Greinar þriðjudaginn 11. nóvember 2003

Forsíða

11. nóvember 2003 | Forsíða | 150 orð

Hagstæð lán til kaupa á samtímamyndlist

MENNINGARMÁLANEFND Reykjavíkurborgar hefur tekið frá fé til að stuðla að því að "listmunalán" geti orðið að veruleika. Meira
11. nóvember 2003 | Forsíða | 86 orð | 1 mynd

Ólga í Georgíu

STUÐNINGSMAÐUR stjórnarandstöðunnar í Georgíu veifar þjóðfánanum á mótmælafundi í miðborg höfuðborgarinnar Tíflis. Meira
11. nóvember 2003 | Forsíða | 141 orð

Sekir um brot en samstarfsþýðir

ÍRANAR eru sekir um nokkur brot á alþjóðareglum um kjarnorkuöryggi en hafa sýnt vaxandi samstarfsvilja við eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna. Meira
11. nóvember 2003 | Forsíða | 122 orð

Sérstakt sjúkrahús fyrir of feita Dani?

OF feitum Dönum fjölgar stöðugt og áætlað er að kostnaður danska heilbrigðiskerfisins af offituvandamálinu nemi um tveimur milljörðum danskra króna á ári, um 23 milljörðum íslenskra. Meira
11. nóvember 2003 | Forsíða | 215 orð | 1 mynd

Skorað á Bandaríkin að hlíta reglum

TOLLAR sem bandarísk stjórnvöld settu í marz 2002 á innflutt stál til verndar bandarískum stáliðnaði eru brot á reglum Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO. Að þessari niðurstöðu komst áfrýjunarnefnd stofnunarinnar, sem fjallaði um áfrýjun Bandaríkjastjórnar á fyrri úrskurði þar sem komizt var að sömu niðurstöðu. Niðurstaðan er endanleg af hálfu WTO. Meira
11. nóvember 2003 | Forsíða | 362 orð | 1 mynd

Um 4% nemenda Háskóla Íslands án stúdentsprófs

SAMTALS eru 366 nemendur í Háskóla Íslands sem ekki hafa lokið stúdentsprófi heldur hafa fengið starfsreynslu metna til að fá inngöngu í Háskólann. Alls eru nemendur í HÍ rétt rúmlega 9. Meira

Baksíða

11. nóvember 2003 | Baksíða | 233 orð

13 sveitarstjórnir taka ekki þátt í úthlutun

STJÓRNIR 13 byggðarlaga munu ekki hlutast til um úthlutun byggðakvóta sjávarútvegsráðuneytisins. Kvótanum verður því úthlutað til allra skipa í viðkomandi byggðarlögum á grundvelli aflahlutdeilda þeirra. Meira
11. nóvember 2003 | Baksíða | 121 orð | 1 mynd

7% aukning á fyrstu tíu mánuðum ársins

GREIÐSLUR úr Ábyrgðarsjóði launa námu 613 milljónum króna fyrstu tíu mánuði ársins. Er það 7% aukning miðað við sama tímabil í fyrra þegar greiðslurnar námu 573 milljónum króna. Meira
11. nóvember 2003 | Baksíða | 689 orð | 8 myndir

Alveg hreinar línur toppa

Einfaldar línur í anda sjöunda áratugarins í bland við styttur og tjásur þess níunda eru ráðandi í hártískunni í vetur samkvæmt boðskap höfuðstöðva Toni&Guy í London. Meira
11. nóvember 2003 | Baksíða | 126 orð | 1 mynd

Flest bendir til albatross

LÍKLEGT er að hinn tignarlegi fugl albatros hafi sést í nágrenni Hvalfjarðar í síðustu viku. Vegfarendur sáu stóran hvítan fugl á sjónum og lýstu honum símleiðis fyrir sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar. Meira
11. nóvember 2003 | Baksíða | 609 orð | 1 mynd

Hugarheimur auðmannsins rannsakaður

ÞEIR eru í meira lagi bjartsýnir, kraftmiklir og einstaklega spennandi í návígi. Líka þrjóskir, einbeittir og sjálfselskir, og vita fátt verra en orlofsferðir. Meira
11. nóvember 2003 | Baksíða | 362 orð

Laxafrumvarp samþykkt

ALÞINGI samþykkti í gær frumvarp landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar, um að innflutningsbanni á eldisdýrum og lifandi laxfiski og öðrum fiski er lifir í fersku vatni verði aflétt. Meira
11. nóvember 2003 | Baksíða | 76 orð | 2 myndir

Selur í heimsókn

ÞAÐ er ekki á hverjum degi að selir láta sjá sig í grennd við mannfólkið. Börnin í 1. bekk Grunnskólans í Búðardal urðu því heldur betur undrandi þegar þau á gönguferð sinni rákust á einn slíkan á vappi. Meira
11. nóvember 2003 | Baksíða | 49 orð

Tilboði í Móa var hafnað

TILBOÐSFRESTUR í þrotabú fulgabúsins Móa ehf. rann út á hádegi í gær og barst eitt tilboð í búið sem var hafnað þar sem skiptastjóra og veðhöfum fannst það of lágt. Meira
11. nóvember 2003 | Baksíða | 133 orð

Tíu unglæknar eru á biðlista

TÍU unglæknar eru nú á biðlista eftir námsstöðum í framhaldsnámi í heimilislækningum en unnt hefur verið að stunda slíkt nám hérlendis í allmörg ár. Meira

Fréttir

11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 92 orð

14,2 milljarðar kr. í séreignalífeyrissparnað

IÐGJÖLD til séreignalífeyrissparnaðar launafólks námu 14,2 milljörðum króna á árinu 2002 og jukust um 46% frá árinu áður 2001 þegar þau numu 9,7 milljörðum króna. Af þessum rúmu 14 milljörðum kr. í iðgjöld fóru 6,2 milljarðar kr. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 90 orð

3% kauphækkun á eins árs samningstíma

MIÐLUNARTILLAGA sáttasemjara í deilu flugvirkja Tækniþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli og viðsemjanda sem samþykkt var í atkvæðagreiðslu felur í sér 3% launahækkanir frá upphafi samningstímans, að sögn Kristjáns Kristinssonar, forsvarsmanns flugvirkja. Meira
11. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 607 orð | 2 myndir

Algjört kjaftshögg

"ÞETTA eru klárlega mikil vonbrigði og ég held þessi tíðindi hafi komið flatt upp á alla hér," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, um þá ákvörðun stjórnar Air Greenland að hætta flugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 281 orð

Alþingi á síðasta orðið um fjárveitingar

BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra segir að Alþingi eigi í öllum tilvikum síðasta orðið um fjárveitingar hvort heldur er til dómstóla eða annarra, aðspurður um hugmyndir sem Ólöf Pétursdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness, setti fram á aðalfundi... Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 522 orð | 1 mynd

Annasöm helgi hjá lögreglu

HELGIN var annasöm hjá lögreglu, töluvert um árekstra og nokkuð um ölvun og slagsmál. Alls voru átta ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 26 teknir fyrir of hraðan akstur. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 958 orð | 1 mynd

Aukinn áhugi unglækna á námi í heimilislækningum

Tíu manns bíða nú eftir að komast að í framhaldsnámi í heimilislækningum. Til skamms tíma sýndu unglæknar því ekki áhuga. Jóhannes Tómasson hleraði af hverju mál hafa skipast þannig. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 163 orð

Á morgun

Ný lífsjón, samtök fólks sem misst hefur útlimi , verður með opið hús á morgun, miðvikudagskvöldið 12. nóvember, kl. 20, á lofti Grafarvogskirkju. Meira
11. nóvember 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 191 orð | 1 mynd

Á sjötta þúsund mót-mælti Lundarskipulagi

Kópavogi | Aðstandendur áhugahóps um betri Lund afhentu bæjaryfirvöldum í Kópavogi í gær undirskriftalista með nöfnum á sjötta þúsund manns sem mótmæla byggingu átta háhýsa í landi Lundar. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Ávaxtavínið Kvöldsól vekur athygli vestanhafs

Húsavík | Húsvíska ávaxtavínið Kvöldsól hefur vakið áhuga blaðamanns á virtu fagtímariti um vín í New York. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Bent Larsen sæmdur fálkaorðu

Danski skákmeistarinn Bent Larsen, sem er Íslendingum góðkunnur fyrir mikið og gott samstarf við íslenskt skáksamfélag, var sæmdur fálkaorðunni við hátíðlega athöfn í gær. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Betur fór en á horfðist...

VEGFARENDUM um veginn við Rauðavatn varð nokkuð bylt við þegar þeir mættu þessari sjón, en flutningabíll fullur af brotajárni valt á veginum og brotajárnið rúllaði yfir vegarkantinn. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Borvagnar og sprengiefni um göturnar

ÞAÐ liggur við að venjulegar fjölskyldubifreiðar séu að verða í minnihluta á götum Egilsstaða. Um þær aka daga og nætur vörubílar og flutningabílar með endalausa tengivagna, stórvirkar vinnuvélar, tæki og tól og gáma í eftirdragi. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Byggja á því besta úr sögu DV

MIKAEL Torfason annar tveggja nýrra ritstjóra DV ásamt Illuga Jökulssyni boðar skemmtilegri og fjörugri umræðu um menningu og listir í DV sem kemur að nýju út í vikunni. Þeir Illugi voru ráðnir ritstjórar DV af Frétt ehf. Meira
11. nóvember 2003 | Miðopna | 799 orð | 1 mynd

Deilur um keisarans skegg

FORMAÐUR Samfylkingarinnar fór mikinn á landsfundinum á dögunum og boðaði að flokkurinn þyrfti að opna hug sinn, skoða breytt rekstrarform í heilbrigðisþjónustu og virkja innan hennar lögmál markaðarins um framboð og eftirspurn. Meira
11. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Efrain Rios Montt tapaði

EFRAIN Rios Montt, fyrrverandi einræðisherra, varð í þriðja sæti í forsetakosningum í Gvatemala á sunnudag, samkvæmt kjörtölum sem birtar voru í gær, og ólíklegt var að hann kæmist í síðari umferð kosninganna 28. desember. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 135 orð

Ekki bólar á framkvæmdum þrátt fyrir brýna þörf

STJÓRN Geðhjálpar lýsir því yfir í ályktun sem samþykkt hefur verið að afar brýn þörf sé á að koma þegar í stað í framkvæmd áætlun um hreyfanlegt teymi fagfólks og lokaða geðdeild fyrir veikustu einstaklingana. Meira
11. nóvember 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 350 orð

Ekki eining um skipulagið

LJÓST er að ekki er eining um skipulagið á Lundarsvæðinu, segir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs og segir engan græða á því að byggja eftir skipulagi sem allir séu óánægðir með. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 152 orð

Ekki farið að kröfum

JÓN Þór Sverrisson, sem var settur trúnaðarlæknir Flugmálastjórnar í byrjun árs 2002, en hann synjaði Árna Sigurðssyni flugmanni um útgáfu heilbrigðisvottorðs, gagnrýnir niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar, sem hefur nú veitt flugmanninum gilt... Meira
11. nóvember 2003 | Miðopna | 1898 orð | 3 myndir

Engin friðsemd á skákborðinu

Einvígið sem öll þjóðin fylgist með, sagði Morgunblaðið um skákeinvígi Bents Larsens og Friðriks Ólafssonar í Sjómannaskólanum 1956. Í kvöld setjast kapparnir enn að skákborðinu. Freysteinn Jóhannsson rifjar upp eldri tíma og talar við skákmeistarana. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 771 orð | 1 mynd

Erum meðvituð um málefnin

Ella Kristín Karlsdóttir fæddist í Reykjavík 13. febrúar 1952. Lauk kennaraprófi frá KHÍ 1973 og BA í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 1993. Lauk síðan starfsréttindanámi í félagsráðgjöf 1994. Hefur starfað síðan hjá Reykjavíkurborg, fyrst sem félagsráðgjafi, síðan sem forstöðumaður Vesturgarðs, fjölskyldu- og skólaþjónustu. Er og formaður Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa. Maki er Ingimar Ingimarsson og eiga þau fjögur börn, Birgi, Ingimar, Önnu Sigrúnu og Sólveigu. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Fallegustu folöldin

Vesturlandi | Hrossaræktarsamband Vesturlands og Félag hrossabænda á Vesturlandi stóð fyrir folalda- og tryppasýningu að Stað í Borgarfirði þann 9. nóvember. Þetta er í annað sinn sem slík sýning er haldin. Meira
11. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 119 orð

Fangamálin fyrir dóm

HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna ákvað í gær að taka til meðferðar mál sem víkur að spurningunni um það hvort löglegt sé að halda útlendingum, sökuðum um að berjast fyrir al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin og talibanastjórnina í Afganinstan, í flotastöðinni í... Meira
11. nóvember 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 453 orð | 2 myndir

Fljúga flugvélum úr pappakössum alla leið til útlanda

Hlíðum | Starfsmenn og börn á leikskólanum Klömbrum hafa undanfarna mánuði tekið þátt í Comenius-verkefninu, sem er hluti af Sókratesaráætlun Evrópusambandsins og er ætlað að styðja við bakið á samstarfsverkefnum skóla í Evrópu. Meira
11. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Flokkur Bossis hótar að hætta

NORÐURBANDALAGIÐ, sem situr í samsteypustjórn Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, hefur framlengt þar til í janúar hótun sína um að ganga úr stjórninni. Meira
11. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Flýja uppreisnarmenn

TALIÐ er að uppreisnarmenn í Úganda hafi myrt a.m.k. 60 manns í norðurhluta landsins síðustu daga en getgátur eru uppi um að þeir hafi verið að hefna fyrir drápið á einum leiðtoga sínum, Charles Tabuley, fyrir rúmri viku síðan. Meira
11. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 222 orð

Fordæma ákvörðun stjórnar LH um val á landsmótsstað

STJÓRNIR hestamannafélaganna Funa, Grana, Hrings, Léttis og Þjálfa og Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga samþykktu ályktun á sameiginlegum fundi á Húsavík um helgina, þar sem fordæmd er sú ákvörðun stjórnar LH að halda landsmót 2006 á... Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 135 orð

Framlög úr Jöfnunarsjóði verði yfirfarin

SVEITARSTJÓRN Mýrdalshrepps hefur óskað eftir því að framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði yfirfarin vegna yfirstandandi árs og að borin verði saman framlög sjóðsins til Mýrdalshrepps samkvæmt núgildandi reglugerðum og þeim... Meira
11. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 167 orð

Friðarviðræðum á Sri Lanka frestað

STJÓRN Sri Lanka hvatti til þess í gær að efnt yrði til þingkosninga sem fyrst til að leysa stjórnarkreppuna í landinu sem hefur orðið til þess að friðarviðræðum við uppreisnarhreyfingu tamíla hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Meira
11. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Frumbyggjaréttur | Cédric Viale þjóðréttarfræðingur flytur...

Frumbyggjaréttur | Cédric Viale þjóðréttarfræðingur flytur erindi á Lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 11. nóvember kl. 14 í stofu 14 í húsakynnum Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Fyrsti heimaleikur Drangs

Körfuboltalið Drangs í Mýrdal tekur í ár í fyrsta sinn þátt í 2. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 389 orð

Gefið verði út efni um viðbrögð er talstöð bilar

LOKIÐ er rannsókn Rannsóknarnefndar flugslysa, RNF, á flugumferðaratviki á Reykjavíkurflugvelli í ágúst 2002. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 307 orð

Gæti haft fordæmi fyrir Lundarsvæðið

DÓMUR um nýtingu lands sem ætlað var til landbúnaðar og kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness 31. október sl. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Háhyrningar í skoðunarferð

Skagaströnd | Þeir þurftu ekki að fara í langa og dýra hvalaskoðunarferð sem voru staddir á höfninni á Skagaströnd síðasta laugardag. Þá voru nefnilega fjórir háhyrningar að leika sér í sjónum á milli bryggnanna í höfninni. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 99 orð

Hefðbundinn söngleikur Í blaðinu í gær...

Hefðbundinn söngleikur Í blaðinu í gær var sagt frá fyrstu æfingu á söngleiknum Chicago í Borgarleikhúsinu. Af fréttinni mátti skilja að söngleikurinn yrði allur leiklesinn. Það er rangt. Hér um hefðbundna leikna uppfærslu að ræða. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 285 orð

Heildareftirlaun metin til 92,3 milljóna króna

VERÐMÆTI eftirlauna Guðmundar Malmquist, fyrrverandi forstjóra Byggðastofnunar, sem lét af störfum 2001, námu í heild 92.365.773 kr. samkvæmt útreikningum sem Talnakönnun var fengin til að gera og miðast við 31. desember 2001. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

HELGI GUÐJÓN ÞÓRÐARSON

HELGI Guðjón Þórðarson framkvæmdastjóri lézt í Lissabon í Portúgal að kvöldi sunnudagsins 2. nóvember sl., 74 ára að aldri. Helgi var fæddur á Skarði í Skötufirði 3. febrúar 1929. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 109 orð

Hreyfill sextíu ára

BIFREIÐASTÖÐIN Hreyfill/Bæjarleiðir fagnar nú 60 ára afmæli Hreyfils. Samvinnufélagið Hreyfill var stofnað í Baðstofu iðnaðarmanna við Vonarstræti í Reykjavík þann 11. nóvember 1943. Í dag eru starfandi 335 bílstjórar á stöðinni og er starfsfólk 24... Meira
11. nóvember 2003 | Landsbyggðin | 245 orð | 1 mynd

Húsnæðið að verða of lítið

Grundarfirði | Mikill áhugi er á fjarnámi á Grundarfirði og er umfang starfseminnar orðið slíkt að húsnæðið er að verða of lítið. Nemendur sem stunda þar nám eru áhugasamir og segja að gaman sé í fjarnámi. Meira
11. nóvember 2003 | Suðurnes | 296 orð | 1 mynd

Hæstu skatttekjurnar í Sandgerði

Suðurnesjum | Skatttekjur á hvern íbúa eru mestar hjá Sandgerðisbæ af sveitarfélögunum fimm á Suðurnesjum en lægstar í Reykjanesbæ. Reykjanesbær ver aftur á móti mestu til félagsmála. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 176 orð

Í dag

Mannréttindaskrifstofa Íslands heldur opna málstofu í húsakynnum Rauða krossins að Efstaleiti 9, í dag, þriðjudaginn 11. nóvember kl. 17.15. Frummælendur verða Halldór Reynisson, Ingvill T. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 97 orð

Íslendingur stýrir viðræðunum

VIÐRÆÐUR um markvissa alþjóðlega stefnu um meðhöndlun efna hófst í Bangkok á Taílandi á sunnudaginn. Við upphaf viðræðnanna var Halldór Þorgeirsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, kjörinn forseti samningaferilsins. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Jólakort SKB

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna SKB, er að hefja jólakortasölu eins og undanfarin ár til einstaklinga og fyrirtækja en jólakortasala er ein af helstu fjáröflunarleiðum félagsins. Hægt er að fá allar upplýsingar um kortin á heimasíðu félagsins www. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 94 orð

Keppir ekki við aðra banka

ENDURREISNAR- og þróunarbanki Evrópu (EBRD) starfar á 27 skilgreindum starfssvæðum í Mið- og Austur-Evrópu, löndum fyrrum Sovétríkjanna og Mið-Asíu. Bankinn er í eigu 60 ríkja sem leggja til hlutafé til rekstursins. Meira
11. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 613 orð | 1 mynd

Kjósendur sagðir vilja tveggja flokka kerfi

JUNICHIRO Koizumi, forsætisráðherra Japans, hét því í gær að hann myndi halda áfram umbótastefnu sinni eftir að samsteypustjórn hans hélt naumlega velli í kosningum er fram fóru um helgina. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 470 orð | 1 mynd

Komst í 16 manna úrslit á sínu fyrsta móti

TVEIR ungir piltar, Gunnar Jóhannsson og Baldur Már Jónsson, tóku á dögunum þátt í heimsmeistaramótinu í Catan-landnemunum, en það spil nýtur mikilla vinsælda í Evrópu, en Ísland er fyrirmyndin að umgjörð spilsins. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 504 orð | 1 mynd

Land sem á við mikla erfiðleika að stríða

EIÐUR Guðnason, sendiherra Íslands í Kína, afhenti á fimmtudag í síðustu viku King Yong Nam, forseta forsætisnefndar norður-kóreska þjóðþingsins, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra með aðsetur í Peking. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 311 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að nokkrum umferðarslysum og óhöppum að undanförnu. Miðvikudaginn 5. nóvember kl. 13:53, varð umferðarslys á gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar. Þá rákust saman tvær fólksbifreiðir. Meira
11. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 105 orð

Malvo segist saklaus

TÁNINGURINN Lee Malvo, sem er grunaður um aðild að leyniskyttumorðunum svonefndu í Bandaríkjunum sl. haust, lýsti sig saklausan af morðákæru þegar hann kom fyrir dómara í Virginíu í gær. Meira
11. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 191 orð

Meirihluti þekkir engin ráðuneyti

MEIRIHLUTI Bandaríkjamanna getur ekki nefnt eitt einasta bandarískt ráðuneyti, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar er gerð var á vegum fyrirtækisins The Polling Company í Washington. Þátttakendur voru um 800 fullorðnir einstaklingar. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 517 orð

Mótmæla skólaakstri milli byggðarlaga

FORELDRAR grunnskólabarna í Snæfellsbæ hafa mótmælt fyrirætlunum um að sameina barnaskólana á Hellissandi og Ólafsvík og aka börnum á milli byggðarlaganna. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 167 orð

Móum dæmdar 16 milljónir frá Reykjagarði

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Reykjagarð hf. til að greiða Móum 16 milljónir króna með dráttarvöxtum frá í nóvember í fyrra fyrir kjúklingaslátrun. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 109 orð

Nefnd til að fjalla um hugsanlega útrýmingu á mink

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk með höndum að fjalla um veiðar á mink, fækkun og hugsanlega útrýmingu hans úr íslenskri náttúru. Nefndinni er ætlað að skila tillögum fyrir 1. febrúar næstkomandi. Meira
11. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 601 orð | 1 mynd

Ofveiðar eru yfirvofandi alheimsvandi

Dr. Christopher Delgado er aðalhöfundur skýrslu um framtíðarhorfur fisktegunda til ársins 2020 sem tvær rannsóknarstofnanir, International Food Policy Research Institute í Washington og WorldFish Center í Malasíu, hafa sent frá sér. Hér fer útdráttur úr svörum Delgados við nokkrum spurningum sem Morgunblaðið lagði fyrir hann. Meira
11. nóvember 2003 | Austurland | 495 orð | 2 myndir

"Kolmunninn er bjargvættur"

EKKERT byggðarlag landsins tekur á móti jafn miklu magni af fiski á hverju ári og Fjarðabyggð, enda eru þar í sveit tvö stærstu uppsjávarfiskfyrirtæki landsins, Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað og Eskja hf. á Eskifirði. Meira
11. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Samhygð fundar á ný | Arnaldur...

Samhygð fundar á ný | Arnaldur Bárðarson prestur í Glerárkirkju flytur erindi á fundi Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð á Akrueyri og nágrenni á fimmtudagskvöld, 13. nóvember kl. 20.30. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Sálfræðistöðin 20 ára

SÁLFRÆÐISTÖÐIN verður 20 ára í dag. 11. nóvember 1983 stofnuðu sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal fyrstu einkareknu sálfræðistofnunina á Íslandi. Hún hefur frá upphafi veitt einstaklingum og hjónum ráðgjöf og meðferð. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 102 orð

Sex kærðir fyrir hraðakstur

LÖGREGLAN í Reykjavík lauk tæplega vikulöngu umferðarátaki í Breiðholti á föstudag og var sérstaklega á varðbergi gagnvart hraðakstri og kærði sex ökumenn vegna þess. Meira
11. nóvember 2003 | Suðurnes | 156 orð | 1 mynd

Skoðuðu ráðhúsið í Dyflinni

Garði | Starfsfólk Gerðahrepps skoðaði ráðhúsið í Dyflinni þegar það fór í stutta kynnis- og skemmtiferð til Írlands á dögunum. Þrjátíu og einn tók þátt í ferðinni, starfsfólk hreppsins og makar. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Skólahljómsveit Kópavogs heldur minningartónleika um Björn Guðjónsson

SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs heldur árlega hausttónleika sína í Digraneskirkju, annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Að þessu sinni eru tónleikarnir helgaðir minningu Björns Guðjónssonar stofnanda hljómsveitarinnar en hann lést í sumar á 75. aldursári. Meira
11. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Skuggaráðuneyti Howards fullskipað

NÝR leiðtogi Íhaldsflokksins breska, Michael Howard, tilkynnti í gær hvernig skuggaráðuneyti hans í þinginu verður skipað en athygli vakti m.a. að hann hefur falið tveimur mönnum að sinna embætti flokksformanns, þeim Liam Fox og Maurice Saatchi. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 92 orð

Slitu af stafi

Tvær konur voru staðnar að því aðfararnótt sunnudags að slíta niður stafi í auglýsingu á austurhlið Strandgötu 13 á Akureyri þar sem matsölustaðurinn Pengs er til húsa. Reyndust konur þessar einum of góðglaðar og höfðu farið þarna aðeins yfir strikið. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 187 orð | 2 myndir

Strengir leigja Nessvæðin

VEIÐIÞJÓNUSTAN Strengir hefur tekið veiðisvæði Nes og Árness í Laxá í Aðaldal á leigu á móti bandaríska fyrirtækinu Frontiers. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 114 orð

Stuðningur ungra sjálfstæðismanna vekur athygli

SJÁLFSSTJÓRNARMÁL Færeyinga eru við það að verða pólitískt átakamál á Íslandi, segir í frétt á heimasíðu Útvarp Føroya. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Sædýrasafn verði stofnað á höfuðborgarsvæðinu

LÁRA Margrét Ragnarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stofnun sædýrasafns á höfuðborgarsvæðinu. Meðflutningsmaður hennar er Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 747 orð | 1 mynd

Tilheyrir ekki firrtri kynslóð

KATRÍN Jakobsdóttir, nýkjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, er 27 ára og því í hópi yngstu kjörinna forystumanna stjórnmálaflokka Íslandssögunnar. Katrín segist lengi hafa haft áhuga á stjórnmálum. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 99 orð

Tveir að tafli

Einvígi Friðriks Ólafssonar og Bents Larsens hófst í gær, en þeir hafa löngum eldað grátt silfur saman. Það varð Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, efni í braghendu: Karlar tveir að tafli snjallir þóttu. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 375 orð

Úr bæjarlífinu

Menn velta því fyrir sér hina síðustu daga hvort endanlega sé búið að þurrka Blönduós út af veðurkortinu. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 111 orð

Úttekt verði gerð á ástandi eigna á jarðskjálftasvæðum

MARGRÉT Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórninni verði falið að láta fara fram rannsókn og úttekt á ástandi eigna á öllum helstu jarðskjálftasvæðum á Íslandi. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 101 orð

Veita fjármálaþjónustu án starfsleyfa

FJÁRMÁLAEFTIRLITINU hafa borist fyrirspurnir og athugasemdir í haust varðandi fyrirtæki sem hafa verið að bjóða hér á landi fjármálaþjónustu samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki án starfsleyfa. Meira
11. nóvember 2003 | Suðurnes | 379 orð | 1 mynd

Vilja að Hitaveitan greiði áfram fasteignagjöld

HITAVEITA Suðurnesja hefur vakið athygli sveitarstjórnanna á starfssvæði sínu á ákvæðum laga um að fyrirtækinu beri ekki að greiða fasteignaskatta af eignum sínum. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 293 orð

Vilji til að tryggja fjölbreytileika fjölmiðla

TÓMAS Ingi Olrich, menntamálaráðherra, segir að þegar einokun Ríkisútvarpsins var afnumin með lögum árið 1986, og frelsi í ljósvakamiðlum var innleitt, hafi það verið gert í þeim tilgangi að auka fjölbreytni í fjölmiðlum. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 476 orð

Vill aukið samstarf við íslenska fjárfesta

FORSETI Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu segir mörg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að fjárfesta í Mið- og Austur-Evrópu. "Það er sérstaklega tækifæri fyrir Íslendinga vegna þess að þið búið við hátt tæknistig. Meira
11. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Vogarskálin afhent fyrir gott samræmi starfs og einkalífs

SJÓVÁ-Almennar og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur fengu í gær afhentar sérstakar viðurkenningar, Vogarskálina, á ráðstefnu Hollvina hins gullna jafnvægis. Meira
11. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 145 orð

Vopnað bankarán í Ósló

VOPNAÐIR ræningjar höfðu á brott með sér umtalsverða fjármuni, að því er talið er, er þeir brutust inn í Nordea-bankann við Grünerlokka í Ósló í gærmorgun og tæmdu næturhólfið í bankanum. Meira

Ritstjórnargreinar

11. nóvember 2003 | Leiðarar | 342 orð

Fjármál dómstóla

Ólöf Pétursdóttir, dómstjóri við héraðsdóm Reykjaness, lýsti þeirri skoðun í erindi á aðalfundi Dómarafélags Íslands á föstudag að eðlilegt væri að dómstólar sæktu fjárveitingar sínar beint til Alþingis, í stað þess að þurfa að sækja þær í gegnum... Meira
11. nóvember 2003 | Staksteinar | 345 orð

- Görótt heimspeki Guðna

Steinþór Heiðarsson, einn af fastapennum á vefritinu Múrnum, hefur sitthvað að athuga við þau rök sem Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra færði nýlega fyrir andstöðu sinni við vændisfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Meira
11. nóvember 2003 | Leiðarar | 543 orð

Stærðfræðikennsla og samkeppni

Ályktun SAMFOK, Sambands foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur, um stærðfræðikennslu bendir ekki til þess að í grunnskólum borgarinnar sé allt í því himnalagi, sem pólitískir stjórnendur menntamála í borginni vilja stundum vera láta. Meira

Menning

11. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 80 orð | 2 myndir

30 verk - 4 stílar

UM miðjan októbermánuð opnaði Viðar Þór Guðmundsson sína fyrstu listsýningu á harla óvenjulegum stað, eða í dreifingarmiðstöð Vörubíls. Sýningunni lýkur í þessari viku. "Þetta er mín fyrsta sýning," segir Viðar en hann er menntaður... Meira
11. nóvember 2003 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Aukasýningar á Grjótinu

TVÆR aukasýningar verða á leikritinu Með fulla vasa af grjóti í Þjóðleikhúsinu á fimmtudag og föstudag. Þar með lýkur sýningum og eru þær þá orðnar 160 talsins. Meira
11. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 242 orð | 3 myndir

BRESKA hljómsveitin Suede hefur sent frá...

BRESKA hljómsveitin Suede hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að hún hyggist taka sér frí frá störfum. Ekkert hefur verið afráðið um það hversu lengi fríið mun vara en að sögn eru liðsmenn ólmir í að geta sinnt öðrum hugðarefnum sínum. Meira
11. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 115 orð | 1 mynd

Britney líkir sér við Björk

NÝ breiðskífa með bandarísku poppdrottningunni Britney Spears er væntanleg 17. nóvember næstkomandi. Platan heitir In the Zone og er fjórða plata þessarar heimsfrægu söngkonu. Í viðtali um plötuna segir BritnHey að hún sé um þessar mundir að hlusta m.a. Meira
11. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 328 orð | 2 myndir

Byltingin stóð undir nafni

MATRIX-byltingin hófst með látum samtímis í yfir 90 löndum á fimmtudaginn, þ. á m. hér á landi og var frumsýnd fyrir helgi á alls 109 mörkuðum (löndum). Meira
11. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 205 orð | 2 myndir

Dauðir kettir og jólafjör

ALDREI þessu vant eru barna- og fjölskyldumyndir áberandi þegar litið er yfir þær myndir sem koma út á myndbandi og -diski í vikunni. Meira
11. nóvember 2003 | Menningarlíf | 764 orð | 1 mynd

Ég er svona tónskáld og sem svona tónlist!

HJÁLMAR H. Ragnarsson tónskáld verður í sviðsljósinu á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Listasafni Íslands kl. Meira
11. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 298 orð | 1 mynd

Fjallið eina í útlöndum

ÍSFIRSKI raftrúbadúrinn Mugison ætlar að troða upp á Grand Rokk í kvöld. Plata hans, Lonely Mountain, er nú komin út á heimsvísu en það er breska fyrirtækið Magicand Accident sem gefur út, á undirmerki sínu, Lifelike. Meira
11. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 646 orð

Framsækið bopp og söngkonuraunir

Jonas Kullhammar tenórsaxófón, Torbjörn Gulz píanó, Torbjörn Zetterberg bassa og Daniel Frederiksson trommur. Föstudagskvöldið 7. nóvember kl. 20.00. Meira
11. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Í miðpunkti átaka

Í KVÖLD mun Sjónvarpið sýna fyrsta þáttinn af fjórum í heimildaþáttaröðinni Læknar í stríði . Meira
11. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 795 orð | 1 mynd

Klisjan af sjálfri sér

Leikstjórn og handrit: Larry og Andy Wachowski. Stjórn kvikmyndatöku: Bill Pope. Tónlist: Don Davis. Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Laurence Fishburn, Carrie-Ann Moss, Hugo Weaving, Jada Pinkett Smith ofl. Lengd: 129 mín. Bandaríkin. Warner Brothers, 2003. Meira
11. nóvember 2003 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Kórtónlist í Langholtskirkju

SÖNGHÓPURINN Hljómeyki flytur kórtónlist eftir Óliver Kentish í Langholtskirkju kl. 20 í kvöld, þriðjudagskvöld. Hljómeyki frumflutti umrædd verk á sumartónleikum í Skálholti í júlí sl. Stjórnandi Hljómeykis er Bernharður Wilkinson. Meira
11. nóvember 2003 | Menningarlíf | 19 orð

Ljóðakvöld fellur niður

LJÓÐAKVÖLD, sem vera átti í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar í kvöld, fellur niður vegna veikinda. Dagskráin var liður í Tónlistardögum... Meira
11. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 194 orð

Ljón og hrekkjusvín

Leikstjóri: Manne Lindsvall. Aðalleikendur: Lisa Lindgren, Magnus Krepper, Eric Lager. 88 mínútur. Svíþjóð 2003. Meira
11. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 104 orð | 2 myndir

Menningarviðburður í Vestmannaeyjum

ÁRMANN Reynisson rithöfundur kynnti bók sína Vinjetur 3 í Vélasal Áhaldahússins á dögunum. Þá sýndi Þórður Svansson höggmyndir eftir sig og Sigurmundur Einarsson spilaði á gítar við undirlestur Ármanns. Meira
11. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 393 orð | 1 mynd

Mikill áhugi

HAFNFIRSKA rokksveitin Úlpa fór í stutta hljómleikaferð til Bandaríkjanna í endaðan október. Meira
11. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 338 orð | 1 mynd

Myndir tóna og orða

Sólóplata Pauls Lydons sem inniheldur níu lög. Tónlist og flutningur eftir Lydon, eftir því sem næst verður komist. Meira
11. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 344 orð | 1 mynd

Sex lög á þremur dögum

UNGSVEITIN Doctuz náði þeim frábæra árangri að hafna í 2. sæti Músiktilrauna þetta árið. Einnig var sveitin valin sú efnilegasta ásamt því að Gabríel Markan Guðmundsson var valinn gítarleikari tilraunanna. Meira
11. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 339 orð | 1 mynd

Sveppasúpa og súrir spjallþættir

VELKOMNIR aftur Auddi og Sveppi. Verið hjartanlega velkomnir aftur úr Svínasúpunni. Með fullri virðingu fyrir hinum gaurunum sem leystu ykkur af, þá ollu þeir hlutverki sínu engan veginn. Meira
11. nóvember 2003 | Tónlist | 1688 orð | 2 myndir

Til heiðurs Jóni Ásgeirssyni

Jón Ásgeirsson: Leikhús- og kvikmyndatónlist; þættir úr Hornkonsert og Víólukonsert; Laxnesssyrpa fyrir flautu, píanó og strengjakvartett. KaSa hópurinn auk Þorgeirs Andréssonar tenórs og Bergþórs Pálssonar barýtons. Sunnudaginn 9. nóvember kl. 20. Meira
11. nóvember 2003 | Menningarlíf | 513 orð | 1 mynd

Vill stuðla að listmunalánum til almennings

MENNINGARMÁLANEFND Reykjavíkur tilkynnti í gær úthlutun starfslauna borgarinnar 2004 og nýja og endurnýjaða samstarfssamninga Reykjavíkurborgar við sviðslistahópa, gallerí, söfn, tónlistarhópa og hátíðir í Reykjavíkurborg til allt að þriggja ára fyrir... Meira
11. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 471 orð | 1 mynd

Þokkaleg kynningarútgáfa

Brjóttu andlit þitt á höfði mínu, geisladiskur með tónlistarmanninum Davíð S. Sigurðssyni sem kallar sig Draumauðn. Ekki er getið um höfund eða flytjendur laga á umslagi. Davíð gefur sjálfur út. Meira

Umræðan

11. nóvember 2003 | Aðsent efni | 458 orð | 1 mynd

50 ára afmæli Blóðbankans

FYRIR 50 árum var Blóðbankinn settur á stofn. Starfsemi hans var fundinn staður í litlu húsi efst í Landspítalareitnum á horni Eiríksgötu og Barónsstígs. Fyrst voru starfsmenn í Blóðbankanum þrír en fjölgaði fljótlega í fimm. Meira
11. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 563 orð

Að gleymast ÉG er bundinn við...

Að gleymast ÉG er bundinn við hjólastól og hef verið frá barnsaldri. Meira
11. nóvember 2003 | Aðsent efni | 635 orð | 1 mynd

Herþoturnar fjórar eru vopnlausar!

ÍSLENSKIR blaðamenn voru fyrir skömmu á ferð í Washington til þess að ræða við bandaríska ráðamenn um varnarliðið á Íslandi og væntanlegar breytingar á því. M.a. Meira
11. nóvember 2003 | Aðsent efni | 454 orð | 1 mynd

Hinar frábæru færeysku laxveiðiár

MÁLFLUTNINGUR stangveiðimanna í aðför sinni að íslensku fiskeldi tekur á sig furðulegustu myndir eins og margoft hefur komið fram. Meira
11. nóvember 2003 | Aðsent efni | 355 orð | 1 mynd

Hrókur alls fagnaðar

LENGST af hefur skákíþróttin notið virðingar og vinsælda á Íslandi. Margoft hafa bestu skákmeistarar okkar gert garðinn frægan á erlendum vettvangi og borið sigurorð af einstaklingum frá margfalt fjölmennari þjóðum. Meira
11. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 388 orð

Langisjór - Hellisheiði - Dyngjur - Brennisteinsfjöll

ÞAÐ var sorgleg frétt í Mbl.-grein hinn 23. október um jarðbor o.fl. virkjunartæki upp við Langasjóinn fagra og einstaka. Greinina skrifaði Þorvaldur Garðarsson í Þorlákshöfn, náttúruunnandi með meiru. Meira
11. nóvember 2003 | Aðsent efni | 841 orð | 1 mynd

Mannrækt við Garðastræti

ÉG VAR barnungur þegar ég fyrst heyrði af Sálarrannsóknafélagi Íslands og um harða gagnrýni kirkjunnar manna. Það átti ég erfitt með að skilja því hún móðir mín var sannkristin kona og dáðist samt að félaginu. Meira
11. nóvember 2003 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd

"Evrópuverð" á matvælum er ekki til

HVER kannast ekki við hástemmd loforð heittrúaðra Brusselsinna um paradís á jörðu fyrir okkur Íslendinga ef við bara seljum sjálfstæði okkar undir Evrópusambandið og gerumst hreppur í hinu fyrirhugaða evrópska stórríki? Meira
11. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 29 orð | 1 mynd

Þessir duglegu drengir héldu hlutaveltu til...

Þessir duglegu drengir héldu hlutaveltu til styrktar Kristniboðssambandinu og söfnuðu þeir 2.400 kr. Þeir eru Helgi Guðmundsson og Jakob Jónsson. Benedikt, bróðir Helga, fékk að vera með á... Meira
11. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 274 orð

Þetta er mér umhugsunarefni

HAFA aðrar lífverur en menn sjálfsvitund? Þannig má spyrja. Spendýr og fuglar hafa heitt blóð eins og kunnugt er og eru þannig skyldust okkur mönnunum. Líklega rennur mönnum mest blóðið til skyldunnar, þegar rætt er um veiðar þessara lífvera. Meira
11. nóvember 2003 | Aðsent efni | 573 orð | 1 mynd

Öryggi borgara og ofneysla áfengis

FJÖLDI rannsókna hefur sýnt fram á tengsl áfengisneyslu og slysa, sjálfsvíga og ofbeldis. Niðurstöðurnar virðast óháðar löndum, menningarsvæðum og þeim aðferðum sem beitt er við gagnasöfnun. Meira

Minningargreinar

11. nóvember 2003 | Minningargreinar | 1639 orð | 1 mynd

GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR

Guðrún Gísladóttir fæddist á Arnarnesi í Dýrafirði 6. febrúar 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 1. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Guðrúnar voru Gísli Þórlaugur Gilsson óðalsbóndi á Arnarnesi, f. 13. febrúar 1884, d. 29. Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2003 | Minningargreinar | 2552 orð | 1 mynd

SIGURODDUR MAGNÚSSON

Siguroddur Magnússon rafverktaki, Miðleiti 5, áður til heimilis í Brekkugerði 10, fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1918 og ólst þar upp. Hann lést 29. október síðastliðinn. Foreldrar Sigurodds voru Magnús Pétursson iðnverkamaður, f. 14.9. 1891, d. 9.1. Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2003 | Minningargreinar | 53 orð

Þorbergur Guðjónsson

"Einstakur" er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. "Einstakur" á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2003 | Minningargreinar | 958 orð | 1 mynd

ÞORBERGUR GUÐJÓNSSON

Þorbergur Guðjónsson frá Melkoti í Leirársveit fæddist 20. september 1911 á Kirkjubóli í Innri-Akraneshreppi í Borgarfirði. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Þorbergs voru Guðjón Jónsson, f. Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2003 | Minningargreinar | 5259 orð | 1 mynd

ÞORGEIR ÞORGEIRSON

Þorgeir Þorgeirson fæddist í Hafnarfirði 30. apríl 1933. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 30. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Kristjánsdóttir verkakona, f. 13.10. 1910 á Siglufirði, d. 30.9. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. nóvember 2003 | Viðskiptafréttir | 63 orð

Austurbakki hagnast

HAGNAÐUR Austurbakka nam 59 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 89 milljónir króna á sama tímabili 2002. Rekstrartekjur voru á tímabilinu 1,669 milljónir króna, en voru 1,783 milljónir á sama tímabili í fyrra. Meira
11. nóvember 2003 | Viðskiptafréttir | 195 orð | 1 mynd

Flugleiðir flytja

FLUGLEIÐIR munu í næstu viku flytja söluskrifstofu sína úr Kringlunni í aðalskrifstofur sínar við Reykjavíkurflugvöll. Þetta er gert í hagræðingarskyni samkvæmt Guðjóni Arngrímssyni upplýsingafulltrúa félagsins. Meira
11. nóvember 2003 | Viðskiptafréttir | 250 orð

Marel hagnast um 210 milljónir

HAGNAÐUR Marels og dótturfélaga eftir skatta var 2,5 milljónir evra, eða 210 milljónir íslenskra króna á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við tap á sama tíma á síðasta ári upp á 1,1 milljón evra. Meira
11. nóvember 2003 | Viðskiptafréttir | 279 orð

Rannsókn á meintum höfundarréttarbrotum ATV

RÍKISSAKSÓKNARI hefur eftir kæru Apple Computer Inc. lagt fyrir ríkislögreglustjóra að hefja rannsókn á meintum höfundarréttarbrotum Aco-Tæknivals hf., ATV. Samkvæmt Hróbjarti Jónatanssyni hrl. lögmannni Apple Computer Inc. Meira
11. nóvember 2003 | Viðskiptafréttir | 593 orð

Samherji og HÞ mátu Þorstein á 650-690 milljónir

EINS OG fram hefur komið í Morgunblaðinu samþykkti hluthafafundur í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf., HÞ, kaup á fjölveiðiskipinu Þorsteini EA af Samherja hf. hinn 24. september sl. Meira
11. nóvember 2003 | Viðskiptafréttir | 250 orð

Síminn gerir fjárnám hjá Tetra

SÍMINN fór í síðasta mánuði fram á fjárnám í eignum Tetra Ísland hjá sýslumanninum í Kópavogi til fullnustu á skuld fyrirtækisins. Páll Ásgrímsson, yfirlögfræðingur Símans, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Meira

Fastir þættir

11. nóvember 2003 | Dagbók | 725 orð

Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa...

Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bænastund. Allir velkomnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Meira
11. nóvember 2003 | Fastir þættir | 247 orð

BRIDS - Umsjón Guðm. Páll Arnarson

ÞRÖSTUR Ingimarsson og Bjarni H. Einarsson verða fulltrúar Íslands á NEC-mótinu í Japan í febrúar næstkomandi, en þeir fóru með sigur af hólmi í tólf para landsliðskeppni BSÍ, hinu svokallaða Yokohamamóti, sem lauk á sunnudaginn. Meira
11. nóvember 2003 | Árnað heilla | 48 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. ágúst sl. í Húsavíkurkirkju af sr. Sighvati Karlssyni þau Helga Þuríður Árnadóttir og Einar Sölvi Friðbergsson . Heimili þeirra er á Túngötu 22. Meira
11. nóvember 2003 | Dagbók | 118 orð

Er eitthvað heilagt?

ÞRIÐJUDAGINN 11. nóvember hefst í Leikmannaskóla kirkjunnar námskeið sem fjallar um hið heilaga. Kennari á námskeiðinu er sr. Kristján Valur Ingólfsson lektor. Meira
11. nóvember 2003 | Dagbók | 52 orð

FJALLIÐ SKJALDBREIÐUR

Fanna skautar faldi háum fjallið, allra hæða val, hrauna veitir bárum bláum breiðan fram um heiðardal. Löngu hefur Logi reiður lokið steypu þessa við. Ógnarskjöldur bungubreiður ber með sóma réttnefnið. Meira
11. nóvember 2003 | Fastir þættir | 733 orð | 4 myndir

Nikolic og Sokolov sigruðu á Mjólkurskákmótinu

28. okt. - 7. nóv. 2003 Meira
11. nóvember 2003 | Dagbók | 518 orð

(Rm. 15, 3.)

Í dag er þriðjudagur 11. nóvember, 315. dagur ársins 2003, Marteinsmessa. Orð dagsins: Kristur hugsaði ekki um sjálfan sig, heldur eins og ritað er: "Lastyrði þeirra, sem löstuðu þig, lentu á mér." Meira
11. nóvember 2003 | Fastir þættir | 225 orð | 1 mynd

SKÁK

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e5 7. Rb3 Be6 8. Be3 Rbd7 9. g4 Rb6 10. g5 Rh5 11. Dd2 Hc8 12. O-O-O Be7 13. Kb1 O-O 14. Hg1 Dc7 15. Df2 Rc4 16. Bxc4 Dxc4 17. f4 Rxf4 18. Bxf4 exf4 19. Dxf4 a5 20. Hd4 Dc6 21. Dd2 Db6 22. Meira
11. nóvember 2003 | Viðhorf | 847 orð

Vafasamt daður

Í auglýsingum er til dæmis daðrað við klám. Í tískuþáttum er til dæmis daðrað við samkynhneigð. Í myndböndum er daðrað við bæði klám og samkynhneigð en einnig sadómasókisma, vændi, kvenhatur, kynþáttahatur, sjálfsvíg og morð. Meira
11. nóvember 2003 | Fastir þættir | 428 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

RÁÐNING Tony Adams, fyrrverandi fyrirliða Arsenal og enska landsliðsins, í starf knattspyrnustjóra enska 2. deildar liðsins Wycombe Wanderers eru bestu tíðindi sem Víkverji hefur fengið úr boltanum í langan tíma. Meira

Íþróttir

11. nóvember 2003 | Íþróttir | 142 orð

Bannað að keppa vegna klæðnaðar

ÞRÍR af sterkustu borðtennismönnum Svía eru ekki meðal þátttakenda á ProTour mótinu sem fram fer í Þýskalandi þessa dagana. Ástæðan er að sænska borðtennissambandið meinaði þeim þátttöku þar sem þeir vildu ekki klæðast eins og sambandið vildi. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 220 orð

Bergkamp tilbúinn að fara akandi til Mílanó

DENNIS Bergkamp, leikmaður Arsenal, er tilbúinn að fara til Ítalíu og leika þar með Arsenal hinn þýðingarmikla leik gegn Inter Mílanó í Meistaradeild Evrópu. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 93 orð

Björn vann gull í Danmörku

BJÖRN Þorleifsson, taekwondo-maður úr Björk í Hafnarfirði, vann um helgina gullverðlaun í -78 kg flokki á Scandinavian Open sem fram fór í Danmörku og fylgdi þannig eftir tveimur sigrum á jafnmörgum mótum í Bandaríkjunum á dögunum. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 145 orð

Chelsea getur farið alla leið

BOBBY Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, óskaði Claudio Ranieri og lærisveinum hans í Chelsea velgengni í því verkefni að fylgja Arsenal og Manchester United eftir í keppninni um enska meistaratitilinn á leiktíðinni, keppni sem hans menn höfðu ekki... Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Eiður Smári átti mark vikunnar að mati BBC

FRÉTTAVEFUR BBC valdi mark Eiðs Smára Guðjohnsen, sem hann skoraði á móti Newcastle á sunnudaginn, mark vikunnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 118 orð

FIBA gefur grænt ljós á kvennaboltann

MIÐSTJÓRN Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA, hefur samþykkt tillögu þess efnis að frá og með 1. október 2004 skuli meistaraflokkur kvenna leika með bolta nr. 6 eða svokölluðum kvennabolta. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 253 orð | 1 mynd

* FINNSKI landsliðsframherjinn Mikael Forssell segir...

* FINNSKI landsliðsframherjinn Mikael Forssell segir við enska dagblaðið London Evening Standard að hann sé leiður á því að vita ekki hver framtíð hans verði hjá enska liðinu Chelsea en hann var lánaður til Birmingham í upphafi leiktíðar og hefur staðið... Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 408 orð

Gaddafi segist ekki hafa tekið ólögleg lyf

ALLT sem Al Saadi Gaddafi, sonur leiðtoga Líbýu, hafði áhuga á þegar hann skrifaði undir samning hjá ítalska félaginu Perugia, var sanngjarnt tækifæri til að sanna sig á knattspyrnuvellinum. Hann hefur ekkert komið við sögu hjá félaginu, en féll á dögunum á lyfjaprófi og ef síðara sýnið staðfestir það sem kom út úr því fyrra á hann yfir höfði sér árs keppnisbann. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 369 orð | 1 mynd

* HALLDÓR Sigfússon skoraði tvö mörk,...

* HALLDÓR Sigfússon skoraði tvö mörk, bæði úr vítakasti, þegar lið hans Friesenheim vann HSG Gensungen/Felsberg, 22:18, á heimavelli í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik á sunnudagskvöldið. Friesenheim er í 10. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 24 orð

Herrakvöld Fram Framarar verða með herrakvöld...

Herrakvöld Fram Framarar verða með herrakvöld í Íþróttahúsi Fram föstudaginn 14. nóvember kl. 19. Ræðumaður kvöldsins er Einar Kárason og Ómar Ragnarsson fer með... Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Houllier stefnir á fjórða sætið

GERARD Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur viðkennt að eftir tapið fyrir Manchester United á sunnudaginn, hafi hann sett stefnuna á fjórða sætið í deildinni. Það gefur þátttökurétt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 16 orð

í kvöld

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, RE/MAX-deildin, norðurriðill: KA-heimilið: KA - Þór 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Selfoss: Selfoss - Árm./Þróttur 20 Kennaraháskóli: ÍS - Skallagrímur 19. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 157 orð

KA-menn skoða í Danmörku

KA-menn gera sér góðar vonir um að danski varnarmaðurinn í knattspyrnu, Ronni Hartvig, leiki með liðinu á næsta tímabili en Daninn kom til liðs við KA í byrjun júní og lék með liðinu út tímabilið. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 144 orð

Keflavík í markvarðarleit erlendis

KEFLVÍKINGAR, sem unnu sér sæti í úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð, leita nú logandi ljósi að nýjum markverði. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 237 orð | 1 mynd

* MAURICE Taylor, framherji NBA-liðsins Houston...

* MAURICE Taylor, framherji NBA-liðsins Houston Rockets, mun ekki leika næstu 10 leiki liðsins þar sem forsvarsmenn deildarinnar dæmdu hann í leikbann því niðurstöður lyfjaprófs leiddu í ljós að hann hefði notað kannabisefni. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 137 orð

Owen og Campbell ekki með gegn Dönum

SVEN-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, hefur valið 23 leikmanna hóp fyrir vináttulandsleik gegn Dönum á Old Trafford á sunnudaginn kemur. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 177 orð

Óskar heim frá Sogndal

ÓSKAR Örn Hauksson, knattspyrnumaður úr Njarðvík, er hættur hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sogndal eftir skamma dvöl. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 143 orð

Peter Reid leystur frá störfum hjá Leeds

PETER Reid hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarfélagsins Leeds United. Á stjórnarfundi félagsins á sunnudag var ljóst að Reid nyti ekki lengur trausts á meðal stjórnarmanna og var honum tilkynnt ákvörðun hennar í gær. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 362 orð

"Brottfallið er gríðarlegt"

VEGNA dræmrar þátttöku ákvað Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, að fella niður dómaranámskeið sem var fyrirhugað í Reykjavík dagana 8.-9. nóvember sl. Aðeins þrír einstaklingar höfðu skráð sig á námskeiðið og taldi KKÍ að sá fjöldi væri ekki nægur til þess að fara af stað með námskeið að þessu sinni. Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir að mikið álag sé á þeim sem dæmi í efstu deildum landsins - en það sé tímabundið vandamál. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

Skrýtnar reglur - Árni Gautur fékk ekki gull

ÁRNI Gautur Arason fékk ekki gullverðlaun á Ullevål-leikvanginum í Osló á sunnudaginn er lið hans Rosenborg lagði Bodö/Glimt, 3:1, í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 235 orð | 8 myndir

Stúlkurnar slógu í gegn

Egilshöll iðaði af lífi á laugardaginn þegar rúmlega 500 stúlkur á aldrinum 6 til 16 ára þáðu boð Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, KRR, og fjölmenntu til að taka þátt í ýmiss konar þrautum. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 87 orð

úrslit

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna ÍS - Njarðvík 70:59 Gangur leiksins: 15:20, 28:34, 53:44, 70:59. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 180 orð

Vissi fyrirfram að leikurinn tapaðist

ÞJÁLFARI skoska 1. deildarliðsins Albion Rovers, Peter Hetherston, segist hafa vitað það um leið og hann mætti á völlinn á laugardaginn að þetta yrði ekki gæfudagur fyrir hans lið þegar ljóst var að kona yrði annar aðstoðardómara leiksins. Meira
11. nóvember 2003 | Íþróttir | 415 orð

Þrír gefa ekki kost á sér í Kaliforníuför

ÞRÍR landsliðsmenn í knattspyrnu tilkynntu í gær að þeir gæfu ekki kost á sér í vináttuleik Íslands gegn Mexíkó sem fram fer í San Francisco í Kaliforníu aðfaranótt fimmtudagsins í næstu viku. Meira

Úr verinu

11. nóvember 2003 | Úr verinu | 254 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 76 38 68...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 76 38 68 3,337 227,127 Djúpkarfi 10 10 10 35 350 Gellur 615 496 590 106 62,488 Grálúða 169 95 162 140 22,698 Gullkarfi 77 5 66 7,956 525,605 Hlýri 231 94 205 5,929 1,217,935 Háfur 17 6 15 52 774 Keila 59 5 47 3,631 170,862... Meira
11. nóvember 2003 | Úr verinu | 303 orð

Fullkomnari flokkun á Flateyri

FISKMARKAÐUR Flateyrar tók sl. sumar í notkun búnað sem stærðarflokkar aflann fyrir uppboð og gerir kaupendum kleift að velja þannig nákvæmlega þá stærð sem þeim hentar í fiskvinnslunni. Meira
11. nóvember 2003 | Úr verinu | 349 orð | 1 mynd

Vélstjórar sækja í land

VÉLSTJÓRAR vilja að vélstjórnarnám verði skilgreint sem fjöltækninám og að 4. stig námsins verði nám á háskólastigi. Ennfremur þarf að auka kennslu í rekstrar- og stjórnunargreinum vélstjórnarnáms. Meira
11. nóvember 2003 | Úr verinu | 177 orð | 1 mynd

Þorskurinn reynist góður eldisfiskur

Á ÞESSU ári hefur af og til verið slátrað þorski sem alinn hefur verið í eldiskvíum Síldarvinnslunnar sem staðsettar eru í Norðfirði. Meira

Ýmis aukablöð

11. nóvember 2003 | Bókablað | 119 orð | 1 mynd

Börn

Grána litla nefnist skáldsaga eftir Þórunni Kristinsdóttur . Í þessari fyrstu bók Þórunnar segir frá fyrstu tveimur æviárum Gránu litlu í sveitinni í átta köflum. Á bókarskápu segir Guðlaug Pétursdóttir m.a. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 84 orð | 1 mynd

Börn

Ég vildi að ég væri ... er eftir Önnu Cynthiu Leplar Ég vildi að ég væri fugl, hugsar fallegi hundurinn. En hann er allt of þungur til að fljúga. Hvað getur hann þá verið? Hundurinn kemst að þeirri niðurstöðu að best sé að vera sá sem maður er. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 363 orð | 1 mynd

Flögrandi ljóðavængir

64 bls.Viti menn 2003 Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 749 orð | 2 myndir

Frá "gullöld" Íslendinga

Iðunn, Reykjavík 2003. 288 bls., myndefni. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 157 orð | 1 mynd

Frásögn

Brennd lifandi er sönn frásögn arabískar konu frá vesturbakka Jórdan, Souad. Árni Snævarr þýddi og ritaði eftirmála. Souad elst upp í sveitaþorpi á áttunda áratugnum. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 119 orð | 1 mynd

Frásögn

BÓKSALINN í Kabúl er sönn frásögn eftir norsku blaðakonuna og stríðsfréttaritarann Åsne Seierstad. Vorið eftir fall talibana í Afganistan dvaldi norska blaðakonan Åsne Seierstad hjá Khan-fjölskyldunni í Kabúl. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 1050 orð | 1 mynd

Fyrir konur, um konur, eftir konur

Bókaforlagið Salka hefur náð fótfestu á hvikulum bókamarkaði eftir þriggja ára baráttu við að skapa sér sess og móta sérstöðu. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 395 orð

Garðahreiðrið

156 bls. Salka 2003 Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 795 orð

Gloppóttar Kantaraborgarsögur

Íslensk þýðing Erlingur E. Halldórsson. Mál og menning. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 129 orð | 1 mynd

Glæpasaga

Svartir Englar er eftir Ævar Örn Jósepsson . Kona hverfur sporlaust og óvenju umfangsmikilli lögreglurannsókn er strax hrundið af stað. Um er að ræða einstæða, tveggja barna móður - og einn færasta kerfisfræðing landsins. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 104 orð | 1 mynd

Höfuðskepnur Álfheima nefnist fimmta bókin um...

Höfuðskepnur Álfheima nefnist fimmta bókin um Benedikt búálf og ævintýri hans. Höfundur er Ólafur Gunnar Guðlaugsson. Á 153. afmælisdaginn sinn fær Benedikt búálfur gamla bók að gjöf. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 478 orð | 1 mynd

Kynngimagnað

Bjartur, Reykjavík, 2003. 123 bls. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 70 orð | 1 mynd

Lesið úr nýjum bókum

Þriðjudagur 11. nóvember Súfistinn: Tolkien og hringurinn. Ævintýraheimur Tolkiens kynntur og lesið úr bók Ármanns Jakobssonar. Fimmtudagur 13. nóvember kl 20:00 Súfistinn: Lesið úr nýjum ævisögum. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 61 orð | 1 mynd

Ljóð

Úr hljóðveri augans hefur að geyma ljóð eftir Véstein Lúðvíksson. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 101 orð | 1 mynd

Ljóð

Að baki daganna hefur að geyma tvær ljóðabækur Péturs Gunnarssonar : Að baki daganna - ljóð og textar (1974-2001) og Splunkunýr dagur (1973). Pétur hefur ekki gefið út ljóðabók í 30 ár, en fyrsta bók hans var ljóðabókin Splunkunýr dagur. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 1421 orð | 1 mynd

Lygasaga um sannleikann

Linda Vilhjálmsdóttir segist hafa vitað lengi að hún myndi skrifa nýútkomna bók sína, Lygasögu. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 118 orð | 1 mynd

Minningabók

Eins og ég man það nefnist bók eftir Elínu Pálmadóttur þar sem hún rifjar upp eftirminnilega atburði. Elín fékk ung það tækifæri að taka þátt í störfum Sameinuðu þjóðanna í New York í árdaga samtakanna. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 501 orð | 1 mynd

Njála í teiknimyndaformi

Mál og menning 2003, 76 bls. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 450 orð | 1 mynd

Óræðar ástarjátningar

64 bls. útg. aurora. Prentun: Gutenberg. Reykjavík, 2003. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 167 orð | 1 mynd

Reynslusaga

MAÐUR að nafni Dave er lokabindi sögu Dave Pelzers sem hófst með bókinni Hann var kallaður "þetta". Sigrún Árnadóttir þýddi. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 78 orð | 1 mynd

Rit

Ljóð og laust mál er eftir Gísla Brynjúlfsson . Bókin kemur út á vegum Bókmenntafræðistofnunar Háskóla Íslands og er 13. ritið í ritröðinni Íslensk rit sem stofnunin gefur út. Ritstjóri þess er Guðni Elísson. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 857 orð | 1 mynd

Saga um karla í vandræðum og dularfullar konur

I "Þú bjóst líka í Warren Court," segir hann, þegar við heilsumst til samtalsins. Warren Court er hús á horni Euston Road og Tottenham Court Road í London, beint ofan á Warren Street Station. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 833 orð | 1 mynd

Seiðmagnað stórvirki

Skrudda, Reykjavík, 2003, 376 bls. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 125 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Píanóstillirinn er fyrsta skáldaga Daniel Mason . Þýðandi er Halla Sverrisdóttir . Sagan gerist á síðari hluta 19. aldar. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 100 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Snarkið í stjörnunum er eftir Jón Kalman Stefánsson. Þetta er örlagarík fjölskyldusaga sem lýsir annars vegar lífi ungs móðurlauss drengs í Reykjavík í kringum 1970 og stormasömu hjónabandi langafa hans og langömmu um og eftir aldamótin 1900. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 191 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Miðnæturbörn nefnist skáldsaga eftir Salman Rushdie. Árni Óskarsson þýddi bókina. Indland fæddist þegar klukkan sló tólf á miðnætti 15. ágúst 1947 og á fyrsta klukkutímanum í sögu landsins kom 1001 barn í heiminn. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 157 orð | 1 mynd

Skáldsaga

MARÍA Magdalena er eftir Marianne Fredriksson. Þýðing bókarinnar var í höndum Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur. Hér blæs Marianne nýju lífi í söguna um Maríu Magdalenu, í skáldsögu um líf, dauða og upprisu Jesú og konuna sem elskaði hann mest allra. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 181 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Don Kíkóti , eftir Cervantes í þýðingu Guðbergs Bergssonar , síðara bindi er komið út. Verkið kom upphaflega út fyrir fjöldamörgum árum í átta bindum. Hún kemur nú út í endurskoðaðri gerð og með formála þýðanda. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 150 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Eldgos í garðinum er eftir Axel Gunnlaugsson . Bókin er skáldsaga fyrir börn og unglinga um gosið í Vestmannaeyjum. Höfundur bókarinnar flúði sjálfur Eyjarnar með fjölskyldu sinni þessa örlagaríku nótt. Hann lýsir m.a. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 530 orð | 1 mynd

Skáldskap eða boðskap?

134 bls. Agenda 2003. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 450 orð | 1 mynd

Skemmtileg spennusaga

208 bls.Vaka-Helgafell, Reykjavík, 2003 Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 530 orð | 1 mynd

Tálkvendi

215 bls. Vaka Helgafell 2003 Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 106 orð | 1 mynd

Teiknimyndasaga

Blóðregn nefnist teiknimyndasaga eftir Emblu Ýr Bárudóttur og Ingólf Björgvinsson. Sagan er byggð á lokaþætti Njáls sögu. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 1100 orð | 1 mynd

Tvenns konar listsköpun

Ritstjóri Ólafur Kvaran Listasafn Íslands, 2003 Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 682 orð | 1 mynd

Veröldin vitjar okkar

78 bls. JPVútgáfa. 2003 Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 265 orð | 2 myndir

Þegar stjarna hrapar

Í DAG kemur út hjá JPV útgáfu ný skáldsaga eftir Vigdísi Grímsdóttir, Þegar stjarna hrapar. Bókin kemur út á 20 ára rithöfundarafmæli Vigdísar en hún kvaddi sér hljóðs þennan dag með fyrstu bók sinni. "Ungum manni skolaði á land um nótt í nóvember. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 128 orð | 1 mynd

Þjóðarspegill

Með leyfi forseta er eftir Leif Hauksson. Leifur hefur nú plægt í gegnum það sem sagt hefur verið í ræðustól þingsins frá stofnun lýðveldisins árið 1944 til loka 20. aldarinnar. Meira
11. nóvember 2003 | Bókablað | 829 orð | 2 myndir

Ævisaga forseta

Útgefandi: Mál og menning, Reykjavík 2003. 635 bls., myndir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.