Greinar laugardaginn 12. júní 2004

Forsíða

12. júní 2004 | Forsíða | 140 orð

Bosníu-Serbar gangast við ódæðinu í Srebrenica

BOSNÍU-Serbar viðurkenndu í fyrsta sinn í gær, að herir þeirra hefðu drepið þúsundir múslíma í borginni Srebrenica 1995. Fylgdi það með, að reynt hefði verið að fela þessi mestu fjöldamorð í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Meira
12. júní 2004 | Forsíða | 290 orð | 1 mynd

Minnst fyrir alúð og þátt sinn í sögunni

"RONALD Reagan lést fyrir fáum dögum en við höfum saknað hans lengi," sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er hann minntist Reagans, 40. forseta Bandaríkjanna, við útför hans í Washington í gær. Meira
12. júní 2004 | Forsíða | 346 orð

"Stundarskot sem á eftir að hjaðna skjótt"

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki hafa tekið neina ákvörðun um það að svo stöddu hvort stjórnvöld muni grípa til einhverra ráðstafana til að hamla gegn verðbólgu eftir að nýjar upplýsingar Hagstofunnar um þróun neysluvísitölunnar... Meira
12. júní 2004 | Forsíða | 108 orð | 1 mynd

Þórey Edda setti Norðurlandamet

ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, sló í gærkvöld Íslands- og Norðurlandametið í stangarstökki þegar hún stökk yfir 4,54 metra á alþjóðlegu móti sem fram fór í Þýskalandi. Meira

Baksíða

12. júní 2004 | Baksíða | 139 orð | 1 mynd

Eldur í rannsóknarhúsi HA

ELDUR kom upp í rannsóknarhúsi Háskólans á Akureyri um níuleytið í gærkvöld, en húsið er í byggingu og fyrirhugað að taka það í notkun í haust. Meira
12. júní 2004 | Baksíða | 132 orð

Fjaðrafok í kríuvarpi

ÓBOÐINN gestur olli miklum usla og fjaðrafoki í austasta hverfi Ólafsvíkur um kl. 4 í fyrrinótt. Meira
12. júní 2004 | Baksíða | 46 orð | 1 mynd

Fyrstu sundtökin á Tjörninni

Fimm litlir andarungar voru að taka fyrstu sundtökin á Tjörninni í Reykjavík er ljósmyndari átti þar leið um í gær. Að sjálfsögðu var móðirin ekki langt undan og gætti ungviðisins af samviskusemi. Meira
12. júní 2004 | Baksíða | 316 orð

Tillit tekið til hugsanlegra skattbreytinga

TILLIT er tekið til hugsanlegra skattbreytinga í ársreikningi Baugs Group fyrir árið 2003, vegna frumskýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins, sem er í andmælafresti hjá félaginu til 25. júní næstkomandi. Meira
12. júní 2004 | Baksíða | 217 orð | 1 mynd

Vanfær kona með 5.005 e-töflur

TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli kom í veg fyrir umfangsmikinn innflutning á e-töflum síðdegis á fimmtudag þegar 5.005 töflur fundust við hefðbundna leit í fórum barnshafandi konu á þrítugsaldri sem var að koma með flugi frá París. Meira

Fréttir

12. júní 2004 | Akureyri og nágrenni | 141 orð

Aldrei fleiri brautskráðir en nú

Háskólinn á Akureyri brautskráir 245 kandídata á háskólahátíð sem haldin verður í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag, laugardaginn 12. júní. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Aukinn áhugi á framhaldsnámi í heimilislækningum

"ÁHUGI ungra lækna á að fara í framhaldsnám í heimilislækningum hefur eflst gríðarlega, ekki síst eftir að það var gert skylt að taka þrjá mánuði á kandídatsári í heilsugæslunni. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Ánægja með hreinsunarátak í Reykjavík

HREINSUNARÁTAK Reykjavíkurborgar fer vel af stað, og hafa margir komið að því að fegra ásýnd borgarinnar undanfarna daga. Átakinu lýkur á sunnudag og verður haldið áfram alla helgina að undirbúa borgina fyrir 17. júní. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

BORGE BOESKOV

BORGE Boeskov, sem um árabil var einn af æðstu stjórnendum Boeing flugvélaverksmiðjanna í Bandaríkjunum, lést í Seattle á miðvikudag, 69 ára að aldri, eftir erfið veikindi. Borge fæddist á Íslandi árið 1935 en móðir hans var íslensk og faðir hans... Meira
12. júní 2004 | Landsbyggðin | 111 orð

Byggt á Búðarmel

Reyðarfjörður | Í vikunni var tekin skóflustunga að fyrsta húsinu í nýju íbúðahverfi á Reyðarfirði. Það er uppi á Búðarmel, eða Kirkjugarðsmel eins og hann er kallaður í daglegu tali. Það er Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hf. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Dannebrog undir Heimakletti í Eyjum

DANSKA konungsskipið Dannebrog kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gær og liggur við Nausthamarinn. Dannebrog er á leiðinni til Grænlands og mun stoppa í Eyjum fram á sunnudag. Meira
12. júní 2004 | Miðopna | 430 orð

Dómsmálaráðherrann

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill gerast forystumaður fyrir því að skerða þann rétt sem almenningi er fenginn í stjórnarskrá Íslands. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 546 orð | 1 mynd

Einhverfugreiningum hefur fjölgað umtalsvert

GREINDUM tilfellum einhverfu hefur fjölgað umtalsvert undanfarin ár, eða allt að því tólffalt. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 297 orð

Ekki farið fram á lækkun iðgjalda

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ mun ekki fara fram á lækkun iðgjalda tryggingafélaga í ökutækjatryggingum, veruleg samkeppni er sögð ríkja í lögboðnum ökutækjatryggingum og dregið hefur úr ofmati tjónaskulda félaganna frá fyrri árum. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 55 orð

Erilsamt í umferðinni

LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði fimmtíu og þrjá ökumenn fyrir of hraðan akstur í gær. Flestir voru teknir eftir hálf fimm síðdegis, eða um fimmtíu ökumenn. Einn ökumaður var tekinn á 121 km hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Bústaðaveg. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 194 orð

Fékk greiddan 25 ára gamlan skyldusparnað

MARGIR Íslendingar sem voru launþegar í Danmörku á tímabilinu 1. september 1977 til 31. ágúst 1979 eiga inni skyldusparnað sem danska ríkið tók af þeim samkvæmt þágildandi lögum. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 73 orð

Fjölskylduhátíð SPRON Árlegur Esjudagur fjölskyldunnar verður...

Fjölskylduhátíð SPRON Árlegur Esjudagur fjölskyldunnar verður haldinn sunnudaginn 13. júní og er þetta sjötta árið í röð sem SPRON stendur fyrir degi sem þessum. Esjudagurinn er fjölskylduhátíð. Fjölskylduhátíðin verður sett kl. Meira
12. júní 2004 | Suðurnes | 71 orð

Fjölskylduvæn fyrirtæki | Fjölskyldu- og félagsþjónusta...

Fjölskylduvæn fyrirtæki | Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar er að undirbúa útnefningu fjölskylduvænasta fyrirtækis og stofnunar í bænum. Útnefningin verður tilkynnt í tengslum við menningar- og fjölskylduhátíðina Ljósanótt í haust. Meira
12. júní 2004 | Landsbyggðin | 225 orð | 1 mynd

Fjölsótt björgunarnámskeið

Stykkishólmur | Síðustu daga hefur Sæbjörg, skip Landsbjargar, legið við bryggju í Stykkishólmi. Um borð fer fram endurmenntunarnámskeið fyrir sjómenn varðandi björgunarstörf. Mikil ásókn er í námskeiðin sem eru á vegum Slysavarnaskóla sjómanna. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Fjölþætt helgihald á Þingvöllum í sumar

KARL Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur falið sr. Kristjáni Val Ingólfssyni prestsþjónustu í Þingvallaprestakalli til loka ágústmánaðar. Mun hann meðal annars sinna helgihaldi á Þingvöllum yfir sumarmánuðina sem verður með fjölbreyttum hætti. Meira
12. júní 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 95 orð | 1 mynd

Flippuðu í miðborginni

Miðborg | Fjölmargir hópar ungmenna hresstu upp á miðborgina í gær með uppákomum af ýmsu tagi. Þar voru á ferðinni krakkar frá Hinu húsinu, sem starfa við skapandi verkefni í sumar. Meira
12. júní 2004 | Landsbyggðin | 55 orð

FNA með nýjan vef | Fræðslunet...

FNA með nýjan vef | Fræðslunet Austurlands hefur opnað nýjan vef, www.fna.is. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

Forsetakosningunum verði frestað

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur krafist þess að forsetakosningunum verði frestað þar til búið sé að leysa út þeim vandamálum sem upp séu komin varðandi aðgengi frambjóðenda að fjölmiðlum. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Forseti hafi frið á sinni stefnuskrá

DR. Johan Galtung, prófessor um friðarrannsóknir, segir að það fari vel á því að forseti smáríkis á borð við Ísland hafi það á sinni stefnuskrá að boða frið í heiminum. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 285 orð

Frjálslyndir lýsa vonbrigðum með tillögur Hafró

MIÐSTJÓRN Frjálslynda flokksins samþykkti ályktun þar sem lýst er miklum vonbrigðum með tillögur Hafrannsóknastofnunar um aflahorfur á næsta ári. Meira
12. júní 2004 | Erlendar fréttir | 223 orð

Fulltrúi CIA ákvað að hundum skyldi beitt

STARFSMENN bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) skipuðu hundaþjálfurum í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak að nota hunda til þess að hræða og ógna föngum við yfirheyrslur í fyrra, að því er dagblaðið The Washington Post greinir frá. Meira
12. júní 2004 | Erlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Fylgi við flokk Blairs hrynur vegna Íraks

FYLGI Verkamannaflokks Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, hrapaði í borga- og sveitarstjórnakosningum í Englandi og Wales, sem fram fóru í gær. Virtust þessi úrslit sýna að kjósendur væru að hegna Blair fyrir stefnu hans í Írak. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Fær viðurkenningu í Bandaríkjunum

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra tekur í dag, laugardag, við viðurkenningu bandarísku félagasamtakanna, Academy of Achievement, en markmið samtakanna er meðal annars að leiða saman annarsvegar háskólanema frá fjölmörgum löndum og hins vegar stjórnmálamenn,... Meira
12. júní 2004 | Akureyri og nágrenni | 497 orð | 1 mynd

Gamlir og nýir, fallegir og ljótir

STÓLAR af öllum stærðum og gerðum, gamlir og nýir, fallegir og ljótir, eru nú til sýnis á Minjasafninu á Akureyri en um er að ræða sumarsýningu safnsins og lýkur henni því næsta haust. Meira
12. júní 2004 | Miðopna | 962 orð

Geðþóttavald eða málefnalegar ástæður

Enginn sem fylgist með stjórnmálum getur verið í vafa um að Ólafur Ragnar Grímsson kastaði sprengju inn í íslenskt samfélag með ákvörðun sinni um að synja staðfestingar á breytingum á útvarps- og samkeppnislögum. Meira
12. júní 2004 | Árborgarsvæðið | 69 orð | 1 mynd

Glaðar í góða veðrinu

Hveragerði | Þær heilsuðu glaðlega, þær Birta Marín og vinkona hennar sem sagðist heita Anna, þegar fréttaritari var á gangi framhjá leikskólanum þeirra, Óskalandi. Þær voru aðeins að kíkja yfir vegginn og skoða lífið í bænum. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Glókollurinn heldur áfram að breiðast út

Stykkishólmur | Glókollur (Regulus regulus) er minnsti fugl Evrópu. Hann heldur aðallega til í greniskógum, blandskógum og stórum trjágörðum með grenitrjám, þar sem hann étur grenilýs, önnur lítil skordýr og áttfætlumaura af barrinu. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 60 orð

Handverkssýningu að ljúka

UNDANFARNAR vikur hefur staðið yfir sýningin Bókverk- bóklist en þar eru sýndar 34 hugmyndir að bókum eftir jafn marga höfunda. Þetta er handverkssýning og eru bækurnar aðeins til í einu eintaki. Sýningin er haldin hjá Handverki og hönnun á 2. Meira
12. júní 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 148 orð

Hátíð í höfuðborginni í dag

Miðborg | Mikið verður um að vera á fjölskylduhátíðinni Mögnuð miðborg, sem fram fer í miðborg Reykjavíkur í dag. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Heilsa og hollusta í fyrirrúmi á Ármannsdegi

ÁRMANNSDAGURINN, fjölskyldu- og íþróttahátíð Glímufélagsins Ármanns, fer fram í Laugardalshöllinni og nágrenni hennar í dag. Hátíðin verður sett klukkan 11 og henni lýkur klukkan 16. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Heimur kuldans frumsýnd

MYND Sveins M. Sveinssonar, Heimur kuldans, var frumsýnd á heimildar- og stuttmyndahátíðinni Reykjavik shorts&docs, í Regnboganum í gærkvöld. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 115 orð

Heitt á könnunni

Svar barst frá Rúnari Kristjánssyni á Skagaströnd sama dag og hann fékk kveðju frá undirrituðum. Það var stílað á "Signor Pétur Blöndal" og er svohljóðandi: Hagyrðingar hugarveru hefja létt á daglegt flug. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Hélt framboðsfund í Kaupmannahöfn

BALDUR Ágústsson forsetaframbjóðandi hélt í gærkvöldi framboðsfund í Kaupmannahöfn. Samkvæmt upplýsingum forsetaframboðs Baldurs eru 6.892 Íslendingar skráðir til búsetu í Danmörku. Meira
12. júní 2004 | Suðurnes | 165 orð

Hjóla Krýsuvíkurveg og Djúpavatnsleið

BLÁA lóns þrautin á fjallahjóli verður haldin á morgun, sunnudag, og verður boðið upp á 60 og 70 km vegalengdir. Þrautinni lýkur við Bláa lónið - heilsulind. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 104 orð

Hjólauppboð Hjól í óskilum verða seld...

Hjólauppboð Hjól í óskilum verða seld á uppboði hjá lögreglunni í Kópavogi í dag, laugardaginn 12. júní, klukkan 11 við lögreglustöðina á Dalvegi 18. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verða um 100 hjól seld. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Hlaut viðurkenningu Macalester College

NÝLEGA hlaut Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM ehf. og fyrrverandi nemandi við Macalester College í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum, viðurkenningu sem veitt er fyrrverandi nemendum skólans sem þykja hafa skarað fram úr í lífi sínu og starfi. Meira
12. júní 2004 | Akureyri og nágrenni | 128 orð | 1 mynd

Hnika má til mjaltatímanum

Eyjafjarðarsveit | Ólafur A. Thorlacius og Fjóla Aðalsteinsdóttir, ábúendur í Öxnafelli í Eyjafjarðarsveit, hafa nýlega tekið í notkun nýtt og glæsilegt lausagöngufjós, með fullkomnasta búnaði sem völ er á. Fjósið tekur 65 kýr og smákálfa á mjólk. Meira
12. júní 2004 | Erlendar fréttir | 99 orð

Hollendingar frá Írak í mars

HOLLENSKIR hermenn verða kallaðir heim frá Írak í marsmánuði á næsta ári. Hollenska ríkisstjórnin samþykkti í gær að framlengja veru liðsaflans í landinu um átta mánuði. Meira
12. júní 2004 | Erlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Hryðjuverkum hefur fjölgað en ekki fækkað

TALSMENN utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segja að hryðjuverkaárásum fari fjölgandi í heiminum og viðurkenna þar með að nýlegar staðhæfingar þeirra um að hryðjuverkaárásum væri að fækka, hafi verið rangar. Meira
12. júní 2004 | Miðopna | 246 orð

Innileg og áhrifamikil athöfn

"ÞETTA var gríðarmikil athöfn og hátíðleg, innileg og eftirminnileg í alla staði," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra um útförina, en hann var eini norræni ríkisstjórnarleiðtoginn sem var viðstaddur hana. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 99 orð

Kaffihátíð

Kaffihátíð er haldin í Reykjanesbæ um helgina. Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar stendur að kaffihátíðinni og hefur verið unnið að undirbúningi í samstarfi við miðbæjarsamtökin Betri bæ, Kaffitár og fleiri aðila. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 1284 orð | 2 myndir

Kappkostaði að halda sig til hlés í stjórnmálabaráttunni

KRISTJÁN Eldjárn, forseti Íslands, á árunum 1968 til 1980, kappkostaði ávallt að halda sig til hlés í stjórnmálabaráttunni, segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. "Kristján leit ekki á það sem sitt hlutverk að taka virkan þátt í stjórnmálum. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 128 orð

Kaupmáttur rýrnað um 0,6% á einu ári

LAUNAKÖNNUN Kjararannsóknanefndar á þróun launa frá fyrsta ársfjórðungi 2003 til fyrsta ársfjórðungs 2004 hefur leitt í ljós að regluleg laun hafa hækkað að meðaltali um 1,5% á tímabilinu. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 229 orð

Kjörstaður opinn fram á kjördag

OPNUÐ hefur verið utankjörfundarskrifstofa hjá Sýslumanninum í Reykjavík vegna forsetakosninganna þann 26. júní næstkomandi. Kjörstaðurinn er á jarðhæð í húsi sýslumanns að Skógarhlíð 6. Hann verður opinn alla daga frá 10 til 22, að undanskildum 17. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 743 orð | 1 mynd

Konur ættu að hafa sömu möguleika

Elisabet Fura-Sandström er fædd í Stokkhólmi árið 1954. Hún lauk prófi í lögfræði frá Háskólanum í Stokkhólmi árið 1979. Elisabet varð meðlimur í sænska lögmannafélaginu árið 1985 og gegndi formannsembætti þar á árunum 1999-2001. Árið 1988 varð hún einn af eigendum lögmannsstofunnar Vinge, sem er ein stærsta alþjóðlega lögmannsstofa Svíþjóðar. Frá því í fyrra hefur Elisabet Fura-Sandström gegnt stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Kvennasamstaða í Þjóðarbókhlöðu

KVENNASAMSTAÐA er meginþema sýningar sem formlega var opnuð í Þjóðarbókhlöðunni í gær. Sýningin er sett saman í tengslum við norræna ráðstefnu kvennahreyfinga sem nú stendur yfir í Reykjavík. Meira
12. júní 2004 | Árborgarsvæðið | 122 orð | 1 mynd

Laugasport opnað í Hveragerði

Hveragerði | Líkamsræktarstöðin í Laugaskarði, Laugasport, hefur verið opnuð. Það er íþróttafélag staðarins, Hamar, sem hefur gert samning við Hveragerðisbæ um rekstur stöðvarinnar. Hún er til húsa á efri hæð sundlaugarhússins á Laugaskarði. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 408 orð | 2 myndir

Lax á lofti í Brennunni

BRENNAN, ármót Þverár og Hvítár, var opnuð 3. júní og bræðurnir Örvar, Ómar og Jón Sigurðssynir voru þar að veiðum þegar Morgunblaðsmenn litu þar við í miklu blíðskaparveðri á fimmtudaginn. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Lincolninn sendur suður

Sauðárkrókur | Þúsundþjalasmiðurinn Björn Sverrisson á Sauðárkróki sendi nú í vikunni frá sér enn einn eðalvagninn, Lincoln árgerð 1930, sem hann hefur verið að gera upp fyrir Þröst Harðarson í Reykjavík, eiganda bílsins. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Lyfja opnuð í Búðardal

Búðardalur | Lyfja hefur tekið við rekstri lyfsölunnar í Búðardal. Afgreiðslan hefur jafnframt verið stækkuð og auðveldar það aðgengi að lausasölu lyfja og öðrum smávarningi. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 154 orð

Lögbann við notkun vörumerkis

SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík hefur að kröfu heildverslunarinnar Celsus lagt lögbann við sölu bætiefna undir heitinu Life Extension, sem heildverslunin Arnarvík hefur flutt inn. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 274 orð

Metaðsókn í Kennaraháskólann annað árið í röð

ANNAÐ árið í röð er metaðsókn í Kennaraháskóla Íslands en alls bárust 1.825 umsóknir um nám við skólann skólaárið 2004-2005. Einungis verður hægt að bjóða tæplega helmingi umsækjenda skólavist vegna fjárhagsramma skólans. Meira
12. júní 2004 | Akureyri og nágrenni | 169 orð

Metfjöldi á Esso-móti

ALDREI hafa jafnmargir þátttakendur verið skráðir til leiks á Esso-móti KA sem hefst í lok þessa mánaðar, eða um 1400 leikmenn alls. Esso-mótið í knattspyrnu er fyrir fimmta aldursflokk drengja, 11 til 12 ára og verður 30. júní til 4. júlí. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 201 orð

Mikið annríki í fíkniefnamálum

MIKIÐ annríki hefur verið síðustu daga hjá lögreglunni í Reykjavík og á Selfossi við rannsókn fíkniefnamála. Hjá lögreglunni á Selfossi eru þrjú mál til rannsóknar og hið nýjasta kom upp í Þorlákshöfn í gær. Meira
12. júní 2004 | Landsbyggðin | 229 orð | 1 mynd

Minningarreitur vígður við hátíðlega athöfn í Ólafsvík

Ólafsvík | Á sjómannadag var minningarreiturinn við kirkjugarðinn í Ólafsvík vígður. Minningarreiturinn sem ber nafnið Minning um ástvini í fjarlægð er sérstaklega ætlaður þeim sem misst hafa ástvini sem aldrei hafa fundist. Meira
12. júní 2004 | Miðopna | 410 orð | 4 myndir

Minnst sem mikils manns sem breytti heimsmyndinni

Ronalds Reagans, 40. forseta Bandaríkjanna, var minnst í gær sem "mikils manns" og "forseta, sem blásið hefði þjóð sinni í brjóst nýjum eldmóði og breytt heimsmyndinni". Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Nemendur Réttarholtsskóla styrkja Stígamót

NEMENDUR 10. bekkjar Réttarholtsskóla afhentu Stígamótum rúmlega 500.000 krónur á skólaslitum skólans nýlega en þau unnu fyrir peningunum í febrúar. Að sögn S. Meira
12. júní 2004 | Árborgarsvæðið | 248 orð | 1 mynd

Ný og fullkomin steypustöð leysir eldri stöð af hólmi

Selfoss | Steypustöðin tók í vikunni formlega í notkun nýja steypustöð á athafnasvæðin sínu við Hrísmýrarklett á Selfossi. Hin nýja stöð er mjög fullkomin og rís hátt í landinu. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 52 orð

Nýr skólastjóri í Bolungarvík

BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur hefur samþykkt með atkvæðum fulltrúa meirihlutans að ráða Kristínu Ósk Jónasdóttur, náms- og starfsráðgjafa á Ísafirði, sem skólastjóra Grunnskóla Bolungarvíkur, eins og fræðslumálaráð bæjarins hafði lagt til. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 51 orð

Óánægðir með launatilboð

KENNARAR í Lindaskóla í Kópavogi hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Kennarar í Lindaskóla í Kópavogi lýsa yfir mikilli óánægju með tilboð Launanefndar sveitarfélaga og harma um leið vinnubrögð Launanefndarinnar. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 213 orð

Óformleg beiðni um að skrifa ekki undir bráðabirgðalög

KRISTJÁNI Eldjárn, þáverandi forseta Íslands, barst ófomleg beiðni frá landeigendum í Mývatnssveit, árið 1970, um að hann neitaði að undirrita bráðabirgðalög um Laxárvirkjun. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fjallaði m.a. Meira
12. júní 2004 | Suðurnes | 43 orð

Óskráð ökutæki með rangar númeraplötur

Garður | Lögreglan í Keflavík stöðvaði akstur bifreiðar á Garðvegi í fyrrakvöld. Bifreiðin var óskráð og ótryggð. Ökumaðurinn hafði orðið sér úti um gamlar skráningarplötur til að reyna að komast upp með áframhaldandi notkun bifreiðarinnar. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 287 orð

Óttast að Íslendingar séu að sigla inn í verðbólgutíma

INGUNN S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ), óttast að Íslendingar séu að sigla inn í verðbólguskeið. "Haldi svo fram sem horfir er kjarasamningum stefnt í hættu. Meira
12. júní 2004 | Erlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

"Minnir á fegurðarsamkeppni"

FIMM frambjóðendur taka þátt í fyrstu umferð forsetakosninga í Litháen á morgun, sunnudag. Boðað var til kosninganna eftir að Rolandas Paksas var sviptur embætti í apríl, 15 mánuðum eftir að hann var kosinn. Meira
12. júní 2004 | Árborgarsvæðið | 201 orð | 1 mynd

"Sennilega fædd með þessa dellu"

Þorlákshöfn | Agnes Guðmundsdóttir úr Þorlákshöfn er með myndlistarsýningu í T-bæ í Selvogi. Sýningin verður opin meðan opið er í T-Bæ eða fram í september. Agnes eða Adda eins og hún er oftast kölluð var einnig með sýningu í T-Bæ síðastliðið sumar. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Rjúpnastofninn á uppleið

RJÚPNATALNINGAR á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) í vor sýndu mikla aukningu í rjúpnastofninum miðað við síðasta ár. Uppsveiflu gætir nú í nær öllum landshlutum, en hennar varð vart síðasta vor á friðaða svæðinu á Suðvesturlandi. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 196 orð

Samið um Norræna kvikmyndasjóðinn

NÝR samningur um Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðinn var undirritaður á fundi menntamálaráðherra Norðurlandanna sem haldinn var hér á landi á fimmtudag. Samningurinn gildir í fimm ár frá árinu 2005 til ársins 2009. Meira
12. júní 2004 | Landsbyggðin | 98 orð

Samvinna við ysta haf

Bóka- og byggðasafn N-Þingeyinga opnar sýningu á morgun, 13. júní, og nefnist hún Samvinna við ysta haf, KNÞ 1894-1989. Sýningin verður opin til 2. ágúst. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 317 orð

Sjónvarpsefni flutt um koparkerfið

Á MÁLÞINGI sem haldið var á Seyðisfirði í gær greindi Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, frá helstu þróunarverkefnum Símans um þessar mundir. Í máli hans kom m.a. Meira
12. júní 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 52 orð | 1 mynd

Skrúðganga á sumarhátíð

Kópavogur | Margt var um manninn á sumarhátíð leikskólans Marbakka sem fram fór í sól og blíðu á fimmtudag. Hátíðin hófst með skrúðgöngu um hverfið sem endaði svo í leikskólanum eftir góðan hring. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 199 orð

Staða jafnréttismála á Norðurlöndunum rædd

STAÐA jafnréttismála á Norðurlöndunum var rædd á fundi Kvenréttindafélags Íslands og forsvarskvenna kvenréttindahreyfinga á Norðurlöndum í vikunni. Meira
12. júní 2004 | Suðurnes | 333 orð | 1 mynd

Staður á milli tveggja heima

Reykjanesbær | "Markmiðið er að gefa fólki kost á því að kynnast safninu, sjá hvað er til og hvað vantar, og hvetja það til að segja skoðun sína á því á hvað beri að leggja áherslu í framtíðinni," segir Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður... Meira
12. júní 2004 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Söngvaka | Þriðja söngvaka sumarsins verður...

Söngvaka | Þriðja söngvaka sumarsins verður haldin í Minjasafnskirkjunni í kvöld, laugardagskvöldið 12. júní kl. 20.30. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 503 orð | 1 mynd

Tenging Íslands við umheiminn efldi stórhug þjóðarinnar

SÝNINGIN "Innreið nútímans" í Tækniminjasafni Austurlands var opnuð í gær, en þar eru tækni og samfélag í anda heimstjórnartímans í öndvegi. Sýningin er sett upp í tilefni 100 ára afmælis heimastjórnar á Íslandi. Meira
12. júní 2004 | Landsbyggðin | 64 orð

Tilboð í viðbyggingu | Opnuð hafa...

Tilboð í viðbyggingu | Opnuð hafa verið tilboð í lokaáfanga viðbyggingar við grunnskólann á Eskifirði. Tilboð bárust; frá Dalhúsum ehf., rúmlega 44,9 milljónir króna og frá Viðhaldi fasteigna ehf. Meira
12. júní 2004 | Akureyri og nágrenni | 40 orð

Tveir ungir í anda |Félagarnir Jóhann...

Tveir ungir í anda |Félagarnir Jóhann Ingimarsson og Gustavo Pérez, Nói og Gústi Sigmunds opna í dag, laugardaginn 12. júní, kl. 15 sýningu á verkum sínum í Galleríi Gersemi, Hafnarstræti 96, París á Akureyri. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 308 orð

Undirbúningur Landsmóts UMFÍ sem verður á...

Undirbúningur Landsmóts UMFÍ sem verður á Sauðárkróki í sumar gengur vel, að sögn Ómars Braga Stefánssonar framkvæmdastjóra, og eini þátturinn sem óvissu veldur, er að ekki hefur, frá þar til bærum stofnunum, fengist afdráttarlaust vilyrði fyrir... Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 294 orð

Útbreiðsla hlýsjávar yfir meðallagi

NIÐURSTÖÐUR vorleiðangurs Hafrannsóknastofnunar sýna útbreiðslu hlýsjávar á Íslandsmiðum yfir meðallagi og há gildi hita og seltu sunnanlands og vestan. Meira
12. júní 2004 | Landsbyggðin | 49 orð

Útisundlaug | Byrjað er að hanna...

Útisundlaug | Byrjað er að hanna nýja útisundlaug á Eskifirði. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. og arkitektastofan Tark annast hönnunina. Verkið kostar í kringum 300 milljónir króna og á laugin að vera tilbúin í árslok 2005. Meira
12. júní 2004 | Erlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Valdaráni afstýrt í Kongó

JOSEPH Kabila, forseti Lýðveldisins Kongó, tilkynnti í sjónvarpi í gær að valdaráni uppreisnarmanna úr lífvarðasveitum hans hefði verið afstýrt, 12 hefðu verið handteknir en leiðtogi þeirra, Eric Lenge majór, væri á flótta. Meira
12. júní 2004 | Landsbyggðin | 220 orð | 1 mynd

Veitingahús í "miðbæ" Grímseyjar

Grímsey | Það var stór stund í Grímsey þegar þar var opnað veitingahúsið Krían á besta stað í "miðbæ" Grímseyjar með ægifögru útsýni yfir sundið til Íslands. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 364 orð

Verðbólgan meiri en hægt er að sætta sig við

HANNES G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir verðbólguna miklu meiri en hægt sé að sætta sig við. Hún ógni þó ekki kjarasamningum eins og er. Meira
12. júní 2004 | Erlendar fréttir | 553 orð | 1 mynd

Vinsæll leiðtogi á hverju sem veltur

Deilur um Írak, eftirlaunahneyksli og önnur erfið mál hafa aðeins orðið til að auka stuðning japanskra kjósenda við Junichiro Koizumi forsætisráðherra. Það eina sem hann vantar er raunverulegur andstæðingur. Meira
12. júní 2004 | Landsbyggðin | 22 orð

Virkjunarboltinn | 17.

Virkjunarboltinn | 17. júní munu knattspyrnulið skipuð starfsmönnum Kárahnjúkavirkjunar og heimamönnum á Egilsstöðum etja kappi á Vilhjálmsvelli og eru æfingar þegar... Meira
12. júní 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 102 orð | 1 mynd

Þjóðhátíðin undirbúin í borginni

Reykjavík | Í tilefni þess að lýðveldið Ísland á 60 ára afmæli í ár hefur Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur gert sérstakt átak til skreytingar miðborgarinnar. Meira
12. júní 2004 | Suðurnes | 279 orð | 1 mynd

Þriggja stjörnu tjaldsvæði, svefnloft og töskugeymsla

Keflavík | Alex ferðaþjónusta opnaði í gær nýtt tjaldsvæði fyrir Reykjanesbæ við bílahús sitt og módel við Aðalgötu í Keflavík. Þar var jafnframt tekið í notkun svefnloft fyrir svefnpokagistingu og töskugeymsla fyrir flugfarþega. Meira
12. júní 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð

Æfingamót í línudönsum Æfingamót í línudönsum...

Æfingamót í línudönsum Æfingamót í línudönsum verður haldið í Brautartungu í Lundarreykjadal, Borgarfirði, dagana 30. júlí til 2. ágúst (verslunarmannahelgin). Meira
12. júní 2004 | Erlendar fréttir | 386 orð | 1 mynd

Öfgaþjóðernissinni sigurstranglegur

FYRSTA umferð forsetakosninganna í Serbíu fer fram á morgun en sérfræðingar í efnahagsmálum þar í landi telja mikla afturför blasa við í efnahagslegri uppbyggingu landsins ef öfgaþjóðernissinninn Tomislav Nikolic verður kjörinn forseti. Meira
12. júní 2004 | Landsbyggðin | 92 orð | 1 mynd

Ölver byrjar sumarstarfið

Borgarfjörður | Sumarbúðirnar í Ölveri í Borgarfirði eru byrjaðar sumarstarfið. Eru eingöngu stelpur í Ölveri á aldrinum 6 til 15 ára í aldursskiptum flokkum. Meira

Ritstjórnargreinar

12. júní 2004 | Leiðarar | 416 orð

Færri hindranir á norræna vinnumarkaðnum

Það vekur eflaust furðu margra að hálfri öld eftir að ákveðið var að gera Norðurlöndin að sameiginlegum vinnumarkaði, þurfi að setja fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur í það verkefni að ryðja úr vegi hindrunum, sem torvelda norrænum borgurum að... Meira
12. júní 2004 | Staksteinar | 331 orð | 2 myndir

- Í góðum félagsskap

Gunnar Jónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands, skrifar pistil formanns í Lögmannablaðið, sem er nýkomið út. Í pistli formannsins segir m.a. Meira
12. júní 2004 | Leiðarar | 330 orð

Verðbólgudraugurinn rumskar

Annan mánuðinn í röð hefur verðbólga vaxið meira en almennt var búizt við. Meira

Menning

12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 385 orð | 1 mynd

Áhorfendur eru stjörnurnar

DÁVALDURINN Sailesh heldur sýningu í Broadway föstudaginn 24. september. Sailesh er enginn venjulegur dávaldur heldur leggur mikið upp úr gríni og fer oft út á jaðar velsæmisins. Meira
12. júní 2004 | Menningarlíf | 233 orð | 1 mynd

Bergur Þór sigurvegari í keppninni

BERGUR Þór Ingólfsson kom, sá og sigraði í annarri dansleikhúskeppni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins sem haldin var á stóra sviði Borgarleikhússins sl. fimmtudagskvöld. Meira
12. júní 2004 | Menningarlíf | 177 orð

Bjartir dagar

DAGSKRÁ lista- og menningarhátíðarinnar Bjartir dagar í Hafnarfirði er eftirfarandi. Kl. 9:30 Madonnuhlaupið í Krýsuvík Lagt verður af stað í rútu frá Suðurbæjarlaug. Kl. Meira
12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 360 orð

Breyskir menn

Stjórnandi: Anders Östergaard. 74 mín. Danmörk 2004. Meira
12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 335 orð | 1 mynd

Brimkló spilar á stöðum Egils

HIN ástsæla sveitarokksveit Brimkló, með Björgvin Halldórsson í fararbroddi, leikur á stórdansleik í Valaskjálf á Egilsstöðum í kvöld. Meira
12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 303 orð | 2 myndir

Egó byrjar aftur

HIN goðsagnakennda rokksveit Egó er vöknuð til lífsins á ný, sem fyrr með Bubba Morthens í fararbroddi. Meira
12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 143 orð | 1 mynd

Evrópski fáninn - bandaríski bjáninn

Scotty og vinir hans leggja af stað í ferð um Evrópu til að hitta ýkt sæta pennavinkonu í Þýskalandi, leikna af þýsku popp- prinsessunni Jessicu Böhrs. Eitthvað verður það nú skrautlegt! Meira
12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 141 orð | 1 mynd

FÉLAGSHEIMILIÐ VÍK Sniglabandið GAUKUR Á STÖNG...

FÉLAGSHEIMILIÐ VÍK Sniglabandið GAUKUR Á STÖNG Í svörtum fötum heldur sveitaball á mölinni. GRANDROKK Han Solo, Babtist og Norton, frá kl. 22. HÓTEL BÚÐIR Andrea Gylfa og Eddi Lár halda tónleika sem teknir verða upp. Kl. 22. Meira
12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 93 orð | 1 mynd

FÓLK Í fréttum

LEIKKONAN Kate Winslet er í viðræðum um að leika í næstu kvikmynd leikstjórans Woody Allen . Kvikmyndin á að fjalla um líf Lundúnabúa. Gert er ráð fyrir að hluti kvikmyndarinnar verði tekinn upp í vesturhluta Lundúna. Meira
12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 178 orð | 2 myndir

FÓLK Í fréttum

BANDARÍSKI leikarinn Ben Affleck hefur neyðst til þess að fara á sjúkrahús öðru sinni á tæpri viku vegna þráláts lungnakvefs. Leikarinn hefur dvalið ásamt unnustu sinni, Enza Sambatoro , og móður sinni í Massachusetts undanfarnar vikur. Meira
12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 223 orð | 2 myndir

FÓLK Í fréttum

BANDARÍSKA leikkonan Angelina Jolie hefur í hyggju að ættleiða annað barn. Hún hefur ættleitt tveggja ára barn frá Kambódíu en vill nú fá barn frá Rússlandi. Meira
12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 106 orð | 1 mynd

Fótboltaveisla hefst

ÞEIR ERU eflaust ekki fáir fótboltaunnendurnir sem beðið hafa dagsins í dag með mikilli eftirvæntingu. Evrópumeistaramótið í knattspyrnu hefst í dag þar sem 16 bestu fótboltaþjóðir Evrópu berjast um titilinn. Meira
12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

GSM-tilraunin mikla

SIGURGEIR Orri Sigurgeirsson er leikstjóri stuttmyndarinnar Talað úr sér vitið, sem er sýnd á Heimilda- og stuttmyndahátíð í Reykjavík (Reykjavík Shorts and Docs), en hátíðin stendur nú yfir. Meira
12. júní 2004 | Menningarlíf | 94 orð | 1 mynd

Helgidómur og kveðja í listasafni

TVÆR sýningar verða opnaðar í Listasafni ASÍ kl. 14 í dag. Í Ásmundarsal sýna þær Guðrún Vera Hjartardóttir, Helga Óskarsdóttir og Ingibjörg Magnadóttir og ber sýningin yfirskriftina "Helgidómur". Kl. Meira
12. júní 2004 | Menningarlíf | 74 orð | 1 mynd

Í dag

Hún og hún, Skólavörðustíg 17, kl. 16 Marie Worre Hastrup Holm og Anne Löndal opna sýningu á verkum sínum í versluninni. Meira
12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 259 orð | 1 mynd

Með glóð í geði

SÖKUM eymsla í löpp sat ég í sex tíma samfellt fyrir framan Skjá einn á fimmtudagskvöldið. Ég verð að segja að sófasekkskröfum mínum var fullnægt í hvarvetna. Einkanlega kom það mér á óvart hvað myndin Banvænt vopn 2 ( Lethal Weapon 2 ) hefur elst vel. Meira
12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 161 orð | 1 mynd

Mömmustrákur

Við munum flest að Elling var ótrúlega hændur að mömmu sinni. Nú fáum við að sjá þegar hún reynir að búa hann undir lífið, og fer með hann í skemmtiferð til Spánar. Meira
12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 735 orð | 1 mynd

Raunveruleikinn oftast fyndnastur

Það er óhætt að segja að Gunnar Björn Guðmundsson hafi mörg járn í eldinum. Í dag verður frumsýnd kvikmyndin Konunglegt bros sem Gunnar leikstýrði, lék í og skrifaði handritið að. Auk þess er hann formaður hins virka Leikfélags Hafnarfjarðar sem á næstu fjórum mánuðum mun frumsýna jafnmargar sýningar. Birta Björnsdóttir ræddi við Gunnar. Meira
12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 309 orð | 1 mynd

Strákarnir tilbúnir í slaginn

TÖKUR á nýjustu mynd Róberts Douglas, Strákarnir okkar , hefjast 1. ágúst næstkomandi. Þær munu standa yfir í fimm vikur og stefnt er að frumsýningu á næsta ári. Meira
12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 101 orð | 2 myndir

Stutt hátíð en viðburðarík

HEIMILDA- og stuttmyndahátíðin - Shorts & Docs - hófst á fimmtudagskvöldið með sýningu á sex íslenskum stuttmyndum. Hátíðin er nú haldin í þriðja sinn og vex vegur hennar sífellt. Í ár eru sýndar tólf íslenskar myndir, þar af tíu frumsýndar. Meira
12. júní 2004 | Tónlist | 359 orð | 1 mynd

Til ykkar, guðir

Stravinsky: Pulcinella, Eldfuglinn og Vorblót. Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Fimmtudagur 10. júní. Meira
12. júní 2004 | Menningarlíf | 204 orð | 1 mynd

Þverað á mörkum í Hafnarborg

FIMM sýningar verða opnaðar í Hafnarborg í dag kl. 15. Fyrst ber að nefna samsýningu í Sverrissal. Um er að ræða textílsýningu Önnu Þóru Karlsdóttur og Guðrúnar Gunnarsdóttur sem ber yfirskriftina Þverað á mörkum. Meira
12. júní 2004 | Fólk í fréttum | 274 orð

Öskrað á kerfið

Stjórnandi: Mika Ronhainen. Heimildarmynd. 76 mín. Finnland, 2003. Meira

Umræðan

12. júní 2004 | Aðsent efni | 1110 orð | 1 mynd

Að gera einfalda hluti flókna

Ögmundur Jónasson skrifar um þjóðaratkvæðagreiðslu: "Þeir sem stýra förinni virðast staðráðnir í því að gera allt sem þeir geta til þess að eyðileggja þessa fyrirhuguðu þjóðaratkvæðagreiðslu." Meira
12. júní 2004 | Aðsent efni | 394 orð | 1 mynd

Bjartir dagar í Hafnarfirði

Marín Hrafnsdóttir skrifar um menningar- og listahátíð Hafnarfjarðar: "Fjöldi manns tekur þátt í um 60 dagskráratriðum og er efnisval fjölbreytt." Meira
12. júní 2004 | Aðsent efni | 865 orð | 1 mynd

Blaðamenn og lýðræðið

Hallur Hallsson skrifar um fjölmiðla: "Íslenskir blaðamenn hafa brugðist skyldu sinni gagnvart þjóðinni, því miður." Meira
12. júní 2004 | Aðsent efni | 249 orð | 1 mynd

D-dagur, Reagan og RÚV

Bogi Ágústsson svarar Birgi Guðjónssyni: "Hvort of mikið eða of lítið er fjallað um tiltekna viðburði er matsatriði..." Meira
12. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 221 orð

Metið kennara að verðleikum!

Í UMRÆÐUNNI um starf kennara virðist skorta skilning og þekkingu Launanefndar sveitarfélaga á starfi kennara. Undanfarna áratugi hefur kennarastarfið breyst gífurlega og mikið bæst við á verkefnalista þeirra. Meira
12. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 53 orð | 1 mynd

Nokkrir ungir krakkar í Hveragerði komu...

Nokkrir ungir krakkar í Hveragerði komu við á skrifstofu Rauða krossins í Hveragerði og afhentu ágóða af tombólu sem þeir héldu. Á myndinni tekur Matthías Freyr Matthíasson á móti peningunum, alls 5.115 kr. sem söfnuðust. Krakkarnir heita f.v. Meira
12. júní 2004 | Aðsent efni | 597 orð | 1 mynd

Opið bréf til forseta Íslands

Ástþór Magnússon skrifar forseta Íslands: "Hér er alvarlega vegið að embættinu í kjölfar þess dómgreindarleysis sem þú hefur sýnt í embætti." Meira
12. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 394 orð

Strætó b.s. - Hverra hagur?

STRÆTÓ b.s., sænskir sérfræðingar með aðstoð VSÓ ráðgjöf, hafa undanfarið unnið að gerð nýs leiðakerfis fyrir hið unga Strætó b.s. Hægt er að afla sér upplýsinga á skrifstofu Strætó b..s. Meira
12. júní 2004 | Aðsent efni | 710 orð | 1 mynd

Um fátækt, erfðir og stjórnmál

Steindór J. Erlingsson skrifar um fátækt og fleiri þætti mannlegs lífs: "Niðurstöður rannsókna á erfðum mannlegs atferlis eru því í eðli sínu pólitískar." Meira
12. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 251 orð | 1 mynd

Þekkir þú fólkið á myndinni?

Þekkir þú fólkið á myndinni? VEGNA sýningar Þjóðminjasafns Íslands um brúðkaupssiði sem verið er að undirbúa í Þjóðminjasafninu vantar nöfnin á fólkinu á myndinni. Myndin er frá Stúdío Guðmundar. Meira
12. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 47 orð | 1 mynd

Þessi fríði barnahópur stóð nýlega fyrir...

Þessi fríði barnahópur stóð nýlega fyrir hlutaveltu á Akureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 8.964 krónur. Í aftari röð f.v. Meira
12. júní 2004 | Aðsent efni | 265 orð | 1 mynd

Öryggisventill eða laus skrúfa?

Ragnar Thorarensen skrifar um synjun forseta: "Í þessu máli er það reyndar forsetinn sem er að taka stjórnina í eigin hendur..." Meira

Minningargreinar

12. júní 2004 | Minningargreinar | 2803 orð | 1 mynd

DÓRA JÓHANNSDÓTTIR

Dóra Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 23. október 1930. Hún lést 24. maí síðastliðinn á krabbameinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 2. júní. Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2004 | Minningargreinar | 1372 orð | 1 mynd

GUÐJÓN M. JÓNSSON

Guðjón M. Jónsson fæddist í Stapakoti í Innri-Njarðvík 29. júní 1929. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut á hvítasunnudag 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, frá Stapakoti í Innri-Njarðvík, f. 19. febr. 1879, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2004 | Minningargreinar | 557 orð | 1 mynd

GUNNAR HLÖÐVER STEINSSON

Gunnar Hlöðver Steinsson fæddist í Reykjavík hinn 15. október 1933. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss 15. maí síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2004 | Minningargreinar | 3041 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG SVAVA HELGADÓTTIR

Ingibjörg Svava Helgadóttir fæddist á Hlíðarenda í Fljótshlíð 31. desember 1912. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Eyjólfsdóttir, f. 7.2. 1884 á Hofi í Öræfum, d. 8.4. Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2004 | Minningargreinar | 49 orð

Kristrún Sigurlaug Andrésdóttir

Elsku amma Lauga. Við þökkum af heilum hug allt sem þú varst okkur og biðjum góðan Guð að geyma þig. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2004 | Minningargreinar | 36 orð

Kristrún Sigurlaug Andrésdóttir

Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Guð geymi þig, elsku langalangamma mín. Þín Dagmar... Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2004 | Minningargreinar | 1819 orð | 1 mynd

KRISTRÚN SIGURLAUG ANDRÉSDÓTTIR

Kristrún Sigurlaug Andrésdóttir fæddist á Kolbeinsá í Strandasýslu 10. desember 1909. Hún andaðist á heimili sínu, Hásæti 5c á Sauðárkróki, þriðjudaginn 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Andrés Magnússon, f. 31. mars 1872, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2004 | Minningargreinar | 1630 orð | 1 mynd

SIGURÞÓR ÁRNASON

Sigurþór Árnason fæddist að Hrólfsstaðahelli í Landsveit 16. júní 1918. Hann lést í Landspítalanum fimmtudaginn 3. júní síðastliðinn. Hann var yngsta barn hjónanna Árna Hannessonar, f. 9. okt. 1873, d. 11. júní 1944, og Sigríðar Oddsdóttur, f. 23. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

12. júní 2004 | Sjávarútvegur | 290 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Skarkoli 166 156 165...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Skarkoli 166 156 165 334 55,234 Steinbítur 97 61 75 3,302 246,638 Ufsi 11 5 10 31 317 Und. Meira
12. júní 2004 | Sjávarútvegur | 217 orð

Með Ísland á "sjúkralista" um árabil

ÞING Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem nú fer fram í Genf, hefur staðfest niðurstöðu Félagafrelsisnefndar ILO um kæru Alþýðusambands Íslands til ILO vegna endurtekinna afskipta stjórnvalda af gerð kjarasamninga, samkvæmt upplýsingum Alþýðusambands... Meira
12. júní 2004 | Sjávarútvegur | 244 orð | 1 mynd

Niðurstaða ILO sigur fyrir stjórnvöld

VILHJÁLMUR Egilsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins, segir að niðurstöður Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) varðandi afskipti stjórnvalda af gerð kjarasamninga í sjómannaverkfallinu 2001, hafi verið íslenskum stjórnvöldum í vil og megi... Meira

Viðskipti

12. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Atvinnuleysi minnkar

ATVINNULEYSI minnkaði úr 3,5% í apríl í 3,3% í maí , samkvæmt talningu Vinnumálastofnunar á skráðum atvinnulausum og áætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins um mannafla á vinnumarkaði. Meira
12. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 481 orð | 1 mynd

Baugur Group hagnast um rúma 9,5 milljarða

HAGNAÐUR Baugs Group hf. á árinu 2003 var rúmir 9,5 milljarðar króna eftir skatta. Eigið fé félagsins er 27,9 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 50%. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu frá Baugi í framhaldi af aðalfundi félagsins í gær. Meira
12. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 308 orð

Kaupin á búlgarska símanum BTC í höfn

GENGIÐ var frá lokasamningi í gær um kaup á 65% kjölfestuhlut í búlgarska símanum Bulgarian Telecommunications Company (BTC) enda hafði seljandinn, búlgarska ríkið, uppfyllt skilyrði um rekstraruppgjör og fjarskiptaleyfi vegna reksturs á farsímakerfi. Meira
12. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 257 orð | 1 mynd

Mesti hagvöxtur í 3 ár

HAGVÖXTUR á fyrsta fjórðungi ársins var 4,9%, samkvæmt áætlun Hagstofunnar, og hefur ekki verið meiri frá fyrsta fjórðungi árið 2001. Hagvöxturinn nú einkenndist af mikilli aukningu einkaneyslu og fjárfestingar. Meira
12. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 847 orð | 1 mynd

Tækifæra verður leitað í nærliggjandi löndum

BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson tekur nú sæti í stjórn BTC en hann hefur verið einn helsti forsvarsmaður fjárfestanna. Meira

Daglegt líf

12. júní 2004 | Daglegt líf | 506 orð | 1 mynd

Fórnum við heilsunni fyrir vinnuna?

NÝVERIÐ komu til landsins sænsku sérfræðingarnir Marie Åsberg og Åke Nygren, prófessorar við Karolinska institutet í Stokkhólmi. Þau hafa sérhæft sig í að skoða hvað veldur því að veikindafjarvistir hafa aukist til muna á undanförnum árum. Meira
12. júní 2004 | Daglegt líf | 377 orð | 2 myndir

Leiðalykill um Ísland Fyrir þá sem...

Leiðalykill um Ísland Fyrir þá sem vilja taka því rólega á ferðum sínum um landið og hlífa umhverfinu við útblæstri getur verið góð hugmynd að skilja bílinn eftir heima og ferðast með áætlunarbílum og ferjum þess í stað. Meira
12. júní 2004 | Daglegt líf | 480 orð | 2 myndir

Lúða og saltfiskur

Við reynum að byggja matseðilinn okkar upp á hollu og léttu fæði. Meira
12. júní 2004 | Daglegt líf | 748 orð | 4 myndir

Rölt um París með íslenskri leiðsögn

Kristín Jónsdóttir hefur búið í París í 15 ár og þekkir borgina eins og lófann á sér. Hún sagði Kristínu Heiðu Kristinsdóttur frá skemmtilegum gönguferðum um París, sem hún er með í boði fyrir íslenska ferðalanga. Meira
12. júní 2004 | Daglegt líf | 300 orð | 1 mynd

Til Ishöj með HK-ingum

Eftirvænting liggur í loftinu í herbúðum HK-inga því fyrir dyrum stendur vikulangt ferðalag til Danaveldis þar sem krakkar munu etja saman kappi í knattleikni við erlend lið. Gunnar Örn Rúnarsson verður í hópi fararstjóra. Meira
12. júní 2004 | Daglegt líf | 373 orð | 2 myndir

Örfáir miðar á auglýstu verði

Könnun dönsku neytendasamtakanna hefur leitt í ljós að lággjaldaflugfélög lofa oft upp í ermina á sér þegar þau auglýsa fargjöld á tilboðsverði. Meira

Fastir þættir

12. júní 2004 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 13. júní, er níræður Jónas Óskar Halldórsson, fyrrverandi sundkennari, Bugðutanga 15, Mosfellsbæ. Hann verður að heiman á... Meira
12. júní 2004 | Dagbók | 473 orð

(Amos 5, 14.)

Í dag er laugardagur 12. júní, 164. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Leitið hins góða, en ekki hins illa, til þess að þér megið lífi halda, og þá mun Drottinn, Guð allsherjar vera með yður, eins og þér hafið sagt. Meira
12. júní 2004 | Fastir þættir | 277 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Allt er afstætt í þessum heimi. Yfirleitt eru spilarar ekki kátir yfir því að fara 800 niður, en ef andstæðingarnir eiga slemmu í spilinu er það svo sem ágætt. Meira
12. júní 2004 | Fastir þættir | 342 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Félag eldri borgara í Kópavogi Föstudaginn 4. júní mættu 18 pör til keppni og urðu úrslitin þessi í N/S: Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 253 Karl Karlsson - Ólafur Ingvarsson 238 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 222 A/V: Albert Þorsteinss. Meira
12. júní 2004 | Í dag | 274 orð | 1 mynd

Dýridagur í Landakoti ÞESSI hátíð var...

Dýridagur í Landakoti ÞESSI hátíð var fyrst haldin árið 1247, þá að frumkvæði heilagrar Júlíönu frá Lüttich. Meira
12. júní 2004 | Í dag | 105 orð

Fermingar

Ferming í Staðarhólskirkju í Saurbæ sunnudaginn 13. júní kl. 15. Prestur sr. Ingiberg J. Hannesson. Fermdar verða: Ásdís Helga Arnarsdóttir, Stórholti. Sandra Sif Sæmundsdóttir, Lindarholti. Ferming í Auðkúlukirkju sunnudaginn 13. júní kl. 11. Prestur... Meira
12. júní 2004 | Viðhorf | 860 orð

Framandi Kabúl

Að ferðast til Afganistans er eins og að fara fimm hundruð ár aftur í tímann. Fyrir utan bílrúðuna blasir við líf afganska almúgans. Þótt ég hafi ferðast víða [...] hef ég aldrei séð annað eins. Meira
12. júní 2004 | Dagbók | 42 orð

HRAUN Í ÖXNADAL

"Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla," lék í ljósi sólar, lærði hörpu að stilla hann, sem kveða kunni kvæðin ljúfu, þýðu, skáld í muna og munni, mögur sveita-blíðu. Meira
12. júní 2004 | Fastir þættir | 113 orð

Íslenskir stórmeistarar tefla í Winnipeg

ÍSLENSKIR stórmeistarar verða á meðal þátttakenda á alþjóðlegu skákmóti í Winnipeg í Kanada í næstu viku. Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák, átti hugmyndina að mótinu. Meira
12. júní 2004 | Fastir þættir | 102 orð

Íslenskt leikrit frumflutt í Manitoba

LEIKRITIÐ Nýja Ísland eftir Böðvar Guðmundsson verður frumflutt í Manitoba í Kanada í næstu viku en leikritið var samið sérstaklega með tvær sýningar á Íslendingaslóðunum í Winnipeg og Gimli í huga. Fyrri sýningin verður í Listasafni Winnipeg 17. Meira
12. júní 2004 | Í dag | 1348 orð | 1 mynd

(Lúk. 16.)

Guðspjall dagsins: Ríki maðurinn og Lasarus. Meira
12. júní 2004 | Fastir þættir | 135 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e5 7. Rb3 Be7 8. Be3 Be6 9. Rd5 Rbd7 10. Dd3 O-O 11. c4 b5 12. cxb5 axb5 13. O-O Bxd5 14. exd5 Rb6 15. Bxb6 Dxb6 16. Dxb5 Da7 17. Dd3 Hfb8 18. h3 Hb4 19. Hfd1 Bd8 20. a3 Hf4 21. Kh2 Hxf2 22. Meira
12. júní 2004 | Fastir þættir | 71 orð

Skemmtir 17. júní

NÆSTA Snorraverkefni á Íslandi hefst á morgun og kemur einn þátttakandinn til með að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum í Reykjavík 17. júní. Eins og undanfarin ár taka 15 ungmenni af íslenskum ættum í Norður-Ameríku þátt í Snorraverkefninu. Meira
12. júní 2004 | Fastir þættir | 750 orð | 1 mynd

Spennandi að kynnast Íslandi

Sandra Sigurdson, forseti Íslendingadagsnefndarinnar í Gimli í Kanada, verður sérstakur gestur við hátíðarhöldin á Austurvelli 17. júní. Steinþór Guðbjartsson settist niður með henni á skrifstofu nefndarinnar í The Waterfront Centre, Menningarmiðstöðinni í Gimli. Meira
12. júní 2004 | Fastir þættir | 445 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji hefur forðast það í lengstu lög að finna að fréttaflutningi annarra fjölmiðla. En nú getur Víkverji hreinlega ekki orða bundist. Ástæðan er frétt sem birtist fyrr í vikunni í DV. Hægan, hægan. Haldið áfram að lesa. Meira

Íþróttir

12. júní 2004 | Íþróttir | 160 orð | 1 mynd

Arnar valinn í úrvalslið í tennis

ARNAR Sigurðsson tenniskappi hefur undanfarna daga dvalið í Serbíu þar sem hann tekur þátt í atvinnumannamótum. Hann komst í vikunni í þriðju og lokaumferð í undankeppni á einu af atvinnumannamótunum þar sem hann tapaði í þremur settum í jöfnum leik. Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 350 orð | 1 mynd

* ÁSDÍS Hjálmsdóttir úr Ármanni kastaði...

* ÁSDÍS Hjálmsdóttir úr Ármanni kastaði 51,30 metra og bætti eigið met í tveimur aldursflokkum unglinga (19-20 og 20-21 ára) um tæplega tvo metra á Vormóti ÍR á Laugardalsvelli í fyrrakvöld. Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 553 orð | 1 mynd

Beckham er tilbúinn í slaginn

Næstu þrjár vikurnar mun David Beckham eingöngu hugsa um fótbolta og á meðan mun tískan, hárgreiðslurnar og sýndarmennskan þurfa að bíða betri tíma. Enski landsliðsfyrirliðinn mun gera allt til að sýna og sanna að hann sé trúverðugur knattspyrnumaður og meðal þeirra bestu í heimi. "Við ættum að fara í þessa keppni með þeirri trú að við getum unnið hana, og ég trúi að við getum það. En það mun krefjast mikillar vinnu," sagði Beckham. Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 117 orð

Búlgaría

Markverðir : 1 - Zdravko Zdravkov (Litex Lovech) 23 - Dimitar Ivankov (Levski Sofia) 12 - Stoyan Kolev (CSKA Sofia). Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 116 orð

Danmörk

Markverðir : 1 - Thomas Sörensen (Aston Villa) 16 - Peter Skov - Jensen (Midtjylland) 22 - Stephan Andersen (Charlton) Varnarmenn : 6 - Thomas Helveg (Inter Mílanó) 13 - Per Kroldrup (Udinese) 18 - Brian Priske (Genk) 3 - Rene Henriksen (Panathinaikos) 5... Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 404 orð | 1 mynd

Detroit með undirtökin gegn Lakers

DETROIT Pistons sigraði Los Angeles Lakers, 88:68 á heimavelli í fyrrinótt, í þriðja leik liðanna í úrslitarimmu um NBA-titilinn. Grunnurinn að sigri Detroit var frábær varnarleikur en Lakers hefur aldrei skorað jafnfá stig í úrslitakeppninni og á móti Detroit í fyrrinótt. Staðan í einvígi liðanna er 2:1 Detroit í vil en liðið sem vinnur fyrr fjóra leiki tryggir sér NBA meistaratitilinn. Næsti leikur verður aðfaranótt mánudags en næstu tveir leikir fara fram í Detroit. Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 390 orð | 1 mynd

* EDWIN van der Sar ,...

* EDWIN van der Sar , aðalmarkvörður Hollands, meiddist á fingri á æfingu í gær. Það er óvíst hvort hinn 33 ára van der Sar getur leikið á móti Þýskalandi á þriðjudaginn í opnunarleik liðanna á EM. Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 218 orð | 1 mynd

Eisenach vill fá Rúnar

ÞÝSKA handknattleiksliðið Eisenach hefur gert landsliðsmanninum Rúnari Sigtryggssyni samningstilboð en Rúnar er á förum frá Wallau Massenheim þar sem hann hefur verið á mála í eitt ár. Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 208 orð

Frakkar ættu að passa sig

PAUL Scholes, leikmaður Manchester United og Englands, telur að Frakkar séu of sigurvissir fyrir leikinn gegn Englendingum á morgun í Evrópukeppninni. "Ég las í síðustu viku að Robert Pires sagði að Frakkar myndu vinna okkur 3:1. Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 117 orð

Holland

Markverðir: 1 - Edwin van der Sar (Fulham) 23 - Ronald Waterreus (PSV Eindhoven) 13 - Sander Westerveld (Real Sociedad) Varnarmenn: 2 - Michael Reiziger (Barcelona) 18 - Johnny Heitinga (Ajax) 3 - Jaap Stam (Lazio) 15 - Frank de Boer (Rangers) 5 -... Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 63 orð

Ítalía

Markverðir : 1-Gianluigi Buffon (Juventus) 12-Francesco Toldo Inter Mílanó 22-Angelo Peruzzi (Lazio) Varnarmenn : 2-Christian Panucci (Roma) 5-Fabio Cannavaro (Inter Mílanó) 13-Alessandro Nesta (AC Milan) 19-Gianluca Zambrotta (Juventus) 3-Massimo Oddo... Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 224 orð | 1 mynd

Jafntefli væri ekki slæmt

ZINEDINE Zidane, miðjumaður Frakklands, segir að Frakkar geti ekki verið óánægðir ef leikurinn gegn Englandi á morgun fer jafntefli. "Það er mikilvægast að tapa ekki leiknum á móti Englandi. Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 84 orð

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 32-liða...

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 32-liða úrslit: Fram - Grótta 4:0 Fróði Benjamínsen 36., Ómar Hákonarson 45., Heiðar Geir Júlíusson 55., Kristján Brooks 61. Fylkir - ÍH 2:0 Kjartan Ágúst Breiðdal 47., Sævar Þór Gíslason 89. Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 65 orð

Lettland

Markverðir : 1-Aleksandrs Kolinko (Rostov) 12-Andrejs Piedels (Skonto FC) 20-Andrejs Pavlovs (Skonto FC) Varnarmenn : 4-Mihails Zemlinskis (Skonto FC) 2-Igors Stepanovs (Beveren) 6-Olegs Blagonadezdins (Skonto FC) 22-Arturs Zakresevskis (Skonto FC)... Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 492 orð | 1 mynd

"Ekki reita Thierry Henry til reiði"

ASHLEY Cole hefur gefið félögum sínum í enska landsliðinu ráð um hvernig eiga að stöðva félaga hans hjá Arsenal, Thierry Henry. Hans skilaboð voru þau að reita Henry ekki til reiði. Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 185 orð | 1 mynd

* REYNIR Sandgerði , sem leikur...

* REYNIR Sandgerði , sem leikur í 3. deild, sló út 1. deildarlið Þórs Akureyri í 32-liða úrslitum í bikarkeppni karla í knattspyrnu í gær. Vilhjálmur Skúlason skoraði sigurmarkið. * AFTURELDING, sem hefur aðeins hlotið eitt stig í 2. Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 106 orð

Svíþjóð

Markverðir: 1 - Andreas Isaksson (Djurgarden) 12 - Magnus Hedman (Ancona) 23 - Magnus Kihlstedt (FC Köbenhavn) Varnarmenn: 2 - Teddy Lucic (Bayer Leverkusen) 3 - Olof Mellberg (Aston Villa) 4 - Johan Mjällby (Celtic) 5 - Erik Edman (Heerenveen) 14 -... Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Terry leikur ekki gegn Frökkum

JOHN Terry, varnarmaður Englands og Chelsea, verður ekki með í leiknum gegn Frakklandi á morgun. "Hann æfði lítillega með okkur í dag en leikurinn gegn Frökkum kemur aðeins of snemma fyrir hann. Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 65 orð

Tékkland

Markverðir : 1-Petr Cech (Rennes) 16-Jaromír Blazek (Sparta Prag) 23-Antonín Kinský (Ramenskoye) Varnarmenn : 5-Rene Bolf (Banik Ostrava) 2-Zdenek Grygera (Ajax) 17-Tomás Hübschmann (Sparta Prag) 6-Marek Jankulovski (Udinese) 13-Martin Jiránek (Reggina)... Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 117 orð

um helgina

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 32-liða úrslit: Laugardagur: Kópavogsvöllur: HK - ÍA 12 Eskifjarðarv.: Fjarðabyggð - Valur 12. Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 81 orð

Varnarmaður til United

ARGENTÍSKI varnarmaðurinn Gabriel Heinze hefur skrifað fimm ára samning Manchester United. Heinze hefur leikið með Paris St Germain í Frakklandi síðan 2001 og hefur vakið athygli margra stórliða í Evrópu fyrir góða frammistöðu. Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 392 orð | 1 mynd

Þórey fór yfir 4,54 metra

ÞÓREY Edda Elísdóttir stangarstökkvari úr FH bætti í gærkvöld Íslandsmetið og Norðurlandametið í stangarstökki utanhúss þegar hún stökk 4,54 metra á alþjóðlegu móti í Kassel í Þýskalandi. Þórey bætti Íslandsmet Völu Flosadóttur um 4 sentímetra en gamla metið setti Vala á Ólympíuleikunum í Sydney fyrir fjórum árum þar sem hún krækti sér í bronsverðlaun. Meira
12. júní 2004 | Íþróttir | 64 orð

Þýskaland

Markverðir : 1-Oliver Kahn (Bayern München) 12-Jens Lehmann (Arsenal) 23-Timo Hildebrand (Stuttgart) Varnarmenn : 3-Arne Friedrich (Hertha Berlín) 4-Christian Wörns (Borussia Dortmund) 5-Jens Nowotny (Bayer Leverkusen) 2-Andreas Hinkel (Stuttgart)... Meira

Barnablað

12. júní 2004 | Barnablað | 17 orð | 1 mynd

Andrés Önd varð sjötugur í vikunni...

Andrés Önd varð sjötugur í vikunni og því fjöllum við um hann inni í barnablaðinu í... Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 13 orð | 1 mynd

Anna María Sigfúsdóttir, sem er að...

Anna María Sigfúsdóttir, sem er að verða tólf ára, teiknaði þetta flotta... Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 136 orð | 1 mynd

Bentu á rétta hringinn!

Til að fara í þennan leik þurfið þið stórt blað, liti og svo auðvitað leikfélaga. Þið byrjið á því að leggja blaðið á gólfið fyrir framan ykkur og koma ykkur vel fyrir í kringum það. Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 12 orð | 1 mynd

Eik Hallgrímsdóttir, sem er ellefu ára,...

Eik Hallgrímsdóttir, sem er ellefu ára, samdi þetta fína ljóð handa... Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 321 orð | 2 myndir

Ellefu ára Íþróttaálfur

Vitið þið hvar Sólheimar í Grímsnesi eru? Sólheimar eru lítið þorp á Suðurlandi þar sem búa um það bil hundrað manns af öllum stærðum og gerðum. Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 322 orð | 3 myndir

Frægasta önd heimsins orðin sjötíu ára

Vinur okkar Andrés Önd varð 70 ára á síðasta miðvikudag en Andrés, sem á ensku heitir Donald Duck, kom fyrst fram í teiknimyndinni "The Wise Little Hen" (Litla klára hænan) hinn 9. júní árið 1934. Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 15 orð | 1 mynd

Hallvarður Jes Gíslason, sem er að...

Hallvarður Jes Gíslason, sem er að verða níu ára, gerði þetta flotta kort handa... Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 11 orð | 1 mynd

Haukur Hilmarsson, sem er tíu ára,...

Haukur Hilmarsson, sem er tíu ára, sendi Andrési þetta flotta... Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 47 orð | 1 mynd

Heimsins elstu teiknimyndir

VITIÐ þið hverjir teiknuðu elstu teiknimyndasögurnar sem til eru í heiminum? Það voru Forn-Egyptar en þegar þeir skrifuðu þá röðuðu þeir ekki saman bókstöfum eins og við gerum heldur litlum myndum, sem eru kallaðar hieroglyfur. Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 86 orð | 1 mynd

Í tilefni af 70 ára afmæli...

Í tilefni af 70 ára afmæli Andrésar Andar voru krakkar, sem eru áskrifendur að Andrésblöðunum, hvattir til að senda Andrési afmæliskort. Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 17 orð | 1 mynd

Nikólína Sól og Embla Von Sigurðardætur,...

Nikólína Sól og Embla Von Sigurðardætur, sem eru fimm og sjö ára, sendu Andrési þetta fallega... Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 12 orð | 1 mynd

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, tíu ára, teiknaði...

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, tíu ára, teiknaði þessa flottu myndasögu um Andrés... Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 66 orð | 1 mynd

Sjáið þið nú bara hvað hann...

Sjáið þið nú bara hvað hann Stefán hefur gert við uppáhaldsborðdúkinn hennar mömmu sinnar! Þetta hefði örugglega ekki gerst ef hann hefði verið að leika við vini sína, eða hvað? Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 372 orð | 2 myndir

Spes góðar vinkonur í Garðabæ

EITT af því skemmtilegasta í lífinu er að eiga góða vini. Það skiptir miklu máli þegar maður er barn og ekki síður þegar maður er orðinn fullorðinn. Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 29 orð | 1 mynd

Tákn vikunnar

Táknin á myndinni þýða góður og gaman. Athugið að örvarnar á myndinni sýna hreyfingu. Þið getið síðan fundið fleiri tákn í orðabókinni Tákn með tali sem Námsgagnastofnun gaf... Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 84 orð | 1 mynd

Tengið vinabönd

Hér fáið þið eina lauflétta vinagetraun til að spreyta ykkur á. Það sem þið eigið að gera er að tengja saman vinina hér fyrir neðan. Klippið síðan getraunina út og sendið hana útfyllta til okkar fyrir 19. Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 77 orð

Verðlaunahafar

Til hamingju krakkar, þið hafið unnið Conté-liti. Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 34 orð | 1 mynd

Við fyrstu sýn virðast myndirnar af...

Við fyrstu sýn virðast myndirnar af vinkonunum vera alveg eins. Við nánari athugun kemur hins vegar í ljós að það eru fimm atriði sem greina þær í sundur. Getið þið fundið þessi fimm... Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 13 orð | 1 mynd

Þóra Kristín Magnúsdóttir, sem er að...

Þóra Kristín Magnúsdóttir, sem er að verða ellefu ára, teiknaði þessa fínu... Meira
12. júní 2004 | Barnablað | 30 orð | 1 mynd

Þórður Örn Stefánsson, sem er sjö...

Þórður Örn Stefánsson, sem er sjö ára, sendi Andrési þessa flottu afmæliskveðju en á bakhlið kortsins stendur: "Til hamingju með afmælið Andrés Önd. Ég tengi vinarband frá mér til þín. Meira

Lesbók

12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1030 orð

AÐ ÝTA Á TAKKA

Mikið hefur að undanförnu verið rætt og ritað um lýðræðið og þingræðið á landinu bláa og ég held það sé óhætt að segja að óvenju heitt hafi verið í kolunum. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 619 orð | 1 mynd

Allir fá sinn skerf af gleði í Hafnarfirði

Lista- og menningarhátíðin, Bjartir dagar í Hafnarfirði, hefur göngu sína í dag og stendur hátíðin fram til 23. júní. Þetta er í annað sinn sem Hafnfirðingar halda slíka hátíð, sú fyrsta var í fyrrasumar. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 305 orð | 2 myndir

Allir hlutir eru tengdir

ASTRUP Fearnley-nútímalistasafnið í Osló opnar í dag sumarsýningu sína á nýjum verkum. Sýningin hefur hlotið heitið Everything is connected, he, he, he eða Allir hlutir eru tengdir, ha, ha, ha eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 593 orð

ÁLIT HVAÐA ALMENNINGS?

Óttinn við afstöðu almennings tekur á sig ýmsar myndir. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 2130 orð | 1 mynd

DRAUMUR VERÐUR AÐ VERULEIKA

Ingibjörg S. Pálmadóttir er flestum kunn sem kaupsýslukona, hóteleigandi og -stjóri. Fyrir skömmu lét hún gamlan draum um að stofna gallerí rætast, því í byrjun mánaðarins var 101 gallery formlega opnað. Í samtali við SILJU BJÖRK HULDUDÓTTUR ræðir Ingibjörg um nýja galleríið og umsvif sín í myndlistarheiminum. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1190 orð

HEF ÉG VERIÐ HÉR ÁÐUR?

Guðni Elísson ritar inngang að Ljóðasafni Steinunnar Sigurðardóttur. Hann hefur einnig nýlega birt grein um ljóð Steinunnar í Ritinu. Hér eru birt brot úr ritgerðum Guðna. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1074 orð | 3 myndir

Hin nýja náttúra

Til 7. júlí. Opið fimmtudaga til laugardaga kl. 14-17. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 663 orð | 2 myndir

HVAÐ ER BLÝEITRUN?

Hvað merkir mangari í orðinu hórumangari, getur krabbamein borist frá móður til fósturs, hvað er ítrun Newtons og af hverju dregur Skuggahverfi nafn sitt? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 279 orð | 2 myndir

Laugardagur Jómfrúin við Lækjargötu kl.

Laugardagur Jómfrúin við Lækjargötu kl. 16 Tríóið Guitar Islancio leikur á öðrum tónleikum sumartónleikaraðarinnar. Tríóið skipa þeir Björn Thoroddsen á gítar, Gunnar Þórðarson á gítar og Jón Rafnsson á bassa. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1270 orð | 2 myndir

LÝÐRÆÐI, HUNDGÁ, TVEIR BLINDIR MENN...

Nýjasta skáldsaga portúgalska nóbelshöfundarins José Saramago, Ensaio sobre a Lucidez eða Ritgerð um skýrleika, kom út fyrir skömmu og hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi höfundarins og á Spáni þar sem hún hefur verið þýdd. Hér er rýnt í spænsku þýðinguna en bókin fjallar um lýðræði sem Saramago telur ekki til staðar í heiminum. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 729 orð | 1 mynd

MEÐ KVEÐJU FRÁ BÍTLUNUM

1903 SVO AÐ RATA MÁ EFTIR "Landmælingadeild herforingjaráðsins danska, er verið hefur hér við mælingar að undanförnu, hefur nú gefið út nýjan uppdrátt af Reykjavíkurbæ, nákvæman og vandaðan að öllum frágangi," sagði Þjóðólfur 12. júní 1903. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 399 orð | 2 myndir

Meistaraskáldið Dylan

CHRISTOPHER Ricks, prófessor í ljóðlistum við Oxford-háskóla sendi nýlega frá sér þykkan doðrant sem fjallar um Bob Dylan og verk hans. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1627 orð | 1 mynd

MIKILVÆGT Í ÞRÓUN ÍSLENSKRAR LEIKRITUNAR

Útvarpsleikhúsið mætti með réttu kalla fjölmennasta leikhús landsins þar sem áheyrendafjöldi fer iðulega fram úr hæstu aðsóknartölum sem önnur leikhús geta státað af. HÁVAR SIGURJÓNSSON ræddi við Hallmar Sigurðsson, stjórnanda Útvarpsleikhússins, um stöðu þess, framtíð og horfur í breyttu umhverfi miðlunar. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 311 orð

Myndlist 101 gallery, Hverfisgötu 18a: Hulda...

Myndlist 101 gallery, Hverfisgötu 18a: Hulda Hákon. Til 7. júlí. Galleri Skuggi: Lokað vegna sumarleyfa. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti: Ari Svavarsson. Til 11. júní. Gerðarsafn: Íslensk málverk í einkaeign Dana. Til 20. júní. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 117 orð | 1 mynd

Myndlist í Skorradal

KAFFISTOFU hestaleigunnar á Indriðastöðum í Skorradal prýða listaverk eftir Ólaf Th. Ólafsson myndlistarmann frá Selfossi en hann opnar sýningu kl. 13 á morgun. Ólafur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 490 orð

NEÐANMÁLS -

I Rithöfundurinn og gagnrýnandinn James Wood lýsti fyrir skömmu í bókmenntatímaritinu London Review of Books áhyggjum af því að bókmenntagagnrýni væri um það bil að deyja drottni sínum sem áhugaverð og sýnileg umræða fyrir almenning. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1872 orð | 1 mynd

RONALD REAGAN ALLUR

Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lést síðastliðinn laugardag. Hér er fjallað um sjálfsævisögu hans Where's the Rest of Me? frá 1965 og ævisöguna Dutch: A Memoir of Ronald Reagan frá 1999 eftir Edmund Morris en báðar vekja þær ekki aðeins spurningar um Reagan heldur og ævisagnaritun sem bókmenntagrein. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 110 orð | 1 mynd

Samsýning í Óðinshúsi

SÝNINGIN Strengir verður opnuð í dag kl. 15 í Óðinshúsi, Eyrarbakka. Að henni standa listakonurnar Ásdís Þórarinsdóttir, Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir, Helga Unnarsdóttir og Ingibjörg Klemenzdóttir. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

SANDEYJAN I

Sigling út sjónarrönd. Leitin snýst um litla eyju með langri sandströnd. Þú ferð endalaust hjá minnkandi eyjum með stækkandi strönd. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 218 orð

Sjösala vals

Eftir Evert Taube, fyrsta erindi af fjórum. Rönnerdahl han skuttar med ett skratt ur sin säng. Solen står på Orrberget. Sunnanvind brusar. Rönnerdahl han valsar över Sjösala äng. -- Hör min vackra visa, kom, sjung min refräng! Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1413 orð | 4 myndir

SVÍFUR YFIR ESJUNNI

Hálf öld er síðan Vorkvöld í Reykjavík eftir Sigurð Þórarinsson kom fyrst fram. Hér er sagt frá tilurð þessa þjóðþekkta brags. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 75 orð

TILTEKT

sit á kúlunni og þurrka af jörðinni og skerpi línur landanna með risastórum pensli það þarf að hlúa að blómum í Afganistan kengúrum í Ástralíu jöklunum á Íslandi svo allt þurrkist ekki út og ekkert verði eftir nema byssuskefti hermannsins gamlar umbúðir... Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 198 orð

VEL HEPPNAÐUR

Á síðustu árum hefur markaðstrúin styrkst í sessi. Samkvæmt henni felast æðstu verðmæti í því að skara fram úr, skjóta samborgurunum ref fyrir rass og öðlast sífellt betri stöðu í goggunarröð samfélagsins. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1063 orð

VOFAN OG HÆTTAN

Rúnar Helgi Vignisson ritaði grein í Lesbók fyrir stuttu um ógnir enskunnar. Hér er talað um málfeigðarsinna, straxígærmál og hvatt til stofnunar félags málbjörgunarsinna. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 2286 orð | 6 myndir

ÞETTA ER NÓGU ERFITT ÞÓTT MAÐUR KÆFI SIG EKKI LÍKA ÚR LEIÐINDUM

"Þetta voru náttúrlega svo þungir og hrútleiðinlegir tímar. Orðið hrútleiðinlegur á vel við vegna þess að þetta voru svona kallaleiðindi. Húmorinn var varla fæddur, nema hjá Svövu, Guðbergi og fáeinum fleirum," segir Steinunn Sigurðardóttir um árin sem hún var að byrja að yrkja. Fyrsta bókin hennar kom út 1969. Nú á 35 ára skáldafmæli hennar kemur út ljóðasafn sem inniheldur allar sex ljóðabækur hennar. ÞRÖSTUR HELGASON ræðir við hana. Meira
12. júní 2004 | Menningarblað/Lesbók | 2088 orð | 1 mynd

ÞRJÁR FLUGUR UM ÞJÓÐAREIGNIR

"Sennilega er bezt að þjóðareignarréttur eða mannkynseignarréttur verði til smám saman, í vandaðri viðureign við afmörkuð vandamál. Eins og hjá Dönum í handritamálinu. Höfundaréttur og einkaleyfaréttur urðu til smám saman á löngum tíma. Við erum enn að búa hann til. Og vonandi höfum við kjark til að endurskoða sum frumatriði þessa réttar ef þörf er á," segir í þessari grein. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.