Greinar miðvikudaginn 4. ágúst 2004

Fréttir

4. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 139 orð

Allt að 50 féllu í Afganistan

BANDARÍKJAHER skýrði frá því í gær að afganskir og bandarískir hermenn hefðu fellt allt að 50 skæruliða í hörðum bardaga í Afganistan, nálægt landamærunum að Pakistan, í fyrradag. Meira
4. ágúst 2004 | Minn staður | 159 orð

Annir hjá dýralæknum

DÝRALÆKNAR hafa undanfarið orðið varir við talsvert aukna ásókn í varanlegar merkingar og spóluormahreinsun fyrir ketti. Hrund Hólm, dýralæknir á Dýralæknastofu Suðurnesja, segir mikið um fyrirspurnir um merkingarnar. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Aurskriður í Þvottárskriðum

Tvær aurskriður féllu á Þjóðveg 1 í Þvottárskriðum, milli Djúpavogs og Hafnar í Hornafirði, á mánudagskvöld og þriðjudagsmorgunn eftir miklar rigningar. Fyrri spýjan féll um miðnætti en sú síðari um kl. 8 um morguninn. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Banaslys á Akureyri

KARLMAÐUR á fertugsaldri lést þegar stór malarflutningabíll sem hann stýrði rann út af vegi og niður í fjöru við norðurenda Akureyrarbæjar skömmu eftir hádegi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri eru tildrög slyssins enn óljós. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Bechtel í blíðu og stríðu

Við hjá Bechtel biðjumst ekki undan því að vera undir smásjá fjölmiðla. En við förum fram á að umfjöllunin sé sanngjörn og byggð á staðreyndum. Meira
4. ágúst 2004 | Minn staður | 152 orð

Breytingar á eignarhlut Bautans

ÞRÍR af eigendum Bautans á Akureyri, þeir Stefán Gunnlaugsson, Sævar Hallgrímsson og Björn Arason, hafa selt hinum eigendum veitingastaðarins, þeim Hallgrími Arasyni og Guðmundi Karli Tryggvasyni og eiginkonum þeirra, Guðrúnu Ófeigsdóttur og Helgu... Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Býður sig fram til formanns Heimdallar

HELGA Árnadóttir tölvunarfræðingur hefur tilkynnt framboð sitt til formanns Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á næsta aðalfundi félagsins. Samkvæmt upplýsingum frá formanni Heimdallar hafa ekki fleiri tilkynnt um framboð. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 588 orð | 3 myndir

Bæta þarf vegina og samræma hámarkshraða

ÞEGAR litið var inn hjá Landflutningum í Skútuvogi í gær voru þeir í óðaönn að hlaða bíla sína, ásamt starfsmönnum Landflutninga, bílstjórarnir Bjarni Gunnarsson og Ríkhard Sigurðsson. Meira
4. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 194 orð

Danskir hermenn sæta rannsókn

DANSKI herinn rannsakar nú ásakanir um að nokkrir danskir hermenn hafi misþyrmt íröskum föngum í þeirra umsjá, en Danir hafa um fimm hundruð manna herlið í Suður-Írak. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 488 orð | 1 mynd

Ekkert nýtt að aðaláhersla sé lögð á bætt vegakerfi

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segir það ekkert nýtt að í samgöngumálum sé megináherslan lögð á að bæta þjóðvegakerfið; hæstu fjárhæðirnar fari þangað. Samhliða þeirri áherslu hafi heldur dregið úr fjárfestingum í höfnunum vegna vöruflutninga. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 691 orð | 1 mynd

Ferðamönnum fjölgar

Alþjóðleg ferðaþjónusta mun vaxa um 4,5% á næstu árum tíu árum þrátt fyrir hryðjuverkahættu og óvissu um olíuverð. Þá mun ferðamönnum fjölga um fimmtíu milljónir á næstu fimm árum. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 210 orð

Fjórum bjargað úr sökkvandi skútu

FJÓRUM mönnum var bjargað úr sökkvandi skútu á Norður-Atlantshafi snemma í gærmorgun, að því er fram kom í breska dagblaðinu The Guardian í gær. Var skútan á leið til Íslands frá Írlandi. Meira
4. ágúst 2004 | Minn staður | 41 orð | 1 mynd

Fjölmenni við útimessu

RÚMLEGA 70 manns tóku þátt í sameiginlegri fjölskylduguðsþjónustu Akureyrar- og Glerárkirkju í blíðskaparveðri í Kjarnaskógi um helgina. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 58 orð

Fjölskyldudagur í Vogum

Árlegur fjölskyldudagur Vatnsleysustrandarhrepps verður haldinn laugardaginn 7. ágúst n.k. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Fleiri á söfnin | Aðsókn að...

Fleiri á söfnin | Aðsókn að þeim söfnum sem fluttu í Safnahúsið á Ísafirði jókst verulega eftir flutninginn, eins og fram kemur í skýrslu forstöðumanns safnanna sem lögð var fyrir menningarmálanefnd bæjarins fyrir skömmu. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Forsætisráðherra skorinn upp öðru sinni

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra var í gærmorgun skorinn upp öðru sinni þar sem niðurstöður rannsókna í framhaldi af fyrri skurðaðgerð sýndu að illkynja mein væri í skjaldkirtli. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Fyrstu pysjurnar í Eyjum

TVÆR lundapysjur fundust í Vestmannaeyjum í gær, og var þeim sleppt út á sjó. Það virðist því sem lundapysjutímabilið sé að fara af stað, þótt væntanlega séu einhverjar vikur í að það komist í fullan gang. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Gagnvirkt kort af Grindavík | Búið...

Gagnvirkt kort af Grindavík | Búið er að setja upp gagnvirkt kort af nágrenni Grindavíkur á heimasíðu bæjarins, www.grindavik.is. Á kortinu er hægt að skoða nágrenni bæjarins og fá upplýsingar um áhugaverða staði í nágrenni hans. Meira
4. ágúst 2004 | Minn staður | 373 orð | 1 mynd

Gaman að vera hér og hitta allt þetta fólk

Selfoss | "Það er mikill straumur af fólki hérna og mikið að gera hjá okkur og það er gaman að vera hérna með þessa þjónustu, hitta allt þetta fólk og finna hvað það tekur þessu vel. Meira
4. ágúst 2004 | Minn staður | 277 orð

Gefa 90 þúsund matarskammta

Dalvík | Dalvíkingar eru farnir að undirbúa Fiskidaginn mikla sem haldinn verður í fjórða sinn á hafnarsvæðinu á Dalvík laugardaginn 7. ágúst. Fiskidagurinn mikli er fjölskylduhátíð þar sem öllum landsmönnum er boðið í mat. Meira
4. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Geimfar á leið til Merkúrs

BANDARÍSKA geimvísindastofnunin NASA skaut í gær á loft ómönnuðu rannsóknargeimfari sem ætlað er að komi til reikistjörnunnar Merkúrs eftir sex og hálft ár. Á geimfarið um átta milljarða km ferð fyrir höndum. Meira
4. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Gekk berserksgang með hníf í sporvagni í Ósló

LÖGREGLAN í Ósló leitaði í gær að manni sem gekk berserksgang í sporvagni í miðborginni og stakk að minnsta kosti sex manns með hnífi. Einn þeirra lést af sárum sínum og a.m.k. tveir voru í lífshættu, að því er fram kom á fréttavef Aftenposten . Meira
4. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 470 orð

Gögn al-Qaeda voru allt að fjögurra ára gömul

EMBÆTTISMENN í Washington hafa viðurkennt að viðvaranir bandarískra yfirvalda um að hryðjuverkamenn hefðu undirbúið árásir á fimm byggingar fjármálastofnana í Bandaríkjunum byggðust á upplýsingum sem al-Qaeda aflaði fyrir allt að fjórum árum. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 258 orð

Hafnir verða af tekjum

HAFNARSTJÓRAR víða um land sem Morgunblaðið ræddi við í gær segja að hafnirnar verði af þó nokkrum tekjum vegna ákvörðunar Eimskipafélagsins um að leggja af strandsiglingar í kringum landið í byrjun desember. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 67 orð

Haldið sofandi í öndunarvél

HJÓNUM, sem lentu í bílslysi um fjögurleytið á mánudag á Suðurlandsvegi, er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans - háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að flytja konuna á sjúkarhúsið. Meira
4. ágúst 2004 | Minn staður | 435 orð | 1 mynd

Helmingi stærri verslun og aðkoman betri

Reykjavík | "Við erum enn þá að róta," segir Magnús Eiríksson, tónlistarmaður og eigandi hljóðfæraverslunarinnar Rín, en verslunin skipti um aðsetur nú um mánaðamótin júní-júlí og segir Magnús að það sé enn þá verið að koma sér almennilega... Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Hertir þorskhausar og hákarlsbeita á trönum

ÞESSAR trönur í fjöruborðinu á vestanverðu Vatnsnesi hafa vakið athygli innlendra sem erlendra ferðamanna undanfarna daga en á þeim hangir ýmis konar gamaldags sjávarfang, s.s. hertir þorskhausar, hákarlsbeita, sigin grásleppa og harðfiskur. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 221 orð

Hnitakerfi landsins mælt að nýju á 130 stöðum

Í DAG hefst ný mæling á hnitakerfi landsins, svokölluðu grunnstöðvaneti sem byggt er á 119 mælistöðvum sem notaðar eru við kortagerð og margs konar skipulagsvinnu. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 121 orð

Hrókurinn snýr aftur til Grænlands

SENDINEFND á vegum Hróksins hélt af stað til Grænlands í gær en Hrókurinn og Skák í norðri standa fyrir skákmótinu Greenland Open 2004 í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands dagana 6. til 7. ágúst. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Hvönnin breiðir úr sér

Fagridalur | Hvort sem hvönnin verður valin sem þjóðarblómið eða ekki er mikil prýði að henni þar sem hún vex. Þó getur land sem hvönnin er búin að leggja undir sig orðið mjög slæmt yfirferðar vegna þess hve hávaxin hún getur orðið. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 340 orð

Í fangelsi í Taílandi síðan í maí

RAGNAR Sigurjónsson, sem hafði verið eftirlýstur í fimm ár vegna dómsmáls hér á landi, kom í lögreglufylgd til landsins á sunnudag. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Jökulsárlón laðar marga að

JÖKULSÁRLÓN á Breiðamerkursandi hefur um árabil verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem sækja Ísland heim. Siglingar á lóninu hafa verið stundaðar í á annan áratug og að sögn Einars Björns Einarssonar, eiganda Jökulsárlóns ehf. Meira
4. ágúst 2004 | Minn staður | 236 orð | 1 mynd

Kemur heim með nýjan Hólmara

Stykkishólmur | Gestur Hólm Kristinsson, trillusjómaður í Stykkishólmi varð fyrir því óláni í desember síðastliðnum er hann var á leið heim úr róðri að bátur hans, Hólmarinn SH 114, sökk við Bjarneyjar. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 250 orð | 2 myndir

Komin meira en hálfa leið

VIKTORÍA Áskelsdóttir sjósundkona er meira en hálfnuð með sundið yfir Breiðafjörð. Hún syndir í nafni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og hvetur aðra til að fylgja sínu fordæmi, gerast heimsforeldrar og styðja þannig við bakið á Barnahjálpinni. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 80 orð

Lagður inn á viðeigandi stofnun

MAÐURINN, sem handtekinn var í kjölfar þess að hann hafði skotið á tvö hús á Reykhólum á Barðaströnd sl. sunnudag, hefur verið lagður inn á viðeigandi stofnun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 127 orð

Landsbyggðin lifi stendur fyrir byggðaþingi

BYGGÐAÞING á vegum samtakanna Landsbyggðin lifi verður háð á Hólum í Hjaltadal 28. og 29. ágúst næstkomandi. Verða þar flutt nokkur erindi um byggðamál og byggðaþróun og efnt til pallborðsumræðna. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Leitarhundar taldir hafa skipt sköpum

SÉRÞJÁLFAÐIR leitarhundar áttu stóran þátt í því að upp komst um 46 fíkniefnamál á Akureyri um helgina. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Líf og fjör í Vatnaskógi

ÞESSIR líflegu krakkar víluðu ekki fyrir sér að stinga sér út í ískalt vatnið á dögunum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins, sem var á ferðinni í Vatnaskógi, smellti mynd af þeim. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 379 orð | 1 mynd

Líkið fundið í hraungjótu

LÖGREGLAN í Reykjavík fann í gær líkið af Sri Rhamawati, sem saknað hefur verið frá júlíbyrjun, í þriggja metra djúpri hraunsprungu í nágrenni Hafnarfjarðar. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð

MÁL í Pakkhúsinu | Sýningin MÁL...

MÁL í Pakkhúsinu | Sýningin MÁL var opnuð sl. föstudag í Pakkhúsinu á Höfn, en hún er liður í samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar og Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Meira
4. ágúst 2004 | Minn staður | 192 orð

Málmar þema Handverkshátíðar

HANDVERK 2004, hin árlega handverkshátíð að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, hefst fimmtudaginn 5. ágúst og stendur hún í fjóra daga, fram á sunnudaginn 8. ágúst. Þetta er í tólfta sinn sem efnt er til hátíðarinnar og hefur aðsókn jafnan verið góð. Meira
4. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Milljónir heimilislausar

KONA í Bangladesh hlúir að dóttur sinni á sjúkrahúsi í Dhaka í gær. Um 660 manns hafa látist og þúsundir þjást af niðurgangi í kjölfar einhverra verstu flóða sem orðið hafa í landinu í sex ár. Einnig hafa greinst fjölmörg lungnabólgutilvik. Meira
4. ágúst 2004 | Minn staður | 607 orð | 1 mynd

Ómerktir kettir fangaðir

Suðurnes | Nýjar reglur um kattahald á Suðurnesjum taka gildi næstkomandi þriðjudag, 10. ágúst, og verður fljótlega eftir þann tíma farið að fanga ómerkta ketti. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 304 orð

"Ekki langt í að þetta verði í lagi"

UM mánaðamótin hækkaði Sláturfélag Austur-Húnvetninga verð á flestum flokkum nautgripakjöts til bænda. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi nautgripabænda greiðir félagið nú að jafnaði hæsta verð allra sláturhúsa á Norðurlandi. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

"Ég held að það verði engin vandræði"

BÆNDUR í Húnavatnssýslum eru vel birgir fyrir veturinn og við flesta bæi í héraðinu má sjá stórar stæður af heyrúllum. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 296 orð | 4 myndir

"Kyrrðin og allt sem henni fylgir"

Það stóð ekki á svari þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði Orra Hilmarsson hjá Brokey hvað væri svo heillandi við kjölbátasiglingar. "Það er kyrrðin og allt sem henni fylgir. Þú finnur vind og þá ertu kominn í kyrrð - þú líður áfram eftir öldunum. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 660 orð | 1 mynd

"Menn vilja fá mjólkina og fiskinn á hverjum degi"

SAMKVÆMT þeim upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér hjá stærstu vöruflutningafyrirtækjunum, Flytjanda/Eimskipi og Landflutningum-Samskipum, og Landvara, félagi íslenskra vöruflytjenda, aka daglega um 100 flutningabílar með vörur landshluta á milli, þar... Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 134 orð

Samfylking mælist með mest fylgi

SAMFYLKINGIN mælist stærsti flokkurinn þriðja mánuðinn í röð, samkvæmt nýrri könnun Þjóðarpúls Gallups í júlí. Mældist flokkurinn með rúmlega 32% fylgi, en næstur kom Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 31% fylgi. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 240 orð

Segir ráðuneytið setja reglur að óathuguðu máli

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Snarfara, félagi sportbátaeiganda. "Í frétt Morgunblaðsins föstudaginn 30. júlí sl. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 81 orð

Sex sóttu um embætti prests í Ólafsfirði

SEX guðfræðingar sóttu um embætti sóknarprests í Ólafsfjarðarprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Frestur til að sækja um rann út 28. júlí síðastliðinn. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 673 orð | 2 myndir

Siðanefnd HÍ fjalli ekki um kæru á hendur Hannesi Hólmsteini

ÞINGFEST var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær krafa Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um að sýslumaðurinn í Reykjavík verði við þeirri lögbannsbeiðni að siðanefnd HÍ fjalli ekki um kæru afkomenda Halldórs Laxness á hendur... Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 109 orð

Skilar ríkissjóði um milljarði í þungaskatt

RÍKISSJÓÐUR mun samkvæmt áætlun þessa árs fá um fimm milljarða króna í tekjur af þungaskatti og að sögn Guðmundar Arnaldssonar, framkvæmdastjóra Landvara, félags íslenskra vöruflytjenda, má áætla að þar af komi allt að einn milljarður króna í þungaskatti... Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð

Sparisjóður rifinn | Húsnæði Sparisjóðsins í...

Sparisjóður rifinn | Húsnæði Sparisjóðsins í miðbæ sveitarfélagsins Garðs verður rifið og byggt nýtt verslunar- og þjónustuhúsnæði á reitnum samkvæmt nýju deiliskipulagi sem hefur verið auglýst. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Spár sjaldan réttari en fyrir helgina

MAGNÚS Jónsson veðurstofustjóri frábiður sér ómálefnalega gagnrýni á veðurspárnar um verslunarmannahelgina og segir að þær hafi sjaldan gengið betur eftir en einmitt nú. Meira
4. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 1077 orð | 1 mynd

Stórum fjárhæðum skotið undan?

Fréttaskýring | Hingað til hefur verið talið að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hafi verið óspilltur með öllu þó að stjórn hans hafi gerst sek um hroðaleg grimmdarverk. Nýjar upplýsingar í þessum efnum hafa því vakið mikla athygli í Chile. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Syngjandi sumarópera á ferð í Bankastrætinu

SUMARÓPERAN hefur undanfarið verið við stífar æfingar en í ár setur hún upp verkið Happy End sem verður frumsýnt í Íslensku óperunni þann 7. ágúst. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 122 orð

Um 1.000 gestir voru fluttir frá Eyjum í gær

TÆPLEGA 350 manns biðu eftir flugi frá Vestmannaeyjum í gær. Illa hafði viðrað til flugs frá því um þrjúleytið á mánudag en upp úr klukkan tíu í gær létti til og flugsamgöngur hófust milli lands og Eyja stuttu síðar. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 142 orð | 2 myndir

Um 1.200 ferðamenn settu svip sinn á Ísafjarðarbæ

ÓVENJUmikill fjöldi erlendra ferðamanna var á Ísafirði í gær þegar tvö stór skemmtiferðaskip höfðu þar viðkomu. Annað skipið er Prinsedam með um 700 farþega og er það stærsta skemmtiferðaskip sem kemur til Ísafjarðar í sumar. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 102 orð

Vatnavextir í Jökulsá á Dal

LOKA þurfti umferð yfir brú á vinnusvæðinu við Kárahnjúka sem liggur yfir Jökulsá á Dal í Hafrahvammagljúfri í kjölfar þess að vatnsborð árinnar hækkaði upp í 476 metra yfir sjávarmáli í gær. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 282 orð

Velta landflutningakerfisins um fimm milljarðar

ENGAR opinberar tölur eru til um umfang landflutninga á Íslandi en samkvæmt upplýsingum frá helstu vöruflutningafyrirtækjum landsins aka daglega um 100 flutningabílar með vörur landshluta á milli. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 90 orð

Vinur vísunnar

Jakob Jónsson á Varmalæk er fallinn frá og minnast kvæðavinir hans með söknuði. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd kveður hann með orðunum: Kveðskap góðan kynnti af snilli Kobbi bóndi á Varmalæk. Vann sér með því víða hylli, var þar hugarglettnin spræk. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 189 orð

Vörubíll féll 10 metra fram af brú

ÞAÐ þykir ganga kraftaverki næst að ökumaður vörubíls skyldi sleppa án alvarlegra meiðsla þegar bíll hans féll um 10 metra fram af brúnni yfir Laxá í Laxárdal í Dölum eftir árekstur við jeppa síðdegis í gær. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 105 orð

World Class í Austurstræti lokað

STARFSSTÖÐ World Class í Austurstræti hefur nú verið lokað, en síðasti starfsdagur hennar var sl. föstudag. Ný starfsstöð verður opnuð annars staðar. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 225 orð

Þremur kg af amfetamíni smyglað með Dettifossi

FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar og tollgæslan í Reykjavík hafa lagt hald á um þrjú kíló af amfetamíni sem komu til landsins með Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, staðfesti þessar upplýsingar í gær. Meira
4. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 93 orð

Þrettán handteknir í Bretlandi

BRESKA lögreglan handtók í gær 13 manns, sem grunaðir eru um að tengjast hryðjuverkasamtökum. Stóðu aðgerðir enn yfir í gærkvöld og var búist við að handtökunum ætti eftir að fjölga. Meira
4. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 64 orð

Þristur kaupir Straum

VÉLSMIÐJAN Þristur hefur gengið frá samningum um kaup á verslun Straums á Ísafirði, en nýir eigendur tóku við rekstrinum í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

4. ágúst 2004 | Leiðarar | 353 orð

Fór allt "vel fram" um verslunarmannahelgina?

Í kjölfar verslunarmannahelgarinnar er gjarnan rætt um það hvort helgin hafi farið vel fram. Mælikvarðinn er þá yfirleitt sá hvort allt hafi gengið stórslysalaust fyrir sig. Svo var reyndar raunin í ár, t.d. urðu blessunarlega engin banaslys í... Meira
4. ágúst 2004 | Leiðarar | 444 orð

Framtak samgönguráðherra Noregs

Í Morgunblaðinu í gær var frá því skýrt að Torild Skogsholm, samgönguráðherra Noregs, vildi að upplýsingar um mistök, bilanir og óhöpp og annað, sem úrskeiðis færi hjá flugfélögum, yrðu gerðar opinberar og aðgengilegar fyrir almenning. Meira
4. ágúst 2004 | Leiðarar | 268 orð | 1 mynd

Leikvöllur Hitlers

Þjóðverjar tóku fyrir nokkrum árum sögulega ákvörðun, þegar ákveðið var að endurnýja og endurreisa Ólympíuleikvanginn í Berlín, sem Adolf Hitler lét reisa fyrir Ólympíuleikana 1936, sem bandaríski blökkumaðurinn Jesse Owens gerði fræga. Meira

Menning

4. ágúst 2004 | Menningarlíf | 65 orð | 1 mynd

50 Cent í Simpsons

FRAMLEIÐENDUR teiknimyndaþáttanna um Simpson-fjölskylduna hafa fengið rapparann 50 Cent til liðs við sig. Persóna 50 Cent kemur fram í einum þættinum og tekur lagið með Bart Simpson. Meira
4. ágúst 2004 | Menningarlíf | 232 orð | 1 mynd

Bara Boozt í 30 daga

EINS og áður hefur verið greint frá verður heimildarmyndin Super Size Me burðarmynd bandarískrar kvikmyndahátíðar í Háskólabíói í lok ágúst. Meira
4. ágúst 2004 | Leiklist | 775 orð

,,Eitthvað... fallegt"

Höfundur leikgerðar: Ólafur Egill Egilsson. Byggt á skáldsögu eftir Arto Paasilinna. Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson. Hönnun og umsjón búninga: Hallgerður Hallgrímsdóttir. Hönnun lýsingar: Guðmundur Finnbogason. Frumsýning á Nýja sviði Borgarleikhússins, 28. júlí 2004. Meira
4. ágúst 2004 | Menningarlíf | 241 orð | 1 mynd

Fjölskyldusaga úr nútímanum

NÚ STYTTIST í að tökur hefjist á fyrstu mynd Árna Ólafs Ásgeirssonar í fullri lengd, en hann gerir ráð fyrir að þær fari í gang í haust eða vetur. Vinnuheiti myndarinnar er Blóðbönd . Árni er menntaður í Póllandi og á að baki m.a. Meira
4. ágúst 2004 | Menningarlíf | 335 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

SKOSKA hljómsveitin Beta Band hefur tilkynnt á heimasíðu sinni að sveitin muni leggja upp laupana í lok ársins. "Átta ár af erfiðri vinnu og lítil viðurkenning fyrir unnin störf taka sinn toll þegar til lengri tíma er litið. Meira
4. ágúst 2004 | Tónlist | 756 orð

Frumkvöðull kveður

Ítölsk strengjatónlist frá 17. öld eftir G. Gabrieli, Cazzati, Legrenzi, Bononcini, Vitali og Torelli. Bachsveitin í Skálholti. Leiðari og einleikari: Jaap Schröder. Laugardaginn 31. júlí kl. 15. Strengjakvartettar eftir Boccherini og J. Haydn. Meira
4. ágúst 2004 | Menningarlíf | 649 orð | 4 myndir

Gengur það upp?

SÆNSKI spennusagnahöfundurinn Henning Mankell liggur undir ámæli fyrir að hafa nýtt sér atriði úr bókinni Grafarþögn eftir Arnald Indriðason í bók sem er nýkomin út eftir hann í Hollandi, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Meira
4. ágúst 2004 | Menningarlíf | 203 orð

Hefur sjálfur ekki lesið Mankell

ARNALDUR Indriðason segist ekki hafa lesið nýjustu bók sænska rithöfundarins Hennings Mankells, enda hafi hún bara komið út á hollensku, og geti því ekki dæmt um hvort eitthvað sé til í þeim ásökunum að atriði í henni séu stolin úr bók hans Grafarþögn. Meira
4. ágúst 2004 | Menningarlíf | 91 orð | 1 mynd

Leiðin á toppinn

sjónvarpsþættirnir Nylon fjalla um samnefnda hljómsveit sem mönnuð er þeim Steinunni Þóru Camillu Sigurðardóttur, Klöru Ósk Elíasdóttur, Ölmu Guðmundsdóttur og Emilíu Björgu Óskarsdóttur. Meira
4. ágúst 2004 | Menningarlíf | 451 orð

Leikrit á bók

Í lok síðasta árs komu út fimm lítil bókarhefti undir heitinu Íslensk úrvalsleikrit. Útgefandi er bókaútgáfan Skrudda og ritstjórar leikskáldin Ólafur Haukur Símonarson og Árni Ibsen. Meira
4. ágúst 2004 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

...lokum áttunda áratugarins

Sjónvarpsþátturinn Svona var það (That 70's Show) hefur unnið hug og hjörtu áhorfenda víða um heim og sýnir Sjónvarpið nú sjöttu þáttaröðina af þessum ágætu þáttum. Sögusviðið er dæmigert úthverfi í Bandaríkjunum undir lok áttunda áratugarins. Meira
4. ágúst 2004 | Menningarlíf | 974 orð | 4 myndir

Njósnaraunir

Undanfarið hafa stjórnarherrar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu getað þerrað svitann af brá og litið yggldir til forstjóra leyniþjónusta sinna. Allt er í steik hjá leyniþjónustum og njósnasellum hins frjálsa og friðelskandi heims. Meira
4. ágúst 2004 | Kvikmyndir | 140 orð | 2 myndir

Ný draugasaga Shyamalans mest sótt

ÆVINTÝRAHRYLLINGSMYNDIN Þorpið ( The Village ) eftir leikstjórann M. Night Shyamalan var mest sótta kvikmyndin um helgina í norður-amerískum kvikmyndahúsum. Kvikmyndin The Bourne Supremacy , sem var í efsta sæti í síðustu viku, fór niður í 2. Meira
4. ágúst 2004 | Menningarlíf | 153 orð | 1 mynd

Óvætturin í skóginum

Það bíða eflaust margir nýjustu myndar indverska leikstjórans M. Meira
4. ágúst 2004 | Menningarlíf | 376 orð | 1 mynd

Styrktar- og samstarfsaðilar hættir

TITRINGUR er í bandarískum listheimi um þessar mundir vegna óvissu um framtíð og framkvæmd þátttöku þjóðarinnar á Feneyjatvíæringnum, sem margir telja mest metnu nútímalistahátíð heims, að því er fram kom í grein í The New York Times í gær. Meira
4. ágúst 2004 | Tónlist | 226 orð

TÓNLIST - Hallgrímskirkja

Magnús Ragnarsson orgelleikari. Fimmtudagurinn 29. júlí 2004 kl. 12.00. Meira
4. ágúst 2004 | Myndlist | 392 orð | 1 mynd

Ytra byrði og innri maður

Til 8. ágúst. Opið um helgar kl. 13-18. Meira
4. ágúst 2004 | Menningarlíf | 140 orð | 1 mynd

Ævintýri ólíkra systra

Kvikmyndin Mínúta í New York ( New York Minute ) segir frá einum degi í lífi tvíburasystranna Jane og Roxy Ryan sem þær eyða í New York. Meira

Umræðan

4. ágúst 2004 | Aðsent efni | 453 orð | 1 mynd

Dansaðu, fíflið þitt, dansaðu!

Magnús S. Magnússon fjallar um skopteikningar Sigmunds: "Það er eins og sumir haldi að skopmyndir eigi að gegna fræðsluhlutverki í Morgunblaðinu." Meira
4. ágúst 2004 | Aðsent efni | 582 orð | 1 mynd

Eiga stjórnarskráin og erfðaefnið eitthvað sameiginlegt?

Steindór J. Erlingsson svarar Jóni Steinari Gunnlaugssyni: "Í deilunni um synjunarvald forsetans var tekist á um íslensku arfgerðina til þess að fá fram einhverja lífvænlega svipgerð." Meira
4. ágúst 2004 | Aðsent efni | 734 orð | 1 mynd

Eimskipafélagið - einkavæðing og gamall Morgunblaðsleiðari

Ögmundur Jónasson skrifar um Eimskipafélagið: "Með ákvörðun Eimskipafélagsins nú er ljóst að álagið á vegakerfið mun enn aukast. Þjóðhagslega kann þessi ákvörðun að hafa alvarlegar afleiðingar." Meira
4. ágúst 2004 | Aðsent efni | 809 orð | 1 mynd

Frelsið

Sigurður Sigurðsson fjallar um frelsi í viðskiptum: "Frelsið getur í reynd leyft einum "Stórum" aðila að kaupa upp allan rekstur á Íslandi í formi algers alfrelsis og umræðan hefur aðeins ratað á síður dagblaðanna í vetur." Meira
4. ágúst 2004 | Aðsent efni | 355 orð | 1 mynd

Hjólað í Reykjavík

Óskar Dýrmundur Ólafsson fjallar um hjólreiðar: "Notkun reiðhjóla er í engu samræmi við mikla hjólaeign..." Meira
4. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 387 orð

Hugleiðingar í lok verslunarmannahelgar

Sem fyrrverandi unglingur og núverandi móðir tveggja ungra drengja langar mig aðeins að setja á blað hugrenningar mínar vegna umgengni æsku vors lands um nýliðna helgi. Meira
4. ágúst 2004 | Aðsent efni | 826 orð | 1 mynd

Ljóð, tilfinningar og útlendingar

Toshiki Toma fjallar um tjáningu tilfinninga: "Mig langar til þess að hvetja alla innflytjendur til þess að lesa íslensk ljóð, kynna sér ljóðagerð og taka þátt í frábærri ljóðamenningu á Íslandi og njóta um leið." Meira
4. ágúst 2004 | Aðsent efni | 561 orð | 1 mynd

Stjórnmálaþátttaka ungs fólks

Bolli Thoroddsen skrifar um stjórnmál: "Forsenda farsæls stjórnmálastarfs er að lýðræðislegar leikreglur séu virtar þannig að andi heiðarleika og trausts skapist." Meira
4. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 180 orð | 2 myndir

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Kvengleraugu töpuðust í Miðbæ Reykjavíkur Tvískipt kvengleraugu í mjúku, bláu hulstri töpuðust mánudaginn 2. ágúst, á leið frá bílastæði gegnt Borgarbókasafninu við Tryggvagötu að Austurvelli. Meira

Minningargreinar

4. ágúst 2004 | Minningargreinar | 2029 orð | 1 mynd

ANNA GUÐRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR

Anna Guðrún Þórhallsdóttir fæddist í Hofsgerði í Hofshreppi í Skagafirði 25. nóvember 1923. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Þórhallur Ástvaldsson, f. 6.11. 1893, d 30.9. Meira  Kaupa minningabók
4. ágúst 2004 | Minningargreinar | 2965 orð | 1 mynd

ARNBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR

Arnbjörg Jóhannesdóttir fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 31. maí 1924. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri þriðjudaginn 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar Arnbjargar voru hjónin Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir, f. 25.3. 1892 á Eldjárnsstöðum, d.... Meira  Kaupa minningabók
4. ágúst 2004 | Minningargreinar | 83 orð

Elsku langamma Anna.

Elsku langamma Anna. Mér þykir svo vænt um þig og þú ert besta langamma og þú gefur mér líka alltaf krakkatyggjó. Þú áttir svo falleg blóm í íbúðinni þinni. Þú ert búin að vera svo góð við mig. Meira  Kaupa minningabók
4. ágúst 2004 | Minningargreinar | 1683 orð | 1 mynd

ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR

Erna Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1967. Hún lést á sjúkrahúsi á Long Island 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðmundur Samúel Halldórsson, f. 17. ágúst 1929, d. 18. apríl 1995, og Ingibjörg Hermannsdóttir, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
4. ágúst 2004 | Minningargreinar | 1678 orð | 1 mynd

GUÐLAUGUR ÁGÚSTSSON

Guðlaugur Ágústsson fæddist á Brekkuborg í Breiðdal 2. apríl 1919. Hann lést á dvalarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar Guðlaugs voru Ágúst Pálsson, f. 1886, d. 1955, og Sigurlaug Stefanía Einarsdóttir, f. 1896, d. 1970. Meira  Kaupa minningabók
4. ágúst 2004 | Minningargreinar | 1038 orð | 1 mynd

JÓN VIGNIR JÓNSSON

Jón Vignir Jónsson fæddist í Gerðum í Garði 24. júlí 1919. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. júlí síðastliðinn. Jón var sonur hjónanna Jónínu Sesselju Jónsdóttur frá Ytri-Galtavík í Skilmannahreppi í Borgarfirði, d. 20. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

4. ágúst 2004 | Sjávarútvegur | 301 orð | 2 myndir

Aflaverðmætið dregst saman um 1,3%

Á FYRSTU fjórum mánuðum ársins 2004 var aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum nærri 24,8 milljarðar króna samanborið við 25,1 milljarð á sama tímabili 2003. Meira

Viðskipti

4. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 93 orð | 1 mynd

Erfiðleikum Volkswagen vel tekið

VOLKSWAGEN hefur sent frá sér afkomutilkynningu þar sem segir að rekstrarhagnaður á fyrri hluta ársins verði nær þriðjungi verri en ætlað hafði verið, að því er fram kemur í Financial Times Deutschland . Meira
4. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Fjórir fyrrum stjórnendur Ahold ákærðir

FJÓRIR fyrrverandi framkvæmdastjórar hjá U.S. Meira
4. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 263 orð | 1 mynd

Hagnaður Kaldbaks um 1,9 milljarðar króna

HAGNAÐUR af rekstri Kaldbaks hf. á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam 1.878 milljónum króna að teknu tilliti til reiknaðra skatta. Á sama tímabili á síðasta ári var tap félagsins 124 milljónir. Meira
4. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 93 orð | 1 mynd

Metafkoma hjá Century

HAGNAÐUR Century Aluminium, sem keypti Norðurál í apríl síðastliðnum, nam 18,3 milljónum Bandaríkjadala, um 1,3 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi ársins. Á sama tímabili í fyrra var fyrirtækið rekið með fimm milljóna dala tapi. Meira
4. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 148 orð | 1 mynd

Olíuverð í hæstu hæðum

OLÍUVERÐ hækkaði mikið í gær þegar forseti OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, tilkynnti, að þau hefðu lítið svigrúm til að auka olíuframleiðslu á næstunni. Þá hafði hryðjuverkaviðbúnaðurinn í Bandaríkjunum einnig áhrif til hækkunar. Meira
4. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 272 orð | 1 mynd

Orðrómur um hugsanlega yfirtöku á Big Food Group

SÉRFRÆÐINGAR á fjármálamarkaði í Bretlandi eru enn á ný farnir að spá því að yfirtaka á bresku smásöluverslanakeðjunni Big Food Group (BFG) sé hugsanlega yfirvofandi. Er talað um að stjórnendur félagsins hafi jafnvel í hyggju að bjóða í það. Meira
4. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Úrvalsvísitalan lækkar um 1%

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands lækkaði um 1,11% í viðskiptum gærdagsins og endaði í 3.076,24 stigum. Mest viðskipti voru með bréf KB banka , um 391 milljón. Lækkaði gengi bréfanna um 2,4%, sem var mesta lækkunin í viðskiptum dagsins. Meira
4. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 166 orð | 1 mynd

Vaxtalækkun Íbúðalánasjóðs í samræmi við spár sérfræðinga

LÆKKUN á vöxtum af peningalánum Íbúðalánasjóðs úr 4,8%, frá því í síðasta mánuði, í 4,5% á lánum sem afgreidd eru eftir 1. ágúst, er í samræmi við spár sérfræðinga á fjármálamarkaði. Meira

Daglegt líf

4. ágúst 2004 | Afmælisgreinar | 603 orð | 1 mynd

Jóhann Guðmundsson

Í dag, fjórða dag ágústmánaðar ´04, er góðvinur okkar og ágætur veiðifélagi um skeið sjötugur. Meira
4. ágúst 2004 | Afmælisgreinar | 612 orð | 1 mynd

SIGURJÓN ÁGÚSTSSON OG GRÉTA GUÐRÁÐSDÓTTIR

Það er svo merkilegt hvað samferðafólk manns á lífsleiðinni er mismunandi miklir áhrifavaldar á framvindu lífs manns sjálfs. Sigurjón Ágústsson svili minn, sem er áttræður í dag, og Gréta Guðráðsdóttir mágkona mín, sem verður 65 ára 21. Meira
4. ágúst 2004 | Daglegt líf | 873 orð | 3 myndir

Skór skipta máli

Skórnir sem við göngum eða hlaupum á mynda undirstöðuna í tilveru okkar. Góður skóbúnaður getur því skipt sköpum vilji fólk veita stoðkerfi og vöðvabyggingu líkamans þá undirstöðu sem nauðsynleg er. Meira

Fastir þættir

4. ágúst 2004 | Dagbók | 34 orð | 1 mynd

20 ÁRA afmæli .

20 ÁRA afmæli . Sunnudaginn 1. ágúst varð Hjalti Sigfússon hellulagningamaður 20 ára. Hjalti hélt upp á daginn með vinum og velunnurum um helgina. Hjalti þakkar öllum sem komu og fögnuðu með honum. Góðar... Meira
4. ágúst 2004 | Dagbók | 45 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Fimmtugur varð þriðjudaginn 3. ágúst Guðjón Guðnason rafvirkjameistari, Klettagötu 12, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Hafdís Ólafsdóttir matreiðslumeistari . Hann tekur á móti ættingjum, vinum og samferðafólki fimmtudaginn 5. ágúst frá kl. Meira
4. ágúst 2004 | Dagbók | 41 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 25. júlí varð níræð Tryggva Söebech, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Laugardaginn 7. ágúst býður hún ættingjum og vinum í kaffi í Hátíðarsalnum í Hlíð kl. 15.00. Blóm og gjafir eru afþökkuð en hún vonast til að sjá sem... Meira
4. ágúst 2004 | Fastir þættir | 223 orð

BRIDS - GuðmundurPáll Arnarson/ dagbok@mbl.is

Evrópumótið í Málmey. Meira
4. ágúst 2004 | Dagbók | 67 orð

Gler- og leirlistasýning í Narfeyrarstofu

Á VEITINGASTAÐNUM Narfeyrarstofu í Stykkishólmi stendur nú yfir sýning Rögnu Sólveigar Scheving á munum úr leir og gleri. Sýningin samanstendur af kertastjökum úr leir og gleri sem prýða borð og gluggakistur veitingastaðarins. Meira
4. ágúst 2004 | Dagbók | 432 orð | 1 mynd

Hlý og heimilisleg hátíð

Pálína Vagnsdóttir er fædd í Bolungarvík 30. nóvember 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 1984 og hefur lokið fyrsta hluta námsins Máttur kvenna við Viðskiptaháskólann í Bifröst. Hún starfar hjá Endurskoðun Vestfjarða og hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Listasumars í Súðavík undanfarin fjögur ár. Pálína er gift Halldóri Páli Eydal og eiga þau tvö börn, Pál Sólmund og Steinunni Maríu. Meira
4. ágúst 2004 | Dagbók | 62 orð | 1 mynd

Jörfagleði í jarðböðum

Mývatn | Þessi skeggjaði herramaður var einn þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína í Jarðböðin í Mývatnssveit nú um helgina en gestir voru rúmlega 3.500 þessa annasömu helgi. Böðin voru opnuð formlega 30. júní síðastliðinn. Meira
4. ágúst 2004 | Dagbók | 62 orð

Orð dagsins: En halt þú stöðuglega...

Orð dagsins: En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. (2. Tím. 3, 14.) Meira
4. ágúst 2004 | Viðhorf | 845 orð

Saga um vísindi

"Einn snjallasti og áhrifamesti vísindamaður allra tíma" lést í síðustu viku. Hann hét Francis Crick og var ein aðalpersónan í sögunni um það þegar DNA-hringstiginn var uppgötvaður. Meira
4. ágúst 2004 | Fastir þættir | 129 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson/ dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rc3 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 Rc6 5. d3 d6 6. Rh3 Hb8 7. O-O b5 8. f4 b4 9. Rd5 e6 10. Re3 Rf6 11. f5 O-O 12. g4 h6 13. Rc4 g5 14. Rf2 Rh7 15. Kh1 Bb7 16. Rd2 Re5 17. Rf3 d5 18. De2 Dd6 19. a3 b3 20. c3 Rf6 21. Rxe5 Dxe5 22. He1 Hfe8 23. Meira
4. ágúst 2004 | Fastir þættir | 283 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji var á faraldsfæti um helgina, líkt og fjölmargir aðrir Íslendingar. Meira

Íþróttir

4. ágúst 2004 | Íþróttir | 105 orð

Arsene Wenger skammar Chelsea

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Chelsea hafi eyðilagt leikmannamarkaðinn fyrir öðrum liðum og gert hann óstöðugan. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 198 orð | 1 mynd

Eiður skoraði gegn AC Milan

EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark leiksins þegar Chelsea beið lægri hlut, 3:2, fyrir AC Milan frá Ítalíu í æfingamótinu í Bandaríkjunum í fyrrinótt en leikið var í Fíladelfíu. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 79 orð

Elsa Guðrún og Jakob Einar í landsliðinu

SKÍÐASAMBAND Íslands hefur valið þau Elsu Guðrúnu Jónsdóttur, Ólafsfirði, og Jakob Einar Jakobsson, Ísafirði, í landslið Íslands í skíðagöngu keppnistímabilið 2004-2005. Elsa Guðrún og Jakob Einar eru bæði í námi í Noregi samhliða því að stunda æfingar. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 46 orð

Eusebio kemur til Íslands

PORTÚGALSKI knattspyrnusnillingurinn Eusebio hefur ákveðið að taka boði Knattspyrnusambandi Íslands um að vera heiðursgestur á landsleik Íslands og Ítalíu á Laugardalsvellinum miðvikudaginn 18. ágúst. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 432 orð | 1 mynd

FH-ingar og Valsmenn eru sigurstranglegri

TVEIR leikir fara fram í átta liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í kvöld. Stórleikurinn verður án efa í vesturbænum þar sem KR tekur á móti FH, sem situr á toppi Landsbankadeildarinnar. Á Kópavogsvelli tekur HK, sem sló út bikarmeistara ÍA, á móti Val en bæði þessi lið eru í toppbaráttu 1. deildar. Morgunblaðið fékk Ólaf Þórðarson, þjálfara bikarmeistara Skagamanna, til að spá í leiki kvöldsins. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 318 orð

FH neitaði að spila á gervigrasinu

FH-ingar ákváðu í gær að neita því að spila á heimavelli skoska liðsins Dunfermline í 2. umferð forkeppninnar í UEFA-bikarnum í knattspyrnu. Ástæðan fyrir því er að heimavöllur Dunfermline er lagður gervigrasi og samkvæmt reglum UEFA þurfa andstæðingarnir því að samþykkja völlinn. Skotarnir fóru þess á leit við FH-inga að þeir leyfðu að leikurinn færi fram á East End Park, heimavelli Dunfermline en FH-ingar vilja ekki verða við þeirri bón. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 148 orð

Flestir spá Þjóðverjum gulli á Ólympíuleikunum

EVRÓPUMEISTARAR Þýskalands í handknattleik eru taldir sigurstranglegir á Ólympíuleikunum í Aþenu að mati þjálfara liðanna, sem taka þátt í keppni karla. Þjálfararnir voru beðnir að spá um þjóðirnar sem mundu verða í verðlaunasætum. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 45 orð

Gunnar Örn bestur í Svíþjóð

GUNNAR Örn Ólafsson, 20 ára sundmaður úr KR, var á mánudagskvöldið útnefndur sundmaður heimsleika þroskaheftra, Global Games, sem fór fram í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þetta er mikill heiður fyrir Gunnar Örn setti fjögur heimsmet á leikunum. 1. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 135 orð

Indónesar fara á mis við ÓL

INDÓNESÍA verður eina ríki heims sem á þátttakendur á ÓL í Aþenu, þar sem ekki verður sýnt beint frá leikunum í sjónvarpi. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 20 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 8 liða úrslit: Kópavogur: HK - Valur 18.30 KR-völlur: KR - FH 18.30 3. deild karla, C-riðill: Húsavík: Boltaf. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 80 orð

Ívar skoraði gegn City

ÍVAR Ingimarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði fyrir Reading gegn úrvalsdeildarliði Manchester City þegar félögin mættust í æfingaleik í Reading í fyrrakvöld. Ívar skoraði fyrsta mark leiksins en það dugði skammt - City sigraði 4:1. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 186 orð | 1 mynd

Kahn gæti yfirgefið Bayern ef hann fær ekki frið

MARKVÖRÐURINN Oliver Kahn, fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu, gæti yfirgefið Bayern München ef hann verður fyrir of miklu ónæði frá fjölmiðlum í Þýskalandi. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 161 orð

Kára gekk vel hjá Gautaborg

KÁRI Árnason, miðjumaðurinn efnilegi úr Víkingi, kom í gær frá Gautaborg í Svíþjóð þar sem hann dvaldi við æfingar í boði félagsins í nokkra daga. Sigurður Jónsson, þjálfari Víkings, sagði við Morgunblaðið að ljóst væri að hann hefði staðið sig vel og forráðamenn Gautaborgarliðsins hefðu sýnt áhuga á að fylgjast betur með honum á næstunni. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 94 orð

Naumt tap gegn Rúmenum

ÍSLAND tapaði naumlega fyrir Rúmeníu, 29:26, í Evrópukeppni U19 ára landsliða stúlkna í Tékklandi í gær. Rúmenía var yfir í hálfleik, 12:11, en leikurinn var í járnum þar til rúmenska liðið náði þriggja marka forystu skömmu fyrir leikslok. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Nedved hættur

PAVEL Nedved, fyrirliði Tékklands í knattspyrnu, sem verið hefur einn besti leikmaður Tékka undanfarin ár, hefur ákveðið að spila ekki fleiri leiki með landsliðinu. "Ég hef þegar talað við Brueckner þjálfara um þetta. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 375 orð | 1 mynd

* NORSKI netmiðillinn Nettavisen, sem er...

* NORSKI netmiðillinn Nettavisen, sem er í samvinnu við sjónvarpsstöðina TV2, útnefndi í gær Árna Gaut Arason , landsliðsmarkvörð Íslands, besta leikmanninn í 16. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem lauk í fyrradag . Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 1231 orð | 2 myndir

Nýtt tímabil hefst í Reykjavík

EKKI er hægt að segja að ráðning Marcellos Lippis í stöðu landsliðsþjálfara Ítalíu hafi vakið heitar umræður þar í landi í sumar. Tómlæti eða þögult samþykki er sjálfsagt besta lýsingin á viðbrögðum Ítala. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 157 orð

O'Neal segist óstöðvandi

MIÐHERJINN Shaquille O'Neal tekur ekkert mark á þeim gagnrýnisröddum sem segja að hann sé ekki lengur jafn góður leikmaður og áður en hann leikur sem kunnugt er með Miami Heat næsta vetur eftir að hafa verið í átta ár hjá Los Angeles Lakers. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 111 orð | 2 myndir

Ólafur í 200 leikja klúbbinn

ÓLAFUR Stefánsson mun tryggja sér sæti í 200 landsleikja klúbbnum á Ólympíuleikunum í Aþenu. Ólafur hefur leikið 197 landsleiki. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 213 orð

Paul Scholes hættur með enska landsliðinu

PAUL Scholes, leikmaður Manchester United, hefur ákveðið að leika ekki framar með enska landsliðinu í knattspyrnu. Þessar fréttir koma mjög á óvart enda hefur Scholes verið lykilmaður á miðju enska landsliðsins. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 370 orð | 1 mynd

* PÁLMI Haraldsson lék sinn 400.

* PÁLMI Haraldsson lék sinn 400. leik með meistaraflokki Skagamanna þegar þeir sigruðu TVMK , 2:1, í Tallinn í UEFA-bikarnum síðasta fimmtudag. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 169 orð

Sterkasta liðið gegn Ítölum

ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, reiknar með því að hann og Logi Ólafsson geti stillt upp sínu allra sterkasta liði í vináttulandsleiknum gegn Ítalíu á Laugardalsvellinum hinn 18. ágúst. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 177 orð

Stojakovic ætlar ekki að taka þátt í ÓL

PEJA Stojakovic, skotbakvörður NBA-liðsins Sacramento Kings og ein besta skytta deildarinnar, ætlar ekki að gefa kost á sér í landslið Serbíu og Svartfjallalands fyrir Ólympíuleikana í Aþenu, en liðið sigraði á síðasta heimsmeistaramóti. Meira
4. ágúst 2004 | Íþróttir | 85 orð

úrslit

KNATTSPYRNA Svíþjóð Gautaborg - Helsingborg 2:1 *Hjálmar Jónsson lék ekki með Gautaborg vegna meiðsla. Meira

Bílablað

4. ágúst 2004 | Bílablað | 776 orð | 8 myndir

Citroën C8 fyrir stórfjölskyldur

STÓRIR fjölnotabílar hafa ekki verið heitasta söluvaran hér á landi þótt þetta séu um margt afar þægilegir og hentugir bílar fyrir fjölskyldufólk. Meiri sala hefur verið í minni fjölnotabílum sem nú rúma sumir hverjir allt að sjö manns í sæti, eins og t. Meira
4. ágúst 2004 | Bílablað | 59 orð

Citroën C8 SX 2.0

Vél: Fjórir strokkar, 1.997 rúm sentimetrar, 16 ventlar. Afl: 138 hestöfl við 6.000 snún inga á mínútu. Tog: 190 Nm við 4.100 snúninga á mínútu. Hröðun: 13,1 sekúnda úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 178 km/klst. Meira
4. ágúst 2004 | Bílablað | 63 orð | 1 mynd

Dýrasti bíllinn

Bentley Speed Six, árgerð 1930, var nýlega sleginn á uppboði fyrir 3,8 milljónir evra (328 milljónir króna). Ku það vera hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir eina bifreið, að sögn aðstandenda Le Mans-kappakstursins í Frakklandi. Meira
4. ágúst 2004 | Bílablað | 883 orð | 3 myndir

Gamalt hjól og nýtt

Hvaða þróun hefur átt sér stað í smíði mótorhjóla á síðustu þremur áratugum? Er þetta ekki allt sama tóbakið í raun? Mótorhjól er jú bara mótor, tvö hjól og stýri ekki satt? Meira
4. ágúst 2004 | Bílablað | 101 orð | 1 mynd

Honda fjölnotabíll

Honda ætlar að setja á markaðinn nýjan fjölnotabíl sem kallast Honda FR-V. Bíllinn verður sex sæta, þrjú sæti frammi í og jafn mörg aftur í. Meira
4. ágúst 2004 | Bílablað | 449 orð | 6 myndir

Metaregn í kvartmílunni

HVERT Íslandsmetið af öðru var slegið í 3. umferð Íslandsmótsins í kvartmílu hinn 24. júlí síðastliðinn. Ekið var í þremur flokkum að þessu sinni. Meira
4. ágúst 2004 | Bílablað | 98 orð

Metsala Audi

Audi skilaði besta rekstrarárangri, miðað við sölutölur, í sögu fyrirtækisins á fyrri hluta þessa árs. Alls seldust 389.970 Audi-bílar í heiminum, en á sama tíma í fyrra voru þeir 387.751. Aukningin nemur 0,6%. Meira
4. ágúst 2004 | Bílablað | 99 orð

Mikil söluaukning Hyundai

Sala Huyndai hefur aukist um 37% á ársgrundvelli í Vestur-Evrópu. Meira
4. ágúst 2004 | Bílablað | 196 orð | 1 mynd

Nýr Audi A6 væntanlegur

Nýr Audi A6 verður kynntur hér á landi í mánuðinum. Bíllinn hefur hlotið afar góðar viðtökur í framleiðslulandinu Þýskalandi frá því hann kom þar á markað í vor, að því er segir í frétt frá Heklu hf. Meira
4. ágúst 2004 | Bílablað | 941 orð | 5 myndir

Ofmat og misheppnuð markaðssetning

Volkswagen Phaeton er einn ofmetnasti bíll á markaði í dag, að mati forbes.com . Phaeton er í þessum vafasama flokki ásamt Ford Thunderbird, Hummer H1, Jaguar X og Pontiac Aztec. Meira
4. ágúst 2004 | Bílablað | 113 orð | 2 myndir

Skoda Octavia söluhæstur í júlí

Sala fólksbíla í nýliðnum júlímánuði var 11,2% meiri en í sama mánuði í fyrra. Söluaukning fólksbíla fyrstu sjö mánuði ársins er 18,7% miðað við síðasta ár og höfðu selst 7.636 bílar um síðustu mánaðamót. Alls seldust 1.227 fólksbílar í júlí... Meira
4. ágúst 2004 | Bílablað | 130 orð

Toyota-eigendur ánægðastir

Eigendur Toyota-bifreiða í Þýskalandi eru ánægðastir með fararskjóta sína samkvæmt niðurstöðum könnunar sem J.D. Power og tímaritið MOT gerðu meðal þarlendra bifreiðaeigenda. Meira
4. ágúst 2004 | Bílablað | 94 orð

Öruggur Hyundai

Hyundai Elantra fékk fullt hús stjarna, fimm af fimm mögulegum, í nýlegri öryggisprófun bandarísku vega- og umferðaröryggisstofnunarinnar, NHTSA, nýverið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.