Greinar laugardaginn 11. september 2004

Fréttir

11. september 2004 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd | ókeypis

1.091 hefur skrifað nafn sitt á listann

ÁHUGAHÓPUR um betri byggð á Seltjarnarnesi afhenti Ásgerði Halldórsdóttur, forseta bæjarstjórnar Seltjarnarness, viðbótarundirskriftarlista þar sem mótmælt er tillögum að deiliskipulagi fyrir Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 49 orð | ókeypis

22 tonna ísjaka lyft

TEKINN verður 22 tonna ísjaki úr Jökulsárlóni nk. mánudag og fluttur til Parísar vegna Íslandskynningar sem hefst í París í Frakklandi 27. september. Jakinn mun í fyrstu verða til sýnis fyrir utan vísindahöllina Palais de la Découverte. Meira
11. september 2004 | Minn staður | 291 orð | 1 mynd | ókeypis

Aðsóknarmet í Sundlaug Akureyrar

GRÍÐARLEG aðsókn var að Sundlaug Akureyrar í sumar og aldrei hafa fleiri gestir komið í sundlaugina fyrstu átta mánuði ársins en nú í ár. Gestir laugarinnar þessa fyrstu átta mánuði ársins voru um 270.000 talsins, eða um 43. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd | ókeypis

Alþjóðaskólinn í Reykjavík á nýjum stað

UNDIRRITAÐUR var samningur um Alþjóðaskólann í Reykjavík (Reykjavík International School) í Víkurskóla v/Hamravík miðvikudaginn 8. september. Þar undirrituðu fræðslustjórinn í Reykjavík, Gerður G. Meira
11. september 2004 | Minn staður | 118 orð | 1 mynd | ókeypis

Annað stærsta íþróttamót landsins

Borgarnes | Um 400 krakkar úr 10 grunnskólum á Vesturlandi voru samankomnir í Borgarnesi sl. fimmtudag til þess að keppa í frjálsum íþróttum og sundi. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð | ókeypis

Athugasemd frá Landspítalanum

LANDSPÍTALI - háskólasjúkrahús (LSH) hefur sent blaðinu eftirfarandi athugasemd: "Í frétt Morgunblaðsins sunnudaginn 5. september sl. var gefið í skyn að tæknifrjóvgunardeild LSH hafi verið lokað vegna sparnaðaraðgerða. Meira
11. september 2004 | Minn staður | 261 orð | ókeypis

Auglýst útboð á viðbyggingu sjúkrahússins

Selfoss | Ríkiskaup hafa auglýst útboð á viðbyggingu við sjúkrahús Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi. Í byggingunni sem rísa mun á tveimur næstu árum verður aðstaða fyrir heilsugæslustöð og hjúkrunarheimili. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 747 orð | 1 mynd | ókeypis

Áttu frumkvæði að vinnulöggjöfinni

Í BÓKINNI, Frá kreppu til þjóðarsáttar , sem nýlega kom út, rekur Guðmundur Magnússon sagnfræðingur sögu Vinnuveitendasambands Íslands (VSÍ) frá stofnun þess 1934 til ársins 1999 þegar sambandið rann inn í Samtök atvinnulífsins (SA). Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd | ókeypis

Búið að leggja vegi að bústöðunum og línur í jörð

FRAMKVÆMDIR við undirbúning sumarhúsabyggðar í landi Skálabrekku í Þingvallasveit eru langt á veg komnar þrátt fyrir að ekki liggi fyrir framkvæmdaleyfi eða samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Meira
11. september 2004 | Minn staður | 328 orð | ókeypis

Byrjað að byggja fyrstu íbúðarhúsin

Reykjanesbær | Meginhluti lóða í hinu nýja Tjarnahverfi í Innri-Njarðvík er genginn út. Aukinn kraftur hefur verið settur í gatnagerð og framkvæmdir við fyrstu íbúðarhúsin eru hafnar. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd | ókeypis

Bæði gagnlegt og skemmtilegt

ÍSLENSKA fyrir erlenda stúdenta er orðið vinsælt nám og er yfirfullt á þau námskeið á ári hverju að því er fram kemur hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Um 600 erlendir nemendur stunda nám við íslenska háskóla árlega en mun færri komast að en vilja. Meira
11. september 2004 | Minn staður | 660 orð | 1 mynd | ókeypis

Bæjarstjórar ósáttir við kostnað

Höfuðborgarsvæðið | Kostnaðaraukning sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna almenningssamgangna verður um 170-180 milljónir króna á ári vegna nýs leiðarkerfis, miðað við forsendur í tillögu Strætó bs. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 910 orð | 1 mynd | ókeypis

Ef Grænlandsjökull bráðnar ...

Ef þetta eru loftslagsbreytingar, þá vil ég meira svona!" sagði vinur minn glaðhlakkalegur þegar hvert hitametið af öðru féll í ágústmánuði og Íslendingar nutu sumarblíðunnar fram í fingurgóma. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 662 orð | 1 mynd | ókeypis

Efnafólk gæti breytt byggðaþróun

Atvinnubylting Íslendinga í upphafi heimastjórnar og áhrif hennar á 21. öldina var til umræðu á málþingi í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 52 orð | ókeypis

Einkenni nemenda í andlegri kreppu

Í bæklingi landlæknis eru talin upp nokkur atriði sem geta skipt máli um líðan og breytingar á hegðun barna og unglinga: *Áhugaleysi um venjulegar athafnir (og tómstundir). *Almenn lækkun einkunna. *Minni ástundun. *Truflandi hegðun í bekknum. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 59 orð | ókeypis

Enn ber mikið á milli í viðræðum

ENN ber mikið á milli í samningaviðræðum grunnskólakennara og sveitarfélaganna, að sögn Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemjara. Stíf fundahöld hafa verið síðustu daga og verður svo áfram um helgina. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd | ókeypis

Fer með málið til umboðsmanns Alþingis

HELGA Jónsdóttir borgarritari segir að rökstuðningur félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, fyrir skipan í embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, veki upp fleiri spurningar en svör. Meira
11. september 2004 | Minn staður | 161 orð | 1 mynd | ókeypis

Fékk fyrstu saumavélina tíu ára gömul

Grindavík | Kristbjörg Hermannsdóttir hefur sett á stofn fyrirtæki KHER í Grindavík sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á textílvörum. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 76 orð | 2 myndir | ókeypis

Fjölbreytni á nýjum frímerkjum

ÖLD er liðin síðan fyrsti bíllinn kom hingað til lands og fyrstu rafljósin voru einnig tendruð á Íslandi fyrir réttum 100 árum. Af þessu tilefni gefur Íslandspóstur út tvö frímerki. Hlynur Ólafsson og Valgerður G. Halldórsdóttir teiknuðu frímerkin. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjölþjóðleg handverkssýning í Höllinni

VESTNORRÆNU löndin, Ísland, Færeyjar og Grænland, standa nú í annað sinn fyrir fjölþjóðlegri handverkssýningu í Laugardalshöll dagana 16.-19. september og er þetta stærsta og viðamesta handverkssýning sem haldin hefur verið hér á landi. Meira
11. september 2004 | Erlendar fréttir | 605 orð | 1 mynd | ókeypis

Forðast bein samskipti

MJÖG er umdeilt hver árangurinn hafi orðið af baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkum, og þá ekki síst samtökum Sádi-Arabans Osama bin Ladens, al-Qaeda. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd | ókeypis

Forsetafrúin sló nokkra tóna

Aðaldalur | Nemendur í Tónlistarskóla Hafralækjarskóla í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu hafa vakið athygli fyrir hljóðfæraleik sinn og þá ekki síst fyrir leik sinn á afrísku ásláttarhljóðfærin marimba og mbira. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 544 orð | 1 mynd | ókeypis

Framsóknarmenn hafi forystu í umræðu um Evrópumál

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, kom víða við í ræðu sem hann flutti við upphaf fundar þingflokks og landsstjórnar framsóknarmanna með trúnaðarmönnum flokksins í Norðvesturkjördæmi á Hótel Borgarnesi í gær. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 127 orð | ókeypis

Gefur kost á sér í embætti rektors HÍ

ÁGÚST Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti rektors HÍ í rektorskjöri í mars nk. Páll Skúlason, rektor HÍ, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 228 orð | ókeypis

Haldi sig við hagfræðina

"ÉG ætla að biðja hagfræðinga um eitt: að vera frekar í hagfræði en pólitík," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, m.a. í ræðu sinni á fundi framsóknarmanna í Borgarnesi í gær. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 79 orð | ókeypis

Heilbrigðisþing 2003

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðuneytið hefur gefið út ritið Heilbrigðisþing 2003 - Háskólasjúkrahús á Íslandi - Framtíðarsýn, hlutverk og samfélagsleg ábyrgð. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd | ókeypis

Hekla sýnir tvo nýja bíla frá Mitsubishi

ALLAR tegundir Mitsubishi-, Skoda-, Volkswagen- og Audi-bíla verða til sýnis á haustveislu Heklu um helgina. Meðal annars verða frumsýndir tveir nýir bílar frá Mitsubishi. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð | ókeypis

Hjallastefnan komin með kjarasamning

VERKFALL er ekki yfirvofandi hjá kennurum við Hjallastefnuna eftir samkomulag um framlengingu á fyrri kjarasamningi Hjallastefnunnar ehf. og Kennarasambandsins sem undirritað var í gær. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 328 orð | 2 myndir | ókeypis

Hótel Reykjavík - Centrum opnað 1. apríl

FRAMKVÆMDUM við nýtt hótel í Aðalstræti 16 miðar vel og er húsið á undan áætlun að sögn Ólafs Torfasonar hótelhaldara. Ráðgert er að opna það síðari hluta marsmánaðar 2005 en formleg opnun verður 1. apríl nk. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 377 orð | ókeypis

Hreyfing barna vanrækt í skólum

ÍÞRÓTTAKENNARAFÉLAG Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er áhyggjum af líkamsástandi íslenskra ungmenna. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 535 orð | 1 mynd | ókeypis

Íbúar eru viðskiptavinir lögreglu

LÖGREGLAN í Reykjavík mætti hugleiða að efla samskiptin við íbúana og láta vera að rannsaka mál sem hvort sem er eru óleysanleg, sagði Walter McNeil, lögreglustjóri í Tallahassee í Flórída, en hann heimsótti lögregluna í Reykjavík nýlega og ræddi auk... Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd | ókeypis

Íþróttir í hávegum hafðar á Stúdentadegi HÍ

ÁRLEGUR Stúdentadagur Stúdentaráðs Háskóla Íslands var haldinn fyrir framan aðalbyggingu Háskólans í gær og spreytti fjöldi nemenda sig í ýmsum greinum íþrótta af þessu tilefni, s.s. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð | ókeypis

Jón Baldursson í miðjum hópi á HM í brids

JÓN Baldursson endaði í 26. sæti af 52 á heimsmeistaramóti í einmenningi í brids, sem lauk í gær í Verona á Ítalíu. Mótið hófst á miðvikudag. Jón byrjaði vel og var í 5. sæti eftir fyrstu umferðina, í 9. sæti eftir 2. umferð og í 8. sæti eftir þá þriðju. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd | ókeypis

Kárahnjúkavirkjun mótmælt í Sydney

BOB Brown, þingmaður Græna flokksins á ástralska þinginu, mótmælti Kárahnjúkavirkjun á blaðamannafundi sem hann efndi til í Sydney, en þar er nýlokið alþjóðlegri orkuráðstefnu á vegum Alþjóðaorkuráðsins, sem m.a. fulltrúar Landsvirkjunar sækja. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 76 orð | ókeypis

Kirkjustétt

Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um nafn á nýja verslunar- og þjónustukjarnann að Kirkjustétt 2-6 í Grafarholti. Sex fyrirtæki hafa verið opnuð í kjarnanum og fleiri eru á leiðinni. Samkeppnin er öllum opin og þarf að skila hugmyndum fyrir 15. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd | ókeypis

Lést eftir átök við lögreglu

RÍKISSAKSÓKNARI fól í gær lögreglunni í Reykjavík að rannsaka andlát 33 ára gamals manns sem lést eftir átök við tvo lögreglumenn í Keflavík síðdegis á fimmtudag. Þar sem rannsóknin beinist m.a. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd | ókeypis

Listir og íþróttir á dagskrá KFUM og K

KFUM og K í Reykjavík fylgja vetrarstarfi sínu úr hlaði með hausthátíð í félagsheimilinu að Holtavegi á sunnudag. Meira
11. september 2004 | Erlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd | ókeypis

Manntjón í lestarslysi á Skáni

TVEIR týndu lífi þegar farþegalest skall á vöruflutningabíl við bæinn Kristianstad á Skáni í Svíþjóð í gærmorgun. 47 menn slösuðust, þar af fjórir alvarlega. Margir farþeganna voru börn og unglingar á leið í skóla. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikil þátttaka í Vegabréfsleik Esso

MIKIL þátttaka var í sumar í Vegabréfsleik ESSO sem gekk út á það að safna stimplum í vegabréf. Alls fóru yfir 60.000 vegabréf í umferð og var um 15. Meira
11. september 2004 | Minn staður | 282 orð | ókeypis

Mjó gata getur orðið að skorningi

Skaftártunga | Úrrennsli getur gert mjóar hestagötur og bílslóða að stórum skorningum á stuttum tíma þar sem land er viðkvæmt. Mörg dæmi um slíkt sjást við fjölfarnar ferðamannaleiðir, svo sem á Skaftártunguafrétti. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 261 orð | ókeypis

Mæta samkeppni með þróun á stafrænu sjónvarpi

NORÐURLJÓS hf. hafa keypt 34,99% hlut í Og Vodafone fyrir 5,1 milljarð króna. Seljandi er fyrirtækið CVC á Íslandi ehf. sem er í eigu Kenneths D. Petersons. Meira
11. september 2004 | Minn staður | 466 orð | 1 mynd | ókeypis

Námið virkar sem stökkpallur út í lífið

MENNTASMIÐJA kvenna á Akureyri verður tíu ára síðar í þessum mánuði og er nú unnið að því að fagna áfanganum með viðeigandi hætti. Nýlega hófst ný önn í Menntasmiðjunni og þar eru nú 19 konur við nám. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 70 orð | ókeypis

Norðurlandaskákmót á Netinu í dag

TAFLFÉLAGIÐ Hellir verður fulltrúi Íslands á Norðurlandamóti taflfélaga sem fram fer á Netinu í dag. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin fer fram og er Hellir mótshaldari. Meðal keppenda eru sterkustu taflfélög Noðurlandanna. Meira
11. september 2004 | Erlendar fréttir | 135 orð | ókeypis

Nothæf sólargögn náðust

VÍSINDAMENN við bandarísku geimvísindastofnunina, NASA, segjast hafa náð nothæfum gögnum úr flakinu af geimfarinu Genesis sem brotlenti í eyðimörkinni í Utah fyrr í vikunni. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 31 orð | ókeypis

Ný umferðarljós í Reykjavík

NÝ umferðarljós verða tekin í notkun í Reykjavík í dag klukkan 14. Ljósin eru á mótum Sundlaugavegar, Reykjavegar og Laugalækjar. Þar til ljósin verða gangsett verða þau látin blikka á... Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 91 orð | ókeypis

Ónýtt afturdekk

Í hvert skipti sem Jón Ingvar Jónsson hugsar til þess að Halldór Ásgrímsson taki við forsætisráðuneytinu segist hann sakna Davíðs Oddssonar meir og sárar. Meira
11. september 2004 | Minn staður | 238 orð | 1 mynd | ókeypis

Ósar Höfðavatns lagfærðir á Bæjarmölinni

Skagafjörður | Landeigendur að Höfðavatni í Skagafirði hafa um árabil opnað úr vatninu út í sjó, á svonefndri Bæjarmöl, til að endurnýja vatnsbúskapinn og lífríkið í vatninu, og var þetta gert á nokkurra ára fresti. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 234 orð | ókeypis

"Batnandi mönnum er best að lifa"

BATNANDI mönnum er best að lifa," segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra um þá stefnubreytingu meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar að ætla að setja 180 MW Skatastaðavirkjun á nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins, líkt og fram kom í máli... Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 168 orð | ókeypis

"Ekkert sem heitir að ljúka prófi"

BERGLIND Ásgeirsdóttir, sendiherra og aðstoðarforstjóri OECD, gerði menntun og atvinnusköpun að umtalsefni í erindi sínu. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 558 orð | 4 myndir | ókeypis

"Ég sótti upp til fjallanna um sumarbjarta nótt"

VERT er að minnast menningarsamvinnu Svía og Íslendinga þegar Svíakonungur heimsækir Íslendinga með fríðu föruneyti, tígulegri drottningu sinni og fagurri prinsessu. Í hugann kemur leikrit Jóhanns Sigurjónssonar um Fjalla-Eyvind og Höllu. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð | ókeypis

Ragnhildur hæfust þriggja mjög hæfra

ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra segir m.a. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 159 orð | ókeypis

RARIK hefur lagt út 5,4 milljónir

ÖRLYGUR Jónasson, yfirmaður Rafmagnsveitna ríkisins á Hvolsvelli, segir RARIK hafa lagt í töluverða vinnu við uppsetningu stofnkerfis í landi Skálabrekku í vor og sumar. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd | ókeypis

Ráðherra rök-styðji mat á umsækjanda

SIGURÐUR Snævarr borgarhagfræðingur hefur óskað eftir rökstuðningi Árna Magnússonar félagsmálaráðherra fyrir því að hann hafi ekki verið talinn meðal hæfustu umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 349 orð | ókeypis

Reykjanesbær - Eftir Helga Bjarnason blaðamann

Ljósanótt í Reykjanesbæ er skemmtileg menningar- og fjölskylduhátíð. Íbúar bæjarins taka virkan þátt í hátíðinni og eru ákaflega stoltir af henni. Og mega vera það. Meira
11. september 2004 | Erlendar fréttir | 307 orð | ókeypis

Saka Bandaríkjamenn um "þjóðarmorð" í Írak

NOKKRIR helstu klerkar súnní-múslíma í Írak sökuðu í gær Bandaríkjamenn um að fremja "þjóðarmorð" í landinu. Meira
11. september 2004 | Erlendar fréttir | 202 orð | ókeypis

Segja Dani sitt næsta skotmark

ÍSLÖMSKU samtökin Ansar al-Zawahiri, sem halda tveimur ítölskum konum í gíslingu í Írak, boða nú að Danir verði þeirra næsta skotmark. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 445 orð | 2 myndir | ókeypis

Sex metra sveifla í vatnshæð

"VEIÐI er um það bil að ljúka í Haffjarðará og þetta hefur verið stórkostlegt sumar, áin er komin yfir 1.150 laxa þrátt fyrir viðvarandi vatnsleysi," sagði Einar Sigfússon, annar eigenda Haffjarðarár á Snæfellsnesi, í gærdag. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 175 orð | ókeypis

Sjálfsvígum barna undir 15 ára að fjölga

SJÁLFSVÍG eru meðal fimm algengustu dánarorsaka í aldurshópnum 15-19 ára í heiminum og er svo einnig hér á landi. Í mörgum löndum eru þau í fyrsta eða öðru sæti sem dánarorsök, jafnt meðal drengja og stúlkna í þessum aldurshópi. Þetta kemur m.a. Meira
11. september 2004 | Erlendar fréttir | 232 orð | ókeypis

Skjöl gegn Bush fölsuð?

BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin CBS ætlar að láta fara fram rannsókn á skjölum sem sýnd voru í 60 Minutes-þætti stöðvarinnar í vikunni og sýndu að sögn fram á að George W. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd | ókeypis

Sprellandi gleðigjafar

HOLLENSKA sveiflusveitin Van Alles Wat tók í hljóðfærin í miðbæ Reykjavíkur í gær og þrammaði um Laugaveginn, vegfarendum til mikillar ánægju. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd | ókeypis

Sprettharðir gangnamenn

Fjárréttir standa nú sem hæst um landið og í gær var réttað í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi. Þessir vösku sveinar létu sig ekki muna um að hlaupa upp brekkuna á undan gangnamönnum er þeir komu með safnið skammt frá bænum Hruna. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd | ókeypis

Steinn á steini

Fagridalur | Víða eru skemmtilegar steinmyndanir á Víkurheiði, ofan við Vík í Mýrdal. Hægt er að ganga þar um í steinaveröldinni án þess að sjá annað en grjót. Ef betur er að gáð má oft sjá út úr steinunum alls konar myndir og jafnvel furðuskepnur. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd | ókeypis

Sungu við kertaljós og reykelsisilm

Grímsey | Tveir hressir "trúbadorar", þeir Geir Harðarson og Hilmar Garðarsson, eru á stórferðalagi um landið. Þeir gerðu sér lítið fyrir og komu við hjá íbúum við nyrsta haf og sungu í Félagsheimilinu Múla. Meira
11. september 2004 | Erlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd | ókeypis

Svíar minnast Önnu Lindh

EITT ár er í dag, laugardag, liðið frá andláti Önnu Lindh, þáverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar. Í Stokkhólmi verður efnt til minningartónleika og minnismerki hefur verið sett upp til heiðurs minningu Lindh. Meira
11. september 2004 | Erlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd | ókeypis

Sænskra ráðamanna gætt betur

NÝR forstjóri sænsku öryggislögreglunnar Säpo, Klas Bergenstrand, telur að herða þurfi öryggisgæslu hjá æðstu yfirmönnum sænska ríkisins. Meira
11. september 2004 | Erlendar fréttir | 171 orð | ókeypis

Tabasco-sósa gegn meindýrum

FORSVARSMENN samvinnufélags bænda í Hollandi hafa farið fram á heimild frá landbúnaðarráðuneytinu til að sprauta tabasco-sósu, sem margir nota til að krydda matinn sinn, á nytjaplöntur í því skyni að koma í veg fyrir að meindýr eyðileggi uppskeruna. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 1918 orð | 4 myndir | ókeypis

Tímalengd stjórnunarreynslu skiptir ekki höfuðmáli þegar hún er víðtæk og farsæl

Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, hefur svarað Helgu Jónsdóttur, sem óskaði eftir rökstuðningi um skipan Ragnhildar Arnljótsdóttur í starf ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu, en Helga var meðal sex umsækjenda um embættið. Svar ráðherrans fer hér á eftir. Meira
11. september 2004 | Minn staður | 134 orð | 1 mynd | ókeypis

Tími haustblómanna

Hveragerði | Margar plöntur eru ræktaðar á ákveðnum árstíma. Nú er tími haustblómanna og eru Solanum og Capasicum (skrautpipar) dæmi um plöntur sem tilheyra haustinu. Solanum er ættuð frá Madeira og eru tvær tegundir af þeirri plöntu ræktaðar hér. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 674 orð | 1 mynd | ókeypis

Um 1.200 slösuðust í fyrra

Gera má ráð fyrir því að um 8.200 bótaskyld tjón vegna umferðaróhappa hafi orðið í Reykjavík á síðasta ári og rúmlega 1.200 manns hafi slasast, eða 3-4 einstaklingar í um 22 tjónum á hverjum degi. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd | ókeypis

UNNSTEINN BECK

UNNSTEINN Beck, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarfógeti í Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. ágúst síðastliðinn á nítugasta aldurári. Unnsteinn fæddist á Sómastöðum í Reyðarfjarðarhreppi í Suður-Múlasýslu 27. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd | ókeypis

Verðbólga síðustu tólf mánaða mælist 3,4%

VÍSITALA neysluverðs hækkar um 0,43% í september sem er heldur minna en spár markaðsaðila sem hljóðuðu upp á 0,5 til 0,6% hækkun. Vísitalan stendur í 235,6 stigum, sem gildir til verðtryggingar í október. Meira
11. september 2004 | Minn staður | 82 orð | 1 mynd | ókeypis

Verður sett á sölu í vor

Húsanes ehf. er að steypa sökkla að tveimur fjórbýlishúsum í Tjarnahverfi og eru það fyrstu íbúðarhúsin sem rísa í hinu nýja hverfi. Þá er verið að grafa grunn fyrir tvö önnur. Húsanes hefur fengið úthlutað lóðum fyrir um 100 íbúðir í Tjarnahverfi. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 339 orð | ókeypis

Vilja Hringveginn um Fáskrúðsfjarðargöng

Austurbyggð | Sveitarstjórn Austurbyggðar samþykkti á fundi sínum nýlega. áskorun til samgönguráðherra um að sú breyting verði gerð að Hringvegurinn, þjóðvegur 1, liggi um Fagradal, Fáskrúðsfjarðargöng og Suðurfirði. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd | ókeypis

Vináttan í fyrirrúmi á Grafarvogsdeginum

GRAFARVOGSDAGURINN verður haldinn hátíðlegur í dag með veglegri dagskrá frá morgni til kvölds, en rúmlega átta hundrað manns hafa tekið þátt í undirbúningi dagskrárinnar með einum eða öðrum hætti. Meira
11. september 2004 | Innlendar fréttir | 83 orð | ókeypis

Þrælsótti við markaðslögmálin

JÓNAS Sen tónlistargagnrýnandi gagnrýnir listræna stefnu Sinfóníuhljómsveitar Íslands í grein í Lesbók í dag en Jónas telur hana hamla þróun íslenskrar tónlistarmenningar. Meira

Ritstjórnargreinar

11. september 2004 | Leiðarar | 360 orð | ókeypis

Ábyrgt atvinnulíf og samkeppnismálin

Forsvarsmenn atvinnulífsins á Íslandi hafa undanfarin ár heldur amazt við starfsemi samkeppnisyfirvalda og meðal annars talið að þau ættu ekki að blanda sér í hina sívaxandi samþjöppun eignarhalds í ýmsum greinum atvinnulífsins. Meira
11. september 2004 | Leiðarar | 265 orð | ókeypis

Erlend fjárfesting í íslenzkum sjávarútvegi

Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja, lýsti þeirri skoðun á ráðstefnu á vegum Íslandsbanka um sjávarútvegsmál nú í vikunni, að eðlilegt væri að heimila beinar erlendar fjárfestingar í íslenzkum sjávarútvegsfyrirtækjum. Meira
11. september 2004 | Leiðarar | 267 orð | 1 mynd | ókeypis

Hagfræði og pólitík

Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sagði í Morgunblaðinu í gær og raunar einnig í einum ljósvakamiðlanna á fimmtudagskvöld, að ríkisstjórnin yrði að grípa til mótaðgerða vegna fyrirhugaðra skattalækkana. Meira

Menning

11. september 2004 | Menningarlíf | 123 orð | 1 mynd | ókeypis

Carter lýkur vaktinni

LÆKNIRINN góði, John Carter, mun að öllum líkindum ljúka vaktinni sinni í vetur. Carter, sem leikinn er af Noah Wyle, er eini upprunalegri karakterinn í Bráðavaktinni sem hóf göngu sína fyrir tíu árum. Hann sagði í samtali við sjónvarpsstöðina E! Meira
11. september 2004 | Menningarlíf | 163 orð | 1 mynd | ókeypis

...eftirsóttum endursýningum

Í DAG verða endursýndir allnokkrir merkilegir þættir sem farið hafa framhjá mörgum áhorfendum. Á SkjáEinum verður endursýndur kl. 11.10 fótboltaþátturinn Upphitun (Pregame Show) þar sem farið er vel ofan í leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Meira
11. september 2004 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd | ókeypis

Egla fyrir börn og unglinga

HJÁ Máli og menningu er komin út Egla, sem er saga Egils Skalla-Grímssonar, í endursögn Brynhildar Þórarinsdóttur með myndskreytingum Margrétar E. Laxness. Meira
11. september 2004 | Menningarlíf | 266 orð | 1 mynd | ókeypis

Einn eftirsóttasti leiguspilari Englands

SPJALLÞÁTTUR Michael Parkinson á ITV -sjónvarpsstöðinni í Bretlandi er sá vinsælasti þar í landi en téður Parkinson hefur verið kallaður af löndum sínum "konungur spjallþáttanna" en hann hefur séð um slíka þætti síðan 1971. Meira
11. september 2004 | Menningarlíf | 92 orð | 1 mynd | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Fatahönnuðurinn Stella McCartney hefur samið við Adidas um hönnun á skóm og íþróttafötum fyrir sundfólk, hlaupara og líkamsræktendur. Tvær nýjar línur munu koma út á ári, og kemursú fyrsta í búðir í febrúar á næsta ári. Meira
11. september 2004 | Menningarlíf | 390 orð | ókeypis

Hollendingar fljúga yfir Reykjavík

Hollenskir dagar hófu göngu sína í Reykjavík á fimmtudag, og skjóta því ýmsir listviðburðir sem eiga rætur að rekja til Niðurlanda upp kollinum í borginni með reglulegu millibili um þessar mundir. Meira
11. september 2004 | Myndlist | 355 orð | 1 mynd | ókeypis

Ímyndaður raunveruleiki

EINHVERN tíma var sagt að munurinn á ljósmynd og málverki væri sá að meðan málverkið drægi upp einhvern hugarheim málarans, sannan eða loginn, - alltaf þó séðan með hans augum og túlkaðan með hans aðferðum, þá væri ljósmyndin eins og frosin sneið af... Meira
11. september 2004 | Myndlist | 469 orð | 1 mynd | ókeypis

Með annan fótinn í teikningunni

"Þetta er lítil yfirlitssýning," segir hollenski listamaðurinn Pieter Holstein, þar sem hann leiðir blaðamann milli hæða í Safni á Laugavegi 37, þar sem sýning á verkum hans verður opnuð klukkan 16 í dag. Meira
11. september 2004 | Menningarlíf | 72 orð | 1 mynd | ókeypis

Njála á ensku

HJÁ Máli og menningu er Njála komin út á ensku - The Saga of Njáll - í endursögn Brynhildar Þórarinsdóttur með myndskreytingum Margrétar E. Laxness. Brynhildur hlaut Vorvinda, viðurkenningu Barna og bóka, Íslandsdeildar IBBY fyrir bókina árið 2002. Meira
11. september 2004 | Menningarlíf | 112 orð | 1 mynd | ókeypis

Riddararnir frá Shanghæ

HIÐ ólíklega tvíeyki Owen Wilson og Jackie Chan þóttu fara á kostum saman í grínvestranum Shanghai Noon. Í Shanghai Knight snúa þeir bökum saman á ný sem Chon Wong og Roy O'Bannon. Chon á um sárt að binda, faðir hans var myrtur og kappinn leitar hefnda. Meira
11. september 2004 | Tónlist | 181 orð | 1 mynd | ókeypis

Sjóðandi sígaunasveifla

ALLIANCE française og Franska sendiráðið bjóða upp á ókeypis tónleika með Tríó Givone, sem spilar sveiflu og sígauna djass, og Birni Thoroddsen á Nasa við Austurvöll í kvöld. Hefjast tónleikarnir kl. 21. Meira
11. september 2004 | Kvikmyndir | 779 orð | 2 myndir | ókeypis

Uppeldisstöð fyrir kvikmyndaáhugamenn

Dagskrá vetrarins í Kvikmyndasafni Íslands hófst á þriðjudaginn með sýningum á safni áróðursmynda frá Íslandi, sem verða á dagskrá aftur í dag. Meira
11. september 2004 | Menningarlíf | 65 orð | 1 mynd | ókeypis

Úlpa á Dillon

HAFNFIRSKA rokksveitin Úlpa treður upp á Dillon í kvöld klukkan 21.00 og mun svo sjá um skífuþeytingar að leik loknum. Meira
11. september 2004 | Tónlist | 292 orð | ókeypis

Veldi tilfinninganna

Liene Circene flutti verk eftir Bach, Beethoven, Ginastera og Rachmaninoff. Þriðjudagur 7. september. Meira
11. september 2004 | Tónlist | 932 orð | 1 mynd | ókeypis

Þar er sungið um svölurnar...

Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari gera víðreist um Vesturland og Vestfirði næstu daga með ferna tónleika. Fyrstu tónleikarnir verða í Stykkishólmskirkju á morgun kl. 16; aðrir í Ísafjarðarkirkju á mánudag kl. 20. Meira

Umræðan

11. september 2004 | Aðsent efni | 321 orð | 1 mynd | ókeypis

Aðför Rannsóknasjóðs að rannsóknastofnunum atvinnuveganna

Hákon Ólafsson fjallar um Rannsóknasjóð: "Það hefur verið stefna stjórnvalda lengi að auka ekki fjárveitingar til rannsóknastofnana heldur að efla samkeppnissjóði og gera þeim að sækja um rannsóknafé í þá." Meira
11. september 2004 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd | ókeypis

Af hverju þurfa kennarar hærri laun?

Guðrún Snorradóttir skrifar um kjaramál kennara: "Er það eðlilegt og sjálfsagt að kennarar skuldsetji sig með námslánum fyrir hugsjónina eina saman?" Meira
11. september 2004 | Aðsent efni | 663 orð | 1 mynd | ókeypis

Átthagafjötrar tónlistarnema

Dagbjört Jónsdóttir fjallar um tónlistarnám: "En hvaða ákvörðun sem sveitarfélögin taka á þessum fundi er ljóst að hún verður eingöngu til bráðabirgða." Meira
11. september 2004 | Aðsent efni | 796 orð | 2 myndir | ókeypis

Dyslexía í kennslustofunni

Elín Vilhelmsdóttir og Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir fjalla um lesblindu: "Í skólastofu með 25 nemendum eru að jafnaði 3 með lesblindu. Kennarar eiga að ganga út frá því og miða skólastarf sitt við þá staðreynd." Meira
11. september 2004 | Aðsent efni | 367 orð | 1 mynd | ókeypis

Ferðaþjónustan eflist

Sturla Böðvarsson fjallar um ferðaþjónustu: "Það er ánægjulegt að fá fregnir af því að hótel á landsbyggðinni, eins og Hótel Búðir á Snæfellsnesi, sé talið meðal bestu hótela í heiminum." Meira
11. september 2004 | Aðsent efni | 402 orð | 1 mynd | ókeypis

Flýtur þú þegjandi að feigðarósi, af því að þú stamar?

Björn Tryggvason fjallar um ráðstefnu fyrir málhalta: "Ráðstefnan hentar líka mjög vel foreldrum barna sem stama og öðrum uppalendum." Meira
11. september 2004 | Aðsent efni | 164 orð | ókeypis

Hanagal

KRISTINN H. Gunnarsson skrifar harðorða grein, ,,Mávagrátur", í Morgunblaðið þann 8. október sl. í garð duglegs athafnamanns sem hefur nýtt sér á óprúttinn hátt meingallað fiskveiðikerfi. Meira
11. september 2004 | Aðsent efni | 665 orð | 1 mynd | ókeypis

Húsnæði og lífeyrir

Jón frá Pálmholti fjallar um húsnæðismál: "Þá vantar hér enn þann leigumarkað sem alls staðar þykir sjálfsagður valkostur." Meira
11. september 2004 | Aðsent efni | 323 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvers vegna eru kennarar óánægðir?

Sveinn S. Ingólfsson fjallar um kjaradeilu kennara: "Undanfarin ár hefur tími sem fer í foreldrasamstarf stóraukist, t.d. vegna tilkomu Netsins og samskipta í gegnum það." Meira
11. september 2004 | Aðsent efni | 786 orð | 1 mynd | ókeypis

Land eða borgríki?

Runólfur Ágústsson fjallar um vaxtarbrodda samfélagsins: "Áframhaldandi uppbygging samfélags okkar sem borgríkis er kostnaðarsöm þróun sem hægt er að snúa við með þeim möguleikum sem tækniþróun nútímans hefur skapað." Meira
11. september 2004 | Bréf til blaðsins | 332 orð | ókeypis

Smá hugleiðing

Frá Davíð Þór Sigurðarsyni, nema í Viðskiptaháskólanum í Bifröst:: "ÞANNIG var að ég fór keyrandi austur með bílaleigubíl og eftir erfiðan dag, hangandi með fótinn á bensíngjöfinni og kílómetrarnir hrannast á mælinn kemst ég loks til Egilsstaða." Meira
11. september 2004 | Bréf til blaðsins | 260 orð | ókeypis

Stimpilgjald - skattur á félausa

Frá Guðmundi Óskarssyni:: "Hugmyndin að baki skattlagningu hlýtur að vera sú að skattar séu annaðhvort greiðsla fyrir beina þjónustu hins opinbera sem skattgreiðandinn nýtur, svo sem hluti fasteignagjalda, eða greiðsla til samneyslunnar af tekjum sem skattgreiðandinn hefur umfram..." Meira
11. september 2004 | Aðsent efni | 658 orð | 1 mynd | ókeypis

Um skipanir ráðuneytisstjóra

Ómar H. Kristmundsson fjallar um skipan embættismanna: "Við hæfi væri á aldarafmæli Stjórnarráðsins að stjórnvöld færu af stað með endurskoðun á skipulagi og starfsháttum Stjórnarráðsins, þar sem m.a. yrðu skoðaðar úrbætur við skipanir á æðstu embættismönnum ráðuneyta." Meira
11. september 2004 | Bréf til blaðsins | 381 orð | 1 mynd | ókeypis

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Út á ystu nöf ÉG sá í fréttum sjónvarps formann félagsmálaráðs, Björk Vilhelmsdóttur, reyna að verja útburð sjúklings sem bjó í íbúð Félagsbústaða. Meira
11. september 2004 | Aðsent efni | 572 orð | 1 mynd | ókeypis

Vissir þú þetta?

Jón Pétur Zimsen skrifar um kjaramál kennara: "Grunnskólakennarar eru orðnir þreyttir á stöðugum dylgjum þess efnis að þeir vinni ekki vinnuna sína..." Meira
11. september 2004 | Aðsent efni | 348 orð | 1 mynd | ókeypis

Þökk sé þeim sem annast aldraða

Þórir S. Guðbergsson fjallar um málefni aldraðra: "Enn á ný er auglýst eftir starfsmönnum í öldrunarþjónustu, þolinmóðum, skilningsríkum starfsmönnum með gott hjartalag." Meira

Minningar- og afmælisgreinar

11. september 2004 | Minningargreinar | 1062 orð | 1 mynd | ókeypis

ÁSTRÓS REGINBALDURSDÓTTIR

Ástrós Reginbaldursdóttir fæddist í Miðhúsum í Grindavík 28. júlí 1952. Hún lést á heimili sínu 5. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Reginbaldur Vilhjálmsson, f. 26. mars 1911, d. 28. júlí 1998, og Sæunn Bjarnveig Bjarnadóttir, f. 17. Meira  Kaupa minningabók
11. september 2004 | Minningargreinar | 1508 orð | 1 mynd | ókeypis

BERGVIN KARL INGÓLFSSON

Bergvin Karl Ingólfsson fæddist að Skriðuseli í Aðaldal 27. júlí 1912. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 5. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingólfur Indriðason frá Skriðuseli, f. 17.8. 1885, d.18.5. Meira  Kaupa minningabók
11. september 2004 | Minningargreinar | 2372 orð | 1 mynd | ókeypis

GUÐNÝ JÓNÍNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR FANNDAL

Guðný Jónína Sigurbjörnsdóttir Fanndal, tónlistarkennari og hjúkrunarfræðingur, fæddist á Seyðisfirði 4. mars 1913. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, f. 21.6. 1884, d. Meira  Kaupa minningabók
11. september 2004 | Minningargreinar | 416 orð | 1 mynd | ókeypis

GUNNHILDUR AAGOT GUNNARSDÓTTIR

Gunnhildur Aagot Gunnarsdóttir fæddist á Dallandi á Vopnafirði 6. maí 1942. Hún lést á heimili sínu 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hansína Sigfinnsdóttir húsfreyja, f. í Tunguhaga á Völlum 5. janúar 1911, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
11. september 2004 | Minningargreinar | 37 orð | ókeypis

Haukur Níelsson

Mig langaði til að þakka þér fyrir allt, langafi, það var gaman að fá að koma í heimsókn til þín og leika sér í dótaskúffunni og fá mjólk og kex og kíkja á lömbin. Bless, langafi. Silja Rún... Meira  Kaupa minningabók
11. september 2004 | Minningargreinar | 1715 orð | 1 mynd | ókeypis

HAUKUR NÍELSSON

Haukur Níelsson, bóndi á Helgafelli í Mosfellssveit, fæddist í Reykjavík 13. desember 1921. Hann andaðist 27. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Lágafellskirkju 9. september. Meira  Kaupa minningabók
11. september 2004 | Minningargreinar | 3361 orð | 1 mynd | ókeypis

INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

Ingibjörg Guðmundsdóttir fæddist á Berghyl í Fljótum í Skagafirði, 12. febrúar 1929. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi fimmtudags 2. september síðastliðins. Foreldrar hennar voru Guðmundur Benediktsson, f. Meira  Kaupa minningabók
11. september 2004 | Minningargreinar | 862 orð | 1 mynd | ókeypis

KARL VALUR KARLSSON

Karl Valur Karlsson fæddist í Reykjavík 27. september 1939. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 1. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ólafsvíkurkirkju 10. september. Meira  Kaupa minningabók
11. september 2004 | Minningargreinar | 20 orð | ókeypis

Sigrún Jónsdóttir

Elsku Geiri, Margrét, Jón Glúmur og Þórhildur. Við sendum ykkur og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sólveig, Elliði og Bergþóra... Meira  Kaupa minningabók
11. september 2004 | Minningargreinar | 3656 orð | 1 mynd | ókeypis

SIGRÚN JÓNSDÓTTIR

Sigrún Jónsdóttir fæddist á Akureyri 21. desember 1968. Hún lést á Landspítalanum 5. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Jón Aðalsteinn Baldvinsson og Margrét Sigtryggsdóttir, á Hólum í Hjaltadal. Systkini Sigrúnar eru Ragnar Þór, f. 23. Meira  Kaupa minningabók
11. september 2004 | Minningargreinar | 1966 orð | 1 mynd | ókeypis

SOFFÍA ÞORKELSDÓTTIR

Soffía Þorkelsdóttir fæddist á Seyðisfirði 5. júlí 1931. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut að morgni 1. september síðastliðins. Foreldrar hennar voru Þorkell Björnsson frá Seyðisfirði, f. 24.6. 1894, d. 9.8. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

11. september 2004 | Sjávarútvegur | 374 orð | 1 mynd | ókeypis

Meðalgóð byrjun í Faxaflóanum

"VERTÍÐIN hefur farið vel af stað og byrjunin er svipuð og undanfarin ár. Meira
11. september 2004 | Sjávarútvegur | 306 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýr bátur á Hellissand

BÁTASMIÐJAN Seigla hefur smíðað nýjan bát af gerðinni Seigur 1160 sem hlotið hefur nafnið Matthías SH og er í eigu Kristjáns Jónssonar, útgerðarmanns á Hellissandi. Matthías SH er 14,9 brúttótonna trefjaplastbátur sem gerður verður út í krókaaflmarki. Meira

Viðskipti

11. september 2004 | Viðskiptafréttir | 91 orð | ókeypis

Bréf KB banka hækka um 7,6%

GENGI hlutabréfa KB banka hækkuðu um 7,6% í 1.550 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Endaði gengið í 495 krónum á hlut. Meira
11. september 2004 | Viðskiptafréttir | 28 orð | ókeypis

Deloitte endurskoðar fyrir deCODE

DECODE genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar , hefur ráðið endurskoðunarfyrirtækið Deloitte til að endurskoða reikninga sína. Deloitte tekur við af PricewaterhouseCoopers sem hætti að endurskoða reikninga deCODE í síðasta... Meira
11. september 2004 | Viðskiptafréttir | 141 orð | 1 mynd | ókeypis

Íslandsbanki gerir formlegt tilboð í KredittBanken

ÍSLANDSBANKI hefur gert formlegt tilboð í öll hlutabréf í norska bankanum KredittBanken . Tilboðið hefur verið sent til hluthafa. Frá þessu var greint í tilkynningu frá Íslandsbanka í gær. Meira
11. september 2004 | Viðskiptafréttir | 86 orð | ókeypis

KB banki lækkar verðtryggða vexti

KB banki hefur lækkað vexti af verðtryggðum inn- og útlánum frá og með deginum í dag um 0,15-0,20%. Verðtryggðir kjörvextir skuldabréfalána lækka um 0,2% og verða 5,0%. Meira
11. september 2004 | Viðskiptafréttir | 164 orð | 1 mynd | ókeypis

Meiri framleiðni án fjölgunar starfsfólks

HANNES G. Meira
11. september 2004 | Viðskiptafréttir | 480 orð | 1 mynd | ókeypis

Norðurljós kaupa 35% hlut í Og Vodafone

NORÐURLJÓS hf., móðurfélag Íslenska útvarpsfélagsins, hafa keypt liðlega 1,2 milljarða hlut í Og Vodafone hf., sem svarar til 34,99% af heildarhlutafé félagsins. Seljandi er CVC á Íslandi ehf., sem er í eigu Kenneths D. Petersons. Meira
11. september 2004 | Viðskiptafréttir | 120 orð | 1 mynd | ókeypis

William Demant eykur hlut sinn í Össuri

DANSKA fjárfestingarfélagið William Demant Invest hefur aukið hlut sinn í Össuri hf. um 4,52% og á nú 14,04% af heildarhlutafé félagsins. Ekki hefur verið greint frá því hver eða hverjir seldu. Meira

Daglegt líf

11. september 2004 | Daglegt líf | 147 orð | 4 myndir | ókeypis

Dívurnar fyrirmynd

Aftur til fyrri ára, er meginþema hárlínu Intercoiffure fyrir veturinn 2004 til 2005, sem kynnt var á heimsþingi samtakanna í Japan og sótt af tæplega tvö þúsund hárgreiðslumeisturum. Meira
11. september 2004 | Daglegt líf | 50 orð | 1 mynd | ókeypis

Ísland og Tyrkland með tollfrjálsan varning...

Ísland og Tyrkland með tollfrjálsan varning Fyrirhugað er að opna verslun með tollfrjálsan varning fyrir farþega sem lenda á norskum flugvöllum um næstu áramót samkvæmt fréttum Dagens Næringsliv. Meira
11. september 2004 | Daglegt líf | 174 orð | 1 mynd | ókeypis

Rokk og ról í Dublin Margir...

Rokk og ról í Dublin Margir frægir tónlistarmenn hafa stigið sín fyrstu skref í bransanum í Dublin. Meira
11. september 2004 | Daglegt líf | 549 orð | 1 mynd | ókeypis

Samheldni og fjörugt félagslíf

Í Selvoginn er fróðlegt að fara til þess að skoða Strandarkirkju og njóta hins sérkennilega umhverfis sem þar er. Það voru ekki færri en 35 húsbílar á tjaldstæðinu hjá kaffistofunni T-bæ í Selvoginum einn sunnudag í ágúst. Meira
11. september 2004 | Daglegt líf | 331 orð | 2 myndir | ókeypis

Vel heppnuð fótboltaferð

Kristinn Kristinsson sjóntækjafræðingur fór með 4. flokki drengja í KR í keppnisferð. Meira
11. september 2004 | Daglegt líf | 433 orð | 1 mynd | ókeypis

Ætlarðu alltaf að reykja?

Flestir reykingamenn vilja hætta að reykja en oft er það hægara sagt en gert. Margir verða strax áhyggjufullir við tilhugsunina, hræddir um að sér mistakist og hræddir við fráhvarfseinkennin. Meira

Fastir þættir

11. september 2004 | Dagbók | 179 orð | ókeypis

Alltaf að mála

SÖLUSÝNING á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar verður opnuð í Gallerí+, Brekkugötu 35, Akureyri, í dag, laugardaginn 11. september, kl. 15. Sýningin ber yfirskriftina Alltaf að mála en á henni gefst tækifæri til að eignast hlut í ævintýraheimi Þorvaldar. Meira
11. september 2004 | Dagbók | 29 orð | 1 mynd | ókeypis

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

80 ÁRA afmæli. Í dag, 11. september, verður áttræð Kristrún Guðmundsdóttir. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í dag frá kl. 15-18 á jarðhæð í Árskógum 8,... Meira
11. september 2004 | Fastir þættir | 205 orð | ókeypis

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Evrópumót ungmenna í Prag. Meira
11. september 2004 | Dagbók | 447 orð | 1 mynd | ókeypis

Greining mjög víðtækt ferli

Stefán J. Hreiðarsson er fæddur árið 1947 á Akureyri. Hann lauk læknanámi frá HÍ 1974 og stundaði nám í almennum barnalækningum 1976 til 1979 og nám í fötlunum barna og erfðafræði 1979 til 1982. Stefán starfaði sem sérfræðingur Barnaspítala Hringsins 1982 til 1986 og hefur síðan gegnt starfi forstöðumanns Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Stefán er kvæntur og á ásamt konu sinni þrjú börn. Meira
11. september 2004 | Dagbók | 34 orð | 1 mynd | ókeypis

Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur héldu...

Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur héldu nýlega flóamarkað á Akureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 5.235 krónur. Þær heita Kristín Rut Gunnarsdóttir, Fjóla Björk Kristinsdóttir, Eydís Helena Leifsdóttir og Thelma Rut... Meira
11. september 2004 | Dagbók | 35 orð | 1 mynd | ókeypis

Hlutavelta | Þessir ungu krakkar héldu...

Hlutavelta | Þessir ungu krakkar héldu nýlega hlutaveltu og söfnuðu auk þess flöskum til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 10.109 krónur. Meira
11. september 2004 | Dagbók | 17 orð | 1 mynd | ókeypis

Hlutavelta | Þær Eva Björg, Margrét...

Hlutavelta | Þær Eva Björg, Margrét Björg og Una söfnuðu 7.754 kr. til styrktar Rauða krossi... Meira
11. september 2004 | Dagbók | 2139 orð | 1 mynd | ókeypis

(Lúk. 17.)

Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. Meira
11. september 2004 | Dagbók | 99 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýdönsk bætir, hressir og kætir í kvöld

NASA | Ein af elstu starfandi poppsveitum Íslands, Nýdönsk, kemur fram á Nasa í kvöld og stendur fyrir dansleik, þar sem hún mun væntanlega leika mörg af sínum þekktustu lögum. Þeir félagar hittast ekki oft, en þegar þeir gera það ku góðir hlutir... Meira
11. september 2004 | Dagbók | 74 orð | ókeypis

Orð dagsins: En Guð, sem veitir...

Orð dagsins: En Guð, sem veitir þolgæðið og huggunina, gefi yður að vera samhuga að vilja Krists Jesú, til þess að þér allir saman einum munni vegsamið Guð og föður Drottins vors Jesú Krists. (Rm. 15, 5.-7.) Meira
11. september 2004 | Dagbók | 129 orð | 1 mynd | ókeypis

Safngestir gerast listsérfræðingar

GESTUM á Tate Britain-safninu í London, sem hýsir list frá árinu 1500 til nútímans og hefur að geyma lykilverk margra af meisturum breskrar myndlistar, gefst nú kostur á að koma með skriflegar athugasemdir um myndverkin sem þar eru til sýnis. Meira
11. september 2004 | Fastir þættir | 139 orð | 1 mynd | ókeypis

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. Rf3 Rf6 2. g3 b6 3. Bg2 Bb7 4. 0-0 c5 5. d3 d5 6. Rbd2 e6 7. He1 Be7 8. e4 Rc6 9. c3 0-0 10. e5 Rd7 11. Rf1 Dc7 12. Bf4 b5 13. h4 a5 14. R1h2 d4 15. cxd4 cxd4 16. Rg4 Hfc8 17. Meira
11. september 2004 | Dagbók | 1504 orð | 1 mynd | ókeypis

Vetrarstarf í Bústaðakirkju NÚ breytist messutíminn...

Vetrarstarf í Bústaðakirkju NÚ breytist messutíminn í Bústaðakirkju frá og með 12. september. Barnamessur verða klukkan 11.00 og almennar guðsþjónustur kl. 14.00. Meira
11. september 2004 | Fastir þættir | 320 orð | 1 mynd | ókeypis

Víkverji skrifar...

Víkverja verður tíðrætt um umferðarmenningu, enda umlykur hún alla hans tilveru. Hvort sem Víkverji fer hjólandi, gangandi, akandi eða í strætó til vinnu þarf hann að kljást við umferðarteppu af einhverju tagi. Meira
11. september 2004 | Dagbók | 95 orð | ókeypis

Þjóðlagaskotið stórteiti á Grand Rokk

LÚÐRAR verða þeyttir og leikandi hrynfall mun tæla gesti Grand Rokks þegar stórsveit Nix Noltes og BenniHemmHemm og hljómsveit leika listir sína í kvöld. Meira

Íþróttir

11. september 2004 | Íþróttir | 225 orð | 1 mynd | ókeypis

Arsene Wenger og Reyes standa upp úr

FRÁBÆR byrjun Arsenal á leiktíðinni hefur vart farið framhjá þeim sem fylgjast með ensku knattspyrnunni. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 399 orð | 1 mynd | ókeypis

* CARLOS Queiroz, aðstoðarmaður Sir Alex...

* CARLOS Queiroz, aðstoðarmaður Sir Alex Fergusons, knattspyrnustjóra Manchester United, segir að framtíðin sé björt hjá félaginu - margir ungir leikmenn séu að koma fram í sviðsljósið. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 149 orð | ókeypis

Eftirvænting ríkir í herbúðum Tottenham

TOTTENHAM teflir fram þremur byrjunarliðsmönnum úr enska landsliðinu gegn Norwich í úrvalsdeildinni á morgun og það er í fyrsta skipti í 17 ár sem Lundúnaliðið getur státað af slíku. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 135 orð | ókeypis

Eiður Smári við hlið Kezman?

ÞAR sem 24 milljóna punda sóknarleikmaðurinn frá Fílabeinsströndinni, Didier Drogba, sem Chelsea keypti frá Marseille, er meiddur á ökkla, er líklegt að Eiður Smári Guðjohnsen leiki í byrjunarliði Chelsea gegn Aston Villa - við hliðina á Mateja Kezman. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd | ókeypis

Endar Sir Bobby á Portman Road?

SIR Bobby Robson gæti verið á heimleið því gamla liðið hans, Ipswich Town, hefur ekki útilokað að nýta krafta hins 71 árs knattspyrnustjóra sem sagt upp störfum hjá Newcastle í síðustu viku. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 350 orð | ókeypis

FH-ingar geta orðið meistarar í Kaplakrika

FH-INGAR gætu fagnað sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í knattspyrnu karla á morgun, og Víkingur og KA gætu tekið hin þungu skref niður í 1. deild þegar flautað verður til leiksloka í 17. og næstsíðustu umferð úrvalsdeildarinnar laust fyrir klukkan fjögur. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 401 orð | 1 mynd | ókeypis

* FRÖNSKU leikmennirnir Pascal Cygan og...

* FRÖNSKU leikmennirnir Pascal Cygan og Patrick Wieira verða tilbúnir í slaginn þegar Arsenal sækir Fulham heim á Craven Cottage. Cygan, sem hefur tekið stöðu Sol Campbell, meiddist í upphitun fyrir síðasta leik Arsenal - gegn Norwich. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 165 orð | ókeypis

Fulham hefur beðið í 38 ár

FULHAM hefur ekki unnið Arsenal í 38 ár en fær tækifæri til þess að bæta úr því í dag þegar meistararnir koma í heimsókn á Craven Cottage. Fulham fagnaði sigri þann 1. janúar 1966 en það er eini sigur liðsins í síðustu 18 viðureignum Lundúnaliðanna. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd | ókeypis

Fær Gunnar Heiðar keppni um titilinn?

GRÉTAR Hjartarson úr Grindavík og Þórarinn Kristjánsson úr Keflavík eru einu leikmennirnir sem eiga raunhæfa möguleika á að hirða markakóngstitil úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu af Eyjamanninum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 1372 orð | 2 myndir | ókeypis

Gengum hönd í hönd frá vellinum

ÉG var mjög ungur þegar ég byrjaði að halda með Tottenham Hotspur, líklega árið 1965, en frændi minn benti mér á athyglisvert lið á Bretlandseyjum og ég kokgleypti þá beitu. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 115 orð | ókeypis

Grímur til Hollands og Ítalíu

GRÍMUR Björn Grímsson, drengjalandsliðsmaður í knattspyrnu úr KR, fer til reynslu til tveggja erlendra félaga í haust. Heerenveen í Hollandi hefur boðið honum til sín í byrjun október og Empoli á Ítalíu í lok október. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 300 orð | 1 mynd | ókeypis

Heinze loks mættur á Old Trafford

GABRIEL Heinze, argentínski landsliðsmaðurinn sem Manchester United festi kaup á frá franska liðinu Paris Saint Germain, er loks mættur til starfa á Old Trafford, þremur mánuðum eftir að gengið var frá samningi við hann. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 161 orð | ókeypis

Heldur sigurganga Charlton áfram?

HERMANNI Hreiðarssyni og samherjum í Charlton hefur vegnað vel á heimavelli, The Valley, það sem af er keppnistímabilinu en báðir vinningar liðsins hafa unnist þar. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 136 orð | ókeypis

Ísland tapar en Reading græðir

ÍVAR Ingimarsson er sérstaklega tekinn út sem lykilmaður í liði Reading á vef félagins fyrir leik gegn Derby County í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 530 orð | 1 mynd | ókeypis

Íslenska blaðran sprakk í Århus

ÞAÐ má segja að Danir hafi fellt íslenska landsliðið á eigin bragði í gærkvöld er liðin áttust við í b-deild Evrópumóts landsliða í körfuknattleik - en leikið var í Århus og lauk leiknum með sigri heimamanna 81:71. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 97 orð | ókeypis

Karfan gaf sig í Århus

JAKOB Sigurðsson átti fínan leik og var stigahæstur íslenska liðsins gegn Dönum í gær með 14 stig, Hlynur Bæringsson fór fyrir vörninni og Jón Arnór Stefánsson átti einnig ágætan leik. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 211 orð | ókeypis

Kolo Toure er mikilvægur hlekkur hjá Arsenal

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur hrósað hinum 23 ára Kolo Toure, fyrirliða landsliðs Fílabeinsstrandarinnar, fyrir hans þátt í glæsilegri sigurgöngu Arsenal, en liðið hefur ekki tapað 44 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 47 orð | ókeypis

KR-ingar vígja gervigrasvöll

Í dag klukkan tólf verður gervigrasvöllur á svæði KR-inga formlega vígður. Að vígslu lokinni verður stuttur kappleikur í knattspyrnu milli liðs borgarstjórans í Reykjavík og lið valinkunnra KR-inga auk þess sem 8. flokkur KR og Fylkis eigast við. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd | ókeypis

Lékum illa og eigum að vinna þá

"ÉG er alls ekki sáttur við þessi úrslit. Ástæðan er fyrst og fremst sú að við spiluðum illa í sókninni. Við eigum að geta unnið þá og verðum að gera það þegar við mætum þeim á heimavelli. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 226 orð | ókeypis

Logi tekur þátt í hátíðisdeginum

"EIN stærsta stund þýsks handknattleiks," "hátíðisdagur" og fleira í þeim dúr segja þýskir fjölmiðlar þegar þeir greina frá væntanlegri viðureign Lemgo og í Kiel í upphafsumferð þýska handknattleiksins á morgun. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 403 orð | ókeypis

"Til mikils að vinna"

PÁLL Ólafsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handknattleik, á ekki von á öðru en að hans menn tryggi sér farseðilinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en Haukarnir mæta í dag og á morgun á Ásvöllum belgíska meistaraliðinu Sporting Neerpelt í forkeppni Meistaradeildarinnar. Sigurliðið í rimmunni fer í E-riðil meistaradeildarinnar ásamt Kiel frá Þýskalandi, Sävehof frá Svíþjóð og franska liðinu Créteil. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 142 orð | 1 mynd | ókeypis

"Við þurfum að fá eitt hundrað stig"

JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að lið sitt þurfi að hala inn 100 stig í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni ætli það sér að landa enska meistaratitlinum. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 404 orð | ókeypis

Röðin komin að Eyjakonum?

HALLDÓRA Sigurðardóttir, þjálfari KR, á von á bráðskemmtilegum bikarúrslitaleik í dag á milli Vals og ÍBV. Bæði lið tefli fram góðum sóknarmönnum sem skori mikið af mörkum og hún hefur ekki trú á að þjálfarar liðanna verði of varnarsinnaðir í þessum mikilvæga leik. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 154 orð | ókeypis

Sagan er ekki með Crystal Palace

CRYSTAL Palace hefur átt á brattann að sækja í fyrstu leikjum sínum í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Liðið hefur aðeins náð einu stigi í fyrstu fjórum leikjunum og stendur verst að vígi af liðunum þremur sem komu upp í úrvalsdeildina í vor. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 587 orð | 1 mynd | ókeypis

Sé ekkert lið standast Arsenal snúning

JÓHANNES Karl Guðjónsson, atvinnumaður hjá enska 1. deildarliðinu Leicester City, er vel kunnugur ensku knattspyrnunni. Leicester er þriðja enska liðið sem Skagamaðurinn er á mála hjá. Hann lék með Úlfunum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og var áður í herbúðum Aston Villa. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 395 orð | 1 mynd | ókeypis

Shearer fagnar komu Souness

ALAN Shearer, fyrirliði Newcastle United, fagnar komu Graeme Souness í stól knattspyrnustjóra félagsins í stað Sir Bobby Robsons en Souness ákvað að segja skilið við Blackburn Rovers þegar forráðamenn Newcastle leituðu til hans. Shearer segir að ekki hefði verið hægt að fá betri mann en Souness til starfans. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 295 orð | 1 mynd | ókeypis

* SIGURSTEINN Arndal hefur verið útnefndur...

* SIGURSTEINN Arndal hefur verið útnefndur fyrirliði þýska handknattleiksliðsins Bad Schwartau fyrir komandi tímabil. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 214 orð | ókeypis

Skrautlegur fyrsti hringur hjá Vijay Singh

ÞAÐ gekk mikið á í fyrsta hring á Opna kanadíska golfmótinu sem hófst á fimmtudaginn. Vijay Singh, hóf leik á tíundu holu í vitlausu veðri, náði ekki að klára en gerði það í gærmorgun. Lék níu holurnar á 40 höggum, þar af 11. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 5 orð | ókeypis

staðan

Arsenal 440016:512 Chelsea 44006:112 Bolton 43017:49 Tottenham 42204:28 Middlesbro 42119:87 Aston Villa 42117:67 Everton 42116:67 Charlton 42026:96 Man. Utd 41213:35 Man. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 37 orð | ókeypis

STAÐAN

Staðan eftir 16 umferðir: FH 1687127:1431 ÍBV 1684431:1728 Fylkir 1675422:1626 ÍA 1667322:1725 Keflavík 1663722:2821 KR 1647518:1819 Grindavík 1646617:2518 Fram 1645717:1817 Víkingur R. 1643915:2315 KA 1643911:2615 12. september: ÍBV - Fylkir Víkingur R. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 204 orð | ókeypis

Tekst Þrótturum að fylgja Val upp í úrvalsdeildina?

NÆST síðasta umferð 1. deildar karla í knattspyrnu verður leikin í dag og geta úrslitin ráðist á toppi og botni deildarinnar. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd | ókeypis

TOPPLIÐIN á Englandi, sem eru með...

TOPPLIÐIN á Englandi, sem eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir - Arsenal og Chelsea - verða í sviðsljósinu í dag í beinum útsendingum á Skjá einum. Laugardagur 11. september 11.45 Aston Villa - Chelsesa 13.45 Á vellinum með Snorra Má. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd | ókeypis

* TRYGGVI Guðmundsson, knattspyrnumaður hjá Örgryte...

* TRYGGVI Guðmundsson, knattspyrnumaður hjá Örgryte , er að jafna sig af hnémeiðslum sem hann varð fyrir á æfingu um miðjan ágúst. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 310 orð | 1 mynd | ókeypis

Tvöfalt hjá Val eða fyrsti titill ÍBV?

TVÖ sterkustu lið landsins, Valur og ÍBV, mætast í dag í úrslitaleiknum í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Hann fer fram á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 16. Þessi lið börðust um Íslandsmeistaratitilinn í sumar og þar höfðu Valskonur betur og þær eru einnig núverandi bikarmeistarar því þær lögðu ÍBV, 3:1, í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 88 orð | ókeypis

um helgina

KNATTSPYRNA Laugardagur: Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikarkeppni kvenna, úrslitaleikur: Laugardalsvöllur: ÍBV - Valur 16 1. deild karla: Fjölnisvöllur: Fjölnir - Þór 13.30 Stjörnuvöllur: Stjarnan - Valur 13.30 Kópavogur: Breiðablik - HK 13. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 159 orð | ókeypis

úrslit

KÖRFUKNATTLEIKUR Danmörk - Ísland 81:71 Árósar, Evrópukeppni karlalandsliða, B-deild, föstudaginn 10. september 2004. Gangur leiksins : 10:24, 17:24, 42:40, 61:59, 81:71. Stigahæstir hjá Dönum : Jens Jensen 19, Chris Christoffersen 12, Peter Johansen 11. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 252 orð | ókeypis

Valskonur mæta Önnered í Svíþjóð

KVENNALIÐ Vals í handknattleik mætir í dag sænska liðinu Önnered HK í 1. umferð EHF-keppninnar og fer leikurinn fram á heimavelli Önnered í Gautaborg. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 65 orð | ókeypis

Wayne Rooney verður að bíða lengur

WAYNE Rooney verður að bíða lengur eftir því að fá að spreyta sig með Manchester United. Enski landsliðsmaðurinn, sem United festi kaup á frá Everton á dögunum, er að jafna sig á ristarbroti sem hann varð fyrir með Englendingum á EM í Portúgal. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 149 orð | ókeypis

Wenger gefur ungum mönnum tækifæri

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að það sé stefna sín að gefa ungum leikmönnum jafnt og þétt tækifæri til að leika með Arsenal, þannig að leikmannahópur Arsenal verði sterkari með hverjum leik. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 129 orð | ókeypis

Þorsteinn í marki Grindvíkinga?

ÞORSTEINN Bjarnason stendur væntanlega í marki Grindvíkinga í stað Alberts Sævarssonar þegar þeir sækja Keflvíkinga heim á morgun. Meira
11. september 2004 | Íþróttir | 168 orð | ókeypis

Þórður ristarbrotnaði í Ungverjalandi

ÞÓRÐUR Guðjónsson, leikmaður með Bochum í Þýskalandi, ristarbrotnaði í landsleik Íslands og Ungverjalands í Búdapest á miðvikudaginn. Þórður fór út af í síðari hálfleik og gerðist atvikið skömmu áður. "Það kvarnaðist upp úr beini í ristinni. Meira

Barnablað

11. september 2004 | Barnablað | 24 orð | 1 mynd | ókeypis

Aumingja sjóræningjarnir...

...þeir eru eitthvað svo einmanalegir. Hverju eru þeir eiginlega búnir að týna? Að því kemstu fljótt ef þú bara tengir saman punktana frá... Meira
11. september 2004 | Barnablað | 15 orð | 1 mynd | ókeypis

Bíðið við, er ekki eitthvað skrítið...

Bíðið við, er ekki eitthvað skrítið við þennan málshátt? Kannt þú réttu útgáfuna af... Meira
11. september 2004 | Barnablað | 407 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvað er lykt?

Sagt er að menn hafi fimm skilningarvit eða skynfæri: sjón, heyrn, lyktarskyn, snertiskyn og bragðskyn. Og við notum þessi skynfæri allan daginn út og inn. Meira
11. september 2004 | Barnablað | 352 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvað gerist svo?

Anna bylti sér í rúminu. Hún gat ekki sofnað. Þetta hafði áreiðanlega verið ömurlegasti dagurinn í lífi hennar. Allt hafði verið hræðilegt. Fyrst datt hún á svelli á leiðinni í skólann. Jón Emil stal frá henni nestinu í hádeginu. Meira
11. september 2004 | Barnablað | 47 orð | ókeypis

Hvað gerist svo?

Því ráðið þið - eða allavega eitt ykkar. Sendið fyrir m iðvikudaginn 15. september inn ykkar framhald á barn@mbl.is, merkt "keðjusagan". Meira
11. september 2004 | Barnablað | 37 orð | 1 mynd | ókeypis

Hver er þyngstur?

ÞESSI karlabolluklúbbur er í megrunarkeppni. Nú eru þeir að vikta sig og sá sem er léttastur vinnur. En hver sýnist þér vera þyngstur? Smávísbendingar: Hann er með gleraugu, engan hatt og í svörtum skóm. Lausn á öftustu... Meira
11. september 2004 | Barnablað | 8 orð | 1 mynd | ókeypis

Litið Leðurblökumanninn

Hvar á að koma blátt og hvar rautt... Meira
11. september 2004 | Barnablað | 188 orð | 2 myndir | ókeypis

Lyktar þú vel?

Er góð lykt af þér? Notar þú ilmvatn? Hvað veistu um vellyktandi heiminn? 1. Ef þú úðar á þig ilmvatni að sumri til, geturðu ... a) ... sett á þig meira, því hitinn leysir upp lyktina b) ... blandað það sólaráburðinum þegar þú ferð í sólbað c) ... Meira
11. september 2004 | Barnablað | 251 orð | 2 myndir | ókeypis

Mér finnst skemmtilegast að...

Nafn: Bergljót María Sigurðardóttir Aldur: 12 ára Skóli: 7.GHG í Austurbæjarskóla ... með munninum Mér finnst skemmtilegast að tala með munninum. Líka að tyggja tyggjó í skólanum. ...með eyrunum Að hlusta á bullið í vinum mínum með eyrunum. Meira
11. september 2004 | Barnablað | 298 orð | 2 myndir | ókeypis

Spennandi og hræðileg

SARA Ósk Þrúðmarsdóttir er 12 ára nemandi í Langholtsskóla. Hún er mjög klár og dugleg að teikna, en henni finnst einnig mjög skemmtilegt að lesa og klárar hverja bókina á fætur annarri. Meira
11. september 2004 | Barnablað | 187 orð | 1 mynd | ókeypis

Sturlað skólastuð

Kennari: Þegar þú geispar, áttu að setja hendina fyrir munninn! Nemandi: Ha! Og verða bitinn?! Kennari: Af hverju ertu svona sein? Nemandi: Fyrirgefðu, ég svaf yfir mig. Kennari: Hvað? Þarftu líka að sofa heima hjá þér? Meira
11. september 2004 | Barnablað | 42 orð | 1 mynd | ókeypis

Svona er umhorfs í nefinu á þér

A - Halló litli þefnemi! B - Hér er þessi líka fína lyktarskynshimna, bráðnauðsynleg í hvert nef. C - Þessar rósrauðu taugar senda skilaboð frá þefnemunum. D - Og þessi gráa klessa kallast lyktarklumba. Meira
11. september 2004 | Barnablað | 33 orð | 1 mynd | ókeypis

Tákn vikunnar

ÞÁ lærum við tvö ný tákn sem þýða "stelpa" og "strákur". Það er stelpan sem sýnir stelputáknið og strákurinn strákatáknið. Munið að örvarnar sýna hreyfingu og allir svo að nota tákn með... Meira
11. september 2004 | Barnablað | 113 orð | 1 mynd | ókeypis

Vellyktandi steinar

ÞAÐ er sniðugt að búa til fallega steina í skál til að gefa herberginu góða lykt. Meira
11. september 2004 | Barnablað | 168 orð | 1 mynd | ókeypis

Verðlaunaleikur vikunnar

Jæja, hversu góð eruð þið í stafsetningu? Nú reynir á það í þessum litla verðlaunaleik. Hér er málið að finna 6 stafa nafn á grænmeti nokkru sem gerir mann sterkan. Meira
11. september 2004 | Barnablað | 54 orð | 4 myndir | ókeypis

Vinstri saman vinstri, hægri ...

Um daginn hélt Þjóðdansafélag Reykjavíkur opið hús fyrir börn og unglinga sem langar að prófa íslensku gömlu dansana og þjóðdansa frá öðrum löndum. Meira
11. september 2004 | Barnablað | 33 orð | 1 mynd | ókeypis

Það geta allir lesið af hverju...

Það geta allir lesið af hverju þessi fína mynd er. Hún er eftir Fríðu Theodórsdóttur, 8 ára fjöllistakonu af Kjalarnesinu. Við þökkum Fríðu fyrir að vera alltaf svona dugleg að senda okkur... Meira

Lesbók

11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1948 orð | 1 mynd | ókeypis

Af hverju málskotsréttur

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands var samin og samþykkt á stríðstíma. Aðeins 11 dögum fyrir lýðveldisstofnunina tóku herir bandamanna land í Normandí, ýmsar nágrannaþjóðir voru hernumdar af Þjóðverjum og Ísland var hersetið. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 517 orð | ókeypis

Bolibompa

Virðing fyrir börnum er áberandi í Svíþjóð. Þeim er heilsað með handabandi, talað er við þau eins og fullgilda þegna, þau eru spurð álits og á þau er hlustað. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 2992 orð | 1 mynd | ókeypis

Bush í stríði

Mikill fjöldi bóka hefur komið út um Bush og fyrsta kjörtímabil hans. Gæði þessara bóka eru ærið misjöfn og nálgunin með ýmsu móti. Sumar þeirra jaðra við að vera slúður, en aðrar eru afrakstur rækilegrar heimildavinnu og geta verið mjög upplýsandi. Í þessari grein er fjallað um nokkrar þessara bóka en umfjöllunarefni þeirra tengist oft eftirmálum atburðanna 11. september 2001. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 479 orð | 2 myndir | ókeypis

Erlendar bækur

Nóbelsverðlaunahafinn Vidiadhar Surajprasad Naipaul sendi nýlega frá sér bókina Magic Seeds eða Töfrafræin eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 440 orð | 3 myndir | ókeypis

Erlendar kvikmyndir

Nýjasta mynd þýska kvikmyndagerðarmannsins Wims Wenders ( Der Himmel über Berlin og Buena Vista Social Club ) heitir Land allsnægtanna (Land of Plenty) og fjallar um Bandaríkin "eftir 9/11" í heljargreipum ofsóknaræðis og fátæktar. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 410 orð | 3 myndir | ókeypis

Erlend tónlist

Óður Johns Lennons til gömlu rokkáranna, platan Rock 'n' Roll, verður endurútgefinn 27. september nk. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1214 orð | 1 mynd | ókeypis

Grímuleikur

Í bókinni Faking It fjallar bandaríski fræðimaðurinn William Ian Miller um vandann að vera maður sjálfur, að vita hver maður er, að vita að maður er sjaldan eða aldrei maður sjálfur heldur alltaf einhver annar, að maður er í sífelldum grímuleik, að maður er sífelldlega að setja sjálfan sig á svið og reyna að vera einhver annar en maður er í raun og sannleika - að maður er hugsanlega ekkert annað og meira en það sem maður sýnist vera. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 2535 orð | 1 mynd | ókeypis

Í efra og neðra

Hvernig lýsa dvínandi mörk milli há- og lágmenningar sér? Hverjir eru gallar og kostir þess að mörkin þarna á milli eru að mást burt? Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 974 orð | 1 mynd | ókeypis

Kjarvalsstaðir sigraðir

til 31. október. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 11-17. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 576 orð | 1 mynd | ókeypis

Kóngurinn í Memphis

Fyrirbærið Elvis Presley er svo áberandi og yfirþyrmandi að menn gleyma því hvað hann var frábær tónlistarmaður. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 602 orð | ókeypis

Leikhús dauðans

!Fór í leikhús um daginn. Mikið afskaplega var það nú leiðinlegt. Það er alveg merkilegt hvað manni getur leiðst mikið við að horfa á lélega leiksýningu. Ef sagan er ekki grípandi, þá getur ekkert bætt það upp. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 446 orð | ókeypis

Neðanmáls

I Meirihlutinn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér. Meirihlutinn hefur til dæmis ekki gott gildismat, hann er iðulega úti á þekju þegar kemur að því að meta hvað er fagurt og gott. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 2069 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýi húmanisminn og Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar

Forlagið Bjartur hefur gefið út Ódysseifskviðu eftir Hómer í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar en síðast kom verkið út hjá Menningarsjóði að tilstuðlan Jónasar frá Hriflu árið 1949. Hér er sagt frá verkinu og þýðingu þess á íslensku en í nýju útgáfunni hafa leiðréttingar verið færðar inn í texta Sveinbjarnar. Greinarhöfundur segir það óneitanlega afhelga dálítið hinn þjóðlega minnisvarða. "Úr verður gömul en vissulega góð þýðing úr grísku, leiðrétt." Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 746 orð | 1 mynd | ókeypis

Næsta stopp: Rammstein

Allir virðast hafa skoðun á þýsku sveitinni Rammstein. Fólk furðar sig á henni, hefur á henni skömm eða dáist að einarðri sýn hennar á það hvernig framreiða skuli rokk og ról á þessum síðustu og verstu. Fjórða breiðskífa sveitarinnar, Reise, Reise, kemur út 27. september og klýfur sig nokkuð frá fyrri verkum sveitarinnar að sögn trymbils sveitarinnar, Christoph "Doom" Schneider. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 2229 orð | 1 mynd | ókeypis

Samastaður í sögunni

Endurspeglast hin afmarkaða landfræðilega staða Íslands, og sú sérstaða og þó jafnframt samfella í máli og sögu sem oft er talin móta íslenska menningu, í sköpulagi bókmenntaverka í meira mæli en raunin er í stærri samfélögunum? Hér er athugað hvort greina megi vissa grunnþætti í sjálfsmynd eða sjálfsskilningi Íslendinga í bókmenntum samtímans, þætti sem eru nátengdir staðarvitund. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 86 orð | ókeypis

Sameiginleg bænavika trúaðra um allan heim

Nú Bjarmi vonar berst um myrkvuð lönd, nú Búdda, Múhamed, Kristur hönd í hönd. Hógvær hlusta í bæn hins bæklaða manns, á barnið sem grætur og lifir án kærleikans. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 294 orð | 1 mynd | ókeypis

Skáld gefur ráð

1.Stundum losnar fylling úr tönn / þá er ráð að koma frímerkjasafninu í verð. 2.Stundum fer lampi í sjónvarpinu / þá er ráð að draga stöðumælavörðinn á tálar. 3.Stundum sýður upp úr pottinum / þá er ráð að ganga úr þjóðkirkjunni. 4. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 809 orð | 1 mynd | ókeypis

Týndur í biðsalnum

Nýjasta kvikmynd Stevens Spilbergs, The Terminal, er byggð á undarlegri raunasögu flugstöðvarbúans Mehran Karimi Nasseri sem dvalið hefur á Charles de Gaulle-flugvellinum í 16 ár. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 516 orð | 1 mynd | ókeypis

Unaður þess að fara í bíó

Miðasölustúlkan opnaði lúguna, reykvíski bíófarinn nálgaðist söluopið og sagði: "Einn miða í bestu sætum" og greiddi eina krónu fyrir. Hann stóð í langri röð við Iðnaðarmannahúsið í Reykjavík 27. Meira
11. september 2004 | Menningarblað/Lesbók | 2099 orð | 4 myndir | ókeypis

Þá verður bara ekkert úr músíklífinu hérna

Kristni Hallssyni var ungum falið að syngja erfið einsöngshlutverk, þrátt fyrir að hafa þá ekki fengið nema litla tilsögn í söng. En hæfileikarnir voru miklir, og þá fékk hann tækifæri til að rækta. Blaðamaður heimsótti Kristin á Hrafnistu í Hafnarfirði til að spjalla við hann um sönginn, samstarf við Árna Kristjánsson, Jón Leifs, tækifærin heima og erlendis og fleira. * Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.