Greinar þriðjudaginn 30. júlí 2002

Forsíða

30. júlí 2002 | Forsíða | 77 orð | 1 mynd

Harmur í Úkraínu

MEIRA en fimmtán hundruð manns sóttu í gær athöfn á Sknyliv-herflugvellinum í útjaðri borgarinnar Lviv í Vestur-Úkraínu sem haldin var til að minnast þeirra sem fórust í miklu slysi á flugvellinum á laugardag. Meira
30. júlí 2002 | Forsíða | 130 orð

Hlutabréf hækka á ný

VERULEG hækkun varð á helstu hlutabréfavísitölunum í Bandaríkjunum í gær. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 73 stig, eða 5,8%, og er nú 1.335 stig. Dow Jones hækkaði um 447 stig, eða 5,4%, og er nú 8.714 stig. Meira
30. júlí 2002 | Forsíða | 220 orð

Kallsberg situr áfram

ANFINN Kallsberg, lögmaður færeysku landstjórnarinnar og formaður Þjóðarflokksins, hætti á síðustu stundu við að segja af sér við setningu Lögþingsins á þjóðhátíðardegi Færeyinga í gær. Meira
30. júlí 2002 | Forsíða | 221 orð

Komið í veg fyrir sprengjutilræði

MAÐUR, sem sagður er hafa ætlað að ráða nokkra af leiðtogum Afganistans af dögum, var handtekinn í gær. Ekki er vitað hver maðurinn er, né hvað hann heitir, en samkvæmt upplýsingum frá afgönsku leyniþjónustunni er hann útlendur. Meira
30. júlí 2002 | Forsíða | 229 orð

Tilbúin að hefja viðræður án skilyrða

STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu eru tilbúin til að hefja viðræður við Bandaríkjamenn og Japani um stöðu mála á Kóreuskaga. Engin skilyrði eru sett fyrir því að slíkar viðræður fari fram, að sögn Ígors Ívanovs, utanríkisráðherra Rússlands. Meira
30. júlí 2002 | Forsíða | 113 orð | 1 mynd

Tugir slasast í lestarslysi í Washington

TUGIR slösuðust þegar lest frá Amtrak-lestarfyrirtækinu með 200 farþega innanborðs fór útaf sporinu í Maryland-ríki nærri Washingtonborg síðdegis í gær. Ekki er vitað til þess að neinn hafi látist í slysinu. Meira

Fréttir

30. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 161 orð | 1 mynd

60% álkustofnsins lifa á Íslandi

DANIEL Breton bandarískur náttúrulífskvikmyndatökumaður segir 60% af öllum álkum í heiminum búa á Íslandi. Daniel hefur dvalið síðustu 6 vikurnar í Grímsey við rannsóknir og myndatökur á lifnaðarháttum og hegðun þessa fallega fugls. Meira
30. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

Abdullah varar við árásum á Írak

ABDULLAH II Jórdaníukonungur hefur varað George W. Bush Bandaríkjaforseta við því að hernaðaríhlutun af hálfu Bandaríkjamanna í Írak myndi valda margs konar ófyrirsjáanlegum vandræðum í Mið-Austurlöndum. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 591 orð

Athugasemd frá Ríkislögreglustjóranum

BORIST hefur eftirfarandi athugasemd frá embætti ríkislögreglustjóra sem Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri ritar undir: "Í Morgunblaðinu laugardaginn 27.7.02 birtist frétt undir heitinu "Veitir á ný atvinnuleyfi til nektardansmeyja". Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 599 orð

Áformað að kerfið verði tekið í gagnið í september

"ÞAÐ HEFUR einhver misskilningur komið upp varðandi það hvenær þessu yrði lokið og við höfum sett orðsendingar á húsin, sem hafa verið hnituð, þess efnis að tilkynnt verði með formlegum hætti þegar kerfið verði orðið virkt," segir Sveinn... Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Ánægð með veruna á Íslandi

16 UNGIR Vestur-Íslendingar, sem dvöldu hér á landi um sex vikna skeið og kynntust landi og þjóð, héldu aftur heim til Kanada um síðustu helgi, en meðan á dvöl þeirra stóð tóku þau þátt í fjölbreyttri dagskrá sem hafði að markmiði að treysta bönd þeirra... Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 44 orð

Átján ára piltur stunginn í bakið

ÁTJÁN ára piltur leitaði á slysadeild eftir að hann var stunginn í bakið um klukkan sjö á laugardagskvöld. Hann var ekki í lífshættu. Lögreglan í Reykjavík handtók skömmu síðar 17 ára pilt sem er grunaður um verknaðinn. Meira
30. júlí 2002 | Miðopna | 3653 orð | 2 myndir

Átökin um SPRON harðna enn

Átök um yfirráð yfir Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hörðnuðu enn um helgina þegar hópur starfsmanna SPRON stofnaði einkahlutafélag og gerði stofnfjáreigendum tilboð. Þeir sem takast á sendu frá sér yfirlýsingar í gær og um helgina. Meira
30. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 55 orð | 1 mynd

Beltin björguðu

ÞRJÚ ungmenni sluppu án teljandi meiðsla eftir bílveltu á Súluvegi ofan Akureyrar á laugardagskvöld. Öll voru þau með bílbeltin spennt og mun það hafa komið í veg fyrir mun alvarlegri áverka, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar. Meira
30. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Bilun í stýriskambi talin hafa valdið slysinu

TALIÐ er að bilun í stýriskambi hafi valdið því að rússnesk flugvél af gerðinni Iljúshín Il-86 hrapaði skömmu eftir flugtak frá Sheremetjevo-flugvelli í Moskvu á sunnudag. Fjórtán manns fórust í slysinu. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 262 orð

Bréf Odds Ingimarssonar til stjórnar SPRON

Síðdegis í gær barst Morgunblaðinu til birtingar bréf Odds Ingimarssonar, sparifjáreiganda í SPRON, sem hann sendi stjórn sparisjóðsins í gær. Bréf Odds fer hér á eftir: "29. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 337 orð

Byrja með 220 milljónir og taka 400 millj. að láni

ARI Bergmann Einarsson, útibússtjóri hjá SPRON og formaður stjórnar hins nýstofnaða starfsmannasjóðs SPRON, sem hefur gert stofnfjáreigendum í SPRON tilboð um kaup á stofnfjárhlutum, sagði á blaðamannafundi á sunnudag að eindreginn vilji væri meðal... Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð

Einn með tæpar 19 milljónir í Lottói

EINN var með fimm tölur réttar í Lottóinu um síðustu helgi og hlaut tæpar 18,7 milljónir króna í vinning. Vinningsmiðinn var seldur í Staðarskála í Hrútafirði. Þrír voru með fjórar tölur réttar og bónustölu að auki og fengu fyrir það 215 þúsund krónur. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 372 orð

Ekki andvíg sölu þjóni það hagsmunum SPRON

JÓN G. Tómasson, formaður stjórnar SPRON, sagði á blaðamannafundi í gær að engin launung væri á að fleiri aðilar en Búnaðarbankinn og fimm stofnfjáreigendur hefðu sýnt áhuga á viðskiptum með stofnfé SPRON. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 128 orð

Ekki heimilt að samþykkja samning Búnaðarbankans

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá SPRON undir ofangreindri fyrirsögn: "Vantrauststillaga Sveins Valfells á stjórn SPRON byggist á því að hún hafi lýst því yfir að hún muni neita að samþykkja framsöl á stofnfjárbréfum sem gerð... Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Ferðamenn tjölduðu á grasi en vöknuðu í mjöll

TJALDGESTUM í Nýjadal hefur líklega brugðið talsvert í brún þegar þeir gægðust út úr tjöldunum á sunnudagsmorgun því jörðin var alhvít, um 4 cm jafnfallinn snjór. Þeir tóku veðrabrigðunum þó með ró og nokkrir snjóboltar fengu að fljúga. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 69 orð

Fisflugvél lenti á einu hjóli

AÐSTOÐA þurfti flugmann fisflugvélar við lendingu í Neskaupstað í gærkvöld. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 211 orð

Fíkniefnahundur aðstoðaði lögreglu við leitina

LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum lagði í fyrrakvöld hald á 24 grömm af kókaíni og 22 grömm af hassi við húsleit í Vestmannaeyjum. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 882 orð | 1 mynd

Fjórir í aftursætinu og tveir í skottinu

ÞRETTÁN ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur um helgina og 32 um of hraðan akstur. Þá voru 38 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Skömmu eftir hádegi á laugardag varð mjög harður árekstur tveggja bifreiða við mót Suðurgötu og Einarsness. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 98 orð

Flugvél hlekktist á í fyrsta flugi sínu

FLUGVÉL, litlu stærri en fisflugvél, þurfti að nauðlenda á Keflavíkurflugvelli laust fyrir klukkan 22 í gærkvöld. Flugvélin var í sínu fyrsta flugi, og í flugtaki hlekktist henni á og hún missti mikla hæð. Meira
30. júlí 2002 | Landsbyggðin | 475 orð | 2 myndir

Franskir dagar hafa unnið sér hefð

KOMIN er hefð á bæjarhátíð á Fáskrúðsfirði undir nafninu franskir dagar. Í þetta sinn hófst hátíðin á fimmtudegi, en formleg setning var að venju á föstudag. Hátíðina setti Steinþór Pétursson sveitarstjóri við athöfn í franska grafreitnum við Krossa. Meira
30. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 111 orð

Frestur rennur út 2. ágúst

KYNNINGARFUNDUR vegna deiliskipulags fyrir miðsvæði Valla, sem nú er til auglýsingar og kynningar, var haldinn í Haukahúsinu á Ásvöllum í síðustu viku. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fræðsluganga í Elliðaárdal

Í KVÖLD, þriðjudagskvöld, verður farin Elliðaárdalsganga undir leiðsögn Einars Gunnlaugssonar jarðfræðings og Kristins H. Þorsteinssonar garðyrkjustjóra. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 98 orð

Fæturnir á þjófnum stóðu undan bílnum

LÖGREGLAN í Hafnarfirði handtók í gærmorgun mann um tvítugt sem hafði ekið bifreið á ljósastaur á Reykjanesbraut á móts við Kaplakrika. Bílnum hafði hann stolið í Kópavogi um nóttina. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 1527 orð | 1 mynd

Greinargerð Sigurðar Líndal fyrir SPRON

HÉR fer á eftir greinargerð Sigurðar Líndal prófessors sem hann tók saman að beiðni stjórnar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Greinargerðin er stíluð á Jón G. Meira
30. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Hamasforingjar handteknir

PALESTÍNSKIR drengir hlaupa í skjól undan árásum ísraelskra hermanna í gær en þá héldu Ísraelar áfram hernaðaraðgerðum á Gazasvæðinu. Á sunnudag höfðu Ísraelar handtekið níu Palestínumenn á Vesturbakkanum, þ.á m. tvo af foringjum Hamas-samtakanna. Meira
30. júlí 2002 | Suðurnes | 150 orð | 1 mynd

Heimkoma Íslendings undirbúin

UNDIRBÚNINGUR að heimkomu víkingaskipsins Íslendings gengur samkvæmt áætlun, að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Meira
30. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 363 orð

Hermenn sagðir hafa fjarlægt sönnunargögn

BRESKA dagblaðið The Times skýrði frá því í gær að í bráðabirgðaskýrslu rannsóknarmanna Sameinuðu þjóðanna kæmi fram að bandarískir hermenn hefðu farið inn í þorp í afganska héraðinu Uruzgan og fjarlægt mikilvæg sönnunargögn skömmu eftir mannskæða árás... Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð

Hestamaður fótbrotnar

Norður-Hérað - Þýsk hestakona fótbrotnaði í hestaferð við Eyvindarfjöll á Fljótsdalsheiði í gær. Fararstjóri í hestaferðinni kallaði eftir hjálp með GSM-síma eftir að hafa farið uppá fremra Eyvindarfjallið. Meira
30. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 167 orð | 2 myndir

Heyjað í Árbæ

HÚSBÆNDUR og hjú í Árbæ notuðu góða veðrið á sunnudag og slógu með orfi og ljá á túnum Árbæjarsafns, rökuðu og rifjuðu, tóku saman og bundu í bagga. Meira
30. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 236 orð

Hætta hjálparstarfi í Tsjetsníu

SAMEINUÐU þjóðirnar ákváðu í gær að hætta hjálparstarfi í Tsjetsníu um óákveðinn tíma. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar þess að rússneskum hjálparstarfsmanni var rænt í lýðveldinu þar sem skæruliðar berjast fyrir sjálfstæði frá Rússlandi. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 394 orð | 2 myndir

Höfðu aldrei æft knattspyrnu

FIMMTÁN strákar úr A-Húnavatnssýslu stofnuðu fótboltalið í sumar til að geta farið á knattspyrnumótið REY CUP sem lauk á sunnudag. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð

Í gæsluvarðhald vegna hnífstungu

KARLMAÐUR á fimmtugsaldri var í gær úrskurðaður í 10 daga gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar í Reykjavík en hann er grunaður um að hafa skorið fyrrverandi sambýliskonu sína á háls á sunnudagskvöld. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 192 orð

Íranir efstir með fimm gull

VERÐLAUNAAFHENDING eðlisfræðileikanna fór fram í gær í hátíðasal Sheraton-hótelsins í Nusa Dua á Balí að viðstöddum menntamálaráðherra Indónesíu. Samtals voru afhent 42 gullverðlaun. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 253 orð | 2 myndir

Íslenskir prinsar í Kópavoginum

HJÓNUNUM Guðrúnu Ágústu Brandsdóttur og Magnúsi Baldvinssyni fæddist sonur 22. þessa mánaðar, sama dag og Jóakim Danaprins og Alexandra prinsessa eignuðust son. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 62 orð

Játuðu fíkniefnaneyslu

TÆPLEGA tvítugur ökumaður sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði í fyrrakvöld játaði að hafa reykt hass nokkru áður. Það gerði einnig piltur á svipuðu reki sem var farþegi í bílnum. Meira
30. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 97 orð | 1 mynd

Leitað eftir samningum um hönnun

BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt með þremur atkvæðum að leita eftir samningum við arkitektastofuna Batteríið ehf. vegna arkitektahönnunar, endurbóta og stækkunar Víðistaðaskóla. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Lestin brunar

LESTIN brunar, hraðar, hraðar kvað Jón Helgason, og eflaust brunar lestin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum nægilega hratt fyrir farþegana. Meira
30. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 407 orð | 3 myndir

Lífrænt ljúfmeti beint frá bóndanum

UNDANFARIN fjögur ár hefur markaður með lífrænt ræktað grænmeti verið starfræktur á laugardögum í júlí og ágúst við gróðrarstöðina Mosskóga í Mosfellsdal. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 791 orð | 1 mynd

Markaðstorg hugmynda

Ólína Þorvarðardóttir fæddist í Reykjavík árið 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði 1979, BA-prófi í íslensku og heimspeki frá Háskóla Íslands 1985, cand.mag. í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum 1992 og dr.phil. árið 2000. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 240 orð

Með hálft kíló af hassi innvortis

BRESKUR karlmaður reyndi á föstudag að smygla tæplega hálfu kílói af hassi til landsins með því að fela það innvortis. Eiturlyfin komu í ljós þegar röntgenmynd var tekin af honum en hann hafði gleypt megnið af þeim. Meira
30. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 82 orð

Námamönnum bjargað

NÍU námamönnum, sem verið höfðu innilokaðir í námu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í þrjá sólarhringa, var bjargað heilum á húfi snemma á sunnudag. Voru mennirnir við þokkalega heilsu. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Ólafsvaka sett í góðu veðri

HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, er nú í heimsókn í Færeyjum á Ólafsvöku í tilefni af 150 ára afmæli Lögþings Færeyja. Með honum í för er eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir, og skrifstofustjóri Alþingis, Friðrik Ólafsson og Auður Júlíusdóttir. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 673 orð | 1 mynd

Órökstudd orð sem einkennast af fordómum

ÁRNI Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ummæli Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, um samtökin og starfsemi þeirra í viðtali við Morgunblaðið sl. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 89 orð

Póstpoka með peningum saknað

PÓSTPOKA með peningasendingu frá bankastofnun í Reykjavík, sem fara átti til Danmerkur, hefur verið saknað frá 19. júlí. Ekki er ljóst hvort hann hvarf hér á landi eða ytra, en málið er í rannsókn, að sögn Ómars Smára Ármannssonar yfirlögregluþjóns. Meira
30. júlí 2002 | Suðurnes | 172 orð

"Vonast til að verkefnastaðan batni fljótlega"

UPPSAGNARBRÉF voru send til 72 starfsmanna Keflavíkurverktaka í gær. Róbert Trausti Árnason, forstjóri fyrirtækisins, segir starfsmenn slegna, en vonast til að verkefnastaða batni svo hægt verði að ráða fólk til starfa á ný. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 101 orð

Rakst í gírstöng og lenti undir vélinni

KONA um tvítugt slasaðist á mjöðm þegar hún varð undir dráttarvél við bæinn Hoftún í Staðarsveit. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ólafsvík hafði konan stöðvað dráttarvélina en rakst í gírstöng þegar hún ætlaði að fara út úr henni. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 465 orð | 1 mynd

Ráðin til að gegna starfi aðstoðarforstjóra OECD

BERGLIND Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, hefur verið ráðin í stöðu eins fjögurra aðstoðarforstjóra OECD, Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar, en stjórn OECD tók ákvörðun um ráðninguna á fundi sínum 25. júlí sl. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð

Slasaðist alvarlega í bílveltu

FRÖNSK kona hlaut alvarlega áverka þegar bíll sem hún ók valt út af Landvegi, rétt ofan við Galtalæk, á sunnudagskvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konuna á slysadeild í Fossvogi. Meira
30. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 412 orð

Stjórnvöld í Rúmeníu hafa áhyggjur af orðspori landsins

STJÓRNVÖLD í Rúmeníu hafa nú miklar áhyggjur af orðspori þjóðarinnar en helsta "útflutningsvara" landsins þykir ekki auka hróður þess á erlendri grundu. Meira
30. júlí 2002 | Suðurnes | 422 orð | 1 mynd

Suðurnesin mjög sterkt atvinnusvæði

AFLAHEIMILDIR á Suðurnesjum hafa færst til innan svæðisins undanfarin tíu ár og í sumum tilfellum hafa aflaheimildir vaxið hlutfallslega á þessum tíma, að sögn Kristjáns Pálssonar, þingmanns Reykjaneskjördæmis. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 424 orð

Svarbréf Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn stjórnar SPRON

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ ítrekaði í svarbréfi til stjórnar SPRON í gær að stjórninni beri að hafna framsali á stofnfjárhlutum ef ekki sé sýnt fram á að sparisjóðurinn, þ.e. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 136 orð

Tugir umsókna um starf forstjóra

UMSÓKNARFRESTUR um starf forstjóra Norræna hússins í Reykjavík rann út í vikunni og skipta umsóknirnar tugum. Geir Waage, varaformaður stjórnar Norræna hússins, segir að undirtektirnar hafi verið framar vonum. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 218 orð

Tölvum stolið frá Orðabókinni

SEX nýjum tölvum var stolið úr húsnæði Orðabókar Háskólans við Neshaga um helgina, líklega aðfaranótt sunnudags. Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins og Íslensk málstöð urðu einnig fyrir barðinu á þjófnum eða þjófunum. Meira
30. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 131 orð

Útiloka árekstur árið 2019

Stjörnufræðingar hafa nú útilokað að loftsteinninn 2002 NT7, sem er tveir kílómetrar í þvermál, muni rekast á jörðina hinn 1. febrúar árið 2019. Kemur þetta fram á heimasíðu Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA. Meira
30. júlí 2002 | Landsbyggðin | 190 orð | 1 mynd

Velheppnað sjóstangaveiðimót í Ólafsvík

ÞRÁTT fyrir fremur óhagstætt veður fékkst allgóður afli á hinu árlega opna móti Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness sem haldið var fyrir skömmu. Keppendur voru 58 og veiddu þeir rúmlega 21 tonn. Róið var á 18 bátum. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 435 orð

Vel verði fylgst með mengun frá álverinu

SKIPULAGSSTOFNUN fellst, með skilyrðum, á stækkun álvers ÍSAL í Straumsvík í allt að 460.000 tonna framleiðslu á ári. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 528 orð | 1 mynd

Vilja fá skýr svör um heimild sjóðsins vegna mögulegrar sölu

JÓN G. Tómasson, formaður stjórnar SPRON, segir það alveg ljóst að stjórninni beri að hafna framsali stofnfjárskírteina á grundvelli samnings Búnaðarbankans og fimm stofnfjáreigenda. Það sé afdráttarlaus niðurstaða Fjármálaeftirlitsins skv. Meira
30. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 494 orð | 2 myndir

Víða hörkugangur í veiðiskapnum

Yfirleitt veiðist nú vel, sama hvert litið er á laxveiðikortinu. Undantekningar eru þó eins og gengur, en öll nótt þó hvergi úti enn. Nýlega var fimmta rúmlega hundrað laxa hollið í röð að ljúka veiðum í Norðurá og telja kunnugir að áin gæti rofið 2. Meira
30. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 375 orð

Yfirmenn flughersins sakaðir um vanrækslu

SVYATOSLAV Pyskun, ríkissaksóknari í Úkraínu, sagði í gær að ýmislegt benti til að flugmennirnir sem flugu vélinni, sem brotlenti í hópi áhorfenda á flugsýningu í vestanverðri Úkraínu á laugardag, hefðu gerst brotlegir við lög. Meira
30. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 90 orð | 1 mynd

Þurrkdagur hjá Sigurgeiri í Vogum

ÞURR suðvestanátt var í Mývatnssveit á föstudag. Slíkum degi sleppir ekki Sigurgeir Jónasson bóndi í Vogum til að þurrka töðuflekk, allrahelst þegar þurrkdagar hafa verið fáir svo sem nú hefur verið um sinn hér í sveit. Meira

Ritstjórnargreinar

30. júlí 2002 | Leiðarar | 773 orð

Alþingi taki í taumana

Þau átök sem staðið hafa yfir um Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis undanfarnar vikur eru komin út yfir öll skynsamleg mörk. Fólk þarf ekki annað en lesa þann fjölda yfirlýsinga, bréfa, samþykkta og álitsgerða, sem berast frá deiluaðilum og birt eru m.a. Meira
30. júlí 2002 | Staksteinar | 325 orð | 2 myndir

Menning og kostnaður

VEF-ÞJÓÐVILJINN segir í pistli, sem þar birtist nýlega: "Nei, að sjálfsögðu ekki. Sinfóníuhljómsveit Íslands er að sjálfsögðu ekki fyrirtæki. Hún er sko menningarstofnun. Og þess vegna er allt í lagi þó að rekstur hennar sé óravegu fjarri því að standa undir sér. Hún er nefnilega menningarstofnun." Meira

Menning

30. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 47 orð | 3 myndir

Að rappa djass/að djassa rapp

ÞAÐ fór fram um margt athyglisverður samsláttur listforma á Grand Rokk á föstudaginn. Þá leiddu saman hesta sína nokkrir af framvörðum hérlendrar rapplistar og framsæknir ungdjassarar. Meira
30. júlí 2002 | Tónlist | 568 orð | 1 mynd

Á leið til Skotlands

Kór Menntaskólans í Hamrahlíð, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, flutti íslenska kórtónlist og verk eftir Lasso, útsetningu og mótettu eftir J.S. Bach. Sunnudaginn 28. júlí. Meira
30. júlí 2002 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Ásgrímsbrunnur grafinn upp

ÁSGRÍMSBRUNNUR á Hellnum var nýlega grafinn upp á vegum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Landverðir þjóðgarðsins og sjálfboðaliðar frá Bretlandi komu að verkinu en því stjórnuðu Sæmundur Kristjánsson sagnamaður á Rifi og Magnús A. Meira
30. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 147 orð | 1 mynd

Ásökuð um stuld

BRESKI rokkarinn Ozzy Osbourne hefur ákveðið að taka sér þriggja vikna frí frá hinni árlegu Ozzfest-hljómleikaferð sinni til að vera með eiginkonu sinni Sharon en hún komst nýlega að því að ristilkrabbi, sem hún hefur barist við, hefur breiðst út. Meira
30. júlí 2002 | Menningarlíf | 134 orð

Djassrómantík í listasafni

TÓNLIST eftir 20. aldar tónskáld verður flutt á næstu Þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30. Meira
30. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 201 orð | 1 mynd

Fínt

Fjórða hljóðversplata Counting Crows. Dægigott rokk, hvorki meira né minna. Meira
30. júlí 2002 | Tónlist | 1065 orð | 1 mynd

Fortíð í framtíðarumgjörð

Tónverk byggð á tónlistararfinum eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Mist Þorkelsdóttur, Jón Guðmundsson, Steingrím Rohloff og Hildigunni Rúnarsdóttur. Meira
30. júlí 2002 | Menningarlíf | 407 orð | 1 mynd

Fyrstu verðlaun fyrir íslenskt þjóðlag

KÓR Flensborgarskóla, sem skipaður er nemendum skólans undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg, vann fyrstu verðlaun í einum flokki í alþjóðlegu kórakeppninni Certamen Internacional de Habaneras y Polifonía, sem lauk um helgina í Torrevieja á Spáni. Meira
30. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

Góðar stundir

SUMARIÐ er tíminn eins og maðurinn sagði og því um að gera að nota tækifærið og bregða á leik. Kaupmenn á Laugaveginum nýta sér oft sólina til uppátækja, og á laugardaginn síðasta stóð plötubúðin Japis fyrir innanbúðartónleikum. Meira
30. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 67 orð | 2 myndir

Í hlutverkum ofurhetja

LEIKSTJÓRINN Wolfgang Petersen er nú með í bígerð kvikmynd þar sem Ofurmennið og Leðurblökumaðurinn munu etja kappi saman. Meira
30. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 127 orð | 1 mynd

La-la ævisaga

STÓRSTIRNIÐ smávaxna Kylie Minogue hefur ákveðið að taka tilboði um að skrifa endurminningar sínar, en fyrir það fær hún rúmar 130 milljónir íslenskra króna. Ekki slæmt það miðað við að stúlkan hefur ekki lifað nema í rúm þrjátíu ár. Meira
30. júlí 2002 | Kvikmyndir | 256 orð | 1 mynd

Litla sæta ljúfan góða

Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frumsýna á morgun The Sweetest Thing með Cameron Diaz, Christinu Applegate, Thomas Jane og Jason Bateman. Meira
30. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 195 orð | 2 myndir

Powers ber af forverunum

NJÓSNARINN sjálfumglaði og, að eigin mati, kynþokkafulli hefur snúið aftur á hvíta tjaldið og það með stæl. Meira
30. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 163 orð | 1 mynd

Sjálfumglaðir bransar

Bandaríkin 2001. Myndform VHS. (106 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn og handrit Michael Rymer. Aðalhlutverk Jeff Goldblum, Rita Wilson, Omar Epps, Paul Sorvino, Peter Gallagher, Mariel Hemingway. Meira
30. júlí 2002 | Menningarlíf | 212 orð | 1 mynd

Stella í framboði hlaut 35 milljónir

ENDURÚTHLUTAÐ hefur verið ú r Kvikmyndasjóði Íslands fyrir þetta ár og var ákveðið síðdegis í gær að Stella í framboði, kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur, hlyti óskipt það fé sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunar nú, alls 35 milljónir króna. Meira
30. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 170 orð | 2 myndir

Tekið á fordómum

KVIKMYNDIN The Laramie Project er ein þeirra fjölmörgu mynda sem komu út á myndbandi í vikunni. Meira
30. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 45 orð | 1 mynd

ÞAU leiðu mistök áttu sér stað...

ÞAU leiðu mistök áttu sér stað í sunnudagsblaðinu að nafn Árna Matthíassonar var bendlað við gagnrýni um nýjustu hljómplötu bandarísku sveitarinnar Red Hot Chili Peppers, By The Way (bls. 52, aðalblað). Meira

Umræðan

30. júlí 2002 | Aðsent efni | 398 orð | 1 mynd

Aldurstakmörk á útihátíðir

Tilkynnt var 21 kynferðisafbrot, segir Elín Margrét Hallgrímsdóttir, um síðustu verslunarmannahelgi. Meira
30. júlí 2002 | Aðsent efni | 281 orð | 1 mynd

Alþingi ræði stöðu SPRON

Það var ekki vilji þingsins, segir Ásta R. Jóhannes-dóttir, að sparisjóðirnir hættu að vera til. Meira
30. júlí 2002 | Aðsent efni | 794 orð | 1 mynd

Góðar minningar eftir verslunarmannahelgina?

Það er ekki hlutverk foreldra að segja alltaf já, segir Alda Baldursdóttir. Það felst líka kærleikur í því að segja nei. Meira
30. júlí 2002 | Aðsent efni | 490 orð | 1 mynd

Listi yfir stofnfjáreigendur SPRON

Framganga stjórnar SPRON, segir Oddur Ingimarsson, með slíkum ásökunum í minn garð fer út fyrir öll siðsamleg mörk. Meira
30. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 201 orð | 2 myndir

Merkilegt hús í hættu

HÖFUÐBÓLIÐ Útskálar í Garði hefur frá fornu fari verið kirkja og til skamms tíma prestsbústaður. Það á sér merka sögu og ætti skilið að sýnd væri meiri virðing en nú er gert. Það tekur mig mjög sárt að sjá hvernig komið er fyrir prestsetrinu gamla. Meira
30. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 373 orð | 2 myndir

Mjög góðir þættir MIG langar að...

Mjög góðir þættir MIG langar að setja út á greinina "Mikil vonbrigði" þar sem þátturinn Hvernig sem viðrar var gagnrýndur. Meira
30. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 202 orð | 1 mynd

Teddi í Perlunni

ÓLYGINN sagði um listamanninn Tedda að hann væri sterkastur á svellinu í kjálkunum. Meira
30. júlí 2002 | Aðsent efni | 816 orð | 1 mynd

Um aðför Búnaðarbankans að SPRON

Er það vilji forystu Sjálfstæðisflokksins, spyr Jón G. Tómasson, að Búnaðarbankinn gangi gegn skýru markmiði löggjafans og að stofnfjáreigendur fái andvirði fyrir eign sem þeir hafa aldrei keypt? Meira
30. júlí 2002 | Aðsent efni | 509 orð | 3 myndir

Yfirtökutilboð Búnaðarbankans hefur skaðað bæði fyrirtækin

Niðurstaða skoðanakönnunar Gallup sýnir sterkan vilja fyrir því, segir Heba Soffía Björnsdóttir, að sparisjóðirnir á Íslandi starfi áfram undir merki sínu. Meira
30. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 135 orð

Það viðrar vel á fimmtudögum

"MAMMA er ekki fimmtudagur?" spyr 10 ára sonur minn. "Jú," svara ég. "Þá er Hvernig sem viðrar í sjónvarpinu í kvöld, ég ætla sko að horfa á hann," segir hann þá. Meira

Minningargreinar

30. júlí 2002 | Minningargreinar | 928 orð | 1 mynd

FINNLAUGUR PÉTUR SNORRASON

Finnlaugur Pétur Snorrason fæddist á Syðri-Bægisá í Öxnadal 11. apríl 1916. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð 23. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Snorri Þórðarson og Þórlaug Þorfinnsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
30. júlí 2002 | Minningargreinar | 784 orð | 1 mynd

Jóna Guðbjörg Guðmundsdóttir

Jóna Guðbjörg Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 13. desember 1920. Hún lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 21. júlí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
30. júlí 2002 | Minningargreinar | 1090 orð | 1 mynd

KRISTINN GUÐVARÐUR STEINSSON

Kristinn Guðvarður Steinsson fæddist á Þverá í Ólafsfirði 29. ágúst 1930. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar Kristins voru Steinn Árni Ásgrímsson og Anna Sigurðardóttir. Meira  Kaupa minningabók
30. júlí 2002 | Minningargreinar | 1334 orð | 1 mynd

SOFFÍA ÁRMANNSDÓTTIR

Soffía Ármannsdóttir fæddist á Urðum í Svarfaðardal 15. mars 1928. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Sigurhjartardóttir húsfreyja, f. 22. júní 1886, d. 11. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

30. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 493 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Annar Flatfiskur 45 45...

ALLIR FISKMARKAÐIR Annar Flatfiskur 45 45 45 22 990 Bleikja 390 390 390 22 8,697 Blálanga 121 105 110 372 40,820 Gullkarfi 116 77 109 3,982 433,572 Hlýri 200 118 170 270 46,016 Háfur 10 10 10 189 1,890 Keila 94 5 88 999 87,569 Langa 145 5 134 1,729... Meira
30. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 196 orð

Forstjóri Bertelsmann hættir óvænt

FORSTJÓRI þýska fjölmiðlarisans Bertelsmann, Thomas Middelhoff, sagði starfi sínu skyndilega lausu á sunnudaginn eftir ósætti á stjórnarfundi fyrirtækisins. Meira
30. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 306 orð

Íslandssími kannar kaup eða samruna við fjarskiptafélög

ÍSLANDSSÍMI hf. hefur að undanförnu kannað möguleika á kaupum eða samruna félagsins við önnur fjarskiptafélög, eða félög í skyldum rekstri, hérlendis eða erlendis. Frá þessu var greint í tilkynningu frá félaginu í Kauphöll Íslands í gær. Meira
30. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 303 orð

Láðist að reikna inn 1,5 milljarða hlut í Tali

"ÞAÐ vantar nú hvorki meira né minna en að lágmarki 1,5 milljarða króna inn í þessa upptalningu, í viðtali Morgunblaðsins við Halldór J. Meira
30. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 808 orð | 1 mynd

Tap af fjárfestingum í Bandaríkjunum

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Baugur Group hf. sem á og rekur Baug-Ísland, Baug-USA og Baug-fjárfestingu og þróun, birti afkomutölur fyrir 1. ársfjórðung í síðustu viku. Meira

Daglegt líf

30. júlí 2002 | Neytendur | 774 orð | 1 mynd

Dýrustu skórnir ekki endilega bestir

Margir nota góða veðrið á sumrin og haustin til að hefja hlaup og skokk en þá skiptir miklu máli að vera í góðum hlaupaskóm. Þannig minnka líkurnar á álagsóþægindum og tognun. Meira
30. júlí 2002 | Neytendur | 218 orð | 1 mynd

Evrópskir karlar fá sífellt kvenlegra vaxtarlag

KARLAR í Evrópu verða sífellt feitari og meira "perulaga" í vextinum en síður "eplalaga" eins og hingað til hefur verið og er þar um að kenna miklu skyndibitaáti, samkvæmt breskri rannsókn á heilsu og lífsstíl evrópskra karla sem sagt... Meira
30. júlí 2002 | Neytendur | 128 orð

Gott að hafa í huga þegar...

Gott að hafa í huga þegar velja á hlaupaskó - Fara í verslun þar sem hægt er að fá næga aðstoð og starfsfólkið getur gefið ráðleggingar um vöruna - Taka með þægilega gamla hlaupaskó, þeir geta sagt heilmikið til um lögun fótanna og hægt er að bera þá... Meira

Fastir þættir

30. júlí 2002 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 30. júlí, er fimmtugur Ingi Gunnar Benediktsson, Grundartanga 12, Mosfellsbæ . Eiginkona hans er Drífa Konráðsdóttir . Þau eru að heiman í... Meira
30. júlí 2002 | Dagbók | 91 orð

ALDAMÓTAVÍSUR

Tímans djúpi er öld sem alda eða gári á stærri báru; mannsins æfi er hún hafið yztu landa milli stranda; þjóðum röst með kólgukasti. Kaldlynd ýmist straumsins alda báti snýr að broti, eða ber hann iða í strenginn miðjan. Meira
30. júlí 2002 | Fastir þættir | 257 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

"KEPPNISSTJÓRI! Ég óska eftir að kæra makker minn fyrir að leggja niður þennan blindan - hann á að eiga stutt lauf!" Norður gefur; allir á hættu. Meira
30. júlí 2002 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband í Bretlandi 7. júní sl. þau Katrín Rúnarsdóttir og Craig Martin Smith. Heimili þeirra er í Crewe,... Meira
30. júlí 2002 | Fastir þættir | 330 orð | 1 mynd

Eyjólfur kvaddi Rás með sigri í töltinu

Allt er gott sem endar vel og eiga þau orð vel við um nýafstaðið Íslandsmót þar sem veður var frekar leiðinlegt flesta dagana en brast svo á með blíðu síðasta daginn þegar Valdimar Kristinsson brá sér í Víðidalinn og skemmti sér prýðilega. Meira
30. júlí 2002 | Dagbók | 151 orð | 1 mynd

Hallgrímskirkja .

Hallgrímskirkja . Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bænastund í dag, þriðjudag, kl. 12 í kapellu safnaðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkjunnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Meira
30. júlí 2002 | Dagbók | 856 orð

(Jóh. 17, 25.)

Í dag er þriðjudagur 30. júlí, 211. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Réttláti faðir, heimurinn þekkir þig ekki, en ég þekki þig, og þessir vita, að þú sendir mig. Meira
30. júlí 2002 | Fastir þættir | 196 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Bg7 5. Bf4 0-0 6. Hc1 dxc4 7. e3 Be6 8. Rg5 Bd5 9. e4 h6 10. exd5 hxg5 11. Bxg5 Rxd5 12. Bxc4 Rb6 13. Bb3 Rc6 14. d5 Rd4 15. 0-0 Dd7 16. He1 Hfe8 17. Be3 Rxb3 18. Dxb3 Bxc3 19. bxc3 Dxd5 20. c4 Dc6 21. Bd4 Had8 22. Meira
30. júlí 2002 | Fastir þættir | 135 orð

Tvö mót um helgina

TVÖ mót verða haldin um verslunarmannahelgina en þar er um að ræða hið eins árs gamla Fákaflug sem byrjað var með á Vindheimamelum á síðasta ári en verður nú haldið á Melgerðismelum 2.-4. ágúst. Meira
30. júlí 2002 | Fastir þættir | 1078 orð

Úrslit Íslandsmóts

Íslandsmeistaramót í hestaíþróttum haldið af Fáki í Víðidal í Reykjavík Meistaraflokkur/tölt 1. Ejólfur Ísólfsson, Stíganda, á Rás frá Ragnheiðarstöðum, 8,07/8,89 2. Haukur Tryggvason, Létti, á Dáð frá Halldórsstöðum, 7,77/8,63 3. Einar Ö. Meira
30. júlí 2002 | Viðhorf | 912 orð

Velázquez á vellinum

Þeim er uppálagt að horfa á áhorfendur allan leiktímann, einnig í hálfleik - og snúa sér aldrei við. Meira
30. júlí 2002 | Fastir þættir | 456 orð

Víkverji skrifar...

UNDANFARIÐ hafa Víkverja verið hugleikin samtöl sem hann átti við tvo úr kunningjahópnum sem báðir eru búsettir erlendis. Annar kunninginn er nokkuð við aldur og flutti til Bandaríkjanna fyrir fáum árum. Meira

Íþróttir

30. júlí 2002 | Íþróttir | 104 orð

3.000 m hlaup kvenna féll niður

EKKI eru öll kurl komin til grafar á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum vegna þess að keppni í 3.000 m hlaupi kvenna féll út af dagskrá og verður þar af leiðandi keppt í því síðar. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 106 orð

Arnar skrifar undir

ARNAR Gunnlaugsson skrifar væntanlega undir tveggja ára samning við Dundee United í Skotlandi í dag. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 24 orð | 1 mynd

Bandaríkjamaðurinn Lance Armstrong fagnar hér sigri...

Bandaríkjamaðurinn Lance Armstrong fagnar hér sigri í Frakklandshjólreiðakeppninni {ndash} með sigurbogann á Champs Elysées í baksýn. Armstrong fagnaði sigri í keppninni fjórða árið í... Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 491 orð | 1 mynd

* BRASILÍSKI landsliðsmaðurinn Rivaldo samdi um...

* BRASILÍSKI landsliðsmaðurinn Rivaldo samdi um helgina við ítalska stórliðið AC Milan til þriggja ára, en honum var á dögunum leyft að fara á frjálsri sölu frá spænska liðinu Barcelona . Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 369 orð | 1 mynd

* DALVÍKINGURINN efnilegi Atli Viðar Björnsson...

* DALVÍKINGURINN efnilegi Atli Viðar Björnsson var í byrjunarliði FH gegn Þór í fyrsta sinn í heilt ár en hann lenti í slæmum hnémeiðslum á síðustu leiktíð. Atli kom sterkur inn og skoraði eitt mark í leiknum. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 357 orð

Er að rísa úr öskustónni

"EINS og mál standa hjá mér núna er ég vongóður eftir keppnina á meistaramótinu þar sem flest gekk að óskum hjá mér," sagði Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður, sem vann fern gullverðlaun og ein silfurverðlaun á meistaramótinu. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 297 orð

FH-ingar ósáttir

FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD FH er afar ósátt við að Sunnu Gestsdóttur, UMSS, hafi verið heimiluð þátttaka á Meistaramóti Íslands (MÍ) af stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) eftir að þátttökufrestur var útrunninn. Hafa FH-ingar óskað eftir því að stjórn FRÍ endurskoði úrskurð sinn. Ef ekki ætla FH-ingar að senda málið til íþróttadómstóls ÍSÍ. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 397 orð | 1 mynd

Get gert miklu betur

"ÞAÐ er svo sannarlega rétt að mér hefur ekki gengið vel í keppni í sumar en samt sem áður finnst mér þetta vera besta sumarið mitt við æfingar, vandinn er hins vegar sá að mér hefur ekki tekist að sýna fram á það á mótum," sagði Vala Flosadóttir, Íslandsmethafi í stangarstökki utanhúss úr ÍR, en hún hafnaði í öðru sæti í greininni á Meistaramótinu, stökk 4 metra. Vala fór hátt yfir þá hæð í þriðju og síðustu tilraun en lánaðist síðan ekki að lyfta sér yfir 4,20. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 32 orð | 1 mynd

Írinn Padraig Harrington var ánægður með...

Írinn Padraig Harrington var ánægður með ferðina til Íslands og golfvöll Keilismanna þó að hann hefði kosið að leika betur, en hann lék völlinn á tveimur yfir pari og varð í sjöunda... Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 76 orð

Jakob Jóhann með met

JAKOB Jóhann Sveinsson úr Ægi setti Íslandsmet í 100 m bringusundi á Evrópumeistaramótinu í Berlín í gær. Hann synti á 1.03,25 mín. og bætti eigið met um 1,07 sek. Jakob Jóhann varð í 21. sæti af 31 keppanda. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 184 orð | 1 mynd

* JÓN Arnar Magnússon, Íslandsmethafi í...

* JÓN Arnar Magnússon, Íslandsmethafi í tugþraut úr Breiðabliki , átti 33 ára afmæli á sunnudaginn þegar síðari keppnisdagur var á Meistaramóti Íslands. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 1131 orð | 2 myndir

Jón Arnar og Silja voru sigursælust

JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarmaður úr Breiðabliki, og Silja Úlfarsadóttir, hlaupakona úr FH, urðu sigursælustu keppendur Meistaramóts Íslands sem fram fór á Kópavogasvelli um helgina. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 43 orð

KNATTSPYRNA 1.

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Laugardalsvöllur: Þróttur R. - ÍR 20 Kópavogur: Breiðablik - Stjarnan 20 2. deild karla: Þróttarvöllur: Léttir - Njarðvík 20 3. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 338 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: ÍA...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: ÍA - KR 1:2 FH - Þór 5:2 KR 1172215:923 Fylkir 1163221:1421 KA 1144311:1016 Grindavík 1143419:1815 ÍA 1142520:1714 Keflavík 1135315:1814 ÍBV 1133514:1512 FH 1033415:1712 Fram 1024413:1610 Þór 1123616:259 1. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 1031 orð | 2 myndir

KR gerði vonir Skagamanna að engu

SKAGAMENN verða líkast til að bíða í rúmt ár þar til lið þeirra, ÍA, verður með í raunsærri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn á ný. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 236 orð

Kvartmílukeppni Þriðja keppni sumarsins fór fram...

Kvartmílukeppni Þriðja keppni sumarsins fór fram á Kvartmílubrautinni við Straumsvík sunnudaginn 28. júlí: *Kristján Skjóldal setti tímamet í ofurbílaflokki - 8.679 sek. *Ingólfur Arnarsson setti hraðamet í ofurbílaflokki 155.433 mph (250.092 km/h). Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 191 orð

Landsmót eldri kylfinga Golfvöllurinn að Korpúlfsstöðum:...

Landsmót eldri kylfinga Golfvöllurinn að Korpúlfsstöðum: Karlar 70 ára og eldri, án forgjafar: Guðmundur Valdimarsson, GL 246 Alfreð Viktorsson, GL 248 Þorbjörn Kjærbo, GS 251 Karlar 70 ára og eldri, með forgjöf: Alfreð Viktorsson, GL 221 Sigurður... Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 597 orð | 1 mynd

Lengi lifir í gömlum glæðum

SIGURÐUR PÉTURSSON golfkennari bar óvænt sigur úr býtum á hinu árlega Canon-móti Nýherja sem fram fór á Hvaleyrarvelli í gær. Sigurður er fyrrverandi Íslandsmeistari en hefur haft heldur hægt um sig á meðal þeirra bestu undanfarin ár. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 345 orð

Loksins gekk allt upp hjá Björgvini

"LOKSINS tókst mér að bæta mig, eftir því hef ég beðið í hálft annað ár," sagði glaðbeittur Björgvin Víkingsson, hlaupari úr FH, sem jafnaði Íslandsmetið í 21 til 22 ára flokki og 19 til 20 ára flokki í 400 m grindahlaupi, hljóp á 52,38 sek. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 433 orð

Meistaramót Íslands Haldið á Kópavogsvelli 27.

Meistaramót Íslands Haldið á Kópavogsvelli 27. og 28. júlí. Kringlukast karla: Magnús A. Hallgrímsson, Br. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 942 orð | 1 mynd

Mikil spenna

FEÐGARNIR Baldur Jónsson og Jón Ragnarsson á Subaru Legacy unnu Skagafjarðarrall Esso, sem haldið var um helgina, með 29 sekúnda forskoti á þá Sigurð Braga Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á Rover Metro sem náðu öðru sæti. Hlöðver Baldursson og Hannes S. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 468 orð

Okkur tókst að stöðva Bjarka

Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, er enn við sama heygarðshornið þrátt fyrir vænlega stöðu liðsins að loknum ellefu umferðum í Símadeild karla í knattspyrnu og hefur Willum ávallt reynt að koma liðinu og þeim sem standa á bak við það niður á jörðina eftir... Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 152 orð

Orri Freyr á leið til Tromsö?

ORRI Freyr Hjaltalín Óskarsson, sóknarmaður Þórs á Akyreyri, lék ekki með félögum sínum á sunnudaginn. Hann tók út leikbann og notaði tækifærið og skaust til Noregs þar sem hann leit á aðstæður hjá Tromsö, sem hefur áhuga á að fá pilt. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 120 orð

Ríkharður og Helgi skoruðu

LYN, lið Helga Sigurðssonar og Jóhanns Birnirs Guðmundssonar í Noregi, tapaði 2:3 á heimavelli í gærkvöldi fyrir meisturum Rosenborgar en mark þeirra ver Árni Gautur Arason. Helgi kom Lyn yfir á 34. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 303 orð

Schumacher vann loks í Hockenheim

MICHAEL Schumacher fékk enga keppni er hann ók til öruggs sigurs í þýska kappakstrinum í Hockenheim en þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur mótið á Ferraribíl, eða í sjö ár. Í öðru og þriðja sæti urðu Juan Pablo Montoya og Ralf Schumacher hjá BMW.Williams en einungis níu ökuþórar af 21 komust alla leið á mark. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 310 orð

Vonbrigði að ná ekki EM-lágmarki

"ÞAÐ verður alltaf að halda í vonina fram á síðustu stundu," sagði Magnús Aron Hallgrímsson, kringlukastari úr Breiðabliki, eftir hann hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kringlukasti en um leið misheppnast að ná lágmarki fyrir... Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 92 orð

Þóra varði tvær vítaspyrnur

ÍSLENSKA ungmennalið kvenna varð í sjöunda sæti á opna Norðurlandamóti 21 árs landsliða í Finnlandi. Stúlkurnar gerðu jafntefli við Grikkland í síðasta leiknum, 1:1, en fögnuðu síðan sigri í vítaspyrnukeppni. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 507 orð | 1 mynd

Þórsarar auðveld bráð

ANDLAUSIR Þórsarar veittu FH-ingum litla mótspyrnu þegar liðin mættust í síðasta leik 11. umferðar Símadeildar karla í Kaplakrika á sunnudagskvöld. Átta mörk voru skoruð í fyrri leik liðanna á Akureyri í sumar og skiptust þau jafnt á milli liðanna. Leikmenn létu sjö mörk duga að þessu sinni en skiptingin var ójafnari nú því FH sigraði 5:2. Raunar gefa þessi úrslit ekki fullkomlega rétta mynd af leiknum því yfirburðir FH-inga voru meiri en þriggja marka sigur gefur til kynna. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 296 orð

Þróttarar fögnuðu á Ásvöllum

ÞRÓTTARAR gerðu góða ferð í Hafnarfjörð á laugardaginn þegar þeir mættu Haukum í 1.deild. Bæði lið þurftu að sigra til að vera með í baráttunni um sæti í úrvalsdeildinni að ári og þegar flautað hafði verið til leiksloka hafði Þróttur unnið stórsigur, 4:1. Með því fór Þróttur í fjórða sæti deildarinnar en Haukar eru í því sjötta. Meira
30. júlí 2002 | Íþróttir | 308 orð | 1 mynd

Ætlar að leggja allt í sölurnar á EM

"ÉG vildi fara 4,40, en það tókst ekki að þessu sinni þótt ég hefði ætlað mér það," sagði Íslandsmethafinn í stangarstökki kvenna, Þórey Edda Elísdóttir, FH, þegar sigurinn var í höfn hjá henni á Kópavogsvelli. Meira

Fasteignablað

30. júlí 2002 | Fasteignablað | 257 orð | 1 mynd

Akurgerði 29

Reykjavík- Fasteignamiðlun Sverris Kristjánssonar er nú með í sölu parhús á tveimur hæðum í Akurgerði 29 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1989 og 164,9 ferm. að stærð fyrir utan bílskúr, sem er 24,5 ferm. Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Alba

Alba heitir þessi glæsilega innrétting sem hér sést hluti af. Framleidd hjá Kvik sem er danskt fyrirtæki en hér selt hjá Fit í... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 336 orð | 2 myndir

Aukning í fasteignasölu á höfuðborgarsvæðinu á fyrri helmingi þessa árs

VELTA og fjöldi kaupsamninga í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu hefur aukizt fyrstu sex mánuði ársins 2002 miðað við sama tíma árið 2001. Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 908 orð | 6 myndir

Bátaskýli breytt í íbúðar-húsnæði

Hjónin Erik Mogensen tónlistarmaður og Elva Jónsdóttir myndlistarkona búa í iðnaðarhverfi vesturbæjar Kópavogs. Þau fóru þá óhefðbundnu leið að breyta iðnaðarhúsnæði og bátaskýli í íbúðarhúsnæði. Perla Torfadóttir ræddi við Elvu. Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Birki

Ljóst birki er í römmunum í skápunum í innréttingunni Verona frá Kvik. Það er Fit í Hafnarfirði sem hefur þessa fallegu eldhúsinnréttingu til... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 147 orð | 1 mynd

Bjarnarstígur 1

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Húsavík er nú í sölu 101 ferm. einbýlishús á tveimur hæðum að Bjarnarstíg 1 í Reykjavík. Um er að ræða steinsteypta nýbyggingu sem enn er í smíðum en verður afhent fljótlega. Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 1525 orð | 4 myndir

Brattagata 3b

Þegar húsið var gert upp var allt upphaflegt látið halda sér eins og mögulegt var, t.d. skrautlistar í loftum og rósettur, segir Freyja Jónsdóttir. Innan á veggina var sett sams konar efni og var upphaflega, strigi og pappi innan á timbrið, og málað. Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 211 orð | 1 mynd

Brekkuhlíð 4

Hafnarfjörður - Fasteignastofan er nú með í sölu steinsteypt parhús í Brekkuhlíð 4 í Mosahlíð Hafnarfjarðar. Húsið var byggt 1995. Það er 199 ferm. og þar af er bílskúrinn 36 ferm. Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 46 orð | 1 mynd

Casablanca

Allir kannast við hina frægu kvikmynd Casablanca með Bogart og Ingrid Bergman í aðalhlutverkum. Þau náðu ekki saman - annars hefðu þau kannski getað fengið sér innréttinguna Casablanca frá danska fyrirtækinu Kvik. Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Eldtraustir skápar

Þessir eldtraustu skúffuskápar fást hjá Bedco & Mathiesen hf í Hafnarfirði. Þeir eru til í þremur stærðum og eru framleiddir hjá fyrirtækinu Rosengrens. Þeir kosta frá 220.090... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 677 orð | 1 mynd

Er þrjátíu ára stríðinu að ljúka?

HÚN var óneitanlega athyglisverð auglýsingin frá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur, sem birtist í auglýsingakálfi Morgunblaðins sl. sunnudag. Þar var auglýst eftir verktaka til að leggja 18. Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Fallegar innréttingar

Kvik-innréttingar fást hjá Fit í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þar er m.a. á boðstólum þessi fallega, hvíta eldhúsinnrétting með gegnheilum kirsuberjaviðarköntum og fallegum efri... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 40 orð | 1 mynd

Fataskápar úr járni

Þessir fataskápar úr járni frá Bisley eru til bæði heilir og allt upp í fjögurra hólfa. Þeir fara vel t.d. í búningsklefum í skólum, heilsuræktarhúsnæði og á ýmsum fleiri stöðum. Þeir kosta frá 20.157 hjá Bedco & Mathiesen hf. í... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 12 orð | 1 mynd

Fræg húsgögn

Þessi stóll er fræg hönnun - Machintosh, og fæst hjá GP-húsgögnum í... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 28 orð | 1 mynd

Frægur armstóll

Þetta er frægur armstóll hannaður af Le Corbusier. Hann var fyrst sýndur 1928 og hefur síðan notið mikilla vinsælda. Hann fæst hjá GP-húsgögn í Hafnarfirði og kostar 54.800... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd

Góð svefnherbergishúsgögn

Aalsace heita þessi glæsilegu svefnherbergishúsgögn frá Portúgal úr gegnheilum kirsuberjarvið. Þau fást hjá GP-húsgögnum í... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 14 orð | 1 mynd

Gæðastál

ÞESSI hnífapör heita Paris og eru úr 18/10 gæðastáli og fást í Tékk-kristal í... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 33 orð | 1 mynd

Hefðbundinn skúffuskápur

Þetta er hefðbundinn skúffuskápur sem tekur A-4 og fólíóstærðir af pappír - góður fyrir skrifstofuna. Hann er til í þremur gerðum og kostar 23.470 með tveimur skúffum hjá Bedco & Mathiesen hf. í... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 887 orð | 1 mynd

Húsnæðismál í Svíþjóð

SVÍAR brutust snemma á 16. öld undan Kalmarsambandinu, þar sem Danir höfðu sterkasta stöðu. Næstu 150 ár voru svo saga stöðugra hernaðarátaka við Dani, sem smátt og smátt fóru halloka. Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 25 orð | 1 mynd

Ítalskt borðstofusett

Þetta glæsilega ítalska borðstofusett er frá Eurosedia og fæst hjá GP-húsgögn í Hafnarfirði. Borðið er með tveimur stækkunarplötum og liturinn á viðnum er hinn svokallaði... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd

Kaffikanna

ÞETTA er verulega góð dönsk kaffikanna sem kostar 7.999 krónur í Byggt og búið í... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 36 orð | 1 mynd

Með læstum skúffum

Þessi skúffuskápur úr járni frá Bisley er með læstum skúffum, setja má plötu yfir tvo svona skápa og þá er komið hið ágætasta borð. Skáparnir fást hjá Bedco & Mathiesen hf. í Hafnarfirði og kosta 45.828... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 155 orð | 1 mynd

Mímisvegur 2

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Gimli er til sölu 3ja herb. rishæð með glæsilegu útsýni við Mímisveg 2. Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 156 orð | 1 mynd

Nýjar íbúðir í Grafarholti

MIKIL uppbygging er nú hafin í austurhluta Grafarholts. Á meðal þeirra fyrirtækja, sem þar hafa haslað sér völl eru Íslenzkir aðalverktakar (ÍAV), eitt stærsta bygginga- og verktakafyrirtæki landsins. Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 245 orð | 1 mynd

Reykás 45

Reykjavík - Hjá Fasteign.is er nú í sölu 5 til 6 herbergja íbúð að Reykási 45. Íbúðin er í steinhúsi sem byggt var 1983 og henni fylgir 23,6 fermetra bílskúr sem byggður var 1987 og einnig er steinsteyptur. Sjálf íbúðin er 132,5 ferm. Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd

Roman Grill

Roman Grill heitir þessi sérkennilega klukka sem framleidd er hjá Umbra en er til sölu hjá Gegn um... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 359 orð | 1 mynd

Rýmri reglur vegna íbúðarkaupa útlendinga

ALLIR útlendingar sem búsettir eru á Íslandi geta eignast íbúðarhúsnæði hér á landi eftir að Alþingi felldi svokallaða fimm ára búsetureglu úr lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1966. Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 1242 orð | 4 myndir

Sérbýli og hagkvæmni einkenna nýjar íbúðir Íslenzkra aðalverktaka við Þórðarsveig

Sú mikla uppbygging, sem hafin er í austurhluta Grafarholts, fer ekki framhjá neinum, sem fer þar um. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýjar íbúðir, sem ÍAV eru að hefja byggingu á við Þórðarsveig 2-6. Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Skrifstofuskápar

Skrifstofuskápar úr járni fyrir möppur frá Bisley. Skáparnir kosta frá 33.828 kr og fást hjá Bedco & Mathiesen hf í... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd

Spánskur kross

Þessi kross er frá Spáni, hann er gamall og kostar 12.700 kr. og fæst í... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 10 orð | 1 mynd

Standlampar

Hjá GP-húsgögnum er hægt að fá ítalska standlampa í mörgum... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Teikningaskápur

Teikningaskápur úr járni frá Bisley. Kostar 84.537 krónur. Þetta er fimm skúffna eining en það má hlaða saman mörgum slíkum og fá háa skápa þannig. Fæst hjá Bedco & Mathiesen hf. í... Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 224 orð | 1 mynd

Vesturgata 35b

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Frón er nú til sölu timburhús við Vesturgötu 35b. Húsið stendur á eignarlóð og er 128,4 ferm. á tveimur hæðum með skriðkjallara. Það er með útihúsi, sem er 17,8 ferm. og leigt út. Ásett verð er 20,8 millj. kr. Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 170 orð | 1 mynd

Viðarrimi 32

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Valhöll er núna í sölu einbýlishús á einni hæð að Viðarrima 32 í Reykjavík. Þetta er timburhús, byggt 1994 og er það 163,8 ferm. að flatarmáli, þar af er bílskúrinn er 34,5 ferm. Meira
30. júlí 2002 | Fasteignablað | 39 orð | 1 mynd

Vinnustaðarskápar

VinnustaðaRskápar eru víða nauðsynlegir. Þessir eru úr járni og fást heilir og allt upp í sex hólfa. Þeir heilu kosta 20.157 kr. en sex hólfa kosta 28.920. Þeir eru frá Bisley og fást hjá Bedco & Mathiesen hf. í... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.