardagskvöldum. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 115 orð

reisi höfuð af kodda

reisi höfuð af kodda köttur með bjöllu og hamingjan góða sjá þessar dúfur á greinunum fyrir utan gluggann sól og koma hvítklæddar með brosum að þvo mig í bensíni og nudda með pappír úr sandi kurrið eins og herðist brim um hausinn friðsæll og góðan daginn... Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 497 orð | 3 myndir

REYKJAVÍK Í MARGBREYTILEGRI MYND

Upplitsdjörf börn, sorptunnur, golfsett og sundlaugarlíf eru meðal þeirra mynda sem íslenskir ljósmyndarar bregða upp af borginni Reykjavík. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR ræddi við Hönnu Guðlaugu Guðmundsdóttur um sýninguna sem verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1348 orð | 4 myndir

STARFSEMIN HEFUR TVÖFALDAST FRÁ FYRRA ÁRI

Tónlist fyrir alla er verkefni sem unnið hefur verið að í grunnskólum landsins í tæpan áratug. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR ræddi við Áshildi Haraldsdóttur verkefnisstjóra, Guðna Franzson tónlistarmann og nemendur í Árbæjarskóla sem lögðust í ferðalag um heimsins höf með Hermesi. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 544 orð | 4 myndir

Söfnin á Húsavík stækka við sig

Komandi vetur verður viðburðaríkur í safnamálum á Húsavík. Þá verður opnað sjóminjasafn við Safnahúsið og undir vorið flytur Hvalamiðstöðin væntanlega í nýtt húsnæði. Meira
3. nóvember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 925 orð | 1 mynd

Söngur riddarans

MESTA ástarskáld 19. aldar á Íslandi var Páll Ólafsson, bóndi austur á Héraði. Meira

Annað

3. nóvember 2001 | Prófkjör | 51 orð | 1 mynd

Ég styð Ásgerði

Ég styð Ásgerði Halldórsdóttur í fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Ég hef kynnst störfum hennar fyrir Gróttu undanfarin ár og hrifist af dugnaði hennar. Meira
3. nóvember 2001 | Prófkjör | 356 orð | 1 mynd

Fylkjum liði um Ásgerði!

"HANA verðum við að kjósa," var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði að Ásgerður Halldórsdóttir gæfi kost á sér í fyrsta sæti fyrir bæjarstjórnarkosningar næsta vor. Meira
3. nóvember 2001 | Prófkjör | 405 orð | 1 mynd

Gerum gott betra!

Það er að mínu mati eitt mikilvægasta hlutverk hverrar bæjarstjórnar, segir Ásgerður Halldórsdóttir, að hún sinni af fullri alvöru og alúð þörfum íbúanna. Meira
3. nóvember 2001 | Prófkjör | 376 orð | 1 mynd

Jónmund í forystu

FRAMUNDAN eru þáttaskil í stjórnmálum á Seltjarnarnesi þegar sjálfstæðismenn velja sér nýjan forystumann í stað Sigurgeirs Sigurðssonar bæjarstjóra. Jónmundur Guðmarsson kom fyrst fram á sjónarsvið bæjarmála í kosningunum 1998. Meira
3. nóvember 2001 | Prófkjör | 149 orð | 1 mynd

Jónmund í fyrsta sætið

JÓNMUNDUR Guðmarsson, stjórnmálafræðingur og forseti bæjarstjórnar, gefur nú kost á sér í fyrsta sæti listans. Meira
3. nóvember 2001 | Prófkjör | 208 orð | 1 mynd

Jónmund til forystu á Seltjarnarnesi

Í DAG fer fram opið prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Fyrir bæjarbúa, jafnt flokksbundna sjálfstæðismenn og ekki síður óflokksbundna, skiptir miklu máli að geta haft áhrif á hvaða einstaklingar veljast til forystu í bæjarmálunum. Meira
3. nóvember 2001 | Prófkjör | 155 orð | 1 mynd

Jónmundur - sannur baráttu- og drengskaparmaður

ÞAÐ hefur verið lán okkar Seltirninga að um áratugaskeið hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið hér um stjórnartaumana. Mikilvægt er að þar verði framhald á eftir næstu kosningar. Meira
3. nóvember 2001 | Prófkjör | 359 orð | 1 mynd

Kjósum Ásgerði sem bæjarstjóra

AÐ ÁSGERÐUR Halldórsdóttir hafi gefið kost á sér í fyrsta sæti til bæjarstjórnar er, að mínu mati, mikill fengur fyrir okkur Seltirninga. Þarna er á ferð einstaklega vönduð kona, sem heillar auðveldlega þá sem hún kynnist með dugnaði sínum og þor. Meira
3. nóvember 2001 | Prófkjör | 138 orð | 1 mynd

Seltirningar eru ekki að velja bæjarstjóra

AUGLÝSINGAR og málflutningur Ásgerðar og hennar stuðningsmanna um að Seltirningar séu með því að kjósa hana að velja næsta bæjarstjóra er alrangur. Verið er að velja fólk í framboð til næstu sveitarstjórnarkosninga. Meira
3. nóvember 2001 | Prófkjör | 502 orð | 1 mynd

Sólarmegin með Sigurgeiri

Ég mun segja nei við því, segir Guðmundur Helgi Þorsteinsson, að náttúran á Nesinu verði fótum troðin. Meira
3. nóvember 2001 | Prófkjör | 426 orð | 1 mynd

Stöndum saman

Gleymum því ekki, segir Sigrún Edda Jónsdóttir, að eftir að prófkjöri er lokið þurfum við að slíðra sverðin og fylkja okkur saman að nýju. Meira
3. nóvember 2001 | Prófkjör | 456 orð | 1 mynd

Sýnum metnað og ábyrgð

Á bæjarfulltrúum hvílir sú skylda, segir Jónmundur Guðmarsson, að nýta skattfé okkar með ábyrgum og árangursríkum hætti. Meira
3. nóvember 2001 | Prófkjör | 303 orð | 1 mynd

Verkin tala fyrir Ásgerði í fyrsta sæti!

ÁSGERÐUR Halldórsdóttir á að baki glæstan feril innan íþrótta, stjórnmála og æskulýðs- og félagsmála. Enn á ný lætur hún að sér kveða og í þetta sinn í prófkjöri sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi sem fram fer í dag. Verkin tala fyrir Ásgerði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.