Greinar þriðjudaginn 14. september 2004

Fréttir

14. september 2004 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

4.000 komu í gestastofu Snæfellsjökuls

Snæfellsnes | Um fjögur þúsund manns heimsóttu gestastofu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á Hellnum í sumar. Þetta er fyrsta sumarið sem gestastofan er starfrækt. Gestastofan var opin í tvo mánuði í sumar. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 78 orð

Aðsókn að Þjóðminjasafninu vonum framar

MJÖG GÓÐ aðsókn hefur verið að Þjóðminjasafni Íslands frá því það var opnað almenningi 2. september. "Það hefur verið mjög góð aðsókn og gær [sunnudag] komu um eitt þúsund manns í safnið. Meira
14. september 2004 | Minn staður | 183 orð

Akureyrarhlaup

AKUREYRARHLAUP Ungmennafélags Akureyrar verður næsta sunnudag, 19. september. Keppni í hálfmaraþoni, 21,1 km er að þessu sinni Íslandsmeistaramót. Meira
14. september 2004 | Erlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Allt að tíu þúsund deyja á mánuði

Í HVERJUM mánuði deyja um 6.000 til 10.000 manns af völdum sjúkdóma og átaka í flóttamannabúðum í Darfur-héraði í Súdan, að sögn Davids Nabarros, sem stjórnar hjálparstarfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 365 orð | 2 myndir

Athugasemd

Í Lesbók Morgunblaðsins 11. september stendur þessi klausa í viðtali Bergþóru Jónsdóttur blaðakonu við Kristin Hallsson söngvara: "...Jón (Leifs) barðist á móti nasistum, þótt hann hafi verið nasisti til að byrja með, með nasistamerki og hvaðeina. Meira
14. september 2004 | Minn staður | 130 orð | 4 myndir

Austfirðingar allra landa

Egilsstaðir | Á annað þúsund manns komu til Þjóðahátíðar Austfirðinga, sem haldin var sl. sunnudag. Fólk frá fjórtán þjóðlöndum kynnti þar menningu sína og gafst gestum kostur á að kynnast matargerð, handverki, tónlist og fleiru frá löndunum. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Á fullri ferð

LOKSINS stytti upp í Reykjavík eftir þrálátar rigningar og þá var ekki að sökum að spyrja, menn og málleysingjar flykktust út í sólina og sprettu úr spori. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 177 orð

Áreitti unga stúlku með símtölum

RÚMLEGA fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, óskilorðsbundið, fyrir að hafa áreitt unglingsstúlku og unga konu með tíðum símtölum þar sem hann viðhafði "klámfengið og kynferðislegt tal" eins og segir í dómnum. Meira
14. september 2004 | Erlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Batman mótmælti við Buckingham-höll

MAÐUR sem berst fyrir auknum réttindum feðra í Bretlandi stóð í gær fyrir mótmælum við húsnæði Bretadrottningar, Buckingham-höll, í London íklæddur Batman-búningi. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 93 orð

Bíldudalsgrænar

Stefnt er að því að halda sumarhátíðina Bíldudalsgrænar á Bíldudal í lok júní á næsta ári. Kemur þetta fram á vefnum arnfirdingur.is. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Bjarni fær andlitslyftingu

RANNSÓKNARSKIPIÐ Bjarni Sæmundsson RE liggur þessa dagana við Faxaskála í Reykjavíkurhöfn þar sem það fær andlitslyftingu í formi nýrrar málningar. Vafalaust verður Bjarni því enn glæsilegri þegar hann leggur upp í næsta... Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 124 orð

Brosið á Guði

Kristinn Bjarnason var frá Ási í Vatnsdal en flutti til Vestmannaeyja á þriðja áratug aldarinnar. Þaðan í Biskupstungur 1939 og til Reykjavíkur 1950. Þar lést hann 1968. Meira
14. september 2004 | Minn staður | 242 orð | 1 mynd

Einn, tveir og nú, Akureyringar!

EINN, tveir og nú er yfirskrift heilsuátaks sem heilsueflingarráð Akureyrar efnir til ásamt Landsbankanum en það hófst formlega í gær. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 98 orð

Engar kollsteypur

INNKOMNAR umsóknir hjá Íbúðalánasjóði voru 275 á tímabilinu 1. til 12. september en 512 umsóknir allan septembermánuð í fyrra. Umsóknir það sem af er árinu eru 8.303 á móti 8.942 umsóknum á sama tíma í fyrra eða 2,23% færri. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 98 orð

Fagnar tillögum um samkynhneigða

STJÓRN Siðmenntar fagnar tillögum nefndar forsætisráðherra um réttarstöðu samkynhneigðra á Íslandi sem kynntar hafa verið að undanförnu. Siðmennt er málsvari mannúðarstefnu og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 122 orð

Fallþungi dilka yfir meðallagi

FALLÞUNGI dilka sem slátrað hefur verið hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi er í mjög góðu meðallagi að sögn Hermanns Árnasonar sláturhússtjóra. Hann segir reyndar að menn séu ekki enn farnir að slátra fjallfé í sláturhúsinu á Selfossi. Meira
14. september 2004 | Minn staður | 47 orð

Fegurð í litskrúði

Fegurð náttúru er jarðarbörnum móðurfaðmur og henni fæðist ekta hrjúf hlýja þjóðar - Tungur berast frá allri heimsbyggðinni og heilsast á bæjargötum á hikandi íslensku - Allra ósk að festa rætur í nýheimi Dýrmæti í hverju brjósti blómgist í litskrúði... Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fékk 175.000 kr. í sekt

RÚMLEGA tvítugur karlmaður var í gær sektaður um 175.000 krónur í ríkissjóð í Héraðsdómi Reykjaness og sviptur ökurétti í tvö ár fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fara yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fimm sluppu vel úr bílveltu

FIMM manns voru í fólksbíl sem valt á Hafnarfjarðarvegi snemma í fyrrinótt. Allir farþeganna kvörtuðu undan eymslum eftir veltuna og flutti lögregla tvo þeirra á slysadeild til skoðunar. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 115 orð

Foreldrakvöld í Kennaraháskóla

SÍMENNTUNARSTOFNUN Kennaraháskóla Íslands, Heimili og skóli, Menntagátt og SAMFOK hafa tekið saman höndum um að halda regluleg fræðslukvöld fyrir foreldra þar sem tekið er á ýmsum málefnum sem snúa að uppeldi á faglegan hátt. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 118 orð

Forvalsfundur FLE endurtekinn

FORVAL um verslunarrekstur og breytingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) verður haldinn á fimmtudag og er stefnt að því að afgreiða umsóknir fyrir 1. desember nk. Ákveðið hefur verið að stofna sjálfstætt dótturfélag FLE, Fríhöfnina ehf. Meira
14. september 2004 | Erlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Fyrirsæta da Vincis fundin?

ÍTALINN Giuseppe Pallanti segist í nýrri bók geta fært sönnur á hver hafi verið fyrirmynd Mónu Lísu, en bros hennar hefur vakið áhuga listunnenda alla tíð frá því að Leonardo da Vinci málaði mynd hennar fyrir fimm hundruð árum. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Fyrstu húsin rísa í starfsmannaþorpi

Framkvæmdir við byggingu starfsmannaþorps Fjarðaáls-Alcoa á Reyðarfirði ganga vel. Þorpið, sem er um 1 km utan við þéttbýlið á Reyðarfirði, mun hýsa um eða yfir 1.800 manns sem koma til með að vinna við byggingu álversins. Meira
14. september 2004 | Minn staður | 66 orð | 1 mynd

Gangbrautarljós undirbúin

Kringlumýrarbraut | Framkvæmdir eru nú hafnar við ný gönguljós yfir Kringlumýrarbraut við Hamrahlíð í Reykjavík, gegnt verslunarmiðstöðinni Suðurveri. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Gestum í Viðey hefur fækkað síðustu árin

FJÖLDI gesta í Viðey hefur fækkað um tæplega tíu þúsund frá árinu 2000 þegar þeir voru nærri 27 þúsund en í fyrra voru þeir um 17 þúsund. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 104 orð

Grunur er um íkveikju

GRUNUR er um íkveikju og skemmdarverk við íbúðarhús á bænum Brekku í Hvalfirði í gærmorgun. Einn maður var í húsinu þegar eldurinn kom upp og hringdi hann í lögreglu. Hann slapp ómeiddur, en skemmdir urðu töluverðar. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Hafís við Grímsey

HAFÍSJAKAR lóna nú úti fyrir Grímsey, eins og myndin sem tekin var suður af Grímseyjarvita ber með sér. Þykir sumum það undarlegt að sjá stóra borgarísjaka á siglingu eftir eitt hlýjasta sumar í manna minnum hér á... Meira
14. september 2004 | Erlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Hvatt til íslamskrar einingar

ALI Khamenei erkiklerkur, æðsti leiðtogi Írans, hvatti í gær til íslamskrar einingar gegn Bandaríkjunum sem hann sagði stefna að algjörum yfirráðum yfir Mið-Austurlöndum. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Í berjamó

ÞESSIR spræku krakkar, Birta Karen Gunnlaugsdóttir, Rebekka Rún Gunnlaugsdóttir og Heiðar Ingi Gunnlaugsson, notuðu góðviðrið nú um helgina til að bregða sér í berjamó við Vinaskóg ásamt hundinum Pjakki, en senn fer hver að verða síðastur til að næla sér... Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 149 orð

Játar kókaínsmygl

KARLMAÐUR, sem ákærður er fyrir innflutning á 325 grömmum af kókaíni til landsins 2. desember sl. ásamt félaga sínum, játar innflutning á þeim 165 grömmum sem fundust á honum í Leifsstöð, en neitar því að smyglið hafi átt sér stað í ágóðaskyni. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

Kaupstefnan eykur fagmennsku

"ÞAÐ segir sig nú sjálft að menn væru ekki að halda kaupstefnu á borð við þessa nítján ár í röð nema hún skilaði ferðaþjónustunni einhverju," segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri, en hin árlega vestnorræna kaupstefna var sett í Borgarleikhúsinu... Meira
14. september 2004 | Minn staður | 88 orð | 1 mynd

Kýr í káli

Laxamýri | Grænfóður óx seint framan af sumri í Suður-Þingeyjarsýslu vegna mikilli þurrka, en nú hefur ræst úr þar sem nokkrum sinnum hefur rignt það sem af er þessum mánuði. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð

Lambakjöt hækkar í verði

VERÐ á lambakjöti til neytenda er núna 13,3% hærra en það var fyrir tólf mánuðum, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,7%. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 446 orð | 1 mynd

Langamma stýrir leitunum

VALGERÐUR Lárusdóttir, bóndi á Fremri-Brekku í Saurbæ í Dalasýslu, kýs frekar að kalla sig fjallkóng en -drottningu. Hún mun um næstu helgi stýra sínum 25. leitum í Brekkudal í Saurbæ. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 54 orð

Lést af völdum hjartastopps

FRUMNIÐURSTÖÐUR rannsóknar á andláti rúmlega þrítugs karlmanns í Keflavík á fimmtudag, sem lést eftir átök við lögreglumenn, benda til að um hjartastopp hafi verið að ræða. Meira
14. september 2004 | Erlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Liðhlaupi snýr aftur

CHARLES Robert Jenkins fékk sér í gær klippingu að hætti bandarískra hermanna en fyrr um daginn hafði hann mætt til skyldustarfa í fyrsta skipti í tæpa fjóra áratugi. Jenkins gaf sig fram við bandarísk hermálayfirvöld í Zama-búðunum í Japan á laugardag. Meira
14. september 2004 | Minn staður | 174 orð | 1 mynd

Lionsklúbbar gefa Heilsugæslustöðinni tæki

TVEIR lionsklúbbar, Lionsklúbbur Akureyrar og Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi í Eyjafjarðarsveit hafa gefið Heilsugæslustöðinni á Akureyri tæki að andvirði tæplega 600 þúsund krónur. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 408 orð | 1 mynd

Listamaðurinn réð yfir mikilli tækni

Ólafur Jónsson forvörður segir að nýjar rannsóknir á Möðruvallabríkinni, sem varðveitt er í Þjóðminjasafninu, staðfesti kenningar um að norskir listamenn sem máluðu bríkina og fleiri málverk sem varðveist hafa frá sama tíma, hafi búið yfir sömu tækni og... Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 1249 orð | 1 mynd

Lífshættuleg uppgjöf

Greindur hefur verið í Svíþjóð uppgjafarsjúkdómur sem nefndur er verkstol og virðist leggjast sérlega þungt á börn umsækjenda um hæli þar í landi. Steingerður Ólafsdóttir segir frá sjúkdómnum og þeim viðbrögðum sem skipulögð hafa verið. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Loftbyssan hættuleg á 200 metra færi

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir 19 ára pilti sem framdi vopnað rán í Hringbrautarapóteki. Lögregla rannsakar tvö önnur meint hótunar- og vopnalagabrot piltsins sem er fíkniefnaneytandi og atvinnulaus. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 147 orð

Lækkun fasteignaskatta ekki verið rædd

MÖGULEG lækkun fasteignaskatta hefur ekki verið rædd á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hafa tekjur sveitarfélaganna af fasteignasköttum aukist um tæpan þriðjung á tveimur árum og útlit fyrir að... Meira
14. september 2004 | Minn staður | 112 orð

Lögfræðitorg | Í erindi sínu á...

Lögfræðitorg | Í erindi sínu á Lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 14. Meira
14. september 2004 | Minn staður | 138 orð

Mannréttinda- og þróunarmálasetur

MANNRÉTTINDA- og þróunarmálasetur hefur verið sett á stofn við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Með land í fóstri

Mývatnssveit | Mývetnsk skólabörn eiga sér eins konar fósturland á Hólasandi fyrir norðan sveitina. Þeim úthlutað landsvæði fyrir nokkrum árum og þangað gera þau ferð sína haust og vor með kennurum til að dreifa áburði og setja niður trjáplöntur. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 383 orð

Nefúði gegn mígreni gefur mjög góða raun

NIÐURSTÖÐUR rannsókna og þróunar fyrirtækisins Lyfjaþróunar á nýjum nefúða gegn mígreni gefa tilefni til að ætla að nefúði, sem slær á mígrenikast einum til tveimur mínútum eftir innúðun, geti verið kominn á markað eftir um það bil þrjú ár. Meira
14. september 2004 | Erlendar fréttir | 115 orð

Netanyahu vill þjóðaratkvæðagreiðslu

ÍSRAELSKI fjármálaráðherrann, Benjamin Netanyahu, fór í gær fram á að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur Ariels Sharons forsætisráðherra um að loka öllum landtökubyggðum gyðinga á Gaza-svæðinu. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Nota seðla sem veggfóður

ÚTVEGGUR Þingholtsstrætis 3 var skrýddur óvenjulegu veggfóðri í gær er hann var þakinn þúsund króna seðlum. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 634 orð | 1 mynd

Nú er það Norðurland

Nú þegar álver og virkjun rísa á Austurlandi eru stjórnvöld farin að beina sjónum sínum að Norðurlandi með staðsetningu fyrir næsta stóriðjukost í huga. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hafa mörg kunn álfyrirtæki, m.a. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 199 orð

Óánægja með reglur um endurákvörðun tolla

SEX ára fyrningartími á endurákvörðun á tollum er óeðlilega langur, og eru dæmi um fyrirtæki sem hafa þurft að greiða milljónir króna fyrir vörur sem fluttar voru inn nokkrum árum áður en endurákvörðun átti sér stað, að því er fram kemur í frétt á vef... Meira
14. september 2004 | Erlendar fréttir | 128 orð

Prestar vilja einkabílstjóra

KAÞÓLSKIR prestar í Króatíu krefjast nú þess að fá sérstakar greiðslur til að geta ráðið einkabílstjóra þar sem þeir segjast ekki geta ekið sjálfir vegna strangra laga sem sett voru til að stemma stigu við ölvunarakstri. Meira
14. september 2004 | Erlendar fréttir | 423 orð

Pútín herðir tök miðstjórnarvaldsins í Rússlandi

VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti kynnti í gær breytingar á stjórnkerfi og stjórnarháttum í Rússlandi sem fela í sér að tök miðstjórnarvaldsins í Kreml verða hert. Kvað forsetinn þetta nauðsynlegt til að efla hryðjuverkavarnir í Rússlandi. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 131 orð

"Höfum ekki skipt um skoðun"

"FRIÐUNARVIÐHORFIN hjá Náttúrufræðistofnun eru orðin æðri nýtingarþættinum og maður heyrir það hjá mörgum skotveiðimönnum eftir skýrsluna, að það sé keppikefli Náttúrufræðistofnunar að rjúpnaveiðar hefjist ekki hér aftur," segi Sigmar B. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

"Líklega eini fjallkóngurinn sem er langamma"

"ÉG er nú stundum að monta mig af því að vera líklega eini fjallkóngurinn sem er langamma," segir Valgerður Lárusdóttir, bóndi á Fremri-Brekku í Saurbæ í Dalasýslu, sem mun stýra sínum 25. leitum í Brekkudal í Saurbæ um næstu helgi. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Rauða Inga í slippnum

Neskaupstaður | Menn eru að dytta að bátum í Neskaupstað sem og annars staðar við sjávarsíðuna. Þessi trónir hátt í slippnum og ber nafnið Inga. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

Ráðherra ánægður með tillögur starfshópsins

ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segist ánægð með skýrslu starfshópa um styttingu náms, en þar er m.a. lagt til að nám til stúdentsprófs verði stytt úr fjórum árum í þrjú. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Rjúpnastofninn styrkist á ný

Ný skýrsla um vöktun rjúpnastofnsins taðfestir fyrra mat Náttúrufræðistofnunar um ástand og þróun stofnsins og að veruleg fækkun hafi orðið á rjúpu á undanförnum áratugum. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Ræðir opinbera stjórnun og stjórnsýsluumbætur í Bretlandi

SIR John Bourn, ríkisendurskoðandi Bretlands og gestaprófessor við London School of Economics, flytur fyrirlestra á morgunmálþingi, um opinbera stjórnun og stjórnsýsluumbætur í Bretlandi. Málþingið verður haldið fimmtudaginn 16. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Sá stærsti í sumar til þessa

HARRY Harrysson stangaveiðimaður veiddi í síðustu viku gríðarstóra hrygnu í Arnarhólshyl í Hofsá í Vopnafirði. Harry sagði í samtali við Morgunblaðið að laxinn hefði verið 23,5 pund, veginn 11,8 kg. Þetta var 100 cm hrygna, belgmikil og hrikaleg. Meira
14. september 2004 | Minn staður | 188 orð

Segja borgina standa fyrir sýndarútboðum

Reykjavík | Félag jarðvinnuverktaka og Félag byggingarverktaka hafa samþykkt ályktun þar sem fagnað er þeirri stefnu Reykjavíkurborgar að fjölga þeim verkþáttum sem boðnir eru út á hennar vegum. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Setti skotin í föndurpoka

DRENGUR, sem var ásamt hópi leikskólabarna á göngu um skrúðgarðinn í Hveragerði í liðinni viku, fann 13 ónotuð 22 kalibera riffilskot sem lágu við bakka Varmár. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 282 orð

Skóladagheimilin eingöngu opin eftir hádegi

Frístundaheimili eða skóladagheimili í Reykjavík verða hvorki opin lengur né þjónusta við skólabörn aukin þótt til verkfalls grunnskólakennara kunni að koma 20. september. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 135 orð

Snigill skipaður í Umferðarráð

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað fulltrúa Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglanna, í Umferðarráð. Var Dagrún Jónsdóttir tilnefnd til setu í ráðinu af hálfu Sniglanna en varamaður hennar er James Alexandersson. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Spáð stormi

GERT er ráð fyrir miklu slagviðri á landinu á miðvikudag og fimmtudag með hvassri austanátt og rigningu. Samkvæmt nýjustu spám fer að hvessa fyrir alvöru sunnanlands annað kvöld og gæti vindhraði orðið um og yfir 20 m/sek. aðfaranótt fimmtudags. Meira
14. september 2004 | Erlendar fréttir | 129 orð

Sprenging í N-Kóreu tengd orkuveri

UTANRÍKISRÁÐHERRA Norður-Kóreu lýsti yfir því í gær að mikil sprenging sem þar varð í liðinni viku hefði átt sér þá skýringu að verið væri að reisa orkuver í landinu. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 428 orð | 2 myndir

Stórlaxaveisla á Nesveiðunum

GÓÐ veiði hefur verið á Nesveiðum Laxár í Aðaldal nú í haust. "Ég hef verið hér við leiðsögn í ellefu ár og man ekki eftir öðru eins. Við erum að fá upp í 14 laxa á dag og marga stóra. Meira
14. september 2004 | Minn staður | 159 orð | 1 mynd

Strætó kaupir 30 nýja strætisvagna

Höfuðborgarsvæðið | Strætó bs. undirritaði nýverið samning við B&L um kaup á 30 strætisvögnum frá Irisbus. Þetta er stærsti kaupsamningur sinnar tegundar sem Strætó bs. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 499 orð | 1 mynd

Táknrænn fyrir hugvit og nána samvinnu

HÓPUR erlendra blaðamanna var viðstaddur ásamt utanríkisráðherra Íslands og sendiherra Íslands í París er 22 tonna ísjaki var hífður upp úr Jökulsárlóni í gær og í frystigám. Meira
14. september 2004 | Erlendar fréttir | 369 orð

Tuttugu féllu í loftárásum á Fallujah

AÐ MINNSTA kosti 20 manns biðu bana og 29 særðust í loftárásum Bandaríkjamanna á meintar bækistöðvar al-Qaeda-hryðjuverkamanna í borginni Fallujah í Írak í gær. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 70 orð

Um 4,7 milljónir lítra í umframmjólk

INNVIGTUÐ mjólk nam um 8,9 milljónum lítra í ágústmánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, eða rúmri 1 milljón lítra meiri en í ágúst 2003 sem er aukning um 13% milli ára. Meira
14. september 2004 | Erlendar fréttir | 104 orð

Umdeilt vopnabann fellur úr gildi

JOHN Kerry, forsetaefni demókrata, gagnrýndi George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær fyrir að hafa ekki beitt sér fyrir því að þingið framlengdi tíu ára bann við því að einstaklingar ættu öflug árásarvopn sem notuð eru í hernaði. Meira
14. september 2004 | Minn staður | 485 orð

Umræður um skólann þjappa fólki saman

Sunnan Skarðsheiðar | Viðræður um sameiningu sveitahreppanna fjögurra í Borgarfjarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar eru á lokastigi. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 371 orð

Úr sveitinni

Sauðkindin er þrá. Það fékk höfundur pistilsins enn og aftur að reyna í göngum. Við vorum þrjú að reka fjárhóp yfir Hádegisgil. Það tók sinn tíma. Alltaf þurftu einhverjar þráarollur að taka sig út úr hópnum og fara í þveröfuga átt. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 349 orð

Veruleg aukning mælist á langtímaatvinnuleysi

TÆPLEGA 4.500 manns eða 2,9% af áætluðum mannafla voru án atvinnu í ágústmánuði. Vinnumálastofnun telur líklegt að atvinnuleysið minnki í september og verði á bilinu 2,6%-2,9%. Rúmlega þriðjungur, eða 34% atvinnulausra, var langtímaatvinnulaus, þ.e. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 245 orð

Viðræður um að reisa álþynnuverksmiðju

EVRÓPSKUR fjárfestir hefur óskað eftir formlegum viðræðum við bæjaryfirvöld á Akureyri um að reisa álþynnuverksmiðju sem yrði allt að þrisvar sinnum stærri en sú sem japanska fyrirtækið Japan Capacitor Industrial hafði í hyggju að reisa en hætti við í... Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 248 orð

Vilja fund með ráðherra um byggða- og atvinnumál

STJÓRN Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, hefur óskað eftir formlegum fundi með Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra til að ræða við hana um byggða- og atvinnumál á svæðinu, m.a. virkjun fallvatna. Meira
14. september 2004 | Innlendar fréttir | 479 orð

Þjónustan verður ekki aukin

Frístundaheimili eða skóladagheimili í Reykjavík verða hvorki opin lengur né þjónusta við skólabörn aukin, þótt til verkfalls grunnskólakennara kunni að koma 20. september. Meira

Ritstjórnargreinar

14. september 2004 | Leiðarar | 549 orð

Aðgerðir gegn akstri utan vega

Á hverju sumri berast fréttir af akstri utan vega og landspjöllum sem af honum hljótast. Meira
14. september 2004 | Leiðarar | 348 orð

Áfangi að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs

Um helgina var undirrituð viljayfirlýsing um að fyrsti áfangi að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs yrði stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli. Meira
14. september 2004 | Leiðarar | 233 orð | 1 mynd

Hverjir tala mest um Davíð Oddsson?

Guðmundur Magnússon, fulltrúi ritstjóra Fréttablaðsins, skrifar grein í blað sitt í gær þar sem hann segir m.a. Meira

Menning

14. september 2004 | Tónlist | 454 orð | 1 mynd

Dís minna drauma

Tónlist úr kvikmyndinni Dís eftir Silju Hauksdóttur. Tónlist eftir Jóhann Jóhannsson. Texti í laginu "Dís" eftir Braga Valdimar Skúlason og Ragnar Kjartansson. Sungið af Ragnheiði Gröndal. Hljóðfæraleikur: Jóhann Jóhannsson, Viðar Hákon Gíslason, Þorvaldur Gröndal, Þorgeir Guðmundsson, Orri Jónsson, Hilmar Jónsson. Upptökustjórn Viðar Hákon Gíslason og Jóhann Jóhannsson. Útgefandi 12 tónar. Meira
14. september 2004 | Menningarlíf | 195 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Því var haldið enn eina ferðina fram í breskum götublöðum um helgina að samband þeirra Davids og Victoriu Beckham héngi á bláþræði. Eiga þau nú að vera við það að skilja að borði og sæng. Meira
14. september 2004 | Menningarlíf | 72 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Söngkonan Dido á sér uppáhaldslið í enska boltanum, Englandsmeistara Arsenal . Og aðdáunin nær lengra því nú herma fregnir að hún eigi í ástarsambandi við aðalvarnarjaxl liðsins Sol Campbell . Meira
14. september 2004 | Tónlist | 1517 orð | 2 myndir

Gríðarlegur fjársjóður nú aðgengilegur almenningi

Það eru varla nema tíu til fimmtán ár síðan margir töldu daga rímnakveðskapar senn talda. Meira
14. september 2004 | Menningarlíf | 712 orð

Hvernig var ég?

Eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Margréti Söru Guðjónsdóttur. Tónlist: David G. Kiers. Lýsing: Kári Gíslason. Búningar: Hildur Hafstein. Dansarar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Margrét Sara Guðjónsdóttir. Meira
14. september 2004 | Menningarlíf | 165 orð | 2 myndir

Illskan tekur völdin

HASARMYNDIN Resident Evil: Apocalypse , fór beint í efsta sæti á lista yfir þær myndir sem fengu mesta aðsókn um helgina. Um er að ræða framhald myndarinnar Resident Evil og er Milla Jovovich í aðalhlutverki. Meira
14. september 2004 | Menningarlíf | 477 orð | 1 mynd

Kárahnjúkar og kímnigáfa í list Péturs Thomsens og Louisu Matthíasdóttur

Í lok síðustu viku var opnuð stór og viðamikil myndlistarsýning í Pont Neuf-galleríinu í miðborg Parísar. Meira
14. september 2004 | Menningarlíf | 313 orð

Krakkar kunni skil á nokkrum stemmum

"ÉG held að fólk hafi haldið að rímnakveðskapurinn væri leiðinlegur - það er allavega mín tilfinning," segir Ásmundur Jónsson í Smekkleysu um þá daga þegar lítið líf virtist í rímnakveðskap í landinu. Meira
14. september 2004 | Menningarlíf | 144 orð | 1 mynd

Lára hitar upp

TÓNLISTARKONAN efnilega Lára Rúnarsdóttir mun koma fram á tónleikum írska tónlistarmannsins Damiens Rice sem haldnir verða á Nasa 23. september, á fimmtudaginn í næstu viku. Meira
14. september 2004 | Menningarlíf | 414 orð | 4 myndir

Meira en nóg að gera

Í KJÖLFAR tónleika bresku hljómsveitarinnar Incredible String Band í óperunni á síðasta ári fór hljómsveitin þess á leit við Steingrím Guðmundsson, trommu- og slagverksleikara, sem stóð fyrir tónleikunum, að hann léki inn á næstu plötu sveitarinnar sem... Meira
14. september 2004 | Menningarlíf | 202 orð | 1 mynd

...meistarabolta

Í KVÖLD fer meistaradeild Evrópu í gang þegar fram fara fyrstu leikirnir í riðlakeppni. Það voru portúgölsku meistararnir í Porto sem fóru - býsna óvænt - með sigur af hólmi síðast er þeir unnu frönsku meistarana í Mónakó í úrslitaleiknum í maí. Meira
14. september 2004 | Tónlist | 272 orð | 1 mynd

Nóg af húmor og innsæi

FRÁ síðasta vetri hafa norskir og breskir fjölmiðlar bent á Gísla Kristjánsson sem eitt af næstu stóru nöfnunum í popptónlistinni. Nú er nýkomin út platan How About That? með þessum 27 ára Íslendingi sem búsettur er í Noregi og fær hún góða dóma. Meira
14. september 2004 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Óreiðulíf á fullorðinsárum

ÓREIÐULÍF er dönsk heimildarmynd um fólk sem þjáist af athyglisbresti og ofvirkni og á í erfiðleikum með að skipuleggja daglegt líf sitt. Meira
14. september 2004 | Tónlist | 403 orð

Sitt af hverju tagi

Verk eftir Korngold, Jón Þórarinsson (frumfl.), Yeston, Arnold, Jón Leifs, Casucci, Sondheim, Bernstein og R. Strauss. Einsöngvari: Maríus Sverrisson. Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Rumons Gamba. Fimmtudaginn 9. september kl. 19:30. Meira
14. september 2004 | Menningarlíf | 144 orð | 7 myndir

Skínandi fínt

NÚ STENDUR yfir tískuvika í New York þar sem hönnuðir sýna vor- og sumartískuna fyrir árið 2005. Skínandi efni halda greinilega vinsældum sínum því víða sáust silfur- og enn frekar gullklæði hjá þeim hönnuðum, sem eru búnir að sýna. Tískuvikan hófst 8. Meira

Umræðan

14. september 2004 | Aðsent efni | 306 orð

Einkennileg útgáfustarfsemi

Á DÖGUNUM rakst ég á bókarkver í búð, Lífsspeki eftir Jón Hjaltason sagnfræðing. Það er 72 blaðsíðna fleygorðasafn, sem Hólar á Akureyri gáfu út á síðasta ári, 2003. Þegar ég fletti því lauslega, fann ég ýmislegt skemmtilegt, svo að ég keypti það. Meira
14. september 2004 | Aðsent efni | 486 orð | 1 mynd

Ég hef öðlast sjálfsvirðingu en óska hér með eftir fullri mannvirðingu

Sara Dögg Jónsdóttir fjallar um samkynhneigð: "Ég trúi því og treysti að árið 2004 hafi Íslendingum tekist að fá til starfa á Alþingi fólk sem telur mannvirðinguna vera þann grundvallarþátt sem hverri og einni manneskju er lífsins nauðsynleg." Meira
14. september 2004 | Aðsent efni | 425 orð | 1 mynd

Frábært framtak í þágu Íþróttasambands fatlaðra

Anna K. Vilhjálmsdóttir skrifar um íþróttir fatlaðra: "Íþróttasamband fatlaðra óskar Þórarni og stuðningsmönnum hans til hamingju með frábært framtak og þakkar innilega fyrir ómetanlegan velvilja í garð fatlaðs íþróttafólks." Meira
14. september 2004 | Aðsent efni | 180 orð

Kyndugt eða kindarlegt

Anna María Geirsdóttir fjallar um þjóðbúninginn: "Á Íslandi er til þjóðbúningaráð. Það er skipað af menntamálaráðherra." Meira
14. september 2004 | Aðsent efni | 410 orð | 1 mynd

Námskeið sem virka

Sigurbjörn Þorkelsson fjallar um Alfa-námskeið: "Námskeiðið fjallar um lífsins gagn og nauðsynjar, tilveruna, lífið sjálft og tilganginn með öllu saman." Meira
14. september 2004 | Aðsent efni | 369 orð | 1 mynd

Rannsóknir og ráðgjöf í þágu þjóðarinnar

Óli Hilmar Jónsson fjallar um rannsóknir og ráðgjöf Rb: "Til að koma þekkingunni til neytendanna eru ýmsar leiðir." Meira
14. september 2004 | Bréf til blaðsins | 582 orð | 1 mynd

Vald letinnar

Frá Alberti Jensen:: "LETI er ekki sjúkdómur og því engin meðul eða meðferð til við henni. Engir möguleikar á vottorði frá lækni þó að letiverkirnir ætli viðkomandi lifandi að drepa. Reyndar eru letiverkir sjaldgæfir og yfirleitt mikil værð yfir letingjum, að eigin sögn." Meira
14. september 2004 | Bréf til blaðsins | 202 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Hámarksgæði ÉG vil endilega koma skoðun minni á framfæri. Ég varð var við ekta kjötbúð í vor, Kjöthöllina í Skipholti og á Háaleitisbraut. Síðan þá hefur mér ekki dottið í hug að kaupa annars staðar kjöt. Meira

Minningargreinar

14. september 2004 | Minningargreinar | 3479 orð | 1 mynd

DÓRA GUÐBJARTSDÓTTIR

Dóra Guðrún Magdalena Ásta Guðbjartsdóttir fæddist að Laugavegi 30b í Reykjavík 4. ágúst 1915. Hún lést föstudaginn 3. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjartur Ólafsson frá Keflavík í Rauðasandshreppi, f. 21. mars 1889, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
14. september 2004 | Minningargreinar | 1307 orð | 1 mynd

HALLGRÍMUR GÍSLI FÆRSETH

Hallgrímur Gísli Færseth skipstjóri fæddist á Siglufirði 5. ágúst 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 6. september síðastliðinn. Hallgrímur var yngstur fjórtán barna hjónanna Ágústu Pálínu Færseth, f. 6. ágúst 1897, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
14. september 2004 | Minningargreinar | 1137 orð | 1 mynd

HARALDUR KR. JÓHANNSSON

Haraldur Kr. Jóhannsson fæddist í Reykjavík 16. janúar 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 6. september síðastliðinn. Foreldrar Haraldar voru Inga Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 30.3. 1896, d. 22.10. 1970 og Jóhann J. Meira  Kaupa minningabók
14. september 2004 | Minningargreinar | 783 orð | 1 mynd

HJÖRDÍS ODDGEIRSDÓTTIR

Hjördís Oddgeirsdóttir fæddist á Múlastöðum í Flókadal í Borgarfirði 12. maí 1929. Hún andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík 1. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorgerður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1890, d. Meira  Kaupa minningabók
14. september 2004 | Minningargreinar | 1424 orð | 1 mynd

SVEINN VÍÐIR FRIÐGEIRSSON

Sveinn Víðir Friðgeirsson skipstjóri fæddist í Háteigi við Stöðvarfjörð 13. júlí 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 6. september síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
14. september 2004 | Minningargreinar | 1289 orð | 1 mynd

WILHELM MAGNÚS ALEXANDERSSON-OLBRICH

Wilhelm Magnús Alexandersson-Olbrich fæddist í Bonn í Þýskalandi 29. september 1982. Hann lést af slysförum í Zoetermeer í Hollandi 4. september síðastliðinn. Foreldrar Wilhelms eru Rebekka Magnúsdóttir þýskukennari, f. í Reykjavík 2. febrúar 1950, og... Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

14. september 2004 | Sjávarútvegur | 170 orð

Nýr Júpíter til Þórshafnar

GENGIÐ hefur verið frá samningi um kaup Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. á nóta- og togveiðiskipinu Júpíter II FD-235 ásamt veiðarfærum af P/F Driftin í Færeyjum. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands að kaupverð sé trúnaðarmál. Meira
14. september 2004 | Sjávarútvegur | 323 orð | 1 mynd

Skreiðarvinnsla ekki í hættu vegna ESB

Skreiðarvinnsla á Íslandi er ekki í hættu vegna nýrra heilbrigðisreglna Evrópusambandsins (ESB) enda munu íslensk stjórnvöld ekki gangast undir reglur sem hindra aldagamlar hefðir í matvælavinnslu. Meira
14. september 2004 | Sjávarútvegur | 279 orð

Vilhelm með 540 tonn af flökum

VILHELM Þorsteinsson EA hefur nú lokið fyrsta síldveiðitúr haustsins og var í gær búinn að taka um 1.150 tonn af stórri síld á Halanum. Meira

Viðskipti

14. september 2004 | Viðskiptafréttir | 141 orð

Baugur selur hlut sinn í House of Fraser

BAUGUR hefur selt allan hlut sinn í skosku verslanakeðjunni House of Fraser, en félagið átti 10,1% hlut í félaginu. Meira
14. september 2004 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Fjármögnun kaupanna í Og Vodafone á lokastigi

VERIÐ er að klára hvernig staðið verður að fjármögnun kaupa Norðurljósa hf. á 34,99% hlut CVC á Íslandi ehf. í Og Vodafone hf., að sögn Skarphéðins Berg Steinarssonar, stjórnarformanns Norðurljósa. Meira
14. september 2004 | Viðskiptafréttir | 209 orð | 1 mynd

Gjaldeyristekjur af ferðamönnum aukast

GJALDEYRISTEKJUR af erlendum ferðamönnum fyrstu 6 mánuði ársins námu tæpum 14,9 milljörðum króna, en voru tæplega 13,9 milljarðar á sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Aukningin á milli ára er því um 1 milljarður í krónum talið eða... Meira
14. september 2004 | Viðskiptafréttir | 43 orð

Kaup á Goldsmiths samþykkt

BRESK samkeppnisyfirvöld hafa fyrir sitt leyti lagt blessun sína yfir kaup Baugs Group á bresku skartgripakeðjunni Goldsmiths. Baugur keypti ásamt Kaldbaki hf., Feng hf. og Bank of Scotland meirihluta í Goldsmiths í maí sl. Meira
14. september 2004 | Viðskiptafréttir | 213 orð | 2 myndir

Landsframleiðsla upp um 6,4%

LANDSFRAMLEIÐSLA er talin hafa aukist um 6,4% að raungildi á öðrum ársfjórðungi þessa árs, borið saman við sama fjórðung árið áður. Segir Hagstofan að þetta sé mun meiri hagvöxtur en verið hafi á undanförnum ársfjórðungum. Meira
14. september 2004 | Viðskiptafréttir | 49 orð

Mest verslað með bréf KB banka

VIÐSKIPTI í Kauphöllinni námu um 9,5 milljörðum króna í gær. Mest voru viðskiptin með bréf KB banka , eða fyrir um 730 milljónir króna. Úrvalsvísitalan hækkaði í gær um 0,87% og er nú 3.558,68 stig. Erlendar vísitölur hækkuðu flestar í gær. Meira
14. september 2004 | Viðskiptafréttir | 35 orð

Microsoft-ráðstefna verður haldin á vegum Microsoft...

Microsoft-ráðstefna verður haldin á vegum Microsoft á Íslandi og hefst hún miðvikudaginn 15. september. Fjöldi erlendra og innlendra fyrirlesara fjallar um upplýsingatækni jafnt fyrir stjórnendur fyrirtækja, tæknimenn og forritara. Meira
14. september 2004 | Viðskiptafréttir | 224 orð | 1 mynd

SPRON kynnir nýtt afsláttarkort

MEÐ nýjum samningi SPRON við norska afsláttarklúbbinn Hotel Express getur SPRON tryggt viðskiptavinum sínum 50% afslátt af hótelgistingu í 135 löndum. Viðskiptavinir SPRON greiða 2. Meira

Daglegt líf

14. september 2004 | Daglegt líf | 491 orð | 1 mynd

Ég á mína hrútaberjabrekku

Guðmundur Haukur Jónsson er hógvær maður og segist ekki vera sérfræðingur í sultum þó að hann tíni ber og sulti á hverju hausti. "Ég hef áhuga á sjálfbærum búskap og er með sérlega græna fingur. Meira
14. september 2004 | Daglegt líf | 312 orð | 1 mynd

Hrútaberjahlaup að hætti Þórhalls

Berin eru létthreinsuð og sett í háan stálpott. Vatni bætt út í. Miðað er við að berin standi u.þ.b. að hálfu í vatninu. Suðan látin koma upp og látið sjóða í 20-25 mínútur. Fylgjast þarf með suðunni. Meira
14. september 2004 | Daglegt líf | 416 orð | 1 mynd

Lampi veldur slysum

Í norskum og sænskum fjölmiðlum kemur fram að halógenlampinn Espressivo frá Ikea hefur valdið nokkrum slysum a.m.k. í Svíþjóð og Noregi. Umræddur lampi getur staðið á borði en ekki er hægt að festa hann niður eða á vegg. Á vef norska Dagbladet kemur m.a. Meira
14. september 2004 | Daglegt líf | 204 orð | 3 myndir

Stórhættuleg bönd ef engin öryggislæsing er á þeim

ÞAÐ munaði litlu að illa færi þegar níu ára stúlka var að leika sér á klifurgrind á skólalóð Melaskóla. Þar festi hún breitt nælonband sem hún var með um hálsinn og hún hékk á bandinu. Meira

Fastir þættir

14. september 2004 | Dagbók | 31 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, 14. september, er fimmtugur Guðjón Sigurðsson, sérfræðingur útlánaeftirlits Landsbanka Íslands, Bragavöllum 13, Keflavík. Eiginkona hans er Steinunn Njálsdóttir kennari. Guðjón er staddur í París í... Meira
14. september 2004 | Dagbók | 31 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, 14. september, er áttræð Vilborg Andrésdóttir frá Snotrunesi Borgarfirði eystri, Foldahrauni 40, Vestmannaeyjum. Hún hélt upp á afmælið sitt hinn 11. september í Alþýðuhúsinu í... Meira
14. september 2004 | Dagbók | 30 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

90 ÁRA afmæli . Í dag, 14. september, verður níræð Sigríður Steinsdóttir, Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi . Sigríður tekur á móti ættingjum og vinum í Félagsheimilinu Miðgarði laugardaginn 18. september kl.... Meira
14. september 2004 | Fastir þættir | 242 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

HM í einmenningi. Meira
14. september 2004 | Fastir þættir | 157 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Frá eldriborgurum í Hafnarfirði Hér eru úrslit frá síðustu spilakvöldum hjá eldri borgurum í Hafnarfirði. Þriðjudaginn 7. september var spilað á átta borðum. Úrslit urðu þessi. N/S Björn Björnsson - Sigríður Gunnarsd. 184 Sævar Magnúss. Meira
14. september 2004 | Dagbók | 26 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Gefin voru saman 17.

Brúðkaup | Gefin voru saman 17. júlí sl. í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni þau Hildur Helga Sævarsdóttir og Friðrik Ásmundsson. Heimili þeirra er í... Meira
14. september 2004 | Dagbók | 436 orð | 1 mynd

Börnum skjólstæðinga sinnt

Drífa Snædal er fædd árið 1973 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi úr FB árið 1993, prófi í tækniteiknun úr Iðnskólanum í Reykjavík 1998 og BS-prófi í viðskiptafræði úr Háskóla Íslands 2003. Drífa starfaði sem tækniteiknari og bókari hjá Verkfræðistofunni Afli og orku frá 1997. Þá hefur hún starfað sem fræðslustýra hjá Kvennaathvarfinu frá september 2003 og framkvæmdastýra að auki frá júní 2004. Hún á eina dóttur. Meira
14. september 2004 | Dagbók | 80 orð | 1 mynd

Frumbyggjar í Salnum

Salurinn | Grunnskólabörnfrá Kópavogi og Reykjavík fengu svo sannarlega að kynnast framandi menningu, þegar þrír Yolngu-frumbyggjar frá Ástralíu kynntu fyrir þeim tónlist, dansa og hugmyndafræði frumbyggja. Meira
14. september 2004 | Dagbók | 101 orð

Hvetja til samninga við kennara

HEIMILI og skóli, landssamtök foreldra, og svæðasamtök foreldra hvetja Kennarasamband Íslands og Launanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga til að leita allra leiða til að ná samningum svo ekki komi til verkfalls grunnskólakennara 20. september nk. Meira
14. september 2004 | Dagbók | 36 orð | 1 mynd

LEIÐRÉTT

Röng mynd ÞAU leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að röng mynd birtist af Margréti K. Sigurðardóttur viðskiptafræðingi með grein sem hún ritaði. Hér birtist rétt mynd af Margréti og eru hlutaðeigandur beðnir velvirðingar á... Meira
14. september 2004 | Dagbók | 42 orð

Orð dagsins: Finnið og sjáið, að...

Orð dagsins: Finnið og sjáið, að Drottinn er góður, sæll er sá maður er leitar hælis hjá honum. (Sl. 34, 9.) Meira
14. september 2004 | Fastir þættir | 183 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. 0-0-0 Bd7 9. f3 b5 10. Rxc6 Bxc6 11. Kb1 h6 12. Be3 Be7 13. h4 Hc8 14. Re2 Rd7 15. Rd4 Bb7 16. g4 Dc7 17. Bd3 Re5 18. g5 h5 19. g6 Rxg6 20. Hdg1 Re5 21. Hxg7 Bf6 22. Hg2 d5 23. Meira
14. september 2004 | Viðhorf | 784 orð

Stórfyrirtæki

Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is: ""En nú vilja þeir sem telja sig helstu talsmenn samkeppninnar auka íhlutun hins opinbera í atvinnulífinu."" Meira
14. september 2004 | Fastir þættir | 328 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji átti dásamlega síðustu helgi. Hann lék tónlist sína fyrir gesti kaffihúss í miðbæ Reykjavíkur og hafði afar gaman af. Meira

Íþróttir

14. september 2004 | Íþróttir | 272 orð | 1 mynd

Aðeins 4% keppenda ná takmarkinu

FIMM íslenskir kylfingar verða í eldlínunni á Englandi næstu daga á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Um er ræða fyrsta stig úrtökumótsins en alls eru stigin þrjú og þeir kylfingar sem verða í 35 efstu sætunum að loknu þriðja og síðasta stiginu öðlast keppnisrétt á evrópsku mótaröðinni í golfi á næsta keppnistímabili. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 306 orð | 1 mynd

* AUÐUNN Einarsson úr Keili í...

* AUÐUNN Einarsson úr Keili í Hafnarfirði setti vallarmet á Gufudalsvelli í Hveragerði á opnu golfmóti sem þar fór fram á laugardag. Auðunn lék á fjórum höggum undir pari á 18 holum eða 68 höggum. * GUÐJÓN L. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 102 orð

Dýrmætur sigur hjá Stabæk

STABÆK nældi sér í þrjú dýrmæt stig í botnbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi þegar liðið lagði Brann í Bergen, 2:1. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 68 orð

Enginn styrktaraðili fundinn

SÍÐUSTU ár hefur það verið nær undantekningarlaust að hinar ýmsu deildir í flestöllum íþróttagreinum eru nefndar eftir styrktaraðilum. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 186 orð

Evrópudraumur Wengers

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur sett stefnuna á sigur í Meistaradeild Evrópu, en Arsenal mætir PSV Eindhoven í fyrsta leik sínum í deildinni. "Löngunin er mikil til að lyfta Evrópubikarnum. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 140 orð

Hannes á óskalista Start

HANNES Þ. Sigurðsson, miðherji 21 árs landsliðsins í knattspyrnu, sem skoraði þrennu á dögunum í 3:1 sigri á Búlgaríu, er á óskalista Erik Solers, framkvæmdastjóra norska liðsins Start. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Hjálmar og félagar á toppinn

BO Johansson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, og lærisveinar hans í liði Gautaborgar skutust á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld með því að leggja AIK, 1:0. Sigurmarkið leit dagsins ljós á 89. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 525 orð | 1 mynd

HK og Haukum er spáð sigri

ÍSLANDSMÓTIÐ í handknattleik hefst í kvöld með fimm leikjum í karlaflokki, tveimur í norðurriðlinum og þremur í þeim syðri en síðasti leikurinn í fyrstu umferð norðurriðils verður annað kvöld. Þá verður leikur ÍBV og Hauka um titilinn Meistari meistaranna hjá konum í Eyjum í dag. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 818 orð | 1 mynd

Höfum sjálfstraustið sem þarf

RIÐLAKEPPNI Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld með átta leikjum úr fjórum riðlum. Fjölmargir áhugaverðir leikir eru á dagskrá og má sem dæmi nefna að Evrópumeistarar Porto mæta CSKA Moskvu, Arsenal fær PSV í heimsókn og Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Chelsea leika í París við PSG. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 23 orð

í kvöld

HANDKNATTLEIKUR Íslandsmótið, undankeppni: Norðurriðill: Framhús: Fram - KA 19.15 Akureyri: Þór Ak. - FH 19.15 Suðurriðill: Seltjarnarnes: Grótta/KR - Stjarnan 19.15 Hlíðarendi: Valur - Selfoss 19. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 52 orð | 1 mynd

Logi Geirsson skorar eitt af sex...

Logi Geirsson skorar eitt af sex mörkum sínum fyrir Lemgo {ndash} sendir knöttinn framhjá Henning Fritz, landsliðsmarkverði Þýskalands, í leik Lemgo og Kiel á Schalke Arena-knattspyrnuvellinum í Gelsenkirchen, þar sem 30. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 160 orð

Lokaumferðin á sama tíma og landsleikur

FORRÁÐAMENN Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, stóðu í ströngu í sumar við að breyta leikdegi landsleik Íslands og Rúmeníu í b-deild Evrópumóts landsliða sem fram fer í Keflavík, sunnudaginn, 19. september. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 114 orð | 1 mynd

Markalaust á The Valley

CHARLTON og Southampton gerðu markalaust jafntefli í lokaleik fimmtu umferðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á The Valley, heimavelli Charlton, í gærkvöldi. Leikurinn þótti frekar tíðindalítill enda fátt um fína drætti. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 461 orð | 3 myndir

"Þetta var ólýsanleg stemning"

GEIR Hallsteinsson var á meðal áhorfenda þegar heimsmet var sett á leik félagsliða í handknattleik í fyrradag. Geir var mættur ásamt eiginkonu á Schalke Arena-leikvanginn í Gelsenkirchen ásamt tæplega 31.000 áhorfendum til að berja augum viðureign Lemgo og Kiel en Logi sonur þeirra lék allan leikinn fyrir Lemgo og stóð sig afar vel í sínum fyrsta deildarleik. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 372 orð | 1 mynd

* ROB Styles, knattspyrnudómari á Englandi,...

* ROB Styles, knattspyrnudómari á Englandi, hefur dregið til baka gult spjald sem hann veitti Didier Drogba í leik Chelsea gegn Aston Villa sl. laugardag í ensku úrvalsdeildinni. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 272 orð | 1 mynd

* ROGER Federer frá Sviss, stigahæsti...

* ROGER Federer frá Sviss, stigahæsti tenniskappi heims, varð sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu í New York. Hann vann Lleyton Hewitt frá Ástralíu í úrslitaleik, 6-0, 7-6 og 6-0. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 171 orð

Segir fjölmiðlabann Englendinga óþolandi

SEPP Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, er afar ósáttur við framkomu leikmanna enska landsliðsins í knattspyrnu á dögunum en þá neituðu leikmenn þess að ræða við fjölmiðla eftir kappleik í Póllandi. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 359 orð

Talsverðar breytingar

TÍU leikmenn, sem allir voru í lykilhlutverkum hjá sínum liðum í fyrra, eru farnir. Einhverjir koma heim á ný eftir að hafa leikið erlendis mislengi, menn hafa skipt um félög hér innanlands og síðan hafa félögin fengið til liðs við sig erlenda leikmenn. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 38 orð

úrslit

KNATTSPYRNA England Charlton - Southampton 0:0 24.263. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 184 orð | 2 myndir

Völler ánægður með Montella

RUDI Völler, þjálfari Roma, var mjög ánægður með innkomu Vincenzo Montella í leik liðins á Ólympíuleikvanginum í Róm - þar sem hann skoraði sigurmarkið gegn Fiorentina, 1:0. Meira
14. september 2004 | Íþróttir | 83 orð

Þjóðverjar vilja ekki byrja

ÞJÓÐVERJAR ætla ekki að leika upphafsleikinn í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, sem fer fram í Þýskalandi 2006. Þeir telja að rétt sé að heimsmeistararnir frá Brasilíu leiki upphafsleikinn á hinum nýja leikvelli í München, Allianz Stadium, 9. júní. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.