Greinar miðvikudaginn 15. desember 2004

Fréttir

15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 73 orð

30 milljónir kr. í tolla greiddar á staðnum

TÖLUVERT hefur borið á því í haust að ferðamenn hefi lent í vandræðum við tollskoðun í Leifsstöð. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 90 orð

35 milljóna króna sekt fyrir skattsvik

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrum stjórnarformann gjaldþrota fyrirtækis í 35 milljóna króna sekt og 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 102 orð

Af mannasiðum

Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði Mörð Árnason, þingmann Samfylkingarinnar, um dónaskap og vildi senda hann á námskeið í mannasiðum. Hreiðar Karlsson yrkir: Fróðir verða fávísum að liði, feta báðir gullna meðalveginn. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 267 orð

Áhyggjur af sniffefnum

"ÞAÐ sem er afar ánægjulegt að sjá er að við höfum staðið okkur mjög vel. Þannig hefur neyslan verið að minnka hérlendis á sama tíma og hún hefur staðið í stað eða aukist annars staðar. Meira
15. desember 2004 | Erlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Álfamærin og lífvörðurinn

SIMONE Clarke, sem fer með hlutverk álfameyjar í Hnotubrjótnum, er að laga böndin á öðrum skónum um leið og hún gjóar augunum upp á lífvörðinn við Buckinghamhöll. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 77 orð

Átta hæða nýbygging og bílastæðahús við Glæsibæ

ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. eiga byggingarrétt fyrir 8 hæða verslunar- og skrifstofuhús, vestast á bílastæði Glæsibæjar, gegnt tennis- og badmintonhöll TBR. Auk þess verður byggt bílastæðahús á milli nýja hússins og Glæsibæjar. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 98 orð

Bestu teikningarnar | Bæjarbókasafn Ölfuss efndi...

Bestu teikningarnar | Bæjarbókasafn Ölfuss efndi til teiknisamkeppni í nóvember. Börn sem ekki voru komin yfir grunnskólaaldur voru beðin um að senda inn myndir sem tengdust ævintýrum. Úrslitin voru tilkynnt við athöfn um helgina. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd

Bjóða greiðslu fyrir egg til tæknifrjóvgunar

SKORTUR er á eggjagjöfum til tæknifrjóvgunar og hefur tæknifrjóvgunarstofan Art Medica ákveðið að óska eftir að fá egg úr konum gegn greiðslu. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Býður rafræn gjafakort

VERSLUNIN Leonard í Kringlunni býður nú upp á rafræn gjafakort og segir Sævar Jónsson, eigandi verslunarinnar, að þetta sé í fyrsta sinn sem verslun býður samtengt gjafakort og inneignarkort á rafrænu formi. Meira
15. desember 2004 | Minn staður | 323 orð

Bæjarsjóður gerður upp með hagnaði

Heildarvelta Akureyrarbæjar á næsta ári er áætluð tæpir 9,7 milljarðar króna, útgjöld án fjármagnsliða 9,2 milljarðar og rekstrarafgangur 272 milljónir króna. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Daufblindrafélagið fær jólakortastyrk

HUGUR hf. veitir Daufblindrafélagi Íslands jólakortastyrk sinn í ár. Daufblindrafélag Íslands var stofnað 15. mars 1994 í þeim tilgangi að vinna að hvers kyns réttinda- og hagsmunamálum daufblindra á Íslandi. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Doktor í læknisfræði

*FJÖLNIR Freyr Guðmundsson varði sl. sumar doktorsritgerð við læknadeild Björgvinjarháskóla í Noregi. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 552 orð | 2 myndir

Dregið hefur úr notkun vímuefna meðal íslenskra ungmenna

VÍMUEFNANEYSLA íslenskra unglinga í 10. bekk hefur minnkað á flestum sviðum á sama tíma og hún hefur staðið í stað eða aukist í öðrum Evrópulöndum. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 186 orð

Dæmd í fangelsi fyrir smygl á 13,6 kg af hassi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karl á þrítugsaldri og konu á fertugsaldri í 10 og 15 mánaða fangelsi fyrir smygl á 13,6 kg af hassi frá Danmörku í febrúar sl. Fíkniefnin komu í tveimur sendingum og voru falin í viðarhúsgögnum. Meira
15. desember 2004 | Erlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Eiga að hefjast í næstu viku

RÉTTARHÖLD yfir æðstu embættismönnunum í stjórn Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, munu að öllum líkindum hefjast í næstu viku. Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, tilkynnti þetta í ræðu sem hann hélt í gær. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 672 orð | 1 mynd

Eldsvoðar koma í bylgjum

Talsvert hefur borið á eldsvoðum það sem af er desembermánuði og í einum þeirra varð mannskaði þegar ungur maður lést í eldsvoða á Sauðárkróki fyrr í mánuðinum, auk hans slasaðist þrennt. Til viðbótar hefur kviknað í á þrem stöðum með stuttu millibili. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Fagnaði 100 árum

ÆTTINGJAR og vinir Þorkels Sveinssonar frá Leirvogstungu í Mosfellssveit samfögnuðu honum í gær þegar hann varð 100 ára. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð

Fimm milljónir gesta í Kringluna

FIMM milljónasta viðskiptavini Kringlunnar í ár var vel fagnað þegar hann gekk inn um dyrnar og fékk Ingunn Jónsdóttir vænan blómvönd og inneign í verslunarmiðstöðinni þegar hún kom þangað rétt fyrir kl. 15 í gær. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 421 orð

Fluttur á sjúkrahús níu klukkustundum eftir höfuðhögg

ÆTTINGJAR manns sem lést eftir að hann hlaut höfuðhögg á dvalarheimili Hrafnistu í Reykjavík hafa ritað lögreglunni í Reykjavík bréf og óskað eftir að hún rannsaki andlátið. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 942 orð | 3 myndir

Fólk orðið meðvitaðra um tollareglurnar

Grænt eða rautt tollhlið að loknum verslunarleiðangri til útlanda? Það er spurningin. Tvö þúsund manns svöruðu vitlaust og lentu í vandræðum skrifar Örlygur Steinn Sigurjónsson um tollahegðun landans á árinu. Meira
15. desember 2004 | Minn staður | 62 orð | 1 mynd

Gamla skrautið

Jólaskraut sem komið er til ára sinna hefur verið sett upp til sýnis í glerskáp í anddyri Ráðhússins. Það er í eigu Minjasafnsins á Akureyri og var Guðrún María Kristinsdóttir safnvörður að koma því haganlega fyrir þegar ljósmyndari átti leið um. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 76 orð

Hafa áhyggjur af sameiningu orkufyrirtækja

FORSVARSMENN Skagafjarðarveitna ehf. og Norðurorku hf. hafa áhyggjur af hugmyndum um sameiningu RARIK og Orkubús Vestfjarða við Landsvirkjun. Meira
15. desember 2004 | Minn staður | 196 orð | 1 mynd

Hef aldrei séð svona fisk áður

Kópasker | Þegar Stefán Þóroddsson var að draga ýsunet á bát sínum, Stellu ÞH, á Öxarfirði á dögunum kom sérkennilegur mjór og langur fiskur með netinu. Reyndist það vera stóra sænál sem hafði vafið sig um tógið. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 196 orð

Hópuppsagnir hjá Ratsjárstofnun

FORSVARSMENN Ratsjárstofnunar héldu fund í gær með trúnaðarmönnum starfsmanna vegna fyrirhugaðrar hópuppsagnar hjá stofnuninni. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Hvers vegna tollkvóti?

HVERS vegna þarf að framvísa einstökum hlutum í rauða tollhliðinu ef hann kostar meira en 23 þúsund kr.? Og hvers vegna þarf sömuleiðis að fara í rauða hliðið með varning fyrir samanlagt 46 þúsund kr. eða meira? Meira
15. desember 2004 | Erlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Hæsta bílabrú heims vígð

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, vígði í gær hæstu bílabrú heims, Millau-brúna í sunnanverðu landinu. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 350 orð

Hættuleg sýra landleiðina til Siglufjarðar vikulega

YFIR tuttugu tonn af mjög hættulegri og ætandi saltsýru eru vikulega flutt landleiðina milli Reykjavíkur og Siglufjarðar. Efnið notar rækjuskelverksmiðjan Primex ehf. til sérhæfðar framleiðslu sinnar á kítíni. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 847 orð | 1 mynd

Íslandsflug kom Airbus inn í íslenskan flugrekstur

Íslandsflug verður um áramótin hluti af Avion Group, samsteypu Atlanta og fleiri félaga í flugrekstri og þjónustu við flugvélar. Jóhannes Tómasson fékk Ómar Benediktsson framkvæmdastjóra til að rifja upp nokkur atriði úr sögu Íslandsflugs. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Íslenskan er málið

FÆRST hefur mjög í vöxt að leiknar erlendar barna- og fjölskyldumyndir séu talsettar á íslensku. Þykir það enda orðin sjálfsögð krafa hjá yngstu bíógestunum að fá að sjá hetjur hvíta tjaldsins mæla á íslensku. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Jólaball starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar

STARFSMANNAFÉLAG Landhelgisgæslunnar stóð fyrir jólatrésskemmtun í flugskýli stofnunarinnar við Reykjavíkurflugvöll sl. laugardag. Starfsmenn fjölmenntu þar ásamt börnum, vinum og vandamönnum. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Jólastund í Duushúsum

Fimm ára börnum úr leikskólum Reykjanesbæjar hefur að undanförnu verið boðið á jólastund í Duushúsum í Keflavík. Starfsfólk bókasafns Reykjanesbæjar, byggðasafns og menningarfulltrúi bæjarins hafa tekið þar á móti krökkunum. Meira
15. desember 2004 | Minn staður | 131 orð | 1 mynd

Jólatré bernskunnar | Árleg sýning, "Jólatré...

Jólatré bernskunnar | Árleg sýning, "Jólatré bernsku minnar", hefur verið sett upp í Punktinum. Enn bætast við tré og ef einhver á gamalt jólatré segir í frétt frá Punktinum að gaman væri að fá það á sýninguna fram að jólum. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

JÓN FRÁ PÁLMHOLTI

JÓN Kjartansson frá Pálmholti lést á heimili sínu sunnudaginn 12. desember, 74 ára að aldri. Jón fæddist 25. maí 1930 í Pálmholti í Eyjafirði, sonur hjónanna Kjartans Ólafssonar bónda og Þuríðar Jónsdóttur húsmóður. Meira
15. desember 2004 | Minn staður | 414 orð | 1 mynd

Kaffihús, leirkeraverkstæði og heimili

Hvolsvöllur | "Það er alveg sérlega gott að búa hérna og við höfum fengið mjög góðar viðtökur með það sem við erum að gera. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 176 orð

Kjaradómur hækkar laun æðstu embættismanna

LAUN forseta Íslands, ráðherra, þingmanna, dómara og annarra sem falla undir kjaradóm hækka um 3% um áramótin samkvæmt ákvörðun dómsins og tók hann í því efni mið af hækkunum sem verða um áramótin á almennum vinnumarkaði. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 343 orð

Komið til móts við þarfir heyrnarlausra

HEYRNARLAUSIR og heyrnarskertir nemendur fá í fyrsta sinn að sleppa hlustunarþáttum samræmdra prófa í íslensku og erlendum tungumálum í vor en fram til þessa hafa þeir átt að taka samræmd próf eins og heyrandi nemendur án þess að þau hafi verið löguð að... Meira
15. desember 2004 | Minn staður | 167 orð | 1 mynd

Konur gefa til velferðarmála

Selfoss | Kvenfélag Selfoss hélt sinn árlega jólagjafafund á fimmtudag og afhenti félögum og stofnunum á Selfossi veglegar gjafir að heildarverðmæti 700 þúsund krónur. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 89 orð

Lausaganga katta | Kristján M.

Lausaganga katta | Kristján M. Öndunarson hefur lagt til í sveitarstjórn Raufarhafnarhrepps að reynt verði að koma í veg fyrir lausagöngu katta á staðnum. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Léku vígsluleikinn á sparkvellinum

NEMENDUR í 7. bekk í Kársnesskóla í Kópavogi léku vígsluleik á nýjum sparkvelli við skólann eftir að hann var vígður formlega í gær. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 141 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN á Selfossi lýsir eftir vitnum að umferðarslysi á Suðurlandsvegi skammt austan við Hveragerði um kl. 14 sunnudaginn 12. desember. Þar hafði Hyundai Starex-bifreið oltið á miðjum veginum er henni var ekið í austur frá Hveragerði. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Mikill áhugi á skýrslu um loftslagsbreytingar

SKÝRSLA Norðurskautsráðsins um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum var kynnt á aðildarríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Buenos Aires í Argentínu á mánudagskvöld. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð

Mótmæla flutningi hreindýra

Austur-Barðastrandarsýsla | Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur hafnað hugmyndum Skotveiðifélags Íslands um að flytja hreindýr frá Austurlandi á Barðaströnd. Bókun þessa efnis var samþykkt samhljóða í hreppsnefnd. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 241 orð

Möguleg stækkun rædd við stjórnvöld

TVEIR yfirmenn álframleiðslu Alcan voru staddir hér á landi í gær og áttu m.a. fundi með stjórnvöldum og fulltrúum orkufyrirtækjanna þar sem möguleg stækkun álversins í Straumsvík var rædd. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 533 orð | 1 mynd

Náttúra Íslands dregur flesta að

NÁTTÚRA Íslands og aðdráttarafl hennar er ástæða langflestra erlendra ferðamanna fyrir því að þeir sækja landið heim, samkvæmt niðurstöðum sumarkönnunar Ferðamálaráðs, sem fram fór í Leifsstöð og á Seyðisfirði frá júníbyrjun til ágústloka í ár. Meira
15. desember 2004 | Erlendar fréttir | 330 orð

Neydd út í vændi aðeins átta ára gömul

NÍTJÁN ára írönsk stúlka, sem sögð er hafa andlegan þroska á við átta ára barn, var nýverið dæmd til dauða af dómstóli í borginni Arak í Mið-Íran vegna "siðgæðisafbrota". Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 290 orð | 2 myndir

Ný heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfi fær húsnæði

NÝ heilsugæslustöð, fyrir Voga- og Heimahverfi í Reykjavík, verður byggð ofan á eina álmu Glæsibæjar við Álfheima 74. Húsnæðið verður afhent fullbúið ekki síðar en 1. ágúst næstkomandi og er reiknað með að stöðin verði opnuð haustið 2005. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 160 orð

Nýr tólf íbúða nemendagarður á Hvanneyri

Hvanneyri | Ákveðið hefur verið að byggja nýjan nemendagarð með tólf íbúðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Stjórn Nemendagarðanna samdi við PJ byggingar ehf. um smíði hússins en fyrirtækið hefur smíðað fyrri hús Nemendagarðanna á Hvanneyri. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Nýtt segulómtæki tekið í notkun

JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, tók nýtt segulómtæki formlega í notkun á röntgendeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi í gær. Meira
15. desember 2004 | Erlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Nýtt skemmtiferðaskip

"CARNIVAL Valor", nýtt skemmtiferðaskip, er hér fyrir utan miðborg Miami í Bandaríkjunum eftir að hafa siglt yfir Atlantshafið frá Ítalíu þar sem það var smíðað. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 405 orð

Orkuveitan talin skaðabótaskyld gagnvart Toshiba

KÆRUNEFND útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Orkuveita Reykjavíkur sé skaðabótaskyld gagnvart Toshiba International (Europe) vegna þess hvernig staðið var að útboði á hverflum fyrir virkjun veitunnar á Hellisheiði, en samið var við... Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Ósennilegt að opnað verði fyrir jól

ENN var unnið við að hreinsa út úr verslun Nóatúns við Hringbraut þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um í gær. Meira
15. desember 2004 | Erlendar fréttir | 410 orð

Palestínumenn hætti vopnaðri uppreisn

MAHMUD Abbas, leiðtogi Palestínumanna, sagði í viðtali sem birtist í gær að binda bæri enda á hina vopnuðu uppreisn gegn hernámi Ísraela. Uppreisnin væri mistök, andóf án vopnavalds væri hin lögmæta aðferð og sú sem heppilegust myndi reynast. Meira
15. desember 2004 | Erlendar fréttir | 595 orð

Pinochet fer ekki strax í stofufangelsi

ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Santiago í Chile tók í gær fyrir ákæru á hendur Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, fyrir morð og mannrán á valdatíma hans. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 99 orð

Rökkurganga

Hin árlega rökkurganga fór fram í gamla bænum í Glaumbæ í Skagafirði um síðustu helgi. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð

Samkomulag um bæjarstjóra

FRAMSÓKNARMENN og sjálfstæðismenn í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs hafa náð samkomulagi um hvernig staða bæjarstjóra verði mönnuð í kjölfar fráfalls Sigurðar Geirdal. Verður þetta samkomulag kynnt á félagsfundi framsóknarmanna í Kópavogi í kvöld. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Sigurður Helgason maður ársins

TÍMARITIÐ Frjáls verslun hefur útnefnt Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, sem mann ársins 2004 í íslensku atvinnulífi. Titilinn hlýtur Sigurður fyrir einstaka hæfni við stjórnun félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Frjálsri verslun. Meira
15. desember 2004 | Minn staður | 598 orð | 2 myndir

Skemmtilegra en ég ímyndaði mér

Vogar | "Ég vissi að þetta væri þarft málefni en það reyndist skemmtilegra en ég hafði ímyndað mér," segir Helga Ragnarsdóttir flugfreyja sem var í fyrsta vistverndarhópnum í Vogum á Vatnsleysuströnd. Meira
15. desember 2004 | Minn staður | 84 orð

Skólahald | Fyrir fundi skólanefndar í...

Skólahald | Fyrir fundi skólanefndar í vikunni lá fyrir niðurstaða vinnuhóps sem átti að koma með tillögur um hvernig skólahaldi yrði best háttað það sem eftir lifir skólaárs. Þar er m.a. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð

Sótt um fé til að ljúka skráningu miltisbrunagrafa

HALLDÓR Runólfsson yfirdýralæknir reiknar með að sótt verði um fjármagn til að unnt verði að ljúka skipulegri skráningu á þekktum miltisbrunagröfum hér á landi. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

SPRON styrkir einstæðinga

SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis hefur afhent Hjálparstarfi kirkjunnar 1,1 milljón króna til stuðnings einstæðingum. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Styrkir rannsóknir á brjóstakrabbameini

Í TENGSLUM við árveknisátak um brjóstakrabbamein í haust voru seldir sérstakir stuttermabolir í verslunum B-Young víðs vegar um Evrópu, þar á meðal í verslun B-Young á Laugavegi 83 í Reykjavík. Meira
15. desember 2004 | Minn staður | 187 orð | 1 mynd

Styrkur til Mæðrastyrksnefndar

FIMM verkalýðsfélög í Eyjafirði, Eining-Iðja, Félag byggingamanna í Eyjafirði, Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni og Sjómannafélag Eyjafjarðar, afhentu í vikunni Mæðrastyrksnefnd Akureyrar styrk... Meira
15. desember 2004 | Erlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Sykurátið veldur áhyggjum

ÁTJÁN kíló af sælgæti, 114 lítrar af gosi og 16 kíló af pitsu. Þetta er það, sem norsk börn láta ofan í sig á ári hverju að meðaltali. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Sækjast eftir náttúruafþreyingu

"VEL menntaður, vel stæður og fyrst og fremst með áhuga á náttúru landsins." Þannig lýsir Magnús Oddsson ferðamálastjóri hinum dæmigerða erlenda ferðamanni sem hingað kemur yfir sumartímann, að því er lesa má út úr sumarkönnun Ferðamálaráðs. Meira
15. desember 2004 | Erlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Tugir fórust í hörðum árekstri tveggja lesta

LIÐSMENN indverska hersins leita að líkum í braki lestarvagns í þorpinu Mansar, um 120 km norðaustur af borginni Amritsar í norðurhluta Indlands í gær. Meira
15. desember 2004 | Minn staður | 268 orð

Tvöfalt fleiri nota strætó

Reykjanesbær | Nærri því tvöfalt fleiri íbúar Reykjanesbæjar nýta sér almenningssamgöngur eftir að bæjarstjórn ákvað að hafa frítt í strætó. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 129 orð

Úr bæjarlífinu

Jólaútvarp í Borgarnesi | Hafnar eru útsendingar á Jólaútvarpi unglinga í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi og verður útvarpað næstu þrjá daga. Sent er út á FM 101,3. Fjölbreytt efni er í Jólaútvarpinu, meðal annars bekkja- og unglingaþættir. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Úti að leika á aðventunni

Reykjavík | Börnin á leikskólum landsins hafa mikil verkefni á aðventunni. Leikskólarnir eru skreyttir í samræmi við árstíma og margt gert til að undirbúa jólin. Meira
15. desember 2004 | Erlendar fréttir | 193 orð

Varað við aukinni óöld í Írak

IYAD Allawi, forsætisráðherra Íraks, sagði í gær, að óöldin í landinu myndi aukast en ekki minnka eftir þingkosningarnar í næsta mánuði. Sakaði hann jafnframt Sýrlendinga um að stöðva ekki straum erlendra uppreisnarmanna til landsins. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 309 orð

Við erum á réttri leið

"NIÐURSTAÐAN er mjög skýr og bendir til þess að við erum á réttri leið," segir Þórólfur Þórlindsson. Meira
15. desember 2004 | Erlendar fréttir | 113 orð

Viðurkenna dauða fanga

BANDARÍSKA varnarmálaráðuneytið skýrði frá því á mánudag að átta fangar hefðu látið lífið í haldi Bandaríkjamanna í Afganistan. Áður hafði það gengist við því að sex fangar hefðu dáið í fangelsum þar frá því að stjórn talibana var steypt. Meira
15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Vildi frekar fá hval

"MIG hefur lengi langað í ísbjörn, en það er nú þannig að maður getur ekki alltaf fengið allt sem maður vill," segir Kristján Berg, eigandi Fiskbúðarinnar Varar í Reykjavík, en hann hefur nú fengið aðstoð í fiskbúðina við að laða að... Meira

Ritstjórnargreinar

15. desember 2004 | Leiðarar | 339 orð

Brunavarnir og byggingarsagan

Skjót viðbrögð slökkviliðs björguðu sögufrægu húsi í Lækjargötu 2 frá því að verða eldi að bráð í fyrrakvöld. Stutt er síðan slökkvilið var kallað til er eldur kom upp í öðru timburhúsi í miðborginni þar sem veitingastaðurinn 22 er til húsa við Laugaveg. Meira
15. desember 2004 | Leiðarar | 441 orð

Friðsamleg sambúð

Hið einsleita íslenska samfélag heyrir fortíðinni til. Innflytjendum fjölgar jafnt og þétt og margir hyggjast setjast hér að til frambúðar. Meira
15. desember 2004 | Leiðarar | 334 orð | 1 mynd

Útsýni Hitlers

Í byrjun mars á næsta ári verður opnað umdeilt hótel í Þýskalandi. Hótelið stendur á Obersalzberg í útjaðri Berchtesgaden og verður á vegum hótelkeðjunnar Intercontinental. Í auglýsingum er það kynnt sem fyrsta fjallahótel Þýskalands. Meira

Menning

15. desember 2004 | Kvikmyndir | 163 orð | 2 myndir

Á góðu skriði

PÓLARHRAÐLESTIN er efst á lista yfir mest sóttu kvikmyndir landsins, aðra helgina í röð. Myndin, sem sannarlega má kalla teiknimynd að hætti 21. Meira
15. desember 2004 | Menningarlíf | 403 orð

Boltablaðrið

ÉG veitti mér þann munað á mánudagskvöldið að horfa á knattspyrnuleik. Um leik Manchester og Fulham var að ræða og var hann sýndur á Skjá einum. Meira
15. desember 2004 | Tónlist | 711 orð | 1 mynd

Enn Vonbrigði... tuttugu árum síðar

VONBRIGÐI var eitt það besta sem spratt úr íslenska pönkinu og er að eilífu greypt í huga tónlistaráhugamanna fyrir hina glæsilegu opnun á kvikmyndinni Rokk í Reykjavík ("Reykjavík, Ó, Reykjavík, þú yndislega borg ..."). Meira
15. desember 2004 | Tónlist | 411 orð | 1 mynd

Ensk jólasöngvaveisla í Akureyrarkirkju

Jólalög í útsetningu Davids Willcocks, Benjamins Brittens, Reginalds Jacques, Martins Shaws, Vaughans Williams og Johns Rutters, ásamt jólalagi Mendelssohns: Hark the Herald... Kór Tónlistarskólans á Akureyri ásamt einsöngvurum úr röðum kórmanna. Helga Bryndís Magnúsdóttir á orgel. Stjórnandi: Michael Jón Clarke. Miðvikudaginn 8. desember kl. 20.30. Meira
15. desember 2004 | Menningarlíf | 114 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Jennifer Lopez , Cindy Crawford og Ashley Olsen eru á lista dýraverndunarsamtakanna PETA yfir verst klæddu stjörnurnar, þ.e. þær sem klæðast loðfeldum og öðrum fatnaði sem drepa þarf dýr til að búa til. Frá þessu greinir vefritið Ananova. Meira
15. desember 2004 | Menningarlíf | 164 orð | 1 mynd

Framkvæmdastjóri KÍM ráðinn

CHRISTIAN Philipp Schoen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KÍM, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Schoen tekur við starfi sínu í mars á næsta ári. Schoen er fæddur árið 1970 og er þýskur að þjóðerni. Meira
15. desember 2004 | Myndlist | 436 orð | 1 mynd

Glóandi gull og glitrandi steinar

Safnið er opið alla daga nema mánudag frá kl. 11-17. Sýningunni lýkur 19. desember. Meira
15. desember 2004 | Tónlist | 586 orð | 1 mynd

Góð lög, misjafnir textar, daufur söngur

Sólóplata Páls Rósinkranz. Páll syngjur aðalrödd og bakraddir. Jóhann Hjörleifsson trommur, slagverk. Róbert Þórhallsson bassi. Jóhann Ásmundsson bassi. Guðmundur Pétursson gítar. Þórir Úlfarsson píanó, orgel, hljómborð, forritun, gítar, bakraddir. Meira
15. desember 2004 | Kvikmyndir | 1105 orð | 5 myndir

Hetjur hvíta tjaldsins tala íslensku

Íslensk talsetning á leiknum erlendum kvikmyndum hefur færst í vöxt. Skarphéðinn Guðmundsson skoðaði flóruna og komst að því að slík talsetning einskorðast nær alfarið við barna- og fjölskyldumyndir. Meira
15. desember 2004 | Tónlist | 345 orð | 1 mynd

Kirkjuleg jólasveifla

Tónlist eftir ýmsa höfunda. Kór Bústaðakirkju undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar; einsöngur: Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór. Einnig komu fram Guitar Islancio (Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson á gítar; Jón Rafnsson á bassa) en Bjarni Jónatansson lék á píanó. Sunnudagur 12. desember. Meira
15. desember 2004 | Menningarlíf | 604 orð | 3 myndir

Klippimyndir og rammíslensk saga

Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé ein sérstæðasta barnabókin á markaðnum fyrir þessi jólin," segir Guðjón Sveinsson rithöfundur og annar tveggja höfunda bókarinnar Njóla náttröll býður í afmæli. Meira
15. desember 2004 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Kona á lausu

VERULEIKAÞÁTURINN The Bachelorette ( Piparjúnkan ) á Skjá einum lýtur nákvæmlega sömu lögmálum og þátturinn The Bachelor ( Piparsveinninn ). Utan það náttúrulega að hlutverkum hefur nú verið snúið við. Meira
15. desember 2004 | Leiklist | 602 orð

LEIKLIST - Leikfélag Hafnarfjarðar

Höfundur leikgerðar: Naomi Wallace eftir sögu Williams Whartons. Leikstjóri og þýðandi: Ingvar Bjarnason. Leikmynd og leikmunir: Jón Stefán Sigurðsson, Finnbogi Erlendsson og Gunnar Björn Guðmundsson. Búningar: Rakel Mjöll Guðmundsdóttir og Arndís J. Vigfúsdóttir. Hljóðmynd: Gunnar Björn Guðmundsson. Hönnun lýsingar: Kjartan Þórisson. Frumsýning í Gamla Lækjarskóla, 10. desember 2004. Meira
15. desember 2004 | Menningarlíf | 317 orð | 1 mynd

Talsetning á leiknu efni vandasöm

ÞAÐ er töluvert snúnara að talsetja leiknar myndir en teiknimyndir að sögn Jakobs Þórs Einarssonar, leikstjóra hjá Lotus-hljóðsetningu, sem talsett hefur fjölda teiknimynda sem leikinna mynda fyrir sjónvarp, kvikmyndahús og myndbönd, þ.m.t. Meira

Umræðan

15. desember 2004 | Aðsent efni | 749 orð | 2 myndir

Blaðamaður ber tilfinningar sínar á torg

Sigurjón Þórðarson svarar Viðhorfi: "Nú hefur verið sýnt fram á að næstu nágrönnum okkar í Færeyjum hefur tekist mun betur upp með stjórn fiskveiða. Hvað er þá í vegi fyrir því að skoða þeirra kerfi með opnum hug?" Meira
15. desember 2004 | Aðsent efni | 627 orð | 1 mynd

Bókmenntaleg afturför

Rúnar Kristjánsson skrifar um bókmenntir: "Gömlu höfundarnir munu hins vegar halda velli og verða lesnir áfram þegar þessir gervihöfundar núsins verða horfnir í skuggann." Meira
15. desember 2004 | Aðsent efni | 768 orð | 1 mynd

Fleiri stóriðjuver - meiri mengun

Kolbrún Halldórsdóttir skrifar um umhverfismál: "Svo mikil mengun á afmörkuðu svæði, þar sem stór hluti landsmanna býr, á að vera okkur öllum alvarlegt umhugsunarefni." Meira
15. desember 2004 | Aðsent efni | 485 orð | 1 mynd

Fréttafyrirsögn af þjóðlenduúrskurðum

Ólafur Sigurgeirsson fjallar um þjóðlendumál: "...í flestum málunum var úrskurðað í samræmi við kröfur ríkis." Meira
15. desember 2004 | Aðsent efni | 530 orð | 1 mynd

Gleymdu vegirnir á Vesturlandi

Reynir Ingibjartsson skrifar um samgöngumál: "Engan öflugan þrýstihóp er að finna þegar kemur að baráttunni um fjármagnið í vegina." Meira
15. desember 2004 | Aðsent efni | 266 orð | 4 myndir

Innrásin í Írak - ekki í okkar nafni

Valgerður Bjarnadóttir, Valgarður Egilsson, Ólafur Hannibalsson og Hans Kristján Árnason skrifa um söfnun Þjóðarhreyfingarinnar: "Ástæða þessarar söfnunar er að tveir ráðherrar lögðu nafn Íslendinga - okkar allra - við aðgerðir innrásarhersins í Írak, þrátt fyrir eindregna andstöðu þjóðarinnar." Meira
15. desember 2004 | Aðsent efni | 188 orð | 1 mynd

Íslendingar borða ekki bara SS-pylsur

Hjörtur Hjartarson skrifar um söfnun Þjóðarhreyfingarinnar: "Látum ekki efla með okkur vanmáttartilfinningu." Meira
15. desember 2004 | Aðsent efni | 474 orð | 1 mynd

Opið bréf til sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi

Garðar Sverrisson skrifar um mál Bobby Fischer: "...vona ég að bandarísk stjórnvöld þurfi ekki að minna okkur frekar en orðið er á fangelsi sín heima og erlendis." Meira
15. desember 2004 | Aðsent efni | 693 orð | 1 mynd

Rökstuðningur dóma

Torfi Ragnar Sigurðsson skrifar um dómsmál: "Ríkari kröfur má gera til rökstuðnings dóma í þeim tilvikum þar sem almannahagsmunir krefjast þess, s.s. í mikilvægum málum sem ætlað er að vera stefnumarkandi." Meira
15. desember 2004 | Aðsent efni | 654 orð | 1 mynd

Skattalækkun má ekki skerða velferðarkerfið

Björgvin Guðmundsson fjallar um velferðarkerfið og skattamál: "Ríkisstjórnin hlífir fyrirtækjunum á kostnað almennings." Meira
15. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 267 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Dásamleg uppákoma MIG langar að sýna þakklæti mitt í orðum fyrir að fá að vera vitni að dásamlegri uppákomu í gærkvöldi. Tónleikar til styrktar Eiríki Vernharðssyni sem voru haldnir í Háteigskirkju 12. Meira
15. desember 2004 | Aðsent efni | 765 orð | 1 mynd

Þjóðvegagerð í þéttbýli

Magnús Halldórsson fjallar um samgöngumál: "Við erum búin að bora yfir 30 kílómetra af göngum um landið en getum ekki sett Miklubraut eða Fossvogsbraut í nokkur hundruð metra stokk!" Meira

Minningargreinar

15. desember 2004 | Minningargreinar | 2108 orð | 1 mynd

BJÖRN ANDERSEN

Björn Andersen fæddist í Reykjavík 15. febrúar 1921 en ólst upp í Skerjafirðinum. Hann andaðist 6. desember síðastliðinn. Björn var sonur hjónanna Árnu M. Þorvaldsdóttur Andersen, f. á Skálanesi á Mýrum 18. september 1897, d. 10. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2004 | Minningargreinar | 845 orð | 1 mynd

JÓNA ODDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR

Jóna Oddný Guðmundsdóttir fæddist á Bæ í Hrútafirði hinn 12. febrúar árið 1915. Hún lést í Seljahlíð 26. nóvember síðastliðinn á nítugasta aldursári. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur G. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2004 | Minningargreinar | 350 orð | 1 mynd

JÓN SIGBJÖRNSSON

Jón Sigbjörnsson fæddist á Egilsstöðum 7. apríl 1960. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 29. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 9. desember. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

15. desember 2004 | Sjávarútvegur | 316 orð | 1 mynd

Elfar hættir hjá Eskju

ELFAR Aðalsteinsson, starfandi stjórnarformaður Eskju hf. á Eskifirði, hefur selt allt hlutafé sitt í félaginu. Hann segir brotthvarf sitt í góðri átt og hann muni nú snúa sér að öðrum verkefnum en hefur þó ekki sagt skilið við útgerð. Meira
15. desember 2004 | Sjávarútvegur | 293 orð | 1 mynd

Fundin verði út samkeppnisvísitala

VERÐLAGSSTOFA skiptaverðs á Akureyri hefur fengið það verkefni að fara ítarlega yfir samkeppnishæfni Íslendinga í sjávarútvegi en markiðið er að menn geti betur gert sér grein fyrir hver staða okkar er í samanburði við önnur lönd. Meira

Viðskipti

15. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 70 orð | 1 mynd

Actavis vekur athygli

KYNNING Róberts Wessman , forstjóra Actavis, á samstæðunni í Kauphöllinni í London í fyrradag spurðist vel fyrir samkvæmt fréttatilkynningu frá Actavis. Tilefnið var kynning á Kauphöll Íslands og sjö fyrirtækjum sem skráð eru þar. Meira
15. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 26 orð

Burðarás með 20,01% í Carnegie

FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Burðarás hefur aukið hlut sinn í sænska fjárfestingarbankanum D.Carnegie & Co. Burðarás á nú 13.346.880 hluti í sænska bankanum sem samsvarar 20,01% af heildarhlutafé... Meira
15. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Eignir lífeyrissjóðanna 962 milljarðar

EIGNIR lífeyrissjóðanna námu 962 milljörðum króna í lok októbermánaðar, að því er fram kemur í Hagtölum Seðlabankans. Eignirnar hafa minnkað um rúma 8 milljarða frá því í lok september, en eru hins vegar um 138 milljörðum meiri en um síðustu áramót. Meira
15. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 282 orð | 1 mynd

Evrópsku bankasamtökin taka þátt í áfrýjun SBV

EVRÓPSKU bankasamtökin, European Banking Federation, FBE, hafa ákveðið að eiga meðalgöngu að áfrýjun Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, SBV, til EFTA-dómstólsins á úrskurði Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna starfsemi Íbúðalánasjóðs á Íslandi. Meira
15. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 43 orð

Fimm milljarða viðskipti

VIÐSKIPTI voru með hlutabréf fyrir 4.937 milljónir króna í Kauphöll Íslands í gær, mest með bréf Íslandsbanka eða fyrir 1.172 milljónir. Mest hækkuðu bréf Granda eða um 1,37% en bréf Samherja lækkuðu mest eða um 3,67%. Meira
15. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 244 orð | 1 mynd

Fróði verður Tímaritaútgáfan Fróði

STOFNAÐ hefur verið nýtt félag, Tímaritaútgáfan Fróði ehf., um útgáfu á vegum Fróða hf., og þar með er skilið á milli fortíðarvanda og framtíðarmöguleika, að sögn Páls Gíslasonar, stjórnarformanns hins nýstofnaða félags. Meira
15. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Hugsanlegt tilboð í Geest ekki yfir 650 pens á hlut

EKKI er talið líklegt að Bakkavör Group bjóði yfir 650 pens á hlut í breska matvælaframleiðandann Geest, að því er fram kemur í frétt í Financial Times . Meira
15. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 292 orð

Náin eignatengsl eru hættuleg

ÍSLENSKI fjármálamarkaðurinn einkennist af verðbólu sem er nálægt því að springa ef marka má umfjöllun Berlingske Tidende síðastliðinn sunnudag. Er þróuninni þar líkt við netbóluna sem gekk yfir heiminn í upphafi þessarar aldar. Meira
15. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 123 orð | 1 mynd

Oracle kaupir PeopleSoft

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Oracle, sem er næststærsti framleiðandi viðskiptahugbúnaðar í heiminum, hefur keypt einn sinn helsta keppinaut, PeopleSoft. Meira
15. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Suzuki stöðvar framleiðslu

JAPANSKI bílaframleiðandinn Suzuki neyðist til þess að loka tveimur verksmiðja sinna í samanlagt þrjá daga vegna stálskorts samkvæmt frétt á vefsíðu Financial Times . Meira

Daglegt líf

15. desember 2004 | Daglegt líf | 25 orð | 2 myndir

Fjölskyldan

Heiða Björg Scheving leikskólastjóri: "Það er fyrst og fremst fjölskyldan mín, jóladagurinn hjá ömmu Sissu og afa Sveini, Í Hljómó í Vestmannaeyjum og góð bók. Meira
15. desember 2004 | Daglegt líf | 407 orð | 2 myndir

Glitrandi jólaförðun

HEIÐAR Jónsson snyrtir er manna fróðastur þegar kemur að snyrtivörum og hefur áralanga reynslu í að ráðleggja konum í þeim málum. Hann býr á Ítalíu um þessar mundir þar sem hann farðar m.a. fyrir Chanel. Meira
15. desember 2004 | Daglegt líf | 733 orð | 3 myndir

Hangikjötið fer ekki með

Aðrir menningarheimar heilla hjónin Birnu Maríu Svanbjörnsdóttur og Gunnar Þór Gunnarsson, sem ætla að halda jólin með dætrum sínum í Goa á Indlandi. Meira

Fastir þættir

15. desember 2004 | Dagbók | 44 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

85 ÁRA afmæli. Í dag, 15. desember, verður áttatíu og fimm ára Jónas Magnússon, húsasmíðameistari, Rauðalæk 32, Reykjavík. Meira
15. desember 2004 | Fastir þættir | 67 orð

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Nú...

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Nú er lokið tveimur kvöldum í þriggja kvölda barómeterkeppni félagsins og baráttan mikil um efsta sætið. Staða efstu para er nú þannig: Eðvarð Hallgrímss. Meira
15. desember 2004 | Fastir þættir | 53 orð

Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni var...

Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði í Glæsibæ mánud. 13. des. Spilað var á ellefu borðum. Meðalskor var 216 stig. Árangur N-S: Hilmar Valdimarsson Magnús Jósefsson 279 Björn E. Meira
15. desember 2004 | Fastir þættir | 147 orð

Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 13.

Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 13. desember lauk aðaltvímenningi félagsins. 22 pör tóku þátt í keppninni sem fór í alla staði vel fram. Þeir félagar Jónsi á Kópa og Baldur í Múlakoti létu til sín taka síðasta kvöldið og skoruðu manna mest. Meira
15. desember 2004 | Fastir þættir | 194 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Hagstætt útspil. Norður &spade;KD4 &heart;87432 ⋄842 &klubs;105 Suður &spade;ÁG103 &heart;Á9 ⋄ÁK3 &klubs;ÁD32 Vestur Norður Austur Suður - - - 2 grönd Pass 3 tíglar * Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd Allir pass * Yfirfærsla í hjarta. Meira
15. desember 2004 | Fastir þættir | 59 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 7. desember var spilað á 9 borðum. Meira
15. desember 2004 | Viðhorf | 826 orð

Ég hef það bara fínt!

"Þegar fólk hittist er gjarnan spurt: "Hvernig hefurðu það?" Yfirleitt er svarið eitthvað á þessa leið: "Bara fínt"..." Meira
15. desember 2004 | Fastir þættir | 64 orð

Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spilaði tvímenning...

Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spilaði tvímenning á 14 borðum mánudaginn 13. des. Efst í NS voru: Sigtryggur Ellerts. - Þorsteinn Laufdal. 105 Steindór Arnarson - Tómas Sigurðsson 99 Róbert Sigmundsson - Guðm. Guðveigss. Meira
15. desember 2004 | Dagbók | 37 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar söfnuðu...

Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar söfnuðu kr. 2.895 í söfnunina "Göngum til góðs" í nafni Rauða krossins. Meira
15. desember 2004 | Dagbók | 24 orð

Jesús sagði við þá: "Ef þér...

Jesús sagði við þá: "Ef þér væruð blindir, væruð þér án sakar. En nú segist þér vera sjáandi, því varir sök yðar."(Jóh. 9, 41.) Meira
15. desember 2004 | Dagbók | 73 orð | 1 mynd

Rafvædd Nafnleysa

Tónlistarþróunarmiðstöð | Raftónlist verður í algleymingi í Hellinum, tónleikasal Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, í kvöld kl. 20.30, en þá koma fram Frank Murder, Captain Wondership og Anonymous vs. New milk sem verður með sjónarspil. Meira
15. desember 2004 | Fastir þættir | 136 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O b5 6. Bb3 Bb7 7. c3 Rxe4 8. d4 Ra5 9. Bc2 exd4 10. Rxd4 c5 11. Rf5 d5 12. a4 Dd7 13. f3 Rd6 14. He1+ Kd8 15. Re3 Rdc4 16. axb5 axb5 17. Bf5 Rxe3 18. Bxd7 Rxd1 19. Bxb5 Bd6 20. Hxd1 Kc7 21. Rd2 Bc6 22. Meira
15. desember 2004 | Dagbók | 543 orð | 1 mynd

Viðhorf hafa áhrif á frammistöðu

Árelía Eydís Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1966. Hún lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá HÍ og MSC í Industrial relations frá London School of Economics and Political Science. Meira
15. desember 2004 | Dagbók | 214 orð | 1 mynd

Viðkvæm og falleg lög

ELLEN Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson halda tónleika í Grafarvogskirkju kl. 20 í kvöld í tilefni af útkomu plötunnar Sálmar. Á efnisskrá tónleikanna eru íslenskir sálmar frá ýmsum tímum í nýjum útsetningum Ellenar og Eyþórs. Meira
15. desember 2004 | Fastir þættir | 318 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er göngugarpur og þarf ekki endilega að stefna á fjallatinda til að njóta útiveru. Hann gengur til að mynda í og úr vinnu flesta daga ársins og veit fáar leiðir betri til að hressa sig og endurnæra eftir langan vinnudag en góðan göngutúr. Meira

Íþróttir

15. desember 2004 | Íþróttir | 169 orð

Aldrei fallið en átta ára bann

BANDARÍSKI spretthlauparinn Michelle Collins hefur verið dæmd í átta ára keppnisbann fyrir notkun ólöglegra lyfja án þess að hafa nokkru sinni fallið á lyfjaprófi. Collins, sem er fyrrverandi heimsmeistari í 200 m hlaupi innanhúss, var fundin sek um að hafa notað blóðrauðasteralyfið EPO og einnig hið nýja steralyf, THG. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 110 orð

Ágúst tekur við 18 ára landsliðinu

ÁGÚST Sigurður Björgvinsson hefur verið ráðinn sem landsliðsþjálfari 18 ára landsliðskvenna í körfuknattleik. Meðal verkefna hjá liðinu næsta sumar er Norðurlandamót og Evrópukeppni. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 176 orð

Bruce hrósar Emile Heskey

STEVE Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, hrósar framherjanum Emile Heskey eftir að liðið þokaði sér upp stigatöfluna eftir 2:1 sigur gegn Aston Villa á sunnudaginn í grannaslag liðanna. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 90 orð

Cech í vondum málum

PETR Cech, markvörðurinn í liði Chelsea, á yfir höfði sér sekt og jafnvel leikbann vegna ummæla sem hann lét hafa eftir sér um dómarann Graham Poll sem dæmdi leik Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 140 orð

Coleman spáir Chelsea titlinum

CHRIS Coleman, hinn ungi knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham, spáir því að Chelsea verði enskur meistari en Fulham gerði 1:1-jafntefli gegn Manchester United í fyrrakvöld í London. Man. Utd. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 393 orð | 1 mynd

Dagur og Alfreð leiða saman hesta sína

ÓLAFUR Stefánsson og lið hans, Ciudad Real, drógust á móti ungversku meisturunum Fotex KC Veszprém í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik og fer fyrri leikurinn fram á heimavelli spænsku meistaranna. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 124 orð

Erla Steina í Breiðablik?

ERLA Steina Arnardóttir, landsliðskona í knattspyrnu sem spilar með Stattena í Svíþjóð, hefur æft með Breiðabliki undanfarna daga. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 117 orð

För Ólafs Inga til Groningen slegið á frest

ÓLAFUR Ingi Skúlason, knattspyrnumaður hjá Arsenal, fór ekki til hollenska liðsins Groningen í gær eins og til stóð. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 68 orð

Garðar í hóp FIFA-dómara

GARÐAR Örn Hinriksson er kominn í hóp íslenskra FIFA-dómara í knattspyrnu. Dómaranefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, staðfesti í gær íslenska milliríkjadómara fyrir árið 2005. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 191 orð

Gordon Strachan til Portsmouth?

MILAN Mandaric, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth, segir að hann hafi áhuga á því að fá Gordon Strachan til starfa sem knattspyrnustjóra liðsins en Harry Redknapp hætti á dögunum sem knattspyrnustjóri liðsins og er nú... Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd

* GRAEME Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, sem...

* GRAEME Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, sem lenti í útistöðum við dómarann Howard Webb í deildaleik gegn Fulham 7. nóvember - var rekinn frá hliðarlínunni er Newcastle tapaði, 1:4 - hefur verið settur í leikbann. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 195 orð | 1 mynd

Guðjón Valur til Gummersbach

GUÐJÓN Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik, leikur með þýska liðinu Gummersbach á næstu leiktíð en hann hefur leikið með Essen frá miðju ári 2001 og heldur því áfram þar til samningur hans rennur út í júní á næsta ári. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 328 orð | 1 mynd

* GUÐMUNDUR E.

* GUÐMUNDUR E. Stephensen, Íslandsmeistari í borðtennis, og lið hans, Malmö FF , halda sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í borðtennis. Í fyrrakvöld vann Malmö lið Mariedals IK örugglega, 6:0. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 250 orð

Helgi Jónas verður frá keppni fram í febrúar

ÞAÐ hefur lítið farið fyrir körfuknattleiksmanninum Helga Jónasi Guðfinnssyni í liði Grindavíkur í vetur. Hann lék einn leik í Intersportdeildinni, gegn Snæfelli, hinn 8. okt. sl. en síðan þá hefur Helgi Jónas ekki leikið með liðinu vegna meiðsla. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 346 orð | 1 mynd

* HREINN Hringsson hefur skrifað undir...

* HREINN Hringsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA til þriggja ára, samkvæmt vef félagsins. Hreinn er annar markahæsti leikmaður KA í efstu deild frá upphafi með 14 mörk en hann gerði 2 mörk í 17 leikjum í deildinni í ár. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 9 orð

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - ÍS 19.15 Njarðvík: UMFN - Haukar 19. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 366 orð | 1 mynd

Keflvíkingar unnu í Njarðvík

NJARÐVÍK tók á móti Keflavík í fyrsta leik tíundu umferðar Intersportdeildarinnar í körfuknattleik í Njarðvík í gærkvöld. Keflavík sigraði með fimm stiga mun, 73:78, eftir æsispennandi og sveiflukenndan leik. Njarðvíkingar halda efsta sætinu með 16 stig en nú eru þrjú lið þar á eftir með 14 stig, Snæfell, Fjölnir og Keflavík. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 130 orð

KR með nýtt tilboð frá Celtic

KR og Celtic eru enn í viðræðum vegna hugsanlegra kaupa skoska meistararaliðsins á Theodóri Elmari Bjarnasyni og Kjartani Henry Finnbogasyni. Félögin hafa skipst á tilboðum undanfarna daga. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 67 orð

KSÍ styrkir SOS-barnaþorpin

KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands afhenti íslenskum fulltrúum SOS-barnaþorpanna 500 þúsund króna styrk í hófi sambandsins í fyrrakvöld þar sem leikmenn ársins voru heiðraðir. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 278 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Njarðvík - Keflavík 73:78 Íþróttamiðstöðin...

KÖRFUKNATTLEIKUR Njarðvík - Keflavík 73:78 Íþróttamiðstöðin í Njarðvík, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, þriðjudagur 14. desember 2004. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 122 orð

Lazio og Real sektuð

UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur sektað Real Madrid og Lazio vegna kynþáttafordóma áhangenda liðanna á leikjum í Evrópukeppninni auk þess sem Lazio verður að leika næsta heimaleik sinn í Evrópukeppni fyrir luktum dyrum. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 212 orð

Leitað að liðsstyrk fyrir Framliðið í Danmörku

ÓLAFUR H. Kristjánsson, þjálfari Framliðsins í knattspyrnu og fyrrverandi þjálfari danska liðsins AGF, hefur verið að skoða leikmannamarkaðinn í Danmörku upp á síðkastið. Þar hefur hann leitað að liðsstyrk fyrir Safamýrarliðið fyrir komandi leiktíð. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 118 orð

Liverpool missti tvö dýrmæt stig

LIVERPOOL missti af góðu tækifæri til að þoka sér nær efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Liverpool mátti þá sætta sig við jafntefli, 1:1, gegn Portsmouth á heimavelli. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 83 orð

Meidd heim frá Ítalíu

SALÓME Tómasdóttir, skíðakona frá Akureyri, meiddist á æfingu á Ítalíu um helgina og kom til Íslands í gær, viku fyrr en hún ætlaði sér. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 117 orð

Poll sagðist ætla að flauta, segir Eiður

EIÐUR Smári Guðjohnsen, nýkrýndur knattspyrnumaður ársins á Íslandi, blandaði sér í gær í umræðuna í enskum fjölmiðlum um síðara markið sem Thierry Henry skoraði fyrir Arsenal gegn Chelsea í úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 75 orð

"Emil á framtíðina fyrir sér"

FRANK Arnesen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham Hotspur, staðfesti kaup félagsins á Emil Hallfreðssyni frá FH á vef Tottenham í gær. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 210 orð

"Smá skelkaður í byrjun"

JÓNAS Kristinsson, formaður KR-sports, var á meðal rúmlega 70.000 áhorfenda á Santiago Bernabeu-leikvanginum í Madríd á sunnudagskvöldið þegar leikvangurinn var rýmdur vegna sprengjuhótunar meðan á leik Real Madrid og Real Sociedad stóð í 1. Meira
15. desember 2004 | Íþróttir | 173 orð

Stockport ræddi við Guðjón

FORRÁÐAMENN enska 2. deildarliðsins Stockport settu sig í samband við Guðjón Þórðarson á dögunum en félagið leitar að knattspyrnustjóra í stað Sammy McIlroy sem rekinn var úr starfi fyrir skömmu. Meira

Bílablað

15. desember 2004 | Bílablað | 1119 orð | 2 myndir

Bíllinn breytti mannlífinu

Á rölti inni við Elliðaár virði ég fyrir mér viðstöðulausan bílastraum upp og niður eftir Ártúnsbrekku. Á móti þesssum straumi er rennsli Elliðaánna á síðasta kafla hennar út í voginn ósköp hljóðlátt. Meira
15. desember 2004 | Bílablað | 115 orð | 1 mynd

BMW R1200 RT í stað 1150 RT

BMW hefur mikið markaðsforskot í heiminum í flokki ferðahjóla, eða 41% kökunnar á heimsvísu. RT 'Boxer'-hjólin eru vinsælustu ferðahjól BMW frá upphafi. Meira
15. desember 2004 | Bílablað | 114 orð | 1 mynd

Nýr Land Rover Discovery í febrúar

B&L kynnir nýjan Land Rover Discovery um miðjan janúar en áætlað er að sala á bílnum hefjist upp úr miðjum febrúar. Bíllinn er gjörbreyttur í útliti og á nánast ekkert sameiginlegt með fyrri gerð. Hann verður í boði með tvenns konar vél, þ.e.a.s. Meira
15. desember 2004 | Bílablað | 190 orð | 1 mynd

Renault Kangoo með nýja dísilvél

Fyrstu Renault Kangoo-sendibílarnir með nýja 1.500 rsm dísilvél eru komnir til landsins. Dísilútgáfan er einnig fáanleg í Kangoo 4x4. Meira
15. desember 2004 | Bílablað | 1651 orð | 7 myndir

Um Costa Rica á fjórum dögum

Toyota bauð blaðamönnum að prófa Land Cruiser 90 við krefjandi aðstæður í eldfjallalandinu Costa Rica, þar sem meiri fjölbreytni er í dýra- og jurtaríkinu en annars staðar á jörðinni. Guðjón Guðmundsson upplifði Paradís í þessari ferð. Meira
15. desember 2004 | Bílablað | 156 orð

Varað við ölvunarakstri

Umferðarráð minnir á að á hverju ári eru fjölmargir ökumenn staðnir að því að aka undir áhrifum áfengis. Í desembermánuði virðast enn fleiri en ella gera sig seka um þetta vítaverða athæfi, segir í ályktun frá Umferðarráði. Meira
15. desember 2004 | Bílablað | 237 orð | 1 mynd

Ætla að auka hlutdeildina á Norðurlöndum

"VIÐ stefnum að því að auka hlutdeild Iveco í bílum yfir 16 tonnum úr 8% sem hún hefur verið," sagði Gunni Mikkelsen, forstjóri Iveco á Norðurlöndum, þegar nýr Iveco-vörubíllinn var kynntur blaðamönnum ekki alls fyrir löngu á Sikiley. Meira
15. desember 2004 | Bílablað | 714 orð | 4 myndir

Öflugur Trakker í 72 mismunandi gerðum

Iveco leggur áherslu á að bjóða Trakker-línuna í nánast hvers kyns verkefni sem er á vegum og utan vega. Jóhannes Tómasson kynntist gripunum lítillega á Sikiley á dögunum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.