Greinar þriðjudaginn 25. maí 2004

Forsíða

25. maí 2004 | Forsíða | 276 orð | 1 mynd

Ályktun um Írak lögð fram

FULLTRÚAR Bandaríkjastjórnar afhentu í gær ríkjum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna drög að ályktun um málefni Íraks og fyrirhuguð valdaskipti þar 30. Meira
25. maí 2004 | Forsíða | 151 orð

Elgur stelur reiðhjóli

BJÖRN Helamb og eiginkona hans, Monica, sem búa í Vuoggatjalme í Norður-Svíþjóð, hafa í áratug þurft að sæta því að hungruð elgskýr hefur öðru hverju heimsótt garðinn þeirra og hámað í sig rósarunnana. Hjónin ákváðu að reyna að sporna við þjófnaðinum. Meira
25. maí 2004 | Forsíða | 378 orð | 2 myndir

Fjölmiðlalögin tilbúin til staðfestingar í dag

NEFND, sem vinnur að skýrslu um hringamyndun og samþjöppun í atvinnulífinu, mun skila niðurstöðu í september nk., að því er Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi. Meira
25. maí 2004 | Forsíða | 219 orð

KB banki vill kaupa Londis

KB BANKI og fyrrverandi stjórnendur hjá bresku hverfisverslanakeðjunni T&S hafa lagt fram tæplega 8 milljarða króna kauptilboð í bresku verslanakeðjuna Londis. Meira

Baksíða

25. maí 2004 | Baksíða | 210 orð | 1 mynd

Hljómar komnir í hljóðver að vinna nýtt efni

"...því það er dásamlegt, dásamlegt, dásamlegt þetta líf..." ómar úr hljóðverinu Geimsteini í Keflavík þegar blaðamaður Morgunblaðsins bregður sér af bæ til að hitta hina eldfjörugu Hljóma. Meira
25. maí 2004 | Baksíða | 216 orð | 1 mynd

Íbúðaverð hefur tvöfaldast á sjö árum

FASTEIGNAVERÐ hækkaði að meðaltali um 2,5% milli mars- og aprílmánaðar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins og hefur fasteignaverð þá hækkað um 13,4% á síðustu tólf mánuðum. Meira
25. maí 2004 | Baksíða | 270 orð | 1 mynd

Sífellt fleiri fá súrefnisgjöf reglulega

ÞEIM sem þurfa á reglubundinni súrefnisgjöf að halda í heimahúsum vegna lungnasjúkdóma hefur fjölgað um helming á þremur árum. Tæplega 300 þurftu á þessari aðstoð að halda í fyrra en um 150 árið 2000. Meira
25. maí 2004 | Baksíða | 60 orð | 1 mynd

Sumarlegt um að litast í borginni

SUMARLEGT var í miðborginni í gær enda fór hitinn í nær 15 stig þegar best lét. Nær hvert útiborð kaffihúsanna var setið við Austurvöll og suðræn stemning sveif yfir vötnum og létt var yfir fólki. Meira
25. maí 2004 | Baksíða | 76 orð

Tilkynnt var um barn í sjónum við Skerjagranda

NEYÐARLÍNA fékk tilkynningu um að manneskja, hugsanlega barn, væri í sjónum út af Skerjagranda um kl. 19:40 í gær. Lögregla hafði nokkurn viðbúnað vegna málsins, sendi þegar bíl sem var í nágrenninu á vettvang og ræsti út björgunarbát sinn. Meira

Fréttir

25. maí 2004 | Erlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

16 farast í sprengingu í Rúmeníu

SEXTÁN manns létu lífið og sjö brenndust illa í gærmorgun þegar flutningabíll með áburðarfarm sem oltið hafði skammt frá Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, sprakk í loft upp. Bíllinn valt við þorpið Mihailesti um 70 kílómetra norðaustur af Búkarest. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 436 orð | 1 mynd

Aðdráttarafl lista og menningar að aukast

UM 40 þúsund þýskir ferðamenn komu hingað til lands á síðasta ári og fjölgaði um 19% milli ára. Horfur eru á að ferðamönnum fjölgi töluvert í ár. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 791 orð | 1 mynd

Áhrif Íslands á verk Morris

Sigríður Björk Jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði árið 1972. Hún lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1995 og MA-prófi í byggingarlistasögu frá háskólanum í Essex í Bretlandi 2001. Hún lýkur MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík nú í júní. Sigríður hefur m.a. starfað á Borgarskjalasafni og sem stundakennari á Bifröst. Nú starfar hún sem stundakennari við Listaháskóla Íslands og sem starfsmaður á Snorrastofu. Hún er gift Magnúsi Árna Magnússyni, aðstoðarrektor á Bifröst, og á tvo syni. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 159 orð

Ánægja með undirbúningsvinnu

HÉR á eftir fer ályktun frá Náttúruverndarsamtökum Íslands vegna þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. "Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka haldinn í Reykjavík 15. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 68 orð

Bauð 5 ára dreng upp í bíl sinn

LÖGREGLAN í Hafnarfirði fékk um helgina ábendingu frá foreldri um að maður hefði boðið 5 ára gömlum dreng upp í bíl sinn og gefið honum sælgæti. Lögregla brýnir í því sambandi fyrir foreldrum að þau vari börn sín við að fara upp í bíl til ókunnugra. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Bílvelta við Broddanes á Ströndum

ÁTJÁN ára stúlka slapp ómeidd þegar bíll sem hún ók valt í krappri beygju við Broddanes um hálfellefuleytið í gærkvöldi. Stúlkan var á suðurleið og var ein í bílnum. Meira
25. maí 2004 | Erlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Boðað til kosninga í Kanada

PAUL Martin, forsætisráðherra Kanada og formaður Frjálslynda flokksins, tilkynnti á sunnudaginn að gengið yrði til þingkosninga í landinu mánudaginn 28. júní. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 48 orð

Breið samstaða hefur myndast

TRYGGVI Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að breið samstaða hafi myndast um tillögur um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls samkvæmt skýrslu þverpólitískrar nefndar um málið. Meira
25. maí 2004 | Erlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Byggingin verður hugsanlega rifin

RANNSÓKN hófst í gær á tildrögum slyssins á Charles de Gaulle-flugvelli á sunnudag er fjórir menn týndu lífi þegar þak einnar álmu flugstöðvar hrundi. Þessi hluti flugstöðvarinnar var á ný rýmdur í gær þegar brestir tóku að heyrast í þakinu. Meira
25. maí 2004 | Miðopna | 520 orð | 2 myndir

Bættar samgöngur breyta viðhorfum

Aflvaki hélt í gær ráðstefnu um aukna samvinnu sveitarfélaganna á suðvesturhorninu á sviði atvinnu- og búsetumála. Komu þar fram fjölmörg sjónarmið um það hvernig slíku samstarfi er og gæti verið háttað. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð

Drengir rændu bíl en urðu bensínlausir

TVEIR drengir á Ísafirði tóku bíl nákomins ættingja annars þeirra ófrjálsri hendi aðfaranótt laugardags og óku áleiðis til Reykjavíkur. Meira
25. maí 2004 | Erlendar fréttir | 139 orð

Ebóla banar fjórum

EBÓLU-veira hefur orðið fjórum að bana í suðurhluta Súdans undanfarið, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í gær. Ekki hefur fengist staðfest hvaða afbrigði veirunnar er um að ræða. Meira
25. maí 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 818 orð | 2 myndir

Ekið helst um stofnbrautir

VINNA við gerð nýs leiðakerfis strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu gengur vel, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Strætó bs. Meira
25. maí 2004 | Suðurnes | 50 orð

Fagnaði ólöglega | Lögreglumenn í Keflavík...

Fagnaði ólöglega | Lögreglumenn í Keflavík urðu varir við það aðfaranótt sunnudags að flugeldum var skotið á loft úr íbúðarbyggð í Njarðvík. Við rannsókn viðurkenndi maður að hafa skotið upp nokkrum flugeldum í tilefni af þrjátíu ára afmæli. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 60 orð

Fallist á Útnesveg með skilyrði

SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á lagningu Útnesvegar á Snæfellsnesi frá Gröf að Arnarstapa með skilyrði. Meira
25. maí 2004 | Erlendar fréttir | 119 orð

Fimm bíða bana í sprengjuárásum

FIMM manns létu lífið í nokkrum sprengingum sem urðu í Bagdad í gær og um átján manns féllu í átökum milli bandarískra hermanna og vopnaðra sjíta í borgarhluta sem nefnist Sadr-borg. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 64 orð

Fjórir tónlistarnemar ljúka 8. stigs prófi

Á þessu vori ljúka þrír söngvarar 8. stigs prófi frá Tónlistarskóla Austur-Héraðs og einn 8. stigi á þverflautu. Tónleikar 8. stigs söngnemenda verða í Egilsstaðakirkju í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru íslensk og erlend lög og óperuaríur. Meira
25. maí 2004 | Erlendar fréttir | 149 orð

Flutningaverkfalli lokið

SAMTÖK flutningastarfsmanna í Noregi náðu í gær samkomulagi við atvinnurekendur eftir nær fimm vikna langt verkfall og stóð til að byrja akstur með mat og aðrar vörur í nótt, að sögn fréttavefjar Aften posten . Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð

Forsætisráðherra Baden-Württemberg á Íslandi

FORSÆTISRÁÐHERRA Baden-Württemberg, Erwin Teufel, kom til Íslands í gær og stendur heimsókn hans fram á fimmtudag. Baden-Württemberg er þriðja stærsta landið í Sambandslýðveldinu Þýskalandi með ríflega tíu milljónir íbúa. Meira
25. maí 2004 | Akureyri og nágrenni | 136 orð

Frumkvæði hagsmunaaðila fagnað

BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti tillögu á síðasta fundi sínum, þar sem fagnað er því frumkvæði sem hagsmunaaðilar í miðbænum hafa sýnt um mótun framtíðarhugmynda um miðbæ Akureyrar. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 63 orð

Fyrirlestur um waldorfuppeldisfræði Lilja Oddsdóttir leikskólakennari...

Fyrirlestur um waldorfuppeldisfræði Lilja Oddsdóttir leikskólakennari fjallar um nokkur lykilatriði waldorfleikskólans. M.a. verður rætt um endutekningar og hrynjandi og hvernig einfalt form gefur barni tækifæri til að blómstra og sýna hvað í því býr. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 149 orð

Gaf 13 milljónir til góðgerðarmála

AÐALFUNDUR Thorvaldsensfélagsins var haldinn nýverið og kom fram í skýrslu stjórnar að á síðasta starfsári gaf félagið tæplega 13 milljónir króna til góðgerðar- og líknarmála. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 474 orð | 2 myndir

Gjaldeyristekjur áætlaðar 1,2-1,5 milljarðar

GERT er ráð fyrir að ferðamönnum hingað til lands fjölgi um a.m.k. 1,5-2% og gjaldeyristekjur aukist um 1,2-1,5 milljarða nái allar tillögur nefndar um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls fram að ganga. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Hlaupið eftir fjárstuðningi

Hveragerði | Hlaupið var á dögunum áheitahlaup á vegum 5. flokks knattspyrnudeildar Hamars í Hveragerði. Alls hlupu 20 drengir og þegar yfir lauk höfðu þeir lagt að baki 165 km. Þetta fór langt fram úr björtustu vonum og söfnuðust yfir 120.000 krónur. Meira
25. maí 2004 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Hlín talar á Amtsbókasafninu | Magnús...

Hlín talar á Amtsbókasafninu | Magnús og Snæfríður - um tvíleik alkóhólismans er heiti fyrirlestrar sem Hlín Agnarsdóttir, höfundur bókarinnar ,,Að láta lífið rætast - ástarsaga aðstandanda", flytur á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag, þriðjudaginn... Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 446 orð | 1 mynd

Hrókurinn ekki lengur keppnisfélag í skák

SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn er ekki lengur keppnisskákfélag og ætlar að einbeita sér að starfi meðal barna. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Íslensk heilbrigðisþjónusta viðurkennd

DAVÍÐ Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, var í gærmorgun kosinn formaður framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 282 orð

Kaup borgarinnar á eignum Jóns Ólafssonar á Laugaveginum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Guðmundssyni, löggiltum fasteignasala hjá Fasteignamarkaðinum ehf.: "Í grein eftir Hannes Hólmstein Gissurarson sem birtist í Mbl. sl. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Kirkjuklukka komin upp

Þórshöfn | Þórshafnarkirkja þykir tignarlegt mannvirki sem setur svip á bæinn og á kirkjan sér marga velunnara. Enn svipmeiri er kirkjan orðin núna því nú hefur hún fengið klukku á turninn og segir þorpsbúum hvað tímanum líður. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Kvennareið á Rangárvöllum

Hella | Hundrað og fimmtíu konur í Rangárvallasýslu gerðu sér nýlega glaðan dag og fóru saman í svokallaða kvennareið. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 303 orð

Landverðir deildu við Ferðafélag Akureyrar

ÁRNI Bragason, forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar, vísar á bug þeim ummælum Ögmundar Jónassonar þingmanns í eldhúsdagsumræðum Alþingis í gærkvöld, að landvörðum, sem í fyrrasumar hörmuðu Kárahnjúkavirkjun með því að draga fána í hálfa... Meira
25. maí 2004 | Suðurnes | 431 orð | 3 myndir

Langri og strangri baráttu lokið

MERKUR áfangi náðist í fyrradag í langri og strangri baráttu vélhjólamanna á Suðurnesjum með því að torfærubraut þeirra á Broadstreet-svæðinu á Njarðvíkurheiði, svokölluð Sólbrekkubraut, var formlega tekin í notkun. Meira
25. maí 2004 | Austurland | 266 orð | 1 mynd

Leigumarkaðurinn þarfnast stórrar innspýtingar

"Ég held að menn verði alltaf að horfa á heildarmyndina. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 354 orð

Liðlega tveggja ára frestur til aðlögunar

HELSTU nýmælin í lögum um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum, fjölmiðlalögin svonefndu, sem samþykkt voru á Alþingi í gær, eru að skorður eru settar við útgáfu útvarpsleyfa til fyrirtækja að því er varðar markmið, starfsemi, markaðsstöðu og... Meira
25. maí 2004 | Akureyri og nágrenni | 174 orð | 1 mynd

Líkneski af Þór afhjúpað

LÍKNESKI af Þór var afhjúpað á stalli utan við Verkmenntaskólann á Akureyri við skólaslit um helgina, en tilefnið var 20 ára starfsafmæli skólans. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 183 orð

Meistarafyrirlestur við tölvunarfræðiskor verkfræðideildar HÍ verður...

Meistarafyrirlestur við tölvunarfræðiskor verkfræðideildar HÍ verður á morgun, miðvikudaginn 26. maí kl. 16.15, í stofu 157 í VR-II, húsakynnum verkfræðideildar Háskóla Íslands. Meira
25. maí 2004 | Austurland | 144 orð

Menn vildu hafa þau enn hærri

"Það er búið að leyfa byggingu þessara húsa eftir ítarlega kynningu, borgarafund og samþykkt í öllum nefndum og bæjarstjórn. Það eru allir sammála um þessi hús," segir Guðmundur H. Sigfússon, forstöðumaður umhverfismálasviðs Fjarðabyggðar. Meira
25. maí 2004 | Erlendar fréttir | 109 orð

Minnst 60 látnir eftir ferjuslys

AÐ minnsta kosti 60 manns týndu lífi í Bangladesh eftir að fjórum ferjum hvolfdi í óveðri sem gekk yfir suðurhluta landsins í fyrradag. Talið var í gær að nokkur fleiri lík kynnu að finnast í ferjunum. Meira
25. maí 2004 | Erlendar fréttir | 744 orð | 1 mynd

Myndi ekki skaða ef John Kerry ynni

Philip Gordon er fræðimaður við Brookings-stofnunina í Washington en var áður yfirmaður Evrópudeildarinnar hjá þjóðaröryggisráðinu bandaríska. Hann sendi nýlega frá sér bókina Allies at War: America, Europe and the Crisis Over Iraq þar sem fjallað er um sambandið yfir Atlantsála í ljósi Íraksstríðsins. Gordon svaraði spurningum Morgunblaðsins. Meira
25. maí 2004 | Erlendar fréttir | 320 orð

Norðmaður drepinn í Afganistan

NORSKUR friðargæsluliði um þrítugt lést og annar særðist þegar árás var gerð á bílalest norska hersins við borgina Kabúl um níuleytið á sunnudagskvöld. Meira
25. maí 2004 | Austurland | 348 orð | 1 mynd

Nútímabyggingarlist eða umhverfisspjöll?

Byrjað er að reisa fyrsta fjölbýlishúsið af fjórum sem skipulögð hafa verið á Oddnýjarhæð á Reyðarfirði. Skiptar skoðanir eru um þessar byggingar, einkum þó hæð þeirra og staðsetningu, ekki síst eftir að byrjað var að byggja lágreist hús á lóðum í kring. Ljóst er að svipmót þorpsins breytist varanlega og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Nýr skipstjóri á Norrönu

ALFRED Joensen kom til Seyðisfjarðar á fimmtudaginn í sinni fyrstu ferð til Íslands sem skipstjóri farþegaferjunnar Norrönu. Tekið var á móti nýja skipstjóranum með viðhöfn. Meira
25. maí 2004 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Nýr slökkvibíll | Framkvæmdaráð hefur, að...

Nýr slökkvibíll | Framkvæmdaráð hefur, að tillögu slökkviliðsstjóra, samþykkt að gengið verði til samninga við MT-bíla ehf. í Ólafsfirði um kaup á nýrri slökkvibifreið fyrir Slökkvilið Akureyrar. Meira
25. maí 2004 | Suðurnes | 101 orð

Nýr tómstundafulltrúi

Vogar | Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hefur ráðið Guðrúnu Helgu Harðardóttur sem tómstunda- og forvarnarfulltrúa í Vogum. Tekur hún við starfinu af Lenu Rós Matthíasdóttur sem ráðin var prestur í Grafarvogshverfi í Reykjavík. Meira
25. maí 2004 | Erlendar fréttir | 102 orð

Olíuverðið hækkar

HEIMSMARKAÐSVERÐ á olíu hækkaði enn í gær þegar sérfræðingar létu í ljósi efasemdir um að samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, gætu komið í veg fyrir að olíubirgðirnar minnkuðu. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 333 orð

Persónuvernd vill tryggja verndun gagnagrunns Lyfju

PERSÓNUVERND hefur formlega óskað eftir því að Vátryggingafélag Íslands upplýsi fyrir 24. júní nk. hvernig það muni tryggja að upplýsingar um lyfjanotkun einstaklinga úr gagnagrunni Lyfju hf. verði ekki notaðar í ólögmætum tilgangi. Meira
25. maí 2004 | Akureyri og nágrenni | 330 orð | 1 mynd

Próf þreytt á um eitt hundrað stöðum

ALLS voru 143 brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri um helgina, 67 stúdentar af bóknámsbrautum og listnámsbraut, þá luku 27 stúdentsprófi að loknu starfsnámi og luku því námi á fleiri en einni braut og 49 brautskráðust af starfs- og... Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 591 orð

"Þurfum kosningar á morgun"

FORMAÐUR Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, sagði að í fréttum væri sagt að hermennirnir, sem íslenska ríkisstjórnin studdi að yrðu sendir til Írak til að verja frelsið, væru sekir um að misþyrma og nauðga unglingsbörnum. Meira
25. maí 2004 | Erlendar fréttir | 120 orð

Rannsaka dauða níu fanga Bandaríkjahers

VERIÐ er að rannsaka hvernig dauða að minnsta kosti níu fanga í Írak og Afganistan bar að. Meira
25. maí 2004 | Erlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Rannsóknin gæti tekið nokkrar vikur

HÁTTSETTUR bandarískur embættismaður sagði í gær að það gæti tekið nokkrar vikur að rannsaka árás bandarískra herflugvéla á íraskt þorp nálægt landamærunum að Sýrlandi á miðvikudaginn var. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 100 orð

Röktu blóðslóð þjófsins

LÖGREGLAN í Kópavogi handtók mann um tvítugt rétt fyrir kl. 6 í gærmorgun, eftir að hann hafði brotist inn í söluturn Atlantsolíu vestast á Kópavogsbraut. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð

Röng fyrirsögn Við vinnslu greinar sem...

Röng fyrirsögn Við vinnslu greinar sem birtist í Morgunblaðinu á sunnudag eftir Jóhann J. Ólafsson um fjölmiðlafrumvarpið var fyrirsögn breytt. Meira
25. maí 2004 | Miðopna | 269 orð

Samstarf skilar sterkari ímynd

JAN Jensen, yfirmaður hjá þróunarráði Kaupmannahafnarborgar, telur að sveitarfélögin á suðvesturhorninu geti haft hag af auknu samstarfi. Hann segir að slíkt samstarf hafi skilað sér á Kaupmannahafnarsvæðinu. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 180 orð

Segir íslensk yfirvöld hafa eitthvað að fela

ÁSTÞÓR Magnússon, einn af þremur frambjóðendum sem sækjast eftir embætti forseta Íslands, segir dómsmálaráðuneytið hafa hafnað því að alþjóðlegir eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fái leyfi til að fylgjast með forsetakosningunum. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 164 orð

Sjálfstæð ákvörðun hjá ÖSE hvort ástæða þyki til eftirlits

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá utanríkisráðuneytinu: "Í tilefni af ítrekuðum yfirlýsingum Ástþórs Magnússonar, frambjóðanda í kjöri til embættis forseta Íslands 26. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 159 orð

Sjálfstæðisflokkurinn fagnar 75 ára afmæli

Í DAG fagnar Sjálfstæðisflokkurinn 75 ára afmæli sínu og verður efnt til afmælisveislu á Hótel Nordica í Reykjavík. Verður húsið opnað kl. 17 og dagskrá hefst kl. 17. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Sjálfstæðiskonur opna kvennanet.is

LANDSSAMBAND sjálfstæðiskvenna opnaði á sunnudaginn nýjan vef, www.kvennanet.is. Vefurinn var opnaður við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Apóteki og opnaði Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, vefinn formlega. Á Kvennanet. Meira
25. maí 2004 | Akureyri og nágrenni | 167 orð | 1 mynd

Skemmtileg og vel lukkuð samkoma

"ÞETTA var mjög skemmtileg og góð afmælissamkoma og tókst vel í alla staði," sagði Erlingur Níelsson hjá Hjálpræðishernum á Akureyri, en um helgina var því fagnað að 100 ár eru liðin frá því formlegt starf Hjálpræðishersins á Akureyri hófst. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 79 orð

Skógfræði

Nýjasta námsbraut Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri hefur göngu sína næsta haust, það er nám til BSc.-gráðu í skógfræði, með möguleikum til framhaldsnáms hér heima eða erlendis til kandidatsprófs eða MS-gráðu. Meira
25. maí 2004 | Miðopna | 1510 orð | 1 mynd

Stefnufastur en ekki kreddufastur flokkur

Það er trauðla hægt að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sitji á friðarstóli, þegar hann heldur upp á 75 ára afmæli sitt. En formaður hans, Davíð Oddsson, virðist ekki vera með böggum hildar yfir þessum stormi og hann segir í samtali við Freystein Jóhannsson, að honum þyki vænt um að flokkurinn sanni á afmælisdaginn, að hann telur að frelsi eins megi aldrei vera fjötur annars. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 884 orð | 3 myndir

Stjórnarandstaðan gagnrýndi málsmeðferðina

"SAMFYLKINGIN segir þvert nei við því máli sem hér eru greidd atkvæði um," sagði Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í upphafi atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi í gær. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Stolnar byssur fundust í garði

SEINNI partinn á föstudag var tilkynnt um innbrot í íbúð í Árbænum, en þar hafði gluggi verið spenntur upp og farið inn. Meðal þess sem var stolið voru tveir rifflar og tvær haglabyssur, ásamt nokkru af skotum. Meira
25. maí 2004 | Suðurnes | 90 orð

Stútur undir stýri | Fimm ökumenn...

Stútur undir stýri | Fimm ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík um helgina. Að morgni laugardagsins hafði lögregla afskipti af ökumanni á Reykjanesbraut en hann var grunaður um ölvun við akstur. Meira
25. maí 2004 | Suðurnes | 51 orð | 1 mynd

Sungu aukalög utan dyra

Sandgerði | Fjölmenni var á fyrri vortónleikum söngsveitarinnar Víkinganna en þeir voru haldnir í Safnaðarheimilinu í Sandgerði á dögunum. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Sýning í Svartakletti

Stokkseyri | Menningarhátíðin Vor í Árborg var nú haldin í annað sinn. Hátíðin nú, sem og í fyrra, var afar vel heppnuð. Hátíðin teygði anga sína um öll plássin í sveitarfélaginu, Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfoss. Meira
25. maí 2004 | Landsbyggðin | 193 orð | 1 mynd

Tékkneski stórmeistarinn mátaði 23 skákmenn

Hólmavík | Tékkneski stórmeistarinn Tomas Oral heimsótti Hólmavík sl. sunnudag og tefldi fjöltefli við tuttugu og þrjá mótherja, átján grunnskólanemendur og fimm fullorðna karlmenn. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Torfi Lárus Karlsson farinn til Boston

TORFI Lárus Karlsson fór til Boston sl. sunnudag, en þar á hann að fara í tvær aðgerðir. Torfi er sjö ára Borgnesingur með sjaldgæfan sjúkdóm sem lýsir sér með ofvexti í sogæðum og veldur bólgum í vefjum sem þenjast út. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Um 300 manns á mótmælafundi

TALIÐ er að um 300 manns hafi komið saman við skrifstofu forseta Íslands við Sóleyjargötu í Reykjavík í gærkvöldi til að leggja áherslu á kröfu um að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, staðfesti ekki lög um fjölmiðla, sem samþykkt voru á Alþingi í... Meira
25. maí 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 149 orð | 1 mynd

Unglingar styrkja götubarnaheimili í Mósambík

Vesturbær | Níundi bekkur V í Hagaskóla ákvað á dögunum að styrkja götubarnaheimili í Mósambík um sextíu þúsund krónur, en bekknum hlotnaðist féð í verðlaun í samnorrænu stærðfræðikeppninni KappAbel. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 90 orð

Urra glum

Nú er farið að nota vísur til að draga að íslenska ferðamenn, en í kynningarbæklingi um Ölfus er vísa eftir Æra-Tobba, sem var uppi á 17. öld og bjó beggja vegna Ölfusár: Arra sarra urra glum illt þykir mér í Flóanum. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 338 orð

Úr bæjarlífinu

Það ríkti sannkölluð stjörnustemning á Hótel Framtíð á Djúpavogi sl. miðvikudagskvöld þegar sex keppendur frá félagsmiðstöðinni Zion stigu á stokk og sungu fyrir fullu húsi. Meira
25. maí 2004 | Austurland | 325 orð | 3 myndir

Vantaði fleiri möguleika til viðmiðunar

"Bæjaryfirvöldum og íbúum í Fjarðabyggð voru ekki sýndar aðrar tillögur og höfðu því ekkert viðmið" segir Aðalheiður E. Meira
25. maí 2004 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Þjónustuhópur aldraðra á Akranesi 20 ára

Í ÁR eru liðin 20 ár síðan þjónustuhópur aldraðra tók til starfa, en hann þjónar bæði Akranesi og sveitarfélögunum fjórum sunnan Skarðsheiðar. Meira
25. maí 2004 | Suðurnes | 72 orð

Þrír sigurvegarar af Suðurnesjum

RAGNAR Ingi Stefánsson sigraði í A-flokki í bikarkeppni í motocrossi í Sólbrekkubraut á Njarðvíkurheiði síðastliðinn sunnudag. Átti hann besta tíma keppninnar. Annar varð Valdimar Þórðarson og Gunnar Sölvason þriðji. Meira

Ritstjórnargreinar

25. maí 2004 | Staksteinar | 334 orð

- Blikur á lofti

Brynjólfur Stefánsson leggur í pistli á Deiglunni út frá nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem sýndi að einungis þriðjungur þjóðarinnar styddi ríkisstjórnina og að ef gengið yrði til kosninga nú fengi Sjálfstæðisflokkurinn einungis um 25% fylgi. Meira
25. maí 2004 | Leiðarar | 340 orð

Mikilvæg löggjöf

Alþingi hefur samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum. Þetta er mikilvæg löggjöf og í fyrsta sinn, sem slík löggjöf er sett á Íslandi, þótt hún hafi þekkzt áratugum saman í öðrum löndum. Meira
25. maí 2004 | Leiðarar | 561 orð

Sjálfstæðisflokkur 75 ára

Stjórnmálaflokkar gegna lykilhlutverki í lýðræðisríkjum. Þar kemur saman fólk úr mörgum, ólíkum áttum og vinnur að framgangi hugsjóna sinna og skoðana. Meira

Menning

25. maí 2004 | Menningarlíf | 538 orð | 1 mynd

Að hleypa út keltanum í sér

Tónskáldin Donal Lunny og Hilmar Örn Hilmarsson, munu leiða stóran hóp írskra og íslenskra tónlistarmanna í Laugardalshöll laugardaginn fyrir hvítasunnu. Meira
25. maí 2004 | Fólk í fréttum | 117 orð | 2 myndir

Algert ævintýri

KEPPNIN um titilinn ungfrú Ísland 2004 verður haldin á Broadway laugardaginn 29. maí nk. Keppendur eru 24 talsins og koma stúlkurnar víðs vegar að af landinu. Meira
25. maí 2004 | Fólk í fréttum | 131 orð | 1 mynd

Hvítþveginn og fínn

UMDEILDRI hreinsun á styttunni Davíð eftir ítalska endurreisnarlistamanninn Michelangelo er lokið í Flórens á Ítalíu. Undanfarna áratugi hefur styttan gránað en nú hefur hún aftur fengið hvítan lit. Meira
25. maí 2004 | Fólk í fréttum | 530 orð

Í minningu Steina Krúpu

Óskar Guðjónsson tenórsaxófón, Ómar Guðjónsson gítar, Ólafur Stolzenwald bassa og Erik Qvick trommur. Sunnudagskvöldið 16.5. 2004. Meira
25. maí 2004 | Tónlist | 474 orð

Ítölsk háklassík

I Solisti Veneti. Einleikarar: Áshildur Haraldsdóttir á flautu, Ugo Orlandi á mandólín, Chiara Parrini, Glauco Bertagnin, Lucio Degani á fiðlur, Giuseppe Barutti á selló, Gianni Viero á óbó og Lorenzo Guzzoni á klarinett. Stjórnandi Claudio Scimone. Sunnudagurinn 23. maí 2004 kl. 15. Meira
25. maí 2004 | Fólk í fréttum | 95 orð | 1 mynd

Kabarettvakning!

SAFNDISKUR með öllum bestu lögum frönsku söngkonunnar Edith Piaf er nýr á lista í 29. sæti. Edith Piaf hafði einhverja ógleymanlegustu rödd síðustu aldar. Meira
25. maí 2004 | Menningarlíf | 163 orð

Listasafn Íslands kl.

Listasafn Íslands kl. 12.10-12.40 Hádegisleiðsögn um sýninguna Í nærmynd/Close-up. Á sýningunni eru verk eftir alla helstu samtímalistamenn Bandaríkjanna. Listamennirnir eru að fjalla um þann margvíslega veruleika sem maðurinn lifir í og neytir. Meira
25. maí 2004 | Fólk í fréttum | 313 orð | 1 mynd

Mun halda tónleika í Egilshöll

RAPPHUNDURINN alræmdi 50 Cent mun halda tónleika hér á landi í Egilshöllinni 11. ágúst nk. ásamt félögum sínum í G-Unit. Það er OP-Iceland sem stendur að komu hans hingað til lands, en þeir hafa ekki komið að tónleikahaldi áður. Meira
25. maí 2004 | Fólk í fréttum | 116 orð | 1 mynd

Ótrúlegar fjárhæðir

TOM Hanks telur að hann fái alltof há laun fyrir vinnuframlag sitt. Hann segist ekki hafa hugmynd um hvers vegna hann fær í kringum 1,5 milljarða króna að meðaltali fyrir leik í kvikmynd. Meira
25. maí 2004 | Fólk í fréttum | 515 orð | 1 mynd

Ótrúleg tilhlökkun

Hljómsveitin Ghostigital hitar upp fyrir stórsveitina Pixies í kvöld og annað kvöld, en sveitin er skipuð þeim Einari Erni Benediktssyni, sem syngur, og Bibba Curver, sem flytur tóna og takta. Meira
25. maí 2004 | Fólk í fréttum | 95 orð | 1 mynd

Píanóundrið!

KANADÍSKI píanóleikarinn Marc-André Hamelin hélt tvenna tónleika hér á landi um sl. helgi í tilefni af Listahátíð Reykjavíkur. Meira
25. maí 2004 | Fólk í fréttum | 115 orð | 1 mynd

Prófessor í samísku

Í KVÖLD sýnir Ríkissjónvarpið norskan heimildarþátt um Ole Henrik Magga, fyrsta forseta Samaþingsins í Noregi og forystumann Sameinuðu þjóðanna í málefnum frumbyggjaþjóða. Samaþingið í Noregi var sett á stofn árið 1989. Meira
25. maí 2004 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

Rappsögur!

ÖNNUR plata The Streets, A Grand Don't Come For Free , er ný á listanum. Platan, sem inniheldur rappsögur úr strætinu að hætti Birminghambúans Mike Skinners, fer í 17. sæti listans. Meira
25. maí 2004 | Menningarlíf | 237 orð | 1 mynd

Samdrykkja með Þorsteini

SAMDRYKKJA verður í kvöld kl. 20 á Súfistanum á Laugaveginum með Þorsteini Gylfasyni heimspekingi. Meira
25. maí 2004 | Fólk í fréttum | 199 orð | 2 myndir

Skrekkur setti met á met ofan

ÖNNUR myndin um hið góðlátlega græna tröll Skrekk ( Shrek 2 ) fékk gríðarlega góða aðsókn um helgina í bandarískum kvikmyndahúsum. Meira
25. maí 2004 | Fólk í fréttum | 514 orð | 1 mynd

Sofið í tjaldi

ÞAÐ þykir sjálfsagt mál á kvikmyndahátíðinni í Cannes að þær stjörnur og annað kvikmyndagerðarfólk sem á myndir á hátíðinni búi á glæsihótelum, lifi hátt og geri sig breiða á hvaða þann máta sem hugarflugið býður uppá. Meira
25. maí 2004 | Menningarlíf | 276 orð | 1 mynd

Tjáningarrík og lifandi verk

Saint-Saëns, Biber, Stojowski, Hämeenniemi og Gaubert eru tónskáldin sem Guðrún Rútsdóttir básúnuleikari hefur valið sér til flutnings á lokatónleikum sínum frá Listaháskóla Íslands, en hún útskrifast frá skólanum í vor. Meira
25. maí 2004 | Menningarlíf | 775 orð | 2 myndir

Verk um gægjur

Verkin minna á tvö skákborð en í hvoru eru 64 ljósmyndir teknar í búningsklefum Sundhallarinnar í Reykjavík. Á sýningu Roni Horn, sem er hluti af Listahátíð og var opnuð á Kjarvalsstöðum í liðinni viku, notar listakonan enn og aftur íslenskan efnivið í verk, sem hún sagði Einari Fal Ingólfssyni að hefðu kynferðislegar tilvísanir en hylltu einnig arkitektinn. Meira
25. maí 2004 | Fólk í fréttum | 113 orð | 2 myndir

...Völu og félögum

Í KVÖLD er á dagskrá Skjás eins lokaþátturinn af hinum feikivinsæla Innlit/útlit, sem nú er á sínu fimmta ári í sjónvarpi. Stjórnandi þáttarins, Valgerður Matthíasdóttir, fræðir áhorfendur um nýjustu stefnur og strauma í hönnun og arkitektúr. Meira
25. maí 2004 | Fólk í fréttum | 82 orð | 1 mynd

Þrefalt Evró!

ÞRÁTT fyrir brösótt gengi okkar Íslendinga í Evróvisjónkeppninni nú í ár hefur diskurinn Eurovision 2004 Song Contest , sem inniheldur öll lögin úr Evróvisjónkeppninni, skotist upp í fyrsta sæti listans. Meira
25. maí 2004 | Fólk í fréttum | 60 orð | 2 myndir

Ævintýrið á enda

LOKAMYNDIN í þríleiknum um Hringadróttinssögu , Hilmir snýr heim , er væntanleg á myndbandaleigur í þessari viku. Myndin hlaut 11 Óskarsverðlaun og auk þess Golden Globe-verðlaunin. Meira

Umræðan

25. maí 2004 | Aðsent efni | 773 orð | 1 mynd

Leiðrétting á erraroribus saksóknara

Hvað er að gerast fyrir land það sem ég unni svo heitt? Saksóknari og lögregla eru að þræta við hæstaréttardómara. Meira
25. maí 2004 | Aðsent efni | 405 orð | 1 mynd

Mútur og vanhæfi

Sumt í grein Víðis gæti bent til þess að hann sé staddur í skotgröf. Meira
25. maí 2004 | Aðsent efni | 580 orð | 1 mynd

Orðalag stjórnarskrárinnar og merking

Þjóðin getur ákveðið að samþykkja lögin eða synja. Meira
25. maí 2004 | Aðsent efni | 503 orð

Rannsóknir á málverkum

VEGNA dóms Hæstaréttar í svokölluðu málverkafölsunarmáli þar sem ýmsir hafa tekið til máls, og sumir hverjir af lítilli skynsemi, langar mig til að koma eftirfarandi á framfæri. Meira
25. maí 2004 | Bréf til blaðsins | 412 orð

Stofnum skákdeild í Grafarvogi

FYRIR rúmu ári komum við undirritaðir ásamt Hrafni Jökulssyni á öflugu skáksamstarfi Ungmennafélagsins Fjölnis í Grafarvogi við Skákfélagið Hrókinn. Samstarfið er í formi uppbyggingarstarfs í skák meðal barna og unglinga í Grafarvogi. Meira
25. maí 2004 | Aðsent efni | 1025 orð | 1 mynd

Varnagli gegn valdníðslu

Áminning og tækifæri til þess að bæta ráð sitt er nauðsynlegur varnagli gegn valdníðslu. Meira
25. maí 2004 | Bréf til blaðsins | 294 orð

Þegar kosið er af viti

Í FLESTUM tilvikum fara almennar kosningar þannig fram að einfaldur meirihluti ræður. Sá er kjörinn sem fær flest atkvæði þeirra er eftir kjöri sækjast eða verður efstur á lista eins og við alþingis- og sveitarstjórnarkosningar. Þetta er sem sagt regla. Meira
25. maí 2004 | Bréf til blaðsins | 355 orð

Þetta gengur ekki svona lengur

MAÐURINN minn er atvinnulaus og ég er öryrki. Við erum með fjögur börn á heimilinu á aldrinum 11-17 ára. Ég var að tala við konu hjá Atvinnuleysistryggingarsjóði og hún sagði mér að skattleysismörkin í dag væru 68 þúsund. Bæturnar eru komnar í 88 þúsund. Meira
25. maí 2004 | Aðsent efni | 717 orð | 1 mynd

Þjóðaratkvæðagreiðsla

Krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu verður enn brýnni, þegar stjórnarhættir á Íslandi minna orðið meira á tilskipanir einræðisherra en lýðræði. Meira

Minningargreinar

25. maí 2004 | Minningargreinar | 1344 orð | 1 mynd

BERNÓDUS HALLDÓRSSON

Bernódus G. Halldórsson, fyrrverandi skipstjóri og verslunarmaður, fæddist í Bolungarvík 26. júlí 1910. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur 13. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík 22. maí. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2004 | Minningargreinar | 1218 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR S. THORGRIMSEN

Guðmundur Sigurður Thorgrimsen fæddist í Hergilsey á Breiðafirði 15. júlí 1928. Hann lést á líknardeild Landspítalans 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 26. okt. 1899, d. 27. mars 1987 og Þórður Valgeir Benjamínsson, f. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2004 | Minningargreinar | 52 orð

Ingvar Daníelsson

Þú sefur eins og bylgja sem vindar hafa vaggað í værð á lygnum fleti. Andar hljótt. Og liljuhvítar mundir hafa lokað augum þínum og ljóssins dísir boðið góða nótt. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2004 | Minningargreinar | 2902 orð | 1 mynd

INGVAR DANÍELSSON

Ingvar Daníelsson fæddist á Akranesi 16. september 1983. Hann lést á heimili sínu sunnudaginn 16. maí síðastliðinn. Foreldrar Ingvars eru hjónin Margrét Magnúsdóttir, f. í Reykjavík 15. nóvember 1953, og Daníel Viðarsson, f. á Akranesi 23. nóvember 1951. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2004 | Minningargreinar | 541 orð | 1 mynd

SNJÓLAUG STEFÁNSDÓTTIR

Snjólaug Guðrún Stefánsdóttir, Fagrahvammi 2b í Hafnarfirði, fæddist í Reykjavík 25. maí 1951. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 21. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 27. apríl. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2004 | Minningargreinar | 1931 orð | 1 mynd

STEFÁN SIGURÐSSON

Stefán Sigurðsson kennari fæddist á Reyðará í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu 14. mars 1901. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, f. 6.6. 1868, d. 1.3. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2004 | Minningargreinar | 964 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN GESTUR EIRÍKSSON

Þorsteinn Gestur Eiríksson fæddist á Skeggjastöðum 17. mars 1927. Hann lést á Landspítalanum 5. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Eiríks Matthíasar Þorsteinssonar og Ingibjargar Pálsdóttur. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

25. maí 2004 | Sjávarútvegur | 381 orð

Deilt um laxinn vestanhafs

DEILUR eru nú að rísa um það vestan hafs hvort nýta eigi laxaseiði, sem hafa klakizt út og verið alin upp til sleppinga í klakstöðvum, til að byggja upp villta laxastofna, sem eiga undir högg að sækja. Meira
25. maí 2004 | Sjávarútvegur | 267 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Gullkarfi 87 87 87...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Gullkarfi 87 87 87 3,422 297,713 Hlýri 82 82 82 684 56,088 Keila 38 38 38 8 304 Lúða 438 266 410 123 50,432 Skarkoli 158 148 153 2,082 319,570 Steinbítur 80 43 62 4,806 299,691 Ýsa 102 64 77 442 34,068 Þorskur 125 100 106 1,588... Meira
25. maí 2004 | Sjávarútvegur | 136 orð

Góð veiði á kolmunna

VEIÐAR á kolmunna ganga vel um þessar mundir. Íslenzku skipin hafa landað um 88.700 tonnum samkvæmt upplýsingum samtaka fiskvinnslustöðva. Erlend skip hafa landað 34.600 tonnum og því hafa fiskimjölsverksmiðjurnar tekið á móti ríflega 123.000 tonnum. Meira
25. maí 2004 | Sjávarútvegur | 163 orð | 1 mynd

Rólegt á síldinni

Síldveiðar ganga rólega um þessar mundir en nálægt tugur skipa er nú að veiðunum nyrst í íslenzku lögsögunni og norður í Síldarsmugunni allt norður undir 72. breiddargráðu austur af lögsögu Jan Mayen. Meira

Viðskipti

25. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 144 orð

Alcoa byggir álver á Trinidad

BANDARÍSKA álfyrirtækið Alcoa hefur í hyggju að byggja eins milljarðs dollara álver á Trinidad, eyríki í Karíbahafi norðaustur af Venesúela. Félagið verður því með tvö álver sömu stærðar í byggingu á sama tíma, þ.e. álver á Reyðarfirði og á Trinidad. Meira
25. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 95 orð

Hádegisfundur um Evrópumál er haldinn í...

Hádegisfundur um Evrópumál er haldinn í dag kl. 12 til 13 í Norræna húsinu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Evrópusamtakanna. Meira
25. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 657 orð | 1 mynd

KB banki með tilboð í Londis

FÉLAG í eigu KB banka og fyrrverandi stjórnenda hjá T&S-verslununum, sem heitir Lancelot, lagði í gær fram 60 milljóna punda (tæplega 7,9 milljarða króna) tilboð í bresku hverfisverslanakeðjuna Londis og er það jafnhátt tilboði írsku Musgrave-keðjunnar... Meira
25. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Launavísitalan hækkar um 0,3%

LAUNAVÍSITALAN hækkaði um 0,3% í apríl og hefur hækkað um 4% síðastliðna 12 mánuði , að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands. Meira
25. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 515 orð

"Kauphöll Íslands er ekki til sölu"

JUUKKA Ruuska, forstjóri HEX-hluta OMHEX-kauphallarinnar, segir að kaup OMHEX á kauphöllinni í Litháen sé áfangi á leið þeirra að því að eignast allar kauphallir á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Meira
25. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 100 orð | 1 mynd

Samdráttur hjá EMI

GÓÐ sala tónlistar Noruh Jones og Coldplay jók við markaðshlutdeild útgáfufyrirtækisins EMI, en salan dróst engu að síður saman á reikningsárinu sem lauk 31. mars síðastliðinn. Meira

Daglegt líf

25. maí 2004 | Daglegt líf | 565 orð | 2 myndir

Himneskir handgerðir ballerínubúningar

MIKIÐ var um dýrðir á tíu ára afmælissýningu Klassíska listdansskólans í Borgarleikhúsinu fyrir skömmu, en þar komu fram 113 nemendur skólans á aldrinum frá 5 til 25 ára. Meira

Fastir þættir

25. maí 2004 | Árnað heilla | 43 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 26. maí, er sextug Margrét Sigurðardóttir útibússtjóri, Réttarbakka 21, Reykjavík . Eiginmaður hennar er Þór Ingi Erlingsson offsetprentari . Meira
25. maí 2004 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 25. maí, er áttatíu ára Jóhanna G. Sigurðardóttir, Austurbrún 2. Hún tekur á móti gestum á Grand hóteli Reykjavík, laugardaginn 29. maí kl. 17-19. Afmælisbarnið afþakkar blóm og... Meira
25. maí 2004 | Viðhorf | 847 orð

Af einskærum áhuga

Það má segja að vagga áhugaleiklistarinnar sé á landsbyggðinni þar sem færri afþreyingarmöguleikar eru í boði en í höfuðborginni. Ef fólk vill fara í leikhús er víða eina leiðin fyrir íbúana að búa til leikhús sjálfir. Meira
25. maí 2004 | Dagbók | 387 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bænastund. Allir velkomnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Grensáskirkja. Meira
25. maí 2004 | Fastir þættir | 188 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Þótt leiðin til vinnings sé tæknilega einföld, þarf að horfa langt fram í tímann til að finna millileikinn sem öllu máli skiptir. Suður gefur; AV á hættu. Meira
25. maí 2004 | Dagbók | 44 orð

Guðs hönd

Láttu guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá beztu: blessað hans orð, sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu. Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég... Meira
25. maí 2004 | Dagbók | 487 orð

(Jh. 17, 4.)

Í dag er þriðjudagur 25. maí, 146. dagur ársins 2004, Úrbanusmessa. Orð dagsins: Ég hef gjört þig dýrlegan á jörðu með því að fullkomna það verk, sem þú fékkst mér að vinna. Meira
25. maí 2004 | Fastir þættir | 183 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. e4 d6 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3 e5 8. Bd3 Rc6 9. Re2 b6 10. O-O Ba6 11. f4 Rd7 12. Hf3 Ra5 13. c5 Bxd3 14. Hxd3 bxc5 15. dxe5 c4 16. Hd5 Rb3 17. Hb1 De7 18. Rg3 dxe5 19. Rf5 De6 20. Dd1 Rf6 21. Hxe5 Had8 22. Meira
25. maí 2004 | Fastir þættir | 417 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Vorið er komið og grundirnar gróa, eins og þar stendur. Það þýðir aðeins eitt, garðurinn lifnar við. Víkverji er raunar ekki í hópi fremstu garðyrkjumanna landsins en situr námsfús við fótskör meistara síns - eiginkonunnar. Meira

Íþróttir

25. maí 2004 | Íþróttir | 198 orð

Brand gagnrýnir Flensburg fyrir útlendinga

HEINER Brand, þjálfari þýska landsliðsins í handknattleik, hefur sent forráðamönnum meistaraliðs Flensburg tóninn fyrir að vera með of marga útlendinga í sínu liði. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

* BRENDAN McMahon , 24 ára...

* BRENDAN McMahon , 24 ára knattspyrnumaður frá Skotlandi , er genginn til liðs við 2. deildar lið ÍR . Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 92 orð

Dregið á EM 18 ára í Vín

Í dag verður dregið í riðla í Evrópukeppni 18 ára landsliða í handknattleik pilta í höfuðstöðvum handknattleikssambands Evrópu, EHF, í Vínarborg, en mótið fer fram í Serbíu/Svartfjallalandi 23. júlí til 1. ágúst í sumar. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 238 orð

Einstefna og átta mörk í Eyjum

ÍBV burstaði FH, 8:0, í Eyjum í gærkvöldi. Leikurinn var algjör einstefna frá upphafi til enda og voru Eyjastúlkur miklu sterkari á öllum sviðum leiksins. Að sjálfsögðu var það Olga Færseth sem hleypti markaflóðinu af stað strax á níundu mínútu. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 91 orð

England stefnir á HM 2018

ENGLENDINGAR hafa sett stefnuna á að fá að halda lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2018. Þá kemur keppnin til Evrópu á nýjan leik, en næst verður hún haldin í Þýskalandi 2006, þá í Suður-Afríku 2010, og væntanlega í Suður-Ameríku 2014. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 194 orð

Grétar Rafn Steinsson samdi við ÍA út árið

GRÉTAR Rafn Steinsson, knattspyrnumaður úr ÍA, skrifaði í gærkvöldi undir samning við Skagamenn sem gildir út árið. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 220 orð

Houllier hættur hjá Liverpool

NÝR knattspyrnustjóri tekur til starfa hjá enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool í sumar en á blaðamannafundi sem félagið efndi til í gær var tilkynnt að Frakkinn Gerard Houllier væri hættur störfum hjá félaginu. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 68 orð

HÓPURINN

Markverðir Árni Gautur Arason, Man. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 262 orð

Hrefna með á ný gegn Ungverjum

HREFNA Jóhannesdóttir, sem leikur með Medkila í Noregi, kemur inn í landsliðshópinn á nýjan leik fyrir leikina gegn Ungverjum og Frökkum í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu. Ísland mætir Ungverjalandi í Székesfehérvár á laugardaginn kemur og spilar síðan við Frakkland á Laugardalsvellinum miðvikudaginn 2. júní. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 19 orð

Í KVÖLD

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Laugardalsvöllur: Fram - ÍA 20 1. deild kvenna, A-riðill: Ásvellir: Haukar - Ægir 20 1. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

Jóhann B. og Auðun á nýjan leik í landsliðið

JÓHANN Birnir Guðmundsson, leikmaður Örgryte í Svíþjóð, og Auðun Helgason, leikmaður Landskrona í Svíþjóð, eru komnir í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu eftir nokkurt hlé. Þeir eru báðir í 20 manna hópi sem Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tilkynntu í gær fyrir Manchester-mótið en Ísland mætir þar Japan á sunnudaginn kemur, 30. maí, og Englandi laugardaginn 5. júní. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

Jónatan Þór Magnússon á leið frá KA til Lugi

JÓNATAN Þór Magnússon, fyrirliði bikarmeistara KA í handknattleik, mun að öllum líkindum ganga til liðs við sænska liðið Lugi á næstu leiktíð. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 93 orð

Kristjánar á ferð og flugi

KRISTJÁN Finnbogason og Kristján Örn Sigurðsson úr KR, sem valdir voru í landsliðshópinn fyrir Manchester-mótið, verða á ferð og flugi því tveir leikir með KR fara fram á meðan landsliðið dvelur í Manchester. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

Nielsen dæmir úrslitaleikinn í Gelsenkirchen

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur falið danska dómaranum Kim Milton Nielsen að dæma úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer á miðvikudag í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Þar mætast Mónakó og Porto frá Portúgal. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 375 orð | 1 mynd

* PÉTUR Hafliði Marteinsson lék allan...

* PÉTUR Hafliði Marteinsson lék allan tímann í vörn Hammarby sem lagði Gautaborg , 1:0, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær og var sigurmarkið sjálfsmark á lokamínútunni. Hjálmar Jónsson lék allan tímann fyrir Gautaborg . Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 207 orð

Queiroz farinn frá Real Madrid, Camacho ráðinn

REAL Madrid leysti í gær þjálfara liðsins, Carlos Queiroz, frá störfum og réð Jose Antonio Camacho í hans stað, en hann hefur þjálfað Benfica í Portúgal síðan hann lét af starfi sem landsliðsþjálfari Spánar árið 2002. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 126 orð

Rudi Völler valdi 22 leikmenn fyrir EM í Portúgal

RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu, tilkynnti í gær 22 manna hóp fyrir lokakeppni Evrópumótsins í Portúgal í sumar. Hann skildi eftir eitt sæti og mun tilkynna 23. leikmanninn í næstu viku. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 166 orð

Sá markahæsti ekki með Fram gegn ÍA?

FRAM og ÍA mætast í fyrsta leik þriðju umferðar Íslandsmótsins í knattspyrnu í kvöld á Laugardalsvellinum. Að þessu sinni hefst leikurinn klukkan 20 en ekki 19.15 eins og flestir kvöldleikir í deildinni í sumar. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 373 orð | 1 mynd

* SOFFÍA Rut Gísladóttir , unglingalandsliðskona...

* SOFFÍA Rut Gísladóttir , unglingalandsliðskona í handknattleik, er gengin til liðs við Val og hefur samið til þriggja ára við félagið. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 114 orð

Stefán undir smásjánni

LOGI Ólafsson sagði að þeir Ásgeir Sigurvinsson fylgdust grannt með Stefáni Gíslasyni, miðjumanninum öfluga í Keflavík, þótt hann hefði ekki orðið fyrir valinu í landsliðshópinn að þessu sinni. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 241 orð | 1 mynd

Steve Flesch stóðst álagið á Colonial

STEVE Flesch tryggði sér sigur á Colonial-golfmótinu í Bandaríkjunum á sunnudag þrátt fyrir að fá skolla á 17. holu á lokadeginum. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 87 orð

Stjórnarfundur KSÍ á Old Trafford

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu æfir á völlum í eigu enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United á meðan það dvelur í Englandi vegna landsleikjanna gegn Japan og Englandi. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 250 orð | 1 mynd

Úlfarnir jöfnuðu gegn LA Lakers

KEVIN Garnett lét mikið að sér kveða í sigri Minnesota Timberwolves gegn Los Angeles Lakers í öðrum leik liðanna í úrslitum vesturdeildar NBA í körfuknattleik í fyrrinótt. Minnesota skoraði 89 stig gegn 71 og er staðan jöfn, 1:1, í einvígi liðanna. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 92 orð

úrslit

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild ÍBV - FH 8:0 Margrét Lára Viðarsdóttir 19., 30., 64., Olga Færseth 9., 79., Íris Sæmundsdóttir 17., Elín Anna Steinarsdóttir 43., Karen Burke 81. Meira
25. maí 2004 | Íþróttir | 65 orð

Þær leika

Markverðir Þóra B. Helgadóttir, KR 30 María B. Ágústsdóttir, KR 4 Aðrir leikmenn Olga Færseth, ÍBV 44/11 Erla Hendriksdóttir, Breiðabl. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.