Greinar miðvikudaginn 4. desember 2002

Forsíða

4. desember 2002 | Forsíða | 87 orð | 1 mynd

15 þúsund hafa drepist

FUGL þakinn olíu í höndum sjálfboðaliða á Larino-strönd á Norður-Spáni í gær. Sífellt meiri olíu rekur nú þar að landi en olíuskipið Prestige sökk 245 km úti fyrir ströndinni 19. nóvember. Meira
4. desember 2002 | Forsíða | 296 orð | 1 mynd

Fann jólasögu um Línu langsokk

ÁÐUR ókunn jólasaga um Línu langsokk eftir Astrid Lindgren er komin í leitirnar, tæpu ári eftir andlát hennar og 53 árum eftir að hún skrifaði hana. Meira
4. desember 2002 | Forsíða | 71 orð

Lína í jólaskapi

"Á hestinum sat Lína. Og á Línu var jólatré. Það stóð upp úr hárinu á henni. Tréð var alþakið logandi kertum og fánum og karamellum. Það leit út alveg eins og það hefði vaxið beint út úr höfðinu á henni. Kannski hafði það gert það, hver veit? Meira
4. desember 2002 | Forsíða | 235 orð

Notkun lyfja í gagnagrunna

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins (TR) verður falið að setja á fót tvo lyfjagagnagrunna fyrir 1. Meira
4. desember 2002 | Forsíða | 77 orð

Segir Íraka samvinnuþýða

ÍRAKAR hafa verið samvinnuþýðir síðan vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hófu störf í Írak í síðustu viku, sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, í gær. "Samstarfið hefur gengið vel," sagði Annan. "Þetta er þó aðeins byrjunin. Meira
4. desember 2002 | Forsíða | 97 orð | 1 mynd

Taðreykt kjöt í torfkofa

MIKINN ilm leggur þessa dagana frá reykhúsi Hákons Aðalsteinssonar, skógarbónda og hagyrðings í Húsum í Fljótsdal. Hákon hefur haft það fyrir sið að reykja jólahangikjötið fyrir vini og vandamenn í dalnum og lengra að komna. Meira
4. desember 2002 | Forsíða | 96 orð

Tyrkir bjóða aðstöðu

BANDARÍKJAMENN buðu í gær Tyrkjum mikla efnahagsaðstoð, en þarlend stjórnvöld höfðu fyrr um daginn boðist til að leyfa bandarískum flugvélum að nota herflugvelli í Tyrklandi, komi til stríðs við Írak. Meira
4. desember 2002 | Forsíða | 111 orð | 1 mynd

Viðkvæmar upplýsingar

"ÞAÐ er viðkvæmt mál að safnað sé upplýsingum um lyfjaneyslu," segir Páll Hreinsson, stjórnarformaður Persónuverndar, um frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lyfjalögum. Meira

Fréttir

4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 265 orð

76 starfsmönnum sagt upp hjá Íslandssíma og Tali

UM fjórðungi starfsmanna Íslandssíma og Tals var sagt upp störfum í gær, samtals 76 starfsmönnum. Þar af eru 45 starfsmenn Íslandssíma og 31 starfsmaður Tals. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. Meira
4. desember 2002 | Erlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Aðskilnaður athugaður

ÍRÖNSKU systurnar Ladan og Laleh Bijani, sem eru samvaxnar á höfði, komu fram á blaðamannafundi í Singapore í gær en þar eru læknar að kanna hvort unnt er að skilja þær að. Er mjög erfitt að gera slíka aðgerð á fullorðnu fólki en þær eru 28 ára gamlar. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 1073 orð | 2 myndir

Aldrei komið til tals að setja farþegavélar í hættu

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra ítrekaði í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær að það hefði aldrei komið til tals að setja íslenskar farþegaflugvélar í hættu kæmi til aðgerða á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Steingrímur J. Meira
4. desember 2002 | Erlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Allsherjarverkfall í Venesúela

HERMAÐUR selur fisk á útimarkaði sem stuðningsmenn Hugo Chavez, forseta Venesúela, settu upp til bráðabirgða í miðborg Caracas á mánudag vegna allsherjarverkfalls sem andstæðingar hans stóðu fyrir. Ákveðið var að halda verkfallinu áfram í gær. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 152 orð

Áhyggjur vegna rekstrarvanda Sementsverksmiðjunnar

FUNDUR í stjórn stóriðjudeildar Verkalýðsfélags Akraness, haldinn 26. nóv. 2002, lýsir yfir þungum áhyggjum af rekstrarvanda Sementsverksmiðjunnar. Sementsverksmiðjan hefur í áratugi gegnt mikilvægu hlutverki í atvinnulífi Akraness. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 29 orð

(á morgun)

Félag ungra framsóknarmanna í Hafnarfirði heldur opinn fund um landbúnaðarmál fimmtudaginn 5 desember kl. 20 í framsóknarheimilinu Dalshrauni 5 í Hafnarfirði. Gestur fundarsins er Sveinbjörn Eyjólfsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráherra. Allir... Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 316 orð

(á morgun)

AFS á Íslandi býður alla velkomna á opið hús á morgun, fimmtudaginn 5. desember kl. 16-19 sem er haldið í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliða. Veitingar eru í boði og erlendir skiptinemar sjá um tónlistaratriði. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 214 orð

(á næstunni)

Betri tímastjórnun Þekkingarmiðlun ehf. stendur fyrir námskeiði í tímastjórnun miðvikudaginn 11. desember kl. 8.30-13 í Ásbyrgi á Hótel Íslandi. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra að stjórna tíma sínum og sjálfum sér betur. Meira
4. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Árlegt bikarmót Skákfélags Akureyrar hefst annaðkvöld,...

Árlegt bikarmót Skákfélags Akureyrar hefst annaðkvöld, fimmtudagskvöldið 5. desember kl. 20. Tefldar verða atskákir og falla menn úr leik eftir að hafa tapað þrisvar. Mótinu verður framhaldið á sunnudag. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Bauð bandarísku fjölmiðlafólki á James Bond

SKRIFSTOFA Ferðamálaráðs í New York í Bandaríkjunum og Iceland Naturally leigðu kvikmyndahús og buðu bandarísku fjölmiðlafólki á nýjustu James Bond-myndina í gærkvöldi. Boðsgestirnir brugðust vel við og var gert ráð fyrir að þeir myndu fylla húsið. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 121 orð

BBC flytur Laxness

GENGIÐ hefur verið frá samningi á milli Réttindastofu Eddu - útgáfu og breska ríkisútvarpsins BBC um flutning á leikgerð á Brekkukotsannál eftir Halldór Laxness. Meira
4. desember 2002 | Miðopna | 1083 orð | 4 myndir

Borgin á leið í sitt gamla horf

Nýir aðilar hafa tekið við rekstri veitingasala Hótel Borgar og stefna að því að færa þá í upprunalegt horf. Þá eru uppi hugmyndir um að tvöfalda gistirými hótelsins og jafnvel byggja bílageymslu neðanjarðar. Kristján Geir Pétursson kynnti sér breytingarnar sem fyrirhugaðar eru á hótelinu. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 232 orð

Bótaþegar beðnir um upplýsingar um tekjur maka

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins sendi rúmlega 39 þúsund bótaþegum TR bréf í síðustu viku þar sem fram kemur að makar bótaþega séu skyldugir til að veita upplýsingar um tekjur sínar. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Brýnt að bæta aðstöðu nýrnadeildar LSH

MIKIÐ álag er nú á blóðskilunardeild nýrnadeildar Landspítala við Hringbraut þar sem sjúklingar fá meðferð í gervinýra. Alls fá þar 40 sjúklingar meðferð í 10 nýrnavélum og þurfa þeir að koma þrisvar í viku. Meira
4. desember 2002 | Erlendar fréttir | 331 orð

Danir hafna beiðni Rússa um að framselja Zakajev

DÓMSTÓLL í Danmörku hafnaði í gær beiðni Rússa um að Akhmed Zakajev, sendimaður forseta Tétsníu, yrði framseldur til Rússlands vegna ásakana um að hann væri viðriðinn hryðjuverk. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Doktorsnemar í lyfjafræði hljóta viðurkenningu

VERÐLAUNASJÓÐUR Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar lyfsala veitir nú í fyrsta skipti viðurkenningu fyrir rannsóknir á sviði lyfjafræði. Meira
4. desember 2002 | Miðopna | 407 orð

Eitt og hálft ár í byggingu

Í ÆVISÖGU Jóhannesar Jósefssonar, Jóhannes á Borg, sem skráð er af Stefáni Jónssyni er vikið að byggingu Hótel Borgar í lokakafla bókarinnar. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 335 orð

Ekki allir sem geta nýtt fríið

GUÐRÚN Sævarsdóttir, móðir tveggja barna sem eru á leikskólum Reykjavíkur, segir að óánægja sé meðal foreldra í Reykjavík með fyrirhugaða lokun skólanna í sumar. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 203 orð

Ekki ástæða til að flytja Blindrabókasafnið

STJÓRN Blindrabókasafns Íslands telur ekki ástæðu til að leggja út í kostnað við að flytja safnið úr hentugu húsnæði við Digranesveg yfir í húsnæði Blindrafélagsins við Hamrahlíð 17, eins og Gísli Helgason formaður Blindrafélagsins stakk upp á viðtali... Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 343 orð

Engum lofað endurráðningu

ÖLLUM starfsmönnum Kvikmyndasjóðs Íslands, að forstöðumanninum undanskildum, hefur verið sagt upp störfum, en um áramótin verður stofnunin lögð niður og tvær settar á fót í hennar stað, Kvikmyndamiðstöð Íslands og Kvikmyndasafn Íslands. Meira
4. desember 2002 | Erlendar fréttir | 230 orð

ESB setur 66 skip á svartan lista

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins birti í gær lista yfir 66 skip, sem það vill ekki sjá í sinni lögsögu. Þessi svarti listi kemur í kjölfar mengunarslyss undan ströndum Spánar sem varð þegar gamalt olíuskip sökk í hafið 19. nóvember sl. Meira
4. desember 2002 | Suðurnes | 85 orð

Fjórir höfundar lesa á bókakonfekti

FJÓRIR rithöfundar lesa upp og kynna nýjustu verk sín á bókakonfekti sem haldið verður í Bókasafni Reykjanesbæjar næstkomandi laugardag klukkan 16. Meira
4. desember 2002 | Suðurnes | 108 orð | 1 mynd

Fjölmenni í listasmiðjunni

MIKIÐ var um að vera í listasmiðjunni Nýrri vídd í Sandgerði um helgina. Á sunnudag var íbúum bæjarins gefinn kostur á að koma í heimsókn og vinna að ýmiss konar föndri undir leiðsögn kennara. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Fleiri karlar en konur stunda nám erlendis

TÖLUVERT fleiri íslenskir karlar en konur stunda nám í öðrum löndum. Þessu er hins vegar öfugt farið á öðrum Norðurlöndum þar sem konur eru alls staðar fleiri en karlar í hópi námsmanna sem lögðu stund á nám utan heimalands síns skólaárið 2000/2001, skv. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 762 orð | 1 mynd

Forsenda fyrir bættri kennslu

Kristín Indriðadóttir er framkvæmdastjóri Menntasmiðju Kennaraháskóla Íslands. Hún er fædd á Blönduósi 14. nóvember 1947. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 260 orð

Framlag ríkis aukið um 800 milljónir

NÝTT samkomulag um breytingar á fjármálalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga verður undirritað fyrir hádegi í dag. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Frjósamir Símastarfsmenn

ÞAÐ varð vart þverfótað fyrir ungbörnum í húsakynnum Símans við Ármúla í gær þegar starfsmönnum fyrirtækisins, sem eignast hafa börn á árinu, var boðið með afkvæmi sín til kaffisamsætis. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 358 orð

Fylgi Samfylkingar mælist 32%

SAMFYLKINGIN mælist með 32% fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup og hefur flokkurinn aldrei mælst með jafn mikið fylgi í Gallup-könnun frá alþingiskosningum1999. Í könnun Gallup í október var flokkurinn með 27% fylgi. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 122 orð

Fyrsta áfanga lýkur eftir rúmt ár

UNDIRBÚNINGUR vegna uppbyggingar á nýju íbúðarhverfi í Skuggahverfinu gengur vel og er ráðgert að afhenda fyrstu íbúðirnar í apríl 2004. Hverfið markast af Skúlagötu, Frakkastíg, Lindargötu og Völundarlóð við Klapparstíg. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 118 orð

Gert ráð fyrir 550 milljóna afgangi

FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjarsjóðs Hafnarfjarðar fyrir árið 2003 gerir ráð fyrir 550 milljóna tekjuafgangi fyrir fjármagnsliði en áætlunin var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Meira
4. desember 2002 | Landsbyggðin | 308 orð | 1 mynd

Góður árangur af verkefninu Fegurri sveitir

"VELFERÐ í íslenskum landbúnaði grundvallast á ásýnd hans og ímynd," sagði Guðmundur Björgvin Helgason, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, meðal annars er hann setti ráðstefnuna "Fegurri sveitir" þar sem gerð var meðal annars... Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Hagkaup gefa fatnað fyrir 10 milljónir

HAGKAUP hafa í samvinnu við Rauða krossinn gefið fatnað að verðmæti rúmar 10 milljónir króna til flóttamannabúða í Tansaníu, eftir hjálparbeiðni sem RKÍ barst frá landinu. Samskip sjá um flutning á fatnaðinum, aðilum að kostnaðarlausu. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 119 orð

Heilsumiðstöð opnuð

OPNUÐ hefur verið heilsumiðstöðin Hómópatar og heilsulausnir í Ármúla 17, 2. hæð. "Í heilsumiðstöðinni starfar fagmenntað fólk sem býður upp á heildræna valkosti í heilsuvernd. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 169 orð

Heimilt að gera fjárnám hjá Skífunni

SAMKEPPNISSTOFNUN er heimilt að gera fjárnám hjá Skífunni hf. fyrir stjórnvaldssekt og innheimtukostnaði að upphæð 12,5 milljónir króna, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Meira
4. desember 2002 | Erlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Heimssýningin 2010 verður í Shanghai

ÍBÚAR kínversku borgarinnar Shanghai fagna þeirri ákvörðun heimssýningaráðsins í Mónakó að heimssýningin árið 2010 yrði haldin í Shanghai. Varð þetta niðurstaðan í atkvæðagreiðslu sem haldin var á ársþingi ráðsins í gær. Meira
4. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 426 orð | 3 myndir

Hluti af félagsstarfinu að syngja saman

Í FRIÐI og ró, út á sjó, út á sjó, út á sjó, syngja strákarnir í hljómsveitinni Roðlaust og beinlaust sem er skipuð mönnum úr áhöfn Kleifabergsins frá Ólafsfirði. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 84 orð

Hótel við Aðalstræti á áætlun

GERT er ráð fyrir að hótel við Aðalstræti 16 í Reykjavík verði opnað í mars árið 2005 en stefnt er að því að hefja framkvæmdir næsta haust. Jónas Þ. Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Stoða hf. Meira
4. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Hverfisnefnd stofnuð í Giljahverfi

HVERFISNEFND verður stofnuð í Giljahverfi annað kvöld, fimmtudagskvöldið 5. desember, á fundi í Giljaskóla en hann hefst kl. 20. Hverfið afmarkast af Borgarbraut að norðan og Hlíðarbraut að austan. Meira
4. desember 2002 | Erlendar fréttir | 211 orð

Iðnsagan varðveitt í borkjörnum

MIKLAR upplýsingar um iðnsögu Bandaríkjanna er að finna í Grænlandsísnum. Koma þær fram í borkjörnum, sem teknir voru fyrir þremur árum, en blýmagnið í þeim fylgir mjög nákvæmlega umsvifunum í bandarískum iðnaði frá árinu 1750. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 139 orð

(í dag)

Sérstaða íslenska skólakerfisins í ljósi PISA-rannsóknarinnar. Júlíus K. Björnsson, forstöðumaður Námsmatsstofnunar, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ í dag miðvikudaginn 4. desember kl. 16.15. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 35 orð

Í dag S igmund 8 U...

Í dag S igmund 8 U mræðan 30/32 V iðskipti 14/15 M inningar 33/36 E rlent 16/18 S taksteinar 38 H öfuðborgin 19 M yndasögur 40 A kureyri 20 B réf 40/41 S uðurnes 21 D agbók 42/43 L andið 22 F ólk 44/49 L istir 23/25 B íó 46/49 F orystugreinar 26 L... Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Írafár á söluhæstu plötuna

ALLT sem ég sé, plata hljómsveitarinnar Írafárs, er söluhæsta geislaplatan aðra vikuna í röð, samkvæmt nýjasta Tónlistanum. Hann er unninn vikulega í samstarfi við helstu sölustaði geislaplatna í landinu. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 184 orð

Ísland í 14. sæti á lista yfir bestu skólakerfi iðnríkja

ÍSLAND lendir í 14 sæti samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegrar könnunar á skólakerfum og námskunnáttu 14 og 15 ára unglinga í iðnríkjum heims, sem gerð var af rannsóknamiðstöð Unicef, barnahjálpar SÞ þjóðanna. Skv. Meira
4. desember 2002 | Erlendar fréttir | 252 orð

Ísraelsher eyðilagði matvælabirgðir WFP

MATVÆLAHJÁLP Sameinuðu þjóðanna, WFP, sagði í gær að Ísraelsher hefði sprengt vöruhús á Gaza-svæðinu í loft upp um helgina og eyðilagt hundruð tonna af matvælum sem ætluð voru bágstöddum Palestínumönnum. Meira
4. desember 2002 | Landsbyggðin | 400 orð | 1 mynd

Kardemommubærinn á árshátíð í Aðaldal

MIKIÐ var um dýrðir í Ýdölum á árshátíð Hafralækjarskóla í Aðaldal þegar nemendur 9.-10. bekkjar léku valin atriði út Kardemommubænum eftir Thorbjörn Egner, en hefð er fyrir því við skólann að nemendur sýni leikrit við þetta tækifæri. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Kominn aftur í fremstu röð

JÓN Arnar Magnússon, Íslandsmethafi í tugþraut úr Breiðabliki, er fjórði besti tugþrautarmaður heims á þessu ári samkvæmt árlegum styrkleikalista hins virta frjálsíþróttatímarits Track & Field News , en listinn var birtur í desemberhefti blaðsins nú um... Meira
4. desember 2002 | Suðurnes | 39 orð

Landfestar voru að slitna

BJÖRGUNARSVEITIN Suðurnes var kölluð út í rokinu sem var í fyrrinótt og gærmorgun, vegna þess að bátar voru byrjaðir að losna frá bryggju í Keflavík. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu við að tryggja betur landfestar bátanna. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 57 orð

LEIÐRÉTT

Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn Oddfríðar Steindórsdóttur leikskólastjóra í Hafnarfirði í Morgunblaðinu í gær, en hún skipar 15. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Meira
4. desember 2002 | Miðopna | 580 orð | 2 myndir

Leifar mannvirkja frá fyrstu tíð biskupsstólsins

"MEST kom á óvart að finna strax á fyrsta uppgraftarárinu leifar mannvirkja frá fyrstu tíð biskupsstólsins á Hólum, sem var settur á fót 1106," segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur um Hólarannsóknina í sumar, einhverja umfangsmestu... Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð

Leikið á sjórekið píanó

UNGIR höfundar verða í sviðsljósinu á sérstöku ungskáldakvöldi í Iðnó í kvöld þar sem hin nýja rithöfundakynslóð Íslendinga kemur fram og les úr verkum sínum. Meira
4. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Ljóðakvöldi sem auglýst hafði verið í...

Ljóðakvöldi sem auglýst hafði verið í Húsi skáldsins á Sigurhæðum í kvöld, miðvikudaginn 4. desember, hefur verið frestað um viku og verður miðvikudagskvöldið 11. desember. Það verður þá jafnframt hið næstsíðasta, en með jólaljóðakvöldi 18. Meira
4. desember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 654 orð | 1 mynd

Lóðum í öðrum hluta norðursvæðis Vatnsenda úthlutað

SKRIFLEGAR reglur fyrir lóðaúthlutanir í Kópavogsbæ voru samþykktar á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Meira
4. desember 2002 | Erlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Lögðu á ráðin um hryðjuverk í Sydney

HRYÐJUVERKASAMTÖKIN Jemaah Islamiah höfðu á prjónunum hryðjuverkaárás á Ólympíuleikunum í Sydney 2000 en hættu við. Dagblað í Singapore hélt þessu fram í gær en vildi ekki láta heimildarmanna sinna getið. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 53 orð

Mannslát rannsakað

LÖGREGLAN í Keflavík rannsakar nú mannslát í umdæmi lögreglunnar. Fékkst þetta staðfest í gærkvöld, en lögreglan í Keflavík varðist að öðru leyti frétta af málinu. Meira
4. desember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 183 orð | 1 mynd

Mesti hvellurinn kom undir morgun

JÓLATRÉ, bárujárnsplötur, vinnupallar, fánastangir og útihús á Kjalarnesi var meðal þess sem lét undan í austanstormi sem gekk yfir Suðvesturland snemma í gærmorgun. Meira
4. desember 2002 | Erlendar fréttir | 280 orð

Mossad vissi að búast mætti við árásum í Afríku

ÍSRAELSKA leyniþjónustan var í gær gagnrýnd eftir að í ljós kom að henni höfðu borist ábendingar um að al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin væru að undirbúa hryðjuverk í borginni Mombasa í Kenýa nokkrum dögum áður en illvirkjarnir létu til skarar skríða. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Múrbrjótar Þroskahjálpar afhentir

FJÓRIR hlutu í gær Múrbrjótinn, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar sem veitt er þeim sem þykja hafa "skarað fram úr í að ryðja fötluðum nýjar brautir í jafnréttisátt", að því er segir í tilkynningu frá samtökunum. Meira
4. desember 2002 | Landsbyggðin | 252 orð | 1 mynd

Mörg handtök og mikill stuðningur

SÍÐASTLIÐINN sunnudag hélt Kvenfélag Eyrarbakka sinn árlega basar og var aðsóknin mikil að venju. Þetta kvenfélag er með þeim elstu á landinu, stofnað 1888 og því að störfum á þriðju öldinni. Meira
4. desember 2002 | Landsbyggðin | 234 orð | 1 mynd

Nýtt sambýli fatlaðra tekið í notkun

HINN 20. nóvember var formlega tekið í notkun nýtt og endurbyggt sambýli fyrir fatlaða á Hvammstanga. Er það samstarfsverkefni Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra og Húnaþings vestra. Með samningi frá 2. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 153 orð

Óheppilegt að birta dómana opinberlega

YFIRMENN hjá lögreglunni telja óheppilegt að dómar Hæstaréttar vegna símhlerana í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli skyldu birtast opinberlega. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 773 orð

Persónugreinanlegum lyfjagagnagrunni komið á fót

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins (TR) verður falið að setja á fót tvo lyfjagagnagrunna til sameiginlegra nota fyrir TR, landlækni og Lyfjastofnun, samkvæmt frumvarpi sem Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra lagði fram á Alþingi í gær til breytinga á lyfjalögum. Meira
4. desember 2002 | Erlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

"Ákveðin sveigja" í samningsumboði ESB

FULLTRÚAR Evrópusambandslandanna fimmtán urðu loks í fyrrakvöld sammála um orðalag samningsumboðs fyrir viðræður við Ísland og hin EFTA-ríkin í EES, Noreg og Liechtenstein, um aðlögun EES-samningsins að stækkun ESB til austurs, sem kemur til framkvæmda... Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 206 orð

Sala á rjúpum verði bönnuð

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til laga sem miðast að því að taka upp tímabundið bann við sölu á rjúpum og rjúpnaafurðum. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 214 orð

Sameining félaga innan Samiðnar felld í kosningum

TILLAGA formanna sex stéttarfélaga innan Samiðnar um sameiningu félaganna var felld í kosningum sem fram fóru meðal félagsmanna. Meira
4. desember 2002 | Erlendar fréttir | 275 orð

Sjálfstæðismálin efst á baugi

GRÆNLENDINGAR kusu sér nýtt landsþing í gær og voru kosningarnar taldar þær mikilvægustu frá því þeir fengu heimastjórn 1979. Snerust þær fyrst og fremst um aukið sjálfstæði. Allir flokkarnir vilja aukið sjálfstæði en áherslurnar eru nokkuð mismunandi. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Sjö tonn af skjölum afhent Borgarskjalasafni

SKJÖL er spanna sögu Hitaveitunnar, Vatnsveitunnar og Rafmagnsveitunnar sem sameinaðar voru í Orkuveitu Reykjavíkur, OR, hafa verið afhent Borgarskjalasafni formlega. Tilefnið er yfirstandandi flutningur OR í nýtt húsnæði á Réttarhálsi. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð

Skipað í sparnaðarnefnd

BORGARRÁÐ samþykkti í gær, með fjórum samhljóða atkvæðum meirihlutans, að tilnefna borgarfulltrúana Árna Þór Sigurðsson og Stefán Jón Hafstein og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í nefnd um hvernig draga megi úr útgjöldum borgarinnar og ná... Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 112 orð

Skuldir heimilanna hækka um 0,3%

HAGDEILD Alþýðusambandsins Íslands, ASÍ, hefur reiknað út að vegna hækkana á áfengi og tóbaki muni skuldir heimilanna hækka um 0,3% og greiðslubyrðin aukast að jafnaði um 0,3% á ári að öðru óbreyttu. Meira
4. desember 2002 | Erlendar fréttir | 115 orð

Starfsfólkinu fækkað um helming á þrettán árum

RÁÐGERT er að fækka starfsmönnum norska dagblaðsins Aftenposten um hundrað á næstu þremur árum. Starfsmenn blaðsins verða þá helmingi færri en árið 1992. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 168 orð

Stytting hringvegar gæti sparað vegfarendum milljónir

HÆGT væri að stytta hringveginn milli Reykjavíkur og Akureyrar um samtals 19 km, eða úr 388 km í 369 km, með því að leggja hann sunnan Blönduóss og sunnan Varmahlíðar. Kostnaður við þá vegagerð er áætlaður um 1. Meira
4. desember 2002 | Suðurnes | 241 orð | 1 mynd

Taka þátt í hvatningarátakinu Hættum að reykja

REYKJANESBÆR tekur þátt í hvatningarátakinu Hættum að reykja sem Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaður stendur fyrir í samstarfi við ýmsa aðila. Samningur þess efnis var undirritaður af Árna Sigfússyni bæjarstjóra og Jóhanni G. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 218 orð | 2 myndir

Tveir nýir björgunarbátar og slökkviliðsbíll í gagnið

SLÖKKVILIÐI höfuðborgarsvæðisins voru í gær afhentir tveir nýir björgunarbátar og nýr slökkviliðsbíll. Verða tækin í stöð liðsins á Reykjavíkurflugvelli og er með búnaðinum verið að efla slökkvi- og björgunarbúnað vallarins. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 155 orð

Úrskurður um miðjan mánuðinn

VÆNTA má úrskurðar Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra og setts umhverfisráðherra, um Norðlingaölduveitu, um eða upp úr miðjum mánuðinum, að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu. Meira
4. desember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 145 orð

Úr úthlutunarreglunum

* Ekki skal mismuna umsækjendum eftir búsetu. * Einstaklingar, sem sækja um byggingarrétt, skulu leggja fram skriflega staðfestingu um greiðsluhæfi og mögulega lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 173 orð

Úttekt á byggingarkostnaði höfuðstöðva OR

SAMÞYKKT var á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær að beina því til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að hún láti gera úttekt á byggingarkostnaði nýrra höfuðstöðva fyrirtækisins og skili skýrslu um málið til borgarráðs; "... verði m.a. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð

Vegrið lengd við Hólmsá

VEGAGERÐIN hefur ákveðið að lengja vegrið beggja vegna brúarinnar yfir Hólmsá á Suðurlandsvegi í kjölfar þess að bifreið valt út af brúnni í síðustu viku. Framkvæmdir hefjast væntanlega á næstu vikum. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Vestfirðir á listsýningu í Bandaríkjunum

OPNUÐ hefur verið sýning í bókasafni Bandaríkjaþings í Washington á landslagsmyndum sem teknar hafa verið af ýmsum stöðum á jörðunni með gervitunglinu Landsat7. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 911 orð | 2 myndir

Viðamikil þýðing á hugbúnaði senn tilbúin

ÍSLENSK útgáfa af Oracle viðskiptahugbúnaðinum verður tilbúin í janúar en undirbúningur verksins hófst í febrúar. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 82 orð

Vilja desembergreiðslu

EFTIRFARANDI tillaga var samþykkt samhljóða á stjórnarfundi í Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði: "Fundur haldinn í stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar, fimmtudaginn 28. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 153 orð | 6 myndir

Yfirlit

LYFJANOTKUN Í GRUNNA Tryggingastofnun ríkisins fær það hlutverk að koma á fót tveimur lyfjagagnagrunnum, skv. frumvarpi heilbrigðisráðherra. Verður annar grunnurinn persónugreinanlegur. Markmiðið er m.a. að koma í veg fyrir misnotkun ávana- og... Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

ÞINGFUNDUR hefst kl.

ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum atkvæðagreiðslum verða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Endurreisn Þingvalla- urriðans. 2. Endurskoðun viðskipta banns á Írak. 3. Hjúkrunardeild fyrir aldraða í Árborg. 4. Öldrunarstofnanir. 5. Eyrnasuð. 6. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Þrír Pólverjar í haldi grunaðir um innbrot

HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands úrskurðaði í gær þrjá Pólverja í gæsluvarðhald til 12. desember. Þeir eru grunaðir um innbrot í þjónustumiðstöðina Vegamót á Snæfellsnesi á sunnudagskvöld. Meira
4. desember 2002 | Erlendar fréttir | 950 orð | 1 mynd

Þurfum ekki lengur að tryggja öll landamæri

Forsætisráðherra Rúmeníu, Adrian Nastase, segir í samtali við Kristján Jónsson að þótt dýrt sé fyrir þjóðina að laga sig að kröfum NATO og ESB sé það óhjákvæmilegt. Meira
4. desember 2002 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Þýðingarmikið skref í samskiptum við Asíu

FORMLEGAR viðræður um loftferðasamninga milli Íslands annars vegar og Singapúr, Hong Kong og Macau hins vegar, hefjast eftir áramót, að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar, sendiherra og fyrrverandi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins. Meira
4. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 221 orð

Öllum tilboðum hafnað

ÞRJÚ tilboð bárust í húseignina Þórsstíg 4, sem er í eigu Akureyrarbæjar og Byggðastofnunar, og hafnaði stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar þeim öllum fyrir sitt leyti á síðasta fundi sínum. Um er að ræða 3. Meira

Ritstjórnargreinar

4. desember 2002 | Staksteinar | 249 orð | 2 myndir

Aðlögun og hagræðing

ENN um sinn er hætt við því, að atvinnulífið muni öðru fremur leggja áherzlu á hagræðingu og samhliða því fækkun starfa. Þetta segir Viðskiptablaðið. Meira
4. desember 2002 | Leiðarar | 424 orð

Lokanir leikskóla

Ákvörðun Leikskóla Reykjavíkur um að loka öllum leikskólum í Reykjavík í einn mánuð næsta sumar hefur vakið misjöfn viðbrögð. Meira
4. desember 2002 | Leiðarar | 479 orð

Útgáfa Hins íslenzka fornritafélags

Hið íslenzka fornritafélag hefur gefið út annað bindi Biskupa sagna af fimm fyrirhuguðum en í því eru sögur af Skálholtsbiskupum frá upphafi og fram að dauða Páls Jónssonar biskups árið 1211. Meira

Menning

4. desember 2002 | Menningarlíf | 424 orð

Að magna seið

Agnar Már Magnússon og Ástvaldur Traustason léku saman á tvo flygla auk málmskála. Sunnudagskvöldið 24.11. 2002. Meira
4. desember 2002 | Fólk í fréttum | 870 orð | 2 myndir

Allt sem ég heyri

Allt sem ég sé, fyrsta plata Írafárs. Lög eftir Vigni Snæ Vigfússon, textar eftir Birgittu Haukdal. Einnig eiga Vignir og Ólafur Fannar Vigfússon í textagerð. Meira
4. desember 2002 | Fólk í fréttum | 270 orð | 2 myndir

Austrænir og afrískir víkingar

ÁÞREIFANLEG sönnun þess að fjölmenningarlegt samfélag blómstrar á Íslandi fæst í sameiginlegri sýningu á afrískum dönsum og magadansi í Austurbæ um helgina. Meira
4. desember 2002 | Menningarlíf | 155 orð | 1 mynd

Brekkukotsannáll á BBC

RÉTTINDASTOFA Eddu - útgáfu hefur gengið frá samningi við breska ríkisútvarpið BBC um flutning á leikgerð á Brekkukotsannál eftir Halldór Laxness. Verkið verður flutt á rás 4 í þætti sem nefnist Classic Serial, sem skv. Meira
4. desember 2002 | Menningarlíf | 155 orð | 1 mynd

EGG-leikhúsið æfir Dýrlingagengið

EGG-leikhúsið hefur tekið til æfinga leikritið Dýrlingagengið (Bash!) eftir Neil LaBute og verður það frumsýnt um áramótin í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Í leikritinu koma fram persónur sem eiga sér skelfileg leyndarmál. Meira
4. desember 2002 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Einsöngur

Ég elska þig nefnist ný geislaplata með söng Öldu Ingibergsdóttur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar . Þar eru m.a. lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson sem ekki hafa komið út áður. Meira
4. desember 2002 | Fólk í fréttum | 143 orð | 1 mynd

Evil Mind sigraði

RÍMNAFLÆÐI félagsmiðstöðvarinnar Miðbergs fór fram síðastliðið föstudagskvöld. Með sigur fór Evil Mind (Helgi Sæmundur Guðmundsson) frá Sauðárkróki og flutti hann lagið "Ertu harður?". Meira
4. desember 2002 | Fólk í fréttum | 71 orð | 1 mynd

Fígaró farinn í frí

SÝNINGUM á hinni vinsælu óperu, Rakaranum í Sevilla , lauk um helgina með sérstökum hátíðarsýningum, ætluðum félagsmönnum í Vinafélagi Íslensku óperunnar. Meira
4. desember 2002 | Fólk í fréttum | 55 orð

GAUKUR Á STÖNG: Hljómsveitirnar Múngús og...

GAUKUR Á STÖNG: Hljómsveitirnar Múngús og Albert miðvikudagskvöld kl. 21. SPORTKAFFI: Míkrófónkvöld. Orðið laust fyrir reynda sem óreynda uppistandara. Haldið í samvinnu við Radio X. Gestgjafi kvöldsins verður Sigurjón Kjartansson. Meira
4. desember 2002 | Menningarlíf | 88 orð

Gospelsystur syngja

GOSPELSYSTUR Reykjavíkur verða með þrenna tónleika fyrir þessi jól undir heitinu Jólastjarnan. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld, miðvikudagskvöld, í Víðistaðakirkju, aðrir tónleikar annað kvöld og loks nk. sunnudagskvöld í Langholtskirkju. Meira
4. desember 2002 | Fólk í fréttum | 675 orð | 1 mynd

Grámanns dagrenning

Eftir áratugs streð sló David Gray í gegn fyrir tveimur árum með plötunni margrómuðu White Ladder. Skarphéðinn Guðmundsson kynnti sér nýju plötuna, A New Day at Midnight, og hvað Gray hefur um plötuna að segja. Meira
4. desember 2002 | Myndlist | 674 orð | 1 mynd

Heimurinn okkar

Til 8. desember. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Meira
4. desember 2002 | Tónlist | 409 orð | 1 mynd

Hinn tæri þjóðartónn

Tónlist eftir Jórunni Viðar. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó, Lovísa Fjeldsted selló, Martial Nardeau flauta, Ármann Helgason klarínett, Skólakór Kársness u. stj. Þórunnar Björnsdóttur og Dómkórinn u. stj. Marteins H. Friðrikssonar. Gestaflytjendur: Kór Menntaskólans í Reykjavík u. stj. Marteins H. Friðrikssonar. Sunnudaginn 1. desember kl. 16. Meira
4. desember 2002 | Fólk í fréttum | 108 orð | 1 mynd

Inngangur að jólum

ÞAÐ VERÐUR ekki annað sagt en einvala lið listamanna komi að þessari veglegu nýju jólaplötu sem kom í búðir í vikunni sem leið. Meira
4. desember 2002 | Fólk í fréttum | 91 orð | 1 mynd

Jólafár!

VERÐA jólin 2002 í minnum höfð sem jólin þegar Írafár gerði allt vitlaust og læddi sér í annan hvern jólapakka? Í það minnsta virðist allt útlit fyrir það nú. Meira
4. desember 2002 | Fólk í fréttum | 97 orð | 3 myndir

Jólagleði með Jóhönnu

SÖNGKONAN unga, Jóhanna Guðrún, hélt tvenna tónleika til styrktar langveikum börnum á sunnudaginn, fyrsta sunnudag í aðventu. Þetta er sannarlega í anda jólanna enda er hún nýbúin að gefa út jólaplötu. Meira
4. desember 2002 | Leiklist | 417 orð

Lúðrasveit án hljóðfæra

Samið af leikstjóra og leikhópi. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Leikarar: Jónas Gylfason, Einar Þ. Samúelsson, Magnús Guðmundsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Guðmann Þ. Bjargmundsson, Sara Valný Sigurjónsdóttir, Kjartan Hearn, Ástþór Ágústsson, Helgi R. Þórisson. Leikmynd: Þórunn Eva Hallsdóttir, Þórey Björk Halldórsdóttir, Finnbogi Erlendsson. Lýsing: Skúli Rúnar Hilmarsson. Meira
4. desember 2002 | Menningarlíf | 37 orð | 1 mynd

Málverkasýning í Hjallabrekku

NÚ stendur yfir í húsakynnum Snyrtiskólans No Name og Hjala heildverslunar í Hjallabrekku 1 í Kópavogi málverkasýning Þorsteins Helgasonar. Þetta er fjórða einkasýning Þorsteins en hann hefur auk þess tekið þátt í samsýningum. Sýningin stendur til 15. Meira
4. desember 2002 | Menningarlíf | 73 orð

Miðasala hafin á Jólasöngva

MIÐASALA er hafin á Jólasöngva Kórs Langholtskirkju. Þetta eru tuttugustu og fjórðu jólasöngvar kórsins og verða haldnir föstudaginn 20. desember kl. 23, laugardaginn 21. desember kl. 23 og sunnudaginn 22. desember kl. 20. Meira
4. desember 2002 | Fólk í fréttum | 179 orð | 2 myndir

Náttúruleg efni í fyrirrúmi

TVEIR íslenskir hönnuðir héldu tískusýningu í Hafnarborg, Menningar og listastofnun Hafnarfjarðar, á dögunum. Meira
4. desember 2002 | Fólk í fréttum | 181 orð | 1 mynd

Oasis hefur aflýst tónleikaferðalagi um Þýskaland...

Oasis hefur aflýst tónleikaferðalagi um Þýskaland svo söngvarinn Liam Gallagher geti gengist undir aðgerð en hann missti tvær tennur í slagsmálum við ítalska ferðamenn á næturklúbbi á sunnudagskvöld. Meira
4. desember 2002 | Fólk í fréttum | 82 orð | 1 mynd

Paradísarplata

KK hefur notið mikilla vinsælda meðal landsmanna allt síðan hann sneri heim úr víkingi og hóf að gefa út plötur fyrir rúmum áratug. Meira
4. desember 2002 | Menningarlíf | 399 orð | 1 mynd

"Málverkið" eina og dauða

Eftir Halldór Björn Runólfsson Meira
4. desember 2002 | Fólk í fréttum | 268 orð | 2 myndir

Rokkað gegn fátækt

AMURT, alþjóðlegt góðgerðarfélag, og Skólafélag Menntaskólans við Sund standa að styrktartónleikum í íþróttahúsi MS í kvöld. Tónleikarnir eru til styrktar fátækum og eru haldnir í samvinnu við Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Meira
4. desember 2002 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

Steldu þessari plötu!

ENN halda einir athyglisverðustu rokkarar samtímans, System of A Down, áfram að ögra og ekki er við öðru að búast en að titill þessarar nýju plötu fari fyrir brjóst plötubúðaeigenda. Meira
4. desember 2002 | Tónlist | 353 orð | 1 mynd

Stílbrot

Halla Margrét syngur Napólílög: Te voglio bene assaje, Dicitencello vuie, Non ti scordar di me, Mamma, 'O sole mio, Reginella, Santa Lucia, Volare, 'O surdato 'nnammurato, I' te vurria vasá!..., Ti voglio tanto bene, Funiculì, funiculà, Torna a... Meira
4. desember 2002 | Fólk í fréttum | 236 orð | 2 myndir

Svellkaldur spæjari

BOND heitir hann, James Bond, og hefur aldrei verið vinsælli á Íslandi ef marka má fyrstu viðbrögð manna við Die Another Day , sem frumsýnd var á föstudag. Meira
4. desember 2002 | Menningarlíf | 283 orð | 1 mynd

Upplestur ungra skálda

SKÁLDAKVÖLD verður haldið í Iðnó í kvöld. Þar mun kynslóð ungskálda stíga fram og bjóða upp á nokkurs konar jólahlaðborð skáldskapar og tónlistar. Dagskráin hefst kl. 20. Meira
4. desember 2002 | Menningarlíf | 234 orð | 1 mynd

Útgáfu jólaplötu fagnað í Hallgrímskirkju

LÝS, milda stjarna nefnist ný geislaplata með tenórnum Jóhanni Friðgeir Valdimarssyni og Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Meira
4. desember 2002 | Tónlist | 395 orð | 1 mynd

Vel kunnandi og efnilegir listamenn

Ágúst Ólafsson, Niall Chorell og Kiril Kozlovski fluttu finnska söngva. Fimmtudagurinn 28. nóvember, 2002. Meira
4. desember 2002 | Menningarlíf | 71 orð

Þjóðarbókhlaðan Fjórir þýðendur ræða saman um...

Þjóðarbókhlaðan Fjórir þýðendur ræða saman um franskar bókmenntir kl. 17.15. Meira
4. desember 2002 | Fólk í fréttum | 597 orð | 1 mynd

Þriggja ára þróun

Sigríður Eyþórsdóttir og Jökull Jörgensen, meðlimir Santiago, hafa verið að stússast með sveit sína í þrjú ár en núna fyrst eru þau að brjótast upp á yfirborðið. Arnar Eggert Thoroddsen lagði við hlustir. Meira

Umræðan

4. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 171 orð

Af dýrum dónum

STEFNULJÓS á bifreiðir voru fundin upp fyrir mörgum áratugum. Ekki veit ég hvenær þau urðu staðalbúnaður, en það er mjög langt síðan. Þorri Reykvíkinga hefur ekki enn lært að nota þetta þarfaþing. Eða þekkja þeir kannski ekki muninn á hægri og vinstri? Meira
4. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 378 orð | 1 mynd

Einstök þjónusta ÉG er í þannig...

Einstök þjónusta ÉG er í þannig aðstæðum að eiga bæði aldraða móður og föðursystur sem aldrei komast í búðir. Því þarf ég að sjá um öll fatakaup fyrir þær sem oft getur verið snúið, en önnur er í hjólastól. Meira
4. desember 2002 | Aðsent efni | 540 orð | 1 mynd

Frelsi, jafnrétti og eitthvað sem rímar

"Mikils-vert er að ekki verði tekið fram fyrir hendur kjósenda." Meira
4. desember 2002 | Aðsent efni | 280 orð | 1 mynd

Gagnrýni Landsvirkjunar haggar ekki niðurstöðum

"Gagnrýni þeirra félaga er því byggð á fræðilegum og efnislegum misskilningi." Meira
4. desember 2002 | Aðsent efni | 934 orð | 1 mynd

Heyrir þú vel?

"Hávaði skemmir heyrn og það er ekki rétt að einstaklingur sem vinnur í hávaða venjist honum." Meira
4. desember 2002 | Aðsent efni | 598 orð | 1 mynd

Hópnauðgun á Netinu?

"Ekki tekur nema nokkrar sekúndur að brjóta niður mannorð stúlku í einum framhaldsskóla." Meira
4. desember 2002 | Aðsent efni | 606 orð | 1 mynd

Ísland án eiturlyfja - átakið skilaði árangri

"Það er full ástæða til að halda áfram starfinu og baráttunni gegn fíkniefnunum með bjartsýni og metnað að leiðarljósi..." Meira
4. desember 2002 | Aðsent efni | 744 orð | 1 mynd

Kvenremba að sunnan

"Það hefur sýnt sig að oft eru konur konum verstar." Meira
4. desember 2002 | Aðsent efni | 451 orð | 1 mynd

Mogginn slær taktinn

"Það var mér og öðrum þeim sem starfa innan íslenska tónlistargeirans mikið ánægjuefni að lesa Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins sunnudaginn, 17. nóvember." Meira
4. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 325 orð

Opið bréf til Ástu Möller

Í FRÉTTABLAÐI Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er viðtal við háttvirtan þingmann og hjúkrunarfræðing frú Ástu Möller, með fyrirsögninni "Fólk á að fá þjónustu sem það þarf! Meira
4. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 279 orð

Orkuveita Reykjavíkur og smælingjarnir

ÞAÐ VAR lokað fyrir heita vatnið í síðustu viku, í fjórða sinn á einu ári. Ástæðan var tæp 90.000 kr. skuld á sameiginlegum hita þriggja íbúðaeiganda í húsinu. Meira
4. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 400 orð

Óskabarnið 2. hluti

TÖLUVERT hefur gengið á síðan grein mín Óskabarnið birtist í Morgunblaðinu í síðustu viku. Mér var endanlega gert að taka pokann minn. Finnst mér það sjálfum nokkuð harkaleg viðbrögð frá skiparekstrardeildinni, því að það ráðslag að selja m.s. Meira
4. desember 2002 | Aðsent efni | 916 orð | 2 myndir

Raunveruleikinn um sérgreinalækna

"Læknar vilja gjarnan taka þátt í umræðum um skipulag heilbrigðisþjónustunnar, kostnað við hana og fjármögnun. " Meira
4. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 277 orð

Sumarlokun leikskóla

FRÉST hefur að borgaryfirvöld hugleiði að loka leikskólum í Reykjavík næsta sumar. Samkvæmt frétt á vísi. Meira
4. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 32 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og...

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 3.050 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita: Helena Sól Ómarsdóttir, Aþena Örk Ómarsdóttir, Jóhanna Elísa Skúladóttir, Ragnheiður Lilja Ófeigsdóttir og Guðríður Bjartey... Meira

Minningargreinar

4. desember 2002 | Minningargreinar | 1790 orð | 1 mynd

GUÐLAUG ÞORSTEINA JÓNSDÓTTIR

Guðlaug Þorsteina Jónsdóttir fæddist á Sauðárkróki 10. febrúar 1907. Hún lést á Elli- og dvalarheimilinu Grund 21. nóvember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2002 | Minningargreinar | 218 orð | 1 mynd

KÁRI ÞÓRIR KÁRASON

Kári Þórir Kárason fæddist í Reykjavík 8. október 1971. Hann lést á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi Fossvogi 24. nóvember og var útför hans gerð frá Garðakirkju á Garðaholti 3. desember. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2002 | Minningargreinar | 1444 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR ERLA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Sigríður Erla Sigurbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1941. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 3. desember. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2002 | Minningargreinar | 535 orð | 1 mynd

SIGURRÓS MAGNÚSDÓTTIR

Sigurrós Magnúsdóttir fæddist á Orustustöðum á Brunasandi í Vestur-Skaftafellssýslu 23. september 1929. Hún lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi við Fossvog 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Katrín Sigurlaug Pálsdóttir, f. 1890, d. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2002 | Minningargreinar | 2488 orð | 1 mynd

STEINAR FRIÐJÓNSSON

Steinar Friðjónsson fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1932. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 26. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðjón Steinsson kaupmaður í Reykjavík, f. 11.6. 1904, d. 1.6. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2002 | Minningargreinar | 214 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON

Þorsteinn Þorsteinsson fæddist í Neskaupstað 19. júní 1960. Hann lést í Reykjavík 23. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 2. desember. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 243 orð

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Steinbítur 160 160 160 35...

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Steinbítur 160 160 160 35 5,600 Und. Meira
4. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 863 orð

Engin lausn í sjónmáli

Prófessor dr. Jan Schans Christensen er í sjö manna nefnd sem skilaði skýrslu til framkvæmdastjórnar ESB um yfirtökur. Hann segir að ekki sjái fyrir endann á deilum um þau mál innan sambandsins. Meira
4. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 267 orð | 1 mynd

Gagnkvæmur vilji til aukinna viðskipta

CECIL Clarke, ráðherra atvinnuþróunarmála í ríkisstjórn Nova Scotia-fylkis í Kanada, er staddur hér á landi í boði Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hann segir tilgang heimsóknarinnar vera tvíþættan. Meira
4. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 491 orð

SAMEINING íslenzku risanna í útflutningi sjávarafurða...

SAMEINING íslenzku risanna í útflutningi sjávarafurða og vinnslu þeirra erlendis er enn á ný til umræðu. Hugmyndir um sameiningu þeirra hafa komið upp reglulega, hún hefur verið rædd óformlega nokkrum sinnum en aldrei formlega. Meira
4. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 547 orð | 1 mynd

Um fjórðungi starfsmanna Íslandssíma og Tals sagt upp

Í gær var 76 starfsmönnum Íslandssíma og Tals sagt upp störfum, sem er um fjórðungur af sameiginlegum starfsmannafjölda félaganna. Samtals missa 45 starfsmenn Íslandssíma vinnuna og 31 starfsmaður Tals. Uppsagnirnar taka gildi um komandi áramót. Meira
4. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Uppsagnir hjá Aco-Tæknivali

TÍU manns var sagt upp störfum hjá AcoTæknivali fyrir síðustu mánaðamót. Uppsagnirnar tóku gildi 1. desember en flestir starfa uppsagnafrestinn, þrjá mánuði. Samtals starfa rúmlega 180 manns hjá fyrirtækinu. Meira

Fastir þættir

4. desember 2002 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Á morgun, fimmtudaginn 5. desember, verður sjötugur Jóhannes Bergsveinsson, yfirlæknir, Bárugötu 35, Reykjavík. Hann og eiginkona hans, Auður Garðarsdóttir, taka á móti gestum á afmælisdaginn kl. Meira
4. desember 2002 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 4. desember, er sjötug Ragnheiður Sigurðardóttir, Herjólfsgötu 16, Hafnarfirði. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í dag milli kl. 20 og 22 í veitingasal Skútunnar, Hólshrauni 3,... Meira
4. desember 2002 | Fastir þættir | 352 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Nýliðakvöld - vanir/óvanir - kaffi og kökur Síðasta nýliðakvöld ársins verður í Síðumúla 37, 3. hæð, fimmtudaginn 5. desember kl. 20. Nokkrir vanir keppnisspilarar frá Bridsfélagi Reykjavíkur koma og spila við nýliðana. Meira
4. desember 2002 | Fastir þættir | 326 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

BRIDSFÉLAG Reykjavíkur fagnaði 60 ára afmæli sínu um helgina með miklu mótshaldi. Hátíðin hófst með "stórfiskaleik" á föstudagskvöldið, en síðan var haldinn tvímenningur á laugardag og sveitakeppni á sunnudag. Meira
4. desember 2002 | Í dag | 702 orð

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 5209700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Meira
4. desember 2002 | Fastir þættir | 806 orð | 1 mynd

Davíð Kjartansson Íslandsmeistari unglinga

29. nóv. - 1. des. 2002 Meira
4. desember 2002 | Í dag | 287 orð

Innri undirbúningur jóla

NÚNA um helgina, sem er önnur helgin í aðventu, er boðið til Kyrrðardaga í Skálholti. Á þessum kyrrðardögum er sérstaklega horft fram til jólahátíðarinnar, þar sem textar aðventunnar verða hugleiddir og og hvernig best megi njóta sálma jóla og aðventu. Meira
4. desember 2002 | Dagbók | 856 orð

(Jóh. 14, 17.)

Í dag er miðvikudagur 4. desember 338. dagur ársins 2002. Barbárumessa. Orð dagsins: Anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. Meira
4. desember 2002 | Dagbók | 88 orð

Jólakveðja

til Herdísar húsfreyju í Flatey, á aðfangadagskvöld 1859 Þú, sem um daga dúki hefir tíðum daggfögur strokið tár af sárum hvörmum, þegar að dauðinn dró úr þínum örmum dáfríðu börnin, sóttar örmædd hríðum, á guma' og engla gleðiaftni fríðum gleðstu nú,... Meira
4. desember 2002 | Fastir þættir | 122 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rc3 Rbd7 4. e4 e5 5. Rf3 c6 6. Be2 a6 7. O-O b5 8. b4 bxc4 9. Bxc4 Be7 Staðan kom upp á Ólympíuskákmótinu í Bled sem lauk fyrir skömmu. Vlastimil Babula (2590) hafði hvítt gegn Fernando Braga (2434). 10. Bxf7+!!? Kxf7 11. Rg5+ Kg6? Meira
4. desember 2002 | Fastir þættir | 466 orð

Víkverji skrifar...

ÞAÐ er algengt að bjöllunni sé hringt heima hjá Víkverja af sölufólki sem er að bjóða harðfisk, jólakort eða kartöflur og af krökkum sem eru að safna fyrir íþróttaviðburðum með sölu á ýmsum varningi. Meira
4. desember 2002 | Viðhorf | 788 orð

Völdin og veruleikinn

Í stjórnarandstöðu er eins og allir verði sammála um að vera sammála. Það er fyrst þegar menn þurfa að vera sammála um eitthvað og það skiptir máli sem menn verða ósammála. Meira

Íþróttir

4. desember 2002 | Íþróttir | 368 orð | 1 mynd

Allt gengur á afturfótunum hjá Lakers

NÚ er loks hægt að sjá mynstrið í stöðu liðanna í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir fyrsta mánuð deildarkeppninnar. Dallas og Sacramento hafa byrjað eldheit í vesturdeild og í austurdeildinni eru það Philadelphia og Indiana. Síðastnefnda liðið vann tvo góða sigra um helgina, þann síðari gegn Clippers í Los Angeles, 92:87, á sunnudag. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 100 orð

Bjarki og Kristín Rós á HM

TVEIR Íslendingar taka þátt í heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem hefst í Mar del Plata í Argentínu í byrjun næstu viku. Það eru þau Kristín Rós Hákonardóttir og Bjarki Birgisson. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 524 orð | 1 mynd

* BJARTUR Máni Sigurðsson , fyrrverandi...

* BJARTUR Máni Sigurðsson , fyrrverandi handknattleiksmaður úr ÍR , skoraði 3 mörk þegar lið hans, TV Endingen, tapaði 32:17 fyrir Gunnari Andréssyni og samherjum í Kadetten Schaffhausen í svissnesku úrvalsdeildinni í handknattleik á sunnudaginn. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 138 orð

Enginn seldur frá Chelsea

CLAUDIO Ranieri knattspyrnustjóri Chelsea hefur fengið þau skilaboð frá stjórnarformanni félagsins, Ken Bates, að hann þurfti ekki að selja leikmenn í næsta mánuði en þá opnast fyrir félagaskipti í evrópskri knattspyrnu. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 189 orð

Guðmundur til Norrköping

GUÐMUNDUR Viðar Mete, leikmaður 21 árs landsliðsins í knattspyrnu, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska félagið Norrköping. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 45 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Essodeild: Ásvellir: Haukar - FH 20 Bikarkeppni karla, SS-bikar, 8-liða úrslit: Digranes: HK - ÍR 20 Varmá: Afturelding - Grótta/KR 20 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 373 orð

HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla SS-bikarinn, 8 liða...

HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla SS-bikarinn, 8 liða úrslit: Breiðablik - Fram 21:27 Smárinn: Mörk Breiðabliks : Kristinn Logi Hallgrímsson 6, Pétur Ólafsson 5, Björn Óli Guðmundsson 5, Björn Hólmþórsson 3, Garðar S. Guðmundsson 1, Stefán Guðmundsson 1. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

Ipswich vill halda sínum bestu mönnum

FORRÁÐAMENN enska 1. deildarliðsins Ipswich segjast ekki ætla að láta tvo af sínum sterkustu leikmönnum fara til að bæta fjárhagfélagsins þegar opnast fyrir félagaskipti í janúar. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 589 orð | 1 mynd

Jón Arnar á meðal þeirra bestu á ný

"ÉG ER afar ánægður með að fá staðfestingu á því að vera kominn í hóp þeirra bestu á ný eftir nokkur erfið ár þar sem margir voru búnir af afskrifa mig, ég er ekki dauður úr öllum æðum," segir Jón Arnar Magnússon, Íslandsmethafi í tugþraut, er... Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 135 orð

KR segir Guðmundi upp

KR-INGAR hafa sagt upp launalið samningsins við Guðmund Benediktsson, sem leikið hefur með félaginu síðan 1995. Jónas Kristinsson, stjórnarformaður KR-sport, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 78 orð

Leikið í Finnlandi

KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands hefur tekið boði Finna um að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leiki vináttulandsleik gegn Finnum í Finnlandi 29. apríl 2003. Það eru liðin rúmlega 20 ár síðan landsliðið lék síðast í Finnlandi, en það var 11. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 116 orð

Létt hjá Magdeburg

LÆRISVEINAR Alfreðs Gíslasonar hjá Magdeburg áttu ekki í nokkrum vandræðum þegar þeir tóku á móti Lübbecke í þýsku deildinni í gærkvöldi. Lokatölur urðu 32:21 fyrir heimamenn. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 210 orð | 1 mynd

* MARK Crossley , markvörður, er...

* MARK Crossley , markvörður, er farinn frá Stoke eftir aðeins fimm daga dvöl hjá liðinu. Crossley var í láni hjá Stoke frá Middlesbrough og stóð í marki liðsins í leiknum við Gillingham um síðustu helgi. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 104 orð

Ólafur Páll til liðs við Fylki

KNATTSPYRNUMAÐURINN Ólafur Páll Snorrason er genginn til liðs við Fylki og hefur skrifað undir tveggja ára samning við Árbæjarliðið. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 159 orð

Ronaldo aftur á ferð í Yokohama

REAL Madrid vann heimsbikar félagsliða í knattspyrnu í þriðja sinn með því að sigra Suður-Ameríkumeistarana Olimpia frá Paragvæ, 2:0, í hinum árlega leik um titilinn í Yokohama í Japan í gær. Ronaldo skoraði fyrra markið á 14. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 18 orð | 1 mynd

Ronaldo smellir kossi á heimsbikar félagsliða...

Ronaldo smellir kossi á heimsbikar félagsliða eftir sigur Real Madrid á Olimpia í úrslitaleiknum í Japan í... Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 117 orð

Suðurnesja-slagur í bikarnum

Bikarmeistarar Njarðvíkinga taka á móti grönnum sínum í Grindavík í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik en dregið var í 16 liða úrslitin í gær. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 174 orð

Tryggvi til Eyjamanna

ÚRVALSDEILDARLIÐ ÍBV í knattspyrnu fær góðan liðsstyrk fyrir komandi tímabil en varnarmaðurinn Tryggvi Bjarnason, sem leikið hefur með KR-ingum, mun á næstu dögum skrifa undir tveggja ára samning við Eyjamenn. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 346 orð | 1 mynd

* UNNAR Valgeirsson er kominn í...

* UNNAR Valgeirsson er kominn í raðir úrvalsdeildarliðs ÍA í knattspyrnu á ný eftir eins árs hlé. Unnar lék með Skagaliðinu Bruna í 3. deildinni í sumar en hann er 25 ára og á 36 leiki að baki með ÍA í efstu deild. Meira
4. desember 2002 | Íþróttir | 109 orð

Versta gengi Stoke í 17 ár

LEIKMENN Stoke höfðu tapað átta leikjum í röð áður en þeir náðu jafntefli gegn Gillingham á laugardaginn, 1:1. Það var versta gengi liðsins í 17 ár, eða síðan Stoke lék í gömlu 1. deildarkeppninni 1984-1985. Meira

Bílablað

4. desember 2002 | Bílablað | 545 orð | 3 myndir

Annar kafli í bílasögunni

ÞEGAR menn velta fyrir sér framtíð bílsins með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti sjá margir strax fyrir hugskotssjónum aflvana farartæki. Meira
4. desember 2002 | Bílablað | 1004 orð | 4 myndir

Cayenne - ólíkur öllum jeppum - og sportbílum

PORSCHE kynnti Cayenne jeppann íslenskum fjölmiðlamönnum á Suður-Spáni í síðustu viku. Bíllinn er þróaður í samstarfi við Volkswagen sem setti sinn bíl, Touareg, á markað fyrir skemmstu. Bílarnir eru engu að síður gerólíkir. Meira
4. desember 2002 | Bílablað | 518 orð | 4 myndir

Endurreisn Chrysler á Íslandi

Fyrstu Chrysler-bílarnir á vegum Ræsis síðan 1965 eru væntanlegir til landsins á næstu dögum. Rætt er við Guðmund Baldursson og Hilmar Böðvarsson, starfsmenn Ræsis, af því tilefni. Meira
4. desember 2002 | Bílablað | 37 orð | 1 mynd

Fyrsti RX1 afhentur

NÝLEGA var afhentur fyrsti RX1 fjórgengis vélsleðinn frá Yamaha. Það hefur verið beðið eftir þessum 143 hestafla byltingarkennda vélsleða með mikilli eftirvæntingu. Á myndinni er Gunnlaugur Björnsson t.h. Meira
4. desember 2002 | Bílablað | 331 orð | 3 myndir

GM þróar lítinn sportbíl fyrir Evrópu

BOB Lutz, stjórnarformaður General Motors og áður stjórnandi Chrysler, þykir líflegur náungi og hann er alltaf á þönum þótt orðinn sé sjötugur. Hann er líka ástríðufullur þegar kemur að farartækjum. Meira
4. desember 2002 | Bílablað | 112 orð

Hvernig virkar regnskynjari?

Sveinn Sveinsson spyr: Ég keypti nýlega bíl og varð forviða þegar rúðuþurrkurnar fóru skyndilega í gang af sjálfu sér þegar byrjaði að rigna. Seinna var mér sagt að bíllinn væri með regnskynjara. Hvernig virkar þessi búnaður? Meira
4. desember 2002 | Bílablað | 345 orð | 2 myndir

Innbyggður gemsi í Blaupunkt-tæki

BÍLANAUST hefur tekið við Blaupunkt-umboðinu og kynnir um þessar mundir skemmtilega nýjung sem er GSM-sími innbyggður í útvarp. Tækið kallast RadioPhone Antares T60 og er útvarp með stuttbylgju, miðbylgju og langbylgju og GSM-síma. Meira
4. desember 2002 | Bílablað | 335 orð

Keppnisbílum gæti fækkað

MAX Mosley, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA), kveðst hafa það á tilfinningunni að keppnisliðum í Formúlu 1 fækki enn frekar á næsta ári. Meira
4. desember 2002 | Bílablað | 108 orð

Lýsir fyrir horn

EIN af tækninýjungunum í nýjum Cayenne er ljósabúnaðurinn. Hann er með tvöföldum xenon-gaslugtum að framan og staðalbúnaður í Turbo er tækniúrlausn sem gerir bílnum kleift að lýsa fyrir horn. Það er ljósgeislinn úr lága ljósinu sem lýsir allt að 35°... Meira
4. desember 2002 | Bílablað | 248 orð | 1 mynd

Lægri drif

EITT grundvallaratriða við hönnun bíla er gírun þeirra. Gírun er hlutfall milli snúnings vélar og hjóla; þess hversu marga snúninga vélin snýst á móti hverjum snúningi hjólanna. Gírun er stillt með gírkassa eða sjálfskiptingu og drifhlutföllum. Meira
4. desember 2002 | Bílablað | 208 orð | 2 myndir

Misjöfn útkoma í árekstraprófi

NÝJASTA árekstraprófun Euro NCAP (New Car Assessment Program) leiðir í ljós að mikill munur er milli hinna ólíku bíltegunda hvað árekstrarvarnir varðar. Meira
4. desember 2002 | Bílablað | 294 orð

Saga Chrysler

HALLGRÍMUR Benediktsson fékk umboð fyrir Maxwell bíla 1918. Maxwell var bílaframleiðandi sem réð Walther P. Chrysler sem forstjóra árið 1921. Meira
4. desember 2002 | Bílablað | 1046 orð

Undanfarinn

1953: Corvettan var frumkynnt í janúar 1953 á Waldorf Astoria-hótelinu í New York. Í júní var byrjað að framleiða bílinn í bráðabirgðaaðstöðu í Flint í Michigan. 300 bílar voru framleiddir fyrsta árið. Meira
4. desember 2002 | Bílablað | 641 orð | 2 myndir

Veggripið og drifkerfið

UM hálfrar aldar skeið hafa tæknimenn Porsche unnið að því að þróa tækni sem gerir kleift að tryggja hámarksveggrip bíls við ólíkar aðstæður. Meira
4. desember 2002 | Bílablað | 49 orð

Vélin

Tegund: 5,7 lítra, (350ci), Chevrolet small block. Vélarblokk: Fjögurra bolta ('69 Corvette). Hedd: GM casting 58 c.c. Ventlar: Inn 194, út 150. Knastás: Rúlluknastás comp cam (270 lift 500). Ventlagormar: Comp Cams (tvöfaldir). Meira
4. desember 2002 | Bílablað | 70 orð | 2 myndir

VW Tarek í París-Dakar

VOLKSWAGEN Tarek var frumkynntur fyrir helgi á bílasýningunni í Essen í Þýskalandi. Þetta er bíllinn sem VW ætlar sér stóra hluti með í París-Dakar-rallinu 2003 undir stjórn ökumannsins Jutta Kleinschmidt. Meira
4. desember 2002 | Bílablað | 1426 orð | 5 myndir

Það er skáldskapur í Corvettu Steina

Aðalsteinn Ásgeirsson er landskunnur áhugamaður um fornbíla og hefur gert þá nokkra upp. "Nýjasti" bíllinn hans er Chevrolet Corvette, árgerð 1974, og hann bauð Guðjóni Guðmundssyni í bíltúr. Meira

Ýmis aukablöð

4. desember 2002 | Bókablað | 1339 orð | 1 mynd

Að vera trúr sagnalistinni

1 "Þegar ég var að skrifa bókina gekk ég um og talaði glaðhlakkalega um að ég væri að skrifa gamaldags skáldsögu. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 111 orð | 1 mynd

Bakstur

Bakað úr spelti hefur að geyma uppskriftir Fríðu Sophíu Böðvarsdóttur . Spelti er ævaforn korntegund. Í fréttatilkynningu segir að það megi nota í stað venjulegs hveitis, en sé þó að mörgu leyti ólíkt því. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 491 orð | 1 mynd

Barnaskapur

Mál og menning 2002, 134 bls. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 463 orð | 1 mynd

Bítlafár

Útgefandi PP Forlag. 501 bls. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 92 orð | 1 mynd

Bréf

Bréf Vestur-Íslendinga II hefur Böðvar Guðmundsson búið til prentunar. Fyrsta bindi Bréfa Vestur-Íslendinga kom út í fyrra og er hér fylgt eftir með bréfum 64 nýrra ritara. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 73 orð | 1 mynd

Börn

Ég er slanga er eftir Birgi Jóakimsson og myndskreytingar eru eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur . Bókin er í raun leikfimibók fyrir börn. Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Við sjáum hvað nokkur vel valin dýr gera og hermum síðan eftir þeim. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 99 orð | 1 mynd

Börn

Harry og hrukkudýrin er eftir Alan Temperley í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Þegar Harry er sendur til afasystra sinna á Haftabóli býst hann við eintómum leiðindum. En frænkur hans og gamlingjarnir vinir þeirra eru alls ekki eins og Harry átti von á. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 102 orð | 1 mynd

Börn

Litla lirfan ljóta, eftir Friðrik Erlingsson við teikningar Gunnars Karlssonar , er komin út á bók og á DVD diski. Sagan er gerð eftir samnefndri teiknimynd sem frumsýnd var í sumarlok og vann til tvennra Edduverðlauna fyrir skömmu. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 452 orð | 1 mynd

Draumsýn og veruleiki

122 bls. Útg. Prentvinnsla: Offset ehf. Ormstunga 2002. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 576 orð | 1 mynd

Eignarhald

Vaka-Helgafell, 2002, 287 bls. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 1791 orð | 1 mynd

Ég sé sjálfa mig í konunum mínum

1 ÞAÐ er ekki hægt að líkja því saman," segir Steinunn Sigurðardóttir þegar hún er spurð að því hvort það sé öðruvísi að skrifa ástarsögu í París um konu í París en að skrifa ástarsögu hér heima í borg vindanna um konu sem býr í þessum rokrassi. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 630 orð | 1 mynd

Fornar hugmyndir og menningartengsl

Bókaútgáfan Hofi 2002, 199 bls. Baldur Hafstað ritar eftirmála í minningu Hermanns Pálssonar. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 140 orð | 1 mynd

Fornrit

Biskupasögur, 2. bindi, innihalda sögur af Skálholtsbiskupum frá upphafi og til andláts Páls biskups Jónssonar árið 1211: Hungurvaka, sögur af Þorláki helga og jarteinum hans, Páls saga biskups og Ísleifs þáttur biskups. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 834 orð | 2 myndir

Frá Kirkjuhóli til Klettafjalla

463 bls. Kápa: Gunnar Karlsson. Prentun Oddi. Bjartur 2002 Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 467 orð | 2 myndir

Hugljúf og sönn

Umbrot Edda/ACL. Litgreining Litróf. Prentun Nørhaven a/s, Danmörku. Mál og menning, Reykjavík, 2002. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 319 orð | 1 mynd

Íslensk skrímsli orðin ferðamannamatur

1 Furðudýr íslenskra þjóðsagna eiga það sammerkt að enginn hefur séð þau berum augum. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 107 orð | 1 mynd

Íþróttir

Bókin Golfhringur um Ísland er skráð af Edwin R. Rögnvaldssyni . Hann lýsir völlum og staðháttum og nefnir brautir sem fyrir augu hans bar á ferð hans um íslenska golfvelli sumarið 2002. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 463 orð | 1 mynd

Líf og dauði

Bókaútgáfan Vöttur 2002, 160 bls. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 110 orð | 1 mynd

Lífsstíll

Skapaðu líf þitt, upphaf og þróun Avatar er eftir Harry Palmer í þýðingu Sigurðar Bárðarsonar . Harry segir söguna um grundvöll uppljómunar og leit sína að betri leið. Hann segir frá fortíð sinni á hippaárunum og samskiptum sínum við skólastofnanir. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 79 orð | 1 mynd

Ljóð

Söngurinn um sjálfan mig eftir Walt Whitmann er ljóðaflokkur í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar . Bókin kemur út í annað sinn og hefur Sigurður yfirfarið þýðinguna en hún kom fyrst út árið 1994. Walt Whitman er einn af jöfrum bandarískra bókmennta. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 121 orð | 1 mynd

Ljóð

Myndir frá Bruegel er eftir William Carlos Williams í þýðingu Árna Ibsens. Bókin hefur að geyma úrval ljóða sem Williams orti á síðari hluta höfundarferils síns en hann var eitt fremsta ljóðskáld Bandaríkjanna á 20. öld. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 144 orð | 1 mynd

Ljóð

Handan snæfjalla hefur að geyma ljóð samíska ljóðskáldsins Paulus Utsi. Einar Bragi hefur þýtt og er þetta fimmta samíska skáldverkið sem gefið er út hér á landi í þýðingu Einars Braga. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 92 orð | 1 mynd

Nafnlausir vegir

Nafnlausir vegir heitir skáldsaga Einars Más Guðmundssonar þar sem haldið er áfram að rekja sögu hinnar litríku fjölskyldu sem lesendur þekkja úr bókunum Fótspor á himnum og Draumar á jörðu. Sögusviðið er Ísland á áratugum hernáms og kjarabaráttu. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 956 orð | 1 mynd

"...að gefa þögninni mál og minna á hið gleymda"

Einar Már Guðmundsson, Mál og menning 2002, 214 bls. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 164 orð | 1 mynd

Ritröð

Frumherjar í verkfræði á Íslandi er skráð af Sveini Þórðarsyni sagnfræðingi. Bókin er fyrsta bindið í ritröð um sögu Verkfræðingafélags Íslands en á þessu ári hefur þess verið minnst með ýmsum hætti að 90 ár eru liðin frá stofnun félagsins. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 211 orð | 1 mynd

Saga

Bókin Grímsnes - Búendur og saga er heimildarrit í tveimur bindum um mannlíf í Grímsnesi frá síðari hluta 19. aldar til loka 20. aldar. Fjallað er um alla búendur í hreppnum, ætt þeirra og afkomendur. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 125 orð | 1 mynd

Saga

Bókin Vatnsaflsvirkjanir á Íslandi er skráð af Helga M. Sigurðssyni . Bókin hefst á almennu yfirliti yfir raforkusögu Íslands. Ennfremur er fjallað um hvað sé vatnsaflsvirkjun. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 1262 orð | 1 mynd

Saga 20. aldar

Sögufélag, Reykjavík 2002. 584 bls., myndir, línurit. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 128 orð | 1 mynd

Sagnfræði

Hitler og seinni heimsstyrjöldin - Var stríðið Hitler að kenna? er eftir A.J.P. Taylor í þýðingu Jóns Þ. Þór. Taylor hefur verið sakaður um að hvítþvo Hitler. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 88 orð | 1 mynd

Sagnfræði

Horfinn heimur - Árið 1900 í nærmynd nefnist fjórtánda bók Þórunnar Valdimarsdóttur sagnfræðings. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 78 orð | 1 mynd

Sakamálasaga

Morðið í alþingishúsinu nefnist fjórða bókin um Stellu Blómkvist. Höfundur er ókunnur. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 156 orð | 1 mynd

Samtöl

Halldór Laxness - Líf í skáldskap er eftir Ólaf Ragnarsson. Ólafur dregur upp mynd af Halldóri Laxness, manninum og skáldinu. Hann byggir á nánum kynnum sínum af Halldóri og verkum hans um árabil, á meðan hann var útgefandi Nóbelsskáldsins. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 97 orð | 1 mynd

Sálmar

Heyr söngvanna hljóm hefur að geyma rúmlega 50 lofgjörðarsálma og söngva fyrir blandað kóra. Bókin er sú 13. í söngvasveigsröðinni og sú þriðja sem sérstaklega er gefin út fyrir blandaða kóra. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 401 orð | 1 mynd

Séð og heyrt - í leigubíl

- 101 saga úr heimi íslenskra leigubílstjóra. Ævar Örn Jósepsson safnaði sögunum saman. 237 bls. Almenna bókafélagið, 2002. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 108 orð | 1 mynd

Sókn og vörn

Sókn og vörn - kristin viðhorf kynnt og skýrð er eftir dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Hér beinir Sigurbjörn sjónum sínum m.a. að kirkjunni og vísindunum, skoðar eðli lífsins og tilgang. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 854 orð | 1 mynd

Sögusviðið og stemningin

Mál og menning 2002, 275 bls. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 84 orð | 1 mynd

Unglingar

Peð á plánetunni jörð eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur er endurútgefin í kilju en bókin kom fyrst út árið 1995. Bókin er saga hinnar fjórtán ára Möggu Stínu. Í kynningu segir m.a.: "Leynilegur ástmaður minn stendur í eldheitu sambandi við barbídúkku... Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 62 orð | 1 mynd

Viðtal

Guðmundur Finnbogason - Viðtal, Fáeinar ræður, Bókarkafli hefur að geyma viðtal Valtýs Stefánssonar við Guðmund sjötugan, þar sem hann segir frá æskuárum sínum og ævistarfi. Meira
4. desember 2002 | Bókablað | 131 orð | 1 mynd

Ævisaga

Jón Baldvin - Tilhugalíf - Kaflar úr þroskasögu stjórnmálamanns er skráð af Kolbrúnu Bergþórsdóttur . Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.