Greinar sunnudaginn 28. september 2003

Forsíða

28. september 2003 | Forsíða | 239 orð | 1 mynd

Gamall draumur hefur ræst

"GAMALL draumur hefur ræst," sagði Eyþór Eyjólfsson í gærmorgun við komuna til landsins með um 250 manns í fyrsta beina farþegafluginu milli Íslands og Japans, en þrjár ferðir hafa verið skipulagðar í haust og er uppselt í þær allar. Meira
28. september 2003 | Forsíða | 282 orð | 1 mynd

Røkke-veldið riðar til falls

NORSKI fjármála- og útgerðarjöfurinn Kjell Inge Røkke á í verulegum fjárhagserfiðleikum þessa dagana. Meira
28. september 2003 | Forsíða | 206 orð | 1 mynd

Sennilega aldrei meiri kornuppskera

KORNUPPSKERA hefur sennilega aldrei verið meiri hérlendis en í ár. Áætlað er að skorið hafi verið upp af 2.500 hekturum og uppskeran af byggi sé 8 til 10 þúsund tonn. Meira
28. september 2003 | Forsíða | 231 orð

Vill að Írakar tryggi sjálfir innra öryggi

HOSHYAR Zebari, utanríkisráðherra í bráðabirgðastjórn Íraks, sagði í viðtali við dagblaðið Asharq al-Awsat í gær að Bandaríkjamenn ættu að láta Íraka sjá um innra öryggi landsins en hernámsliðið ætti að tryggja öryggi ríkisins gagnvart öðrum þjóðum og... Meira

Baksíða

28. september 2003 | Baksíða | 231 orð

Aldrei komið til greina að falla frá varnarsamningi

ÞAÐ hefur aldrei nokkurn tímann komið til tals að falla frá varnarsamningnum eða að breyta honum með einhverjum hætti," segir James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. James I. Meira
28. september 2003 | Baksíða | 149 orð | 1 mynd

Eftir að veiða fimm hrefnur

ALLS hafa 33 hrefnur veiðst samkvæmt rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar. Eru því fimm eftir og er vonast til að þær náist fyrir mánaðamót þegar veiðunum lýkur. Meira
28. september 2003 | Baksíða | 162 orð | 1 mynd

Eldur kæfður í fæðingu í miðbænum

MIKILL viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins þegar tilkynnt var um reyk frá húsnæði við Ingólfsstræti 6 aðfaranótt laugardags. Eldur hafði kviknað í kjallara hússins og hafði íbúð á næstu hæð fyrir ofan fyllst af reyk. Tilkynningin kom kl. Meira
28. september 2003 | Baksíða | 297 orð

Segir fjármálaráðuneytið vanáætla framlög

FORSTJÓRI Vinnumálastofnunar, Gissur Pétursson, gagnrýndi framkomu fjármálaráðuneytisins vegna Atvinnuleysistryggingasjóðs harkalega í ræðu sinni á ársfundi stofnunarinnar í gær. Meira
28. september 2003 | Baksíða | 369 orð | 1 mynd

Skólagjöld eiga að lækka

GJÖLD foreldra með börn í einkareknum leikskólum í Reykjavík munu væntanlega lækka 1. nóvember vegna fyrirhugaðra breytinga á styrkjum borgarinnar. Við breytingarnar myndu styrkir til einkarekinna skóla hækka um 40-50 milljónir á fyrsta ári. Meira

Fréttir

28. september 2003 | Innlendar fréttir | 212 orð

320 hippar frá San Francisco tóku sig upp...

STEPHEN Gaskin, eiginmaður Inu May, stofnaði hippakommúnuna Sveitabýlið nærri Summertown í Tennessee í Bandaríkjunum árið 1971 ásamt 320 öðrum hippum frá San Francisco. Í þorpinu er að finna alla þá þjónustu sem finna má í hverju öðru þorpi. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 33 orð

Afhentu trúnaðarbréf

GUÐMUNDUR Eiríksson sendiherra afhenti 16. september sl. Adrienne Clarkson, landstjóra Kanada, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kanada. Stefán Skjaldarson sendiherra hefur afhent Haraldi V. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Aflaklær á Garðari

AFFLASKIPIÐ Garðar BA-64 á sér merkilega sögu, en skipið er safngripur á Patreksfirði. Garðar var mikil happafleyta og var haldið til fiskveiða við Ísland í um 70 ár. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 121 orð

Átak gegn atvinnuleysi ungs fólks

SÉRSTAKT átak er í undirbúningi gegn atvinnuleysi ungs fólks og langtímaatvinnuleysi. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 166 orð

Átta bjóðast til að leigja húsnæði undir nýja heilsugæslustöð

RÍKISKAUPUM hafa borist upplýsingar frá átta aðilum sem vilja leigja ríkinu húsnæði undir nýja heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfi. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Bauð bekknum í leikhús og mat

ÁSTA Lilja Lárusdóttir, nemandi í 6M í Kópavogsskóla, datt í lukkupottinn á dögunum þegar hún hlaut fyrstu verðlaun í skólaleik Pennans-Eymundssonar. Ásta Lilja fékk að bjóða öllum bekknum sínum að sjá söngleikinn Grease í Borgarleikhúsinu sl. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 61 orð

Bensínið lækkar líka hjá Olís og Shell

SHELL og Olís ákváðu í gær að lækka verðið á lítra af bensíni um 3,50 kr., en ESSO tilkynnti um samsvarandi lækkun á föstudag. Eftir breytingarnar er lítraverðið á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu 92,60 kr., en fullt þjónustuverð er 96,60 kr. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 94 orð

Bókamarkaður Vörðunnar

ÁRLEGUR haustbókamarkaður fornbókabúðarinnar Vörðunnar hefst nk. mánudag þar sem til sölu verða 20 tonn af bókum á 50% afslætti. Markaðurinn er í fyrrverandi húsnæði Íslandsbanka á Hlemmtorgi og hefur bókunum verið komið fyrir í gjaldkerastúkum. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Doktor í þjálni steinsteypu

*JÓN Elvar Wallevik varði doktorsritgerð sína við háskólann í Þrándheimi, (NTNU), 2. apríl sl. Heiti ritgerðarinnar er «Rheology of Particle Suspensions: Fresh Concrete, Mortar and Cement Paste with Various Types of Lignosulfonates». Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 96 orð

Dregið í vegabréfsleik ESSO

BÚIÐ er að draga út alla vinningshafa í Vegabréfsleik ESSO 2003 og hafa yfir 250 manns fengið sendan vinning. Stærstu vinningarnir voru dregnir út í beinni útsendingu á Rás 2 hinn 31. ágúst sl. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 250 orð

Engar greiðslur til stjórnmálamanna

DAGSKRÁRDEILD Stöðvar tvö hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar RÚV og Morgunblaðsins um málefni morgunþáttarins Ísland í bítið. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 174 orð

Fagna sigri Sophiu Hansen

FÉLAG ábyrgra feðra fagnar sigri Sophiu Hansen í máli hennar gegn tyrkneska ríkinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fálki í Húsdýragarðinum

FÁLKI, sem undanfarinn mánuð hefur dvalið á byggðasafninu á Höfn í Hornafirði, fer á næstu dögum í Húsdýragarðinn í Reykjavík þar sem hann fær lögheimili, að því er kemur fram á fréttavefnum Horni.is. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 874 orð | 4 myndir

Fjölskyldufyrirtæki í hálfa öld

Magnús Kristinsson festi kaup á Efnalauginni Björg fyrir fimmtíu árum. Gegnum tíðina hefur fyrirtækið verið búið góðum tækjum til hreinsunar á nánast hverju sem er, eins og hann og tengdasynirnir Kristinn Guðjónsson og Sigurður Jónsson, sem nú hafa tekið við rekstrinum, segja. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 670 orð | 1 mynd

Frumkvöðlaeðlið er ríkt

Bryndís Haraldsdóttir er fædd í Reykjavík 29. desember 1976. Hún er BSc í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniskólanum 2001. Hóf fljótlega störf hjá Impru, Nýsköpunarmiðstöð á Iðntæknistofnun þar sem hún stýrir stuðningsverkefni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Stundar samhliða því mastersnám í Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu. Maki Bryndísar er Örnólfur Örnólfsson rafvirkjameistari og eiga þau eina dóttur, Eydísi Elvu, sem fædd er árið 2000. Meira
28. september 2003 | Landsbyggðin | 226 orð | 1 mynd

Góð uppskera á korni

Hrunamannahreppi | Fleiri ræktuðu bygg í Hrunamannahreppi í sumar en áður en alls eru átján aðilar sem sáðu korni í vor í um 120 hektara lands. Það er sama þróun og víða um landið. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 227 orð

Hafa áhyggjur af ótryggri stöðu

BÆJARSTJÓRN Borgarbyggðar hefur samþykkt ályktun þar sem er lýst yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar ótryggu stöðu sem stækkun Norðuráls á Grundartanga virðist nú vera í vegna ákvörðunar Landsvirkjunar um frestun á byggingu Norðlingaölduveitu. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 601 orð | 1 mynd

Heimafæðingar eru almennt allt of fátíðar

KONUR í dag eru almennt hræddar við að fæða börn sem aftur veldur því að þær velta sjaldnast fyrir sér þeim valkosti að fæða börnin heima. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Hjartaheill í Perlunni

LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga eiga 20 ára starfsafmæli 8. október næstkomandi. Þau halda upp á afmælið með ýmsum hætti en hæst ber sýninguna Hjartaheill í Perlunni um helgina. Sýningin var opnuð í gær og verður opin í dag frá klukkan 13 til 18. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 310 orð

Hluthafafundur fyrir 10. október

STJÓRN Sjóvár-Almennra trygginga hf. sendi Kauphöll Íslands bréf síðdegis á föstudag þar sem kemur fram að boðað verður til hluthafafundar innan 14 dag. "Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. hefur borist krafa frá Íslandsbanka hf. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Hressir við löndun í Akraneshöfn

ÞEIR voru hressir sjómennirnir Valdimar og Geir þegar þeir voru að landa fiski úr báti sínum í Akraneshöfn. Fiskurinn var vænn og veðurblíðan hafði þau áhrif að allir virtust ánægðir með sinn hlut. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 122 orð

Í heimsókn í boði Alþingis

SENDINEFND frá fylkisþingi Kaliforníu í Bandaríkjunum verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Alþingis dagana 27. september til 3. október. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 66 orð

Jarðskjálftahrina í Kötlu

SNÖRP jarðskjálfta-hrina varð í Kötlu í Mýrdals-jökli síðdegis á mánudag. Páll Halldórsson , jarðeðlis-fræðingur á jarðskjálfta-deild Veðurstofu Íslands, segir að hrinan hafi verið áköf meðan á henni stóð. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 79 orð

Játar skattsvik

KARLMAÐUR hefur játað 15 milljóna króna skattsvik á árunum 2001 og 2002 fyrir dómi á grundvelli ákæru efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og má vænta hátt í 30 milljóna króna sektar þegar dómur verður kveðinn upp í máli hans síðar í haust. Meira
28. september 2003 | Landsbyggðin | 211 orð | 1 mynd

Komið fyrir á bakka Ytri-Rangár

Hellu | Um nokkurt skeið hefur verið í undirbúningi gerð minnisvarða um Ingólf Jónsson, fv. kaupfélagsstjóra, alþingismann og ráðherra á Hellu. Verkefnið er komið vel á veg og er nú unnið að því að leita fjármagns til að ljúka við framkvæmdina. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 214 orð

Lágmarkseinkunn lækkar í lagadeild HÍ

LÁGMARKSEINKUNN verður lækkuð úr 7,0 í 6,0 í þeim þremur námsgreinum sem kenndar eru á fyrsta misseri laganáms við Háskóla Íslands. Þetta var ákveðið á deildarfundi lagadeildar Háskóla Íslands sl. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 284 orð

Lokað fyrir aðgang í 3 ár

FJÖLSKYLDA Halldórs Laxness hefur óskað eftir því að lokað verði fyrir aðgang að þeim gögnum skáldsins sem varðveitt eru í Þjóðarbókhlöðunni, öðrum en handritum að útgefnum verkum hans, nema með skriflegu leyfi fulltrúa fjölskyldunnar. Meira
28. september 2003 | Landsbyggðin | 400 orð | 1 mynd

Lærðu að berjast gegn skógareldum

Austurlandi | Rústabjörgunarsveit Austurlands, Ice - Sar east, fór í haust til Eistlands til að taka þátt í æfingu. Um var að ræða leit að týndu fólki í skógum, rústabjörgun og baráttu gegn skógareldum. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 186 orð

Málþing um skólagöngu barna með athyglisbrest,...

Málþing um skólagöngu barna með athyglisbrest, ofvirkni (AD/HD) og hegðunarvanda verður haldið í Kennaraháskóla Íslands, föstudaginn 3. október kl. 14-17. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 183 orð

Mikið spurt en minna selt

MIKIÐ hefur verið spurst fyrir um lambakjöt frá bændum á Austurlandi sem hafa tekið sig saman um sölu á kjöti á Netinu í gegn um vefsvæðið www.austurlamb.is og nokkrar pantanir. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 475 orð

Múgæsing undirrót gengjaátakanna

LÖGREGLAN í Reykjavík mun fylgjast með þróun mála í Breiðholti um helgina og næstu daga til að stöðva slagsmálaöldu sem hefur sett mark sitt á hverfið í vikunni sem er að líða. Meira
28. september 2003 | Landsbyggðin | 137 orð | 1 mynd

Nemendur í 1. bekk gróðursetja tré

Borgarnesi | Nemendur úr 1. bekk Grunnskólans gróðursettu 60 birkiplöntur nýlega í skógræktinni að Borg á Mýrum. Þetta var 10. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 68 orð

Ný stjórn UVG

LANDSFUNDUR Ungra vinstri grænna fór fram helgina 19. til 20. september. Á fundinum voru samþykktar fjórar ályktanir sem nálgast má á heimasíðu samtakanna, www.uvg.vg. Auk almennra stjórnmálaumræðna og hópastarfs var kosið í nefndir og í stjórn UVG. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 30 orð

Opið hús hjá Samfylkingunni í Kópavogi...

Opið hús hjá Samfylkingunni í Kópavogi á morgun, mánudaginn 29. september kl. 20.30 - 22, í Hamraborg 11. Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingsmaður verður málshefjandi í umræðum um landbúnað, búsetu og... Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 243 orð

Ólíkir hagsmunahópar ræði saman

VEKJA þarf fólk í til umhugsunar í auknum mæli um aðgengismál fatlaðra með samræðum milli ólíkra hagsmunasamtaka úr röðum fatlaðra og stjórnvalda, fyrirtækja, arkitekta, hönnuða, o.s.frv. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

"Íslendingar eiga erindi á stóra sviðið"

ÍSLENSKI leikhópurinn Vesturport frumsýnir Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare á miðvikudag í hinu kunna leikhúsi Lundúnaborgar, Young Vic. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 125 orð

"Láttu apann þinn um þetta"

SPURÐ út í þær aðferðir sem barnshafandi konur á sveitabýlinu tileinka sér við barnsfæðingar segir Ina May Gaskin ljósmóðir að konurnar "læri að vera villimenn". "Við lærðum að vera frumstæðar en góðar barnshafandi konur. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 77 orð

Rafrænt samfélag tengist ekki sameiningu

SVEITARSTJÓRI Þingeyjarsveitar, Jóhann Guðni Reynisson, vill árétta að þátttaka sveitarfélagsins í samstarfsverkefni um rafrænt sveitarfélag með Húsavíkurbæ og Aðaldælahreppi tengist á engan hátt sameiningu sveitarfélaga. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Ræktuðu risa-grasker

BRÆÐUR í Kópavogi, Hákon Guttormur og Höskuldur Gunnlaugssynir , ræktuðu í sumar tvö grasker sem náðu um 30 kílóa þyngd. Fór ræktunin fram í gróður-húsi rétt við heimili þeirra. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 259 orð

Saga Efnalaugarinnar Bjargar

ÁHUGI Magnúsar Kristinssonar á fatahreinsun kviknaði á unga aldri í heimabæ hans, Vestmannaeyjum. Þar vann hann við afgreiðslu á fatnaði sem sendur var til efnalaugarinnar Glæsis í Reykjavík. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 97 orð

Segja línuívilnun auka forréttindi smábáta

SAMBANDSSTJÓRN Farmanna- og fiskimannasambands Íslands hefur samþykkt eftirfarandi ályktun: "Sambandsstjórnarfundur Farmanna- og fiskimannasambands Íslands haldinn 18. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Skógarbændur leggja áherslu á plöntugæði

NÝLEGA héldu Landssamtök skógareigenda (LSE) sjötta aðalfund sinn á Goðalandi í Fljótshlíð. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 348 orð | 2 myndir

Tekur grannt í kuldanum

ÞAÐ hefur verið kalt á sjóbirtingsslóðum og mikill vatnskuldi dregur úr aflabrögðum. Síðasta holl í Grenlæk var t.d. með aðeins sex fiska, þrjá birtinga, tvær bleikjur og einn staðbundinn urriða. Meira
28. september 2003 | Erlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Telja morðingjann vera fundinn

LÖGREGLAN í Stokkhólmi telur sig nú vita hver myrti Önnu Lindh , utanríkis-ráðherra landsins. Á miðvikudag var 24 ára gamall maður handtekinn. Hann er nú í gæslu-varðhaldi. Meira
28. september 2003 | Landsbyggðin | 96 orð | 1 mynd

Týnda talan flutt

Borgarnesi | Verslunin Týnda talan hefur flutt úr Hyrnutorgi í húsnæði við Borgarbraut í gamla miðbænum. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Útskrift rafiðnaðarsveina

ÞEBA Björt Karlsdóttir hlaut hæstu einkunn í öllum prófþáttum sveinsprófs í símsmíði. Á myndinni er Þeba með Sigurgeiri Ólafssyni formanni Félags Símsmiða. Haldin voru sveinspróf í rafiðngreinum í júní sl. og útskrifuðust alls að þessu sinni 42 sveinar. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 84 orð

Valt með 23 tonn af rækju

VÖRUFLUTNINGABIFREIÐ frá Landflutningum hf. með 23 tonn af óunninni rækju á leið til Ísafjarðar, valt á veginum í Bitrufirði rétt fyrir sunnan bæinn Bræðrabrekku á föstudagskvöld. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 125 orð

Vefur um fréttaflutning af hvalveiðum

TVÆR ferðaskrifstofur, Arctic Experience í Bretlandi og Katla Travel í Þýskalandi, hafa sett á laggirnar upplýsingavefinn www.gestsauga.is. Þar er birt umfjöllun þýskra og breskra fjölmiðla um hvalveiðar Íslendinga. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Verðlaunahafar í Sinbad-litaleik

OPIN kerfi í samstarfi við Sambíóin stóðu fyrir litasamkeppni í tengslum við barna- og fjölskyldumyndina Sinbad sæfari og þjóðsagan um höfin sjö sem kemur frá framleiðendum Shrek. Litasamkeppnin var í tveim flokkum. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 181 orð

Viðbótarbókun um kjarnorkumál

ÞÓRÐUR Ægir Óskarsson, fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni í Vínarborg, undirritaði á ársfundi stofnunarinnar sem haldinn var fyrir skömmu sérstaka viðbótarbókun við heildarsamning stofnunarinnar um öryggisráðstafanir. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 94 orð

Viðtalstími sendiherra Íslands í Peking

EIÐUR Guðnason, sendiherra Íslands í Peking, sem jafnframt annast samskipti Íslands við Ástralíu, Nýja-Sjáland, Mongólíu, Norður-Kóreu, Suður-Kóreu og Víetnam, er nú staddur hér á landi í tengslum við viðskiptaviðræður Íslands og Kína. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Vinningar í LEGO-hátíðinni í Smáralind

OPIN kerfi í samstarfi við HP, tóku þátt í LEGO-hátíð sem Reykjalundur, umboðsaðili LEGO á Íslandi, stóð fyrir í Vetrargarðinum í Smáralind, dagana 28. ágúst til 7. september s.l. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 198 orð

Yfirlýsing frá Sjóvá-Almennum

MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá stjórn Sjóvár-Almennra trygginga hf. Tilefnið er bréf sem barst stjórn Sjóvár-Almennra frá nokkrum hluthöfum í félaginu, en fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum. Meira
28. september 2003 | Innlendar fréttir | 409 orð

Össur kaupir Generation II fyrir 2,4 milljarða

ÖSSUR hf. hefur samið um kaup á bandarísku fyrirtækjasamstæðunni Generation II Group, sem sérhæfir sig í spelkum til nota vegna liðbandaáverka, slitgigtar og eftir skurðaðgerðir. Meira

Ritstjórnargreinar

28. september 2003 | Leiðarar | 276 orð

26.

26. september 1993: "Samkeppnisstofnun hefur að undanförnu fjallað um kvörtun Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sem taldi sig hafa grun um "samstilltar aðgerðir olíufélaga hér á landi við ákvörðun benzínverðs". Rökstuðningur FÍB var m.a. Meira
28. september 2003 | Leiðarar | 2203 orð | 2 myndir

27. september

Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, flutti ræðu við opnun Landsbanka Íslands í Lúxemborg í gær, föstudag, sem vekur athygli og er augljóslega stefnumarkandi af hálfu Landsbankans og aðaleigenda hans, þ.e. Samsonar-hópsins. Meira
28. september 2003 | Staksteinar | 299 orð

- Sjálfstætt þing og norrænir ríkisstarfsmenn

Í störfum sínum þurfa þingmenn að sitja marga misþýðingarmikla fundi og hitta fjölda fólks. Síðasta mánudag hitti Helgi Hjörvar, alþingismaður, kollega sína frá Færeyjum. Meira
28. september 2003 | Leiðarar | 502 orð

Öryggi starfsmanna á heilbrigðisstofnunum

Í fyrradag birtist frétt hér í Morgunblaðinu um öryggi starfsmanna á heilbrigðisstofnunum. Meira

Menning

28. september 2003 | Menningarlíf | 1655 orð | 1 mynd

Á þvælingi með rithöfundum

Þegar ferð hefur verið undirbúin, útbúin og hefst, kemur nýr þáttur og tekur yfir. Ferð, safarí eða landkönnun öðlast sjálfstæði, verða ólík öllum öðrum ferðalögum. Ferðin hefur persónuleika, sitt eigið skap - er einstök. Meira
28. september 2003 | Leiklist | 514 orð | 1 mynd

Guð og menn

Höfundur: Torkild Lindebjerg. Leikmynd, lýsing, búningar og leikstjórn: Torkild Lindebjerg. Tónlist: Stefán Örn Arnarson. Módelsmíði: Justin Wallace. Leikarar: Bjarni Ingvarsson, Pétur Eggerz og Stefán Örn Arnarson. Föstudagur 26. september. Meira
28. september 2003 | Fólk í fréttum | 296 orð | 2 myndir

Hreinræktuð gleðisveit

GLEÐISVEITIN Randver naut mikillar hylli við lok áttunda áratugarins og átti m.a. eina af mest seldu plötum ársins 1977, en þá kom út önnur plata sveitarinnar, Aftur og nýbúnir . Meira
28. september 2003 | Menningarlíf | 51 orð

Kammerkór hefur vetrarstarfið

KAMMERKÓR Reykjavíkur hefur hafið vetrarstarfið. Nokkur pláss eru laus í alt og sópran en kórinn er að mestu skipaður fólki með mikla reynslu af söng. Æfingar eru í húsakynnum Nýja tónlistarskólans undir stjórn Sigurðar Bragasonar. Meira
28. september 2003 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

Landsbókasafn fær blekbyttur að gjöf

HARALDUR Árnason og Jóna G. Hermannsdóttir færðu á dögunum Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni að gjöf tvo glerskápa með blekbyttum og margvíslegum áhöldum sem tengjast hinni fjölbreytilegu rittækni er þróast hefur í aldanna rás. Meira
28. september 2003 | Fólk í fréttum | 163 orð | 1 mynd

Leikur inn á hljómplötu

HIN fornfræga sveit The Incredible String Band heimsótti landann í vor og lék við góðar undirtektir í Íslensku óperunni. Sá er stóð að innflutningnum var Steingrímur Guðmundsson, trymbill og einlægur aðdáandi sveitarinnar. Meira
28. september 2003 | Myndlist | 1343 orð | 4 myndir

Málverk og vefir

Opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga. Til 26. október. Meira
28. september 2003 | Fólk í fréttum | 467 orð | 2 myndir

Náinn samstarfsmaður Lars von Triers

FRIÐRIK Þór Friðriksson er nú önnum kafinn við eftirvinnslu á kvikmyndinni Niceland , sem segir nokkuð óhefðbundna ástarsögu. Meira
28. september 2003 | Fólk í fréttum | 319 orð | 1 mynd

Óður snillingur?

ÞAÐ hefur líklega enginn einn aðili innan dægurtónlistar verið oftar eyrnamerktur þeim orðum sem er að finna í fyrirsögninni og upptökustjórinn goðsagnakenndi Phil Spector. Og ferill hans í gegnum tíðina hefur meira en boðið upp á það. Meira
28. september 2003 | Fólk í fréttum | 250 orð | 1 mynd

Ríkidæmi Gunnars

SJÁLFSTÆTT Fólk Jóns Ársæls Þórðarsonar hefur notið mikilla vinsælda allt síðan þáttunum var ýtt úr vör haustið 2001 og var þátturinn m.a. tilnefndur til Edduverðlaunanna í fyrra. Meira
28. september 2003 | Fólk í fréttum | 42 orð | 1 mynd

...rokksköddun

ROKKSVEITIN Ham er talin af málsmetandi mönnum ein merkasta rokksveit Íslandssögunnar. Sjónvarpið sýnir í dag heimildarmyndina Ham - Lifandi dauðir eftir Þorgeir Guðmundsson þar sem ferill sveitarinnar er rakinn á ítarlegan hátt. Meira
28. september 2003 | Leiklist | 387 orð | 1 mynd

Sérsinna félagar sunnan heiða

Höfundur upphaflegra skáldsagna: Ingvar Ambjörnsen. Höfundur leikgerðar: Axel Hellstenius. Þýðing og staðfærsla: Hallgrímur Helgason. Leikstjóri: Benedikt Erlingsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell Jóhannesson. Hönnun lýsingar: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Ingvar Björnsson. Hljóðmynd: Hallur Ingólfsson. Förðun: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Leikarar: Hildigunnur Þráinsdóttir, Jón Gnarr, Gísli Pétur Hinriksson og Stefán Jónsson. Laugardagur 13. september. Meira
28. september 2003 | Fólk í fréttum | 320 orð | 1 mynd

Sjarmi, húmor, gáfur, forystuhæfileikar og lítillæti

ÞORSTEINN Guðmundsson leikari hefur nóg að gera þessa dagana. Hann er á fullu við framleiðslu gaman- og fræðsluþáttanna Atvinnumaðurinn á Skjáeinum auk þess sem hann hefur nýlokið við að skrifa söngleik fyrir nemendur Verzló sem verður settur upp í... Meira
28. september 2003 | Fólk í fréttum | 582 orð | 1 mynd

Starsailor er hér

STARSAILOR vinna innan svipaðra formerkja og landar þeirra Travis og Coldplay. En þó ekki. Smellirnir eru ekki eins "auðheyranlegir" ef svo mætti segja, a.m.k. liggja þeir undir fleiri lögum, eru lævísari ef svo mætti segja. Meira
28. september 2003 | Fólk í fréttum | 1148 orð | 2 myndir

Upp fjallið

Phil Elvrum, sem notar listamannsnafnið The Microphones, sendi á dögunum frá sér tólftu plötuna undir því nafni á fjórum árum. Á henni glímir hann við hinstu rök tilverunnar. Meira
28. september 2003 | Fólk í fréttum | 270 orð | 1 mynd

Þrettán athyglisverðar kvikmyndir

Í TILEFNI af því að Edduverðlaun, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, verða afhent 10. október þá verður efnt til kvikmyndahátíðar í Regnboganum. Meira

Umræðan

28. september 2003 | Aðsent efni | 1796 orð | 1 mynd

Brauðmolapólitík eða menningarsamfélag

MERKILEGT er að rúmum mánuði eftir glæsilegustu menningarnótt í Reykjavík fyrr og síðar segi helsti listapenni Morgunblaðsins að borgin sé ,,með allt niður um sig" í menningarmálum. Meira
28. september 2003 | Bréf til blaðsins | 430 orð

Gert erfitt fyrir

ÉG þurfti að sækja um svokallað P-kort til að nota á bílastæðum en ég er hreyfihömluð. Stundum þarf ég að vera með hækjur eða grind, en er ekki í hjólastól. Meira
28. september 2003 | Bréf til blaðsins | 283 orð

Kveðja BBC og þakka Norðurljósum

ÚTSENDING hérlendis á BBC World Service kom mörgum á óvart, ekki síst undirrituðum. Hjartað tók kipp þegar hann rakst á BBC á íslenskum útvarpsbylgjum, en fram að því hafði slíkt verið merki um stóran atburð í heiminum og yfirleitt ótíðindi. Meira
28. september 2003 | Bréf til blaðsins | 166 orð

Samlegðaráhrif - hvað eru mörg gé í því?

YFIR þjóðina ríður skeggöld einkavæðingar. Einstakir peningabubbar spila með og kaupa lönd og lausafé til vinstri og hægri. Almenningur veit vart hvaða þýðingu bröltið hefur. Það sem meira er. Ég skil ekki einu sinni tungutakið! Meira
28. september 2003 | Bréf til blaðsins | 193 orð | 1 mynd

Stíflugerð í Laxárdal

ÞORSTEINN Hilmarsson, blaðafulltrúi Landsvirkjunar, ritar bréf til blaðsins 15. september þar sem hann svarar bréfi Ásgerðar Jónsdóttur um stíflugerð í Laxá. Í bréfi blaðafulltrúans kemur fram að Landsvirkjun hafi áhuga á að hækka stíflu í Laxá í S-Þing. Meira

Minningargreinar

28. september 2003 | Minningargreinar | 630 orð | 1 mynd

BRYNHILDUR BALDVINSDÓTTIR

Brynhildur Baldvinsdóttir fæddist 6. febrúar 1915. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 9. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilborg Jakobsdóttir verkakona, f. á Ísafirði 22. júní 1893, og Baldvin Halldórsson, f. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2003 | Minningargreinar | 4758 orð | 1 mynd

ELÍAS BALDVINSSON

Elías Baldvinsson fæddist að Háarima í Þykkvabæ 1. júní 1938. Hann lést 16. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 27. september. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2003 | Minningargreinar | 955 orð | 1 mynd

GUÐNÝ GUÐNADÓTTIR

Guðný Guðnadóttir fæddist í Þorkelsgerði í Selvogi 11. janúar 1927. Hún andaðist á heimili sínu 18. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Þorlákskirkju 26. september. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2003 | Minningargreinar | 610 orð | 1 mynd

JÓNÍNA MARGRÉT JÓNASDÓTTIR

Jónína Margrét Jónasdóttir fæddist í Sæborg á Bæjarklettum, sem stendur við sjó fram nyrst í Bæjarlandi, 7. júlí 1923. Hún lést á Heilsustofnuninni í Siglufirði 18. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Siglufjarðarkirkju 27. september. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2003 | Minningargreinar | 2920 orð | 1 mynd

KRISTINN JÓN JÓNSSON

Kristinn Jón Jónsson fæddist á Mýri í Súðavíkurhreppi 25. desember 1934. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar 19. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ísafjarðarkirkju 27. september. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2003 | Minningargreinar | 474 orð | 1 mynd

MÁLFRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR

Málfríður Ólína Þorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 2. desember 1935. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 26. september. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2003 | Minningargreinar | 712 orð | 1 mynd

UNNSTEINN BJÖRNSSON

Unnsteinn Björnsson fæddist í Sporðhúsum í Vestur-Húnavatnssýslu hinn 3. júní 1925. Foreldrar hans voru hjónin Björn Leví Þórðarson, f. á Litlu-Ásgeirsá 29. júlí 1887, d. 12. apríl 1957, og Andrea Sólveig Bjarnadóttir, f. 28. ágúst 1897 á Þóreyjarnúpi,... Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

28. september 2003 | Ferðalög | 138 orð | 1 mynd

Antík og draugar

LIGGI leið til Lundúna á næstunni og ef ekki á að gista á hefðbundnu hóteli gæti gistihúsið Victorian Guesthouse í Hampsted kannski komið til greina. Meira
28. september 2003 | Ferðalög | 746 orð | 3 myndir

Er kolfallin fyrir Ítalíu

Ég fór fyrst til Ítalíu fyrir átta árum, segir Sigríður Anna Ellerup. Landið heillaði hana strax og síðan hefur hún farið þangað árlega. Í sumar fór hún tvisvar til Ítalíu. Meira
28. september 2003 | Ferðalög | 64 orð | 1 mynd

Heimilislegir gististaðir

Þeir sem kjósa að dvelja á litlu gistihúsi frekar en á hefðbundnu hóteli í Bandaríkjunum geta farið inn á Netið og látið leita fyrir sig að ákjósanlegu gistihúsi. Meira
28. september 2003 | Ferðalög | 149 orð | 1 mynd

Ítalía besti áfangastaðurinn

Lesendur bandaríska ferðatímaritsins Condé Nast Traveller kusu Ítalíu sem besta landið til að heimsækja. Hótelið Pangkor Laut, sem er á eyjunni Pankgor við vesturströnd Malasíu, var kosið besti áningarstaðurinn í nýlegri lesendakönnun blaðsins. Meira
28. september 2003 | Ferðalög | 57 orð | 1 mynd

Lengsta flugferð í heimi

Flugfélagið Singapore Airlines skipuleggur nú áætlunarflug sem verður lengsta flug sem flogið hefur verið í beinu flugi. Meira
28. september 2003 | Ferðalög | 288 orð | 1 mynd

Samræma á stjörnugjöf

Fyrir þremur árum tóku Íslendingar upp danskt flokkunarkerfi fyrir gististaði hér á landi. Grænlendingar hafa einnig tekið upp danska kerfið. Meira
28. september 2003 | Ferðalög | 904 orð | 3 myndir

Svona ferð gleymir maður aldrei

Við vorum þægilega lúin í lok ferðar, segir Þórður Höskuldsson sem hjólaði frá Heidelberg í Þýskalandi til Garmisch-Partenkirchen og gekk síðan upp á Zugspitze, hæsta fjall Þýskalands. Meira

Fastir þættir

28. september 2003 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

40 ÁRA afmæli.

40 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 28. september, er fertugur Kristinn "Tanni" Hannesarson, Dvergabakka 26, Reykjavík, verkfræðingur hjá Borgarverkfræðingi og fyrrverandi formaður Björgunarsveitar Ingólfs. Meira
28. september 2003 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, sunnudaginn 28. september, er sextug Ágústa Olsen, Heiðarseli 15, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Grétar H. Jónsson. Þau hjónin eru stödd... Meira
28. september 2003 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 28. september, er 75 ára Sigríður Ágústa Guðmundsdóttir, Skúlagötu 40a, Reykjavík . Hún tekur á móti gestum í Samkomusalnum í húsinu frá kl. 16 í... Meira
28. september 2003 | Árnað heilla | 52 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 29. september, er níræð Ingileif Guðmundsdóttir, Holtsgötu 18, Hafnarfirði. Í tilefni þessa býður hún vinum í kaffi í dag, sunnudaginn 28. september, frá kl. 16-19 í Kænunni (við smábátahöfnina í Hafnarfirði). Meira
28. september 2003 | Fastir þættir | 196 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

ÞAÐ er gaman að spilum sem leyna á sér. Hér er eitt af þeim toga. Meira
28. september 2003 | Fastir þættir | 247 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Mánudaginn 22. sept. hófst í Ásgarði í Glæsibæ hraðsveitakeppni með þátttöku 9 sveita. Spiluð voru 4 spil milli sveita eða samtals 32 spil. Meira
28. september 2003 | Dagbók | 174 orð

Grensáskirkja.

Grensáskirkja. Unglingastarf 9. og 10. bekkjar sunnudagskvöld kl. 19.30. Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Pútt alla daga kl. 10 ef veður leyfir. Haustlitaferð eldri borgara verður nk. þriðjudag kl. 13. Meira
28. september 2003 | Dagbók | 53 orð

Í KIRKJUGARÐI

Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku í þagnar brag. ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gefið, og einnig ég. Meira
28. september 2003 | Dagbók | 459 orð

(Jes. 14, 7.)

Í dag er sunnudagur 28. september, 271. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Öll jörðin nýtur nú hvíldar og friðar, fagnaðarópin kveða við. Meira
28. september 2003 | Fastir þættir | 835 orð | 1 mynd

Júdas Ískaríot

Með kossi lét hann meistara sinn í hendur rómverskra yfirvalda og tvö þúsund árum síðar er enn deilt um ástæðu þeirrar gjörðar hans. Sigurður Ægisson fjallar í dag um einhvern mest hataða einstakling í gjörvallri sögu Vesturlanda. Meira
28. september 2003 | Fastir þættir | 1163 orð | 1 mynd

NORDIA 03

EINS og þegar hefur komið fram á síðum Mbl. í fréttatilkynningu frá sýningarnefnd NORDIU 03, verður enn einu sinni efnt til samnorrænnar frímerkjasýningar í Reykjavík dagana 16.-19. október nk. Meira
28. september 2003 | Dagbók | 492 orð | 1 mynd

Samvera í Kópavogskirkju

Á þriðjudögum kl. 14.30 verður í vetur boðið upp á samverur í safnaðarheimilinu Borgum. Þar verður lagið tekið undir forystu Sigrúnar Þorgeirsdóttur, söng konu. Stefnt er að því að í hverri samv eru komi frásögn eða innlegg frá þátttakanda í starfinu. Meira
28. september 2003 | Fastir þættir | 108 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. d4 exd4 5. Dxd4 Bd7 6. Bxc6 Bxc6 7. Rc3 Df6 8. Dd3 Be7 9. O-O Dg6 10. Rd4 Bd7 11. Rd5 Bd8 12. Rf5 f6 13. Db3 b6 14. He1 Df7 15. Bf4 g6 Staðan kom upp á Evrópumeistaramóti öldunga sem lauk fyrir skömmu. John Littlewood (2. Meira
28. september 2003 | Fastir þættir | 380 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

ÞAÐ fer alveg hryllilega í taugarnar á Víkverja að fréttatímar Stöðvar 2 og RÚV séu á sama tíma. Starfs síns vegna þarf hann að fylgjast með báðum fréttatímum sem er nú hörku púl. Meira

Sunnudagsblað

28. september 2003 | Sunnudagsblað | 735 orð

Á suma hnjúka hafði enginn stigið

Fjórir fræknir fjallagarpar gengu nýlega vatnaskilin umhverfis Svarfaðardal. Einn þeirra, Bjarni E. Guðleifsson, tók áskorun Hjartar á Tjörn Þórarinssonar sem fór þessa leið í huganum og skrifaði um hana grein. Margrét Þóra Þórsdóttir hlustaði á ferðasöguna. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 1920 orð | 2 myndir

Átakalínur evrópskrar stjórnarskrársmíði

Hinn 4. október hefst með viðhöfn í Róm margra vikna ríkjaráðstefna Evrópusambandsins, þar sem stendur til að ljúka gerð stjórnarskrársáttmála fyrir hið stækkaða ESB. Auðunn Arnórsson rekur hér hvar átakalínurnar liggja. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 36 orð | 1 mynd

Einkunnagjöf vína byggist á heildstæðu mati...

Einkunnagjöf vína byggist á heildstæðu mati á gæðum, upprunaeinkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur fengið að hámarki 20 stig í einkunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með... Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 22 orð

Einkunn Viðunandi Góður Mjög góður Frábær...

Einkunn Viðunandi Góður Mjög góður Frábær Afburða veitingastaður Einkunnagjöf byggist á mati á þjónustu, húsnæði, vínlista og mat, að teknu tilliti til verðlags. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 5108 orð | 3 myndir

Engin vandamál, aðeins lausnir

Steinar Berg Ísleifsson tók afdrífaríka ákvörðun eftir þrjátíu ára starfsferil sem útgefandi. Hann sagði Árna Matthíassyni frá ævintýralegum og oft stormasömum starfsferli. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 686 orð | 1 mynd

Erfitt að vera giftur Svarfdælingi

Firringin hefur náð tökum á Íslendingum. Sveitasælan með sakleysi fásinnisins er liðin tíð og hraði borgarlífsins tekinn við með harðari hugsunarhætti. Ég er á kaffihúsi með ljósmyndara. Ungt fólk situr fyrir, þar á meðal hörundsdökk stúlka. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 80 orð

Galbi

** Galbi. Hlíðarsmára 8, Kópavogi. Sími: 544 4448. Heimasíða: www.galbirestaurant.com. Andrúmsloft: Íslenskur fjölskyldustaður með asísku ívafi í innréttingum og skrautmunum. Einfaldur, vinalegur og heimilislegur. Mælt með: Kóresku grillréttunum. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 1925 orð | 1 mynd

Í hernum með Dwight Eisenhower

Svonefndum Vestur-Íslendingum sem tala góða íslensku fer fækkandi en sumir þeirra eru jafnvel íslenskari en margur Íslendingurinn í háttum og gerðum. Steinþór Guðbjartsson heimsótti einn þessara manna í Minnesota, Torfa Guðbjart Guðbjartsson í Bloomington, en þeir eru tengdir í níunda og tíunda lið. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 583 orð | 1 mynd

Íslenskt korn til manneldis

Bankabygg, byggmjöl og grænmetisbuff úr íslensku byggi, kartöflum og fleira jurtakyns er á meðal þess sem Eymundur Magnússon og fyrirtæki hans Móðir Jörð í Vallanesi á Héraði framleiða. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 2142 orð | 3 myndir

Kornrækt í örum vexti

Kornuppskera í ár er líkast til sú mesta í Íslandssögunni. Ætla má að skorið hafi verið upp af 2.500 hekturum og uppskeran af byggi sé á bilinu 8 til 10 þúsund tonn. Guðni Einarsson ræddi við Jónatan Hermannsson, tilraunastjóra RALA. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 728 orð | 1 mynd

Kornrækt komin til frambúðar

Á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum hefur verið stunduð kornrækt samfleytt frá árinu 1960. Auk þess að rækta bygg hefur Ólafur Eggertsson bóndi reynt hveiti- og maísrækt. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 635 orð | 3 myndir

Kóresk grillveisla

Þ að hafa víða verið að spretta upp asískir veitingastaðir á undanförnum árum. Þeir eru misjafnlega góðir. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 58 orð | 1 mynd

List án landamæra

Myndlistar-konunar Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Þórey Rut Jóhannesdóttir opnuðu nýlega sýningu í norður-sal Kjarvals-staða. Verkin eru fjölbreytt og sýna kraftinn sem þessar ungu konur búa yfir. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 933 orð | 1 mynd

Lærðu að keyra, hóran þín!

Ég var einn daginn að koma af bílastæði við banka og hugðist beygja inn á götu þar sem umferðin er nokkuð hröð og til beggja átta. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 304 orð | 4 myndir

Moselland og Oro

Þau eru ekki mörg þýsku vínin sem hafa komið inn á markaðinn síðustu ár enda hafa þýsk vín átt frekar erfitt uppdráttar á Íslandi. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 104 orð

Ragnhildur keppir í Portúgal

RAGNHILDUR Sigurðardóttir , Íslands-meistari kvenna í golfi, ætlar að reyna fyrir sér á úrtöku-móti fyrir móta-röð bestu kylfinga í Evrópu. Mótið fer fram í Portúgal í október. Ragnhildur segir hugmyndina að því að fara á mótið vera skyndi-ákvörðun. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 2650 orð | 3 myndir

Reiðarslag í Toronto

Áhrif HABL, heilkennis alvarlegrar bráðrar lungnabólgu, á daglegt líf í Toronto voru umtalsverð. Ferðaiðnaður í fylkinu hefur beðið verulega hnekki í kjölfarið og kostnaður heilbrigðisyfirvalda vegna sjúkdómsins nemur nú um 56,7 milljörðum króna. Kristinn Jakobsson og Þorsteinn Gunnarsson hafa kynnst málunum af eigin raun. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 2995 orð | 1 mynd

Samband þjóða okkar er djúpt og varanlegt

James I. Gadsden hefur haft í nógu að snúast frá því hann tók við embætti sendiherra Bandaríkjanna á síðasta ári. Ríkin hafa deilt um varnarmál, hvalveiðar og mál um gæsluvarðhald varnarliðsmanns. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við Gadsden um þau mál sem ofarlega hafa verið á baugi í samskiptum ríkjanna. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 134 orð | 1 mynd

Sálin hans Jóns míns 15 ára

EIN vinsælasta hljómsveit landsins undanfarin ár, Sálin hans Jóns míns, á 15 ára afmæli í ár. Af því tilefni hélt sveitin sérstaka afmælis-tónleika á skemmti-staðnum NASA á fimmtudags-kvöldið við góðar undirtektir. Meira
28. september 2003 | Sunnudagsblað | 884 orð | 7 myndir

Tjáning náttúrunnar

Náttúran stendur utan við það sem menn meta mest; menningu og listir. Hvað þá heimspeki eða vísindi, henni er jafnvel sama um verkfræði. Náttúran tjáir sig, Sigurgeir Jónasson ljósmyndari varð bergnuminn af tjáningu hennar. Gunnar Hersveinn treystir sér aftur á móti ekki til að tjá það sem hann skilur ekki: "Náttúran er handan skynsemi og raka." Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.