Greinar þriðjudaginn 29. júní 2004

Forsíða

29. júní 2004 | Forsíða | 241 orð | 1 mynd

Atkvæði 25-44% atkvæðisbærra til að nema lög úr gildi

STARFSHÓPUR ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu telur, að við ákvarðanatöku um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu mætti til dæmis miða neðri mörk við að 25% atkvæðisbærra manna greiddu atkvæði gegn lögunum til að nema þau úr gildi. Meira
29. júní 2004 | Forsíða | 118 orð

Erlendir fangar hafa sinn rétt

HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna úrskurðaði í gær, að fangar í Bandaríkjunum, sem grunaðir væru um hryðjuverk, jafnt erlendir sem bandarískir, hefðu rétt til að skjóta máli sínu til bandarísks dómstóls. Meira
29. júní 2004 | Forsíða | 295 orð | 2 myndir

Írak aftur orðið fullvalda ríki

ÍRAK varð aftur formlega að fullvalda ríki í gær er hernámsyfirvöld í landinu afhentu bráðabirgðastjórninni völdin í hendur. Fór valdaskiptaathöfnin, sem efnt var til í skyndi, fyrr fram en til hafði staðið og var tilgangurinn augljóslega sá að draga sem mest úr hættu á tilræðum. Meira
29. júní 2004 | Forsíða | 168 orð

Skýrslan líklega rædd í ríkisstjórn á föstudag

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist í samtali við Morgunblaðið gera ráð fyrir að skýrsla starfshóps um þjóðaratkvæðagreiðslu verði rædd á ríkisstjórnarfundi næstkomandi föstudag. Meira
29. júní 2004 | Forsíða | 105 orð

Tvö mjólkurglös fyrir drottningu

KOSTNAÐURINN við að halda uppi bresku konungsfjölskyldunni svarar til andvirðis tveggja mjólkurglasa á dag fyrir hvern Breta. Kemur það fram í yfirlýsingu frá Buckinghamhöll. Meira

Baksíða

29. júní 2004 | Baksíða | 77 orð

Alvarleg hálsmeiðsl eftir bílveltu

TVÆR erlendar ferðakonur á sextugsaldri voru fluttar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir að bíll þeirra valt um 25 kílómetra sunnan við Húsavík laust fyrir klukkan sjö í gærkvöld. Meira
29. júní 2004 | Baksíða | 75 orð | 1 mynd

Fræðst um Snorra Sturluson

SÉRA Geir Waage, sóknarprestur í Reykholtskirkju, sagði norsku krónprinshjónunum, Hákoni og Mette-Marit, frá Reykholti og sýndi þeim helstu staði, s.s. Meira
29. júní 2004 | Baksíða | 212 orð | 1 mynd

Grágæs verpti ofan á minkagreni

HÚN var aldeilis ekki bráðfeig grágæsin sem verpti í litla hólmanum í Hagatjörn í Aðaldal í vor, því undir henni var minkagreni og í því sjö hvolpar. Meira
29. júní 2004 | Baksíða | 294 orð

Íbúðabréf seljanlegri

ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR býðst nú til að skipta húsbréfum út fyrir íbúðabréf og stendur útboðið yfir frá 28. til 30. júní og verða þeir sem vilja ganga að tilboði sjóðsins að skrá sig fyrir skiptum á húsbréfum fyrir íbúðabréf á þeim tíma. Meira
29. júní 2004 | Baksíða | 121 orð

Leigja húsin mótsgestum

DÆMI eru um að íbúar á Hellu hafi boðið íbúðir sínar eða einstök herbergi til leigu meðan á Landsmóti hestamanna stendur og eru dæmi um að einbýlishús hafi verið leigð á kr. 150 þúsund fyrir vikuna. Meira
29. júní 2004 | Baksíða | 270 orð | 1 mynd

Um 200 starfa við öryggisgæslu

TÆPLEGA 200 manns, þar af um 40 lögreglumenn, munu koma að öryggisgæslu og umferðareftirliti, vegna tónleika hljómsveitarinnar Metallica sem fram fara í Egilshöll næstu helgi. Meira

Fréttir

29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 42 orð

47 teknir fyrir hraðakstur

LÖGREGLAN í Reykjavík tók 47 ökumenn fyrir of hraðan akstur um liðna helgi. Sá sem hraðast fór var mældur á 122 km hraða í Ártúnsbrekku þar sem leyfilegur hraði er 80 km/klst. Þá voru 13 ökumenn teknir, grunaðir um ölvun við... Meira
29. júní 2004 | Erlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Adamkus sigraði í Litháen

VALDAS Adamkus sigraði naumlega í síðari umferð forsetakosninga sem fram fór í Litháen á sunnudag, en lokaúrslit voru tilkynnt í gær. Fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Kazimiera Prunskiene, kom fast á hæla Adamkus, með tæp 48% greiddra atkvæða. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 308 orð | 2 myndir

Aðstoð NATO við Íraka eru söguleg tíðindi

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir það mikil tíðindi að leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins, NATO, skyldi taka vel í beiðni hins nýja forsætisráðherra Íraks um aðstoð. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 38 orð

Á batavegi eftir slys

UNGI maðurinn sem slasaðist alvarlega á höfði þegar hann féll út úr bifreið á ferð á Akureyri aðfaranótt 18. júní er á batavegi á Landspítalanum. Hefur hann verið tekinn úr öndunarvél og liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í... Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 154 orð

Dragist ekki lengur en tvo mánuði

STARFSHÓPURINN telur að lágmarksfrestur til undirbúnings þjóðaratkvæðagreiðslu sé fjórar vikur frá því synjun forseta liggur fyrir. Telur hópurinn rétt að atkvæðagreiðslan dragist ekki lengur en tvo mánuði frá þeim tíma. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 56 orð

Ekið á ljósastaur

TILKYNNT var um 32 umferðaróhöpp með eignatjóni til lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Rétt eftir miðnætti á sunnudagskvöld ók bifreið á ljósastaur við Víkurveg á afrein af Vesturlandsvegi. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 43 orð

Ekið á roskinn hjólreiðamann

EKIÐ var á rúmlega sjötugan hjólreiðamann á Eyrarbakkavegi á Selfossi í gær. Var hann fluttur á Heilsugæslu Suðurlands og þaðan á Landspítala - háskólasjúkrahús. Ekki var þó talið að um alvarleg meiðsl væri að ræða. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Ekið framhjá Akureyrarkirkju

Þessi unga stúlka lét sér hvergi bregða og ók varlega framhjá líkani af Akureyrarkirkju í sundlaugargarðinum, sem svo er kallaður, við hlið Akureyrarlaugar þar sem aldursflokkameistaramótið stóð yfir. Meira
29. júní 2004 | Miðopna | 346 orð

Erfið verkefni fyrir höndum

ÍRAKAR eiga mörg erfið verkefni fyrir höndum áður en þeir fá fullveldi eigin mála að öllu leyti í eigin hendur og lýðræðislega kjörin ríkisstjórn tekur við völdum í landinu. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Ferðamaður varð úti við Hrafntinnusker

25 ÁRA gamall Ísraeli varð úti á Laugaveginum svokallaða, vinsælustu óbyggðagönguleið landsins, á sunnudag. Leiðin liggur milli Landmannalauga og Þórsmerkur og er vanalega gengin á 2-4 dögum og er fyrsti áningarstaður við Hrafntinnusker. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 117 orð

Festa kaup á fjarskiptastöðinni í Gufunesi

UNDIRRITAÐUR var í gær samningur um kaup Flugfjarskipta ehf. - nýs fyrirtækis í eigu Flugmálastjórnar - á fjarskiptastöðinni í Gufunesi, sem var áður í eigu Símans. Meira
29. júní 2004 | Miðopna | 173 orð | 1 mynd

Flestir sammála um skilyrði

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir skýrslu starfshóps um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem gerð var opinber í gær, sýna ljóslega að stjórnarskrárákvæði um synjunarvald forseta hafi lítið verið hugsað á sínum tíma. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 112 orð

Frá sjómannadegi

Benedikt Sæmundsson vélstjóri sendi vísnabálk í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja um fjallasiglingu Fagrakletts gegnum Skotland eftir Caladonian-skurðinum árið 1945. Meira
29. júní 2004 | Minn staður | 48 orð

Fær lóð undir fjölbýlishús | Umhverfisráð...

Fær lóð undir fjölbýlishús | Umhverfisráð hefur samþykkt að veita byggingafélaginu P. Alfreðssyni lóð við Mýrarveg 115. Þar hyggst félagið reisa fjölbýlishús með 15 íbúðum. Húsið verður á fimm hæðum. Meira
29. júní 2004 | Miðopna | 147 orð | 1 mynd

Gert til að aflaga framkvæmd frjálsra kosninga

MARGRÉT Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir ekki eðlilegt að setja hömlur sem gangi gegn 26. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 303 orð | 2 myndir

Gestur sjófær á ný eftir 16 ár á þurru

VÉLBÁTURINN Gestur frá Vigur, líklega elsti vélbátur á Íslandi, var sjósettur frá Bolungarvík um helgina eftir umfangsmiklar viðgerðir. Sigldi Gestur frá Bolungarvík til Ísafjarðar, þaðan til Súðavíkur og loks út í eyjuna Vigur. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 66 orð

Grænfriðungar sendu 4.000 tölvuskeyti

STJÓRNARRÁÐ Íslands hefur undanfarna daga móttekið rúmlega 4.000 tölvuskeyti, send í gegnum heimasíðu grænfriðunga, þar sem þeir mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 236 orð | 2 myndir

Hákon krónprins og MetteMarit á söguslóðum Snorra

HÁKON krónprins Noregs lýsti yfir ánægju með opinbera heimsókn sína og eiginkonu sinnar, Mette-Marit krónprinsessu til Íslands á blaðamannafundi sem var haldinn í Reykholti í Borgarfirði síðdegis í gær. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Heitir stuðningi við tillögu um aukafjárveitingu

EINAR Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segist kunnugt um að fjármálaráðherra vilji verða við beiðni menntamálaráðherra um aukið fé til framhaldsskólanna til að unnt sé að taka inn alla nýnema í haust. Meira
29. júní 2004 | Miðopna | 265 orð

Hvað sagði Bjarni?

Það var fjarri mér að taka þátt í þeirri ruglandi sem einkennt hefur deilurnar um synjunarrétt forsetans og þjóðaratkvæði í kjölfarið. En fyrst Ragnar Aðalsteinsson tók sér fyrir hendur í grein hér í blaðinu sl. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 89 orð

Hvatning

Smára Geirssyni, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, voru veitt hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Höfn í Hornafirði fyrir skömmu. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð

Innbrotsþjófar komust undan

ÞJÓFAR sem brutust inn í hús í Breiðholti á laugardaginn höfðu ekki árangur sem erfiði, þökk sé árvökulum nágrönnum sem komu auga á þjófana þar sem þeir voru að sniglast í kringum húsið. Stúlka stóð á verði á meðan þrír piltar athöfnuðu sig inni í... Meira
29. júní 2004 | Miðopna | 82 orð | 1 mynd

Kemur að gagni við frekari ákvörðunartöku

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir skýrslu starfshóps um þjóðaratkvæðagreiðslu vel unna og að hún muni koma að gagni við frekari ákvörðunartöku um málið. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 630 orð | 1 mynd

Kortlagning reiðleiða mikilvæg

Umfang Landsmóts hestamanna hefur vaxið gífurlega frá því það var fyrst haldið fyrir 54 árum, en það fer nú fram í 16. sinn að þessu sinni á Gaddstaðaflötum við Hellu. Meira
29. júní 2004 | Miðopna | 208 orð | 1 mynd

Lágmarksþátttökuviðmiðun lýsir vantrausti á þjóðina

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir miður að stjórnarandstaðan hafi enga aðild átt að því að undirbúa tillögur starfshópsins. "Við sjáum engin rök fyrir því að taka þarna inn einhver takmörk eða þröskulda. Meira
29. júní 2004 | Erlendar fréttir | 715 orð | 1 mynd

Leiðtogar NATO samþykkja aðstoð við Íraka

SAMÞYKKT var á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Istanbúl í Tyrklandi í gær að veita bráðabirgðastjórn Íraks aðstoð við að þjálfa nýjan herafla sinn. Yfirlýsingin var birt nokkrum stundum eftir að bráðabirgðastjórnin tók við völdum í Bagdad. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 147 orð

Leitað álits sérfræðinga

LEITAÐ var til sérfræðinga á ýmsum sviðum eftir áliti og upplýsingum og telur nefndin þá upp í skýrslu sinni. Meira
29. júní 2004 | Erlendar fréttir | 203 orð

Lítið einkavætt í tíð Foghs

Á FYRSTU tveimur árunum eftir að miðju-hægristjórn Anders Fogh Rasmussens, leiðtoga Venstre, tók við völdum í Danmörku var ekkert danskt ríkisfyrirtæki selt. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Markaðsdagur í sveitinni

Fljót | Fyrsti markaðsdagurinn á þessu sumri sem Ferðaþjónustan í Lónkoti í Skagafirði gengst fyrir var haldinn síðasta sunnudag í júní. Fólk kemur víða að með varning til að selja og oft hafa margir gestir komið á markaðsdaginn sem haldinn er árlega. Meira
29. júní 2004 | Erlendar fréttir | 473 orð | 1 mynd

Með hund í klukkustund

HUNDALEIGUR, þar sem fólk getur leigt sér hund í klukkutíma í senn, eru nýjasta æðið í Tókýó. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 68 orð

Meirihluti vill leyfa giftingar samkynhneigðra

RÚMLEGA 87% þjóðarinnar vilja leyfa samkynhneigðum einstaklingum að gifta sig, og þar af vilja 69% að samkynhneigðir fái að gifta sig í kirkju. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar IMG Gallup. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Mikil sala í byssuskápum

MIKIL sala er í viðurkenndum byssuskápum um þessar mundir og seljast sendingar upp, jafnvel áður en þær koma til landsins, samkvæmt upplýsingum Ólafs Vigfússonar hjá veiðiversluninni Veiðihorninu. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 228 orð

Munu beita meira aðhaldi en áður

RÚMLEGA 2.700 nýnemar munu hefja nám við Háskóla Íslands í haust. Að sögn Þórðar Kristinssonar, framkvæmdastjóra akademískrar stjórnsýslu, mun einhver fækkun meðal nýnema eiga sér stað frá síðasta ári. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri KH

STJÓRN KH hf. Blönduósi hefur ráðið Daníel Árnason í starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Tekur hann við um mánaðamót af Lúðvík Vilhelmssyni sem sagt hefur starfinu lausu. Fram kemur á fréttavefnum huni. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Ofurkapp lagt á að koma öllum nýnemum að í haust

ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ofurkapp lagt á að framhaldsskólum landsins verði gert kleift að taka við öllum nýnemum í haust. Ráðuneytið hafi aflað heimilda til að koma "hverjum einasta nemanda" inn í framhaldsskóla. Meira
29. júní 2004 | Minn staður | 92 orð | 1 mynd

Óvenju snemmsprottið

Eyjafjarðarsveit | Óskar Kristjánsson, bóndi í Grænuhlíð, er mikill kornræktarmaður og frumkvöðull í þeirri grein meðal bænda hér um slóðir. Hann sáði 16. apríl sl. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

"Allt annað líf"

ÞREK Helga Einars Harðarsonar hjarta- og nýrnaþega vex dag frá degi og er hann á hröðum batavegi á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg. Meira
29. júní 2004 | Minn staður | 609 orð | 1 mynd

"Þá grét heimasætan svo eftir var tekið"

Austurbyggð | Fáskrúðsfjörður státar af frönskum áhrifum, enda var þar stærsta verstöð Frakka á Íslandi á sinni tíð og gátu þá legið allt að 120 frönskum skútum á firðinum í einu. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

RAFN JÓNSSON

RAFN Jónsson tónlistarmaður, betur þekktur sem Rabbi, andaðist á heimili sínu í fyrradag, 49 ára að aldri. Rabbi fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 8. desember 1954. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Risaskjár og nýir vellir

MÓTSSVÆÐIÐ á Gaddstaðaflötum, þar sem Landsmót hestamanna er nú hafið, hefur tekið algerum stakkaskiptum og má búast við að mörgum sem þar eru kunnugir muni bregða í brún við að sjá svæðið. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 1054 orð | 1 mynd

Rök fyrir skilyrðum við þjóðaratkvæðagreiðslur

Talsmenn starfshóps um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu telja líklegt að unnt verði að efna til hennar um miðjan ágúst ef Alþingi samþykkir viðkomandi lög um miðjan júlí. Hópurinn leitaði eftir upplýsingum og lögskýringum hjá allmörgum sérfræðingum. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 113 orð

Samfylking mælist með mest fylgi

SAMFYLKINGIN mælist með mest fylgi stjórnmálaflokkanna í maí og júní, samkvæmt nýrri könnun Þjóðarpúls Gallup. Mældist flokkurinn með 33,6% fylgi, en næstur kom Sjálfstæðisflokkurinn með 31,1% fylgi. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 180 orð

Sjö manna hópur skili tillögum að ári

AÐALFUNDUR Landssamtaka sauðfjárbænda kaus í gær sjö manna hóp sem ætlað er að vinna drög að stefnumörkun fyrir nýjan sauðfjársamning sem lögð verða fram á næsta aðalfundi samtakanna að ári. Aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda lauk í gær. Meira
29. júní 2004 | Miðopna | 199 orð | 1 mynd

Skýrslan styður sjónarmið stjórnarandstöðunnar

ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, telur að niðurstaða nefndarinnar styrki mjög það sjónarmið stjórnarandstöðunnar, að stjórnarskráin heimili ekki að sett séu lög um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem heimili einhvers konar þröskulda eða girðingar. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð

Spurt verði skýrt og afdráttarlaust

LAGT er til í skýrslu starfshópsins að uppbygging og framsetning spurninga á atkvæðaseðlum verði "skýr og afdráttarlaus og með þeim hætti að hlutlægni verði ekki dregin í efa". Meira
29. júní 2004 | Minn staður | 206 orð | 1 mynd

Staðsetningin ekki lengur fyrirstaða

Grundarfjörður | Ráðgjafarfyrirtækið Alta opnaði nýverið útibú að Grundargötu 40 í Grundarfirði. Útibússtjóri er Sigurborg Kr. Hannesdóttir verkefnisstjóri en hjá Alta vinna alls 7 manns. Meira
29. júní 2004 | Minn staður | 84 orð | 1 mynd

Steypireyður úr sandi

Húsavík | Hvalamiðstöðin á Húsavík með Ásbjörn Björgvinsson forstöðumann í broddi fylkingar stóð fyrir árlegri Hvalahátíð á Húsavík síðastliðna helgi. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Stóðu ekki í áhlaupi gagnvart forsetanum

GEIR H. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 418 orð | 4 myndir

Stórátak við Gljúfurá

Veiði hefur verið afar bág í Gljúfurá í Borgarfirði síðustu ár og má að hluta tengja það við minnkandi snjó í fjöllum eftir vetrarmánuði og minni úrkomu að sumarlagi. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Stærsta skip grænfriðunga í Reykjavíkurhöfn

ESPERANZA, stærsta skipið í flota umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 120 orð

Súrálsskipið komið á flot

SÚRÁLSFLUTNINGASKIPIÐ Kiran Pacific, sem strandaði á skeri 3,3 sjómílur norðvestur af Straumsvíkurhöfn á laugardagskvöld, náðist á flot í gær. Meira
29. júní 2004 | Minn staður | 507 orð | 1 mynd

Sækja alla þjónustu í bæinn

HRÍSEYINGAR samþykktu nær einróma sameiningu við Akureyri í kosningum á laugardag, eða með 93,5% atkvæða. Á kjörskrá voru 132, 124 greiddu atkvæði og samþykktu 116 sameininguna en 8 voru mótfallnir. Meira
29. júní 2004 | Minn staður | 72 orð | 1 mynd

Traktorsrall í Laxá

Flúðir | Traktorsrallkeppni var einn dagskrárliða Iðandi daga sem haldnir voru á Flúðum síðastliðna helgi. Sex bílstjórar öttu kappi en þrautin fólst í því að aka í gegnum tólf hlið í Litlu-Laxá á sem skemmstum tíma. Meira
29. júní 2004 | Minn staður | 732 orð | 1 mynd

Trukkurinn stoppaði ekki

Garður | "Trukkurinn er í ágætis standi. Bremsurnar eru stirðar en vél og allt gangverk er í fínu lagi eins og spilið. Honum var ekið hingað," segir Guðni Ingimundarson á Garðsstöðum í Garði í samtali við Morgunblaðið. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 61 orð

Tvöfalt fleiri stunda hestamennsku en eru skráðir í félögin

SKRÁÐIR félagar í hestamannafélögum eru nú um 9.400. Þeim hefur fjölgað lítillega á síðustu árum, en félagafjöldinn er í engu samræmi við þann fjölda sem talinn er stunda hestamennsku hér á landi. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 162 orð

Um 61% styður ákvörðun forsetans

UM 61% þjóðarinnar styður ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki fjölmiðlalögin, ef marka má nýja könnun Gallups. Tæplega 32% styðja ekki ákvörðun forsetans, skv. könnuninni, og rúmlega 7% segjast hvorki styðja hana né styðja ekki. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 360 orð

Um 93% taka þátt

NÆRRI 93% þjóðarinnar telja líklegt að þau muni taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin ef marka má nýja viðhorfskönnun Gallups. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 149 orð

Upplýsingar bornar á hvert heimili

KYNNING á lögum sem þjóðaratkvæðagreiðsla tekur til hverju sinni er í skýrslunni sögð vandmeðfarin undir slíkum kringumstæðum. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 355 orð

Úr sveitinni

Viðræður eru hafnar milli Landsvirkjunar og Landeigendafélags Laxár og Mývatns um rekstrarvanda Laxárvirkjunar og var fyrsti fundurinn fyrir helgina. Meira
29. júní 2004 | Miðopna | 1030 orð | 2 myndir

Valdaframsali flýtt af öryggisástæðum

HERNÁMSYFIRVÖLD í Írak, sem Bandaríkjamenn hafa farið fyrir síðastliðna fjórtán mánuði, framseldu í gær, tveimur dögum á undan áætlun, formleg völd í landinu í hendur bráðabirgðastjórnar heimamanna við látlausa athöfn í skugga hryðjuverkahrinu. L. Meira
29. júní 2004 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Þorskeldið sameinað í eitt fyrirtæki

NÝTT fyrirtæki, Þóroddur ehf., hefur verið stofnað á Tálknafirði og mun yfirtaka rekstur þorskeldis sem hefur farið fram í Tálknafirði og í Patreksfirði á vegum fiskvinnslufyrirtækjanna Odda hf. og Þórsbergs ehf. Meira

Ritstjórnargreinar

29. júní 2004 | Leiðarar | 961 orð

Enn um gagnrýni forsetans

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt áfram gagnrýni sinni á umfjöllun Morgunblaðsins um forsetakosningarnar í viðtali við blaðið í gær. Hann sagði m.a. Meira
29. júní 2004 | Staksteinar | 308 orð | 1 mynd

Í góðum félagsskap

Mörður Árnason alþingismaður er í góðum félagsskap í gagnrýni sinni á fréttaflutning Morgunblaðsins í grein hér í blaðinu í gær. Mörður sagði m.a.: "Forsíðufrétt Morgunblaðsins á kjördag vakti mikla athygli. Meira

Menning

29. júní 2004 | Fólk í fréttum | 781 orð | 1 mynd

Ár moldvörpunnar

Slowblow er skipuð Orra Jónssyni og Degi Kára Péturssyni, sem sömdu öll lög og tóku upp. Dagur Kári leikur á alls kyns hljómborð og gítara, bassa auk þess að syngja. Orri leikur á slagverk ýmiss konar og syngur. Meira
29. júní 2004 | Fólk í fréttum | 112 orð | 1 mynd

Ástin sigrar

ÁSTIN er eilíf og ástin sigrar alltaf á endanum. Það sannast nú enn og aftur þegar safnplatan Íslensk ástarljóð tyllir sér loksins á topp Tónlistans eftir að hafa verið heila 31 viku á listanum. Meira
29. júní 2004 | Fólk í fréttum | 114 orð | 1 mynd

Djammað í 15 ár

DJAMMSTÖÐ Íslands er FM957 og hefur verið síðasta hálfan annan áratuginn. Meira
29. júní 2004 | Menningarlíf | 198 orð | 1 mynd

Dúfur finna fresku

FRESKA frá endurreisnartímanum fannst nýverið í dómkirkjunni í Valencia á Spáni, þökk sé hreiðurgerð dúfna. Listfræðingar sem unnu við viðgerðir á dómkirkjunni í Valencia veittu því athygli að dúfur fóru um gat í loftinu. Meira
29. júní 2004 | Fólk í fréttum | 113 orð | 1 mynd

Flóttamönnum

Sjónvarpið hefur í kvöld sýningar á kanadískum myndaflokki sem nefnist Flóttamenn ( Human Cargo ). Meira
29. júní 2004 | Fólk í fréttum | 296 orð | 1 mynd

Gaman að vera gestkomandi

"ÉG HEF þörf fyrir að taka áhættu." Á þessum orðum hefst umfjöllun og viðtal við kvikmyndagerðarmanninn Dag Kára Pétursson í danska dagblaðinu Berlingske Tidende . Meira
29. júní 2004 | Tónlist | 315 orð | 1 mynd

Hástemmd yfirvegun

Kammerkórinn Carmina undir stjórn Árna Heimis Ingólfssonar. Tónlist eftir Josquin Desprez. Laugardagur 26. júní. Meira
29. júní 2004 | Menningarlíf | 254 orð | 1 mynd

Hinn eini sanni Shakespeare?

DE VERE-félagið hélt nýverið upp á fjögur hundruð ára ártíð Edwards de Vere, en meðlimir félagsins halda því fram að de Vere sé hinn raunverulegi höfundur þeirra leikrita, ljóða og sonnettna sem eignaðar eru William Shakespeare. Meira
29. júní 2004 | Menningarlíf | 362 orð

Hin sanna list

Hinir sönnu listamenn gera ekki hlé á list sinni á milli sýninga. Líf þeirra er listin sjálf. Þeir eru "í hlutverki" 24 tíma á sólarhring, sjö daga vikunnar, allan ársins hring. Hlutverk þeirra er að skapa hughrif hjá fólki. Meira
29. júní 2004 | Fólk í fréttum | 536 orð

Konungleg skemmtun

Flytjendur Ola Kvernberg á fiðlu, Steinar Raknes á kontrabassa og Þorvaldur Þorvaldsson á trommur. 27. júní kl. 21. Meira
29. júní 2004 | Myndlist | 321 orð | 1 mynd

Litglaðir fletir

Opið alla daga á afgreiðslutíma Amtsbókasafnsins Meira
29. júní 2004 | Fólk í fréttum | 116 orð | 1 mynd

Miðasala hefst á fimmtudag

EINS OG kunnugt er er tónlistarmaðurinn 50 Cent væntanlegur hingað til lands í ágúst. Hann treður upp í Egilshöllinni og er félagsskapurinn ekkert slor; þeir Lloyd Banks og Young Buck verða 50 Cent til fulltingis sem G-Unit. Meira
29. júní 2004 | Menningarlíf | 130 orð

Organistar útskrifaðir

FJÓRIR nemendur útskrifuðust úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar á þessu vori, þar af einn með einleikspróf í orgelleik, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Meira
29. júní 2004 | Fólk í fréttum | 83 orð | 1 mynd

Partí og pólitík

ÞAÐ gleður ætíð gömul hipp-hopp-hjörtu þegar ný plata kemur út með bræðrunum Beastie. Nýja platan heitir To The 5 Boroughs og hefur almennt fengið ágætustu viðtökur. Meira
29. júní 2004 | Fólk í fréttum | 367 orð | 2 myndir

Pólitíkin ræður skiptum skoðunum

KVIKMYND Michaels Moores Fahrenheit 9/11 var frumsýnd fyrir helgi í 868 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum og hefur slegið í gegn. Meira
29. júní 2004 | Fólk í fréttum | 127 orð | 1 mynd

"Miðaldra karlmenn" seljast vel

Í KJÖLFAR nýafstaðinna forsetakosninga ákváðu forsvarsmenn vefjarins Tónlist.is að velta fyrir sér tölfræðinni og taka saman upplýsingar um hvaða íslensku flytjendur hafa selt mest af tónlist sinni á vefsvæði þeirra. Í fréttatilkynningu frá Tónlist. Meira
29. júní 2004 | Fólk í fréttum | 1245 orð | 1 mynd

Rafdrottning í rokki og róli

Við hittumst á fyrstu tónleikunum mínum í Berlín fyrir fjórum og hálfu ári," segir Peaches um Egil Sæbjörnsson en þau verða bæði með tónleika í salnum Rússlandi í Klink og Bank í kvöld. "Hann skipulagði líka fyrstu tónleikana mína í Hamborg. Meira
29. júní 2004 | Menningarlíf | 323 orð | 1 mynd

Röddin tilkomumikið hljóðfæri

"KRAFTMIKILL, kynþokkafullur en um leið hættulegur" og "besti söngvari sýningarinnar" eru meðal þeirra orða sem gagnrýnendur bresku blaðanna nota yfir frammistöðu Ólafs Kjartans Sigurðarsonar baritonsöngvara í óperunni La fanciulla... Meira
29. júní 2004 | Tónlist | 308 orð

TÓNLIST - Hallgrímskirkja

Verk eftir Demessieux, Dupré, Duruflé, Leif Solberg, J. S. Bach og Vierne. Erling With Aasgård, orgel. Sunnudaginn 27. júní kl. 20. Meira
29. júní 2004 | Menningarlíf | 326 orð | 1 mynd

Tónlist Schofield á Kaffi Culture

ENN eitt djassbandið hefur bæst við fjölbreytta djassflóru landans. Það er Djasskvartettinn Skófílar sem kveður sér hljóðs á Kaffi Culture kl. 20.30 í kvöld. Þetta eru þó ekki þeirra fyrstu tónleikar því Skófílar léku á Múlanum í vetur. Meira
29. júní 2004 | Tónlist | 276 orð

TÓNLIST - Skálholtskirkja

Sönghópurinn Gríma flutti verk byggð á sálmalögum úr íslenskum handritum. Auk Grímu komu fram Eydís Franzdóttir, Helga Ingólfsdóttir, Douglas A. Brotchie og Steef van Oosterhout. Laugardagur 26. júní. Meira
29. júní 2004 | Fólk í fréttum | 253 orð | 1 mynd

Treður upp með fyrirmyndinni

EIRÍKUR Hauksson, þungarokkarinn fyrrverandi, tróð upp á aðaltorgi heimabæjar síns í Gressvik í Noregi um helgina. Meira
29. júní 2004 | Fólk í fréttum | 100 orð | 1 mynd

Tvær valkyrjur heimsóttar

ÞÁTTUR Gísla Einarssonar, Út og suður , er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld eftir tveggja vikna fótboltahlé. Í þessum þætti verða tvær valkyrjur á Vestfjörðum heimsóttar, þær Dorothea Lubjewski og Kristín Þórunn Ingólfsdóttir. Meira
29. júní 2004 | Menningarlíf | 211 orð | 1 mynd

Veðjað á Finnboga

BRESKA tímaritið The Economist fjallar í nýlegri grein um Basel og gerir þar listaverkakaupin á stefnunni að sérstöku umtalsefni. Meira
29. júní 2004 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Væntanlegir

EIN af þeim erlendu sveitum sem koma til með að spila á mjög svo lofandi Airwaves-tónlistarhátíð sem haldin verður í haust er breska sveitin Keane. Meira

Umræðan

29. júní 2004 | Aðsent efni | 369 orð | 1 mynd

Aðförin gegn Ólafi Ragnari

Björgvin G. Sigurðsson skrifar um úrslit forsetakosninganna: "Sjálfstæðisflokkurinn féll enn og aftur á prófinu og stóðst ekki mátið að skipta sér af forsetakosningum." Meira
29. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 316 orð

Eflum félög eldri borgara

Í REYKJAVÍK og á Seltjarnarnesi er 13.351 íbúi 67 ára og eldri, og á öllu landinu eru þeir 30.433 hinn 1. jan. 2004 skv. upplýsingum Hagstofunnar. Samsvarandi tölur fyrir 60 ára og eldri eru 19.078 og 45.057. Meira
29. júní 2004 | Aðsent efni | 304 orð | 1 mynd

Einstakur árangur íslenskra skóla í Evrópusamstarfi

Ragnhildur Zoëga skrifar um menntaáætlun ESB: "...hafa um 60% allra grunn- og framhaldsskóla verið styrkt til evrópsks skólasamstarfs." Meira
29. júní 2004 | Aðsent efni | 448 orð | 1 mynd

Fjörutíu prósent forseti

Hrafnkell A. Jónsson fjallar um úrslit kosninganna.: "Það, en ekki síður sú staðreynd að einstaklingar í samfélaginu sem eru ósáttir við þessa gerð Ólafs Ragnars, fengu inni með skoðanir sínar á síðum blaðsins hefur orðið tilefni til árása á Morgunblaðið." Meira
29. júní 2004 | Aðsent efni | 527 orð | 1 mynd

Ísland konungsríki?

Rúnar Guðbjartsson fjallar um niðurstöður forsetakosninga: "Nú er það mín skoðun, eftir að búið er að gera forsetaembættið pólitískt, að nauðsynlegt sé að endurskoða stjórnarskrána og færa valdið aftur til þingsins." Meira
29. júní 2004 | Aðsent efni | 138 orð

Lítillátur forseti

KJÖRSÓKN í forsetakosningunum á dögunum var hin langminnsta í sögu lýðveldisins. Einn af hverjum þremur kjósendum sá ekki ástæðu til þess að fara á kjörstað. Af þeim sem sóttu kjörfund skilaði einn af hverjum fimm auðum seðli. Meira
29. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 75 orð

Musica Humana í Sigurjónssafni

Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUM í Listasafni Sigurjóns kl. 20.30 í kvöld flytur sænski tónlistarhópurinn Musica Humana tónlist frá endurreisnartímanum á þeirra tíma hljóðfæri. Meira
29. júní 2004 | Aðsent efni | 808 orð | 1 mynd

Tveir af hverjum fimm

Einar K. Guðfinnsson skrifar um úrslit forsetakosninganna: "Þetta eru tíðindi og menn eiga ekki að láta eins og ekkert hafi gerst." Meira
29. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 334 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Brú fjarlægð í Nauthólsvík GÖNGUBRÚ í Nauthólsvík, sem var við hliðina á Siglingaklúbbi ÍTR, hefur verið söguð niður. Hver stendur á bak við þetta og hvers vegna var þessi brú fjarlægð? Meira
29. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 371 orð

Þegar Halldóra G. glennir upp augun þá loka ég mínum

MÉR og mínum sálufélögum hefur lengi verið spurn hvað hafi eiginlega vakað fyrir Íslandsbanka með auglýsingu sem tröllreið sjónvarpsstöðvum um tíma, já alltof langan tíma, þar sem leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir fór með aðalhlutverkið, reyndar eina... Meira

Minningargreinar

29. júní 2004 | Minningargreinar | 585 orð | 1 mynd

EINÍNA A. EINARSDÓTTIR

Einína Aðalbjörg Einarsdóttir fæddist á Seyðisfirði 13. apríl 1932. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt 22. júní síðastliðins. Foreldrar hennar voru Dagný Einarsdóttir, f. 16.1. 1901, d. 6.7. 1968, og Einar Aðalberg Sigurðsson, f. 17.11. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2004 | Minningargreinar | 581 orð | 1 mynd

ELISABETH ÁRNADÓTTIR FINSEN

Elisabeth Árnadóttir Finsen fæddist í Kaupmannahöfn 2. janúar 1920. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 19. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arne Finsen arkitekt, f. 10.1. 1890, d. 3.3. 1945, og kona hans Hedvig Chievitz, f. 7.5. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2004 | Minningargreinar | 716 orð | 1 mynd

EVA BJÖRK EIRÍKSDÓTTIR

Eva Björk Eiríksdóttir fæddist í Reykjavík 25. september 1977. Hún lést á Landspítalanum mánudaginn 21. júní. Foreldrar hennar eru Sigurbjörg Sjöfn Rafnsdóttir, f. 16. ágúst 1955, og Eiríkur Ómar Sveinsson, f. 13. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2004 | Minningargreinar | 2348 orð | 1 mynd

JÓHANN GÍSLASON

Jóhann Gíslason, lögfræðingur, fæddist í Reykjavík 15. mars 1928. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. júní síðastliðinn eftir stutta legu. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Jóhannsdóttir, f. 30. okt. 1891, d. 10. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2004 | Minningargreinar | 578 orð | 1 mynd

MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR JÓNSSON

Margrét Pétursdóttir Jónsson fæddist í Bremen í Þýskalandi 30. maí 1928. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi árla morguns 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Á. Jónsson óperusöngvari, f. 21. desember 1884, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2004 | Minningargreinar | 903 orð | 1 mynd

MARGRÉT VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

Margrét Valgerður Guðmundsdóttir fæddist í Stakkadal í Aðalvík 8. febrúar 1928. Hún lést á Landspítalnum við Hringbraut föstudaginn 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjóna Jónasdóttir, húsfreyja, frá Sléttu í Sléttuhreppi, f. 14. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2004 | Minningargreinar | 679 orð | 1 mynd

MARGRÉT ÞORBJÖRG JOHNSON

Margrét Þorbjörg Johnson fæddist á Siglufirði 24. júlí 1912. Hún lést í Reykjavík 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Camilla Therese Jensen, f. 20. apríl 1887, d. 30. október 1968, og Guðmundur Hallgrímur T. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

29. júní 2004 | Sjávarútvegur | 212 orð

KOLMUNNAAFLINN er nú orðinn 192.

KOLMUNNAAFLINN er nú orðinn 192.350 tonn samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva. Leyfilegur heildarafli er 713.000 tonn svo eftir standa óveidd ríflega 520.000 tonn. Erlend skip hafa landað hér um 56. Meira

Viðskipti

29. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 75 orð

Harma brotthvarf Kristjáns

SVERRIR Magnússon og Valgeir Bjarnason, stjórnarmenn í Sparisjóði Hólahrepps, óskuðu eftir því að eftirfarandi yfirlýsing yrði birt í Morgunblaðinu: "Við undirritaðir stjórnarmenn í Sparisjóði Hólahrepps þökkum Kristjáni Hjelm sparisjóðsstjóra fyrir... Meira
29. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 107 orð | 1 mynd

Íhugar að neyta forkaupsréttar

JÓN Ólafsson kaupsýslumaður hefur ekki gert upp hug sinn um hvort hann nýti sér forkaupsrétt sinn að Skífunni. Meira
29. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 145 orð | 1 mynd

Mest viðskipti með bréf Opinna kerfa

VIÐSKIPTI í Kauphöllinni í dag námu 3,46 milljörðum króna og þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 964 milljónir króna. Hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,17% og stendur nú í 2.944,79 stigum. Mest voru viðskiptin með bréf Opinna kerfa hf . Meira
29. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 214 orð

Skiptiálag á húsbréfum 0,21-0,24%

ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR býðst til að skipta húsnæðisbréfum út fyrir íbúðabréf með 0,02% lægri ávöxtunarkröfu en krafa húsnæðisbréfanna er. Meira
29. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 419 orð | 1 mynd

Sparisjóðsstjórinn hættir

KRISTJÁN Hjelm, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hólahrepps, lætur af störfum hjá sparisjóðnum nú um mánaðamótin júní/júlí. Meira

Daglegt líf

29. júní 2004 | Daglegt líf | 209 orð | 1 mynd

Frjálslegt úr fortíðinni

MARGRÉT segist hafa farið í tættan sumarkjól í prinsessustíl sem hún fann uppi á lofti í antikbúðinni Fríðu frænku. "Þetta er svona týpískur sumarkjóll, endist í sirka mánuð eins og íslenska sólin! Meira
29. júní 2004 | Daglegt líf | 187 orð | 1 mynd

Hönnun og háir hælar

ÞAÐ er sumarlegt um að litast í skóbúðinni Kron við Laugaveg og mikið um að vera. Þar inni er stúlka í fallegum kjól sem spjallar við blaðamann á hlaupum milli þess sem hún sinnir viðskiptavinum. Meira
29. júní 2004 | Daglegt líf | 215 orð | 1 mynd

Klassískt og glæsilegt

"MAÐUR er víst bara eins og maður er," segir Þorbjörg Daníelsdóttir þegar hún skoðar myndina af sjálfri sér og athugar hvort sólargrettan sé nokkuð of áberandi. Meira
29. júní 2004 | Daglegt líf | 218 orð | 1 mynd

Líf og sterkir litir

SPURÐ hvaða sögu sumarkjóllinn hennar eigi sér, upplýsir Edda, í kjólabúðinni Flex, að hann sé nýr. "Ég er svo nýjungagjörn. Sumt sem ég á er gjaldgengt frá ári til árs en þessi er nýr, voða gaman, hann er ofsalega þægilegur; úr teygjuefni og má... Meira
29. júní 2004 | Daglegt líf | 257 orð | 2 myndir

Öruggt fé innan klæða

"TIL að ræna mann með innanklæðaveski þarf að hátta hann," segir Jón Sigurðsson, sem rekur Leðurverkstæðið á Víðimel ásamt konu sinni Ínu Dóru Sigurðardóttur. Meira

Fastir þættir

29. júní 2004 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag er sextug Ingunn Hofdís Bjarnadóttir, Fossheiði 52, Selfossi. Um þessar mundir dvelur hún hjá syni sínum og tengdadóttur í Massachusetts í... Meira
29. júní 2004 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

90 ÁRA afmæli . Á morgun verður níræð Sólveig Vilhjálmsdóttir, Víðivöllum 4, Akureyri. Sólveig og eiginmaður hennar, Árni Ingólfsson, taka á móti gestum frá kl. 15 á afmælisdaginn á heimili sonar og tengdadóttur, Stapasíðu 1,... Meira
29. júní 2004 | Fastir þættir | 160 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Lausn á þraut 4. Meira
29. júní 2004 | Fastir þættir | 435 orð

Íslendingar klifra upp stigatöfluna á EM í brids

Evrópumótið í brids er haldið í Malmö í Svíþjóð dagana 19. júní til 3. júlí. Ísland tekur þátt í opnum flokki og kvennaflokki. Heimasíðu EM er að finna á netsvæðinu http://www.eurobridge1.org/ Meira
29. júní 2004 | Dagbók | 439 orð | 1 mynd

Mikil gróska í norskri leirlist

Aðalsteinn Ingólfsson er fæddur á Akureyri árið 1948. Hann lauk MA gráðu í enskum bókmenntum og málsögu frá University of St. Andrews í Skotlandi árið 1971 og MA gráðu í listasögu frá Courtauld-stofnuninni við Lundúnaháskóla árið 1974. Hann hefur unnið sem kennari, ritstjóri, gagnrýnandi, sýningarstjóri og rithöfundur, og hefur veitt Hönnunarsafni Íslands forstöðu frá 1999. Aðalsteinn er kvæntur Janet S. Ingólfsson ritara og eiga þau þrjár dætur. Meira
29. júní 2004 | Dagbók | 50 orð

Orð dagsins: Hann vaknaði, hastaði á...

Orð dagsins: Hann vaknaði, hastaði á vindinn og sagði við vatnið: "Þegi þú, haf hljótt um þig!" Þá lægði vindinn og gerði stillilogn. (Mark. 4,39). Meira
29. júní 2004 | Fastir þættir | 197 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Dc7 5. Rc3 e6 6. Be3 a6 7. Dd2 Rf6 8. O-O-O Bb4 9. f3 Re5 10. Rb3 b5 11. Kb1 Be7 12. Df2 d6 13. Bb6 Db8 14. Bd4 Rc6 15. Be3 Rd7 16. g4 O-O 17. g5 b4 18. Ra4 Rce5 19. Hg1 Bb7 20. Ra5 Hc8 21. b3 Bc6 22. Rxc6 Rxc6 23. Meira
29. júní 2004 | Dagbók | 45 orð | 1 mynd

Synt til sigurs

Sund I Þrír af þrjú hundruð keppendum spreyta sig hér í skriðsundi á aldursflokkameistaramótinu í Akureyrarlaug um nýliðna helgi. Keppendur voru alls um 300 frá 17 félögum víðs vegar af landinu og sigraði Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, ÍRB, með 1. Meira
29. júní 2004 | Viðhorf | 821 orð

Vitlaust forrit?

"Og ekki verður það af Ólafi Ragnari Grímssyni skafið að hann var atvinnumaður í pólitískum áróðursbrögðum og hikaði aldrei við að snúa staðreyndum á haus, ef það mætti verða til framdráttar röngum málstað." Jón Baldvin Hannibalsson. Meira
29. júní 2004 | Fastir þættir | 312 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji brá undir sig betri fætinum um helgina og hélt til Vestfjarða ásamt þrem vinum sínum. Farartækið var gamli, sígildi SAAB-inn, sem Víkverji hefur mikið dálæti á, en vinirnir stríða honum endalaust á aldri ökutækisins. Meira

Íþróttir

29. júní 2004 | Íþróttir | 275 orð | 1 mynd

* ALEXANDRS Kolinko , markvörður Lettlands...

* ALEXANDRS Kolinko , markvörður Lettlands , hefur haft mest að gera af öllum markvörðum í úrslitakeppni EM í knattspyrnu. Kolinko varði 43 skot í þremur leikjum Letta í riðlakeppninni en þeir fóru heim að henni lokinni. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 751 orð | 1 mynd

Andleysi Framara

ÞAÐ voru kjöraðstæður fyrir knattspyrnuiðkun í Laugardalnum í gærkvöld þegar Fram tók á móti FH. Hlutskipti þessara liða það sem af er sumri er gjörólíkt. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 100 orð

Baros er bestur á EM

MILAN Baros, hinn magnaði sóknarmaður Tékka, er besti leikmaður Evrópukeppninnar í knattspyrnu til þessa, að mati vefmiðilsins soccernet.com. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 124 orð

Crewe látið vita af Emil

DARIO Gradi, knattspyrnustjóri enska 1. deildar liðsins Crewe Alexandra, hefur fengið tilkynningu um efnilegan leikmann í röðum FH, Emil Hallfreðsson. Þetta kemur fram á vef Haverfordwest County frá Wales, mótherja FH í UEFA-bikarnum. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 94 orð

FH-ingar leika í Cardiff

HEIMALEIKUR Haverfordwest County gegn FH í UEFA-bikarnum í knattspyrnu verður ekki leikinn á heimavelli félagsins í suðvesturhluta Wales. Hann fer fram á Ninian Park, heimavelli 1. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 196 orð | 2 myndir

Fram 1:2 FH Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild...

Fram 1:2 FH Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 8. umferð Laugardalsvöllur Mánudaginn 28. júní 2004 Aðstæður: Kjöraðstæður. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 321 orð | 1 mynd

Franska landsliðið á tímamótum

FRANSKA landsliðið í knattspyrnu var fyrir Evrópumótið í knattspyrnu sigurstranglegasta liðið. Frakkar sigruðu í heimsmeistarkeppninni í Frakklandi 1998 og eru núverandi Evrópumeistarar, en biðu afhroð á HM í Japan og Suður-Kóreu fyrir tveimur árum og komust ekki einu sinni upp úr riðlakeppninni. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 220 orð

Gerrard áfram á Anfield

STEVEN Gerrard mun verða áfram í herbúðum Liverpool á næsta tímabili. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í gær. Líklegt var talið að hann væri á leiðinni til Chelsea, en Lundúnafélagið var tilbúið að greiða honum16 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 95 orð | 1 mynd

Gestur í 200 leikja klúbbinn

GESTUR Gylfason, varnarmaður úr Grindavík, bættist í gærkvöldi í hóp þeirra leikmanna sem hafa leikið 200 leiki í efstu deild hér á landi. Hann er 27. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 360 orð

Grindavík 3:2 Keflavík Leikskipulag: 3-4-3 Landsbankadeild...

Grindavík 3:2 Keflavík Leikskipulag: 3-4-3 Landsbankadeild karla, 8. umferð Grindavíkurvöllur Mánudaginn 28. júní 2004 Aðstæður: Hliðarvindur, sólarglenna, annars skýjað, völlurinn ágætur. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 47 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Fylkisvöllur: Fylkir - ÍBV 19.15 Akranes: ÍA - Víkingur 19.15 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Hásteinsvöllur: ÍBV - Fjölnir 20 KR-völlur: KR - Stjarnan 20 2. deild karla: Varmá: Afturelding - KS 20 3. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 96 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild, Landsbankadeild Fram -...

KNATTSPYRNA Efsta deild, Landsbankadeild Fram - FH 1:2 Ríkharður Daðason 64., - Sverrir Garðarsson 4., Freyr Bjarnason 43. Grindavík - Keflavík 3:2 Sreten Djurovic 25., (sjálfsmark), Orri Freyr Hjaltalín 38., Óskar Örn Hauksson 59., - Sreten Djurovic 40. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 484 orð

Langþráður sigur Grindvíkinga

GRINDVÍKINGAR réttu hlut sinn í úrvalsdeildinni verulega í gærkvöld þegar þeir lögðu Keflvíkinga, 3:2, í líflegum Suðurnesjaslag á heimavelli sínum. Þeir renndu sér uppfyrir nágranna sína og í sjötta sætið en Keflvíkingar sigu niður í það sjöunda. Þetta var þriðji ósigur Keflvíkinga í röð og það hefur því heldur hallað undan fæti hjá þeim eftir góða byrjun, en þetta var fyrsta tap þeirra á Grindavíkurvelli í fimm ár, þannig að langþráður sigur Grindvíkinga á nágrönnunum var í höfn. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 199 orð

Lars Krogh Jeppesen bestur í Þýskalandi

DANSKI landsliðsmaðurinn í handknattleik Lars Krogh Jeppesen, sem leikur með Flensburg, hefur verið útnefndur besti handknattleiksmaður Þýskalands árið 2004. Hann hlaut 40 atkvæði hjá þjálfurum og fyrirliðum liðanna í 1. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 73 orð

McShane ristarbrotinn?

PAUL McShane, skoski miðjumaðurinn í knattspyrnuliði Grindavíkur, missti af sínum öðrum leik í röð í gærkvöld. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 349 orð | 1 mynd

* MILAN Stefán Jankovic , þjálfari...

* MILAN Stefán Jankovic , þjálfari Keflavíkur , gerði fjórar breytingar á liði sínu eftir tapleikinn gegn ÍA á dögunum. Þeir Zoran Daníel Ljubicic , Scott Ramsay , Magnús S. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 107 orð

Mileta til Grindavíkur

SERBNESKI knattspyrnumaðurinn Momir Mileta er kominn til reynslu hjá úrvalsdeildarliði Grindavíkur. Mileta lék með ÍBV árið 2000 við mjög góðan orðstír en hefur síðan leikið í Austurríki og í heimalandi sínu. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Perez svarar Beckham

FLORENTINO Perez, forseti Real Madrid, segir að það sé rétt hjá David Beckham að leikmenn Real Madrid voru ekki í nægilega góðri líkamlegri æfingu á síðasta tímabili. "Ég er sammála því að æfingarnar hjá Real Madrid voru ekki nægilega góðar. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 361 orð | 1 mynd

"Houllier braut niður sjálfstraust mitt"

NAFNIÐ Milan Baros er á allra vörum eftir frammistöðu hans með Tékkum í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Þessi 22 ára strákur frá Ostrava hefur heldur betur slegið í gegn, skorað í öllum leikjum Tékka og er markahæstur í keppninni með 5 mörk í fjórum leikjum. Þennan sama strák hefur Liverpool lítið getað notað en hann hefur samtals tekið þátt í 40 deildaleikjum á þeim þremur árum sem hann hefur verið í herbúðum enska félagsins. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 103 orð

"Pressan er öll á Portúgölum"

RUUD van Nistelrooy, sóknarmaður hollenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að pressan sé öll á heimamönnum í Portúgal fyrir leik þjóðanna í undanúrslitum Evrópukeppninnar sem fram fer í Lissabon annað kvöld. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 104 orð

"Vorum heppnir"

"ÞETTA var mjög ljúfur sigur en okkur hefur alltaf gengið illa á Laugardalsvellinum. Í fyrri hálfleik sundurspiluðum við Framara og hefðum getað skorað fleiri mörk. Meira
29. júní 2004 | Íþróttir | 116 orð

UEFA gagnrýnir enska fjölmiðla

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur komið svissneska dómaranum Urs Meier til varnar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.