Greinar fimmtudaginn 29. júlí 2004

Fréttir

29. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

227 flóttamenn til viðbótar til Suður-Kóreu

YFIRVÖLD í Suður-Kóreu fluttu 227 norður-kóreska flóttamenn með leiguflugi til landsins í gær, til viðbótar við þá 230 sem komu til landsins í fyrradag. Í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC segir að flogið hafi verið með fólkið frá Víetnam. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 178 orð

22 þúsund sóttu álagningarseðil

ALLS höfðu um 21.700 einstaklingar sótt álagningarseðil á heimasíðu ríkisskattstjóra, rsk.is, klukkan 18 í gær. Var þetta fyrsti dagurinn þar sem mögulegt var að nálgast þessar upplýsingar á vefsíðunni. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 76 orð | 1 mynd

38 ár á milli ferminga í Fitjakirkju

Skorradalur | Sunnudaginn 18. júlí s.l. fermdist Guðmundur Sverrisson í Fitjakirkju, en ekki hafði farið fram fermingarathöfn í kirkjunni síðan á vordögum 1966. Athöfnin var hin hátíðlegasta, en sr. Helga Soffía Konráðsdóttir fermdi. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Allir vilja álf í garðinn

SALA garðálfa til skemmtunar og augnayndis í heimilisgörðum hefur aukist mikið undanfarin ár, og virðist sem þeir hafi hitt í mark hjá álfaþjóðinni íslensku. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð

Aukið eftirlit í íbúðarhverfum

LÖGREGLAN í Reykjavík mun halda úti auknu eftirliti í íbúðarhverfum um verslunarmannahelgina eins og undanfarin ár, en minnir samt fólk sem hyggur á ferðalög um verslunarmannahelgina á að ganga vel frá eigum sínum. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 35 orð

Á 183 km hraða í Kollafirði

KARLMAÐUR á fertugsaldri var í gær sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að bifreið hans mældist á 183 kílómetra hraða á klukkustund í Kollafirði. Maðurinn gaf lögreglu þær skýringar að hann hefði ekki fylgst með... Meira
29. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 311 orð

Áfrýjun Bobbys Fischers hafnað

JAPÖNSK yfirvöld ákváðu í fyrradag að hafna áfrýjunarbeiðni Bobbys Fischers, fyrrum heimsmeistara í skák, og framselja hann til Bandaríkjanna. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Áköf leit ber engan árangur

ÁKÖF leit 130 björgunarsveitarmanna frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg að Sri Rhamawati bar ekki árangur í gær, en mikil áhersla hefur verið lögð á að finna hina látnu að undanförnu. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 101 orð

Ánægja með Vegagerðina | Hlutfall vegfarenda...

Ánægja með Vegagerðina | Hlutfall vegfarenda sem eru jákvæðir gagnvart Vegagerðinni hefur hækkað talsvert á milli árana 2002 og 2003, en þeim fer fjölgandi sem telja merkingar ófullnægjandi. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Bann við sölu á blikkandi snuðum

BLIKKANDI snuð verða ekki til sölu hér á landi á næstunni en Löggildingarstofa hefur lagt tímabundið bann við sölu og afhendingu þeirra. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 279 orð | 2 myndir

Beðið eftir vætunni

VEIÐI í Borgarfjarðaránum hefur verið bærileg miðað við vatnsleysi að undanförnu og skárri sunnan Hvítár en norðan. Þverá/Kjarará og Norðurá hafa verið í þokkalegum málum en fjarri því jafn góðum og ef skilyrði væru betri. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 152 orð

Blíða og aftur blíða

"BLÍÐA og aftur blíða hér á Norðurlandinu, lítil rigning og litlar breytingar í heildina," segir í veðurspá sem félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ sendu frá sér í gær. Meira
29. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Blóðugur dagur í Baquba

AÐ MINNSTA kosti sextíu og átta manns biðu bana þegar bílsprengja sprakk fyrir utan lögreglustöð í írösku borginni Baquba, skammt norður af Bagdad, í gærmorgun. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Brúar bilið milli sveitarfélaga

GATNAMÓT Stekkjarbakka og Reykjanesbrautar voru formlega opnuð í gærdag, en umferð var hleypt á nýja brú og gatnamót þeim fylgjandi í október á síðasta ári. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 167 orð

Bylgjan og Rás 2 vinsælastar

ÍSLENDINGAR hlusta mest á Bylgjuna og Rás 2 samkvæmt útvarpskönnun Gallup. Könnunin var gerð á tímabilinu 18.-24. júní og 1.269 Íslendingar á aldrinum 12-80 ára voru í úrtakinu. Sex hundruð svör bárust og gögnin voru flokkuð eftir kyni, aldri og búsetu. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 197 orð

Deilt um hámarkshraða

UMFERÐARMÁL voru til umræðu á síðasta fundi Tækni- og umhverfisnefndar Siglufjarðar, m.a. var fjallað um tillögu um hámarkshraða innanbæjar á Siglufirði, þar sem gert er ráð fyrir að hann verði 40 kílómetrar á klukkustund, en í dag er hann 35 km/klst. Meira
29. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 841 orð | 1 mynd

Demókratar segja kosningarnar snúast um von eða ótta

Öryggismál eru bandarískum kjósendum ofarlega í huga og heldur fleiri treysta sitjandi forseta í þeim efnum en frambjóðanda Demókrataflokksins, John Kerry, sem verður formlega útnefndur á landsfundi flokksins sem nú stendur yfir í Boston. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Dytta að bátum, sigla eða drekka bara kaffi með kunningjum

FJÖLBREYTT veðurfar og vindskilyrði, vogskorið land, eyjar og sker og stútfullur sjór af fiski gerir Ísland að kjörlendi fyrir hvers konar bátasport. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Eldri ungmennafélög glöddust á landsmóti

ALLIR stjórnarmenn Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) og þeir sem standa að eflingu íþróttastarfs eldri ungmennafélaga mættu til leiks og starfa á landsmót ungmennafélaga á Sauðárkróki. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 49 orð

Eldur í sumarbústað

TILKYNNT var um eld í gaskúti í sumarbústaði sem er á landi Minna-Grindils í Skagafirði til lögreglunnar á Sauðárkróki á níunda tímanum í gærkvöld. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 61 orð

Eldur í togara

ELDUR kom upp í togaranum Arnarborg í Hafnarfjarðarhöfn í gærmorgun. Var talsverður eldur er slökkvilið bar að en greiðlega gekk að slökkva hann, samkvæmt upplýsingum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem reykræsti svo skipið. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Endurbyggja virkjun

Gamla Glerárvirkjunin frá árinu 1922 verður endurbyggð og látin framleiða rafmagn að nýju. Bæjarráð hefur samþykkt tillögu umhverfisráðs vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi sem gera þarf í kjölfar þessa. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 202 orð

Engin slys á síðustu áratugum

HAFÞÓR L. Sigurðsson, formaður Snarfara, segir að reglur um búnað skemmtibáta séu svo stífar að engu sé líkara en urmull slysa verði um borð. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 227 orð | 1 mynd

Flúðasiglingar, sjóferð og fjallganga á dagskrá

Skagafjörður | Rauði krossinn gekkst fyrir sumarbúðum á Löngumýri í Skagafirði fyrir fatlaða einstaklinga og voru námskeið fyrir tvo hópa í sumar. Að venju var dagskráin mjög fjölbreytt og spennandi með mörgum ögrandi viðfangsefnum. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 531 orð | 2 myndir

Fólk vill meiri þægindi á ferðalögum

SALA á fellihýsum fer ekki minnkandi þrátt fyrir að fleiri hjólhýsi hafi selst á þessu sumri miðað við fyrri ár að mati sölumanna sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Hjólhýsin komi sem hrein viðbót við aðra sölu. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 73 orð | 1 mynd

Fyrsta blokkin í byggingu

Lokið er vinnu við að steypa sökkul og kjallara í fyrstu leiguíbúðablokkunum af fjórum á Reyðarfirði. Reiknað er með að fyrsta blokkin verði tilbúin eftir tæplega ár, en alls verða íbúðirnar fjórar talsins. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 187 orð

Gert ráð fyrir vaxtalækkun

ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR tilkynnti í gærmorgun að hann hefði lokið fyrsta útboði á íbúðabréfum. Seld voru bréf að andvirði um 5 milljarðar íslenskra króna að markaðsvirði, en bréfin voru boðin erlendum fjárfestum til sölu í lokuðu útboði. Jóhann G. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 125 orð

Hádegistónleikar | Hljómsveitin Icelandic Sound Company...

Hádegistónleikar | Hljómsveitin Icelandic Sound Company (ISC) heldur tónleika í Ketilhúsinu á morgun, föstudaginn 30. júlí, í hádeginu kl. 12. ISC er sveit sem einbeitir sér að tónlist þar sem hreint hljóð hefur sterka þungamiðju. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 46 orð

Hraðahindrun á sumrin | Tækni- og...

Hraðahindrun á sumrin | Tækni- og umhverfisnefnd Siglufjarðarbæjar hefur samþykkt að fela tæknideild bæjarins að gera tilraun með gerð hraðahindrana á Hólavegi. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Játar að hafa orðið Sri Rhamawati að bana

FYRRVERANDI sambýlismaður Sri Rhamawati, 33 ára konu sem saknað hefur verið síðan 4. júlí, játaði í gær að hafa orðið henni að bana. Sakborningurinn heitir Hákon Eydal og er 45 ára að aldri. Situr hann í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Jón Trausti sökk við slippkantinn

"ÞETTA fór vel, en hefði vissulega getað farið illa," sagði Tryggvi Sveinsson sem hefur umsjón með rannsóknarbát Hafrannsóknastofnunar á Akureyri, Einari í Nesi. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Julia Stiles í nýjustu mynd Baltasars

LEIKKONAN Julia Stiles hefur bæst í hóp leikaranna í Ferðalagi til himna ( A Little Trip to Heaven), kvikmynd sem fyrirtæki Sigurjóns Sighvatssonar, Palomar Pictures, framleiðir og Baltasar Kormákur leikstýrir og skrifar handritið að, en þetta er fyrsta... Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 210 orð

Karlmenn segja NEI við nauðgunum

UM verslunarmannahelgina stendur karlahópur Femínistafélags Íslands fyrir átakinu "Karlmenn segja NEI við nauðgunum" í samstarfi við öryggisráð félagsins. Hópurinn stóð fyrir sams konar átaki í apríl sl. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 93 orð

Klökkur Kristján

Kolbeinn Kjartansson á Hraunkoti í Aðaldal brá sér frá og fékk mág sinn, Kristján Kristjánsson blaðamann á Morgunblaðinu, til að sinna búinu á meðan. Þegar Kolbeinn kom aftur fannst Kristjáni miður að þurfa frá að hverfa. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 457 orð | 2 myndir

Kynna allar hliðar hestamennskunnar

Egilsstaðir | Á Útnyrðingsstöðum, rétt fyrir innan Egilsstaði, reka þau Stefán Sveinsson bóndi og Ragnheiður Samúelsdóttir tamningamaður víðtæka hestaþjónustu. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 49 orð

Laga vatnssíu | Unnið hefur verið...

Laga vatnssíu | Unnið hefur verið í því undanfarnar vikur að laga síubúnað við vatnsbólið fyrir Ólafsvík, sem staðsett er uppi á Jökulhálsi. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Leiðrétt

Röng mynd Þau mistök urðu við birtingu greinar Árna Bjarnasonar, forseta FFSÍ, í blaðinu í gær, að röng mynd birtist með greininni. Var myndin af alnafna Árna. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 116 orð | 1 mynd

Lífið er ennþá saltfiskur

Strandir | Æskustöðvarnar á Gjögri á Ströndum heilla Garðar Jónsson til sín úr borgarglaumnum snemma á vorin. Héðan rær hann til fiskjar á báti sínum Höfrungi og að hætti góðra útvegsbænda verkar hann sjálfur aflann. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 91 orð

Lystigarðurinn

Nýr vefur þar sem Lystigarðurinn á Akureyri er í aðalhlutverki hefur verið opnaður. Þar má finna allt um sögu garðsins, fróðleiksmola um ræktun og hirðingu garðplantna, eitt og annað um starfsemi garðsins og þar eru tenglar á aðra vefi um garðyrkju. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 687 orð | 1 mynd

Lægri landbúnaðarstyrkir

Styrkir í landbúnaði hafa verið þrætuepli um árabil. Í frétt sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins í gær er haft eftir utanríkisráðherra, Halldóri Ásgrímssyni, að viðbúið sé að opinberir landbúnaðarstyrkir hérlendis lækki. Meira
29. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 155 orð

Læknar án landamæra fara frá Afganistan

SAMTÖKIN Læknar án landamæra (MSF) tilkynntu í gær að þau myndu verða á brott frá Afganistan, þar sem þau hafa starfað í 24 ár. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 668 orð | 1 mynd

Margir að kikna undan kostnaði

TIL að forðast íþyngjandi reglur og mikinn lögbundinn kostnað hafa margir skemmtibátaeigendur brugðið á það ráð að skrá báta sína erlendis, s.s. á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 151 orð

Með síld fyrir 220 milljónir

VILHELM Þorsteinsson EA hefur á nokkrum vikum veitt um 7.000 tonn af síld við Svalbarða. Síldin er flökuð um borð og er verðmæti hennar orðið um 220 milljónir króna frá því skipið fór að Svalbarða um miðjan júní. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 503 orð

Milljónir í málskostnað vegna vangoldinna launa

"ÞETTA eru okkur mikil vonbrigði að þurfa standa í þessu, ég segi það alveg eins og er. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 49 orð

Ný heilsuræktarstöð?

Ný heilsuræktarstöð? | Áformað er að opna í haust fullkomna heilsuræktarstöð á Sauðárkróki, í fyrrverandi húsnæði prentsmiðjunnar Myndprents, en þar hafa síðan verið til húsa Hreyfing og Geymslan. Meira
29. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 171 orð

Olíuverð rýkur upp

RÚSSNESKA olíufélagið Yukos tilkynnti í gær, að hugsanlega neyddist það til að stöðva olíuframleiðslu eftir nokkra daga þar sem starfsemi dótturfélaga þess hefði í raun verið stöðvuð. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Óboðnir gestir vaktaðir

KRÍURNAR sem hreiðrað hafa um sig við golfvöllinn á Seltjarnarnesi eru orðnar vanar því að reglulega fari um völlinn, í næsta nágrenni varps þeirra, maður á sláttuvél. Meira
29. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Óska aðstoðar vegna skógarelda

STJÓRNVÖLD í Portúgal hafa óskað eftir aðstoð Evrópusambandsins, einkum Spánverja, við að slökkva skógarelda sem geisa víða í landinu. Um 1.300 her- og lögreglumenn taka þátt í slökkvistarfinu í Portúgal og nota 340 bíla og 39 flugvélar. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 57 orð | 1 mynd

Óskalandið flytur

Leikskólinn Óskaland hefur flutt starfsemi sína í Finnmörk og verður starfsemin komin í fullan gang eftir sumarleyfi. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 886 orð | 1 mynd

Óttast hugmyndir um fleiri álver

ÁHUGI erlendra aðila á frekari möguleikum til uppbyggingar álvera hér á landi vekur ugg meðal náttúruverndarsinna en kemur þeim ekki á óvart. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 692 orð | 2 myndir

"Einhver ótrúlegur kraftur á bak við mig"

Batinn hefur frá upphafi verið ólýsanlegur," segir Helgi Einar Harðarson hjarta- og nýrnaþegi sem kom til landsins í gær eftir rúmlega mánaðardvöl í Svíþjóð þar sem hann fékk nýju líffærin á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Meira
29. júlí 2004 | Miðopna | 51 orð | 1 mynd

"Ætíð í fremstu víglínu"

TERESA Heinz Kerry, eiginkona Johns Kerrys, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, veifar til fulltrúa á landsfundi flokksins í Boston á þriðjudagskvöldið, eftir að hún hafði ávarpað fundinn. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Ríkið kemur ekki að uppsetningu senda

SAMGÖNGURÁÐHERRA, Sturla Böðvarsson, segir að það sé ekki á dagskrá eins og er, út frá öryggissjónarmiðum, að ríkið komi til móts við símafyrirtækin með því að kosta uppsetningu senda á svæðum sem eru hvað óarðbærust fyrir fyrirtækin. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 95 orð

Samningar um sorphirðu

GÁMAÞJÓNUSTA Vestfjarða mun annast sorphirðu frá heimilum og gámasvæðum í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi, en samningar þar að lútandi voru undirritaðir á dögunum. Gámaþjónustan mun einnig sjá um sorpeyðingu. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 289 orð

Sautján manna lið mun keppa á mótinu í Svíþjóð

LANDSLIÐ Íslands sem keppa mun á Norðurlandamótinu, sem haldið verður í Strömsholm í Svíþjóð dagana 9. til 15. ágúst nk., hefur verið valið. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 264 orð

Segja borgina hafa samið af sér

HÖFUÐBORGARSAMTÖKIN hafa sent frá sér áfangaskýrslu, þar sem meðal annars kemur fram, að Reykjavíkurborg hafi með samkomulagi frá í apríl síðastliðnum samið af sér, og afhent ríkinu röska tuttugu hektara lands við Hringbraut til frekari uppbyggingar... Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 72 orð

Setja heitan pott | Unnið er...

Setja heitan pott | Unnið er að því um þessar mundir að koma fyrir heitum potti við íþróttahúsið í Bíldudal, og jafnvel talið að við bætist vaðlaug fyrir yngri krakka. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 158 orð

Sólarsafi aftur á boðstólum

FRÁ og með þriðja ágúst nk. verður á ný hægt að kaupa safa sem framleiddur er undir merki Sólar. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Sólar hf. hafa stofnað fyrirtækið Sól ehf. og munu hefja framleiðslu á ferskum ávaxtasafa í næstu viku. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 261 orð | 1 mynd

Stöðugur straumur norður í land

FJÖLDI gesta var kominn til Akureyrar í gær, en nú um helgina verður þar í fjórða sinn haldin fjölskylduhátíðin Ein með öllu. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Sumir hugleiða að selja bátana

REGLUR um útbúnað skemmtibáta eru svo strangar og kostnaður við að uppfylla kröfur ríkisins svo mikill að margir eigendur hafa brugðið á það ráð að flagga bátunum út, þ.e. skrá þá í öðrum ríkjum. Sumir hugleiða að selja bátana og hætta siglingum. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 145 orð | 2 myndir

Tilboð í ker, rafskaut og byggingar opnuð í dag

BYGGING nýs kerskála við álver Norðuráls á Grundartanga er nú hafin af fullum krafti, en fyrsta skóflustunga framkvæmdanna var tekin í maí síðastliðnum. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Tófan stal golfkúlunni

UNGUR kylfingur, Alex Freyr Gunnarsson, 11 ára, frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, sem þátt tekur í Íslandsmóti unglinga á Hólmsvelli í Leiru, varð fyrir því að tófa tók kúluna og fór með hana úr sandglompu við Bergvíkina á þriðju braut. Meira
29. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Tugir manna féllu í sjálfsmorðsárás

UM 70 manns létu lífið og fjöldi manna særðist í Baquba í Írak í gær er bíll var sprengdur upp við lögreglustöð í bænum. Var þar fjöldi manna saman kominn til að sækja um starf hjá lögreglunni. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 157 orð

Umferðareftirlit aukið á Vesturlandi

LÖGREGLULIÐIN á Vesturlandi verða með aukið samstarf um komandi verslunarmannahelgi. Að sögn Theodórs Kr. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Ungt fólk vinnur í sameiningu að settu marki

"ÞETTA er búið að vera alveg yndislegt," segir Eva Þórdís Ebenezersdóttir hópstjóri ungmennaskiptaverkefnisins "Passing Limits" en verkefnið stóð frá 20. - 29. júlí. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 516 orð | 3 myndir

Unnið að endurbótum undanfarin misseri

Unnið hefur verið að endurbótum á Flateyjarkirkju á Skjálfanda að undanförnu og hefur trésmiðjan Rein í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu séð um framkvæmdir. Skipt var um klæðningu útveggja og gert við glugga. Meira
29. júlí 2004 | Minn staður | 594 orð | 2 myndir

Unnið með þarfir einstaklinga

Hlíðar | Í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð er rými sem löngum hefur verið kallað Texas. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 188 orð

Veltan hefur aukist um 13%

ÚTLENDINGAR hafa keypt fyrir hærri upphæð hér á landi með kreditkortum fyrstu sex mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð

Von og Adel í mannanafnaskrá

MANNANAFNANEFND ríkisins kom saman nýverið til að afgreiða fjórar umsóknir um ný nöfn sem ekki er að finna í mannanafnaskrá. Meira
29. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Það munar um minna

Í VIÐTALI við Morgunblaðið sagðist Árni Magnússon félagsmálaráðherra afar ánægður með þann árangur sem náðst hefði með kerfisbreytingunni og útboði Íbúðalánasjóðs. "Einn megintilgangurinn með breytingunum var að ná fram lækkun vaxta. Meira

Ritstjórnargreinar

29. júlí 2004 | Leiðarar | 452 orð

Með kveðju til Staksteina

Enn fæ ég hinn 24. júlí sl. athugasemdir í Staksteinum Morgunblaðsins. Meira
29. júlí 2004 | Leiðarar | 245 orð | 2 myndir

Pólitískir leiðtogar og venjulegir stjórnmálamenn

Bill Clinton er mikill pólitískur leiðtogi, þrátt fyrir mannlega breyzkleika, sem allir sjá - og kannski að einhverju leyti vegna þeirra. Þess vegna þarf engum að koma á óvart að hann sló í gegn á landsþingi demókrata í fyrradag. Meira
29. júlí 2004 | Leiðarar | 457 orð

Staða Írans

Augu manna beinast þessa dagana í auknum mæli til Írans þegar rætt er um valdajafnvægið í Suðvestur-Asíu og hafa komið fram tilgátur um að haldi fram sem horfi í þessum heimshluta muni staða Írana styrkjast verulega. Meira
29. júlí 2004 | Leiðarar | 413 orð

Umbætur að utan

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í fyrradag ramma fyrir framhald samningaviðræðna um viðskipti á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, svonefndra Doha-viðræðna. Meira

Menning

29. júlí 2004 | Tónlist | 397 orð | 1 mynd

Alþjóðlegur hljómur og hárbeitt textagerð

Hipp hopp-sveitin Hæsta hendin hefur sett sér það markmið að færa íslenska hipp hopp-tónlist á annað stig með alþjóðlegum hljóm og hárbeittri textagerð. Meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Unnar Theódórsson, Erpur Eyvindarson, Nick Kvaran og Rasmus Berg. Meira
29. júlí 2004 | Menningarlíf | 445 orð | 3 myndir

Barmmerkin og boðskapurinn

Flest okkar hafa einhverntíma gengið með barmmerki í barminum. Meira
29. júlí 2004 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

... Englum í Ameríku

Sjónvarpsþáttaröðin Englar í Ameríku ( Angels in America ) hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Sögusviðið er Bandaríkin á níunda áratugnum. Ronald Reagan situr við völd í Hvíta húsinu og þjóðin glímir við fjölmörg vandamál. Meira
29. júlí 2004 | Menningarlíf | 63 orð | 1 mynd

Feluleikur Morgunblaðsins

DAGANA 12.-16. júlí stóð Morgunblaðið fyrir fyrirsagnaleik, sem gekk út á það að lesendur fyndu fyrirsögn í blaðinu og sendu með tölvupósti á hvaða blaðsíðu viðkomandi fyrirsögn væri. Meira
29. júlí 2004 | Menningarlíf | 211 orð | 1 mynd

Hver kemur útúr skápnum?

EINHVER persónanna í teiknimyndaþáttunum vinsælu um Simpsons-fjölskylduna er samkynhneigður og kemur út úr skápnum með kynhneigð sína. Meira
29. júlí 2004 | Menningarlíf | 222 orð | 1 mynd

Hættur sem Bond

LEIKARINN Pierce Brosnan er búinn að gera upp hug sinn: hann hyggst ekki framar taka að sér hlutverk breska njósnarans James Bonds. "Nú er nóg komið," sagði í samtali við netútgáfu tímaritsins Entertainment Weekly . Meira
29. júlí 2004 | Tónlist | 162 orð

Íslendingur gengur úr sveitinni

FÆREYSKA víkingametalsveitin Týr er Íslendingum að góðu kunn. Bæði hefur hún komið hingað til lands til tónleika og svo naut "Ormurin langi" mikilla vinsælda. Ennfremur hefur frumraun sveitarinnar How far to Asgaard selst í tæpum 3. Meira
29. júlí 2004 | Menningarlíf | 170 orð | 1 mynd

Julia Stiles bætist í hópinn

LEIKKONAN Julia Stiles hefur bæst í hóp leikaranna í Ferðalagi til himna ( A Little Trip to Heaven), kvikmynd sem fyrirtæki Sigurjóns Sighvatssonar, Palomar Pictures, framleiðir, að því er segir á vef kvikmyndatímaritsins Variety . Meira
29. júlí 2004 | Menningarlíf | 155 orð | 1 mynd

Myndbönd - Óskilabarn (Nobody's Baby) &sstar;{sstar} Spennumynd

Bandaríkin 2001. Myndform. VHS (110 mín.) Ekki við hæfi mjög ungra barna. Leikstjóri:David Seltzer. Aðalleikarar: Skeet Ulrich, Gary Oldman, Radha Mitchell, Mary Steenburgen: Meira
29. júlí 2004 | Menningarlíf | 292 orð | 1 mynd

Myndlist - Hafnarborg

Opið frá kl. 11-17 alla daga nema þriðjudaga. Til 2. ágúst. Meira
29. júlí 2004 | Menningarlíf | 153 orð | 1 mynd

Parsifal púaður niður

ÓPERAN Parsifal eftir Richard Wagner var púuð niður á opnunarkvöldi 93. Meira
29. júlí 2004 | Kvikmyndir | 295 orð | 1 mynd

Peningar á flakki

STUTTMYNDIN Peningar eftir Sævar Sigurðsson hefur verið valin til þátttöku á fjórum kvikmyndahátíðum í ár. Meira
29. júlí 2004 | Menningarlíf | 188 orð | 1 mynd

"...algjörlega eitt með tilfinningaheimi textans"

Ítalska stórblaðið Corriere della Sera birtir afar lofsamlega umsögn um ljóðatónleika kontraalt söngkonunnar Elsu Waage sem fram fóru í Pomerio kastalanum í Erba þann 13. júlí sl. Meira
29. júlí 2004 | Menningarlíf | 534 orð | 2 myndir

"Kórstjórn er meira en að gefa tóninn"

MADRIGALAKÓR Kielarborgar er staddur hér á landi um þessar mundir og mun halda tvenna tónleika í ferð sinni hérlendis, í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudag kl. 17 og í Hallgrímskirkju á mánudagskvöld kl. 20. Meira
29. júlí 2004 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

The Drew Carey Show

Bandarísku gamanþættirnir The Drew Carey Show fjalla um líf og tilveru hins sérkennilega möppudýrs og flugvallarrokkara Drew Carey. Drew hefur áhyggjur af því hvað félagi hans Lewis er orðinn mikið meinhorn. Meira
29. júlí 2004 | Tónlist | 477 orð

TÓNLIST - Djass

Ólafur Jónsson tenórsaxófón, Simon Jeremy gítar, Þorgrímur Jónsson bassa og Erik Qvick trommur. Jómfrúin 24.7. 2004. Meira
29. júlí 2004 | Tónlist | 384 orð

TÓNLIST - Hallgrímskirkja

Verk eftir J.S. Bach, Sweelinck og Tournemire. Gary Verkade orgel. Sunnudaginn 25. júlí kl. 20. Meira
29. júlí 2004 | Menningarlíf | 100 orð | 1 mynd

Þrjú andlit Úlpu

FJÖRIÐ verður þar sem Úlpa verður um verslunarmannahelgina, segir Bjarni liðsmaður hljómsveitarinnar. Sveitin heldur þrenna tónleika í miðbæ Reykjavíkur um helgina og verða hverjir tónleikar með sérstöku þema. Meira

Umræðan

29. júlí 2004 | Aðsent efni | 779 orð | 1 mynd

Á þjóðin Ísland ... hr. forseti?

Jónína Benediktsdóttir fjallar um hverjir hafi eignast Ísland: "Sviðsett eru flækjuleikrit af bullmeisturum nútímans, sem telja hverjir öðrum trú um að þeir séu með fullu viti." Meira
29. júlí 2004 | Bréf til blaðsins | 636 orð

BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1

Frá Jónasi Bjarnasyni efnaverkfræðingi:: "Ágætu blaðamenn Mbl. Höfundur þessa pistils er reglulegur lesandi blaðsins og er búinn að vera það í hálfa öld. Áhuginn hlýtur að eiga sér þær skýringar, að blaðið sé gott og áreiðanlegt." Meira
29. júlí 2004 | Aðsent efni | 336 orð | 1 mynd

Einar Oddur og auðlindaskattur

Guðmundur Örn Jónsson svarar Einari Oddi: "Einar Oddur heldur því einnig fram að andstaðan við gjafakvótann sé vegna líffræðilegrar stjórnunar." Meira
29. júlí 2004 | Aðsent efni | 810 orð | 1 mynd

Engra, sumra, allra

Örn Bárður Jónsson svarar Ástu Kristjánsdóttur: "Kristindómurinn á ekki að vera skraut á tilveruna og prestar ekki settleg góðmenni, þýlyndir þjónar valdsins og huggulegir helgitæknar, sem hafa þann eina tilgang að framkvæma helgiathafnir án þess að hreyfa við neinum að nokkru marki." Meira
29. júlí 2004 | Bréf til blaðsins | 393 orð

Til íslensku þjóðarinnar

ERFÐALÖG Íslands eru einföld, gamalmenni geta ekki gefið eignir sínar munnlega. Eini stafurinn um munnlega yfirfærslu eigna í lögum er um fólk í lífshættu, en þá verði að bera vitni innan viss tíma, ef ég skil rétt. Meira
29. júlí 2004 | Aðsent efni | 85 orð

Til Morgunblaðsins

NÝLEGA birtist leiðari í Morgunblaðinu þar sem áliðnaður er prísaður nánast sem ný trúarbrögð og álrisinn þá orðinn hið helsta átrúnaðargoð í landi miðnætursólarinnar. Meira
29. júlí 2004 | Bréf til blaðsins | 415 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Leitar að ættingjum sínum LANGAFI minn hét Peter Gentoft Andreasen, fæddur 30. nóvember 1880 í Noregi og kom frá Noregi til Mjóafjarðar 1905. Hann giftist Þórstínu Árnadóttur. Ég hef undanfarið leitað að ættingjum mínum frá Noregi án árangurs. Meira
29. júlí 2004 | Aðsent efni | 385 orð | 1 mynd

Öryggi ekki tryggt

Dagný Jónsdóttir ræðir um símasamband: "Hættulegustu leiðirnar eru yfirleitt án gsm-sambands." Meira

Minningargreinar

29. júlí 2004 | Minningargreinar | 2663 orð | 1 mynd

EIRÍKUR ÖRN STEFÁNSSON

Eiríkur Örn Stefánsson fæddist í Reykjavík 24. mars 1956. Hann lést 5. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Stefán Eiríksson, fyrrverandi aðstoðarslökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli, og Ástríður Guðmundsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Flugleiða. Meira  Kaupa minningabók
29. júlí 2004 | Minningargreinar | 756 orð | 1 mynd

GEIR STEFÁNSSON

Geir Stefánsson fæddist á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu 19. júlí 1915. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum 11. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Sigurðsson, f. 6. júní 1875, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
29. júlí 2004 | Minningargreinar | 42 orð

Guðbjörg Signý Richter

Nú hnígur sól af sævarbarmi sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blómahvarmi, blundar þögul fuglahjörð. Í hljóðrar nætur ástarörmum, allir fá hvíld frá dagsins hörmum. (Axel Guðmundsson. Meira  Kaupa minningabók
29. júlí 2004 | Minningargreinar | 2048 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRG SIGNÝ RICHTER

Guðbjörg Signý Richter fæddist í Hafnarfirði 17. júlí 1947. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. júlí síðastliðinn. Guðbjörg var einkabarn foreldra sinna, Ingibjargar Lilju Björnsdóttur verkakonu, f. 22. janúar 1916, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
29. júlí 2004 | Minningargreinar | 349 orð | 1 mynd

HULDA ÞÓRARINSDÓTTIR

Maren Hulda Þórarinsdóttir fæddist í Kollavík í Þistilfirði 3. des 1911. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar Huldu voru Þórarinn Guðnason, f. 1876, d. 1925, og Kristlaug Jónína Guðjónsdóttir, f. 1872, d. 1955. Meira  Kaupa minningabók
29. júlí 2004 | Minningargreinar | 145 orð

Sigrún E Óladóttir

Hjartkæra móðir mín mildust var höndin þín fögur er minning þín. Myndin þín björt og hrein blíðan úr augum skein. Umvafðir hlýju og ást amman sem aldrei brást. Þakkir þér falli í skaut leystir úr hverri þraut. Börnunum ætíð góð gjafmild og fróð. Meira  Kaupa minningabók
29. júlí 2004 | Minningargreinar | 2496 orð | 1 mynd

SIGRÚN E. ÓLADÓTTIR

Sigrún E. Óladóttir fæddist á Sveinsstöðum í Grímsey 13. ágúst 1928. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt 22. júlí síðastliðins. Foreldrar hennar voru Elín Þóra Sigurbjörnsdóttir, f. 1.1. 1909, d. 16.2. 2003 og Óli Bjarnason, f. 29.8. Meira  Kaupa minningabók
29. júlí 2004 | Minningargreinar | 1480 orð | 1 mynd

SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR

Sólveig Guðmundsdóttir fæddist á Selfossi 24. apríl 1950. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 8. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 20. júlí. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

29. júlí 2004 | Daglegt líf | 740 orð | 1 mynd

Hversu mikið kakó er í súkkulaði?

Í Evrópu er löng hefð fyrir súkkulaðigerð, en innan Evrópusambandsins eru í gildi reglur sem segja til um hversu hátt hlutfall kakóþurrefna þarf að vera í vörunni til þess að hún geti kallast súkkulaði. Meira
29. júlí 2004 | Daglegt líf | 628 orð | 2 myndir

Tilbúin að greiða meira fyrir íslenskt grænmeti

"Margar grænmetistegundir hefur maður ekki hugmynd um hvernig á að nota enn sem komið er. Annars er borðað mikið grænmeti á mínu heimili." Meira
29. júlí 2004 | Daglegt líf | 198 orð | 1 mynd

Öræfin kortlögð upp á nýtt

GÖNGUKORT yfir öræfin við Snæfell kom nýlega út hjá Eddu útgáfu, en kortið er gefið út í samvinnu við Augnablik og eru ábyrgðamenn og ritstjórar þær Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir. Meira

Fastir þættir

29. júlí 2004 | Dagbók | 64 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Laugardaginn 31. júlí verður fimmtugur Bjarni Þorkelsson frá Laugarvatni . Í tilefni af því verður opið hús á Þóroddsstöðum fyrir gesti og gangandi. Meira
29. júlí 2004 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

75 ÁRA afmæli. Mánudaginn 2. ágúst verður Helgi Thorvaldsson, Setbergi, Stjörnusteinum 22, Stokkseyri , sjötíu og fimm ára. Helgi býður vinum og kunningjum í kaffi, pönnukökur og kleinur á afmælisdaginn á heimili sínu milli kl. 15 og... Meira
29. júlí 2004 | Fastir þættir | 203 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Evrópumótið í Málmey. Meira
29. júlí 2004 | Fastir þættir | 242 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sumarbrids í Reykjavík Sumarspilamennskan er nú langt komin, sjö vikur eru eftir og er allgóð stemning hjá þátttakendum. Síðustu kvöld: Efstu pör fimmtud. 22. júlí: Guðlaugur Sveinsson-Baldur Bjartmarss. Meira
29. júlí 2004 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Hinn 8.

Brúðkaup | Hinn 8. maí sl. voru gefin saman í hjónaband í Árbæjarkirkju, Árbæjarsafni, Jónína Þorbjörg Guðmundsdóttir og Þorsteinn Ingvarsson. Prestur var sr. Sveinn Valgeirsson. Heimili þeirra er að Lautasmára 16,... Meira
29. júlí 2004 | Viðhorf | 811 orð

Brúin í Mostar

[...] hvernig má græða sár sem ýfð hafa verið upp, hvernig má heila heilt samfélag sem logað hefur í ófriði? Getur verið að lausnin sé fólgin í því að reisa brú í bókstaflegum skilningi, brúa bilið milli tveggja hópa fólks með raunverulegri brúarsmíð? Meira
29. júlí 2004 | Dagbók | 72 orð | 1 mynd

Hugleikur til Viljandi

Eistland | Leikfélagið Hugleikur í Reykjavík er á leið til Viljandi í Eistlandi þar sem félagið sýnir leikritið Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur á norður-evrópskri áhugaleiklistarhátíð 3.-8. ágúst. Meira
29. júlí 2004 | Dagbók | 490 orð | 1 mynd

Markmiðið að bæta þjónustu

Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn fæddist 26.10. 1947 í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði árið 1968 og útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins árið 1975. Meira
29. júlí 2004 | Dagbók | 36 orð

Orð dagsins: Hann veitti sálum vorum...

Orð dagsins: Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta á fótum. (Sl. 66, 9.) Meira
29. júlí 2004 | Fastir þættir | 142 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Rf3 c5 8. Hb1 O-O 9. Be2 cxd4 10. cxd4 Da5+ 11. Bd2 Dxa2 12. O-O Bg4 13. Bg5 h6 14. Be3 Rc6 15. d5 Hfd8 16. Hxb7 e6 17. Hc7 Bxf3 18. Bxf3 Re5 19. d6 Bf8 20. Bc5 Da5 21. Meira
29. júlí 2004 | Dagbók | 118 orð

Sumarhátíð SKB

FJÖLMENNUR hópur innan Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, lagði leið sína að Hellishólum í Fljótshlíð helgina 23.-25.júlí á árlega sumarhátíð félagsins. Meira
29. júlí 2004 | Dagbók | 284 orð

Vestur-Íslendingar frá Utah leita ættmenna sinna

HÓPUR Vestur-Íslendinga frá Spanish Fork í Utah kemur hingað til lands í dag. Þeir munu dvelja á Íslandi í tíu daga og fara í skoðunarferðir um landið. Meira
29. júlí 2004 | Fastir þættir | 306 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er umhverfisvænn og gerir sitt allra besta til að lifa í sátt við náttúruna. Hluti af því er að fara allra erinda sinna, í það minnsta innanbæjar, á hjóli. Meira

Íþróttir

29. júlí 2004 | Íþróttir | 91 orð

Arnar skoraði gegn Porto

ARNAR Grétarsson skoraði mark gegn Evrópumeisturum Porto, þegar Lokeren náði jafntefli gegn meisturunum í æfingaleik í Belgíu. Arnar opnaði leikinn með því að skora úr vítaspyrnu. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 129 orð

Beint ofan í á Bergvíkinni

SIGURBERG Guðbrandsson, ungur kylfingur úr GK í Hafnarfirði, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Íslandsmóti unglinga sem fram fór á Hólmsvelli í Leirunni, heimavelli Golfklúbbs Suðurnesja. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 207 orð

Breyttar áherslur hjá ensku aganefndinni

ENSKA knattspyrnusambandið, FA, sendi frá sér tilkynningu í fyrradag, þar sem fram kemur að leikmenn sem fá rautt spjald í leikjum á næstu leiktíð muni fara sjálfkrafa í leikbann í næsta leik liðsins. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 210 orð

Butt til Newcastle

SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Newcastle hafi gert kjarakaup þegar liðin keypti Nicky Butt frá United í gær. "Newcastle hefur gert kjarakaup með því að kaupa Butt. Hann mun gera mjög góða hluti með Newcastle. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

*FRANSKI knattspyrnumaðurinn Bixente Lizarazu hefur gert...

*FRANSKI knattspyrnumaðurinn Bixente Lizarazu hefur gert tveggja ára samning við franska liðið Olympique Marseille . Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 210 orð | 1 mynd

Föstum skotum skotið á Chelsea

RICK Parry, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, segir við AFP-fréttastofuna að félagið hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til þess fara sömu leið og Chelsea í baráttunni um meistaratitilinn. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 185 orð | 1 mynd

Gunnar sá fyrsti á eftir Bibercic

GUNNAR Heiðar Þorvaldsson, markaskorarinn hjá ÍBV, varð í gærkvöld fyrsti knattspyrnumaðurinn hér á landi í níu ár til að skora tug marka eða meira í efstu deild karla þrjú ár í röð. Með þrennunni gegn KA hefur Gunnar Heiðar skorað 11 mörk fyrir ÍBV í deildinni í sumar og enn er sex leikjum ólokið. Hann skoraði 10 mörk í fyrra, þegar hann var einn af þremur sem urðu jafnir og markahæstir í deildinni, og árið 2002 skoraði þessi ungi markahrókur 11 mörk í deildinni fyrir Eyjamenn. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 383 orð | 1 mynd

Gunnar skaut KA á bólakaf

GUNNAR Heiðar Þorvaldsson skaut KA-menn á bólakaf á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í gærkvöld þegar ÍBV vann stórsigur, 4:0. Gunnar Heiðar var hreinlega með sýningu og skoraði þrjú fyrstu mörkin, og er orðinn langmarkahæstur í úrvalsdeildinni í sumar. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 216 orð

ÍBV 4:0 KA Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild...

ÍBV 4:0 KA Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 12. umferð Hásteinsvöllur Miðvikudaginn 28. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 47 orð

Í KVÖLD

KNATTSPYRNA Opna Norðurlandamótið, 21 árs landslið kvenna Leikur um 7.-8. sæti: KA-völlur: England - Noregur 13.30 Leikur um 5.-6. sæti: Þórsvöllur: Ísland - Þýskaland 13.30 Leikur um 3.-4. sæti: Akureyrarv.: Danmörk - Finnland 13. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 157 orð | 1 mynd

Ísmaðurinn var alveg að bráðna vestan hafs

EIÐUR Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, sagði í samtali við sjónvarpsstöð Chelsea í gær að leikmenn enska liðsins iðuðu í skinninu og það væri líf og fjör í herbúðum félagsins. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 170 orð | 1 mynd

* KATRÍN Andrésdóttir , handknattleikskona úr...

* KATRÍN Andrésdóttir , handknattleikskona úr KA/Þór , er gengin til liðs við Val og hefur skrifað undir þriggja ára samning. Katrín , sem hefur leikið með unglingalandsliði Íslands , skoraði um 40 mörk fyrir Akureyrarliðið í 1. deildinni síðasta vetur. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 156 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild ÍBV...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild ÍBV - KA 4:0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 30., 33., 49., Bjarni Geir Viðarsson 90. Staðan: FH 1265118:1123 ÍBV 1263322:1221 Fylkir 1255216:1020 KR 1245316:1417 ÍA 1245313:1417 Keflavík 1243512:1715 Víkingur R. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd

* KNATTSPYRNULIÐIN Napoli og Ancona fá...

* KNATTSPYRNULIÐIN Napoli og Ancona fá líklega ekki að leika í næstefstu deild Ítalíu á næstu leiktíð vegna slæmrar efnahagslegrar stöðu liðanna. Ítalska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að liðin fái aðeins að leika í þriðju deildinni á Ítalíu. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 128 orð

Lothar Matthäus er ekki sáttur

LOTHAR Matthäus, fyrrverandi fyrirliði þýska landsliðsins, er ekki sáttur við þá niðurstöðu að Jürgen Klinsmann, skuli hafa fengið landsliðsþjálfarastarfið í heimalandi þeirra. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 336 orð | 1 mynd

Patrekur ekki á ÓL

GUÐMUNDUR Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, hefur valið 17 manna hóp sem heldur til Þýskalands í dag - þar sem leikið verður tvívegis gegn Evrópumeistaraliði Þjóðverja. Patrekur Jóhannesson og Ragnar Óskarsson fara ekki með liðinu, en það er ljóst að Patrekur mun ekki leika með á Ólympíuleikunum í Aþenu, þar sem hann hefur verið meiddur ekki getað æft með landsliðinu á fullum krafti. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 346 orð | 1 mynd

"Eigum góða möguleika"

FH mætir í kvöld liði Haverfordwest frá Wales í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða og fer leikurinn fram á Kaplakrikavelli. FH vann fyrri leik liðanna í Wales með einu marki gegn engu sem er ágætis veganesti í seinni leikinn. Liðið, sem kemst áfram í kvöld, leikur í annarri umferð en þeir leikir verða 12. og 26. ágúst. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 151 orð

"Ekki vanmeta Arsenal"

FRANSKI sóknarmaðurinn Thierry Henry hefur varað önnur lið við því að vanmeta ensku meistarana Arsenal. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 229 orð

"Kraftabolti og þétt vörn"

Við munum að sjálfsögðu reyna að spila þétta vörn, kraftabolta, eða hvað sem er til þess að koma okkur áfram í þessari keppni. Það sýndi sig í leiknum gegn Fram á dögunum að mínir menn voru komnir hálfa leið til Eistlands í þennan leik og ég vona bara að þeir sýni það í verki í leiknum í kvöld að þeir séu hungraðir í fleiri Evrópuleiki," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA sem mætir eistneska liðinu TVMK Tallin í síðari leik liðanna í kvöld í Eistlandi. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 134 orð

"Við eigum fyllilega heima í efri hlutanum"

GUNNAR Heiðar Þorvaldsson er nú langmarkahæstur í úrvalsdeildinni með 11 mörk eftir þrennu sína gegn KA í gærkvöldi. "Þetta var frábært, rosaleg liðsheild hjá okkur. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 123 orð

Stefán varð aftur Evrópumeistari öldunga í Árósum

STEFÁN Hallgrímsson, frjálsíþróttakappi úr ÍR og fyrrum Íslandsmeistari í tugþraut, varð í gær Evrópumeistari í fimmtarþraut í flokki 55-60 ára á Evrópumeistaramóti öldunga sem fram fer í Árósum í Danmörku. Meira
29. júlí 2004 | Íþróttir | 149 orð

Völtuðu yfir gestgjafana í Andorra

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í körfuknattleik rúllaði yfir lið Andorra í gærkvöldi á Promotion Cup sem fram fer í Andorra. Íslenska liðið sigraði með 61 stigs mun eða 95:34. Þær hafa nú sigrað í báðum leikjum sínum en á mánudag sigruðu þær Skota 85:44. Meira

Úr verinu

29. júlí 2004 | Úr verinu | 688 orð | 2 myndir

Állinn í hættu

Stofn útbreiddustu fisktegundar Evrópu og þeirrar sem flestum veitir atvinnu er nú að hruni kominn. Um 25. Meira
29. júlí 2004 | Úr verinu | 228 orð | 1 mynd

Betri tíð í norska útveginum

GJALDÞROT hafa verið tíð í norskum sjávarútvegi síðustu árin, en nú horfir betur. Meira
29. júlí 2004 | Úr verinu | 412 orð | 1 mynd

Forrit fyrir fiskiskip á írskan markað

ÍSLENSKA sjávarútvegsfyrirtækið SeaData skrifaði á dögunum undir samning við írska fyrirtækið Sonartron Ltd um að hið síðarnefnda tæki að sér sölu og dreifingu á forritum SeaData á Írlandi og Skotlandi. Meira
29. júlí 2004 | Úr verinu | 525 orð | 2 myndir

Hafa veitt síld fyrir 220 milljónir króna

ÞEIR eru búnir að gera það gott Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni og áhöfn hans. Þeir hafa verið að veiðum við Svalbarða undanfarnar vikur og aflinn er orðinn um 7.000 tonn, eða 3. Meira
29. júlí 2004 | Úr verinu | 678 orð | 1 mynd

Leiðir til minni gæða og lægra verðs

SAMTÖK fiskmarkaða (SUM) gera alvarlegar athugasemdir við nýja reglugerð um vigtun sjávarafla sem taka á gildi þann 1. september nk. Meira
29. júlí 2004 | Úr verinu | 436 orð

Neytandinn borgar brúsann

Ný lög sem taka gildi í Bandaríkjunum 30. september næstkomandi skylda smásala og heildsala til að merkja allar sjávarafurðir og afurðir úr eldi viðkomandi upprunalands. Meira
29. júlí 2004 | Úr verinu | 195 orð

Norway Seafoods skipt í tvennt

KJELL Inge Rökke, eigandi Norway Seafoods, hefur skipt fyrirtækinu upp í tvennt. Annars vegar er það Norway Seafoods Eurpoe og hins vegar starfsemin í Bandaríkjunum, Rússlandi og Austurlöndum fjær. Meira
29. júlí 2004 | Úr verinu | 68 orð | 1 mynd

Nýr krókaaflamarksbátur í flota Húsvíkinga

NÝR krókaaflamarksbátur bættist við flota Húsvíkinga á dögunum þegar útgerðarfyrirtækið Tjörnes ehf. festi kaup á Mávi SI 76. Mávur SI 76 er sex brúttótonn, af gerðinni Cleopatra 28. Meira
29. júlí 2004 | Úr verinu | 114 orð | 1 mynd

Síðasta rækjufrystiskipið hættir veiðum

RAUÐINÚPUR ÞH, síðasta rækjufrystiskipið sem veiðir við Íslandsstrendur, lauk sínum síðasta túr 24. júlí sl. og verður skipið ekki notað í rækjuveiðar framvegis. Ágætis veiði var í túrnum og fékk skipið m. Meira
29. júlí 2004 | Úr verinu | 801 orð | 1 mynd

Sæglot plagar sjómennina

Töluvert hefur orðið vart við svokölluð möttuldýr í sjónum við sunnanvert landið að undanförnu. Töluvert af þeim sást við Þjórsárósa nýlega og möttuldýrin hafa valdið töluverðum erfiðleikum við humarveiðar. Meira

Viðskiptablað

29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 121 orð | 1 mynd

Farice semur um tengingu sæstrengs

FARICE HF. hefur samið við skoska fjarskiptafyrirtækið THUS plc. Meira
29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 760 orð | 2 myndir

Fleiri ríka ferðamenn til landsins

HJÓNIN Kristján Kristjánsson og Erna Björk Jónasdóttir stofnuðu fjallaferðafyrirtækið Mountain Taxi árið 1995, en fyrirtækið sérhæfir sig í lúxusferðum um hálendi Íslands á sérútbúnum, upphækkuðum jeppabifreiðum. Meira
29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 564 orð | 1 mynd

Fyrsta útboð nýrra íbúðabréfa ÍLS

FYRSTA útboði Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á íbúðabréfum er lokið og voru þau seld erlendum fjárfestum í lokuðu útboði fyrir 5 milljarða króna að markaðsvirði. Heildar-ávöxtunarkrafa ásamt þóknun er 3,91%. Meira
29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 468 orð | 1 mynd

Fyrsti löggilti innri endurskoðandinn

NANNA Huld Aradóttir, innri endurskoðandi hjá Kreditkortum hf., hefur lokið alþjóðlegu löggildingarprófi í innri endurskoðun og er hún líklegast fyrsti löggilti innri endurskoðandinn á Íslandi. Meira
29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 248 orð | 1 mynd

General Electric verðmætast í heimi

GENERAL Electric er verðmætasta fyrirtæki heims líkt og í fyrra, samkvæmt lista sem birtur er í BusinessWeek . Fyrirtækið er 23 þúsund milljarða króna virði samkvæmt úttekt blaðsins, en í öðru sæti er Microsoft með 20 þúsund milljarða. Meira
29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 481 orð

Góð vertíðarbyrjun

Nokkur félög í Kauphöll Íslands hafa þegar birt uppgjör sín fyrir fyrri helming ársins og segja má að þær tölur sem þegar hafa sést lofi góðu um þessa uppgjörsvertíð. Meira
29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 765 orð | 1 mynd

Með ítalska bakteríu

Guðjón Rúnarsson er framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Þóroddur Bjarnason birtir hér svipmynd af manninum. Meira
29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 104 orð | 1 mynd

Meiri tekjur - minni hagnaður

HAGNAÐUR bandarísku fjölmiðla- og afþreyingarsamsteypunnar Time Warner dróst saman um 27% milli ára á öðrum fjórðungi ársins, en afkoman í fyrra var lituð af niðurstöðu í lagadeilu við Microsoft og hagnaði af fjárfestingum, að því er fram kemur í frétt... Meira
29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 1309 orð | 1 mynd

Opinn hugbúnaður fyrir hið opinbera

Víða í Evrópu velta stjórnvöld og opinberar stofnanir því fyrir sér að snúa sér alfarið að opnum hugbúnaði, reka tölvukerfi sín á Linux og ýmiskonar ókeypis hugbúnaði. Árni Matthíasson kynnti sér vangaveltur um þessi efni í Þýskalandi, Frakklandi og Noregi og komst að því að ekki er bara að menn ætli sér að spara peninga heldur byggist slík ákvörðun oft á auknum öryggiskröfum og því að opinberir aðilar vilja ekki vera háðir bandarískum risafyrirtækjum. Meira
29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 383 orð

Ólík sýn á notendaleyfi og opinn hugbúnað

Eins og nafnið ber með sér er opinn hugbúnaður öllum opinn, þ.e. hver sem er getur skoðað frumkóða hugbúnaðarins, hvort sem það er Linux stýrikerfið, Gnumeric töflureiknirinn eða XMMS tónlistarforritið. Meira
29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 88 orð | 1 mynd

Røkke selur og selur

NORSKI fjármála- og útgerðarjöfurinn Kjell Inge Røkke hefur að undanförnu verið að selja mikið af eignum til að losa fé fyrir lánardrottna, að því er segir í frétt í norska blaðinu Aftenposten . Meira
29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 267 orð | 1 mynd

Sólarupprisa

NOKKRIR af fyrrverandi starfsmönnum Sólar hf. hafa stofnað nýtt félag með sama nafni, Sól ehf. og verður það í safaframleiðslu líkt og forveri þess. Eigendur félagsins eru þeir Snorri Sigurðsson, Hrafn Hauksson og Leifur Grímsson auk A.R.E.V. Meira
29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 604 orð | 1 mynd

Sýni gerir tuga milljóna kröfu á hendur ríkinu

RANNSÓKNARÞJÓNUSTAN Sýni ehf. hefur gert tuga milljóna króna skaðabótakröfu á hendur fjármálaráðuneytinu vegna ójafnrar samkeppnisstöðu. Meira
29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 517 orð

Töpuð störf í markaðshagkerfi

FLESTIR hafa eitthvað fylgst með umræðunni um útvistun starfa frá iðnvæddum löndum Vesturheims til fátækari þjóða í Afríku og Asíu. Meira
29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 252 orð

ÚTHERJI

Minnst spilling á Íslandi? HVERT eftirtalinna landa er álitið minnst spillta landið í heimi? Er það Ísland, Singapore, Sviss eða Finnland? Svohljóðandi netkönnun var að finna á fjármálavef Yahoo í gær. Meira
29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 164 orð | 1 mynd

Verðhækkun hjá SAS

VERÐ allra ferða SAS til og frá Kaupmannahöfn, um 600 daglegar ferðir, mun hækka um allt að 400 danskar krónur frá og með 3. ágúst nk., eða tæpar 4.700 íslenskar krónur . Meira
29. júlí 2004 | Viðskiptablað | 440 orð

Ævikvöld listamanna tryggt

MYNDLISTARMENN í Bandaríkjunum geta nú tryggt sér eftirlaun eins og "venjulegt" launafólk. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.