Greinar föstudaginn 9. nóvember 2001

Forsíða

9. nóvember 2001 | Forsíða | 321 orð | 1 mynd

Blair segir árásum haldið áfram í föstumánuði

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að árásum bandamanna á Afganistan yrði haldið áfram í föstumánuði múslíma, ramadan, þrátt fyrir ákall ýmissa múslímaleiðtoga um að hlé verði gert á hernaðaraðgerðum þann tíma. Meira
9. nóvember 2001 | Forsíða | 153 orð

Hugðist sprengja Picasso-turninn

AÐSKILNAÐARHREYFING Baska, ETA, hugðist sprengja hæstu bygginguna í Madrid fyrir tæpum tveimur árum en lögreglan kom í veg fyrir tilræðið, að því er lögreglustjórinn Juan Cotino skýrði frá í gær. Meira
9. nóvember 2001 | Forsíða | 111 orð | 1 mynd

Prinsinn löðrungaður

KARL Bretaprins varð í gær fyrir óvæntri árás í Riga, höfuðborg Lettlands, þegar ung kona löðrungaði hann með rauðri nelliku. Meira
9. nóvember 2001 | Forsíða | 330 orð | 1 mynd

Verulegar vaxtalækkanir í Evrópu

ENGLANDSBANKI lækkaði í gær vexti um hálft prósentustig í 4% og Evrópski seðlabankinn sína vexti um það sama, úr 3,75% í 3,25%. Danski seðlabankinn kom síðan í kjölfarið og voru vaxtabreytingarnar hjá honum þær sömu og hjá Evrópska seðlabankanum. Meira

Fréttir

9. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

110 látnir á Filippseyjum

BJÖRGUNARMENN á eynni Camiguin í Filippseyjaklasanum sunnanverðum bera burtu fórnarlamb hitabeltisstormsins Lingling, sem gekk yfir eyjarnar á þriðjudagskvöldið og varð að minnsta kosti 110 manns að bana, þar af 81 á Camiguin. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 840 orð | 2 myndir

12% flugtíma vegna æðstu embættismanna

Gísli S. Einarsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýndi í gær vöntun á upplýsingum um notkun flugvélar Flugmálastjórnar. Samgönguráðherra sagði Gísla gera eðlilega notkun vélarinnar tortryggilega. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 44 orð

Atvinnumál rædd hjá VG

REYKJAVÍKURFÉLAG Vinstri grænna hefur opið hús á Torginu, skrifstofu Vinstri hreyfingarinnar,græns framboðs að Hafnarstræti 20, laugardag 10. nóvember, kl. 11 - 13. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 192 orð

Áhugi meðal innlendra og erlendra fjárfesta

STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar kemur saman til fundar á mánudag þar sem sala Perlunnar í Öskjuhlíð verður m.a. á dagskrá. Eins og kom fram í Morgunblaðinu á miðvikudag hefur stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkt að selja Perluna. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 471 orð | 2 myndir

Ákvörðun bankans fagnað

HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands hf., fagnar niðurstöðu Seðlabankans um að lækka stýrivexti um 0,8%. "Skrefið hefði þó mátt vera stærra," segir Halldór. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 1634 orð | 7 myndir

Ánægja með vaxtalækkun Seðlabankans

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði að sér fyndist vaxtalækkun Seðlabanka Íslands um 80 punkta ágæt. Það hefði örugglega verið kominn tími til vaxtalækkunar og sér sýndist hún ágætlega rökstudd. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 330 orð

Bað um eigandasögu en fékk ekki

KAUPANDI verksins, sem ekki vill láta nafns síns getið, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vera mikill listaverkasafnari en umrædd mynd er ein af þremur sem hann hefur keypt um ævina. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 46 orð

Basar á Hrafnistu í Hafnarfirði

ÁRLEGUR viðburður á Hrafnistu í Hafnarfirði er basar heimilisfólksins. Verður hann nú haldinn laugardaginn 10. nóvember kl. 13-17 og mánudaginn 12. nóvember kl. 9-16. Á basarnum verður til sölu og sýnis fjölbreytt handavinna heimilisfólksins. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 657 orð | 1 mynd

Bæklingurinn talar til kvenna

Rósa Erlingsdóttir fæddist 28. júní 1970 á Egilsstöðum. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1991 og MA-gráðu í stjórnmálafræði frá Freie Universitat í Berlín árið 1998. Rósa er verkefnisstjóri jafnréttisátaks Háskóla Íslands og Jafnréttisstofu. Hún starfaði áður sem blaðamaður. Rósa á eina dóttur, Rebekku Rún Rósudóttur, en sambýlismaður hennar er Otti Hólm Elínarson verkfræðingur. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

DNA - ný skóbúð í Kringlunni

NÝ skóbúð sem nefnist DNA hefur verið opnuð á fyrstu hæðinni í Kringlunni. Í DNA er lögð áhersla á nýjustu skótískuna fyrir bæði kynin. DNA er hluti af norskri skóbúðakeðju en innan hennar eru einnig verslanir undir nöfnum Eurosko og Ökonomisko. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Ekið á fullorðinn mann á gangbraut

EKIÐ var á eldri mann sem var að fara á reiðhjóli yfir gangbraut á Sundlaugavegi laust eftir klukkan fjögur í gærdag. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Landspítala - háskólasjúkrahús í Fossvogi þar sem hann var lagður inn. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Fagranesinu verður breytt í skrifstofu

BANDARÍSK ráðningarstofa hefur keypt farþegaferjuna Fagranes sem notað var til áætlunarferða yfir Ísafjarðardjúp um árabil. Áforma kaupendur að hafa skipið bundið við bryggju í miðborg San Francisco og nota það undir skrifstofur. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 114 orð

Flugleiðavél í lendingu snúið frá Heathrow

VÉL Flugleiða, sem var um það bil að lenda á Heathrow-flugvelli í London í gærmorgun, var snúið við og flogið hring yfir borginni uns hún gat lent. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Forseti Alþingis í heimsókn í skoska þinginu

HEIMSÓKN Halldórs Blöndals, forseta Alþingis, í skoska þingið í gær einkenndist að nokkru leyti af því að sama dag sagði Henry McLeish, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, af sér embætti vegna ásakana um fjármálaspillingu. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 427 orð

Forysta ASÍ boðar til fundar um launalið kjarasamninga

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur boðað miðstjórn og formenn landssambanda til fundar 20. nóvember nk. til að ræða endurskoðun launaliðar kjarasamninga sem ganga á frá í febrúar á næsta ári. Meira
9. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 547 orð | 1 mynd

Framtíð forsetans ræðst í Afganistan

BILL Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, drap niður fæti í Pakistan á síðasta ári en þá voru samskipti ríkjanna, Bandaríkjanna og Pakistans, svo slæm, að hann vildi ekki, að teknar yrðu myndir af sér með leiðtoga herstjórnarinnar og forseta... Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 553 orð | 2 myndir

Frummyndin seld hjá galleríinu ári áður

MÁLVERK, sem merkt er Jóhannesi Kjarval og augljóslega er fölsun, að mati Ólafs Inga Jónssonar forvarðar, barst í hendur hans í gær en myndin var seld í Galleríi Borg í desember 1994. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 278 orð

Gagnrýni á heilbrigðis- og trygginganefnd

ÞINGMENN Samfylkingarinnar gagnrýndu harðlega við upphaf þingfundar á Alþingi í gær, að heilbrigðis- og trygginganefnd hefði ekki sinnt beiðni stjórnar Sjúkraliðafélags Íslands um fund með nefndinni vegna kjaradeilunnar við ríki og sveitarfélög. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 464 orð

Gagnrýnir aukið eftirlit með borgurum

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gagnrýnir í nýju viðtali við bandaríska fjármálablaðið The Wall Street Journal aðgerðir sem gripið hefur verið til í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Bandaríkin, og sem draga úr friðhelgi einkalífsins. Meira
9. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Gluggasýning í Samlaginu

ANNA S. Hróðmarsdóttir opnar gluggasýningu í Samlaginu, Kaupvangsstræti á Akureyri, á laugardag, 10. nóvember. Þar getur að líta málverk og leirmuni. Sýningin er opin 14-18 þriðjudaga til föstudags og 11-16 laugardaga nema opnunardaginn frá kl 11-18. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 214 orð

Grunur um tengsl við skipulögð afbrot

GEORG Kr. Lárusson, forstjóri Útlendingaeftirlitsins, segir að grunur leiki á um að innflutningur á ólöglegu vinnuafli til landsins standi í nánum tengslum við skipulagða brotastarfsemi á alþjóðavísu. Meira
9. nóvember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 262 orð | 1 mynd

Heildstæð byggð með hefðbundnum bæjarbrag

TILLAGA Björns Ólafs og V.A. arkitekta varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um rammaskipulag suðurhlíða Úlfarsfells, Halla- og Hamrahlíðarlanda. Meira
9. nóvember 2001 | Landsbyggðin | 466 orð | 1 mynd

Heldur minni kindakjötssala innanlands

FYRIRTÆKIÐ Goði, sem nú er í greiðslustöðvun, skuldar tæplega 1.000 bændum fyrir afurðir og Bændasamtökin hafa fengið umboð frá um 700 bændum til að gæta hagsmuna þeirra. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 181 orð

Hæstiréttur þyngir dóma fyrir peningaþvætti

HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær fangelsisdóma yfir tveimur mönnum sem sakfelldir voru í héraðsdómi vegna peningaþvættis og fíkniefnabrota í tengslum við stóra fíkniefnamálið. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 150 orð

Íslensk fræðsluvefsíða um hveri

FRÆÐSLUVEFSÍÐA um hveri hefur verið opnuð á http://www.hot-springs.org Vefsíðan er á vegum Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands í Hveragerði og er unnin af Steinunni Aradóttur, landafræðinema við Háskóla Íslands. Meira
9. nóvember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 89 orð | 1 mynd

Íslenskt handverk á Garðatorgi

LITRÍK listaverk unnin úr alls kyns efnum og með ólíkum aðferðum voru til sýnis og sölu á íslenskum handverksmarkaði á Garðatorgi í Garðabæ um helgina. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 75 orð

Íslensk ærnöfn

NAFNFRÆÐIFÉLAGIÐ gengst fyrir fræðslufundi, laugardaginn 10. nóvember kl. 13.15 í stofu 202 í Odda, Háskóla Íslands. Þar flytja Dagbjört Eiríksdóttir og Jóhanna Sigrún Árnadóttir fyrirlestur um íslensk ærnöfn. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 43 orð

Jarðskjálftar í Mýrdalsjökli

JARÐSKJÁLFTAR urðu í gær og fyrradag í Mýrdalsjökli og áttu þeir upptök sín í vestanverðri Goðabungu. Mældust tveir skjálftanna í gær rúmlega þrjú stig á Richterkvarða, sá stærri 3,3 stig en hann reið yfir skömmu fyrir klukkan 16, skv. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Jólakort MS-félagsins

JÓLAKORT MS-félags Íslands eru komin út og eru tvær gerðir í ár, en kortin eru gerð af listakonunni Guðrúnu Elínu eða Gunnellu. MS-félagið hefur umfangsmikla starfsemi, eiga m.a. og reka sjúkradagvist fyrir fólk með MS-sjúkdóminn o.fl. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Jólakort Soroptimistaklúbbs Grafarvogs

JÓLAKORT Soroptimistaklúbbs Grafarvogs eru komin í sölu. Kortin eru hönnuð af myndlistarkonunni Jónínu Magnúsdóttur/Ninný og heitir myndin Jólaljós. Þau fást bæði með og án texta. Verð kortanna með umslagi er kr. 100 st. og eru þau seld tíu saman í... Meira
9. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Kaffisala á kristniboðsdegi

KAFFISALA á vegum kristniboðsfélags kvenna verður í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á sunnudag, 11. nóvember kl. 15, en kristniboðsdagur hinnar íslensku þjóðkirkju er þann dag. Salan stendur frá kl. 15 til 17. Meira
9. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 150 orð

Kammerkór Norðurlands á tónleikaferð

KAMMERKÓR Norðurlands heldur tónleika á þremur stöðum á Norðurlandi um helgina. Kórinn verður á Þórshöfn og Kópaskeri á laugardag og heldur svo tónleika í Akureyrarkirkju á sunnudag. Meira
9. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju á morgun, laugardag, kl. 11. Messa í Svalbarðskirkju á sunnudag kl. 14. Minnst látinna og í messunni geta kirkjugestir kveikt á kertum í minningu látinna ástvina. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 248 orð

Kröfu Símans um ógildingu hafnað

HÆSTIRÉTTUR hafnaði í gær kröfu Landssíma Íslands hf. um að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem féll gegn fyrirtækinu yrði felldur úr gildi. Meira
9. nóvember 2001 | Landsbyggðin | 194 orð | 2 myndir

Kynning á framkvæmdum

FÖSTUDAGINN 26. október sl. var sóknarnefndum, kvenfélögum og fleiri velunnurum í Rangárvallasýslu boðið til kynningar á væntanlegum framkvæmdum við innréttingu kapellu og líkhúss á Lundi, hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða á Hellu. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Landhelgisgæslan fær nýtt leitarforrit

LANDHELGISGÆSLAN hefur tekið í notkun nýtt tölvuforrit sem nota á til leitarstarfa og er það frá bandarísku strandgæslunni. Hefur gæslan undanfarið kannað úrval tölvuforrita sem sérhönnuð eru til að ákvarða leitarsvæði þegar slys verður á sjó. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 63 orð

Langir sáttafundir í sjúkraliðadeilunni

SAMNINGANEFNDIR ríkisins og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman til sáttafundar eftir hádegi í gær og stóðu viðræður yfir fram eftir kvöldi. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 86 orð

Látinn eftir bílslys á Nesjavallavegi

ANNAR mannanna tveggja, sem slösuðust alvarlega eftir harðan árekstur fólksbíls og jeppa á Nesjavallavegi 27. október síðastliðinn, lést í gær. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð

LEIÐRÉTT

Rangt nafn hönnuðar Í gagnrýni um sýninguna Ljóslifandi í Handverki og hönnun var Guðlaugu Halldórsdóttur eignuð ábreiða með ullarlögðum, sem er rangt. Réttur hönnuður ábreiðunnar er Tó - Tó eða Guðrún Gunnarsdóttir og Anna Þóra Karlsdóttir. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 160 orð

Leita sátta í rúllustigadeilu

EINAR I. Halldórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir stjórn Rekstrarfélags Kringlunnar væntanlega óska eftir frestun í dómsmáli um svokallaða rúllustigadeilu Kringlukaupmanna en reynt hafi verið að sætta sjónarmið. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 68 orð

Matarkarfa fyrir 111.000 krónur

11-11 búðirnar hafa efnt til afmælisleiks vegna 10 ára afmælis sem haldið er upp á um þessar mundir. Bylgjubíllinn hefur heimsótt eina af verslunum 11-11 á hverjum virkum degi frá 1. nóvember og lánsömum viðskiptavini verið færð matarkarfa að andvirði... Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 166 orð

Málefni Costgo komin í lögreglurannsókn

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur gripið í inn í atburðarás sem hófst þegar fyrirtækið Costgo lét birta auglýsingar um heimilistæki á mjög lágu verði í Fréttablaðinu á mánudag. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 29 orð

Málfundur Ungra sósíalista

MÁLFUNDUR á vegum Ungra sósíalista og aðstandenda baráttublaðsins Militant verður haldinn föstudaginn 9. nóvember kl. 17.30 í Pathfinderbóksölunni, Skólavörðustíg 6B. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 163 orð

Mál til að róa almenning

GUÐRÚN Sigmundsóttir settur sóttvarnarlæknir hjá landlækni telur að tími sé kominn til að róa almenning vegna þeirrar hræðslu sem gripið hefur um sig vegna möguleika á sýklaárás með miltisbrandsgróum. Meira
9. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 158 orð

McLeish segir af sér embætti

HENRY McLeish, forsætisráðherra í heimastjórn Skota og leiðtogi skoska Verkamannaflokksins, sagði af sér embætti í gær vegna fjármálahneykslis sem nýlega kom upp á yfirborðið. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 209 orð

Norræni skjaladagurinn á laugardag

NORRÆNN skjaladagur verður haldinn laugardaginn 10. nóvember. Tilgangurinn er að kynna skjalasöfn á Norðurlöndunum, bæði þjóðar- og héraðaskjalasöfn. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 70 orð

Norrænt þing í handmenntum

NORRÆN samtök háskólakennara og fræðimanna í handmenntum halda þing í Reykjavík dagana 8.-13. nóvember. Dagskrá: Í dag, föstudaginn 9. nóvember: Norræna húsið, kl. 9-12, Listaháskóla Íslands, Skipholti, kl. 17-18, og Kennaraháskóla Íslands, kl. 18.15. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 49 orð

Opið hús hjá Dagvist MS

OPIÐ hús verður hjá Dagvist og Endurhæfingarmiðstöð MS, Sléttuvegi 5, laugardaginn 10. nóvember kl. 13-16. Boðið er upp á súkkulaði og rjómavöfflur gegn vægu gjaldi. Meira
9. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Ósprungnar klasasprengjur valda manntjóni

TALSMAÐUR Sameinuðu þjóðanna segir að ósprungnar klasasprengjur sem Bandaríkjamenn hafa varpað við borgina Herat í Afganistan hafi valdið dauða a.m.k. eins óbreytts borgara og sært þrjá. Meira
9. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Óttast að WTO glati hlutverki sínu

MIKE Moore, yfirmaður Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO), varaði í gær við afleiðingum þess að fundur aðildarlanda WTO, sem hefst í Katar í dag, færi út um þúfur líkt og sá síðasti, sem haldinn var í Seattle í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Meira
9. nóvember 2001 | Miðopna | 433 orð

"Hvatinn er í kvótakerfinu"

"ÉG hef þurft að henda allt upp í 90% aflans í einni veiðiferð. Okkur er nauðugur þessi kostur, við vitum að brottkast er lögbrot og okkur líður ekki vel. En annaðhvort komum við aðeins með verðmætasta fiskinn að landi eða förum á hausinn. Meira
9. nóvember 2001 | Miðopna | 1901 orð | 3 myndir

"Nauðbeygðir til þess að henda afla fyrir borð"

Sláandi myndir af stórfelldu brottkasti á fiski, sem sýndar voru í Sjónvarpinu í gærkvöld, hafa vakið hörð viðbrögð. Enn sem fyrr eru þó skiptar skoðanir um umfang og ástæður brottkastsins en ljóst þykir að þess gætir hvað mest hjá kvótalitlum skipum sem þurfa að leigja til sín veiðiheimildir á markaði á háu verði. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 394 orð

Réttur foreldra veikra barna verði aukinn

FIMM þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um aukinn rétt foreldra vegna veikinda barna. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Jóhanna Sigurðardóttir (S). Meira
9. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 215 orð

Samið við Bandaríkjamenn um ráðgjöf og undirbúning

AKUREYRARBÆR er að ganga frá samningi við bandaríska fyrirtækið Artec um ráðgjöf og undirbúning vegna byggingar menningarhúss í bænum. Meira
9. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Sigurvissir

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ætla hvergi að hvika í baráttunni gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi, sama hversu lengi sú barátta kann að standa. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Sjóður til styrktar Barnaspítala Hringsins

STYRKTARSJÓÐUR Friðriks E. Sigtryggssonar var stofnaður 21. október sl. við Barnaspítala Hringsins. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 484 orð | 1 mynd

Skipstjóri segist hafa hent upp í 90% af afla í veiðiferð

SKIPSTJÓRI og útgerðarmaður íslensks fiskiskips segist í samtali við Morgunblaðið stunda stórfellt brottkast á fiski og að hann hafi hent allt upp í 90% afla í einni veiðiferð. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Skipuleggja mótmæli

EKKI hefur enn verið talin ástæða til að boða samninganefndir tónlistarskólakennara og viðsemjenda þeirra til sáttafundar en upp úr viðræðum deiluaðila slitnaði sl. mánudagskvöld. Meira
9. nóvember 2001 | Suðurnes | 153 orð

Skúli mun ekki leiða listann

SKÚLI Þ. Skúlason, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til að leiða lista framsóknarmanna við næstu bæjarstjórnarkosningar. Lýsti hann því yfir á fundi fulltrúaráðs framsóknarmanna á dögunum. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 155 orð

Starfsmenn og bréfberar kallaðir til vinnu á ný

PÓSTMIÐSTÖÐ Íslandspósts við Stórhöfða, sem lokað var á miðvikudag vegna torkennilegs dufts, sem fannst í ábyrgðarpóstsendingu frá Íran, var opnuð á ný í gærmorgun og voru starfsmenn og bréfberar kallaðir til vinnu á ný. Meira
9. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 261 orð

Stjórn Bush kann að snúa sér næst að Írak

COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að Bandaríkjastjórn kunni að snúi sér næst að Írak eftir að hernaðaraðgerðunum í Afganistan lýkur. Meira
9. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 130 orð | 1 mynd

Studdi langveik börn með söng sínum

JÓHANN Már Jóhannsson tenórsöngvari hefur afhent Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum fé sem safnaðist á tvennum tónleikum sem hann hélt. Fyrri tónleikarnir voru á Hólum en þeir síðari í Akureyrarkirkju. Meira
9. nóvember 2001 | Landsbyggðin | 132 orð | 1 mynd

Stöðluð öryggisáætlun fyrir höfnina

UNDANFARIÐ hefur verið unnið að því að gera öryggisáætlun fyrir Grundarfjarðarhöfn eftir fyrirmælum Siglingamálastofnunar. Er því verki nú lokið og mun þetta vera fyrsta höfnin sem tekur í notkun slíka áætlun. Meira
9. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 127 orð

Syngur á Hofsósi og Siglufirði

VETRARSTARF Karlakórs Eyjafjarðar er komið á fulla ferð, en kórinn heldur söngskemmtanir í Höfðaborg á Hofsósi á morgun, laugardag, kl. 14 og í Siglufjarðarkirkju sama dag kl. 17. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Sýning á viðarofnum í Epal

EPAL hefur tekið inn í verslun sína íslenska viðarofna (kamínur) og laugardaginn 10. nóvember kl. 14 verður sérstök sýning á ofnunum í versluninni í Skeifunni 6. Hannes Lárusson myndlistarmaður er hönnuður ofnanna. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 410 orð

Söluverðið fer í grynnkun skulda

BYGGÐARÁÐ Skagafjarðar hefur samþykkt, með þremur atkvæðum Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokks, að taka tilboði Rafmagnsveitna ríkisins, RARIK, í Rafveitu Sauðárkróks upp á 330 milljónir króna. Meira
9. nóvember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 298 orð

Telja verklag vegna Árbæjarskóla óviðunandi

FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks lögðu fram fyrirspurn á fundi fræðsluráðs á mánudag um hvaða breytingar byggingardeild borgarverkfræðings hygðist leggja til varðandi verkáætlanir við skólabyggingar, bæði hvað fjármagn og framkvæmdir snertir. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 280 orð

Tilkynnt um sjö duftsendingar á þremur vikum

FRÁ því um miðjan síðasta mánuð hafa verið tilkynnt hérlendis sjö tilvik torkennilegra póstsendinga, sem grunur hefur leikið á að væru sýklaárás. Meira
9. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 138 orð

Unglingameistaramót í skák á Akureyri

UNGLINGAMEISTARAMÓT Íslands 2001 í skák fer fram á Akureyri um helgina og er það í fyrsta sinn sem mótið er haldið á Akureyri. Mótið hefst kl. 13 á morgun, laugardag, í húsnæði Skákfélags Akureyrar í Íþróttahöllinni og lýkur á sunnudag. Meira
9. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 605 orð

Útilokað að spá fyrir um kosningaúrslit í Ástralíu

HART var sótt að John Howard, forsætisráðherra Ástralíu og leiðtoga Frjálslynda flokksins, í gær en kosningabarátta vegna þingkosninganna þar í landi náði þá hámarki. Meira
9. nóvember 2001 | Suðurnes | 504 orð | 1 mynd

Verðlaunuð fyrir framtak í menningarmálum

SÚLAN, menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2001, var afhent í gær. Karen Sturlaugsson, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, og verslunin Ný-Ung ehf. fengu verðlaunin að þessu sinni. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 324 orð

Vextir lækkaðir um 0,8%

SEÐLABANKI Íslands tilkynnti í gær lækkun á stýrivöxtum bankans um 0,8%, úr 10,9% í 10,1%. Síðast lækkaði bankinn vextina í mars, þá um 0,5%. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 239 orð

Viðarsýni frá Stóruborg upprunnið í Póllandi

VIÐ fornleifarannsóknir að Stóruborg undir Eyjafjöllum hafa komið fram vel varðveittar viðarleifar, en uppgröftur þar fór fram á árunum 1978 til 1990. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Virðing og umhyggja höfð í fyrirrúmi

SVÆÐISSKRIFSTOFA málefna fatlaðra á Reykjanesi hlýtur Íslensku gæðaverðlaunin 2001. Meira
9. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 186 orð

Þrír Íslendingar fylgjast með kosningum í Kosovo

ÞRÍR Íslendingar verða meðal þeirra nærri tvö þúsund fulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sem fylgjast munu með þingkosningunum í Kosovo sem fram fara hinn 17. nóvember nk. Meira

Ritstjórnargreinar

9. nóvember 2001 | Staksteinar | 290 orð | 2 myndir

Skaðleg skattasamkeppni?

Á NÝLEGRI ráðstefnu um skattasamkeppni, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skipulagði, voru margir kunnir fræðimenn á sviði skattamála. Margir þeirra lögðu mikla áherslu á skaðsemi samræmdrar skattastefnu, sem bæði er unnið að innan ESB og OECD. BjG skrifar um þessa ráðstefnu á frelsi.is. Meira
9. nóvember 2001 | Leiðarar | 854 orð

Vaxtalækkun

Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti sína í gær um 0,8 prósentustig og verða þeir 10,1% sem svarar til 6,5% raunvaxta. Rök bankans fyrir vaxtalækkun nú eru þau, að sögn Birgis Ísl. Meira

Menning

9. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 117 orð | 1 mynd

Bjórsvíninu slátrað

HLJÓMSVEITIN Stjörnukisi ætlar að láta að sér kveða í kvöld á Grandrokk og kynna nýjan mannskap og efni til sögunnar. Meira
9. nóvember 2001 | Menningarlíf | 57 orð

Erindi um íslenskar rúnir

"SVÖRTU skólar - trú og töfrar" nefnist erindi sem Matthías Viðar Sæmundsson, dósent við Háskóla Íslands flytur að Skriðuklaustri í kvöld kl. 20.30. Þar fjallar hann um töfraheim íslenskra rúna, merkingu þeirra og hlutverk fyrr og nú. Meira
9. nóvember 2001 | Menningarlíf | 225 orð | 1 mynd

Fífldjarfir fimleikamenn

Smárabíó og Stjörnubíó frumsýna Yamakasi með Charles Perriere, Laurent Piemontesi, Chau Belle, Williams Belle og Malik Diouf. Meira
9. nóvember 2001 | Menningarlíf | 43 orð

Fjandmaður fólksins

Eftir Henrik Ibsen. Leikgerð: Arthur Miller. Þýðing: Sigurður Pálsson. Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Sóley Elíasdóttir, Þór Tulinius, Eggert Þorleifsson, Pétur Einarsson, Ólafur Darri Ólafsson, Jóhann G. Meira
9. nóvember 2001 | Menningarlíf | 64 orð

Forlagshöfundar lesa

BÓKAÚTGÁFAN Forlagið heldur sitt árlega "festíval" í Iðnó í kvöld kl. 20.30. Forlagshöfundar lesa úr væntanlegum og útkomnum jólabókum. Meira
9. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 601 orð | 1 mynd

Furstarnir góður tónlistarskóli

GEIR Ólafsson söngvari verður með útgáfutónleika á Broadway í kvöld, þar sem hann kynnir nýja geislaplötu sína, Á minn hátt . Geir verður aldeilis ekki einn á ferð í kvöld, því auk stórsveitar hans tekur Karlakór Reykjavíkur lagið. Meira
9. nóvember 2001 | Menningarlíf | 415 orð

Hið þarfasta verk

Það er hið þarfasta verk að gefa út fræðilega útgáfu þessa merka eða merkasta skálds þjóðarinnar, segir Siglaugur Brynleifsson í grein um Ljóðmæli Hallgríms Péturssonar, fyrsta bindi. Heildarútgáfa verka skáldsins verður í fjórum hlutum. Meira
9. nóvember 2001 | Menningarlíf | 47 orð

Laufin í Toscana aftur á svið

SÝNINGAR á verki Lars Norén, Laufin í Toskana, hefjast á ný í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Verkið var frumsýnt í mars á síðasta leikári. Leikendur eru Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurður Skúlason, Guðrún S. Meira
9. nóvember 2001 | Menningarlíf | 978 orð | 2 myndir

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér

Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í kvöld leikrit Henriks Ibsens, Fjandmaður fólksins, í leikgerð Arthurs Millers á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Meira
9. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 828 orð | 1 mynd

Moulin Rouge Bandarísk.

Moulin Rouge Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Baz Luhrman. Aðalleikendur: Nicole Kidman, Ewan McGregor, Jim Broadbent. Sannkölluð himnasending í skammdeginu. Meira
9. nóvember 2001 | Tónlist | 547 orð

Púslið sem heppnaðist

"Beitiskipið Potemkin" í leikstjórn S. M. Eisensteins. Tónlist eftir Sjostakovitsj og Brunner. Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Franks Strobels. Fimmtudaginn 8. nóvember kl. 19.30. Meira
9. nóvember 2001 | Menningarlíf | 318 orð | 1 mynd

Sjálf ættarskömmin kemur til skjalanna

Sambíóin frumsýna Corky Romano með Chris Kattan, Vanessu Shaw, Peter Falk, Peter Berg, Chris Penn. Meira
9. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 162 orð | 1 mynd

Sólskin svört

Í KVÖLD verður sannkölluð þungarokksveisla á Kakóbarnum Geysi, sem er í Hinu húsinu. Tónleikarnir eru liður í hinum vikulega Föstudagsbræðingi og má geta þess að um 70 hljómsveitir hafa nú spilað á bræðingnum í ár. Meira
9. nóvember 2001 | Menningarlíf | 55 orð

Sýningum lýkur

Hafnarborg Þremur sýningum lýkur í Hafnarborg á sunnudag: Myndlistarsýningu 20 heimsþekktra listamanna sem sýna verk sín á vegum WHO, Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar til stuðnings baráttunni gegn tóbaksreykingum - leiðsögn verður um sýninguna kl. Meira
9. nóvember 2001 | Menningarlíf | 47 orð

Tónlistarveisla í Vestmannaeyjum

HÁTÍÐARKÓR Vestmannaeyja og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna ásamt einleikurunum Helgu Bryndísi Magnúsdóttur, píanó, og Védísi Guðmundsdóttur, þverflautu, undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar, halda tónleika í Höllinni, Vestmannaeyjum, á morgun kl. 16. Meira
9. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 509 orð | 2 myndir

Þar sem Bollywood og Hollywood mætast

ÞAÐ má með sanni segja að Stormasamt brúðkaup , opnunarmynd Kvikmyndahátíðar í Reykjavík, hafi þegar farið sigurför um heiminn, þótt enn eigi eftir að frumsýna hana víðast hvar á almennum sýningum. Meira

Umræðan

9. nóvember 2001 | Aðsent efni | 587 orð | 1 mynd

Alþjóðavæðingin og verkalýðshreyfingin

Áhuginn vaknar aðeins, segir Ögmundur Jónasson, þegar reiðin verður sýnileg og brýst út í fjöldamótmælum. Meira
9. nóvember 2001 | Aðsent efni | 559 orð | 1 mynd

Erlend og ,,erlend" fjárfesting

Það eru fá sóknarfæri í fjárfestingu erlendra aðila sem ganga út á það eitt, segir Svanfríður Jónasdóttir, að erlend eignarhaldsfélög í eigu Íslendinga eignist hlutabréf þeirra í íslenskum félögum. Meira
9. nóvember 2001 | Aðsent efni | 535 orð | 1 mynd

Hvað á að gera við gömlu gufuna?

Þegar þrengir að á þessum markaði vex vandi nýju ljósvakamiðlanna, segir Árni Gunnarsson, og um leið gagnrýni á skylduáskrift og auglýsingaflutning Ríkisútvarpsins. Meira
9. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 209 orð

Hvers vegna er okkur mismunað?

Hvers vegna er okkur mismunað? HERDÍS hafði samband við Velvakanda og sagðist vera ein af þeim sem ekki nota kreditkort. Segist hún ósátt við að fólki sem greiðir með peningum sé mismunað. Meira
9. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 598 orð | 1 mynd

Sætt er lof í sjálfs munni

LANDSFEÐURNIR hafa haft nóg að gera að hrósa sjálfum sér síðan Alþingi kom saman eftir sumarfrí. Það sem hæst ber í lofsöngnum er fjárlögin og skattamál. Meira
9. nóvember 2001 | Aðsent efni | 811 orð | 2 myndir

Vaðið á súðum

Þorsteinn gerir okkur upp skoðanir, segja Friðrik Þór Guðmundsson og Jón Ólafur Skarphéðinsson, og rangtúlkar að eigin smekk málflutning okkar. Meira
9. nóvember 2001 | Aðsent efni | 329 orð | 1 mynd

Vetrarfrí í skólum

Ég hvet alla skóla í landinu til þess að huga að því, segir Erna Hauksdóttir, hvort ekki sé heppilegt fyrir fjölskyldurnar að gefið sé einnar viku vetrarfrí. Meira
9. nóvember 2001 | Aðsent efni | 890 orð | 1 mynd

Vont kex!

Íslensku öræfin, segir Guðmundur Páll Ólafsson, eiga að vera hluti af stórkostlegum þjóðgarði jarðarbúa. Meira
9. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 179 orð

Þrefalt vaff - www

NETIÐ hefur breytt miklu fyrir okkur sem höfum aðgang að því. Á ensku heitir vefurinn World Wide Web, skammstafað www sem hefur verið þýtt með orðinu veraldarvefur. Meira
9. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 295 orð

Því ekki undanþegnir strax?

Í dag barst mér símreikningur fyrir síðasta mánuð sem var óvenjulegur að því leyti að búið var að setja á hann 95 króna seðilgjald fyrir hvern útsendan reikning. Meira

Minningargreinar

9. nóvember 2001 | Minningargreinar | 1217 orð | 1 mynd

HRAFNHILDUR JAKOBSDÓTTIR

Hrafnhildur (Stella) Jakobsdóttir fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1928. Hún lést á Landspítalanum 30. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jakob Magnússon húsgagnasmíðameistari, f. 31.10. 1899, d. 4.9. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2001 | Minningargreinar | 469 orð | 1 mynd

JÓNÍNA ÁSTRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

Jónína Ástríður Jónsdóttir fæddist í Suðurhúsum í Borgarhöfn í Suðursveit 28. ágúst 1912. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn 29. október síðastliðinn. Hún var yngst 15 barna Jóns Guðmundssonar og Guðrúnar Bergsdóttur. Hinn 25. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2001 | Minningargreinar | 237 orð | 1 mynd

JÓN ÍSAK SIGURÐSSON

Jón Ísak Sigurðsson fæddist 7. nóvember 1911. Hann lést 28. júní 2000 og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 15. júlí. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2001 | Minningargreinar | 2131 orð | 1 mynd

KETILL JÓNSSON

Ketill Jónsson fæddist í Hvammi í Höfnum 27. ágúst 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, barnakennari, símstöðvarstjóri og oddviti í Höfnum, f. 5.5. 1883, d. 12.12. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2001 | Minningargreinar | 2485 orð | 1 mynd

KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR

Kristín Pétursdóttir fæddist í Vatnshlíð í Austur-Húnavatnssýslu 9. maí 1913. Hún lést í Landsspítalanum í Fossvogi 25. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Herdís Grímsdóttir frá Syðri-Reykjum í Biskupstungum, f. 15. nóvember 1884, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2001 | Minningargreinar | 1500 orð | 1 mynd

LUKKA INGVARSDÓTTIR

Lukka Ingvarsdóttir var fædd á Bóndastöðum í Hjallastaðaþingá í Norður-Múlasýslu 23. október árið 1910. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólína Ísleifsdóttir og Ingvar Björnsson. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2001 | Minningargreinar | 1841 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR LOVÍSA GUÐLAUGSDÓTTIR

Sigríður Lovísa Guðlaugsdóttir fæddist á Akureyri 9. október 1913. Hún lést á öldrunardeild Landspítalans við Hringbraut 28. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Petrína Þórey Sigurðardóttir veitingakona, f. í Vík í Héðinsfirði 22. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2001 | Minningargreinar | 2097 orð | 1 mynd

UNNUR ÁGÚSTSDÓTTIR SCHRAM

Unnur Ágústsdóttir Schram fæddist í Valhöll á Bíldudal 15. desember 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 31. október síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

9. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 749 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 158 114 147...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 158 114 147 1,889 276,801 Gellur 520 510 515 73 37,560 Grálúða 140 140 140 5 700 Gullkarfi 120 30 109 17,991 1,957,086 Hlýri 182 122 175 5,779 1,010,419 Keila 120 90 105 3,219 337,259 Langa 194 50 170 2,235 380,480 Langlúra... Meira
9. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Gengistap Haraldar Böðvarssonar hf. 766 milljónir

TAP Haraldar Böðvarssonar hf. fyrstu níu mánuði ársins 2001 var 275 milljónir króna, samanborið við 145 milljóna króna tap sama tímabil árið 2000. Á þriðja ársfjórðungi batnaði afkoma fyrirtækisins um 123 milljónir króna. Meira
9. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 221 orð | 1 mynd

Hagnaður Norðuráls hf. 800 milljónir króna

NORÐURÁL hf. var rekið með 8 milljóna dollara hagnaði fyrstu níu mánuði ársins, eða sem samsvarar rúmlega 800 milljónum króna. Rekstur Norðuráls hf skilaði 5 milljóna dollara hagnaði á síðasta ári. Meira
9. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 244 orð

Hagnaður Olíufélagsins eykst

HAGNAÐUR samstæðu Olíufélagsins hf. (Esso) fyrstu níu mánuði ársins nam 485 milljónum króna samanborið við 429 milljónir allt árið í fyrra. Meira
9. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 165 orð | 1 mynd

Hugvit semur við Íslandsbanka, Olís og Háskólann í Reykjavík

HUGVIT hf. setti í gær formlega á markað nýtt þekkingarstjórnunarkerfi, GoPro Case fyrir Microsoft Exchange í Smáralind í Kópavogi. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fylgdi nýja kerfinu úr hlaði. Á sama tíma undirritaði Hugvit hf. Meira
9. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 511 orð | 1 mynd

"Vélskólinn þarf heimild til að útskrifa stúdenta"

"Við viljum líka að vélskólanemi geti, kjósi hann að hefja háskólanám, átt þess kost að afloknum svipuðum námseiningafjölda og krafist er til stúdentsprófs. Meira
9. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 384 orð | 1 mynd

Skattbreytingum verði haldið áfram

FÉLAG löggiltra endurskoðenda hélt í gær ráðstefnu um væntanlegar breytingar á skattkerfinu, stefnu ríkisstjórnarinnar og stöðu Íslands í alþjóðlegu ljósi. Geir H. Meira
9. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 238 orð

SKÝRR með 151 milljónar króna tap

SKÝRR hf. var rekið með 151 milljónar króna tapi á fyrstu níu mánuðum ársins, en með 142 milljóna hagnaði á sama tíma í fyrra sem reyndar var söluhagnaður. Söluhagnaður á þessu ári hefur verið 36 milljónir króna. Meira
9. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 256 orð

Tap Skagstrendings hf. 176 milljónir

SKAGSTRENDINGUR hf. var rekinn með 176 milljóna króna tapi fyrstu níu mánuði ársins 2001. Tapið allt árið áður var 355 milljónir. Meginástæða taprekstrar er gengistap af erlendum skuldum félagsins. Rekstrartekjur félagsins námu 1. Meira
9. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 1140 orð | 2 myndir

Vaxandi líkur á að verðbólgumarkmið náist 2003

BANKASTJÓRN Seðlabanka Íslands tilkynnti í gær lækkun á stýrivöxtum bankans um 0,8%, úr 10,9% í 10,1%. Síðast lækkaði bankinn vextina í mars, úr 11,4% í 10,9%. Meira

Fastir þættir

9. nóvember 2001 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 9. nóvember, er fimmtugur Gunnar Hafsteinsson, Brekkubraut 2, Akranesi. Eiginkona hans er Rósa Kristín Albertsdóttir. Hjónin verða að heiman á... Meira
9. nóvember 2001 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 9. nóvember, er sjötug Erla Þorvaldsdóttir, Blásölum 24, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Bjarni Gíslason. Þau eru að heiman í... Meira
9. nóvember 2001 | Árnað heilla | 38 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Nk. sunnudag, 11. nóvember, er áttræður Sigurður Sveinsson frá Góustöðum, Hlíðarvegi 1, Ísafirði . Hann og eiginkona hans, Gerður Pétursdóttir, hafa opið hús af þessu tilefni í húsnæði Netagerðar Vestfjarða á Ísafirði laugardaginn 10. Meira
9. nóvember 2001 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 9. nóvember, er níræð Ásta Jónasdóttir, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík. Ásta er að heiman í... Meira
9. nóvember 2001 | Í dag | 260 orð | 1 mynd

Basar Kvenfélags Grensássóknar

KVENFÉLAG Grensássóknar heldur árlegan basar sinn í safnaðarheimili Grensáskirkju á morgun, laugardag 10. nóv., og hefst hann kl. 14. Á basarnum er hægt að gera góð kaup á munum og fatnaði. Þess er einnig að vænta að á boðstólum verði kaffi og... Meira
9. nóvember 2001 | Fastir þættir | 314 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

EFTIR mjög góða byrjun fór að halla undan fæti hjá Norðmönnum í fimmtu lotu úrslitaleiksins við Bandaríkjamenn á HM. Í sumum tilfellum gátu Norðmenn sjálfum sér um kennt, en stundum var heppnin einfaldlega ekki á þeirra bandi. Meira
9. nóvember 2001 | Í dag | 140 orð

Háteigskirkja.

Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 13 í umsjón Þórdísar, þjónustufulltrúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Eyglóar Bjarnadóttur meðhjálpara. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Meira
9. nóvember 2001 | Dagbók | 876 orð

(Lúk. 6, 33.)

Í dag er föstudagur 9. nóvember, 313. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Og þótt þér gjörið þeim gott, sem yður gjöra gott, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar gjöra og hið sama. Meira
9. nóvember 2001 | Fastir þættir | 167 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Rf3 Be7 5. Bg2 O-O 6. O-O b6 7. Re5 Bb7 8. Rc3 Ra6 9. cxd5 exd5 10. b3 c5 11. Bb2 Re4 12. e3 He8 13. Dh5 g6 14. De2 Rb4 15. Rxe4 dxe4 16. dxc5 Bxc5 17. Hfd1 Dg5 Björn Þorfinnsson (2248) er mikill bragðarefur við skákborðið. Meira
9. nóvember 2001 | Dagbók | 32 orð

VIÐLÖG

Skemman gullinu glæst, glóir hún öll að sjá. Þar leikur jafnan minn hugurinn á. Taki sá við dansi, sem betur kann og má. Hér víkur allur minn hugurinn frá. Viltu ekki eiga mig með kolli mínum brúnum, heldr en annar villi þig með... Meira
9. nóvember 2001 | Fastir þættir | 543 orð

Víkverji skrifar...

EINU sinni voru þau öfl innan Alþýðubandalagsins, sem seinna urðu að Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, stundum kölluð talibanar í spaugi vegna "bókstafstrúar" á sósíalískar lausnir á vandamálum tilverunnar. Meira
9. nóvember 2001 | Viðhorf | 874 orð

Vopnlaus í stríðinu

"Spurt hef ég tíu miljón manns sé myrtir í gamni utanlands, sannlega mega þeir súpa hel, ég syrgi þá ekki, fari þeir vel." Meira

Íþróttir

9. nóvember 2001 | Íþróttir | 286 orð

Aðstoðar Mats Olsson íslenska markverði?

Hugmyndir eru uppi um það innan HSÍ að fá hinn þekkta sænska markvörð, Mats Olsson, hingað til lands í vetur og vera með námskeið fyrir þjálfara um markvarðaþjálfun. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 192 orð

Átta landsliðsmenn með Porto

SJÖ portúgalskir landsliðsmenn og einn rúmenskur leika með Porto frá Portúgal sem mætir HK í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik í Digranesi á laugardaginn. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 133 orð

Dómarar vilja bera auglýsingar

AUGLÝSINGAR á búningum knattspyrnudómara gætu orðið að veruleika í framtíðinni. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 18 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Hlíðarendi:Valur - Grótta/KR 20 Vestmannaey.:ÍBV - Þór A. 20 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 177 orð | 1 mynd

Helgi slapp við uppskurð

HELGI Kolviðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður með Kärnten í Austurríki, hefur verið frá keppni í hálfan þriðja mánuð vegna meiðsla í baki. Hann er byrjaður að æfa af krafti með liði sínu á ný og verður líklega tilbúinn í næsta deildarleik, um aðra helgi. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 587 orð | 1 mynd

Höfum allt að vinna

"LIÐ Porto skartar flestum af sterkustu handknattleiksmönnum Portúgals og ljóst er að við mætum afar góðu handknattleiksliði," segir Valdimar Grímsson, þjálfari og leikmaður HK, en liðið leikur á laugardaginn við Porto frá Portúgal í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa. Leikurinn fer fram í Digranesi kl. 16, en þetta er fyrsti Evrópuleikur handknattleiksliðs HK. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 265 orð | 1 mynd

* JULIAN Duranona skoraði aðeins eitt...

* JULIAN Duranona skoraði aðeins eitt mark þegar lið hans, TuS N-Lü becke, vann SV Anhalt Bernburg , 28:19, á útivelli í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í fyrrakvöld. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 527 orð | 1 mynd

* KARL Henry, hinn ungi miðvallarleikmaður...

* KARL Henry, hinn ungi miðvallarleikmaður Stoke City, verður frá keppni fram yfir áramót. Henry , sem er 18 ára og hefur leikið átta leiki fyrir Stoke í vetur, meiddist á hné í leik liðsins gegn Blackpool í vikunni. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 174 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR 1.

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: ÍS - Reynir S. 99:51 Valur - Ármann/Þróttur 98:71 Staðan: Valur 532438:3446 ÍS 532382:3296 KFÍ 431313:2836 Snæfell 431277:2656 Þór Þ. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 129 orð

Porto sterkt á heimavelli

PORTO, mótherji HK í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik, tók þátt í sömu keppni í fyrra og var hársbreidd frá því að komast í fjögurra liða úrslitin. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 181 orð

Sameiningin úr sögunni?

DALVÍKINGAR hafa ráðið Gunnar Guðmundsson sem þjálfara fyrir 1. deildarlið sitt í knattspyrnu, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Þeir hafa að undanförnu átt viðræður við nágranna sína í Leiftri í Ólafsfirði um að tefla fram sameiginlegu liði í 1. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 344 orð | 1 mynd

Stefnir á ÓL 2004

JÓHANN Rúnar Kristjánsson, borðtennismaður úr íþróttafélaginu Nesi á Suðurnesjum, heldur til Sikileyjar á Ítalíu 15. nóvember nk. þar sem hann tekur þátt í sinni sjöttu keppni á erlendri grund á þessu ári. Mótið á Ítalíu er alþjóðlegt punktamót og er markmiðið hjá Jóhannesi að komast í hóp 20 efstu á þeim lista og öðlast þar með sjálfkrafa keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer á næsta ári. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 73 orð

Stoke-Brentford á Sýn

SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn mun sýna leik Íslendingaliðanna Stoke City og Brentford í ensku 2. deildinni í knattspyrnu sem fram fer á Brittania leikvanginum í Stoke á laugardaginn. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 235 orð

Stúlkurnar standa í ströngu

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, verður í eldlínunni síðar í þessum mánuði en stúlkurnar leika þá í þriðju umferð forkeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið hefur staðið í ströngu á undanförnum mánuðum. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 59 orð

Sömu dómarar hjá HK og Fram

FRAM og HK komust að samkomulagi við dómaranefnd evrópska handknattleikssambandsins, IHF, að sömu dómarar mundu dæma Evrópuleiki félaganna um helgina og þá verður einnig sami eftirlitsmaður. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 151 orð

Tíu fengu þjálfarastyrk frá ÍSÍ

SÍÐARI úthlutun þjálfarastyrkja ÍSÍ á þessu ári voru afhentir í gær en þá fengu tíu þjálfarar 50.000 króna styrk hver. Umsóknir voru 26 talsins, 17 frá körlum og 9 frá konum og hlutu 5 karlar styrk og 5 konur. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 163 orð

Utrecht spennt fyrir Sigmundi

SIGMUNDUR Kristjánsson, knattspyrnumaðurinn efnilegi úr Þrótti í Reykjavík, er kominn heim eftir dvöl hjá hollenska úrvalsdeildarfélaginu Utrecht. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

Það er komið

"ÞAÐ er komið!" sagði Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni á Akranesi, í samtali við Morgunblaðið í gær. Birgir Leifur hefur undanfarið ár unnið ötullega að því að laga sveifluna og telur að nú sé það komið. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 414 orð | 1 mynd

* ÞÓR frá Akureyri tryggði sér...

* ÞÓR frá Akureyri tryggði sér í gær réttinn til að leika í Fjórum fræknu , úrslitakeppni Kjörísbikarsins 24. og 25. nóvember. Þór tapaði fyrir Tindastóli með tíu stiga mun en vann með 14 stigum í fyrri leiknum. Meira
9. nóvember 2001 | Íþróttir | 542 orð

Ætlum að njóta leiksins

VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handknattleik, er kominn með lærisveina sína á fornar slóðir en Haukarnir komu til Barcelona síðdegis í gær og mæta á morgun gamla liðinu hans í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð EHF-keppninnar í handknattleik. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 256 orð | 2 myndir

Á sígildu og kvenlegu nótunum

FYRIR þremur árum stofnuðu gömlu skólasysturnar úr MH, þær Ásta Vilhjálmsdóttir og Sunna Magnúsdóttir, saumastofuna Nælon og jarðarber. Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 121 orð | 2 myndir

Bókatíðindi

SKJALDBORG hefur gefið út tvær bækur á auðlesnu máli, Á smyglaraslóðum og Skipbrotið eftir Norðmanninn Harald Skjønsberg í þýðingu Þórunnar Höllu Guðlaugsdóttur . Á smyglaraslóðum er spennusaga. Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 268 orð

Brú á milli

* Brú á milli menningarheima - heitir verkefni sem Miðstöð nýbúa, Hitt Húsið/ÍTR og þróunarsvið Félagsþjónustunnar í Reykjavík standa að. Hér er um að ræða fjölmenningarlegt hópstarf með íslenskum og útlendum ungmennum á aldrinum 16 til 20 ára. Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 137 orð | 1 mynd

Diddú í Kína

"Tónleikahöllin sem við héldum tónleikana í var glæsileg," sagði Diddú en hún er nýkomin frá Peking í Kína þar sem hún söng í Forboðnu borginni. Eftir tónleikana komu stelpur til hennar sem sögðust vera að læra söng. Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 47 orð | 1 mynd

Eitt fátækasta ríki heims

Afganistan er sex sinnum stærra en Ísland. Það er eitt fátækasta ríki heims. Íbúarnir hafa þurft að þola miklar hörmungar síðustu tuttugu árin, hersetu Sovétmanna í áratug og síðan borgarastríð. Mikill fjöldi manna hefur flúið land. Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1527 orð | 4 myndir

Eru börn besta fólk ?

HVERNIG mamma skildi Bridget Jones verða? Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 46 orð | 1 mynd

Harry Potter og viskusteinninn

HARRY Potter og viskusteinninn var forsýnd í London um helgina. Margir krakkar höfðu safnast saman fyrir utan kvikmyndahúsið klæddir eins og nemendur í Hogwart- galdraskólanum . J.K. Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 303 orð | 3 myndir

Heilbrigð sál í hraustum líkama

"ALFRÆÐIRIT um líkama og sál," segir á kápu Heilsubókar konunnar, sem dr. Lesley Hickin ritstýrði og Salka gefur út. Hickin, sem er læknir og sérfræðingur í kvenlækningum, skrifaði bókina í samvinnu við breska sérfræðinga á mismunandi sviðum. Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 35 orð

Heimastjórn á Norður-Írlandi

DAVID Trimble , leiðtogi Sambandsflokks Ulster, var kosinn forsætisráðherra heimastjórnar kaþólskra og mótmælenda á Norður-Írlandi á þriðjudag. Kjör hans var umdeilt og kom til handalögmála í þinghúsinu. Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 2211 orð | 3 myndir

Helgidómur í huga mínum

DEAR Miss NN. Is it "destiny"? NN." (Kæra fröken NN. Eru þetta "forlög"? NN), skrautritar aðframkominn vonbiðill með svörtu bleki á bréfspjald til ungrar konu uppúr aldamótunum 1900. Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 281 orð | 1 mynd

Með ungæðislegu ívafi

ÞÓTT orðið "töff" þyki ekki góð íslenska segir kjólameistarinn og fatahönnuðurinn Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir að þannig flíkur geri hún sér far um að hanna. Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 286 orð | 1 mynd

Mýkt og látlaus snið

"VIÐ hugsum stórt," segir Erna Steina Guðmundsdóttir textílhönnuður, sem auk Lísbetar Sveinsdóttur listmálara og Matthildar Halldórsdóttur tjáningarþerapista á og rekur verslunina Elm. Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 198 orð | 1 mynd

Norðurbandalagið sækir fram

"Við munum halda þessu stríði áfram uns við höfum náð markmiðum okkar," sagði George W. Bush , forseti Bandaríkjanna. Ekkert hlé verður gert á árásum í Afganistan í ramadan, en svo kallast föstumánuður múslíma sem hefst í næstu viku. Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 370 orð | 2 myndir

Rúbikkubburinn

SJÁLFSAGT muna margir eftir "Rúbik-kubbnum" svonefnda, sem fór eins og eldur í sinu yfir heimsbyggðina fyrir rúmum tveimur áratugum. Höfundur kubbsins, Erno Rubik, var prófessor í arkitektúr við listaháskóla í Búdapest í Ungverjalandi. Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1559 orð | 2 myndir

Sjónarhorn fjölmenningar

MÁLEFNI útlendinga búsettra á Íslandi er umræðuefni í samfélaginu, ekki síst vegna þess að stöðugt fleira fólk af erlendum uppruna kýs að setjast hér að. Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 323 orð | 4 myndir

Spuni í efninu

"SPUNINN í efninu heillar mig," segir Ragna Fróðadóttir, fata- og textílhönnuður. Hún leggur mikla vinnu í að breyta jafnt áferð ullar, satíns, tafts og organza með því að leggja ólík efni saman og vélsauma alls konar mynstur í þau. Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 487 orð | 5 myndir

Sæt er heit og saklaus ást

Sæt er heit og saklaus ást, sárt er hana að dylja, eins og það er sælt að sjást, sárt er líka að skilja. Gamall húsgangari færir okkur heim sanninn um gildi ástarinnar. Meira
9. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1076 orð | 4 myndir

Öl

EINU sinni var ekkert sjónvarp á fimmtudögum, hundar ekki liðnir í bæjum og borg og bjór var bannaður með lögum. Mörgum útlendingum þóttu þessi þrjú atriði einkum til marks um skringilegheit og sérvitringshátt landans. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.