Greinar þriðjudaginn 6. apríl 2004

Forsíða

6. apríl 2004 | Forsíða | 270 orð | 1 mynd

Bankaræningja og morðingja ákaft leitað

NORSKA lögreglan lýsti í gær eftir kunnum glæpamönnum vegna hrottalegs bankaráns í Stafangri en ræningjarnir, sem voru átta og jafnvel tíu, urðu einum lögreglumanni að bana er þeir skutu á lögreglubíla. Er mikill óhugur í Norðmönnum vegna þessa atburðar. Meira
6. apríl 2004 | Forsíða | 47 orð

Brennandi flóttabílar

Eftir ránið í Norsk Kontaktservice í Stafangri, sem er sameiginleg fjárhirsla bankanna þar í borg, flýðu ræningjarnir á þremur bílum, sem þeir kveiktu í er þeir héldu flóttanum áfram á öðrum bíl eða bílum. Meira
6. apríl 2004 | Forsíða | 281 orð

Fimm ákærðir fyrir fjárdrátt og hylmingu

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur ákært fyrrverandi aðalgjaldkera Landssíma Íslands hf., Sveinbjörn Kristjánsson, fyrir rúmlega 261 milljónar króna fjárdrátt hjá Landssíma Íslands. Fjórir aðrir sakborningar sæta þá ákæru fyrir aðild sína að málinu. Meira
6. apríl 2004 | Forsíða | 206 orð

Finnar til Eistlands

INNGANGA Eistlands í Evrópusambandið, ESB, mun verða þúsundum Finna hvatning til að flytja suður yfir Finnska flóa og setjast að hjá frændþjóðinni Eistum. Meira
6. apríl 2004 | Forsíða | 192 orð | 1 mynd

Segjast munu verja sjítaklerk

"VIÐ munum aldrei leyfa, að hann verði handtekinn, hvorki af Bandaríkjamönnum, Bretum né nokkrum öðrum," sagði aðstoðarmaður sjítaklerksins Moqtada Sadr í gær en stuðningsmenn hans hafa háð mannskæða bardaga við bandaríska hermenn í Bagdad og... Meira

Baksíða

6. apríl 2004 | Baksíða | 336 orð

Árásarmaðurinn aftur í haldi vegna líkamsárásar

RÚMLEGA tvítugur karlmaður, sem var handtekinn vegna grófrar líkamsárásar á sextán ára dreng á laugardag, var aftur handtekinn í gær í tengslum við líkamsárás í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Meira
6. apríl 2004 | Baksíða | 132 orð

Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa lækkar enn

ÁVÖXTUNARKRAFA verðtryggðra íslenskra ríkisskuldabréfa hélt áfram að lækka í gær, þriðja daginn í röð. Meira
6. apríl 2004 | Baksíða | 115 orð

deCODE í 7,2 milljarða skuldabréfaútboð

LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ deCODE tilkynnti í gær að það hygðist afla allt að 100 milljónum Bandaríkjadala með skuldabréfaútboði, eða 7,2 milljörðum íslenskra króna. Meira
6. apríl 2004 | Baksíða | 316 orð

Samheitalyf ættu að vera 20% ódýrari en frumlyf

EIN helsta ástæðan fyrir háu verði samheitalyfja hér á landi eru ákvarðanir lyfjaverðsnefndar sem samþykkir samheitalyf á svo til sama verði og frumlyfin, í stað þess að verðleggja þau u.þ.b. 20% lægra eins og eðlilegt væri, segir Inga J. Meira
6. apríl 2004 | Baksíða | 107 orð

Togari stað inn að meintum ólöglegum veiðum

VARÐSKIPIÐ Ægir stóð togarann Gullver NS 12 að meintum ólöglegum veiðum í gær og vísaði skipinu til hafnar á Seyðisfirði þar sem lögreglan tók á móti því. Meira
6. apríl 2004 | Baksíða | 62 orð | 1 mynd

Túlípanar í öllum regnbogans litum í tísku

TÚLÍPANAR eru vinsælasta blómið í ár, að sögn Gísla Jóhannssonar garðyrkjubónda í Dalsgarði í Mosfellsdal. Hann segir að gulir túlípanar seljist alltaf vel fyrir páskana og svo séu bleikir og hvítir vinsælir í tengslum við fermingar. Meira

Fréttir

6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

45% eru hlynnt flóðlýsingu Gullfoss

UM 45% landsmanna segjast vera hlynnt því að flóðlýsa Gullfoss þegar dimma tekur að haust- og vetrarlagi en 43% er því andvíg. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun Þjóðarpúls Gallup. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 127 orð

8,7% fjölgun gistinátta

GISTINÆTUR á íslenskum hótelum í nýliðnum febrúar voru 49.910 en voru 45.940 árið 2003 samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi, þar sem þeim fækkaði um 12,6% og Norðurlandi, en þar fækkaði þeim um 0,2%. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 746 orð | 1 mynd

Að mennta stjórnendur

Magnús Árni Magnússon er fæddur 14. mars 1968. Hann er með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands 1997, MA-próf í hagfræði frá University of San Francisco 1998 og M.Phil.-próf í Evrópufræðum frá Cambridge-háskóla í Englandi 2001. Hann hefur starfað sem aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst frá haustinu 2001 og deildarforseti viðskiptadeildar frá 2003. Hann er kvæntur Sigríði Björk Jónsdóttur, verkefnisstjóra í Snorrastofu, Reykholti, og eiga þau tvo syni. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð

Af páskahreti

Þegar landsmenn voru farnir að fagna vorinu kom páskahret og hagyrðingarnir fundu eitthvað til að yrkja um. Gísli Ásgeirsson yrkir: Þegar sumrar sýnist mér sífellt hýrna geðið en vorið góða orðið er ansi kalt og freðið. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 211 orð

Afríkutrommunámskeið í Waldorfsskólanum Lækjarbotnum Christina Aspequist...

Afríkutrommunámskeið í Waldorfsskólanum Lækjarbotnum Christina Aspequist frá Svíþjóð verður með Afríkutrommu námskeið sem stendur í eina viku í Waldorfsskólanum Lækjarbotnum (ca 20 mín. akstur frá Reykjavík). Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 245 orð

Afsláttur skilar sér til sjúklinga

INGI Guðjónsson, framkvæmdastjóri lyfjakeðjunnar Lyfju, staðfestir að fyrirtækið fái afslátt af samheitalyfjum frá Pharmaco, en hann vill ekki segja hversu hár sá afsláttur er. Hann segir afsláttinn skila sér beint í vasa sjúklinga. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 153 orð

Allir þingflokkar eigi fulltrúa í Þingvallanefnd

ÞINGFLOKKAR Frjálslynda flokksins og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa óskað eftir því við forsætisráðherra, Davíð Oddsson, að í Þingvallanefnd verði fulltrúar frá öllum þingflokkum á Alþingi. Meira
6. apríl 2004 | Suðurnes | 249 orð | 1 mynd

Annasöm helgi hjá Grindavíkurmær

Grindavík | Síðasta helgi var stór helgi fyrir Grindavíkurmeyna Helgu A. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 47 orð

Atlantsolía opnar sjálfsafgreiðslu

ATLANTSOLÍA opnar í dag kl. 13.30 sjálfsafgreiðslustöð vegna bensínsölu við Hafnarfjarðarhöfn. Samkvæmt upplýsingum Huga Hreiðarssonar, markaðsstjóra félagsins, hófust framkvæmdir við stöðina 7. janúar síðastliðinn. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Barnagátur komnar út

ÚT er komið 13. tbl. af Barnagátum. Sem fyrr er þar að finna krossgátur, þrautir og gátur sem ætlaðar eru byrjendum. Lausn fylgir hverri gátu í blaðinu. Útgefandi er ÓP-útgáfan og fæst heftið í öllum helstu bókabúðum og... Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Borgin fær tæpa þrjá milljarða

Reykjavík | Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík, og Geir H. Haarde fjármálaráðherra undirrituðu í gær samkomulag um uppgjör og ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum vegna starfsfólks samrekstrarstofnana ríkis og Reykjavíkurborgar. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 195 orð

Einkasala ÁTVR á léttu víni verði aflögð

TÓLF þingmenn hafa lagt fram á Alþingi frumvarp þess efnis að einkasala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, með annað en sterkt áfengi, verði aflögð, en með sterku áfengi er í frumvarpinu átt við áfengi með meiri vínandastyrk en 22%. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 386 orð

Ekki ágreiningur um túlkun

BORIST hefur athugasemd við fréttir af launamuni kynjanna hjá sveitarfélögunum frá Hildi Jónsdóttur, jafnréttisráðgjafa Reykjavíkurborgar: "Af nokkrum fréttaklausum í Morgunblaðinu að undanförnu mætti ætla að ágreiningur væri á milli... Meira
6. apríl 2004 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Elvis vinsæll | Leikritið Eldað með...

Elvis vinsæll | Leikritið Eldað með Elvis er nú sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri. "Sýningunni hefur verið frábærlega tekið og uppselt var orðið á allar fyrirhugaðar sýningar. Aukasýning sem bætt var við á skírdag, 8. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Fannir hátt til fjalla gráta örlög sín

Mývatnssveit | Þorlákur Jónsson landgræðslumaður í Garði hefur víða farið um sveitina sína og oft komið í Seljahjallagil. Honum hefur þó aldrei auðnast að sjá vorleysingu steypast þar í gljúfrin fyrr en nú að gaf á að líta er hann átti þar leið um. Meira
6. apríl 2004 | Suðurnes | 99 orð

Farþegum um Leifsstöð fjölgar

Keflavík | Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæplega 13% í marsmánuði miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 87 þúsund farþegum árið 2003 í tæplega 99 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmlega 9% milli ára. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Fékk óvæntan meðvind í flugtaki

FLUGMAÐUR flugvélarinnar sem hlekktist á í flugtaki við Stóru-Bót í Rangárvallasýslu á sunnudag telur sig hafa fengið óvæntan meðvind með fyrrgreindum afleiðingum. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 181 orð | 2 myndir

Fimmtán úr Tungufljóti

ENN berast góðar fréttir af bökkum vatnanna og ljóst að vorveiðin fer af stað með allra líflegasta hætti. Frá Tungufljóti bárust t.d. þau tíðindi að fyrsta hollið hefði fengið alls 15 birtinga þrátt fyrir slæm skilyrði, hvassviðri og vatnavexti. Meira
6. apríl 2004 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Fjáröflun | Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hefur...

Fjáröflun | Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hefur tekið jákvætt í erindi frá Íþróttafélaginu Þór, þar sem óskað er eftir leyfi til þess að selja auglýsingar utan á og innan í fjölnota íþróttahúsið Bogann. Meira
6. apríl 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 71 orð

Fræðslukvöld | Félagsmiðstöðin Ból í Mosfellsbæ...

Fræðslukvöld | Félagsmiðstöðin Ból í Mosfellsbæ stóð á dögunum fyrir fræðslukvöldi í samvinnu við Alþjóðahúsið. Markmið fræðslunnar var að skapa opna og gagnrýna umræðu um mannréttindi, staðalmyndir, fordóma og menningu í víðu samhengi. Meira
6. apríl 2004 | Austurland | 382 orð | 3 myndir

Fyrsta ferð Yuko út fyrir landsteina Japan

Reyðarfjörður | Í liðinni viku voru 24 japönsk ungmenni í heimsókn hjá Grunnskóla Reyðarfjarðar. Hallfríður Bjarnadóttir, fréttaritari á Reyðarfirði, tók einn af gestunum, Yuko Morizane, tali. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Fyrsta hvalaskoðunarferðin

Reykjavík | HVALASKOÐUNARSKIPIÐ Hafsúlan frá Reykjavík fór í fyrstu hvalaskoðunarferð ársins fyrir skemmstu. Um borð voru um 50 manns frá ýmsum löndum, þar á meðal var hópur unglinga frá frá Bretlandi. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 533 orð

Geta dreift desemberuppbót yfir allt árið

GREIÐSLA fyrir ónæði, sé heima- eða farsími starfsmanna gefinn upp í símaskrá fyrirtækis og ellefu tíma hvíldartími vegna ferðalaga seint á kvöldin eða nóttunni, eru meðal nýmæla í samningi sem verslunarmenn undirrituðu við Félag íslenskra stórkaupmanna... Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Hafa þróað bóluefni við heilahimnubólgu B

TEYMI vísindamanna í Utrecht í Hollandi hefur þróað virkara bóluefni gegn heilahimnabólgu B en þekkst hefur til þessa. Meira
6. apríl 2004 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Hall kemur ekki | Lee Hall,...

Hall kemur ekki | Lee Hall, höfundur Eldað með Elvis, Billy Elliot og fleiri þekktra verka ætlaði að vera viðstaddur hátíðarsýningu á leikriti sínu Eldað með Elvis í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, miðvikudag, en alvarleg veikindi í fjölskyldu... Meira
6. apríl 2004 | Landsbyggðin | 783 orð | 2 myndir

Heimilið á Fellsenda stækkað

Búðardalur | Árið 1962 var stofnaður Minningarsjóður hjónanna Ólafs Finnssonar, hreppstjóra og bónda á Fellsenda í Dölum, og konu hans Guðrúnar Tómasdóttur. Var sjóðurinn stofnaður af Finni Ólafssyni stórkaupmanni í Reykjavík, syni hjónanna. Meira
6. apríl 2004 | Austurland | 188 orð | 1 mynd

Hreindýr valda skaða í ungskógi

Egilsstaðir | Hreindýr hafa verið talsvert í byggð í vetur og hafa skógarbændur á Fljótsdalshéraði nokkrar áhyggjur af því að hreindýrin muni skemma trjáplöntur í ungskógi. Frá þessu segir á vef Héraðsskóga. Meira
6. apríl 2004 | Erlendar fréttir | 440 orð | 1 mynd

Hrottalegt bankarán í Stafangri

LÖGREGLUMAÐUR hlaut banvæn skotsár er lögreglan í Stafangri í SV-Noregi reyndi að stöðva vopnaða ræningja sem rændu banka í miðborginni í gærmorgun. Ránið er eitt hið umfangsmesta og hrottafengnasta sem um getur í sögu Noregs. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Hrókurinn í Búðardal

Búðardalur | Í Grunnskólanum í Búðardal hefur verið keppt um "Hrókinn" síðan 1982 en það er verðlaunagripur, hannaður af Skúla Jóhannssyni og er veittur þeim stigahæsta á skákmóti vetrarins. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 286 orð

Lið Borgarholtsskóla sættir sig við úrslitin

NOKKUR kurr hefur verið meðal stuðningsmanna liðs Borgarholtsskóla í spurningakeppni framhaldsskólanna vegna tveggja spurninga í úrslitakeppninni gegn Vezlunarskólanum og að sögn aðstoðarskólameistara skólans hefur nokkuð verið um að hringt hafi verið og... Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Luku námskeiði í íslensku

NÁMSKEIÐI í íslensku fyrir útlendinga við frumgreinadeild Tækniháskóla Íslands lauk 1. apríl sl. Það hófst 3. febrúar, stóð í 9 vikur og var samtals 36 tímar. Síðasta tímanum var varið í menningarferð í Perluna þar sem Sögusafnið var skoðað. Meira
6. apríl 2004 | Miðopna | 918 orð

Lýðræði er ekki tækni

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fulltrú Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, skrifar grein í Morgunblaðið 29. mars sl. og nefnir "Aukið val tryggir aukið lýðræði". Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 134 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri á Hringbraut rétt vestan Snorrabrautar/Bústaðavegar laugardagskvöldið 3. apríl um kl. 19.30. Þar rákust saman tvær fólksbifreiðir, Honda Civic og Peugeot 206. Meira
6. apríl 2004 | Akureyri og nágrenni | 99 orð | 1 mynd

Lögfræðitorg | Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri Héraðsdóms...

Lögfræðitorg | Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri Héraðsdóms Suðurlands, flytur í dag fyrirlestur á lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri um stöðu og hlutverk dómsvaldsins í samfélaginu. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 í stofu 14 að Þingvallastræti 23. Meira
6. apríl 2004 | Erlendar fréttir | 193 orð

Meintir hryðjuverkamenn teknir

FRANSKA lögreglan handtók í gær 13 manns, þar af nokkrar konur, og er fólkið grunað um að hafa tekið þátt í og skipulagt sprengjutilræði í Casablanca í Marokkó í fyrra. Alls dóu þá 45 manns. Meira
6. apríl 2004 | Miðopna | 2387 orð | 1 mynd

Mér er treyst til að spila ekkert nema góða músík

15. og 16. maí leikur Marc-André Hamelin á tónleikum á Listahátíð. Hamelin er einn mesti píanóleikari okkar daga. Bergþóra Jónsdóttir hringdi í hann yfir hafið til að forvitnast um snilligáfu, óþekkt tónskáld og samband píanóleikarans við tónlistina og áheyrandann. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 476 orð | 1 mynd

Mikið áfall í litlum bæ

"ÞETTA er mikið áfall og allir í bænum eru mjög uppteknir af þessum skelfilega atburði," segir Rósa Óskarsdóttir, en hún er ein af um 200-300 Íslendingum sem búa í Stafangri og næsta nágrenni, en vopnað bankarán var framið þar í gærmorgun. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 644 orð | 1 mynd

Mikið um slagsmál um helgina

Helgin var tiltölulega annasöm á löggæslusvæði lögreglunnar í Reykjavík. Föstudagskvöld og nótt var með rólegra móti enda mikið vatnsveður. Á laugardagskvöld var veður stillt og gott og mikill mannfjöldi í miðbænum langt fram undir morgun. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Mjólkursamsalan semur við Sjóvá-Almennar um vátryggingavernd

MJÓLKURSAMSALAN og dótturfélög hennar hafa undirritað vátryggingasamning við Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Jafnframt hafa Emmessís hf. og Sjóvá-Almennar gert samning um vátryggingar. Meira
6. apríl 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 218 orð

Nemendamötuneyti í Mýrarhúsaskóla

Seltjarnarnes | Gert er ráð fyrir því að fullkomið mötuneyti verði tilbúið fyrir nemendur Mýrarhúsaskóla næsta haust. Meira
6. apríl 2004 | Landsbyggðin | 67 orð | 1 mynd

Nýjung um páska fyrir fjölskyldur

Hvolsvöllur | Eigendur Hótels Hvolsvallar ríða nú á vaðið með nýjung í ferðaþjónustu fyrir fjölskyldufólk. Um páskana verður efnt til fjölskyldudaga á hótelinu. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 181 orð

Ný SMS-þjónusta á fasteignavef mbl.is

ÞEIR notendur, sem nýta sér leitarmöguleikann Draumaeignina á fasteignavefnum, geta nú fengið SMS-skilaboð um leið og eign, sem uppfyllir leitarskilyrði, kemur inn á vefinn. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 90 orð

Opinber birting álagningarskráa verði lögð af

LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga sem gerir ráð fyrir að opinber birting og framlagning álagningar- og skattskráa landsmanna verði lögð af. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Ólíklegt að samningar náist fyrir páska

GUNNAR Páll Pálsson, formaður Verslunarfélags Reykjavíkur, segir að hann telji mjög ólíklegt að samningar náist við Samtök atvinnulífsins fyrir páska, en tveir samningafundir voru haldnir í gær. Meira
6. apríl 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 124 orð | 2 myndir

Páskaeggjaleit á Ægisíðunni

Vesturbær | Páskaeggjaleit Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi var haldin á laugardaginn við grásleppuskúrana á Ægisíðu. Þetta var í fimmta sinn sem hverfafélagið stóð fyrir páskaeggjaleit í hverfinu. Vilhjálmur Þ. Meira
6. apríl 2004 | Erlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Prófsteinn á vinsældir Megawati

ÍBÚAR Indónesíu gengu að kjörborðinu í gær en kosningarnar eru sagðar með þeim umfangsmestu og flóknustu sem haldnar hafa verið. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

"Allt í lagi að vera öðruvísi"

SKYLMINGAR, ljóðalestur og hljóðfæraleikur var meðal þess sem fór fram við borgaralega fermingu á vegum Siðmenntar í Háskólabíói á pálmasunnudag, þar sem áttatíu og fimm ungmenni voru fermd. Meira
6. apríl 2004 | Akureyri og nágrenni | 197 orð | 1 mynd

"Fróðleg og skemmtileg ferð"

NEMENDUR í fjórða bekk félagsfræðibrautar við Menntaskólann á Akureyri fóru nú nýlega í vísindaferð til Lundúna og ríkti almenn ánægja með ferðina, sem þótti takast einstaklega vel. Meira
6. apríl 2004 | Akureyri og nágrenni | 318 orð | 2 myndir

"Mikil upplifun að taka þátt"

"ÞETTA var alveg rosalega gaman en sigurinn kom mér mjög á óvart. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 520 orð | 1 mynd

Ríkið greiðir borgarsjóði 2,9 milljarða

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra og Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í gær samkomulag um uppgjör og ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum vegna starfsfólks samrekstrarstofnana ríkis og Reykjavíkurborgar. Meira
6. apríl 2004 | Akureyri og nágrenni | 36 orð

Rokktónleikar | Hljómsveitirnar Kanis frá Akureyri,...

Rokktónleikar | Hljómsveitirnar Kanis frá Akureyri, Amos frá Reykjavík sem og tvær Akureyrarhljómsveitir, Kingstone og Múskat, koma fram á rokktónleikum í Deiglunni í kvöld, þriðjudagskvöldið 6. apríl kl. 20. Hljómsveitirnar leika fjölbreytt rokk. Meira
6. apríl 2004 | Erlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Sakleysislegur íspinni

MIKIL deila hefur nú brotist út í Ástralíu eftir að ísframleiðandi hóf sölu á Magnum-íspinnum með trönuberjavodkabragði. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 131 orð

Samkomulag um lágmarkslaun á virkjanasvæðum

SAMKOMULAG náðist á fundi Rafiðnaðarsambands Íslands og fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í gær um öll meginatriði í almennum kjarasamningi á sviði starfsgreina rafiðnaðargeirans. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 234 orð

Samstarf við Dani í bígerð

NOKKUR áhugi er fyrir rannsóknarsamstarfi milli íslenskra og danskra fræðimanna vegna hugsanlegra lækningareiginleika ætihvannar. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 564 orð

Segir hættur geta fylgt samningum um vistarbönd

LÖGFRÆÐINGUR Stéttarfélags verkfræðinga bendir á í grein í nýjasta tölublaði Verktækni, að hættur geti fylgt því að starfsmenn fallist á að hafa í ráðningarsamningi sínum ákvæði um vistarbönd, þ.e. Meira
6. apríl 2004 | Erlendar fréttir | 457 orð | 1 mynd

Segir sjítaklerkinn Sadr hættulegan "útlaga"

PAUL Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, lýsti því yfir í gær róttækur sjítaklerkur, Moqtada Sadr, væri "útlagi" sem stefndi öryggi Íraks í hættu eftir mannskæðar óeirðir meðal stuðningsmanna hans í Bagdad og fjórum öðrum borgum síðustu... Meira
6. apríl 2004 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Skíða konur öðruvísi en karlar?

EINN þekktasti skíðakennari heims, Jeannie Thoren, heldur námskeið í Hlíðarfjalli á Akureyri síðar í mánuðinum, að því er segir í frétt á heimasíðu Hlíðarfjalls. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 270 orð

Skyggnið ekki slysagildra

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Gay Pride - Hinsegin daga og Reykjavíkurborg af tæplega 3 milljóna króna skaðabótakröfu konu sem varð undir skyggni á skemmtun á Ingólfstorgi 10. ágúst 2002. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 95 orð

Sláttumenn

Fimm sendu tilboð í grasslátt í Innbæ, Oddeyri og Neðri-Brekku á Akureyri 2004-2006 og framkvæmdaráð samþykkti að ganga til samninga við Finn ehf., sem átti næstlægsta tilboð. Meira
6. apríl 2004 | Austurland | 50 orð

Sparisjóður | Sveinn Árnason mun láta...

Sparisjóður | Sveinn Árnason mun láta af störfum sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðfjarðar 1. október nk. Hann tilkynnti stjórn Sparisjóðsins starfslok sín á aðalfundi í síðustu viku. Sveinn hefur gegnt starfi sparisjóðsstjóra frá árinu 1988. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Staðið við steinblómin

RISAVAXIN blóm, sem gaman er að leika sér í kringum, prýða garðinn við Hulduhóla í Mosfellsbæ sem er heimili, vinnustofa og gallerí listakonunnar Steinunnar Marteinsdóttur. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 37 orð

Stíf fundahöld

EKKERT samkomulag lá fyrir á fundi samninganefnda ríkisins og Starfsgreinasambandsins seint í gærkvöld en fundur hafði þá staðið í húsakynnum ríkissáttasemjara frá því um morguninn. Verkalýðsfélögin hafa undirbúið verkfall sem hefjast á 16. Meira
6. apríl 2004 | Suðurnes | 164 orð | 2 myndir

Stjörnuþokusmiður afhjúpaður á Ljósanótt

Keflavík | Útilistaverk Erlings Jónssonar "Stjörnuþokusmiður" verður afhjúpað á Ljósanótt en Sparisjóðurinn í Keflavík hefur kostað stækkun þess og mun láta koma því fyrir við austurhlið bankans. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 97 orð

Styðja baráttu SGS

AÐALFUNDUR Félags íslenskra rafvirkja lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu félagsmanna Starfsgreinasambandsins við samninganefnd ríkisins um réttmætar kröfur um sambærileg réttindi í lífeyrismálum og aðrir opinberir starfsmenn. Meira
6. apríl 2004 | Austurland | 95 orð | 1 mynd

Stöðvarfjarðarsnót í efnafræðilandsliði

Austurbyggð | Lilja Rut Arnardóttir, nítján ára Stöðfirðingur og nemandi í fjórða bekk við Menntaskólann á Akureyri, hefur verið valin í landsliðið í efnafræði. Landsliðið tekur þátt í Ólympíuleikum sem fram fara í Kiel í Þýskalandi í júlí næstkomandi. Meira
6. apríl 2004 | Erlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Sýklavopnaverksmiðjur "voru aldrei til"

FORMAÐUR leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sagði á sunnudag að meintar hreyfanlegar sýklavopnaverksmiðjur Íraksstjórnar Saddams Husseins hefðu að öllum líkindum "aldrei verið til" og gagnrýndi harðlega vinnubrögð... Meira
6. apríl 2004 | Landsbyggðin | 176 orð | 2 myndir

Sýndu Rocky Horror á árshátíð skólans

Ólafsvík | Árshátíð grunnskólans í Ólafsvík var haldin 26. mars sl. í félagsheimilinu Klifi. Var húsfyllir á árshátíðinni og kunnu gestir vel að meta það sem börnin höfðu fram að færa. Meira
6. apríl 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 139 orð | 1 mynd

Söngleikur á þemadög-um Hofsstaðaskóla

Garðabær | Hofsstaðaskólakórinn sýndi á dögunum nýjan söngleik eftir Hildi Jóhannesdóttur tónmenntakennara. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 396 orð

Tími vaxandi öryggiseftirlits því miður kominn

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að ákvörðun Bandaríkjamanna um að stórauka eftirlit með ferðamönnum til landsins væri því miður vitnisburður um aukna öryggisgæslu í heiminum vegna hryðjuverka og glæpastarfsemi. Meira
6. apríl 2004 | Austurland | 257 orð | 2 myndir

Tröllaborgir í kaupfélagshúsið

Neskaupstaður | Innan skamms verður hafist handa við endurgerð kaupfélagshússins í Neskaupstað, en fyrirhugað er að koma þar upp 15 leiguíbúðum. Kaupfélagshúsið er byggt árið 1948, stórt og mikið hús sem setur sterkan svip á umhverfi sitt. Meira
6. apríl 2004 | Erlendar fréttir | 207 orð

Tveir handteknir til viðbótar á Spáni

SPÆNSK yfirvöld sögðust í gær hafa handtekið tvo menn til viðbótar sem grunaðir væru um aðild að hryðjuverkunum í Madríd 11. mars sl. Þá hefur öryggisviðbúnaður verið hertur í öllum almenningsfarartækjum, flugvöllum og víða annars staðar, s.s. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 455 orð | 1 mynd

Töpuðu vegna undirverðs í Danmörku

ALLUR gangur er á því hvort mikill verðmunur sé í þeim tilvikum þegar Pharmaco selur sömu lyfin hér á landi og t.d. á einhverjum af hinum Norðurlöndunum, segir Björn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Pharmaco fyrir Norður-Evrópu. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 161 orð

Umsýslugjald til Endurvinnslunnar hækki

UMHVERFISRÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að umsýsluþóknun til að mæta kostnaði Endurvinnslunnar af söfnun, endurvinnslu eða eyðingu einnota drykkjarumbúða úr ólituðu plastefni hækki úr 0,36 krónum í 0,76 krónur. Meira
6. apríl 2004 | Erlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Ungur að árum en áhrifamikill

SJÍTA-klerkurinn Moqtada Sadr, sem Paul Bremer sagði vera hættulegan "útlaga", hefur ítrekað krafist þess að Bandaríkjamenn dragi herlið sitt frá Írak. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 355 orð

Úr bæjarlífinu

Nú er svo komið hér eystra að þeir sem ætla að fljúga gegnum flugvöllinn á Egilsstöðum verða að panta með í það minnsta viku fyrirvara, ætli þeir sér að vera öruggir um að fá sæti. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Velta á fasteignamarkaði jókst um 33% frá áramótum

VIÐSKIPTI með fasteignir á fyrsta ársfjórðungi 2004 voru upp á alls 35 milljarða króna, gerðir voru 2.029 kaupsamningar og var meðalupphæð á hvern kaupsamning 17,2 milljónir króna, skv. upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 328 orð

Viðskiptaháskólinn á Bifröst kynnir námsframboð skólans...

Viðskiptaháskólinn á Bifröst kynnir námsframboð skólans á meistarastigi í dag, þriðjudaginn 6. apríl kl. 17, á Grand hóteli, Reykjavík. Námið er byggt þannig upp að unnt er að stunda það með vinnu en líka sem fullt nám. Meira
6. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 439 orð | 2 myndir

Vonast til þess að farsæl lausn finnist

VALGERÐUR Sverrisdóttir, ráðherra byggðamála, kvaðst á Alþingi í gær vonast til þess að farsæl lausn fyndist í atvinnumálum á Djúpavogi. "Sú lausn er ekki fundin á þessari stundu en viðræður standa nú yfir milli aðila þar," sagði ráðherra. Meira
6. apríl 2004 | Suðurnes | 152 orð | 1 mynd

Þrískipt árshátíð Heiðarskóla

Keflavík | Árshátíð Heiðarskóla í Keflavík var þrískipt að þessu sinni. Yngstu bekkirnir komu saman um morguninn, miðstigið um hádegisbilið og elstu börnin um miðjan dag. Yngstu árgangarnir sýndu mörg skemmtileg atriði á sal skólans. Meira
6. apríl 2004 | Suðurnes | 109 orð | 1 mynd

Þögull minnisvarði liðins tíma

Keflavík | Sögulegu ankeri hefur verið komið fyrir á landfyllingunni neðan við Ægisgötu í Keflavík. Ankerið er af Brúarfossi sem Eimskipafélag Íslands lét smíða í Danmörku árið 1927 og átti í 30 ár. Meira
6. apríl 2004 | Austurland | 50 orð | 1 mynd

Þökin klædd með kurt og pí fyrir vorið

Egilsstaðir | Það er at hjá körlunum á þökum bæjarins þessa dagana. Meira

Ritstjórnargreinar

6. apríl 2004 | Staksteinar | 384 orð

- Einkamál áfram borin á torg?

Helga Árnadóttir lýsir í grein á vefritinu Frelsi ánægju með nýlegar fréttir þess efnis að nokkrir þingmenn úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki hyggist senn leggja fram frumvarp um að opinber birting álagningar- og skattskráa verði lögð af, enda sé... Meira
6. apríl 2004 | Leiðarar | 336 orð

Ósannfærandi svör

Viðbrögð talsmanna lyfjafyrirtækja við skýrslu Ríkisendurskoðunar um lyfjamarkaðinn hér eru ósannfærandi svo að vægt sé að orði kveðið. Meira
6. apríl 2004 | Leiðarar | 588 orð

Sótt að óbyggðunum

Nú er sótt að óbyggðum Íslands úr mörgum áttum. Miklar deilur hafa staðið í mörg undanfarin ár um virkjanaframkvæmdir á hálendinu, bæði norðan Vatnajökuls og einnig í Þjórsárverum. Meira

Menning

6. apríl 2004 | Menningarlíf | 181 orð

Aðsóknarmet sett í Borgarleikhúsinu

SÍÐASTA vika sló öll met í aðsókn að sýningum í Borgarleikhúsinu, að sögn Sigrúnar Valbergsdóttur, kynningarfulltrúa Leikfélags Reykjavíkur. Tæplega 5.500 manns komu til að sjá 16 viðburði í húsinu frá þriðjudegi til sunnudagskvölds, á þremur leiksviðum. Meira
6. apríl 2004 | Menningarlíf | 142 orð | 1 mynd

Annað tækifæri eftir metsöluhöfundinn James Patterson...

Annað tækifæri eftir metsöluhöfundinn James Patterson er komin út í kilju. Þýðandi er Magnea J. Matthíasdóttir . Bókin kom út í innbundinni útgáfu í haust. Meira
6. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 310 orð | 1 mynd

Beckham sagður hafa haldið framhjá

KNATTSPYRNUSTJARNAN David Beckham er sagður hafa haldið framhjá Viktoríu, eiginkonu sinni, með 26 ára gamalli spænskri aðstoðarkonu sinni, að því er fram kom í breskum dagblöðum í gær. Meira
6. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 236 orð | 1 mynd

Breyttur Bob

Haunting and Heartbreaking Songs er önnur plata rokksveitarinnar Molesting Mr. Bob. Sveitina skipa Krummi Jóns (rödd), Höddi (gítarar), Skúli (bassi) og Elli Bang (slagverk). Þeim til aðstoðar er 306. Lög eftir meðlimi en textar eru eftir Krumma. Upptökustjórn var í höndum sveitarinnar og Hálfdáns. Hljóðblöndun og hljómjöfnun var í höndum 306. Hálfdán sá um hljóðritun og -vinnslu og var 306 honum til aðstoðar við hljóðvinnsluna. Meira
6. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 100 orð | 1 mynd

...ferskum djassi

Í LOK mars stóðu nokkrir ungir íslenskir djassleikarar að tveggja daga djasshátíð á Hótel Borg og bar hún nafnið Ung Jazz Reykjavík . Meira
6. apríl 2004 | Menningarlíf | 441 orð | 5 myndir

Fimm bækur koma út hjá Vestfirska forlaginu

VÆNTANLEGAR eru fimm bækur og rit frá Vestfirska forlaginu á Hrafnseyri í Viku bókarinnar 20.-26. apríl en bækur forlagsins ganga sem kunnugt er undir samheitinu Bækurnar að vestan. Meira
6. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 129 orð | 1 mynd

Goren leysir vandann

LÖG og regla: Einbeittur brotavilji eða Law & Order: Criminal Intent eru nú komnir aftur á dagskrá Skjás eins. Þessir þættir eru eitt afsprengi Laga og reglu þáttanna en aðrir eru t.d. Meira
6. apríl 2004 | Leiklist | 637 orð

Grimmd og kúgun

Höfundur: Boris Vian. Þýðing: Friðrik Rafnsson. Leikstjóri: Hörður Sigurðarson. Búningar: Sara Valný Sigurjónsdóttir og Þórunn Eva Hallsdóttir. Leikmynd: Hörður Sigurðarson og Þorleifur Eggertsson. Ljós: Skúli Rúnar Hilmarsson. Hljóð: Hörður Sigurðarson. Leikarar: Ágústa Eva Erlendsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Helgi Róbert Þórisson, Huld Óskarsdóttir, Lovísa Árnadóttir og Snorri Engilbertsson. Föstudagur 12. mars. Meira
6. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 314 orð | 1 mynd

Heljardrengur í hæstu hæðum

Svo virðist sem nýjustu ofurhetju hvíta tjaldsins, Hellboy - eða Heljardrengur eins og útfæra mætti á íslensku - hafi tekist að feta í fótspor forfeðra sinna; Köngulóarmanns, Súpermanns, Leðurblökumanns og Hulks, en þeir hafa allir vafið bíóheimum um... Meira
6. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 288 orð | 1 mynd

Hurðarlaust helvíti

Leikstjóri: Zack Snyder. Handrit: James Gunn, byggt á kvikmyndahandriti Georges A. Romero. Kvikmyndatökustjóri: Matthew F. Leonetti. Tónlist: Tyler Bates. Aðalleikendur: Sarah Polley, Ving Rhames, Jake Weber, Mekhi Phifer , Inna Korobkina, Ty Burrell, Michael Kelly. 97 mín. Bandarísk. Universal Pictures 2004. Meira
6. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 162 orð | 1 mynd

Hærri einkunn fyrir að horfa á Píslasögu Krists

KENNARI við kaþólskan skóla í Kaliforníu hefur verið rekinn úr starfi fyrir að hafa boðið nemendum sínum í sjöunda bekk hærri einkunnir fyrir að horfa á Píslasögu Krists. Kennarinn, Stephen Hatorn, hafði kennt við St. Meira
6. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 393 orð | 2 myndir

Innflytjendaraunir

EIN af athyglisverðustu myndum síðasta árs verður frumsýnd á myndbandi og mynddiski hér á landi og kemur á leigurnar á morgun. Meira
6. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 503 orð | 1 mynd

Innrás leiðindaskjóðanna

Leikstjórn og handrit: Denys Arcand. Kvikmyndataka: Guy Dufaux. Aðalhlutverk: Rémy Girard, Stéphane Rousseau, Marie-José Croze og Johanne-Marie Tremblay. 99 mín. Kanada. Miramax 2003. Meira
6. apríl 2004 | Tónlist | 842 orð | 1 mynd

Kórsöngur og kammertónlist

Söngsveitin Fílharmónía. Xu Wen sópran, Hlín Pétursdóttir sópran, Sesselja Kristjásndóttir messósópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Davíð Ólafsson bassi ásamt hljómsveit. Konsertmeistari Zbigniew Dubik. Stjórnandi Óliver Kentish. Verk eftir G.F. Händel og Joseph Haydn. Laugardagurinn 27. mars 2004 kl. 17.00. Meira
6. apríl 2004 | Leiklist | 319 orð

Krefjandi spurningar

Höfundar: Leikhópurinn og Laufey Brá Jónsdóttir. Leikstjóri: Laufey Brá Jónsdóttir. Ljós: Valgeir Arnarsson. Hljóð: Hörður Valsson. Frumsýning í Ketilhúsinu, 1. apríl, 2004. Meira
6. apríl 2004 | Menningarlíf | 292 orð | 1 mynd

Kynningarvettvangur fyrir skólann

KUBBURINN er heiti nýs gallerís á vegum myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, sem opnað verður í húsnæði skólans í dag. Meira
6. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 151 orð | 1 mynd

Leitin að Nemó valin besta myndin

GRÍNLEIKARINN Mike Myers fékk yfir sig græna slímið á Nickelodeon-barnaverðlaunahátíðinni sem haldin var í Los Angeles um helgina. Atriðið, sem er nokkurs konar vörumerki hátíðarinnar, vakti mikla kátínu ungra gesta sem skríktu af fögnuði. Meira
6. apríl 2004 | Menningarlíf | 243 orð

Listasafn Íslands kl.

Listasafn Íslands kl. 12.10-12.40 Rakel Pétursdóttir safnfræðingur verður með leiðsögn um sýninguna Íslensk myndlist 1900-1930. Stofa 103 í Lögbergi kl. 15 Dr. Margrét Jónsdóttir heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Meira
6. apríl 2004 | Menningarlíf | 22 orð | 1 mynd

Ljóð

Grillveður í október nefnist ljóðabók eftir Óttarr m. Útgefandi er Nýhil. Bókin er 64 bls. Fjölritun: Margmiðlun Sigurjóns & Jóhannesar. Verð: 500... Meira
6. apríl 2004 | Menningarlíf | 63 orð

Ljóðasamkeppni

EDDA útgáfa og Fréttablaðið standa að ljóðasamkeppni dagana 16.-23. apríl. Samkeppnin er ætluð öllum sem fæddir eru árið 1974 og síðar. Dómnefnd skipa Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján B. Meira
6. apríl 2004 | Menningarlíf | 197 orð | 1 mynd

Lærdómsrit

Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út lærdómsritið Um lög eftir Tómas af Aquino . Ritið er hið 55. í röðinni af lærdómsritum en útgáfa þeirra hófst árið 1970 og hefur staðið óslitið síðan. Meira
6. apríl 2004 | Menningarlíf | 162 orð | 1 mynd

Lög

Lagaskuggsjá hefur að geyma ellefu ritgerðir um lögfræðileg efni eftir Pál Sigurðsson prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands. Meiri hluti greinanna birtist nú í fyrsta sinn. Meira
6. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 419 orð | 1 mynd

Málum bæinn bláan

Í KVÖLD hefst Blúshátíð í Reykjavík, þriggja daga blúshátíð sem Blúsfélag Reykjavíkur stendur að. Meira
6. apríl 2004 | Menningarlíf | 25 orð | 1 mynd

Meira af Meistaranum

VEGNA aðsóknar verða tvær aukasýningar eftir páska á Meistaranum og Margarítu eftir Mikail Bulgakov í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Sýningarnar verða föstudaginn 16. apríl og laugardaginn 24.... Meira
6. apríl 2004 | Menningarlíf | 400 orð | 1 mynd

Myndlistarmarkaðurinn tekur við sér eftir lægð

ÓVENJUMIKIÐ af íslenskri myndlist var boðið upp á uppboði hjá Bruun Rasmussen-uppboðshúsinu í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Meira
6. apríl 2004 | Menningarlíf | 128 orð | 1 mynd

Nýjar kiljur

Lovestar eftir Andra Snæ Magnason er komin út í kilju. Meira
6. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 91 orð

Óþelló Zeffirellis í Bæjarbíói

PÁSKAMYND Kvikmyndasafns Íslands er kvikmyndagerð Franco Zeffirellis frá 1986 á Óþelló eftir samnefndri óperu Verdi. Söngvarar í aðalhlutverkum eru þau Placido Domingo, Katia Ricciarelli og Justino Díaz. Meira
6. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 136 orð | 1 mynd

Pink leikur Janis

BANDARÍSKA söngkonan Pink, sem ætlar að skemmta Íslendingum síðar á árinu, mun leika söngkonuna Janis Joplin í væntanlegri kvikmynd, að sögn tímaritsins Variety . Meira
6. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 252 orð | 1 mynd

Seiðmagnaður dans

SUÐRÆN stemning ræður ríkjum á tangókvöldi sem haldið verður í Iðnó í kvöld. Húsið verður opnað kl. 20 en fyrsta klukkutímann gefst fólki kostur á að fá leiðsögn í hinum seiðandi dansi. Kl. 21 stígur svo Tangósveit lýðveldisins á svið og dansinn hefst. Meira
6. apríl 2004 | Menningarlíf | 118 orð | 1 mynd

Sigruðu í danskeppni í Þýskalandi

ÞRÍR nemar á lokaári nútímadansbrautar við Listdanskóla Íslands sigruðu í alþjóðlegri danskeppni í Berghausen í Þýskalandi á dögunum. Meira
6. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 745 orð

Ungdjass 2004

Föstudagskvöldið 26. mars 2004 á Hótel Borg. Fram komu íslensku sveitirnar Angurgapar og HOD og danska tríóið Refleks. Laugardagskvöldið 27. mars 2004 á Hótel Borg. Fram komu norska sveitin Jogujo circit, íslenska sveitin B3 og samnorræna sveitin Rodent. Meira
6. apríl 2004 | Menningarlíf | 114 orð | 1 mynd

Uppeldi

Uppeldisbókin - Að byggja upp færni til framtíðar nefnist uppeldishandbók fyrir foreldra og aðra uppalendur. Bókin er eftir bandaríska barnasálfræðinga, dr. Edward R. Christophersen og dr. Susan L. Mortweet. Meira
6. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 351 orð | 1 mynd

Ætla út á lífið

"ÞÆR eru mjög spenntar. Meira

Umræðan

6. apríl 2004 | Aðsent efni | 667 orð | 1 mynd

Hálfkák

Eðlilegt væri því að Landsvirkjun yrði að fullu í eigu ríkisins þannig að arður af þeim þjóðarauðlindum sem Landsvirkjun hefur nú þegar fengið til nýtingar dreifist með eðlilegum hætti á landsmenn. Meira
6. apríl 2004 | Bréf til blaðsins | 287 orð | 1 mynd

Hugverka sunnlenskra kvenna leitað

Á VEGUM bókaútgáfunnar Pjaxa ehf. vinnur hópur átta kvenna nú að því að safna efni eftir sunnlenskar konur. Meira
6. apríl 2004 | Aðsent efni | 713 orð | 1 mynd

Íslenskan er í eðli sínu ljóst og fagurt mál

Íslendingar eru ekki söguþjóð. Þeir eru kjaftasöguþjóð. Meira
6. apríl 2004 | Bréf til blaðsins | 382 orð

Misskipt veraldar gæðum FYRIR stuttu horfði...

Misskipt veraldar gæðum FYRIR stuttu horfði ég á mjög svo áhugaverða og fræðandi mynd í danska sjónvarpinu sem fjallaði um líf móður Pútíns, nýkjörins forseta Rússlands. Meira
6. apríl 2004 | Aðsent efni | 779 orð | 2 myndir

Námskostnaður og skólagjöld við Háskóla Íslands

Almennt séð er samhengi milli efnahags háskóla og gæða í kennslu og rannsóknum. Meira
6. apríl 2004 | Bréf til blaðsins | 393 orð | 1 mynd

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

HÆSTVIRTUR heilbrigðisráðherra Jón Kristjánsson: Eins og þú veist hefur verið rekin endurhæfing fyrir krabbameinssjúka á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi í Kópavogi frá janúar 2002. Meira
6. apríl 2004 | Aðsent efni | 811 orð | 1 mynd

Varðveitum Hólavallagarð

Vart leikur vafi á að Hólavallagarður sé með merkustu kirkjugörðum hérlendis og jafnvel þótt víðar væri leitað í Evrópu. Meira
6. apríl 2004 | Aðsent efni | 463 orð | 1 mynd

Það getur verið næðingssamt á bjarginu

Berstu trúarinnar góðu baráttu og þú munt komast af og höndla lífið. Meira

Minningargreinar

6. apríl 2004 | Minningargreinar | 1059 orð | 1 mynd

ELÍ RÓSINKAR JÓHANNESSON

Elí Rósinkar Jóhannesson húsasmíðameistari fæddist á Hlíð í Álftafirði við Ísafjarðardjúp 19. október 1925. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 18. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 26. mars. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2004 | Minningargreinar | 207 orð | 1 mynd

ELLEN MARIE STEINDÓRS

Ellen Marie Steindórs fæddist í Skæglund í Danmörku 14. maí 1935. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Hafnarfirði miðvikudaginn 25. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 9. mars. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2004 | Minningargreinar | 3001 orð | 1 mynd

ERLENDUR Ó. JÓNSSON

Erlendur Ólafur Jónsson fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1923. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón G. Ólafsson skipstjóri frá Skápadal í Patreksfirði, f. 25. apríl 1880, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2004 | Minningargreinar | 1080 orð | 1 mynd

FJÓLA SIGMUNDSDÓTTIR

Fjóla Sigmundsdóttir fæddist á Ísafirði 30. apríl 1922. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 27. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 10. mars. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2004 | Minningargreinar | 2582 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR ÓLAFSSON

Guðmundur Ólafsson, fv. verkstjóri í Hafnarfirði, fæddist á Smærnavelli í Gerðahreppi í Gullbringusýslu 14. janúar 1923. Hann lést á St. Jósefsspítalanum þriðjudaginn 30. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2004 | Minningargreinar | 2928 orð | 1 mynd

GUÐRÍÐUR JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR

Guðríður Jóhanna Jóhannsdóttir fæddist á Kirkjubóli í Múlasveit í Austur-Barðastrandarsýslu 28. september 1906. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2004 | Minningargreinar | 432 orð | 1 mynd

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

Guðrún Jónsdóttir fæddist á Syðri-Hömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 14. maí 1913. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 28. mars síðastliðinn. Foreldrar Guðrúnar voru Jónína Þorsteinsdóttir frá Berustöðum, f. 9. október 1883, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2004 | Minningargreinar | 261 orð | 1 mynd

HRÖNN ÞÓRÐARDÓTTIR

Hrönn Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 4. maí 1944. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 16. mars síðastliðinn og var jarðsungin frá Mosfellskirkju fimmtudaginn 25. mars. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2004 | Minningargreinar | 308 orð | 1 mynd

INGÓLFUR AGNAR GISSURARSON

Ingólfur Agnar Gissurarson fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1923. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 26. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 1. apríl. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2004 | Minningargreinar | 3859 orð | 1 mynd

KARL RÓSINBERGSSON

Karl Rósinbergsson fæddist í Reykjavík 16. apríl 1952. Hann lést á heimili sínu hinn 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Rósinberg Gíslason, f. 28. apríl 1923, og María Bender, f. 27. júlí 1930. Systkini Karls voru Leifur, f. 4. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2004 | Minningargreinar | 845 orð | 1 mynd

LÁRA JÓNSDÓTTIR

Lára Jónsdóttir fæddist í Kjarna við Akureyri 7. mars 1905. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónasson, f. 14. apríl 1874, d. 3. sept. 1935 og Aðalbjörg Hallgrímsdóttir, f. 31. mars 1879, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2004 | Minningargreinar | 247 orð | 1 mynd

PÁLL MARTEINSSON

Páll Marteinsson (Poul Hagbart Mikkelsen) fæddist í Gislev á Fjóni í Danmörku 11. desember 1921. Hann lést á Landakoti 11. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 19. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2004 | Minningargreinar | 974 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR

Sigríður Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 20. júní 1907. Hún lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Andrea Katrín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. á Hömrum í Gnúpverjahreppi 24. ágúst 1871, d. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2004 | Minningargreinar | 1138 orð | 1 mynd

SIGRÚN VIGDÍS ÁSKELSDÓTTIR

Sigrún Vigdís Áskelsdóttir fæddist á Bassastöðum við Steingrímsfjörð 10. janúar 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Áskell Pálsson, f. 12. september 1875, d. 11. maí 1951, og kona hans Guðríður Jónsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

6. apríl 2004 | Sjávarútvegur | 630 orð | 1 mynd

300 milljóna tap á 2 árum

UM 300 milljóna króna tap var á rekstri Festar hf. og dótturfyrirtækis hennar, Gautavíkur á Djúpavogi á þeim tæpum tveimur árum sem fjárfestingarfélagið Ker átti hlut í þeim. Meira
6. apríl 2004 | Sjávarútvegur | 284 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Hlýri 54 53 53...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Hlýri 54 53 53 1,169 62,102 Hrogn/Þorskur 56 52 55 694 38,264 Keila 5 5 5 35 175 Lúða 516 516 516 20 10,320 Skarkoli 161 150 160 189 30,209 Steinbítur 50 20 50 9,528 474,904 Undþorskur 65 59 64 1,102 71,053 Ýsa 159 43 145 599... Meira
6. apríl 2004 | Sjávarútvegur | 115 orð

Tækifæri sjávarútvegsins

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ og Útflutningsráð Íslands munu standa fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 29. apríl nk. sem ber vinnuheitið "Tækifæri sjávarútvegsins" og mun fjalla um útrásartækifæri greinarinnar. Meira

Viðskipti

6. apríl 2004 | Viðskiptafréttir | 134 orð

Gull lækkar vegna fleiri starfa

GULL hefur fallið í verði í viðskiptum með framvirka samninga eftir birtingu talna um ný störf í Bandaríkjunum. Meira
6. apríl 2004 | Viðskiptafréttir | 48 orð

Hádegisfundur Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands...

Hádegisfundur Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og FÍS (Félag íslenskra stórkaupmanna) efna til hádegisfundar í Odda, stofu 101, í dag, kl. 12.15-13.15. Yfirskrift fundarins er: Eru skattar á áfengi of háir á Íslandi? Meira
6. apríl 2004 | Viðskiptafréttir | 795 orð

Jákvæð áhrif fyrir allt þjóðfélagið

Fréttaskýring |Vonir standa til að erlendir fjárfestar muni kaupa íslensk ríkisskuldabréf í ríkari mæli en þeir hafa gert til þessa í kjölfar skráningar þeirra hjá alþjóðlega uppgjörsfyrirtækinu Clearstream Banking, sem hófst í gær. Almennt er gert ráð fyrir að vextir geti haldið áfram að lækka hér á landi í kjölfarið. Grétar Júníus Guðmundsson kannaði málið. Meira
6. apríl 2004 | Viðskiptafréttir | 213 orð | 1 mynd

Microsoft samþykkir að greiða Sun 140 milljarða

BANDARÍSKU tölvufyrirtækin Sun Microsystems og Microsoft hafa náð sáttum í máli sem Sun höfðaði gegn Microsoft fyrir brot á samkeppnis- og einkaleyfislögum. Er talið að þar með hafi endi verið bundinn á áratugar fjandskap á milli fyrirtækjanna. Meira
6. apríl 2004 | Viðskiptafréttir | 95 orð

Skyggnir gerir "mikilvægan" samning

SKYGGNIR hf. og hollenska flutningsmiðlunarfyrirtækið TraXX Intercontinental B.V. hafa gert með sér samning um rekstur miðlægs búnaðar , útstöðva og netkerfa ásamt ráðgjöf. Meira
6. apríl 2004 | Viðskiptafréttir | 209 orð | 1 mynd

Stofnandi IKEA ríkastur - eða ekki

SÆNSKA viðskiptablaðið Veckans Affärer segir Ingvar Kamprad, stofnanda sænsku húsgagnaverslunarkeðjunnar IKEA, ríkasta mann heims. Blaðið metur eignir Kamprads á 400 milljarða sænskra króna, eða um 4. Meira
6. apríl 2004 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Vöxtur í Kína skilar Alcoa hagnaði

BÚIST er við að Alcoa, stærsti álframleiðandi í heimi, muni tilkynna um hagnað þriðja ársfjórðunginn í röð. Ástæðan er einkum gott gengi félagsins í Kína. Meira

Daglegt líf

6. apríl 2004 | Daglegt líf | 243 orð | 3 myndir

Börnin velja teppi

Óhætt er að fullyrða að ómæld og óeigingjörn vinna liggi að baki verkefninu Teppi handa hetjum, sem félagar í Íslenska bútasaumsfélaginu standa fyrir. Á síðasta ári fengu 46 langveik börn teppi frá félaginu og í ár eru teppin 18. Meira
6. apríl 2004 | Daglegt líf | 455 orð | 1 mynd

Hverjum líkist þú?

Alltaf þegar einhver kemur í heimsókn eða sér þig í fyrsta sinn, byrja vangaveltur um hverjum þú líkist. Strax fyrsta morguninn þinn, biðum við spennt eftir ömmum þínum í heimsókn. Meira
6. apríl 2004 | Daglegt líf | 356 orð | 1 mynd

Páskavika líka kyrravika, dymbilvika eða efstavika

Misjafnt er eftir landshlutum hvað sumir dagar ársins eru kallaðir og nú þegar páskavikan fer í hönd eða hefst brátt, (eftir því hvoru er tekið mark á og hvar við erum stödd á landinu) er vert að glugga í hvað stendur á bak við orðið páskavika. Meira
6. apríl 2004 | Daglegt líf | 147 orð | 1 mynd

Yugiuh-spil bönnuð á skólalóðinni

Kennarar við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi ákváðu á kennarafundi í síðustu viku að banna svokölluð Yugiuh-spil í skólanum og á skólalóðinni vegna ýmissa leiðinda, sem þau valda þegar nemendur eru að skipta á spilum sín í milli. Meira

Fastir þættir

6. apríl 2004 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 6. apríl, er níræð Þorbjörg Pálsdóttir, Vesturgötu 7, Reykjavík. Hún eyðir deginum með fjölskyldu... Meira
6. apríl 2004 | Í dag | 583 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bænastund. Allir velkomnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Grensáskirkja. Meira
6. apríl 2004 | Fastir þættir | 209 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Þegar andstæðingarnir skríða í þrjú grönd, meira af vilja en mætti, er sérstök ástæða til að vanda sig í vörninni. Settu þig í spor austurs: Vestur gefur; allir á hættu. Meira
6. apríl 2004 | Fastir þættir | 329 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Opið mót um páskana á Loftleiðum Samhliða Íslandsmótinu í sveitakeppni, sem verður spilað á Hótel Loftleiðum um bænadagana, verður boðið upp á létta spilamennsku í kjallara hótelsins. Spilaðar verða þrjár 24 spila lotur, ein á skírdag, 8. Meira
6. apríl 2004 | Dagbók | 70 orð

DRAUMUR HJARÐSVEINSINS

Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á, þar bunaði smálækjar spræna. Mig dreymdi, að í sólskini sæti ég þá hjá smámey við kotbæinn græna. Meira
6. apríl 2004 | Viðhorf | 832 orð

Handkossar og stríð

Þeir áttu að verða tilfinningalausar og grimmar bardagavélar án mannlegra tilfinninga og áttu að læra að hunsa allar hefðir riddaramennskunnar, drepa vopnlausa útlendinga eins og flugur til að hræða óvininn. Meira
6. apríl 2004 | Í dag | 450 orð | 1 mynd

Leikfélag Hörgdæla sér um lestur Passíusálmanna

LEIKFÉLAG Hörgdæla sér um lestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Möðruvallakirkju í Hörgárdal í fjórða sinn nú á föstudaginn langa. Lesturinn hefst kl. 13 og stendur fram eftir degi. Það er fólk á öllum aldri sem les, allt frá 13 ára til áttræðs. Meira
6. apríl 2004 | Dagbók | 519 orð

(Rm. 13. 12.)

Í dag er þriðjudagur 6. apríl, 97. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Liðið er á nóttina og dagurinn í nánd. Leggjum því af verk myrkursins og klæðumst hertygjum ljóssins. Meira
6. apríl 2004 | Fastir þættir | 188 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 Rc6 8. Dd2 O-O 9. Bc4 Bd7 10. O-O-O Re5 11. Bb3 Da5 12. h4 Hfc8 13. Kb1 Rc4 14. Bxc4 Hxc4 15. Rb3 Dc7 16. Meira
6. apríl 2004 | Fastir þættir | 452 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Góður kunningi Víkverja er tónlistarmaður og hefur lengi leikið og sungið fyrir dansi á öldurhúsum. Þetta er erfitt og oft vanþakklátt starf, en kunninginn hefur gaman af því, enda er hann skemmtikraftur af köllun. Meira

Íþróttir

6. apríl 2004 | Íþróttir | 110 orð

Augenthaler á Villa Park

KLAUS Augenthaler, þjálfari Bayern Leverkusen, var staddur á Villa Park í Birmingham um helgina, til að sjá leik Aston Villa og Manchester City. Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 416 orð

Eiður Smári klár ef kallið kemur

EIÐUR Smári Guðjohnsen sagði við Morgunblaðið í gær að það myndi ekki skýrast fyrr en skömmu fyrir leikinn hvort hann yrði í byrjunarliðinu en Eiður og félagar hans í Chelsea-liðinu sækja Arsenal heim í Meistaradeildinni í knattspyrnu á Highbury í kvöld. Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 107 orð

Ferguson í fjögurra leikja bann

DUNCAN Ferguson, hinn skapbráði skoski landsliðsmaður hjá Everton, hefur verið úrskurðaður í fjögurra leikja bann og þá þarf hann að greiða 1,3 millj. ísl. kr. í sekt fyrir framkomu sína í leik gegn Leicester á dögunum. Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 121 orð

Fylkir mætir liði frá Belgíu í Intertoto

FYLKIR mætir belgísku liði í Intertoto-keppninni í knattspyrnu í sumar en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær. Ekki fæst úr því skorið hverjir mótherjar Fylkis verða fyrr en deildarkeppninni í Belgíu lýkur hinn 15. Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 194 orð

Grindavík lá fyrir Rauðu stjörnunni í Belgrad

GRINDVÍKINGAR töpuðu fyrir liði Rauðu stjörnunnar, 3:1, í æfingaleik í Belgrad í Serbíu gær. Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 185 orð | 1 mynd

Haukur Ingi væntanlega lítið með í sumar

HAUKUR Ingi Guðnason, knattspyrnumaður hjá Fylki, verður væntanlega ekki mikið með liði sínu í deildinni í sumar. Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 471 orð | 1 mynd

Keflvíkingar hafa betur, 2:1!

KEFLAVÍK sigraði Snæfell með 79 stigum gegn 65 í þriðja leik liðanna í úrslitarimmunni um meistaratitlinn í körfuknattleik karla í Stykkishólmi í gærkvöldi. Þar með eru Keflvíkingar komnir í þægilegri stöðu því liðinu nægir sigur á laugardaginn kemur á heimavelli sínum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 308 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Snæfell - Keflavík 65:79 Stykkishólmur,...

KÖRFUKNATTLEIKUR Snæfell - Keflavík 65:79 Stykkishólmur, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, þriðji leikur í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn, mánudagur 5. apríl 2004. Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 393 orð | 1 mynd

* MARC Baumgartner , þekktasti handknattleiksmaður...

* MARC Baumgartner , þekktasti handknattleiksmaður Sviss , hefur ákveðið að gefa kost á sér í landsliðið á nýjan leik í vor þegar Sviss leikur við Grikkland um sæti í undankeppni HM. Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 677 orð | 1 mynd

Meistarar Spurs vakna til lífsins

DEILDARKEPPNIN er óvenju skemmtileg um þessar mundir hjá NBA-liðunum. Fjögur lið berjast um toppsætið í Vesturdeildinni og gæti sú barátta á næstum tveimur vikum gefið vísbendingar um hvert meistartitillinn stefnir. Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 202 orð

Norræn knattspyrnudeild af stað næsta vetur

ÁKVEÐIÐ hefur verið að hleypa af stokkunum næsta vetur keppni í norrænni deild í knattspyrnu karla með tólf liðum frá þremur þjóðum, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 667 orð | 1 mynd

"Síðasta tækifæri mitt til að vinna Arsenal"

MIKIL spenna er í loftinu fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en þá kemur í ljós hvaða tvö lið tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Í Lundúnaborg, nánar tiltekið á Highbury, eigast við grannaliðin Arsenal og Chelsea sem skildu jöfn, 1:1, í fyrri leiknum á Stamford Bridge og Mónakó fær Real Madrid í heimsókn en Real hafði betur í fyrri leiknum á Bernabeu, 4:2. Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 529 orð | 2 myndir

"Þetta var frábær leikur hjá Sverri"

FALUR Harðarson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Keflavíkur, var gríðarlega ánægður með varnarleik liðsins gegn Snæfelli í gær, enda skoruðu heimamenn aðeins 65 stig og sagði Falur að Sverrir Sverrisson hefði gert allt sem hann hefði verið beðinn um að gera... Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd

* SIGFÚS Sigurðsson kemur inn í...

* SIGFÚS Sigurðsson kemur inn í lið Magdeburg í kvöld þegar það mætir Wallau Massenheim í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 206 orð

Silfurliturinn á "lukkuskeifunni" er ekki rétti liturinn

TORFI Alexandersson hefur vakið mikla athygli fyrir mjög svo líflega framkomu á hliðarlínunni í leikjum Snæfells og Keflavíkur fram til þessa, en Torfi er maðurinn með lukkuskeifuna, íklæddur jakkafötum í rétta litnum, lit Snæfells, eldrauðum, og hvetur... Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 411 orð

Skelfilegt skotval

DEILDARMEISTARAR Snæfells áttu fá svör í sóknarleiknum gegn Keflavík að þessu sinni þar sem að Corey Dickerson var gjörsamlega tekinn úr umferð frá upphafi til enda og með 79:65 tapi misstu leikmenn Snæfells heimaleikjaréttinn úr höndunum til Keflvíkinga... Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Strass úr leik um tíma

AUSTURRÍSKA handknattleikskona Sylvia Strass, sem leikur með Íslands- og bikarmeisturum ÍBV í handknattleik, meiddist í hné í upphitun fyrir fyrri leik ÍBV og Þór/KA á laugardaginn. Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 85 orð

Tveir leikir hjá HK og FH

HK og FH mætast í tveimur aukaleikjum um sæti í 8-liða úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í vikunni. Fyrri leikurinn verður í Kaplakrika klukkan 19.15 annað kvöld og síðari leikurinn í Digranesi klukkan 16.30 á föstudaginn langa. Meira
6. apríl 2004 | Íþróttir | 393 orð | 1 mynd

* ÞAÐ var gríðarlegur hávaði í...

* ÞAÐ var gríðarlegur hávaði í íþróttahúsinu í Stykkishólmi í gær, Fjárhúsinu eins og heimamenn kalla mannvirkið og heyrðu dómarar leiksins ekki í flautu 24 sek. klukkunnar sem stýrir lengd sókna hjá liðinu sem hefur knöttinn í það skiptið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.