Greinar miðvikudaginn 12. janúar 2005

Fréttir

12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 762 orð | 1 mynd | ókeypis

100 milljónir króna í auknar hálkuvarnir

EITT hundrað milljónum króna verður varið í bættar hálkuvarnir og aukna vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á þessum vetri, samkvæmt minnisblaði samgönguráðherra sem lagt var fram á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 110 orð | ókeypis

64 styrkir úr Íþróttasjóði

Menntamálaráðherra hefur samþykkt tillögur Íþróttanefndar um styrkveitingar, alls að upphæð kr. 16.635.000 til 64 verkefna. Íþróttasjóður starfar samkvæmt íþróttalögum og reglugerðum sem settar hafa verið um starfsemi hans. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 75 orð | ókeypis

Alkinn blindfullur | Bátur sökk við...

Alkinn blindfullur | Bátur sökk við Sauðárkrókshöfn um síðustu helgi og mátti litlu muna að hann tæki annan með sér. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 317 orð | ókeypis

Allir ráðuneytisstjórarnir voru skipaðir í starfshóp

ÁKVEÐIÐ var á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun að skipa ráðuneytisstjóra allra ráðuneytanna, tólf að tölu, í starfshóp til að fjalla um stöðu útlendinga á íslenskum vinnumarkaði og koma með tillögur til úrbóta ef ástæða þykir til. Meira
12. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 116 orð | ókeypis

Á nú fyrir sígarettum

MAÐUR nokkur í hverfinu Friðriksbergi í Kaupmannahöfn var um daginn að leita að sígarettum í drasli hjá sér og fann þá þriggja mánaða gamlan lottómiða, að sögn Jyllandsposten . Meira
12. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 973 orð | 1 mynd | ókeypis

Blair og Brown fengu það óþvegið

Fréttaskýring | Þingmenn breska Verkamannaflokksins lýstu á fundi með leiðtogum flokksins á mánudag mikilli óánægju sinni með illdeilur þeirra í millum. Þingmennirnir óttast að spennan í samskiptum Blairs og Browns muni skaða flokkinn í komandi þingkosningum. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 488 orð | 2 myndir | ókeypis

Borgum meira fyrir lyfin

Íslendingar greiða mest allra Norðurlandaþjóðanna fyrir lyf samkvæmt nýjum samanburði norrænu stofnunarinnar NOMESCO. Niðurstöðurnar eru birtar í skýrslu um lyfjanotkun á Norðurlöndunum árin 1999 til 2003. Meira
12. janúar 2005 | Minn staður | 253 orð | 2 myndir | ókeypis

Dómararnir vöktu athygli

ÞAÐ vakti töluverða athygli í góðgerðarleik núverandi bikarmeistara KA í handbolta og bikarmeistaranna frá árinu 1995 um helgina, þegar þeir Hjörtur Sigurðsson og Jónas Jose (Tony) Mellado, mættu út á gólfið í dómarabúningum og með flautur. Meira
12. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd | ókeypis

Dómari tilnefndur sem ráðherra heimavarna

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi Michael Chertoff, dómara áfrýjunarréttar, í embætti ráðherra heimavarna í gær. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 443 orð | 1 mynd | ókeypis

Efnt til opinnar umræðu um aðalskipulagið

MEIRIHLUTI Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Seltjarnarness ætlar að efna til frekara samráðs við íbúa vegna vinnu við aðalskipulag í miðbænum, en Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við afgreiðslu skipulagsins, m.a. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd | ókeypis

Ekki meiri snjór í Flatey í tíu ár

NOKKUÐ hefur snjóað í Flatey á Breiðafirði frá því fyrir jól en það þykir frekar óvenjulegt. Að sögn Svanhildar Jónsdóttur, bónda í Krákuvör, hefur snjó ekki almennilega fest í um tíu ár í eynni, að hún telur. Meira
12. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd | ókeypis

Fallin tré í Svíþjóð svara til fjögurra ára skógarhöggs

FÁRVIÐRIÐ, sem geisaði í Norður-Evrópu um síðustu helgi, olli gífurlegum skógarsköðum í Svíþjóð og Eystrasaltslöndum, þeim mestu í að minnsta kosti 100 ár. Í Svíþjóð svara trén, sem féllu, til fjögurra ára skógarhöggs. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 103 orð | ókeypis

Fátítt og einsdæmi í seinni tíð

ÓMAR H. Kristmundsson stjórnsýslufræðingur og Sumarliði R. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjárhagsáætlunin í uppnámi

FJÁRHAGSÁÆTLUN Seltjarnarnesbæjar er í uppnámi vegna fyrirsjáanlegra tafa á sölu lands á Hrólfsskálamel og Suðurströnd, að mati minnihluta Neslista í bæjarstjórn, en tafirnar eru tilkomnar vegna athugasemda Skipulagsstofnunar við vinnu við aðalskipulag á... Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 109 orð | ókeypis

Fleiri ríkisstörf

Á nýliðnu ári, 2004, auglýsti ríkið um 990 störf á vef sínum Starfatorg.is. Af þeim voru 687 á höfuðborgarsvæðinu eða 69,4% en 57 voru í Eyjafirði eða 5,7%. Á höfuðborgarsvæðinu búa 62,7% landsmanna en 7,4% í Eyjafirði. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd | ókeypis

Flóðlýstur Seljalandsfoss

Vestur-Eyjafjöll | Seljalandsfoss í vestanverðum Eyjafjöllum er einn af hæstu fossum landsins og blasir hann við vegfarendum sem eiga leið um Hringveginn austur um land. Seljalandsfoss er vinsæll viðkomustaður ferðafólks, allan ársins hring. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 144 orð | ókeypis

Fosskraft bauð lægst í þjónustubyggingu

FOSSKRAFT, verktakinn sem reisir stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal, átti lægsta tilboð í gerð þjónustubyggingar í dalnum, eða svonefnds hlaðhúss við gangamunnann. Meira
12. janúar 2005 | Innlent - greinar | 898 orð | 3 myndir | ókeypis

Framtíðarsýnin getur orðið að veruleika

Forstjóri Landspítalans og starfsmannaráð fagna yfirlýsingum utanríkisráðherra um að söluandvirði Símans verði notað til að byggja upp nýjan spítala. Búið er að afmarka lóð undir spítalann, en fimm ár tekur að undirbúa framkvæmdir. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 108 orð | ókeypis

Fundað um skel | Nýlegar rannsóknir...

Fundað um skel | Nýlegar rannsóknir á hörpudiski og ástand stofnsins í Breiðafirði verða umræðuefni opins fundar sem Hafrannsóknastofnunin boðar til á Ráðhúsloftinu, Hafnargötu 3, Stykkishólmi í dag klukkan 17. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd | ókeypis

Fyrsta loðnan í Krossanes

HJÓLIN í loðnubræðslu Ísfélags Vestmannaeyja í Krossanesi á Akureyri eru farin að snúast á fulla ferð en fyrsta loðnan barst til verksmiðjunnar í gær. Fjögur Vestmannaeyjaskip komu til löndunar í fyrrinótt og gær. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd | ókeypis

Getur leitt til farsællar lausnar

"ÉG held að þessar tillögur geti leitt til farsællar lausnar í þessu máli," segir Sigurður J. Grétarsson, íbúi á Seltjarnarnesi og félagi í áhugahóp um betri byggð á nesinu. Meira
12. janúar 2005 | Minn staður | 112 orð | ókeypis

Hag best borgið með því að sameinast ekki

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps telur hag íbúa hreppsins best borgið með því að sameinast ekki öðrum sveitarfélögum í Eyjafirði, "vegna þess að hún telur hættu á að þjónusta við íbúa muni skerðast, þar sem byggðarlagið yrði jaðarsvæði í sameinuðu... Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd | ókeypis

Háðar umhverfismati í nokkrum tilvikum

SKIPULAGSSTOFNUN hefur úrskurðað að rannsóknarboranir á Hengilssvæði og Hellisheiði skuli í nokkrum tilvikum háðar mati á umhverfisáhrifum. Svæðin sem um ræðir eru: í Innstadal, Stóra-Skarðsmýrarfjalli og í Fremstadal í Sveitarfélaginu Ölfusi. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd | ókeypis

Heppinn viðskiptavinur

Verslunin Klakkur í Vík í Mýrdal hefur haft það fyrir venju að þeir sem versla fyrir meira en 3000 kr. í desember skrifa nafnið sitt á miða sem fer í happdrættispott og eru síðan dregin út nokkur nöfn sem hljóta vinning. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd | ókeypis

Hið besta mál

SIGURÐUR Arnbjörnsson, flutningabílstjóri hjá Norðurfrakt á Siglufirði, sagði það hið besta mál ef auka ætti hálkuvarnir á þjóðvegum landsins. Meira
12. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 120 orð | ókeypis

Hjörtu kvenna eru sterkari

HJÖRTU kvenna eru sterkari en karla og það kann að vera helsta skýringin á því að þær lifa lengur, að því er breska ríkisútvarpið, BBC , hafði eftir vísindamönnum í Bretlandi í gær. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 89 orð | ókeypis

Hrafnista innheimtir ekki fyrir þvott heimilisfólks

EFTIRFARANDI tilkynning hefur borist frá Sveini H. Skúlasyni forstjóra, fyrir hönd Hrafnistuheimilanna: "Undanfarið hefur farið fram nokkur umræða í fjölmiðlum og meðal almennings um kostnað vegna þvottar á fatnaði heimilisfólks á heimilum aldraðra. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 99 orð | ókeypis

Hundrað milljónir í hálkuvarnir

EITT hundrað milljónum króna verður varið í bættar hálkuvarnir og aukna vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á þessum vetri. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 112 orð | ókeypis

Íslandsbanki spáir vaxandi viðskiptahalla

GREINING Íslandsbanka spáir vaxandi viðskiptahalla á þessu ári. Útflutningur jókst um 7% á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs en meðal annars aukin fjárfesting í stóriðju og aukin einkaneysla hafa leitt til þess að innflutningur jókst um 14,4% á sama tíma. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd | ókeypis

Íslenska þjóðin tekur höndum saman í Neyðarhjálp úr norðri

LANDSSÖFNUNIN Neyðarhjálp úr norðri hófst í gær en að henni standa m.a. mannúðarsamtök, níu útvarpsstöðvar, þrjár sjónvarpsstöðvar, þrjú dagblöð, þrjár verslunarmiðstöðvar, listamenn og fyrirtæki. Meira
12. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 138 orð | ókeypis

Janúkovítsj áfrýjar

VÍKTOR Janúkovítsj, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, kvaðst í gær ætla að áfrýja úrslitum forsetakosninganna, sem fóru fram 26. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 139 orð | ókeypis

Konum betur treystandi

VIÐSKIPTASIÐFERÐI kvenna í íslensku viðskiptalífi er betra en karla og siðferði þeirra sem eldri eru er betra en þeirra yngri. Þetta er meðal niðurstaðna í könnun meðal stjórnenda um traust í íslensku viðskiptalífi sem kynnt var í gær. Meira
12. janúar 2005 | Minn staður | 152 orð | 1 mynd | ókeypis

Kurla niður jólatré

STARFSMENN framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar eru þessa dagana í óða önn að kurla niður jólatré sem bæjarbúar prýddu híbýli sín með um nýliðna jólahátíð. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 434 orð | 2 myndir | ókeypis

Landssöfnun hafin

LANDSSÖFNUNIN Neyðarhjálp úr norðri hófst formlega í gær, en markmiðið með henni er að safna fé til að aðstoða þá sem lifðu af hamfarirnar í Asíu og til að byggja upp á hamfarasvæðunum. Meira
12. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd | ókeypis

Manntjón í miklum aurskriðum

STÖÐUGAR rigningar í sunnanverðri Kaliforníu hafa valdið þar miklum aurskriðum og er vitað um minnst 12 manns sem hafa farist. Meira hefur rignt í miðborg Los Angeles á 15 dögum en nokkru sinni fyrr samkvæmt gögnum veðurfræðinga þar. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd | ókeypis

Málþing um tæknivæðingu barna og unglinga

OPIÐ málþing um "tæknivæðingu barna og unglinga" verður haldið í félagsmiðstöðinni Tónabæ föstudaginn 14. janúar kl. 9-12. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 60 orð | ókeypis

Með 100 grömm af kannabis

ÖKUMAÐUR sem stöðvaður var af lögreglu í Reykjavík á Seljavegi í vesturborginni síðdegis í gær reyndist hafa um 100 grömm af kannabisefnum í bíl sínum. Lögregla segir að stærstur hluti efnisins hafi verið í pakkningum sem virtust tilbúnar til sölu. Meira
12. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 140 orð | ókeypis

Metfé til hjálparstarfs SÞ

SAMEINUÐU þjóðirnar hafa nú þegar tryggt sér 717 milljónir dollara, 44,7 milljarða ísl. kr., vegna hamfaranna í Suður-Asíu en það eru 73% af því fé, sem samtökin töldu sig þurfa nú strax. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 37 orð | ókeypis

Missti framan af fingri

MAÐUR missti framan af fingri þegar hann var við vinnu við borvél á Hvammsmelum í gærdag. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Egilsstöðum og síðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Á Hvammsmelum er verið að smíða stöðvarhús... Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 86 orð | ókeypis

Mokað, en hvert?

Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd orti er hann las að Einar Kolbeinsson hefði mokað að kirkjudyrum í Bólstaðarhlíð: Hiklaust þegar hríða fer hjálpin fram er boðin. Bólstaðarhlíðarbóndinn er besta kirkjustoðin! Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 337 orð | ókeypis

Niðurstaðan gæti orðið önnur

Skagafjörður | Sveitarstjórn Skagafjarðar mun væntanlega taka afstöðu til þess á ný á fimmtudaginn í næstu viku hvort Villinganesvirkjun verður höfð í kynningartexta með tillögu að aðalskipulagi. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd | ókeypis

Nokkrum hleypt heim

ÍBÚAR á bæunum Reyni og Lækjarbakka fengu að snúa aftur heim til sín í gær en bæirnir voru rýmdir í fyrradag vegna snjóflóðahættu að beiðni almannavarnanefndar Vestur-Skaftafellssýslu. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 152 orð | ókeypis

Norðmenn innleiða um fimmtung löggjafar ESB

UM fimmtungur löggjafar Evrópusambandsins frá árinu 1997 hefur verið innleiddur í norsk lög, að því er fram kemur í norska dagblaðinu Nationen . Á árunum 1997-2004 setti ESB 11.511 tilskipanir, reglugerðir, ákvarðanir eða tilmæli og tóku 2. Meira
12. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

Norskar herþotur sendar til Litháens

NORSKI herinn mun formlega taka við eftirliti í lofthelgi Litháens í dag, miðvikudag. Sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) án eigin loftvarna á Litháen tilkall til þess að bandalagið sjái því fyrir slíku eftirliti. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 35 orð | ókeypis

Ók á staur

ÖKUMAÐUR missti stjórn á bíl sínum við hringtorg á Suðurlandsvegi á móts við Hrísmýri á Selfossi í gær með þeim afleiðingum að hann hafnaði á ljósastaur. Hálka var á staðnum. Engin meiðsli urðu í... Meira
12. janúar 2005 | Minn staður | 112 orð | 1 mynd | ókeypis

Perlan tekin í gagnið

Kópavogur | Hansína Á. Björgvinsdóttir bæjarstjóri opnaði á dögunum nýtt rafrænt leikskólaforrit, Perluna. Forrið heldur utan um alla skráningu vegna leikskólabarna og geta foreldrar sótt um dvöl fyrir börn sín á vef bæjarins. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd | ókeypis

Plata til góðgerðarmála

BJÖRK Guðmundsdóttir og útgáfufyrirtækið One Little Indian ætla að gefa út tvöfaldan safndisk til góðgerðarmála. Meira
12. janúar 2005 | Minn staður | 219 orð | ókeypis

"Skattlagðir út af heimilum sínum"

Kópavogur | Samfylkingin í Kópavogi lýsir yfir áhyggjum vegna hækkunar fasteignagjalda milli ára, sem bitni m.a. hart á eldri borgurum. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 327 orð | 6 myndir | ókeypis

Sex fréttastjórar á 18 árum

SJÖTTI fréttastjóri Stöðvar 2 og síðar sameinaðri fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur tekið við stjórninni á rúmlega 18 ára starfstíma stöðvarinnar. Meira
12. janúar 2005 | Minn staður | 471 orð | 1 mynd | ókeypis

Skilyrði sett um laxinn

Reykjavík | Skipulagsstofnun hefur kveðið upp úrskurð um mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Gufunes í Reykjavík og er fallist á framkvæmdina með skilyrði. Meira
12. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd | ókeypis

Skógareldar ógna bæjum í Ástralíu

AÐ MINNSTA kosti átta manns hafa látið lífið í skógareldum í Suður-Ástralíu. Óttast er að tala látinna hækki þar sem nokkurra er enn saknað og eldarnir ógna nokkrum bæjum, m.a. nálægt borginni Adelaide. Meira
12. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd | ókeypis

Skyggnst inn í halastjörnu í fyrsta skipti

NASA, geimrannsóknastofnun Bandaríkjanna, hyggst senda á loft geimfar, Deep Impact, sem á að fljúga til móts við halastjörnuna Tempel 1. Í geimfarinu er lítil flaug sem á að rekast á halastjörnuna til að sprengja gíg á yfirborði hennar. Meira
12. janúar 2005 | Minn staður | 100 orð | ókeypis

Snjómoksturinn dýr | Kostnaður við snjómokstur...

Snjómoksturinn dýr | Kostnaður við snjómokstur á Akureyri á síðasta ári nam 47 milljónum króna en þar af fóru 7,5 milljónir í hálkuvarnir. Þetta er heldur hærri upphæð í snjómokstur og hálkuvarnir en árið á undan og munar þar rúmum 5 milljónum króna. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd | ókeypis

Steinar Berg Björnsson til starfa í Líberíu fyrir SÞ

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur skipað Steinar Berg Björnsson sérstakan aðstoðarfulltrúa sinn hjá friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Líberíu. Felur það m.a. í sér að Steinar verður staðgengill yfirmanns friðargæsluliðsins. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 72 orð | ókeypis

Sýslumenn opna vefsíðu

SÝSLUMANNAFÉLAG Íslands hefur í samstarfi við dóms- og kirkjumálaráðuneytið opnað nýjan vef www.syslumenn.is sem inniheldur upplýsingar um verkefni sýslumanna og ýmsar leiðbeiningar fyrir þá sem þurfa að leita til embætta sýslumanna. Meira
12. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd | ókeypis

SÞ óska eftir reiðufé

INDVERSKIR sjómenn reyna að losa bát úr aur á hamfarasvæðinu í suðurhluta Indlands. Að minnsta kosti 10.150 manns fórust á Indlandi í hamförunum annan dag jóla og um 5.600 er enn saknað. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd | ókeypis

Sænska þjóðin þakklát Íslendingum

BERTIL Jobeus, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, segir sænsku þjóðina vera ákaflega þakkláta fyrir þá hjálp sem Íslendingar veittu frændum sínum þegar þeir aðstoðuðu við að flytja Svía frá hamfarasvæðunum á Taílandi. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd | ókeypis

Tugþúsund jólatré kurluð niður

ÞÚSUNDIR jólatrjáa hafa nú gegnt hlutverki sínu og fellt barrið. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 171 orð | ókeypis

Um 31/2 kíló af kókaíni fannst við leit í skipinu

MIKIÐ magn af fíkniefnum, um 3½ kíló af kókaíni og svipað magn af hassi, fannst í klefum tveggja íslenskra sjómanna á skuttogaranum Hauki ÍS-847 þegar lögreglan í Bremerhaven í Þýskalandi leitaði í togaranum á fimmtudag. Meira
12. janúar 2005 | Minn staður | 1472 orð | 2 myndir | ókeypis

Umbrotatímabil framundan á Fljótsdalshéraði

Tveir mánuðir eru síðan sveitarfélagið Fljótsdalshérað tók til starfa samkvæmt nýju skipuriti eftir sameiningu Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps. Steinunn Ásmundsdóttir ræddi við Soffíu Lárusdóttur, forseta bæjarstjórnar. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 135 orð | ókeypis

Úr bæjarlífinu

Spöruðu 700 þúsund | Félagsmenn í stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslu keyptu á liðnu ári alls 2. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 142 orð | ókeypis

Útsendingar Radíós Reykjavíkur stöðvaðar

ÚTSENDINGAR útvarpsstöðvarinnar Radíó Reykjavík FM 104,5 hafa legið niðri undanfarna daga, og hyggst nýr eigandi rifta kaupsamningi sem gerður var í desember sl. vegna þess að stöðin hafi ekki tilskilin leyfi til útvarpsreksturs. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 214 orð | ókeypis

Varað við fölskum heimasíðum

FBI hefur sent frá sér aðvörun vegna falskra heimasíðna sem gefa sig út fyrir að vera söfnunarsíður til handa fórnarlömbum flóðanna í Asíu. Í fréttatilkynningu frá ICESEC ehf. Meira
12. janúar 2005 | Innlent - greinar | 250 orð | ókeypis

Vekur bjartsýni meðal starfsfólks

STARFSMANNARÁÐ Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) fagnar af heilum hug yfirlýsingu Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, um ráðstöfun söluandvirðis Símans til uppbyggingar nýs hátæknisjúkrahúss. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd | ókeypis

Veltan jókst um nær 42% milli ára

ALLS var þinglýst 726 kaupsamningum um fasteignir á Akureyri á nýliðnu ári og var heildarupphæð veltu 9,1 milljarður króna, en meðalupphæð samnings var 12,5 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríkisins. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 350 orð | ókeypis

Verðbólgan í 2% í desember

Í takt við áframhaldandi hátt gengi krónunnar er útlit fyrir að verðbólgan muni lækka á næstu mánuðum og fara lægst í 2% í desembermánuði, þrátt fyrir aukna eftirspurn og hækkandi húsnæðisverð. Þetta er mat greiningardeildar Landsbanka Íslands. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 311 orð | ókeypis

Verðmæti fasteigna óx um 330 milljarða kr. í fyrra

FASTEIGNAMAT hækkaði að meðaltali um 16,9% á landinu öllu á síðasta ári, þ.e. frá árslokum 2003 til ársloka 2004. Þar af hækkuðu hús um 16,6% en lóðir hækkuðu en meira samkvæmt matinu eða um 18,5%. Meira
12. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd | ókeypis

Vélin fór í gang við síðustu tilraun

ÞEGAR hreyfillinn á eins hreyfils vélinni, sem varð vélarvana vestur af Reykjanesi á mánudagskvöld, hrökk aftur í gang var vélin í tæplega 5.000 feta hæð og aðeins örfáar mínútur þar til hún hefði skollið á haffletinum. Meira

Ritstjórnargreinar

12. janúar 2005 | Leiðarar | 347 orð | 1 mynd | ókeypis

Búðirnar í Guantanamo

Fangabúðirnar í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu, þar sem stjórn George W. Meira
12. janúar 2005 | Leiðarar | 303 orð | ókeypis

Framsýni og metnaður á sviði tónlistar

Eins og fram kom í grein Bergþóru Jónsdóttur, Af listum, í Morgunblaðinu í gær, er gjöf Halldórs Hansen barnalæknis til Listaháskóla Íslands, "stórmerk". Meira
12. janúar 2005 | Leiðarar | 381 orð | ókeypis

Verðbólur og heilbrigð skynsemi

Í Morgunblaðinu í gær birtist viðtal við Sir Howard Davies, sem gegnt hefur lykilstöðum í brezku fjármálalífi, verið aðstoðarbankastjóri Englandsbanka og yfirmaður brezka fjármálaeftirlitsins. Sir Howard var m.a. Meira

Menning

12. janúar 2005 | Menningarlíf | 366 orð | 1 mynd | ókeypis

Að lesa bók er að ferðast

ÞÁTTARÖÐIN Regnhlífarnar í New York hefur göngu sína í Sjónvarpinu í kvöld. Meira
12. janúar 2005 | Menningarlíf | 30 orð | 1 mynd | ókeypis

Cork er menningarborg Evrópu

BORGIN Cork á Írlandi er menningarborg Evrópu árið 2005. Corkverjar fögnuðu þessum áfanga með mikilli flugeldasýningu um helgina, þegar forseti landsins, Mary McAleese og menntamálaráðherra, John O'Donoghue, settu tímabilið... Meira
12. janúar 2005 | Kvikmyndir | 234 orð | 2 myndir | ókeypis

Draugar og vélar

NÝTT leigumyndaár hefst með látum. Í síðustu viku kom út einstaklega falleg og vönduð mynd eftir Jean-Jacques Annaud, Bræður tveir , sem fjallar um tvo tígrisdýrabræður og baráttu þeirra fyrir frelsinu dýrmæta. Meira
12. janúar 2005 | Menningarlíf | 289 orð | 1 mynd | ókeypis

Duttlungar Trumps

DONALD Trump er magnaður maður. Hann er mikill persónuleiki, aðsópsmikill og stjórnar viðskiptaveldi sínu harðri hendi. Menn fá að heyra það ef þeir standa sig ekki í stykkinu að mati Trumps og ef brotið er nógu alvarlegt fá þeir að fjúka. Meira
12. janúar 2005 | Kvikmyndir | 342 orð | 2 myndir | ókeypis

Enn í ótrúlegum takti

TÖLVUTEIKNIMYNDIN Hin ótrúlegu er loksins búin að ná toppsætinu eftir að hafa þurft að sætta sig við að verma annað sætið á eftir Stuðmannamyndinni Í takt við tímann . Báðar hafa myndirnar haldið einstaklega vel velli. Meira
12. janúar 2005 | Menningarlíf | 214 orð | 2 myndir | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Christopher heitinn Reeve er tilnefndur til verðlauna Samtaka kvikmyndaleikstjóra í Bandaríkjunum fyrir leikstjórn sína á sjónvarpsmyndinni Brooke Ellison Story sem fjallar um konu sem fjölfatlast eftir að hún lendir í alvarlegu bílslysi. Meira
12. janúar 2005 | Menningarlíf | 128 orð | 1 mynd | ókeypis

Fóstureyðingar

FÓSTUREYÐINGAR eru sennilega eitt heitasta deilumál samtímans og sitt sýnist hverjum þegar þær ber á góma. Meira
12. janúar 2005 | Tónlist | 104 orð | 1 mynd | ókeypis

Franz Ferdinand með fimm

HLJÓMSVEITIN Franz Ferdinand er tilnefnd til fimm Brit-verðlauna, bresku tónlistarverðlaunanna. Meira
12. janúar 2005 | Menningarlíf | 112 orð | 2 myndir | ókeypis

Frasier og Charlotte eiga flottustu íbúðirnar

HUGGULEGA íbúðin hans Frasiers í Seattle hefur verið valin eftirsóknarverðasta íbúðin í sjónvarpinu. Var hún efst á listanum yfir flottustu íbúðir í sjónvarpsþáttum í könnun breska tímaritsins BBC Good Homes . Meira
12. janúar 2005 | Tónlist | 198 orð | 1 mynd | ókeypis

Her Bjarkar til hjálpar

B jörk hefur gefið út yfirlýsingu á vef sínum þar sem tónlistarmenn úr öllum geirum eru hvattir til að senda inn endurhljóðblandanir og eigin útgáfur af laginu "Army of Me" fyrir væntanlega góðgerðarplötu. Meira
12. janúar 2005 | Menningarlíf | 304 orð | 1 mynd | ókeypis

Hæsti styrkur 600 þús. kr.

8,1 milljón króna hefur verið úthlutað úr verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar. Hæsta styrkinn, 600.000 krónur, fékk Gísli Sigurðsson fyrir Túlkun Íslendingasagna í ljósi munnlegrar hefðar. 450.000 króna styrk fengu: Sigríður Matthíasdóttir. Meira
12. janúar 2005 | Menningarlíf | 34 orð | 1 mynd | ókeypis

Klámstjarna

ÞETTA listaverk er eftir Petr Reykhet og heitir "Klámstjarna". Það er gert úr pappírsdeigi og er til sýnis í Sánti Pétursborg í Rússlandi. Sýningin heitir Pétursborg-2004 og yfir 500 listamenn taka þátt í... Meira
12. janúar 2005 | Menningarlíf | 468 orð | 2 myndir | ókeypis

Löngu kominn tími á svona námskeið

Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir blaðamaður heldur nýstárlegt námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands á þessari önn. Umfjöllunarefnið er sjálfur Megas, einn þekktasti tónlistar- og textasmiður popptónlistarinnar á Íslandi. Meira
12. janúar 2005 | Myndlist | 619 orð | 1 mynd | ókeypis

MYNDLIST - Nýlistasafnið

Til 30. janúar. Nýlistasafnið er opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 13-17. Meira
12. janúar 2005 | Myndlist | 127 orð | 1 mynd | ókeypis

Of þekkt til að seljast

MÁLVERKUM og silfurmunum að verðmæti 10 milljónir evra, rúmlega 830 milljónir króna, var stolið úr Westfries-safninu í Hoorn í Hollandi á sunnudag. Meira
12. janúar 2005 | Kvikmyndir | 335 orð | 1 mynd | ókeypis

Óbærilegur tilfinningagrautur

Leikstjórn: Chan-wook Park. Aðalhlutverk: Min-sik Choi, Ji-tae Yu, Hye-jeong Kang og Byeong-ok Kim. Suður-Kórea, 120 mín. Meira
12. janúar 2005 | Leiklist | 400 orð | 1 mynd | ókeypis

"Frelsið er ekki sjálfsagður hlutur"

Leikarar úr Þjóðleikhúsinu fóru í óvenjulega vettvangsferð á dögunum til að kynnast betur þeim raunveruleika sem þeir eiga að túlka á sviðinu. Meira
12. janúar 2005 | Menningarlíf | 199 orð | 1 mynd | ókeypis

Sailesh snýr aftur

GRÍNDÁVALDURINN Sailesh snýr aftur á nýju ári og stendur fyrir tveimur skemmtunum á Broadway í apríl, sunnudaginn 17. og mánudaginn 18. apríl. Miðasala á sýningarnar hefst fimmtudaginn 27. janúar kl. 10 í verslunum Skífunnnar, á www.event. Meira
12. janúar 2005 | Kvikmyndir | 377 orð | 2 myndir | ókeypis

Sideways sópar enn að sér

SAMTÖK ljósvakagagnrýnenda völdu myndina Sideways bestu mynd ársins 2004 við verðlaunaathöfnina Critics' Choice Awards sem haldin var í Los Angeles á mánudag. Meira
12. janúar 2005 | Menningarlíf | 604 orð | 1 mynd | ókeypis

Vefur um tónlist í tímans rás

Nýr og mjög áhugaverður kennsluvefur hefur verið opnaður hjá Námsgagnastofnun, sem ber heitið Tónlist í tímans rás . Er þar um að ræða kennsluefni í tónsmíðum og vestrænni tónlistarsögu allt frá miðöldum og fram á 20. öld. Meira

Umræðan

12. janúar 2005 | Aðsent efni | 391 orð | 1 mynd | ókeypis

Aftaka Baugs

Páll Vihjálmsson fjallar um brottrekstur Sigríðar Árnadóttur fréttastjóra: "Almenningur getur sýnt blaða- og fréttamönnum Baugsmiðla samstöðu með því að hætta að kaupa áskrift að Stöð 2 og DV (þessir fáu sem eftir eru) og segja upp símaþjónustu Og Vodafone." Meira
12. janúar 2005 | Aðsent efni | 280 orð | 1 mynd | ókeypis

Enn eitt listasafnið

Stefán Sigurkarlsson fjallar um kaup ríkisins á teikningum Sigmunds: "Því miður eru hin nýkeyptu myndverk íslensku þjóðarinnar sneydd öllum þessum kostum..." Meira
12. janúar 2005 | Aðsent efni | 286 orð | ókeypis

"Fólk vill fá dóm í málinu"

ÞÁ ER réttindum fólks hættast þegar dómstóll götunnar hefur kveðið upp sinn dóm. Samkeppnisráð er undir miklum þrýstingi. Rannsókn leiddi í ljós að olíufélögin höfðu með sér samráð. Meira
12. janúar 2005 | Aðsent efni | 331 orð | 1 mynd | ókeypis

Seðlabankinn

Einar Oddur Kristjánsson fjallar um vaxtahækkanir Seðlabankans: "...líkurnar á að bankinn sé að berjast gegn hagvexti eru yfirgnæfandi, því að á almennum markaði er alls engin þensla." Meira
12. janúar 2005 | Bréf til blaðsins | 247 orð | ókeypis

Síðbúið skot inn í næstu öldina

Frá Hrafni Sæmundssyni: "ÞAÐ VERÐUR að búa betur að því fólki sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Það verður einnig að búa félagslega betur að þeim sem þurfa að nota þjónustu heilbrigðiskerfisins styttri eða lengri tíma." Meira
12. janúar 2005 | Aðsent efni | 415 orð | 1 mynd | ókeypis

Skerðing á veðurþjónustu

Sigurður Þór Guðjónsson fjallar um niðurskurð í veðurfregnaþjónustu: "Óbilgirni stjórnvalda í hagræðingu á Veðurstofunni er hreinlega farin að bitna alvarlega á þjónustu stofnunarinnar við almenning." Meira
12. janúar 2005 | Bréf til blaðsins | 388 orð | ókeypis

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Hugleiðing um gleraugu - aðallega týnd NÝLEGA varð maðurinn minn að fá sér ný gleraugu og kostuðu þau rúmlega 80 þúsund. Um sama leyti týndi ég mínum. Fjárútlát fyrir tvennum nýjum gleraugum leika heimilispeningasjóðinn grátt. Meira
12. janúar 2005 | Aðsent efni | 705 orð | 1 mynd | ókeypis

Yfirgripsmikið þekkingarleysi prófessorsins

Andrés Pétursson fjallar um hugmyndir Ragnars Árnasonar: "Hroki og þjóðernisremba skína í gegn þegar rætt er um vísindasamstarfið við Evrópu." Meira

Minningar- og afmælisgreinar

12. janúar 2005 | Minningargreinar | 1149 orð | 1 mynd | ókeypis

ÁSTVALDUR STEFÁN STEFÁNSSON

Ástvaldur Stefán Stefánsson, fæddist á Mánaskál í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu 1. júní 1922. Hann lést á LHS í Fossvogi fimmtudaginn 6. janúar síðastliðinn. Ástvaldur var sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar, f. 17.9. 1880, d. 11.1. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2005 | Minningargreinar | 1186 orð | 1 mynd | ókeypis

DAVÍÐ KR. JENSSON

Davíð Kristján Jensson fæddist í Selárdal í Arnarfirði 8. apríl 1926. Hann andaðist á heimili sínu að morgni nýársdags, 1. janúar síðastliðins, og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 7. janúar. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2005 | Minningargreinar | 2343 orð | 1 mynd | ókeypis

GÍSLI JÚLÍUSSON

Gísli Júlíusson fæddist í Hafnarfirði 4. september 1927. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 29. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seljakirkju 7. janúar. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2005 | Minningargreinar | 945 orð | 1 mynd | ókeypis

ÓLAFUR KRISTJÁNSSON

Ólafur Kristjánsson frá Hraungerði í Hrafnagilshreppi fæddist á Möðruvöllum í Eyjafirði 14. maí 1908. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri að kvöldi nýársdags, 1. janúar síðastliðins. Foreldrar Ólafs voru Halldóra Sigríður Benediktsdóttir, f. 27. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2005 | Minningargreinar | 361 orð | 1 mynd | ókeypis

RAGNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR

Ragnhildur Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júní 1951. Hún andaðist að heimili sínu í Grindavík laugardaginn 1. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grindavíkurkirkju 8. janúar. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2005 | Minningargreinar | 1503 orð | 1 mynd | ókeypis

SVERRIR BALDVINSSON

Sverrir Baldvinsson fæddist í Bændagerði í Glerárhverfi á Akureyri 23. september 1912. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 23. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Glerárkirkju á Akureyri 7. janúar. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2005 | Minningargreinar | 223 orð | 1 mynd | ókeypis

ÞORBJÖRG EINARSDÓTTIR

Þorbjörg Einarsdóttir fæddist á Hvalnesi í Lóni 16. maí 1916. Hún lést á LSH - Fossvogi þriðjudaginn 14. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey 21. desember. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2005 | Minningargreinar | 1682 orð | 1 mynd | ókeypis

ÞÓRÐUR JÓNSSON

Þórður Jónsson fæddist að Gerði á Barðaströnd 28. ágúst 1916. Hann lést á Landakoti 5. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

12. janúar 2005 | Sjávarútvegur | 428 orð | 1 mynd | ókeypis

Fyrsta loðnan til Rússlands

RÍFANDI gangur er í loðnufrystingu hjá HB Granda á Vopnafirði og er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Búið er að frysta 500-600 tonn af loðnu í landi og þá hafa um 150 tonn verið fryst um borð í Svani RE 45. Meira
12. janúar 2005 | Sjávarútvegur | 208 orð | ókeypis

Óbreyttar heimildir

SAMKOMULAG hefur orðið um það milli Íslands og Færeyja, að fiskveiðisamningurinn milli landanna verði óbreyttur á þessu ári. Meira

Viðskipti

12. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 117 orð | 1 mynd | ókeypis

Björgólfur Thor í hópi 237 ungra stjórnenda

Björgólfur Thor Björgólfsson er einn 237 ungra stjórnenda sem hafa verið valdir til þess að taka þátt í verkefninu Forum of Young Global Leaders. Meira
12. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 74 orð | ókeypis

Flugleiðir hækka mest

VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu samtals 7,3 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 3,1 milljarð. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,35% og er 3.465,37 stig. Meira
12. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 94 orð | ókeypis

Gott ár hjá Alcoa Inc.

HAGNAÐUR Alcoa Inc. á síðasta fjórðungi síðasta árs var undir væntingum sérfræðinga á Wall Street. Ástæðan er gengisfall dollars auk hækkunar á orkukostnaði fyrirtækisins samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Meira
12. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 63 orð | ókeypis

Leiðrétting

SKATTADAGUR Deloitte verður haldinn á morgun, fimmtudag, en í Morgunblaðinu í gær kom ranglega fram að hann væri haldinn á vegum Félags löggiltra endurskoðenda. Meira
12. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 86 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýr markaðsstjóri Globus

JENSÍNA Kristín Böðvarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Globus og hefur hún þegar hafið störf. Í störfum markaðsstjóra felst einnig stjórnun heildsölusviðs. Jensína lauk B.S. prófi í auglýsingafræði frá San Jose State University árið 1994 og M.B.A. Meira
12. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 71 orð | ókeypis

Ný stjórn Norðurljósa

NÝ stjórn var kjörin á hluthafafundi Norðurljósa hf. sem haldinn var í gær. Í nýrri stjórn eiga sæti þeir Baldur Baldursson, Ríkharð Ottó Ríkharðsson og Árni Hauksson. Meira
12. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 672 orð | 1 mynd | ókeypis

Siðferði eldri stjórnenda í viðskiptalífinu betra

60% stjórnenda í íslensku viðskiptalífi telja að siðferði í viðskiptum hafi farið batnandi undanfarin ár. Meirihluti þeirra telur að viðskiptasiðferði eldri stjórnenda sé betra en þeirra sem yngri eru og siðferði kvenna betra en karla. Meira

Daglegt líf

12. janúar 2005 | Daglegt líf | 185 orð | 2 myndir | ókeypis

Bíllinn endurspeglar persónuleikann

Vísindamenn hafa nú komist að þeirri niðurstöðu, líkt og marga hefur lengi grunað, að einkabíllinn segir heilmargt um eigendur sína og getur því hæglega komið upp um þá. Meira
12. janúar 2005 | Daglegt líf | 218 orð | 1 mynd | ókeypis

Hjálpa börnum að takast á við aðstæður

Ósýnilegir og ímyndaðir vinir eru eðlilegur hluti af barnæskunni, að mati bandarískra sálfræðinga. Um 65% sjö ára barna sem tóku þátt í könnun þar að lútandi, reyndust eiga einn eða fleiri ímyndaða vini, að því er fram kemur á norska vefnum forskning.no. Meira
12. janúar 2005 | Daglegt líf | 526 orð | 1 mynd | ókeypis

Matartorg á Netinu

Við hjónin kynntumst þessari Just-Eat- þjónustu þegar við vorum búsett í Danmörku og urðum mjög hrifin af, enda nýttum við okkur hana óspart. Meira

Fastir þættir

12. janúar 2005 | Dagbók | 33 orð | ókeypis

Aflið yður eigi þeirrar fæðu, sem...

Aflið yður eigi þeirrar fæðu, sem eyðist, heldur þeirrar fæðu, sem varir til eilífs lífs og Mannssonurinn mun gefa yður. Því á hann hefur faðirinn, Guð sjálfur, sett innsigli sitt. (Jóh. 6, 27.) Meira
12. janúar 2005 | Fastir þættir | 191 orð | ókeypis

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Fyrsti slagurinn. Meira
12. janúar 2005 | Fastir þættir | 271 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Selfoss og nágrennis HSK-mótið í tvímenningi var spilað hjá félaginu miðvikudaginn 5. janúar sl. Til leiks mættu 17 pör, og var spilaður monrad-barómeter með 4 spilum á milli para, 7 umferðir, alls 28 spil. Efstu pör urðu: Ísak Örn Sigurðss. Meira
12. janúar 2005 | Dagbók | 275 orð | 1 mynd | ókeypis

Frásagnir úr lífi Kópavogsbúa

UNDIRBÚNINGUR stendur nú yfir að útgáfu minningabókar Kópavogs í tilefni af 50. afmælisári bæjarfélagsins. Meira
12. janúar 2005 | Dagbók | 96 orð | ókeypis

Guðmundar Inga minnst

HIN árlega minningardagskrá á afmælisdegi Guðmundar Inga Kristjánssonar, skálds frá Kirkjubóli í Önundarfirði, verður í Holti - friðarsetri næstkomandi laugardag kl. 17. Meira
12. janúar 2005 | Dagbók | 91 orð | 1 mynd | ókeypis

Hárið skorar á Héra Hérason

AÐSTANDENDUR söngleikjarins Hársins stóðu sl. laugardagskvöld fyrir sérstakri aukasýningu til styrktar söfnun vegna hörmunganna í Suðaustur-Asíu. Meira
12. janúar 2005 | Dagbók | 111 orð | 1 mynd | ókeypis

Hundrað ára afmælisfagnaður Rótarý hefst

Rótarýhreyfingin, sem var stofnuð í Chicago árið 1905 heldur í ár upp á 100 ára afmæli sitt og hófust hátíðahöldin með stórtónleikum í salnum á föstudaginn 7. jan. Þá var í fyrsta sinn veitt viðurkenning úr Tónlistarsjóði Rótarý á Íslandi. Meira
12. janúar 2005 | Dagbók | 470 orð | 1 mynd | ókeypis

Ómetanleg þjálfun og samvinna

Þórdís Eiríksdóttir er fædd í Reykjavík árið 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá nýmálasviði Menntaskólans við Hamrahlíð 1977 og BA prófi í ensku frá HÍ. Þórdís starfaði hjá Ferðaþjónustu bænda 1987-1997 og hóf störf hjá HÍ árið 1997, sem forstöðumaður Sumarskóla HÍ og umsjónarmaður með Ólympíuleikum í eðlisfræði 1998. Þórdís hóf störf hjá Rannsóknaþjónustu HÍ sem verkefnastjóri á Landsskrifstofu Leonardó árið 1998 og er nú verkefnastjóri mannaskiptaverkefna Leonardó. Meira
12. janúar 2005 | Fastir þættir | 186 orð | 1 mynd | ókeypis

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Bg7 5. Rc3 Rc6 6. Be3 Rf6 7. Bc4 Da5 8. O-O O-O 9. Rb3 Dc7 10. Bg5 a6 11. Bd3 b5 12. Dd2 He8 13. Hae1 Hb8 14. e5 Rg4 15. f4 d6 16. h3 Rh6 17. g4 Da7+ 18. Kh2 b4 19. Rd1 Bb7 20. f5 Rxg4+ 21. hxg4 Rxe5 22. Kg3 a5 23. Meira
12. janúar 2005 | Viðhorf | 827 orð | ókeypis

Tíminn líður hratt...

"Viðhorfið er þetta: Allt, bókstaflega allt, á að gerast á stundinni; núna; strax - já, eiginlega helst í gær." Meira
12. janúar 2005 | Dagbók | 92 orð | 1 mynd | ókeypis

Tosca á fjalirnar

Óperan | Íslenska óperan hefur hafið æfingar á Toscu eftir Puccini, sem frumsýnd verður í Íslensku óperunni 11. febrúar nk. Meira
12. janúar 2005 | Fastir þættir | 320 orð | 1 mynd | ókeypis

Víkverji skrifar...

Eitt er það sjónvarpsefni sem fer afskaplega mikið í taugarnar á Víkverja. Þegar þetta efni birtist á skjánum er hann við það að kasta upp, satt að segja. Er þá illa komið fyrir honum. Meira

Íþróttir

12. janúar 2005 | Íþróttir | 59 orð | ókeypis

Blikar taka á móti Njarðvík

Í gær var dregið í undanúrslitum í bikarkeppni karla og kvenna í körfuknattleik. Í karlaflokki mætast annars vegar 1. deildarlið Breiðabliks og Njarðvík og hins vegar Hamar/Selfoss og Fjölnir. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 178 orð | ókeypis

Brian Thompson gengur til liðs við Tindastól

ÚRVALSDEILDARLIÐ Tindastóls í körfuknattleik karla hefur fengið til liðs við sig bandarískan miðherja, Brian Thompson, og mun hann leika með liðinu gegn Haukum á fimmtudaginn í Intersportdeildinni. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 94 orð | ókeypis

Dularfullur sjúkdómur að angra Neville

LÆKNALIÐI Manchester United hefur ekki tekist að finna hvaða dularfulli sjúkdómur er að angra landsliðsbakvörðinn Gary Neville. Neville hefur ekki leikið fimm síðustu leiki Manchester-liðsins. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 335 orð | 1 mynd | ókeypis

Er ekki á förum frá Arsenal

JENS Lehmann, markvörður enska meistaraliðsins Arsenal, segir að knattspyrnustjóri liðsins, Arsene Wenger, vonist til þess að hann missi þolinmæðina og óski eftir því að fá að fara frá félaginu. Lehmann er hins vegar staðráðinn í því að láta það ekki á sig fá að hann sé úti í kuldanum hjá Wenger og hefur þýski markvörðurinn hug á því að vera hjá Arsenal þangað til samningur hans við félagið rennur út árið 2006. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 207 orð | 1 mynd | ókeypis

* ERNA Þorleifsdóttir frá Vestmannaeyjum var...

* ERNA Þorleifsdóttir frá Vestmannaeyjum var í gær ráðin þjálfari stúlknalandsliðsins í knattspyrnu, U17, til næstu tveggja ára. Hún tekur við af Ragnhildi Skúladóttur sem hefur stjórnað liðinu í fimm ár. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 331 orð | ókeypis

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, DHL-deildin FH - ÍBV 29:37 Mörk FH: Gunnur Sveinsdóttir 10, Bjarný Þorvarðardóttir 5, Guðrún Hólmgeirsdóttir 5, Birna Helgadóttir 4, Sigrún Gilsdóttir 3, Anna Rut Pálmadóttir 1, Aníta Ýr Eyþórsdóttir 1. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 6 orð | ókeypis

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Njarðvík: UMFN - UMFG 19. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 298 orð | 1 mynd | ókeypis

* KAMERÚNINN Geremi sem er á...

* KAMERÚNINN Geremi sem er á mála hjá Chelsea vill komast í burtu frá Lundúnaliðinu og ganga til liðs við sína gömu félaga í Middlesbrough . Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 131 orð | ókeypis

Keflavík á tvo af fimm bestu

ANTHONY Glover og Nick Bradford, bandarísku körfuknattleiksmennirnir hjá Keflavík, eru báðir í fimm manna úrvalsliði Evrópubikarsins sem birt var á vefnum Eurobasket.com í gær. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 174 orð | 1 mynd | ókeypis

* LAUREN , varnarmaður Arsenal ,...

* LAUREN , varnarmaður Arsenal , er óánægður með að hafa aðeins verið boðinn eins árs samningur við félagið. Hann telur sig eiga skilið að vera boðinn tveggja ára framlenging við núverandi samning eftir að hafa verið á Highbury í fjögur ár. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 687 orð | 1 mynd | ókeypis

Má ekki búast við kraftaverki

"VONANDI skilar það einhverju til landsliðsins að það skuli hafa fengið sérstakan markmannaþjálfara til að leiðbeina markvörðum sínum. Annars mega menn ekki búast við kraftaverkum og fyrst og fremst er þetta nú gert upp á framtíðina," sagði Ramón Lauren, sænskur markvarðaþjálfari sem hefur verið með íslenska landsliðinu í handknattleik undanfarna daga og leiðbeint markvörðunum. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 350 orð | ókeypis

Nauðsynlegt að sinna markmönnum

"VIÐ erum mjög ánægðir með að hafa fengið Ramón til að leiðbeina markvörðum okkar og ég held að strákarnir séu líka mjög sáttir við það sem hann er að gera," sagði Bergsveinn Bergsveinsson, aðstoðarlandsliðþjálfari og fyrrum... Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 210 orð | ókeypis

Ólafur Ingi þarf að hvíla næstu vikurnar

ÓLAFUR Ingi Skúlason, knattspyrnumaður hjá Arsenal, er enn að berjast við meiðsli og ljóst að hann verður að bíða fram í næsta mánuð með að byrja að æfa. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 103 orð | ókeypis

"Frábær samvinna við Aron"

ANDERS Dahl-Nielsen, hinn gamalkunni handknattleiksþjálfari, hefur framlengt samning sinn sem framkvæmdastjóri danska félagsins Skjern til vorsins 2007. Aron Kristjánsson er þjálfari Skjern og Anders Dahl hælir honum á hvert reipi. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 241 orð | ókeypis

"Lið Watford á heiður skilinn"

WATFORD, með Heiðar Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson í stórum hlutverkum, tapaði naumlega fyrir Liverpool, 1:0, í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í Anfield í gærkvöldi. Möguleikar Watford á að komast í úrslitaleikinn eru því enn þokkalegir fyrir seinni leikinn á Vicarage Road. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 122 orð | ókeypis

Rooney með United

CHELSEA og Manchester United mætast í fyrri viðureign sinni í undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu á Stamford Bridge í kvöld. Nokkur forföll eru fyrirséð í liði Chelsea. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 133 orð | ókeypis

Tilboði Norrköping í Helga hafnað

SÆNSKA knattspyrnufélagið Norrköping gerði á dögunum Fylki tilboð í Helga Val Daníelsson. Fylkismenn svöruðu Svíunum neitandi í gær og gerðu þeim ekki gagntilboð. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 281 orð | 1 mynd | ókeypis

Tryggva frjálst að fara frá Örgryte

"ÞETTA fór eins og ég hafði vonast til. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 354 orð | ókeypis

Var Jaliesky Garcia skipað að taka sér frí?

ENGU er líkara en forráðamenn Göppingen hafi ekki gert ráð fyrir að Jaliesky Garcia léki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu í Túnis í lok þessa mánaðar. Á sunnudaginn, 9. janúar, var frétt á heimasíðu félagsins þar sem greint er frá með nokkru stolti leikmönnum félagsins sem um þessar mundir séu að taka þátt, eða eigi í vændum, að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum með landsliðum sínum. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 87 orð | ókeypis

Víkingar kæra til baka

VÍKINGAR hafa kært Leikni úr Reykjavík til samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ fyrir að hafa rætt við samningsbundinn leikmann sinn, Daníel Hjaltason, án leyfis. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 358 orð | 2 myndir | ókeypis

Þrýstir á að fá liðsstyrk til Britannia

TONY Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, átti fund með stjórnarmönnum Stoke í Reykjavík í fyrradag en knattspyrnustjórinn hefur þrýst mjög á að fá liðsstyrk fyrir lokasprettinn í ensku 1. deildinni. Stoke er sem stendur í 12. sæti en markmiðið er komast í úrslitakeppnina um laust sæti í úrvalsdeildinni sem liðin í þriðja til sjötta sæti fara í. Meira
12. janúar 2005 | Íþróttir | 131 orð | ókeypis

Þurfum okkar séræfingar

"ÞAÐ er auðvitað ekkert nema frábært að fá sérstakan markmannsþjálfara. Meira

Bílablað

12. janúar 2005 | Bílablað | 44 orð | 1 mynd | ókeypis

155 stórir lúxusbílar

DÝRUSTU fólksbílarnir eru stórir lúxusbílar og af þeim seldust á árinu 155. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 58 orð | 1 mynd | ókeypis

3.101 seldist í c-flokki

SALA á litlum millistærðarbílum var á síðasta ári 3.101 bíll. Þarna eru það ellefu tegundir sem taka til sín mestu söluna. Toyota trónir á toppnum með Corolla, sem seldist í 758 eintökum, en Skoda Octavia siglir í kjölfarið, 566 bílar. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 70 orð | ókeypis

370 Citroën seldust á árinu

Brimborg seldi yfir 370 nýja Citroën-bíla á síðasta ári - meira en einn bíl á dag - og hafa aldrei selst fleiri Citroën-bílar á einu ári hér á landi. Citroën er því annað stærsta franska merkið hér á landi annað árið í röð. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 121 orð | 5 myndir | ókeypis

65 heimsfrumsýningar í Detroit

65 bílar verða sýndir í fyrsta sinn á bílasýningunni í Detroit sem hefst innan fáeinna daga. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 186 orð | 1 mynd | ókeypis

Bílanaust kaupir Ísdekk

GENGIÐ var frá samningi um kaup Bílanausts hf. á innflutningsfyrirtækinu Ísdekki ehf. 7. janúar sl. Ísdekk ehf. er leiðandi fyrirtæki í innflutningi og sölu á hjólbörðum og áhöldum og tækjum fyrir hjólbarðaverkstæði. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 54 orð | ókeypis

BMW X3 2,0d

Vél: 1.995 rúmsentimetrar, fjórir strokkar, samrásarinnsprautun . Afl: 150 hestöfl við 4.000 snúninga á mínútu. Tog: 330 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. Gírskipting: Sex gíra beinskipting. Drifkerfi: Fjórhjóladrif, x-drive. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 797 orð | 4 myndir | ókeypis

BMW X3 2,0d - nær buddu flestra

BMW X5-lúxusjeppinn kom á markað árið 2000 og hefur síðan þá selst ágætlega hér á landi. Hann er þó engin almenningseign frekar en aðrir, hátt verðlagðir lúxusjeppar. Með grunnverð frá 5.580.000 kr. er hann að sjálfsögðu ekki á allra færi. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 209 orð | 1 mynd | ókeypis

Brimborg íhugar sölu á Mustang í Danmörku

FORD Mustang GT, sem Brimborg flutti inn til landsins, var í síðustu viku sendur úr landi til Danmerkur þar sem hann er í láni hjá Ford í Danmörku vegna árshátíðar fyrir alla Ford umboðsaðila þar í landi. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 1135 orð | 6 myndir | ókeypis

Discovery 3 - alhliða jeppi og akstursbíll

LAND ROVER er rótgróið jeppamerki og þótt það eigi sér 56 ára sögu er Discovery 3 aðeins níundi nýi bíllinn frá grunni sem fyrirtækið kynnir og sá fyrsti eftir að Ford eignaðist meirihluta í fyrirtækinu. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 303 orð | 1 mynd | ókeypis

Keppnislið VW

VW stillti í fyrsta sinn upp sínu eigin keppnisliði í Dakar-rallinu í fyrra og þótt eingöngu tveir bílar hafi verið frá VW var frammistaðan framar vonum. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 60 orð | ókeypis

Land Rover Discovery 3 TDV6 SE

Staðalbúnaður Hjól og felgur: 255/60, 18 tommu álfelgur. Vara dekk á álfelgu. Fjöðrun og drif: Loftpúðafjöðrun með Terrain Response, aldrifsbúnaður og aksturstölva. Ytri búnaður: Fjarlægðarvari að aftan, Xenon- ljós, toppgrindarbogar. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 93 orð | ókeypis

Metsala Toyota í Evrópu 8. árið í röð

SALA á Toyota í Evrópu jókst 8. árið í röð. Alls seldust tæplega 916 þúsund bílar, þar af tæplega 25 þúsund Lexus. Toyota, sem er þriðji stærsti bílaframleiðandi heims, jók söluna á milli ára um 10% en heildarsöluaukning varð ekki nema 2% milli ára. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 46 orð | ókeypis

Mitsubishi Pajero Evolution

Vél: 3.997 rúmsentimetrar, V6, 24 ventlar. Afl: 270 hestöfl við 5.500 snúninga á mínútu. Tog: 422 Nm. Gírkassi: Raðskiptur, sex gíra. Bensíntankur: 500 lítrar. Drif: Sítengt fjórhjóladrif. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 319 orð | 1 mynd | ókeypis

Nissan-liðið í vandræðum

Í DAKAR-rallinu í fyrra mátti Nissan sætta sig við sjöunda sætið sem besta árangur. Nissan-liðið er einnig í vandamálum núna. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 26 orð | ókeypis

Nissan Pickup

Vél: 4,0 lítra V6. Afl: 272 hestöfl. Tog: 430 Nm. Gírkassi: Raðskiptur, sex gíra. Drif: Sítengt fjórhjóladrif. Dekk: 235/85-16. Lengd: 4.700 mm. Breidd: 2.000 mm. Hjólhaf: 2.780 mm. Lágmarksþyngd: 1.825... Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 295 orð | 1 mynd | ókeypis

Pajero Evolution í Dakar

DAKAR-RALLIÐ stendur nú sem hæst og eins og oft áður beinist mesta athyglin að Mitsubishi Pajero-bílunum, sem í fyrra höfnuðu í tveimur efstu sætunum. Í rallinu núna er eitt skæðasta vopn Mitsubishi einnig Pajero, þ.e.a.s. Pajero Evolution. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 133 orð | ókeypis

Peterhansel í fyrsta sæti

Jutta Kleinschmidth, sem ekur Volkswagen Touareg, sigraði á 11. sérleiðinni í dag á tímanum 5.29.37. Hún var 1. mínútu og fjórum sekúndum á undan Frakkanum Luc Alphand, sem ekur á Mitsubishi Pajero. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 390 orð | 2 myndir | ókeypis

"Innanbæjarakstur að mestu óþarfur"

Ekki verður annað sagt en reynt hafi verið að sporna við því þjóðfélagsraski sem bíllinn hafði í för með sér. Meira
12. janúar 2005 | Bílablað | 32 orð | ókeypis

VW Racer Touareg

Vél: Fimm strokka dísilvél, 2.490 rúmsentimetrar, forþjappa, millikælir. Afl: 260 hestöfl. Tog: Yfir 500 Nm. Gírkassi: Raðskiptur, sex gíra. Drif: Sítengt fjórhjóladrif. Dekk: 235/85-16. Lengd: 4.371 mm. Breidd: 2.000 mm. Hjólhaf: 2.780 mm. Sporvídd: 1. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.