Greinar föstudaginn 21. nóvember 2003

Forsíða

21. nóvember 2003 | Forsíða | 43 orð | 1 mynd

Felldur af stalli

BRESKA lögreglan áætlar að rúmlega 100 þúsund manns hafi komið saman í miðborg Lundúna í gær til að mótmæla stefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta. Meira
21. nóvember 2003 | Forsíða | 41 orð | 1 mynd

Harmleikur í Istanbúl

SÆRÐUM Tyrkja er hjálpað út úr stórskemmdri byggingunni sem hýsir meðal annars bresku ræðismannsskrifstofuna í Istanbúl. Sprengingarnar voru tvær, önnur við skrifstofuna en hin við banka með aðalstöðvar í London. Meira
21. nóvember 2003 | Forsíða | 82 orð | 1 mynd

Jackson handtekinn

BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn Michael Jackson var í gær handtekinn í Santa Barbara í Kaliforníu eftir að hann gaf sig fram við lögreglu. Jackson er sakaður um að hafa leitað á 12 ára dreng á búgarði sínum. Meira
21. nóvember 2003 | Forsíða | 472 orð

Mér ofbýður - þetta er mikil ögrun

SIGURÐUR Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka, og Hreiðar Már Sigururðsson, forstjóri bankans, hafa hvor um sig keypt hluti í Kaupþingi Búnaðarbanka fyrir rúmar 950 milljónir króna, samkvæmt kaupréttarsamningum við bankann. Meira
21. nóvember 2003 | Forsíða | 180 orð

Óttast árás á Bretland

LEIÐTOGAR um allan heim fordæmdu sprengjutilræðið við breskan banka og ræðismannsskrifstofu í Istanbúl í gærmorgun sem kostaði að minnsta kosti 27 manns lífið. Sérfræðingar í málefnum hryðjuverkahópa segja að mikil hætta sé á að fljótlega verði gerðar mannskæðar árásir í Bretlandi. Meira

Baksíða

21. nóvember 2003 | Baksíða | 88 orð

Bankarnir þrír lækka vexti í dag

LANDSBANKI Íslands, Kaupþing Búnaðarbanki og Íslandsbanki lækka í dag vexti á verðtryggðum útlánum um 0,3 prósentustig. Kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa verða því 6,15% hjá Landsbanka og Íslandsbanka en 6,10% hjá Kaupþingi Búnaðarbanka. Meira
21. nóvember 2003 | Baksíða | 221 orð | 1 mynd

Bílar fyrir bústna

Bandaríkjamenn fitna svo hratt að bifreiðaframleiðendur þurfa að endurhanna bíla með tilliti til aukins ummáls viðskiptavinanna. Meira
21. nóvember 2003 | Baksíða | 558 orð | 1 mynd

Foreldrafélög við framhaldsskóla ný af nálinni

FRAM til þessa hafa foreldrafélög við framhaldsskóla ekki tíðkast, en nú bregður svo við að foreldrafélög eru starfandi við að minnsta kosti fimm framhaldsskóla í landinu. Kveikjan að undirbúningi þeirra var verkfall framhaldsskólakennara haustið 2000. Meira
21. nóvember 2003 | Baksíða | 131 orð | 1 mynd

Hríseyingar þráðlausir

ALLIR íbúar Hríseyjar, um 180 að tölu, geta fljótlega komist með þráðlausu háhraðasambandi á Netið. Nýverið var lokið við að koma upp fimm sendum á eyjunni en um er að ræða samstarfsverkefni Hríseyjarhrepps og Svars hf. Meira
21. nóvember 2003 | Baksíða | 261 orð | 1 mynd

Jólatilboð flugfélaganna njóta vinsælda

ÓKEYPIS laugardagsferðir, sem Iceland Express bauð til London og Kaupmannahafnar, ruku út á nokkrum klukkutímum og sala á jólapökkum Icelandair, sem innihalda gjafabréf til áfangastaða félagsins í Evrópu og Bandaríkjunum, hefur gengið mjög vel. Meira
21. nóvember 2003 | Baksíða | 394 orð

Meirihluti lækna óánægður með stjórn spítalans

UM 65% lækna á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH) segjast óánægð með stjórn spítalans í rannsókn á vinnuumhverfi lækna á spítalanum, en rannsóknina unnu starfsmenn Vinnueftirlitsins í samvinnu við læknaráð LSH. Meira
21. nóvember 2003 | Baksíða | 115 orð | 1 mynd

Nafni fylgist með laufabrauðsgerð

EKKI er nema rúmur mánuður til jóla og margir farnir að huga að þeirri árlegu hátíð ljóss og friðar. Matargerð ýmiss konar er fastur liður hjá ýmsum á þessum árstíma, t.d. er sá siður víða í heiðri hafður að skera út laufabrauð, ekki síst á Norðurlandi. Meira
21. nóvember 2003 | Baksíða | 888 orð | 3 myndir

Sjálftrekkt úr í uppsveiflu

Úrsmíði er ekki kennd hér á landi og með breyttri úramenningu hefur úrsmiðum fækkað. Þeir sem nú starfa í faginu hafa engu að síður nóg að gera, segir Axel Eiríksson úrsmiður. Meira
21. nóvember 2003 | Baksíða | 185 orð

Yfir 1.100 manns við pílagrímaflug Atlanta

ÞRETTÁN þotur flugfélagsins Atlanta verða í pílagrímaflugi milli Jeddah og nokkurra borga í Asíu og Afríku sem hefst í lok desember. Milli 1.100 og 1.200 manns starfa við verkefnið en undirbúningur er á lokastigi. Meira

Fréttir

21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 185 orð

Afsökunarbeiðni

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá fyrrum blaðamanni og ritstjórum DV: "Laugardaginn 21. september 2002 birtist í DV greinin ,,Myrti ókunna konu í stundarbrjálæði. Meira
21. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 641 orð | 1 mynd

Áhyggjum lýst af gyðingaandúð í Frakklandi og Evrópu

Leiðtogar gyðinga í Evrópu hafa skorað á ráðamenn í álfunni að grípa til aðgerða gegn gyðingaandúð og franska ríkisstjórnin hélt sérfund um málið í vikunni. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 226 orð

Átta ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson í átta ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins á árunum 1998 og 2001 og peningaþvætti. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 87 orð

Bindindisdagur fjölskyldunnar

BINDINDISDAGUR fjölskyldunnar verður haldinn hátíðlegur 29. nóvember næstkomandi undir yfirskriftinni "Jól án áfengis - fyrir börnin". Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Bætti 23 ára Íslandsmet | Góður...

Bætti 23 ára Íslandsmet | Góður árangur náðist á nóvembermóti HSÞ, í frjálsum íþróttum í íþróttahöllinni á Húsavík. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Camilla í hlutverki Píusar tólfta

ÞAÐ var mikil upphefð að vera beðin að leika Hallgerði, segir Margrét Vilhjálmsdóttir í Fólkinu, en hún fer með hlutverk þessarar umdeildu konu í Njálssögu, sem frumsýnd verður í Regnboganum í kvöld. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 95 orð

Dansmót í samkvæmisdönsum verður haldið sunnudaginn...

Dansmót í samkvæmisdönsum verður haldið sunnudaginn 23. nóvember í Ými, tónlistarhúsi Karlakórs Reykjavíkur, að Skógarhlíð 20. Keppt verður í báðum greinum samkvæmisdansins þ.e. standarddönsum og suður-amerískum dönsum. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Doktor í amerískum fræðum

*DEBORAH Ann Vanessa Hughes lauk í maí síðastliðnum doktorsprófi í amerískum fræðum við Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Ritgerð Deborah nefnist "Revising the American Picture Gallery: Gender, Race, and Popular Visual Culture. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 119 orð

Enn af draugum

Jón Jens Kristjánsson frá Ytri Hjarðardal hefur forvitnilega sýn á draugasafnið á Stokkseyri: Á Stokkseyri mikið mannlíf er og menningin höfð í stafni. Dekrað er mjög við draugaher sem dvelur þar inni á safni. Meira
21. nóvember 2003 | Miðopna | 158 orð

Erfitt að skilja milli vændis og mansals

THOMAS Ekman, yfirmaður teymis sem sér um vændi og verslun með konur innan lögreglunnar í Gautaborg, segir erfitt að skilja milli vændis og mansals enda geti kúnninn aldrei sagt til um hvort konan er viljug eður ei. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Erindi um Hvíta stríðið í Reykjavík

NÝVERIÐ afhenti Pétur Pétursson þulur Borgarskjalasafni Reykjavíkur gögn sem hann hefur aflað með rannsóknum sínum um Hvíta stríðið í Reykjavík. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 122 orð

Fasteignasali dæmdur fyrir fjárdrátt

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fasteignasala í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rúmlega einnar milljónar króna fjárdrátt. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 143 orð

Fjölmargir endar enn óleystir

SIGURÐUR Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka, segist ekki geta tjáð sig um eignaraðild að Norðurljósum að svo stöddu og telur menn komna fram úr sjálfum sér í umræðu um þau mál. Meira
21. nóvember 2003 | Miðopna | 313 orð | 2 myndir

Flestar mannaráðningar fara fram árið 2006

Fulltrúar frá Alcoa-álfyrirtækinu, Bechtel og sveitarfélögunum í Fjarðabyggð og á Austur-Héraði hafa á undanförnum dögum kynnt fyrirætlanir um byggingu álvers fyrir heimamönnum á Austurlandi. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 431 orð

Forseti borgarstjórnar staðfesti frásögn Steinunnar Birnu

FORYSTUMENN Reykjavíkurlistans voru ítrekað spurðir á fundi borgarstjórnar í gær hvort frásögn Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur, fyrrverandi varaborgarfulltrúa, af samskiptum hennar við Árna Þór Sigurðsson, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Alfreð... Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 263 orð

Forstjóri TR segir þurfa átak í að lækka lyfjakostnaðinn

MIKILL munur er á smásöluverði lyfja hér á landi og í nágrannalöndunum að því er fram kom í máli Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra Tryggingastofnunar (TR) á ársfundi fyrirtækisins fyrr í vikunni. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 742 orð | 1 mynd

Fólk sækir í skóglendi

Helgi Gíslason er fæddur í Neskaupstað 8. október 1962. Skógræktarfræðingur frá Landbruksuniversitet í Svíþjóð og tækninám í faginu við Skogbruksskola. Réðst 1990 til Héraðsskóga sem framkv.stjóri og framkv.stjóri Austurlandsskóga frá 2001 Er nú framkv.stjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Helgi á eina dóttur, Tinnu Björk. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 332 orð

Framsal óheimilt án samþykkis veðhafa

EKKI er heimilt að framselja frá skipum leyfi til veiða með dagatakmörkunum án samþykkis þeirra sem hugsanlega eiga veð í skipinu, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar sem hefur ógilt framsal á aflaheimildum skips og skráningu þeirra á annað skip árið 2000. Meira
21. nóvember 2003 | Miðopna | 753 orð | 1 mynd

Frjálshyggjufélagið vill leyfa vændi

Sá misskilningur kom fram í grein Jónínu Bjartmarz þingmanns í Morgunblaðinu, 19. nóvember sl., að almenn samstaða væri um að vændi ætti að vera bannað. Sagðist hún ekki hafa heyrt opinberlega frá neinum talsmanni þess að leyfa það. Meira
21. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 235 orð | 1 mynd

Fyrsti íslenski sjúkrabíllinn

FYRSTI sjúkrabíllinn af þremur sem smíðaðir eru hjá MT-bílum í Ólafsfirði var afhentur Akureyrardeild Rauða krossins í gær en hann verður til nota fyrir sjúkraflutningamenn Slökkviliðs Akureyrar. Meira
21. nóvember 2003 | Austurland | 42 orð

Gjafir | Þegar Íslandsbanki opnaði nýtt...

Gjafir | Þegar Íslandsbanki opnaði nýtt útibú sitt á Reyðarfirði í síðustu viku, færði bankinn leikskólunum þremur í Fjarðabyggð tölvur að gjöf. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 260 orð

Gjaldþrot mun algengari hér en annars staðar í Evrópu

GJALDÞROTAÚRSKURÐUM íslenskra fyrirtækja fjölgaði um 56% á fyrstu sex mánuðum þessa árs í samanburði við sama tímabil á síðasta ári. Í öðrum löndum Evrópu var fjölgunin að meðaltali um 10%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Lánstrausti hf. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRG ÞORBJARNARDÓTTIR

GUÐBJÖRG Þorbjarnardóttir, ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar um áratugaskeið, lést á elliheimilinu Grund 19. nóvember, níræð að aldri. Guðbjörg fæddist í Bolungarvík 13. Meira
21. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 89 orð | 1 mynd

Gunnar á tvennum tónleikum

GUNNAR Kvaran sellóleikari heldur tvenna tónleika á Norðurlandi um helgina. Fyrri tónleikarnir verða í Þórshafnarkirkju í dag, föstudaginn 21. nóvember, og hefjast þeir kl. 17.30 en þeir seinni verða í Akureyrarkirkju á morgun, laugardag, kl. 16. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Hringurinn fékk viðurkenningu fyrir sérstakt framlag

KVENFÉLAGIÐ Hringurinn fékk í gær viðurkenningu Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Hvíta húsið og Delta fá viðurkenningu

AUGLÝSINGASTOFAN Hvíta húsið og Delta hafa unnið til viðurkenningar frá The Global Awards fyrir auglýsingu fyrir flösulyfið Dermatín. Meira
21. nóvember 2003 | Suðurnes | 328 orð | 1 mynd

Hönnun og hugmyndir að betri bæ

Reykjanesbær | Sýning um hönnun og hugmyndir að betri bæ verður opnuð í Kjarna í Hafnargötu 57 í Keflavík á morgun, laugardag. Sýndar verða teikningar og ljósmyndir sem tengjast framkvæmdum í bænum og óskað eftir nýjum hugmyndum frá gestum. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 46 orð

Í MYNDATEXTA með frétt í blaðinu...

Í MYNDATEXTA með frétt í blaðinu í gær um gjöf sem afkomendur dr. Hans Kuhn hafa fært Þjóðminjasafninu, var ranglega sagt að Diðrik Jóhannsson hefði afhent menntamálaráðherra gjafabréfið. Meira
21. nóvember 2003 | Landsbyggðin | 518 orð | 1 mynd

Ísland getur verið fyrirmynd

Hellnar | Fyrir rúmum sex vikum sat Sir Frank Moore, stjórnarformaður umhverfisvottunarsamtakanna Green Globe 21, og horfði á sjónvarp heima hjá sér í Ástralíu. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Íslendingar borða minnst af ávöxtum

ÍSLENDINGAR borða allra minnst af grófu brauði og ávöxtum meðal þjóða á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum, að því er fram kemur í nýrri samanburðarrannsókn á neyslu grænmetis, ávaxta, fisks og grófs brauðs í þessum löndum. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 106 orð

Jarðfræðafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu um...

Jarðfræðafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu um náttúruvá og viðbrögð í dag, föstudag, kl. 13 á Hótel Loftleiðum. Félagsmenn greiða 2.500 kr. aðrir kr. 3.000. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Jólakort Landssamtaka hjartasjúklinga

LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga hafa í 20 ár verið með jólakortasölu fyrir jólin til tekjuöflunar. Jólakortin eru með misjöfnum myndum frá ári til árs og eru 5 kort í pakka. Pakkinn kosta 500 kr. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Jólakort Neistans

HAFIN er sala á jólakortum Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Kortin eru 15 saman í pakka með umslögum og kostar pakkinn 1.000 kr. Kortin fást á skrifstofu félagsins og er hægt að panta þau á netfanginu neistinn@neistinn.is. Meira
21. nóvember 2003 | Suðurnes | 188 orð

Kanna áhuga á almenningssamgöngum

Reykjanesbær | Kannað verður á vettvangi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hvort áhugi sé á því hjá sveitarfélögunum að taka upp heildstætt almenningssamgöngukerfi fyrir Suðurnesin. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 114 orð

Leirvafningar

Sigríður María Gunnarsdóttir, eigandi Sólar- og fegurðar á Ísafirði, hélt opið hús á stofu sinni fyrir skömmu þar sem m.a. gat að líta spjaralitlar konur þekja sig leirvafningum í heilsubótarskyni, að er greint frá á heimasíðu Bæjarins besta. Meira
21. nóvember 2003 | Austurland | 63 orð

Læknatæki | Þakkarhátíð var haldin á...

Læknatæki | Þakkarhátíð var haldin á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað í vikunni, vegna fjölda gjafa sem sjúkrahúsinu hafa borist á árinu. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 73 orð

Lögregla beðin að rannsaka lát barns

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur verið beðin að rannsaka lát ungbarns á Landspítala - háskólasjúkrahúsi fyrir ári. Foreldrar barnsins kvörtuðu við landlæknisembættið og í framhaldi af skýrslu hans ákváðu foreldrarnir að kæra málið. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 839 orð | 1 mynd

Lögunum fagnað en mörg mál talin óleyst

Talsmenn orkufyrirtækjanna og sérfræðingar í orkumálum voru flestir sammála um það á ráðstefnu í gær að nýju raforkulögin væru til bóta. Vænta mætti frekari breytinga á næstu árum, m.a. þeirra að orkufyrirtækjum gæti fækkað niður í fjögur eða fimm. Meira
21. nóvember 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 940 orð | 2 myndir

Margs að gæta við vatnsvernd

Hreint og heilbrigt neysluvatn er gjarnan talinn sjálfsagður hlutur hér á landi, en til margs ber að líta þegar hugað er að varðveislu þessarar verðmætu auðlindar. Svavar Knútur Kristinsson sat ráðstefnu um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 509 orð

Mánaðargjöld heimilissíma hækka um 5%

GJALDSKRÁ Símans breyttist nokkuð í gær bæði til hækkunar og lækkunar, og segja forsvarsmann Símans ástæður breytinganna einkum vera einföldun á gjaldskránni, sem þeir segja að hafi þótt nokkuð flókin. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 952 orð | 1 mynd

Með 28 þotur í verkefnum víða um heim

Undirbúningur fyrir pílagrímaflug Flugfélagsins Atlanta milli Jeddah og ýmissa borga í Asíu og Afríku er nú á lokastigi en alls verða 13 þotur notaðar í verkefnið í ár fyrir þrjú flugfélög. Milli 1.100 og 1. Meira
21. nóvember 2003 | Austurland | 64 orð | 1 mynd

Mikil málverkasala

FJÖLDINN allur af málverkum var seldur á uppboði sýslumannsins á Seyðisfirði á miðvikudag. Verkin, tæplega þúsund talsins, voru haldlögð í Norrænu í sumar og höfðu verið flutt inn án viðhlítandi leyfa. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 153 orð

Náttúrufræðingar mótmæla kröftuglega

EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá náttúrufræðingum á Hafrannsóknastofnun: "Fundur náttúrufræðinga á Hafrannsóknastofnuninni, haldinn 19. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Nokkrir ljósastaurar fyrir bíl

Akureyri | Mikil hálka hefur verið á götum Akureyrar undanfarna daga, auk þess sem hált var á götum bæjarins fyrr í haust. Einstaka ökumenn hafa lent í hremmingum af þeim sökum og skemmt bíla sína en lítið hefur verið um meiðsli á fólki. Meira
21. nóvember 2003 | Suðurnes | 45 orð

Of þungir | Tvær vörubifreiðar með...

Of þungir | Tvær vörubifreiðar með festivagna reyndust of þungar við athugun vigtara Vegagerðrinnar í umdæmi lögreglunnar í Keflavík sl. þriðjudag. Önnur bifreiðin var með 30% yfir leyfðum ásþunga en hin var 10% yfir leyfðum þunga. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 207 orð

Ólympíuleikar fyrr og nú - ráðstefna...

Ólympíuleikar fyrr og nú - ráðstefna á vegum Grikklandsvinafélagsins Hellas og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands verður haldinn á morgun, laugardaginn 22. nóvember kl. 14-17 í Norræna húsinu. Heiðursgestur: Vilhjálmur Einarsson skólameistari. Meira
21. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

"Svar okkar er að hvika hvergi"

GEORGE W. Meira
21. nóvember 2003 | Landsbyggðin | 466 orð | 2 myndir

"Verið" þekkingarsetur og rannsóknarmiðstöð

Sauðárkrókur | Mikil örtröð var á hafnarsvæði Sauðárkróks á mánudagsmorguninn, þegar verið var að landa úr tveim togurum Fiskiðjunnar Skagfirðings, en einnig var af öðrum ástæðum mannfleira á svæðinu en venja er á mánudegi. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 308 orð

Ráðuneyti fær ekki skjölin frá Ríkisendurskoðun

HÆSTIRÉTTUR féllst í gær á kröfu Jón Baldvins Hannibalssonar, sendiherra og Bryndísar Schram, eiginkonu hans, um að ógilda þá ákvörðun Ríkisendurskoðunar að afhenda fjármálaráðuneytinu einkaskjöl úr fórum hjónanna sem tengdust athugun Ríkisendurskoðunar... Meira
21. nóvember 2003 | Austurland | 30 orð

Reyðfirsk fjármálagata | Reyðfirðingar gantast nú...

Reyðfirsk fjármálagata | Reyðfirðingar gantast nú með að eiga sitt einka "Wall Street" í bænum síðan Íslandsbanki opnaði útibú í sömu götu og útibú Sparisjóðs Norðfjarðar og Landsbankans standa... Meira
21. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 394 orð

Rændi banka blindandi

Bankaræningi í Kaliforníu gleymdi að skera göt fyrir augun á flannelhettu sem hann notaði til að hylja andlitið. Ræninginn þurfti því að lyfta hettunni öðru hverju þegar hann þreifaði sig áfram í bankanum og hann rakst á dyrakarm úr stáli á leiðinni út. Meira
21. nóvember 2003 | Austurland | 31 orð

Samkeppni um byggðamerki | Auglýst er...

Samkeppni um byggðamerki | Auglýst er eftir tillögu að nýju byggðamerki fyrir Austurbyggð, fyrrum Búða- og Stöðvahrepp. Skilafrestur er til 15. desember og verða 20 þúsund krónur veittar fyrir bestu... Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 364 orð

Settir undir geðþóttavald stjórnenda

FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins felur í sér grundvallarbreytingu hvað varðar reglur um starfsöryggi ríkisstarfsmanna, að því er fram kemur í greinargerð heildarsamtaka ríkisstarfsmanna vegna... Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Sérstaða mjólkur meiri en áður var talið

NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsóknar á íslenskri kúamjólk með samanburði við kúamjólk á öðrum Norðurlöndum benda til þess að íslenska mjólkin hafi meiri sérstöðu en áður var talið hvað varðar hollustu. Meira
21. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 412 orð | 1 mynd

Síminn er hluti af sjálfsmyndinni

ÁÐUR var það bíllinn, sem sýndi hver var maður með mönnum en nú hefur farsíminn tekið við því hlutverki. Margir hafa tengst símanum sínum svo sterkum tilfinningaböndum að það er engu líkara en hann sé orðinn hluti af persónuleika þeirra og ímynd. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 1164 orð | 1 mynd

Sótt áfram á nýja og framandi markaði

Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að líta þurfi til margra þátta nú þegar endurskoðun á starfi Flugmálastjórnar stendur fyrir dyrum. Hann segir í samtali við Jóhannes Tómasson að flug sé mikilvæg atvinnugrein en viðkvæm. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 264 orð

Starfsmenn ÁTVR þiggi ekki boð frá birgjum

"EKKI mér vitanlega," segir Ívar J. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Stefnt að samræmdri flugumferðarstjórn

VICTOR Aguado, forstjóri Eurocontrol, flugstjórnarstofnunar Evrópu, ræddi á flugþinginu um vandamál flugumferðarstjórnar í álfunni. Flugumferð hefur aukist hröðum skrefum síðustu árin og brýnt er að finna leið til að mæta henni m.a. Meira
21. nóvember 2003 | Austurland | 44 orð | 1 mynd

Söfnuðu fyrir Sjónarhól

Vopnafjörður | Þessar ungu dömur, sem eru í 3. bekk Vopnafjarðarskóla, stóðu nýlega fyrir tombólu til styrktar Sjónarhóli, samtaka sérstakra barna. Afrakstur dagsins var rúmar 6.300 kr. Meira
21. nóvember 2003 | Suðurnes | 73 orð

Tilraun til innbrots | Seint á...

Tilraun til innbrots | Seint á þriðjudagskvöldið var lögreglan kölluð út vegna tilrunar til innbrots í einbýlishús í Keflavík. Heimilisfólkið var erlendis en öryggiskerfi hússins fór í gang við umgang. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Tónleikar í Víkurkirkju

Mýrdalur | Það er orðinn árviss viðburður í Víkurkirkju í Mýrdal að sóknarnefnd kirkjunnar bjóði til tónleika. Að þessu sinni fengu þau þverflautuleikarana Guðrúnu S. Meira
21. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 69 orð | 1 mynd

Tónleikar | Ríó-tríó heldur tvenna tónleika...

Tónleikar | Ríó-tríó heldur tvenna tónleika á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 21.00 en þeir seinni kl. 23.30. Meira
21. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 479 orð | 3 myndir

Tugir manna fórust í árásum í Istanbúl

AÐ minnsta kosti 27 manns týndu lífi í sjálfsmorðsárásunum á bresku ræðismannsskrifstofuna og breska HSBC-bankann í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Meðal hinna látnu er aðalræðismaður Breta í borginni. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Tveir togarar þurftu að leita til hafnar

TVEIR af frystitogurum Þormóðs ramma-Sæbergs hf., Mánaberg ÓF og Kleifaberg ÓF, þurftu að leita til hafnar í vikunni til viðgerða. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Um 28 milljónir starfa í flugi

JERRY Mack, aðstoðarforstjóri Boeing-verksmiðjanna, ræddi þróun á flugvélum framtíðarinnar á flugþinginu og benti hann í upphafi á að kringum 28 milljónir starfa væru í flugheiminum. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 89 orð

Umframeftirspurn í hlutafjárútboði Flögu

HLUTAFJÁRÚTBOÐI Medcare Flögu hf. er lokið. Fjárfestar lýstu yfir vilja til að kaupa hlutabréf að söluandvirði rúmlega 4.000 milljónir króna en alls voru seld hlutabréf fyrir 1.200 milljónir króna á genginu 6,0. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 370 orð | 2 myndir

Undirbúa þurrvinnslu á hör

UNNIÐ er að undirbúningi þurrvinnslu á hör við hlið feygingarstöðvarinnar í Þorlákshöfn. Byggja þarf 1. Meira
21. nóvember 2003 | Austurland | 157 orð

Ungt fólk | Á Haustþingi ungs...

Ungt fólk | Á Haustþingi ungs fólks á Austur-Héraði, sem haldið var fyrir skemmstu, var áhersla lögð á nauðsyn þess að setja á fót ungmennaráð og koma ungmennahúsi í gagnið. Meira
21. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 42 orð

Útgáfusjóður | Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt...

Útgáfusjóður | Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt fyrir sitt leyti erindi frá Þorsteini Gunnarssyni, rektor Háskólans á Akureyri, þar sem leitað er eftir samþykki Akureyrarbæjar fyrir því að Bókakaupasjóður Háskólans verði lagður niður og fjármunum hans... Meira
21. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Útilífssýningin Vetrarsport um helgina

ÚTILÍFSSÝNINGIN Vetrarsport verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 22. og 23. nóvember. Meira
21. nóvember 2003 | Suðurnes | 259 orð

Vara við styttingu framhaldsskólanáms

Keflavík | Fundur Kennarafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja samþykkti ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við ályktanir Kennarasambands Íslands og Félags framhaldsskólakennara varðandi hugmyndir menntamálaráðuneytisins um styttingu náms til... Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 1017 orð | 2 myndir

Var frumherji í blaðamennsku á 20. öldinni

Ævisaga Valtýs Stefánssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, er einnig aldafarssaga og saga Morgunblaðsins, segir höfundurinn, Jakob F. Ásgeirsson. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 74 orð

Verðmunurinn að aukast

ENGAR forsendur eru núna fyrir því að hækka verðskrá Og Vodafone og með þessari breytingu á verðskrá Símans er verðmunurinn á þjónustu Og Vodafone og Símans að aukast, viðskiptavinum Og Vodafone í hag, segir Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og... Meira
21. nóvember 2003 | Suðurnes | 121 orð | 1 mynd

Verður frábært að fara á veiðar í vor

Grindavík | Skólinn snýst um fleira en að læra á bókina. Nokkrir drengir í 8. bekk Grunnskóla Grindavíkur völdu sér fluguhnýtingar þegar kom að því að gera eitthvað skemmtilegt við lok fyrstu annar. Meira
21. nóvember 2003 | Austurland | 123 orð | 1 mynd

Verkmenntaskólinn og Bechtel í samstarfi

Neskaupstaður | Í vikunni undirrituðu forráðamenn Verkmenntaskólans á Austurlandi og fulltrúar verktakafyrirækisins Bechtel, sem byggir álverið á Reyðarfirði, samning um samstarf við þróun og uppbyggingu námsbrautar áliðna í skólanum. Meira
21. nóvember 2003 | Miðopna | 925 orð | 2 myndir

Vændisiðnaðurinn snýst um peninga

Thomas Ekman fer fyrir teymi lögreglunnar í Gautaborg sem vinnur gegn mansali og vændi. Halla Gunnarsdóttir leit inn á fyrirlestur Ekmans á Grand Hóteli í gær og forvitnaðist um veruleika vændis og mansals og reynslu lögreglunnar af sænsku vændislögunum sem fela í sér að kaup á vændi eru ólögleg. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 377 orð

Yfirlýs-ingar

BORIST hafa eftirfarandi yfirlýsingar frá Magnúsi Axelssyni fasteignasala og fasteignasölunum Einari Harðarsyni og Írisi Hall: "Í Fréttablaðinu í morgun, 20. nóv. Meira
21. nóvember 2003 | Austurland | 76 orð | 1 mynd

Það er líf þrátt fyrir rjúpnaveiðibann

Neskaupstaður | Nú þegar hreindýraveiðitímabilinu er lokið, gæsirnar flognar á sínar vetursetustöðvar og ekki má lengur ganga til rjúpna, eru svartfuglaveiðar huggun harmi gegn hjá skotveiðimönnum og sýna að það er líf eftir rjúpnaveiðibann. Meira
21. nóvember 2003 | Austurland | 204 orð | 1 mynd

Það var enginn tími til að hugsa um hræðslu

Neskaupstaður | "Sársaukinn var svo mikill og allt gerðist svo hratt að ég hafði engan tíma til að hugsa um hræðslu," sagði Cynthia Trililani frá Reyðarfirði sem fæddi dreng í sjúkrabifreið við Eskifjarðará á áttunda tímanum í gærmorgun. Meira
21. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 204 orð

Þetta segja símarnir

Mercedes-síminn: Samsung E700 Mercedes-Benz stendur fyrir stöðu, peninga og hefðir. Það á við um Samsung E700. Hann er dökkur, glæsilegur og með allar nýjustu aðgerðirnar. Hyundai-síminn: Nokia 3410 Hyundai er traustur, einfaldur og fjölskylduvænn bíll. Meira
21. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 249 orð

Þrotabú kaupir og selur eignir fyrir hundruð milljóna

LANDVER hefur viðurkennt forkaupsrétt þrotabús Móa á höfuðstöðvum og afurðastöð þess í Mosfellsbæ. Hefur þrotabú Móa nýtt forkaupsrétt sinn og keypt eignina og selt hana aftur félagi í eigu Matafjölskyldunnar í samræmi við samning Matfugls við þrotabúið. Meira

Ritstjórnargreinar

21. nóvember 2003 | Leiðarar | 276 orð

Að leita réttar síns

Ákvörðun yfirstjórnar Landspítala - háskólasjúkrahúss um að víkja Sigurði Björnssyni frá störfum sem yfirlækni lyflækninga krabbameina á sjúkrahúsinu vekur spurningar. Meira
21. nóvember 2003 | Staksteinar | 338 orð

- Hægri vinstri og allir saman nú

Margrét Leósdóttir tekur þátt í umræðunni um lausnir á vanda íslenska heilbrigðiskerfisins á vefritinu Tíkinni: "Þegar rætt er um módel fyrir einkavætt heilbrigðiskerfi vs. Meira
21. nóvember 2003 | Leiðarar | 474 orð

Kaupréttarsamningar í Kaupþingi Búnaðarbanka

Fréttir um kaupréttarsamninga tveggja æðstu stjórnenda Kaupþings Búnaðarbanka hljóta að vekja mikla athygli og verða mörgum, ekki sízt almennum hluthöfum í fyrirtækinu og viðskiptavinum þess, verulegt umhugsunarefni. Meira

Menning

21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 366 orð | 2 myndir

Að miðla áfram

ÞRIÐJI Rokklandsdiskurinn er kominn út. Safndiskar þessir eru gefnir út í tengslum við samnefndan þátt á Rás 2, sem stjórnað er af Ólafi Páli Gunnarssyni. Meira
21. nóvember 2003 | Menningarlíf | 74 orð | 1 mynd

...and Björk of course frumsýnt í Trier

LEIKRITIÐ ...and Björk of course eftir Þorvald Þorsteinsson var frumsýnt í Theater Trier í Þýskalandi í síðastliðinni viku sem hluti af alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Act-in þar sem sýningar frá Lúxemborg, Frakklandi og Þýskalandi eru á dagskrá. Meira
21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 618 orð | 2 myndir

Átján hjóla trukkur - og tengivagn

Brain Police er önnur plata samnefndrar rokksveitar. Sveitin er skipuð þeim Jens Ólafssyni (söngur), Jóni Birni Ríkarðssyni "Trucker" (trommur og gong), Gunnlaugi Lárussyni II (gítar) og Herði Stefánssyni (bassi). Lög eftir meðlimi. Meira
21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 180 orð | 1 mynd

Bana Billa - I.

Bana Billa - I. hluti (Kill Bill - Vol. I.) Aðdáendur Tarantinos geta varpað öndinni léttar, meistarinn hefur engu gleymt. (H.J.) **** Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri. Nói albínói Hrífandi, gamansöm og dramatísk. Meira
21. nóvember 2003 | Menningarlíf | 96 orð

Bergur Thorberg sýnir á Skagaströnd

BERGUR Thorberg opnar málverkasýningu í gamla kaupfélagshúsinu á Skagaströnd í kvöld, föstudagskvöld kl. 20. Bergur er búsettur erlendis en mun á næstunni halda nokkrar sýningar á Íslandi, m.a. á Ísafirði, Vestmannaeyjum og í Reykjavík. Meira
21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 114 orð | 3 myndir

Bíó og út að borða

HEIMILISFÓLK á Sólheimum gerði sér glaðan dag á sunnudaginn. Þá var þeim boðið í bæjarferð af Lionsklúbbnum Ægi. Höfðu Lionsmenn tekið sig til og skipulagt skemmtidagskrá fyrir vini sína á Sólheimum. Byrjað var á því að bjóða fólkinu í bíó í Laugarásbíó. Meira
21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 222 orð | 1 mynd

Breska tímaritið Q hefur útnefnt lagið...

Breska tímaritið Q hefur útnefnt lagið "One" , með U2 , besta popplag allra tíma. Lagið, sem kom út árið 1991 á plötunni Achtung Baby , náði 7. sæti á breska smáskífulistanum. Meira
21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 246 orð | 2 myndir

Buddy endurgerð

SIGURJÓN Sighvatsson hefur keypt endurgerðarréttinn á norsku kvikmyndinni Buddy , sem hefur notið mikilla vinsælda í heimalandinu og verður nú framleidd í Bandaríkjunum. Meira
21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 163 orð | 1 mynd

Clay er enginn kattavinur

DÝRAVINIR í Bandaríkjunum eru voðalega sárir út í Clay Aiken, helstu stjörnuna sem bandaríska Idol-Stjörnuleitin hefur getið af sér. Ástæðan er sú að Aiken asnaðist til að lýsa því yfir í viðurvist blaðamanns að hann þoldi ekki heimilisketti. Meira
21. nóvember 2003 | Menningarlíf | 91 orð | 1 mynd

Einleikur frumsýndur í Hömrum

KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ á Ísafirði frumsýnir í Hömrum, á morgun, laugardag, kl. 20.30 einleikinn Steinn Steinarr. Leikverkið er byggt á ævi og verkum skáldsins og er textinn að meginhluta eftir Stein sjálfan. Meira
21. nóvember 2003 | Bókmenntir | 622 orð | 1 mynd

Er blaðamennska lífsstíll?

eftir Elínu Pálmadóttur. Oddi prentaði. Vaka-Helgafell 2003 - 431 síða. Meira
21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

Fjör í Fella- og Hólakirkju

YFIR hundrað unglingar skemmtu sér hið besta á fjölmenningarvöku sem haldin var aðfaranótt laugardags í Fella- og Hólakirkju. Meira
21. nóvember 2003 | Menningarlíf | 80 orð

Fyrirlestur um Sigurð málara

SÝNING Leikminjasafns Íslands, Frumherji og fjöllistamaður, Sigurður Guðmundsson málari, verður opin í gamla Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7 í Hafnarfirði (á bak við þjóðkirkjuna) frá kl. 14.00-17.00 laugardag og sunnudag. Á laugardaginn kl. Meira
21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 169 orð | 1 mynd

Föstudagsbíó

Amerískir útlagar/American Outlaws Vestrarnir eru á fallanda fæti að því er virðist um þessar mundir. Þessi er þó ekki nema tveggja ára gömul og er í þessum gamla, klassíska vestraanda. Töffarinn og kyntröllið Colin Farrell leikur hér sjálfan Jesse... Meira
21. nóvember 2003 | Menningarlíf | 124 orð

Gjörningaklúbburinn í Bergen

GJÖRNINGAKLÚBBURINN, eða Icelandic Love Corporation eins og hann hefur nefnt sig á ensku, stendur í samstarfið við hóp annarra íslenskra listamanna að listsýningu sem opnuð verður í Kunsthallen í Bergen í dag. Meira
21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 77 orð | 3 myndir

Gleði og rokk

MARGT var um manninn á Gauk á Stöng á miðvikudagskvöldið en þá voru 20 ár liðin frá því að staðurinn var opnaður. Gaukurinn er sá staður sem hefur mest sinnt lifandi tónlist í gegnum tíðina og var ekki brugðið út af vananum á afmælisdaginn. Meira
21. nóvember 2003 | Tónlist | 408 orð | 1 mynd

Grípandi, blíður og stríður

Kammersveit Reykjavíkur flytur tónlist eftir Jón G. Ásgeirsson. Listrænir ráðunautar: Rut Ingólfsdóttir og Bernharður Wilkinson. Hljóðritað í Víðistaðakirkju í des. 2002 og í Ými í júní 2003 af tæknirekstrardeild Ríkisútvarpsins. Tónmeistari: Páll Sveinn Guðmundsson. Hljóðmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Hönnun: Goddur. Ljósmyndir: Páll Stefánsson. Útg.: Kammersveit Reykjavíkur. 2003. Meira
21. nóvember 2003 | Tónlist | 1309 orð | 4 myndir

Heiðskírar englaraddir

Verk eftir Bruckner, J. Handl, J.S. Bach og Missa brevis eftir Kodály. Halldís Ólafsdóttir, María Marteinsdóttir og Fjóla K. Nikulásdóttir S, Anna Sigríður Helgadóttir A, Snorri Wium T, Bergþór Pálsson B; Steingrímur Þórhallsson orgel; Dómkórinn u. stj. Marteins H. Friðrikssonar. Sunnudaginn 16. október kl. 17. Meira
21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 72 orð | 1 mynd

Hvað varstu að horfa á?

Hvað varstu að horfa á? Fawlty Towers (Hótel Tindastól) með John Cleese Hvað ertu að horfa á? Idol-Stjörnuleit á Stöð 2 Hvað viltu fá að sjá? Getraunaþátt tengdan tónlist sem er sýndur í Skandinavíu. Meira
21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 373 orð | 2 myndir

Ian Anderson , leiðtogi einu þjóðlagaþungarokkssveitar...

Ian Anderson , leiðtogi einu þjóðlagaþungarokkssveitar heims, Jethro Tull , hefur tekist að særa bandaríska þjóðarsál. Meira
21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 336 orð | 1 mynd

Ímyndin mikið atriði

FÖT, kynlíf, fjármál, framkoma, feimni, klám, heilsa og sambönd eru aðeins nokkur dæmi um viðfangsefni bókarinnar Hvað er málið? sem er nýútkomin og ætluð ungu fólki. Meira
21. nóvember 2003 | Menningarlíf | 134 orð | 1 mynd

Íslenska óperan kl.

Íslenska óperan kl. 20 Nemendur í píanódeild Tónlistarskólans í Reykjavík flytja verk eftir Bach, Beethoven, Chopin, Rachmaninoff og fleiri. Café Prestó, Hlíðasmára 15, Kópavogi Helga Ottósdóttir er með sölusýningu á vatnslitamyndum. Meira
21. nóvember 2003 | Menningarlíf | 259 orð | 1 mynd

Japönsk byggingarlist í samtímanum

Í GERÐARSAFNI verður opnuð sýning kl. 15 á morgun, laugardag, sem ber yfirskriftina Japönsk samtíma byggingarlist 1985-1996. Á sýningunni eru fjölmargar ljósmyndir af margskonar byggingum í Japan frá umræddu tímabili. Meira
21. nóvember 2003 | Menningarlíf | 80 orð

Jólasýning í Norræna húsinu

JÓLASÝNING með íslenskum listmunum, hönnun og handverki verður opnuð í Norræna húsinu kl. 17 í dag. Á sjötta tug listamanna, hönnuða og handverksfólks tekur þátt. Meira
21. nóvember 2003 | Menningarlíf | 169 orð

Kínversk-íslenska félagið fimmtíu ára

UM þessar mundir eru liðin 50 ár frá stofnun Kínversk-íslenska menningarfélagsins, en það var stofnað 22. október 1953. Fyrsti forseti þess var dr. Jakob Benediktsson en núverandi formaður er Arnþór Helgason. Meira
21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 182 orð | 1 mynd

Kvikmyndum dreift á Netinu árið 2005?

BANDARÍSKI kvikmyndaframleiðandinn Jack Valenti spáir því að árið 2005 verði kvikmyndum dreift á Netinu um leið og hætt hefur verið að sýna þær í kvikmyndahúsum og hægt verði að hala kvikmyndir niður af Netinu með löglegum hætti áður en þær koma út á... Meira
21. nóvember 2003 | Menningarlíf | 145 orð | 1 mynd

Maður og kona í Lundarreykjadal

LEIKDEILD Umf. Dagrenningar, Lundarreykjadal í Borgarfirði frumsýnir leikritið Mann og konu eftir Jón Thoroddsen í félagsheimilinu Brautartungu kl. 21 í kvöld, föstudagskvöld. Meira
21. nóvember 2003 | Menningarlíf | 92 orð

Minningarsýning á Akranesi

ÞÖGN er yfirskrift sýningar Elínborgar Halldórsdóttur, Ellý, sem opnuð verður í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi á morgun, laugardag. Hún tileinkar sýninguna minningu vinkonu sinnar Katrínar Emmu Maríusdóttur. Meira
21. nóvember 2003 | Menningarlíf | 148 orð | 1 mynd

Peter Lindroos látinn

FINNSKI tenórinn Peter Lindroos lést í bílslysi í Svíþjóð nú í vikunni, 59 ára að aldri að því er AFP -fréttastofan greindi frá. Meira
21. nóvember 2003 | Menningarlíf | 309 orð | 1 mynd

Samspil orða og tóna í Borgarleikhúsinu

ARNA Kristín Einarsdóttir leikur einleik á flautu og ljóð í Borgarleikhúsinu í tónleikaröðinni 15.15 á morgun. Meira
21. nóvember 2003 | Menningarlíf | 66 orð

Síðasta sýning á CommonNonsense

SÝÐASTA sýning á CommonNonsense á Nýja sviði Borgarleikhússins verður annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. Sýningin er spunnin út frá uppfinningum og furðutækjum Ilmar Stefánsdóttur myndlistarkonu. Meira
21. nóvember 2003 | Menningarlíf | 46 orð

Sýningu lýkur

Gallerí Hlemmur Sýningu Gústavs Geirs Bollasonar lýkur á sunnudag. Sýningin nefnist "að sjà nàlgast það sem dvelur". Verk hans á sýningunni er um framlengingu á áhorfi og notast hann við ljósmyndir sem framsetningu en málverk sem endanlegt... Meira
21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 63 orð | 1 mynd

Tónleikar á Ísafirði

HLJÓMSVEIT Ómars Guðjónssonar spilar í kvöld, föstudag, í Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl. 20.30. Mun sveitin leika efni af nýútkominni plötu sem nefnist Varma Land. Meira
21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 108 orð | 1 mynd

Veðmál og vitleysa

ÞÁTTURINN Veðmál og vitleysa ( Banzai ) hefur göngu sína á SkjáEinum í kvöld en í þeim er glensið og grínið í fyrirrúmi og kaldhæðnin fær að njóta sín. Í þættinum er jafnvel gengið lengra en í Kjánaprikunum ( Jackass ), sem þykja þó oft fara yfir... Meira
21. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 342 orð | 1 mynd

Það er löng leið til Reykjavíkur

Leikstjórn og handrit: Bradley Rust Gray. Kvikmyndatökustjóri: Anne Misawa. Klipping: Bradley Rust Gray og Sigvaldi Kárason Aðalleikendur: Brynja Þóra Gudnadóttir, Davíð Örn Halldórsson, Melkorka Huldudóttir, Svava Björnsdóttir. 90 mínútur. Cut'n Paste. soandbrad. Ísland 2003. Meira

Umræðan

21. nóvember 2003 | Aðsent efni | 733 orð | 1 mynd

Aðbúnaður aldraðra á Akureyri

FYRIR síðustu bæjarstjórnarkosningar leituðu framsóknarmenn með logandi ljósi að einhverju bitastæðu til að gera að góðu kosningamáli. Það þurfti að höfða til fjöldans, vera mannvænt og líklegt til að sópa að atkvæðum. Meira
21. nóvember 2003 | Aðsent efni | 666 orð | 1 mynd

Að geta þess sem gjört er vel

FIMM ára geysigóð afmælishátíð Klúbbsins Geysis varð mér tilefni nokkurra hugleiðinga um geðverndarmál yfirleitt, um leið og því galvaska Geysisfólki er alls góðs árnað. Meira
21. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 267 orð

Af hverju þjóðgarður?

FRAMTÍÐ Íslands hefur boðað til fundar laugardaginn 22. nóvember í Fjörukránni í Hafnarfirði kl. 10. árdegis. Meira
21. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 258 orð

Andsvar við andsvari!

EINHVER sjálfskipuð skáldaspíra ofan af Skaga, Þórir Björn, vandar mér ekki kveðjurnar í tilefni af skrifum mínum um niðurlægingu ljóðhefðar og ruglukolla, sem nú leika lausum hala! Meira
21. nóvember 2003 | Aðsent efni | 582 orð | 1 mynd

Á ég að játa eða neita?

NÝLEGA kom út Lygasaga eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Menn hafa átt í vandræðum með að flokka hana og jafnvel orðið soldið pirraðir hver á sínu kjúklingabúi að hafa ekki getað sett hana í hólfið sitt. Er þetta ævisaga? Skáldsaga? Játningabók? Meira
21. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 450 orð

Ár fatlaðra?

Ár fatlaðra? ÉG spyr mig margoft hvort það sé virkilega ár fatlaðra. Frekar lítið hefur verið fjallað um málefnið fyrr en Sjónarhóll var stofnaður. Það er mikið framfaraspor og þökk sé þeim sem að því hafa staðið. Meira
21. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 129 orð

Á stuðning okkar óskiptan

ÞAÐ fór kuldahrollur um undirritaðan þegar kvöldfréttir sjónvarps sögðu frá því að einum færasta yfirlækni landsins, Sigurði Björnssyni, hefði verið vikið úr starfi sínu sem yfirlæknir lyflækninga krabbameina við LHS Við sem erum aðstandendur sjúklinga... Meira
21. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

Baldur Geirsson, 9 ára strákur á...

Baldur Geirsson, 9 ára strákur á Akureyri, hélt nýlega hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 4.400 krónur. Með Baldri á myndinni er Agnar, litli bróðir... Meira
21. nóvember 2003 | Aðsent efni | 830 orð | 1 mynd

Dekurbörn ríkiskassans í hjólastól

ÞAÐ er efst á vinsældalistanum hjá borgarstjórum og stjórnmálamönnum á Íslandi að leika blinda og fatlaða í einn dag. Meira
21. nóvember 2003 | Aðsent efni | 432 orð | 1 mynd

Mannréttindi og spítalastjórn

ÞAU fáheyrðu tíðendi hafa gerst að einn af yfirlæknum Landspítalans hefur verið færður úr starfi sínu vegna þess að hann vildi láta reyna á mannréttindi sín fyrir dómi, að nota frítíma sinn að vild. Meira
21. nóvember 2003 | Aðsent efni | 874 orð | 1 mynd

Neytendasamtökin og bankarnir

Í MORGUNBLAÐINU 12. nóvember sl. birtist grein eftir formann Neytendasamtakanna þar sem vikið er að umfjöllun í síðasta tbl. Neytendablaðsins um hagnað bankanna og fréttatilkynningu Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja af því tilefni. Meira
21. nóvember 2003 | Aðsent efni | 352 orð | 1 mynd

Óheilbrigð umræða um heilbrigðismál

ÞAÐ má með sanni segja að tillögur Samfylkingarinnar um heilbrigðismál, sem lagðar voru fram á landsfundi hennar sem umræðugrundvöllur fyrir betra og skilvirkara heilbrigðiskerfi, hafi vakið athygli. Meira
21. nóvember 2003 | Aðsent efni | 520 orð | 1 mynd

Rammvilltur ráðherra

SÚ LAUSN á vanda sauðfjárbænda, sem birtist í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fara að tillögum þeirrar nefndar sem landbúnaðarráðherra skipaði í málið, leysir engan framtíðarvanda. Það má helst líkja henni við að fleyta skuldum manna yfir ein... Meira
21. nóvember 2003 | Aðsent efni | 485 orð | 1 mynd

Stytting náms til stúdentsprófs - Lenging háskólanáms

Í SKÝRSLU menntamálaráðuneytisins um styttingu námstíma til stúdentsprófs er gerður samanburður á kenndum klukkustundum á málabraut á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum eftir námsgreinum/greinaflokkum (tafla 12). Meira
21. nóvember 2003 | Aðsent efni | 890 orð | 1 mynd

Stærðfræði gömul og ný

AÐ undanförnu hefur nokkuð verið rætt í fjölmiðlum um stærðfræðikennslu og stærðfræðikunnáttu íslenskra grunnskólanema. Það er fagnaðarefni að þeir sem láta sér annt um velferð barna og unglinga tjái sig um nám þeirra og hvernig að því er staðið. Meira
21. nóvember 2003 | Aðsent efni | 677 orð | 2 myndir

Vændi er félagslegt vandamál

Á ALÞINGI hefur verið lagt fram frumvarp til laga sem hefur hlotið heitið "vændisfrumvarpið". Meira

Minningargreinar

21. nóvember 2003 | Minningargreinar | 1630 orð | 1 mynd

ÁGÚSTA OLGA ÞORKELSDÓTTIR

Ágústa Olga Þorkelsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 26. ágúst 1909. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi 14. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorkell Sæmundsson og Oktavía Guðmundsdóttir, þau voru ættuð úr Fljótshlíð. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2003 | Minningargreinar | 2132 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRG HASSING

Guðbjörg Hassing fæddist á Bakka í Geiradal í A-Barðastrandarsýslu 31. ágúst 1905. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. nóvember 2003. Foreldrar hennar voru Sesselja Stefánsdóttir, f. 22. júní 1881, d. 12. júlí 1971, og Jón Hjaltalín Brandsson, f.... Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2003 | Minningargreinar | 844 orð | 1 mynd

SIGURBJÖRG BÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR

Sigurbjörg Bára Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 29. júlí 1960. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 12. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðmundur Sæmundsson, vátryggingamaður í Kópavogi, f. á Seyðisfirði 27. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. nóvember 2003 | Viðskiptafréttir | 349 orð

Lækkun verðtryggðra inn- og útlánsvaxta

LANDSBANKINN, Íslandsbanki og Kaupþing-Búnaðarbanki hafa tilkynnt um lækkun vaxta á verðtryggðum inn- og útlánum í dag. Lækkun vaxta á verðtryggðum útlánum nemur 0,3 prósentustigum hjá öllum bönkunum. Meira
21. nóvember 2003 | Viðskiptafréttir | 448 orð | 1 mynd

Markaðsvirðið tæpir 5 milljarðar

KAUPÞING Búnaðarbanki gerði hinn 19. nóvember sl. kaupréttarsamninga við 62 lykilstarfsmenn samstæðunnar. Umræddir lykilstarfsmenn hafa keypt samtals 23.030.000 hluti í bankanum. Í gær var lokaverð Kaupþings Búnaðarbanka í Kauphöll Íslands 216. Meira

Fastir þættir

21. nóvember 2003 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 21. nóvember, er sextugur Gunnar Valur Jónsson, varðstjóri í hegningarhúsinu Skólavörðustíg 9. Hann og eiginkona hans, Steinunn Jakobína Guðmundsdóttir , verða í París á... Meira
21. nóvember 2003 | Árnað heilla | 43 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 21. nóvember, er 75 ára Halla Margrét Ottósdóttir. Hún dvelst í Sunnuhlíð í Kópavogi. Eiginmaður hennar er Ragnar Sigurðsson . Þau taka á móti vinum og vandamönnum á morgun, laugardaginn 22. Meira
21. nóvember 2003 | Fastir þættir | 257 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Þegar 6 spilum af 128 var ólokið í úrslitaleik Bandaríkjamanna og Ítala um Bermudaskálina var staðan 283-278 Ítölum í vil. Fimm IMPa munur. Spil 123. Suður gefur; enginn á hættu. Meira
21. nóvember 2003 | Fastir þættir | 337 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Hafnarfjarðar Önnur lotan í A-Hansen tvímenningnum var spiluð mánudaginn 17. nóvember. Úrslit það kvöld urðu þannig: N-S riðill: Dröfn Guðmundsd. - Hrund Einarsd. 185 Páll Hjaltason - Sigurður Sigurjónss. 183 Hlöðver Tómass. - Sigurður Tómass. Meira
21. nóvember 2003 | Í dag | 216 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja ,eldri borgara starf. Brids aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Neskirkja. Kóræfing laugardag kl. 11-13. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson, organisti. Uppl. Meira
21. nóvember 2003 | Í dag | 82 orð | 1 mynd

Kirkjustarf

Ensk messa í Hallgrímskirkju Sunnudaginn 23. nóvember nk. kl. 14:00 verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Guðrún Finnbjarnardóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Meira
21. nóvember 2003 | Dagbók | 81 orð

KVÖLDHUGSUN

Nú skógar-beltin blána í aftanmóðu og ber upp hátt sem langar raðir fjalla; hvað vilja þau í hug mér endurkalla, kvöldsólar geislum kysst í veðri góðu? Meira
21. nóvember 2003 | Fastir þættir | 108 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb7 5. a3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. Bd2 Rd7 8. Rxd5 Bxd5 9. Dc2 Hc8 10. e4 Bb7 11. O-O-O Be7 12. Kb1 O-O 13. Bc3 c5 14. d5 exd5 15. exd5 c4 16. h4 He8 17. Be2 Hc5 18. Rg5 Rf8 19. Bf3 Bxg5 20. hxg5 Dxg5 21. Bb4 Hxd5 22. Meira
21. nóvember 2003 | Dagbók | 495 orð

(Sl. 119, 129-130.)

Í dag er föstudagur 21. nóvember, 325. dagur ársins 2003, Maríumessa. Orð dagsins: Reglur þínar eru dásamlegar, þess vegna heldur sál mín þær. Útskýring orðs þíns upplýsir, gjörir fávísa vitra. Meira
21. nóvember 2003 | Fastir þættir | 358 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverja finnst Stöð 2 hafa gert stór mistök með því að færa aðalfréttatíma sinn á sama tíma og kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins. Meira
21. nóvember 2003 | Viðhorf | 776 orð

Það er margt sem gleður

Þá vegsamaði ég einkabílinn á einkar ómálefnalegan hátt. Þetta bendir höfundur lesendabréfsins réttilega á, en hann endar bréf sitt með eftirfarandi orðum: "Og fátt er hollara en að hlaupa á eftir strætisvagni, maður er sætur í strætó, feitur og ljótur í bíl." Meira

Íþróttir

21. nóvember 2003 | Íþróttir | 107 orð

Alþjóðaliðið er yfir

ALÞJÓÐALIÐIÐ hefur eins vinnings forskot á Bandaríkin eftir fyrstu umferð í keppninni um Forsetabikarinn í golfi sem hófst á Fancourt-golfvellinum í George í Suður-Afríku í gær. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 455 orð | 1 mynd

Dansað og sungið á götum í Ríga

ÞAÐ var dansað og sungið á götum Ríga í Lettlandi langt fram á nótt eftir að landslið þjóðarinnar hafði tryggt sér flestum að óvörum sæti í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu í fyrrakvöld með 2:2 jafntefli við Tyrki í Istanbúl eftir að hafa... Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 200 orð

Ekstra Bladet: Spánverjar, takk fyrir!

MARGIR Danir grétu það þurrum tárum þótt Norðmönnum tækist ekki að tryggja sér farseðilinn á Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í fyrrakvöld þegar þeir töpuðu fyrir Spánverjum í síðari leik þjóðanna í Ósló, 3:0. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 333 orð | 1 mynd

Enginn getur bókað sæti í landsliðinu

"VIÐ vissum að þetta yrði erfiður leikur en í ljósi þess að strákarnir okkar eru fæstir að spila og þeir sem komu frá Íslandi hafa ekki spilað síðan í september má segja að þeir hafi komið hingað, séð og sigrað. Með frammistöðu sinni hér sýna þeir öðrum landsliðsmönnum, sem voru ekki með í för, að það getur enginn bókað öruggt sæti í landsliðinu," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari, eftir jafnteflið við Mexíkó í San Francisco, 0:0. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 384 orð | 1 mynd

* HEIÐMAR Felixson og Patrekur Jóhannesson...

* HEIÐMAR Felixson og Patrekur Jóhannesson skoruðu eitt mark hvor þegar Bidasoa tapaði fyrir Caja España Ademar í spænsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Patrekur skoraði mark sitt úr vítakasti. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 347 orð | 1 mynd

Heppnin ekki með mér að þessu sinni

"ÞAÐ var náttúrlega ferlega svekkjandi að ná ekki að skora úr þeim marktækifærum sem ég fékk. Ég er þó mjög ánægður með leikinn - það er frábært að ná að skapa sér þetta mörg færi á móti einu af bestu liðum heims. Því miður féll þetta ekki fyrir mig í dag - heppnin var ekki með mér að þessu sinni," sagði Helgi Sigurðsson, landsliðsmiðherji. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 28 orð

Herrakvöld Víkings Herrakvöld Víkings verður í...

Herrakvöld Víkings Herrakvöld Víkings verður í Víkinni í kvöld, föstudagskvöld, kl. 19.30. Heiðursgestur og ræðumaður kvöldsins er Þórólfur Árnason borgarstjóri og veislustjóri er Sigmundur Ernir Rúnarsson. Jóhannes Kristjánsson... Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 23 orð

Í KVÖLD

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: KA-húsið: KA - Afturelding 20 Selfoss. Selfoss - Stjarnan 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Fyrirtækjabikarkeppni KKÍ, Hópbílabikarinn, undanúrslit í Laugardalshöll: Grindavík - Njarðvík 18.30 Keflavík - Tindastóll 20.15 1. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 197 orð

ÍR-ingar riftu samningi sínum við Reggie Jessie

KÖRFUKNATTLEIKSDEILD ÍR sagði í gærkvöld upp leikmannasamningi við Reggie Jessie, sem leikið hefur með meistaraflokki liðsins það sem af er leiktíðar. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 188 orð

Í samkeppni við skemmtiþáttinn Idol

GUÐJÓN Skúlason, þjálfari meistara Keflavíkur í körfuknattleik, segir að samkeppnin um áhorfendur sé hörð og bendir hann á að hægt sé að taka upp vinsælt sjónvarpsefni sem sýnt sé á sama tíma og leikurinn fer fram. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 229 orð

Kvennalandsliðið mætir Portúgal á Sikiley

ÍSLAND mætir Portúgal í dag í forkeppni Evrópumóts kvennalandsliða í handknattleik en leikið er í borginni Siracusa á ítölsku eyjunni Sikiley. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 207 orð | 1 mynd

Landsbyggðarslagur fjögurra liða í "Höllinni"

"VIÐ teljum okkur eiga ágæta möguleika á því að verja titilinn og saga okkar liðs í keppninni er góð til þessa. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 169 orð

"Aldrei fyllilega ánægður"

"ÉG er ánægður með leikinn, liðið lék vel og þetta var baráttuleikur og það hentar mér ágætlega," sagði Gylfi Einarsson sem stóð sig vel á miðjunni. Hann sagði gaman að vera kominn í landsliðið á nýjan leik. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

"Mjög ánægður"

"ÉG er ánægður með að halda hreinu - þó að það munaði litlu þegar einn þeirra komst einn í gegn en ég náði sem betur fer að verja það," sagði Árni Gautur Arason, markvörður og fyrirliði liðsins eftir leikinn. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 82 orð

Sigmundur til KR-inga

SIGMUNDUR Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður Þróttar í Reykjavík, sem hefur verið á mála hjá hollenska knattspyrnufélaginu Utrecht undanfarið hálft annað ár, er kominn heim og genginn til liðs við Íslandsmeistara KR. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 907 orð | 1 mynd

Sigur á Mexíkó hefði verið sanngjarn

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu gerði í nótt markalaust jafntefli við Mexíkó í vináttulandsleik í San Francisco. Jafnteflið náðist ekki með því að allir leikmenn Íslands lágu í vörn, heldur með vel skipulögðum og öguðum leik, í leik þar sem íslenska liðið fékk fleiri hættuleg marktækifæri og hefði á eðlilegum degi átt að vinna - og það meira en með einu marki. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 97 orð

Sigursteinn með Víkingi eða KR

SIGURSTEINN Gíslason, knattspyrnumaðurinn reyndi úr KR, er með tilboð frá Víkingi um að gerast aðstoðarþjálfari liðsins og leika jafnframt með því í úrvalsdeildinni næsta sumar. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 56 orð

Styrkleikaflokkar EM

EVRÓPUMEISTARAR Frakka, Svíar, Tékkar og heimamennirnir í Portúgal verða í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í fjóra riðla á EM í Portúgal í Lissabon sunnudaginn 30. nóvember. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 142 orð

Tryggvi meiddist á rist í upphitun

TRYGGVI Guðmundson meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Mexíkó og sat því fullklæddur á varamannabekknum. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 160 orð | 1 mynd

* TVEIR leikmenn urðu að hlaupa...

* TVEIR leikmenn urðu að hlaupa beinustu leið í sturtu eftir leikinn og þaðan upp í bíl sem flutti þá út á flugvöll þaðan sem leiðin lá til Chicago og Lundúna . Þetta voru Helgi Kolviðsson og Ólafur Ingi Skúlason . Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 172 orð

Tyrkir sýndu á sér aðra og betri hlið

TYRKNESKIR áhorfendur sýndu á sér nýja og betri hlið en oftast áður þegar flautað var til leiksloka í viðureign Tyrkja og Letta í síðari leik umspils EM í fyrrakvöld. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 247 orð

ÚRSLIT

KNATTSPYRNA Mexíkó - Ísland 0:0 Pacific Bell Park-leikvangurinn í San Francisco, vináttulandsleikur, miðvikudaginn 19. nóvember 2003. Aðstæður: Góðar. Glæsilegur leikvangur, logn og um 14 stiga hiti. Áhorfendur: Um 17.000. Gult spjald: Adolfo Bautista 7. Meira
21. nóvember 2003 | Íþróttir | 388 orð | 1 mynd

* ÞRÁTT fyrir að "aðeins" um...

* ÞRÁTT fyrir að "aðeins" um 17.000 áhorfendur væru á vellinum í San Francisco er Ísland og Mexíkó áttust við - hann tekur ríflega 40. Meira

Úr verinu

21. nóvember 2003 | Úr verinu | 238 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 72 43 65...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 72 43 65 482 31,493 Flök/Steinbítur 364 364 364 198 72,072 Gellur 568 562 565 132 74,616 Grálúða 166 166 166 57 9,462 Gullkarfi 83 25 78 16,984 1,324,236 Hlýri 193 120 179 3,643 653,080 Keila 69 5 36 3,830 137,301 Kinnfiskur... Meira
21. nóvember 2003 | Úr verinu | 189 orð | 1 mynd

Góð veiði en síldin er smá

MJÖG góð síldveiði hefur verið í vikunni og í gær lönduðu Jóna Eðvalds og Steinunn fullfermi hjá Skinney-Þinganesi. Ásgrímur Halldórsson landaði fullfermi í fyrrinótt. Veiðisvæðið er í Kolluál og bæði hefur verið veiði í nót og flotvörpu. Meira
21. nóvember 2003 | Úr verinu | 122 orð

Meira fæst fyrir grásleppuhrognin

ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI grásleppuhrogna frá Íslandi jókst um 39% á fyrstu 9 mánuðum ársins, borið saman við sama tíma síðasta árs, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Meira
21. nóvember 2003 | Úr verinu | 285 orð

Segir EB og Ísland hagnast

NORSKA sjávarútvegsblaðið Fisk eribladet segir Evrópusambandið og Ísland hafa borið mest úr býtum við aukningu þorskkvótans í Barentshafi. Norðmenn og Rússar beri á hinn bóginn skarðan hlut frá borði. Meira

Fólkið

21. nóvember 2003 | Fólkið | 25 orð | 1 mynd

.

... að olnboginn á Hossein Barkhah færi úr liði við að lyfta 157,5 kílóum. Sú varð raunin í 77 kílóa flokki í heimsmeistarakeppninni í... Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 31 orð | 1 mynd

.

... að órangútan yrði meistari í hnefaleikum eftir að hafa unnið sigur á öðrum prímata í sparkhnefaleikum í skemmtigarði í Bangkok. Viðburðurinn er sagður fyrsta og eina hnefaleikakeppni órangútana í... Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 33 orð | 1 mynd

.

... að Britney Spears væri stjarna. Við vissum það reyndar alveg, en nú er það formlega staðfest. Búið er að veita henni sess á himnahvelfingunni. Hún varð 2.242 stjarnan í stjörnugangstéttinni í... Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 21 orð | 1 mynd

.

... að leikkonan Nicole Kidman fengi American Cinamatheque-verðlaunin fyrir framlag sitt til kvikmynda, en viðburðinum verður sjónvarpað í Bandaríkjunum 1.... Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 40 orð | 1 mynd

.

... að breski listamaðurinn Mark McGowan myndi baða sig í bökuðum baunum, vefja pylsum á höfuðið á sér og troða kartöflum upp í nasirnar. Hann verður í 100 tíma baði í House Gallery í London til stuðnings hefðbundnum breskum... Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 43 orð | 1 mynd

.

... að Indverji myndi setja heimsmet með því að gleypa 200 orma á 20,22 sekúndum og slá þannig fyrra met, sem var 94 ormar á 30 sekúndum. Til þess að sýna hversu verðugur heimsmethafi hann er, þá dró hann líka snák gegnum... Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 409 orð | 4 myndir

40. ártíð Kennedys

Á morgun eru liðin fjörutíu ár frá því John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var myrtur í Dallas í Texas. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 1189 orð | 4 myndir

999 leikarar

Stórmyndin Herra Alheimur hefur vakið hrifningu víða um heim. Mestar umræður hafa spunnist um þann mikla fjölda leikara sem kemur við sögu, enda allmargir þeirra að stíga í vænginn við Þalíu í fyrsta sinn, þótt þeir séu allþekktir á öðrum vettvangi. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 154 orð

Bjarni Friðriksson hefur starfað á Gauknum...

Bjarni Friðriksson hefur starfað á Gauknum í ein 17-18 ár, lengst af sem hljóðmaður þótt hann hafi líka verið kokkur og ber hann staðnum góða söguna. "99% af sögum sem tengjast Gauknum eru ekki prenthæfar. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 143 orð | 2 myndir

Flagð undir skorpnu skinni

Alex (Ben Stiller) og Nancy (Drew Barrymore) eru ungt par í uppsveiflu í New York. Þau finna draumahúsið í Brooklyn. Eini gallinn er sá að á efri hæðinni býr frú Connelly (Eileen Essel). Kerlan á eftir að velgja nýju eigendunum undir uggum í Tvíbýlinu (Duplex), biksvartri gamanmynd gerðri af Danny DeVito, sem hefur göngu sína í Smárabíói og Regnboganum. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 532 orð | 1 mynd

Flott eldfjallafólk

Þeir sem eru orðnir þreyttir á kráarstemningu og litlum dansgólfum ættu að hugleiða að kíkja á NASA á laugardagskvöldið. Þá verður haldið klúbbakvöld á vegum Frozt þar sem Danir og Íslendingar djamma saman. Af þessu tilefni tekur NASA á sig nýja mynd. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 62 orð

Forsíða

Þorkell Þorkelsson ljósmyndari tók forsíðumyndina af manni sem tefldi hraðskák við sjálfan sig á eyjunni milli akreina á Kringlumýrarbrautinni í vikunni. Umræddur maður færði sig á milli sæta eftir því hvor átti leik, svartur eða hvítur. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 311 orð | 1 mynd

Galdrar í Hong Kong

Í hasarmyndinni Medallion, eða Heillagrip, leikur Jackie Chan lögregluþjóninn Eddie, samviskusaman lögregluþjón í Hong Kong. Dularfullur heiðurspeningur færir honum hraða, vit og krafta, sem hann notar gegn glæpaklíku Snáksins (Julian Sands). Leikstjóri er Gordon Chan og myndin frumsýnd í Smárabíói um helgina. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 264 orð

*http://sivar.

*http://sivar.blogspot.com/ "Sivar auglýsir eftir maka. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 115 orð

Keðjusagan

Guðmundur hugði að uppkastinu. Hann hugsaði með sér að það væri ekkert gott að vera með neitt hálfkák, bara ganga beint til verks. Ef maður ætlaði að vera með einhver vandamál, þá gæti maður allt eins gleymt þessu. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 774 orð | 1 mynd

Listin & listin

Í fljótu bragði gæti fólk gert þau mistök að halda að það sé ekki mikið sameiginlegt með kvikmyndagerð og myndlist. En leikstjórinn Bradley Rust Grey veit betur því í mynd hans Salt, sem tekin er til sýninga í dag, er íslenskt listafólk í aðalhlutverkum og leikstjórinn sjálfur hefur m.a.s. stundað listnám á Íslandi. Hann hefur lýst myndinni sem eins konar vestra en hún er gerð í dogma/heimildarmyndastíl. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 185 orð | 5 myndir

Litríkir aukaleikarar Aukaleikarahópur Duplex er einstaklega...

Litríkir aukaleikarar Aukaleikarahópur Duplex er einstaklega safaríkur. Sérstæða kímnigáfu þarf til að smala jafn mislitum hópi saman í eina bíómynd: Harvey Fierstein Toppurinn: Mrs Doubtfire ('93) . Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 287 orð | 4 myndir

Loftið hrundi og glös brotin

Gaukur á Stöng er sá veitingastaður í Reykjavík sem hefur hvað mest sinnt lifandi tónlist síðustu árin, ekki síst rokki og poppi og í seinni tíð einnig hipphoppi og raftónlist. Staðurinn varð tvítugur í vikunni og fagnar afmælinu þessa dagana. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 257 orð | 1 mynd

Mjög frjálst

Það er helst á Skotlandi sem karlmenn eru þekktir fyrir að klæðast pilsum. Þó eru undantekningar á því en 16 ára MH-ingur, Kjartan Þór Birgisson, fer að dæmi nágranna okkar. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 496 orð | 6 myndir

Morð og minningar

Í æsku voru Jimmy (Sean Penn), Dave (Tim Robbins) og Sean (Kevin Bacon) bestu vinir í verkamannahverfi í Boston. Þangað til Dave var neyddur í bílferð sem breytti lífi þeirra allra. 25 árum síðar liggja leiðir þeirra saman á ný. Aftur gerist atburður sem markar örlög þeirra um aldur og ævi. Clint Eastwood leikstýrir Dulá - Mystic River og Laurence Fishburne, Marcia Gay Harden og Laura Linney eru í aukaleikarahópnum. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 492 orð | 1 mynd

Palm gengur aftur

Sú var tíðin að Palm var málið, svo gott sem allar lófatölvur í heimi voru Palm-tölvur. Öðrum framleiðendum tókst ekki að skáka Palm og hafði þær afleiðingar, eins og alltaf, að Palm-menn urðu værukærir, þóttust þeir hafa lófatölvuheiminn í hendi sér. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 390 orð | 4 myndir

Skórnir skapa manninn

Vængjahurð: Gekk inn um vængjahurð Elísabetar Jökulsdóttur og leystist upp í fiðrildi. Hugdjörf viðleitni að finna funheitum losta farveg í fornmálinu. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 385 orð | 1 mynd

Teflt af lífi, sál og líkama

Skák er íþrótt hugans í augum flestra, þótt sumir vilji stunda hana fáklæddari en aðrir og leggja þannig áherslu á líkamsbyggingu sína. Sigurður Daði Sigfússon, FIDE-meistari og kennari í Skákskóla Íslands, er ekki í þeim hópi. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 171 orð | 2 myndir

Turninn á heimsenda

Stephen King er einn vinsælasti rithöfundur heims. Hann er að sama skapi afkastamikill, hefur sent frá sér 55 bækur frá því sú fyrsta kom út fyrir tæpum þrjátíu árum og hafa fjölmargar bókanna verið kvikmyndaðar eða orðið að sjónvarpsþáttum. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 45 orð | 4 myndir

Undarlegur saltur réttur

Árni Torfason ljósmyndari fór á afmælistónleika X-ins á Nasa á þriðjudagskvöld. Hann lagði þrjár spurningar fyrir þá sem hann hitti og sýnir okkur hér hvernig tónleikarnir voru frá sjónarhóli þeirra. 1. Hvað sérðu á kvöldi sem þessu? 2. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 433 orð | 6 myndir

Útgáfan - BÆKUR - GEISLAPLÖTUR - TÖLVULEIKIR

Bækur Lemony Snicket - The Slippery Slope Senn líður að lokum bókaflokksins sem segir frá hörmulegum örlögum Baudelaire-systkinanna sem lenda í sífelldum hremmingum eftir að foreldrar þeirra farast á sviplegan hátt. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 660 orð | 2 myndir

Vanþekking á útkjálka

"Vanþekking er undirstaða aðdáunar," sagði stjörnudýrkandinn. Sumsé, því minna sem við vitum um eitthvað eða einhvern þeim mun meira dáumst við að eða metum viðkomandi. Sé þetta rétt kemur það sér vel fyrir íslenska kvikmyndaáhugamenn því af 40 merkilegustu leikstjórum samtímans, samkvæmt niðurstöðu gagnrýnenda breska blaðsins The Guardian, þekkjum við lítið sem ekkert til allt að helmingsins. Meira
21. nóvember 2003 | Fólkið | 439 orð | 1 mynd

Var beðin um lokk

Það fara ekki allir í langbrókina hennar Hallgerðar Höskuldsdóttur, einnar umdeildustu persónu Íslendingasagnanna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.