Greinar sunnudaginn 17. nóvember 2002

Forsíða

17. nóvember 2002 | Forsíða | 255 orð | 1 mynd

Auðmýkjandi að uppgötva að verkin voru fölsuð

HIÐ umfangsmikla málverkafölsunarmál, sem komst í hámæli upp úr miðjum síðasta áratug, hefur haft vond áhrif á listaverkamarkað á Íslandi svo ekki sér fyrir endann á, en talið er að allt að 900 verk gætu hafa verið fölsuð. Meira
17. nóvember 2002 | Forsíða | 39 orð | 1 mynd

Hu lítt kynntur í Kína

KÍNVERSK kona flettir Dagblaði alþýðunnar í gær þar sem fjallað var um flokksþing kommúnistaflokksins. Meira
17. nóvember 2002 | Forsíða | 226 orð | 2 myndir

Magnús leiðir og Páll hættir

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra hættir þingmennsku í vor en hann hafnaði í fjórða sæti í fyrstu umferð kosninga um fyrsta sætið á væntanlegum framboðslista Framsóknarflokksins á kjördæmisþingi flokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið var á Laugum í... Meira
17. nóvember 2002 | Forsíða | 197 orð | 1 mynd

"Spennandi en samt ekkert hræddur"

"HÚN er spennandi en maður verður samt ekkert hræddur," segir ellefu ára gamall breskur drengur, Dominic Howard, um nýju Harry Potter-myndina sem var frumsýnd á föstudagskvöld bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Meira
17. nóvember 2002 | Forsíða | 171 orð

Skyggir áfram á Hu Jintao

HU Jintao mátti sætta sig við það í gær að vera áfram í skugga forseta landsins, Jiangs Zemins, en Hu tók á föstudag formlega við helstu valdaembættum í kínverska kommúnistaflokknum af Jiang. Meira

Fréttir

17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 191 orð

200 milljónir til að bjarga Guðrúnu Gísladóttur

UNDIRBÚNINGUR fyrir björgun fjölveiðiskipsins Guðrúnar Gísladóttur KE-15, sem sökk við strendur N-Noregs í sumar, er nú á lokastigi, að sögn Hauks Guðmundssonar hjá Íshúsi Njarðvíkur, sem keypti skipið af fyrri eigendum, útgerðarfélaginu Festi hf. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 424 orð

4,8-104% hækkun nefndalauna

ÁKVEÐIÐ hefur verið að hækka laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna í Kópavogi en oddvitar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar lögðu fram sameiginlega tillögu þar um á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 37 orð

Að reykja ekki.

Að reykja ekki... Í frétt um að snuð minnki líkur á vöggudauða í blaðinu í gær varð slæm missögn varðandi reykingar. Átti að standa að það að reykja ekki sé eftir sem áður afdrifaríkasta leiðin til að fyrirbyggja... Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 272 orð | 4 myndir

Ánægja með erlenda þátttöku

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist ánægður með samkomulag um sölu á 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum, sem undirritað var í gær. "Þetta hefur gengið vel og menn geta vel unað við það verð sem fæst fyrir þennan hlut ríkisins í bankanum. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 86 orð

Bannað að selja kveikjaragas í almennum verslunum

VEGNA ábendinga um að börn og unglingar séu að sniffa kveikjaragas til að komast í vímu vill Hollustuvernd ríkisins vekja athygli á takmörkun á sölu slíks gass. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 829 orð | 1 mynd

Beinin eru lifandi vefur

Anna Pálsdóttir er fædd í Reykjavík 20. maí 1947. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967. Hún er meinatæknir og vann við rannsóknir árum saman, m.a. á Landspítalnum og Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Meira
17. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 1697 orð | 1 mynd

Besta tegund stríðs er það sem vinnst án átaka

George W. Bush Bandaríkjaforseti getur treyst á stuðning þjóðar sinnar telji hann á endanum nauðsynlegt að ráðast á Írak. Það þýðir þó ekki að efasemdir hafi ekki leitað á marga. Davíð Logi Sigurðsson var á ferð um Bandaríkin og ræddi þar við mann og annan. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 317 orð

Einelti í íþrótta-og tómstundastarfi Íþróttabandalag Hafnarfjarðar...

Einelti í íþrótta-og tómstundastarfi Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og forvarnanefnd standa fyrir fræðslukvöldi um forvarnir gegn einelti fyrir þjálfara og leiðbeinendur í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 417 orð | 4 myndir

Fatnaðurinn settur á um 100.000 herðatré á mánuði

ÞAÐ fer ekki mikið fyrir Hýsingu við Skútuvoginn í Reykjavík en þar er um 11.000 fermetra vöruhús með fullkomnu tölvustýrðu færibandakerfi á þremur hæðum. Allar vörur koma í vöruhúsið í kössum á brettum í gámum og fyrst eru þær settar á svonefnt... Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Fjórir fá landgræðsluverðlaun

LANDGRÆÐSLA ríkisins afhenti í fyrradag landgræðsluverðlaunin 2002 í höfuðstöðvunum í Gunnarsholti. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 93 orð

Formaðurinn kemur ekki að málum

GUÐJÓN Ólafur Jónsson, formaður kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, hefur ákveðið að taka ekki þátt í ákvörðun stjórnar sambandsins um skipan uppstillingarnefndar eða störfum hennar að öðru leyti þar til nefndin hefur lokið... Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 130 orð

Framkoma í fjölmiðlum Stjórnendaskóli Háskólans í...

Framkoma í fjölmiðlum Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík stendur fyrir námskeiðinu "Sviðsljós fjölmiðlanna" þriðjudaginn 19. nóvember kl. 8:30-12:30. Boðið verður upp á léttan hádegisverð og umræður að námskeiði loknu. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 54 orð

Gaf sjúkrahúsinu hálfa milljón

BÓNUS hefur fært sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 500 þúsund króna peningagjöf í tilefni af opnun verslunar Bónuss á Egilsstöðum. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 69 orð

Gamla apótekið starfar áfram

RÍKISSTJÓRNIN staðfesti á fundi sínum fyrir helgi samkomulag þriggja ráðuneyta og Ísafjarðarbæjar um áframhaldandi starfsemi Gamla apóteksins á Ísafirði. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 122 orð

Handteknir vegna innbrota í Breiðholti

TVEIR menn á þrítugsaldri voru handteknir aðfaranótt laugardags vegna innbrota í fimm raðhús og eitt einbýlishús í Breiðholti í Reykjavík á föstudagskvöld. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 58 orð

Í dag S igmund 8 H...

Í dag S igmund 8 H ugvekja 45 E rlent 12 M yndasögur 46 L istir 26/31 B réf 46/47 A f listum 26 D agbók 48/49 B irna Anna 26 K rossgáta 51 F orystugrein 32 L eikhús 52 R eykjavíkurbréf 32 F ólk 52/61 S koðun 34 B íó 58/61 M inningar 38/43 S jónvarp 50/62... Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Jólakort Styrktarfélags vangefinna

SALA er hafin á jólakortum Styrktarfélags vangefinna. Um eina mynd er að ræða, "Jólaengill" eftir Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur, nemanda í Listasmiðju Lóu. Kortin fást stök, án texta á 85 kr. stk. og einnig 6 í búnti á kr. 500. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Lýkur orgeltónleikaröð á þriðjudagskvöld

ÞÝSKI organistinn Jörg E. Sondermann lýkur á þriðjudagskvöld röð 26 tónleika sinna þar sem hann hefur leikið öll orgelverk J.S. Bachs. Eru tónleikarnir sem fyrr haldnir í Breiðholtskirkju og hefjast klukkan 20.30. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 135 orð

Námskeið í bættum lifnaðarháttum

HEILSUSTOFNUN NLFÍ í Hveragerði býður fólki nú að grenna sig í hópi með því skilyrði, að meginmarkmið dvalarinnar sé að létta sig og að líkamsþyngdarstuðull (BMI) sé yfir 30. Í fyrstu meðferðinni er dvölin fjórar vikur. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 78 orð

Netsamband í Kringlunni

LÍNA.NET og Kringlan hafa gert með sér samkomulag um að bjóða upp á þráðlaust netsamband á veitinga- og kaffihúsasvæði Kringlunnar, Stjörnutorgi. Um er að ræða háhraða tengingu, skv. 802.11.b staðli með allt að því 11 Mbit/s gagnaflutningshraða. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

"Þetta var alveg hrikalegt útlit"

"ÞAÐ síðasta sem ég mundi var grjótgarðurinn og frussandi sjórinn," segir Tómas Sigurðsson, vinnuvélastjóri frá Ólafsvík, sem lokið hefur spítalavist sinni eftir lífshættulegt vinnuslys við Ólafsvíkurenni á mánudaginn. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Regnbogabörn stofnuð

STOFNFUNDUR samtakanna Regnbogabarna var haldinn í Þjóðleikhúsinu í gær þar sem kosin var undirbúningsstjórn sem á að vinna í samræmi við hugmyndir Stefáns Karls Stefánssonar um framtíðarstarfsemi samtakannna, en hann leggur áherslu á að réttur barna sé... Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 113 orð

Reyndu að flýja undan lögreglu á stolnum bíl

ÞRÍR piltar á aldrinum 15-16 ára skemmdu bifreið úr fjölskyldu eins þeirra í fyrrinótt er þeir óku henni um götur og gangstíga í Mosfellsbæ og reyndu að stinga lögregluna af. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 375 orð

Segir reitt hátt til höggs

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA telur Guðmund Hallvarðson, stjórnarformanns Hrafnistu, ganga nokkuð langt í gagnrýni sinni á ráðuneytið fyrir stefnuleysi í daggjöldum vist- og hjúkrunarheimila enda telji hann þennan málaflokk vera einn þann mikilvægasta sem hann og... Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

S-hópur kaupir í Búnaðarbanka á 11,9 milljarða

SAMKOMULAG um sölu á stærstum hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands var undirritað í gær. Það voru Egla ehf. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Snilld á badmintonmóti

LEIKMENN á alþjóðlega badmintonmótinu sem nú stendur yfir í TBR-húsinu sýndu snilldartaka í gær. Keppendur eru 58, þar af er 31 frá útlöndum og 27 Íslendingar úr landsliðum og unglingalandsliðum. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 96 orð

Sækir um leyfi til að reka ferðaskrifstofu

LÖGÐ hefur verið inn umsókn til samgönguráðuneytisins um leyfi til að reka nýja ferðaskrifstofu og er umsóknin nú til skoðunar. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 412 orð

Telja framlög þurfa að aukast um 400 til 600 milljónir króna

AUKINN hallarekstur verður á framhaldsskólum landsins og svo gæti farið að fjöldi nemenda fái ekki skólavist nái fjárlagafrumvarpið fyrir 2003 óbreytt fram að ganga. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 245 orð

Úthafskarfakvótinn eykst

ÁKVEÐIÐ var að auka úthafskarfakvótann á Reykjaneshrygg um 20%, úr 95 þúsund tonnum á þessu ári í 119 þúsund tonn á því næsta, á fundi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í London á föstudag. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 253 orð | 6 myndir

Yfirlit

PÁLL PÉTURSSON FÉLL Magnús Stefánsson verður í efsta sæti framboðslista Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Meira
17. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Æfinga- og kennsluflug mögulega til Selfoss

EKKI verður farið í uppbyggingu hálendisvega fyrr en lokið er frágangi vega á láglendi að ferðamannastöðum. Meira

Ritstjórnargreinar

17. nóvember 2002 | Leiðarar | 2494 orð | 2 myndir

16. nóvember

Hvað eiga kvikmyndir, popptónlist, tíska og tölvuleikir sameiginlegt? Líklega meira en flesta grunar. Meira
17. nóvember 2002 | Leiðarar | 221 orð

17.

17. nóvember 1945: "Það er ekki lengur hægt að lifa á því einu saman, að vera Framsóknarmaður," voru síðustu orð fjármálaráðherrans í svarræðunni til Eysteins. Þessi látlausu orð sögðu meira en öll stóryrði Eysteins. Meira
17. nóvember 2002 | Leiðarar | 623 orð

Velferðarstefna og vinstri menn

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, sagði á flokksráðsfundi flokks sín í fyrradag, að flokkurinn vildi gerbreytta stefnu í landsmálum, sem fælist í vinstri stefnu og myndun velferðarstjórnar. Meira

Menning

17. nóvember 2002 | Menningarlíf | 127 orð | 1 mynd

Borð og stólar á 25 milljónir króna

BORÐ og tveir stólar sem bandaríski listamaðurinn Donald Judd hannaði og lét smíða úr maghony árið 1988, seldust fyrir rúmar 25 milljónir króna á uppboði hjá Christie's í fyrrakvöld. Meira
17. nóvember 2002 | Menningarlíf | 137 orð

Dómkórinn flytur Saint Nicholas

LOKATÓNLEIKAR á Tónlistardögum Dómkirkjunnar verða í Hallgrímskirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Þar flytur Dómkórinn, ásamt kammersveit, undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, og Skólakór Kársness, kantötuna Saint Nicolas eftir Benjamin Britten. Meira
17. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 569 orð | 1 mynd

Dreptu eða þú verður drepinn

Leikstjórn og handrit: Hal Hartley. Kvikmyndatökustjóri: Michael Spiller. Tónlist: Hal Hartley. Sviðsmynd: Árni Páll Jóhannsson. Aðalleikendur: Robert John Burke, Sarah Polley, Helen Mirren, Julie Christie, Ingvar E. Sigurðsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Baltasar Kormákur, Helgi Björnsson, Julie Anderson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bessi Bjarnason, Jón Hjartarson. 105 mín. Íslenska kvikmyndasamsteypan/MGM/UA. Ísland/Bandaríkin 2001. Meira
17. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 304 orð

Eldur og brennisteinn

Leikstjórn: Ole Bornedal. Handrit: Ole Bornedal, Jonas Cornell. Byggt á skáldsögu Herbjörg Wassmo. Aðalhlutverk: Maria Bonevie, Pernilla August, Gerard Deparidieu, Christopher Eccleston, Björn Floberg, Hans Matheson. 125 mín. Frakkland, Þýskaland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur, 2002. Meira
17. nóvember 2002 | Menningarlíf | 111 orð | 1 mynd

Gunnar Þórðarson leikur á Selfossi

GUNNAR Þórðarson heldur tónleika á Hótel Selfossi í kvöld, sunnudag, kl. 21 ásamt hljómsveit og söngvurum. Meira
17. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 137 orð | 2 myndir

Handtekinn fyrir barnaklám og misnotkun

LÖGREGLAN í Los Angeles í Bandaríkjunum hefur handtekið leikarann Jeffrey Jones, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem geðstirði skólastjórinn í myndinni Ferris Bueller's Day Off . Meira
17. nóvember 2002 | Menningarlíf | 1181 orð | 1 mynd

Hverfur leiklistin jafnóðum?

Á dögunum voru hér staddir forstöðumenn leikminjasafna á Norðurlöndunum. Undirritaður átti þess kost að hitta nokkra þeirra að máli meðan á dvöl þeirra stóð og spyrja út í starfsemina. Meira
17. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 241 orð | 1 mynd

Íslensku tónlistarverðlaunin 2002

Á NÆSTA ári verða íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2002 veitt. Verðlaunað er jafnt í sí- sem nýgildri tónlist og flytjendur, höfundar og einstök verk heiðruð. Meira
17. nóvember 2002 | Menningarlíf | 104 orð

Kammerkórar í Hjallakirkju

KAMMERKÓRINN Vox Gaudiae og Kammerkór Nýja tónlistarskólans, einsöngvarar og hljóðfæraleikarar halda tónleika í Hjallakirkju í dag, sunnudag, kl. 20. Á efnisskránni eru m.a. Meira
17. nóvember 2002 | Menningarlíf | 196 orð | 1 mynd

Kvartettar og einn kvintett í Salnum

KAMMERHÓPURINN Camerarctica kemur fram á Tíbrár tónleikum í Salnum í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Meira
17. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 412 orð

Mannlegt dýrseðli

Leikstjóri: Oliver Hirschbiegel. Handrit: Don Bohlinger og Christoph Darnstädt eftir bók Mario Giardano "Black Box". Kvikmyndataka: Rainer Klausman. Aðalhlutverk: Moritz Bleibtreu, Christian Berkel, Justus von Dohnanyi, Timo Dierkes, Antoine Monot Jr. og Maren Eggert. 120 mín. ÞÝS. 2001. Meira
17. nóvember 2002 | Tónlist | 619 orð | 1 mynd

Málað á hljóðhimininn

Björn Thoroddsen gítarleikari, ásamt hinum danska fiðluleikara Kristian Jørgensen og Jóni Rafnssyni á kontrabassa, flytur lög eftir Björn Thoroddsen, Django Reinhardt og brasilíska tónskáldið Zequinha de Abreu, lagið Tico Tico. Meira
17. nóvember 2002 | Menningarlíf | 601 orð | 1 mynd

Merkisviðburður í danslistinni

Skin: Höfundur: Ástrós Gunnarsdóttir. Dansari: Emelía Benedikta. Tónlist: Verdi. Leikmynd: Rebekka Rán Samper. Lýsing: Kári Gíslason. Tjarnarbíó 14.-17. nóvember. Meira
17. nóvember 2002 | Menningarlíf | 407 orð | 1 mynd

Nútímadanshátíð stendur yfir í Tjarnarbíói og...

Nútímadanshátíð stendur yfir í Tjarnarbíói og lýkur í dag. Tvö verk verða flutt kl. 17: Rosered eftir Jóhann Frey Björgvinsson og Í draumi eftir Nadiu Katrínu Banine. Eitt verk kl. 20. Meira
17. nóvember 2002 | Menningarlíf | 562 orð | 1 mynd

"Mikil ögrun fyrir hljómsveitina"

TVÖ stórverk frá 19. öld eru á dagskrá tónleika sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur í Glerárkirkju á Akureyri í dag, sunnudaginn 17. nóvember. Þetta eru fiðlukonsert í D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms og Sinfónía nr. 3 í Es-dúr op. Meira
17. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 275 orð | 1 mynd

Rokkað af tilfinningu

SMACK er ekki gömul sveit, var stofnuð fyrir réttu ári. Fljótlega var hafist handa við að taka upp breiðskífu og var það gert í góðu samstarfi við Jón Ólafsson, píanista með meiru. Meira
17. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 749 orð | 2 myndir

Síðasta breiðskífa Harrisons

Brátt líður að fyrstu ártíð Bítilsins fyrrverandi George Harrisons en á morgun kemur út síðasta breiðskífa hans sem sonur hans og helsti samstarfsmaður luku við í sameiningu. Meira
17. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 414 orð | 1 mynd

Vonast eftir hvítum jólum

VIÐ getum varla beðið eftir því að sjá Ísland í jólabúningnum," sagði Will Champion trommari Coldplay í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi aðspurður um væntanlega jólatónleika sveitarinnar í Laugardalshöllinni 19. desember. Meira

Umræðan

17. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 373 orð | 1 mynd

Hvað um framsóknarfólk?

Hvað um framsóknarfólk? ÉG vil koma á framfæri gagnrýni á þáttinn Ísland í býtið fyrir að vera sífellt með viðtöl við aðila frá Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni og Vinstri grænum en lítið hefur sést hjá þeim af framsóknarmönnum. Meira
17. nóvember 2002 | Aðsent efni | 1689 orð | 7 myndir

Í minningu látins vinar frá Vogum í Mývatnssveit

I. Kristján Þórhallsson frá Vogum í Mývatnssveit andaðist hinn 13. mars 2002. Hinn 10. mars áttum við langt símtal, þar sem hann virtist tiltölulega hress, þrátt fyrir langa sjúkdómslegu. Meira
17. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 490 orð | 1 mynd

Kveðja frá Raufarhöfn

HALLÓ krakkar, halló krakkar, velkomin í dag. Það er búið að vera fjör í skólanum okkar hér á Raufarhöfn í vikunni, (eins og reyndar alltaf). Í tilefni af degi íslenskrar tungu hinn 16. nóv. nk. Meira
17. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 303 orð

"Veiðiþjóðaplágan"

EFTIR að hafa lesið grein Guðmundar Björnssonar frá Hólmavík, "Veiðiþjófaplágan", í Mbl. hinn 9. nóv. sl. fann ég mig knúinn til að leggja orð í belg. Guðmundur kemur víða við í grein sinni. Meira
17. nóvember 2002 | Aðsent efni | 1081 orð | 1 mynd

Vegna listsögufræðings

"Ég hafna algjörlega að hafa í listrýni minni verið að níða Carnegie-verðlaunin eða nokkurn mann." Meira

Minningargreinar

17. nóvember 2002 | Minningargreinar | 200 orð | 1 mynd

GUÐJÓN HELGASON

Guðjón Helgason fæddist á Hlíðarenda í Fljótshlíð hinn 22. mars 1916. Hann lést 4. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð 16. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2002 | Minningargreinar | 3178 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR BJARNI GUÐMUNDSSON

Guðmundur Bjarni Guðmundsson fæddist á Patreksfirði 6. mars 1928. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi aðfaranótt 12. nóvember síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Anna Helgadóttir, f. 9.5. 1885, d. 18.8. 1929, og Guðmundur Ólafur Þórðarson,... Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1930 orð | 1 mynd

LAUFEY VALDEMARSDÓTTIR SNÆVARR

Laufey Guðrún Valdemarsdóttir Snævarr fæddist á Húsavík 31. október 1911. Hún lést á dvalarheimilinu við Dalbraut 9. nóvember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Stefaníu Erlendsdóttur og Valdemars Snævarrs, skólastjóra og sálmaskálds. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2002 | Minningargreinar | 3371 orð | 1 mynd

RÖGNVALDUR JÓNSSON

Rögnvaldur Jónsson fæddist á Marbæli í Óslandshlíð, Skagafirði 23.2. 1918. Hann lést á lyfjadeild FSA 8. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Erlendsson, f. 18.12. 1870, d. 26.9. 1960, og Anna Rögnvaldsdóttir, f. 5.8. 1878, d. 2.3. 1955. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2002 | Minningargreinar | 230 orð | 1 mynd

ÞÓRHALLUR HELGASON

Þórhallur Helgason fæddist 27. júlí 1935 í Keflavík. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 31. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 8. nóvember. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

17. nóvember 2002 | Bílar | 59 orð | 1 mynd

Accord bíll ársins í Japan

HONDA Accord hefur verið valinn bíll ársins í Japan. Þetta er í þriðja sinn sem Accord verður fyrir valinu en árið 1985 var þriðja kynslóð bílsins valinn bíll ársins og 1993 var fimmta kynslóðin fyrir valinu. Meira
17. nóvember 2002 | Ferðalög | 649 orð | 3 myndir

Á nóttunni taka bláu vagnarnir við

Rimini við Adríahafið er einn vinsælasti sumardvalarstaður í Evrópu. Ómar Óskarsson segir að í gamla borgarhlutanum sé vart hægt að hrófla við byggingum og jarðvegi án þess að fornleifafræðingar mæti á staðinn. Meira
17. nóvember 2002 | Ferðalög | 183 orð | 1 mynd

Borg meistara Fellinis

Einn merkasti kvikmyndaleikstjóri Ítalíu, Federico Fellini, fæddist í borginni Rimini og ólst þar upp. Meira
17. nóvember 2002 | Bílar | 83 orð

Fyrsti smábíllinn fær fimm stjörnur hjá Euro NCAP

ÞAÐ er farið að sæta miklum tíðindum þegar tilkynnt er um nýjustu niðurstöður í árekstrarprófun Euro NCAP enda eftir miklu að slægjast fyrir framleiðendur standi þeir sig vel í prófuninni. Meira
17. nóvember 2002 | Bílar | 139 orð | 2 myndir

Gullna stýrið til Audi A8 og Ford Fiesta

AUDI A8, splunkunýr bíll sem er rétt að koma á markað í Evrópu, hlaut Gullna stýrið í flokki lúxusbíla. Það er þýska vikuritið Bild am Sonntag sem veitir verðlaunin sem eru ein þau eftirsóttustu í bílaheiminum. Meira
17. nóvember 2002 | Ferðalög | 68 orð | 1 mynd

Hjólreiðafólk velkomið

HERBERGI til að þurrka blaut föt, götukort, heitir drykkir, læsanlegur skúr og grunntól til að lagfæra reiðhjól er meðal þess sem boðið er upp á hjá gistihúsum sem CTC mæla með en það eru bresk samtök hjólreiðafólks. Meira
17. nóvember 2002 | Bílar | 55 orð

Honda Jazz

Vél: 1.339 rsm, fjórir strokkar, 16 ventlar, VVTi. Afl: 83 hestöfl við 5.700 sn./mín. Tog: 119 Nm við 2.800 sn./mín. Hröðun: 12,3 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 160 km/klst. Gírskipting: CVT-reimskipting. Meira
17. nóvember 2002 | Bílar | 614 orð | 6 myndir

Honda Jazz - bíll með sveiflu

DAF kallaði sína skiptingu Variomatic og þótti hún á sínum tíma tæknibylting og ekkert minna en það. Þetta var gírskipting án kúplingar og í stað tannhjóla snerist reim inni í gírkassanum og gaf þreplausa skiptingu. Meira
17. nóvember 2002 | Ferðalög | 127 orð | 1 mynd

Jólamarkaður í Tívolíinu

Í TÍVOLÍINU í Kaupmannahöfn ríkir nú sannkölluð jólastemmning en sl. föstudag var jólatívolí opnað með pompi og pragt. Meira
17. nóvember 2002 | Ferðalög | 773 orð | 1 mynd

Kúluskítshátíð í Mývatnssveit

Á þriggja stjarna nýlegu Hótel Seli í Mývatnssveit ræður ríkjum Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem er sérstakur áhugamaður um kúluskít. Jóhanna Ingvarsdóttir kom við hjá honum. Meira
17. nóvember 2002 | Bílar | 102 orð | 1 mynd

Mini vinsæll til breytinga

BÍLAR eru misjafnlega vinsælir til breytinga af breytingafyrirtækjum en Mini virðist ætla að slá þar öll met. Á SEMA-sýningunni í Las Vegas, þar sem saman koma helstu fyrirtæki á sviði breytinga og búnaðar á eftirmarkaði, stal Mini senunni. Meira
17. nóvember 2002 | Bílar | 151 orð | 1 mynd

Nýtt andlit Mitsubishi

MITSUBISHI, MMC, hefur afhjúpað nýjan Colt í Japan. Colt er grunnbíll í þriggja ára viðsnúningsferli MMC og er fyrsta nýja bifreiðin sem kynnt er í Japan eftir endurskipulagningu á innanlandssölu MMC, sem nýlega var kynnt í Japan. Meira
17. nóvember 2002 | Ferðalög | 153 orð | 1 mynd

Tölvupóstur í háloftum

NÝLEGA var í fyrsta sinn sendur reglulegur tölvupóstur frá áætlunarflugvél til móttakanda á jörðu niðri. Þetta gerðist um borð í Boeing vél þýska Lufthansa flugfélagsins sem var á leiðinni yfir Atlantshaf frá Frankfurt til Washington. Meira
17. nóvember 2002 | Bílar | 149 orð | 2 myndir

Volvo XC90 og Kia Sorento skara fram úr

Á HVERJU hausti koma saman félagar í Norðvestur-Bílablaðamannasamtökunum í Bandaríkjunum og prófa í tvo daga nýjustu jeppana. Meira

Fastir þættir

17. nóvember 2002 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Á morgun, mánudaginn 18. nóvember, er fimmtugur Ómar Másson, húsasmiður, Skriðustekk 29, Reykjavík. Eiginkona Ómars er Þóra Löve . Ómar verður að heiman á... Meira
17. nóvember 2002 | Fastir þættir | 1006 orð | 1 mynd

Arfurinn

Víða mátti sjá fána dreginn að húni í gær. Þar var fagnað degi íslenskrar tungu, sem haldinn var nú í 7. sinn. Af því tilefni minnist Sigurður Ægisson þátta kirkjunnar manna fyrrum í varðveislu móðurmálsins, sem vógu þungt á örlagaríkum tímamótum. Meira
17. nóvember 2002 | Fastir þættir | 152 orð

Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 14.

Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 14. nóvember sl. var síðasta kvöldið af þremur spilað í Hraðsveitakeppni BS 2002. Lokastaða sveitanna varð þessi (innan sviga er skor kvöldsins): Anton, Pétur, Garðar, Helgi og Rikki 1. Meira
17. nóvember 2002 | Fastir þættir | 63 orð

Bridsfélag Suðurnesja Þriggja kvölda haustbarómeter er...

Bridsfélag Suðurnesja Þriggja kvölda haustbarómeter er lokið. Þeir miklu reynsluboltar Arnór G. Ragnarsson og Karl Hermannsson eru í miklum ham og hafa unnið tvö síðustu mót. Lokastaðan: Arnór G. Ragnarss. - Karl Hermannss. 76 Svava Pálsd. - Karl G. Meira
17. nóvember 2002 | Fastir þættir | 66 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Kópavogs Heldur rólegra var yfir kvöldskorinu sl. fimmtudag í Barómeternum en tvö fyrri kvöldin og spennan að aukast. Hæstu skor fengu: Hermann Friðriksson - Þorsteinn Joensen 41 Magnús Aspelund - Steingrímur Jónass. Meira
17. nóvember 2002 | Fastir þættir | 283 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Stundum eru menn þvingaðir í tveimur litum, stundum þremur. En er hægt að vera þvingaður í tveimur og hálfum lit? Clyde E. Meira
17. nóvember 2002 | Fastir þættir | 308 orð

Deyja - drepast

Ég býst við, að þeir séu fleiri en ég, sem geta ekki ævinlega sett samasemmerki (=) milli ofangreindra sagnorða, þ.e.a.s. skipt um þau í ræðu eða riti án nokkurs blæ- eða öllu heldur notkunarmunar. Meira
17. nóvember 2002 | Dagbók | 571 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20 í kórkjallara. Laugarneskirkja . Opinn 12 spora hópur í gamla safnaðarheimilinu kl. 18. Lokuðu hóparnir hittast á sama tíma og venjulega. Umsjón Margrét Scheving sálgæsluþjónn. Meira
17. nóvember 2002 | Dagbók | 848 orð

(Mark. 11, 24.)

Í dag er sunnudagur 17. nóvember, 321. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast. Meira
17. nóvember 2002 | Fastir þættir | 201 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 dxc6 5. O-O f6 6. d4 Bg4 7. dxe5 Dxd1 8. Hxd1 fxe5 9. Rbd2 O-O-O 10. He1 Bd6 11. h3 Bh5 12. Rh4 Rf6 13. Rf5 Bf8 14. g4 Bf7 15. Rf3 He8 16. Bd2 h6 17. Bc3 Rd7 18. Meira
17. nóvember 2002 | Fastir þættir | 51 orð

Sveitakeppni í Gullsmára Sjöunda og áttunda...

Sveitakeppni í Gullsmára Sjöunda og áttunda umferð í árlegri sveitakeppni Bridsdeildar FEBK Gullsmára vóru spilaðar fimmtudaginn 14. nóvemb. sl. Eftir þær umferður vóru í efstu sætum: 1. Sveit Páls Guðmundssonar 164 2. Sveit Kristins Guðmundssonar 152 3. Meira
17. nóvember 2002 | Dagbók | 28 orð

UM HAUST

Syngur lóa suðr í mó sætt um dáin blóm - alltaf er söngurinn sami með sætum fuglaróm. Himinblíð eru hljóðin þín, heiðarfuglinn minn! Hlusta ég hljóður á þig, og hverfa má ei... Meira
17. nóvember 2002 | Fastir þættir | 447 orð

Víkverji skrifar...

Margar þjóðir eru mjög stoltar af áfengum drykkjum, sem þær framleiða. Meira

Sunnudagsblað

17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 367 orð | 1 mynd

Afkomendur skráðu verk Kristínar

S KRÁNING verka einstakra listamanna er ein af forsendum þess að hægt sé að greina falsanir, komi þær á markað. Hér á landi er skráningu mjög ábótavant, þótt yngri kynslóðar listamenn gæti sumir betur að þeim málum en eldri meistarar gerðu. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 816 orð | 2 myndir

Af nútíma öskubuskum

Ég velti því stundum fyrir mér hvort sagan af JK Rowling sé sönn. Hvort hún hafi virkilega párað fyrstu Harry Potter-bókina með hálfónýtum penna á servíettur á kaffihúsum af því að hún hafði þá ekki efni á því, einstæð móðirin, að kynda íbúðina sína. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 3529 orð | 1 mynd

Átti aldrei að vera fámenn, máttlaus stofnun

Rúm fimm ár eru frá stofnun embættis ríkislögreglustjóra og tæp fimm ár frá því að Haraldur Johannessen var skipaður ríkislögreglustjóri. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við Harald um traust almennings á lögreglunni, ómálefnalega umræðu, Baugsmálið, hugmyndir um breytt skipulag lögreglustjórnar, afbrotagreiningu og uppbyggingu embættisins. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 538 orð | 1 mynd

Björk kemur í heiminn

Hildur Rúna Hauksdóttir hefur alltaf farið ótroðnar slóðir í lífinu. Hún lærði til dæmis smáskammtalækningar á Íslandi og í London þar sem hún gætti dóttursonar síns þegar Björk, móðir hans, var á ferðalögum. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 517 orð | 4 myndir

Bolla Le Poiane Frá Veneto á...

Vín vikunnar að þessu sinni eru flest frá Miðjarðarhafssvæðum Evrópu að undanskildu einu bandarísku víni. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 581 orð | 1 mynd

Brjálsemin fullkomnuð?

Ólöf de Bont var ung, vegvillt kona sem kom nokkrum mínútum á eftir barnaverndarnefnd að sækja dóttur sína úr gæslu á eins árs afmælisdegi barnsins. Súlkan var fengin fósturforeldrum í hendur, en Ólöf brást við eins og sært dýr - hörfaði. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 357 orð | 1 mynd

Dýrasta og ein umfangsmesta rannsókn lögreglu

L ÍKUR eru á að rannsókn embættis ríkislögreglustjóra á meintri málverkafölsun ljúki innan nokkurra vikna. Rannsóknin er ein umfangsmesta rannsókn lögreglunnar frá upphafi, að sögn Jóns H. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 659 orð | 1 mynd

Evrópskt vísindasvæði í bígerð

Sjöttu rannsóknaáætlun ESB var hleypt af stokkunum í Brussel í liðinni viku. Anna G. Ólafsdóttir kynnti sér áætlunina og hvernig henni hefur verið tekið af fulltrúum aðildarríkjanna. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 2880 orð | 5 myndir

Falsanir á færibandi

Á sjötta ár er liðið frá því fyrsta kæran var lögð fram í málverkafölsunarmálinu svonefnda. Aðeins er búið að dæma í máli þriggja verka, en á annað hundrað myndir til viðbótar eru enn í rannsókn. Falsanirnar eru þó mun fleiri að mati Ólafs Inga Jónssonar, forvarðar hjá Morkinskinnu, sem segir Önnu Sigríði Einarsdóttur að hann sé þess enn í dag fullviss að um ein 900 verk sé að ræða. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 1658 orð | 2 myndir

Falsanir öldum saman

F ALSANIR á listaverkum hafa tíðkast allt frá árdögum listaverkasölu, sem rakin er aftur til fjórðu aldar fyrir Krist. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 2729 orð | 1 mynd

Gagnrýnt að 70 til 80% fjármagnsins fari til risaverkefna

SJÖTTA rannsóknaáætlunin sætti talsverðri gagnrýni á kynningarráðstefnunni í Brussel á dögunum. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 261 orð | 1 mynd

Gríðarleg þekking hefur safnast

STOÐTÆKJAFYRIRTÆKIÐ Össur er eitt þeirra fyrirtækja sem sótti um og fékk styrk á vegum 5. rannsóknaráætlunar ESB og segir Hilmar Janusson hjá Össuri að án styrksins frá ESB hefði aldrei tekist að koma geysilega mikilvægu verkefni á laggirnar. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 511 orð | 1 mynd

Haldið utan um listasöguna

M ikilvægur liður í því að halda utan um verk listamanna er að skrásetja list þeirra. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 424 orð | 1 mynd

Hver skráir með sinni aðferð

H annes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, segir að listasöfn hafi verið að burðast við að skrásetja listaverkaeign sína og í seinni tíð í tölvutækt form. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 82 orð | 1 mynd

Í nafni meistaranna

Á sjötta ár er liðið frá því fyrsta kæran var lögð fram í málverkafölsunarmálinu svo nefnda. Aðeins er búið að dæma í máli þriggja verka, en á annað hundrað myndir til viðbótar eru enn í rannsókn. Falsanirnar eru þó mun fleiri að mati Ólafs Inga Jónssonar, forvarðar hjá Morkinskinnu, sem segist enn í dag fullviss að um ein 900 verk sé að ræða. Anna Sigríður Einarsdóttir og Ragnhildur Sverrisdóttir ræddu við Ólaf Inga og kynntu sér áhrifin á markaðinn og leiðir til úrbóta. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 223 orð | 1 mynd

Jólahlaðborð og eðalvín á Sommelier

Veitingastaðurinn Sommelier hefur til þessa ekki verið með jólahlaðborð en bregður nú út af venjunni. Hinn 20. nóvember verður jólahlaðborðið vígt og verður það í Vínhjartanu, víngeymslu Sommelier. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 593 orð | 1 mynd

Kaupa hvorki né selja

Þ etta málverkafölsunarmál hefur haft vond áhrif á listaverkamarkaðinn hér á landi, enda hefur fólk hvorki þorað að selja né kaupa verk í langan tíma," segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 59 orð

Krossgötur á lífsins leið

Bókarkafli Hlín Baldvinsdóttir hvarf frá hótelstjórnun til hjálparstarfa hjá Rauða krossinum, Ólöf de Bont horfði á eftir þremur dætrum, Sigurdór Halldórsson var langt leiddur eiturlyfjaneytandi og Hildur Rúna Hauksdóttir hefur allt frá barnæsku farið sínar eigin leiðir. Anna Kristine Magnúsdóttir grípur hér niður í sögum þeirra fjögurra og segir frá því hvernig líf þeirra tók óvænta stefnu á miðjum aldri. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 60 orð

matur@mbl.is

Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 571 orð | 5 myndir

Nýjar bækur

Nú er bókaflóðið hafið og í því leynast eins og svo oft áður athyglisverðar bækur um mat og matreiðslu. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 432 orð | 2 myndir

Nýtt veiðihús í byggingu við Breiðdalsá

Þröstur Elliðason, leigutaki Breiðdalsár, er nú í óða önn að undirbúa byggingu nýs veiðihúss fyrir ána. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 2186 orð | 8 myndir

"Lifandi silungur og fu gl nýhættur að fljúga"

Fiskbúð Hafliða er elsta starfandi fiskbúðin í landinu. Þrátt fyrir að 75 ár séu nú liðin frá stofnun hennar er engan bilbug að finna á eigendunum. Þeir sögðu Jóhönnu Ingvarsdóttur að áfram yrði stefnt að því að versla með fisk á Hverfisgötu 123 þó að neytendur leituðu í vaxandi mæli inn í stórmarkaðina á kostnað einyrkja í kaupmannastétt. Nauðsynlegt væri að bregðast við breyttum neysluvenjum markaðarins, sem nú kallar miklu frekar á tilbúna rétti í stað ýsu með haus og sporði. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 806 orð

"Það kaupir enginn listaverk í dag"

Skömm yfir að láta blekkja sig, afneitun og vantrú eru viðbrögð sem búast má við hjá eigendum í kjölfar þess að verk eignuð landsþekktum látnum listamönnum reynast fölsuð. Tugir eigenda slíkra verka leyfðu Ólafi Inga Jónssyni engu að síður að kæra til rannsóknarlögreglu ríksins og bíða þess nú að rannsókn ljúki. Viðmælandi Morgunblaðsins uppgötvaði að þrjú fölsuð verk héngu uppi á veggjum heimilisins. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 585 orð | 1 mynd

Rankaði við sér eftir þrjá daga

Sigurdór Halldórsson stal fyrst í kirkju. Síðar átti hann eftir að losna undan eiturlyfjum við svipaðar aðstæður, er hann var að undirbúa innbrot í Veginn. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 76 orð

Saltbakaður lax

Stillið ofninn á 175°. Þekið botninn á grunnu eldföstu fati með grófu salti. Leggið hreinsaðan fiskinn þar á, þekið hann með salti og vætið það dálítið svo það festist saman og þekið roðið sem þéttast. Bakið fiskinn í ofninum í u.þ.b. 1 klst. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 73 orð | 2 myndir

Saltbakaður lax

MEÐAL suðrænna þjóða er algengt að baka fisk í heilu lagi, grafinn í salti. Segja má að þetta sé einhver einfaldasti framreiðslumáti á fiski sem um getur. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 2132 orð | 2 myndir

Skógarhögg í vesturheimi

Landnámsárum sínum eyddi Stefán í Wisconsin og Norður-Dakóta í Bandaríkjunum og Alberta í Kanada. Hér er gripið niður í sögu er Stefán starfar við skógarhögg í norðurhluta Wisconsin og óvenjulegum vináttuböndum sem urðu til þegar hann vann við uppskeru sunnar í ríkinu. Meðal þeirra sem við sögu koma er Jón Jónsson frá Mjóadal, sem síðar varð tengdafaðir Stephans, og séra Páll Þorláksson, einn af leiðtogum íslenskra landnema í Vesturheimi. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 321 orð | 1 mynd

Sumir skrá verk sín, aðrir ekki

M yndstef, Myndhöfundasjóður Íslands, býr að nokkuð ítarlegum nafnalistum samtímalistamanna og fylgist með hvaða verk þeirra eru seld á uppboðum. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 1405 orð | 6 myndir

Sunnan jökla

Áfangastaðir, öndvegisjarðir, fólk, sagnir og nútími er viðfangsefni Gísla Sigurðssonar í bók hans Seiður lands og sagna - sunnan jökla. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Gísla um tildrög bókarinnar, sem er prýdd fjölmörgum, stórum og glæsilegum myndum. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 2344 orð | 3 myndir

Söngur lífsins

Waris Dirie starfar enn í dag sem ljósmyndafyrirsæta, en er jafnframt sendifulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún hefur orðið tákn fyrir baráttuna gegn umskurði á konum en hún var beitt slíku ofbeldi af grimmasta tagi þegar hún var lítil stúlka. Er hér er gripið niður í sögu rifjar Dirie upp kynni sín og Dana, bandarísks tónlistarmanns. Sambandið átti þó ekki eftir að endast. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 536 orð | 1 mynd

Úr hótelrekstri í hjálparstörf

Hlín Baldvinsdóttir á að baki áralanga reynslu sem hótelstjóri, bæði heima og erlendis, m.a. varð hún fyrst til að gegna því starfi á Hótel Esju sem þá var enn í byggingu. Meira
17. nóvember 2002 | Sunnudagsblað | 2031 orð | 1 mynd

Þjóðhátíð eða þjáð hátíð?

Bókarkafli Síðasta sumar hélt rithöfundurinn Gerður Kristný til Vestmannaeyja til að vera viðstödd hina árlegu þjóðhátíð Eyjamanna. Hún hafði aldrei farið áður á þjóðhátíð, en út í Eyjar var hún komin til að fylgjast með hátíðarhöldunum og reyna að skilja út á hvað öll þessi skemmtun gengur. Hér er gripið niður í lýsingu á hinum árlega brekkusöng, hápunkti hátíðarinnar. Meira

Barnablað

17. nóvember 2002 | Barnablað | 45 orð | 2 myndir

Englabarn og grallari

Já, hann er óútreiknanlegur hann Stitch, en einsog sést á þessum svipmiklu myndum getur hann verið bæði blíður á manninn og frekar grimmilegur. Meira
17. nóvember 2002 | Barnablað | 141 orð | 2 myndir

Er Grotter skyld Potter?

...að nú hafa komið út rússneskar bækur um Tönja Grotter sem gengur í galdraskólann Tibidokhs, en hún og Harry eiga margt sameiginlegt. Þau eru munaðarlaus með ör í framan, eru bæði göldrótt og berjast við svo ógnvekjandi óvin að ekki má nefna nafn hans. Meira
17. nóvember 2002 | Barnablað | 65 orð | 1 mynd

Galdradrykkur

Ekkert getur verið meira ógnvekjandi en alvöru nornadrykkur á dimmu vetrarkvöldi. Það sem þú þarft 7 desilítra bláan vínberjasafa * 3½ desilítra sódavatn * græn vínber * 1 epli Það sem þú gerir: 1) Blandaður drykkina saman í könnu. Meira
17. nóvember 2002 | Barnablað | 101 orð | 1 mynd

Haustljóð

Nú er komið haust og laufin falla af trjánum. Þá erum við hraust en ekki gott að vera úti á tánum. Við byrjum þá í skólunum og lærum voða vel. Við bíðum eftir jólunum og úti frjósum í hel. Því á haustin verður kalt og við klæðum okkur vel. Meira
17. nóvember 2002 | Barnablað | 29 orð | 3 myndir

Hjálpaðu Ginny

Nú er Ginny, litla systir hans Rons, að byrja í Hogwarts-skólanum. Vonandi setur flokkunarhatturinn hana á Gryffindor-heimavistina svo hún geti verið með bræðrum sínum og Harry. Getur þú hjálpað... Meira
17. nóvember 2002 | Barnablað | 80 orð | 2 myndir

Hjálp! Ég er fiskur

Í dag kl. 14 verður þessi bráðskemmtilega og spennandi danska teiknimynd sýnd í Norræna húsinu. Hún var sýnd í bíó og þeir sem misstu af henni ættu að skella sér í Norræna húsið í dag. Meira
17. nóvember 2002 | Barnablað | 92 orð | 1 mynd

Leynileg skilaboð!

Nú geturðu sent vini þínum bréf sem hann heldur að ekkert standi í! En með galdraráðinu góða kemur í ljós að þú hefur sent honum leynileg skilaboð! Meira
17. nóvember 2002 | Barnablað | 631 orð | 2 myndir

Meiri spenna, hasar og húmor!

- segir Rupert Grint, sem leikur Ron, rauðhausinn skemmtilega og besta vin Harry Potter, um nýjustu mynd þeirra um leyniklefann. Meira
17. nóvember 2002 | Barnablað | 228 orð | 1 mynd

Ógeðsleg og skemmtileg

Arna Sif Guðmundsdóttir, 9 ára, og Döggvi Már Ármannsson, 12 ára, eru ótrúlega heppin. Þeim var nefnilega boðið á for-forsýningu á Harry Potter og leyniklefanum í Sambíóunum og fannst auðvitað mjög gaman. Arna Sif gengur í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Meira
17. nóvember 2002 | Barnablað | 207 orð | 2 myndir

Viltu komast í bíó?

- eða eignast flott Harry Potter-plakat? Taktu þá þátt í smákeppni. Miði á forsýningu Harry Potter og leyniklefinn verður forsýnd í Háskólabíói þriðjudaginn 19. nóvember kl. 19.00. Já eftir bara tvo daga, og þú átt möguleika á tveimur miðum! Meira

Ýmis aukablöð

17. nóvember 2002 | Kvikmyndablað | 724 orð | 1 mynd

Bolly og Holly - fjarskyldar frænkur

"Ekkert gengur jafnilla og velgengni" er eitt sannleikskornið enn sem fólk getur tileinkað sér með því einu að lesa þennan dálk. Meira
17. nóvember 2002 | Kvikmyndablað | 91 orð

Engin Kvikmyndahátíð í ár - framtíðarlausna leitað

STJÓRN Kvikmyndahátíðar í Reykjavík hefur tekið að sér að leita leiða til að tryggja rekstur hátíðarinnar til framtíðar og gera tillögur til menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar þar að lútandi. Meira
17. nóvember 2002 | Kvikmyndablað | 206 orð | 1 mynd

Karlmaður nýtur vinsælda sem kona

GAMANMYNDIN Juwanna Mann , sem væntanlega verður frumsýnd hér á landi í næsta mánuði, segir frá Jamal Jeffries, óhemju sjálfsánægðum körfuboltaspilara, sem er orðinn forríkur og frægur á því að spila í NBA-deildinni. Meira
17. nóvember 2002 | Kvikmyndablað | 810 orð

Milli akreina

Andlitsfall Samuels L. Jackson fellur vel að illskunni. Það eitthvað ógnvekjandi, siðlaust og hörkulegt við týpuna; hann getur drepið með breiðu brosinu, enda lék hann lengi vel einkum morðingja, dópsala og allra handa illþýði. Meira
17. nóvember 2002 | Kvikmyndablað | 2520 orð | 3 myndir

Nútímaskrímsli á norðurslóðum

Það vakti ekki litla athygli er fréttist að Hal Hartley, einn virtasti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna, hygðist gera mynd á Íslandi og að hún yrði framleidd af Friðriki Þór Friðrikssyni og Francis Ford Coppola. Myndin sú er nú loksins klár til sýninga og heitir No Such Thing. Skarphéðinn Guðmundsson hitti Hartley í sumar og ræddi við hann um skrímsli, Friðrik Þór, Francis Ford og Hofsós. Meira
17. nóvember 2002 | Kvikmyndablað | 87 orð | 1 mynd

Reynir á úthald Jackie Chan

FIMLEIKA- og slagsmálahetjan Jackie Chan hefur nú tekið höndum saman við sinn gamla Hong Kong-leikstjóra Stanley Tong um gerð nýrrar hasarmyndar sem nefnist Titanium Rain. Meira
17. nóvember 2002 | Kvikmyndablað | 45 orð | 1 mynd

Samuel L. Jackson

var róttækur baráttumaður fyrir réttindum blökkumanna á 7. áratugnum. Meira
17. nóvember 2002 | Kvikmyndablað | 133 orð | 1 mynd

Sandler er ekki minnisstæður

MINNISLEYSI virðist ætla að verða enn eitt tískufyrirbærið í hugmyndafátækt Hollywood í framhaldi af vinsældum Memento . Meira
17. nóvember 2002 | Kvikmyndablað | 489 orð | 1 mynd

Spennandi að búa við takmarkanir dogma ekki síður en frelsið

EITT þekktasta kvikmyndafyrirtæki Danmerkur, Nimbus Film, sem m.a. Meira
17. nóvember 2002 | Kvikmyndablað | 112 orð | 1 mynd

Torkennilegt draugaskip

Í MYNDINNI Ghost Ship eða Draugaskipið , sem frumsýnd verður um miðjan næsta mánuð, finnur hópur fólks farþegaskip sem týndist árið 1953. Skipið er á reki um Beringshafið og ákveður fólkið að eigna sér skipið. Meira
17. nóvember 2002 | Kvikmyndablað | 91 orð | 1 mynd

Töfrahringekjan mun snúast á tjaldinu

BRESKA teiknimyndin The Magic Roundabout er nú í framleiðslu en hún er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum, sem eiga uppruna sinn í Frakklandi en voru sérgerðir fyrir Bretland og nutu gífurlegra vinsælda hjá börnum en einnig fullorðnum sem þóttust greina... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.