Greinar laugardaginn 19. mars 2005

Fréttir

19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 125 orð | ókeypis

14 mánaða fangelsi fyrir fjölda bílþjófnaða

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 23 ára karlmann í 14 mánaða fangelsi fyrir margítrekaða bílþjófnaði í fyrra og félaga hans í 4 mánaða fangelsi fyrir aðild að þjófnaði á verkfærum í Hafnarfirði. Meira
19. mars 2005 | Erlendar fréttir | 951 orð | 1 mynd | ókeypis

Adams settur í sama flokk og Arafat?

Fréttaskýring | Getur verið að bandarískir ráðamenn líti Gerry Adams, leiðtoga Sinn Féin, nú sömu augum og þeir litu Yasser Arafat síðustu æviár hans, þ.e. telji hann nú þröskuld í vegi friðar? Davíð Logi Sigurðsson kannaði málið. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 493 orð | ókeypis

Atlaga ákærða að hinni látnu heiftarleg að mati dómsins

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Hákon Eydal í 16 ára fangelsi fyrir manndráp með því að hafa orðið Sri Rhamawati, barnsmóður sinni, að bana á heimili sínu í Reykjavík 4. júlí 2004. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 689 orð | 1 mynd | ókeypis

Atli kveður eftir rúma hálfa öld í blaðamennsku

Atli Steinarsson státar af blaðamannaskírteini númer tvö hér á landi en nýlega hélt Sunnlenska fréttablaðið á Selfossi heilmikla kveðjuhátíð honum til heiðurs þar sem hann lætur nú af störfum eftir tæp 55 ár í blaðamennsku. Meira
19. mars 2005 | Erlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd | ókeypis

Ákærður fyrir að hafa selt Saddam Hussein eiturefni

HOLLENSKUR kaupsýslumaður var í gær formlega ákærður fyrir að hafa selt stjórn Saddams Hússeins, þáverandi Íraksforseta, eiturefni. Maðurinn er sakaður um þátttöku í þjóðarmorði. Hollendingurinn heitir Frans van Anraat og er 62 ára gamall. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Bobby McFerrin til Íslands

BOBBY McFerrin heldur tónleika hér á landi í Háskólabíói hinn 9. ágúst. McFerrin flytur tónlist með röddinni einni og þykja hæfileikar hans á því sviði ótrúlegir. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd | ókeypis

Brúðkaupssýningin Já

BRÚÐKAUPSSÝNINGIN Já var opnuð í gær í Smáralind og stendur hún fram á sunnudag. Þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin en alls kynna 40 fyrirtæki starfsemi sína á sýningunni, allt frá undirfötum til brúðkaupsferða. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð | ókeypis

Búist við niðurstöðu um helgina

VIÐRÆÐUR standa enn milli fulltrúa D-lista Sjálfstæðisflokks og H-lista vinstri manna og óháðra um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Blönduóss. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd | ókeypis

Bætt þjónusta í nýrri meðferðarmiðstöð

TEIGUR, dagdeild vímuefnadeildar Landspítalans, var opnaður formlega eftir flutning í nýuppgert húsnæði í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut sl. þriðjudag að viðstöddum heilbrigðisráðherra og fleiri gestum. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd | ókeypis

Daufur er barnlaus bær

Þórshöfn | Það voru blómlegar konur sem hittust á veitingastaðnum Eyrinni og báru saman bumbur sínar yfir kaffi og franskri súkkulaðiköku. Þrjár þeirra eiga von á fyrsta barni sínu en hinar eiga barn eða börn fyrir. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd | ókeypis

Doktor í lífefnafræði

*KOLBRÚN Svala Kristjánsdóttir varði nýlega doktorsritgerð sína í lífefnafræði við bandaríska háskólann Duke University í Norður-Karólínu. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 152 orð | ókeypis

Fá aðeins sex milljónir af 22 milljóna króna kröfu

AÐ sögn Helgu Leifsdóttur, réttargæslumanns barna Sri Rhamawati, munu börnin ekki fá nema um sex milljónir króna í bætur af 22 milljóna króna bótakröfu. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 98 orð | ókeypis

Flugvöllurinn á að fara sem fyrst

"ÚT frá mínum bæjardyrum séð á flugvöllurinn að víkja sem fyrst," segir Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali í Lesbók. "Vatnsmýrin er allt of dýrmætt land til þess að hafa þar flugvöll. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 179 orð | ókeypis

Forsetinn heiðursgestur hjá Explorers Club

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður ásamt konu sinni, Dorrit Moussaieff, heiðursgestur og aðalræðumaður á árlegum hátíðarkvöldverði í kvöld hjá The Explorers Club, stofnun landkönnuða, í New York. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd | ókeypis

Framhaldsskólakennarar undirrita nýjan samning

NÝR kjarasamningur milli Kennarasambands Íslands vegna framhaldsskóla og samninganefndar ríkisins f.h. fjármálaráðherra var undirritaður í gær. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2005 til 30. apríl 2008. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd | ókeypis

Fögnuðu 30 ára afmæli Týs

EFNT var til afmælisfagnaðar hjá Landhelgisgæslunni í gær í tilefni af því að varðskipið Týr er 30 ára um þessar mundir. Týr var formlega afhentur Landhelgisgæslunni 14. mars 1975 í Danmörku og kom til Reykjavíkur 24. mars. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd | ókeypis

Gefa til flóðasvæða í Asíu

BURGER King og Fridays á Íslandi hafa afhent Rauða krossi Íslands rúmlega 690 þúsund krónur til aðstoðar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 96 orð | ókeypis

Gleymdar vísur

Jón Ingvar Jónsson yrkir um gleymdar vísur: Er gekk ég vestur Grandaveg af gömlum leiðum vana eina vísu orti ég. Ekki man ég hana. Gekk ég niður Gnoðarvog gneypur mjög og þagði góða vísu gerði og gleymdi henni að bragði. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd | ókeypis

Grannar græða

SEXTÁN ferðamálafrömuðir hafa lokið hagnýtu námi, ferðaþjónustunáminu "Grannar græða" þar sem m.a. er fjallað um samkennd, samvinnu og samkeppni. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 197 orð | ókeypis

Hefðu viljað vera með í ráðum

GUÐRÚN Guðmundsdóttir, sem á sæti í samninganefnd Félags grunnskólakennara, segir að æskilegt hefði verið ef bæjarstjórn Garðabæjar hefði boðið fulltrúum félagsins að vera með í að undirbúa kjarasamning fyrir kennara Sjálandsskóla sem tekur til starfa í... Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd | ókeypis

Heimskringla með ferða- og listavöku

FERÐAKLÚBBURINN Heimskringla efnir til ferða- og listavöku á Grand Hóteli í Reykjavík mánudagskvöldið 21. mars kl. 20. Viðburðurinn er haldinn í tengslum við 12 daga menningarferð Heimskringlu til þriggja borga í Þýskalandi í sumar, 9.-20. júní. Meira
19. mars 2005 | Erlendar fréttir | 771 orð | 1 mynd | ókeypis

Hinn innri Stalín Rússlands

VladímírPútín, forseti Rússlands, hefur sýnt það og sannað, að stalínisminn lifir enn góðu lífi í landinu. Rússneskt einræði heldur áfram göngu sinni, aftan úr öldum og inn í framtíðina. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd | ókeypis

Hlaut inneignarbréf í Nóatúni

ÍSLENSKUM gæðadögum í Nóatúni, sem Samtök iðnaðarins og aðildarfyrirtæki stóðu fyrir undir yfirskriftinni Þitt val skiptir máli, lauk í síðustu viku. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 313 orð | ókeypis

Hvetja til aðskilnaðar ríkis og kirkju

AÐALFUNDUR SARK, Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju, var haldinn nýlega. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 774 orð | 1 mynd | ókeypis

Hætturnar leynast víða

Átta manns hafa farist í vélsleðaslysum frá 2000 Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu hafa átta manns farist í vélsleðaslysum frá árinu 2000 og gera má ráð fyrir að tugir slasist á hverju ári. Meira
19. mars 2005 | Erlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd | ókeypis

Höfundur innilokunarstefnunnar látinn

FJÖLMIÐLAR í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að George F. Kennan, sem hafði meiri áhrif á utanríkis- og hernaðarstefnu Bandaríkjanna á tuttugustu öldinni en flestir aðrir, væri látinn. Hann var 101 árs að aldri. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 42 orð | ókeypis

Íraksstríð | Mótmæli gegn stríðinu og hernáminu í Írak verða í dag...

Íraksstríð | Mótmæli gegn stríðinu og hernáminu í Írak verða í dag, laugardaginn 19. mars, á alþjóðlegum baráttudegi. Safnast verður saman við veitingastaðinn Karólínu í Kaupvangsstræti á Akureyri kl. 14. Ávörp flytja Kristinn H. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd | ókeypis

Jakobínarína sigurvegari

HLJÓMSVEITIN Jakobínarína var sigurvegari Músíktilrauna Tónabæjar og Hins hússins en úrslit fóru fram í Austurbæ í gærkvöldi. Þetta var í 23. skipti sem tilrauninar voru haldnar. Í öðru sæti varð hljómsveitin Hello Norbert og The Dyers urðu í því... Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

Járnplötur skullu á íbúðarhúsi í ofsaroki

HLUTI þaks á útihúsi á bænum Sæbóli í Önundarfirði fauk í gríðarmiklu suðvestan hvassviðri seint í fyrrakvöld og voru björgunarsveitir fengnar á staðinn til að fergja þakplötur og hluta útihússins fram eftir nóttu. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 279 orð | ókeypis

Kannað hvort afnema eigi einkaleyfi happdrættis HÍ

Í DÓMS- og kirkjumálaráðuneytinu er verið að undirbúa breytingar á sérlögum um peningahappdrætti, þar sem meðal annars verður tekin afstaða til þess, hvort afnema beri einkaleyfi happdrættis Háskóla Íslands og fella niður einkaleyfisgjald þess en bæta... Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 281 orð | ókeypis

Kannað hvort gengið hafi verið á svig við reglur

HALLDÓR Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði á Alþingi í vikunni, að hann teldi óhjákvæmilegt að kanna hvort pólska skipasmíðastöðin, sem gerði tilboð í viðgerðir á Tý og Ægi, hefði gengið á svig við reglur Evrópusambandsins. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd | ókeypis

Kemst vonandi til að sækja Fischer

ÉG er afskaplega ánægður og vona að ég komist til þess að sækja hann, segir Sæmundur Pálsson, góðvinur skákmeistarans Bobby Fischer, um ákvörðun allsherjarnefndar Alþingis að leggja fram frumvarp um að Fischer verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 250 orð | ókeypis

Kókaínið saumað inn í hárkolluna

KONA á sjötugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi vegna tilraunar til að smygla um 800 grömmum af kókaíni til landsins um sl. helgi. Kókaínið var falið undir hárkollu konunnar en hárkollan var fest við hár hennar. Meira
19. mars 2005 | Erlendar fréttir | 94 orð | ókeypis

Kóngurinn lætur rigna

KONUNGUR Taílands, Bhumibol Adulyadej, ætlar persónulega að hafa yfirumsjón með verkefni sem hefur það að markmiði að binda enda á langvarandi þurrka í landinu. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd | ókeypis

Kvenfélagskonur óska úrbóta í vegamálum

Eyjafjarðarsveit | Konur í Kvenfélaginu Hjálpinni í Eyjafjarðarsveit heimsóttu Birgi Guðmundsson, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Norðurlandi, í gær og afhentu honum ályktun um vegamál í firðinum, sem samþykkt var samhljóða á aðalfundi félagsins nýlega. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 404 orð | ókeypis

Lyfjafyrirtæki skaðabótaskyld vegna aukaverkana af flogaveikilyfi

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Lyfjafyrirtækin GlaxoSmithKline og Líf til að bera skaðabótaábyrgð gagnvart konu, sem veiktist alvarlega vegna aukaverkana af töku flogaveikilyfsins Lamictal á árinu 2000. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd | ókeypis

Makalaus sambúð í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar | Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi sl. laugardag leikritið Makalaus sambúð, í leikstjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar, sem einnig þýðir verkið. Leikritið er eftir hinn vinsæla bandaríska leikritahöfund, Neil Simon. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 583 orð | 1 mynd | ókeypis

Málefni Ríkisútvarpsins stela senunni ...

Málefni Ríkisútvarpsins komu til umræðu á Alþingi í vikunni, eins og í síðustu viku. Hið svokallaða fréttastjóramál bar hæst í þeim umræðum. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 100 orð | ókeypis

Málþing um kynþáttafordóma

EVRÓPSKRI aðgerðaviku gegn kynþáttafordómum lýkur 21. mars sem er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttafordómum. Í tilefni dagsins standa Mannréttindaskrifstofa Íslands og Alþjóðahús fyrir málþingi í Norræna húsinu mánudaginn 21. mars kl. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikið tjón á raflínum víða á Austurlandi

MIKIÐ tjón varð á raflínum á Austurlandi í óveðrinu í fyrrinótt. Brotnaði talsvert af staurum í kringum Egilsstaði, þar á meðal svonefndar stæður í flutningslínum, það eru tveir staurar með burðarkrossi á milli, sem eru mjög sterkbyggðir. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 358 orð | 2 myndir | ókeypis

Miklar tafir á Hringbraut í byrjun maí

BÚAST má við verulegum töfum á umferð vegna framkvæmda við nýja Hringbraut í vor og sumar en reiknað er með því að búið verði að opna fyrir báðar akstursstefnur á nýju Hringbrautinni hinn 19. júlí. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 198 orð | ókeypis

Mjög mikill áhugi á Arctic-open golfmótinu

UM 90 kylfingar, þar af 30 erlendir, hafa skráð sig til leiks í Arctic-open miðnæturgolfmótið sem fram fer á Jaðarsvelli 22.-25. júní í sumar. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 304 orð | ókeypis

Munar enn átta milljónum króna á tilboðunum

RÍKISKAUP segja, að það sé ekki hlutverk stofnunarinnar að taka afstöðu til eða hafa skoðun á pólitískum álitaefnum, eins og hvort verk skuli unnin innanlands eða utan. Meira
19. mars 2005 | Erlendar fréttir | 224 orð | ókeypis

Mun Terri Schiavo deyja?

LÆKNAR í Pinellas Park í Flórída tóku í gærkvöldi úr sambandi tæki sem í 15 ár hafa haldið á lífi Terri Schiavo, 41 árs gamalli konu með alvarlegar heilaskemmdir. Meira
19. mars 2005 | Erlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

Nauðgarar handteknir í Pakistan

PAKISTÖNSKU mennirnir fjórir, sem dæmdir voru til dauða fyrir hópnauðgun voru hnepptir í gæsluvarðhald í gær en þeim hafði verið sleppt úr haldi á þriðjudag. Nauðgunin var ákveðin af ættbálkaráði þorpsins sem refsing fyrir sakir bróður konunnar. Meira
19. mars 2005 | Erlendar fréttir | 181 orð | ókeypis

Neyðarástand yfirvofandi í Nepal

SAMEINUÐU þjóðirnar og hjálparstofnanir vöruðu í gær við yfirvofandi neyðarástandi í Nepal. Þá voru maóískir uppreisnarmenn og öryggissveitir konungs hvattar til að tryggja aðgang að hjálpargögnum og gæta öryggis óbreyttra borgara. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð | ókeypis

Nútímatækni

Bæjarráði Bolungarvíkur finnst ráðstefnuhaldarar ekki tileinka sér nútímatækni nægilega mikið við ráðstefnuhald því enn þá sé íbúum landsbyggðar stefnt hugsunarlaust til Reykjavíkur þegar hægt væri að spara umtalsverðar fjárhæðir með notkun... Meira
19. mars 2005 | Erlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd | ókeypis

"Þetta eru allt lygarar og úrhrök"

BANDARÍSKA sjónvarpsstjarnan Robert Blake var á miðvikudag sýknaður af ákæru um að hafa myrt eiginkonu sína fyrir utan veitingastað í Hollywood í maí 2001. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 115 orð | ókeypis

Ráðin skólastjóri hins nýja Akurskóla

Innri Njarðvík | Jónína Ágústsdóttir, kennari við Salaskóla í Kópavogi, hefur verið ráðin skólastjóri hins nýja Akurskóla sem tekur til starfa í Tjarnahverfi í Innri-Njarðvík í haust. Sex sóttu um starfið. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 96 orð | ókeypis

Rúmlega 66% hlynnt sameiningu sveitarfélaga

RÚMLEGA 66% þjóðarinnar eru mjög eða frekar hlynnt sameiningu sveitarfélaga, ef marka má viðhorfskannanir, sem IMG Gallup, hefur gert fyrir félagsmálaráðuneytið. Ríflega 22% eru á hinn bóginn mjög eða frekar andvíg slíkri sameiningu. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 28 orð | ókeypis

RÚV samþykkir kjarasamning

STARFSMANNAFÉLAG Ríkisútvarpsins hefur samþykkt nýgerðan kjarasamning við ríkið, 87% greiddu með samningnum en tæp 9% á móti. Auðir og ógildir seðlar voru 4%. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var... Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd | ókeypis

Ræða baráttuna gegn hryðjuverkum og glæpum

BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, situr nú fund dóms- og innanríkisráðherra aðildarríkja Evrópuráðsins í Varsjá, að því er segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd | ókeypis

Röng tafla með frétt um leikskólagjöld

TAFLA sem birt var með frétt um niðurfellingu leikskólagjalda í Reykjavík í gær var ekki rétt, og er rétt tafla því birt hér. Taflan sýnir fjögur skref í átt til þess að öll börn fái sjö klukkustunda vist á leikskólum borgarinnar án endurgjalds. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 149 orð | ókeypis

Sameining MS og MBF samþykkt

AÐALFUNDIR Mjólkursamsölunnar (MS) og Mjólkurbús Flóamanna (MBF) samþykktu tillögur stjórna félaganna um sameiningu þessara samvinnufélaga mjólkurframleiðenda. Meira
19. mars 2005 | Erlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd | ókeypis

Síðasta hindrunin í grísahlaupi

Mikil landbúnaðarsýning stendur um þessar mundir yfir í Sydney í Ástralíu. Margt er þar til gamans gert og í gær var efnt til hindrunarkapphlaups svína. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd | ókeypis

Sjöttu-bekkingar stöðvaðir

SJÖTTUBEKKINGUM í Menntaskólanum í Reykjavík tókst ekki að hringja inn í tíma í gær þrátt fyrir að hart væri tekist á í svokölluðum gangaslag. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 22 orð | ókeypis

Skák | Hraðskákmót Akureyrar fer fram í KEA-salnum í Sunnuhlíð á morgun...

Skák | Hraðskákmót Akureyrar fer fram í KEA-salnum í Sunnuhlíð á morgun, sunnudaginn 20. mars, og verður sest að tafli kl.... Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 74 orð | ókeypis

Skeljungur hækkar eldsneytisverð

Skeljungur hækkaði verð á eldsneyti í gær. Verðinu var breytt vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði, að því er fram kom á heimasíðu félagsins. Bensínlítrinn hækkaði um 2,70 krónur og lítrinn af skipagasolíu, gasolíu og dísilolíu um 2,50 krónur. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd | ókeypis

Skemmta sér á skíðum

Akureyri | Gera má ráð fyrir að líflegt verði í Hlíðarfjalli næstu daga, páskarnir á næsta leiti og þá er jafnan margt um manninn á skíðasvæði Akureyringa. Fjöldi fólks leggur leið sína norður og setja ferðalangar svip sinn á bæinn. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd | ókeypis

Skoðunarmenn leiksvæða hafi réttindi

FRÁ og með 1. júlí næstkomandi mega þeir einir framkvæma aðalskoðun á leiksvæðum, sem hlotið hafa til þess faggildingu. Af því tilefni hélt Umhverfisstofnun nýlega námskeið fyrir þá sem hyggjast ná sér í slík réttindi. Meira
19. mars 2005 | Erlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd | ókeypis

Slökkviliðsvél fórst á Ítalíu

Ítölsk slökkviliðssjóflugvél af gerðinni Canadair hrapaði á mannlaust hús nálægt strönd Toscana í gær og fórust flugmaðurinn og aðstoðarflugmaður hans. Eldur kom upp í vélinni að sögn sjónarvotta og flugmaðurinn reyndi án árangurs að lenda á sjónum. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd | ókeypis

Stuðningsmaður og unnusta Fischers lofa íslenska þjóð

JOHN Bosnitch, formaður stuðningsmannahóps Bobbys Fischers í Japan, og Miyoko Watai, unnusta skákmeistarans, sögðust í samtali við Morgunblaðið fagna tíðindunum frá Íslandi um ákvörðun allsherjarnefndar Alþingis. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 135 orð | ókeypis

Stuðningur | Fulltrúar tólf hagsmunasamtaka hafa sent frá sér ályktun...

Stuðningur | Fulltrúar tólf hagsmunasamtaka hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir lýsa yfir fullum stuðningi við ályktun sem samþykkt var í bæjarstjórn Akureyrar. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 506 orð | 2 myndir | ókeypis

Sýning um Miklahvell og orkuna

Reykjanes | Orkuverið Jörð er heiti orkusýningar sem lögð hafa verið drög að í stöðvarhúsi Reykjanesvirkjunar sem verið er að reisa. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd | ókeypis

Tekjur sveitarfélaga verði treystar til frambúðar

TILLÖGUR tekjustofnanefndar og niðurstöður sameiningarnefndar voru helstu málin á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldið var í gær í 19. sinn. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd | ókeypis

Textílsetur stofnað

Stofnað hefur verið á Blönduósi Textílsetur Íslands. Páll Pétursson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra var aðalhvatamaður að stofnun setursins. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 84 orð | ókeypis

Tryggingastofnun eflir eftirlit

TRYGGINGASTOFNUN fékk 33 m. kr. framlag á fjárlögum til að efla eftirlit með tryggingagreiðslum. Í því skyni verður ráðinn forstöðumaður á næstu dögum sem á, auk annars, að fylgjast með áreiðanleika og réttmæti bóta- og samningsgreiðslna. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 115 orð | ókeypis

Tvær konur í stjórn HS hf.

Suðurnes | Tvær konur voru kjörnar í stjórn Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS) á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var í Eldborg í Svartsengi í fyrradag. Ellert Eiríksson var endurkjörinn formaður. Þrír nýir fulltrúar voru kjörnir í stjórn. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd | ókeypis

Tvö minni álver til skoðunar

FIMM álfyrirtæki hafa sýnt því áhuga að reisa álver á Norðurlandi og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru það Norðurál, Alcoa, BHP-Billiton, Rio Tinto og Russal. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 275 orð | 2 myndir | ókeypis

Ummæli japanskra embættismanna fengust staðfest

ALLSHERJARNEFND Alþingis samþykkti samhljóða á aukafundi sínum í gær að leggja til við Alþingi að skákmeistarinn Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd | ókeypis

Urðun úrgangs ábótavant á Húsavík

Húsavík | Mikill floti fugla eða um það bil 60 hrafnar og 170 til 200 mávar höfðu nóg æti í svokölluðum gorgryfjum sem eru í landi jarðarinnar Saltvíkur sunnan Húsavíkur dag einn í vikunni þegar fréttaritari var þar á ferð. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 341 orð | ókeypis

Úr bæjarlífinu

Borgnesingar voru ósköp hnuggnir eftir að Skallagrímur tapaði með naumindum fyrir Fjölni 72-70 í oddaleik liðanna sem haldinn var í Grafarvogi í vikunni. Þeir höfðu fjölmennt á leikinn til að hvetja sína menn, án þess að upplifa margþráðan sigur. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd | ókeypis

Vann vöruúttekt í Krónunni

FYRIR skömmu var opnuð ný og endurbætt verslun Krónunnar í Húsgagnahöllinni, Bíldshöfða 20. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 80 orð | ókeypis

Vara við að samið sé um afnám réttinda

VARAÐ er við því í ályktun sem samþykkt var á nýafstöðnu þingi Kennarasambands Íslands að samið verði um afnám réttinda í svonefndum tilraunasamningum. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd | ókeypis

Varð glöð að heyra fréttirnar

FORMAÐUR stuðningsmannahóps Bobbys Fischers í Japan, John Bosnitch, og unnusta skákmeistarans, Miyako Watai, fagna þeirri ákvörðun allsherjarnefndar Alþingis frá í gær að mælast til þess að Fischer verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 180 orð | ókeypis

Vaxandi áhugi olíufyrirtækja

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í ræðu sinni á ársfundi ÍSOR, Íslenskra orkurannsókna, sem fram fór í Svartsengi í gær, að áhugi fyrirtækja á olíuleit á Jan Mayen-svæðinu væri vaxandi. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd | ókeypis

Velvet Revolver leikur í Egilshöll

BANDARÍSKA rokksveitin Velvet Revolver mun halda tónleika í Egilshöll 7. júlí næstkomandi, að því er Ragnheiður Hanson tónleikahaldari staðfesti við Morgunblaðið í gærkvöldi. Sama fyrirkomulag verður á tónleikunum og á tónleikum Iron Maiden í júní, þ.e. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 134 orð | ókeypis

Verkfallið olli röskun á starfi hjá 30% foreldra

KENNARAVERKFALLIÐ olli talsverðri röskun á störfum foreldra grunnskólabarna skv. könnun sem IMG Gallup gerði fyrir jafnréttisráð, en alls segja rúm 30% foreldra röskunina hafa verið mjög eða frekar mikla. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 80 orð | ókeypis

Verkið á áætlun

FRAMKVÆMDIRNAR við Hringbraut eru á áætlun þegar á heildina er litið, um 60% af heildarverkinu er lokið og verklok áætluð um miðjan október, segir Haraldur Tryggvason, deildarstjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 985 orð | 1 mynd | ókeypis

Vill taka þátt í að skapa umgjörð þar sem gott er að koma börnum til manns

Selfoss | "Við erum þessa dagana að skipuleggja námskeið fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja sem m.a. er ætlað að gera starfsfólkið enn hæfara til að fylgjast með og koma í veg fyrir einelti. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd | ókeypis

Þriggja metra kransakaka

BAKARARNIR Þormar Þorbergsson (t.h.) og Arnar Snær Rafnsson eru hér með eina stærstu kransaköku landsins sem verður 1,5 metrar í þvermál við botninn og þriggja metra há. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 75 orð | ókeypis

Þroskaþjálfar samþykkja kjarasamninga

ÞROSKAÞJÁLFAFÉLAG Íslands skrifaði undir kjarasamninga við Launanefnd sveitarfélaga þann 25. febrúar og við Reykjavíkurborg þann 4. mars sl. Báðir samingarnir hafa verið samþykktir. Meira
19. mars 2005 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd | ókeypis

Ætla að bjóða upp á sálfélagslegan stuðning

LYFJAFYRIRTÆKIÐ Actavis verður aðalstyrktaraðili Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, á þessu ári og því næsta, en skrifað var undir samninga þar að lútandi í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

19. mars 2005 | Leiðarar | 400 orð | ókeypis

Háskóli Íslands á tímamótum

Háskóli Íslands stendur að ýmsu leyti á tímamótum um þessar mundir og nýkjörins háskólarektors, Kristínar Ingólfsdóttur, bíða krefjandi verkefni. Meira
19. mars 2005 | Leiðarar | 432 orð | ókeypis

Nauðgun er glæpur gegn mannréttindum

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur látið í ljós áhyggjur af ástandi mála hér á landi hvað réttindi kvenna varðar, ekki sízt stöðuna í nauðgunarmálum. Meira
19. mars 2005 | Staksteinar | 311 orð | 1 mynd | ókeypis

Stéttsvikarar á fjölskylduhátíð

Einar Ólafsson er fullur örvæntingar í Morgunpósti VG yfir stéttsvikum Rafiðnaðarsambandsins og Iðnnemasambands Íslands, sem eru orðin leið á kröfugöngunni 1. maí. Einar boðar ýmsa skemmtan fyrir launþega í dag, 19. marz, og 1. maí; t.d. Meira

Menning

19. mars 2005 | Leiklist | 56 orð | 1 mynd | ókeypis

Babýlon Jelineks í Vínarborg

LEIKRIT austurríska Nóbelsverðlaunahafans Elfriede Jelinek, Babel eða Babýlon, var frumsýnt í Akademietheater í Vínarborg í gærkvöldi í leikstjórn Nicolas Stedmanns. Meira
19. mars 2005 | Fjölmiðlar | 127 orð | ókeypis

Bjargar mörgu Baugssvínið

FYRRI partur síðustu viku í þættinum Orð skulu standa var ortur um verðstríð og ókeypis mjólk á matvörumarkaði á suðvesturhorninu, með ósk um að það nái til fleiri vörutegunda. Meira
19. mars 2005 | Tónlist | 358 orð | 1 mynd | ókeypis

Boppað af lífi og sál

Ólafur Jónsson og Óskar Guðjónsson, tenórsaxófóna, Jón Páll Bjarnason gítar, Tómas R. Einarsson bassa og Alfreð Alfreðsson trommur. Fimmtudagskvöldið 17.3. 2005. Meira
19. mars 2005 | Tónlist | 429 orð | 1 mynd | ókeypis

Dansað á dómsdegi

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti tónsmíðar eftir Humperdinck, Tchaikovsky, Liszt, Franck, Liadov og Holst. Einleikari: Liene Circene; hljómsveitarstjóri: Owain Arwel Hughes. Fimmtudagur 17. mars. Meira
19. mars 2005 | Myndlist | 505 orð | 1 mynd | ókeypis

Dularfull sögusvið

Til 22. maí. Opið 12-19 virka daga, 13-17 um helgar. Meira
19. mars 2005 | Fólk í fréttum | 120 orð | 1 mynd | ókeypis

Eiga von á barni

HEIDI Klum og Seal, unnusti hennar, hafa staðfest að þau eigi von á sínu fyrsta barni saman. Þýska ofurfyrirsætan á nú þegar eitt barn, tíu mánaða gamla dóttur, Leni, með ítalska auðjöfrinum Flavio Briartore. Meira
19. mars 2005 | Tónlist | 278 orð | 1 mynd | ókeypis

Hátíð og keppni

NÝR og endurbættur hjólabrettagarður verður opnaður við Seljaveg 2, gamla Héðinshúsinu, í dag. Dagskráin stendur yfir á milli 14 og 19 í "Loftkastalaparkinu" eins og brettafólkið kallar staðinn. Meira
19. mars 2005 | Tónlist | 193 orð | 1 mynd | ókeypis

Hipp-hopp-stjarna sek um meinsæri

BANDARÍSKA hipp-hopp stjarnan Lil' Kim hefur verið fundin sek um meinsæri með því að hafa sagt ósatt fyrir rétti um byssubardaga sem hún varð vitni að árið 2001. Gæti söngkonan átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi. Meira
19. mars 2005 | Fjölmiðlar | 93 orð | 1 mynd | ókeypis

Hnattfarargestir á sunnudaginn

TVEIR íslenskir ferðagarpar verða gestir í myndveri Sjónvarpsins á sunnudagsmorgun þegar bein útsending verður frá Formúlu 1-kappakstrinum í Malasíu. Meira
19. mars 2005 | Myndlist | 555 orð | 1 mynd | ókeypis

Hversdagslegir hlutir teknir úr samhengi

Myndlistarmaðurinn Tumi Magnússon kynnti verk sín á listakaupstefnunni Digital &Video Art sem haldin var í New York-borg um síðustu helgi. Hulda Stefánsdóttir skoðaði verkin og ræddi við Tuma. Meira
19. mars 2005 | Tónlist | 219 orð | 1 mynd | ókeypis

Jón Ólafsson í stað Þorvaldar Bjarna

BÚIÐ er að ákveða að Jón Ólafsson stýri upptökum á fyrstu plötu Hildar Völu Einarsdóttur, sigurvegara Idol-Stjörnuleitar á Stöð 2 í ár. Meira
19. mars 2005 | Tónlist | 1169 orð | 1 mynd | ókeypis

Kem með snjáðu sálmabókina hans afa með mér

Deitra Farr er blúsdrottning Chicagoborgar. Í þessari fornfrægu blúsborg er tónlist hjartans enn í hávegum höfð. Bergþóra Jónsdóttir komst að því í samtali við Deitru að þrátt fyrir allan blúsinn í blúsborginni, slær hjarta hans ekki fullkomlega í takt við tímann. Meira
19. mars 2005 | Tónlist | 104 orð | 1 mynd | ókeypis

Kóngurinn nálgast

MIKIÐ ball verður haldið í HK-heimilinu í Kópavogi hinn 31. mars, undir yfirskriftinni Kóngurinn 2005. Þar koma fram Stuðmenn, Skítamórall, Igor, DJ Paul Oscar og fleiri. Meira
19. mars 2005 | Tónlist | 109 orð | 1 mynd | ókeypis

Miðasala á Plant hefst í dag

MIÐASALA á tónleika Roberts Plants í Laugardalshöllinni föstudaginn 22. apríl hefst í dag kl. 11. Salan fer fram á Hard Rock Café í Kringlunni, Pennanum, Akranesi (Bókabúð Andrésar), Pennanum, Glerártorgi á Akureyri, Hljóðhúsinu, Selfossi, og á midi.is. Meira
19. mars 2005 | Dans | 57 orð | 2 myndir | ókeypis

Mikið líf

LISTDANSDEILD Dansræktar JSB, Jazzballettskóli Báru, var með nemendasýningar í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Þema sýningarinnar í ár er lífið í fjölbreytileika sínum. Meira
19. mars 2005 | Tónlist | 432 orð | 1 mynd | ókeypis

"Röddin"

ÞAÐ hlýtur að vera pirrandi fyrir Bobby McFerrin, söng- og röddunarsnilling, djassista, stjórnanda, kennara og margt, margt fleira, að nafn hans sé að eilífu tengt einu grípandi popplagi, "Don't Worry, Be Happy". Meira
19. mars 2005 | Tónlist | 383 orð | 1 mynd | ókeypis

Skemmtir sér og öðrum

STUÐKARLINN Fatman Scoop er á landinu og hristi upp í fólki með hressu hipp hoppi á Sjallanum á Akureyri í gærkvöldi. Hann stígur á svið á Broadway í kvöld ásamt fjölmörgum íslenskum listamönnum. Meira
19. mars 2005 | Menningarlíf | 540 orð | 1 mynd | ókeypis

Snilld tileinkuð snillingum

Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari heldur einleikstónleika í Salnum kl. 16 í dag ásamt James Lisney píanóleikara. Efnisskrá tónleikanna er sérstök, því öll verkin, eru samin af þekktum tónskáldum, fyrir þekkta fiðlusnillinga: Rondó í b-moll op. Meira
19. mars 2005 | Kvikmyndir | 166 orð | 1 mynd | ókeypis

Svæfandi sögustund

Bandaríkin 2004. Leikstjórn John Lee Hancock. Handrit Leslie Bohem, Stephen Gaghan og John Lee Hancock. Aðalhlutverk Dennis Quaid, Billy Bob Thornton, Jason Patric. Bönnuð innan 16 ára. Sam-myndir VHS. Meira
19. mars 2005 | Fólk í fréttum | 119 orð | 1 mynd | ókeypis

Umhverfisvænt og siðlegt

BONO er kominn með enn eitt starfið en þessi mannelski söngvari U2 tekur þátt í framleiðslu nýs fatamerkis, Edun. Markið er sett hærra en að selja nokkrar skyrtur, jakka og gallabuxur. Meira

Umræðan

19. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 224 orð | ókeypis

Afstaða sjálfstæðismanna til Vatnsmýrarinnar

Frá Birni Bjarnasyni: "Í FORYSTUGREIN sinni 17. mars var Morgunblaðið í vafa um það, hvaða varanlega lausn ég sæi vegna Vatnsmýrarinnar og vitnaði þar í ræðu mína í borgarstjórn 15. mars. Fyrr í þessari sömu ræðu svara ég þessu og taldi mig vera að eyða vafa." Meira
19. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 235 orð | ókeypis

Afturhaldsrokk gegn niðurrifi

Frá Magnúsi Inga Magnússyni: "HVAÐ stendur eiginlega til? Það er rokkað gegn niðurrifi gamalla húsa við Laugaveg og umræðan í fjölmiðlum er á þá lund að það mætti halda að það ætti að fara að rífa annað hvert hús við Laugaveg á morgun." Meira
19. mars 2005 | Aðsent efni | 657 orð | 1 mynd | ókeypis

Hreyfing - valkostur í heilbrigðisþjónustunni

Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar um heilbrigðismál: "Nú liggur fyrir Alþingi tillaga mín og þingmanna úr öllum flokkum um að heilbrigðisráðherra undirbúi það að hreyfing geti orðið valkostur í heilbrigðisþjónustu." Meira
19. mars 2005 | Aðsent efni | 457 orð | 1 mynd | ókeypis

Mangarar

Sverrir Hermannsson fjallar um stefnu Frjálslynda flokksins: "Það er þýðingarlaust fyrir Sjálfstæðisflokkinn að gera sig til fyrir Frjálslynda flokknum í sjávarútvegsmálum." Meira
19. mars 2005 | Aðsent efni | 643 orð | 1 mynd | ókeypis

Mál beggja kynja

Auður Eir Vilhjálmsdóttir fjallar um málfar: "Mismunun málsins sem við tölum hvern dag hefur haft gífurleg áhrif. Hún hefur viðhaldið forréttindum karla fram yfir konur." Meira
19. mars 2005 | Aðsent efni | 702 orð | 1 mynd | ókeypis

Ólýðræðislegt pólitískt klúður

Halldór Halldórsson fjallar um fréttastjóramálið á RÚV: "Ákvörðunin var lögleg en siðlaus og þeim sem að henni stóðu til ævarandi skammar." Meira
19. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 259 orð | ókeypis

Ósanngjörn gagnrýni

Frá Ragnheiði Davíðsdóttur: "AÐ UNDANFÖRNU hefur átt sér stað í DV vægast sagt undarleg og einhliða umfjöllun um starfsmannamál Menntaskólans á Ísafirði. Af þeirri umfjöllun má ætla að allt logi þar í illdeilum milli einstakra kennara og stjórnenda skólans." Meira
19. mars 2005 | Aðsent efni | 802 orð | 1 mynd | ókeypis

"Ef menn stunda bókhaldsglæpi..."

Jónína Benediktsdóttir fjallar um bókhaldsfalsanir: "Í flestum tilfellum fjármálasvika síðustu ára er mönnum haldið í fangelsi meðan á grunnrannsókn stendur og þá um leið settir úr yfirstjórn fyrirtækjanna." Meira
19. mars 2005 | Aðsent efni | 1450 orð | 3 myndir | ókeypis

Tónlistarhúsið og Íslenska óperan

Eftir Árna Tómas Ragnarsson og Stein Jónsson: "Nú hillir undir að sá draumur íslenskra tónlistarunnenda rætist að nýtt Tónlistarhús verði byggt og tekið í notkun í Reykjavík." Meira
19. mars 2005 | Velvakandi | 313 orð | ókeypis

Vantar Smart og Sisu Á SELFOSSI er hannyrðaverslunin Skrínan og veit ég...

Vantar Smart og Sisu Á SELFOSSI er hannyrðaverslunin Skrínan og veit ég að mjög margir eru óánægðir með að þar skuli ekki fást garntegundirnar Smart og Sisu. Meira
19. mars 2005 | Aðsent efni | 286 orð | 1 mynd | ókeypis

Vegtenging Reykjavíkur og Akureyrar

Kristinn Ó. Magnússon fjallar um vegagerð og hagkvæmustu leiðir í þeim efnum: "Við verðum að leita hagkvæmustu leiða í vegagerð sem öðru." Meira
19. mars 2005 | Aðsent efni | 473 orð | 1 mynd | ókeypis

Velferðarþjónusta í Reykjavík

Stefán Jóhann Stefánsson fjallar um félagsþjónustu: "Sú þjónusta sem Reykjavík veitir á þessu sviði er í vissum greinum mun umfangsmeiri en annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það segir sína sögu um áherslur borgarinnar í þessum efnum." Meira
19. mars 2005 | Aðsent efni | 403 orð | 1 mynd | ókeypis

Verndum Þjórsárver

Kolbrún Haraldsdóttir fjallar um náttúruvernd: "Ég skora á hlutaðeigandi aðila að hætta þegar í stað við öll áform um gerð Norðlingaölduveitu..." Meira
19. mars 2005 | Aðsent efni | 228 orð | ókeypis

Þúfan og hlassið

RÁÐNING fréttastjóra á Ríkisútvarpinu er ekki mál sem er líklegt til að velta þungu hlassi, eða hvað? Meira

Minningargreinar

19. mars 2005 | Minningargreinar | 1065 orð | 1 mynd | ókeypis

FREDDÝ FRIÐRIK ÞÓRHALLSSON

Freddý Friðrik Þórhallsson fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1979. Hann lést í Grindavík fimmtudaginn 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Fanný Laustsen, f. 26.7. 1948 og Þórhallur Stefánsson, f. 16.2. 1945. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2005 | Minningargreinar | 172 orð | 1 mynd | ókeypis

GESTUR ÞÓRARINSSON

Gestur Þórarinsson fæddist í Árbæ á Blönduósi 11. júlí 1947. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss v/Hringbraut laugardaginn 19. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 5. mars. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2005 | Minningargreinar | 3662 orð | 1 mynd | ókeypis

GUÐMUNDA JÓHANNSDÓTTIR

Guðmunda Sigríður Jóhannsdóttir fæddist í Bolungarvík 20. mars 1922. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði laugardaginn 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lína Dalrós Gísladóttir frá Bolungarvík, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2005 | Minningargreinar | 365 orð | 1 mynd | ókeypis

HAFDÍS LÁRA KJARTANSDÓTTIR

Hafdís Lára Kjartansdóttir fæddist í Keflavík 19. mars 1977. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 25. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2005 | Minningargreinar | 1257 orð | 1 mynd | ókeypis

HARTMANN ANTONSSON

Hartmann Antonsson fæddist 8. september 1927. Hann lést á Ljósheimum á Selfossi 7. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjóna Bjarnadóttir, f. 8. júní 1891 og Anton Gunnlaugsson, f. 1. september 1890. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2005 | Minningargreinar | 31 orð | ókeypis

Hjalti Þórðarson

Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Ingvi Þór, Þorkell og Jón Jökull... Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2005 | Minningargreinar | 3327 orð | 1 mynd | ókeypis

HJALTI ÞÓRÐARSON

Hjalti Þórðarson fæddist á Reykjum á Skeiðum 18. mars 1920. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi laugardaginn 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jónsdóttir, f. í Sandlækjarkoti í Gnúpverjahreppi 19.2. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2005 | Minningargreinar | 721 orð | 1 mynd | ókeypis

JÓHANN LÁRUSSON

Jóhann Lárusson fæddist í Gröf í Grundarfirði 26. ágúst 1920. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði laugardaginn 5. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 17. mars. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2005 | Minningargreinar | 1596 orð | 1 mynd | ókeypis

MAGNÚS PÁLSSON

Magnús Pálsson fæddist á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi 12. ágúst 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum aðfaranótt 9. mars síðastliðinn. Magnús var sonur Páls Jónssonar, bónda á Syðri-Steinsmýri, f. 7. júní 1874, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2005 | Minningargreinar | 1411 orð | 1 mynd | ókeypis

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR TRAMPE

Sigríður Jónsdóttir Trampe fæddist í Litladal í Saurbæjarhreppi 6. febrúar 1914. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 12. febrúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 24. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2005 | Minningargreinar | 762 orð | 1 mynd | ókeypis

SIGURBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR

Sigurbjörg Guðjónsdóttir fæddist í hábænum í Stóru-Mörk í V-Eyjafjöllum 24. júní 1906. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 29. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 4. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2005 | Minningargreinar | 2621 orð | 1 mynd | ókeypis

SIGURSTEINN G. MELSTEÐ

Sigursteinn G. Melsteð fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1938. Hann lést á líknardeild Landspítalans 18. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Heydalakirkju 5. mars. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2005 | Minningargreinar | 5760 orð | 1 mynd | ókeypis

ÖRN JÓHANNSSON

Örn J. Jóhannsson fæddist í Reykjavík 18. september 1943. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sesselja Sigurðardóttir, húsmóðir, f. 30. júní 1916, d. 19. sept. 1989, og Jóhann H. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

19. mars 2005 | Sjávarútvegur | 242 orð | ókeypis

Frystiskipin fiska vel

FRYSTISKIP HB Granda hafa hvert af öðru verið að koma inn til löndunar að undanförnu og hafa aflabrögð þeirra verið með ágætum en hækkandi gengi íslensku krónunnar hefur veruleg áhrif á aflaverðmæti þeirra. Þetta kemur fram á heimasíðu HB Granda. Meira
19. mars 2005 | Sjávarútvegur | 113 orð | 1 mynd | ókeypis

Högaberg aftur til Færeyja

SAMHERJI hefur selt nótaveiðiskipið Högaberg aftur til fyrri eiganda, E.M. Shipping í Færeyjum. Samherji hf. nýtti sér þar með ákvæði í kaupsamningi um endursölurétt innan 3ja mánaða frá undirritun. Meira
19. mars 2005 | Sjávarútvegur | 352 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný 5 manna stjórn SÍF kjörin á aðalfundi

SÍÐASTA ár var ár mikilla umbreytinga í starfsemi SÍF hf. Meira

Viðskipti

19. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 254 orð | ókeypis

Burðarás með 3,5% hlut í Skandia

BURÐARÁS hefur eignast um 3,5% hlut í sænska tryggingafélaginu Skandia. Miðað við gengi hlutabréfa Skandia á markaði svarar þessi hlutur til um 10 milljarða íslenskra króna. Meira
19. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 159 orð | ókeypis

Hætt við sameiningu

HÆTT hefur verið við áform um sameiningu Smyril Line og norska skipafélagsins Fjord Line samkvæmt fréttatilkynningu frá Smyril Line. Meira
19. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 251 orð | 1 mynd | ókeypis

Icelandic Iberica kaupir framleiðslu- og sölufyrirtæki á Spáni

ICELANDIC Iberica, dótturfélag SH á Spáni, hefur undirritað samning um kaup á fyrirtækinu Ecomsa S.A. í Malaga. Meira
19. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 424 orð | 1 mynd | ókeypis

Jákvæðar horfur á lykilmörkuðum

KAUPÞING Búnaðarbanki hf. stækkaði um helming á síðasta ári í kjölfar yfirtökunnar á danska bankanum FIH Erhvervsbank. Auk þess varð umtalsverður innri vöxtur á starfsemi bankans á síðasta ári. Þetta kom fram á aðalfundi Kaupþings Búnaðarbanka hf. Meira
19. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 63 orð | ókeypis

Kauphöllin áminnir Fiskmarkað Íslands

KAUPHÖLL Íslands hefur áminnt Fiskmarkað Íslands hf. opinberlega fyrir brot á reglum Kauphallarinnar. "Málavextir eru þeir að ársuppgjör félagsins var ekki birt fyrr en 2. mars þrátt fyrir að stjórn hafi samþykkt það 26. Meira
19. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 129 orð | 1 mynd | ókeypis

Liðlega þriðjungur vill hlutabréf í arð

UM 36% af heildarfjölda hluthafa í Íslandsbanka hafa óskað eftir að fá arð vegna ársins 2004 greiddan út í formi hlutabréfa í bankanum. Meira
19. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 76 orð | ókeypis

Mikið verslað með Össur

VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu í gær 11.269 milljónum króna, mest með hlutabréf eða fyrir um 3.714 milljónir en næst mest með ríkisbréf fyrir 3.357 milljónir. Mest hlutabréfaviðskipti urðu með bréf Össurar hf . eða fyrir um 2.506 milljónir króna. Meira
19. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 117 orð | ókeypis

Vilja tífalda gjaldeyristekjur af upplýsingatækni

INGVAR Kristinsson, formaður Samtaka upplýsingafyrirtækja afhenti á Iðnþingi í gær Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra tilboð samtakanna til stjórnvalda um að upplýsingatækni yrði meginstoð í verðmætasköpun og gjaldeyristekjum Íslands árið 2010. Meira
19. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 79 orð | 1 mynd | ókeypis

William Demant eykur hlutafé sitt í Össuri

DANSKA fjárfestingarfélagið William Demant Invest A/S hefur fest kaup á 4,08% hlut í Össuri hf. samkvæmt flöggun í Kauphöll Íslands í gær. Þar með er hlutur William Demant orðinn 20,22% en hann var áður 16,14%. Meira
19. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 369 orð | 1 mynd | ókeypis

Þurfum enn að burðast með íslensku krónuna

"SÚ gamalkunna aðferð við að halda niðri verðbólgu með gífurlegum vaxtahækkunum er sannkölluð hrossalækning. Meira

Daglegt líf

19. mars 2005 | Daglegt líf | 474 orð | 1 mynd | ókeypis

80 börn höfðu slasast í verslunum

Flestir foreldrar þurfa að taka börnin með sér þegar keypt er inn til heimilisins og þá kemur sér vel að geta sett barnið í sæti á innkaupakerrunni. En þá þarf að hafa hugfast að aldrei má skilja barnið eitt eftir. Meira
19. mars 2005 | Ferðalög | 76 orð | 1 mynd | ókeypis

Flestir ferðamenn til Svíþjóðar

Svíþjóð er það Norðurlandanna sem mest er heimsótt af ferðamönnum og hefur skotið Danmörku ref fyrir rass, að því er fram kemur í Göteborgs Posten . Gistináttum hefur fækkað í Noregi og Danmörku en fjölgað í Finnlandi og Svíþjóð. Meira
19. mars 2005 | Daglegt líf | 534 orð | 1 mynd | ókeypis

Frakkar í fjöllunum

Um tugur Fransmanna hefur að undanförnu búið í Bláfjöllum í tengslum við uppsetningu á nýju lyftunni þar sem nýlega var opnuð. Meira
19. mars 2005 | Daglegt líf | 167 orð | 1 mynd | ókeypis

Freknóttar og hrukkóttar fyrirsætur

MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um fegurðarímyndir sem auglýsingar halda fram. Sjálfstraust unglingsstúlkna getur beðið hnekki þegar allt sem þær sjá í auglýsingum eru þvengmjóar og að því er virðist fullkomnar fyrirsætur. Meira
19. mars 2005 | Ferðalög | 729 orð | 5 myndir | ókeypis

Friðsældin og náttúrufegurðin gerði útslagið

Þau eru rúmlega fimmtug, sögðu upp í vinnunni, seldu húsið og bílana og keyptu helmingshlut í litlu hóteli og ferðaþjónustufyrirtæki í 170 manna fjallaþorpi á Spáni. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir heillaðist af áræðninni og eldmóðinum. Meira
19. mars 2005 | Daglegt líf | 768 orð | 4 myndir | ókeypis

Sannkölluð kaupfélagsstemning

Fjölbreytt úrval matvöru sem og sérvöru er að finna í Gripið og greitt sem nú hefur opnað dyr sínar upp á gátt fyrir almenningi. Jóhanna Ingvarsdóttir fór í verslunartúr og ræddi við framkvæmdastjórann Guðrúnu Ástu Lárusdóttur. Meira
19. mars 2005 | Ferðalög | 205 orð | 2 myndir | ókeypis

Vítt og breitt

Tvær þriggja vikna Kínaferðir Kínaklúbbur Unnar heldur í tvær Kínaferðir á þessu ári, sem er ár hanans. Báðar ferðirnar eru þriggja vikna langar. Sú fyrri er á dagskránni 13. maí til 3. júní og sú síðari 22. september til 13. október. Meira

Fastir þættir

19. mars 2005 | Í dag | 146 orð | 1 mynd | ókeypis

22-Pistepirkko á NASA í kvöld

FINNSKA rokktríóið 22-Pistepirkko mætir til landsins í dag og leika þeir félagar á Nasa í kvöld kl. 21 ásamt sveitunum Brite Light og Singapore Sling. Meira
19. mars 2005 | Í dag | 31 orð | ókeypis

Allt er mér falið af föður mínum, og enginn veit, hver sonurinn er...

Allt er mér falið af föður mínum, og enginn veit, hver sonurinn er, nema faðirinn, né hver faðirinn er, nema sonurinn og sá sem sonurinn vill opinbera hann. (Lúk. 10, 22.) Meira
19. mars 2005 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd | ókeypis

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

70 ÁRA afmæli . Í dag, 19. mars, er sjötugur Stefán Karlsson, vörubílstjóri, Borgarholtsbraut 39, Kópavogi. Eiginkona hans er Karen Karlsson . Þau verða heima... Meira
19. mars 2005 | Í dag | 99 orð | 1 mynd | ókeypis

Ávextir gefa út plötu og gera víðreist

PERSÓNUR úr Ávaxtakörfunni ætla að sýna sig og sjá aðra í Kringlunni kl. 14 í dag og skemmta gestum með leik og söng. Ný geislaplata með lögum úr sýningunni kemur út í dag og af því tilefni árita ávextirnir nýju plötuna fyrir framan verslun Skífunnar. Meira
19. mars 2005 | Í dag | 613 orð | 1 mynd | ókeypis

Barnastarfið í Selfosskirkju Barnaguðsþjónusta er haldin í Selfosskirkju...

Barnastarfið í Selfosskirkju Barnaguðsþjónusta er haldin í Selfosskirkju á hverjum sunnudegi kl. 11.15. Guðspjall dagsins er útlistað í máli og myndum, bænir kenndar, sálmar og barnasöngvar sungnir og sögur sagðar. Meira
19. mars 2005 | Fastir þættir | 242 orð | ókeypis

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Íslandsmótið. Norður &spade;-- &heart;ÁG984 ⋄ÁKD84 &klubs;K42 Vestur Austur &spade;863 &spade;107542 &heart;D1065 &heart;2 ⋄G1095 ⋄762 &klubs;G6 &klubs;10985 Suður &spade;ÁKDG9 &heart;K73 ⋄3 &klubs;ÁD73 Spil dagsins er frá 7. Meira
19. mars 2005 | Fastir þættir | 401 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Hreyfils Það er lokið tveimur umferðum í tvímenningnum og er staða efstu para nú þessi: Daníel Halldórss. - Valdimar Elíasson 143 Ragnar Björnsson - Björn Stefánss. 129 Árni Kristjánss. - Friðbjörn Guðmss. 128 Jón Sigtryggss. Meira
19. mars 2005 | Í dag | 394 orð | 1 mynd | ókeypis

Dulræn þroskasaga

Kristín Mjöll Jakobsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1965. Hún útskrifaðist sem fagottleikari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1987 og lauk mastersgráðu frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum árið 1989. Meira
19. mars 2005 | Í dag | 5595 orð | ókeypis

Ferming í Áskirkju 20. mars kl. 11. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Fermd...

Ferming í Áskirkju 20. mars kl. 11. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Fermd verða: Birna Arnardóttir, Sporðagrunni 7. Gígja Haraldsdóttir, Skipasundi 85. Katrín Hera Gústafsdóttir, Efstasundi 54. Óskar Kristjánsson, Staðarhóli v/ Dyngjuveg. Þorbergur I. Meira
19. mars 2005 | Fastir þættir | 664 orð | 3 myndir | ókeypis

Fjölmennasta deildin í Þjóðræknisfélaginu

Kanadamenn af íslenskum ættum eru hvergi fleiri en í Manitoba. Fjölmennasta deild Þjóðræknisfélags Íslendinga í Norður-Ameríku er hins vegar í Bresku Kólumbíu. Steinþór Guðbjartsson kynnti sér málið í Vancouver. Meira
19. mars 2005 | Í dag | 139 orð | 1 mynd | ókeypis

Kimono og Skakkamanage leika á Grand Rokk í kvöld

HLJÓMSVEITIRNAR Kimono og Skakkamanage leiða saman hesta sína á Grand Rokk í kvöld kl. 23 og má því án efa vænta hinnar ágætustu rokkgleði í þeim húsum. Meira
19. mars 2005 | Í dag | 2036 orð | 1 mynd | ókeypis

(Lúk. 19.)

Guðspjall dagsins: Innreið Krists í Jerúsalem. Pálmasunnudagur. Meira
19. mars 2005 | Í dag | 285 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný tilfinning í fingurgómunum

KYNJAHLJÓÐ munu berast um sali Borgarleikhússins kl. 15.15 í dag þegar Tinna Þorsteinsdóttir hefur leik sinn á 15:15 tónleikum á Nýja sviðinu. Á tónleikunum mun Tinna leika verk nokkurra meistara 20. Meira
19. mars 2005 | Í dag | 128 orð | 1 mynd | ókeypis

Opið hús í Klink og Bank

OPIÐ hús verður í Klink og Bank í Brautarholti 1 í dag kl. 14-18, en Klink og Bank fagnar einmitt eins árs afmæli um þessar mundir. Meira
19. mars 2005 | Í dag | 107 orð | 1 mynd | ókeypis

Ólystugt kampavín

Reykjanesbær | Gallerí Suðsuðvestur er fersk viðbót í menningarflóru Suðurnesja, en þar er stefnan að hýsa sýningar gagnrýnna listamanna. Í dag kl. Meira
19. mars 2005 | Í dag | 153 orð | 1 mynd | ókeypis

"Austrumu Kontakts" á Seyðisfirði

FYRSTA sýning ársins í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði verður opnuð í dag kl. 17. Sýningin er samstarfsverkefni Skaftfells, Dieter Roth-akademíunnar og Listaháskóla Íslands. Meira
19. mars 2005 | Fastir þættir | 324 orð | 1 mynd | ókeypis

Safnvörður, vefstjóri og útvarpsstjóri

ROBERT Ásgeirsson er að mestu hættur launaðri vinnu en hefur samt nóg að gera í þágu íslensk-kanadíska samfélagsins vestra. Meira
19. mars 2005 | Fastir þættir | 1190 orð | 5 myndir | ókeypis

Skákferill Kasparovs - minning

Í blaði allra landsmanna eru dánartilkynningar fyrst birtar áður en minningargrein fær að líta dagsins ljós. Meira
19. mars 2005 | Fastir þættir | 144 orð | 1 mynd | ókeypis

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. Rf3 e6 2. g3 f5 3. Bg2 Rf6 4. 0-0 d5 5. b3 Bd6 6. Bb2 Rbd7 7. c4 c6 8. d3 0-0 9. Rc3 Re5 10. Rxe5 Bxe5 11. d4 Bd6 12. Dd3 De8 13. e3 Dg6 14. Hae1 Bd7 15. f3 h5 16. Kh1 h4 17. gxh4 Dh7 18. e4 fxe4 19. fxe4 Rg4 20. Rd1 dxe4 21. Dh3 e5 22. Dg3 Be7 23. Meira
19. mars 2005 | Í dag | 304 orð | 1 mynd | ókeypis

Sterkir náttúrukraftar í Saltfisksetrinu

HELGA Sigurðardóttir opnar í dag kl. 14 einkasýningu á vatnslitaverkum í listsýningarsal Saltfiskseturs Íslands í Grindavík. Meira
19. mars 2005 | Fastir þættir | 324 orð | 1 mynd | ókeypis

Víkverji skrifar...

Sumir telja að knattspyrna sé spurning um líf og dauða. Þetta eru mikil vonbrigði. Meira

Íþróttir

19. mars 2005 | Íþróttir | 173 orð | 1 mynd | ókeypis

Anja Ríkey tvíbætti Íslandsmet

ANJA Ríkey Jakobsdóttir, Ægi, gerði sér lítið fyrir í gær og tvíbætti nærri sex ára Íslandsmet Kolbrúnar Ýrar Kristjánsdóttir í 50 metra baksundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug, sem fram fer nú í Laugardalnum. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 142 orð | 1 mynd | ókeypis

Arsene Wenger vill ná öðru sætinu

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist vera raunsær. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 219 orð | ókeypis

Bolton eygir von um Evrópusæti með sigri

BOLTON tekur á móti Norwich á heimavelli þar sem El-Hadji Diouf verður ekki í liði Bolton en hann tekur út þriggja leikja bann. Jay-Jay Okocha verður líklega ekki með Bolton en hann er meiddur. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 725 orð | ókeypis

Bæjarar á Brúna

ÞAÐ var mikil eftirvænting í gær er dregið var í átta liða úrslitum meistaradeildar Evrópu, en það sem stóð upp úr eftir þann viðburð er grannaslagur ítölsku liðanna, AC Milan og Inter frá Mílanó, auk viðureignar enska liðsins Liverpool gegn ítalska... Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 400 orð | 1 mynd | ókeypis

* CARLOS Kameni , landsliðsmarkvörður frá Kamerún sem farið hefur á...

* CARLOS Kameni , landsliðsmarkvörður frá Kamerún sem farið hefur á kostum með spænska liðinu Espanyol segir það verða draumi líkast fari svo að hann gangi í raðir Manchester United . Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 243 orð | 1 mynd | ókeypis

Endurtekur Fulham leikinn á Old Trafford?

MANCHESTER United mætir til leiks gegn Fulham á heimavelli sínum, Old Trafford, í dag ósigrað í 18 deildarleikjum í röð en er samt 11 stigum á eftir Chelsea í baráttunni um enska meistaratitilinn. Þetta verður 50. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 256 orð | ókeypis

Erum með betra lið en Everton

ANFIELD verður vettvangur grannaslags Mersey-liðanna Liverpool og Everton á morgun og eins og jafnan ríkir mikil eftirvænting í bítlaborginni fyrir leikinn. Þetta verður 201. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 180 orð | 1 mynd | ókeypis

FIMM leikir ensku úrvalsdeildarinnar verða sýndir í beinni útsendingu á...

FIMM leikir ensku úrvalsdeildarinnar verða sýndir í beinni útsendingu á Skjá einum um helgina - þrír á laugardag og tveir á sunnudag. Laugardagur 19. mars 12.05 Upphitun *Rætt við knattspyrnustjóra og leikmenn um leiki helgarinnar. 12. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 408 orð | 1 mynd | ókeypis

* FORRÁÐAMENN þýska félagsins Bayern München hafa staðfest að þeir hafi...

* FORRÁÐAMENN þýska félagsins Bayern München hafa staðfest að þeir hafi sett sig í samband við Chelsea vegna áhuga síns á kaupum á varnarmanninum Robert Huth . Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 514 orð | 1 mynd | ókeypis

Framarar fögnuðu

FRAMARAR tryggðu sér sigur í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöldi er þeir sigruðu FH-inga í hreinum úrslitaleik í Framheimilinu, 22:21. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 823 orð | ókeypis

HANDKNATTLEIKUR Fram - FH 22:21 Framhús, 1. deild karla, föstudagur 18...

HANDKNATTLEIKUR Fram - FH 22:21 Framhús, 1. deild karla, föstudagur 18. mars 2005. Gangur leiksins: 1:0, 2:4, 5:4, 7:8, 10:10, 12:11 , 15:13, 16:16, 19:18, 20:21, 22:21 . Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd | ókeypis

Harry Kewell svarar Benítez fullum hálsi

HARRY Kewell, landsliðsmaður frá Ástralíu, og knattspyrnustjóri Liverpool, Spánverjinn Rafael Benítez, eru ekki perluvinir ef marka má umfjöllun enskra fjölmiðla. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 210 orð | ókeypis

Heldur vörn Blackburn velli gegn Arsenal?

BLACKBURN Rovers og Arsenal eigast við á Ewood Park í Blackburn og má segja að viðureignin sé upphitun fyrir undanúrslitaleik liðanna í ensku bikarkeppninni. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 409 orð | 2 myndir | ókeypis

Jakob Jóhann vann einvígið

MIKIL spenna ríkti í Laugardalslaug í gærkvöldi þegar fram fór einvígi Jakobs Jóhanns Sveinssonar og Jóns Odds Sigurðssonar í 50 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd | ókeypis

*JÓHANNES Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Leicester sem gerði...

*JÓHANNES Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Leicester sem gerði 2:2 jafntefli við West Ham í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 110 orð | ókeypis

Jón Arnór í undanúrslit

JÓN Arnór Stefánsson og félagar hans í rússneska liðinu Dynamo St. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 901 orð | 1 mynd | ókeypis

Keflavík og Snæfell í úrslit

"EF ég væri að spila í Lengjunni þá myndi ég spá því að Snæfell og Keflavík lékju til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 93 orð | ókeypis

KR samdi við Matute

HELMIS Matute, 24 ára gamall varnarmaður frá Hondúras, leikur með KR-ingum á komandi tímabili. Forráðamenn KR náðu samkomulagi við leikmanninn í gær áður en hann hélt utan en hann er væntanlegur aftur til landsins í byrjun maí. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 196 orð | ókeypis

Kvennalandsliðið í riðli með Svíum á HM

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu dróst í 2. riðil með Svíum, Tékkum, Portúgölum og Hvít-Rússum í undankeppni Evrópuþjóða fyrir heimsmeistaramótið sem haldið verður í Kína árið 2007. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 162 orð | ókeypis

Middlesbrough í Intertoto-keppnina?

STEVE McClaren, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough, segir að þar á bæ hafi menn rætt þann möguleika að gefa kost á sér í Intertoto-keppnina en frestur til þess að skrá lið til keppni rennur út þann 31. maí. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 107 orð | ókeypis

Mikil ásókn í HM-miða

MIKIL ásókn er í miða á leiki heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári. Ekki alls fyrir löngu voru 812. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 233 orð | ókeypis

NORWICH PUNKTAR

* Norwich er eina enska liðið sem hefur fagnað sigri á Bayern München í München í Evrópukeppni. Norwich sló Bayern út úr UEFA-keppninni 1993, þegar liðið fagnaði sigri í annarri umferð á Ólympíuleikvanginum í München, 2:1. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 130 orð | ókeypis

"Rúnar er okkar fyrsti kostur"

"RÚNAR Sigtryggson er klárlega okkar fyrsti kostur í starf þjálfara Eisenach á næstu leiktíð," sagði Gerhard Sippel, forseti þýska handknattleiksliðsins Eisenach í samtali við vefmiðilinn handball-world í gær. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 291 orð | 1 mynd | ókeypis

"Við erum á réttri leið"

LEIKMENN og forráðamenn Chelsea keppast nú við að koma fram í fjölmiðlum og segja að enski meistaratitilinn hjá Chelsea sé engan veginn kominn í höfn þó svo að liðið hafi 11 stiga forskot á Manchester United þegar níu umferðum er ólokið. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd | ókeypis

Shearer nálgast met Milburns

ALAN Shearer, fyrirliði Newcastle og einn helsti markahrókur enskrar knattspyrnu, færist sífellt nær félagsmeti Jackie Milburn sem skoraði 200 mörk fyrir Newcastle á ferli sínum með félaginu frá 1946 til 1957. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 106 orð | ókeypis

Skíðamenn í Bláfjöll

SKÍÐAMÓT Íslands verður haldið í Bláfjöllum í Reykjavík dagana 31. mars til 2. apríl en ekki í Oddsskarði eins og fyrirhugað var. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 205 orð | ókeypis

Spenna fyrir nágrannaslaginn í Birmingham

ÞAÐ verður allt á öðrum endanum í Birmingham á sunnudaginn þar sem Aston Villa mætir grannaliðinu Birmingham á útivelli. Villa tapaði fyrri leiknum á heimavelli en Birmingham hefur á undanförnum þremur árum verið með yfirhöndina í slag þessara liða. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 44 orð | ókeypis

staðan

Chelsea 29235154:974 Man. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 305 orð | ókeypis

UM HELGINA

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrvalsdeild karla, DHL-deildin, lokaumferð: Digranes: HK - ÍBV 16.30 Ásvellir: Haukar - ÍR 16.30 *Liðin berjast um deildarmeistaratitlinn. Höllin Akureyri: Þór - Víkingur 16 KA-heimilið: KA - Valur 16.30 1. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 255 orð | 1 mynd | ókeypis

Van Nistelrooy er ánægður með Rooney

RUUD Van Nistelrooy, framherji Manchester United, segist vera nánast agndofa yfir því hversu fljótt Wayne Rooney hefur tekist að aðlaga sig í herbúðum Manchester United. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 400 orð | 1 mynd | ókeypis

* VINCENT Kompany , 18 ára varnarmaður hjá Anderlecht í Belgíu er undir...

* VINCENT Kompany , 18 ára varnarmaður hjá Anderlecht í Belgíu er undir smásjánni hjá mörgum af stærri liðum Evrópu . Eina liðið sem ennþá hefur spurst formlega fyrir um hann er Chelsea að sögn forráðamanna Anderlecht . Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 330 orð | ókeypis

Woods ætlar að ná Nicklaus og Snead

TIGER Woods, efsti kylfingur heimslistans í golfi, sagði á fundi með blaðamönnum fyrir Bay Hill-mótið sem hófst í fyrradag að hann myndi ekki endast eins lengi sem atvinnumaður og kappar á borð við Arnold Palmer eða Jack Nicklaus. Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 278 orð | ókeypis

Þannig lýsir Össur liði sínu

Markvörður: *Chris Woods (1981-86, 267 leikir). Enskur landsliðsmarkvörður. Miðverðir: *Chris Sutton (1989-94, 126 leikir - 43 mörk). Gat einnig spilaði í framlínunni og var seldur til Blackburn fyrir metfé (5 millj. pund). Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 255 orð | 1 mynd | ókeypis

Þurfum á kraftaverki að halda

"LEIKMENN Chelsea geta vissulega misstigið sig og tapað niður einhverju af forystu sinni en það virðist samt ólíklegra með hverjum leiknum sem líður," segir Gary Neville, bakvörður og einn reyndasti leikmaður Manchester United, sem hefur nær... Meira
19. mars 2005 | Íþróttir | 1150 orð | 2 myndir | ókeypis

Öfgalaus líkt og í stjórnmálunum

ÞEIR eru ekki margir, altént láta þeir ekki mikið fyrir sér fara, hér á landi sem halda með enska liðinu Norwich City, sem nú um stundir vermir neðsta sætið í úrvalsdeildinni ensku. Meira

Barnablað

19. mars 2005 | Barnablað | 256 orð | 1 mynd | ókeypis

Blak og sjóbusl

Á Hellissandi býr fjörug og brosmild stelpa sem heitir Véný Viðarsdóttir og verður hún heimsótt í þættinum sem sýndur verða á morgun í Sjónvarpinu kl. 18.30. Véný fer með okkur á sílaveiðar, í fjöruferð og sendir flöskuskeyti út í bláinn. Meira
19. mars 2005 | Barnablað | 7 orð | ókeypis

Einn góður...

Hvar koma páskarnir á eftir jólunum?Í... Meira
19. mars 2005 | Barnablað | 17 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjóla flotta

Hér hefur Kristín, átta ára teiknari frá Skeiða-Gnúpi, teiknað þessa líka flottu mynd af henni Fjólu... Meira
19. mars 2005 | Barnablað | 147 orð | 1 mynd | ókeypis

Flott páskaegg

Kíktu bara í ísskápinn til að finna egg og ýmislegt matarkyns til að lita eggin þín með. Og hvaða lit viltu svo? Meira
19. mars 2005 | Barnablað | 356 orð | 4 myndir | ókeypis

Ha, ha, ha!

Síðasta vetur ákváðu hjón ein að panta sér ferð suður í höf. Þannig atvikaðist að konan þurfti að fljúga degi síðar en ætlað var en eiginmaðurinn flaug á undan. Meira
19. mars 2005 | Barnablað | 22 orð | 1 mynd | ókeypis

Kanína í eggjaleit

Kalla kanínu finnst ekkert betra en að japla á svolitlu páskaeggi, og nú sér hann eitt sem hann langar í. Nammi... Meira
19. mars 2005 | Barnablað | 832 orð | 1 mynd | ókeypis

KEÐJUSAGAN | Prins í uppreisn - vertu með!

Þá birtist 11. hluti af keðjusögunni skemmtilegu um Ívros prins og nýju vinina hans. Við þökkum öllum sem sendu frásagnir og bendum á að þótt frásögnin ykkar birtist ekki nú verður hún kannski valin næst. Meira
19. mars 2005 | Barnablað | 89 orð | 5 myndir | ókeypis

Listasýning á hesti

Æskan og hesturinn er árleg hátíð barna sem stunda hestaíþróttir. Hún var haldin um seinustu helgi í Reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík. Meira
19. mars 2005 | Barnablað | 214 orð | 1 mynd | ókeypis

Marmaraegg

Nú eru seinustu forvöð að fara að undirbúa eggjalitun ef maður ætlar að fá flott egg í morgunmat á páskadag. Hér sýnum við hvernig er hægt að lita egg með einum lit og svo þessi fallegu marmaraegg. Meira
19. mars 2005 | Barnablað | 46 orð | 1 mynd | ókeypis

Pennavinur

Ég heiti Kamilla Dóra og er að verða 9 ára. Mig langar til að eignast pennavini á aldrinum 8-10 ára. Áhugamál mín eru: Sund. tónlist, leiklist og dýr. Heimilisfangið mitt er: Kamilla Dóra Jónsdóttir Austurbyggð 14 600 Akureyri P.S. Meira
19. mars 2005 | Barnablað | 733 orð | 1 mynd | ókeypis

Skemmtilegir páskaleikir

Að borða páskaegg þarf ekki að vera það eina skemmtilega við páskana. Það er gaman að fara í sérstaka páskaleiki, ekki síst ef aðrir krakkar koma í heimsókn. Það er jafnvel góð hugmynd að halda smá páskapartí. Meira
19. mars 2005 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd | ókeypis

Skrímsli á fjölskyldumynd

Andrea M. Andrésdóttir, 8 ára Breiðholtsmær, hefur teiknað fyrir okkur ótrúlega fjölskyldumynd. Hér sjást þau öll, Fjóla í hjúpnum, Hvati á fullri ferð í átt að skrímslinu... Meira
19. mars 2005 | Barnablað | 30 orð | 1 mynd | ókeypis

Ungaleit

Herra Hani og frú Hæna eru að leita að litlu ungunum sínum sem eru búnir að fela sig á páskaegginu. Tveir unganna eru eineggja tvíburar. Hverjir eru það? Lausn... Meira
19. mars 2005 | Barnablað | 166 orð | 1 mynd | ókeypis

Verðlaunaleikur vikunnar

Vitið þið eitthvað smá um hesta? Þrautin í dag er ekki svo erfið. Á myndinni af hestinum sjáið þið númer frá 1-5. Skrifið niður á blað hvað þessir hlutar hestsins heita og sendið okkur fyrir 26. mars , ásamt nafni, aldri og heimilisfangi. Meira

Lesbók

19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 508 orð | 1 mynd | ókeypis

Að mæla eldtungur

Til 4. apríl. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 605 orð | ókeypis

Beðið eftir Evu

Hvar eru konurnar sem geta skapað nýjar sögur, farið handan við innra rýmið - eins og konur gera á hverjum degi í raunveruleikanum - yfir í ytri heim uppgötvana, atburða, hugmyndaflugs? Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 3627 orð | 1 mynd | ókeypis

Bindiefni/það

Cro Magnon-maðurinn var fyrsti efniskönnuðurinn í sögu mannkyns. Slík könnun hefur nú hlaðið upp miklu bákni gerviefna. Í myndlist, einkum málaralist, hafa vísindin lengi verið að verki og nú eru tölvur notaðar til að skapa myndlist. Hér ræðir listmálari samhengið í þróun listarinnar. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 873 orð | 1 mynd | ókeypis

Brimsins blíðustu söngvar

Fyrst voru það Beach Boys, svo Red Hot Chili Peppers og nú Jack Johnson sem sýnt hefur og sannað að það er enn í góðu lagi að vera sólstrandargæi. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 952 orð | 1 mynd | ókeypis

Byltingin sem nostrar við börnin sín

Um helgina hefjast sýningar á Vélmennum - Robots , nýjustu tölvuteiknimyndinni frá Hollywood, en þær hafa áunnið sér ótrúlegar vinsældir á skömmum tíma. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 316 orð | 1 mynd | ókeypis

Dapurlegt með Lesbókina

- Að mínum dómi er póstmódernísk sagnfræði gagnlítið verkfæri því það er svo takmarkað. Póstmódernisminn er hins vegar nýtilegur til margra annarra hluta. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 57 orð | 1 mynd | ókeypis

Dreifð um móa og mela

| Reykjavík einkennist af miklum bilum á milli húsa og hverfa. Í þessum bilum eru misstór tún og móar eins og í kringum sveitabæi og milli þeirra. Reykjavík einkennist einnig af samgöngumannvirkjum sem þekja helming borgarlandsins. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 547 orð | 1 mynd | ókeypis

Dýrðaróður Drottningar

Sumar plötur eru þannig, að þótt áratugir líði, þá mun maður alltaf muna nákvæmlega allar sínar kringumstæður á því augnabliki sem maður heyrði þær fyrst. Þannig plata er meistaraverk Queen, A Night at the Opera , sem kom út fyrir réttum þrjátíu árum. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 472 orð | 2 myndir | ókeypis

Erlendar bækur

Nýjasta skáldsaga Ian McEwan, Saturday, eða Laugardagur, hlýtur góðar viðtökur gagnrýnenda. Í bókinni segir frá afdrifaríkum sólarhring í lífi taugaskurðlæknisins Henry Perowne. Dagurinn er 15. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 444 orð | 3 myndir | ókeypis

Erlendar kvikmyndir

Næsta verkefni leikstjórans Stevens Soderberghs verður The Good German , verkefni sem Section Eight ætlar að framleiða fyrir Warner Bros. Pictures. Verið er að athuga með að taka myndina upp í svarthvítu en tökur hefjast í september. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 404 orð | 3 myndir | ókeypis

Erlend tónlist

Aðdáendur Íslandsvinarins Marks E. Smiths, söngvara The Fall, ættu að kætast yfir þeim tíðindum að útgáfufyrirtækið Sanctuary Records hyggst gefa út sex diska safn með BBC -upptökum The Fall. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1977 orð | 2 myndir | ókeypis

Eru dreifð um móa og mela

Fagleg sjónarmið fá ekki alltaf að ráða í skipulagsmálum. Þau eru nefnilega einnig hápólitísk. Skipulagsmál snúast um hagsmuni, bæði einstaklinga og heildar. Þau snúast um mikil verðmæti sem eru landið okkar. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1556 orð | 1 mynd | ókeypis

Framtíð óperulistar á Íslandi

Í ljósi þess að ekki er gert ráð fyrir óperuflutningi í tónlistarhúsinu telur greinarhöfundur óhjákvæmilegt að hugað sé að öðrum framtíðarmöguleikum fyrir meginstarfsemi Íslensku óperunnar. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 577 orð | 1 mynd | ókeypis

Hraunið andar

Til 3. apríl. Listasafn ASÍ er opið þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 13-17. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 2568 orð | 1 mynd | ókeypis

Í lífsins ólgusjó

Nú er það ekki nema tvent sem mig vantar, sagði Óskar Halldórsson, er jeg kom snöggvast inn til hans hjer um kvöldið. Það er síldarverksmiðja og dagblað. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1729 orð | 1 mynd | ókeypis

Í minningu málara

Sjö menn héldu til Krýsuvíkur nýlega með kjötsúpu í nesti. Áð var í safni Sveins Björnssonar listmálara, borðað, rifjaðar upp sögur af Sveini og skrafað um listina. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 3293 orð | 1 mynd | ókeypis

Maður og kona

Um hvað snýst umræðan um kynbundið mál? Snýst hún um málfræði eða kvenfrelsisbaráttu? Er það endilega svo slæmt að taka líffræðilegt kyn fram yfir málfræðilegt? Augljóst er að miklar breytingar verða á málinu en jafnframt hlytu konur aukin þegnrétt í því. Eða hvað? Hvað er málið? Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 838 orð | ókeypis

Mogginn afturábak

Ég er einn af þeim sem les Moggann afturábak. Flögra lauslega yfir baksíðuna áður en ég dembi mér í dægurmálin og lágmenninguna. Kynni mér helsta slúðrið áður en alvara lífsins tekur við: Íþróttir. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 367 orð | ókeypis

Neðanmáls

I Talað er um borgar- og samfélagsvitund í grein um borgarskipulagið í Lesbók í dag. Hvað er borgarvitund? Er það að kunna að búa í borg? Og hvað er samfélagsvitund? Er það að kunna að búa í samfélagi? Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 574 orð | ókeypis

Ríkisútvarpið

!Þrátt fyrir allt, þykir okkur ennþá vænt um Ríkisútvarpið. Á svipaðan máta og okkur þykir vænt um ömmu og afa. Í gegnum þykkt og þunnt. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 61 orð | ókeypis

Trú

Þú komst til mín varst hjá mér eins og morgundöggin við dagsbrún. Jesús þú í mér og ég í þér. Koss þinn til lífs vakti mér fögnuð. Fögnuð sem varir frið sem gefur grið og skjól í dagsins sviptivindum. Það kom nótt með mjúku myrkri og þú varst þar. Meira
19. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1646 orð | 1 mynd | ókeypis

Öll erum við dauðleg

Það þykja meiri háttar tíðindi þegar ný bók berst frá enska rithöfundinum Kazuo Ishiguro, sem er að vísu fæddur í Japan en hefur dvalið nánast allan sinn aldur í Englandi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.