Greinar föstudaginn 3. desember 2004

Fréttir

3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 49 orð

28 árekstrar í borginni

MIKIL hrina árekstra reið yfir höfuðborgina í gær þegar 28 ökumenn lentu í óhöppum í hálku. Allmargir árekstrar höfðu orðið fyrrihluta dagsins en upp úr klukkan 15, þegar byrjaði að snjóa, fjölgaði óhöppum hratt. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð

4 listamenn bætast á heiðurslaunalista

MEIRIHLUTI menntamálanefndar Alþingis leggur í dag fram tillögu um hverjir hljóta heiðurslaun listamanna á næsta ári. Listamennirnir eru 27 en þeir voru 25 á síðasta ári. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

93 milljónum úthlutað úr Kristnihátíðarsjóði

ÚTHLUTUN styrkja úr Kristnihátíðarsjóði fór fram við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Samtals var úthlutað styrkjum að fjárhæð 93 milljónum króna til 59 verkefna sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifarannsóknum. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Aðhaldið fullnægjandi miðað við núverandi aðstæður

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra gerir engar athugasemdir við þá ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti um 1 prósentustig og telur að bankinn hafi sýnt mikla ábyrgð með ákvörðun sinni. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 51 orð

Aðventuhátíð Bergmáls

AÐVENTUHÁTÍÐ líknar- og vinafélagsins Bergmáls verður haldin í Háteigskirkju sunnudaginn 5. desember kl. 16. Tónlist flytja Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari og Monika Abendroth hörpuleikari. Einnig mun Árnesingakórinn syngja undir stjórn Gunnars Ben. Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 236 orð | 1 mynd

Allar mjölgeymslur sprungnar

Vopnafjörður | Tangi hf. á Vopnafirði gefur reglulega út fréttabréf. Í því nýjasta segir að mjölgeymslur félagsins séu löngu yfirfullar og að þrátt fyrir að mjölið sé allt selt gangi erfiðlega að fá skip til mjölflutninga. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 168 orð

Alþjóðadagur fatlaðra í dag

ALÞJÓÐADAGUR fatlaðra er í dag. Kjörorð Sameinuðu þjóðanna í ár er "ekki tala um okkar mál án okkar". Vísar það til virkrar þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 256 orð

Athugun verði gerð á fjárhagsstöðu forsjárlausra feðra

LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um félagsmálaráðherra verði falið að gera athugun á fjárhagsstöðu forsjárlausra feðra og hafa frumkvæði að því að grípa til aðgerða í framhaldi af athuguninni. Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 267 orð | 1 mynd

Ákváðum bara að kýla á þetta

Húsavík | Um sjötíu manns tóku þátt í stórsýningu á vegum Tónlistarskóla Húsavíkur í sal Borgarhólsskóla á dögunum. Þar var um að ræða flutning helstu laga úr söngleiknum Vesalingunum eftir þá Alan Boublil og Claude-Michel Schönberg. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd

Árituð Guðbrandsbiblía keypt heim til Íslands

EINTAK af fyrstu prentun Guðbrandsbiblíu frá árinu 1584, áritað af Guðbrandi biskupi, var selt hjá Bruun Rasmussen-uppboðshúsinu í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn fyrir rétt tæpar fjórar milljónir íslenskra króna, þegar seldar voru bækur úr stóru safni... Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 335 orð

Árleg fjárveiting nægir alls ekki

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN Íslands glímir við alvarlegan rekstrar- og fjárhagsvanda og segir Ríkisendurskoðun að stjórnvöld eigi tveggja kosta völ; að laga starfsemi hennar að núverandi fjárhagsramma með verulegum niðurskurði í rekstri eða auka fjárveitingar... Meira
3. desember 2004 | Erlendar fréttir | 90 orð

Dómur yfir morðingja Önnu Lindh

HÆSTIRÉTTUR Svíþjóðar dæmdi í gær morðingja Önnu Lindh utanríkisráðherra í ævilangt fangelsi. Mijailo Mijailovic, hálfþrítugur maður, sem átt hefur við geðræn vandamál að stríða, stakk Lindh til bana í september í fyrra. Meira
3. desember 2004 | Erlendar fréttir | 93 orð

Ekki banatilræði

SENDIRÁÐ Bandaríkjanna í Belgrad í Serbíu harmaði í gær að einn starfsmanna þess skyldi hafa tengst árekstri við bíla í bílalest Boris Tadic forseta á þriðjudag. Stjórnvöld töldu hugsanlegt að um banatilræði hefði verið að ræða. Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 180 orð

Endurgjaldslaus gisting í verslunarferðum

Reykjanesbær | Hótel Keflavík býður fólki úr öðrum bæjarfélögum sem kemur í verslunarferð til Reykjanesbæjar fyrir jólin endurgjaldslausa gistingu. Tilgangurinn er sem fyrr að efla verslun og þjónustu í bæjarfélaginu. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 57 orð

Engar athugasemdir | Ekki bárust neinar...

Engar athugasemdir | Ekki bárust neinar athugasemdir við tillögu að hættumati vegna ofanflóða í Ólafsfirði. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 411 orð

Erum búin að bíða nógu lengi

KJARTAN Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í samgöngunefnd Reykjavíkur vegna fyrsta áfanga Sundabrautar. Í tillögunni er mælt með því að farin verði innri leið, þ.e. Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 25 orð

Farangur | Jón Laxdal Halldórsson setur...

Farangur | Jón Laxdal Halldórsson setur upp á morgun, laugardaginn 4. desember, sína elleftu sýningu á Kaffi Karólínu. Sýningin hangir uppi til áramót og heitir... Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 138 orð | 1 mynd

Fáskrúðsfirðingar tvíefldir í sparkið

Fáskrúðsfjörður | Nýr sparkvöllur var í vikunni formlega afhentur á Fáskrúðsfirði. Völlurinn er við grunnskólann og gerð hans var samstarfsverkefni Austurbyggðar og KSÍ. Völlurinn er með gervigrasi, 18 x 33 metrar að stærð og með afar góðri lýsingu. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 100 orð

Fjórir Íslendingar meðal stærstu hluthafa

FJÓRIR Íslendingar voru á meðal 1.000 stærstu hluthafa í norska píramídafyrirtækinu T5PC, eða "The 5 Percent Community", sem leystist nýlega upp eftir eitt stærsta meinta fjármálasvindl í Noregi á síðari árum. Meira
3. desember 2004 | Erlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Fleiri bandarískir hermenn til Íraks

BANDARÍSK stjórnvöld tilkynntu í gær, að þau hygðust auka herstyrk sinn í Írak vegna fyrirhugaðra kosninga í landinu í næsta mánuði. Verða bandarísku hermennirnir þá jafnmargir og þeir voru flestir eftir innrásina í fyrravor. Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 912 orð | 1 mynd

Foreldrarnir vinna til að lækka kostnað

Skildinganes | Foreldrar og kennarar í leikskólanum Mýri í Litla-Skerjafirði vinna mun nánar saman en í öðrum leikskólum, enda rekur foreldrafélagið leikskólann, og segja bæði foreldrar og starfsfólk að það myndist sérstakur andi í skólanum sem þeir... Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Furðufiskar í fjölskyldugarði

MARHNÚTAR, álar, sólkolar og tindabikkjur synda um í nýju sjávardýrasafni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, og opnaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri þennan nýja hluta garðsins formlega á miðvikudag. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 205 orð

Fyrirheit um lóð neðan Perlunnar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni á Íslandi fyrirheit um lóð neðan Perlunnar undir litla kirkju. Kirkjan yrði staðsett í svonefndri Leynimýri þar sem gert er ráð fyrir kirkjugarði og aðstöðu fyrir tvö önnur trúfélög. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 211 orð

Fyrirvinna átta manna fjölskyldu

STÚLKAN sem lést þegar sprengjuárás var gerð á íslenska friðargæsluliða í Kabúl 23. október sl. hét Feriba. Hún var 13 ára gömul og var helsta fyrirvinna átta manna fjölskyldu. Vegna dauða hennar fékk faðir hennar greidda 2. Meira
3. desember 2004 | Erlendar fréttir | 122 orð

Galloway fær bætur

DAGBLAÐIÐ The Daily Telegraph í Bretlandi var í gær dæmt til að greiða þingmanninum George Galloway 150.000 pund, eða tæpar 19 milljónir króna, í skaðabætur fyrir að hafa birt fregnir þess efnis að Galloway nyti fjárstuðnings frá Saddam Hussein. Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 315 orð | 1 mynd

Gaman að vera á skipi með þessu nafni

Grindavík | "Það var gaman að sigla inn til hafnar í Grindavík, ekki síst á skipi með þessu nafni," segir Þorsteinn Símonarson, skipstjóri á Hábergi GK, uppsjávarveiðiskipi Samherja, sem kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Grindavík... Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Gerir engar athugasemdir við hækkun stýrivaxta

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra gerir engar athugasemdir við þá ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 669 orð | 1 mynd

Háð fjárframlögum ríkisins

Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) segist þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju utanríkisráðuneytið ákvað með stuttum fyrirvara að breyta reglum um úthlutun fjár til mannréttindamála í fjárlagafrumvarpi... Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 473 orð | 1 mynd

Hámarkslán verða 14,9 milljónir strax eftir áramót

ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra lýsti því yfir á Alþingi í gær að hann myndi við gildistöku nýrra lagaákvæða um húsnæðismál, sem fela í sér hækkun lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs upp í 90% af matsverði íbúðar, gefa út reglugerð til hækkunar hámarksláns... Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 76 orð

Heimsmarkaðsverð lækkar

VEGNA lækkana á heimsmarkaðsverði á bensíni hefur Statoil í Svíþjóð tilkynnt að listaverð á 95 oktana bensíni verði lækkað í dag um 12 aura, úr 10,06 í 9,94 sænskar krónur. Af sömu ástæðu lækkaði Q8 í Danmörku verð um 2 aura í gær. Meira
3. desember 2004 | Erlendar fréttir | 719 orð | 1 mynd

Hervaldi aðeins beitt með heimild SÞ

Fréttaskýring | Sérfræðinganefnd á vegum Kofi Annans hefur lagt til viðamiklar umbætur á starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Hún segir að til að ríki geti gripið til "fyrirbyggjandi hernaðaraðgerða" gegn öðru ríki þurfi þau fyrst að fá ótvíræða heimild öryggisráðsins. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 154 orð

Hjúkrunarálma byggð á Klaustri

Kirkjubæjarklaustur | Unnið er að undirbúningi framkvæmda við innréttingar og frágang hjúkrunarrálmu við dvalar- og hjúkrunarheimilið Klausturhóla á Kirkjubæjarklaustri. Tilboð sem bárust í útboði reyndust nokkru hærri en áætlun. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 335 orð

Hvarf hreindýrakjötsins lögreglunni að kenna

HÆSTIRÉTTUR telur að lögregla beri sök á hvarfi hreindýrakjöts frá bænum Skjöldólfsstöðum á Jökuldal, sem hún lagði hald á í tengslum við rannsókn á ólöglegum hreindýraveiðum árið 2000. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 83 orð

Hvítþvegin Kauphöll

Í Morgunblaðinu var mynd eftir Ragnar Axelsson þar sem verkamaður þvær veggi Kauphallarinnar: "Kauphöllin hvítþvegin". Sigrún Haraldsdóttir yrkir: Fjarskalega fagurskær fjármagns höfuðstaður. Kauphöllina þögull þvær þreyttur verkamaður. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Í hundslappadrífu

NOKKUÐ úrkomusamt var í borginni í gær og um miðjan dag gerði mikla hundslappadrífu. Víst er að margir hafa blotnað hressilega enda snjóflygsurnar afar stórar og óvenju blautar. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð

Jólakaffi Hringsins

HRINGURINN heldur sitt árlega jólakaffi á Broadway sunnudaginn 5. desember kl. 13.30. Jólakaffið er liður í fjáröflun Hringskvenna fyrir Barnaspítalann, auk þess eru óþrjótandi verkefni við að bæta hag veikra barna á Íslandi og aðstandenda þeirra. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Jólakort Landsbókasafns Íslands

LANDSBÓKASAFN Íslands - Háskólabókasafn gefur út fyrir jólin 4 jólakort með myndum eftir Tryggva Magnússon sem gerðar voru við jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum í bókinni Jólin koma sem fyrst var gefin út árið 1932. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 70 orð

Jólapakkar fyrir 12. des.

SÍÐASTI öruggi sendingardagur á jólapökkum til landa utan Evrópu er í dag hjá Íslandspósti og 12. desember til landa innan Evrópu. Jólapakka innanlands er best að senda 21. desember eða fyrr svo þeir komist í tæka tíð fyrir jólin. Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 43 orð

Kristján áritar | Kristján Jóhannsson áritar...

Kristján áritar | Kristján Jóhannsson áritar nýju plötuna sína á Akureyri á föstudag, 3. desember. Hún kom út á miðvikudag, 1. desember og heitir "Portami via" . Kristján verður í Hagkaupum kl. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Leika sér úti á aðventunni

Mývatnssveit | Það er hlýlegt nafn á leikskólanum í Skútustaðahreppi, hann heitir Ylur og þar eru 18 börn sem una hag sínum vel með fóstrum sínum. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Lionsklúbbar afhenda gjafir

Lionsklúbbur Akureyrar hefur fært Heimahlynningu á Akureyri tölvustýrða lyfjadælu að gjöf. Um er að ræða lyfjadælu af fullkomnustu gerð, sem ætlað er að gera þeim sem hana þurfa að nota kost á því að vera heima eins lengi og kostur er. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 158 orð

Lítil viðbrögð við auglýsingum

ALLT útlit er fyrir að sækja þurfi þorra þess vinnuafls sem starfa mun við byggingu Fjarðaáls á Reyðarfirði til útlanda, þar sem lítill áhugi er meðal Íslendinga á störfunum. Meira
3. desember 2004 | Erlendar fréttir | 134 orð

Lýsa stuðningi við Kofi Annan

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac Frakklandsforseti lýstu í gær fullum stuðningi við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 223 orð

Lögin falli úr gildi 1. júlí 2005

MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að lög um Tækniháskóla Íslands verði felld úr gildi 1. júlí 2005 og að rekstri skólans verði hætt vegna sameiningar skólans og Háskólans í Reykjavík. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 243 orð

Margfalt fleiri bílar fluttir til landsins frá Bandaríkjunum

ALLT stefnir í að verðmæti innflutnings frá Bandaríkjunum verði mun meira í ár en í fyrra og munar þar mest um snaraukinn innflutning á fólksbílum vegna sterkari stöðu krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 424 orð | 1 mynd

Meginatriði loforðanna efnd í frumvarpinu

Stjórnarflokkarnir lofuðu fyrir síðustu kosningar að lækka verulega skatta á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn mat kostnað við sínar tillögur á 27 milljarða, en Framsóknarflokkurinn taldi að sínar tillögur myndu kosta 16 milljarða. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 251 orð

Mjólkuriðnaðurinn sýnt vilja í verki

MJÓLKURSAMSALAN hefur fylgst vel með rannsóknum á járnforða í börnum og verið í góðu samstarfi við þá aðila sem standa að rannsóknunum, segir Einar Matthíasson, markaðs- og þróunarstjóri Mjólkursamsölunnar, í tilefni fréttar í Mbl. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 760 orð | 2 myndir

Mörg börn fá kennslu undir berum himni

Fulltrúi fræðsluyfirvalda í Malaví í Afríku og tveir skólastjórar við grunnskóla þar í landi, eru staddir hér á landi um þessar mundir á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, ÞSSÍ, til að kynna sér skólastarf og menntamál á Íslandi. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 196 orð

Nemendum fjölgað um eina milljón

MALAVÍ er í suðausturhlua Afríku og á stærð við Ísland. Landið er eitt það þéttbýlasta í Afríku og jafnframt eitt það fátækasta, en þar búa um 11 milljónir manna. Malaví var áður bresk nýlenda en fékk sjálfstæði árið 1964. Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 113 orð

Nest fær styrk | Innan Norðurslóðaáætlunar...

Nest fær styrk | Innan Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins hefur verið samþykkt að styrkja verkefnið NEST (Northern Environment for Sustainable Tourism; potential of national parks and protected areas for rural development in the northern periphery),... Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 402 orð

Nýtt rafrænt gjafakort í Smáralind

SMÁRALIND hefur í dag formlega sölu á nýju gjafakorti sem er, að sögn aðstandenda, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Meira
3. desember 2004 | Erlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Óttast að 900 manns hafi farist

FYRIR liggur að um 500 manns týndu lífi fyrr í vikunni þegar óveður hleypti af stað flóðum og aurskriðum á Filippseyjum. Um 350 manns er enn saknað og er því hugsanlegt að náttúruhamfarir þessar hafi kostað um 900 manns lífið. Meira
3. desember 2004 | Erlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Óvænt uppákoma

Taílenskur lögreglumaður virðir fyrir sér flak af bíl í Bangkok í gær. Hluti úr hreyfli einnar af vélum flugfélagsins Cathay Pacific datt af fljótlega eftir flugtak og lenti á bílnum og öðrum til. Enginn mun hafa... Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 211 orð

"Leita hagkvæmra leiða í rekstri"

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ganga til samninga við fasteignafélagið Stoðir hf. um að það kaupi sýningarskála í kjallara Aðalstrætis 16 af borginni. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 493 orð

"Of miklar skuldir hafa sundrað mjög mörgum heimilum"

"OF MIKLAR skuldir hafa sundrað mjög mörgum heimilum," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, m.a. í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær um skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 198 orð

Ráðstefna á Höfn | Dagana 5.

Ráðstefna á Höfn | Dagana 5. til 8. júní 2005 verður haldin alþjóðleg ráðstefna á Höfn í Hornafirði um rannsóknir á náttúrufari hafs og strandar, öryggi sjófarenda og mannvirki á ströndinni. Meira
3. desember 2004 | Erlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Reiðubúinn til að víkja stjórninni

LEONÍD Kútsjma, fráfarandi forseti Úkraínu, sagðist í gær reiðubúinn til að víkja stjórn Viktors Janúkóvítsj forsætisráðherra frá völdum, í samræmi við vantrauststillögu sem var samþykkt á þingi í fyrradag. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 183 orð

Reykjavík rómantískasti staðurinn?

SUNDLAUGAR Reykjavíkur eru, að mati breskra kvenna, óskastaðurinn til þess að bera upp bónorðið og vinsælasti tíminn er við sólsetur. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem ferðaskrifstofan Thomson lét framkvæma í Bretlandi. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 54 orð

Samkeppni um Ljósahús | Reykjanesbær efnir...

Samkeppni um Ljósahús | Reykjanesbær efnir til samkeppni um Ljósahús Reykjanesbæjar í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja. Er þetta í fjórða sinn sem keppnin er haldin. Meira
3. desember 2004 | Erlendar fréttir | 604 orð | 1 mynd

Síðasta leikfléttan?

Fréttaskýring | Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur nú rekið burt síðasta samstarfsflokkinn. Margir telja, að um sé að ræða leikfléttu til að neyða hans eigin flokksmenn til að fallast á samstarf við Verkamannaflokkinn. Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 42 orð

Síðasta sýningarhelgi | Sýningu Valgarðs Gunnarssonar,...

Síðasta sýningarhelgi | Sýningu Valgarðs Gunnarssonar, Eilífðin á háum hælum, í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum lýkur um helgina. Á sýningunni eru 23 ný málverk. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag, frá kl. 13 til 17. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 62 orð

Slösuðust í bílveltu

ÞRÍR piltar voru fluttir slasaðir til Reykjavíkur í fyrrakvöldi eftir útafakstur og bílveltu á Snæfellsnesvegi á Mýrum, um 20 km vestur frá Borgarnesi. Bíllinn valt nokkrar veltur þar til hann stöðvaðist um 30 metra frá veginum. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Smakkar hjá Þvörusleiki

Undanfarin þrjú ár hafa krakkar úr leikskólunum Arnarborg, Bakkaborg og Fálkaborg séð um að skreyta jólatrén í Mjóddinni með heimagerðu jólaskrauti. Að sjálfsögðu mættu jólasveinar á svæðið. Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 138 orð

Sól í hól | Sýningin "Sól...

Sól í hól | Sýningin "Sól í hól" sem opnuð var í Gömlu kartöflugeymslunni um seinustu helgi verður lengd vegna fjölda áskorana. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Staurar reknir niður í Vatnsmýrinni

UNNIÐ var að því að reka niður staura í Vatnsmýrinni þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 50 orð

Stofna framfarafélag | Stofnfundur framfarafélags á...

Stofna framfarafélag | Stofnfundur framfarafélags á Siglufirði verður á Kaffi Torgi - Gluggabarnum, í kvöld kl. 20. Þegar er búið að fá fólk til stjórnarsetu í félaginu. Að lokinni félagsstofnun verður kynning á markmiðum félagsins. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 319 orð

Styrkir framtíð beggja

ORKUVEITA Reykjavíkur (OR) selur sinn hlut í Línu.net á 270 milljónir en það þýðir að heildarverðmætið er um 400 milljónir. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 90 orð

Styrkja Skjöld

Lionsklúbbur Njarðvíkur styrkti nýverið Líknarfélagið Skjöld með 150 þúsund krónum. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Styttist í jólafrí

Óðum styttist í að hlé verði gert á störfum þingsins fyrir jól. Samkvæmt starfsáætlun er gert ráð fyrir því að þingfundum verði frestað 10. desember nk. Þingið komi síðan saman að nýju í lok janúar. Nokkrar annir verða því væntanlega á þingi næstu daga. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 277 orð

Stýrivextir hækka enn

BANKASTJÓRN Seðlabankans hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um eitt prósentustig, í 8,25% frá næstkomandi þriðjudegi, hinn 7. desember. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Sundkennslan færist til Víkur

GLEÐI ríkti í Mýrdalnum þegar opnuð var ný sundlaug í Vík en það hefur lengi verið draumur Mýrdælinga að fá sína eigin sundlaug. Sundkennsla hefur um áratuga skeið farið fram í Skógum undir Eyjafjöllum en færist nú til Víkur. Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 98 orð

Sýning í Síðuskóla

ÍÞRÓTTABANDALAG Akureyrar, ÍBA efnir til viðamikillar sýningar í íþróttahúsi Síðuskóla á laugardag, 4. desember, í tilefni af 60 ára afmæli bandalagsins. Meira
3. desember 2004 | Erlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Taka við friðargæslu

EVRÓPUSAMBANDIÐ tók í gær við friðargæslunni í Bosníu af Atlantshafsbandalaginu sem sendi friðargæslulið til landsins eftir stríðið þar á árunum 1992-95. Um 7. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 120 orð

Tekinn með riffil og haglabyssu

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gærkvöldið karlmann með stolinn riffil og haglabyssu sem tekin voru í innbroti í heimahús í Grafarvogi í gær. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Tveggja ára fangelsi fyrir bankarán

21 ÁRS gamall maður sem í nóvember í fyrra rændi Vesturgötuútibú Búnaðarbanka Íslands var í gær dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 274 orð | 1 mynd

Um 150 milljónum varið til verkefnisins

STEFNT er að því að fjölga íbúum á Eyjafjarðarsvæðinu um 1500 manns á þremur árum. Þetta er eitt af markmiðum Vaxtarsamnings Eyjafjarðar en formleg vinna við hann er nú hafin. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 144 orð

Úr bæjarlífinu

Hreinsunin gekk of langt | Verktaki sem vann að hreinsunarátaki á vegum Ísafjarðar reif bílskúr sem var í einkaeigu í Hnífsdal og fjarlægði það sem í honum var. Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 75 orð

Útsvarið óbreytt í Reykjanesbæ

Reykjanesbær | Álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatta verður óbreytt í Reykjanesbæ á næsta ári, nema hvað sorphirðugjald hækkar um 200 krónur á ári. Útsvarshlutfallið verður því áfram 12,7% en má hæst vera 13,03%. Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 79 orð

Vatnsveita | Hreppsnefnd Skeggjastaðahrepps hefur ákveðið...

Vatnsveita | Hreppsnefnd Skeggjastaðahrepps hefur ákveðið að taka tilboði fyrirtækisins Sets ehf. í hluta vatnslagna nýrrar vatnsveitu fyrir Bakkafjörð. Til stendur að úrelda gamla asbeststofnlögn og leggja nýjar lagnir um þorpið. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð

Vinna gegn kynbundnu ofbeldi

FEMÍNISTAFÉLAG Íslands heldur vinnustofu um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi á morgun kl. 11-14, í húsnæði Listaháskólans, Skipholti 1. Í vinnustofunni verður gerð aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi til þess að starfa eftir í framhaldinu. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Vörubíll fór út af

VÖRUFLUTNINGABÍLL með tengivagn í eftirdragi lenti utan vegar á Hjallahálsi í Austur-Barðastrandarsýslu í gærkvöldi. Ekki urðu slys á fólki og náðist bifreiðin ásamt vagninum upp á veginn með aðstoð gröfu eftir nokkrar klukkustundir. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi kl.

ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi kl. 10.30 í dag. Fer þá fram umræða utan dagskrár um málefni sparisjóðanna. Kl. 13.30 fer síðan fram utandagskrárumræða um hrun veiðistofna skelfisks og innfjarðarækju. Meira
3. desember 2004 | Innlendar fréttir | 121 orð

Þurfa að handpakka Vilkosúpunum

Blönduós | Vilko ehf. á Blönduósi hefur þurft að bæta við sig starfsfólki til að pakka súpum, grautum og bökunarvörum. Öllum vörum hefur verið handpakkað frá því framleiðslan hófst á nýjan leik eftir að húsnæði og vélar eyðilagðist í bruna. Meira
3. desember 2004 | Minn staður | 229 orð | 1 mynd

Öflugt eldvarnaeftirlit er grunnurinn

Keflavíkurflugvöllur | "Við erum með mjög öflugt eldvarnaeftirlit og fræðslustarf og náum vel til fólksins. Það er grunnurinn að árangri okkar," segir Sigurður Arason, slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli. Meira

Ritstjórnargreinar

3. desember 2004 | Leiðarar | 163 orð

Árangursrík Auður

Verkefnið Auður í krafti kvenna, sem Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Íslandsbanki stóðu að ásamt Morgunblaðinu, Deloitte og Háskólanum í Reykjavík, hafði að markmiði að nýta enn betur þann auð, sem byggi í konum, með því að auka þátttöku þeirra í... Meira
3. desember 2004 | Leiðarar | 328 orð | 1 mynd

Dropinn dýr

Hækkun áfengisgjalds á sterku víni um 7% fyrr í vikunni hefur mælst misjafnlega fyrir og margir orðið til mótmæla. Í tilkynningu frá Félagi íslenskra stórkaupmanna er bent á að hækkunin sé í algerri andstöðu við þróunina undanfarið í nágrannalöndunum. Meira
3. desember 2004 | Leiðarar | 713 orð

Vannýttur auður

Ísland er eftirbátur annarra norrænna ríkja hvað varðar hlutfall kvenna í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins. Hins vegar eru fleiri konur í framkvæmdastjórnum eða í æðstu stjórnunarstöðum stærstu fyrirtækjanna en annars staðar á Norðurlöndum. Meira

Menning

3. desember 2004 | Myndlist | 448 orð | 1 mynd

Allir vegir færir

Til 27. desember. 101 gallery er opið fimmtudaga til laugardaga frá kl. 14-17. Meira
3. desember 2004 | Tónlist | 134 orð | 1 mynd

Annars staðar

ÞESSI nýjasta plata ... leyfist mér að kalla ... meistara Tom Waits hefur verið að fá misjafna dóma. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju því þetta hæglega besta plata Waits síðan Bone Machine (1992). Meira
3. desember 2004 | Myndlist | 329 orð | 1 mynd

Björt von

Opið fimmtudaga til sunnudags frá 14-18. Sýningu lýkur 19. desember. Meira
3. desember 2004 | Tónlist | 96 orð | 1 mynd

Boðið á tvær hátíðir

AMPOP hefur verið boðið að leika á tveimur stórum tónlistarhátíðum, South by Southwest í Austin og North by Northeast í Toronto, en þær fara fram á næsta ári. Sveitin er nýkomin frá Englandi þar sem hún lék m.a. Meira
3. desember 2004 | Bókmenntir | 522 orð | 2 myndir

Bækur sem verður minnst

Endursögn Böðvars Guðmundssonar, Þórarinn Leifsson myndskreytti. PP Forlag 2004 Meira
3. desember 2004 | Tónlist | 60 orð | 1 mynd

Coldplay hátt uppi

COLDPLAY hefur samþykkt að leika á tónleikum 1.372 metra yfir sjávarmáli, nærri Everest-fjalli í Nepal. Hljómsveitin gefur vinnu sína, en tónleikarnir eru haldnir til styrktar nepalskri góðgerðarstofnun fyrir börn. Meira
3. desember 2004 | Menningarlíf | 208 orð | 1 mynd

Edrú í fjóra daga

ÍRSKI söngvarinn Brian McFadden hefur viðurkennt að hafa farið tvisvar í áfengismeðferð að undanförnu. Meira
3. desember 2004 | Tónlist | 848 orð | 1 mynd

Góðir hlustendur tengja fortíð nútímanum

GEISLADISKURINN Góðir hlustendur, með 16 lögum hins góðkunna útvarpsmanns Jónasar Jónassonar, kemur út í dag. Jónas hefur alla sína starfsævi verið tengdur Ríkisútvarpinu með einum eða öðrum hætti og stýrt fjölmörgum skemmtiþáttum útvarpsins. Meira
3. desember 2004 | Tónlist | 194 orð | 1 mynd

Heldur upp á sjötugsafmælið í leiðinni

LUCIANO Pavarotti hyggur á lokatónleikaferðalag um 40 borgir á næsta ári áður en hann lýkur söngferli sínum, en tenórinn fyllir 70. árið á næsta ári. Meira
3. desember 2004 | Tónlist | 618 orð | 2 myndir

Hljómar, of eða van

Hljómar, Engilbert Jensen, Erlingur Björnsson, Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíusson, hafa sent frá sér nýja plötu. Meira
3. desember 2004 | Menningarlíf | 54 orð | 1 mynd

Ís í tonnatali

BLÁSIÐ verður til mikillar snjó- og íshátíðar í bænum Antwerp í Belgíu í dag. 40 myndhöggvarar hvaðanæva að úr heiminum hafa notað 250 tonn af ís og 100. Meira
3. desember 2004 | Kvikmyndir | 189 orð | 1 mynd

Lestarvörður, Langdon og leynilögga

BANDARÍSKI leikarinn Tom Hanks hefur í mörg horn að líta um þessar mundir. Hann var meðframleiðandi og "lék" og talaði fyrir öll helstu hlutverkin í tölvuteiknimyndinni Norðurpólshraðlestinni , sem frumsýnd er hér á landi um helgina. Meira
3. desember 2004 | Tónlist | 698 orð | 2 myndir

Ljúfa langa sumar

Ragnar Bjarnason syngur valin lög eftir ýmsa höfunda. Fram koma auk hans: Þórir Baldursson útsetningar, píanó, harmonikka, orgel. Árni Scheving útsetningar, víbrafónn, harmónikka. Jón Sigurðsson útsetningar. Vilhjálmur Guðjónsson gítarl, mandólín, soul. Meira
3. desember 2004 | Menningarlíf | 178 orð | 1 mynd

Morðóðar dúkkur

MORÐÓÐA dúkkan Chucky snýr aftur í Seed of Chucky , fimmtu myndinni í þessari vinsælu hryllingsmyndaröð. Í síðustu myndinni, Bride of Chucky , eignuðust Chucky og morðóð brúður hans að nafni Tiffany barn en síðan eru liðin sex ár. Meira
3. desember 2004 | Menningarlíf | 54 orð | 4 myndir

Sjálfsmyndir Robbies

FJÓRAR sjálfsmyndir sem Robbie Williams "málaði" á silkiþrykk árið 2000 seldust á uppboði í vikunni fyrir litlar 285 þúsund krónur. Meira
3. desember 2004 | Menningarlíf | 146 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Imago - drengurinn í mýrinni er eftir Eva-Marie Liffner . Þýðandi er Ástríður Eiríksdóttir. Sagan gerist árin 1864, 1938 og 2000. Sögusviðin eru Suður-Jótland og Sagnfræðistofnunin í Kaupmannahöfn: 5. og 6. Meira
3. desember 2004 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Öruggt athvarf er eftir Danielle Steel . Þýðandi er Snjólaug Bragadóttir . Mæðgurnar Pip og Ophélie hafa orðið fyrir átakanlegri reynslu en nú eyða þær sumri saman til að ná kröftum á ný. Meira
3. desember 2004 | Tónlist | 394 orð | 1 mynd

Skemmtilegar andstæður

Fungi to the Moon og Germans are People Too - Alive and Kicking, tvær plötur með hljómsveitinni Vindva Mei. Vindva Mei skipa þeir Pétur Eyvindsson og Rúnar Magnússon. Plöturnar eru báðar endurútgáfur, komu fyrst út í 15 eintökum hvor í janúarbyrjun. Stilluppsteypa á remix-innskot í verkinu. White Label gefur út. Germans are People Too - Alive and Kicking er 58:27 mín, Fungi to the Moon er 40:42 mín. Meira
3. desember 2004 | Kvikmyndir | 118 orð | 1 mynd

Stone hrifinn af Járnfrúnni

OLIVER Stone segist ætla að gera kvikmynd um barónessuna Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Hann segist vera mikill aðdáandi Thatcher, sem varð fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Bretlands og er nú 79 ára. Meira
3. desember 2004 | Kvikmyndir | 209 orð | 1 mynd

Svartur Bond?

VEÐMANGARA grunar að eitthvað gruggugt sé í gangi eftir að allmargir eru farnir að veðja á að Colin nokkur Salmon verði fyrsti svertinginn til að leika James Bond. Meira
3. desember 2004 | Menningarlíf | 879 orð | 4 myndir

Söngárið framundan

Fjórir heimsfrægir stórsöngvarar eru á leið landsins á næsta ári og halda hér tónleika. Meira
3. desember 2004 | Tónlist | 759 orð | 1 mynd

Tekið á því

HLJÓMSVEITIN Á móti sól hefur verið vinsælasta ballsveit landans undanfarin ár. Fyrir stuttu gaf sveitin út plötuna 12 íslensk topplög sem er tökulagaplata eins og nafnið gefur til kynna og inniheldur sígild íslensk lög í flutningi sveitarinnar. Meira
3. desember 2004 | Bókmenntir | 359 orð | 1 mynd

Tröllasaga sem kemur á óvart

Eftir Guðjón Sveinsson, Einar Árnason myndskreytti. Mánabergsútgáfan 2004. Meira
3. desember 2004 | Bókmenntir | 658 orð | 1 mynd

Undirheimar Reykjavíkur

Stefán Máni Mál og menning. 548 bls.Reykjavík. 2004 Meira
3. desember 2004 | Kvikmyndir | 419 orð | 1 mynd

Virkileg líkamleg vanlíðan

Leikstjórn og handrit: Chris Kentis. Kvikmyndataka: Chris Kentis og Laura Lau. Aðalhlutverk: Blanchard Ryan og Daniel Travis. 79 mín. BNA 2003. Meira
3. desember 2004 | Bókmenntir | 390 orð | 1 mynd

Víman og jaðar samfélagsins

eftir Eirík Örn Norðdahl. 259 bls. Mál og menning. 2004 Meira
3. desember 2004 | Tónlist | 609 orð | 2 myndir

Yuri Bashmet meðal gesta

VÍÓLUFÉLAG Íslands hefur nú í undirbúningi alþjóðlega víóluráðstefnu, sem til stendur að halda hér á landi dagana 2.-5. júní á næsta ári, en ráðstefna af þessu tagi er haldin árlega einhvers staðar í heiminum. Meira
3. desember 2004 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Þeir bestu takast á

SLYNGUSTU fjárhættuspilarar veraldar mæta til leiks á HM í póker en hægt er að fylgjast með frammistöðu þeirra við spilaborðið í hverri viku á Sýn. Meira
3. desember 2004 | Menningarlíf | 526 orð | 3 myndir

Þekkir hvorki sverð né blóð?

NÝ ÍSLENSK heimildarmynd í fullri lengd, Íslenska sveitin , verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Myndin fjallar samt ekki um íslenska sveitasælu heldur um íslensku friðargæsluna í Afganistan og standa fyrirtækin Tindra og Orðspor að gerð myndarinnar. Meira
3. desember 2004 | Menningarlíf | 98 orð | 1 mynd

Ævisaga

Til hinstu stundar - Einkaritari Hitlers segir frá er eftir Traudl Junge og Melissa Müller . Þýðandi er Arthúr Björgvin Bollason . "Þessi bók er engin síðbúin réttlæting. Engin sjálfsásökun. Ég vil heldur ekki að hún verði skilin sem lífsjátning. Meira

Umræðan

3. desember 2004 | Aðsent efni | 649 orð | 1 mynd

Afsökunarbeiðni afþökkuð

Jón Hjaltason fjallar um kennaradeiluna: "En það gengur varla endalaust að aðeins annar aðilinn sýni sveigjanleika eða hvað?" Meira
3. desember 2004 | Aðsent efni | 492 orð | 1 mynd

Biblían á nútímaíslensku

Stefán Sigurkarlsson fjallar um íslenskt mál: "Málið yrði flatneskjulegra og síður þess megnugt að hrífa mannssálina úr viðjum hversdagsleikans." Meira
3. desember 2004 | Aðsent efni | 357 orð | 2 myndir

Erlendar konur í ofbeldisfullum samböndum

Tatjana Latinovic fjallar um ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna: "Það er nauðsynlegt að rjúfa einangrun erlendra kvenna sem búa hér á landi og kynna fyrir þeim réttindi þeirra og úrræðin sem eru í boði." Meira
3. desember 2004 | Aðsent efni | 206 orð

Hverjir eiga að lifa, hverjir eiga að deyja?

Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar og hvað svo? Suðvesturhornshugsunarhátturinn er með eindæmum. Hann gengur út á það hvað landið sé yndislegt og gott að geta flúið ys og þys þéttbýlisins, endurnært líkama og sál þegar henta þykir. Meira
3. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 547 orð

Opið bréf til Lyfjastofnunar

LFÍ skrifar opið bréf til Lyfjastofnunar vegna sjúkrahúsapóteks/lyfjasviðs/lyfjaþjónustu Landspítala - háskólasjúkrahúss:: "Í MARS á þessu ári höfðaði Lyfjafræðingafélag Íslands (LFÍ) mál gegn Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH) til að fá viðurkenningu á að LSH hefði brotið lög með því að ráða ekki lyfjafræðing í stöðu yfirmanns sjúkrahúsapóteksins, sem LSH kaus þá að kalla..." Meira
3. desember 2004 | Aðsent efni | 291 orð | 1 mynd

Söfnun "Þjóðarhreyfingarinnar" - nei takk!

Gunnar Ármannsson fjallar um auglýsingu Þjóðarhreyfingarinnar: "Vissulega geta menn haft á því skoðanir hvort lög hafi verið brotin eða ekki en það er dómstóla að skera úr um hvort svo sé." Meira
3. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 335 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Hvar er LÍN? ÉG undirritaður er nemandi við Söngskólann í Reykjavík. Ég er á fyrsta ári í skólanum. Mér finnst mjög gaman að vera í þessu námi enda er ég með svo frábæran söngkennara - Sigurð Bragason. Hann er meiriháttar. Ég er 23 ára gamall. Meira

Minningargreinar

3. desember 2004 | Minningargreinar | 32 orð

Guðlaug Sveinsdóttir

Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Með þessari fallegu bæn viljum við senda aðstandendum Guðlaugar samúðarkveðjur. Kvennanefnd Golfklúbbs... Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2004 | Minningargreinar | 5825 orð | 1 mynd

GUÐLAUG SVEINSDÓTTIR

Guðlaug Sveinsdóttir fæddist í Reykjavík 1. júní 1952. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík sunnudaginn 28. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Finnsson lögfræðingur frá Hvilft í Önundarfirði, f. 23. nóvember 1920, d. 7. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2004 | Minningargreinar | 2384 orð | 1 mynd

GUÐRÚN L. VILMUNDARDÓTTIR

Guðrún Louisa Vilmundardóttir fæddist í Merkisteini á Vesturgötu í Reykjavík hinn 4. september 1924. Hún lést á Landakotsspítala að morgni 24. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Vilmundur Ásmundsson, f. 9. des. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2004 | Minningargreinar | 1945 orð | 1 mynd

HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR

Helga Þórðardóttir fæddist að Bjarnanesi í A.-Skaftafellssýslu 18. nóvember 1917. Á fjórða ári fluttist hún að Sauðanesi í N.-Þingeyjarsýslu. Hún lést í Landspítalanum við Hringbraut 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru sr. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2004 | Minningargreinar | 2477 orð | 1 mynd

HINRIK ALBERTSSON

Hinrik Albertsson fæddist í Keflavík 2. júlí 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Albert Bjarnason, útgerðarmaður og Lísbet Gestsdóttir, húsmóðir. Systkini Hinriks eru Bjarni, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2004 | Minningargreinar | 47 orð

Jóhann Kristinsson

Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Við kveðjum þennan mæta mann með virðingu og þökk. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2004 | Minningargreinar | 2735 orð | 1 mynd

JÓHANN KRISTINSSON

Jóhann Júlíus Kristinsson, fæddist í Ytra-Dalsgerði í Djúpadal 30. júlí 1921. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð 21. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristins Randvers Stefánssonar, verkamanns á Akureyri, f. 17.7. 1891, d. 1.12. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2004 | Minningargreinar | 385 orð | 1 mynd

KRISTÍN JÓNSDÓTTIR

Kristín Jónsdóttir fæddist í Ærlækjarseli í Öxarfirði 19. janúar 1920. Hún andaðist í Reykjavík 1. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 8. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2004 | Minningargreinar | 4092 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR E. HALLDÓRSDÓTTIR

Sigríður Elísabet Halldórsdóttir fæddist í Hnífsdal 3. október 1954. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Inga Ingimarsdóttir, húsmóðir, f. 12. júní 1924, d. 26. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2004 | Minningargreinar | 23 orð

Sigríður Elísabet Halldórsdóttir

Leggur ósinn fenna fjöll, fölnar rós og stráin. Vonarljósin eru öll eins og rósin dáin. (B. J.) Öllum aðstandendum Siggu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guðrún Birna (Bidda) og... Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2004 | Minningargreinar | 1546 orð | 1 mynd

STEFÁN REYNIR ÁSGEIRSSON

Stefán Reynir Ásgeirsson fæddist hinn 3. júní 1962. Hann lést af slysförum í Vonarskarði 27. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ásgeir Einarsson, f. 14.9. 1938, verslunarmaður, og Fjóla Ragnarsdóttir, f. 23.6. 1940, húsmóðir. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

3. desember 2004 | Sjávarútvegur | 282 orð

Týndu 400 þúsund tonnum

NORÐMENN sakna um 400 þúsund tonna af norsk-íslensku síldinni. Hún er horfin af Noregsmiðum og norskir fiskifræðingar óttast að hún haldi sig við Ísland. Meira

Viðskipti

3. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 50 orð

Hækkun í Kauphöllinni

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands hækkaði um 1,1% í gær og var lokagildi hennar 3.483,33% stig. Viðskipti með hlutabréf námu samtals 2,1 milljarði króna. Hlutabréf í Þormóði ramma-Sæbergi hækkuðu um 11,11%, í Burðarás i um 3,7% og Atorku um 2,2%. Meira
3. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Ólík viðbrögð bankanna

VIÐBRÖGÐ greiningardeilda Landsbankans og KB banka við ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans í gær um hækkun stýrivaxta voru með ólíkum hætti. Meira
3. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 686 orð | 1 mynd

Seðlabankinn hækkar stýrivexti mun meira en spáð var

BANKASTJÓRN Seðlabankans hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 1 prósentustig í 8,25% frá næstkomandi þriðjudegi, hinn 7. desember. Meira
3. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 100 orð

Walker til liðs við Baug

LÍKLEGT er að Big Food Group verði skipt upp í þrjár rekstrareiningar verði kaup Baugs á fyrirtækinu að veruleika. Þetta kemur fram í vefútgáfu The Times . Meira

Daglegt líf

3. desember 2004 | Daglegt líf | 1189 orð | 3 myndir

Að rækta garðinn sinn

Arna Mathiesen hefur látið til sín taka sem arkitekt í Noregi. Fyrirtæki hennar og Kjersti Hembre arkitekts vann t.d. samkeppni um skipulag hverfis í Stavanger og verður byrjað að byggja samkvæmt tillögum þeirra næsta vor. Steingerður Ólafsdóttir hitti Örnu við innsetningu hennar og Kjersti á sýningu í Arkitektasafninu í Ósló. Meira
3. desember 2004 | Daglegt líf | 123 orð | 1 mynd

Börn á brjósti fá beinni tennur

Ítalskir vísindamenn telja sig hafa komist að því að börn sem eru á brjósti en nota ekki pela eða snuð, fái beinni tennur en önnur, að því er fram kemur á vefnum forskning.no. Meira
3. desember 2004 | Daglegt líf | 362 orð | 4 myndir

Fjölskyldan föndrar saman jólakortin

Þegar dagatalið segir að kominn sé nóvembermánuður fara mæðgurnar að viða að sér alls konar efni í fínu jólakortin, sem þær útbúa saman fyrir flest jól. Meira
3. desember 2004 | Daglegt líf | 469 orð

Kennarinn er lykilpersóna

Kennarinn er lykilpersóna í öllu skólastarfi. Meira
3. desember 2004 | Daglegt líf | 418 orð | 2 myndir

Stollen er ómissandi á aðventunni

Stollen er ómissandi hluti af aðventunni og jólunum hjá Þjóðverjum og hefur þessi sérstaka jólakaka þeirra tilheyrt jólahefðinni allt frá því seint á 15. öld. Meira
3. desember 2004 | Daglegt líf | 133 orð | 1 mynd

Varasamt að fara veikur í vinnu

Þeir sem láta sig hafa það að mæta veikir í vinnuna eru að tefla í mikla tvísýnu, að mati breskra vísindamanna, sem komist hafa að því, að margir sem ekki taka sér frí frá vinnu þegar þeir eru veikir eru í tvisvar sinnum meiri hættu á að fá hjartaáfall. Meira
3. desember 2004 | Daglegt líf | 59 orð

Þar sem nýjasti kveðskapur Jóns Sigmars...

Þar sem nýjasti kveðskapur Jóns Sigmars lá ekki á lausu að þessu sinni, birtast hér þrjár eldri vísur eftir hann. Jólin 2003: Karlar setja upp bindisskart, konur fara í kjóla. Allir glaðir, allt svo bjart, á aðfangadag jóla. Meira

Fastir þættir

3. desember 2004 | Dagbók | 418 orð | 1 mynd

Atvinnugrein í stöðugri þróun

Haraldur Benediktsson er fæddur á Akranesi árið 1966. Hann lauk námi frá Bændaskólanum á Hvanneyri og varð síðan lausráðinn starfsmaður Bændaskólans og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins. Haraldur hefur starfað við búrekstur á Vestri-Reyni frá 1984. Hann var kjörinn formaður Búnaðarsamtaka Vesturlands frá 2002 og Bændasamtaka Íslands frá mars 2004. Haraldur er kvæntur Lilju Guðrúnu Eyþórsdóttur og eiga þau tvö börn. Meira
3. desember 2004 | Dagbók | 263 orð | 1 mynd

Brasslögin tekin af krafti

LÚÐRAGLYMUR verður í algleymi þegar Sálarmenn taka til kostanna á Nasa um helgina, en nú verða þeim Sálarmönnum innan handar Jagúar-blásararnir Sammi og Kjartan. Meira
3. desember 2004 | Fastir þættir | 334 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Nikótínbragðið. Meira
3. desember 2004 | Fastir þættir | 113 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Selfoss og nágrennis Annað kvöldið af þremur í Hraðsveitakeppninni var spilað fimmtudaginn 25. nóvember sl. Staða sveitanna að því loknu er þessi: Þröstur, Sigfinnur, Össur og Stefán S. 1.099 Vilhjálmur Þ., Þórður, Sigurður R, Halldór M. Meira
3. desember 2004 | Dagbók | 90 orð | 1 mynd

Ferðalög skáldskaparins

JÓHANN Hjálmarsson er skáld mánaðarins hjá Þjóðmenningarhúsinu og af því tilefni verður haldin dagskrá honum til heiðurs í Bókasal Þjóðmenningarhússins í dag kl. 17. Meira
3. desember 2004 | Dagbók | 27 orð

Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir...

Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, er séð varð. (Hebr. 11, 3.) Meira
3. desember 2004 | Dagbók | 149 orð | 1 mynd

Glerblástursverkstæði opnar dyr sínar

OPIÐ hús verður í Glerblástursverkstæðinu á Kjalarnesi um helgina. Þar geta gestir fylgst með glerblæstri og mótun, og mun m.a. Meira
3. desember 2004 | Dagbók | 61 orð | 1 mynd

Gómsætur fjallakofi

Reykjavík | Á aðventunni er það skemmtileg hefð hjá mörgum fjölskyldum að baka og skreyta piparkökuhús. Þessi hús geta oft tekið á sig ótrúlegustu mynd og liggur gjarnan mikil vinna og nostur á bak við smíðina. Meira
3. desember 2004 | Dagbók | 131 orð | 1 mynd

Ketill Larsen sýnir í Tjarnarsal Ráðhússins

LISTAMAÐURINN Ketill Larsen opnar á morgun málverkasýninguna "Sólstafir frá öðrum heimi" í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Sýningin er í tilefni af 70 ára afmæli Ketils þann 1. september s.l. Þetta er 33. Meira
3. desember 2004 | Fastir þættir | 201 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Be7 8. Df3 Dc7 9. O-O-O Rbd7 10. g4 b5 11. Bxf6 Rxf6 12. g5 Rd7 13. f5 Rc5 14. f6 gxf6 15. gxf6 Bf8 16. Hg1 h5 17. Bh3 b4 18. Rd5 exd5 19. exd5 Bxh3 20. Dxh3 Dd7 21. De3+ Kd8 22. Meira
3. desember 2004 | Viðhorf | 797 orð

Staðfesta án ábyrgðar

Frændur okkar Svíar voru ekki á listanum yfir hinar staðföstu þjóðir. Samt ákváðu þeir á dögunum að veita 384 írönskum Kúrdum, sem flúðu Írak þegar innrásin hófst í mars í fyrra, hæli í Svíþjóð. Meira
3. desember 2004 | Dagbók | 81 orð | 1 mynd

Sýningarlok í Fold

NÚ á sunnudag lýkur sýningunni Þrjár af okkur, sem listakonurnar Áslaug Höskuldsdóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir og Guðrún Indriðadóttir opnuðu á dögunum í Baksalnum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg, en listakonurnar reka saman leirlistarvinnustofuna... Meira
3. desember 2004 | Fastir þættir | 289 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er alltaf að reyna að vera umhverfisvænn. Alltof lengi hefur hann verið að hugsa um að hætta að aka um á nagladekkjum á veturna. Meira

Íþróttir

3. desember 2004 | Íþróttir | 144 orð

Dagur framlengir við Bregenz

DAGUR Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur framlengt samning sinn um að þjálfa og leika með austurríska handknattleiksliðinu A1 Bregeenz. Samningurinn er til vorsins 2007. Meira
3. desember 2004 | Íþróttir | 182 orð

Damon Jay Flint til Hauka

BANDARÍKJAMAÐURINN Damon Jay Flint er á leið til úrvalsdeild Hauka í körfuknattleik. Hann er 29 ára gamall og lék með Cincinnati háskólanum á sínum tíma. Meira
3. desember 2004 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Fimm fara á EM í Vínarborg

FIMM íslenskir sundmenn taka þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Vínarborg um aðra helgi. Meira
3. desember 2004 | Íþróttir | 535 orð | 1 mynd

Fjölnir valtaði yfir Snæfell

UM leið og neistinn kviknað í nýliðum Fjölnis koðnaði niður baráttuhugur Snæfells svo að Fjölnir vann upp 17 stiga forskot og sigraði með 19 stiga mun í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, Intersportdeildinni, 100:81. Bæði lið hafa 12 stig í 2. og 3. Meira
3. desember 2004 | Íþróttir | 594 orð

Fyrsta tap Hauka á heimavelli

NJARÐVÍKINGAR gerðu góða ferð á Sauðárkrók og lögðu heimamenn með tíu stigum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, Intersportdeildinni. Keflavík átti ekki í vandræðum með Skallagrím, 94:67 og Hamar/Selfoss vann sinn fjórða leik í röð þegar þeir heimsóttu Hauka í Hafnarfjörðinn. Í uppgjöru Reykjavíkurliðanna ÍR og KR höfðu ÍR-ingar betur, 92:83. Meira
3. desember 2004 | Íþróttir | 269 orð | 1 mynd

Getum verið rólegir yfir varnarleiknum

PER-OVE Ludviksen, íþróttastjóri norska knattspyrnufélagsins Brann, segir að með kaupunum á Kristjáni Erni Sigurðssyni frá KR sé búið að ganga endanlega frá vörn liðsins fyrir næsta keppnistímabil. Ýmsir leikmenn spiluðu stöðu hægri bakvarðar hjá Brann í ár en sú staða virðist nú eyrnamerkt Kristjáni. Meira
3. desember 2004 | Íþróttir | 183 orð

Gunnar Heiðar skoraði fyrir Halmstad

GUNNAR Heiðar Þorvaldsson skoraði annað tveggja marka Halmstad þegar liðið gerði 2:2-jafntefli við OB frá Danmörku í Skandinavíudeildinni í gærkvöldi, en leikið var í Danmörku. Gunnar Heiðar var ekki í byrjunarliði Hamstad en kom inn á sem varamaður á... Meira
3. desember 2004 | Íþróttir | 52 orð

í kvöld

HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla, DHL-deild, suðurriðill: Ásgarður: Stjarnan - Selfoss 19.15 Seltjarnarnes: Grótta/KR - ÍBV 19.15 DHL-deildin, norðurriðill: Framheimilið: Fram - Haukar 19.15 KA-heimilið: KA - FH 19.15 Varmá: Afturelding - HK 19. Meira
3. desember 2004 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Julian hættur með Skagamönnum

FÆREYSKI leikmaðurinn Julian Johnsson er hættur hjá Skagamönnum. Meira
3. desember 2004 | Íþróttir | 784 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Fjölnir - Snæfell 100:81 Íþróttamiðstöðin...

KÖRFUKNATTLEIKUR Fjölnir - Snæfell 100:81 Íþróttamiðstöðin Grafarvogi, Intersport-deildin, fimmtudaginn 2. desember 2004. Meira
3. desember 2004 | Íþróttir | 248 orð

Lárus Orri til Þórsara

LÁRUS Orri Sigurðsson, varnarmaður hjá WBA í Englandi, hefur gert samning um að leika með Þór frá Akureyri næsta sumar samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins. Ekki mun þó hafa verið undirritaður samningur þar um. Meira
3. desember 2004 | Íþróttir | 792 orð | 2 myndir

Magnús og Vala standa á krossgötum

"ÉG er viss um að þetta er gott tækifæri fyrir okkur bæði, þá ekki síst Magnús, að skipta um umhverfi og koma okkur af stað á nýjan leik," segir Vala Flosadóttir, stangarstökkvari, en hún og sambýlismaður hennar, Magnús Aron Hallgrímsson... Meira
3. desember 2004 | Íþróttir | 504 orð | 1 mynd

* RAY Lewington, knattspyrnustjóri Watford ,...

* RAY Lewington, knattspyrnustjóri Watford , er sannfærður um að sínir menn geti virkilega staðið uppi í hárinu á Liverpool í undanúrslitum enska deildabikarsins. Meira
3. desember 2004 | Íþróttir | 382 orð | 1 mynd

* SIGRÚN Jónsdóttir var í gærkvöldi...

* SIGRÚN Jónsdóttir var í gærkvöldi kjörinn formaður knattspyrnudeildar Fylkis og tekur hún við af Ámunda Halldórssyni. Einn listi var boðinn fram og var klappað fyrir honum, engin kosning. Meira
3. desember 2004 | Íþróttir | 381 orð

Sigur Stjörnunnar aldrei í hættu

STJARNAN tryggði sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum SS-bikarkeppni kvenna í handknattleik er þær lögðu stöllur sínar úr Víkingi í Víkinni, 27:18. Stjörnustúlkur, sem höfðu harma að hefna því fyrr í vetur töpuðu þær á sama velli í DHL-deild kvenna, gerðu nánast út um leikinn í fyrri hálfleik, náðu sjö marka forskoti og höfðu yfir 12:5 í leikhléi. Meira
3. desember 2004 | Íþróttir | 248 orð

Strömsgodset fær ekki bætur fyrir Stefán

FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hefur úrskurðað að norska 1. deildarfélagið Strömsgodset eigi ekki rétt á uppeldisbótum frá Grazer AK í Austurríki fyrir Stefán Gíslason, núverandi leikmann Keflavíkur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.