Greinar sunnudaginn 14. nóvember 2004

Fréttir

14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd | ókeypis

18% undir eftirliti

18% vinnandi fólks á Íslandi vita að fylgst er með þeim í vinnunni. Þetta kemur fram í rannsókn sem unnin er af Vinnueftirlitinu og verður kynnt á í vikunni. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 50 orð | ókeypis

Aðaleigendur

Jón Ólafsson kom inn í eigendahóp Stöðvar 2 snemma árs 1990. Síðar varð Sigurjón Sighvatsson annar helsti eigandi Stöðvar 2. Hreggviður Jónsson var forstjóri Norðurljósa til 21. febrúar 2002, en þann dag gekk hann út og við af honum tók Sigurður G. Meira
14. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd | ókeypis

Arafat er dáinn

YASSER Arafat er dáinn. Hann var leið-togi Palestínu. Það verður þjóðar-sorg í Palestínu í 40 daga. Arafat barðist fyrir því að Palestína yrði sjálf-stætt ríki. Núna er hún það ekki. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd | ókeypis

Athugasemd frá Framtaki

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Starfsmönnum Framtaks í Hafnarfirði: Við hjá Framtaki, véla- og skipaþjónustu í Hafnarfirði, viljum vekja athygli á fullyrðingu Guðmundar Tulinius, framkvæmdastjóra Slippstöðvarinnar. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd | ókeypis

Atvinnuleysi í október var 2,7%

Í októbermánuði síðastliðnum voru skráðir 81.459 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 3.880 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd | ókeypis

Atvinnuleysi ungs fólks minnst á Íslandi

ATVINNULEYSI meðal Norðurlandabúa á aldrinum 16-24 ára var minnst á Íslandi árið 2003. Þetta kemur fram í rannsókn sem danska hagstofan, Danmarks statistik, gerði og var birt á vef DR . Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 251 orð | ókeypis

Aukin fæðingarþyngd eykur hættu á hvítblæði í æsku

BÖRN sem fæðast mjög þung eru í meiri hættu á að fá hvítblæði í barnæsku. Þetta eru niðurstöður nýlegrar krabbameinsrannsóknar sem birtar eru í nýjasta hefti læknatímaritsins Journal of the National Cancer Institute . Meira
14. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 1592 orð | 1 mynd | ókeypis

Á víð og dreif

Hamra skal járnið meðan heitt er segir máltækið, augljóslega fleiri en skrifari sem hafa eitt og annað að athuga við þá ráðstöfun að fela Listasafni Íslands að gera heildarúttekt á íslenzkri listasögu. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd | ókeypis

Beðið eftir brottförinni

ÞEGAR kólna tekur fara farfuglarnir að koma sér af landi brott. Engu er líkara en þessi rólyndislegi svanahópur, sem hafði það náðugt á túni á Suðurlandi á dögunum, sé að hleypa þessum stærðar gæsahópi af stað á undan sér í... Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd | ókeypis

Birgitta með plötu og dúkku

BIRGITTA Haukdal ætlar að gefa út barna-plötu. Platan kemur út 20. nóvember og heitir Perlur . Birgitta er söng-kona í hljóm-sveitinni Írafár. Þetta er í fyrsta sinn sem hún gefur út plötu ein. Á plötunni eru bæði grallara-lög og róleg lög. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd | ókeypis

Brunað á sleða

NOKKUÐ snjóaði á Akureyri seinni part vikunnar og var jörð alhvít er bæjarbúar fóru á fætur á föstudagsmorgun. Systkinin Aron Vignir og Erna Erlendsbörn voru ekki sein á sér og voru komin á sleða í brekku skammt frá heimili sínu. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 158 orð | ókeypis

Börnin í skóla á mánudaginn

BÖRN landsins fara lík-lega aftur í skóla á mánudag. Ríkis-stjórnin ætlar að grípa inn í launa-deilu kennara. Hún vill setja lög sem banna kennurum að vera lengur í verk-falli. Ef það finnst ekki lausn fyrir 15. desember þá verður skipaður gerðar-dómur. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd | ókeypis

Danskur hermaður beið bana eftir árás

DANSKUR hermaður lést í fyrrinótt af völdum áverka sem hann hlaut þegar hann var, að því er vitni greina frá, sleginn eitt högg í höfuðið á veitingastaðnum Traffic Sportbar í Keflavík aðfaranótt laugardags. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd | ókeypis

Doktor í lögfræði

* GUÐRÚN Gauksdóttir , dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, varði hinn 10. september doktorsritgerð sína í lögfræði við lagadeild Háskólans í Lundi í Svíþjóð. Ritgerðin ber titilinn: Property Rights and the European Convention on Human Rights. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 250 orð | 3 myndir | ókeypis

Dómarar hafi ekki svigrúm til túlkunar

HLUTVERK dómstóla er að dæma eftir lögum en ekki túlka þau, en til að svo megi vera þarf Alþingi að setja skýr lög sem gefa ekkert svigrúm til túlkunar. Meira
14. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 2809 orð | 4 myndir | ókeypis

Dýr atómstöð

Bókarkafli - Bók Halldórs Guðmundssonar um ævi Halldórs Laxness kemur út á þriðjudag, á degi íslenskrar tungu. Meira
14. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 414 orð | 1 mynd | ókeypis

Dælan minnkar hættu á blóðsykurfalli

LINDA Hrönn Eggertsdóttir, hjúkrunarfræðingur á göngudeild sykursjúkra, greindist með sykursýki þegar hún var ellefu ára gömul en hefur síðan í febrúar notast við insúlíndælu. Hún var því númer tvö í röðinni af þeim fimm Íslendingum sem nú nota dælurnar. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd | ókeypis

Einkarekin tæknifrjóvgunarstofa opnuð

EINKAREKIN tæknifrjóvgunarstofa, Art Medica, var formlega opnuð sl. föstudag í Bæjarlind 12 í Kópavogi. 1.500 börn Læknarnir Guðmundur Arason og Þórður Óskarsson eru í forsvari fyrir tæknifrjóvgunarstofunni. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 79 orð | ókeypis

Ekki vitlaust gefið

STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, verðandi borgarstjóri Reykvíkinga, segir kostnað grunnskólanna hafa aukist, frá því að sveitarfélögin tóku þá yfir, vegna aukinnar þjónustu. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd | ókeypis

Eskja býður út olíuviðskipti

ESKJA hf. óskaði eftir tilboðum í skipagasolíu, svartolíu og smurolíu fyrir nóvembermánuð. Er þetta í fyrsta skipti sem fyrirtækið býður út olíuviðskipti sín. Eskja hefur hingað til eingöngu skipt við Skeljung. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð | ókeypis

Frá Thomasi Mann til Che Guevara

Halldór Laxness átti sér aðdáendur víða og í bók Halldórs Guðmundssonar um skáldið kemur fram að í lesendahópi hans mátti finna fólk allt frá Thomasi Mann til Che Guevara. Meira
14. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 2178 orð | 2 myndir | ókeypis

Furður mannshjartans

"Hinn kanadíski David Lynch", "frumlegasti leikstjóri Kanada", "síðasti súrrealistinn í kvikmyndagerð samtímans". Svona hefur Guy Maddin verið lýst og hann er áreiðanlega allt þetta. Meira
14. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 1590 orð | 3 myndir | ókeypis

Gamla skólahús Menntaskólans á Akureyri 100 ára

Af húsum Menntaskólans á Akureyri hefur gamla skólahúsið mesta sérstöðu. Í fyrsta lagi er Gamli skóli elsta hús skólans, reist á fjórum mánuðum sumarið 1904, og þá eitt stærsta hús landsins. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 805 orð | 1 mynd | ókeypis

Gengið ótrúlega fljótt að byggja upp framhaldsmenntun

Reynsla lækna af framhaldsnámi bæði austan hafs og vestan hefur nýst vel við uppbyggingu framhaldsnáms í almennum lyflækningum hér á landi, en námið hefur verið í mótun síðustu tvö árin og fyrstu læknarnir hafa verið útskrifaðir. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd | ókeypis

Grunnskólanemum boðið í leikhús

LEIKFÉLAG Akureyrar hefur í samvinnu við Landsbankann boðið öllum nemendum í þremur elstu bekkjunum í grunnskólum á Eyjafjarðarsvæðinu í leikhús í næstu viku að sjá leikritið Ausu Steinberg, sem er annar helmingur af sýningunni Ausu og Stólunum, sem... Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 43 orð | ókeypis

Handalögmál

Til slagsmála kom á stjórnarfundi í júní 1994, þegar Ingimundur Sigfússon var stjórnarformaður Stöðvar 2, þegar þeir Jóhann Óli Guðmundsson og Stefán Gunnarsson lögðu til atlögu við Sigurð G. Meira
14. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 152 orð | ókeypis

Hart barist í Fallujah

HIMINNINN logaði í Fallujah fyrr í vikunni. Fallujah er borg í Írak. Banda-rískir og íraskir hermenn réðust inn í hana. Tilgangurinn var að hreinsa borgina af uppreisnar- mönnum. Fyrst var ráðist á sjúkra-húsið. Það var sagt að uppreisnar-menn væru þar. Meira
14. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 460 orð | 3 myndir | ókeypis

Hassídar á harðahlaupum

Fyrst brunuðu framhjá fatlaðir íþróttamenn á öflugum þríhjólum. Síðan kappsamir hlauparar á gervifótum. Þeir uppskáru hvatningarhróp frá hópi Púertó Ríkana sem sátu á gangstéttarbrún og léku háværa rapptónlist. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 226 orð | ókeypis

Hrina innbrota á Akureyri

TÖLUVERT hefur verið um innbrot á Akureyri að undanförnu. Brotist var inn í Bónusvídeó við Geislagötu á Akureyri aðfaranótt fimmtudags en þar voru spenntir upp tveir spilakassar og stolið úr þeim um 50 þúsund krónum. Meira
14. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 760 orð | 1 mynd | ókeypis

Hún Blanca mín í Mexíkó

Í vinnuherberginu mínu er mynd af brosandi sex ára stúlku sem fjölskylda mín átti mikil samskipti við um nokkurra ára bil. Hún var frá Mexíkó, hét Blanca Romero Tapia og er nú komin eitthvað á fertugsaldurinn ef hún er enn á lífi. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð | ókeypis

Innflutningur frá Mercosur að aukast

INNFLUTNINGUR frá Mercosur-ríkjunum svonefndu - Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ - jókst um tæplega 500% á árunum 2002 og 2003, upp í rúmlega einn milljarð króna, og hefur aukningin haldið áfram undanfarið ár, að því er fram kemur í Stiklum,... Meira
14. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 488 orð | 2 myndir | ókeypis

Insúlíndælur auðvelda sykursjúkum lífið

FIMM sykursjúklingar nota nú svonefndar insúlíndælur hér á landi en gert er ráð fyrir að notkun þeirra færist í vöxt á næstu árum. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 203 orð | ókeypis

Ítarlega fjallað um kaupin á Magasin

MIKIÐ er gert úr kaupum íslenskra aðila á dönsku stórversluninni Magasin du Nord í dönskum fjölmiðlum í gær. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 39 orð | ókeypis

Í upphafi

Jón Óttar Ragnarsson, Hans Kristján Árnason, Ólafur H. Jónsson og Eyjólfur Sigurðsson voru stofnendur Stöðvar 2 í október 1986. Jón Óttar var fyrsti sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, en rekstur hennar var kominn í þrot í árslok 1989 og skuldirnar... Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd | ókeypis

Jólakort Kristniboðssambandsins

JÓLAKORT Kristniboðssambandsins eru komin en þau eru seld til styrktar kristniboðsstarfinu í Afríku. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd | ókeypis

Jólakort SKB

JÓLAKORT Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna eru komin í sölu. Jólakortið er teiknað af Braga Einarssyni en hann hefur teiknað kortin fyrir félagið undanfarin ár. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd | ókeypis

Kauphækkanir gildi frá og með morgundegi

LAGAFRUMVARP um kjaramál kennara var samþykkt sem lög frá Alþingi laust fyrir kl. 13 í gær að viðhöfðu nafnakalli. 28 greiddu atkvæði með frumvarpinu en 21 á móti. Breytingar voru gerðar á frumvarpinu í meðferð allsherjarnefndar og skv. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð | ókeypis

Keyptir út

Jóhann J. Ólafsson og Haraldur Haraldsson voru um alllangt skeið í eigendahópi Stöðvar 2. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 30 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT

Í grein um heimildarmyndina Rithöfundur með myndavél, sem birtist í Lesbók í gær, misrituðust dagsetningar Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, þar sem myndin verður sýnd. Hátíðin mun standa dagana 17.-25.... Meira
14. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 3180 orð | 1 mynd | ókeypis

Lífssaga Þórdísar í Sólheimum á sér enga hliðstæðu í Íslandssögunni

Hann var harðákveðinn í að verða ekki stjórnmálamaður. En á meðan hann velktist í vafa um verkfræðing eða rithöfund náði pólitíkin tökum á honum og leiddi hann inn á Alþingi, til flokksformennsku og í ráðherrastól. En rithöfundurinn í honum gafst ekki upp, heldur heimsótti hann í fjármálaráðuneytið, og þegar stjórnmálunum sleppti tók rithöfundurinn öll völd. Ragnar Arnalds hefur skrifað átta leikrit og sendir nú frá sér sína fyrstu skáldsögu, sem er tilefni samtals hans við Freystein Jóhannsson. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd | ókeypis

Lofsverður árangur í starfi

Á HÁSKÓLAHÁTÍÐ fyrir skömmu hlutu sex starfsmenn Háskóla Íslands viðurkenningar fyrir lofsverðan árangur í starfi. Forsendur viðurkenningar eru ágæti í kennslu, rannsóknum, stjórnun eða í öðrum störfum í þágu Háskólans. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 41 orð | ókeypis

Lokaþáttur?

Jón Ásgeir Jóhannesson keypti í nóvember í fyrra ráðandi hlut Jóns Ólafssonar í Norðurljósum. Eiríkur S. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 403 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikilvægt að vera vel undirbúinn

sverrirth@mbl.is: "Þegar búið er að senda inn atvinnuumsókn er næsta skref að fara í atvinnuviðtal. Morgunblaðið hafði samband við Katrínu S. Óladóttur, framkvæmdastjóra ráðningarstofunnar Hagvangs, og bað hana að gefa lesendum ráð fyrir atvinnuviðtalið." Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd | ókeypis

Minntust Fiske

GRÍMSEY skartaði fannhvítum sparikjól þegar eyjarbúar söfnuðust saman á Fiskepallinum á afmælisdegi velgjörðamannsins dr. Daníels Willard Fiske og tendruðu ljós í hans minningu. Þann 17. september sl. Meira
14. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 4919 orð | 2 myndir | ókeypis

Níu líf Norðurljósa

Fréttaskýring | Skin og skúrir hafa skipst á í liðlega átján ára sögu fjölmiðlafyrirtækisins sem nú ber nafnið Norðurljós, móðurfélags Stöðvar 2, sem nú er orðið dótturfélag Og Vodafone, með enn einni skuldsettu yfirtökunni (leveraged buyout). Agnes Bragadóttir skyggndist á bak við Norðurljósatjöldin, til þess að kanna hvað hefur verið að gerast hjá félaginu undanfarin misseri. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýr framkvæmdastjóri hjá Sjóvá

ÁRNI Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvár-Almennra, dótturfyrirtækis Íslandsbanka. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð | ókeypis

Nýr meirihluti myndaður í Vestmannaeyjum

NÝR meirihluti Vestmannaeyjalistans og Sjálfstæðisflokks var myndaður í bæjarstjórn Vestmannaeyja seint á föstudagskvöld þegar Lúðvík Bergvinsson, Vestmannaeyjalista, og Arnar Sigurmundsson, Sjálfstæðisflokki, skrifuðu undir viljayfirlýsingu um nýtt... Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýr útibússtjóri

KOLBRÚN Jónsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Íslandsbanka í Garðabæ. Hún hóf störf sem útibússtjóri Íslandsbanka í Skútuvogi síðla árs 1996 og hefur einnig starfað sem forstöðumaður Viðskiptavers bankans. Meira
14. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd | ókeypis

Óttast um óbreytta borgara

HJÁLPARSAMTÖK í Írak hafa miklar áhyggjur af afdrifum óbreyttra borgara í Fallujah en bardagar hafa staðið þar yfir alla vikuna milli bandarískra hersveita og uppreisnarmanna. Er þrýst á yfirvöld að leyfa flutning matar, vatns og lyfja inn í borgina. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd | ókeypis

Popparar fara út í aðra sálma

ÍSLENSKIR popptónlistarmenn hafa undanfarið í auknum mæli flutt trúarlega tónlist í bland við annað. Meira
14. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 1650 orð | 2 myndir | ókeypis

Sagan um pelsinn

Í bókinni Halldór Laxness - ævisaga er meðal annars fjallað ítarlega um ferð Halldórs til Moskvu veturinn 1937-1938, þegar hann var viðstaddur réttarhöldin yfir Búkarín og handtöku Veru Hertzsch. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd | ókeypis

Samið um áframhaldandi rekstur Dvalar

REKSTUR Dvalar, athvarfs fyrir geðfatlaða í Kópavogi, hefur verið tryggður til næstu tveggja ára. Samningur þess efnis var undirritaður í Dvöl nýverið. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd | ókeypis

Steinunn Valdís Óskarsdóttir verður borgar-stjóri

STEINUNN Valdís Óskarsdóttir verður borgar-stjóri í Reykjavík. Þórólfur Árnason ætlar að hætta. Hann sagði af sér vegna þess að hann átti þátt í sam-ráði olíu-félaganna. Steinunn Valdís er borgar-fulltrúi fyrir R-listann. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 235 orð | ókeypis

Stutt

Skýrsla um utan-ríkis-mál Davíð Oddsson hefur búið til skýrslu um utan-ríkis-mál. Hann segir meðal annars að árásin á Írak hafi verið rétt. Hann segir að kannski þurfi Ísland að taka þátt í að þjálfa öryggis-sveitir í Írak. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 108 orð | ókeypis

Sýna áhuga á að starfa á Íslandi

RÚMLEGA eitt þúsund erlend fjármálafyrirtæki hafa tilkynnt Fjármálaeftirlitinu að til þess geti komið að þau bjóði þjónustu sína hér á landi. Þarna er um banka, vátryggingafélög og fjárfestingafyrirtæki að ræða, meðal annars. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 327 orð | ókeypis

Tap af sölu Skífunnar/BT 1,2 milljarðar

TAP samstæðu Norðurljósa fyrstu níu mánuði þessa árs nam 1,88 milljörðum króna, samkvæmt árshlutareikningi Norðurljósa frá 30. september í haust. Stærsti hluti þessa taps, eða rúmlega 1,2 milljarðar króna var vegna sölutaps á hlutabréfum Skífunnar/BT. Meira
14. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 3272 orð | 2 myndir | ókeypis

Tek embættið að mér með glöðu geði

Reykvíkingar fá nýjan borgarstjóra um næstu mánaðamót þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir tekur við embættinu. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ræddi við hana um borgarstjóraskiptin, skipulagsmálin, kennaradeiluna og áherslur hennar í borgarmálunum. Meira
14. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 735 orð | 2 myndir | ókeypis

Tilfellum sykursýki fjölgar stöðugt hér á landi

Í dag er Alþjóðadagur sykursjúkra en þetta er fæðingardagur Frederick Banting sem átti stóran þátt í að einangra insúlínið fyrir rúmum 80 árum. Halla Gunnarsdóttir kynnti sér þennan sjúkdóm sem líkja má við farsótt í sumum löndum hins vestræna heims og Ísland fer ekki varhluta af þeirri þróun. Meira
14. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 385 orð | ókeypis

Ummæli vikunnar

Framtíð Palestínu er í algjörri óvissu eftir dauða Arafats, vegna þess að hver sem tekur við af honum mun aldrei geta veitt það sem Arafat gaf palestínsku þjóðinni. Palestínski rithöfundurinn Jihad al-Hazen . Ég veit ekki af hverju en ég er hryggur. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 415 orð | 2 myndir | ókeypis

Unnu saman að rannsókn skattamáls Halldórs Laxness

BANDARÍSK og íslensk yfirvöld unnu saman að því á fimmta og sjötta áratugnum að rannsaka skattamál Halldórs Laxness. Meira
14. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 2013 orð | 5 myndir | ókeypis

Úr fjölleikahúsi í fyrirlestrasal

Bókarkafli | Ólöf Sölvadóttir fluttist til Vesturheims er hún var 18 ára gömul og slóst fljótlega í för með bandarísku farandleikhúsi. Síðar tók hún hins vegar upp gervi eskimóakonunnar Olof Krarer og flutti fyrirlestra um líf sitt á Grænlandi þrátt fyrir að hafa aldrei stigið fæti á grænlenska jörð. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 657 orð | 1 mynd | ókeypis

Veruleg aukning viðskipta

Kenningin um hagkvæmustu myntsvæði var sett fram af bandaríska hagfræðingnum Robert Mundell árið 1961 og gerir í stuttu máli ráð fyrir því að hagkvæmara sé fyrir tvö lönd sem stunda mikil viðskipti sín á milli að hafa sama gjaldmiðil. Þetta myndi t.d. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd | ókeypis

Það stig læknisfræðinnar sem hefur vantað

"MÉR finnst hafa tekist vel til. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 251 orð | ókeypis

Þróunin er sögð óumdeild

ÞEKKING liggur nú fyrir um þær loftslagsbreytingar sem eru að verða og eiga eftir að verða á norðurslóðum. Meira
14. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 441 orð | 1 mynd | ókeypis

Þunnur rökstuðningur fyrir að sýkna íslenska ríkið

MÁL gegn þremur mönnum sem kona sakaði um hópnauðgun og greint var frá í Morgunblaðinu sl. föstudag, er ekki einsdæmi í íslenskri réttarsögu, að sögn Sifjar Konráðsdóttur hrl. Bæjarþing Reykjavíkur kvað upp dóm í svipuðu máli 22. Meira

Ritstjórnargreinar

14. nóvember 2004 | Leiðarar | 2628 orð | 2 myndir | ókeypis

13. nóvember

Þegar þetta er skrifað að morgni laugardags er búizt við að frumvarp, sem bannar verkfallsaðgerðir grunnskólakennara, verði að lögum síðar í dag. Meira
14. nóvember 2004 | Leiðarar | 376 orð | ókeypis

Forystugreinar Morgunblaðsins

13. nóvember 1994 : "Þegar nýir kjarasamningar voru gerðir við hjúkrunarfræðinga [var] erfitt að fá upplýsingar um efni þeirra. Síðustu daga hefur Morgunblaðið skýrt frá því, að meðaltalshækkun skv. Meira
14. nóvember 2004 | Leiðarar | 312 orð | 1 mynd | ókeypis

Menningarstríð í Texas?

Siðferðisskærur virðast eiga sér stað í Bandaríkjunum öllum stundum um þessar mundir. Í nýafstöðnum kosningum var kosið um það í rúmum tug ríkja hvort samkynhneigðir mættu ganga í hjónaband og voru kjósendur því upp til hópa andvígir. Meira
14. nóvember 2004 | Leiðarar | 718 orð | ókeypis

Viðhorfið til útlendinga

Breytingar á viðhorfi Íslendinga til útlendinga, sem fram koma í niðurstöðum könnunar, sem Gallup vann fyrir Alþjóðahúsið, eru heldur dapurlegar og benda til þess að einhvers staðar sé pottur brotinn í fræðslu og umræðum um útlendinga í íslenzku... Meira

Menning

14. nóvember 2004 | Tónlist | 179 orð | 1 mynd | ókeypis

Bibbi í beinni

BIRGIR Örn Thoroddsen fjöllistamaður, oft kallaður "Bibbi Curver", stendur fyrir raunveruleikagjörningi á sýningu Listasafns Íslands, Ný íslensk myndlist: um manninn, veruleikann og ímyndina . Meira
14. nóvember 2004 | Menningarlíf | 160 orð | 1 mynd | ókeypis

... Eddunni

SJÓNVARPIÐ sýnir beint frá afhendingu Edduverðlaunanna, íslensku sjónvarps- og kvikmyndaverðlaunanna, sem fer fram við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í Reykjavík í kvöld. Meira
14. nóvember 2004 | Bókmenntir | 705 orð | 1 mynd | ókeypis

Einstaklega hrífandi mynd af Hannesi Hafstein

HANNES Hafstein, ævisaga Kristjáns Albertssonar um stjórnmálamanninn og skáldið, er komin út. Þetta er þriðja útgáfa bókarinnar, nokkuð stytt, og hefur Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur og stjórnmálafræðingur, haft umsjón með útgáfunni. Meira
14. nóvember 2004 | Tónlist | 540 orð | 2 myndir | ókeypis

Fjórða kryddið

Nylon eru Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir, Klara Ósk Elíasdóttir og Emilía Björg Óskarsdóttir. Lög og texta eiga Friðrik Karlsson og Einar Bárðarson. Magnús Eiríksson semur eitt lag og texta og Dr. Gunni og Þór Eldon eiga eitt lag og texta. Alma Guðmundsdóttir á þá hluta í tveimur textum. Upptökustjórn var í höndum Hafþórs Guðmundssonar en Nigel Wright og Friðrik Karlsson stýra upptökum í þremur lögum. Meira
14. nóvember 2004 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd | ókeypis

fólk

Leikkonan Penelope Cruz hefur viðurkennt að hún sé búin að jafna sig á sambandsslitunum við hjartaknúsarann Tom Cruise , að því er Ananova greinir frá. Sambandi Cruz, sem er spænsk, og Cruise, lauk í janúar. Meira
14. nóvember 2004 | Menningarlíf | 63 orð | 1 mynd | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Þýska ofurfyrirsætan Claudia Schiffer eignaðist stúlku á fimmtudag. Barnið kom í heiminn á Portland-sjúkrahúsinu í London en hún býr á Englandi ásamt eiginmanni sínum, kvikmyndaleikstjóranum Matthew Vaughn . Meira
14. nóvember 2004 | Tónlist | 577 orð | ókeypis

Kára þáttur Árnasonar

Andrés Þór Gunnlaugsson gítara, Viðar Hrafn Steingrímsson kontra- og rafbassa og Kári Árnason trommur. Norræna húsið, miðvikudaginn 10.11. 2004. Meira
14. nóvember 2004 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd | ókeypis

Lagst undir hnífinn

ÞÆTTIRNIR Klippt og skorið ( Nip/Tuck ) hófu göngu sína á ný síðasta sunnudag á Stöð 2. Þættirnir eru á meðal vinsælustu þátta í Bandaríkjunum og segja frá lýtalæknunum Sean (Dylan Walsh) og Christian (Julian McMahon). Meira
14. nóvember 2004 | Tónlist | 151 orð | 2 myndir | ókeypis

Madonna og Bono með heiðursverðlaun

ROBBIE Williams, Rolling Stones og Queen voru á meðal þeirra er teknir voru inn í fyrstu Frægðarhöll rokksins í Bretlandi við hátíðlega athöfn í London á fimmtudagskvöld. Meira
14. nóvember 2004 | Kvikmyndir | 282 orð | ókeypis

Myrkraverk á miðju sumri

Leikstjóri: Paul Carsten Myllerup. Aðalleikendur: Kristian Leth, Laura Christensen, Tuva Novotny 96 mínútur. Danmörk. 2003. Meira
14. nóvember 2004 | Menningarlíf | 999 orð | 1 mynd | ókeypis

Nem þú allar tungur

Ekkert hefur fært mér jafnmikla gleði og verið jafngagnlegt í lífinu og kunnátta í erlendum tungumálum. Meira
14. nóvember 2004 | Kvikmyndir | 1329 orð | 1 mynd | ókeypis

Skelegga skræf-an hún Sarah

Vinsælasta hrollvekja ársins heitir Óbeitin og er með Söruh Michelle Gellar í aðalhlutverki, sjálfri Buffy vampírabana. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við hana um feimni, hræðslu og bardagaíþróttir. Meira
14. nóvember 2004 | Kvikmyndir | 152 orð | ókeypis

Staðreyndir um Söruh

* Sarah er 27 ára gömul og á afmæli 14. apríl. * Sarah var uppgötvuð 4 ára gömul og lék í sinni fyrstu mynd ári síðar. * Sarah lék í Burger King auglýsingu 1982, sem var fyrsta auglýsingin þar sem keppinauturinn var nefndur á nafn. Meira
14. nóvember 2004 | Kvikmyndir | 111 orð | 1 mynd | ókeypis

Töff að svindla?

Leikstjórn Brian Robbins. Aðalhlutverk Erica Christensen, Scarlett Johansson, Chris Evans. Bandaríkin 2004. (93. mín.) Meira
14. nóvember 2004 | Kvikmyndir | 187 orð | 1 mynd | ókeypis

Töfrar Buñuel

KVIKMYNDAKLÚBBUR Alliance française og Filmundur sýna sígilda Luis Buñuel mynd í kvöld og annað kvöld Hina leyndu töfrar borgarastéttarinnar frá 1972. Meira

Umræðan

14. nóvember 2004 | Aðsent efni | 568 orð | 1 mynd | ókeypis

17% afsláttur á Seltjarnarnesi

Jón Hjaltason skrifar um skipulagsmál á Seltjarnarnesi: "Annaðhvort kemur þú útúr bílageymslunni og vinnur heilshugar með bæjarbúum eða skvettir olíu á glæður sem ekki kulna." Meira
14. nóvember 2004 | Aðsent efni | 469 orð | 1 mynd | ókeypis

Ég er öskureiður!

Guðjón Jensson fjallar um stefnu stjórnvalda: "Ríkisstjórnin telur sjálfsagt að taka þátt í óskiljanlegu stríði utanlands en svo virðist að engu megi kosta til úr ríkissjóði að leysa þessa erfiðu kjaradeilu." Meira
14. nóvember 2004 | Aðsent efni | 787 orð | 2 myndir | ókeypis

Fiskveiðistjórnun á villigötum

Jónas Bjarnason fjallar um fiskveiðistjórnun: "Af greindum ástæðum er líklegt, að vondir tímar séu framundan fyrir þorskinn." Meira
14. nóvember 2004 | Bréf til blaðsins | 681 orð | ókeypis

Myrkar hefðir

Frá Alberti Jensen:: "HJÁ RITHÖFUNDUM og listafólki koma lægðir sem hleypa tímabundinni örvæntingu að. Þá verður dómgreindin utangátta og í kjölfarið fylgir atburðarás sem ekki verður við ráðið." Meira
14. nóvember 2004 | Aðsent efni | 613 orð | 1 mynd | ókeypis

Peningum slátrað

Herdís Þorvaldsdóttir fjallar um náttúruvernd: "Eigum við að láta þennan fortíðardraug lausagöngu búfjár halda áfram að naga niður restina af náttúrulegum gróðri landsins okkar að óþörfu?" Meira
14. nóvember 2004 | Bréf til blaðsins | 157 orð | 4 myndir | ókeypis

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Þekkir þú fólkið? FÓLKIÐ á þessum myndum er líklega ættað úr Dalasýslu eða Snæfellsnesi, e.t.v. er það af Ormsætt. Þeir sem kunna að þekkja fólkið eru beðnir um að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur í síma 5574302. Meira

Minningargreinar

14. nóvember 2004 | Minningargreinar | 574 orð | 1 mynd | ókeypis

AUÐUR EIRÍKSDÓTTIR

Auður Halldóra Eiríksdóttir fæddist í Reykjavík 12. júní 1925. Hún andaðist á sjúkrahúsi í Antalya í Tyrklandi 23. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 10. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2004 | Minningargreinar | 1735 orð | 1 mynd | ókeypis

GUÐRÚN RAGNA RAGNARSDÓTTIR

Guðrún Ragna Ragnarsdóttir fæddist á Hellissandi hinn 8. júlí 1928. Hún andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut hinn 27. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnar Konráð Konráðsson sjómaður, f. í Stykkishólmi 10.11. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2004 | Minningargreinar | 539 orð | 2 myndir | ókeypis

INGÓLFUR SVEINSSON OG HALLDÓR INGÓLFSSON

Ingólfur Sveinsson fæddist 3. júlí 1914. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 1. nóvember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 8. nóvember. Halldór Ingólfsson fæddist í Reykjavík 14. apríl 1940. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 24. október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 1. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2004 | Minningargreinar | 1181 orð | 1 mynd | ókeypis

JENNÝ ST. GUÐLAUGSDÓTTIR GRÖTTEM

Jenný Stefanía Guðlaugsdóttir Gröttem fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1933. Hún lést á heimili sínu, Skjalgsgt. 35, 4041 Hafrsfjord, Noregi, 25. október síðastliðinn. Foreldrar Jennýjar voru Guðlaugur Þorláksson skrifstofustjóri, f. 31. desember 1907, d. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2004 | Minningargreinar | 1420 orð | 1 mynd | ókeypis

JÓHANNA ÁSGEIRSDÓTTIR

Jóhanna Ásgeirsdóttir fæddist í Baulhúsum við Arnarfjörð 20. maí 1923. Hún andaðist á heimili sínu að morgni 29. október síðastliðins og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 10. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2004 | Minningargreinar | 314 orð | 1 mynd | ókeypis

KRISTÍN ÞORBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR

Kristín Þorbjörg Halldórsdóttir fæddist á Sauðárkróki 9. mars 1950. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 2. nóvember síðastliðinn og var jarðsungin frá Hallgrímskirkju 10. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2004 | Minningargreinar | 707 orð | 1 mynd | ókeypis

ÓLI HELGI ANANÍASSON

Óli Helgi Ananíasson fæddist á Hríshóli í Reykhólasveit 28. desember 1919. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða 2. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 9. nóvember. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

14. nóvember 2004 | Fastir þættir | 293 orð | ókeypis

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

ÓL í Istanbúl. Meira
14. nóvember 2004 | Fastir þættir | 376 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridskvöld yngri spilara Miðvikudaginn 3. nóvember var spilaður tvímenningur, 20 spil. Lokastaðan: Ingólfur Sigurðars.-Jóhann Sigurðars. 4 Arnar M. Arnars. - Óttar I. Hauksson 3 Ari M. Arason - Ómar F. Ómarsson 0 Spilað er í Síðumúla 37, 3. Meira
14. nóvember 2004 | Dagbók | 71 orð | 1 mynd | ókeypis

Hátíðaklipping með fyrra fallinu

Hvalfjörður | Kindurnar sleppa ekki við haustsnyrtinguna frekar en aðrir íbúar mannheima og á bænum Bjarteyjarsandi í Hvalfirði er engin undantekning gerð þar á. Meira
14. nóvember 2004 | Fastir þættir | 828 orð | 1 mynd | ókeypis

Kristniboð

Kristniboðsdagurinn, sem á rætur til ársins 1936, er runninn upp og kastljósinu því eins og jafnan áður beint út fyrir landsteinana. Sigurður Ægisson kíkir m.a. á heimasíðu SÍK, en þar gefur að líta margt fróðlegt um starf okkar fólks á erlendri grundu. Meira
14. nóvember 2004 | Dagbók | 14 orð | ókeypis

Látið því ekki hið góða, sem...

Látið því ekki hið góða, sem þér eigið, verða fyrir lasti. (Róm. 14, 16.) Meira
14. nóvember 2004 | Dagbók | 395 orð | 1 mynd | ókeypis

Lyftistöng fyrir íslenska jarðfræði

Sveinn Jakobsson er fæddur í Reykjavík árið 1939. Hann lauk Mag.scient.-próf í bergfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1969 og Dr.scient.-gráða frá sama háskóla 1980. Sveinn hefur gegnt starfi sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands síðan 1969 og var forstöðumaður stofnunarinnar í 10 ár. Þá hefur hann verið stundakennari við Háskóla Íslands síðan 1970. Sveinn á þrjár dætur. Meira
14. nóvember 2004 | Fastir þættir | 168 orð | 1 mynd | ókeypis

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0-0 Rxe4 5. d4 Rd6 6. dxe5 Rxb5 7. a4 Rbd4 8. Rxd4 Rxd4 9. Dxd4 d5 10. Rc3 c6 11. Be3 Bf5 12. f4 Dc8 13. Dd2 Bb4 14. Df2 b6 15. Re2 Bxc2 16. f5 Bd3 17. Had1 Da6 18. f6 g6 19. Rd4 Bxf1 20. Hxf1 c5 21. Rb5 O-O-O 22. Meira
14. nóvember 2004 | Fastir þættir | 262 orð | 1 mynd | ókeypis

Víkverji skrifar...

Eiður Smári Guðjohnsen kemur inn á sem varamaður í upphafi framlengingar, skorar mark þremur mínútum síðar og kemur Chelsea á bragðið. Meira

Íþróttir

14. nóvember 2004 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd | ókeypis

Ísland tapaði stórt fyrir Noregi

ÍSLAND tapaði fyrir Noregi í fótbolta síðasta miðvikudag. Þetta var í undan-keppni Evrópu-mótsins í kvenna-deildinni. Leikurinn fór 7:2. Þetta var fyrri leikurinn en sá seinni fór fram í gær. Norð-menn skoruðu mark strax á 4. mínútu leiksins. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

14. nóvember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 314 orð | ókeypis

14.11.04

Yfirleitt er fólk svolítið feimið við að tala um Guð sinn og trú, enda kannski ekki mikið svigrúm til slíks í önn og amstri hversdagsleikans. Meira
14. nóvember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 546 orð | 16 myndir | ókeypis

Elskulegur Austurvöllur - vinalegt var eða vígvöllur

Á fimmtudag ákvað Flugan að rækta þjóðlega hlið sína, nokkuð óplægðan akur má segja. Fyrir valinu við þessa iðju varð sýning Kristjáns Guðmundssonar , Arkitektúr , í i8 galleri við Klapparstíginn . Meira
14. nóvember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1337 orð | 1 mynd | ókeypis

FEMÍNISTI Á VÆNGJUM TÍSKUNNAR

Það er ótrúlegt að rekast á Vestmannaeying, sem talar frönsku eins og innfæddur, í tískufyrirtæki Yves Saint Laurent í París. Meira
14. nóvember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 839 orð | 1 mynd | ókeypis

Fékk hálfgerða þráhyggju gagnvart þessari sögu

Börnin í Húmdölum nefnist ný skáldsaga eftir Jökul Valsson. Sagan er fyrsta bókmenntaverk höfundar, sem er 23 ára og útskrifaðist af leiklistarbraut framhaldsskóla í Stokkhólmi. Að því búnu nam hann kvikmyndafræði í eitt ár. Meira
14. nóvember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 174 orð | 10 myndir | ókeypis

GYLLT OG GLÓANDI

Þ egar kólnar í veðri og vindurinn blæs köldu er nauðsynlegt að storka veðurguðunum og lífga upp á skammdegið með því að sveipa sig glóandi litum. Meira
14. nóvember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 3200 orð | 4 myndir | ókeypis

Hamingjan er heima

Hún er spennt en ekki kvíðin andspænis útkomu nýju plötunnar. Og var létt þegar gerð hennar var lokið. "Hún tók mjög á tilfinningalega," segir Ellen Kristjánsdóttir, "efnið er svo viðkvæmt að við þurftum að eltast dálítið við það. Meira
14. nóvember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1590 orð | 1 mynd | ókeypis

Hittir naglann á höfuðið

Ausa Steinberg er engin venjuleg stelpa. Þessi níu ára gamla einhverfa gyðingastúlka á í óvenjuharðri baráttu við lífið og tilveruna og kannski fyrst og fremst dauðann því hún er með krabbamein og bíður eftir því að endalokin nálgist. Meira
14. nóvember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 588 orð | 1 mynd | ókeypis

Leitin að norræna eldhúsinu

E r til eitthvað sem heitir íslenskt eldhús? Norskt eldhús? Jafnvel samnorrænt eldhús? Þessari spurningu munu nokkrir af færustu matreiðslumönnum Norðurlandanna leitast við að svara í Kaupmannahöfn síðar í mánuðinum. Meira
14. nóvember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 779 orð | 1 mynd | ókeypis

Mjög sótt að friðhelgi einkalífsins

Hvað er persónuvernd? Hugtakið er ekki skilgreint í lögum, en er í daglegu tali notað sem vernd um einkalíf fólks og varðar meðferð persónuupplýsinga. Meira
14. nóvember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 536 orð | 1 mynd | ókeypis

Mr. Good Johnson

É g fylgist lítið sem ekkert með enska boltanum. Ég er þó ekki svo slæmur að ég þekki ekki helstu liðin í ensku þótt ég gæti sjálfsagt ekki bjargað lífi mínu með því að nefna þekktustu leikmenn þeirra. Meira
14. nóvember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 167 orð | 2 myndir | ókeypis

... náttúrulega íslenskt

Tær Icelandic, snyrtivörur úr lífrænt ræktuðum íslenskum jurtum, sem hlutu mikið lof í breskum glanstímaritum á borð við Tatler, Vogue, Wallpaper, Harpers & Queen og Cosmopolitan í sumar eru nú komnar á markað hérlendis. Meira
14. nóvember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 541 orð | 1 mynd | ókeypis

"Réttur flokkur"

S krýtið að það sé álitið verra að ljúga af sér framhjáhald en ljúga gjöreyðingarvopnum upp á aðrar þjóðir. Clinton hefði átt að vita betur. Úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum komu mér á óvart. Meira
14. nóvember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 223 orð | 5 myndir | ókeypis

Sikiley, Chile, Ástralía og Chianti

VÍN Vínin þessa vikuna koma úr ýmsum áttum. Meira
14. nóvember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 129 orð | ókeypis

Vínsmakkarinn á mynddiski

Stefán Guðjónsson vínþjónn hefur í samvinnu við Fjarkennslu gefið út mynddiskinn Vínsmakkarinn. Er þetta fyrsti íslenski DVD-diskurinn þar sem fjallað er um vín. Stefán hefur starfað sem vínþjónn um árabil og m.a. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.