Greinar mánudaginn 10. maí 2004

Forsíða

10. maí 2004 | Forsíða | 342 orð | 1 mynd

Baugur kaupir skartgripabúðir Goldsmiths

BAUGUR Group, ásamt öðrum íslenskum fjárfestum, sem ekki fást nafngreindir, hefur fest kaup á ríflega helmingshlut í bresku skartgripaverslanakeðjunni Goldsmiths. Að sögn talsmanns Baugs verður gengið frá samningum um kaupin í vikunni. Meira
10. maí 2004 | Forsíða | 213 orð | 1 mynd

Forseti Tétsníu myrtur

FORSETI rússneska sjálfstjórnarhéraðsins Tétsníu, Akhmad Kadírov, og að minnsta kosti 20 aðrir létust í sprengjutilræði á leikvangi í höfuðborginni Grozníj í gærmorgun, þar sem fram fóru hátíðahöld í tilefni af Sigurdeginum, er minnst var loka síðari... Meira
10. maí 2004 | Forsíða | 208 orð

Ísbirnir innlyksa á Bjarnarey

ÞRÍR ísbirnir, birna og tveir húnar hennar, eiga magurt sumar í vændum á Bjarnarey, en fjölskyldan varð innlyksa á eynni er ísinn umhverfis hana bráðnaði í vor og á því enga möguleika á að veiða sel sér til matar, að því er norska blaðið Aftenposten... Meira
10. maí 2004 | Forsíða | 110 orð | 1 mynd

Nýir íshellar í Langjökli

TVEIR íshellar fundust nýverið í Langjökli og sögðu nokkrir ferðalangar sem þar voru á ferð um helgina það tilkomumikla upplifun að ganga um þá. Stutt er milli hellanna tveggja en þeir eru um 200 m langir og báðir vel gangfærir. Meira

Baksíða

10. maí 2004 | Baksíða | 201 orð | 1 mynd

Aukin sala á byssuskápum

SALA á viðurkenndum byssuskápum hefur aukist verulega á undanförnum mánuðum. Eigandi veiðiverslunar telur að fréttir af slysum og byssuþjófnuðum hafi orðið til þess að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi öryggis við geymslu skotvopna. Meira
10. maí 2004 | Baksíða | 64 orð | 1 mynd

Fim á flugi í Laugarneshverfi

FIMAR stúlkur og strákar úr Ármanni léku listir sínar fyrir utan Laugarneskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Krakkarnir svifu ekki síður létt um loftið en fallhlífarstökkvararnir sem lentu á túninu við kirkjuna síðar um daginn. Meira
10. maí 2004 | Baksíða | 208 orð | 1 mynd

Heiður fyrir safnið og Siglufjörð

SÍLDARMINJASAFNIÐ á Siglufirði fékk Micheletti-verðlaun Evrópuráðs safna sem afhent voru í Aþenu í Grikklandi um helgina. Meira
10. maí 2004 | Baksíða | 174 orð | 1 mynd

Kviknaði í út frá grillkolum

BETUR fór en á horfðist þegar sinueldur kviknaði í Þrastaskógi síðdegis í gær, þar sem talsverð spilda brann. Lögreglan á Selfossi segir að talsverðar gróðurskemmdir hafi orðið, en eldurinn kviknaði út frá logandi grillkolum sem kastað var út í sinuna. Meira
10. maí 2004 | Baksíða | 247 orð

Nýtt tíu þúsund króna líkhúsgjald

KIRKJUGARÐAR Reykjavíkurprófastsdæma hafa hafið álagningu gjalds fyrir þjónustu líkhúss. Innheimt er 10 þúsund kr. gjald fyrir hvern látinn einstakling sem þar er geymdur. Er gjaldið innheimt hjá aðstandendum og eykur þannig útfararkostnað. Meira

Fréttir

10. maí 2004 | Miðopna | 880 orð | 1 mynd

Að lifa með öryggisleysi

Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju heimspekingurinn Karl Popper lauk hinu dramatíska niðurlagi fyrsta bindis verks síns um hið opna samfélag og óvini þess með setningunni: "Við verðum að halda áfram inn í hið óþekkta, það óvissa og óörugga, og... Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 125 orð

Andstaða við starfsmannaleigur

SAMBAND ungliðahreyfinga jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndunum (FNSU) hefur ályktað gegn starfsemi starfsmannaleiga. Í ályktuninni er m.a. minnst á þá birtingarmynd þessarar starfsemi sem sést hefur á Íslandi í tengslum við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 411 orð

Árleg hjólaferð Hreyfingar að Laugarvatni.

Árleg hjólaferð Hreyfingar að Laugarvatni. Laugardaginn 15. maí næstkomandi stendur Hreyfing fyrir sinni árlegu hjólaferð og að þessu sinni verður hjólað að Laugarvatni og lagt upp frá íþróttahúsi Mosfellsbæjar kl. 10 og komið til baka um kl. 16-17. Meira
10. maí 2004 | Erlendar fréttir | 176 orð

Bandaríkjamaður fyrir herrétt í Bagdad

LÁGT settur, bandarískur hermaður verður dreginn fyrir opinn herrétt í Bagdad síðar í mánuðinum, sakaður um misþyrmingar á íröskum föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad, að því er Mark Kimmitt hershöfðingi og talsmaður bandaríska hersetuliðsins í Írak... Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 142 orð | 3 myndir

Blíður dagur í borginni

BLÍÐAN í höfuðborginni í gær gladdi marga. Í Laugarnesinu var árlega hverfishátíðin Laugarnes á ljúfum nótum haldin, en hún er samstarfsverkefni Laugarneskirkju og ýmissa félagasamtaka í hverfinu. Meira
10. maí 2004 | Vesturland | 116 orð | 1 mynd

Bónus styrkir unglingastarfið

Borgarnes | Knattspyrnudeild Skallagríms og Bónus undirrituðu nýlega samning um samstarf deildarinnar og fyrirtækisins. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér að Bónus verður á þeim tíma einn aðalstyrktaraðili deildarinnar. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Dellubaðhús, upphitaður bekkur og Rónafriður

UPPHITAÐUR bekkur, sjávarfiskabúr í Top Shop húsinu við Lækjargötu, sundlaug á háhýsi sem ber við hafið og stöðumælar sem syngja, voru meðal hugmynda sem bárust í hugmyndasamkeppni Landsbankans um miðbæinn, en niðurstaða dómnefndar var kynnt um helgina. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 310 orð

Efni samningsins

SÓLHEIMAR taka að sér með samningnum við félagsmálaráðuneytið að veita 40 fötluðum íbúum á Sólheimum þjónustu í búsetu og atvinnu samkvæmt lögum um málefni fatlaðra og fá fyrir það frá ríkinu 163,7 milljónir króna í ár, en tekið verður mið af nýju... Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Farþegar Iceland Express hjálpa Rauða krossinum

FARÞEGAR með flugvélum Iceland Express geta nú losað sig við afgangsklink í ferðum til og frá Íslandi og hjálpað í leiðinni yngstu fórnarlömbum stríðsátaka. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 52 orð

Féll niður um níu þrep

ALVARLEGT slys varð á veitingastað í Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudags þegar maður á miðjum aldri féll niður stiga og skall með hnakkann á flísalagt gólfið. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 604 orð | 1 mynd

Finnst heimurinn hafa gleymt þeim

LÁRA Margrét Ragnarsdóttir, heiðursmeðlimur í Evrópuráðinu sem hefur unnið með málefni Tétsníu síðustu ár, segir að sprengjutilræðið í Tétsníu í gær, þar sem forseti landsins, Akhmad Kadyrov, og fjöldi annarra fórust, komi henni ekki á óvart. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Gagnavefsjá opnuð

GAGNAVEFSJÁ Orkustofnunar hefur verið tekin formlega í notkun. Í gagnavefsjánni er að finna margvíslegar upplýsingar um náttúru landsins, en þó aðallega um jarðhita og vatnafar, eins og segir í tilkynningu. Meira
10. maí 2004 | Vesturland | 442 orð | 1 mynd

Góður andi og stutt í grínið

Það stendur mikið til hjá Karlakórnum Söngbræðrum í Borgarfirði en þeir eru að undirbúa tónleika með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur í Reykholtskirkju föstudaginn 14. maí nk. Pavel Manásek, stjórnandi þeirra síðastliðinn einn og hálfan vetur, hlakkar til að stjórna kórnum í kirkjunni sem hann segir alveg frábært tónlistarhús. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Heimilt verði að setja lágmarksverð á kjöt

HEIMILD verður veitt landbúnaðarráðherra til að setja tímabundið lágmark á heildsöluverð á kjöti og öðrum fleiri búvörum, verði tillögur tveggja lögfræðinga, sem tekið hafa saman skýrslu fyrir landbúnaðarráðuneytið, leiddar í lög. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 144 orð

Hermenn við öryggiseftirlit

ALVANALEGT er að hermenn séu við öryggisgæslu þegar olíuflutningaskip eru affermd í Helguvíkurhöfn samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni R. Benediktssyni, sýslumanni á Keflavíkurflugvelli. Hermenn stóðu vörð m.a. Meira
10. maí 2004 | Erlendar fréttir | 1091 orð | 1 mynd

Hið einkavædda stríð

Málaliðar, sem ekki lúta öðru en valdi peninganna, eru á flestum ófriðarsvæðum. Tugþúsundir slíkra "öryggisverktaka" eru í Írak. Auðunn Arnórsson fjallar um einkavæðingu hernaðarverkefna og vandamálin sem hún skapar. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 124 orð

Kennarar funda með launanefnd í dag

NÆSTI viðræðufundur fulltrúa Kennarasambands Íslands og launanefndar sveitarfélaganna verður í dag, mánudag, en þá munu reikninefndir kennara og sveitarfélaganna setjast saman niður til að skoða tilboðin sem fram hafa komið. Meira
10. maí 2004 | Vesturland | 182 orð | 1 mynd

Kennslu í framhaldsdeild lokið í Stykkishólmi

Stykkishólmur | Áratuga kennslu við framhaldsdeild í Stykkishólmi er nú lokið. Við Grunnskólann hefur verið starfrækt deild frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Um tíma var boðið upp á tveggja vetra nám og komst nemendafjöldinn þá upp í 42. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 172 orð

Krakkar fari út að leika sér

ALÞJÓÐA heilbrigðismálastofnunin hefur útnefnt 10. maí sem alþjóðadag hreyfingar. Að sögn Laufeyjar Steingrímsdóttur, næringarfræðings og sviðsstjóra rannsókna hjá Lýðheilsustöð, er dagurinn að þessu sinni einkum tileinkaður börnum. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð

LEIÐRÉTT

Nafnabrengl Vegna misskilnings milli greinarhöfundar og Morgunblaðsins um píanósnillinginn Marc-André Hamelin í sunnudagsblaðinu var John Allison, tónlistargagnrýnandi Financial Times í London, sagður hafa nefnt Hamelin "súpervirtúós" eftir... Meira
10. maí 2004 | Miðopna | 923 orð | 1 mynd

Leikskóli fyrir alla

Nú er mikið rætt um fátækt á Íslandi og menn hafa komið með ýmsar uppástungur til að sporna gegn fátækt. Meðal þess sem hefur verið nefnt er að tekjutengja leikskólagjöld þannig að leikskólinn verði ódýrari fyrir þá sem minna hafa milli handanna. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Lömbin fagna

SAUÐBURÐUR hefur gengið mjög vel í Mýrdalnum en þar hófst sauðburður hinn 20. apríl. Jónas Erlendsson, bóndi á Fagradal, segir að frjósemin sé með mesta móti. Á Fagradal séu 90-100% ánna tvílembdar, til þessa hafi tíu verið þrílembdar og ein fjórlembd. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 764 orð | 1 mynd

Miklar breytingar á 50 árum

Björn Þorsteinsson fæddist á Siglufirði árið 1943. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1963 og kandítatsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1971. Björn hefur starfað hjá Kópavogsbæ frá árinu 1978, fyrst sem skólafulltrúi og bæjarritari, en gegnir nú starfi framkvæmdastjóra tómstunda- og menningarsviðs bæjarins. Hann er kvæntur Erla Sigurlaugu Indriðadóttur sem starfar hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Þau eiga tvö börn. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 100 orð

Norðurljós á fund allsherjarnefndar

FULLTRÚAR Norðurljósa koma á fund allsherjarnefndar Alþingis í dag til að ræða fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Nefndin hefur þegar fundað með fulltrúum annarra fjölmiðla. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 145 orð

Óskað álits ESA á lögmæti sparisjóðalaganna

STOFNFJÁREIGANDI í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hefur óskað eftir áliti Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, á því hvort lög um sparisjóði sem samþykkt voru fyrr á árinu standist reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

"Furðuleg uppákoma"

"VIÐ vorum að koma úr bænum eftir gleðskap en smám saman fylltist bærinn af hermönnum," rifjar Ólafur Guðmundsson upp en í dag, 10. maí, er 64 ár liðin frá því breskt hernámslið steig fyrst á land í Reykjavík og kl. 7. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

"Mikill heiður fyrir Háskólann á Akureyri"

HIN nýja félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri hefur tekið að sér að sinna fræðslu- og upplýsingastarfi um efni Genfarsamninganna um allt land, í samráði við Rauða krossinn og utanríkisráðuneytið. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 778 orð | 2 myndir

"Vænlegra til árangurs að horfa fram á veginn"

Ríkið viðurkennir sérstöðu Sólheima í fyrsta skipti með formlegum hætti í nýjum samningi sem gerður hefur verið milli félagsmálaráðuneytis og Sólheima. Sunna Ósk Logadóttir var við undirritun samningsins í sólríku sumarveðri í Grímsnesinu á laugardag. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 377 orð

Réttur útlendinga sé ekki fótum troðinn

GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði í ræðu sinni á fjórða þingi Samiðnar á Akureyri á föstudag að alþjóðavæðing og áhrif hennar á þróun íslensks vinnumarkaðar væri eitt af þeim málum sem brynnu á verkalýðshreyfingunni í dag. Meira
10. maí 2004 | Miðopna | 514 orð

Samkeppnisreglur hjálpa stórum ríkjum á kostnað lítilla

Holland er eitt af minni ríkjum ESB en þrátt fyrir það hafa hollenskir bankar náð ótrúlegum árangri og skipað sér í hóp þeirra stærstu í heiminum á síðustu 15 árum. Meira
10. maí 2004 | Erlendar fréttir | 375 orð | 1 mynd

Samsetning fyrstu Airbus 380-þotunnar hafin

SAMSETNING fyrstu A380 farþegaþotunnar, tveggja hæða risaþotu evrópsku flugvélaverksmiðjunnar Airbus, hófst í Toulouse í Frakklandi á föstudaginn. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð

Schumann fyrirlestur Heidi Hautala, þingmaður fyrir...

Schumann fyrirlestur Heidi Hautala, þingmaður fyrir Græna á finnska þjóðþinginu, mun flytja fyrirlestur um stækkun Evrópusambandsins og samskipti ríkja beggja vegna Atlantshafsins á morgun, þriðjudaginn 11. maí, kl. 17 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 211 orð

Stjórnendur fái að vera í stéttarfélagi

LANDSFUNDUR Verkstjórasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem sú þróun að nýráðnum stjórnendum sé meinað að vera félagar í stéttarfélagi er hörmuð. Í ályktuninni segir m.a. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 314 orð | 2 myndir

Viðamiklar endurbætur í Hólavallakirkjugarði

TVEIR danskir steinsmiðir frá fyrirtækinu Poul Hansens Stenhuggeri komu hingað til lands á dögunum á vegum Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma til að skoða Hólavallagarð, kirkjugarðinn við Suðurgötu, en ætlunin er að þeir muni vinna að viðgerðum á ýmsum... Meira
10. maí 2004 | Vesturland | 260 orð | 1 mynd

Vilja að nafn Landbúnaðarháskólans verði óbreytt

Skorradalur | Miðvikudaginn 28. apríl sl. var fundur haldinn í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri með bændum á kennslubúum á Vesturlandi. Fundarefni var tillaga að nýju skipulagi bændadeildar sem unnið var af starfshópi sem rektor LBH, Magnús B. Meira
10. maí 2004 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Þjónusta fremur en afgreiðsla

ÝMISLEGT mætti bæta í þjónustu opinberra stofnana með því að nota tæki markaðsfræðinnar, að mati Þórðar Sverrissonar, rekstrarhagfræðings hjá IMG Deloitte. Meira

Ritstjórnargreinar

10. maí 2004 | Leiðarar | 314 orð

Bjartsýni á Sólheimum

Nú ríkir bjartsýni í byggðahverfinu að Sólheimum í Grímsnesi. Ágreiningur sem staðið hefur í nokkur ár um starfsemi Sólheima hefur verið leystur og er að baki. Meira
10. maí 2004 | Staksteinar | 345 orð

- Efnið loforðin

Erlingur Þór Tryggvason segir á frelsi.is að trúverðugleiki sé mikilvægasta eign stjórnmálamanna. "[... Meira
10. maí 2004 | Leiðarar | 209 orð

Peterson og starfsmenn Norðuráls

Þegar umræður voru að hefjast um byggingu álvers í Straumsvík fyrir fjórum áratugum höfðu andstæðingar álversins ýmislegt við það að athuga. Meira
10. maí 2004 | Leiðarar | 106 orð

Raforkubændur

Fyrir skömmu var ný virkjun tekin í notkun í Eyjafjarðarsveit, svonefnd Djúpadalsárvirkjun. Hún er stærsta einkavirkjun í landinu og selur raforku inn á hið almenna raforkukerfi landsmanna. Nú er talið að um 200 slíkar virkjanir séu starfræktar. Meira

Menning

10. maí 2004 | Fólk í fréttum | 142 orð | 3 myndir

Einstök og dularfull listakona

ÞAÐ var gríðargóð stemning í Háskólabíói á föstudagskvöld þegar þýska söngkonan Ute Lemper lagði tónleikagesti að fótum sér með kraftmiklum og fjölbreyttum söng sínum, en Lemper er algjörlega ófeimin við að hræra saman hinum margvíslegustu stefnum og... Meira
10. maí 2004 | Fólk í fréttum | 362 orð | 3 myndir

FÓLK Í fréttum

MIKIÐ er nú rætt ytra um stjörnurnar Beyoncé Knowles og Jay-Z , en slúðursögur herma að þau hafi gift sig með leynd í lágstemmdri athöfn í Kaliforníu. Meira
10. maí 2004 | Menningarlíf | 190 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um Heimskringlu

DR. Jon Gunnar Jørgensen, prófessor við Óslóarháskóla, flytur opinberan fyrirlestur um varðveislu Heimskringlu, í Þjóðarbókhlöðunni, kl. 16.15 á miðvikudag. Meira
10. maí 2004 | Menningarlíf | 173 orð

Fyrirlestur um stöðu finnskrar ljósmyndunar

ASKO Mäkelä, forstöðumaður Ljósmyndasafns Finnlands, fjallar um sterka stöðu finnskrar samtímaljósmyndunar í listheiminum í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, kl. 20 í kvöld. Meira
10. maí 2004 | Menningarlíf | 460 orð | 1 mynd

Góð list hvorki bundin tíma né tískustraumum

VERK úr smiðju Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara verða sýnd á þremur sýningum víðs vegar um Evrópu í ár. Meira
10. maí 2004 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Íslenskt mál

Saga orðanna er eftir Sölva Sveinsson. Bókin er rituð léttum og aðgengilegum stíl. Meira
10. maí 2004 | Fólk í fréttum | 370 orð | 3 myndir

KILL BILL VOL 2 / Tónlist...

KILL BILL VOL 2 / Tónlist úr kvikmyndinni Það þarf ekkert að fjölyrða frekar um þá sérstöku hæfileika sem Tarantino hefur til að velja myndum sínum réttu tónlistina. Meira
10. maí 2004 | Tónlist | 399 orð | 1 mynd

Konunglegur drengjakór

Drengjakór Kaupmannahafnar (Copenhagen Royal Chapel Choir). Trompetleikari Palle Mikkelborg. Hörpuleikari Helen Davies. Stjórnandi Ebbe Munk. Föstudagurinn 7. maí 2004 kl. 20.00. Meira
10. maí 2004 | Menningarlíf | 92 orð

Kópavogsdagar

Dagskráin í dag er eftirfarandi: Kl. 10 og 13 Bókasafn Kópavogs Selurinn Snorri - ævintýri í máli og myndum um dýrin í sjónum fyrir börn á leikskólaaldri. Myndasýning, sögustund og skroppið á hvalbak Þátttaka tilkynnist í síma: 570-0430. Kl. 17. Meira
10. maí 2004 | Fólk í fréttum | 234 orð | 1 mynd

...lífi og starfi kóngafólks

ÁHUGI á dönsku konungsfjölskyldunni hefur ekki verið meiri hér á landi síðan Íslendingar töluðu margir hverjir dönsku á sunnudögum. Meira
10. maí 2004 | Menningarlíf | 411 orð | 1 mynd

Myndlistaskólinn í Reykjavík hlýtur styrk

MYNDLISTASKÓLANUM í Reykjavík hefur verið veittur veglegur styrkur frá Leonardo da Vinci áætlun Evrópusambandsins til að vinna verkefni í samvinnu við fimm listaskóla í Evrópu. Meira
10. maí 2004 | Fólk í fréttum | 108 orð | 2 myndir

Mögnuð saga einstakrar konu

GÓÐUR rómur var gerður að frammistöðu leikara, leikstjóra, handritshöfundar og tónlistarmanna þegar leikritið Piaf eftir Sigurð Pálsson var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á fimmtudagskvöld. Meira
10. maí 2004 | Fólk í fréttum | 236 orð | 1 mynd

Pólitísk rétthugsun út um gluggann

Á DÖGUM pólitískrar rétthugsunar geta groddalegar og um leið fáránlegar pælingar kallað fram ferska vinda og vakið fólk til meðvitundar í samfélagi sem telur sig vera sloppið fyrir horn svo lengi sem rétt sé talað um hlutina. Meira
10. maí 2004 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

"Jóladagatal" fótboltamanna

STÆRSTI fótboltaviðburður ársins hjá íslenskum sjónvarpsáhorfendum, Evrópukeppnin í fótbolta, er skammt undan, en hún hefst hinn 12. júní næstkomandi. Meira
10. maí 2004 | Fólk í fréttum | 362 orð | 4 myndir

Undirrituðu samning um sjónvarpsþætti

Söngsveitin Nylon átti annasaman dag á laugardag, en þá voru þær allt í senn að undirbúa sig, koma fram í Smáralindinni og skrifa undir samninga við Skjáeinn um gerð þátta um líf sveitarinnar í sumar, en allt lítur út fyrir að sumarið verði nokkuð... Meira
10. maí 2004 | Fólk í fréttum | 325 orð | 1 mynd

Ungar og hugmyndaríkar kjarnakonur

HLJÓMSVEITIN Brúðarbandið skrifaði á laugardag undir útgáfusamning við plötubúðina 12 tóna á Hótel Borg, en Brúðarbandið, sem spilar melódískt pönkrokk, hefur einungis verið starfrækt í sex mánuði. Meira
10. maí 2004 | Fólk í fréttum | 237 orð | 1 mynd

Þjóðsaga verður raunveruleiki

VEITINGASTAÐURINN Rick's Cafe hefur loksins opnað í borginni Casablanca í Marokkó, en Rick's Café var sögusvið myndarinnar Casablanca þar sem hin heillandi en hrjáða söguhetja Rick, sem leikinn var af Humphrey Bogart glímdi við ást sína á Ilsu, sem var í... Meira
10. maí 2004 | Menningarlíf | 205 orð | 3 myndir

Þrjú hljóta viðurkenningu IBBY

IBBY á Íslandi hefur veitt Vorvindaviðurkenningar sínar á þessu vori og er það í 17. skipti sem slíkar viðurkenningar eru veittar fyrir framúrskarandi menningarstarf í þágu barna- og unglinga. Meira

Umræðan

10. maí 2004 | Aðsent efni | 736 orð | 1 mynd

Brottfallsumræða á villigötum

Brottfall úr skólum er ekki verkmenntavandi. Meira
10. maí 2004 | Aðsent efni | 489 orð | 1 mynd

Drullan, "sjarminn og stemmningin"

Hvort sem náttúruskoðendurnir eru íslenskir eða útlendir, litlir eða stórir, feitir eða grannir valda þeir landspjöllum. Meira
10. maí 2004 | Bréf til blaðsins | 298 orð

Eiga stjórnmálamenn að hafa einkarétt á að ljúga að þjóðinni?

ÉG verð að játa að ég botna lítið í umræðunni um fjölmiðlafrumvarpið. Ég er tryggur áskrifandi að Morgunblaðinu og er einn af þeim, sem settu DV á hausinn á sínum tíma, með því að segja upp áskriftinni. Meira
10. maí 2004 | Bréf til blaðsins | 383 orð

Er ég slæm móðir? Hugleiðing

Á vordögum í fyrra gerðist sá undursamlegi atburður að ég varð móðir, móðir fallegs og heilbrigðs barns. Barnið er óskabarn foreldra sinna og var mjög velkomið í heiminn. Meira
10. maí 2004 | Aðsent efni | 839 orð | 1 mynd

Heimdallur vill jafnrétti!

Jákvæð mismunun er alltaf mismunun og aldrei jákvæð. Meira
10. maí 2004 | Aðsent efni | 412 orð | 1 mynd

Latínuskólinn?

Það má líka skilja þetta sem vantraust á verknámsskólana. Meira
10. maí 2004 | Aðsent efni | 381 orð | 1 mynd

Lok samræmdra prófa

Skv. áfengislögum má ekki selja, veita eða afhenda þeim sem er yngri en 20 ára áfengi. Meira
10. maí 2004 | Bréf til blaðsins | 431 orð

Mikil þörf fyrir Happdrætti DAS

Í MORGUNBLAÐINU 27. apríl 2004 var viðtal við formann Sjómannadagsráðs, Guðmund Hallvarðsson: Ennþá mikil þörf fyrir DAS, Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Meira
10. maí 2004 | Aðsent efni | 360 orð | 1 mynd

Nám í ferðaþjónustu - stutt, hagnýtt og skemmtilegt

Að læra að skipuleggja ferðalög fyrir gesti sem vilja sækja Ísland heim getur verið mikil ábyrgð ... Meira
10. maí 2004 | Aðsent efni | 634 orð | 1 mynd

Neytendasamtökin vísa í huldumenn

Hann ætti kannski frekar að biðja huldumennina um rök. Meira
10. maí 2004 | Aðsent efni | 623 orð | 1 mynd

Voðinn vís fyrir réttlætið?

Og við skulum svo bara vona að skrif Þrastar hafi ekki áhrif á þá sem rannsaka málið. Meira
10. maí 2004 | Bréf til blaðsins | 23 orð | 1 mynd

Þessir duglegu drengir héldu tombólu og...

Þessir duglegu drengir héldu tombólu og söfnuðu 3.500 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir eru Skúli Freyr Ólafsson og Steinþór Örn... Meira

Minningargreinar

10. maí 2004 | Minningargreinar | 1497 orð | 1 mynd

EINAR S. ARNALDS

Einar Arnalds fæddist í Reykjavík 6. febrúar árið 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi hinn 18. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 27. apríl. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2004 | Minningargreinar | 1534 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRG VIGFÚSDÓTTIR

Guðbjörg Vigfúsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 10. júní 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum hinn 27. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vigfús Bjarnason, verkamaður, f. 18. apríl 1885, d. 26. október 1966, og Sólveig P. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2004 | Minningargreinar | 231 orð | 1 mynd

JÓN VIÐAR BJÖRGVINSSON

Jón Viðar Björgvinsson fæddist á Akureyri 18. júlí 1945. Hann lést á Akureyri hinn 1. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björgvin Einarsson frá Vopnafirði, f. 30. september 1903, d. 21. maí 1968, og Sigríður Jónsdóttir frá Efstalandskoti í Öxnadal, f. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2004 | Minningargreinar | 805 orð | 1 mynd

JÓN ÞORVALDUR INGJALDSSON

Jón Þorvaldur Ingjaldsson fæddist í Reykjavík 28. mars 1967. Hann lést í Bergen í Noregi 27. apríl og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 7. maí. Vegna mistaka í vinnslu birtist minningargrein afabarnanna Fanndísar og Þorsteins um Ólaf Jón Þórðarson á blaðsíðu 48 í Morgunblaðinu á laugardag á undan minningargreinum um Jón Þorvald Ingjaldsson. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2004 | Minningargreinar | 2182 orð | 1 mynd

MAGNÚS JÓNSSON

Magnús Jónsson húsgagnasmíðameistari, fæddist að Tröð í Súðavík 31. júlí 1925. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 3. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Kristóbertsson, f. 21. janúar 1892, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2004 | Minningargreinar | 2211 orð | 1 mynd

MARÍA BJARNASON

Jóhanna María Bjarnason eða Maja í Bakka, eins og hún var oftast kölluð, fæddist í Vogi á Suðurey í Færeyjum 3. september 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði 25. apríl 2004. Foreldrar hennar voru Anna Thomina Gudmundsen, fædd Hansen, f. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2004 | Minningargreinar | 49 orð | 1 mynd

ÓLAFUR JÓN ÞÓRÐARSON

Ólafur Jón Þórðarson fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 24. september 1930. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 16. apríl. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2004 | Minningargreinar | 1092 orð | 1 mynd

SIGURÐUR EGGERT SIGURÐSSON

Sigurður Eggert Sigurðsson fæddist á Skeggjastöðum í Mosfellssveit hinn 27. október 1924. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 1. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Margrét Árnadóttir, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 196 orð

Fyrsta verkefni Landsbankans í Rússlandi

RÁÐGJAFI Landsbankans í Pétursborg, Vlad Avigdor , annaðist ráðgjöf vegna kaupa eignarhaldsfélagsins Edda Printing and Publishing og Prentsmiðjunnar Odda á rússnesku prentsmiðjunni MDM PECHAT LLC í Pétursborg, sem greint var frá í Morgunblaðinu í síðustu... Meira
10. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 271 orð | 1 mynd

Hekla hagnast á ný

ÖLLU starfsfólki Heklu, 190 að tölu, var boðið á aðalfund sl. föstudag í nýjum húsakynnum vélasviðs Heklu við Klettagarða. Meira
10. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 125 orð | 1 mynd

Schröder hvetur til sameiningar banka

GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, hvetur til sameiningar banka í landinu til að skapa stóra banka, sem verði samkeppnishæfir á alþjóðlegum vettvangi. Meira

Daglegt líf

10. maí 2004 | Daglegt líf | 467 orð | 4 myndir

Hjálmar eru lífsnauðsyn

Nú þegar hjólatíminn er hafinn er vert að huga að öryggisatriðum barna á reiðhjólum. Í dag og næstu daga verða í fyrsta skipti öllum sex ára börnum á landinu (fæddum 1997) gefnir reiðhjólahjálmar og það eru hvorki fleiri né færri en 4.500 börn. Meira
10. maí 2004 | Daglegt líf | 199 orð | 1 mynd

Kynið ákveðið fyrirfram

Æ fleiri foreldrar óska eftir því að velja kyn ófæddra barna sinna, að því er fram kemur á fréttavef Aftenposten . Læknastofa nálægt Stanstedflugvelli í Englandi býður foreldrum nú meðferð þar sem kyn ófædds barns er ákveðið. Meira
10. maí 2004 | Daglegt líf | 279 orð | 1 mynd

Veikir gullfiskar í uppskurð

Gullfiskalækningar eru ný sérgrein sem er að ryðja sér til rúms í dýralækningum í Bandaríkjunum og Japan, segir í grein, sem nýlega birtist í New York Times. Meira

Fastir þættir

10. maí 2004 | Dagbók | 190 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Laugarneskirkja. Opinn 12 sporafundur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Allt fólk velkomið. Vinir í bata. Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.30. Meira
10. maí 2004 | Fastir þættir | 189 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

"VEIKIR tveir, en getur verið fimmlitur." Ásmundur Pálsson var í suðursætinu, en Þröstur Ingimarsson og Bjarni Einarsson í vörninni og Bjarni var að útskýra opnunarsögn Þrastar, sem hafði vakið á tveimur spöðum. Meira
10. maí 2004 | Dagbók | 477 orð

(Hebr. 11, 1.)

Í dag er mánudagur 10. maí, 131. dagur ársins 2004, Eldaskildagi. Orð dagsins: Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. Meira
10. maí 2004 | Fastir þættir | 511 orð | 1 mynd

Hjónasigur í gæðingakeppninni

Mótahald hjá stærsta hestamannafélagi landsins, Fáki, stendur með miklum blóma þótt ekki sé enn komið að alvörumótum þess. Valdimar Kristinsson mætti á æfingamót í Víðidalinn. Meira
10. maí 2004 | Dagbók | 97 orð | 1 mynd

Safnaðarferð Árbæjar- og Grafarholtssafnaðar

SAFNAÐARFERÐ Árbæjar- og Grafarholtssafnaðar verður farin sunnudaginn 16. maí. Lagt verður af stað frá Árbæjarkirkju kl. 9 árdegis. Haldið verður sem leið liggur í Búðardal og sóknarpresturinn þar, sr. Meira
10. maí 2004 | Fastir þættir | 112 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Bd3 O-O 6. Rge2 Rbd7 7. O-O c5 8. d5 Re5 9. f4 Rxd3 10. Dxd3 a6 11. a4 Bd7 12. h3 b5 13. axb5 axb5 14. Hxa8 Dxa8 15. cxb5 Hb8 16. e5 Re8 17. Df3 e6 18. dxe6 Bxe6 19. Dxa8 Hxa8 20. Be3 Hb8 21. Hd1 dxe5 22. Meira
10. maí 2004 | Fastir þættir | 444 orð

Úrslit

Gæðingavormót Fáks, haldið í Víðidal A-flokkur gæðinga 1. Saga frá Lynghaga og Hulda Gústafsdóttir, 8,62 2. Skemill frá Selfossi og Hinrik Bragason, 8,54 3. Gyllir frá Keflavík og Sigurður V. Matthíasson, 8,46 4. Meira
10. maí 2004 | Dagbók | 62 orð

ÚTILEGUMAÐURINN

Öxlin er sigin, bakið bogið af byrði þungri, - tómum mal. Leggmerginn hefur sultur sogið og sauðaleit um Skuggadal. Þú gengur hljótt og hlustar við, en höndin kreppist fast um stafinn, - þú heyrir vatna næturnið og náhljóð kynleg saman vafin. Meira
10. maí 2004 | Fastir þættir | 368 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Um daginn las Víkverji í blaði að uppáhaldskaffihúsið hans í öllum heiminum, Mokka á Skólavörðustíg í Reykjavík, muni brátt fá alvarlega samkeppni. Á sumsé að fara að opna gæðabakarí með innbyggðu kaffihúsi við sömu götu. Meira

Íþróttir

10. maí 2004 | Íþróttir | 392 orð | 1 mynd

* ALAN Smith var fyrirliði Leeds...

* ALAN Smith var fyrirliði Leeds gegn Charlton á laugardaginn en það var án efa hans síðasti heimaleikur með félaginu. Leeds er fallið í 1. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

Árni Gautur með Skagamönnum?

ÞÓRÐUR Þórðarson, markvörður bikarmeistaraliðs ÍA í knattspyrnu, er meiddur á hné og bendir allt til þess að hann verði að fara í aðgerð á næstu dögum og missi þar með af upphafi Íslandsmótsins í knattspyrnu sem hefst hinn 15. maí en Skagamenn leika gegn Fylki á heimavelli 16. maí. Þórður meiddist í æfingaferð liðsins í Þýskalandi á dögunum og hefur ekkert æft með liðinu undanfarnar tvær vikur. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 301 orð | 1 mynd

Besti árangur Chelsea í 27 ár

EIÐUR Smári Guðjohnsen og félagar í Chelsea tryggðu sér annað sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn með því að gera jafntefli, 1:1, við Manchester United á Old Trafford. Fjögur stig skilja liðin að fyrir lokaumferð deildarinnar og með þessu varð ljóst að Chelsea fylgir Arsenal inn í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu næsta haust en Manchester United þarf að taka þátt í lokaumferð forkeppninnar. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 123 orð

Borgvardt og Ármann úr leik hjá FH?

FH-INGAR hafa orðið fyrir miklu áfalli því að allt útlit er fyrir að tveir skæðustu sóknarmenn þeirra, Allan Borgvardt og Ármann Smári Björnsson, verði ekki með þeim í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 423 orð

Bremen tryggði sér meistaratitilinn í München

WERDER Bremen sýndi hvaða lið er best í Þýskalandi á laugardaginn þegar það heimsótti Bayern München, sigursælasta lið landsins og meistara síðasta árs. Stórsigur, 3:1, á útivelli tryggði Bremen sigur í deildinni, þann fyrsta síðan 1993 og þann fjórða í sögu félagsins. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 217 orð

Ciudad Real vantar ennþá eitt stig í meistaratitil

ÓLAFI Stefánssyni og félögum í Ciudad Real tókst ekki að gulltryggja sér spænska meistaratitilinn í handknattleik á laugardaginn. Þeir þurfa aðeins eitt stig í viðbót en máttu sætta sig við ósigur í Valladolid, 37:34. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 1099 orð

Deildabikar karla Efri deild, úrslitaleikur: FH...

Deildabikar karla Efri deild, úrslitaleikur: FH - KR 2:1 Ármann Smári Björnsson 24., sjálfsmark 75. - Kjartan Henry Finnbogason 32. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 891 orð | 3 myndir

Eyjastúlkur sögðu: Lok, lok og læs ...!

ÞEGAR mest á reyndi í þriðju viðureign ÍBV og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna - í Vestmannaeyjum á laugardaginn, sögðu leikmenn Eyjaliðsins: Lok, lok og læs og allt í stáli. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 234 orð

Fer Van Gaal með Mourinho til Chelsea?

LUIS van Gaal, fyrrverandi þjálfari Barcelona og hollenska landsliðsins í knattspyrnu, sagði í samtali við enska blaðið News of the World í gær að svo kynni að fara að hann færi til Chelsea ásamt Jose Mourinho, þjálfara Porto. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

FH-ingar unnu deildabikarinn

FH-INGAR urðu á laugardaginn deildabikarmeistarar karla í knattspyrnu í annað skiptið á þremur árum. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 200 orð

Fimm erlendir leikmenn eru í herbúðum Hauka

FIMM erlendir knattspyrnumenn, tveir karlar og þrjár konur, eru á leið til Hauka og spila með meistaraflokkum félagsins í sumar, í 1. deild karla og kvenna. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 391 orð | 1 mynd

Fjórða sætið blasir við Liverpool

LIVERPOOL á alla möguleika á að hreppa hið eftirsótta fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu - sem gefur þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

Fyrsti titill Eyjakvenna

ÍBV hreppti sinn fyrsta titil í kvennaknattspyrnunni með því að sigra Val, 3:1, í úrslitaleik deildabikarsins í Egilshöll. Miðað við leik liðanna í gærkvöld og að undanförnu bendir allt til þess að þau bítist um toppsætin tvö á Íslandsmótinu í sumar. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 131 orð

Góðar fréttir frá Póllandi

PÓLVERJAR náðu 1:1 jafntefli gegn Rússum í undankeppni EM kvenna á laugardaginn en leikið var í Póllandi. Þessi úrslit auka á líkur íslenska kvennalandsliðsins á að ná öðru sæti riðilsins, en Frakkar eru trúlega nokkuð öruggir með fyrsta sætið. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 261 orð

Grindavík fær mikinn liðsstyrk

ÞRJÁR sterkar körfuknattleikskonur hafa gengið til liðs við Grindvíkinga og leika með liðinu á næstu leiktíð. Þetta eru þær nöfnur Erla Þorsteinsdóttir, og Reynisdóttir úr Keflavík og Svandís Sigurðardóttir úr ÍS, sem er geysilegur liðsstyrkur fyrir Grindavíkurliðið. Þá hefur verið gengið frá því að Örvar Kristjánsson, úr Njarðvík, þjálfi kvennalið Grindavíkur næsta vetur. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 353 orð | 1 mynd

* GUÐJÓN Valur Sigurðsson var í...

* GUÐJÓN Valur Sigurðsson var í aðalhlutverki hjá Essen í gær þegar lið hans vann Guðmund Hrafnkelsson og félaga í Kronau-Östringen, 28:24, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Guðjón Valur var markahæsti leikmaðurinn á vellinum með 7 mörk. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 273 orð | 1 mynd

* GUNNAR Gunnarsson fékk heiðursviðurkenningu á...

* GUNNAR Gunnarsson fékk heiðursviðurkenningu á ársþingi Handknattleikssambands Evrópu, EHF, sem fór fram á Kýpur um helgina. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 597 orð | 2 myndir

Haukamenn miklu sterkari

HAUKAR unnu fremur auðveldan sigur á Val í fyrsta leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla í gærkvöldi. Leikið var að Ásvöllum og lauk leiknum með fimm marka sigri, 33:28, Hauka, sem höfðu undirtökin frá upphafi og vandséð hvernig Valsmenn eiga að krækja í titilinn. Haukar virðast einfaldlega með mun heilsteyptara lið. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 267 orð | 1 mynd

Haukar - Valur 33:28 Ásvellir, Hafnarfirði,...

Haukar - Valur 33:28 Ásvellir, Hafnarfirði, fyrsti úrslitaleikur karla, sunnudaginn 9. maí 2004. Gangur leiksins : 2:0, 4:1, 6:4, 9:9, 13:9 , 15:13, 16:16, 22:17, 26:20, 28:22, 31:28, 33 :28. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 94 orð | 1 mynd

Helgi með tvö gegn Esbjerg

HELGI Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði fyrstu mörk sín fyrir AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Árósaliðið vann þá óvæntan stórsigur á toppliðinu Esbjerg, 4:1, og Helgi gerði annað mark liðsins á 5. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 159 orð

Ipswich og Palace í úrslitakeppnina

IPSWICH og Crystal Palace komust í gær í úrslitakeppnina um sæti í ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að hvorugt liðið næði að sigra. Ipswich leikur þar gegn West Ham og Crystal Palace mætir Sunderland. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 17 orð

Í KVÖLD

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna, fjórði leikur: Hlíðarendi: Valur - ÍBV 19.30 *Staðan er 2:1 fyrir ÍBV og með sigri verða Eyjastúlkur... Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 27 orð | 1 mynd

NBA-deildin Austurdeild, undanúrslit: Detroit - New...

NBA-deildin Austurdeild, undanúrslit: Detroit - New Jersey 95:80 *Detroit er yfir 2:0. Indiana - Miami 91:80 *Indiana er yfir 2:0. Vesturdeild, undanúrslit: Minnesota - Sacramento 94:89 *Staðan er jöfn 1:1. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 97 orð

Níu Blikar kræktu í bikarinn

BREIÐABLIK sigraði Fjölni eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik neðri deildarinnar í deildabikarkeppni karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikurinn fór fram á æfingasvæði Breiðabliks í Smáranum. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 102 orð

Njarðvík ekki með

LÍKLEGT er að Njarðvík sendi ekki lið í efstu deild kvenna í körfuknattleik næsta vetur. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 96 orð

Prso til Rangers

KRÓATINN Dado Prso, sem leikur með Mónakó, hefur gengið frá samningi um að leika með Glasgow Rangers næstu þrjú árin, en samningur hans við Mónakó rennur út í sumar. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 583 orð | 1 mynd

"Markmið okkar er að fagna sigri"

"VIÐ byrjuðum leikinn mjög vel. Menn voru einbeittir og ákveðnir í að gera það sem var fyrir þá lagt og mér fannst í rauninni aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi," sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, við Morgunblaðið eftir sigurinn á Valsmönnum í gær. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 124 orð

Rúnar setti mark hjá Gent

RÚNAR Kristinsson skoraði mark Lokeren sem gerði jafntefli, 1:1, við Gent á útivelli í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið. Rúnar kom Lokeren yfir um miðjan fyrri hálfleik en Gent jafnaði um miðjan þann síðari. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 446 orð | 1 mynd

Schumacher drottnaði sem konungur

ÞAÐ var viðeigandi að Jóhann Karl, konungur Spánar, afhenti sigurlaunin í Spánarkappakstrinum í Barcelona í gær. Þar mættust kóngar tveir því viðtakandi var Michael Schumacher, drottnari Formúlu 1. Sigraði hann fjórða árið í röð í Barcelona og fimmta mótið í röð á vertíðinni og með því jafnaði hann met Bretans Nigels Mansell sem vann fimm fyrstu mót ársins 1992. Þetta var 75. sigur Schumachers á ferlinum en Spánarkappaksturinn var hans 200. frá því hann hóf keppni árið 1991. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 333 orð | 1 mynd

* SILJA Úlfarsdóttir náði sér ekki...

* SILJA Úlfarsdóttir náði sér ekki á strik í 400 metra grindahlaupi á móti í Bandaríkjunum í gær, hljóp á 59 sekúndum. Hún hljóp líka 100 metra grind og náði ágætum tíma,13,80 sekúndum en átti best áður 14,64. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 101 orð

Stórsigur Lakers

LOS Angeles Lakers lagaði stöðu sína í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik í gær þegar liðið burstaði San Antonio Spurs 105:81. Staðan í einvíginu er því 2:1 fyrir Spurs og liðin mætast á ný í LA annað kvöld. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 220 orð

Valencia meistari og Real Madrid tómhent í vetur

VALENCIA varð spænskur meistari í sjötta skiptið í gær, í annað skiptið á þremur árum, þegar liðið lagði Sevilla á útivelli, 2:0. Tveimur umferðum er ólokið í spænsku 1. deildinni en Valencia náði 7 stiga forskoti á Real Madrid. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 227 orð

West Bromwich vill fá Jóhannes Karl í sumar

WEST Bromwich Albion, sem vann sér á dögunum sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur sýnt áhuga á að fá landsliðsmanninn Jóhannes Karl Guðjónsson í sínar raðir. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 57 orð

Þannig vörðu þeir

Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum 18 (þar af fimm þar sem knötturinn fór aftur til mótherja): 12 (2) langskot, 2 (2) eftir hraðaupphlaup, 3 af línu, 1 (1) úr horni. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 340 orð | 1 mynd

* ÞÓRÐUR Guðjónsson lék síðustu 15...

* ÞÓRÐUR Guðjónsson lék síðustu 15 mínúturnar með Bochum þegar lið hans vann Freiburg , 3:0, í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Bochum komst upp fyrir Dortmund og í fimmta sætið með sigrinum. Meira
10. maí 2004 | Íþróttir | 220 orð

Þrettán heimaleikir án þess að fá á sig mark

BOCHUM lagði í gærkvöldi lið Freiborgar, 3:0, og var þetta þrettándi leikur félagsins í deildinni á heimavelli þar sem mótherjunum tekst ekki að skora mark. Meira

Fasteignablað

10. maí 2004 | Fasteignablað | 946 orð | 3 myndir

Blámi - skógarblámi

Vorið er svo sannarlega á næsta leiti, ég ætti líklega heldur að segja á næstu grösum, það fellur að minnsta kosti betur að Blómi vikunnar. Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 205 orð | 2 myndir

Brekkuhlíð 4

Hafnarfjörður - Hjá Fasteignastofunni er nú til sölu fallegt og vandað parhús í Mosahlíðinni. "Innréttingar eru allar sérsmíðaðar og gólfefni vönduð og falleg, en mahogny er ríkjandi í húsinu," segir Ívar Ásgrímsson hjá Fasteignastofunni. Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 8 orð | 1 mynd

Duka, Kringlunni

Sænskt listgler Verð áður: 11.900 kr. Verð nú: 6.900... Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 230 orð | 1 mynd

Framkvæmdir hafnar við nýtt fjölbýlishús á Fossvegi 2 á Selfossi

Selfoss - Ásgeir Karl Valdimarsson, 7 ára tók fyrstu skóflustunguna í nýju fjölbýlishúsi föður síns á Fossvegi 2 á Selfossi föstudaginn 30. apríl. Skóflustungan markaði upphaf framkvæmda byggingafélagsins Drífanda ehf. á Selfossi við húsið. Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 255 orð | 1 mynd

Fullgerðum íbúðum í borginni fjölgar

LOKIÐ var við 872 nýjar íbúðir í Reykjavík á síðasta ári eða mun fleiri en árið þar á undan, en þá voru fullkláraðar íbúðir 405. Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 10 orð | 1 mynd

Garðheimar

Hekkklippur með framlengjanlegu skafti Verð áður: 3.980 kr. Verð nú: 3.180... Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 711 orð | 1 mynd

Hagnýting séreignar

SAMKVÆMT lögum um fjöleignarhús hefur eigandi íbúðar og eignarhluta í fjölbýlishúsi einn rétt til hagnýtingar og umráða yfir sinni séreign með þeim takmörkunum einum sem greinir í lögunum, öðrum lögum, óskráðum grenndarreglum, eðli máls eða byggjast á... Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 10 orð | 1 mynd

Handklippur, Master De luxe Verð áður:...

Handklippur, Master De luxe Verð áður: 3.450 kr. Verð nú: 2.760... Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 7 orð | 1 mynd

Handklippur Verð áður: 1.

Handklippur Verð áður: 1.250 kr. Verð nú: 950... Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 232 orð | 1 mynd

Miðborg flutt á Laugaveg 182

Fasteignasalan Miðborg flutti í síðustu viku að Laugavegi 182, en hún hafði áður aðsetur að Suðurlandsbraut 4a. "Hér á Laugavegi 182 erum við í nýju húsnæði, sem er sérhannað fyrir fasteignasölu," segir Björn Þorri Viktorsson hdl. Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 107 orð

Mikil aukning húsbréfaafgreiðslna til nýbygginga

FJÁRHÆÐ afgreiddra húsbréfaumsókna nam 16,8 millj. kr. á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs og jókst um 19% frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef Greiningardeildar Íslandsbanka sl. þriðjudag. Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 81 orð

Opinn fundur hjá Steinsteypufélaginu

Steinsteypufélagið stendur fyrir opnum fundi þriðjudaginn 11. maí næstkomandi, á Grand Hótel Reykjavík, kl 16.00-18.00. Yfirskrift fundarins er: "Eru kröfur til menntunar og þjálfunar starfsfólks í steinsteypuiðnaðinum á Íslandi viðunandi? Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 10 orð | 1 mynd

Piparkvörn og saltkvörn Verð kr.

Piparkvörn og saltkvörn Verð kr. 6.900 pr. stk. Tvö saman: 10.000... Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 287 orð | 1 mynd

Stapasel 4

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Ásbyrgi er nú til sölu glæsileg eign á fallegum og rólegum stað í Seljahverfi ásamt stórum bílskúr. Þetta er hornhús og er eignin alls 238 ferm. og skiptist í kjallara, sem er 49,1 ferm. Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 351 orð | 1 mynd

Styrkir Íbúðalánasjóðs til tækninýjunga

Hlutverk Íbúðalánasjóðs er ekki einungis að lána til bygginga eða kaupa á íbúðarhúsnæði. Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 227 orð | 2 myndir

Sumarhús við Arnarstapa

Arnarstapi - Með vorinu eykst áhugi fólks á sumarhúsum. Í nýju 12 húsa hverfi við Sölvaslóð á Arnarstapa er fasteignasalan Hóll með til sölu nýtt sumarhús, sem er heilsárshús. Ásett verð er 11 millj. kr. Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 1005 orð | 1 mynd

Sveigjanleiki og fjölbreytni einkenna ný fasteignalán Landsbankans

Lánveitingarnar taka mið af því, hvað hverjum viðskiptamanni hentar. Magnús Sigurðsson ræddi við Pétur Bjarna Guðmundsson, deildarstjóra Fasteignaþjónustu bankans. Meira
10. maí 2004 | Fasteignablað | 203 orð | 1 mynd

Vesturgata 10, Akranesi

Akranes - Hjá Fasteignamiðlun Vesturlands er nú til sölu reisulegt og mikið endurnýjað steinhús við Vesturgötu 10 á Akranesi. Húsið er kjallari, tvær hæðir og háaloft, alls 234 ferm. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.