Greinar föstudaginn 28. mars 2003

Forsíða

28. mars 2003 | Forsíða | 144 orð | 1 mynd

Bush standi við gefin fyrirheit

PALESTÍNSKIR embættismenn hvöttu í gær George W. Bush Bandaríkjaforseta til að standa við gefin loforð um að birta hinn svonefnda "vegvísi" um frið milli Ísraela og Palestínumanna. Meira
28. mars 2003 | Forsíða | 39 orð

Perle segir af sér

RICHARD Perle, einn nánasti ráðgjafi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og ákafur talsmaður herfararinnar í Írak, sagði í gærkvöldi af sér sökum umdeildra hagsmunatengsla við fjarskiptafyrirtæki. Meira
28. mars 2003 | Forsíða | 204 orð

"Bagdad fellur ekki á meðan íbúarnir lifa"

ÞUNGAR loftárásir voru enn gerðar í gærkvöldi á Bagdad, höfuðborg Íraks, á sama tíma og fréttir bárust af því að bandamenn legðu drög að nýrri víglínu í norðurhluta landsins. Al-Jazeera-sjónvarpsstöðin birti í gærkvöldi frétt um að 50 óbreyttir borgarar hefðu fallið í loftárás á Mosul í norðri og Írakar kváðu 36 hafa fallið í Bagdad síðasta sólarhringinn. Meira
28. mars 2003 | Forsíða | 351 orð | 1 mynd

Tekju-, virðisauka- og erfðaskattur lækki

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær, að sjálfstæðismenn vildu hrinda í framkvæmd umfangsmiklum skattalækkunum á næsta kjörtímabili, m.a. Meira
28. mars 2003 | Forsíða | 63 orð

Vatn skortir í Basra

Íbúar í borginni Basra í Suður-Írak hópast að breskum brynvagni og reyna að komast inn í borgina í gær, en þúsundir íbúa höfðu yfirgefið borgina þá um daginn, í leit að drykkjarvatni og skjóli fyrir loftárásum. Meira

Fréttir

28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

70% hækkun vísitölu

STOFNVÍSITALA ýsu hækkaði um 70% í árlegri stofnmælingu Hafrannsóknastofnunarinnar á botnfiski, togararallinu svokallaða, sem fór fram í 19. sinn dagana 3.-22. mars sl. Þá hækkaði stofnvísitala karfa um 50% og þorsks um 9%. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 18 orð

Afhenti trúnaðarbréf

ÞORSTEINN Pálsson sendiherra afhenti mánudaginn 24. mars sl. Margréti II Danadrottningu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í... Meira
28. mars 2003 | Landsbyggðin | 109 orð | 1 mynd

Aftur opið á Vivaldi

VEITINGASTAÐURINN Vivaldi hefur verið opnaður aftur eftir að hafa verið lokaður um nokkurra mánaða skeið. Nýr eigandi er Óskar Ásgeirsson en rekstrarstjóri á Vivaldi er Brynja Harðardóttir. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 192 orð

Andhverfa frelsis?

ÞAÐ eru öfgar að segja að konur hafi frelsi til að fara úr fötunum þegar það virðist vera miklu minna frelsi til að vera í fötunum. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Á annað þúsund manns var viðstatt...

Á annað þúsund manns var viðstatt setningu 35. landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll síðdegis í gær. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Áburður sendur til allra átta

STARFSMENN Bústólpa á Akureyri voru í óða önn að taka upp áburð komandi vors á Tangabryggju í gær, en öðrum skipsfarmi vorsins var skipað upp fyrr í vikunni á Akureyri og Dalvík. Áburðurinn er frá Áburðarverksmiðjunni. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 275 orð

Ábyrgðarlausar tillögur um kvótakerfið

TILLÖGUR sem fram hafa komið að undanförnu um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða, sem ganga út á að ríkið taki til sín tíu prósent á ári af kvótanum eru hreint tilræði við landsbyggðina, sagði Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umfjöllun um... Meira
28. mars 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 227 orð | 1 mynd

Áfram Össur

"Kjósendur geta bókað að pólitísk afstaða hans í dag hefur breyst á morgun." Meira
28. mars 2003 | Landsbyggðin | 189 orð | 1 mynd

Bar-par sýnt á Hofsósi

LEIKFÉLAG Hofsóss, sem nú hefur sitt annað leikár eftir nokkurra ára hvíld, frumsýnir leikritið Bar-par eftir Jim Cartwright í kvöld, föstudagskvöld. Leikstjóri er Sunna Borg. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 28 orð

Bjarni er Guðmundsson Í grein um...

Bjarni er Guðmundsson Í grein um búvélasafnið á Hvanneyri í bílablaðinu sl. miðvikudag var rangt farið með föðurnafn ábyrgðarmanns safnsins. Hann heitir Bjarni Guðmundsson og leiðréttist það hér... Meira
28. mars 2003 | Erlendar fréttir | 1425 orð | 1 mynd

Blóði drifnar vikur fram undan

LJÓST er nú orðið að mótspyrna hersveita Saddams Husseins er meiri en bæði herforingjar og sérstaklega stjórnmálamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi gerðu ráð fyrir áður en ákveðið var að gera innrás í Írak. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 333 orð

Dagar Saddams eru taldir

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, sagðist í setningarræðunni ekki vera í neinum vafa um að íslenska ríkisstjórnin hefði gert það sem væri bæði rétt og ærlegt í Íraksmálinu. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 86 orð

Dagskráin í dag

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sitja fyrir svörum fundarmanna kl. 9 í dag. Meira
28. mars 2003 | Erlendar fréttir | 246 orð

Ekki óvinaflaugar heldur árás Írakshers?

TALSMENN Bandaríkjahers telja ekki sennilegt að flugskeyti herja bandamanna hafi valdið mannfallinu á markaði í norðurhluta Bagdad í fyrradag, en þar fórust fimmtán og þrjátíu til viðbótar særðust. Meira
28. mars 2003 | Landsbyggðin | 112 orð

Engin hættuleg efni fari um göngin

Á FUNDI bæjarráðs Borgarbyggðar þann 20. mars var ályktun samþykkt um öryggismál í Hvalfjarðargöngum. Þar segir meðal annars: "Í ljósi atburðar sem varð í Hvalfjarðargöngum 6. Meira
28. mars 2003 | Erlendar fréttir | 817 orð | 1 mynd

Enn brýnna að leysa Palestínumálið

Ljóst er að hart verður lagt að Bandaríkjastjórn að beita sér fyrir lausn á Palestínuvandanum, segir í grein Kristjáns Jónssonar um líkleg eftirmál Íraksstríðsins. Meira
28. mars 2003 | Erlendar fréttir | 409 orð

Eyddu skriðdrekum sem sóttu út úr Basra

BREZK skriðdrekaherdeild eyðilagði fjórtán íraska skriðdreka sem sóttu í suðurátt út úr borginni Basra í suðurhluta landsins í gærmorgun, án þess að verða fyrir neinum skaða sjálf, eftir því sem talsmenn brezka heraflans greindu frá. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 117 orð

Fjármunum vegna umhverfisathugana ekki illa varið

"SEM betur fer er ekki lengur ráðist í nokkra framkvæmd sem nemur í þessu landi án þess að huga út í æsar að áhrifum á náttúrufar, gróður og fegurð landsins. Meira
28. mars 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 497 orð | 1 mynd

Flutningur hættulegra efna um jarðgöng

"Það er ekki ásættanlegt að mæta bensín- og olíuflutningabílum í göngunum á þessum tíma." Meira
28. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Framsóknarflokkurinn í Norðausturkjördæmi er að hefja...

Framsóknarflokkurinn í Norðausturkjördæmi er að hefja formlega kosningabaráttu sína. Efnt verður til hátíðar á Glerártorgi á Akureyri í dag, föstudaginn 28. mars, kl. 16.30 til 17.30 og í Níunni Egilsstöðum á morgun, laugardaginn 29. mars, kl. 14. Meira
28. mars 2003 | Erlendar fréttir | 127 orð

Fregnir af fjöldamorði

BRESKA ríkisútvarpið, BBC , greindi frá því í gær að það hefði heimildir fyrir því að Írakar hefðu framið fjöldamorð í Kúrdahéruðum landsins. Ógerlegt var með öllu að fá frétt þessa staðfesta. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 689 orð | 2 myndir

Frumkvæði að viðræðunum kom frá Kaupþingi

KAUPÞING banki hf. átti frumkvæðið að því að óska eftir viðræðum við bankaráð Búnaðarbanka Íslands hf. um samvinnu eða sameiningu bankanna. Í tilkynningu frá Búnaðarbankanum kemur fram að bankanum hafi borist bréf frá Kaupþingi banka, dagsett 25. Meira
28. mars 2003 | Landsbyggðin | 151 orð | 1 mynd

Færðu bænum myndasafn Bærings Cecilssonar

ÆTINGJAR Bærings Cecilssonar færðu Grundarfjarðarbæ ljósmyndasafn hans í athöfn sem haldin var í veitingahúsinu Krákunni í Grundarfirði 24. mars sl. Bæring, sem lést á síðasta ári, hefði orðið 80 ára þann dag. Meira
28. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 101 orð | 1 mynd

Grásleppuvertíðin fer vel af stað

GRÁSLEPPUVERTÍÐIN frá Grenivík fer vel af stað og lofar góðu um framhaldið. Í ár eru fimm trillur gerðar út á grásleppu frá Grenivík, sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 108 orð

Grænlandsflug ekki komið með flugleyfi

GRÆNLANDSFLUG, sem fyrirhugar áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar frá og með 28. apríl, hefur enn ekki fengið flugleyfi frá yfirvöldum til að fljúga á fyrrnefndri leið. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 255 orð

Hafa aldrei gefið áform um yfirtöku Tjarnaráss í skyn

EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist blaðinu frá leikskólayfirvöldum í Hafnarfirði en undir hana skrifar Sigurlaug Einarsdóttir leikskólafulltrúi. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 201 orð

Hafa keypt 50 íbúðir á árinu

FÉLAGSBÚSTAÐIR hf. í Reykjavík hafa nú keypt 50 íbúðir af þeim 150 íbúðum, sem ákveðið hefur verið að kaupa á árinu. Stjórn Félagsbústaða ákvað árið 1999 að kaupa 100 íbúðir á ári. Það ár voru keyptar 96 íbúðir en síðan hafa 100 íbúðir bæst við á ári. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 843 orð

Hátekjuskattur verði afnuminn

Í DRÖGUM að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um skattamál er lögð áhersla á að beinir og óbeinir skattar einstaklinga verði lækkaðir. Meira
28. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Helga Björg Ragnarsdóttir, atvinnu- og jafnréttisráðgjafi...

Helga Björg Ragnarsdóttir, atvinnu- og jafnréttisráðgjafi í Norðausturkjördæmi, er gestur á laugardagsfundi hjá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á Akureyri á morgun, 29. mars. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Hluti gjaldeyristekna fari í gerð reiðvega

NEFND samgönguráðherra sem fjallaði um öflun viðbótarfjár til reiðvega hefur lagt til að aukið fjármagn til uppbyggingar og viðhalds reiðvega komi m.a. frá gjaldeyristekjum. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 134 orð

Holdafarið áhyggjuefni

JÓHANN Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir enn ekki hægt að draga stórar ályktanir af niðurstöðu togararallsins varðandi þorskstofninn. Enn eigi eftir að skoða aðra þætti, svo sem aldursdreifingu stofnsins. Meira
28. mars 2003 | Erlendar fréttir | 326 orð

Hvatt og latt til uppreisnar

TALSMAÐUR stærstu stjórnarandstöðuhreyfingar íraskra shíta hefur hvatt Íraka til að búa sig undir uppreisn gegn stjórn Saddams Husseins Íraksforseta og hvetur jafnframt liðsmenn Írakshers til að hlaupast undan merkjum harðstjórans. Meira
28. mars 2003 | Erlendar fréttir | 538 orð | 1 mynd

Hverjir endurreisa innviði Íraks?

BANDARÍSKI herinn hefur án útboðs falið Kellogg, Brown and Root (KBR), dótturfyrirtæki risafyrirtækisins Halliburton Co. að slökkva elda sem nú loga í a.m.k. sjö olíulindum í Írak. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Hægt að taka samræmd próf í íslensku 2004

SAMRÆMD próf til stúdentsprófs verða haldin í fyrsta skipti í framhaldsskólum landsins á næsta ári. Samkvæmt reglugerðarbreytingu menntamálaráðuneytisins frá 18. mars hefur verið tekin upp þessi nýjung í skólastarfi á framhaldsskólastiginu. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 337 orð

Iðgjöld tengd við launavísitölu

EGGERT Ágúst Sverrisson, framkvæmdastjóri einstaklingstryggingasviðs hjá VÍS, tekur ekki undir það sem fram kemur í fyrirsögn Morgunblaðsins í gær að skaðabótalög hafi ekki hækkað ökutækjatryggingar. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 290 orð

Kaupþing og Búnaðarbankinn ræða sameiningu

STJÓRN Kaupþings banka hf. og bankaráð Búnaðarbanka Íslands hf. hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samvinnu eða sameiningu bankanna. Meira
28. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 216 orð

Keppa í að draga úr mengun

GUÐMUNDUR Sigvaldason, verkefnastjóri Staðardagskrár 21 á Akureyri, sendi erindi til félagsmálaráðs nýlega, þar sem fyrir hönd náttúruverndarnefndar er skorað á allar fastanefndir bæjarins að taka þátt í keppni milli Akureyrar og Hafnarfjarðar um hvor... Meira
28. mars 2003 | Suðurnes | 251 orð

Komið upp þjónustuborði á nýjum stað

ÆTLUNIN er að grundvalla framtíðarstarfsemi Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar á svokölluðu þjónustuborði. Við breytingarnar verður leitað í smiðju Íslenskra aðalverktaka sem annast rekstur þjónustuborðs fyrir varnarliðið. Meira
28. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi verður opnuð...

Kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi verður opnuð í dag, föstudag, kl. 17.15. Hún er til húsa í Brekkugötu 1 við Ráðhústorg og verður framvegis opin frá kl. 14 til 18 og frá 10 til 12 á laugardögum. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 877 orð | 2 myndir

Kostnaðurinn metinn á rúma 9 milljarða króna

SAMKVÆMT mati hagdeildar Alþýðusambands Íslands, ASÍ, munu tillögur sambandsins í velferðarmálum kosta rúma níu milljarða króna á næstu fjórum árum. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 144 orð

Krafist viku gæsluvarðhalds

KARLMAÐUR um þrítugt er í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, grunaður um mansal með því að hafa í auðgunarskyni aðstoðað útlendinga við að komast hingað til lands á ólöglegan hátt. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 202 orð

Kröfu um að rúllustigar verði settir upp vísað frá

RÚLLUSTIGAMÁL í Kringlunni, sem staðið hefur á annað ár, hlaut endi í Hæstarétti í gær þegar kröfu nokkurra verslunareigenda um að stigarnir verði settir upp á ný var vísað frá. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 983 orð | 2 myndir

Lag til að lækka skatta svo um munar

"Nú er lag til að lækka skatta svo um munar," sagði Davíð Oddsson í setningarræðu á landsfundi í gær. Davíð lýsti því yfir að sjálfstæðismenn gæfu loforð um víðtækar skattalækkanir á næsta kjörtímabili, s.s. um lækkun tekjuskatts, afnám eignarskatts og hækkun barnabóta um tvo milljarða. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 160 orð

Máli bæklunarlækna vísað frá dómi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur vísaði í gær frá dómi máli Félags íslenskra bæklunarlækna gegn Tryggingastofnun ríkisins. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 129 orð

Málþing um börn, unglinga og lýðræði

SKUNDUM á Þingvöll... málþing um börn, unglinga og lýðræði er yfirskrift málþings sem umboðsmaður barna í samstarfi við laganema úr mannréttindahópi ELSA, Sambandi evrópskra laganema, stendur fyrir í Valhöll á Þingvöllum á morgun, laugardag. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 225 orð

Málþing um heilsuhagfræði verður haldið miðvikudaginn...

Málþing um heilsuhagfræði verður haldið miðvikudaginn 2. apríl kl. 9-14 í Salnum, Kópavogi. Lyfjahópur Samtaka verslunarinnar og IMG Deloitte standa fyrir málþinginu: "Hvers virði er heilsan? - Málþing um heilsuhagfræði." Fjallað verður m.a. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Menningarmiðstöð Hornafjarðar fær vatnadrekann

VEGAGERÐIN gefur Menningarmiðstöð Hornafjarðar vatnadrekann í Öræfum og mun einnig leggja fram eina milljón króna til viðgerðar hans. Meira
28. mars 2003 | Landsbyggðin | 287 orð | 1 mynd

Miklar framfarir í grunnskólanum

GRUNNSKÓLINN á Hólmavík naut talsverðrar fjölmiðlaumfjöllunar fyrir fáeinum árum vegna slakrar frammistöðu nemenda á samræmdum prófum. Heimamenn gripu strax til aðgerða og leituðu leiða til að bæta starfið og ímynd skólans. Meira
28. mars 2003 | Erlendar fréttir | 225 orð | 2 myndir

Miklir liðsflutningar til Norður-Íraks

BANDARÍSKI herinn hóf í gær mikla herflutninga til austurhluta Kúrdahéraðanna í Norður-Írak en áður höfðu um 1.000 fallhlífarhermenn tryggt öryggi mikilvægs flugvallar í héraðinu. Meira
28. mars 2003 | Erlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Moynihan, fyrrverandi þingmaður New York, látinn

DANIEL Patrick Moynihan, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður New York-borgar, lést í fyrradag, 76 ára að aldri. Moynihan var demókrati og átti sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í fjögur kjörtímabil, frá 1977 til 2001. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

NANCY MYKLEBOST

NANCY Myklebost, sendiherrafrú Noregs á Íslandi á árunum 1965-1968, er látin. Hún andaðist í Osló mánudaginn 24. mars sl. Eiginmaður Nancyar var Tor Myklebost sendiherra. Þau hjón voru vel þekkt og virt í íslensku samfélagi á sjöunda áratugnum. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 254 orð

New York-flugi frestað vegna Íraksstríðs

DEYFÐ á bandarískum ferðamarkaði sem rekja má til stríðsátakanna í Írak varð til þess að Flugleiðir ákváðu að fresta því að hefja áætlunarflug til og frá New York um rúmlega þrjár vikur, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa félagsins. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Nýtt hótel í Reykjavík

NÝTT hótel Ingibjargar Pálmadóttur, 101 hotel, var opnað í gær. Hótelið er til húsa í sögufrægu húsi við Hverfisgötu sem í daglegu tali þekkist sem gamla Alþýðuhúsið. Þórólfur Árnason borgarstjóri opnaði hótelið. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Nýtt upplýsingakerfi fyrir lögregluna

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra undirritaði í gær samning við Skýrr hf. um smíði og hönnun nýs upplýsingakerfis fyrir lögregluna en því er ætlað að koma í stað fimm eldri lögreglukerfa sem lögreglan hefur nú til umráða. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 217 orð

Opnunarhátíð kosningamiðstöðvar Samfylkingarinnar Á morgun, laugardaginn...

Opnunarhátíð kosningamiðstöðvar Samfylkingarinnar Á morgun, laugardaginn 29. mars, kl. 12.30 opnar Samfylkingin kosningamiðstöð sína í Lækjargötu 2a í Reykjavík. Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir taka á móti gestum. Meira
28. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Óþolandi undirlægjuháttur

STJÓRN Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Akureyri og nágrenni lýsir yfir megnri óánægju með afstöðu íslenskra stjórnvalda til yfirvofandi árásar Bandaríkjanna á Írak að því er fram kemur í ályktun sem samþykkt var í vikunni. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 115 orð

Peningafúlgan enn í vörslu lögreglu

PENINGAFÚLGAN sem fannst á víðavangi fyrr í vetur og skilað var til lögreglunnar, er enn í vörslu hennar þrátt fyrir að auglýst hafi verið eftir eigandanum. Meira
28. mars 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 720 orð | 1 mynd

"Fjárfestum í börnum"

"Ég er sannfærður um að það mundi spara þjóðfélagi okkar milljarða ef tekið væri á málum barna og ungmenna með faglegum og myndarlegum hætti ..." Meira
28. mars 2003 | Suðurnes | 263 orð | 1 mynd

"Gelgja út í gegn"

"ÞETTA fjallar um dóp, fyrstu ástina, fyrstu kynnin af víni og svona þessi dæmigerðu unglingsár, - gelgja út í gegn," sagði Kjartan Guðjónsson, leikstjóri hjá Leikfélagi Keflavíkur (LK), um leikritið "Þetta er allt vitleysa, Snjólfur"... Meira
28. mars 2003 | Erlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

"Íraskir hermenn verjast dulbúnir"

BANDARÍSKIR hermenn, sem særzt hafa í bardögum í Írak og liggja nú á hersjúkrahúsi í Þýzkalandi, tjáðu fjölmiðlum í gær að það hefði komið þeim á óvart hve harða mótstöðu Írakar sýndu innrásarher bandamanna. Meira
28. mars 2003 | Erlendar fréttir | 394 orð | 1 mynd

"Markmið okkar er aðeins eitt - sigur"

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hétu því í gær að herir þeirra yrðu í Írak uns tekist hefði að steypa Saddam Hussein Íraksforseta af stóli. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 74 orð

Ruth Christie í Þjóðarbókhlöðu Kanadíski sagnaþulurinn...

Ruth Christie í Þjóðarbókhlöðu Kanadíski sagnaþulurinn Ruth Christie heldur fyrirlestra í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu föstudaginn 28. og laugardaginn 29. mars. Fyrri fyrirlesturinn hefst kl. 16.30. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 349 orð

Ræktunarsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður haldin í...

Ræktunarsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður haldin í Ölfushöllinni á morgun 29. mars. Þar koma fram fyrstu verðlauna hryssur og upprennandi stóðhestar. Nokkur ræktunarbú verða með afkvæmasýningar o.fl. Meira
28. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Sex milljónir króna í styrki til um 30 aðila

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akureyrarbæjar samþykkti um 30 styrkbeiðnir á síðasta fundi sínum, samtals að upphæð um 6 milljónir króna. Meira
28. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Sjö myndlistanemar opna sýningu á verkum...

Sjö myndlistanemar opna sýningu á verkum sínum í Deiglunni í dag, föstudag, kl. 17. Um er að ræða valin listaverk, þægilegheit í sófa og seiðandi tónlist að því er fram kemur í frétt um sýninguna og að hún muni koma gestum á óvart. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 185 orð

Skoða mögulega lækkun bíómiðans

BJÖRN Sigurðsson, framkvæmdastjóri kvikmyndasviðs Norðurljósa, sem rekur Smárabíó og Regnbogann, segir það vera til skoðunar innan fyrirtækisins hvort lækka eigi miðaverð í bíóhúsin á næstunni. Engin ákvörðun hafi verið tekin ennþá. Meira
28. mars 2003 | Landsbyggðin | 309 orð | 1 mynd

Stóra upplestrarkeppnin í Skagafirði

LOKAKEPPNI 7. bekkjar nemenda á Skagafjarðarsvæðinu í Stóru upplestrarkeppninni fór fram nýlega að viðstöddu fjölmenni, en þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin og nær nú til allflestra skóla á landinu. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Taka þátt í norrænu þingi um ungt fólk og lýðræði

FJÖGUR íslensk ungmenni ásamt formanni samtakanna Landsbyggðin lifi (LBL) taka nú þátt málþingi á vegum "Hela Norden skal leva" um lýðræði með þátttöku unga fólksins. Þingið fer fram í Gautaborg dagana 28. til 30. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 228 orð

Tengsl álagningar- og innheimtukerfa þarf að bæta

Í NÝRRI SKÝRSLU Ríkisendurskoðunar, Tölvukerfi sýslumannsembætta, var farið í saumana á tölvumálum 26 sýslumannsembætta, jafnframt því sem bent er á ýmsa vannýtta möguleika upplýsingatækninnar. Í henni kemur m.a. Meira
28. mars 2003 | Erlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Tilbúnir til að nota efnavopn

GEOFF Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í gær, að fundist hefðu vísbendingar í Írak, sem sýndu "svart á hvítu", að stjórn Saddams Husseins væri tilbúin til að nota gereyðingarvopn. Meira
28. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 152 orð | 2 myndir

Tómlegt í skólastofunni

ÞAÐ hefur verið heldur tómlegt um að litast í stofu 8 í Glerárskóla í vikunni, en veikindi hafa hrjáð bæði kennara og nemendur þess þriðja bekkjar sem á þar heimastofu. Meira
28. mars 2003 | Erlendar fréttir | 180 orð

Tundurdufl loka enn Umm Qasr

TILRAUNUM til að koma hjálpargögnum til Íraks um höfnina í Umm Qasr hefur verið hætt um sinn vegna tundurdufla, sem enn finnast úti fyrir henni. Talið er, að matarbirgðir í landinu endist ekki nema í mánuð enn. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 830 orð | 1 mynd

Tveggja daga heimspekiveisla

Kristján Kristjánsson er prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri þar sem hann hefur starfað í rúman áratug. Hann er og kjörfélagi í St. Edmund's College, Cambridge. Kristján lauk doktorsprófi í siðfræði og stjórnmálaheimspeki frá St. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 140 orð

Tveir frystigámar í sjóinn við Eyjar

ÞÝSKA flutningaskipið BBC Sweden missti tvo frystigáma í sjóinn skammt frá Vestmannaeyjum aðfaranótt miðvikudags, en skipið er á vegum Atlantsskipa á leið til Esbjerg í Danmörku. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 229 orð

Tölvunám í Skövde í Svíþjóð kynnt

KYNNINGAR á námsframboði tölvudeildar Háskólans í Skövde í Svíþjóð fara fram hér á landi dagana 28. til 31. mars. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Útlit fyrir spennu á olíumörkuðum

HARÐNANDI átök í Írak munu halda áfram að auka spennu og óróa á olíumörkuðum og hugsanlega leiða til hækkunar á hráolíuverði, að mati Magnúsar Ásgeirssonar, yfirmanns innkaupadeildar Olíufélagsins/Esso. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 243 orð

Verð á krókakvóta hefur hækkað um 65%

VERÐ á varanlegum kvóta í krókaaflamarkskerfinu hefur aldrei verið jafn hátt og er nú nánast það sama og í aflamarkskerfinu eða "stóra kerfinu" svokallaða. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Verslunum fækkar í Kvos en síður í hliðargötum

VERSLUNUM í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað frá árinu 1996 úr 372 í 303 í fyrra. Árið 1999 var 351 verslun í miðborginni. Þetta kom fram í skýrslu Jakobs H. Magnússonar, formanns Þróunarfélags miðborgarinnar, á aðalfundi í fyrradag. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 769 orð | 2 myndir

Verulega styttri leið milli Akureyrar og Reykjavíkur

Halldór Blöndal, forseti Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra, hefur kynnt hugmynd að vegi um hálendið sem myndi stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur. Skapti Hallgrímsson ræddi við Halldór. Meira
28. mars 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 752 orð | 1 mynd

Vettvangur fyrir ungt fólk

REYKJAVÍKURRÁÐ ungmenna fundaði með borgarstjórn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þar sem fulltrúar ráðsins lögðu fram tillögur um það sem betur mætti fara í borginni. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 76 orð

Viðbætur á kosningavef mbl.is

NÚ má finna á kosningavef mbl.is dagskrá yfir helstu atburði, sem flokkarnir efna til í tengslum við kosningabaráttuna. Hana er að finna undir hausnum Dagskrá í hægra dálki á vefnum. Meira
28. mars 2003 | Suðurnes | 302 orð

Viðræður um að læknar úr Reykjavík komi til aðstoðar

TIL athugunar er að heimilislæknar hjá Heilsugæslunni í Reykjavík taki að sér að manna heilsugæslustöðina í Keflavík til bráðabirgða, á meðan ekki fást læknar þar til starfa. Samningar hafa ekki náðst. Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 260 orð

Vilja sjá hvernig ástandið þróast

BORIST hefur beiðni til utanríkisráðuneytisins um fjárframlag til neyðaraðstoðar vegna stríðsins í Írak. Meira
28. mars 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 607 orð | 1 mynd

Viljum við auka byrðarnar?

"Það þýðir í raun að almenna bankakerfinu verði færð á silfurfati eign almennings að verðmæti 50 milljarðar króna..." Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 168 orð

WTO hefur úrskurðað ESB í hag

KÆRUNEFND Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, hefur lagt fram drög að úrskurði sem gengur gegn Bandaríkjunum í deilunni við Evrópusambandið sem kvartaði til stofnunarinnar yfir því að Bandaríkjastjórn skyldi hafa lagt verndartolla á innflutt stál í... Meira
28. mars 2003 | Innlendar fréttir | 123 orð

Yfirlýsing

EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Andrési Sigmundssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum: "Vegna yfirlýsingar sjálfstæðismanna og óháðra í blöðum í gær og ótrúlegrar rógsherferðar nokkurra gegn mér persónulega vil ég taka... Meira
28. mars 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 485 orð | 1 mynd

Þarf frekari vitna við?

"Skattar hafa hækkað á almenning, hvernig sem "talnasérfræðingar" ríkisstjórnar láta." Meira
28. mars 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 281 orð

Þingað um torg í miðju hverfisins

ÍBÚAR í Árbæ munu beina sjónum sínum að nýju torgi, sem fyrirhugað er að setja upp milli Árbæjarkirkju, Árbæjarskóla og félagsmiðstöðvarinnar Ársels, á íbúaþingi næstkomandi laugardag. Meira
28. mars 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 528 orð | 1 mynd

Þjóðsögur og staðreyndir um skatta

"...fólkið mun áfram kalla á þessa umræðu og Davíð þarf að svara fyrr eða síðar." Meira

Ritstjórnargreinar

28. mars 2003 | Staksteinar | 335 orð

- Bandalag staðfastra þjóða

Hernaðaráætlun Bandaríkjamanna og Breta í Írak hefur verið lýst með orðunum "lost og ótti". Meira
28. mars 2003 | Leiðarar | 959 orð

Sterk málefnastaða

Með ræðu sinni við upphaf landsfundar Sjálfstæðisflokksins í gær dró Davíð Oddsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, skýrar línur í ýmsum málum og sló þannig tóninn fyrir kosningabaráttuna. Meira

Menning

28. mars 2003 | Leiklist | 231 orð

Af hverju?

Höfundur: Davíð Þór Jónsson, leikstjóri: Steinn Ármann Magnússon, Loftkastalanum 25. mars. Meira
28. mars 2003 | Fólk í fréttum | 389 orð | 1 mynd

Allt frá Abba til Birgittu

SÝNING tileinkuð þekktum Evróvisjónlögum, bæði erlendum og íslenskum, verður frumsýnd á Broadway í kvöld. Meira
28. mars 2003 | Menningarlíf | 75 orð

Álftagerðisbræður í Hveragerði

ÁLFTAGERÐISBRÆÐUR og Söngsveit Hveragerðis halda tónleika í íþróttahúsi Hvergerðinga kl. 17 á morgun, laugardag. Einsöngvari er Margrét Stefánsdóttir á Hvoli og mun hún einnig syngja dúetta með Óskari Péturssyni. Meira
28. mars 2003 | Menningarlíf | 251 orð | 1 mynd

Árni Kristjánsson

GENGINN er til hvíldar einn af þeim listamönnum, er lagði grunninn að tónlistarmenningu okkar Íslendinga, bæði sem einleikari og þó sérstaklega sem kennari, svo að segja má, að nær allir starfandi píanóleikarar landsins eigi til hans að telja, beint eða... Meira
28. mars 2003 | Fólk í fréttum | 193 orð | 1 mynd

Ástir miðaldra konu

Sambíó Kringlunni og Háskólabíó frumsýna kvikmyndina Skot (Crush). Leikstjóri: John McKay. Aðalhlutverk: Andie MacDowell, Imelda Staunton, Anna Chancellor og Kenny Doughty. Meira
28. mars 2003 | Menningarlíf | 36 orð

Beyglur af fjölunum

SÍÐUSTU sýningar á leikritinu Beyglum með öllu sem sýnt er í Iðnó verða í kvöld, föstudagskvöld, og fimmtudaginn 3. apríl. Leikkonur eru Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jóhanna Jónas og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Meira
28. mars 2003 | Fólk í fréttum | 463 orð | 2 myndir

En hverju svara gömlu kempurnar?

ÞÁ er komið að því. Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Sund keppa til úrslita í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld. Sömu lið kepptu til úrslita í fyrra, skipuð nánast sömu leikmönnum. Meira
28. mars 2003 | Fólk í fréttum | 176 orð | 1 mynd

Félagar á fullu

Smárabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyri frumsýna kvikmyndina Þjóðaröryggi (National Security). Leikstjórn: Dennis Dugan. Aðalhlutverk: Steve Zahn, Martin Lawrence, Colm Feore, Bill Duke og Eric Roberts. Meira
28. mars 2003 | Tónlist | 377 orð | 2 myndir

Fínleiki, glæsileiki og kraftur

Flutt voru verk eftir Jón Nordal, Bela Bartók og Pjotr Tsjajkovskí. Einleikari: Peter Maté. Stjórnandi: Rumon Gamba. Fimmtudagurinn 27. mars, 2003. Meira
28. mars 2003 | Fólk í fréttum | 148 orð | 1 mynd

Gítarar, græjur og glás af hugmyndum

Í KVÖLD verða úrslit Músíktilrauna og Hins hússins haldin í Austurbæ. Fimm undanúrslitakvöld hafa verið haldin, það síðasta í gær, og á sjötta tug sveita hafa keppt. Meira
28. mars 2003 | Tónlist | 410 orð | 2 myndir

Hljómmikill hádegishúmor

Sönglög eftir Jórunni Viðar, Jón Ásgeirsson, Jón Þórarinsson, Egil Ólafsson, Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni Sveinsson og Ingibjörgu Þorbergs. Sesselja Kristjánsdóttir mezzosópran, Ólafur Kjartan Sigurðarson barýtónn og Clive Pollard píanó. Þriðjudaginn 23. marz kl. 12:15. Meira
28. mars 2003 | Fólk í fréttum | 231 orð | 2 myndir

Í keilu fyrir Columbine opnunarmyndin

HEIMILDARMYNDIN umdeilda Í keilu fyrir Columbine , sem á dögunum hlaut Óskarsverðlaun, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðar sem haldin verður í Regnboganum dagana 10.-27. apríl. Meira
28. mars 2003 | Menningarlíf | 158 orð

Íslensk þjóðlög í Portúgal

ÍSLENSK þjóðlög verða flutt í Portúgal af þarlendum kór og hljóðfæraleikurum dagana 28. og 30. mars. Útsetningarnar gerði Þorkell Atlason tónskáld. Meira
28. mars 2003 | Fólk í fréttum | 167 orð | 1 mynd

Krimmi og lögga saman í liði

Sambíóin frumsýna kvik- myndina Frá vöggu til grafar (Cradle 2 Grave). Leikstjórn: Andrzej Bartkowiak. Aðalhlutverk: Jet Li og DMX. Meira
28. mars 2003 | Menningarlíf | 162 orð | 1 mynd

Kynning á verkum Sigurðar A. Magnússonar

RITHÖFUNDASAMBAND Íslands og Mál og menning efna til móttöku og kynningar á verkum Sigurðar A. Magnússonar rithöfundar í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 kl. 16 á morgun. Dagskráin er liður í afmælisfagnaði Sigurði til heiðurs, en hann verður 75 ára á mánudag. Meira
28. mars 2003 | Menningarlíf | 93 orð | 1 mynd

Leikrit um karlaklúbba í Logalandi

UMF. Reykdæla frumsýnir annað kvöld kl. 21 í Logalandi farsann Góðverkin kalla eftir þá Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Meira
28. mars 2003 | Fólk í fréttum | 168 orð | 1 mynd

Nýtt líf í Afríku

Háskólabíó frumsýnir kvikmyndina Hvergi í Afríku (Nirgendwo in Africa). Leikstjóri: Caroline Link. Aðalhlutverk: Juliane Köhler, Regine Zimmermann, Merab Ninidze, Matthias Habich. Meira
28. mars 2003 | Fólk í fréttum | 234 orð | 1 mynd

Portrett í daglegu lífi

SEX síður í nýjasta eintaki fagtímarits ljósmyndara, Forum , eru tileinkaðar Kristni Ingvarssyni, ljósmyndara á Morgunblaðinu. Meira
28. mars 2003 | Fólk í fréttum | 655 orð

Tveggja turna tal (Lord of the...

Tveggja turna tal (Lord of the Rings: The Twin Towers) Millikafli stórvirkis Jacksons gnæfir yfir aðrar myndir frá síðasta ári. Ósvikin epík um hugrekki, vináttu og drenglyndi. (S.V. Meira
28. mars 2003 | Fólk í fréttum | 402 orð | 3 myndir

YOKO Ono , ekkja Bítilsins Johns...

YOKO Ono , ekkja Bítilsins Johns Lennons , lýsti því yfir í gær þegar hún opnaði formlega fyrir almenningi æskustöðvar Lennons í Liverpool að hann hefði örugglega sagt Tony Blair , forsætisráðherra Breta , og George W. Meira
28. mars 2003 | Leiklist | 742 orð | 1 mynd

Þaulreynd leikflétta

Höfundar: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikarar: Elva Ósk Ólafsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Inga María Valdimarsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason og Sigurður Þórhallsson. Leikmynd: Axel Hallkell. Búningar: Margrét Sigurðardóttir og Axel Hallkell. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Myndbandsgerð: Jón Karl Helgason. Tónlist: Sigurður Bjóla. Stóra svið Þjóðleikhússins 27. mars 2003. Meira

Umræðan

28. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 482 orð

Aldrei aftur vinstristjórn

ALLAR vinstristjórnir hafa komið á óðaverðbólgu, engin hefur setið heilt kjörtímabil. Vinstri flokkarnir lofa að koma á vinstristjórn fái þeir til þess umboð kjósenda. Það er alltaf gott gamla máltækið um vinstri stjórnir að ,,sporin hræða". Meira
28. mars 2003 | Aðsent efni | 485 orð | 1 mynd

Forgangsröðun í vegakerfinu

"Það er ekki hægt að líta þannig á að sá tollur sem umferðin tekur sé bara afleiðing þess að hafa vegasamgöngur." Meira
28. mars 2003 | Aðsent efni | 170 orð

Grái vettlingurinn

RITHÖFUNDASAMBANDIÐ hélt á dögunum fund um frelsi. Þar ræddi Hallgrímur Helgason um bláu höndina, sem hann kennir við Davíð Oddsson og stjórnarhætti hans. Þetta orð er vel valið. Meira
28. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 313 orð

Hvað gerðist ef íþróttafélögin færu í verkfall?

UM daginn sat ég fund með nokkrum formönnum handknattleiksfélaga. Þar barst umræðan að almennt erfiðri fjárhagsstöðu íþróttafélaga í landinu. Meira
28. mars 2003 | Aðsent efni | 204 orð | 1 mynd

Hvar er Bláskógabyggð?

"En einmitt í Bláskógabyggð og þar um kring er nafli alheimsins að margra mati." Meira
28. mars 2003 | Aðsent efni | 586 orð | 1 mynd

Lengi lifi Ómar

"Orðspor það sem Ísland hefur bíður hnekki gagnvart umheiminum við virkjanabröltið." Meira
28. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 409 orð | 1 mynd

Lítil stórfrétt ÓGNVÆNLEGAR fréttir frá Írak...

Lítil stórfrétt ÓGNVÆNLEGAR fréttir frá Írak birtast á skjám landsmanna þessa dagana. Sú frétt sem skaut mér og mörgum öðrum mestan skelk í bringu átti þó ekki uppruna sinn í Írak heldur í miðborg Kaupmannahafnar. Meira
28. mars 2003 | Aðsent efni | 705 orð | 1 mynd

Menn sjá bara sólina

"Alcoa hefur brætt hjörtu Austfirðinga á mettíma." Meira
28. mars 2003 | Aðsent efni | 440 orð | 1 mynd

Nýtt tímarit er fætt

"Gerðar eru kröfur um læsileika." Meira
28. mars 2003 | Aðsent efni | 818 orð | 1 mynd

Ómar er klöguskjóða

"Ég er listamaður og nota grín á svipaðan hátt og málari notar pensil." Meira
28. mars 2003 | Aðsent efni | 733 orð | 1 mynd

Réttur dýranna

"Flýtt verði fyrir smíði á nýrri einangrunarstöð fyrir hunda og ketti við Keflavíkurflugvöll." Meira
28. mars 2003 | Aðsent efni | 230 orð | 1 mynd

Sjúklingar og ekki sjúklingar

"Það er ekki fallegt að koma opinberlega fram og gera fólki með slíka sjúkdóma erfiðara með að leita sér læknishjálpar." Meira
28. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 237 orð

Söngkeppni framhaldsskólanna

NÆSTKOMANDI laugardag fer fram söngkeppni framhaldsskólanema. Hún hefur verið haldin árlega frá árinu 1991. Þangað mæta fulltrúar allra framhaldsskóla landsins til að keppa í söng og sviðsframkomu. Meira
28. mars 2003 | Aðsent efni | 392 orð | 2 myndir

Tunguskorin?

"Það er víðar pottur brotinn en í Írak." Meira
28. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 231 orð

Umhverfisbanki

Í SVÍÞJÓÐ var Ekobanken stofnaður 1998 (á grundvelli Ekosparekassan) og hann vex stöðugt, t.d. jukust innlán í bankann um 32% á árinu 2001. Í Noregi, Danmörku, Þýskalandi og víðar eru slíkir bankar líka starfandi. Meira
28. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 510 orð | 1 mynd

Vel settir kotungar?

ÞAÐ er gott að tilheyra íslenska aðlinum. Hann fær 7% kauphækkun á silfurfati á meðan kotungar fá 3%. Til þess að villa um fyrir almenningi er talað um % í stað krónutölu. Meira
28. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 123 orð

Þakkarkveðjur

OKKUR langar að senda þakkarkveðjur á 6. og 7. hæð háskólasjúkrahússins í Fossvogi fyrir lífgjöf sem aldrei verður fullþökkuð. Við hjónin höfum notið tímans sem við fengum eftir batann yndislega vel því við vitum svo vel að ef heilsan fer þá hrynur allt. Meira
28. mars 2003 | Aðsent efni | 531 orð | 1 mynd

Þorrablót í ESB

"Með aukinni neytendavernd hefur eftirlit með matvælavinnslu verið hert, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum." Meira

Minningargreinar

28. mars 2003 | Minningargreinar | 4959 orð | 4 myndir

ÁRNI KRISTJÁNSSON

Árni Kristjánsson fæddist á Grund í Eyjafirði 17. desember 1906. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Árnason kaupmaður á Akureyri og Hólmfríður Gunnarsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2003 | Minningargreinar | 1212 orð | 1 mynd

ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR

Elín Þorbjarnardóttir var fædd í Núpakoti undir Eyjafjöllum 16. nóvember 1917. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorbjörn Þorvaldsson bóndi og síðar símamaður í Reykjavík, f. 27.11. 1885, d. 4.2. 1972, og... Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2003 | Minningargreinar | 48 orð

Hallbjörn Sigurður Björnsson

Í dag kveð ég elskulegan fósturföður minn, Hallbjörn Sigurð Björnsson, með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hann gaf mér á uppvaxtarárum mínum og síðar fjölskyldu minni. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2003 | Minningargreinar | 1330 orð | 1 mynd

HALLBJÖRN SIGURÐUR BJÖRNSSON

Hallbjörn Sigurður Björnsson fæddist á Ísafirði 24. febrúar 1926. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut föstudagskvöldið 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 1. september 1892, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2003 | Minningargreinar | 1344 orð | 1 mynd

JÓNA SVANFRÍÐUR INGIBERGSDÓTTIR

Jóna Svanfríður Ingibergsdóttir fæddist í Hafnarfirði 2. janúar 1914. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 19. mars síðastliðinn eftir stutta legu. Foreldrar hennar voru Ingibergur Þorkelsson trésmíðameistari, frá Smjördölum í Árnessýslu, f. 7. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2003 | Minningargreinar | 1921 orð | 1 mynd

ÓLAFUR GUNNAR SIGURÐSSON

Ólafur Gunnar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 4. maí 1959. Hann lést í Hollandi 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson sjómaður, f. 1. ágúst 1921, d. 12. júní 1965, og kona hans Lilja Hjartardóttir, f. 4. júní 1919, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2003 | Minningargreinar | 1215 orð | 1 mynd

ÓSKAR SIGURÐSSON

Óskar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 27. júlí 1907. Hann andaðist á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson sjómaður, f. 12.11. 1883, d. 2.9. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 234 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 250 250 250...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 250 250 250 30 7.500 Gellur 530 530 530 20 10.600 Grálúða 205 50 204 326 66.365 Grásleppa 82 75 79 477 37.770 Gullkarfi 100 30 65 8.659 563.594 Hlýri 152 100 145 1.271 184.470 Hrogn Ýmis 200 75 138 702 97. Meira
28. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 204 orð

Bætt eiginfjárstaða í sjávarútveginum

Á SÍÐASTA ári jukust heildareignir þeirra 13 útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands um 13% og námu 103 milljörðum króna. Að nokkru leyti skýrist stækkun efnahags af innbyrðis fjárfestingum sjávarútvegsfyrirtækja hverju í... Meira
28. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 224 orð | 1 mynd

DeCODE leiðréttir tekjur vegna 2001 og 2002

DeCODE Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur tilkynnt að uppgjör félagsins fyrir árið 2001 og fyrir fyrstu þrjá ársfjórðunga 2002 verði leiðrétt. Meira
28. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 399 orð

Hagvöxtur dróst saman um 0,5% í fyrra

HAGVÖXTURINN hér á landi dróst saman um 0,5% að raungildi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hagstofu Íslands, þegar tekið hefur verið tillit til verðbreytinga. Meira
28. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 161 orð

Hvað er tilraunahagfræði?

Í huga margra eiga hagfræðingar lítið erindi inn á tilraunastofur. Nóbelsverðlaunahafinn Vernon L. Smith er líklega sá hagfræðingur sem hefur eytt mestum tíma í tilraunir á sínum ferli. Segja má að tilraunahagfræði feli í sér rannsóknir á atferli manna. Meira
28. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Íslandssími í viðræðum um samstarf

ÍSLANDSSÍMI og Tal hafa átt í viðræðum við erlend fjarskiptafyrirtæki um hugsanlegt samstarf undanfarna mánuði. Meira
28. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 472 orð | 1 mynd

Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði á Íslandi

HAGFRÆÐINGURINN Vernon L. Smith sem hlaut Nóbelsverðlaun á síðasta ári kemur til landsins síðar í dag. Hann mun halda fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun laugardag kl. 14. Meira
28. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Pharmaco verðmætast

VERÐ hlutabréfa Pharmaco hækkaði um 3,1% í Kauphöll Íslands í gær og var lokaverð bréfanna 82,5. Alls voru viðskipti með félagið fyrir rúmar 202 milljónir króna. Meira
28. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 345 orð

Seldu 150.000 tonn af mjöli

Á ÁRINU 2002 seldi markaðsdeild SR 150.000 tonn af mjöli fyrir SR og aðra innlenda og erlenda framleiðendur. Þetta er langmesta magn af mjöli sem markaðsdeildin hefur selt á einu ári og nemur aukningin um 170% frá árinu 1994. Meira

Fastir þættir

28. mars 2003 | Dagbók | 490 orð

(1. Kor. 15, 58.)

Í dag er föstudagur 28. mars, 87. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið staðfastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni. Meira
28. mars 2003 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Nk. sunnudag, 30. mars, verður sjötug Kristín R. Thorlacius, Skúlagötu 23, Borgarnesi. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 29. mars frá klukkan... Meira
28. mars 2003 | Árnað heilla | 53 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 28. mars, er níræð Lára Sigurbjörnsdóttir í Ási, Sólvallagötu 23 í Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á morgun, laugardag, kl. 15-18 í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar á Laufásvegi 13. Meira
28. mars 2003 | Fastir þættir | 265 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Michael Rosenberg og Ralph Katz unnu meistaratvímenninginn á bandarísku vorleikunum með miklum yfirburðum. Meira
28. mars 2003 | Fastir þættir | 216 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Hafnarfjarðar Á öðru kvöldi af þremur í vor-Mitchell BH urðu þessi pör fengsælust: Andrés Þórarinss. - Halldór Þórólfsson 226 Högni Friðþjófsson - Jón Alfreðsson 223 Sigurjón Harðarson - Haukur Árnason 222 Hafþór Kristjánss. - Hulda Hjálmarsd. Meira
28. mars 2003 | Viðhorf | 929 orð

Freyðibað með Bono

Stundum er best að vera einn með Bono, t.d. í freyðibaði við kertaljós, en það getur líka verið gaman að njóta hans í félagsskap annarra, t.d. bestu vinkvennanna. Í því felst mikil geðrækt. Meira
28. mars 2003 | Í dag | 273 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Lestur Passíusálma kl. 12.15. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Passíusálmalestur kl. 12.15. Langholtskirkja. Kl. 12. Meira
28. mars 2003 | Dagbók | 112 orð

HULDULJÓÐ

Skáld er ég ei, en huldukonan kallar og kveða biður hyggjuþungan beim. Mun ég því sitja, meðan degi hallar og mæddur smali fénu kemur heim, þar sem að háan hamar fossinn skekur og hulduþjóð til næturiðju vekur. Meira
28. mars 2003 | Í dag | 203 orð | 1 mynd

Reyniskirkja í Mýrdal - kvöldguðsþjónusta

KVÖLDGUÐSÞJÓNUSTA verður í Reyniskirkju í Mýrdal sunnudagskvöldið 30. mars nk. kl. 20.30. Almennur safnaðarsöngur undir stjórn Kristínar Björnsdóttur organista. Beðið verður fyrir friði í heiminum. Meira
28. mars 2003 | Fastir þættir | 170 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rc3 e6 3. g3 d5 4. exd5 exd5 5. d4 cxd4 6. Dxd4 Be6 7. Bg2 Rc6 8. Dd1 Bb4 9. Rge2 Rf6 10. 0-0 0-0 11. Bg5 h6 12. Bxf6 Dxf6 13. Rxd5 Bxd5 14. Dxd5 Dxb2 15. Dc4 De5 16. Rf4 Da5 17. Hab1 Dc5 18. Dxc5 Bxc5 19. Hxb7 Hac8 20. Bd5 Re5 21. Meira
28. mars 2003 | Fastir þættir | 315 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

SKRÝTIÐ var að lesa í Morgunblaðinu að hafinn væri innflutningur á "léttkolsýrðum og óáfengum ávaxtadrykkjum frá Bretlandi". Er þetta ekki bara gos, svona eins og Fresca eða Egils appelsín? Meira

Íþróttir

28. mars 2003 | Íþróttir | 394 orð | 1 mynd

*BERTI Vogts, þjálfari skoska landsliðsins í...

*BERTI Vogts, þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu - og fyrrverandi landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur þótt óútreiknanlegur í liðsvali sínu. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 406 orð | 1 mynd

* EINAR Hólmgeirsson , örvhenta skyttan...

* EINAR Hólmgeirsson , örvhenta skyttan úr ÍR lék á ný með liðinu í gærkvöld en hann hefur verið frá í nokkra mánuði vegna meiðsla. Einar fann sig ágætlega og gerði níu mörk í leiknum þótt það dygði ekki ÍR til sigurs að þessu sinni. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 88 orð

Elín Jóna með slitið krossband

ELÍN Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu úr KR, er með slitið fremra krossband í hné og leikur því væntanlega ekkert með KR í sumar. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 107 orð | 1 mynd

Fjölmennt til Glasgow

UM 200 Íslendingar komu til Glasgow í gær vegna landsleiksins gegn Skotum á morgun og annar eins fjöldi er væntanlegur til skosku stórborgarinnar í dag. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 430 orð | 1 mynd

Fram í gang og Valur brotlenti

HARKALEGASTA brotlending vetrarins átti sér stað í Safamýrinni í gærkvöldi þegar Valur sótti Fram heim. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 96 orð

Guðmundur með tilboð frá Kronau

GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að líklega mundi hann gera samning við þýska liðið Kronau/Östringen um helgina. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 967 orð

HANDKNATTLEIKUR Fram - Valur 29:16 Framhús,...

HANDKNATTLEIKUR Fram - Valur 29:16 Framhús, 1. deildarkeppni karla, Essodeildin, fimmtudagur 27. mars 2003. Gangur leiksins: 0:1, 3:5, 4:6, 6:6, 6:7, 11:7, 17:8 , 20:8, 22:12, 25:12, 26:15, 29:15, 29:16. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 16 orð

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, undanúrslit, þriðji leikur: Keflavík: Keflavík - UMFN 19.15 KNATTSPYRNA Deildabikar karla: Egilshöll: Fram - KR 18.30 Egilshöll: Þróttur R. - Fylkir 20. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 217 orð

Ívar líkir Kenny Miller við Ruud van Nistelrooy

KENNY Miller, leikmaður Wolves, er talinn líklegur til að leika í fremstu víglínu hjá Skotum gegn Íslendingum á morgun, eða þá að hann komi snemma inn á sem varamaður. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 246 orð

Jóhannes hefur trú á íslenskum sigri

JÓHANNES Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu í 27 leikjum frá 1974 til 1979 og bróðir Atla, landsliðsþjálfara, heilsaði upp á forráðamenn og leikmenn Íslands í Glasgow í gær en þar hefur hann verið meira og minna búsettur í 28 ár. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 343 orð

KA-menn lögðu ÍR

ÁHORFENDUR í Austurbergi fengu peninga sinna virði í gærkvöld þegar ÍR-ingar fengu fríska KA-menn í heimsókn. Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik náðu norðanmenn vænlegri stöðu snemma í þeim síðari, hetjuleg barátta heimamann til að grynnka á muninum dugði ekki til og fóru KA-menn með góðan sigur á hólmi, 23:24. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 1134 orð

Lukkan með Þór í lokin

TALSVERÐAR breytingar urðu á röð liða í töflunni í næstsíðustu umferð Esso-deildar karla í handknattleik í gærkvöld. Þær helstar að Haukar náðu tveggja stiga forystu þegar Valur og ÍR töpuðu sínum leikjum og Fram komst upp í átta liða keppnina - um sinn í það minnsta - þar sem Grótta/KR tapaði og hrapaði niður í 9. sætið. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 177 orð | 1 mynd

Petersons fer líklega til Magdeburg

ALEXANDERS Petersons, leikmaður Gróttu/KR, mun líklega leika með þýska liðinu Magdeburg næsta vetur. Félögin hafa verið í sambandi undanfarna daga og Petersons fór til Magdeburg á dögunum og æfði með liðinu. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 478 orð | 1 mynd

"Sex stig gegn Íslandi og Litháen frábær uppskera"

BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota, heldur leikmönnum sínum fyrir utan ys og þys Glasgow-borgar á meðan þeir búa sig undir slaginn gegn Íslendingum á Hampden Park á morgun. Skoska liðið hefur haldið til á lúxushóteli úti í sveit, við hið fallega stöðuvatn Loch Lomond, norðvestur af Glasgow, síðan það kom saman á mánudag og æfingar þess fara fram í nágrannabænum Dumbarton á norðurströnd Clyde-fjarðar. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 199 orð

"Vonbrigði að fá ekki Hermann"

PETER Storrie, stjórnarformaður enska 1. deildarliðsins Portsmouth, segist mjög vonsvikinn yfir þeirri ákvörðun Hermanns Hreiðarssonar að ganga í raðir Charlton frekar en Portsmouth. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 500 orð | 1 mynd

Sannfærandi hjá Grindvíkingum

GRINDVÍKINGAR hafa nú unnið tvo leiki á móti einum í einvíginu við Tindastól um að komast í úrslit Íslandsmótsins eftir að þeir unnu 92:77 í Grindavík í gærkvöldi. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku heimamenn við sér með Helga Jónas Guðfinnsson og Darrell Lewis í broddi fylkingar ásamt Guðmundi Bragasyni í fráköstunum án þess að gestunum tækist að breyta neinu þar um. Næsta viðureign verður því á heimavelli Stólanna, sem unnu þar síðast. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 387 orð | 1 mynd

* STOKE gekk í gær frá...

* STOKE gekk í gær frá lánssamningi við Ade Akinbiyi, framherja frá Crystal Palace , og Paul Warhurst varnarmann frá Bolton . Báðir verða leikmennirnir hjá Stoke til loka leiktíðar í vor. Meira
28. mars 2003 | Íþróttir | 179 orð

Winnie reynir að sjá við Atla

DAVID Winnie, fyrrverandi leikmaður KR og síðar þjálfari, er í hópi aðstoðarmanna Berti Vogts, landsliðsþjálfara Skota, rétt eins og fyrir fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum í haust. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

28. mars 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 187 orð | 1 mynd

Dauf Óskars-verðlaunahátíð

ÓSKARS-VERÐLAUNIN eru þekktustu verðlaun sem fólk getur unnið til í bíó-heiminum. Hátíðin var haldin í 75. sinn á sunnudaginn. Ekki var mikið um gleði og skemmti-atriði að þessu sinni. Ástæða þess er sú að Bandaríkin eiga nú í stríði í Írak. Meira
28. mars 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 3943 orð | 9 myndir

Flott að vera femínisti

Vorið er að koma og margt bendir til að það verði femínistavor. Steingerður Ólafsdóttir gáði til veðurs með hjálp fjögurra kvenna, sem sögðu m.a. að illu heilli væri karlaveldið enn við lýði í pólitíkinni, viðskiptalífinu og á flestum sviðum samfélagsins - þrátt fyrir að sannir karlar væru femínistar. Meira
28. mars 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 220 orð | 1 mynd

Flug-skeytum skotið á úti-markað í Bagdad

ÍRÖSK yfirvöld skýrðu frá því á fimmtudag, að 350 óbreyttir borgarar hefðu týnt lífi í loft-árásum Breta og Bandaríkjamanna. Þá sögðu þau meira en 4.000 manns hafa særst í árásum á borgir og bæi í landinu. Meira
28. mars 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 596 orð | 3 myndir

Hugarflug í fangelsi

FANGARNIR í San Vittore-fangelsinu í Mílanó sitja ekki auðum höndum í klefum sínum. Meira
28. mars 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 13 orð

Hversdagsklæðnaður um 1900 og í byrjun...

Hversdagsklæðnaður um 1900 og í byrjun 21 aldar. Gamli búningurinn er úr... Meira
28. mars 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 85 orð | 1 mynd

Lóan er komin

HEIÐLÓAN er komin til Íslands en hún lætur vanalega sjá sig í lok mars á hverju ári. Mörgum finnst koma lóunnar þýða að vorið sé á næsta leiti. Lóunum fer nú fjölgandi dag frá degi, en fyrsta lóan sást við Höfn í vikunni. Meira
28. mars 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 91 orð | 1 mynd

Met og draumur hjá Kolbrúnu Ýri

"ÞETTA hefur verið sem draumur," sagði sundkonan Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir frá Akranesi. En hún stóð sig frábærlega á Innanhúss-meistaramóti Íslands í sundi í 25 metra laug í Vestmanna-eyjum um sl. helgi. Meira
28. mars 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 93 orð

Netfang: auefni@mbl.is

GRUNN-LÍFEYRIR þeirra sem ungir verða öryrkjar tvöfaldast samkvæmt samkomulagi milli ríkis-stjórnarinnar og Öryrkja-bandalags Íslands. Breytingarnar taka gildi frá næstu áramótum. Þær munu kosta ríkið einn milljarð króna. Meira
28. mars 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 440 orð | 2 myndir

Sannir karlmenn eru femínistar

FEMÍNISTI er sú eða sá sem telur að við búum við kynjamisrétti af einhverju tagi og hefur vilja til að breyta því. Þetta er skilgreiningin sem notuð er á tölvupóstlistanum feministinn@hi.is. Þar hafa umræður blómstrað hátt í tvo mánuði og m.a. Meira
28. mars 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 1356 orð | 6 myndir

Tálgað í tré og lesið í skóg

Fólk hefur meiri ánægju af að tálga þegar handverkskennslan er fléttuð saman við fræðslu um skóginn eins og Ólafur Oddsson fræddi Steingerði Ólafsdóttur um. Meira
28. mars 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 1478 orð | 9 myndir

Tóta er með töfrafingur

Hún Þórunn Oddsdóttir sneri sér að saumaskap fyrir sjötíu árum og hefur enn ekki lagt allar nálar á hilluna. Sigurbjörg Þrastardóttir heimsótti saumakonuna sem les dagblöð - gleraugnalaust - á 96. aldursári. Meira
28. mars 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 563 orð | 6 myndir

Þjóðlegt og þægilegt

"NÚTÍMA útfærsla á íslenska skautbúningnum," segir Sonja Bent Þórisdóttir um mosagrænar, aðsniðnar flíspeysur, sem hún hannaði á sig og samstarfsmenn sína á Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.