Greinar föstudaginn 21. desember 2001

Forsíða

21. desember 2001 | Forsíða | 217 orð

Arafat fyrirskipar aðgerðir gegn Hamas

EINN Palestínumaður lést eftir að til skotbardaga kom við ísraelska hermenn í úthverfi borgarinnar Nablus á Vesturbakkanum en fyrr um daginn hafði Ísraelsstjórn óvænt kallað herlið sitt til baka frá þessu svæði, sem Ísraelsmenn höfðu einungis nýverið... Meira
21. desember 2001 | Forsíða | 254 orð | 2 myndir

De la Rua forseti segir af sér embætti

FERNANDO de la Rua, forseti Argentínu, sagði í gær af sér embætti eftir að stjórnarandstaðan í landinu hafnaði ósk hans um að hún tæki þátt í myndun þjóðstjórnar svo að finna mætti lausn á þeim vanda sem að steðjar. Fyrr um daginn hafði de la Rua gefið til kynna að hann væri reiðubúinn að leita nýrra leiða til þess að vinna bug á efnahagskreppu sem valdið hefur því að til blóðugra óeirða hefur komið í mörgum helstu borgum landsins undanfarna daga. Meira
21. desember 2001 | Forsíða | 141 orð

Liðsmenn friðargæslusveita SÞ komnir til Kabúl

FYRSTU liðsmenn friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna komu til Afganistans í gær en fyrsta verkefni þeirra er að tryggja að athöfn sem haldin verður um helgina, til að setja bráðabirgðastjórn undir forsæti Hamids Karzai í embætti, fari vel fram. Meira
21. desember 2001 | Forsíða | 115 orð

Stærri brjóst í jólagjöf

LÝTALÆKNAR í Ósló vinna nú dag sem nótt við að sinna óskum kvenna sem vilja nota tækifærið í jólamánuðinum og láta stækka á sér brjóstin. "Fólk vill skreyta sig fyrir jólin," er haft eftir ráðgjafa hjá AXESS-sjúkrahúsinu í Aftenposten . Meira

Fréttir

21. desember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 218 orð

1.800 manna bryggjuhverfi á norðurbakkanum

SAMNINGUR sem kveður á um uppbyggingu 1.800 manna bryggjuhverfis á norðurbakka Hafnarfjarðar verður undirritaður í dag. Gert er ráð fyrir því að uppbyggingu hverfisins verði lokið árið 2006 og verður efnt til lokaðrar samkeppni um hönnun svæðisins. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 307 orð

18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Brotin áttu sér stað seinni hluta ársins 1999. Meira
21. desember 2001 | Suðurnes | 118 orð | 1 mynd

45 nemendur brautskráðir

FJÖRUTÍU og fimm nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Íslands en skólaslit haustannar fóru fram í gær. 36 stúdentar útskrifuðust, 4 meistarar, 4 iðnnemar og einn af starfsnámsbraut. Meira
21. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 204 orð

47 umsóknir um stöðuna

ALLS bárust 47 umsóknir um starf verkefnastjóra kynningar- og upplýsingamála hjá Akureyrarbæ en umsóknarfrestur rann út nýlega. Um er að ræða nýtt starf á þjónustusviði, sem greinilega er mikill áhugi fyrir. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 101 orð

Afsláttur af símtölum til útlanda

SÍMINN býður viðskiptavinum sínum 15% afslátt af símtölum til útlanda á jóladag og annan í jólum. Tilboðið gildir í tvo sólarhringa, jóladag og annan í jólum, 25. og 26. desember. Meira
21. desember 2001 | Erlendar fréttir | 112 orð

Alvarlegur jólasveinaskortur í Danmörku

ÓVÆNT vandamál er komið upp í Danmörku, því að sögn Jyllandsposten er skortur á mönnum sem vilja klæðast rauðum fötum, setja upp sítt, hvítt skegg og deila út jólagjöfum. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 472 orð

Áætlað að breytingar kosti milljarða króna

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra féllst í gær á fyrirhugaða framkvæmd við Kárahnjúkavirkjun að uppfylltum skilyrðum og felldi þar með úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar frá 1. ágúst sl. Meira
21. desember 2001 | Erlendar fréttir | 647 orð | 1 mynd

Barnaleikir voru harðbannaðir í ríki talibana

LITLIR drengir voru flengdir fyrir að leika sér; bændur voru fangelsaðir fyrir að erja akurinn í stað þess að vinna kauplaust við að reisa mosku og stúlkurnar földu sig í fjósinu þegar þær heyrðu, að menn með túrban væru að koma. Meira
21. desember 2001 | Erlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Berjast gegn kynlífsþrælkun barna

FULLTRÚAR ríkisstjórna 134 landa hétu því í lok fjögurra daga ráðstefnu, sem haldin var í Japan, að berjast gegn barnaklámi og þrælkun barna í kynlífsiðnaði. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 117 orð

Bjargað úr sjónum eftir fall útbyrðis

MAÐUR féll útbyrðis af netabátnum Hólmsteini GK-20 frá Garði þegar báturinn var að veiðum úti af Stafnesi í gærmorgun. Félagar hans björguðu manninum um borð en hann var nokkrar mínútur í sjónum. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 480 orð | 1 mynd

Borgarfulltrúi segir sig úr Sjálfstæðisflokknum

ÓLAFUR F. Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kvaddi sér hljóðs í upphafi borgarstjórnarfundar í gær og kvaðst hafa tekið ákvörðun um að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 198 orð

Borgarstjórn samþykkir að auglýsa aðalskipulag

AÐALSKIPULAG Reykjavíkur fyrir árin 2001 til 2024 var afgreitt til auglýsingar eftir aðra umræðu á fundi í borgarstjórn Reykjavíkur í gærkvöld. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Breytingarnar allar til bóta

ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þær breytingar sem umhverfisráðherra boðar á framkvæmd við Kárahnjúkavirkjun allar til bóta. Meira
21. desember 2001 | Suðurnes | 152 orð

Bærinn taki að sér löggæsluna

BÆJARFULLTRÚAR Samfylkingarfélags Grindavíkurlistans vilja láta skoða möguleikana á því að Grindavíkurbær taki að sér að annast löggæsluna í bænum. Tilgangurinn er að bæta löggæsluna í Grindavík. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 225 orð

Bætur vegna leigu skipsins til útlanda

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt í málum sex sjómanna gegn Útgerðarfélagi Akureyringa, en þeir fóru fram á bætur þar sem Svalbakur ÞH 6 hefði verið leigður til útlanda og skipið þar með misst rétt til að sigla undir íslenskum fána í skilningi sjómannalaga. Meira
21. desember 2001 | Landsbyggðin | 134 orð | 1 mynd

Börnin frædd um brunavarnir

NEMENDUR í 3. bekk grunnskólans í Ólafsvík fengu óvænta heimsókn inn í kennslustund nú um mánaðamótin. Þar var á ferð slökkviliðsstjórinn í Snæfellsbæ, Jón Þór Lúðvíksson, mættur í slökkviliðsbúningi með reykgrímu. Vakti þetta mikla kátínu viðstaddra. Meira
21. desember 2001 | Suðurnes | 57 orð

D-álma formlega opnuð

D-ÁLMA Heilbrigðsstofnunar Suðurnesja í Keflavík verður formlega opnuð í dag, föstudag, klukkan 16. Lengi hefur verið unnið að undirbúningi og byggingu D-álmu við sjúkrahúsið í Keflavík. Meira
21. desember 2001 | Landsbyggðin | 159 orð | 1 mynd

Dægurlagakeppni Borgarfjarðar

GLEÐIFUNDUR Ungmennafélags Reykdæla var haldinn fyrir skemmstu í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal. Gleðifundurinn er árviss samkoma í starfi félagsins og hefur svo verið um áratuga skeið. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Ekki áfellisdómur yfir Skipulagsstofnun

"VIÐ komum til með að fara vandlega yfir úrskurðinn og þá sérstaklega með tilliti til þess hvort eitthvað í honum hafi áhrif á það hvernig við munum framfylgja lögum um mat á umhverfisáhrifum í framtíðinni. Meira
21. desember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 167 orð

Ekki nýtt svæði fyrir kirkjugarðinn

JÓNATAN Garðarsson, formaður stjórnar Kirkjugarðs Hafnarfjarðar hafði samband við Morgunblaðið vegna viðtals við Jónas Snæbjörnsson, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Reykjanesi, í blaðinu í gær. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 207 orð

Fagna niðurfellingu

SAMTÖK ferðaþjónustunnar og Flugfélag Íslands fagna því að flugleiðsögugjald skuli lagt niður á næsta ári, samkvæmt frumvarpi til laga um breytingu á lögum um loftferðir sem nú liggur fyrir Alþingi. Meira
21. desember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 157 orð | 1 mynd

Fimleikahús risið

NÝTT fimleikahús Fimleikafélagsins Bjarkar í Hafnarfirði er risið. Húsið er byggt við hið gamla íþróttahús Hauka við Haukahraun og verður nýi fimleikasalurinn ásamt búningsklefum um 1.700 fermetrar að flatarmáli. Meira
21. desember 2001 | Landsbyggðin | 98 orð | 1 mynd

Fíkniefnahundurinn fékk frítt fæði í eitt ár

KVENFÉLAG Selfoss hélt nýlega sinn árlega jólagjafafund þar sem félagið afhenti aðilum á Selfossi og víðar jólagjafir af ýmsu tagi. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Framúrskarandi námsárangur nýstúdenta

GUÐRÚN Olga Stefánsdóttir og Eyþór Örn Jónsson útskrifuðust með láði frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í gær. Þau Guðrún og Eyþór hlutu sömu lokaeinkunn, 9,5, og eru dúxar skólans. Meira
21. desember 2001 | Landsbyggðin | 111 orð | 1 mynd

Friðarljósið kemur í skólann

Í FYRSTA sinn kemur friðarljósið til Íslands frá Betlehem. Þetta logandi ljós er sótt í fæðingarkirkju Jesú Krists í Betlehem þar sem lifandi ljósi hefur verið viðhaldið í margar aldir. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 394 orð | 1 mynd

Frumvarp lagt fram snemma á vorþingi

VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagðist vera ánægð með úrskurð umhverfisráðherra um Kárahnjúkavirkjun. Það þyrfti ekki að koma á óvart að skilyrði væru sett fyrir framkvæmdinni. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 221 orð

Fundur boðaður í launanefnd sveitarfélaga

SAMBANDI íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambandi Íslands tókst ekki í gær að leysa ágreining sem risið hefur um forsendur kjarasamnings tónlistarskólakennara. Meira
21. desember 2001 | Erlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Fyrrverandi kommúnistar til valda í Berlín

FORYSTUMENN þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD) og Lýðræðislega sósíalistaflokksins (PDS), sem áður var kommúnistaflokkur Austur-Þýskalands, urðu í gær ásáttir um að hefja borgarstjórnarsamstarf í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 140 orð | 2 myndir

Gjafir til skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar

MÆÐRASTYRKSNEFND hefur fengið margar góðar gjafir að undanförnu, m.a. tölvur, bleiur og jólagjafir til handa skjólstæðingum nefndarinnar. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Gríðarlega vonsvikinn með gjörning ráðherra

"ÉG er gríðarlega vonsvikinn og óánægður með þennan gjörning umhverfisráðherra, en get ekki sagt að úrskurðurinn komi á óvart," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Gullsmiður með fallegasta jólagluggann

FALLEGASTI jólaglugginn í miðbæ Reykjavíkur fyrir þessi jól er hjá Guðbrandi Josef Jezorski, gullsmið á Laugavegi 48. Af því tilefni var verslunareigandinn heiðraður sérstaklega á miðvikudag og hlaut viðurkenningu Þróunarfélags miðborgarinnar. Meira
21. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Gunnar Ragnars ráðinn

GUNNAR Ragnars fyrrverandi forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. hefur verið ráðinn fjármálastjóri Íþróttabandalags Akureyrar. Gunnar var í hópi 6 umsækjenda. Meira
21. desember 2001 | Erlendar fréttir | 157 orð

Hagvöxtur minnkar

HORFUR eru á að hagvöxtur á Írlandi verði tölfræðilega enginn á árinu, að því er seðlabanki landsins hefur greint frá. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 54 orð

Harður árekstur

HARÐUR árekstur tveggja fólksbifreiða varð á gatnamótum Hálsabrautar og Krókháls um klukkan 21.23 í gærkvöldi. Meira
21. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 28 orð

Helgistund á Þorláksmessu

STUTT helgistund verður í Akureyrarkirkju kl. 11 að morgni Þorkáksmessu. Sigrún Arna Arngrímsdóttir messósópran syngur Sekvensíu úr Þorlákstíðum og stendur fyrir almennum söng. Björn Steinar Sólbergsson leikur á... Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 110 orð

Hitt húsið í gömlu lögreglustöðina?

KANNA á hvort mögulegt verður að flytja starfsemi Hins hússins, miðstöðvar ungs fólks í Reykjavík, úr Geysishúsinu við Vesturgötu í gömlu lögreglustöðina við Pósthússtræti 3-5. Verður tillaga þess efnis lögð fram í Íþrótta- og tómstundaráði í dag. Meira
21. desember 2001 | Landsbyggðin | 135 orð | 2 myndir

Hæfileikamiklir krakkar

ÞAÐ ríkti mikil spenna þegar hin árlega Megamix-keppni var haldin hér í bænum. Megamix er samheiti yfir keppni í mörgum greinum. Keppt var í kökuskreytingum, stuttmyndagerð, hárgreiðslu, förðun, hönnun og valdar bestu fyrirsæturnar. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 315 orð

Jarðalögin endurskoðuð í takt við nútímann

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra tekur að nokkru leyti undir með Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, um að þrjár greinar jarðalaga standist ekki samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Hann efast þó um réttmæti athugasemda ESA varðandi eitt ákvæði... Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Jákvætt skref í átt að framkvæmdum

GEIR A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Reyðaráls, segir menn mjög ánægða með niðurstöðu umhverfisráðherra og telur úrskurðinn nauðsynlegt og jákvætt skref í átt að því að af framkvæmdum geti orðið. Meira
21. desember 2001 | Suðurnes | 268 orð

Kaup rafveitna á yfirverði spilltu fyrir samruna

RÍKIÐ og ríkisfyrirtæki hafa spennt upp verðið á rafveitum að undanförnu og það spillti fyrir samruna Selfossveitna við Hitaveitu Suðurnesja og Bæjarveitur Vestmannaeyja, að mati Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Kom ekki á óvart

SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir niðurstöðu umhverfisráðherra ekki hafa komið á óvart. Hann sagðist hins vegar ekki hafa kynnt sér úrskurð ráðherra og vildi því ekki tjá sig meira að svo komnu máli. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 630 orð

Konu dæmd forsjá yngri systur sinnar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt tæplega þrítugri konu forsjá yfir 10 ára systur sinni í samræmi við ósk móður þeirra sem lést úr illkynja sjúkdómi í nóvember 1998. Móðirin hafði áður skrifað undir tvær yfirlýsingar. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 626 orð | 1 mynd

Kostnaðarauki nemur milljörðum króna

FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir það ekki koma á óvart að umhverfisráðherra hafi fellt úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar, enda hafi Landsvirkjun á sínum tíma fært fyrir því ítarleg rök að hann stæðist ekki lög. Meira
21. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 82 orð | 1 mynd

Kvennasambandið fær viðurkenningu

FÉLAGSMÁLARÁÐ Akureyrar hefur veitt Kvennasambandi Akureyrar viðurkenningarvott fyrir fórnfúst starf í þágu þeirra sem minna mega sín. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 54 orð

Landsliðið til arabalanda

KARLALANDSLIÐINU í knattspyrnu hefur verið boðið að leika gegn Kúveit og Sádi-Arabíu dagana 8. og 10. janúar á næsta ári. KSÍ er að kanna hvort mögulegt er að fara með liðið utan með svona skömmum fyrirvara. Meira
21. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

Laufáskirkju færðar sálmabækur að gjöf

NÚ á aðventunni kom níræð kona í heimsókn til prófastsins í Laufási og færði Laufáskirkju að gjöf 50 nýjar sálmabækur. Andvirði þessarar gjafar er um 100 þúsund krónur. Meira
21. desember 2001 | Suðurnes | 617 orð

Lán greidd niður um 585 milljónir

BÆJARSJÓÐUR Reykjanesbæjar greiðir niður lán um 585 milljónir kr. á næsta ári. Til þess er aðallega notaður arður sem Hitaveita Suðurnesja greiðir út og tekjufærður er í ár. Bæjarstjóri segir að álögum á íbúana sé haldið í skefjum og aðhald í rekstri. Meira
21. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 68 orð | 1 mynd

Litlu jólin í Brekkuskóla

BÖRN í grunnskólum hafa síðustu daga haldið svonefnd litlu jól í skólunum og þar eru börnin í Brekkuskóla á Akureyri engin undantekning. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 95 orð

Líkur á verðlækkun á bensíni

VERÐ á bensíni mun lækka um áramót verði ekki stórvægilegar breytingar á gengi krónunnar eða heimsmarkaðsverði á olíu fram til mánaðamóta. Meira
21. desember 2001 | Landsbyggðin | 66 orð

Lægsta tilboð 116 milljónir

UM 67 milljóna króna munur var á hæsta og lægsta tilboði í Norðfjarðarveg á milli Reyðarfjarðar og Sómastaða en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni á þriðjudag. Lægsta tilboðið átti Iðufell ehf. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Málmiðnaðarmenn gefa peninga til barnadeildar FSA

FÉLAG málmiðnaðarmanna á Akureyri afhenti í vikunni fulltrúum barnadeildar FSA, Kristnesspítala og Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga (HL-stöðvarinnar) peningagjafir úr sjúkrasjóði félagsins. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 158 orð

Með gott aðgengi fyrir fatlaða

UNDANFARNAR vikur hefur verið unnið að því að gera ráðuneytisvefina þannig úr garði að þeir standist fyrsta viðmið (priority one) af þeim sem sett eru um aðgengi fatlaðra að vefsíðum. Meira
21. desember 2001 | Erlendar fréttir | 305 orð

Nánast allir leiðtogar talibana komust undan

BANDARÍSKIR embættismenn og afganskir heimildarmenn segja að nánast allir leiðtogar talibana hafi lifað af loftárásir Bandaríkjamanna og ekki enn verið handteknir. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Niðurstaðan veldur vonbrigðum

"ÞAÐ veldur mér vissulega vonbrigðum að úrskurður skipulagsstjóra hafi verið felldur úr gildi og það kemur berlega fram í þeim gögnum sem liggja fyrir, að þessi framkvæmd mun hafa umtalsverð umhverfisáhrif," segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir,... Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 2222 orð

Niðurstaða umhverfisráðherra

Úrskurður umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar er alls 125 blaðsíður, en í 4. kafla er efni hans dregið saman í niðurstöður. Birtist sá kafli hér í heild sinni. Meira
21. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Norðurorku verði breytt í hlutafélag

STJÓRN Norðurorku samþykkti á fundi sínum í vikunni að leggja til við bæjarstjórn Akureyrar, að hún taki afstöðu til þess að Norðurorku verði breytt í hlutafélag. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Nýr skírnarfontur í Hallgrímskirkju

VÍGÐUR hefur verið nýr skírnarfontur í Hallgrímskirkju sem Leifur Breiðfjörð myndlistarmaður hefur gert. Kvenfélag Hallgrímskirkju gaf skírnarfontinn og var hann vígður fyrsta sunnudag í aðventu. Skírnarfonturinn er úr glærum kristal og stuðlabergi. Meira
21. desember 2001 | Erlendar fréttir | 556 orð | 1 mynd

Ófremdarástand í Argentínu

ÓEIRÐIRNAR í Argentínu á fimmtudag eru þær verstu í landinu um áratuga skeið. Í mörgum helstu borgum og bæjum gerði múgur manns áhlaup að opinberum stofnunum og byggingum ráðamanna, rændi og ruplaði. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 244 orð

Ósammála niðurstöðu kærunefndar

FULLTRÚAR fjármálaráðuneytisins, Ríkisbókhalds og Ríkiskaupa áttu fund saman í gær til að fjalla um álit kærunefndar útboðsmála um framkvæmd útboðs á nýjum fjárhagskerfum fyrir ríkissjóð og stofnanir hans sl. sumar. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 208 orð

Óvíst að um ásetning hafi verið að ræða

TUTTUGU og eins árs maður, sem losnar úr gæsluvarðhaldi í dag, hefur játað að hafa stjakað við manni sem féll í kjölfarið fram af svölum á annarri hæð fjölbýlishúss við Yrsufell aðfaranótt sunnudags. Meira
21. desember 2001 | Landsbyggðin | 225 orð | 1 mynd

Rekstur hótelsins í nýjar hendur

UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur við Óla Jón Ólason, hótelhaldara í Reykholti, um rekstur hótelsins í Stykkishólmi. Í haust sagði Þór hf., eigandi hótelsins í Stykkishólmi, upp leigusamningi við Fosshótel og hættu Fosshótel rekstri hótelsins hinn 15. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 280 orð

Reksturinn sagður með ágætum

ENGAR athugasemdir voru gerðar við rekstur embættis ríkislögreglustjóra í úttekt Ríkisendurskoðunar á ársreikningi ársins 2000 og er reksturinn sagður með ágætum. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Reynt að fá úrskurðinum hnekkt

ÁRNI Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, telur úrskurð umhverfisráðherra alvarlegt áfall fyrir náttúruvernd á Íslandi og segir að samtökin muni leita leiða í samstarfi við önnur samtök til að fá honum hnekkt fyrir dómstólum. Meira
21. desember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 86 orð | 1 mynd

Rigning á aðventunni

VEÐRIÐ í borginni í gær minnti ekki mikið á jólin enda jós rigningunni ofan af himnum ofan á þá borgarbúa sem létu veðrið ekki hindra sig í jólainnkaupunum. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 240 orð

Seljendur sýknaðir af kröfu um að greiða kostnaðinn

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness sýknaði í gær fyrrverandi eigendur íbúðar í fjöleignarhúsi í Kópavogi af kröfu kaupenda fasteignarinnar um að þeir hinir fyrrnefndu greiddu kostnað við framkvæmdir á sameign fasteignarinnar, sem stofnað var til af húsfélagi fyrir... Meira
21. desember 2001 | Suðurnes | 183 orð

Sextíu manns á laugardag

FJÖLDI fólks hefur nýtt sér boð Hótels Keflavíkur um fría gistingu gegn því að versla fyrir andvirði gistingarinnar í Reykjanesbæ. Steinþór Jónsson hótelstjóri segir að fólk sé ánægt með að að versla í bænum. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 84 orð

Sjúkraliðar boða verkfall hjá SÁÁ

SJÚKRALIÐAR sem starfa hjá SÁÁ á Vogi hafa í atkvæðagreiðslu samþykkt að boða til verkfalls frá 8. janúar nk. hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Tólf af þrettán sjúkraliðum sem starfa á Vogi tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 140 orð

Skattsvikin þóttu rækilega sönnuð

MAÐUR um fimmtugt var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 2,5 milljónir í sekt en hann stóð ekki skil á samtals 2,7 milljónum í virðisaukaskatt á árunum 1994-1999. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 169 orð

Skiladagur jólakorta innanlands

ÍSLANDSPÓSTUR minnir landsmenn á að síðasti skiladagur til að senda jólakortin innanlands er föstudagurinn 21. desember svo þau komi örugglega til viðtakanda fyrir jól. Jólafrímerki Íslandspósts fást á öllum pósthúsum. Meira
21. desember 2001 | Miðopna | 1673 orð | 2 myndir

Skilyrðin eiga að tryggja umhverfisáhrif innan hóflegra marka

Umhverfismat vegna Kárahnjúkavirkjunar er langviðamesta umhverfismat sem umhverfisráðherra hefur úrskurðað um. Alls bárust 122 stjórnsýslukærur til ráðuneytisins vegna úrskurðar skipulagsstjóra. Björn Ingi Hrafnsson sat kynningarfund þar sem úrskurðurinn var kynntur og ræddi við Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra sem segir að ný gögn sem komu fram eftir úrskurð Skipulagsstofnunar hafi skipt mjög miklu um þessar lyktir mála, en tuttugu skilyrði eru sett fyrir framkvæmdunum. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð

SkjáVarp hf. í greiðslustöðvun

STJÓRN SkjáVarpsins hf. hefur óskað eftir greiðslustöðvun og hefur Héraðsdómur Austurlands fallist á ósk félagsins. Í yfirlýsingu frá Hlyni Jónssyni hdl. fyrir hönd stjórnarinnar, kemur fram að verulegir erfiðleikar hafi verið í rekstri SkjáVarpsins hf. Meira
21. desember 2001 | Landsbyggðin | 61 orð | 2 myndir

Snuðra og Tuðra í Borgarnesi

Snuðra og Tuðra komu í Safnahúsið og fluttu "Jólarósir" fyrir börnin. Meira
21. desember 2001 | Suðurnes | 205 orð | 1 mynd

Spil til styrktar kvennaknattspyrnu

GEFIÐ hefur verið út spil með myndum af íþróttafólki í Grindavík, til styrktar starfi meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Ungmennafélagi Grindavíkur. Meira
21. desember 2001 | Erlendar fréttir | 561 orð

Stjórnin er milli steins og sleggju

TALSVERÐ bjartsýni ríkti í Argentínu í byrjun ársins eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) ákvað að veita landinu lán að andvirði tæpra 40 milljarða Bandaríkjadollara, 4.000 milljarða króna, á næstu árum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Stórt skref í átt að virkjun og álveri

SMÁRI Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir menn auðvitað afar ánægða með þessa niðurstöðu umhverfisráðherra. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Stystur dagur í dag

VETRARSÓLSTÖÐUR eru í dag, 21. desember, en þá er sól stystan tíma á lofti á árinu. Sól rís klukkan 11.22 í dag og á morgun og sest hún rúmum fjórum tímum síðar eða kl. 15.30 í dag og kl. 15.31 á morgun. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Sýning í Sautján

Á KAFFITÁRI, kaffihúsi í versluninni Sautján við Laugaveg, stendur nú yfir sýning KATOR á fantasíuhúsgögnum og munum eftir Katý Hafsteins. Verkin á sýningunni eru stólar klæddir leðri og skinnum og bólstraðir speglar. Meira
21. desember 2001 | Erlendar fréttir | 619 orð

Táknrænar tálmyndir

KREPPAN í argentínskum efnahagsmálum hefur verið að ágerast í langan tíma, raunar svo lengi, að það er ekki spurning hvort það muni sjóða upp úr, heldur hvenær. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð

Tekið verði tillit til athugasemda

BÆJARSTJÓRN Seltjarnarness hefur samþykkt að beina þeim tilmælum til skipulagsnefndar bæjarins að við umfjöllun um fyrirhugaðar byggingar á Hrólfsskálamel verði tekið fullt tillit til athugasemda sem komu fram á borgarafundi um skipulagsmál, m.a. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 99 orð

Tekinn með tíu e-töflur

LÖGREGLUMENN við venjubundið eftirlit í Hafnarfirði handtóku fíkniefnasölumann í fyrrinótt með tíu e-töflur og fjögur grömm af amfetamíni. Viðkomandi játaði aðild sína og var honum sleppt að loknum yfirheyrslum. Meira
21. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 199 orð

Togarar komi með alla þorskhausa að landi

NÝVERIÐ var ýtt úr vör verkefni á frystitogurum Samherja sem gengur út á að hirða alla þorskhausa sem til falla við vinnsluna. Þeir eru frystir um borð og þegar í land er komið fara þeir til vinnslu í hausaþurrkun félagsins á Hjalteyri og Dalvík. Meira
21. desember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 655 orð | 1 mynd

Umhverfið á oddinn

Algjör samhljómur er á milli markmiða nýs aðalskipulags Kópavogs og Staðardagskrár 21 en vinna við þessar skipulagsáætlanir hefur verið samtvinnuð síðustu mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er gert hér á landi. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 351 orð

Úrskurðurinn áfall fyrir náttúruvernd á Íslandi

FORMENN níu umhverfis- og náttúruverndarsamtaka sendu í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Formenn neðangreindra umhverfis- og náttúruverndarsamtaka hafa á fundi sínum í dag fjallað um úrskurð umhverfisráðherra vegna Kárahnjúkavirkjunar. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 111 orð

Úthlutað milli jóla og nýárs

ÁRLEG úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi sem haldið verður í Íþróttahöllinni föstudaginn 28. desember nk. kl. 16. Meira
21. desember 2001 | Landsbyggðin | 111 orð | 1 mynd

Útvarp Helluskóla starfrækt fyrir jólin

NEMENDUR Grunnskólans á Hellu standa í stórræðum þessa dagana eins og fleiri landsmenn. Hluti af skólastarfinu fyrir jólin eru útvarpsútsendingar sem allir nemendur skólans taka þátt í og standa þær yfir í þrjá daga. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd

Viðbrögð við úrskurði umhverfisráðherra

Morgunblaðið leitaði í gær viðbragða við úrskurði Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra um mat á umhverfis- áhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Fara viðbrögðin hér á eftir: Meira
21. desember 2001 | Landsbyggðin | 42 orð | 1 mynd

Viðurkenningar fyrir gott aðgengi

HÉRAÐSBÓKASAFN og héraðsskjalasafn Austur-Húnvetninga svo og aðalverslun og byggingavöruverslun Kaupfélags Húnvetninga (KH) fengu viðurkenningar fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra eftir verulegar lagfæringar. Meira
21. desember 2001 | Suðurnes | 58 orð

Vilja að aðstoðarskólastjóri starfi áfram

SKÓLANEFND Gerðahrepps leggur til að samþykkt verði ósk Jóns Ögmundssonar, aðstoðarskólastjóra Gerðaskóla, um að hann fái að draga uppsögn sína til baka. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 737 orð | 3 myndir

Vísa ásökunum um verðsamráð á bug

FORSTJÓRAR olíufélaganna þriggja vísa því algerlega á bug að þeir hafi haft samráð um verðlagningu á olíuvörum. Þessu heldur Samkeppnisstofnun fram í húsleitarúrskurði sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur sl. mánudag. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Yfir hálfan hnöttinn til að sjá Björk

AÐDRÁTTARAFL söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur draga fáir í efa en hinir fáu efasemdarmenn sannfærast eflaust er þeir heyra sögu Amy Zuzuki sem kom gagngert til Íslands frá heimalandi sínu Japan til að hlýða á tónleika söngkonunnar sem fram fóru í... Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 139 orð | 2 myndir

Ytra-Gil snyrtilegasta býlið

UMHVERFISNEFND Eyjafjarðarsveitar hefur um 10 ára skeið veitt viðurkenningar því fólki sem skarað hefur framúr með fyrirmyndarumgengni á býlum sínum. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 843 orð | 1 mynd

Það er rjúpa í hverju fjalli

Ásgeir Heiðar er fæddur í Reykjavík 20. nóvember 1951. Hann hefur verið rjúpnaskytta í 32 ár. Gerðist leiðsögumaður erlendra laxveiðimanna sumarið 1988 og stundar það enn þann dag í dag. Aðalstarf hans frá árinu 1997 hefur þó verið rekstur á Laxá í Kjós. Ásgeir hefur ennfremur látið til sín taka við veiðihundaþjálfun. Sambýliskona Ásgeirs er Oddný Eiríksdóttir. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 101 orð | 2 myndir

Þegar piparkökur bakast...

ELVA Dögg Þórðardóttir bar sigur úr býtum í árlegri piparkökuhúsakeppni Kötlu og Kringlunnar en úrslit voru gerð kunn um helgina. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 148 orð

Þriggja ára fangelsi fyrir smygl á e-töflum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Dilson Dombaxe Mateus Lumbu, tvítugan portúgalskan ríkisborgara, í þriggja ára fangelsi fyrir að smygla 2.516,5 e-töflum til landsins. Tollverðir handtóku hann á Keflavíkurflugvelli hinn 3. ágúst sl. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 137 orð

Þúsund ferðir seldar

MJÖG góð viðbrögð hafa verið við jólapakkatilboði Flugleiða á ferðum til áfangastaða flugfélagsins í Evrópu. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 321 orð

Þyrlan flug inn í láréttan vindstrók

RANNSÓKNARNEFND flugslysa (RNF) hefur lokið rannsókn sinni á flugatviki sem þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF lenti í 25. maí síðastliðinn, er þyrlan var í eftirlitsflugi um Faxaflóa og Breiðafjörð. Meira
21. desember 2001 | Innlendar fréttir | 301 orð

Ætla að kanna lagalegan grunn

HALLA Eiríksdóttir, formaður Náttúruverndarsamtaka Austurlands, segir úrskurð umhverfisráðherra í sjálfu sér ekki koma á óvart en segir að samtökin muni á næstunni kanna hvort það ferli, sem liggur að baki úrskurðinum, standist lög og reglugerðir. Meira

Ritstjórnargreinar

21. desember 2001 | Staksteinar | 421 orð | 2 myndir

Hinn glaðbeitti morðingi

FYRIR örfáum dögum, nánar tiltekið 17. desember, birtist pistill á Múrnum, vefsíðu ungra róttæklinga, sem sjá veröldina með annarlegum augum. Meira
21. desember 2001 | Leiðarar | 869 orð

Úrskurður umhverfisráðherra

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur snúið við úrskurði Skipulagsstofnunar ríkisins frá í ágúst, en þá lagðist stofnunin gegn Kárahnjúkavirkjun, sem hugmyndir eru um að reisa til að sjá áformuðu álveri á Reyðarfirði fyrir raforku. Meira

Menning

21. desember 2001 | Menningarlíf | 2052 orð | 2 myndir

Að hugsa myndrænt

Frábærri yfirlitssýningu á verkum Gunnlaugs Schevings í Listasafni Íslands lauk sunnudaginn 12. desember og í tilefni framkvæmdarinnar var gefin út vegleg bók um list hans. Bragi Ásgeirsson fjallar hér um bókina en sér ýmissa og nærtækra hluta vegna ástæðu til að hafa rýnina í formi vettvangsskrifs. Meira
21. desember 2001 | Fólk í fréttum | 565 orð | 1 mynd

Af barnslegri ákefð

BJÖRK heldur síðari tónleika sína hérlendis í kvöld í Háskólabíói. Meira
21. desember 2001 | Fólk í fréttum | 210 orð | 2 myndir

Allt galopið

TILNEFNINGAR til Golden Globe verðlauna erlendra fréttamanna í Hollywood voru tilkynntar í gær. Segja má að allt sé opið upp á gátt því að engin ein mynd stendur upp úr með flestar tilnefningar. Meira
21. desember 2001 | Menningarlíf | 725 orð | 1 mynd

Bach með ferskleika

ÓLAFUR Elíasson píanóleikari og kammersveitin London Chamber Group hafa gefið út geisladisk þar sem flutt eru þrjú verk eftir Jóhann Sebastian Bach; Píanókonsertar í d-moll BWV 1052 og í F-dúr BWV 1057 og Hljómsveitarsvíta nr. 1 í C-dúr BWV 1066. Meira
21. desember 2001 | Kvikmyndir | 478 orð | 1 mynd

Einstök kvikmynd

Leikstjóri: Jean-Pierre Jeunet. Handrit: Guillaume Laurant og Jean-Pierre Jeunet. Kvikmyndataka: Bruno Delbonnel. Tónlist: Yann Tiersen. Aðalhlutverk: Audrey Tauton, Mathieu Kassovitz, Rufus, Yolande Moreau, Dominique Pinon og Serge Melin. Frakkland 122 mín. UGC-Fox 2001. Meira
21. desember 2001 | Myndlist | 266 orð | 1 mynd

Feldir á brettum

Opið frá kl. 9-17 alla daga nema sunnudaga frá kl.12-17. Til 13. janúar. Meira
21. desember 2001 | Menningarlíf | 190 orð | 1 mynd

Fortíðartónlist verður framtíðartónlist

KJARTAN Ólafsson tónskáld hefur gefið út geisladiskinn Sjö tilbrigði með sjö rafverkum sem öll eru byggð á eldri verkum hans. "Verkin eru byggð í kringum ákveðin hljóðfæraverk sem ég hef samið á síðustu tíu árum. Meira
21. desember 2001 | Bókmenntir | 465 orð | 1 mynd

Fræðandi, hrífandi og bráðnauðsynleg

eftir Tricia Kreitman. Þýðandi Ragna Sigurðardóttir. Salka 2001. 204 bls. Meira
21. desember 2001 | Menningarlíf | 21 orð

Gallerí Reykjavík Óttar Hrafn flytur tónverk...

Gallerí Reykjavík Óttar Hrafn flytur tónverk sem hann samdi við ljóð Steins Steinars kl. 20-22. Flutningurinn er í tengslun við myndlistarsýningu. Árnýjar Bjarkar... Meira
21. desember 2001 | Bókmenntir | 799 orð | 1 mynd

Gildran í blóðinu

Höfundur: Amy Tan. Þýðandi: Anna María Hilmarsdóttir. Útgefandi: Vaka-Helgafell. 405 bls. Meira
21. desember 2001 | Bókmenntir | 490 orð

Glæsilegt niðjatal

Bókaútgáfan Lækjarbotnar, Reykjavík 2001. 292+297 bls., myndir. Meira
21. desember 2001 | Skólar/Menntun | 759 orð | 3 myndir

Góðan dag [SAWATDEE KHA]

Tungumál/ Á Evrópsku tungumálaári hefur gildi málakunnáttu verið metið. Niðurstaðan er ótvíræð: Kunnáttan er með mestu verðmætum einstaklinga. Andrea Sompit Siengboonum fjallar hér um taílensku sem víða er töluð í Evrópu, og veitir innsýn í málið. Taílenska er kunnuglegt mál á Íslandi. Meira
21. desember 2001 | Bókmenntir | 918 orð | 1 mynd

Heimur á heljarþröm - en rokkið lifir!

Salman Rushdie í þýðingu Árna Óskarssonar Mál og menning 509 blaðsíður. Meira
21. desember 2001 | Tónlist | 488 orð | 1 mynd

Hljómar englanna hátíðarlag

Jólasöngvar, sálmar og mótettur. Dómkórinn í Reykjavík. Stjórnandi: Marteinn H. Friðriksson. Höfundar: Sweelinck, Walter, Praetorius, Bach, Williams, Distler, Þorkell Sigurbjörnsson, Marteinn H. Friðriksson o.fl. Orgelleikur: Marteinn H. Friðriksson. Meira
21. desember 2001 | Menningarlíf | 320 orð | 1 mynd

Hvatt til dáða

Laugarásbíó frumsýnir Hardball með Keanu Reeves, Diane Lane, John Hawkes, D.B. Sweeney. Meira
21. desember 2001 | Myndlist | 335 orð | 1 mynd

Hvítt, svalt og meinfyndið

Til 6. janúar. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Meira
21. desember 2001 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

Hvolpaást

Bandaríkin, 2001. Skífan VHS. Öllum leyfð. (90 mín.) Leikstjórn: Tommy O'Hayer. Aðahlutverk: Kirsten Dunst, Sisqo, Ben Foster og Martin Short. Meira
21. desember 2001 | Menningarlíf | 47 orð | 1 mynd

Íslensk og erlend sönglög

Álftagerðisbræður - Álftirnar kvaka er þriðja plata bræðranna Sigfúsar, Péturs, Gísla og Óskars Péturssona, frá Álftagerði í Skagafirði. Á plötunni eru ný íslensk sönglög ásamt kunnum íslenskum og erlendum lögum, þ.ám. Meira
21. desember 2001 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Jólalög

Jólasálmar - Christmas carols með söng Þuríðar Pálsdóttur er endurútgefin. Hún kom fyrst út hjá Fálkanum árið 1956. Hún var síðan endurútgefin á jólum í mörg ár en hefur verið ófáanleg síðan á 7. áratugnum. Meira
21. desember 2001 | Menningarlíf | 179 orð | 1 mynd

Kirkjutónlist

Heyr himna smiður - Audi creator coeli er gefin út í tilefni af fimm ára afmæli Kammerkórsins Schola cantorum um þessar mundir. Meira
21. desember 2001 | Menningarlíf | 568 orð | 1 mynd

Listin bjargar deginum!

"I LA; Art Really Makes My Day" er heiti á innsetningu Heklu Jónsdóttur og Jessicu Hutchins sem verið hefur til sýnis í Slunkaríki á Ísafirði. Gróflega túlkað á íslensku væri nafn sýningarinnar: "Ég Los Angeles; listin bjargar deginum. Meira
21. desember 2001 | Fólk í fréttum | 116 orð | 1 mynd

Lífið er saltfiskur

Á DÖGUNUM kom út bókin Seiðandi saltfiskur og þorskréttir þjóðanna . Eins og nafnið gefur til kynna er þar á ferð bók um mat og nánar til tekið matreiðslu á þessu mjög svo þjóðlega en oft og tíðum vanþakkláta hráefni. Meira
21. desember 2001 | Bókmenntir | 89 orð | 2 myndir

Ljósmyndir

Snæfellsnes og Þingvellir eru tvær ljósmyndabækur ásamt textum eftir Hörð Daníelsson . Í bókarkynningu segir: "Seiður Íslands er bókaflokkur sem fangar andrúm, fegurð og tign íslenskrar náttúru. Meira
21. desember 2001 | Tónlist | 325 orð

Lög frá ýmsum löndum

Unglingakór Selfosskirkju. Stjórnandi: Margrét Bóasdóttir. Píanó: Sólveig Anna Jónsdóttir. Einsöngur: Auður Örlygsdóttir, Elín Harpa Valgeirsdóttir, Ingunn V. Henriksen, Kristína Guðnadóttir, Magnea Friðgeirsdóttir, Halla Dröfn Jónsdóttir. Meira
21. desember 2001 | Fólk í fréttum | 123 orð | 1 mynd

Mikil eftirvænting

HRINGADRÓTTINSSAGA verður frumsýnd annan í jólum í 8 sölum 5 kvikmyndahúsa á landinu; í fjórum bíóum í Reykjavík - Smárabíói, Regnboganum, Laugarásbíói og Stjörnubíói - og Borgarbíói á Akureyri. Dagana 26.-30. des. verða í boði alls 36.910 sæti. Meira
21. desember 2001 | Fólk í fréttum | 463 orð | 1 mynd

Mixdiskur frá Benna

ÞAÐ ER kúnst að vera plötusnúður, eins og flestir sem í þeim hafa heyrt átta sig væntanlega á, enda eru bestu plötusnúðar ekki minni tónlistarmenn en þeir sem slá á strengi eða berja húðir. Meira
21. desember 2001 | Fólk í fréttum | 754 orð | 1 mynd

Moulin Rouge Bandarísk.

Moulin Rouge Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Baz Luhrman. Aðalleikendur: Nicole Kidman, Ewan McGregor, Jim Broadbent. Sannkölluð himnasending í skammdeginu. Meira
21. desember 2001 | Skólar/Menntun | 369 orð | 1 mynd

Nám og störf

Kyn : Kona Aldur : 22 ára Spurning : Er tannsmíði erfitt nám? Svar : Tannsmíði er löggilt iðngrein og er kennd við Tannsmiðaskóla Íslands en tannlæknadeild HÍ hefur umsjón með menntun tannsmiða. Meira
21. desember 2001 | Fólk í fréttum | 570 orð | 1 mynd

Og nú verður rokki slitið

Jet Black Joe var með helstu rokksveitum síðasta áratugar en átti farsæla endurkomu á þessu ári. Sveitin ætlar að kveðja fyrir fullt og allt í kvöld í Kaplakrika með stórtónleikum og því stiklaði Arnar Eggert Thoroddsen á stóru í sögu sveitarinnar. Meira
21. desember 2001 | Fólk í fréttum | 100 orð | 2 myndir

Og þá var Björk í Höllinni

ÞAÐ VORU miklir fagnaðarfundir í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið þegar Björk Guðmundsdóttir lék í fyrsta sinn á Íslandi í tæp þrjú ár. Meira
21. desember 2001 | Fólk í fréttum | 425 orð | 1 mynd

Óvart í "Avant-garde"-inu

ÞAÐ hefur væntanlega farið framhjá fáum að Björk Guðmundsdóttir er stödd hér á landi um þessar mundir til tónleikahalds. Meira
21. desember 2001 | Fólk í fréttum | 180 orð | 1 mynd

PLAYERS, Kópavogi BSG - Björgvin, Sigga...

PLAYERS, Kópavogi BSG - Björgvin, Sigga og Grétar kunna sitt fag. HÓTEL BORG Jólatónleikar með Margréti Eiri, Stefáni Hilmarssyni og Páli Rósinkranz. THOMSEN Tæknólistamaðurinn Exos heldur útgáfutónleika vegna nýútkominnar breiðskífu, My home is Sonic . Meira
21. desember 2001 | Menningarlíf | 127 orð

"Drasl" í Edinborgarhúsinu

SÝNING á verkum ævintýrakonunnar Holly Hughes stendur nú yfir í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Á sýningunni eru bæði listaverk sem hún hefur skapað hér á landi og hér við land og eins eldri verk. Mest er þó um ljósmyndir af Hornströndum. Meira
21. desember 2001 | Fólk í fréttum | 150 orð | 1 mynd

Skáldið og sagnaheimurinn

Bandaríkin, 1998. Bergvík VHS. Bönnuð innan 12 ára. (92 mín.) Leikstjórn og handrit: William Richert. Aðalhlutverk: Timothy Bottoms, Meg Foster, Edward Albert. Meira
21. desember 2001 | Menningarlíf | 193 orð | 1 mynd

Smásagna- og ljóðasamkeppni barna og unglinga í Álaborg

Á DÖGUNUM fór fram verðlaunaafhending í smásagna- og ljóðasamkeppni íslenskra barna og unglinga í Álaborg og nágrenni. Meira
21. desember 2001 | Fólk í fréttum | 182 orð | 2 myndir

Spáð í spilin

SPÁMAÐUR.IS er vefsetur sem notið hefur vaxandi vinsælda undanfarið. Þar eru það fyrst og fremst létt og skemmtilegt spádómsspil sem laðað hafa að en á setrinu er jafnframt spáð fyrir þjóðþekktum einstaklingum og stjörnuspá dagsins. Meira
21. desember 2001 | Bókmenntir | 294 orð

Stílæfingar

Höfundur: Truman Capote. Þýðandi: Guttormur Helgi Jóhannesson. Útgefandi: Arnargrip. 107 bls. Meira
21. desember 2001 | Bókmenntir | 697 orð | 1 mynd

Stuttir æviþættir

Minningar og frásagnir eftir Þóri S. Guðbergsson. 181 bls. Nýja bókafélagið. Prentun: Jana Seta, Lettlandi. Meira
21. desember 2001 | Fólk í fréttum | 428 orð | 1 mynd

Sungið fyrir börnin

BARNAPLÖTUR fylla sérstakan geira dægurtónlistar og ættu nöfn eins "Dýrin í Hálsaskógi", "Kardemommubærinn" og "Eniga Meniga" að hringja flestum bjöllum. Meira
21. desember 2001 | Bókmenntir | 429 orð | 1 mynd

Svipmyndir úr lífi miðils

Birgitta H. Halldórsdóttir ræðir við Valgarð Einarsson. Bókaútgáfan Skjaldborg 2001. 188 bls. Meira
21. desember 2001 | Bókmenntir | 73 orð | 1 mynd

Trú

Biblían og þú - ljós fyrir líðandi stund er eftir barnabókahöfundinn Arthur Maxwell . Í kynningu segir m.a.: "Uppgötvaðu hvað Biblían segir um líf þitt, fjölskyldu, heilsufar, vandamál og framtíðina. Meira
21. desember 2001 | Menningarlíf | 305 orð | 1 mynd

Undraheimur undirdjúpanna

Sambíóin í Reykjavík, Keflavík og Akureyri ásamt Háskólabíó frumsýna Atlantis, teiknimynd með bandarískri og íslenskri raddsetningu Vals Freys Einarssonar, Selmu Björnsdóttur, Haralds G. Haralds o.fl. Meira
21. desember 2001 | Skólar/Menntun | 349 orð | 2 myndir

Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál

Rafræn viðskipti "Lagaumhverfi rafrænna viðskipta" nefnist námskeið sem haldið verður í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 10. janúar nk. kl. 8.30-12.30. Meira
21. desember 2001 | Skólar/Menntun | 225 orð | 1 mynd

Verðlaunað margmiðlunarefni

NÁMSVEFURINN Lífsferlar í náttúrunni hlaut nýverið 3. verðlaun í samkeppni evrópska skólanetsins í flokknum IBM eTeaching. Þetta er eina íslenska verkefnið sem komst í úrslit en hin verkefnin í úrslitum voru frá Danmörku, Belgíu og tvö frá Frakklandi. Meira
21. desember 2001 | Bókmenntir | 747 orð | 1 mynd

Þar er auga sem unir...

Saga augnlækninga á Íslandi frá öndverðu til 1987. Höfundur: Guðmundur Björnsson augnlæknir. Útgefandi: Háskólaútgáfan 2001. Meira
21. desember 2001 | Menningarlíf | 236 orð

Þrír tenórar á málarasvölum

TENÓRARNIR þrír, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Jón Rúnar Arason og Þorgeir Andrésson, syngja á svölum Húss málarans að kveldi Þorláksmessu, kl. 20.00 og aftur kl. 21.00. Meira

Umræðan

21. desember 2001 | Aðsent efni | 615 orð | 1 mynd

Að berja hausnum við steininn

Framkvæmdastjóri Rauða krossins hefur, að mati Bjarka Más Magnússonar, lélegan málstað að verja. Meira
21. desember 2001 | Aðsent efni | 421 orð | 1 mynd

Að rugla fólk í ríminu

Virðing vísindamannsins Árna Hjartarsonar fyrir almenningi, segir Birgir Sigurðsson, er létt á metunum. Meira
21. desember 2001 | Bréf til blaðsins | 459 orð

Á að taka áhættu í kúamálinu?

AÐVÖRUN nefnist grein í Morgunblaðinu föstudaginn 16. þ.m. eftir kunnan vísindamann, Margréti Guðnadóttir veirufræðing, um kúa-málið svonefnda. Meira
21. desember 2001 | Bréf til blaðsins | 741 orð

Á þúsund kossa djúpi með Leonard Cohen

"May everyone live and may everyone die. Hello my love and my love goodbye." Það er víst óhætt að segja að enginn syngi eins og Leonard Cohen - hvar heyrir maður þvílíka rödd? - og enginn semji texta eins og hann. Hvar getur t.d. Meira
21. desember 2001 | Aðsent efni | 414 orð | 1 mynd

Bangsi á leið í skólann

Álagning á olíu er frjáls, segir Hreggviður Jónsson, en ekki skattarnir og ekki verðið á gjaldeyri. Meira
21. desember 2001 | Aðsent efni | 667 orð | 1 mynd

Bjart yfir Betlehem?

Líf í flóttamannabúðum í hálfa öld hefur kennt þeim, segir Þorvaldur Örn Árnason, að það er e.t.v. skárra að deyja heima en í útlegð. Meira
21. desember 2001 | Aðsent efni | 941 orð | 1 mynd

Doktor Pétur og grenið á Þingvöllum

Mætti biðja um að þyrma greninu - og furunni á Þingvöllum, segir Guðjón Jensson. Þessar trjátegundir eiga sér marga aðdáendur sem kunna að meta fjölbreytni og skjólið sem þau veita. Meira
21. desember 2001 | Aðsent efni | 453 orð | 1 mynd

Enn um brottkast

Orsakir brottkasts, segir Vilhjálmur Hansson Wiium, eru ekki einfaldar. Meira
21. desember 2001 | Bréf til blaðsins | 376 orð

Eru Leikskólar Reykjavíkur reyklausir?

Eru Leikskólar Reykjavíkur reyklausir? Meira
21. desember 2001 | Aðsent efni | 722 orð | 1 mynd

Ég óska forsvarsmönnum SkjásEins gleðilegra jóla

Ég skal, segir Kristján J. Kristjánsson, kveikja á kerti fyrir forsvarsmenn SkjásEins. Meira
21. desember 2001 | Aðsent efni | 1012 orð | 4 myndir

Hátt hreykir Davíð sér

Því miður er það svo, segir Helgi Hjálmarsson, að það eru engir aðrir en við, íbúar þessa lands, sem munum súpa seyðið af þessari óstjórn undanfarinna ára. Meira
21. desember 2001 | Bréf til blaðsins | 318 orð | 1 mynd

Hver er veruleikafirrtur?

STUNDUM velti ég því fyrir mér hvort fylginautar manna eins og græðgi, illska og öfund séu meðfæddir eða áunnir. Kapítalið hótar stjórnvöldum ef þau sigla ekki eftir áttavita gróðahyggjunnar. Meira
21. desember 2001 | Aðsent efni | 365 orð | 2 myndir

Í fríi?

Öll börn, segja Guðrún Arna Gylfadóttir og Stefanía Sörheller, geta lent í aðstæðum sem þau ráða ekki við. Meira
21. desember 2001 | Aðsent efni | 502 orð | 1 mynd

Kúldrast inni í kvistherbergi?

ESB er samband sjálfstæðra ríkja, segir Andrés Pétursson, sem hafa sjálfviljug sett ýmsa málaflokka undir yfirþjóðlegt vald. Meira
21. desember 2001 | Aðsent efni | 864 orð | 1 mynd

Kveðja til Hannesar Hólmsteins

Kvótakerfið, eins og kommúnisminn, segir Sigurður R. Þórðarson, er kerfi fundið upp af misvitrum og misheiðarlegum stjórnmálamönnum. Meira
21. desember 2001 | Aðsent efni | 966 orð | 1 mynd

Kvótakerfi á brauðfótum

Þekkingin á lífríki hafsins, segir Ragnar Eiríksson, er afar takmörkuð. Meira
21. desember 2001 | Aðsent efni | 540 orð | 2 myndir

Kynferðisbrot og baráttan gegn vímunni

Málaflokkur fíkniefna, segir Helgi Gunnlaugsson, virðist lúta öðrum lögmálum í réttarkerfi okkar en kynferðisbrot. Meira
21. desember 2001 | Bréf til blaðsins | 425 orð

Nektarstaðir - sultur, fíkn og fátækt

VIRÐULEG frú af Suðurlandi, Guðrún Jónína Magnúsdóttir, sendir mér tóninn í bréfi til blaðsins 28. nóv. sl. Meira
21. desember 2001 | Aðsent efni | 312 orð | 1 mynd

Nemendur tryggðir í námi

Sem formaður hjúkrunarfræðinema, segir Gerður Beta Jóhannsdóttir, fagna ég því framtaki ríkisstjórnarinnar að ætla að tryggja réttarstöðu okkar nemenda í heilbrigðis- og raunvísindagreinum. Meira
21. desember 2001 | Bréf til blaðsins | 160 orð

Rétt hugarfar

ÉG OG synir mínir tveir vorum að spila slönguspil um daginn. Mér og þeim eldri gekk mjög vel, við vorum farin að berjast um toppsætið þegar sá yngri hékk á botninum og ekkert gekk. Meira
21. desember 2001 | Aðsent efni | 860 orð | 1 mynd

Slys í heimahúsum

Árlega þurfa um 21.000 börn og unglingar hér á landi, segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, að leita sér læknisaðstoðar vegna slysa. Meira
21. desember 2001 | Aðsent efni | 457 orð | 2 myndir

Til umhugsunar fyrir foreldra og forráðamenn barna

Hættan er sú, segja Erna Sigfúsdóttir og Hildur Björg Hafstein, að án eftirlits og stuðnings lendi margir unglingar í aðstæðum sem þeir ráða ekki við. Meira
21. desember 2001 | Aðsent efni | 750 orð | 1 mynd

Tólf vatnstjón á dag

Með auknu upplýsingaflæði og hvatningaraðgerðum telur Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir að koma megi í veg fyrir verulegan hluta vatnstjóna. Meira
21. desember 2001 | Bréf til blaðsins | 331 orð

Um starfsemi nektardansstaða

ÉG var um árabil starfandi nuddari í miðbæ Reykjavíkur, þar sem súlustaðir skutu upp kollinum fyrir nokkrum árum, og fékk þá oftar en ekki starfsstúlkur þessara staða í nudd. Meira

Minningargreinar

21. desember 2001 | Minningargreinar | 1896 orð | 1 mynd

BIRGIR AXELSSON

Birgir Axelsson var fæddur 21. ágúst 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sesselja M. Magnúsdóttir, f. 19. janúar 1905, d. 4. mars 1999, og Axel Pálsson. f. 22. mars 1907, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2001 | Minningargreinar | 3501 orð | 1 mynd

ERLA EINARSDÓTTIR

Erla Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 28. júlí 1932. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 12. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Jósefsson, f. 14.10. 1902, d. 25.9. 1989, og Stefanía Ottesen, f. 20.3. 1906, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2001 | Minningargreinar | 991 orð | 1 mynd

GARÐAR KARLSSON

Garðar Karlsson tónlistarkennari fæddist á Akureyri 10. júlí 1947. Hann lést á heimili sínu 2. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 10. desember. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2001 | Minningargreinar | 831 orð | 1 mynd

GUÐJÓN GUÐMUNDSSON

Guðjón Guðmundsson fæddist á Egilsstöðum í Flóa 8. október 1914. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 11. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Ágúst Eiríksson frá Hvítárholti, bóndi á Egilsstöðum, f. 21. ágúst 1879, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2001 | Minningargreinar | 1208 orð | 1 mynd

GUÐRÚN KRISTJANA HALLDÓRSDÓTTIR

Guðrún Kristjana Halldórsdóttir fæddist á Akureyri 26. maí 1936. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Halldór Aðalsteinn Kristjánsson, f. í Skagafirði 7.5. 1908, og Jóhanna Elín Jóhannesdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2001 | Minningargreinar | 740 orð | 1 mynd

GUNNAR HILMARSSON

Gunnar Hilmarsson fæddist á Akureyri 3. júní 1954. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 16. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kolbrún Þorsteinsdóttir, f. 26. ágúst 1936, og Hilmar Gunnarsson, f. 24. nóvember 1922, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2001 | Minningargreinar | 5799 orð | 1 mynd

GUNNLAUGUR JÓN INGASON

Gunnlaugur Jón Ingason fæddist á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum 20. mars 1924. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 13. desember síðastliðinn. Foreldrar Gunnlaugs voru hjónin Ingi Gunnlaugsson frá Kiðjabergi í Grímsnesi, f. 19.8. 1894, d. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2001 | Minningargreinar | 395 orð | 1 mynd

ÍSLEIFUR E. ÁRNASON

Ísleifur Eyfjörð Árnason málarameistari fæddist í Hrísey 13. ágúst 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 7. desember. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2001 | Minningargreinar | 1103 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR

Sigríður Halldórsdóttir fæddist á Efri-Þverá í Vesturhópi 12. mars 1919. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Pálína Sæmundsdóttir ljósmóðir, f. 9.1. 1887, d. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2001 | Minningargreinar | 431 orð | 1 mynd

SIGURLÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR

Sigurlína Kristjánsdóttir fæddist á Gásum í Glæsibæjarhreppi 5. janúar 1930. Hún lést að heimili sínu 27. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 6. desember. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2001 | Minningargreinar | 2707 orð | 1 mynd

SVEINBJÖRG HERMANNSDÓTTIR

Sveinbjörg Hermannsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 25. desember 1946. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hermann Guðmundsson, stöðvarstjóri Pósts og síma á Suðureyri, f. 12.6. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2001 | Minningargreinar | 1709 orð | 1 mynd

ÞÓRDÍS SVEINBJÖRG JÓNSDÓTTIR

Þórdís Sveinbjörg Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1914. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 16. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Kristjánsson, f. 1860, d. 1925, og Ingveldur Rut Ásbjörnsdóttir, f. 1872, d.... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 719 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Annar Flatfiskur 20 20...

ALLIR FISKMARKAÐIR Annar Flatfiskur 20 20 20 30 600 Blálanga 90 90 90 165 14,850 Gellur 400 340 365 92 33,560 Grálúða 225 212 218 421 91,852 Gullkarfi 115 55 74 19,912 1,465,150 Hlýri 146 111 145 1,347 195,717 Hrogn Ýmis 100 50 51 722 37,000 Keila 116 30... Meira
21. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 413 orð | 1 mynd

Amber International eykur hlut sinn í Pharmaco

AMBER International Ltd hefur keypt hlutabréf í Pharmaco hf. að nafnvirði 21.783.330 krónur á verðinu 49,46, eða fyrir 1.077 milljónir króna. Seljandi er Peter Kirilov Terziev, stjórnarmaður í Pharmaco hf. Meira
21. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 205 orð

Endanleg niðurstaða fyrir vorið

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur lokið frumrannsókn á meintu ólögmætu samráði tryggingafélaganna. Athugunin hófst með því að starfsmenn stofnunarinnar lögðu hald á gögn hjá Sambandi íslenskra tryggingafélaga og Íslenskrar endurtryggingar hf. hinn 30. Meira
21. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Fleiri Pizza Hut-staðir opnaðir í Svíþjóð

FYRIRTÆKIÐ Nordisk Restaurant Group, sem eignarhaldsfélagið Gaumur á meirihluta í ásamt norska fyrirtækinu Möller Group og rekur Pizza Hut hér á landi og í Svíþjóð, hyggst opna sex til tíu Pizza Hut-veitingastaði í Svíþjóð á næsta ári og á hverju ári... Meira
21. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 348 orð | 1 mynd

Íslendingar veiddu næstmest af kolmunna

ÍSLENDINGAR veiddu næstmest allra þjóða við Norður-Atlantshaf af kolmunna á þessu ári. Heildarkolmunnaafli ársins er nú orðinn rúmar 1,7 milljónir tonna, nærri þrefalt það sem vísindamenn hafa ráðlagt. Meira
21. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 325 orð

Í stjórn flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara samkvæmt lögum

GEORG Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir aðspurður að seta hans sem formaður flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara sé í samræmi við lög um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, og hafi menn eitthvað að athuga við setu hans í stjórn sjóðsins sé það... Meira
21. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 174 orð

Velta Delta stefnir í 1,4 milljarða króna

VELTA hjá móðurfélagi Delta hf. á Íslandi stefnir í að verða um 1,4 milljarðar króna á fjórða ársfjórðungi, en það er um 750 milljónum króna meiri velta en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir á tímabilinu. Meira

Fastir þættir

21. desember 2001 | Viðhorf | 885 orð

Að borða ljósið

"Þrettándi var Kertasníkir, - þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld." Meira
21. desember 2001 | Fastir þættir | 85 orð

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík...

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Hinn 13. desember lauk árlegri stigakeppni í tvímenningskeppni, sem spiluð er á fimmtudögum á tímabilinu frá ágúst fram að áramótum. Eftir áramót hefst önnur stigakeppni, sem stendur til júníloka. Meira
21. desember 2001 | Fastir þættir | 186 orð

Bridsfélag Akureyrar Stefán Stefánsson og Páll...

Bridsfélag Akureyrar Stefán Stefánsson og Páll Þórsson hlutu stærsta hangilærið í hangikjötstvímenningi Bridgefélags Akureyrar. Mikil spenna var vegna magáls og hangikjöts því þrjú pör urðu efst og jöfn með 56,3% skor. Meira
21. desember 2001 | Fastir þættir | 114 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 17. desember var spilaður Mitchell-tvímenningur. Úrslit urðu eftirfarandi: N-S Kristján Axelsson - Örn Einarsson 148 Magnús Magnússon - Jón Pétursson 144 Halldóra Þorvaldsd.- Unnur Jónsd. 142 A-V Guðm. Meira
21. desember 2001 | Fastir þættir | 237 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

TVÖ mót setja sérstakan svip á bandarísku haustleikana - annars vegar Reisinger-sveitakeppnin, og hins vegar tvímenningskeppnin "Blue Ribbons Paires". Meira
21. desember 2001 | Dagbók | 99 orð

Háteigskirkja.

Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 13 í umsjón Þórdísar, þjónustufulltrúa. Landakirkja , Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 jólaguðsþjónusta á Heilbrigðisstofnuninni. Litlir lærisveinar syngja og Michell Gaskell leikur á flautu. Meira
21. desember 2001 | Dagbók | 853 orð

(Rómv. 8, 27.)

Í dag er föstudagur 21. desember, 355. dagur ársins 2001. Vetrarsólstöður. Orð dagsins: En hann, sem hjörtun rannsakar, veit hver er hyggja andans, að hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs. Meira
21. desember 2001 | Fastir þættir | 168 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. f3 Be7 9. Dd2 0-0 10. 0-0-0 Rbd7 11. g4 Dc7 12. h4 b5 13. Rd5 Bxd5 14. exd5 Hfc8 15. Kb1 Rb6 16. Bxb6 Dxb6 17. De1 a5 18. g5 Rh5 19. a3 Rf4 20. Hh2 Hc7 21. Rc1 Db7 22. Meira
21. desember 2001 | Fastir þættir | 466 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI býr skammt frá Reykjavíkurflugvelli, líklega svo sem 600 metra frá flugbrautarenda. Alla jafna ónáðar hávaðinn frá flugvellinum Víkverja ekki. Meira
21. desember 2001 | Dagbók | 24 orð

VONIN

Vonin styrkir veikan þrótt, vonin kvíða hrindir, vonin hverja vökunótt vonarljósin kyndir. Vonin mér í brjósti býr, bezti hjartans auður. Vonin aldrei frá mér flýr, fyrr en ég er... Meira
21. desember 2001 | Dagbók | 44 orð | 1 mynd

Þessir duglegu drengir gerðu myndir sem...

Þessir duglegu drengir gerðu myndir sem þeir seldu í Hamraborginni í Kópavogi. Þeir söfnuðu kr. 3.500 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir eru Daði og Björn Möller og Emil og Sveinn Rasch. Meira
21. desember 2001 | Dagbók | 33 orð | 1 mynd

Þessir duglegu krakkar héldu hlutaveltu og...

Þessir duglegu krakkar héldu hlutaveltu og söfnuðu kr. 5.586 til kaupa á leikföngum og tækjum fyrir Barnaspítala Hringsins. Þau heita Sverrir Arnar Friðþjófsson, Aldís Hlín Skúladóttir og Erna Sigurðardóttir. Á myndina vantar Kristjönu... Meira

Íþróttir

21. desember 2001 | Íþróttir | 48 orð

Áramótapúttmót SPORTVANGUR gengst fyrir áramótapúttmóti í...

Áramótapúttmót SPORTVANGUR gengst fyrir áramótapúttmóti í Tennishöllinni í Kópavogi, en þar hefur verið komið fyrir góðri aðstöðu fyrir kylfinga. Undankeppnin stendur til 29. Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 144 orð

Birgir Leifur besti kylfingurinn

BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, var í fyrradag útnefndur kylfingur ársins af samstarfsnefnd Golfsambands Íslands og Sjóvár-Almennra. Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 286 orð

Boðið til Oman og Sádi-Arabíu

KARLALANDSLIÐINU í knattspyrnu hefur verið boðið til tveggja landsleikja á Arabíuskaga í janúar. Kúveitbúar vilja leika gegn Íslandi í Oman, þar sem þeir dvelja þá í æfingabúðum, og Sádi-Arabar vilja mæta íslenska landsliðinu í höfuðborg sinni, Riyadh, tveimur dögum síðar. Ef af verður fara leikirnir fram dagana 8. og 10. janúar. Knattspyrnusamband Íslands er að íhuga tilboðið og mun gefa ákveðið svar í dag en ferðin yrði því að kostnaðarlausu. Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 134 orð

Borås vill fá Vernharð

SÆNSKA júdófélagið Borås hefur lýst yfir vilja til þess að fá júdókappann Vernharð Þorleifsson úr KA á Akureyri til liðs við sig. Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 388 orð

Einherjum fjölgar enn

ÞEIR kylfingar sem náðu draumahögginu sínu á árinu, ásamt þeim fjölmörgu sem hafa farið holu í höggi um ævina, hittast á Hótel Holti laugardaginn 29. desember en þá mun formaður Einherjaklúbbsins, Kjartan L. Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 469 orð | 1 mynd

* GÚSTAF Bjarnason , leikmaður GWD...

* GÚSTAF Bjarnason , leikmaður GWD Minden í þýsku 1. deildinni í handknattleik, var valinn í úrvalslið 16. umferðar þegar henni lauk í fyrrakvöld. Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 286 orð

Hannes samdi við Viking til þriggja ára

HANNES Þ. Sigurðsson, knattspyrnumaður úr FH, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við norska félagið Viking frá Stavanger. FH og Viking hafa komist að samkomulagi um félagaskiptin og Hannes fer alfarinn til Noregs strax í byrjun janúar. Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 365 orð | 1 mynd

* HK hefur rift samningi sínum...

* HK hefur rift samningi sínum við ungverska handknattleiksmanninn Janos Molnar og er hann farinn til síns heima. Molnar lék aðeins þrjá leiki með Kópavogsliðinu . Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 281 orð | 4 myndir

Ítalir og Spánverjar kosta miklu til

ENSKU úrvalsdeildarliðin keyptu leikmenn fyrir 35 milljarða ísl. kr. í sumar en þrátt fyrir það eru það lið frá Ítalíu og Spáni sem halda enn ensku liðunum fyrir aftan sig í þessum efnum. Í efstu deild í Frakklandi, á Spáni, Ítalíu, Englandi og í Þýskalandi eru það liðin frá Suður-Evrópu sem hafa mest svigrúm til að kaupa dýra leikmenn. Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 129 orð

Katrín samdi aftur við Kolbotn

KATRÍN Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur gert nýjan samning við norska úrvalsdeildarfélagið Kolbotn, til tveggja ára. Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 30 orð

KNATTSPYRNA England 1.

KNATTSPYRNA England 1. Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 81 orð

Magdeburg var heppið

MAGDEBURG, lið Alfreðs Gíslasonar og Ólafs Stefánssonar í þýska handkattleiknum, hafði heppnina með sér þegar dregið var í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í fyrrakvöld. Magdeburg fékk heimaleik gegn neðsta liði 1. Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 206 orð

Nýliðarnir eyddu miklu

TVÖ af þeim þremur liðum sem tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni sl. vor fóru mikinn á leikmannamarkaðinum fyrir keppnistímabilið. Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 54 orð

Ólafur aftur til Molde

NORSKA knattspyrnufélagið Molde hefur boðið Ólafi Stígssyni, leikmanni Fylkis, til sín öðru sinni strax eftir áramótin. Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 132 orð

Rúnar kallaður "kóngurinn"

RÚNAR Kristinsson var heldur betur í sviðsljósinu er Lokeren og RC Genk gerðu jafntefli, 2:2. Hann skoraði jöfnunarmarkið, sem var afar glæsilegt, rétt fyrir leikslok. Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 329 orð | 1 mynd

Tíu hafa verið kallaðir

NÖFN þeirra tíu íþróttamanna sem urðu efstir í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 2001 voru birt í gærkvöldi. Kjörinu verður lýst í hófi á Grand Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 27. desember næstkomandi og verður það í 46. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna, SÍ, standa að kjörinu síðan þau voru stofnuð 1956. Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 25 orð

Vala með styttuna

VALA Flosadóttir frjálsíþróttakona var kjörin Íþróttamaður ársins 2000. Hér á myndinni er Vala með hina glæsilegu styttu, sem Íþróttamaður ársins fær til varðveislu í eitt... Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 305 orð

Vilhjálmur oftast kjörinn

Í ÞAU 45 skipti sem Samtök íþróttafréttamanna, SÍ, hafa staðið fyrir kjöri íþróttamanns ársins hefur 31 íþróttamaður orðið fyrir valinu. Oftast hefur Vilhjálmur Einarsson hreppt útnefninguna, fimm sinnum. Sonur hans, Einar, og Hreinn Halldórsson hafa verið kjörnir þrisvar sinnum hvor. Allir eru þeir úr hópi frjálsíþróttamanna. Meira
21. desember 2001 | Íþróttir | 264 orð | 1 mynd

Þórey Edda er eftirsótt

GÓÐUR árangur Þóreyjar Eddu Elísdóttur, stangarstökkvara úr FH og Norðurlandamethafa innanhúss í greininni, hefur vakið talsverða athygli á henni á þessu ári. Nú er svo komið að mjög er sóst eftir henni til þátttöku á frjálsíþróttamótum í Evrópu eftir áramótin og m.a. hefur henni verið boðið að taka þátt í stigamótaröð Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF, sem fram fer í febrúar. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1090 orð | 1 mynd

Eykur umburðarlyndi

EFTIR stúdentsprófið langaði mig til að kynnast einhverju nýju og fá tækifæri til að velta því fyrir mér hvað ég vildi leggja fyrir mig í framtíðinni. Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 107 orð

Félagsmiðstöð á Suður-Ítalíu

HÉÐINN Halldórsson starfaði í eitt ár sem sjálfboðaliði í 15.000 manna bæ í Suður-Ítalíu. Verkefnið fólst í því að vinna í félagsmiðstöð fyrir unglinga sem áttu við ýmis vandamál að glíma, auk þess að veita þroskaheftum stuðning. Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 151 orð | 1 mynd

Færri samverustundir með fjölskyldunni

Batnaði eða versnaði staða barna á Íslandi á síðustu öld? Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 719 orð | 7 myndir

Hátíðarborð

UM hátíðir eins og jól og áramót skreyta Íslendingar híbýli sín á fjörlegan en hlýlegan máta og eru matarborðin þar ekki undanskilin. Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 127 orð | 1 mynd

Húsleit hjá olíufélögunum

SAMKEPPNIS-stofnun gerði húsleit hjá olíufélögunum þremur á þriðjudag. Fjöldi manna tók þátt í aðgerðunum sem voru vel skipulagðar. Starfsfólk olíufélaganna átti ekki von á húsleit. Það var látið yfirgefa skrifstofur sínar á meðan gögnum var safnað... Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 48 orð | 1 mynd

Íþróttamenn ársins

Íþróttasamband fatlaðra valdi íþróttamenn ársins á föstudag. Urðu þau Kristín Rós Hákonardóttir og Bjarki Birgisson fyrir valinu. Þau keppa bæði í sundi. Kristín Rós hefur unnið margar keppnir undanfarin ár. Í ár setti hún sjö heimsmet. Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 622 orð | 6 myndir

Jólatré í stofu stendur

JÓLATRÉ með tilheyrandi jólaskrauti eru nú orðin eitt helsta einkenni jólanna. Elstu heimildir um þau er að finna í Þýskalandi frá 16. öld og þaðan bárust þau til Norðurlanda skömmu eftir 1800. Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 876 orð | 1 mynd

Lært að "lúffa"

ÉG sóttist eftir að vinna með fólki með geðræn vandamál og slík verkefni voru aðeins í boði í tveimur löndum, þ.e. á Ítalíu og Íslandi. Af því að verkefnið á Ítalíu átti aðeins að standa yfir í hálft ár varð Ísland ofan á. Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 141 orð | 1 mynd

Mannréttindakennsla lykilatriði

Hvað getum við, hvert og eitt okkar, gert til að stuðla að því að mannréttindi barna séu virt á Íslandi/í heiminum öllum? Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 215 orð | 1 mynd

Mannréttindasáttmálum verður að framfylgja

Batnaði eða versnaði staða barna í heiminum á síðustu öld? Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 149 orð | 1 mynd

Mannréttindi barna ekki afstæð

Austrið og vestrið höfðu mismunandi skoðanir á því hvað væru mannréttindi í vinnunni við Barnasáttmálann. Eru mannréttindi barna afstæð? Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 114 orð | 1 mynd

Meira rafmagn um jólin

ORKUVEITAN segir að búið sé að setja nýtt met í notkun á rafmagni. Íslendingar nota yfirleitt meira rafmagn fyrir jólin en venjulega. Í ár hafa þeir svo notað enn meira en áður. Ástæðan er talin vera mikill fjöldi jólaljósa. Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 42 orð

Miðstöð nýbúa hættir

MIÐSTÖÐ nýbúa hefur verið lokað. Í hennar stað hefur verið opnað Alþjóðahús í Reykjavík. Þar má nú fá upplýsingar, ráðgjöf og þjónustu túlks. Auk þess aðstoðar Alþjóðahúsið félög innflytjenda varðandi húsnæðis-mál. Alþjóðahúsið er á Hverfisgötu 18. Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 922 orð | 1 mynd

Prjónar í frístundum

ÍSLAND varð fyrir valinu af því að landið er nánast eins langt frá Ítalíu í Evrópu og hugsast getur. Hin löndin í Suður-Evrópu eru alltof lík Ítalíu til að geta verið sérstaklega spennandi. Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1413 orð | 4 myndir

Rænd æskunni

HIN LEYNDA SKÖMM - var yfirskrift erindis Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty International, á málþingi samtakanna um mannréttindi barna á dögunum. Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 72 orð

Sambýli fyrir þroskahefta í Róm

ANNA Sigurveig Ragnarsdóttir dvaldist í Rómaborg um eins árs skeið þar sem hún vann með þroskaheftum börnum á sambýli. Á sambýlinu bjuggu 50 einstaklingar og bjó Anna inni á sambýlinu. Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 355 orð

Sá einn veit er víða ratar

Þúsundum saman sækja ungmenni út í hinn stóra heim í leit að visku og þroska. Þrír viðmælenda Önnu G. Ólafsdóttur hafa fengið tækifæri til að hleypa heimdraganum og kynnast hinum stóra heimi á Íslandi í gegnum styrkjaáætlun Evrópusambandsins - Ungt fólk í Evrópu. Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 234 orð | 1 mynd

Síðustu vígin að falla

SÍÐUSTU vígi hryðjuverka-samtaka Osama bin Ladens í Afganistan eru að falla. Afganskar hersveitir hafa undanfarið barist við liðsmenn samtakanna í Hvítufjöllum. Hafa margir talibanar gefist upp. "Þeir eru búnir að vera. Meira
21. desember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 397 orð | 5 myndir

teknir teppið

JÓLASVEINAR hafa ekki verið fyrirferðarmiklar sögupersónur í barnabókum Gunnhildar Hrólfsdóttur rithöfundar. Samt hefur hún skapað jólasveina. Munurinn á þeim og söguhetjum bókanna er hins vegar sá að þeir standa, allir sem einn, í báða fætur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.