Greinar fimmtudaginn 12. desember 2002

Forsíða

12. desember 2002 | Forsíða | 192 orð

Allt frá 20 til 70% afsláttur

ÓVENJU mikið hefur verið af hagstæðum tilboðum í verslunum að undanförnu ef miðað er við árstíma. Hefur varan oft á tíðum verið lækkuð umtalsvert eða frá 20-70% og jafnvel meira. Dæmi eru um að vörur séu seldar undir kostnaðarverði en slíkir afslættir hafa ekki tíðkast í desember hingað til. Meira
12. desember 2002 | Forsíða | 128 orð

Áhrif til lækkunar að utan

TILBOÐ erlendra verslunarkeðja virðast hafa bein áhrif á lækkun vöruverðs hér á landi fyrir jólin. Dæmi um þetta er þegar Debenhams-keðjan lækkaði verð á flestum vörum sínum um 25% í nóvember víðs vegar um heim, þar á meðal á Íslandi. Meira
12. desember 2002 | Forsíða | 120 orð

Finnar syfjaðir

FINNAR eru syfjaðastir Evrópuþjóða og þjáist þriðji hver Finni af svefntruflunum og tíu prósent þeirra segjast syfjaðir á daginn, að því er vísindamenn greindu frá í gær. Meira
12. desember 2002 | Forsíða | 200 orð

Scud-flaugum skilað til Jemens

BANDARÍSKIR embættismenn sögðust í gær hafa náð nýju samkomulagi við stjórn Jemens um að hún keypti ekki fleiri eldflaugar af Norður-Kóreu eftir að fimmtán Scud-flaugar fundust í skipi sem var stöðvað í Arabíuflóa á mánudag. Meira
12. desember 2002 | Forsíða | 108 orð | 2 myndir

Spenna í loftinu

VALGERÐUR Marija Purusic, sem er þriggja og hálfs árs, var að vonum spennt í gærkvöld því von var á góðri heimsókn í nótt. Meira
12. desember 2002 | Forsíða | 30 orð | 1 mynd

Vetur í Virginíu

Bæjarstarfsmaður í Winchester í Virginíu í Bandaríkjunum sagar hélaðar, brotnar greinar af tré. Frostregn í vestur- og norðurhluta Virginíu í gær olli fjölda umferðarslysa, víðtæku rafmagnsleysi og röskun á... Meira

Fréttir

12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 292 orð

Aðstoða við jarðhitaleit í Íran

ÍSLENSKIR jarðvísindamenn fara til Írans eftir áramótin, en írönsk stjórnvöld hafa óskað eftir því að Íslendingar aðstoði þá við að beisla jarðhita í norðurhluta Írans. Áformað er að virkja jarðhitann til raforkuframleiðslu. Meira
12. desember 2002 | Landsbyggðin | 195 orð | 1 mynd

Aldarminning í Ólafsvík

LAUGARDAGINN 14. desember nk. verða 100 ár liðin síðan gamla félagsheimilð við Gilið í Ólafsvík var vígt. Af því tilefni verður hátíðardagskrá með sögusýningu í Félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík, laugardaginn 14. desember kl. 19.30. Meira
12. desember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 973 orð | 2 myndir

Allir hagnast á rekstri Múlalundar

Á Múlalundi vinna 34 einstaklingar sem glímt hafa við sjúkdóma eða lent í slysum og hafa ekki náð að fóta sig á almennum vinnumarkaði. Sunna Ósk Logadóttir spjallaði við starfsmenn um fjölbreytta framleiðsluna, framtíðina og auðvitað jólin. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 103 orð

Alþingi fari í jólaleyfi á morgun

STEFNT er að því að Alþingi fari í jólaleyfi á morgun, föstudag. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segir að í dag verði tekin fyrir þau mál sem séu komin úr nefndum þingsins og eigi eftir að fara til þriðju umræðu. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 83 orð

Athugasemd

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Birgi Tjörva Péturssyni: "Í grein minni í Morgunblaðinu sl. laugardag, "Hið rétta andlit ESB", varð misritun af minni hálfu sem ég tel rétt að leiðrétta. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 708 orð | 1 mynd

Áhersla á sjálfboðastörf

Steinunn Hrafnsdóttir er nýráðinn lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Fædd á Akureyri 1964, lauk BA-prófi í uppeldisfræði og félagsráðgjöf 1987 og starfsréttindum í félagsráðgjöf 1988, meistaraprófi við Háskólann í Kent 1991 og er að ljúka doktorsnámi við sama skóla. Stundakennari og deildarstjóri við HÍ frá 1992. Lektor frá 2002. Maki er Haraldur A. Haraldsson vinnuvistfræðingur og eiga þau einn son, Andra, 11 ára. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 301 orð

Áhugi á gagnkvæmum loftferðasamningi við Kanada

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segir að ráðuneyti hans muni fara yfir það á næstunni hvernig staðið verði að viðræðum við kanadísk flugmálayfirvöld um gagnkvæman loftferðasamning milli ríkjanna tveggja en slíkur samningur er ekki fyrir hendi í dag. Meira
12. desember 2002 | Suðurnes | 638 orð | 2 myndir

Álgjalli breytt í ál með nýrri tækni

Ákveðið hefur verið að Alur álvinnsla ehf. reisi verksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ. Framleitt verður ál úr álgjalli frá álverunum í Straumsvík og á Grundartanga og einnig úr brotaáli. Stefnt er að því að framleiðsla hefjist næsta haust. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 278 orð | 2 myndir

Álitamál hver eigi að greiða fyrir táknmálsþjónustu

TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að hann hygðist beita sér fyrir textun íslensks sjónvarpsefnis. Sagði hann að fyrsti fundur um textun sjónvarpsefnis yrði haldinn með fulltrúum Ríkisútvarpsins í dag. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 174 orð

Álvinnsla í Helguvík

ALUR álvinnsla ehf. mun byggja upp verksmiðju sína í Helguvík í Reykjanesbæ. Þátttaka fjárfesta á svæðinu átti þátt í að henni var valinn staður þar. Frumkvöðlar fyrirtækisins, Helgi Þór Ingason og Þorsteinn I. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Áttu ekki réttindin sem þeir seldu

Það var í byrjun síðustu aldar sem Gnúpverjahreppur og nágrannahreppar seldu Fossafélaginu Títan, sem Einar Benediktsson stofnaði, ásamt fleirum, vatnsréttindi sín í Þjórsá og Tungnaá. Meira
12. desember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 240 orð

Barnafólk ósátt við hækkanir

MIKIL umræða hefur skapast meðal Mosfellinga á heimasíðu Mosfellsbæjar, www.mos.is um fjárhagsáætlun bæjarins sem lögð var fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. Meira
12. desember 2002 | Suðurnes | 209 orð

Bjóða fram aðstoð við að bæta meðferð fjár

FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjanesbæjar fyrir árið 2003 var samþykkt samhljóða eftir síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar í fyrrakvöld. Minnihlutinn bauð þó meirihlutanum aðstoð sína við að bæta fjárhagsáætlunargerð og bæta meðferð fjár. Meira
12. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Blysför á alnæmisdegi

Í tilefni af alþjóðlega alnæmisdeginum 1. Meira
12. desember 2002 | Erlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Breskir og franskir sjómenn mótmæla

BRESKIR og franskir sjómenn ollu í gær miklu uppnámi á Ermarsundi er þeir mótmæltu þeirri fyrirætlan framkvæmdastjórnar ESB að skera aflaheimildir vegna veiða á þorski, ýsu og öðrum stofnum um allt að 80%. Þeir óttast um störf þúsunda sjómanna. Meira
12. desember 2002 | Landsbyggðin | 119 orð | 1 mynd

Brúarfoss með Friðarljósið til Eyja

Í MIÐRI jólaösinni gefa skátar og gildismeðlimir sér tíma til að dreifa Friðarljósinu frá Betlehem um landið. Ljósið ber með sér boðskap friðar og kærleika og á því vel við um aðventuna. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 452 orð

Bæklunarlæknar höfða mál fyrir dómstólum

ENGIN niðurstaða náðist á fundi samráðsnefndar Tryggingastofnunar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur í gær í tengslum við gjaldtöku nokkurra bæklunarlækna utan samnings við Tryggingastofnun sem stofnunin segir að sé ólögmæt. Meira
12. desember 2002 | Erlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Donaldson í fjármálaeftirlitið

GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, útnefndi á þriðjudag William H. Donaldson, liðlega sjötugan bankamann, nýjan yfirmann bandaríska fjármálaeftirlitsins. Meira
12. desember 2002 | Landsbyggðin | 533 orð | 1 mynd

Einingin í Bárðardal 110 ára

AFMÆLISSTEMMNING ríkti í Barnaskóla Bárðdæla sl. föstudag þegar haldið var upp á hundrað og tíu ára afmæli ungmennafélagsins Einingar enda fjölmenntu Bárðdælir á öllum aldursstigum til þess að fagna sameiginlega þessum tímamótum. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

Ekki má einkavæða fyrirtækið

ÁRNI Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans, segir ekki mega undir neinum kringumstæðum einkavæða Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Umræða um hugsanlega sölu borgarinnar á hlut hennar í Landsvirkjun verði að taka mið af þeim pólítísku markmiðum. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Elín Hirst ráðin fréttastjóri

MARKÚS Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur ákveðið að ráða Elínu Hirst í starf fréttastjóra Sjónvarpsins. Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri Sjónvarpsins staðfesti þessa ákvörðun í samtali við Morgunblaðið. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 327 orð

Elkem hyggst gera breytingar á rekstrinum

Í GÆR undirrituðu fulltrúar iðnaðarráðherra, japanska fyrirtækisins Sumitomo Corporation og norska fyrirtækisins Elkem ASA, samninga um kaup Elkem á hlut ríkissjóðs og Sumitomo í Íslenska járnblendifélaginu hf. á genginu 1,15. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 425 orð

Engar fjárhæðir nefndar

ENGAR fjárhæðir um hækkuð framlög EFTA-ríkjanna í þróunarsjóð Evrópusambandsins (ESB) munu vera nefndar í samþykkt sem utanríkisráðherrar ESB gerðu á fundi í Brussel í fyrradag um samningsumboð fyrir viðræður við fulltrúa Íslands og hinna EFTA-ríkjanna í... Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 80 orð

Enn taplaus á HM unglinga

STEFÁN Kristjánsson gerði jafntefli við Indverjann P. Phoobalan í fjórðu umferð á heimsmeistaramóti unglinga, 20 ára og yngri, sem fram fer í Goa á Indlandi. Stefán hefur nú 2½ vinning. Hann hefur ekki tapað skák á mótinu. Meira
12. desember 2002 | Suðurnes | 119 orð | 1 mynd

Fjölbreyttur upplestur á Bókakonfekti

FJÖLMARGIR lögðu lykkju á leið sína í jólaundirbúningnum til þess að fara á Bókakonfekt í bókasafni Reykjanesbæjar um helgina enda er uppákoman orðin fastur liður í bæjarlífinu á aðventunni. Fjórir höfundar kynntu bækur sínar að þessu sinni. Meira
12. desember 2002 | Miðopna | 1109 orð | 2 myndir

Flókin aðgerð til að bjarga fjölveiðiskipi

Þremur aðferðum verður beitt til að koma Guðrúnu Gísladóttur KE-15, sem liggur á hafsbotni undan ströndum Noregs, aftur upp á yfirborðið en stefnt er að því að skipið verði komið til hafnar fyrir jól. Nína Björk Jónsdóttir ræddi við Hauk Guðmundsson, manninn á bak við þessa miklu björgunaraðgerð. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 204 orð

Frjálslyndir auglýsa eftir frambjóðendum

FRJÁLSLYNDI flokkurinn auglýsir í Morgunblaðinu í gær eftir frambjóðendum í öllum kjördæmum landsins. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 116 orð

Fullkomið öryggiskerfi

NÝTT öryggis- og sprengjuleitarkerfi vegna sprengjuleitar í farangri verður tekið í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um næstu áramót. Mun þetta einn fullkomnasti öryggisbúnaður af þessu tagi sem völ er á í heiminum. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Fundur um textun íslensks sjónvarpsefnis

FÉLAGAR í Félagi heyrnarlausra hér á landi fjölmenntu á þingpallana á Alþingi í gær til að fylgjast með umræðum um réttindi heyrnarlausra. Meira
12. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 216 orð

Fyrstu rýmin verði tekin í notkun 2004

FULLTRÚAR Akureyrarbæjar áttu fund með fulltrúum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins í vikunni. Meira
12. desember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 290 orð

Gagnrýna vinnubrögð við afgreiðslu fjárhagsáætlunar

MINNIHLUTI bæjarstjórnar Kópavogs gagnrýnir vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vegna staðfestingar fjárhagsáætlunar 2002 sem afgreiða átti á aukafundi á þriðjudag. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 206 orð

Gert erfitt að fá vinnu nema sem undirverktakar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur frestaði í gær að ákveða refsingu yfir 27 ára gömlum manni sem var dæmdur fyrir skattsvik og brot á bókhaldslögum. Haldi hann skilorð í þrjú ár sleppur hann við refsingu. Meira
12. desember 2002 | Miðopna | 641 orð | 2 myndir

Getur skoðað 1.200 til 1.500 töskur á klukkustund

ALLUR innritaður farangur sem fer um Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður gegnumlýstur með nýju fullkomnu öryggis- og sprengjuleitarkerfi frá og með 1. janúar næstkomandi. Meira
12. desember 2002 | Erlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Hart sótt að Trent Lott

AFSÖKUNARBEIÐNI Trents Lotts, leiðtoga repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, vegna ummæla sem hann lét falla nýverið virðist lítið hafa dregið úr gagnrýni á þingmanninn. Meira
12. desember 2002 | Erlendar fréttir | 203 orð

Hin fullkomna karlapilla?

BRESKIR vísindamenn segja að þeir kunni óvart að hafa uppgötvað hina fullkomnu getnaðarvarnapillu fyrir karla, að sögn kanadíska dagblaðsins The Globe and Mail. Meira
12. desember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 97 orð

Hlaðborð á bílalyftunni

AÐALSKOÐUN hf. býður viðskiptavinum og velunnurum til morgunverðarhlaðborðs í dag í skoðunarstöð sinni við Helluhraun í Hafnarfirði. Hefur þetta verið til siðs hjá fyrirtækinu frá því það var stofnað. Meira
12. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 20 orð

Hljómsveitin Hundur í óskilum verður með...

Hljómsveitin Hundur í óskilum verður með útgáfutónleika í Ketilhúsinu í kvöld, fimmtudagskvöldið 12. desember kl. 20.30. Aðgangseyrir er kr.... Meira
12. desember 2002 | Suðurnes | 142 orð

Hótelstjórinn yfirtekur reksturinn

SAMKOMULAG hefur náðst um að Kristjana Einarsdóttir hótelstjóri taki að fullu yfir rekstur gistihússins við Bláa lónið. Bláa lónið hf. hefur fram til þessa átt helming fyrirtækisins á móti Kristjönu. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 35 orð

Í dag S igmund 8 V...

Í dag S igmund 8 V iðhorf 40 E rlent 16/21 M inningar 50/57 H öfuðborgin 22/23 S kák 63 A kureyri 25/26 B réf 60 S uðurnes 24 K irkjustarf 61 L andið 26/27 D agbók 62 N eytendur 28 F ólk 64/69 L istir 31/35 B íó 66/69 M enntun 40/41 L jósvakamiðlar 70 F... Meira
12. desember 2002 | Landsbyggðin | 367 orð | 1 mynd

Í leit að frumlegri sjálfsmynd

CAMSIAD (Costumes and Masks Stimulating Innovative Art and Design) er heiti Evrópuverkefnis sem Minjasafn Austurlands hefur nýlega lokið þátttöku í. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Íslenskir jólasveinar á faraldsfæti

HÆTT er við að jólasveinarnir íslensku verði vant við látnir næstu daga, en leikrit um grallaraskap þeirra og yfirbót verður flutt í Drill-Hall listamiðstöðinni í London um helgina. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Jarðgöng fyrir austan boðin út í næstu viku

ÚTBOÐSGÖGN fyrir gerð jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar verða send út í næstu viku til þeirra verktaka sem valdir hafa verið til þátttöku í útboði eftir forval. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 95 orð

Jarðskjálftar í Mýrdalsjökli

JARÐSKJÁLFTA varð vart í vestanverðum Mýrdalsjökli í svonefndri Goðabungu í gær og í fyrradag. Fjórir skjálftar komu fram á mælum Veðurstofunnar í gær. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Jólakort til stuðnings Rauðakrosshúsinu

RAUÐI kross Íslands hefur gefið út jólakort til styrktar starfsemi Rauðakrosshússins, sem er neyðarathvarf fyrir börn og unglinga. Áslaug Jónsdóttir myndlistarmaður og rithöfundur gerði myndina sem prýðir jólakortið í ár. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð

Jólamarkaður í Eddufelli

JÓLAMARKAÐUR verður í Eddufelli 8 (gamla Kron-húsinu) allan desembermánuð. Á boðstólum eru m.a.: leikföng, gufustraujárn, samlokugrill, sléttujárn, hárblásarar, naglasnyrtisett, notuð föt, yfir 30 tegundir af þrívíddarmyndum, bækur o.fl. Meira
12. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Jólatónleikar

NEMENDUR Tónlistarskólans á Akureyri efna til jólatónleika nú næstu daga víðs vegar um bæinn. Fyrstu tónleikarnir verða í dag, fimmtudaginn 12. desember kl.18 í Lundarskóla, en þetta eru jólatónleikar blásaradeildar. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 358 orð

Jólatré frá skógræktarfélögunum

SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN hafa boðið fólki í skóginn á aðventunni til að velja sér jólatré. Einnig er á sumum stöðum boðið upp á að fólk höggvi sér sitt eigið jólatré. Með því að velja íslenskt jólatré styrkist skógræktarstarfið í landinu. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 660 orð | 1 mynd

Klám er ofbeldi

VIÐURKENNING fyrir að sýna afgerandi viðspyrnu gegn klámvæðingunni var í gær veitt Guðrúnu Gunnarsdóttur sjónvarpskonu á Stöð 2. Það var samráðshópur um að styrkja heilbrigðan lífsstíl barna og unglinga sem veitti viðurkenninguna. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 157 orð

KREML.

KREML.IS heldur upp á tveggja ára afmæli sitt með opinni afmælishátíð, föstudagskvöldið 13. desember kl. 20, á Ölstofu Kormáks og Skjaldar við Vegamótastíg. Meira
12. desember 2002 | Suðurnes | 55 orð

Kveikt á jólaljósunum

KVEIKT verður á ljósum bæjarjólatrésins í Garði á morgun, föstudag, klukkan 18. Tréð verður á horni Gerðavegar og Garðbrautar. Við athöfnina flytur Gísli Heiðarsson hreppsnefndarmaður ávarp. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 271 orð | 2 myndir

Kynna kínverskar vefnaðarvörur

KÍNVERSKIR tónar hljómuðu í anddyri Borgarleikhússsins í gær við opnun kínverskrar vörusýningar en hingað til lands er komin um 120 manna viðskiptasendinefnd beint frá Kína. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Kynnti vetnismál í Japan

HREINN Haraldsson, yfirmaður þróunarsviðs Vegagerðarinnar, flutti fyrirlestur á japansk-norrænu ráðstefnunni um umhverfismál en þema ráðstefnunnar í ár var samgöngur og umhverfi. Meira
12. desember 2002 | Erlendar fréttir | 774 orð | 2 myndir

Lofa að kaupa ekki fleiri eldflaugar

STJÓRN Jemens viðurkenndi í gær að hún hefði pantað Scud-eldflaugar frá Norður-Kóreu sem fundust í skipi sem spænsk herskip stöðvuðu í Arabíuflóa á mánudag. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Lokasamningahrinan stendur yfir

SAMNINGANEFNDIR Alcoa og Landsvirkjunar funduðu í húsakynnum Alcoa í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg í gær en stefnt er að áritun samninganna á morgun. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 84 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri hinn 11. desember um kl. 7.40 á Breiðholtsbraut rétt vestan Norðurfells. Meira
12. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 257 orð

Markmiðið að minnka það magn sem kemur til urðunar

FRAMKVÆMDARÁÐ Akureyrarbæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að á árinu 2003 verði hafin gjaldtaka fyrir móttöku úrgangs frá fyrirtækjum á urðunarstað á Glerárdal. Markmiðið með gjaldtökunni er m.a. að minnka það magn sem kemur til urðunar. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 423 orð

Matvælaverðið kannað

ALÞINGI samþykkti í gær þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórninni verði falið að kanna matvælaverð á Íslandi í samanburði við helstu nágrannalönd. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 191 orð

Nítján skólar til liðs við Landvernd

SJÖ skólar hafa nýlega gengið til liðs við verkefni Landverndar, Skólar á grænni grein. Meira
12. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Nú stendur yfir sýningin "Bernskujólatréð" í...

Nú stendur yfir sýningin "Bernskujólatréð" í Punktinum, Listagilinu. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Ný sundlaug á Djúpavogi

MARGT var um manninn í Íþróttamiðstöðinni á Djúpavogi þegar ný innisundlaug var vígð nú í byrjun desember. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 324 orð

Óþægindi af GSM-truflun í bíói

ÞEIR Jón Viðar Matthíasson og Valgeir Elíasson eru ekki of hrifnir af því að GSM-tíðnin verði trufluð í Smárabíói þannig að símarnir geta ekki hringt eða pípt meðan á sýningu stendur. Meira
12. desember 2002 | Erlendar fréttir | 225 orð

Prestar krefjast afsagnar kardinála

PÁFAGARÐUR staðfesti í gær, að Bernard Law, kardináli í Boston, væri þar niðurkominn en búist er við, að erkibiskupsdæmi hans verði lýst gjaldþrota vegna mikilla bótakrafna frá fólki, sem prestar hafa beitt kynferðislegu ofbeldi. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Prófatörn senn á enda

NÚ styttist óðum í að prófum í framhaldsskólum landsins ljúki. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð

"Búkolla" valt á Jökuldal

ÖKUMAÐUR skarst á höfði þegar svonefnd námubifreið sem hann ók valt á Jökuldal. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum eru námubifreiðir stærri og breiðari en venjulegir vörubílar. Þær eru einkum notaðar við stórframkvæmdir, s.s. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 333 orð

"Fólk hefur ekki getað forgangsraðað málum"

BJÖRK Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar, segir að endurskoða þurfi verklag og vinnslu barnaverndarmála hjá Barnavernd Reykjavíkur. Hún tekur undir að álag á starfsmenn Barnaverndar sé of mikið. Meira
12. desember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 236 orð | 1 mynd

"Hér dæmir mann enginn"

"MÉR LÍÐUR mjög vel hér á Múlalundi, hér dæmir mann enginn, gónir á mann og spyr óþægilegra spurninga," segir Rakel Sveinsdóttir, sem lenti í bílslysi fyrir níu árum og hefur nú unnið á Múlalundi í næstum eitt ár. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 694 orð | 1 mynd

"Liður í ákveðinni sögu"

"ÉG held að Íslendingum sé í blóð borið að ferðast og láta útþrána seðja sig og hluti af ferðalaginu er að segja söguna þegar heim er komið," segir Ólafur Örn Haraldsson, en Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út bókina Suður á pólinn. Meira
12. desember 2002 | Erlendar fréttir | 152 orð

"Óheppilega" staðið að málum

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur það "óheppilegt" að erindrekar Bandaríkjanna skyldu taka vopnaskýrslu Íraka traustataki fyrst er hún barst í höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York á sunnudag. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 127 orð | 2 myndir

RANGUR myndatexti var með mynd, sem...

RANGUR myndatexti var með mynd, sem fylgdi kafla úr bókinni Útkall - Geysir er horfinn eftir Óttar Sveinsson í Morgunblaðinu á sunnudag. Myndin er af 23 manna björgunarleiðangri sem fór á Vatnajökul eftir að flugvélin Geysir brotlenti. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð

Rangur texti í auglýsingu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi leiðrétting frá Höfuðborgarstofu: "Í auglýsingu um athöfnina þegar ljós voru tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli, sem birtist í Morgunblaðinu hinn 7. desember sl., var farið rangt með tilvísun í texta. Meira
12. desember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 120 orð

Saga og söluvörur Múlalundar

*MÚLALUNDUR er stærsta og elsta öryrkjavinnustofa landsins ásamt því að framleiða og selja mest allra af bréfabindum og lausblaðabókum. *Starfsemin hófst árið 1959. Fyrirtækið er í eigu SÍBS og er rekið af því. Meira
12. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 50 orð | 1 mynd

Samningur KA og Dressmann

UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfssamningur milli handknattleiksdeildar KA og herrafataverslunarinnar Dressmann. Jónas Joes Mellado, stjórnarmaður í KA, t.h. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Sendiherra Bandaríkjanna afhendir trúnaðarbréf

JAMES I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum á mánudag. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Stefnir í erfiða tíma fyrir sauðfjárbændur

Á FUNDI landbúnaðarnefndar Alþingis á mánudag var farið yfir erfiða stöðu á kjötmarkaðinum en að óbreyttu stefnir í mikla umframframleiðslu á kindakjöti. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 193 orð

Stofnfundur Félags fagfólks gegn offitu verður...

Stofnfundur Félags fagfólks gegn offitu verður í dag, fimmtudaginn 12. desember, á Grand hótel, galleríi. Dagskráin hefst með málþingi kl. 17-18. Sigurður Guðmundsson landlæknir flytur ávarp. Erindi halda: Laufey Steingrímsdóttir og Ludvig Guðmundsson. Meira
12. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 148 orð

Stórt verktakafyrirtæki í burðarliðnum

ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG Eyjafjarðar, AFE, hefur ásamt þremur verktökum á Akureyri unnið að stofnun félags sem ætlunin er að verði undanfari að stóru verktakafyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu. Þetta kemur fram á netmiðlinum local.is. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 283 orð

Studdumst eingöngu við opinber gögn

SAMTÖKIN World Wide Fund for Nature segjast hafa allar staðreyndir og upplýsingar um virkjunar- og álversframkvæmdir á Austurlandi eftir opinberum gögnum og skýrslum. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Stuðningur við baráttuna gegn brjóstakrabbameini

KRABBAMEINSFÉLAGINU og Samhjálp kvenna hefur verið afhentur ágóði af sölu á treflum í tengslum við átak í október gegn brjóstakrabbameini, alls rúmlega 1.100 þúsund krónur. Meira
12. desember 2002 | Erlendar fréttir | 501 orð | 1 mynd

Taldir hafa flutt út hundruð eldflauga

NORÐUR-Kóreumenn hafa alltaf skellt skollaeyrum við ásökunum um að þeir hafi selt eldflaugar og ólíklegt er að fréttin um að þeir hafi verið staðnir að því að flytja út Scud-flaugar verði til þess að þeir láti af þessum arðvænlega útflutningi. Meira
12. desember 2002 | Miðopna | 528 orð | 1 mynd

Tankar, belgir og loft lyfta skipinu

AÐ koma 2.252 tonna skipi af hafsbotni og flytja það til hafnar er vandasamt verk. Haukur Guðmundsson, eigandi Íshúss Njarðvíkur, segir að þremur aðferðum verði beitt við að lyfta skipinu upp. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Tilhugalíf söluhæst

JÓN Baldvin - Tilhugalíf er söluhæsta bókin á Íslandi vikuna 3. til 9. desember, samkvæmt samantekt Félagsvísindastofnunar. Kolbrún Bergþórsdóttir skráði. Meira
12. desember 2002 | Erlendar fréttir | 533 orð | 1 mynd

Tímamóta vænzt í Kaupmannahöfn

Á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem hefst í Kaupmannahöfn í dag er þess vænzt, að sögn Auðuns Arnórssonar, að gengið verði frá aðildarsamningum við tíu ríki og lok "kalda-stríðs-klofnings" álfunnar þar með innsigluð. Meira
12. desember 2002 | Suðurnes | 151 orð | 1 mynd

Tókst að sannfæra bróðurinn

ÁRNI Sigfússon bæjarstjóri er ánægður með að Alur álvinnsla ehf. hefur ákveðið að byggja verksmiðju sína í Helguvík. "Þetta gerir atvinnulífið fjölbreyttara og styrkir það á viðkvæmum tíma," segir Árni. Meira
12. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 136 orð | 1 mynd

Útgáfutónleikar í Laugarborg

ÚT er kominn geisladiskur með Karlakór Eyjafjarðar, sem hlotið hefur nafnið "Gestaboð." Af því tilefni efnir kórinn til útgáfutónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld kl. 21. Á diskinum eru 18 lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 307 orð

Vatnsréttindi verði framseld til Landsvirkjunar

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að í undirbúningi væri gerð frumvarps sem heimilaði ríkinu að framselja til Landsvirkjunar vatnsréttindin í afréttum Árnessýslu. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Vona að síldin um borð sé óskemmd

NOTAST á við þrjár aðferðir við að koma Guðrúnu Gísladóttur, sem liggur á hafsbotni undan ströndum Noregs, aftur á flot. Nota á tanka, belgi og loft til að lyfta skipinu. Stefnt er að því að það verði komið til hafnar fyrir jól. Meira
12. desember 2002 | Erlendar fréttir | 441 orð | 1 mynd

Vænd um "pólitíska leiksýningu"

TILFINNINGAÞRUNGIN afsökunarbeiðni Cherie, eiginkonu Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, virtist í gær ekki hafa megnað að draga úr áhuga breskra fjölmiðla á meintum blekkingum hennar. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 198 orð | 5 myndir

Yfirlit

ÚTSÖLUÁSTAND Óvenju mikið hefur verið um tilboðsverð í verslunum undanfarið, miðað við árstíma og nemur verðlækkun allt frá 20 til 70%. Sumar vörur eru jafnvel seldar undir kostnaðarverði. Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 22 orð

ÞINGFUNDUR hefst kl.

ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Á dagskrá er umræða um 34 þingmál. M.a. verður fyrsta umræða um skipulag ferðamála og... Meira
12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 754 orð | 1 mynd

Þingmenn hvattir til að hlúa að geðheilsunni

ALLIR þingmenn fá afhenta svonefnda geðræktarkassa í dag í tengslum við þriggja ára forvarnar- og fræðsluverkefni Geðræktar, sem lýkur á næsta ári. Meira
12. desember 2002 | Erlendar fréttir | 193 orð

Þorskveiðikvóti skertur um 79%

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) samþykkti formlega í gær fyrir sitt leyti tillögu sem gerir ráð fyrir að leyfilegur veiðikvóti á þorski og ýmsum öðrum fisktegundum verði skorinn verulega niður á ESB-svæðinu. Meira

Ritstjórnargreinar

12. desember 2002 | Leiðarar | 365 orð

Grænt ljós á Kaupþing

Sænska fjármálaeftirlitið hefur samþykkt yfirtöku Kaupþings banka á sænska bankanum JP Nordiska. Í kjölfarið verður Kaupþing banki skráður í kauphöllinni í Stokkhólmi á næstu vikum. Meira
12. desember 2002 | Leiðarar | 407 orð

Launamunur kynjanna hér og erlendis

Launamunur kynjanna er umtalsverður hér á landi, það er óumdeilt. Fjöldi vandaðra kannana hefur sýnt fram á þetta og jafnvel þótt tekið sé tillit til allra þeirra þátta, sem nefndir eru sem skýringar á muninum á launum kvenna og karla, t.d. Meira
12. desember 2002 | Staksteinar | 304 orð | 2 myndir

Nýtt hagvaxtarskeið

Í endurskoðaðri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir meiri hagvexti en áður var gert. Þetta segir Viðskiptablaðið. Meira

Menning

12. desember 2002 | Skólar/Menntun | 1806 orð | 1 mynd

Aðferð til að endurreisa sjálfan sig

Uppeldi/ Form og mörk eru nauðsynleg börnum bæði á heimilum og í skólum. Gunnar Hersveinn spurði Jean Illsley Clarke um uppeldi og las bók hennar Að alast upp aftur - annast okkur sjálf. Meira
12. desember 2002 | Fólk í fréttum | 541 orð | 1 mynd

* ARI Í ÖGRI: Óskar Einarsson...

* ARI Í ÖGRI: Óskar Einarsson leikur og syngur laugardagskvöld. * ASTRÓ: Hljómsveitin Land og synir skemmtir föstudagskvöld. * AUSTURBÆR: Páll Rósinkranz með útgáfutónleika laugardagskvöld kl. 20:00. X-Mas. Meira
12. desember 2002 | Menningarlíf | 172 orð | 1 mynd

Á Jakobsvegi - hugsað upphátt á...

Á Jakobsvegi - hugsað upphátt á pílagrímaleiðinni til Santiago de Compostela er frásögn Jóns Björnssonar af leiðinni og sögunni sem tengist henni en hann fór árið 2001 í pílagrímsferð til Santiago de Compostela. Meira
12. desember 2002 | Fólk í fréttum | 276 orð | 1 mynd

Bullandi Beastie Boys

Á DÖGUNUM leit dagsins ljós útgáfan sem Beastie Boys-unnendur hafa beðið eftir með öndina í hálsinum; allt heila klabbið jafnt í hljóði sem mynd. Meira
12. desember 2002 | Fólk í fréttum | 664 orð | 1 mynd

Erfiðast að spila heima

SIGUR Rós heldur tvenna tónleika hérlendis, í kvöld og á morgun í Háskólabíói, en hljómsveitin er nýkomin úr tveggja mánaða strembnu tónleikaferðalagi um Evrópu og Bandaríkin. Meira
12. desember 2002 | Menningarlíf | 114 orð | 1 mynd

Fagrar jólatónperlur sungnar

KARLAKÓR Reykjavíkur heldur fimm aðventutónleika fyrir komandi jól í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð. Fyrstu tónleikarnir verða annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 21, tvennir tónleikar verða á laugardag og sunnudag, kl. 19 og kl. 22 á laugardag og kl. Meira
12. desember 2002 | Fólk í fréttum | 645 orð | 1 mynd

Fjölbreytt og fjörugt spil

Nokkur ný og forvitnileg spil koma út fyrir þessi jól. Sunna Ósk Logadóttir hóaði í eftirlætisspilafélagana og spreytti sig í Party & Co. Meira
12. desember 2002 | Menningarlíf | 346 orð | 1 mynd

Fjölmargar áskoranir samþykktar

AÐALFUNDUR Bandalags íslenskra listamanna var haldinn á dögunum. Á fundinum var Tinna Gunnlaugsdóttir samhljóða endurkjörin forseti BÍL til næstu tveggja ára, en hún hefur gegnt því embætti frá árinu 1998. Meira
12. desember 2002 | Skólar/Menntun | 146 orð

Frá sex til tólf ára

Fimmta stig í því að alast upp aftur samkvæmt Jean I. Clarke og Conie Dawson nefnist formgerð og stendur frá sex ára aldri til tólf ára. Stigin í enduruppeldinu er átta. Meira
12. desember 2002 | Menningarlíf | 105 orð | 1 mynd

Frásögn

Hjálp að handan - Sex læknamiðlar segja frá er skráð af Svövu Jónsdóttur. Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Þau eru læknamiðlar, heilarar sem sækja kraft til annars heims til að ráða bót á meinum skjólstæðinga sinna. Meira
12. desember 2002 | Menningarlíf | 93 orð | 1 mynd

Geimverur

Gestir utan úr geimnum er eftir Preston Dennett í þýðingu Helga Grímssonar. Í þessari bók segir frá því sem efst er á baugi í rannsóknum á fljúgandi furðuhlutum. Meira
12. desember 2002 | Fólk í fréttum | 190 orð | 1 mynd

GÍTARGOÐIÐ Pete Townshend segir í viðtali...

GÍTARGOÐIÐ Pete Townshend segir í viðtali við breska götublaðið The Sun í vikunni að hann sé svo að segja alveg heyrnarlaus. Meira
12. desember 2002 | Menningarlíf | 482 orð | 1 mynd

Gullmolar í öskustó

Davíð Þór Jónsson píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Helgi Svavar Helgason trommur, slagverk og hljóðsmala ásamt Eiríki Orra Ólafssyni trompet, Jóeli Pálssyni sópran- og tenórsaxófóna og Matthíasi M.D. Hemstock trommur og slagverk. Hljóðritað í sal FÍH í janúar 2002. Ómi Jazz 006. Meira
12. desember 2002 | Menningarlíf | 148 orð | 1 mynd

Handbók

Gerðu það bara - handbók fyrir stelpur sem vilja vera stórar er eftir Guðrúnu G. Bergmann . Bókin fjallar um ýmsar aðferðir og leiðir sem hægt er að fara til að öðlast ánægjulegra og innihaldsríkara líf, segir í fréttatilkynningu. Meira
12. desember 2002 | Menningarlíf | 156 orð | 1 mynd

Handbók

Að alast upp aftur: Annast okkur sjálf, annast börnin okkar er eftir Jean Illsley Clarke og Connie Dawson í þýðingu Helgu Ágústsdóttur . Yfirfarið af Sigurði A. Magnússyni. Meira
12. desember 2002 | Menningarlíf | 465 orð | 1 mynd

Hrásalur, Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13 Jólatónleikar...

Hrásalur, Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13 Jólatónleikar tónlistardeildar verða kl. 20. Meira
12. desember 2002 | Menningarlíf | 145 orð | 1 mynd

Hugleikur með Klundurjól

LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur hefur undanfarin ár boðið upp á jólaskemmtun í Kaffileikhúsinu. Að þessu sinni hefur dagskráin hlotið yfirskriftina Klundurjól og verður sýnt kl. 20 annað kvöld, föstudagskvöld og á sunnudagskvöld. Meira
12. desember 2002 | Fólk í fréttum | 163 orð | 1 mynd

Jólasveinar bregða á leik

JÓLASVEINAVÍSUR Jóhannesar úr Kötlum lifna við í Borgarleikhúsinu næstu helgi en þær hafa verið færðar í leikbúning. Einnig verður ýmislegt tengt jólunum rifjað upp og hver syngur með sínu nefi. Meira
12. desember 2002 | Menningarlíf | 220 orð | 1 mynd

Kammerkór Langholtskirkju fagnar nýrri geislaplötu

KAMMERKÓR Langholtskirkju fagnar nýrri geislaplötu sinni með útgáfutónleikum í Langholtskirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Meira
12. desember 2002 | Fólk í fréttum | 733 orð | 1 mynd

Lífræn hljóð

EKKI GERA allar plötur boð á undan sér og þannig áttu líkast til fáir von á plötu með tónlistarmanni sem kallar sig Mugison, eða vita yfirleitt hver þessi Mugison er. Meira
12. desember 2002 | Fólk í fréttum | 140 orð | 1 mynd

Margt býr í myrkrinu

Bandaríkin 2001. Bergvík VHS. Bönnuð innan 16 ára. (91 mín.) Leikstjórn og handrit Larry Fessenden. Aðalhlutverk Patricia Clarkson, Jake Weber. Meira
12. desember 2002 | Menningarlíf | 773 orð | 1 mynd

Með stórt hjarta

ELEGIA er yfirskrift danssýningar sem Pars Pro Toto efnir til á morgun og laugardag í samstarfi við Borgarleikhús, Rússíbana og slagverkshópinn Bendu. Meira
12. desember 2002 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd

Myndband

Silungur á Íslandi er myndband eftir Eggert Skúlason veiðimann og Friðrik Guðmundsson kvikmyndagerðarmann. Fjallað er um silungsveiði í tveimur norðlenskum veiðiám, Laxá í Mývatnssveit og Eyjafjarðará. Meira
12. desember 2002 | Menningarlíf | 415 orð | 1 mynd

"Þrautþjálfað hugmyndaflug"

SKÁLDSAGAN Augu þín sáu mig eftir Sjón kom nýverið út hjá danska bókaforlaginu Borgen. Undanfarið hafa birst lofsamlegir dómar í þarlendum blöðum um verkið. Meira
12. desember 2002 | Fólk í fréttum | 431 orð | 2 myndir

Sannkallað rokk

Fyrir ofan himininn, breiðskífa hljómsveitarinnar Sign sem skipuð er þeim Ragnari Zolberg sem leikur á gítar og syngur, Agli Erni sem leikur á trommur, Baldvin Frey sem leikur á gítar og Sigurði Ágústi sem leikur á bassa og syngur bakraddir. Einnig leika þeir Ingó og Silli Geirdal á gítar í einu lagi. Upptöku stýrðu feðgarnir Ragnar Zolberg og Rafn Jónsson, en Rafn sá einnig um takkastjórn og hljóðblöndun. R&R músík gefur út. Meira
12. desember 2002 | Fólk í fréttum | 101 orð | 3 myndir

Seiðandi stemning

GÓÐ stemning var í Austurbæ á föstudags- og laugardagskvöld þar sem fram fór afró- og magadanssýning ættuð frá Kramhúsinu. Sýningin var haldin fyrir tilstilli magadanskennarans Josy Zareen og afrókennarans Orvilles Pennants. Meira
12. desember 2002 | Tónlist | 660 orð

Silfurraddir gulli betri

Ýmis smærri kórverk eftir Tye, Palestrina, Mozart, Sandvold, Mørk Karlsen, Holmboe, Nystedt, Alnæs, Franck, Schütz, A. Scarlatti*, Stanford og Händel auk Resurrexit f. orgel e. Nystedt og norsk jólalög í úts. Pers Steenbergs. Tore Erik Mohn, orgel; Drengjakór norska ríkisútvarpsins u. stj. Torsteins Grythes og T. E. Mohns*. Sunnudaginn 8. desember kl. 20. Meira
12. desember 2002 | Tónlist | 605 orð | 1 mynd

Smáir og háir á sinfóníutónleikum

ásamt 60 ungum Suzuki-fiðlunemendum frá Akureyri, Borgarnesi, Dalvík, Kópavogi, Reykjavík og Reykjanesbæ. Einleikari: Pál Barna Szabó. Sögumaður: Skúli Gautason. Einsöngvari: Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson. Meira
12. desember 2002 | Fólk í fréttum | 378 orð | 1 mynd

Öfug átt

5ta herdeildin er Gímaldin (söngur, gítar, mandólín, forritun), Loftur S. Loftsson (bassi/söngur), Sonja Lind Eyglóardóttir og Unnur Andrea Einarsdóttir söngur, Þórdís Claessen, ásláttur í 2 lögum og Elvar Geir Sævarsson gítar í einu lagi. Upptaka og hljóðblöndun: Gísli Magnússon. Ógrunduð forsjá gefur út. Meira

Umræðan

12. desember 2002 | Aðsent efni | 487 orð | 1 mynd

Áhrif vafasamra verðbóta

"Það er ekki nóg með að almenningi blæði beint vegna allra þessara hækkana, heldur verða blæðingarnar líka innvortis þar sem þær hækka skuldirnar að auki." Meira
12. desember 2002 | Aðsent efni | 490 orð | 1 mynd

Bækur og smjörlíki

"Í raun er minni munur á bókaskápum og kæliskápum landsmanna en virðist við fyrstu sýn." Meira
12. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 432 orð

Eru bein barnsins farin að skekkjast?

SONUR minn á unglingsaldri fór í mælingu hjá stoðtækjafyrirtæki sl. vor. Hann var farinn að kvarta um bakverki. Kom í ljós að beinabygging hans var farin að skekkjast sem orsakaði mikið misræmi á lengd leggja hans. Meira
12. desember 2002 | Aðsent efni | 769 orð | 1 mynd

Evrópusambandið og skuldir heimilanna

"Þessi samanburður sýnir að gömlu góðu lánin hjá Íbúðalánasjóði eru í raun okurlán, að ekki sé nú talað um íslensk bankalán." Meira
12. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 449 orð

Félagsstarf Reykjavíkurborgar

FÉLAGSMÁLASTJÓRA hefir verið sent þetta bréf en hinsvegar þykir ástæða til að það komi fyrir sjónir almennings. Hér á Sléttuvegi 11-13 Rvk. bárust okkur kaldar kveðjur í fjölmiðlum fyrir fám dögum. Meira
12. desember 2002 | Aðsent efni | 369 orð | 1 mynd

Fokið í öll skjól

"Aldrei kom til þess, að borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna óskaði eftir fjármunum úr borgarsjóði." Meira
12. desember 2002 | Aðsent efni | 342 orð | 1 mynd

Framadagar 2003

"Reynt verður að hafa spennandi fyrirlestra og fyrirlesara á dagskrá." Meira
12. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 209 orð | 1 mynd

Gleðileg tíðindi úr umferðinni

AÐ undanförnu hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verið með öflugt eftirlit vegna hugsanlegs ölvunaraksturs - enda hefur desember oft reynst sá mánuður ársins sem mest er um slík lögbrot í umferðinni. Meira
12. desember 2002 | Aðsent efni | 549 orð | 1 mynd

Hafa skal það er sannara reynist

"Tilgangurinn hefur löngum helgað meðalið í samskiptum æðstu stjórnenda LSV við þá sem vogað hafa sér að álykta út frá gögnum Landsvirkjunar ..." Meira
12. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 223 orð

Hundalógík Japísmanna

UM daginn spurði maður eftir nýlegri íslenskri plötu í versluninni Japís við Laugaveg. Enginn í afgreiðslunni kannaðist við að hún væri til sölu í búðinni. Leið nú og beið. Loks kom verslunarstjórinn og bað manninn að fylgja sér. Meira
12. desember 2002 | Aðsent efni | 825 orð | 1 mynd

Jarðbundnar tilfinningar

"...við eigum falleg gull, sem við skulum ekki brjóta og týna." Meira
12. desember 2002 | Aðsent efni | 502 orð | 1 mynd

Jólahrollvekja

"Þessar hækkanir auka á erfiðleika og fátækt." Meira
12. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 255 orð

Leikskólamál

ÉG er atvinnulaus og eiginmaðurinn láglaunamaður. Ég las um það að hækka ætti leikskólagjöld og verð ég að lýsa vanþóknun minni á því. Ég er með tvö börn á leikskóla í dag, og þó svo að afslátturinn sé góður fyrir annað barnið þá er það ekki nóg. Meira
12. desember 2002 | Aðsent efni | 551 orð | 1 mynd

Listin að rækta sambandið

"Þessir höfðingjar virðast kunna hvergi við sig nema í skotgröfunum." Meira
12. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 380 orð

Lúalegar aðfarir Í FURUGERÐI 1 þar...

Lúalegar aðfarir Í FURUGERÐI 1 þar sem ég bý er meðalaldur vistmanna um 85 ár og meirihlutinn notar göngugrindur. Nú á að fara að flækja þessu fólki í rútum um allan bæ í handavinnu vegna þess að leggja á niður handavinnuna á staðnum. Meira
12. desember 2002 | Aðsent efni | 619 orð | 2 myndir

Ný menntastefna

"Heyrst hefur að háskólar sendi rútur í framhaldsskólana til að smala stúdentsefnum áður en keppinautarnir nái tökum á þeim." Meira
12. desember 2002 | Aðsent efni | 398 orð | 1 mynd

Óvæginn penni og baráttumaður

"Rudolf Augstein skrifaði yfir eitt þúsund ritstjórnargreinar á ferli sínum og lá aldrei á eigin skoðunum." Meira
12. desember 2002 | Aðsent efni | 729 orð | 2 myndir

Reynsla annarra

"Fiskifræði og rannsóknir á lífríki hafsins eru einhverjar þær mikilvægustu sem Íslendingar geta stundað." Meira
12. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 208 orð | 1 mynd

Sameining við Grindavík hvergi verið rædd

MIKLAR umræður hafa spunnist undanfarna daga vegna ummæla sem Árni Magnússon, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar, lét falla í viðtali er birtist í Morgunblaðinu 8. desember. Meira
12. desember 2002 | Aðsent efni | 227 orð | 1 mynd

Umbúðavæðing Björns Bjarnasonar

"Björn Bjarnason velur sér þann stíl að gera formið og umbúðirnar að aðalatriði." Meira
12. desember 2002 | Aðsent efni | 890 orð | 1 mynd

Upplifun í Angóla

"Vatnið er rosalega mikilvægt." Meira
12. desember 2002 | Aðsent efni | 806 orð | 1 mynd

Vont er þeirra ranglæti, verra er þeirra réttlæti!

"Ríkisstyrkir drepa niður alla skapandi hugsun og frumkvæði." Meira
12. desember 2002 | Aðsent efni | 552 orð | 1 mynd

Þokukennd fjárlög ríkisins

"Kannski er það svo að þeir sem ráða hjá ríkinu vilji hafa fjárlög og ársreikninga ríkissjóðs með þeim hætti að ekki alltof auðlesanlegt sé." Meira

Minningargreinar

12. desember 2002 | Minningargreinar | 1833 orð | 1 mynd

ÁRNI GUÐJÓNSSON

Árni Guðjónsson trésmíðameistari frá Oddsstöðum í Vestmannaeyjum fæddist 12. mars 1923. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 25. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2002 | Minningargreinar | 2365 orð | 1 mynd

ÁSGRÍMUR SIGURÐSSON

Ásgrímur Sigurðsson fæddist á Miðlandi í Öxnadal 5. febrúar 1953. Hann lést 4. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jónína Ásgrímsdóttir, f. 7. febrúar 1929, og Sigurður Jónasson, f. 11. maí 1923, búsett á Efstalandi í Öxnadal. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2002 | Minningargreinar | 347 orð | 1 mynd

GYÐA ÓLAFSDÓTTIR

Gyða Ólafsdóttir fæddist á Akranesi 7. júlí 1946. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 20. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogskirkju 29. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2002 | Minningargreinar | 339 orð | 1 mynd

HREINN PÁLSSON

Hreinn Pálsson fæddist í Reykjavík 12. desember 1957. Hann lést 28. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. júlí. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2002 | Minningargreinar | 799 orð | 1 mynd

JÓNHEIÐUR NÍELSDÓTTIR

Jónheiður Níelsdóttir fæddist á Æsustöðum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 21. maí 1916. Hún andaðist á Elli- og dvalarheimilinu Grund 5. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurlína Rósa Sigtryggsdóttir, f. 5. júlí 1876, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2002 | Minningargreinar | 250 orð | 1 mynd

MARGRÉT EYJÓLFSDÓTTIR

Margrét Eyjólfsdóttir fæddist á Melum í Fljótsdal 12. desember 1927. Hún andaðist á Hjúkrunardeild HSSA á Höfn 25. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Valþjófsstaðarkirkju í Fljótsdal 2. september. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2002 | Minningargreinar | 2990 orð | 1 mynd

REYNIR ÁRMANNSSON

Reynir Ármannsson fv. deildarstjóri hjá Póststofunni í Reykjavík fæddist á Signýjarstöðum í Borgarfirði 11. ágúst 1922. Hann lést á Grund 4. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2002 | Minningargreinar | 4646 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR GYÐA SIGURÐARDÓTTIR

Sigríður Gyða Sigurðardóttir fæddist 13. desember 1934. Hún andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans - háskólasjúkrahúss við Hringbraut 29. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Seltjarnarneskirkju 10. desember. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2002 | Minningargreinar | 1302 orð | 1 mynd

ÞÓRHILDUR MAGNÚSDÓTTIR

Þórhildur Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 21. janúar 1958. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Þór Mekkinósson kaupmaður, f. 16. júní 1928, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2002 | Minningargreinar | 1434 orð | 1 mynd

ÖSP VIÐARSDÓTTIR

Ösp Viðarsdóttir fæddist í Reykjavík 27. júlí árið 2000. Hún lést á barnadeild Landspítalans við Hringbraut hinn 3. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Anna Karen Kristjánsdóttir, f. 6. mars 1975, og Viðar Tómasson, f. 18. júní 1970. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

12. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 244 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 113 113 113...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 113 113 113 447 50,511 Gellur 490 440 454 270 122,500 Grálúða 168 168 168 40 6,720 Gullkarfi 124 30 115 6,104 704,257 Hlýri 180 140 166 3,746 623,547 Háfur 60 10 28 97 2,720 Keila 96 30 86 18,351 1,580,560 Kinnar 240 240 240... Meira

Daglegt líf

12. desember 2002 | Neytendur | 28 orð | 1 mynd

Brie-ostur með engiferrönd

Brie með engiferrönd er nýr ostur frá Ostahúsinu. Í fréttatilkynningu kemur fram að brie-osturinn sé mildur með ljúffengu eftirbragði. Einnig er jólaosturinn kominn í verslanir svo og... Meira
12. desember 2002 | Neytendur | 111 orð

Brunaútsala hjá NoaNoa

Í dag opnar verslunin NoaNoa brunaútsölu í Ingólfsstræti 5 þar sem allar vörurnar úr versluninni sem brann á Laugavegi 42 verða í fjóra daga seldar með miklum afslætti. Meira
12. desember 2002 | Neytendur | 683 orð | 1 mynd

Hangikjöt og annar jólamatur

BÓNUS Gildir 12.-17. des. nú kr. áður kr. mælie.verð Ali hamborgarhryggur m/ beini 908 1.168 908 kr. kg Eðal reyktur lax 1.299 1.999 1.299 kr. kg Eðal grafinn lax 1.299 1.999 1.299 kr. kg NN túnfiskur í dós, 185 g 39 59 211 kr. kg FL. Meira
12. desember 2002 | Neytendur | 47 orð

Mountain Dew á Íslandi

Mountain Dew, þriðji mest seldi gosdrykkur Bandaríkjanna, kemur í verslanir á Íslandi næstkomandi föstudag. Ölgerðin Egill Skallagrímsson er framleiðandi og umboðsaðili Mountain Dew á Íslandi. Meira
12. desember 2002 | Neytendur | 1223 orð | 3 myndir

Samkeppnin fyrir jól sjaldan verið harðari

Margar verslanir bjóða nú vörur á lækkuðu verði sem nemur 20-70% og dæmi eru um að vörur séu seldar undir kostnaðarverði. Slíkur afsláttur hefur ekki tíðkast í desember. Hildur Einarsdóttir ræddi við nokkra forsvarsmenn í verslun og kynnti sér tilboðin. Meira

Fastir þættir

12. desember 2002 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 12. desember, er sjötugur Kristinn Jónsson, Hátúni 10b, Reykjavík . Hann er að heiman í... Meira
12. desember 2002 | Í dag | 555 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa á fimmtudögum milli kl. 14-17 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. Meira
12. desember 2002 | Fastir þættir | 74 orð

Bridsfélag Hreyfils Daníel Halldórsson og Ragnar...

Bridsfélag Hreyfils Daníel Halldórsson og Ragnar Björnsson hafa tekið afgerandi forystu í aðaltvímenningi vetrarins en þeir eru með 61,5% skor eftir tvö kvöld. Staða efstu para er annars þessi: Daníel - Ragnar 96 Arnar Arngrímss. - Valdimar Elíass. Meira
12. desember 2002 | Fastir þættir | 51 orð

Bridsfélag Suðurnesja Fjögurra kvölda hraðsveitakeppni lauk...

Bridsfélag Suðurnesja Fjögurra kvölda hraðsveitakeppni lauk síðastliðinn mánudag. Eins og undanfarin ár er Sparisjóðurinn í Keflavík skotheldur og átti sigur vísan fyrir síðasta leik. Sparisjóðurinn í Keflavík 136 Sveit Kristjáns Kristjánss. Meira
12. desember 2002 | Fastir þættir | 91 orð

Brids í Borgarfirði Mánudaginn 9.

Brids í Borgarfirði Mánudaginn 9. desember var spilaður einskvöldstvímenningur með þátttöku 15 para. Flemming og Guðmundur hafa sýnilega notað vikuna vel því eftir ófarir síðasta mánudag urðu þeir vel efstir með rúm 67% skor. Meira
12. desember 2002 | Fastir þættir | 66 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Unglinganámskeið - lokamót Undanfarnar vikur hafa nokkrir unglingar á aldrinum 11-14 ára sótt bridsnámskeið hjá Ljósbrá Baldursdóttur. Meira
12. desember 2002 | Fastir þættir | 126 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Dalvíkur og Ólafsfjarðar Mikil gróska hefur verið hjá félaginu í haust og spilað á 6 borðum. Félagið er byrjað að nýta sér mótaforritið frá BSÍ en vantar enn sína eigin tölvu og prentara. 25. nóv. Meira
12. desember 2002 | Fastir þættir | 301 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Sögulegur sigur Bandaríkjamanna á HM í París 2001 lyfti Kyle Larsen úr djúpi gleymskunnar, en Larsen var undrabarn við spilaborðið fyrir fjórum áratugum: "Sennilega besti ungliðinn fyrr og síðar," segir Bob Hamman og rifjar upp eftirfarandi... Meira
12. desember 2002 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí sl. í Þingvallakirkju af sr. Braga Skúlasyni þau Elín Ögmundsdóttir og Óli Þór Hilmarsson. Með þeim eru börn þeirra Dagmar og... Meira
12. desember 2002 | Viðhorf | 906 orð

Einhleypa í pólitík

[...] af 97.700 heimilum í landinu í fyrra voru 22.400 þeirra einstaklingsheimili, semsé 22,9% af heildinni - mun stærra hlutfall en t.d. hlutfall heimila einstæðra foreldra (8,9%). Meira
12. desember 2002 | Fastir þættir | 91 orð

Félag eldri borgara í Kópavogi Það...

Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 20 pör til keppni þriðjudaginn 3. des. sl. og urðu úrslit eftirfarandi í N/S: Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. Meira
12. desember 2002 | Fastir þættir | 68 orð

Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði...

Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á tólf borðum mánudaginn 9. des. sl. Miðlungur 220. Beztum árangri náðu: NS Heiður Gestsdóttir og Unnur Jónsdóttir 274 Einar Markúss. og Sverrir Gunnarss. Meira
12. desember 2002 | Dagbók | 854 orð

(Jóh. 17, 5.)

Í dag er fimmtudagur 12. desember, 346. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til. Meira
12. desember 2002 | Dagbók | 42 orð

JÓLAKVÆÐI

Einn er eldstólpi undra bjartur, mitt í myrkrum vetrar. Upp af eyðimörk, ofar himnum, leggur ljóma þann. Gekk ég einn á æskuvetri myrkvið húms og harma. Varð mér vegleysa villum hugar feigðvæn fram í veröld. - - - Kom þá hinn krýndi Konungur dýrðar. Meira
12. desember 2002 | Í dag | 99 orð | 1 mynd

Jólasamvera eldri borgara í Laugarneskirkju

NÚ blásum við til hinnar árlegu jólasamveru eldri borgara í Laugarneskirkju fimmtudaginn 12. desember kl. 14. Að venju er margt á döfinni við það tækifæri. Meira
12. desember 2002 | Fastir þættir | 143 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 a6 7. a4 g6 8. Bf4 Bg7 9. h3 O-O 10. e3 Rh5 11. Bh2 f5 12. Be2 f4 13. exf4 Rxf4 14. O-O Rd7 15. Dd2 g5 16. Re4 h6 17. Rxd6 Re5 18. Bxf4 Hxf4 19. Rxc8 Hxc8 20. Rxe5 Bxe5 21. Bg4 Hb8 22. Hae1 Dd6... Meira
12. desember 2002 | Fastir þættir | 118 orð

Sparisjóðurinn vann Hraðsveitamótið á Akureyri Þriðjudaginn...

Sparisjóðurinn vann Hraðsveitamótið á Akureyri Þriðjudaginn 10. desember lauk Hraðsveitamóti Sparisjóðs Norðlendinga. Eftir hörkuspennandi síðustu lotu var það sveit Sparisjóðs Norðlendinga sem stóð uppi sem sigurvegari. Meira
12. desember 2002 | Fastir þættir | 521 orð

Víkverji skrifar...

Þá er Ár fjallanna að renna sitt skeið á enda og Herðubreið, drottning íslenskra fjalla, staðfesti vinsældir sínar og virðingu hjá þeim sem kusu fjallið í vinsældakosningu. Já, Herðubreið er ekki árennilegt fjall, var fyrst klifið árið 1908. Meira

Íþróttir

12. desember 2002 | Íþróttir | 150 orð

Dortmund fylgist með Jóhannesi Karli

ÞÝSKU meistararnir í Dortmund og enska úrvalsdeildarliðið Charlton hafa samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins spurst fyrir um íslenska landsliðsmanninn Jóhannes Karl Guðjónsson sem er á mála hjá spænska 1. deildarliðinu Real Betis. Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 57 orð | 1 mynd

Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Frakkinn...

Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Frakkinn Michel Platini voru íbyggnir á svip áður en lokakynning sjö umsækjenda um EM árið 2008 fór fram í Nyon í Sviss í gær. Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 114 orð

Einar með 9 mörk fyrir Massenheim

EINAR Örn Jónsson skoraði 9 mörk fyrir Wallau Massenheim og var markahæstur sinna manna sem burstuðu Werratal, 38:26, í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnnar í handknattleik í gærkvöld. Annað Íslendingalið var í eldlínunni. Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 190 orð

Gebreselassie fékk milljónirnar í Doha

HAILE Gebreselassie frá Eþíópíu setti í gær nýtt heimsmet í 10 km götuhlaupi í Doha en gamla metið átti Sammy Kipketer frá Kenía. Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 337 orð | 1 mynd

* GUÐFINNUR Kristmannsson og lærisveinar hans...

* GUÐFINNUR Kristmannsson og lærisveinar hans í Wasaiterna steinlágu á heimavelli, 32:17, fyrir Sävehof í sænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi og skoraði Guðfinnur 2 marka sinna manna. Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 259 orð

Keflavík mætir KR í úrslitum

EFTIR tvö töp fyrir Grindavík í 1. deild kvenna í körfuknattleik sneru KR-stúlkur við blaðinu og unnu 62:52 í vesturbænum í gærkvöld, sem skilar þeim í úrslit Kjörísbikars kvenna. Þar mæta þær Keflavík, sem sigraði ÍS 85:68 í Kennaraháskólanum en um tíma náðu Stúdínur forskoti ósigraðra Keflavíkurstúlkna niður í 6 stig. "Mér líst vel á að mæta KR í úrslitum og ekki óvön því en ég átti reyndar ekki von á sigri þeirra," sagði Anna María Sveinsdóttir, þjálfari og leikmaður Keflavíkur. Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 331 orð

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Barcelona -...

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Barcelona - Newcastle 3:1 Daniel Garcia Dani 7., Patrick Kluivert 35., Thiago Motta 58. - Foluwashola Ameobi 24. - 45.100. Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 9 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersport-deild: Ásvellir: Haukar...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersport-deild: Ásvellir: Haukar - Grindavík 19.15 Hlíðarendi: Valur - Tindastóll 19. Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 450 orð | 1 mynd

Meistarar Real í vanda

EVRÓPUMEISTARAR Real Madrid eru búnir að koma sér í veruleg vandræði í milliriðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2:2 jafntefli á móti rússneska liðinu Lokomotiv Moskva á heimavelli sínum í Madrid í gærkvöld. Meistararnir hafa aðeins 1 stig eftir tvo leiki en AC Milan trónir á toppi riðilsins með 6 stig. Barcelona vann 10. sigur sinn í röð - sigraði Newcastle og Manchester United og Juventus unnu sannfærandi sigra á mótherjum sínum. Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 322 orð

Mun Johansson koma öllum á óvart?

MUN hinn sænski Lennart Johansson forseti UEFA fórna umsókn Norðurlandanna um EM árið 2008 til þess að ná sér niðri á Sepp Blatter forseta FIFA og gera honum þar með stóran grikk? Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Noregur með fullt hús stiga

EVRÓPUKEPPNI kvennalandsliða í handknattleik er langt á veg komin en í gær fóru fram sex leikir í milliriðlunum tveimur. Í 1. riðli eru það gestgjafarnir, Danir, Frakkar og Júgóslavar sem berjast um tvö efstu sætin sem tryggja farseðil í undanúrslitin.Í hinum riðlinum eru Norðmenn með vænlega stöðu og fullt hús stiga en Evrópumeistaralið Ungverja og Heimsmeistaralið Rússa er enn með í baráttunni um verðlaun á mótinu. Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 473 orð | 1 mynd

* OLA Lindgren , varnarmanninum sterka...

* OLA Lindgren , varnarmanninum sterka hjá þýska handknattleiksliðinu Nordhorn, hefur verið boðið að taka við þjálfun liðsins á næstu leiktíð þegar Kent Harry Andersson, núverandi þjálfari, rær á önnur mið. Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 176 orð

Silfur og met hjá Kristínu Rós

KRISTÍN Rós Hákonardóttir vann til silfurverðlauna í sínum flokki í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í Argentínu í gærkvöld. Kristín Rós tvíbætti Íslandsmetið í greininni. Hún synti á 1. Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 87 orð

Stórsigur hjá Haukabönum

ADEMAR Leon, andstæðingar Hauka í Evrópukeppni bikarhafa, unnu í gærkvöldi átta marka sigur á Granollers á útivelli, 33:25, í spænsku 1. deildinni í handknattleik. Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 223 orð

Uppgjör erkifjendanna í Hafnarfirði

EFSTA lið 1. deildar karla, Valur, dróst gegn Aftureldingu í undanúrslitum bikarkeppninnar þegar dregið var í gær og fá Valsmenn heimaleik. Í hinum undanúrslitaleiknum í karlaflokki mætast silfurlið tveggja síðustu ára, HK og Fram, í Digranesi. Viðureignir undanúrslitanna fara fram miðvikudaginn 12. febrúar. Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 140 orð

Veðbankar trúa á Austurríki og Sviss

ÞEIR sem stunda veðmál um allt á milli himins og jarðar í Evrópu hafa mesta trú á því að Austurríki og Sviss fái að halda Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu árið 2008. Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 121 orð

Þau keppa á EM

Örn Arnarson 50 m baksund (14. des.) 100 m baksund (14. des) 200 m baksund (12. des) 100 m skriðsund (13. des) Jakob Jóhann Sveinsson 100 m bringusund (12. des.) 200 m bringusund (15. des.) Jón Oddur Sigurðsson 50 m bringusund (14. des. Meira
12. desember 2002 | Íþróttir | 477 orð | 1 mynd

Örn mætir þeim bestu í Riesa

SJÖ af átta íslenskum keppendum á Evrópumeistaramótinu í sundi í stuttri laug, verða í eldlínunni á fyrsta degi mótsins, en það verður sett í Riesa í Þýskalandi í dag. Íslensku keppendurnir keppa alls í 20 greinum á mótinu og bíða flestir spenntir eftir því hvað Örn Arnarson gerir í baksundinu en hann hefur leik í 200 metrunum í dag. Meira

Viðskiptablað

12. desember 2002 | Viðskiptablað | 387 orð | 1 mynd

2% verðbólga síðustu tólf mánuði

VERÐBÓLGA síðustu 12 mánuði er 2%, en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,07% í nóvember. Hún var 223,9 stig í desemberbyrjun og hafði hækkað um 0,2 stig frá fyrri mánuði. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 296 orð

Afleiðingar olíuslyss

FISKMARKAÐIR á Spáni eru nú farnir að finna fyrir afleiðingum þess er gríska olíuskipið Prestige sökk í hafið um 250 kílómetra undan norðvesturströnd landsins í síðasta mánuði. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 122 orð

ATV sett á athugunarlista

Í gær var tilkynnt um að Kauphöll Íslands hefði sett AcoTæknival, ATV, á athugunarlista vegna viðræðna um sölu á verslunum félagsins. Viðræður eru í gangi við nokkra aðila um sölu á verslanasviði AcoTæknivals . Verslanasvið AcoTæknivals hf. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 202 orð | 1 mynd

Auglýsingaiðnaðurinn að taka við sér?

HELSTU markaðsspámenn í Bandaríkjunum segja að auglýsingaiðnaðurinn þar í landi muni halda áfram að styrkjast á næsta ári en á þessu ári jókst sala auglýsinga um 2,6% eftir að hafa þolað stóran skell á árinu 2001. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 538 orð | 1 mynd

Aukin áhætta hlutabréfasjóða

Íslenska hlutabréfasjóðnum, sem skráður er í Kauphöll Íslands, hefur verið breytt í Fjárfestingarfélagið Atorku. Ekki er aðeins um nafnbreytingu að ræða, eðli sjóðsins hefur einnig verið breytt. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 214 orð

Bátar

Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 326 orð | 1 mynd

Betri horfur í efnahagsmálum

Fjármálaráðherra Rúmeníu, hr. Mihai Nicolae Tanasescu, segir að töluverður árangur hafi náðst í efnahagsmálum í landinu að undanförnu. Hann flutti erindi á fundi Útflutningsráðs og forsætisráðuneytisins um stöðu og þróun efnahagsmála í Rúmeníu. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 2958 orð | 1 mynd

Búinn að byggja upp gott landslið

Jón Hjaltalín Magnússon rekur fyrirtækið Altech JHM hf., sem framleiðir tæki til álframleiðslu og hefur smám saman vaxið að burðum síðustu fimmtán ár. Ívar Páll Jónsson rabbaði við Jón, sem e.t.v. er kunnastur sem handknattleiksmaður og talsmaður íþróttarinnar á Íslandi. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 1138 orð | 1 mynd

Efasemdir um árangur af sparnaðaráformum

SPARNAÐUR ríkisins í innkaupum á svonefndu rafrænu markaðstorgi, samkvæmt innkaupastefnu ríkisins sem ríkisstjórnin samþykkti 15. nóvember síðastliðinn, hefur í för með sér kostnaðarauka fyrir seljendur, að mati Samtaka verslunarinnar FÍS. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 958 orð | 2 myndir

Ekki lengur grundvöllur fyrir útgerðinni

Sigurður Friðriksson, útgerðarmaður og aflaskipstjóri á Guðfinni KE, hefur söðlað um, selt útgerðina og keypt sér krókabát. Hann sagði Helga Mar Árnasyni að það væri síður en svo búið að berja sig í gólfið, hann væri ennþá í hringnum, tvíefldur. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 8 orð

Erlend skip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 735 orð | 1 mynd

Fjárfestar æ kröfuharðari um upplýsingar

UPPLÝSINGAGJÖF og fjárfestatengsl eru forsenda fyrir auknum seljanleika, meiri trúverðugleika og ríkari þátttöku erlendra fjárfesta á verðbréfamarkaði, sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, á ráðstefnu um fjárfestatengsl á þróuðum... Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 348 orð | 1 mynd

Framleiðsla á heimsmælikvarða

Dr. Richard Keegan er sérfræðingur í framleiðslu. Aðferðir hans hafa sparað fyrirtækjum háar fjárhæðir og gert framleiðslu þeirra hagkvæmari. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 128 orð

Fréttabréf um umhverfis- og öryggismál

LÍNUHÖNNUN - verkfræðistofa hefur gefið út fyrsta tölublað Fréttakornsins , þar sem fjallað er um umhverfis- og öryggismál fiskvinnslunnar. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 8 orð

Frystiskip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 553 orð

Harðir diskar settir aftur á markað

Frumútboð hlutabréfa, eða IPO eins og fyrirbærið er kallað samkvæmt bandarískri skammstöfunarhefð, hafa verið með allra minnsta móti á þessu ári, bæði hér á landi og erlendis. Sérstaklega á þetta við um tæknigeirann. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 40 orð

Inuit í samstarf við Sophos

INUIT ehf. og Inuit AB hafa gert samning við Sophos um dreifingu á vírusvarnarhugbúnaði þeirra í Svíþjóð og á Íslandi. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 175 orð | 1 mynd

Karfavinnslu hjá ÚA hætt

SAMKVÆMT stefnumörkun stjórnenda Brimis - sjávarútvegssviðs Eimskipafélagsins - verður aukin áhersla lögð á karfavinnslu hjá HB á Akranesi og að sama skapi verður vinnsla á þorski aukin á Akureyri. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 11 orð

Loðnuskip

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 464 orð

Loksins loðna

LOÐNAN gaf sig loksins í fyrrinótt en þá fengu nokkur skip ágætan afla norður af Melrakkasléttu. Töluvert magn virðist af loðnu á svæðinu en hún var þó nokkuð dreifð að sögn skipstjórnarmanna og mikið fyrir aflanum haft. A.m.k. fimm skip lönduðu þó fullfermi í gær. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 150 orð | 3 myndir

Nýir starfsmenn hjá CosNor ehf.

Friðrik Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri CosNor ehf. sem er dótturfélag PharmaNor hf. Friðrik starfaði áður sem aðstoðarframkvæmdastjóri KPMG Ráðgjafar ehf. 2000-2002 og sem framkvæmdastjóri J.S. Helgasonar ehf. 1996-2000. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 165 orð | 2 myndir

Nýtt starfsfólk SA

Christoph Kuhn hefur verið ráðinn til starfa á hagdeild Samtaka atvinnulífsins. Christoph er með meistaragráðu í hagfræði frá Kölnarháskóla og hefur undanfarin tvö ár starfað hjá Landsbanka Íslands, en þar áður m.a. hjá Seðlabanka Íslands. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 115 orð | 1 mynd

Pan Fish í vanda

NORSKIR bankar hafa tekið yfir stjórn sjávarútvegsfyrirtækisins Pan Fish og verður skuldum félagsins breytt í hlutafé. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 39 orð

Rækjubátar

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 248 orð | 2 myndir

Rækjufyllt fiskflök

FISKUR er líka veizlumatur, ekki bara hangikjöt og hamborgarhryggur. Margar þjóðir hafa fisk á veizluborði jóla og áramóta og vafalítið gera það einhverjir Íslendingar líka. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 158 orð | 1 mynd

Samherji og Vinnslustöðin skilvirkust

SAMHERJI og Vinnslustöðin eru skilvirkustu skráðu sjávarútvegsfyrirtækin að mati greiningardeildar Búnaðarbankans, að því er fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu deildarinnar. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 49 orð

SÍLDARBÁTAR

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 190 orð | 1 mynd

Sjómannaalmanak Skerplu

SJÓMANNAALMANAK Skerplu 2003 er komið út. Í bókinni er m.a. að finna upplýsingar um skip á Íslandi. Í bókinni eru um 1.000 litmyndir af íslenskum skipum en um helmingur þeirra eru nýjar frá síðustu útgáfu. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 22 orð

SKELBÁTAR

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 962 orð | 1 mynd

Skýrslan er skelfileg tilraun til fölsunar

KRISTINN Pétursson, fiskverkandi á Bakkafirði, segir að ofmat sem skýring á því að 600.000 tonn af þorski hafi "horfið" standist alls ekki. Skýringin á því að Hafrannsóknastofnun hafi týnt 600. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 189 orð

Súrefnisskortur drepur botndýr

MIKILL súrefnisskortur herjar nú á botndýralíf við strendur Danmerkur. Talið er að afleiðingarnar geti orðið mjög alvarlegar vegna þess að með dauða botndýranna rofnar lífkeðja sjávarins. Frá þessu er greint í danska blaðinu MetroXpress. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 80 orð | 2 myndir

TM Líf hefur starfsemi um áramót

ÁGÚST Ögmundsson, aðstoðarforstjóri TM, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Líftryggingamiðstöðvarinnar hf. , TM Líf. Ágúst hefur starfað við vátryggingar frá árinu 1965 er hann hóf störf hjá Tryggingu hf. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 61 orð

Togarar

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 301 orð

Vildi ekki að smærri hluthafar læstust inni

ÓSKAR Eyjólfsson, forstjóri Frumherja hf., sem í síðustu viku eignaðist meirihluta í fyrirtækinu með kaupum á hlutum Sjóvá-Almennra trygginga hf., Íslenskrar endurtryggingar hf., Vátryggingafélags Íslands hf., Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Heklu hf. Meira
12. desember 2002 | Viðskiptablað | 169 orð | 1 mynd

Vilja aðgerðir gegn ólöglegum meðafla

Í NÝRRI skýrslu umhverfisverndarsamtakanna World Wildlife Fund (WWF) segir að ólöglegur meðafli sé helsta orsök þess vanda sem nú steðjar að sjávarútvegi í heiminum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.