Greinar föstudaginn 25. janúar 2002

Forsíða

25. janúar 2002 | Forsíða | 125 orð

Fjórir Palestínumenn féllu

FJÓRIR Palestínumenn féllu í átökum á heimastjórnarsvæðunum í gær en mikil spenna var á svæðinu eins og marga undanfarna daga. Meira
25. janúar 2002 | Forsíða | 319 orð | 1 mynd

Ísraelar segja ásakanirnar fáránlegar

TALSMENN Ísraelsstjórnar neituðu alfarið í gær ásökunum þess efnis að Ísrael hefði staðið fyrir morðinu á Elie Hobeika, stríðsherra í Líbanon á árum borgarastyrjaldarinnar þar 1975-1990. Sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins þær "fáránlegar". Meira
25. janúar 2002 | Forsíða | 83 orð

Rafmagnið tekið af hernum

RAFMAGNIÐ var tekið af nokkrum af mikilvægustu mannvirkjum rússneska hersins á austurströnd Rússlands í gær vegna vangoldinna skulda. Meira
25. janúar 2002 | Forsíða | 167 orð | 1 mynd

Rofar til vestanhafs

ALAN Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist í gær sjá jákvæð merki um að bandarískur efnahagur væri að ná jafnvægi en varaði þó við því að batinn yrði sennilega ekki jafn hraður og aðilar á markaði myndu kjósa. Meira
25. janúar 2002 | Forsíða | 253 orð | 1 mynd

Walker-Lindh úrskurðaður í gæsluvarðhald

JOHN Walker-Lindh, Bandaríkjamaðurinn ungi sem sakaður er um að hafa barist með al-Qaeda-hryðjuverkasamtökunum í Afganistan, kom fyrir alríkisrétt í Virginíu í Bandaríkjunum í gær og hlýddi þar á ákæru á hendur sér. Meira

Fréttir

25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð

100 geisladiskum stolið úr bíl

SEX innbrot höfðu verið tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík seinnipartinn í gær, þar af fjögur í bíla við Sóltún, Jórufell, Nóatún og Kringluna. Brotist var inn í tvo söluturna en engu var stolið. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 96 orð

82% fall í almennri lögfræði

Í DESEMBER gengu alls 163 nemendur undir próf í almennri lögfræði við Háskóla Íslands og af þeim náðu 29, eða 17,8%, tilskilinni lágmarkseinkunn, sem er 7,0 en almennt er lágmarkseinkunn 5,0 í námskeiðum við HÍ. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 520 orð | 1 mynd

Afstaða til leiðtogaprófkjörs tekin á laugardag

EKKI voru teknar ákvarðanir í gær á stjórnarfundi Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um hvort fallið verður frá hugmyndum um að halda forustuprófkjör á vegum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Afurðir íslensku kýrinnar aukast

AFURÐIR íslenskra kúa júkust um rúmlega 5% á síðasta ári. Meðalkýrin mjólkaði 4.894 kíló, en árið á undan voru meðalafurðirnar 4.664 kíló. Afurðaaukningin hefur orðið mjög hröð á síðustu árum, en ekki eru nema fimm ár síðan meðalkýrin mjólkaði tæplega 4. Meira
25. janúar 2002 | Suðurnes | 205 orð

Allar hækkanir verði afturkallaðar

VERKALÝÐSFÉLÖG á Suðurnesjum hafa sent sveitarstjórnum á svæðinu bréf með áskorun um að afturkalla nú þegar allar hækkanir og leggja þannig sitt af mörkum til að verja stöðugleikann í landinu. Er þetta liður í verðaðhaldi verkalýðsfélaganna í landinu. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Alþjóðadagur Háskóla Íslands

ALÞJÓÐADAGURINN var haldinn hátíðlegur í Aðalbyggingu Háskóla Íslands í gær. Alþjóðadagurinn er samvinnuverkefni Stúdentaráðs HÍ, Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, Rannsóknarþjónustu Háskólans, Atvinnumiðstöðvar stúdenta og Landsskrifstofu Leonardo. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 632 orð

Alþjóðlegur gagnabanki um mænuskaða í bígerð hér á landi

ALÞJÓÐLEGUR gagnabanki um mænuskaða gæti orðið að veruleika hér á landi innan skamms, gangi eftir þau áform sem íslensk stjórnvöld hafa uppi í nánu samráði við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO), Evrópuráðið og jafnvel fleiri aðila, m.a. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 163 orð

Atlanta réð 60 flugmenn og flugvélstjóra vegna pílagrímaflugs

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur að undanförnu bætt við sig um 60 flugmönnum og flugvélstjórum vegna pílagrímaflugsins sem nú stendur yfir. Alls starfa því nú um 180 flugmenn og flugvélstjórar á B747-þotum félagsins. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 341 orð

Ákvörðun um framhald tekin á næstu dögum

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lokið rannsókn sinni á flugslysinu í Skerjafirði hinn 7. ágúst árið 2000 þegar einshreyfils flugvélin TF-GTI hrapaði í sjóinn. Sex manns létust af völdum flugslyssins. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 162 orð

Álftaneshreyfingin býður fram til sveitarstjórnar

ÁLFTANESHREYFINGIN - mannlíf og umhverfi, hefur gert með sér samstarfssamning þar sem segir að markmið framboðsins sé að vinna sameiginlega að sveitarstjórnarmálum í Bessastaðahreppi í anda lýðræðis, jafnaðar, félagshyggju og kvenfrelsis með... Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 72 orð

Átta útköll vegna sinuelda

LÖGREGLAN í Hafnarfirði var kölluð til átta sinnum, frá morgni til klukkan 17 í gær, vegna sinuelda víðsvegar í umdæminu. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 197 orð

Beðið um aðstoð við að koma sjóðum undan

FYRIRTÆKI í Reykjavík hefur borist tölvupóstur frá erlendum manni sem fer fram á að fyrirtækið aðstoði sig við að koma undan peningasjóðum, sem sendandi bréfsins segir að Slobodan [Milosevich, fyrrverandi Júgóslavíuforseti] og bróðir sendandans hafi... Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 58 orð

Blindaðist af sól og ók á stein

ÖKUMAÐUR bifreiðar var fluttur á slysadeild eftir að hafa blindast af sól við Bakkabraut í Kópavogi í gær með þeim afleiðingum að hann ók á stein og skall með höfuðið í framrúðu bifreiðarinnar þar sem hann var ekki í bílbelti. Meira
25. janúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 266 orð | 1 mynd

Borgin tilbúin að selja heilsuverndarstöðina

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fagnar þeirri skoðun heilbrigðisráðherra að ríkið eignaðist að fullu húsnæði Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur við Barónsstíg. Segist borgarstjóri mjög tilbúinn til viðræðna um slíkt. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 164 orð

Braut gegn bókhaldslögum og ók ölvaður

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær mann í sjö mánaða fangelsi fyrir stórfelld brot á lögum um bókhald og fyrir ítrekaðan ölvunarakstur. Fjórir mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 839 orð | 1 mynd

Byggja undir faglegan metnað

Ástþór Jóhannsson er fæddur 1955 í Reykjavík, en er uppalinn í Vestmannaeyjum. Útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands í grafískri hönnun. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 176 orð

Bætur fyrir óþarflega langt gæsluvarðhald

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða manni 415. Meira
25. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Dauðir fuglar í fjörunni

UM 60 dauðir svartfuglar urðu á vegi vegfaranda sem leið átti um Böggvisstaðasand á dögunum, en það er strandlengjan sunnan Dalvíkur. Þetta er vinsælt útivistarsvæði og margir ganga þar sér til heilsubótar. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Draga hækkun á leikskólagjöldum til baka

BESSASTAÐAHREPPUR hefur ákveðið að falla frá tæplega 6,7% hækkun leikskólagjalda sem taka átti gildi frá og með 1. janúar síðastliðinn og verða þannig við áskorun ASÍ um að sveitarfélög endurskoði gjaldskrárhækkanir á leikskólum. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Drekkingarhylur fái sinn forna svip

TVEIR þingmenn Samfylkingarinnar, þeir Mörður Árnason, varaþingmaður, og Karl V. Matthíasson, hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um endurheimt Drekkingarhyls í Almannagjá á Þingvöllum. Meira
25. janúar 2002 | Landsbyggðin | 130 orð

Ellefu taka þátt í prófkjöri

ELLEFU manns munu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akranesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en frestur til að skila inn þátttökutilkynningum rann út um síðustu helgi. Meira
25. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 600 orð | 1 mynd

Endurskoðandinn neytir þagnarréttar

DAVID Duncan, fyrrverandi endurskoðandi Enron, neitaði í gær að svara spurningum þingnefndar, sem rannsakar gjaldþrot fyrirtækisins, um förgun skjala frá fyrirtækinu, og vísaði Duncan til stjórnarskrárbundins réttar síns til að bera ekki sök á sjálfan... Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 210 orð

Fagna frumkvæði utanríkisráðherra

EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á fundi framkvæmdastjórnar Sambands ungra framsóknarmanna 22. janúar s.l. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 554 orð

Farþegar föðmuðust þegar vélin var lent heilu og höldnu

"OKKUR þykir leitt að farþegar okkar hafi orðið fyrir óþægindum og er eðlilegt að þeir hafi orðið óttaslegnir," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, um það atvik þegar flugmenn vélar Flugleiða, Boeing 757, hættu skyndilega... Meira
25. janúar 2002 | Landsbyggðin | 421 orð | 3 myndir

Fjölbreytni á útskurðarnámskeiði á Flúðum

MARGIR sækja ýmiss konar handverksnámskeið á kvöldin og um helgar til að fræðast og skemmta sér við margvíslega iðju. Meira
25. janúar 2002 | Landsbyggðin | 170 orð | 1 mynd

Fluglínuæfing í roki

Í ROKINU um síðastliðna helgi notaði björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd tækifærið og hélt fluglínuæfingu ofan við bæinn. Skotið var línu yfir malarnámu sem þar er og nokkrir björgunarsveitarmenn dregnir yfir námuna í björgunarstól sveitarinnar. Meira
25. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 90 orð

Foringi fellur í Aceh

INDÓNESÍSKIR hermenn felldu herforingja frelsishers Aceh-héraðs í skotbardaga á miðvikudag þegar þeir gerðu áhlaup á bækistöðvar hans í frumskóginum. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 141 orð

Framleiðslan aukin í 460 þúsund tonn

FRAMLEIÐSLUGETA álversins í Straumsvík verður aukin í 460 þúsund tonn á ári í tveimur áföngum, samkvæmt nýjum hugmyndum Íslenska álfélagsins (ISAL). Í fyrri áformum félagsins var gert ráð fyrir að framleiðslan yrði 400 þúsund tonn á ári. Meira
25. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Friðarfundur trúarleiðtoga

Jóhannes Páll II páfi á friðarfundi í Assisi á Ítalíu í gær með um 200 leiðtogum um þrjátíu trúarbragða um allan heim. Til samkomunnar mættu múslímir, gyðingar, hindúar, andatrúarmenn, kristnir, elddýrkendur, shintótrúaðir og margir fleiri. Meira
25. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 655 orð | 2 myndir

Fyrrverandi stríðsherra í Líbanon myrtur

EINN af leiðtogum stríðandi herja í borgarastríðinu í Líbanon, Elie Hobeika, var myrtur með bílsprengju í gær í Beirút. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 114 orð

Geymslugjöld hækka ekki

HÆKKUN á geymslugjöldum hjá Skráningarstofunni var auglýst fyrir mistök, að sögn Ingva Hrafns Óskarssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra. Auglýst hækkun á verði númeraplatna stendur. Auglýst var að geymslugjaldið myndi hækka úr 600 kr. í 1500 kr. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 343 orð

Hefðu áhrif á útgerð yfir 100 fiskiskipa

HAGSMUNAAÐILAR í sjávarútvegi, samtök útvegsmanna og sjómanna, kynntu í gær sameiginlegar tillögur um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 56 orð

Heimsferðir fljúga beint til Búdapest

FERÐASKRIFSTOFAN Heimsferðir mun í vor bjóða upp á beint leiguflug til Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands. Ferðirnar verða kynntar um helgina og í dag ætti að vera hægt að lesa um þær á vefnum www.heimsferdir.is. Verð er frá 46.600 krónum. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 224 orð

Hlutur foreldra hefur lækkað

ALMENNT gjald, miðað við átta tíma vistun með mat í leikskólum á Seltjarnarnesi, hækkaði um 10% í fyrra. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Hver á þurru við Kleifarvatn

YFIRBORÐ Kleifarvatns stóð nánast í stað fram eftir vetri, en vegna mikillar úrkomu á svæðinu í janúar hefur bæst heldur meira í vatnið en nemur rennslinu úr því, að sögn Kristjönu Eyþórsdóttur, jarðfræðings hjá Vatnamælingum Orkustofnunar. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Hverfult klakalistaverk

VATNIÐ sem að öllu jöfnu drýpur niður í Flúðakrók austan við Vík í Mýrdal hefur breytt um ham og myndar nú stæðileg grýlukerti sem slúta yfir höfðum þeirra sem þangað leggja leið sína. Meira
25. janúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 358 orð

Íbúaþing um vistvæna byggð

UNDIR Esjunni er yfirskrift opins íbúaþings um vistvæna byggð sem haldið verður í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem svokölluðu íbúalýðræði er beitt í skipulagsvinnu hérlendis. Að sögn Ingibjargar R. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 75 orð

Í gæsluvarðhaldi vegna auðgunarbrota

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í fyrradag tvítugan mann í sex vikna gæsluvarðhald, að kröfu lögreglunnar í Reykjavík vegna ítrekaðra auðgunarbrota að undanförnu Hann var handtekinn ásamt öðrum manni á miðvikudagsmorgun eftir innbrot í verslunina... Meira
25. janúar 2002 | Miðopna | 807 orð | 1 mynd

Jafnræðisregla hornsteinn samstarfsins

Flokkarnir þrír sem standa að Reykjavíkurlistanum munu hver um sig velja mann í fjögur sæti á framboðslista til borgarstjórnarkosninga. Uppstillingarnefnd velur í tvö sæti og borgarstjóri skipar eitt sætið. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Jákvæð viðbrögð af hálfu stærstu sveitarfélaganna

FORYSTUMENN ASÍ áttu fundi með bæjarstjórunum í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi í gær, m.a. vegna gjaldskrárhækkana í leikskólum og hækkunar fasteignagjalda. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 449 orð

Kostnaður gæti numið um 2.000 krónum á hvern farþega

GERA má ráð fyrir að flugfélag sem flýgur hingað til lands geti þurft að greiða a.m.k. um 2.000 kr. fyrir hvern farþega sem kemur hingað með flugvélum félagsins. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 131 orð

Kvöldverður Edinborgarfélagsins

ÁRLEGUR kvöldverður Burns eða "Burn's Supper", verður haldinn laugardaginn 26. janúar kl. 20 - 1.00, á vegum Edinborgarfélagsins í sal karlakórsins Fóstbræðra að Langholtsvegi 109, Reykjavík. Meira
25. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 288 orð

Leiddu hjá sér grimmdarverk í Perú

STJÓRNVÖLDUM í Bandaríkjunum var kunnugt um pólitísk morð og mannréttindabrot stjórnvalda í Perú í um 20 ár. Þau kusu hins vegar að líta framhjá þeim sökum þeirrar baráttu sem yfirvöld í landinu háðu við flokka kommúnískra skæruliða. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 30 orð

LEIÐRÉTT

5.000. hljóðbókin Í frétt um 5.000. bókartitil Blindrabókasafns Íslands í blaðinu á miðvikudag var fyrirsögnin villandi. Bókin var sögð á blindraletri en um er að ræða 5.000. hljóðbókina. Beðist er velvirðingar á... Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 89 orð

Lenti með fót undir afturhjóli strætisvagns

KONA um sextugt var flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í gærmorgun með áverka á fæti eftir að hafa lent undir afturhjóli strætisvagns á mótum Höfðabakka og Vesturhóla. Meira
25. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 190 orð

Lík seld í Póllandi?

PÓLSKIR ráðamenn hvöttu til þess í gær að hafin yrði tafarlaust rannsókn vegna ásakana um að læknar hefðu myrt sjúklinga sína til að tryggja útfararstofum verkefni. Meira
25. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Lyklar að langlífi

NIÐURSTÖÐUR tveggja nýrra rannsókna ættu að vera miðaldra karlmönnum gleðiefni, en þær benda annars vegar til þess að fjörugt kynlíf verndi þá fyrir hjartaáfalli og hins vegar að nokkrir áfengir drykkir á dag dragi úr líkunum á elliglöpum. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 94 orð

Lækka verð á Pascual-jógúrt

INNNES ehf. hefur lækkað heildsöluverð á Pascual-jógúrt um 5,3%. Magnús Óli Ólafsson hjá Innnes segir að lækkun þessi sé vegna hagstæðari innkaupa á vörunni. Frá því að Innnes ehf. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 45 orð

Málefnafundir VG á Akranesi

VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð á Akranesi gengst fyrir fundaröð um bæjarmálefni alla laugardagsmorgna á tímabilinu 26. janúar til 16. mars. Fyrsti fundurinn verður laugardaginn 26. janúar kl. 10-12 á Café 15. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 42 orð

Málfundur um verndun auðæfa hafsins

"MÁLFUNDUR verður í dag, föstudaginn 25. janúar, kl. 17.30 í Pathfinder-bóksölunni, Skólavörðustíg 6b. Yfirskrift fundarins er: Eru umbætur í kapítalískum sjávarútvegi mögulegar? Meira
25. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Mælt með Ingu Þöll

KRISTJÁN Þór Júlíusson bæjarstjóri lagði til á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær að Inga Þöll Þórgnýsdóttir yrði ráðin bæjarlögmaður á Akureyri. Listi yfir umsækjendur, sem voru 7 talsins, var lagður fram á fundinum. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Mörsugur óvenju snjóléttur

ÞORRINN hefst í dag á bóndadegi samkvæmt forníslensku dagatali. Mörsugi lauk því í gær og hefur sá mánuður verið óvenju snjóléttur, einkum sunnanlands. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 215 orð

Nemar í flugumferðarstjórn á námskeið í Prag

FLUGMÁLASTJÓRN mun í lok febrúar senda sex nýnema í flugumferðarstjórn til fimm mánaða náms í Prag í Tékklandi. Nemarnir voru valdir úr hópi 130 umsækjenda um nám í flugumferðarstjórn. Meira
25. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 250 orð

Neysla hvers konar fíkniefna verði leyfð

Hegningarlaganefnd norska þingsins íhugar nú að leggja til að leyfilegt verði að nota og eiga hvers konar fíkniefni en á hinn bóginn verði áfram refsivert að selja fíkniefni, að sögn norska dagblaðsins Aftenposten í gær. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 192 orð

Ný atlaga að Aconcagua í undirbúningi

"MÉR líður orðið nokkuð vel, en vil vera fullkomlega hraustur áður en ég legg af stað að nýju á tindinn," sagði Haraldur Örn Ólafsson sjötindafari í samtali við Morgunblaðið í gær, þar sem hann er á hóteli í Mendoza. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð

Ný ljósmyndakeppni á www. ljosmyndari.is

ÁKVEÐIÐ hefur verið að fara af stað með nýja ljósmyndakeppni á Netinu. Í síðustu keppni bárust alls 110 myndir en henni lauk í byrjun janúar. Í 1. sæti varð mynd Birgis Freys Birgissonar, í öðru sæti Guðjón Sigurðsson og í þriðja sæti Árni Torfason. Meira
25. janúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 25 orð

Nýr framkvæmdastjóri Miðgarðs

Borgarráð hefur samþykkt að Ingibjörg Sigurþórsdóttir verði ráðin framkvæmdastjóri Miðgarðs samkvæmt tillögu hverfisnefndar Grafarvogs. Ingibjörg tekur við starfinu af Regínu Ásvaldsdóttur en 24 sóttu um... Meira
25. janúar 2002 | Landsbyggðin | 529 orð | 1 mynd

Nýtt fiskvinnslufyrirtæki veitir 20 störf í fyrstu

NÝTT fiskvinnslufyrirtæki, Godthaab í Nöf, hefur starfsemi í Vestmannaeyjum innan skamms. Meira
25. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 221 orð | 1 mynd

Oktavía náði fyrsta sætinu

OKTAVÍA Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi fékk flest atkvæði í könnun sem gerð var meðal félaga í Samfylkingunni á Akureyri og Stólpa, félagi ungra jafnaðarmanna á Akureyri um skipan efstu sæta flokksins í sveitarstjórnarkosningum í vor. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Olís hvetur til öryggis í umferð

OLÍS hóf í gær í þriðja sinn umferðarátak á bensínstöð félagsins við Álfheima. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 365 orð

Ólögleg afritun og dreifing hugbúnaðar

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær tölvufyrirtækið Tæknibæ og framkvæmdastjóra þess til að greiða samtals 800. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Óskar Jónsson

ÓSKAR Jónsson, foringi í Hjálpræðishernum, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 23. janúar sl. Hann fæddist í Reykjavík 4. júní 1916 og varð því 85 ára gamall. Óskar gerðist ungur að árum foringi í Hjálpræðishernum. Meira
25. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 161 orð | 1 mynd

PG Frigg tekur til starfa

NÝTT fyrirtæki, PG Frigg, hefur tekið til starfa á Akureyri en að því standa PG ræstingar á Akureyri og Frigg í Garðabæ. Fyrirtækið leggur áherslu á ræstingar og sölu og dreifingu á hreinsi- og ræstingavörum. Meira
25. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Pierre Bourdieu látinn

FRANSKI félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu lést af krabbameini á sjúkrahúsi í París í gær, að því er samstarfsmenn hans greindu frá. Hann var 71 árs. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð

Plötusnúðakeppni Frostaskjóls

ÁRLEG plötusnúðakeppni Frostaskjóls verður haldin í dag, föstudaginn 25. janúar, í Frostaskjóli. Keppnin hefst kl. 20, en þetta er 16. árið í röð sem hún er haldin. Keppnin hefur í gegnum tíðina verið vettvangur upprennandi plötusnúða til að sanna sig. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 529 orð | 1 mynd

"Ísland er eiginlega eins og tilraunastofa"

ÍSLAND er eiginlega eins og tilraunastofa," segir Niels Johan Juhl-Nielsen sem er staddur hér á landi ásamt þrjátíu öðrum Dönum sem eru hér til að kynna sér hvernig Neyðarlína, lögregla, slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar á Íslandi hafa notfært sér... Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 650 orð | 2 myndir

Ráðherra vill að sjónvarpsstöðvarnar taki höndum saman

BJÖRN Bjarnason (D) menntamálaráðherra segir að ekki sé enn loku skotið fyrir það að samningar náist um beinar útsendingar frá heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu hingað til lands næsta sumar. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ráðstefna um erlendar konur og jafnrétti

RÁÐSTEFNA á vegum Kvenréttindafélags Íslands verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur um málefni erlendra kvenna á Íslandi undir fyrirsögninni: Erlendar konur og íslenskt jafnrétti. Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 26. janúar og er öllum opin. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 170 orð

Samningur um þjónustu við fatlaða á sambýlum

JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Páll Pétursson félagsmálaráðherra undirrituðu í gær samkomulag um þjónustu við íbúa sem um árabil hafa verið vistaðir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Kópavogi. Meira
25. janúar 2002 | Suðurnes | 419 orð | 1 mynd

Samruni samþykktur með 91,2% atkvæða

HLUTHAFAR í Hitaveitu Suðurnesja samþykktu í gær með yfirgnæfandi meirihluta sameiningu við Bæjarveitur Vestmannaeyja. Fulltrúar Sandgerðisbæjar og Vatnsleysustrandarhrepps sátu hjá. Meira
25. janúar 2002 | Landsbyggðin | 71 orð | 1 mynd

Sauðburður á Tálknafirði

UM síðastliðna helgi bar ærin Hetta tveimur lömbum. Sigríður Etna Marínósdóttir er eigandi ærinnar og var hún að vonum ánægð með þessa tvo óvæntu vorboða. Í fyrra bar Hetta 15. janúar og tveimur vikum síðar bar systir hennar líka. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 268 orð

Segja að láglaunafólk eigi ekki að stjórna efnahagsmálunum

STJÓRN Verkalýðsfélagsins Vöku ályktaði eftirfarandi á fundi sínum miðvikudaginn 23. janúar sl. "Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku mótmælir því að láglaunafólk skuli þurfa að taka að sér stjórn efnahagsmála í landinu. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Skólahópur fær Geitunginn

LIONSKLÚBBURINN Agla afhenti á dögunum elstu börnunum í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi verkefnabækur sem heita "Geitungurinn". Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 383 orð

Skýrsla um stöðu og þróun löggæslu

SAMÞYKKT var á Alþingi í gær, með 34 samhljóða atkvæðum, að óska eftir skýrslu frá dómsmálaráðherra um stöðu og þróun löggæslu í landinu á undanförnum árum með hliðsjón af brotatíðni, almannaöryggi og réttaröryggi íbúa í samræmi við lögreglulög. Meira
25. janúar 2002 | Suðurnes | 90 orð | 1 mynd

Slegið á létta strengi

KARLAKÓR Keflavíkur heldur tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld klukkan 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru Vínarlög, óperutónlist og einsöngslög og er slegið á létta strengi. Meira
25. janúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 242 orð | 1 mynd

Sýnataka í Tjörninni vegna bílastæðahúss

ÝMSIR sem áttu leið hjá Tjörninni í vikunni ráku upp stór augu þegar þeir sáu kafara í fullum herklæðum svamlandi í miðri Tjörninni. Meira
25. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 408 orð

SÞ hafa áhyggjur af ítölsku réttarfari

ÁHYGGJUR fara nú vaxandi um að afstaða stjórnar Silvio Berlusconis á Ítalíu til dómstóla geti haft þau áhrif að sjálfstæði réttarkerfis landsins lendi í háska. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 355 orð

Sömu lögmál hljóta að gilda um alla

GYLFI Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að til viðbótar því að laun opinberra starfsmanna hafi hækkað meira en laun á almennum markaði, eins og greint var frá í blaðinu í gær, sé og ljóst að félagsmenn ASÍ sem vinni hjá ríkinu njóti ekki sömu... Meira
25. janúar 2002 | Miðopna | 45 orð

Tillaga að skipun Reykjavíkurlistans

LAGT er til að skipan 15 efstu sæta Reykjavíkurlistans verði sem hér segir: 1. Vinstrihreyfingin - grænt framboð 2. Framsóknarflokkurinn 3. Samfylkingin 4. Samfylkingin 5. Framsóknarflokkurinn 6. Vinstrihreyfingin - grænt framboð 7. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 114 orð

Vangreint vandamál

LÍKAMLEGT ofbeldi gegn börnum er vangreint vandamál hér á landi að því er fram kemur í samtali við Gest Pálsson og Jón R. Kristinsson barnalækna á Barnaspítala Hringsins. Samkvæmt upplýsingum frá Barnaverndarstofu bárust barnaverndarnefndum 2. Meira
25. janúar 2002 | Miðopna | 1374 orð | 2 myndir

Verulega verði dregið úr framsali aflamarks

Sættir milli sjómannasamtakanna og útvegsmanna urðu sýnilegar í gær þegar kynntar voru sameiginlegar tillögur um breytingar á stjórn fiskveiða. Í frásögn Helga Marar Árnasonar kemur fram að tillögurnar miða fyrst og fremst að því að takmarka mjög heimildir til framsals aflamarks og fækka með því í fiskiskipaflota landsmanna. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 75 orð

VG fær efsta sæti R-listans

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mun skipa áttunda sæti Reykjavíkurlistans við komandi borgarstjórnarkosningar. Vinstrihreyfingin - grænt framboð fær fyrsta sætið, Framsóknarflokkurinn annað sæti og Samfylkingin það þriðja. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 318 orð

Yfirlýsing um framboð?

ÞAÐ setti nokkurn svip á umræður um HM í knattspyrnu og Ríkisútvarpið í gær að von er á yfirlýsingu Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra um hug sinn til framboðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn til borgarstjórnarkosninga á morgun, laugardag. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 303 orð

Þarf að bera saman fyrri verðhækkanir

STJÓRNENDUR fyrirtækja sem framleiða og flytja inn hreinlætisvörur telja verðhækkanir ekki hafa verið umfram það sem eðlilegt geti talist og hvað framtak Friggjar snertir segja þeir mikilvægt að skoða fyrri verðhækkanir hjá fyrirtækjum. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 155 orð

Þingmaður og bæjarstjóri funda með ráðherra

DRÍFA Hjartardóttir, fyrsti þingmaður Sunnlendinga, og Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, eiga í dag fund með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra vegna óánægju Eyjamanna með að engin bílferja á að koma í stað Herjólfs í maí þegar skipið... Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 179 orð

Þjónustugjöld hækkuðu um 5% í fyrra

SAMKVÆMT útreikningum Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa sveitarfélögin í landinu hækkað þjónustugjöld sín um 5,05% á síðustu tólf mánuðum. Meira
25. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 28 orð

Þorraganga

SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK um náttúruvernd efna til gönguferðar laugardaginn 26. janúar nk. í upphafi þorra. Lagt verður af stað kl. 11 frá strætisvagnaskýlinu í Mjódd. Gangan tekur 3-4 tíma. Allir... Meira
25. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Þörf fyrr okkar framboð

L-LISTINN, listi fólksins, hefur ákveðið að bjóða fram lista við sveitastjórnarkosningar á Akureyri í vor undir forystu Odds Helga Halldórssonar bæjarfulltrúa. Meira

Ritstjórnargreinar

25. janúar 2002 | Staksteinar | 347 orð | 2 myndir

Fléttulistar hættulegir?

ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir alþingiskona fjallar um svokallaða fléttulista og veltir fyrir sér hvort þeir geti verið hættulegir lýðræðinu. Meira
25. janúar 2002 | Leiðarar | 798 orð

Forsetaembættið

Gagnlegar umræður fóru fram í málstofu lagadeildar Háskóla Íslands í fyrradag um stjórnskipulega stöðu forseta Íslands. Þær umræður beindust m.a. mjög að því hvað fælist í synjunarvaldi forseta skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar. Meira

Menning

25. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 373 orð

12 TÓNAR: Einar Rafn Þórhallsson, Buzby...

12 TÓNAR: Einar Rafn Þórhallsson, Buzby og Steve Hubback kynna efni af plötunni Dreaming kl. 17. Diskurinn er gefinn út til að afla fjár til breska góðgerðarfélagsins TASCA sem styrkir verkefni í tengslum við ástralska frumbyggja. Meira
25. janúar 2002 | Menningarlíf | 47 orð

Boðorðin níu

eftir Ólaf Hauk Símonarson. Meira
25. janúar 2002 | Menningarlíf | 20 orð

Gallerí nema hvað, Skólavörðustíg Sigurður Guðjónsson...

Gallerí nema hvað, Skólavörðustíg Sigurður Guðjónsson opnar sýninguna Undrabarnið kl. 20. Sýningin er opin frá kl. 14-19 og stendur til 31.... Meira
25. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 160 orð | 1 mynd

Getum við lagað það? - Ég held nú það!

Bretland 1999. Myndform VHS. Öllum leyfð. (65 mín.) Leikraddir Örn Árnason og Ragnheiður Elín Gunnarsdóttir. Meira
25. janúar 2002 | Menningarlíf | 1048 orð | 2 myndir

Goðsagnir um ástina

Í kvöld verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins nýtt leikrit, Boðorðin níu, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hávar Sigurjónsson ræddi við hann um kristið siðferði í nútímasamfélaginu. Meira
25. janúar 2002 | Menningarlíf | 696 orð | 3 myndir

Hrunin tilvera endurskoðuð

LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir í kvöld leikritið Slavar! en það er eftir hinn margverðlaunaða bandaríska leikritahöfund Tony Kushner. Sigurður Hróarsson þýddi verkið, en leikstjóri er Halldór E. Laxness. Meira
25. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 788 orð | 1 mynd

Lord of the Rings: The Fellowship...

Lord of the Rings: The Fellowship of the Rings/Hringadróttinssaga Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Peter Jackson. Aðalleikendur: Elijah Wood, Ian McKellen, Christopher Lee, Cate Blanchett. Meira
25. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 193 orð | 1 mynd

Með Didgeridoo að vopni

Í DAG kl. 17.00, í plötuversluninni 12 Tónum, munu þeir Einar Rafn Þórhallsson og Buzby; báðir Didgeridooleikarar og Steve Hubback slagverkslistamaður halda hljómleika. Væri svo sem ekki frásögur færandi ef ekki væri fyrir tilefnið sem er allsérstætt. Meira
25. janúar 2002 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Með fulla vasa af grjóti í 100. sinn

HUNDRAÐASTA sýningin á írska gamanleiknum Með fulla vasa af grjóti verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Leikritið var frumsýnt á Smíðaverkstæðinu 30. desember árið 2000. Meira
25. janúar 2002 | Menningarlíf | 125 orð | 1 mynd

Nietzsche: fimm kvölda námskeið

HIÐ íslenska Bókmenntafélag gengst fyrir fimm kvölda námskeiði um heimspeki Nietzsches sem hefst á þriðjudag. Meira
25. janúar 2002 | Menningarlíf | 346 orð | 1 mynd

Opnaðu augun!

Háskólabíó, Laugarásbíó og Sambíóin Reykjavík og Borgarbíó Akureyri frumsýna Vanilla Sky, með Tom Cruise, Penélope Cruz, Kurt Russell og Cameron Diaz. Meira
25. janúar 2002 | Tónlist | 443 orð | 1 mynd

"Og allt eitt þögult óp"

Flutt voru verk eftir Penderecki, Schönberg og Shostakovitsj. Einsöngvari: Gleb Nikolskij. Sögumaður: Ólafur Kjartan Sigurðarson. Karla-kórinn Fóstbræður, kórstjóri Árni Harðarson. Hljómsveitarstjóri: Jerzy Maksymiuk. Fimmtudagurinn 24. janúar, 2002. Meira
25. janúar 2002 | Skólar/Menntun | 827 orð | 2 myndir

Skarpari pólitík í vísindum

Vísindastefna/ Hlutur stjórnmálamanna verður stórefldur í stefnumótun í málefnum rannsókna og þróunar. RANNÍS verður að þjónustumiðstöð vísinda og rannsókna. Gunnar Hersveinn kynnti sér nýskipan í vísinda- og tæknimálum samkvæmt þremur frumvörpum þriggja ráðherra. Meira
25. janúar 2002 | Menningarlíf | 55 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Sunnan við mærin vestur af sól er eftir japanska rithöfundinn Haruki Murakami . Hajime elst upp sem einbirni og honum virðist sem allir í kringum hann eigi bræður eða systur. Útgefandi er Bjartur og er þetta 13. bókin í neonbókaflokki forlagsins. Meira
25. janúar 2002 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Skuggaleikhús Ófelíu á förum

SÍÐASTA sýning á barnaóperunni Skuggaleikhús Ófelíu í Þjóðleikhúsinu verður á morgun, laugardag, kl. 15. Uppsetningin er samstarfsverkefni Íslensku óperunnar og Strengjaleikhússins og er sýningin aðallega ætluð börnum á aldrinum 3-9 ára. Meira
25. janúar 2002 | Menningarlíf | 48 orð

Slavar

eftir Tony Kushner. Þýðing: Sigurður Hróarsson. Meira
25. janúar 2002 | Skólar/Menntun | 266 orð | 1 mynd

Steinunn

"Breytingar þessar gætu þýtt gagngera uppstokkun á fræða- og tæknisamfélaginu, verði þær að veruleika. Meira
25. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 80 orð | 1 mynd

Stuðboltarnir unnu

ÁRLEG söngkeppni nemenda í Grunnskóla Borgarness fór fram í Óðali á dögunum að viðstöddu fjölmenni. Að venju var keppnin lífleg og margir efnilegir og frambærilegir þátttakendur. Meira
25. janúar 2002 | Menningarlíf | 67 orð

Sýningu lýkur

GUK - Exhibition place Sýningu á verkum eftir dönsku listakonuna Evu Koch lýkur á sunnudaginn, en þá verður opið kl. 16-18 að staðartíma. Hægt er að sjá myndir frá sýningunni á http://www.simnet. Meira
25. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 132 orð | 1 mynd

Söngvakeppni Skjálftaskjóls

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Skjálftaskjól hélt söngvakeppni fyrir unglingana hér í Hveragerði. Þessi keppni er undankeppni fyrir keppnina sem haldin verður nk. laugardagskvöld, 26. janúar, í Laugardalshöllinni, Söngkeppni Samfés (Samtaka félagsmiðstöðva). Meira
25. janúar 2002 | Myndlist | 536 orð | 3 myndir

Tevtónskar tískumyndir

Til 23. febrúar. Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10-20; föstudaga frá kl. 11-19; og um helgar frá kl. 13-16. Meira
25. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 197 orð | 1 mynd

Uggandi hafmeyja

Bandaríkin 2001. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (91 mín.) Leikstjórn Sebastian Gutierrez. Aðalhlutverk Rufus Sewell, Carla Gugino. Meira
25. janúar 2002 | Bókmenntir | 1365 orð

Uppgjör við fortíðina og menningarleg endurnýjun

eftir Marinetti, Majakovskij, Marc, Tzara, Breton o.fl. Áki G. Karlsson, Árni Bergmann og Benedikt Hjartarson íslenskuðu. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 2001. 544 bls. Meira
25. janúar 2002 | Skólar/Menntun | 196 orð | 1 mynd

Vilhjálmur Lúðvíksson

"Ég fagna því hugmyndum menntamálaráðherra um stefnumarkandi vísinda- og tækniráð (Science and Technology Policy Council) undir forsætisráðherra. Meira
25. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 134 orð | 2 myndir

Vilhjálmur prins hunsaði stefnumót við Britney

BANDARÍSKA poppsöngkonan Britney Spears hefur upplýst að Vilhjálmur Bretaprins hafi ekki mætt á fyrsta stefnumót þeirra tveggja. Meira

Umræðan

25. janúar 2002 | Bréf til blaðsins | 101 orð

Athugasemd

Málefni: Grein í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni "Áburðarverksmiðjan og starfsmannafélagið". Undirritaður vill f.h. stjórnar Áburðarverksmiðjunnar hf. koma eftirfarandi á framfæri. Meira
25. janúar 2002 | Aðsent efni | 869 orð | 1 mynd

Biðlistar sjálfstæðismanna

Staðreyndin er sú, segir Kristín Blöndal, að á þessu ári sjáum við fram á að öll reykvísk börn fædd 2000 og fyrr, verði komin með pláss á leikskólum. Meira
25. janúar 2002 | Bréf til blaðsins | 383 orð | 1 mynd

Fari Björn fagnandi

RÍKISÚTVARPINU er ætlað að vera vagga íslenskrar menningar. Það á að spegla menningarstig og metnað auðugs og fjölbreytilegs nútímasamfélags. Æðsti maður Ríkisútvarpsins er menntamálaráðherra. Meira
25. janúar 2002 | Bréf til blaðsins | 318 orð | 1 mynd

Ógnvaldurinn ÞAÐ eru margir samverkandi þættir,...

Ógnvaldurinn ÞAÐ eru margir samverkandi þættir, sem bera ábyrgð á hnignandi siðferðisvitund þessarar vindbörðu íslenzku þjóðar, þ.e.a.s. íslenzks aðals, ef eitthvað er eftir af honum. Meira
25. janúar 2002 | Aðsent efni | 569 orð | 1 mynd

Ræður úrslitum í þróun ferðaþjónustu

Ráðstefnu- og tónlistarhús, segir Helgi Pétursson, er mesta menningarspor hérlendis um árabil. Meira
25. janúar 2002 | Aðsent efni | 378 orð | 1 mynd

Samtakamátturinn stuðli að varanlegri lækkun

Verðlag er þess eðlis, segir Gísli Sigurbergsson, að fyrirtækin og neytendurnir verða sífellt að standa vörð um sameiginlega hagsmuni. Meira
25. janúar 2002 | Bréf til blaðsins | 888 orð | 1 mynd

Siglufjarðargöngin

NÚ ER ljóst orðið að göng um Héðinsfjörð eiga að verða tvíbreið, ekki einkavegur fyrir Siglfirðinga, heldur gætu einnig orðið þjóðvegur og þá áfram um önnur göng út í Fljót. Meira
25. janúar 2002 | Aðsent efni | 758 orð | 1 mynd

Skipulagsmál Hafnarfjarðar

Vinnubrögð í skipulags- og skólamálum í Hafnarfirði, segir Trausti Baldursson, eru ólýðræðisleg og skaðleg. Meira
25. janúar 2002 | Aðsent efni | 806 orð | 1 mynd

Skottulækningar - hjálækningar?

Við óskum eftir því, segir Ástríður Svava Magnúsdóttir, að landlæknir segi hverja hann telur skottulækna. Meira
25. janúar 2002 | Aðsent efni | 726 orð | 1 mynd

Um inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands

Vinnubrögð læknadeildar vegna inntökuprófanna eru, að mati Sigurðar Árnasonar, ekki trúverðug. Meira
25. janúar 2002 | Aðsent efni | 615 orð | 1 mynd

Virkjaðu stjórnarskrána, Halldór!

"Evrópuumræðan" varðar framtíðarhagsmuni Íslands, segir Kristrún Heimisdóttir, því hún gefur Íslendingum tækifæri til þess að bæta þarna úr. Meira
25. janúar 2002 | Aðsent efni | 664 orð | 1 mynd

Þjónusta Reykjavíkurborgar fær falleinkunn

Reykjavíkurborg fær falleinkunn, segir Kjartan Magnússon, enda hefur þjónustu borgarinnar hrakað á valdatíma R-listans. Meira
25. janúar 2002 | Bréf til blaðsins | 338 orð

Örorkumat

ÉG LENTI í bílveltu í mars 1999 og skaddaðist talsvert. Helstu áverkar komu ekki almennilega í ljós fyrr en talsvert seinna, kanski vegna fyrri áverka eða áhugaleysis lækna. Sum af þeim vottorðum sem ég fékk voru í mótsögn við það sem læknarnir sögðu... Meira

Minningargreinar

25. janúar 2002 | Minningargreinar | 744 orð | 1 mynd

ARI ÞÓRÐARSON

Ari Arnalds Þórðarson fæddist á Hallsteinsnesi í Gufudalssveit í Austur-Barðastrandarsýslu 23. mars 1916. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Grund 16. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
25. janúar 2002 | Minningargreinar | 1769 orð | 1 mynd

ÁRNÝ GUÐLAUG SIGURÐARDÓTTIR

Árný Guðlaug Sigurðardóttir frá Kúskerpi fæddist í Hvammi í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu 15. október 1907. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 17. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
25. janúar 2002 | Minningargreinar | 482 orð | 1 mynd

ÁSA G. STEFÁNSDÓTTIR

Ása Gíslína Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 17. janúar 1937. Hún lést í Reykjavík 4. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Árbæjarkirkju 14. janúar. Meira  Kaupa minningabók
25. janúar 2002 | Minningargreinar | 610 orð | 1 mynd

FREYLAUG EIÐSDÓTTIR

Freylaug Eiðsdóttir fæddist í Holárkoti í Skíðadal 2. október 1916. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 18. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eiður Sigurðsson bóndi, f. 24. nóv. 1890, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
25. janúar 2002 | Minningargreinar | 1843 orð | 1 mynd

HELGA ANNA KRISTINSDÓTTIR

Helga Anna Kristinsdóttir fæddist 27. maí 1901 í Bæ á Rauðasandi í Strandasýslu. Hún lést á heimili sínu í Seljahlíð 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristinn Benediktsson sjómaður frá Geststaðaseli í Strandasýslu, f. 21. apríl 1872, d. 10. Meira  Kaupa minningabók
25. janúar 2002 | Minningargreinar | 194 orð | 1 mynd

HELGA ROCKSÉN

Helga Jónsdóttir Rocksén fæddist 25. febrúar 1910 í Reykjavík. Hún lést á öldrunardeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 3. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 14. janúar. Meira  Kaupa minningabók
25. janúar 2002 | Minningargreinar | 515 orð | 1 mynd

HELGI GUÐMUNDSSON

Helgi Guðmundsson, síðast til heimilis í Furugerði 1 hér í borg, fæddist í Reykjavík hinn 18. janúar 1926. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi að morgni 11. janúar og fór útför hans fram frá Kristskirkju í Landakoti 18. janúar. Meira  Kaupa minningabók
25. janúar 2002 | Minningargreinar | 1358 orð | 1 mynd

ÓLAFUR GÍSLI BJÖRNSSON

Ólafur Gísli Björnsson fæddist í Bakkaseli í Bæjarhreppi í Strandasýslu 14. október 1934. Hann lést 15. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Valgerður Elín Andrésdóttir, f. 17.7. 1902, d. 20.9. 1981, og Björn Lýðsson bóndi, f. 28.7. 1905, d. Meira  Kaupa minningabók
25. janúar 2002 | Minningargreinar | 1871 orð | 1 mynd

SIGURBORG JÓNSDÓTTIR

Sigurborg Jónsdóttir fæddist í Keflavík 7. desember 1948. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 16. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Jón B. Hannesson, f. í Keflavík 3.4. 1920, og Fanney Hjartardóttir, f. á Vaðli á Barðaströnd 18.2. 1919. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 166 orð

38% fjölgun frystiskipa í viðskiptum við SH

Á síðastliðnu ári fjölgaði frystiskipum í viðskiptum við SH um 12 skip og eru þau nú 44 talsins. Af þessum skipum eru 17 íslensk en 27 eru erlend. Fjölgunin er því um 38%. Hans Á. Meira
25. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 720 orð

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Steinbítur 120 120 120 44...

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Steinbítur 120 120 120 44 5,280 Und.Ýsa 150 150 150 43 6,450 Und. Meira
25. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 260 orð

Frávísunarkröfurnar verða fyrst teknar fyrir

STAÐFESTING á lögbanni í málefnum Lyfjaverslunar Íslands var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Frávísunarkröfur eru hafðar uppi í þessu máli og verða þær teknar fyrir fyrst áður en farið verður í efni meginmálsins, þ.e. Meira
25. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 625 orð | 1 mynd

Hagkvæmara að auka framleiðslugetuna í 460.000 tonn

ÍSLENSKA álfélagið, ISAL, hefur komist að þeirri niðurstöðu að hagkæmara sé að auka framleiðslugetu álversins í Straumsvík meira en fyrirhugað hafði verið. Meira
25. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 337 orð

Síminn afskrifar 180 milljónir vegna IP-fjarskipta

LANDSSÍMI Íslands mun afskrifa fjárfestingu sína í IP-fjarskiptum að fullu á árinu 2001. Afskriftin nemur 180 milljónum króna en árið 2000 voru 100 milljónir gjaldfærðar, alls er því um 280 milljóna króna tap að ræða. Meira
25. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 255 orð

Telja að lögin víki verulega frá reglum EES-réttarins

FRAMKVÆMDASTJÓRN Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að beina því til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að hún beiti sér fyrir sjálfstæðri athugun og skoðun á því að hvaða leyti íslensku samkeppnislögin, nr. 8. Meira
25. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 353 orð | 1 mynd

Útlit fyrir stærstu sýninguna til þessa

UM 97% sýningarrýmis á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2002 eru frátekin. Meira

Fastir þættir

25. janúar 2002 | Dagbók | 45 orð

ÁST

Sólin brennir nóttina, og nóttin slökkvir dag; þú ert athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag. Þú ert yndi mitt áður og eftir að dagur rís, svölun í sumarsins eldi og sólbráð á vetrarins ís. Meira
25. janúar 2002 | Fastir þættir | 83 orð

Bridshátíð Flugleiða, BSÍ og BR Bridshátíðin...

Bridshátíð Flugleiða, BSÍ og BR Bridshátíðin verður haldin á Hótel Loftleiðum 15.-18. febrúar nk. Tveimur sveitum er að þessu sinni boðið á hátíðina. Meira
25. janúar 2002 | Fastir þættir | 113 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Suðurlandsmót í sveitakeppni Suðurlandsmót í sveitakeppni sem jafnframt var undankeppni fyrir Íslandsmótið fór fram um sl. helgi á Þingborg. Tíu sveitir tóku þátt í mótinu og 4 efstu sveitirnar komust í undanúrslit á Íslandsmóti. Meira
25. janúar 2002 | Fastir þættir | 311 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

AUSTUR opnar í fyrstu hendi á tveimur veikum spöðum og síðan liggur leið NS upp í fjögur hjörtu. Austur gefur; enginn á hættu. Meira
25. janúar 2002 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 14. júlí sl. í Kópavogskirkju af sr. Ægi Fr. Sigurgeirssyni Kristjana Lilja Hendriksdóttir og Sabri Einar Ómarsson... Meira
25. janúar 2002 | Árnað heilla | 17 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. ágúst sl. í Laugarneskirkju af sr. Bjarna Karlssyni Pálína Pálmadóttir og Ingólfur... Meira
25. janúar 2002 | Viðhorf | 888 orð

Fangar á Kúbu

Stærsti vandinn á Kúbu er ekki fangarnir við Guantanamo-flóa, heldur fangar Kastrós, ekki aðeins pólitískir fangar í fangelsum hans, heldur allur almenningur sem fær ekki um frjálst höfuð strokið. Meira
25. janúar 2002 | Í dag | 186 orð

Háteigskirkja.

Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufulltrúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05 alla virka daga nema mánudaga. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna. Meira
25. janúar 2002 | Dagbók | 865 orð

(Lúk. 22, 46.)

Í dag er föstudagur, 25. janúar, 25. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Og hann sagði við þá: "Hví sofið þér? Rísið upp og biðjið, að þér fallið ekki í freistni." Meira
25. janúar 2002 | Í dag | 245 orð | 1 mynd

Samkoma með Þorvaldi Halldórssyni í Digraneskirkju

Í KVÖLD, föstudagskvöld 25. janúar, kl. 20:30, verður samkoma í Digraneskirkju. Tónlist annast hinn landskunni Þorvaldur Halldórsson. Undanfarið misseri hefur hann starfað á vegum Reykjavíkurprófastsdæmanna. Meira
25. janúar 2002 | Fastir þættir | 199 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. e3 Bb7 5. Bd3 d5 6. b3 Rbd7 7. O-O Bd6 8. Rc3 O-O 9. Bb2 c5 10. cxd5 exd5 11. Hc1 He8 12. Bf5 De7 13. Dc2 Re4 14. Hfd1 Had8 15. dxc5 Rdxc5 16. b4 Ra6 17. a3 Rc7 18. Rd4 g6 19. Rxe4 dxe4 20. g3 Rd5 21. Bh3 Be5 22. b5 Dg5... Meira
25. janúar 2002 | Fastir þættir | 842 orð | 1 mynd

Slys í hestamennsku algeng og oft alvarleg

Hestar eru skrítnar skepnur. Sumir þeirra hræðast hlaupandi mann í skærum fötum og hvin frá reiðhjóli en ekki stóran vörubíl á fullri ferð. Nú er verið að blanda saman umferð ríðandi, hlaupandi og hjólandi fólks á fjölmennasta útreiðarsvæði landsins í Reykjavík. Af því tilefni kíkti Ásdís Haraldsdóttir áhyggjufull í tölur um hestaslys og ræddi við Jón Baldursson, yfirlækni á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Meira
25. janúar 2002 | Fastir þættir | 175 orð

Starfsemi Söguseturs íslenska hestsins kynnt á ráðstefnu

Sögusetur íslenska hestsins verður kynnt á ráðstefnu á Hólum í Hjaltadal föstudaginn 8. febrúar næstkomandi. Ráðstefnan er haldin á vegum Sögusetursins í samvinnu við Hestamiðstöð Íslands í Skagafirði. Meira
25. janúar 2002 | Fastir þættir | 485 orð

Víkverji skrifar...

SAMKVÆMT nýju tóbaksvarnarlögunum má ekki selja börnum yngri en 18 ára tóbak og fólk yngra en 18 ára má heldur ekki selja tóbak í verzlunum. Kaupmenn hafa gagnrýnt það síðarnefnda og bent á að starfsmenn þeirra væru oft undir 18 ára aldri, t.d. Meira

Íþróttir

25. janúar 2002 | Íþróttir | 1535 orð | 1 mynd

Á leið út úr völundarhúsi

NÆR allir bestu handknattleiksmenn heims eru mættir til Svíþjóðar til að taka þátt í Evrópukeppni landsliða í handknattleik, sem hefst hér í Svíþjóð í dag. Alvaran tekur við hjá íslenska liðinu eftir annasaman undirbúning. Meira
25. janúar 2002 | Íþróttir | 87 orð

Baumgartner verður með

MARC Baumgartner, helsta skytta svissneska liðsins, virðist hafa náð sér að mestu eftir meiðsli á fæti fyrir tæpum þremur vikum. Hann hefur ekkert leikið með svissneska landsliðinu í síðustu leikjum þess fyrir EM. Meira
25. janúar 2002 | Íþróttir | 356 orð

Capriati hefur titil að verja

ÞAÐ verða Jennifer Capriati og Martina Hingis sem leika til úrslita í einliðaleik kvenna í tennis á opna ástralska mótinu, rétt eins og í fyrra. Þá hafði Hingis titil að verja en nú er það Capriati. Meira
25. janúar 2002 | Íþróttir | 523 orð | 1 mynd

Englendingar eru óskamótherji Atla

ENGLENDINGAR eru óskamótherjar Atla Eðvaldssonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, en um hádegisbilið í dag mun liggja ljóst fyrir hverjir verða mótherjar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Dregið verður í undankeppnina í Porto í Portúgal í dag en úrslitakeppnin fer fram þar í landi 12. júní til 4. júlí 2004. Meira
25. janúar 2002 | Íþróttir | 352 orð | 1 mynd

* JOHN Gregory sagði af sér...

* JOHN Gregory sagði af sér í gær sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa . Meira
25. janúar 2002 | Íþróttir | 126 orð

Keflavík ræðir við Gautaborg

ROGER Gustafsson, þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Gautaborgar, er væntanlegur til landsins í dag. Meira
25. janúar 2002 | Íþróttir | 725 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Stjarnan - Haukar 64:78 Ásgarður...

KÖRFUKNATTLEIKUR Stjarnan - Haukar 64:78 Ásgarður í Garðabæ, Íslandsmótið í körfuknattleik, úrvalsdeild karla, fimmtudagur 24. janúar 2002. Meira
25. janúar 2002 | Íþróttir | 99 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla: Njarðvík:UMFN - Hamar...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla: Njarðvík:UMFN - Hamar 20 1. deild konur: Kennaraháskóli:ÍS - KFÍ 20.15 1. deild karla: Ísafjörður:KFÍ - Reynir S. 20 Hlíðarendi:Valur - Þór Þ. 20 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Esso-deild: Vestmannaey. Meira
25. janúar 2002 | Íþróttir | 226 orð

Mættu Spánverjum 1983

FYRIR 19 árum, föstudagskvöldið 25. febrúar 1983, áttust við Íslendingar og Spánverjar í Breda - í B-keppninni í Hollandi, þar sem Sviss lék einnig í riðlinum. Meira
25. janúar 2002 | Íþróttir | 158 orð

"Faxi" varar við Íslendingum

STAFFAN Olsson, einn reyndasti leikmaður sænska landsliðsins, segir í pistli sínum í gær í dagblaðinu Dagens Nyheter að íslenska liðið geti verið það lið sem komi mest á óvart í keppninni. Þar sé á ferðinni lið sem enginn megi vanmeta. Meira
25. janúar 2002 | Íþróttir | 406 orð | 1 mynd

"Ísland höfuðandstæðingur"

"ÍSLAND er okkar höfuðandstæðingur í riðlinum þótt að sjálfsögðu megi ekki vanmeta Slóvenana," sagði Iosu Olalla Iraeta, fyrirliði spænska landsliðsins í handknattleik, er Morgunblaðið hitti hann að máli eftir æfingu spænska liðsins í Skövde um hádegið í gær. "Við reiknum með mjög erfiðum leik þar sem íslenska liðið leikur góða vörn, burðarásar þess hafa mikla leikreynslu og spila flestir hverjir með þýskum félagsliðum." Meira
25. janúar 2002 | Íþróttir | 53 orð

Síðasta ár Atla með KA-liðið

ATLI Hilmarsson, þjálfari karlaliðs KA í handknattleik, hefur tilkynnt stjórn handknattleiksdeildar KA að hann muni hætta starfi sínu sem þjálfari liðsins eftir þetta tímabil. Meira
25. janúar 2002 | Íþróttir | 221 orð

Skynsemin skiptir miklu máli

"EF við náum góðum leik þá tel ég okkur eiga möguleika á að standa í Spánverjunum," sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, spurður um möguleika íslenska liðsins gegn Spánverjum í fyrsta leiknum á EM kl. 19 í kvöld. Meira
25. janúar 2002 | Íþróttir | 137 orð

Spánverjum bannað að mynda

MYNDATÖKUMANNI spænskrar sjónvarpsstöðvar var bannað að mynda á æfingu íslenska landsliðsins í gær. Meira
25. janúar 2002 | Íþróttir | 794 orð

Stjarnan enn án sigurs

KEFLVÍKINGAR og KR bítast enn um efsta sætið í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en fimm leikir fóru fram í gærkvöldi. Keflavík lagði Tindastól á Sauðárkróki og KR á Akureyri. Meira
25. janúar 2002 | Íþróttir | 79 orð

Styrkleikaflokkarnir

Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í undankeppni EM eru þannig: Efsti styrkleikaflokkur: Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Tékkland, Þýskaland, Írland, Rúmenía, Ítalía, Belgía og Tyrkland. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

25. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 1746 orð | 5 myndir

Barnið njóti vafans

ILL MEÐFERÐ á börnum er ekki aðeins hluti af veruleika barna í útlöndum. Vanræksla/ofbeldi gagnvart börnum er hluti af íslenskum raunveruleika eins og glögglega kemur fram í skýrslu Barnaverndarstofu fyrir árið 2000. Meira
25. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 111 orð | 1 mynd

Boxarar í slagsmálum

TIL slagsmála kom þegar hnefaleikakapparnir Mike Tyson og heimsmeistarinn Lennox Lewis hittust á blaðamannafundi nú í vikunni, en þar átti að kynna væntanlegan bardaga þeirra um heimsmeistaratitilinn í hnefaleikum 6. apríl næstkomandi. Meira
25. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 103 orð

Danskur fangi á Kúbu

KOMIÐ hefur í ljós að einn af föngunum, sem Bandaríkjamenn hafa í haldi í herfangelsi á Kúbu , er danskur ríkisborgari. Hann er sagður heita Hassan Mai Mouni og mun eiga danska móður og föður frá Marokkó . Meira
25. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 63 orð

Dauða fugla rekur á land

FJÖLDA dauðra fugla, aðallega svartfugla, hefur undanfarna daga rekið á land í fjörunni sunnan Hólmavíkur . Unnið hefur verið að því að fjarlægja hræin og hafa nokkur þeirra verið send til Náttúrufræðistofnunar til rannsóknar. Meira
25. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 972 orð | 1 mynd

Eftir að þú hringir...

EF ÞIG grunar að barn sæti vanrækslu/ofbeldi í þínu nánasta umhverfi eru réttu viðbrögðin að hafa samband við barnaverndaryfirvöld í þínu sveitarfélagi. Meira
25. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 800 orð | 4 myndir

Glæsilegasti karlmaður heims

Í ÆSKU var Ítalinn Angelo Siciliano ekki mikill fyrir mann að sjá. Þessi föli og horaði innflytjendadrengur í New York í byrjun tuttugustu aldar mátti sín lítils gegn stríðni og einelti skólafélaga sinna og hlaut oft háðulega útreið. Meira
25. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 168 orð | 1 mynd

Inga Jóna styður Björn

INGA Jóna Þórðardóttir , oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, tilkynnti nú í vikunni að hún hygðist draga framboð sitt í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins til baka. Meira
25. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 458 orð

Líf í skugga ótta

Miðað við metsölulista hafa þúsundir Íslendinga lesið bók Dave Pelzer Hann var kallaður þetta um síðustu jól. Í upphafi er sagt frá lífi ósköp venjulegrar fjölskyldu í borginni Daly í Kaliforníu á áttunda áratug 20. aldarinnar. Meira
25. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 335 orð | 1 mynd

Líkurnar eru 0,013%

HVERJAR eru líkurnar á því að 13 manna hópur fullorðinna eigi samtals 16 stráka og aðeins eina stelpu? Starfsmenn fyrirtækjasviðs Kaupþings hafa komist að því að líkurnar eru aðeins 0,013% eða einn á móti 7700. Meira
25. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 120 orð

Spennan magnast á toppnum

LIVERPOOL sigraði Manchester United í leik liðanna á Old Trafford á þriðjudag og Arsenal komst í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Leicester á miðvikudag. Meira
25. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 1213 orð | 12 myndir

Tískuvæddi buxnadragtir

EINN mesti áhrifavaldur tískunnar seinni hluta síðustu aldar, Yves Saint Laurent, kunngjörði starfslok sín á blaðamannafundi í höfuðstöðvum sínum í París 7. janúar síðastliðinn. Meira
25. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 876 orð | 7 myndir

Vagninn stanzar á stöðinni

ÉG TÓK tvistinn, Grandi-Vogar, hann flutti mig úr hverfinu mínu, í bæinn og aftur heim. Ef ég missti af honum í Sólheimunum gat ég stokkið niður á Gnoðarvog á meðan hann fór hringinn í kringum Vogana. Meira
25. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 120 orð | 1 mynd

Yngsti heimsmeistari í skák

RUSLAN Ponomariov , 18 ára Úkraínumaður, varð á miðvikudag heimsmeistari Alþjóðaskáksambandsins, FIDE . Hann er yngsti maður sem orðið hefur heimsmeistari karla í skák. Hinn ungi skáksnillingur varð alþjóðlegur meistari aðeins 14 ára gamall. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.