Greinar fimmtudaginn 26. febrúar 2004

Forsíða

26. febrúar 2004 | Forsíða | 129 orð | 1 mynd

Bannar skegg og sítt hár

FORSETI Túrkmenistans, Saparmurat Niyazov, hefur gefið út tilskipun sem bannar ungum, túrkmenskum karlmönnum að safna skeggi eða vera með sítt hár, að því er fram kom á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC , í gær. Meira
26. febrúar 2004 | Forsíða | 204 orð

Frakkar hvetja til friðargæslu á Haítí

FRANSKA stjórnin hvatti í gær til þess að friðargæslulið yrði sent þegar í stað til Haítí þar sem uppreisnarmenn reyna að steypa Jean-Bertrand Aristide forseta af stóli og hafa þegar náð helmingi landsins á sitt vald. Meira
26. febrúar 2004 | Forsíða | 107 orð

Ísraelar ætla að stytta múrinn

STJÓRNVÖLD í Ísrael ætla að breyta áformum sínum um aðskilnaðarmúr umhverfis heimastjórnarsvæði Palestínumanna þannig að hann verði 80 km styttri en ráðgert var. Meira
26. febrúar 2004 | Forsíða | 83 orð | 1 mynd

Kötturinn sleginn úr tunnunni

Það gekk mikið á þegar haldin var öskudagshátíð í íþróttahúsi Víkings í Víkinni í gær. Þar mátti sjá börn sem höfðu klætt sig í ýmis gervi í tilefni öskudagsins og spreyttu þau sig meðal annars á því að slá köttinn úr tunnunni. Meira
26. febrúar 2004 | Forsíða | 103 orð

Landsbankinn og Burðarás selja hluti sína í Íslandsbanka

NÆR 14% hlutafjár í Íslandsbanka hafa skipt um hendur í tvennum stórum viðskiptum upp á samtals 12,5 milljarða króna. Meira
26. febrúar 2004 | Forsíða | 188 orð | 1 mynd

Þorskurinn vex mishratt

VERULEGUR munur getur verið á vaxtarhraða þorsks við Ísland, jafnvel þó um sé að ræða þorsk af samliggjandi svæðum, samkvæmt rannsókn sem gerð var á vexti og kynþroska þorsks á á þremur samliggjandi hrygningarsvæðum við Suðvesturland. Meira

Baksíða

26. febrúar 2004 | Baksíða | 75 orð

Er til skoðunar

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir að það sé til skoðunar innan umhverfisráðuneytisins hvernig brugðist verði við því ef sveitarfélög verði ekki búin að ganga frá frárennslismálum fyrir árslok 2005. Ákvarðanir liggi ekki fyrir en m.a. Meira
26. febrúar 2004 | Baksíða | 58 orð | 1 mynd

Goskenndur gufustrókur

Ef ekki sæist í borholuvegginn lengst til hægri mætti halda að maðurinn á myndinni stæði undir eldspúandi gosmekki frá Heklu. Meira
26. febrúar 2004 | Baksíða | 668 orð | 1 mynd

Kjúklingur á lækkuðu verði

Kjúklingur í ýmsum myndum er víða á tilboðsverði um helgina. Einnig er afsláttur af súpukjöti, lambakjöti, laxi og grísakjöti, svo fleiri dæmi séu tekin. Meira
26. febrúar 2004 | Baksíða | 110 orð

Kjötvörur, jógúrt og mjólk

Um helgina má finna lækkað verð á mjólkurvörum í Bónus , sem gefur afslátt af mjólk og léttmjólk, og 11-11 sem er með tilboð á drykkjarjógúrti. Blómkál er á lækkuðu verði í Fjarðarkaupum og epli í Nettó . Meira
26. febrúar 2004 | Baksíða | 276 orð

Óvíst hvort sveitarfélögin nái að standast kröfur

Í SKÝRSLU Umhverfisstofnunar um stöðu skólphreinsunar á Íslandi segir að allt að 80% sveitarfélaga séu vart byrjuð á úrbótum í skólphreinsun. Meira
26. febrúar 2004 | Baksíða | 138 orð

Stjórnendur eignast 10%

SAUTJÁN stjórnendur Flugleiða, þar með talið forstjóri félagsins, hafa gert samning við stærsta hluthafann, Oddaflug, um að kaupa af honum 6,3% hlut í félaginu. Fyrir eiga stjórnendurnir 3,6% í félaginu og eftir kaupin verður hlutur þeirra tæplega 10%. Meira
26. febrúar 2004 | Baksíða | 188 orð

Verða færðir á annað svæði

LIÐSMENN alþjóðlegu rústabjörgunarsveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófu ekki leit í gærkvöldi þegar þeir komu í marokkósku borgina Al Hoceima. Sveitin verður send á annað svæði í dag. Meira
26. febrúar 2004 | Baksíða | 124 orð | 1 mynd

Verslanir og reglur um skilarétt

NEYTENDASAMTÖKIN telja sérstaka ástæðu til þess að hvetja neytendur til þess að gera innkaup sín hjá þeim verslunum sem tekið hafa upp leiðbeinandi verklagsreglur um skilarétt. Meira
26. febrúar 2004 | Baksíða | 228 orð

Yfir 100 manns fá sýklalyf

BAKTERÍA af gerðinni meningókokkar B, sem getur m.a. valdið heilahimnubólgu, hefur greinst í einu barni í leikskóla í Hafnarfirði og grunur leikur á sýkingu hjá öðru barni í sama skóla. Meira
26. febrúar 2004 | Baksíða | 482 orð | 1 mynd

Þurfum að líta á fituskatt með opnum huga

Breska ríkisstjórnin íhugar "fituskatt" á óhollan mat, vegna vaxandi offitu meðal þjóðarinnar. Laufey Steingrímsdóttir segir slíka ráðstöfun "eitthvað sem við þurfum að líta á með opnum huga". Meira

Fréttir

26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

14-51% hækkun á meðalverði grænmetis

MEÐALVERÐ á mörgum grænmetistegundum hefur hækkað um 14-51% frá febrúar 2003 til febrúar 2004, samkvæmt nýrri samantekt Samkeppnisstofnunar á mánaðarlegum verðkönnunum í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 240 orð

70 manns á stofnfundi Cruise Iceland

RÚMLEGA 70 manns mættu á fyrsta fund Cruise Iceland-samtakanna sem haldinn var á Hótel Sögu 20. febrúar sl. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 29 orð

80.

80. ársþing UMSK verður haldið hjá HK í Íþróttamiðstöðinni Digranesi fimmtudaginn 26. febrúar kl. 18. Á dagskrá eru m.a. umræður um Landsmót UMFÍ 2007 sem fram fer í... Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 206 orð

Aco Tæknival dæmt til að greiða forstjóra 28 milljónir

ACO Tæknival hefur verið dæmt til að greiða Bjarna Þorvarði Ákasyni, fyrrum framkvæmdastjóra Aco, 28 milljónir króna með dráttarvöxtum frá 28. mars 2003. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 560 orð | 2 myndir

Af Öldugötunni í Hamrahlíðina

STARFSEMI augnlæknastöðvarinnar við Öldugötuna hefur nú verið flutt að Hamrahlíð 17 í um 400 fermetra aðstöðu á annarri hæð í húsi Blindrafélagsins. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 131 orð

ASÍ höfðar mál gegn Tryggingastofnun

ASÍ hefur ákveðið að höfða mál gegn Tryggingastofnun ríkisins vegna Fæðingarorlofssjóðs. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 107 orð

Áhyggjur af niðurskurði hjá héraðsdómi

FÉLAG lögfræðinga á Vestfjörðum hefur áhyggjur af niðurskurði fjárveitinga til Héraðsdóms Vestfjarða og segir að hann muni auka álag á dómara og koma til með að tefja afgreiðslu mála, en ný mál við dómstólinn hafi aldrei verið fleiri en á nýliðnu ári. Meira
26. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 499 orð | 1 mynd

Bandaríkjaher skiptir um mannafla í Írak

YFIRVOFANDI liðsflutningar á vegum Bandaríkjahers í Írak og í Afganistan eru þeir umfangsmestu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Barist undir körfunni

Það er að jafnaði hart barist í körfuboltaleikjum við Austurbæjarskóla. Þessir strákar notuðu frímínúturnar til að taka einn leik. Engum sögum fer af því hvernig leikar fóru, en greinilegt er af tilburðunum að þeir félagar hafa náð góðum tökum á... Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Björgunarsveitin fékk nýjan bíl

BJÖRGUNARSVEITIN Tindur í Ólafsfirði fékk nýverið nýjan bíl í flota sinn, en fyrir á sveitin öflugan jeppa. Það kom hins vegar berlega í ljós í snjóðflóðunum í janúar að sá bíll hefur annmarka og í raun nauðsyn við slíkar aðstæður að eiga tvo bíla. Meira
26. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 708 orð | 1 mynd

Blaðaútgáfa blómstrar í Írak

Í ARABARÍKJUNUM eru alls staðar gefin út dagblöð sem lýsa má sem málgögnum stjórnvalda. Svoleiðis var það líka í Írak í valdatíð Saddams Husseins. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 96 orð | 2 myndir

Breytingar á viðskiptaritstjórn Morgunblaðsins

Guðrún Hálfdánardóttir, sem verið hefur fréttastjóri viðskiptafrétta á Morgunblaðinu frá árinu 1998, lætur af störfum hjá Morgunblaðinu í dag. Guðrún mun hefja störf hjá Pharmaco hf. 11. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð

Brugðust ekki við athugasemdum Vinnueftirlitsins

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sektað tvo atvinnurekendur og verkstjóra um 750. Meira
26. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 467 orð | 2 myndir

Deyr arameískan út?

ARAMEÍSKA, hið forna tungumál sem Jesú Kristur talaði, heyrist lítið nú til dags. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 344 orð | 2 myndir

Efnalítið fólk getur ekki leyst út lyfin

JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði á Alþingi í gær að það væri rétt hjá Rúnari Vilhjálmssyni, prófessor við Háskóla Íslands, að kostnaðarhlutdeild sjúklinga í sjúkratryggingum hefði aukist á sl. fimmtán árum. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 660 orð | 1 mynd

Eiga að hvetja menn til dáða

Áslaug Helgadóttir fæddist í Reykjavík 17. júlí 1953. Lauk BS-prófi í landbúnaðarvísindum frá Manitobaháskóla 1976 og doktorsprófi í hagnýtri grasafræði með erfðavistfræði sem sérgrein 1982. Hefur starfað við Rannsóknastofnun landbúnaðarins frá námslokum. Sviðsstjóri jarðræktarsviðs frá 1991 og aðstoðarforstjóri frá 2001. Maki er Nikulás Hall, eðlisfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, og eiga þau fjögur börn. Áslaug hlaut Hvatningarverðlaun Rannís 1990. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 184 orð

Ein af hverjum fjórum konum ánægð

KARLAR í stjórnarráði Íslands eru yfirleitt ánægðari með stöðu jafnréttismála en konur og telja að markvissar sé unnið að því að jafna stöðu kynjanna. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Einhugur um sjálfstæði skipti miklu

EINHUGUR þjóðarinnar um sjálfstæði er það sem helst skilur að sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. og fram á 20. öld og þá baráttu sem Færeyingar hafa átt í undanfarnar aldir vegna sjálfstæðis eyjanna. Meira
26. febrúar 2004 | Suðurnes | 41 orð

Ekið á sandhaug | Bifreið var...

Ekið á sandhaug | Bifreið var ekið á sandhaug á götunni Heiðarhorni í Keflavík að morgni þriðjudags. Sandhaugurinn skagaði rúma fjóra metra út í götuna sem er átta og hálfur metri að breidd. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 301 orð

Ekki lagaheimild fyrir banni á jurtaefni

LYFJASTOFNUN og heilbrigðisráðuneytið höfðu ekki lagaheimild til að synja beiðni fyrirtækis um innflutning á jurtaefni. Byggðist niðurstaða Lyfjastofnunar á því áliti ríkislögreglustjóra að efnið væri áfengi og félli því undir áfengislöggjöfina. Meira
26. febrúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 187 orð

Eldað með Elvis

LEIKSÝNINGIN Eldað með Elvis sem gengið hefur fyrir fullu húsi í Loftkastalanum er nú væntanleg til Akureyrar. Frumsýning á Akureyri verður föstudaginn 2. apríl. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 92 orð

Endur og skalli

Steingrímur Sigfússon orti um í þingveislu að Halldór Blöndal vildi friða endur: Honum drottinn gáfur gaf, góðan munn og styrk til handanna. Halldór Blöndal héðan af mun heita faðir andanna. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 156 orð

Fengu viðvörun

GRUNUR lék á að leiguskip á vegum Eimskips hefði misst olíu í Straumsvíkurhöfn í gærmorgun. Lögreglan í Hafnarfirði segir að áhöfn skipsins beri af sér sakir, en búið sé að taka skýrslu af áhöfn skipsins og vitnum. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 137 orð

Félag einstæðra foreldra kaupir tíu íbúðir á árinu

FÉLAG einstæðra foreldra hyggst kaupa tíu íbúðir til útleigu fyrir félagsmenn sína á þessu ári og áætlar að kaupa 7-8 á því næsta. Félagið fékk 100 milljónir króna í lán frá Íbúðalánasjóði til að fjármagna kaupin. Meira
26. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 216 orð

Flugumferðarstjóri myrtur

DANSKUR flugumferðarstjóri, sem var á vakt þegar rússnesk farþegaþota og flutningaflugvél skullu saman yfir Sviss árið 2002, var stunginn til bana á heimili sínu í bænum Kloten í Sviss í gær. Hinn myrti var 36 ára gamall og búsettur í Sviss. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Full ástæða til að grípa til viðeigandi ráðstafana

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra vakti, í upphafi þingfundar á Alþingi í gær, athygli þingheims á þeim alvarlegu dýrasjúkdómum sem hafa gert vart við sig víðsvegar um heim á undanförnum vikum og misserum. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Færir Landsbjörg GPRS-farsíma

NÝLEGA afhenti Síminn svæðisstjórn björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu tvo GPRS-farsíma að gjöf. Meira
26. febrúar 2004 | Miðopna | 1953 orð | 1 mynd

Geirsgatan betur sett í stokk

Sérfræðingar á sviði hönnunar- og skipulagsmála telja flestir að Geirsgötu sé betur borgið í stokk en ofanjarðar. Kristján Geir Pétursson komst að því í spjalli við nokkra þeirra að einkaframtakið og opinbert skipulag geta vel farið saman. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 64 orð

Gæsluvarðhald yfir Litháanum staðfest

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Litháanum Tomas Malakauskas, einum mannanna þriggja sem hnepptir voru í varðhald vegna líkfundarins í Neskaupstað. Meira
26. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 91 orð

Hámarkshraði 30 km í Helsinki

ÖKUMENN í Helsinki, höfuðborg Finnlands, geta framvegis gleymt öllu um þriðja, fjórða og fimmta gírinn á bílum sínum þegar þeir eru innan borgarmarkanna. Hér eftir mega þeir aðeins aka þar á 30 km hraða. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 97 orð

Heilsudagbók

Skinney-Þinganes hefur gefið öllu starfsfólki sínu svonefnda Heilsudagbók ásamt viku í líkamsrækt í Sporthöllinni á Höfn í Hornafirði, skv. frétt á vefnum horn.is. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

HÉÐAN OG ÞAÐAN -

Vilja endurbyggja birgðastöðina | Olíudreifing ehf. og Skeljungur hf. vilja ekki flytja olíubirgðastöð félaganna niður á Suðurtanga á Ísafirði heldur endurbyggja núverandi olíubirgðastöð við Suðurgötu. Meira
26. febrúar 2004 | Austurland | 101 orð

Hröpuðu | Tveir starfsmenn Rarik hröpuðu...

Hröpuðu | Tveir starfsmenn Rarik hröpuðu í fyrradag til jarðar þegar festing á körfu sem þeir unnu í gaf sig. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 308 orð

Hæstiréttur hafnaði endurupptöku Pressumálsins

HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað beiðni um endurupptöku máls þar sem blaðamennirnir Kristján Þorvaldsson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir voru dæmd til greiðslu miska- og skaðabóta vegna umfjöllunar um vafasöm málverk og viðskiptahætti Gallerís Borgar í vikublaðinu... Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 314 orð

Innflutningur á hráum afurðum alifugla bannaður

LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur bannað innflutning á alifuglum frá Bandaríkjunum vegna hænsnapestar og gildir bannið í einn mánuð frá síðastliðnum þriðjudegi, eða til 23. mars næstkomandi. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 153 orð

Inngangsorð bókarútgefanda

"Uppreisn frjálshyggjunnar - ekki nema það þó. Er ekki nóg, að öll möguleg samtök, þjóðir og þjóðflokkar geri uppreisnir? Þarf frjálshyggjan nú að feta slóð uppreisnarmanna? Meira
26. febrúar 2004 | Landsbyggðin | 130 orð

Íbúaþing og menntaráðstefna

Þorlákshöfn | Mikið verður um að vera í Þorlákshöfn um næstu helgi. Á föstudag verður grunnskólinn með menntaráðstefnu þar sem margir góðir fyrirlestrar verða. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Keppendur um 1.100 á Goðamótum á Akureyri

Flautað verður til leiks á árlegu Goðamóti Þórs á Akureyri næsta föstudag, 27. febrúar, þegar leikmenn 3., 4. og 5. flokks stúlkna víðs vegar að af landinu koma saman í Boganum, knattspyrnuhúsinu við Hamar, félagsheimili Þórs í Glerárhverfi. Meira
26. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 313 orð | 2 myndir

Kerry sigraði í þremur ríkjum

JOHN Kerry, öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts, sigraði örugglega í forkosningum og á kjörfundum í Utah, Hawaii og Idaho í fyrradag. Meira
26. febrúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 23 orð

KK í Vélsmiðjunni | Tónleikar með...

KK í Vélsmiðjunni | Tónleikar með KK verða á veitingastaðnum Vélsmiðjunni í kvöld. Þeir hefjast kl. 21.30 en húsið verður opnað kl.... Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 118 orð

Kynnisferð til Brussel | Um 110...

Kynnisferð til Brussel | Um 110 manna hópur frá Háskólanum í Reykjavík er nú í vikulangri kynnisferð til Brussel. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Landsbankinn gefur golfsett í afmælisgjöf

Í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá því Landsbankinn og undanfari hans Samvinnubankinn stofnuðu útibú í Grundarfirði var viðskiptavinum boðið í kaffi og marsipantertu sl. föstudag. Meira
26. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Leita enn að fórnarlömbum

Vegfarandi í borginni Im Zourem í norðaustanverðu Marokkó á leið framhjá hálfhrundu húsi. Meira
26. febrúar 2004 | Austurland | 127 orð

Læknisþjónusta | Í fréttum mbl.

Læknisþjónusta | Í fréttum mbl.is af vinnuslysi við Kárahnjúkavirkjun 19. febrúar, þegar starfsmaður í göngum rifbeinsbrotnaði og marðist í grjóthruni, var frá því greint að hvorki væri læknir né hjúkrunarfólk tiltækt á virkjunarsvæðinu. Meira
26. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Málflutningi saksóknara lokið

SAKSÓKNARAR í réttarhöldunum yfir Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi, luku í gær málflutningi sínum, þrátt fyrir að þeir eigi skv. áætlunum enn eftir tvo daga til að kalla fyrir vitni. Meira
26. febrúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Málþing um Gásir | Málþing um...

Málþing um Gásir | Málþing um miðaldaverslunarstaðinn Gásir við Eyjafjörð verður haldið í Háskólanum á Akureyri á laugardag, 28. febrúar. Meira
26. febrúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 65 orð | 1 mynd

Mánafoss í viðgerð í Slippnum

VARÐSKIPIÐ Týr kom með Mánafoss, flutningaskip Eimskipafélagsins, í togi til Akureyrar seinni partinn í gær, en skipið verður tekið til viðgerðar í Slippstöðinni í dag. Mánafoss tók niðri við brottför frá Vestmannaeyjum í síðustu viku og urðu m.a. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 84 orð

Má raflýsa Gullfoss?

Má raflýsa Gullfoss? Landvernd og Bláskógabyggð boða til hádegisfundar á Hótel Borg föstudag 27. febrúar kl. 12-13 til að ræða hugmyndir sem fram hafa komið um raflýsingu á Gullfossi. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 92 orð

Miðar hægt í viðræðum sjómanna

HÆGT miðar í viðræðum sjómanna og útvegsmanna hjá ríkissáttasemjara, að sögn Sævars Gunnarssonar, formanns Sjómannasambands Íslands. Fundur var haldinn í gær án þess að nýr væri boðaður. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 59 orð

Mikið um innbrot í bíla

MIKIÐ var um innbrot í bíla í Teiga- og Túnahverfi í Reykjavík í fyrrinótt. Alls var brotist inn í, eða gerð tilraun til að brjótast inn í, sex bifreiðir í hverfunum tveimur einhvern tímann eftir miðnættið. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Móðuharðindi af mannavöldum

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra lagði blómsveig að minnisvarða um fórnarlömb hungursneyðarinnar í Úkraínu á árunum 1932-33 í gærmorgun, en þriggja daga opinberri heimsókn hans til landsins lauk um hádegisbil í gær. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 315 orð

Námskeiðið Frá trú til trúar -...

Námskeiðið Frá trú til trúar - yfirlit yfir trúarbrögð heimsins hefst 2. mars nk. hjá Háskóla Íslands. Meira
26. febrúar 2004 | Austurland | 183 orð | 1 mynd

Niðurskurður á skjön við raunveruleikann

Egilsstaðir | Læknaráð Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA hefur sent eftirfarandi ályktun til Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra: "Vegna þenslu í þjóðfélaginu hafa yfirvöld ákveðið að skera niður í heilbrigðisþjónustu á... Meira
26. febrúar 2004 | Landsbyggðin | 233 orð | 1 mynd

Nýtt mjalta- og fóðurkerfi kynnt bændum

Selfoss | Í nýjum mjaltabás á bænum Skeiðháholti hjá þeim Jóni Vilmundarsyni og Helgu Þórisdóttur er hægt að mjólka 14 kýr í einu. Þau eru einnig með þrjá sjálfvirka fóðurbása í fjósinu en þeir tengjast kerfinu sem stýrir mjaltavélunum. Meira
26. febrúar 2004 | Miðopna | 326 orð

Opnar á marga möguleika

"ÉG fagna því sérstaklega að eftir langvarandi stöðnun í skipulags- og byggingarmálum miðborgarinnar skuli loksins koma fram skipulagstillögur bæði frá borgaryfirvöldum og áhugasömum aðilum utan borgarkerfisins," segir Vilhjálmur Þ. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 372 orð

Óvíst með afdrif lyfjaverksmiðju í húsinu

RÚGBRAUÐSGERÐIN svokallaða við Borgartún 6 í Reykjavík er nú til sölu hjá Ríkiskaupum en Delta hf. hefur undanfarin ár leigt stóran hluta hússins undir lyfjaverksmiðju og þróunarstarfsemi. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Pínulítill hnísukálfur

Skagaströnd | Hann er ekki stór hnísukálfurinn sem fannst inni í móður sinni, sem drukknaði í þorskaneti í Húnaflóa, þó hann sé fullskapaður. Lyklakippan við hlið hans gefur stærðina til... Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 286 orð

"Myndi hugsa mig vel um áður en ég segði nei"

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra lét þau ummæli falla í Pressukvöldi, þætti Sjónvarpsins, í gærkvöldi að það kæmi vel til greina hjá sér að breyta til í haust og hann myndi hugsa sig vel um áður en hann segði nei við því að fara í utanríkisráðuneytið. Meira
26. febrúar 2004 | Austurland | 208 orð

Ráðhúsið | Um nokkra hríð hefur...

Ráðhúsið | Um nokkra hríð hefur verið í athugun hjá bæjarstjórn Austur-Héraðs að flytja bæjarskrifstofur sínar úr óhentugu húsnæði í iðngörðum við Lyngás í betra húsnæði. Meira
26. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Ránfiskur ógnar vistkerfinu

RÁNFISKUR, sem Norðmenn kalla Kanadareyði eða Kanadableikju, er farinn að ógna vistkerfinu í norskum vötnum. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 135 orð

Réðst á húsvörðinn

PILTUR um tvítugt, sem staðinn var að verki í Verslunarskóla Íslands í fyrradag við það að reyna að stela myndvarpa, var handtekinn í gær. Húsvörður í skólanum stóð hann að verki og við það réðst pilturinn á manninn. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 296 orð

Réttindakennurum fjölgar og réttindalausum fækkar

KENNURUM með kennsluréttindi fjölgaði um 107 í fyrra, eða 2,8%, frá fyrra ári. Kennurum án kennsluréttinda fækkaði um 61 frá árinu áður, eða um 6,6%. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 186 orð

RÚV á ekki að keppa í innkaupum á erlendri afþreyingu

MAGNÚS Ragnarsson, framkvæmdastjóri SkjásEins, segir að sjónvarpsstöðin hafi ætíð boðið upp á mikið af innlendri dagskrárgerð og efni hafi verið keypt af framleiðendum utanhúss. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 54 orð

Rændi verslun

KARLMAÐUR óð inn í verslun 10-11 í Arnarbakka í Breiðholti í gærkvöldi og ógnaði starfsmanni. Hann hafði óverulega fjárhæð með sér á brott að sögn lögreglu en starfsmanninn sakaði ekki. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 441 orð

Rökin nálægð við HÍ og húsnæðið við Hringbraut

TVÆR meginástæður eru fyrir því að það var talinn betri kostur að byggja Landspítala - háskólasjúkrahús upp við Hringbraut, en ekki í Fossvogi, að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra tækni og eigna LSH. Meira
26. febrúar 2004 | Landsbyggðin | 353 orð | 1 mynd

Samþykkir breytingar á tækni- og umhverfissviði

Akranes | Á bæjarstjórnarfundi hinn 24. febrúar sl. samþykkti bæjarstjórn Akraness samhljóða með 9 atkvæðum ýmsar breytingar á tækni- og umhverfissviði. Meira
26. febrúar 2004 | Miðopna | 250 orð | 1 mynd

Skilnaðartíðni hér í lægri kantinum

SKILNAÐIR eru algengari í stærstu löndunum í kringum okkur en hér á landi, ef skoðaðar eru hagtölur um giftingar og lögskilnaði á Norðurlöndunum á árunum 1990-2002, frá Hagstofu Íslands. Meira
26. febrúar 2004 | Miðopna | 353 orð

Skuldaklafi meginorsök skilnaða

SVALA Thorlacius hæstaréttarlögmaður segir engan vafa leika á því að skilnuðum hafi farið fjölgandi síðustu ár. Hún segir færast í aukana að ungt fólk sæki um skilnað og telur hún að mikill skuldaklafi sé vaxandi þáttur í fjölgun skilnaða. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 191 orð | 2 myndir

Slegið á létta strengi á Heimisblóti

LÉTTUR andi sveif yfir vötnum á Broadway í Reykjavík um síðustu helgi þegar Karlakórinn Heimir efndi til þorrablóts þar sem skagfirskt hráefni var haft í hávegum. Meira
26. febrúar 2004 | Austurland | 71 orð | 1 mynd

Stíflan | Nú eru komnir ríflega...

Stíflan | Nú eru komnir ríflega þrjú hundruð þúsund rúmmetrar af fyllingarefni í Kárahnjúkastíflu. Þar af fóru tíu þúsund rúmmetrar af efni í stífluna í síðustu viku. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 186 orð | 9 myndir

Sungið, trallað og dansað í furðufötum

ÖSKUDEGINUM var fagnað á öllum landshornum í gær og léku bæði börn og fullorðnir við hvern sinn fingur, því hefð er fyrir sprelli á þessum ágæta miðvikudegi. Meira
26. febrúar 2004 | Suðurnes | 338 orð | 1 mynd

Söngleikur um feril Hljóma settur upp

Keflavík | Hljómar og tímabilið sem hljómsveitin var sem vinsælust er efni þemadaga sem nú standa yfir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Viðfangsefnið tengist söngleiknum Bláu augun þín og byggist á sögu Hljóma sem nemendur skólans eru að undirbúa. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 239 orð | 2 myndir

Tengir fólk og gleður - og reynir á líkamann

SLÆÐUR dönsuðu um loftið, prik flugu og teygjubönd voru strekkt á leikdegi aldraðra sem Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra og eldri ungmennafélagar stóðu fyrir í íþróttahúsinu við Austurberg í gær. Meira
26. febrúar 2004 | Suðurnes | 118 orð

Tónlistarskólinn "út í bæ"

Reykjanesbær | "Út í bæ" er yfirskrift þemaviku sem Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er með. Eins og hún ber með sér eru nemendur skólans þessa dagana víðs vegar um bæinn að spila. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Uppreisn frjálshyggjunnar fyrir 25 árum

BÓKIN Uppreisn frjálshyggjunnar kom út fyrir 25 árum og hélt Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, málfund í síðustu viku til að minnast tímamótanna sem fólust í útgáfunni. Af sama tilefni var Jónasi H. Meira
26. febrúar 2004 | Suðurnes | 148 orð | 1 mynd

Úkraínsk sópransöngkona með tónleika

Keflavík | Alexandra Chernyshova, sópransöngkona frá Úkraínu, heldur tónleika í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum á í dag, fimmtudag, klukkan 20. Gróa Hreinsdóttir leikur með á píanó. Alexandra er fædd í Kiev í Úkraínu og lærði þar söng. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Verðið að meðaltali 20% hærra en í Danmörku

GERA má ráð fyrir að greiðslur almannatrygginga lækkuðu um rúmlega 300 milljónir króna eða að meðaltali um 20% vegna tíu söluhæstu lyfjanna ef þau kostuðu það sama hér á landi og í Danmörku. Meira
26. febrúar 2004 | Austurland | 562 orð | 3 myndir

Verkefni bókuð út árið

Egilsstaðir | Brúnás-innréttingar á Egilsstöðum hafa nú á milli 10 og 15% markaðshlutdeild í innréttingasölu í landinu. Fyrirtækinu hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu árin og er það með fullskipaðan verkefnalista út þetta ár. Meira
26. febrúar 2004 | Landsbyggðin | 245 orð | 1 mynd

Við árbakkann hlaut viðurkenningu

Blönduós | "Jafnrétti snýst um að tryggja hag allra í samfélaginu á öllum sviðum samfélagsins óháð kynferði," sagði Jófríður Jónsdóttir, formaður jafnréttisnefndar Blönduóss, þegar hún afhenti eigendum kaffihússins "Við árbakkann",... Meira
26. febrúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 593 orð | 1 mynd

Viðhorf íbúa og fulltrúa þeirra lykilatriði

ÞAÐ er raunhæfur möguleiki að sveitarfélög í landinu verði 50 talsins, en þau eru nú 104 alls, og að það takist með frjálsum sameiningum. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 277 orð

Viðræðurnar ganga hratt og vel fyrir sig

ÁSMUNDUR Stefánsson ríkissáttasemjari segist í samtali við Morgunblaðið geta staðfest það mat samningsaðila að góður gangur sé í viðræðum Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins, þær gangi hratt og vel fyrir sig. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Vinna við nýja bensínstöð í fullum gangi

FRAMKVÆMDIR við nýja bensínstöð Atlantsolíu á Óseyrarbraut 23 í Hafnarfirði eru í fullum gangi og gera áætlanir ráð fyrir því að starfsemi þar geti hafist um miðjan næsta mánuð, fyrr en búist var við. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð

Vörugjald af tvíorkabifreiðum verði áfram lægra

FRUMVARP sem snýst um að framlengja til ársloka 2006 tímabundna heimild um að lækka vörugjald af svonefndum tvíorkabifreiðum hefur verið samþykkt í ríkisstjórninni. Meira
26. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Það er gaman á Urðarhóli

Þó að það sé gaman á leikskólanum Urðarhóli í Kópavogi er samt áhugavert að forvitnast um það sem er að gerast fyrir utan skólalóðina. Það er líka gott að komast heim eftir annasaman og skemmtilegan dag í skólanum. Meira

Ritstjórnargreinar

26. febrúar 2004 | Leiðarar | 541 orð

Bush vill þrengja að frelsinu

George W. Bush Bandaríkjaforseta er tamt að taka sér orðið frelsi í munn. Í fyrradag hélt hann engu að síður ræðu, þar sem hann hét því að beita sér fyrir því að stjórnarskrá Bandaríkjanna yrði breytt til að banna hjónaband samkynhneigðra. Meira
26. febrúar 2004 | Staksteinar | 309 orð

- Pólitískar keilur og varnarsamstarf

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifar um varnarmál á vef sinn, bjorn.is, en þar birtast vikulegir pistlar eftir ráðherra. Hann segir: "Síðdegis laugardaginn 21. Meira
26. febrúar 2004 | Leiðarar | 366 orð

Pútín og lýðræðið

Vladímír Pútín Rússlandsforseti kom á óvart í fyrradag, er hann leysti Míkhaíl Kasjanov forsætisráðherra og ríkisstjórn hans frá störfum. Meira

Menning

26. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 126 orð | 1 mynd

Almodovar opnar í Cannes

NÝ kvikmynd eftir spænska verðlaunaleikstjórann Pedro Almodovar verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Þar með verður La Mala Educacion , eða Léleg menntun , fyrsta spænska kvikmyndin sem opnar hátíðina sem er sú virtasta í heiminum. Meira
26. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 547 orð | 1 mynd

* ARI Í ÖGRI: Dúettinn Acoustics...

* ARI Í ÖGRI: Dúettinn Acoustics föstudag og laugardag. * ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Harmonikufélag Reykjavíkur heldur dansleik laugardag kl. 22. Fjórar hljómsveitir leika fyrir dansi. Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Fjölbreytt dansmúsik. Dansleikur kl. 8.00-23. Meira
26. febrúar 2004 | Menningarlíf | 708 orð | 1 mynd

Ábyrgur jafningi

Doug Goodkin er einhver fremsti Orff-kennari í heiminum í dag. Hann heldur um þessar mundir námskeið fyrir tónmennta- og tónlistarkennara í sal FÍH. Steinunn Birna Ragnarsdóttir ræddi við hann um aðferðir hans og nálgun í tónlistarkennslu. Meira
26. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 177 orð | 1 mynd

Bíómynd á leiðinni?

LOKAÞÁTTUR gamanþáttarins vinsæla Beðmála í borginni (Sex and the City) var sýndur í Bandaríkjunum á sunnudag og fékk meira áhorf en nokkur annar af fyrri þáttunum síðan sýningar á honum hófust fyrir sex árum. Meira
26. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 192 orð | 1 mynd

Blásið fyrir Gillespie, Sinatra, Bennett og stórsveit Buddy Rich

HANN kennir trompetleik við hinn virta Berklee-tónlistarháskóla í Boston og lék um árabil með stórsveit Buddy Rich. Meira
26. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 110 orð | 1 mynd

...brúðkaupinu

LOKSINS, LOKSINS. Loksins ganga þau í það heilaga í kvöld barnasjúkraþjálfarinn Trista Rehn og slökkviliðsmaðurinn og ljóðskáldið Ryan Sutter. Meira
26. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 98 orð | 1 mynd

Eminem í mál við Apple

EMINEM hefur höfðað mál á hendur Apple-tölvurisanum fyrir að nota eitt af lögum sínum í auglýsingar í leyfisleysi. Meira
26. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 186 orð | 1 mynd

Erlendar plötur

LHASA/The Living Road Mikil og merkileg uppgötvun fyrir mann, þessi 31 árs gamla mexíkóska-bandaríska-kanadíska tónlistarkona. Meira
26. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 152 orð | 1 mynd

FÓLK Í fréttum

FREGNIR herma að Nicole Kidman sé aftur byrjuð með Lenny Kravitz . Sást til þeirra þar sem þau héldust í hendur í Miami um helgina og skemmtu sér við undirleik kúbanskra tónlistarmanna. Meira
26. febrúar 2004 | Menningarlíf | 517 orð | 1 mynd

Gítarinn svo litríkt og fjölhæft hljóðfæri

ÞAÐ ER ávallt tilhlökkunarefni að heyra íslensk tónverk sem hafa ekki fengið að hljóma hér á landi áður. Í kvöld gefst tónleikagestum Sinfóníuhljómsveitar Íslands tækifæri á að heyra nýjan gítarkonsert eftir Karólínu Eiríksdóttur. Meira
26. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 170 orð | 1 mynd

Góðir grannar

ÞIÐ sem vissuð það ekki þá eru áströlsku Nágrannarnir ennþá í fullum gangi á Stöð 2 og hafa verið sýndir þar nær sleitulaust í á annan áratug eða síðan á 9. áratug síðustu aldar. Meira
26. febrúar 2004 | Leiklist | 412 orð

Guði líkur

Leikgerð: Jón Hjartarson, leikstjórn: María Reyndal, hljóðvinnsla: Björn Eysteinsson, tónlist: Úlfur Eldjárn. Leikendur: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Álfrún Örnólfsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Gunnar Hansson, Gunnar Helgason, Hanna María Karlsdóttir, Jón Hjartarson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Víkingur Gunnarsson, Þorsteinn Gunnarsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Meira
26. febrúar 2004 | Menningarlíf | 281 orð | 1 mynd

Haukur J. Gunnarsson hlýtur japönsk verðlaun

ALÞJÓÐA leikhúsmálastofnunin, ITI, hefur ákveðið, að tillögu Japansdeildar ITI, að veita Hauki J. Gunnarssyni leikstjóra í ár hin japönsku Uchimura-verðlaun. Meira
26. febrúar 2004 | Myndlist | 762 orð | 2 myndir

Kyrrð og óróleiki

Sýningin stendur til 14. mars. Hún er opin alla daga frá kl. 13-17. Meira
26. febrúar 2004 | Menningarlíf | 237 orð | 1 mynd

Leikhópurinn Á senunni æfir kabarett

LEIKHÓPURINN Á Senunni æfir nú kabarettverkið "Paris at night", byggt á ljóðum franska ljóðskáldsins Jacques Prévert. Prévert fæddist í Frakklandi árið 1900 og lést 1977. Meira
26. febrúar 2004 | Menningarlíf | 1858 orð | 1 mynd

Líf í skauti náttúrunnar - og í faðmi fjölmiðlanna

Tilkynnt verður á morgun hver hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Soffía Auður Birgisdóttir kynnir tilnefningar Færeyinga, Grænlendinga, Sama og Dana. Meira
26. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 241 orð | 1 mynd

Miðasalan hefst á sunnudag

FORSALA miða á tónleika rokksveitarinnar Korn í Laugardalshöllinni 30. maí hefst á sunnudaginn. Meira
26. febrúar 2004 | Menningarlíf | 95 orð

Námskeið um Brúðkaup Fígarós

HJÁ Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands verður boðið upp á námskeið um óperuna Brúðkaup Fígarós í samstarfi við Vinafélag Íslensku óperunnar. Námskeiðið hefst 3. mars og er aðgöngumiði á óperuna hluti af námskeiðinu. Meira
26. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 324 orð | 2 myndir

Paltrow átti síst skilið að fá Óskarsverðlaunin

LEIKKONAN Gwyneth Paltrow hlaut þann vafasama heiður að hafna í efsta sæti listans yfir þá sem síst áttu Óskarinn skilinn. Þetta eru niðurstöður úttektar sem breska tímaritið Total Film lét gera meðal lesenda sinna. Meira
26. febrúar 2004 | Menningarlíf | 1164 orð | 4 myndir

Ragnheiður Birna í okkur öllum

Saga Hallgríms Helgasonar, Þetta er allt að koma, naut mikilla vinsælda þegar hún kom út. Baltasar Kormákur hefur gert leikgerð úr sögunni, sem verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Þórunni Ernu Clausen, sem fara með hlutverk aðalpersónunnar, Ragnheiðar Birnu. Meira
26. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 143 orð | 1 mynd

Slær við Bítlum og Presley

SNYRTIMENNIÐ Sir Cliff Richard hefur selt fleiri smáskífur - litlar plötur - í Bretlandi á ferli sínum en Bítlarnir og Elvis Presley. Meira
26. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 670 orð | 2 myndir

Stelpur vita ýmislegt sem strákar vita ekki

Já, það verður æsispennandi að fylgjast með spurningakeppninni Gettu betur í kvöld í sjónvarpinu, þar sem lið Menntaskólans í Hamrahlíð mætir liði Menntaskólans í Reykjavík. Meira
26. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 546 orð | 2 myndir

Veglegt blað og útgáfuhátíð

SKÓLABLAÐ Verzlunarskólans hefur ævinlega verið sérlega vandað og er eiginlega orðið að bók frekar en blaði. Meira
26. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 591 orð | 2 myndir

Ýmist sögð hugljómun eða píslarganga fyrir áhorfendur

UMDEILD mynd Mels Gibsons um síðustu tólf klukkustundirnar í lífi Jesú Krists - Píslarsaga Krists - var frumsýnd í gær í Bandaríkjunum. Myndin hefur þegar vakið mikil og sterk viðbrögð kirkjunnar manna og trúarsamtaka af ýmsum toga. Meira
26. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 136 orð | 1 mynd

Þegar vestrið hætti að vera villt

Bandaríkin 2003. Skífan VHS. (117 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri Bruce Beresford. Aðalhlutverk Antonio Banderas, Alan Arkin, Jim Broadbent. Meira
26. febrúar 2004 | Menningarlíf | 56 orð

Þetta er allt að koma

eftir Hallgrím Helgason Leikgerð og leikstjórn: Baltasar Kormákur Tónlistarumsjón: Sigurður Bjóla Tónlistarflutningur: Davíð Þór Jónsson Hreyfingar og dansar: Helena Jónsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Búningar: Helga I. Meira

Umræðan

26. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 463 orð

Ástþór forseti?

ÁSTÞÓR minn, hlífðu okkur nú við þessu! Ég tala hér við þig sem vinur, því það ertu alltaf. Því sá sem ég tek mér sem vin er það ævinlega þótt á móti blási. Athugaðu! Meira
26. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 326 orð

Erfðabreyttar afurðir

FRÆÐSLUNEFND Náttúrulækningafélags Íslands hélt á dögunum málþing sem bar yfirskriftina Erfðabreyttar afurðir. Mörg fróðleg erindi voru flutt þriðjudagskvöldið 27. janúar á Hótel Loftleiðum og spunnust líflegar og athyglisverðar umræður í kjölfarið. Meira
26. febrúar 2004 | Aðsent efni | 1186 orð | 1 mynd

Landsvirkjun og Laxá

Ósk um bætt rekstrarskilyrði við Laxárstöðvar snýr einvörðungu að því að tryggja rekstur þeirra eigna sem fyrir eru. Meira
26. febrúar 2004 | Aðsent efni | 645 orð | 1 mynd

Lífeyrisréttindi landsmanna

Þennan uppsafnaða vanda verða stjórnvöld að leysa ... Meira
26. febrúar 2004 | Aðsent efni | 466 orð | 1 mynd

Rekstrargrunnur heilbrigðisfyrirtækja er geðveikur

Að manni læðist sá grunur að ráðgjafarnir séu bilaðir eða þingmennirnir komnir í fílabeinsturn. Meira
26. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 336 orð

Saga örnefna ÉG las, eða heyrði...

Saga örnefna ÉG las, eða heyrði í útvarpi, að einhverjir aðilar teldu ekki vanþörf á að rita sögu örnefna fyrir Vestmannaeyjar. Vegna þess langar mig til að upplýsa þessa aðila að út kom bók sem heitir Örnefni í Vestmannaeyjum, rituð af dr. Meira
26. febrúar 2004 | Aðsent efni | 585 orð | 1 mynd

Samfylkingin hlustar á Landspítala

Stjórnvöld hafa veigrað sér við því að móta skýra stefnu í málaflokknum. Í þeirri vinnu er Samfylkingin nú. Meira
26. febrúar 2004 | Aðsent efni | 514 orð | 1 mynd

Skipulagsvandi í íslenska heilbrigðiskerfinu

Ljóst er að fjármunir fara forgörðum í heilbrigðisþjónustunni vegna stefnuleysis stjórnvalda. Meira
26. febrúar 2004 | Aðsent efni | 1026 orð | 1 mynd

Stefna í málefnum háskóla

Enn vantar fé til háskólastigsins til að við stöndum jafnfætis næstu þjóðum. Meira
26. febrúar 2004 | Aðsent efni | 442 orð | 2 myndir

Svikin loforð

Ákvörðun um að veiða dýrin innan hvalaskoðunarsvæða var tekin einhliða af starfsmönnum Hafró... Meira
26. febrúar 2004 | Aðsent efni | 265 orð | 1 mynd

Viljum eftirlit með starfsháttum

Sá sem vegur að foreldri, vegur í leiðinni að barni... Meira
26. febrúar 2004 | Aðsent efni | 387 orð | 1 mynd

Vondan samning má ekki gera verri

Það er í meira lagi napurt þegar norskir fræðimenn hafa betri skilning á sögunni en íslenskir ráðherrar. Meira
26. febrúar 2004 | Aðsent efni | 821 orð | 1 mynd

Öldruðum Akureyringum er freklega misboðið

Þeir láta ekki bjóða sér sofandahátt bæjarstjórnarinnar í málefnum aldraðra lengur. Meira

Minningargreinar

26. febrúar 2004 | Minningargreinar | 7119 orð | 1 mynd

HELGI SÆMUNDSSON

Helgi Sæmundsson fæddist í Baldurshaga á Stokkseyri 17. júlí 1920. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 18. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ástríður Helgadóttir, húsmóðir, f. 28.8. 1883, d. 30.11. Meira  Kaupa minningabók
26. febrúar 2004 | Minningargreinar | 2442 orð | 1 mynd

LEÓ GUÐLAUGSSON

Leó Guðlaugsson, húsasmíðameistari í Kópavogi, fæddist á Kletti í Geiradal í Barðastrandarsýslu 27. mars 1909. Hann lést í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 14. febrúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
26. febrúar 2004 | Minningargreinar | 2197 orð | 1 mynd

MARTA TRAUSTADÓTTIR

Marta Traustadóttir fæddist í Reykjavík 28. október 2001. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut laugardaginn 14. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digraneskirkju 25. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
26. febrúar 2004 | Minningargreinar | 270 orð | 1 mynd

VILBORG ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR

Vilborg Áslaug Sigurðardóttir (Villa) fæddist í Hafnarfirði 11. júlí 1928. Hún andaðist á Landspítala Fossvogi 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður G.I. Guðmundsson, f. 1. júlí 1900, d. 3. nóvember 1985, og Kristjana Hannesdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

26. febrúar 2004 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 26. febrúar, er fimmtug Ingibjörg Eiríksdóttir, hársnyrtimeistari, Túngötu 13, Eyrarbakka. Af því tilefni hafa hún og eiginmaður hennar, Páll Halldórsson, opið hús í samkomuhúsinu Stað, Eyrarbakka, laugardagskvöldið 28. Meira
26. febrúar 2004 | Í dag | 737 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12.15 í neðri safnaðarsal. Opið hús kl. 14-17 í neðri safnaðarsal fyrir unga sem aldna. Organisti Áskirkju leiðir söng. Allir velkomnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Dómkirkjan. Meira
26. febrúar 2004 | Fastir þættir | 183 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Besta leiðin í fjórum hjörtum suðurs fór framhjá mörgum keppendum Flugleiðamótsins, en spilið er frá fjórðu umferð á sunnudaginn: Norður &spade;962 &heart;D43 ⋄K62 &klubs;DG93 Suður &spade;ÁKG5 &heart;ÁK982 ⋄1093 &klubs;10 Sagnir voru almennt á... Meira
26. febrúar 2004 | Fastir þættir | 415 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Selfoss og nágrennis Sjötta og næstsíðasta umferðin í aðalsveitakeppninni var spiluð 19. febrúar sl. Úrslit urðu þessi: Gísli Þ. og félagar - Ríkharður og fél. 22-8 Auðunn og félagar - Björn og félagar 15-15 Anton og félagar - Gísli H. Meira
26. febrúar 2004 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. desember sl. í Frírkikjunni í Reykjavík af sr. Hirti Magna Jóhannssyni þau Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir og Torfi... Meira
26. febrúar 2004 | Viðhorf | 778 orð

Friðlaust framboð

Mikill er máttur Ástþórs Magnússonar ef hann heldur að hann geti einhliða ákveðið að flytja starfsemi höfuðstöðva friðargæslusveita SÞ til Íslands! Meira
26. febrúar 2004 | Í dag | 189 orð

Hans klaufi í Þorlákskirkju Á sunnudaginn...

Hans klaufi í Þorlákskirkju Á sunnudaginn kemur, 29. febrúar, kemur Eggert Kaaber með Hans klaufa sinn í sunnudagaskólann í Þorlákskirkju kl. 11:00. Eggert Kaaber er með Stoppleikhúsið og kemur nú þriðja árið í röð í Þorlákskirkju. Meira
26. febrúar 2004 | Dagbók | 61 orð

ÍSLAND

Ó! fögur er vor fósturjörð um fríða sumardaga, er laufin grænu litka börð, og leikur hjörð í haga; en dalur lyftir blárri brún mót blíðum sólar loga, og glitrar flötur, glóir tún, og gyllir sunna voga. Meira
26. febrúar 2004 | Dagbók | 473 orð

(Jh. 15, 17.)

Í dag er fimmtudagur 26. febrúar, 57. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan. Meira
26. febrúar 2004 | Fastir þættir | 130 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. Bg5 h6 3. Bh4 d5 4. e3 e6 5. Rd2 Rbd7 6. f4 c6 7. c3 b5 8. Rgf3 Be7 9. Bd3 a5 10. 0-0 Bb7 11. Re5 Hc8 12. f5 0-0 13. Rxf7 Kxf7 14. fxe6+ Kxe6 15. Bg6 Bd6 16. e4 dxe4 17. Db3+ Ke7 18. Rxe4 Dc7 19. Hae1 Kd8 20. De6 Bxh2+ 21. Meira
26. febrúar 2004 | Fastir þættir | 389 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji átti nokkurra daga frí á dögunum og styrkti þá kynni sín við Mokkakaffi á Skólavörðustígnum. Það er eitt af fáum kaffihúsum sem aldrei breytast og hægt að ganga að sínu þar. Meira
26. febrúar 2004 | Fastir þættir | 189 orð | 1 mynd

Öruggur sigur Eyktar á Bridshátíð

Yfir 300 þátttakendur - 22.-23. febrúar. Meira

Íþróttir

26. febrúar 2004 | Íþróttir | 98 orð

Auðvelt hjá Ciudad Real

CIUDAD Real náði á ný fimm stiga forystu í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld með því að sigra botnliðið Pilotes Posada á heimavelli, 30:22. Staðan var 18:12 í hálfleik og leikmenn Ciudad tóku lífinu með ró eftir það. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 531 orð | 1 mynd

Erfitt hjá United eftir tap í Porto

ÞAÐ er alveg ljóst eftir fyrri leik Manchester United og Porto í Portúgal í Meistaradeildinni í gærkvöldi, þar sem heimamenn höfðu betur 2:1, að síðari leikurinn verður United erfiður. Tveir leikir voru á Spáni, Deportivo lagði Juventus og Lyon gerði sér lítið fyrir og vann Real Sociedad, 1:0. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 260 orð | 1 mynd

Frábær úrslit fyrir Chelsea

CHELSEA náði frábærum úrslitum í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar liðið heimsótti Stuttgart í Þýskalandi og sigraði, 1:0. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea og átti ágætan leik en honum var skipt út af fyrir Jimmy Floyd Hasselbaink á 76. mínútu. Leikmenn Chelsea mæta því með góða stöðu í síðari leikinn eftir tvær vikur. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 40 orð

Færeyingar gegn Hollandi

FÆREYINGAR hafa samið við Hollendinga um að leika gegn þeim landsleik í knattspyrnu 1. júní. Leikurinn fer fram í Sviss, þar sem Hollendingar verða í æfingabúðum fyrir Evrópukeppni landsliða í Portúgal. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 211 orð | 1 mynd

*HERMANN Hreiðarsson lék sinn 150.

*HERMANN Hreiðarsson lék sinn 150. leik í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn þegar Charlton vann Blackburn , 3:2. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem nær þessum leikjafjölda í deildinni. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 18 orð

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeildin, Intersportdeildin: Ásvellir: Haukar - Þór Þ. 19.15 Ísafjörður: KFÍ - Breiðablik 19.15 DHL-höllin: KR - Keflavík 19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll - ÍR 19.15 Stykkishólmur: Snæfell - UMFN 19. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 185 orð

Ísland í 22. sæti á Evrópulista félagsliða í handbolta

ÍSLAND hefur hækkað sig um tvö sæti á styrkleikalista evrópskra félagsliða karla í handknattleik fyrir tímabilið 2004-2005 sem gefinn var út í vikunni. Ísland er í 22. sæti en var í 24. sæti fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 204 orð

Ísland mætir Grikklandi fyrir Ítalíuleikina

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mætir Grikkjum í tveimur æfingaleikjum fyrir leikina gegn Ítölum sem skera úr um hvor þjóðin kemst á heimsmeistaramótið í Túnis á næsta ári. Leikirnir við Grikki verða ytra 25. og 26. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 320 orð

Íslendingar sterkastir

"AUÐVITAÐ er aldrei hægt að fullyrða neitt fyrirfram, en ég tel að ef allt er eðlilegt þá eigum við að verða í baráttu við Armeníu um efsta sætið í 3. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 253 orð

Jón Arnar verður með á HM í Búdapest

JÓN Arnar Magnússon, fjölþrautarmaður úr Breiðabliki, verður á meðal keppenda í sjöþraut á heimsmeistaramótinu innanhúss í frjálsíþróttum sem fram fer í Búdapest í ungverjalandi 5.-7. mars nk. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 194 orð

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, fyrri...

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, fyrri leikir: Deportivo La Coruna - Juventus 1:0 Alberto Luque 36. - 30.000. Porto - Manchester United 2:1 Benni McCarthy 29., 78. - Quinton Fortune 14. Rautt spjald: Roy Keane (Man.Utd) 87. - 49.977. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 360 orð | 1 mynd

Mikilvægt að eiga keppanda í Aþenu

"ÞAÐ verður engin kúvending í stjórn sambandsins en ljóst er að við höfum í hyggju að leggja aukinn þunga í útbreiðslu- og kynningarmál íþróttarinnar. Fyrst um sinn verður hins vegar megináhersla lögð á að styðja við bakið á Hafsteini Ægi Geirssyni til að geta náð því markmiði að keppa á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar," segir Birgir Ari Hilmarsson, nýkjörinn formaður Siglingasambands Íslands (SÍL), í samtali við Morgunblaðið. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 100 orð

Nína aftur með ÍBV

NÍNA K. Björnsdóttir er byrjuð að æfa á nýjan leik með Íslandsmeisturum ÍBV í handknattleik en hún hefur ekkert leikið með Eyjaliðinu eftir áramótin bæði vegna meiðsla og anna í vinnu. "Ég fagna því mjög að vera búinn að fá Nínu aftur í liðið. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 340 orð | 1 mynd

"Verð að vinna leikinn í Madrid," segir Oliver Kahn, fyrirliði Bayern

"ÉG verð bara að vinna leikinn í Madrid upp á eigin spýtur," sagði Oliver Kahn, markvörður og fyrirliði Bayern München, í viðtölum við þýska fjölmiðla í gær. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 162 orð

Ráðist á veitingahús í eigu leikmanna Inter

ELDSPRENGJU var í fyrrakvöld kastað í veitingastað í Mílanó á Ítalíu en Christian Vieri, sóknarmaður knattspyrnuliðs Inter, er einn af eigendum staðarins. Sprengjan olli nokkrum skemmdum á vegg og auglýsingaskiltum. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

* RÓBERT Gunnarsson , landsliðsmaður í...

* RÓBERT Gunnarsson , landsliðsmaður í handknattleik, skoraði 9 mörk fyrir Århus GF og Þorvarður Tjörvi Ólafsson tvö gegn AaB í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 690 orð | 1 mynd

Ræðir við landsliðsmenn undir fjögur augu

GUÐMUNDUR Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur undanfarna daga verið í Þýskalandi þar sem hann hefur ekki aðeins fylgst með íslensku landsliðsmönnunum í leikjum liða sinna heldur hefur hann rætt við þá undir fjögur augu. Nýafstaðið Evrópumót hefur verið krufið til mergjar og verkefnin sem fram undan eru kynnt fyrir þeim. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 173 orð

Sigfús með sex mörk í Pfullingen

MAGDEBURG vann góðan útisigur á Pfullingen, 36:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar sækja því áfram að efstu liðunum, Flensburg og Lemgo, og hafa tapað næstfæstum stigum allra liða í deildinni. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 350 orð | 1 mynd

* SKÍÐAKONAN Emma Furuvik tók þátt...

* SKÍÐAKONAN Emma Furuvik tók þátt í heimsbikarmóti í stórsvigi í Åre í Svíþjóð á sunnudaginn. Hún var ein fjölmargra sem komust ekki áfram í aðalkeppnina. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 101 orð

Sunderland fór áfram

SUNDERLAND komst í gærkvöld í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu með því að sigra úrvalsdeildarlið Birmingham, 2:0, á útivelli. Bæði mörkin voru skoruð í framlengingu og varamaðurinn Tommy Smith var á ferðinni í bæði skiptin. Meira
26. febrúar 2004 | Íþróttir | 229 orð

Veigar Páll fer til Stabæk

VEIGAR Páll Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu úr KR, gengur að öllu óbreyttu frá þriggja ára samningi við norska félagið Stabæk í næstu viku. Veigar Páll hefur komist að samkomulagi við Norðmennina og fer til móts við liðið á laugardag en það dvelur í æfingabúðum á La Manga á Spáni. Meira

Úr verinu

26. febrúar 2004 | Úr verinu | 450 orð

Af brottkasti

Könnun á umfangi brottkasts sem sjávarútvegsráðherra kynnti í síðustu viku var um margt athyglisverð. Samkvæmt henni telur afgerandi meirihluti sjómanna að ekki sé stundað brottkast á þeirra skipi. Meira
26. febrúar 2004 | Úr verinu | 732 orð | 1 mynd

Alaskaufsinn er gjöfull

VEIÐAR Bandaríkjamanna á alaskaufsa hafa verið gjöfular undanfarin ár. Talið er að á síðasta ári hafi aflinn verið um 1,4 milljónir tonna og hafi skilað útgerð og sjómönnum allt að 19 milljörðum króna. Meira
26. febrúar 2004 | Úr verinu | 251 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 87 70 82...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 87 70 82 568 46,612 Gellur 504 403 484 93 45,040 Grálúða 176 97 160 35 5,607 Grásleppa 61 25 58 1,395 80,597 Gullkarfi 85 7 67 22,568 1,508,161 Harðf/Ýsa 1,481 1,460 1,471 10 14,705 Hlýri 78 55 73 3,553 260,444 Hrogn/Ufsi 56... Meira
26. febrúar 2004 | Úr verinu | 162 orð

Aukin sala hjá FPI

KANADÍSKA sjávarútvegsfyrirtækið Fishery Product International Ltd. (FPI) hagnaðist um 1,7 milljónir kanadadollara á síðasta ári eða sem nemur um 87 milljónum íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins á árinu 2002 nam um 14 milljónum dollara. Meira
26. febrúar 2004 | Úr verinu | 211 orð | 1 mynd

Ágætur afli þegar gefur á sjó

,,ÞAÐ hefur verið mjög þokkalegt fiskirí þegar gefur á sjó, þetta 150 til 200 kíló á balann og alveg sæmilega vænn fiskur. Meira
26. febrúar 2004 | Úr verinu | 179 orð | 1 mynd

Bók um virðisauka-vörur úr sjávarfangi

RANNSÓKNIR á virðisaukavörum úr sjávarfangi er heiti nýrrar bókar sem Alda B. Möller, ráðgjafi í sjávarútvegi, hefur unnið fyrir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Meira
26. febrúar 2004 | Úr verinu | 242 orð | 1 mynd

Fann upp nýja gerð af sigurnagla

FJÓLMUNDUR Fjólmundsson, uppfinningamaður á Hofsósi, hefur hannað og smíðað nýja gerð af sigurnagla sem reynst hefur vel á línuveiðum. Sigurnaglinn er með þrjú augu en hefðbundnir sigurnaglar eru jafnan með aðeins tvö augu. Meira
26. febrúar 2004 | Úr verinu | 889 orð | 3 myndir

Fimmtugur og aldrei frískari

Fyrir 50 árum setti sænska fyrirtækið Abba á markað þorskhrognakavíar í túpum undir vörumerkinu "Kalles kaviar". Kristján Jóhannesson rekur merka sögu þessa vinsæla kavíars. Meira
26. febrúar 2004 | Úr verinu | 110 orð

High Liner hagnast

HAGNAÐUR High Liner Foods, eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Norður-Ameríku, nam á síðasta ári um 46 milljónum kanadadollara eða sem nemur nærri 2,4 milljörðum króna. Á árinu 2002 var hagnaður fyrirtækisins um 10 milljónir dollara. Meira
26. febrúar 2004 | Úr verinu | 355 orð | 1 mynd

Mikill munur á vexti þorsks eftir svæðum

VÖXTUR og kynþroski þorsks hér við land er mjög breytilegur á þremur samliggjandi hrygningarsvæðum við Suðvesturland. Meira
26. febrúar 2004 | Úr verinu | 160 orð | 1 mynd

Ný Ósk KE sjósett

BÁTASMIÐJAN Seigla ehf. sjósetti fyrir skömmu nýjan 14 metra langan og 25 tonna plastbát, Ósk KE, sem smíðaður var fyrir útgerðarfélagið Ósk ehf. í Keflavík. Um er að ræða stærsta hraðfiskibát sem smíðaður og sjósettur hefur verið á Íslandi. Meira
26. febrúar 2004 | Úr verinu | 159 orð | 1 mynd

Nýr bátur frá Samtaki

BÁTASMIÐJAN Samtak ehf. í Hafnarfirði sjósetti nýverið nýjan bát sem hlotið hefur nafnið Keilir II AK. Eigendur nýja bátsins eru Friðrik Þ. Magnússon og Sigmundur G. Sigurðsson sem reka Útgerðarfélagið Keili ehf. á Akranesi. Meira
26. febrúar 2004 | Úr verinu | 389 orð | 1 mynd

"Línan er að slá í gegn"

"VIÐ finnum fyrir gríðarlegum áhuga og það munu ótal margir fylgjast grannt með því hvernig þeim á Daðeynni gengur að nota beitningarvélina," segir Magnús Smith, framkvæmdastjóri Sjóvéla, umboðsaðila Mustad á Íslandi. Meira
26. febrúar 2004 | Úr verinu | 123 orð

Rússar sólgnir í norska síld

NORSKA fiskútflutningsráðið hefur óskað eftir því að gera markaðsátak fyrir norska síld í Rússlandi. Rússar borða næstum jafnmikið af norskri síld og rússneskri og en Norðmenn vilja bæta um betur. Meira
26. febrúar 2004 | Úr verinu | 154 orð

Sjófuglarnir svelta

MINNA brottkast á fiski kemur niður á afkomu sjófugla, samkvæmt nýrri rannsókn vísindamanna. Brottkast á fiski er mikið vandamál í fiskveiðum heimsins en talið er að árlega sé hátt í 30 milljónum tonna hent fyrir borð. Meira
26. febrúar 2004 | Úr verinu | 438 orð | 2 myndir

Uppfyllir nútímakröfur

BÁTASMIÐJAN Mótun ehf. sjósetti nýverið nýjan bát sem hlotið hefur nafnið Daðey GK. Báturinn er búinn fullkomnu beitningavélakerfi og hefur vakið talsverða athygli. Daðey GK er krókaaflamarksbátur af gerðinni Gáski 1180. Meira
26. febrúar 2004 | Úr verinu | 68 orð | 1 mynd

Vogmeyjar fyrir Norðurlandi

VOGMÆR heitir þessi óvenjulegi fiskur sem fannst í fjöru við Húsavík á dögunum. Fólk sem þar var á gangi sá fiskinn í fjöruborðinu og náði honum lifandi á land. Þá veiddu skipverjar á Gæsku ÞH frá Raufarhöfn vogmær í netin fyrir skömmu. Meira

Viðskiptablað

26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 203 orð

27 m.kr. tap hjá Sparisjóði Vestfirðinga

SPARISJÓÐUR Vestfirðinga tapaði 27 milljónum króna í fyrra, en árið 2002 var 10 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Arðsemi eigin fjár var í fyrra neikvæð um 4,3% en jákvæð um 1,6% árið áður. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 154 orð

ANZA og Og Vodafone í samstarf

OG VODAFONE hefur valið ANZA sem ráðgjafarfyrirtæki í upplýsingaog öryggismálum. Tekin hefur verið ákvörðun um að innleiða hjá Og Vodafone stjórnkerfi slíkra mála til að tryggja öryggi upplýsinga, persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga lögum samkvæmt. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 878 orð | 1 mynd

Áhrif evrunnar og ESB góð á efnahagsþróun á Spáni

Fernando Baiget, viðskiptafulltrúi í sendiráði Spánar í Osló, hélt nýverið erindi á fundi Spánsk-íslenska verslunarráðsins um efnahagsmál á Spáni. Soffía Haraldsdóttir ræddi við hann eftir fundinn um stöðu og þróun mála í kjölfar inngöngu Spánar í ESB og upptöku evru. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 784 orð | 1 mynd

Bankinn Singer & Friedlander sagður í óvissu

LÁTIÐ er að því liggja í umfjöllun breskra fjölmiðla í gær, að kaup KB banka á 10% hlut í breska fjárfestingarbankanum Singer & Friedlander í fyrradag geti á endanum leitt til yfirtökutilboðs KB banka. Það mun þó a.m.k. ekki gerast innan sex mánaða. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 74 orð

Dregur úr hagnaði Heineken

HEINEKEN, þriðji stærsti bjórframleiðandi í heimi, tilkynnti í gær að hagnaður fyrirtækisins myndi dragast saman á þessu ári vegna veikrar stöðu Bandaríkjadals. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 552 orð | 1 mynd

Endurskoðendur stundi endurmenntun í viðskiptasiðferði

FÉLAG löggiltra endurskoðenda í Noregi hefur lagt til að norskir endurskoðendur verði skyldaðir til að sækja 14 tíma námskeið þriðja hvert ár í viðskiptasiðferði. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 822 orð | 2 myndir

Eru peningar betur komnir hjá bændum en mjólkursamlögum?

Það hafa verið gerðar miklar hagræðingarkröfur til bænda á undanförnum árum og það er ekkert sem bendir til að þær kröfur muni minnka á næstu árum. Bernhard Þór Bernhardsson segir að benda megi á umfjöllun um ostaverð í fjölmiðlum núna fyrir skömmu. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 891 orð | 1 mynd

Félagið aldrei sterkara

Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, segir að frá því að breytingar urðu í eignarhaldi félagsins síðasta sumar hafi verið unnið að því að straumlínulaga reksturinn, selja þær einingar sem ekki tengist honum beint. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 296 orð

Fjárfest í menntun og listum

Bandaríski auðmaðurinn H.F. (Gerry) Lenfest og eiginkona hans Marguerite hafa undanfarin fjögur ár gefið um þriðjung auðæfa sinna til meðal annars háskóla og listasafna, um 325 milljónir Bandaríkjadala eða 22,7 milljarða íslenskra króna. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 502 orð | 1 mynd

Gjaldþrot í góðri samvinnu

SVEINN Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir í leiðara Íslensks iðnaðar, að hér á landi sé landlægt að fyrirtæki séu rekin árum saman þó að þau séu í reynd löngu orðin gjaldþrota. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 127 orð | 1 mynd

Glazer eykur hlut sinn í Manchester United

HINN 75 ára gamli íþróttajöfur Malcolm Glazer hefur aukið hlut sinn í enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United úr 16,31% í 16,69%. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 564 orð | 1 mynd

Hagnaður Flugleiða minnkar um 57% milli ára

HAGNAÐUR Flugleiða nam 1.121 milljón króna á síðasta ári og minnkaði um 57% milli ára. Að meðaltali höfðu greiningardeildir bankanna spáð félaginu 1. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 164 orð

Hagnaður Loðnuvinnslunnar 129 milljónir

HAGNAÐUR Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði nam 129 milljónum króna árið 2003 eftir skatta, en árið 2002 var hagnaður Loðnuvinnslunnar 295 millj. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 359 orð

Hagnaður Skýrr nemur 179 milljónum króna

HAGNAÐUR Skýrr þegar tekið hefur verið tillit til skatta nam 179 milljónum króna á síðasta ári en á árinu 2002 nam tap félagsins 55 milljónum króna. Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur Skýrr 2.274 milljónum króna á árinu 2003, en 1.958 millj. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 559 orð | 1 mynd

Helgi Magnússon kaupir 8,8% í Íslandsbanka

HELGI Magnússon, bankaráðsmaður í Íslandsbanka hf. og framkvæmdastjóri Hörpu Sjafnar hf., hefur keypt 8,8% hlutafjár í Íslandsbanka fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags í hans eigu. Hlutabréfin voru keypt af Landsbanka Íslands hf. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 106 orð

Heritablebankinn fær A í einkunn

ALÞJÓÐLEGA lánshæfimatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur veitt dótturfélagi Landsbankans, Heritable Bank í London, lánshæfimatseinkunnirnar A fyrir langtímaskuldbindingar, F1 í skammtímaeinkunn og 1 í stuðning. Lánshæfimatseinkunn um horfur er stöðug. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 104 orð

Hlutafé Bakkavarar aukið

STJÓRN Bakkavör Group hf. hefur ákveðið að auka hlutafé félagsins um 95,538,006 hluti í samræmi við samþykkt félagsins í þeim tilgangi að efna skuldbindingar félagsins samkvæmt breytanlegum skuldabréfum í eigu Kaupþings Búnaðarbanka. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 121 orð

Ísland í áttunda sæti af ellefu

VIÐSKIPTAKOSTNAÐUR er lægstur í Kanada af 11 iðnríkjum í Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Eyjaálfu, samkvæmt nýrri könnun KPMG í Bandaríkjunum. Ástralía er í öðru sæti en Ísland í því áttunda. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 109 orð | 1 mynd

Lufthansa tapar en segir bjartara framundan

TAP þýska flugfélagsins Lufthansa á síðasta ári nam 980 milljónum evra, eða um 85 milljörðum íslenskra króna. Fram kemur í frétt á vefmiðli Financial Times að samkvæmt tilkynningu frá félaginu sjái það fram á betri tíð með aukinni eftirspurn. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 568 orð | 1 mynd

Nýir eigendur, nýtt húsnæði, færra fólk

Skeljungur hefur straumlínulagað reksturinn með sölu á eignum sem ekki tengjast rekstrinum beint. Þóroddur Bjarnason rekur helstu breytingar og ræðir við forstjóra félagsins. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 459 orð

Nýir risar fæðast

Svo kann að fara að af sex helstu iðnríkjum heims í dag verði aðeins tvö, Bandaríkin og Japan, á meðal sex stærstu hagkerfanna árið 2050. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 317 orð | 1 mynd

Orri Vigfússon kaupir 5,2% í Íslandsbanka

URRIÐI ehf., sem er í eigu Orra Vigfússonar, hefur keypt allan hlut Burðaráss í Íslandsbanka, eða 5,17%. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 363 orð | 1 mynd

Rafræn kröfukaup hjá PremiumPlús

INNHEIMTUFYRIRTÆKIÐ Premium ehf. er nú farið að bjóða viðskiptavinum sínum kaup á viðskiptakröfum á rafrænu markaðstorgi. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 1829 orð | 1 mynd

Rafræn viðskipti

Með tilkomu verslunar og viðskipta á Netinu er orðið erfitt að staðsetja starfsemi fyrirtækja og ákvarða hvar þeim beri að greiða skatta, skrifar Páll Jóhannesson. Verslun og viðskipti fara nú fram í gegnum vefsíður, óháð því hvar í heiminum kaupandi og seljandi eru. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 584 orð

Saga bjartsýni og brostinna vona

SAGA EJS er að nokkru dæmigerð fyrir íslensk fyrirtæki á hugbúnaðarmarkaði þó á svo smáum markaði sé munur milli fyrirtækja jafnan meiri en hjá milljónaþjóðum. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 2004 orð | 1 mynd

Sígandi lukka er best

Athygli vekur að hætt var við að hafa íslenskan bás á CeBIT-vörusýningunni vegna ónógrar þátttöku, en tugir íslenskra fyrirtækja hafa sýnt þar á undanförnum árum. Árni Matthíasson kannaði stöðu íslensks hugbúnaðariðnaðar í ljósi þessa. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 620 orð

Skref í rétta átt

Kauphöll Íslands sendi í vikunni frá sér Yfirlit eftirlitsmála , skýrslu um hvernig eftirliti Kauphallarinnar með útgefendum verðbréfa hefði verið háttað í fyrra. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 216 orð

Stjórnendur eignast tæp 10% í Flugleiðum

FORSTJÓRI og 16 aðrir helstu stjórnendur Flugleiða hafa gert samning við stærsta hluhafa félagsins, Oddaflug, um kaup á 6,3% hlutafjár í félaginu. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 876 orð | 1 mynd

Útvega grunn fyrir aðra til að byggja á

MICROSOFT vill stuðla að því að fólk og fyrirtæki geri sér betur grein fyrir þeim möguleikum sem upplýsingatæknin hefur upp á að bjóða. Þetta segir Klaus Holse Andersen, forstjóri Microsoft fyrir Norður-Evrópu, að sé markmið Microsoft-fyrirtækisins. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 78 orð

Viðtækari áhrif stefnu

Sú stefna sem mótuð hefur verið í rafrænum viðskiptum getur jafnframt haft þýðingu á öðrum sviðum. T.d. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 347 orð | 1 mynd

VÍS og Alþjóðahúsið gera með sér þjónustusamning

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands ehf., (VÍS) og Alþjóðahúsið ehf. hafa gert með sér samstarfssamning um að efla þjónustu við innflytjendur. Meira
26. febrúar 2004 | Viðskiptablað | 87 orð

Væntingavísitalan hækkar

VÆNTINGAVÍSITALA Gallup hækkar um fjögur stig og er nú 127,5 stig. Væntingar til ástandsins eftir sex mánuði hækka um 9,5 stig og eiga stærsta þáttinn í hækkun vísitölunnar nú. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.