Greinar fimmtudaginn 28. apríl 2005

Fréttir

28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 316 orð

200 milljónum varið til að bæta stöðu tíu sveitarfélaga

BÆJARRÁÐ Vestmannaeyjabæjar hefur falið bæjarstjóra að undirrita samning bæjarstjórnar og eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit með rekstri bæjarins. Skuldir bæjarins hafa aukist árlega frá árinu 1991. Meira
28. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 152 orð

35 farast í árekstri á Sri Lanka

Colombo. AFP. | Að minnsta kosti 35 týndu lífi og 28 slösuðust í gær þegar hraðlest ók á fólksflutningabifreið á gatnamótum um 80 kílómetra norðaustur af Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Rútan mun hafa verið full af fólki þegar slysið varð. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 144 orð

500 milljóna kostnaður vegna siglingaverndar

SAMTÖK atvinnulífsins halda því fram að lög um siglingavernd, sem sett voru á síðasta ári, hafi í för með sér kostnað sem er nálægt 500 milljónum króna á ári, að mati Samtaka atvinnulífsins. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 80 orð

Aðalfundur Gróðurs fyrir fólk

SAMTÖKIN Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs heldur aðalfund sinn í dag kl. 16.30 í Norræna húsinu og er hann öllum opinn. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 133 orð

Af Blönduósi

Um nýjan meirihluta á Blönduósi, þann þriðja á kjörtímabilinu, orti Sigrún Haraldsdóttir: Gleymast loforð, trú og tryggð, tilbreytingin lokkar. Þrífast hér í Blönduósbyggð, brókarsóttarflokkar. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 597 orð | 2 myndir

Aukin drykkja meðal yngri kvenna en minni hjá eldri körlum

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÍSLENSKAR konur á aldrinum 18 til 34 ára hafa aukið áfengisneyslu sína um 28% frá árinu 2001 og karlmenn á sama aldri hafa aukið neysluna um 20%, reiknað í hreinum vínanda. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 144 orð

Á að vera sjálfsögð regla að vinna með heimamönnum

Hornafjörður | Halldóra Bergljót Jónsdóttir lagði fram á fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar nýlega bókun varðandi flugvöllinn. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Ábyrg nýting auðlinda forsenda hagsældar

SÓLVEIG Pétursdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, tók þátt í umræðum um orkumál á aprílfundi Evrópuráðsþingsins sl. þriðjudag. Sagði hún að m.a. í ræðu sinni að ábyrg nýting auðlinda væri forsenda hagsældar, velferðar og öryggis. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 91 orð

Ákærður fyrir árás á skrifstofum DV

LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir að ráðast á starfsmann DV í október á síðasta ári. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Álið í Airbus-vélinni að mestu frá Alcoa

VERKSMIÐJUR Alcoa framleiddu stóran hluta þess áls sem fer í nýju risaþotuna frá Airbus sem fór í sitt fyrsta flug í gær. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Bílprófsstyrkur KB banka

Árlega veitir KB banki 15 bílprófsstyrki til námsmanna í Námsmannalínunni og er hver styrkur að upphæð 15.000 krónur. Nýlega var dregið um þessa 15 styrki og komu þrír þeirra til viðskiptavina bankans á Akureyri. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Blómabörn í Eyjum

Vestmannaeyjar | Blómabörnin lögðu Vestmannaeyjar undir sig um helgina þegar þar var haldin fjórða Hippahátíðin. Listahátíð hippans var haldin á föstudagskvöldið og hippaballið á laugardagskvöldinu. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 164 orð

Blómlegt menningarlíf | Menningar- og listalíf Húsvíkinga hefur...

Blómlegt menningarlíf | Menningar- og listalíf Húsvíkinga hefur blómstrað nú í vetur sem endranær. Settar hafa verið upp leiksýningar og þar ber hæst sýningu Leikfélags Húsavíkur á Sambýlingunum og hefur hún fengið mjög góðar viðtökur. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Brunalykt í farþegarýminu

SNÚA þurfti flugvél Icelandair á leið til Stokkhólms við eftir tæplega klukkustundar flug í gærmorgun þegar brunalykt fannst í farþegarýminu. Vélin lenti heilu á höldnu í Keflavík um kl. Meira
28. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 195 orð

Dæmd fyrir nauðgun

Osló. AFP, AP. | Tuttugu og þriggja ára gömul norsk kona var í gær dæmd til níu mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað 31 árs gömlum manni. Þá var konan dæmd til að greiða fórnarlambinu 40 þúsund norskar krónur, um 400.000 ísl. krónur. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 122 orð

Efling eykur réttindi í sjúkrasjóði

RÉTTINDI í sjúkrasjóði Eflingar voru aukin verulega á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. Eru greiðslur nú tekjutengdar og geta numið allt að 250 þúsund kr. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 112 orð

Egilssjóður Skallagrímssonar

AUGLÝST hefur verið eftir umsóknum í sjóð sem nefnist Egilssjóður Skallagrímssonar, en um er að ræða styrktarsjóð í Bretlandi í vörslu sendiráðs Íslands. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 882 orð | 1 mynd

Einstaklingsmiðað nám frá upphafi

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is TJARNARSKÓLI fagnar um þessar mundir tuttugu ára starfsafmæli sínu, en skólinn hóf starfsemi árið 1985. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 229 orð

Ekki taldir vera í vinnunni í Kjúklingastræti

Eftir Rúnar Pálmason og Brján Jónasson ÍSLENSKU friðagæsluliðarnir, sem særðust í sprengjuárás í Kabúl í Afganistan í fyrrahaust, hafa ekki fengið bætur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR), þar sem stofnunin telur að mennirnir þrír hafi ekki slasast í... Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð

Ferðaþjónusta | Málþing um ferðaþjónustu á Austurlandi verður haldið í...

Ferðaþjónusta | Málþing um ferðaþjónustu á Austurlandi verður haldið í Egilsbúð í Neskaupstað á morgun. Er málþingið haldið í tengslum við aðalfund Markaðsstofu Austurlands. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 220 orð

Fjórir buðu í fjarskipti fyrir ríkið

RÍKISKAUP opnuðu í gær tilboð í síma- og netþjónustu fyrir þær ríkisstofnanir sem eru aðilar að rammasamningi. Fjögur fyrirtæki sendu inn tilboð sem Ríkiskaup munu fara yfir á næstu vikum. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Fjörkálfar í Fjölbraut við Ármúla

MIKIÐ var um dýrðir þegar nemendur Fjölbrautaskólans við Ármúla blésu til sumarhátíðar í gær í tilefni af kennslulokum en á morgun hefjast vorprófin. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Flókið viðfangsefni að finna góða lausn

ÍBÚAR í Lundarhverfi, þ.e. þeir sem búa í námunda við fyrirhugaða Dalsbraut, frá Þingvallastræti og í Naustahverfi, virðast almennt vera andsnúnir því að brautin verði lögð. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Framkvæmdir við Múlavirkjun

Hellissandur | Ný vatnsaflsvirkjun, Múlavirkjun, sem verður með um 2ja megawatta grunnafl, er í byggingu við Straumfjarðará á Snæfellsnesi. Þrír bændur í Staðarsveit og Eyja- og Miklaholtshreppi stofnsettu einkahlutafélag, Múlavirkjun ehf. Meira
28. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Fresta dómi yfir Khodorkovskíj

Moskva. AFP. | Ekki kom til þess í gær að dómur væri kveðinn upp yfir rússneska auðmanninum Míkhaíl Khodorkovskíj sem situr í fangelsi sakaður um stórfelld skattsvik og skjalafals. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 45 orð

Fundur um skipulag Vatnsmýrar

OPINN fundur um skipulag Vatnsmýrar verður haldinn í dag, fimmtudag, í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri flytur ávarp og erindi flytja Helga Bragadóttir skipulagsfulltrúi, Dagur B. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 25 orð

Fyrrverandi safnstjóri

Í viðtali við Hannes Sigurðsson listfræðing í blaðinu í gær var sagt að Gunnar Kvaran væri fráfarandi safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Gunnar er fyrrverandi safnstjóri... Meira
28. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

Fyrsta flug Airbus 380 gekk vel

Toulouse. AFP. | Stærsta farþegaþota heims, Airbus 380, fór í sitt fyrsta reynsluflug er hún hóf sig á loft frá Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Veður var ágætt, heiður himinn, sól og hæg gola. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 199 orð

Gefum ofbeldinu rauða spjaldið

BIRTING - ungt fólk gegn ofbeldi, boðar er til þögullar mótmælastöðu gegn ofbeldi á Akureyri, á morgun föstudag, 29. apríl, kl. 17 á Ráðhústorgi. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta tímanlega, gefa ofbeldinu rauða spjaldið og sameinast í stuttri þögn. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 104 orð

Heitt vatn | Þingeyjarsveit, Grýtubakkahreppur og Norðurorka hafa tekið...

Heitt vatn | Þingeyjarsveit, Grýtubakkahreppur og Norðurorka hafa tekið höndum saman um að kanna möguleika og arðsemi þess að heita vatnið á Reykjum verði leitt gegnum Fnjóskadal og Dalsmynni alla leið til Grenivíkur. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Höllin gamla sett í andlitslyftingu

ÁSÝND Laugardalshallarsvæðisins tekur örum breytingum um þessar mundir. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 117 orð | 2 myndir

Íslenska og sænska sveitin voru sterkastar

ÍSLENSKIR friðargæsluliðar fóru með sigur af hólmi ásamt Svíum í alþjóðlegri kraftakeppni friðargæsluliða í Kabúl 23. apríl síðastliðinn. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 118 orð

Í Tívolí | Leikfélag Seyðisfjarðar frumsýnir á morgun í félagsheimilinu...

Í Tívolí | Leikfélag Seyðisfjarðar frumsýnir á morgun í félagsheimilinu Herðubreið leikritið Í Tívolí eftir Guðjón Sigvaldason, Steingrím Guðjónsson, Skagaleikhópinn og NFFA. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 307 orð

Jemenar leita fyrirmyndar í rafrænni stjórnsýslu á Íslandi

STJÓRNVÖLD í Jemen áforma að taka Ísland sér til fyrirmyndar við uppsetningu á rafrænu stjórnsýslukerfi. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Kim Larsen til Íslands

DANSKI tónlistarmaðurinn Kim Larsen heldur tvenna tónleika á Nasa við Austurvöll 26. og 27. ágúst ásamt hljómveit sinni Kjukken. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 52 orð

Kítínverksmiðja | Bæjarráð Húsavíkur hefur samþykkt að leggja fram allt...

Kítínverksmiðja | Bæjarráð Húsavíkur hefur samþykkt að leggja fram allt að 7 milljónum króna í hlutafé, vegna fjármögnunar kítínverksmiðju á Húsavík og er það í samræmi við erindi félagsins, Navamedic, þar um. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 191 orð

Kostnaður við lækkun 600-650 milljónir

Kostnaður við það að lækka Reykjanesbrautina í Garðabæ nemur 600-650 milljónum króna, samkvæmt nýrri skýrslu Línuhönnunar þar að lútandi, en skýrslan er nú til skoðunar í samgönguráðuneytinu. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 151 orð

Kvarta til Samkeppnisstofnunar

STJÓRN INTER, samtaka aðila í Internetþjónustu, hefur sent inn kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna nýrra tilboða á netþjónustu hjá Og Vodafone og Símanum. Meira
28. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Kveðst hafa myndað stjórn í Írak

Bagdad. AFP. | Ibrahim Jaafari, sem hefur verið tilnefndur forsætisráðherra Íraks, tilkynnti í gær að hann hefði myndað ríkisstjórn, tæpum þremur mánuðum eftir þingkosningar. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 220 orð

Landvernd velur nýjan formann

BJÖRGÓLFUR Thorsteinsson rekstrarhagfræðingur var valinn nýr formaður Landverndar til næstu tveggja ára á aðalfundi samtakanna, sem haldinn var á Hellissandi um helgina sem leið. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 105 orð

Laumufarþegi fannst í Arnarfellinu

LAUMUFARÞEGI fannst um borð í Arnarfellinu, flutningaskipi Samskipa, þegar skipið var á siglingu frá Rotterdam til Reykjavíkur. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 471 orð | 3 myndir

Leggja laxinum í Lagarfljóti lið

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Egilsstaðir | "Laxastiginn í Lagarfossi lítur í rauninni vel út í augum veiðimanna og hönnuða. Meira
28. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Leigumóðir ól fimmbura - án greiðslu

Washington. AFP. | 25 ára leigumóðir í Bandaríkjunum ól fimmbura fyrir hjón sem höfðu reynt án árangurs í tíu ár að eignast barn upp á eigin spýtur. Fimmburarnir voru teknir með keisaraskurði á fimm mínútum á sjúkrahúsi í Phoenix í Arizona í fyrrakvöld. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 125 orð

Leysir ekki vanda sveitarfélaganna

Skagafjörður | Lagðar voru fram tillögur nefndar um tekjustofna sveitarfélaga á fundi Sveitarfélagsins Skagafjarðar í vikunni. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Lést í umferðarslysi

RÚMLEGA fimmtug kona lést þegar bíll sem hún ók fór út af Upphéraðsvegi skammt frá Egilsstöðum á tíunda tímanum í fyrrakvöld. Hin látna hét Guðrún Sigurðardóttir, til heimilis að Möðrufelli 11 í Reykjavík. Hún var fædd 22. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Lögberg-Heimskringla myndað í Landsbókasafninu

Winnipeg. Morgunblaðið. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 52 orð

Málfundur um breytingar á RÚV

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna boðar til málfundar um fyrirhugaðar breytingar á Ríkisútvarpinu í kvöld kl. 21.00 í Valhöll. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 248 orð

Meira framboð á sumarstörfum fyrir námsmenn

NÁMSMÖNNUM gengur betur að verða sér úti um sumarvinnu í ár en í fyrra. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Mikil hagnaðaraukning Avion Group

HAGNAÐUR Avion Group á síðasta ári nam tæplega 2,5 milljörðum króna eftir skatta. Árið áður var samanlagður hagnaður þeirra fyrirtækja sem eru nú í samstæðunni tæplega 317 milljónir króna. Hagnaðurinn nærri áttfaldaðist því á milli ára. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Mikill áhugi á Íslandi

Í SVÖRUM við fyrirspurnum Morgunblaðsins frá einum aðstandenda vefsíðunnar savingiceland.org í Bretlandi kemur fram að mikill áhugi sé fyrir því á Íslandi að taka þátt í mótmælendabúðum sem á að slá upp við Kárahnjúkavirkjun í sumar. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 403 orð

Minni samdráttur á Landspítalanum í sumar

Eftir Björn Jóhann Björnsson og Silju Björk Huldudóttur GERT er ráð fyrir minni samdrætti í starfsemi Landspítala - háskólasjúkrahúss í sumar en undanfarin ár, eða 13% af mögulegum legudögum. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Minnisvarði um Guðlaug Bergmann

Hellnar | Minnisvarði hefur verið reistur í landi Brekkubæjar á Hellnum um Guðlaug heitinn Bergmann. Var það gert á alþjóðlegum degi jarðar. Ekkja Guðlaugs, Guðrún G. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 639 orð | 1 mynd

Næsta skref að prófa fólks- og sendibíla

Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is NÆSTA skref í vetnisverkefni Íslenskrar NýOrku, þegar tilraunaverkefni með strætisvagna lýkur í sumar, verða tilraunir með fólksbíla eða sendibíla. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 63 orð

Opið hús í frístundaheimilum

Austurbær | Opið hús verður í dag milli kl. 16 og 18 í frístundaheimilum sem starfa við Álftamýrar-, Breiðagerðis-, Fossvogs-, Háteigs-, Hlíða-, Hvassaleitis-, Laugarnes-, Langholts- og Vogaskóla. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 369 orð | 1 mynd

Óskað eftir umboði frá þúsundum einstaklinga

Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is STJÓRN Almennings ehf. Meira
28. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 688 orð | 1 mynd

"Ef hann er reiðubúinn að ljúga"

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BRESKI Íhaldsflokkurinn hefur hert mjög persónulegar árásir sínar á Tony Blair, leiðtoga Verkamannaflokksins og forsætisráðherra, nú þegar vika er eftir til þingkosninga. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 802 orð | 1 mynd

"Það vantar mjög víða fólk"

Eftir Höllu Gunnarsdóttur hallag@mbl.is Getur verið erfitt fyrir 16-17 ára að fá vinnu Ungmenni á aldrinum 16-17 ára eiga hvað erfiðast með að fá vinnu þar sem þau eru undir lögaldri en fara ekki í unglingavinnuna. Meira
28. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 758 orð

Repúblikanar vilja beita "dómsdagsúrr æðinu"

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is "EINHVERN tímann á næstu vikum verðum við hugsanlega vitni að atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings sem tryggja myndi sess 109. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 69 orð

Samgöngur | Bæjarráð Húsavíkur fjallaði um samgönguáætlun á síðasta...

Samgöngur | Bæjarráð Húsavíkur fjallaði um samgönguáætlun á síðasta fundi sínum og fagnar því að vegtenging þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum skuli vera komin á áætlun, "en mikilvægt er að því verki verði lokið sem fyrst," segir í bókun. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 138 orð

Samið um tilraunir með sveigjanlegt skólastarf

FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavíkur og menntamálaráðuneytið hafa gert með sér samning um tveggja ára tilraunaverkefni um breytta viðmiðunarstundaskrá frá því sem kveðið er á um í aðalnámskrá grunnskóla. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 182 orð

Setur skipulagsmál í erfiða stöðu

SKIPULAGSSTOFNUN hefur átt viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytið um viðbrögð sveitarfélaga og stjórnvalda við dómi Hæstaréttar, þar sem fallist var á kröfur fjölskyldu um að eiga lögheimili í sumarhúsabyggð í... Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 127 orð

Sex buðu í tengivirki við Kolviðarhól

LANDSNET fékk sex tilboð í jarðvinnu og byggingu sex þúsund fermetra tengivirkis við Kolviðarhól, sem reisa þarf vegna Hellisheiðarvirkjunar. Mun mannvirkið tengja Búrfellslínu 2 við virkjunina. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Sigurvegurunum var vel fagnað

GRÍÐARLEG fagnaðarlæti brutust út á Akureyrarflugvelli um hádegisbil í gær, þegar nýkrýndir sigurvegarar í Norrænu KappAbel-stærðfræðikeppninni komu með áætlunarflugi Flugfélags Íslands frá Reykjavík. Fjórmenningarnir sem sigruðu í keppninni, eru í 9. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 318 orð | 2 myndir

Skólasókn ungmenna aldrei meiri en nú

SKÓLASÓKN 16 ára ungmenna frá sl. hausti hefur aldrei verið meiri en hún var þá 93% þegar litið er til allra kennsluforma dagskóla, kvöldskóla, utanskóla og fjarnáms. Skólasóknin hefur aukist um rúmlega eitt prósentustig frá fyrra ári. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Slysum fækkaði úr 50 í eitt á sjö árum

ÁR hefur liðið hjá Alcan í Straumsvík án þess að komið hafi til fjarveru starfsmanns vegna slyss og segir Rannveig Rist, forstjóri félagsins, að árangur í öryggismálum álversins í Straumsvík sé með því besta sem þekkist í heiminum. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 57 orð

Slökkvistöð | Í vikunni voru opnuð tilboð í byggingu nýrrar...

Slökkvistöð | Í vikunni voru opnuð tilboð í byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Austurbyggð. Fjögur aðaltilboð bárust í verkið. Austurverk ehf. bauð kr. 57.355.500, Saxa ehf. bauð kr. 57.801.640, Röra- og hellusteypan ehf. kr. 59.779. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 60 orð

Staðarhaldari | Valdimar J. Halldórsson, mannfræðingur og kennari við...

Staðarhaldari | Valdimar J. Halldórsson, mannfræðingur og kennari við Menntaskólann á Ísafirði, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hrafnseyrarnefndar. Valdimar var ráðinn úr hópi 23 umsækjenda. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Styttist í 100 milljarða múrinn

Á TILTÖLULEGA fáum árum hefur fasteignafélögum á Íslandi fjölgað umtalsvert og eignasöfn þeirra hafa þanist út um tugi eða hundruð prósenta. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 84 orð

Suðurbæjardagurinn í Hafnarfirði

Hafnarfjörður | Suðurbæjardagurinn verður haldinn í fyrsta skipti í Hafnarfirði á morgun, föstudag. Stofnanir í Suðurbænum, skólahverfi Öldutúnsskóla, hafa skipulagt dagskrá frá morgni til kvölds til þess að sýna brot af afrakstri vetrarins. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 89 orð

Sveit Laugalækjarskóla Íslandsmeistarar í skák

HNÍFJAFNT og æsispennandi Íslandsmeistaramót grunnskólasveita í skák fór fram um síðustu helgi, og í úrslitaeinvígi milli Norðurlandameistara Rimaskóla og Reykjavíkurmeistara Laugalækjarskóla hafði sá síðarnefndi sigur. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 1214 orð

Sættum okkur ekki við að farsæll sóknarprestur sé færður til í starfi

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stuðningsmönnum sr. Hans Markúsar Hafsteinssonar sóknarprests í Garðasókn. Meira
28. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Söguleg ferð Pútíns til Ísraels

Jerúsalem. AFP, AP. | Vladímír Pútín Rússlandsforseti kom til Ísraels í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Ísraelsríkis sem rússneskur eða sovéskur leiðtogi sækir það heim. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 48 orð

Tillaga felld | Fjallað var um leikskólamál á fundi bæjarstjórnar...

Tillaga felld | Fjallað var um leikskólamál á fundi bæjarstjórnar Akraness í vikunni, en þar flutti Gunnar Sigurðsson tillögu þess efnis að bæjarstjórn Akraness myndi samþykkja að lækka frá og með 1. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Tóku fyrstu skóflustunguna

LEIKSKÓLABÖRN frá leikskólanum Steinahlíð tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri Blómavalsverslun á dögunum en á leikskólanum hefur verið lögð áhersla á samband við gróður og umhverfi. Meira
28. apríl 2005 | Innlent - greinar | 722 orð | 1 mynd

Tæplega 6% hagvöxtur í ár og á næsta ári

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Hagvöxtur verður nær 6% í ár og svipaður á næsta ári. Eftir það dregur úr hagvexti og meira jafnvægi kemst á og er gert ráð fyrir að á árinu 2007 verði hagvöxtur 2,4%. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 107 orð

Uppbygging

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi var haldinn á Seyðisfirði nýlega, en þar var í ályktun fagnað því mikla uppbyggingarstarfi sem nú fer fram á Mið-Austurlandi, "en þeirri uppsveiflu þarf að fylgja eftir svo ekki komi... Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Vefur bæjarins aðgengilegur fötluðum

Reykjanesbær | Vefur Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, hefur fengið vottun fyrir aðgengi fatlaðra. Meira
28. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Vilja ákæru á hendur Berlusconi

Róm. AFP. | Saksóknarar hafa lagt fram beiðni um að dómstóll á Ítalíu gefi út ákæru á hendur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, fyrir skattsvik. Meira
28. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Þakhluti féll á bíl við Glæsibæ

MIKIL mildi þykir að þessi fólksbíll, á planinu við Glæsibæ, var mannlaus um miðjan dag í gær þegar stóreflis stykki úr væntanlegu þaki nýrrar viðbyggingar við verslunarhúsnæðið féll ofan á bifreiðina og skemmdi hana töluvert. Meira

Ritstjórnargreinar

28. apríl 2005 | Leiðarar | 449 orð

Erfið eftirlaunamál

Nú er ljóst að lögum um kjör æðstu handhafa framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds verður ekki breytt á þessu þingi. Meira
28. apríl 2005 | Staksteinar | 292 orð | 1 mynd

Leikskólar og val

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, voru frummælendur á fundi sjálfstæðiskvenna og ungra sjálfstæðismanna á þriðjudag, þar sem rætt var um áform R-listans um gjaldfrjálsan... Meira
28. apríl 2005 | Leiðarar | 482 orð

Skattar og góðgerðarfélög

Jónas Guðmundsson hagfræðingur hefur tekið saman skýrslu fyrir nokkur góðgerðarsamtök um skattaumhverfi slíkra félagasamtaka. Þar kemur fram að þetta umhverfi sé góðgerðarsamtökum erfiðara en víðast hvar í nágrannalöndunum. Meira

Menning

28. apríl 2005 | Kvikmyndir | 279 orð | 2 myndir

Bíó folk@mbl.is

Nú fer hver að verða síðastur til að skella sér á einhverja af þeim gæðamyndum sem í boði eru á Kvikmyndahátíð Íslands . Samkvæmt fyrirfram ákveðinni dagskrá átti hátíðinni að ljúka á laugardag, en hefur nú verið framlengd fram yfir helgi, til mánudags. Meira
28. apríl 2005 | Kvikmyndir | 143 orð | 1 mynd

Brosnan áfram Bond

PIERCE Brosnan mun leika James Bond í nýjustu kvikmyndinni, Casino Royale, sem hefja á tökur á síðar á árinu, að því er Judi Dench, sem leikur yfirmann Bond, M, hefur greint frá. Meira
28. apríl 2005 | Tónlist | 1260 orð | 1 mynd

Ekkert gaman ef Kölski væri bara vondur

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SÖGUNA um Fást þekkja margir; - söguna um menntamanninn ljóngáfaða, sem lætur til leiðast að selja kölska sál sína fyrir visku, nautn og velsæld. Meira
28. apríl 2005 | Myndlist | 498 orð | 1 mynd

Fjölbreytt glerlist í samhljómi við undur náttúrunnar

Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10-20, föstudaga til sunnudaga kl. 13-17 Sýningin stendur til 1. maí. Meira
28. apríl 2005 | Tónlist | 79 orð | 1 mynd

Forsmekknum fagnað

NOKKUÐ er um liðið síðan hljómsveitin Úlpa sendi frá sér plötu en úr því verður bætt í sumar, því þá hyggst sveitin gefa út breiðskífu sem hljóðrituð var seint á síðasta ári. Meira
28. apríl 2005 | Tónlist | 368 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Þ að þurfti ungan og upprennandi íslenskan gítarleikara til að fá Robert Plant til að syngja "Stairway To Heaven" aftur eftir að hafa harðneitað því í ein 15 ár eins og greint var frá á baksíðu Morgunblaðsins í gær. Meira
28. apríl 2005 | Fólk í fréttum | 178 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Leikkonurnar og vinkonurnar Jennifer Aniston og Courtney Cox standa saman í gegnum súrt og sætt. Meira
28. apríl 2005 | Tónlist | 680 orð | 1 mynd

Fullkomið frelsi

Ragnheiður Gröndal, söngkonan vinsæla, stendur nú á tímamótum í lífi sínu, lýkur tónlistarnámi á næstu dögum og býr sig undir að gefa út fyrstu plötuna sem eingöngu verður með hennar tónlist. Hún sagði Árna Matthíassyni frá þessum spennandi framtíðaráformum sínum. Meira
28. apríl 2005 | Myndlist | 1012 orð | 2 myndir

Glerlist í Gerðarsafni

Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 11-17. Sýningin stendur til 1. maí. Meira
28. apríl 2005 | Tónlist | 572 orð | 1 mynd

Góðgerðarsveifla á Broadway

TILTÖLULEGA lítið hefur borið á söngvaranum dagfarsprúða Geiri Ólafssyni síðustu mánuði. Hann hefur þó hreint ekki setið auðum höndum heldur hefur hann verið að semja lög fyrir væntanlega plötu og undirbúa ný útspil, eins og t.d. Meira
28. apríl 2005 | Bókmenntir | 160 orð | 1 mynd

Hljóðbækur

Dimma hefur gefið út á hljóðbók tvær sögur eftir Iðunni Steinsdóttur í lestri höfundar. Önnur sagan, Drekasaga , kom út á prenti 1989 og hlaut afbragðs viðtökur. Meira
28. apríl 2005 | Kvikmyndir | 370 orð

Hvað er karlmennska?

Leikstjórn: Aksel Hennie og John Andreas Andersen. Handrit: Aksel Hennie. Kvikmyndataka: John Andreas Andersen. Aðalhlutverk: Aksel Hennie, Nicolai Cleve Broch, Björn Floberg, Espen Juul Kristiansen, Amed Zeyan og Martin Skaug. 103 mín. Noregur 2004. Meira
28. apríl 2005 | Fjölmiðlar | 109 orð | 1 mynd

Hversdagsdrama

Í GAMANDRAMANU Aðþrengdum eiginkonum ( Desperate Housewives ) í kvöld gerist hörmulegur atburður sem verður til þess að íbúarnir við Wisteria Lane þurfa að hugsa sinn gang. Meira
28. apríl 2005 | Myndlist | 114 orð | 1 mynd

Íslendingar á textílhátíð í Japan

UM ÞESSAR mundir er haldin heimssýningin Aichi World Expo 2005 í borginni Nagoya í Japan. Meðal fjöldamargra viðburða á henni er textílhátíðin World Quilt Carneval sem stendur yfir dagana 20. til 22. maí nk. Meira
28. apríl 2005 | Tónlist | 614 orð | 2 myndir

Í stórum stíl

Samstarfsverkefni Eivarar Pálsdóttur og Stórsveit danska ríkisútvarpsins. Sveitin var skipuð 22 spilurum og lék undir stjórn Jesper Riis lög eftir Eivøru. Peter Jensen samdi þrjár prelúdur. Meira
28. apríl 2005 | Tónlist | 418 orð | 2 myndir

Kim og Kjukken á Nasa í ágúst

Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is EINN dáðasti tónlistarmaður Dana fyrr og síðar, Kim Larsen, er á leið til Íslands til tónleikahalds. Hann heldur tvenna tónleika ásamt hljómsveit sinni Kjukken á Nasa við Austurvöll 26. ágúst og 27. ágúst nk. Meira
28. apríl 2005 | Tónlist | 64 orð | 1 mynd

Landsvirkjun styrkir Óperuna

ÍSLENSKA óperan og Landsvirkjun hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Bjarni Daníelsson óperustjóri og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifuðu undir samninginn í Íslensku óperunni á dögunum. Meira
28. apríl 2005 | Myndlist | 152 orð | 1 mynd

Náttúran og hið manngerða

Gallerí Sævars Karls | Kristján Jónsson myndlistarmaður sýnir verk sín þessa dagana í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti. Meira
28. apríl 2005 | Tónlist | 125 orð | 1 mynd

Ný söngkona

HLJÓMSVEITIN Santiago hefur fengið til liðs við sig nýja söngkonu, Berglindi Ósk Guðgeirsdóttur, sem er 23 ára og ættuð frá Reyðarfirði. Hljómborðsleikara hefur einnig verið bætt í hópinn, sá heitir Ólafur Ágúst Haraldsson. Meira
28. apríl 2005 | Tónlist | 107 orð

Ókeypis niðurhal á Tónlist.is

ÁKVEÐIÐ hefur verið að opna vefinn Tónlist.is fyrir alla frá morgni 29. apríl til miðnættis 1. maí í tilefni af því að vefurinn á nú tveggja ára afmæli. Meira
28. apríl 2005 | Kvikmyndir | 204 orð | 1 mynd

Ósætti um mannætusenu

TÖKUR á hinni vinsælu framhaldsmynd Sjóræningja Karíbahafsins: Bölvun Svörtu perlunnar hafa valdið usla á eyjunni Dominica í Karíbahafinu. Charles Williams, höfuð Carib-ættbálksins, sem í eru alls um 3. Meira
28. apríl 2005 | Menningarlíf | 656 orð | 2 myndir

Sakari, Sinfó og silfraði tónninn

Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitarstjórinn Petri Sakari voru valin bestu flytjendur Tónaljóða Sibeliusar sem byggð eru á ævintýrum kappans Lemminkäinens í Kalevalakvæðunum finnsku, í þættinum CD Review á þriðju rás Breska útvarpsins BBC á... Meira
28. apríl 2005 | Bókmenntir | 120 orð | 1 mynd

Spennusaga

JPV-ÚTGÁFA hefur sent frá sér bókina Hveitibrauðsdagar eftir James Patterson og Howard Roughan í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. Meira
28. apríl 2005 | Fjölmiðlar | 304 orð | 1 mynd

Það er næsta víst!

ÉG ER forfallinn áhugamaður um ensku knattspyrnuna. Meira

Umræðan

28. apríl 2005 | Aðsent efni | 259 orð | 1 mynd

Asnalæti stjörnublaðamanns

Óli Tynes fjallar um kókaíninnflutning starfsbróður síns: "Hann brást trausti án þess að fá nokkuð í staðinn sem skiptir máli." Meira
28. apríl 2005 | Aðsent efni | 240 orð | 1 mynd

Ánægjuleg þróun

Björgvin G. Sigurðsson svarar grein Dags B. Eggertssonar: "Dagur hefur upp undir mannsaldur verið á leiðinni til okkar jafnaðarmanna og er það ánægjuleg þróun..." Meira
28. apríl 2005 | Aðsent efni | 398 orð | 1 mynd

Enskur barningur gegn hreintungustefnu

Þorgrímur Gestsson fjallar um hreintungustefnu: "Hvenær verður farið að kenna íslensku á ensku?" Meira
28. apríl 2005 | Aðsent efni | 362 orð | 1 mynd

Gróði af stjórn

Baldvin Nielsen fjallar um sölu Símans: "Ég tel skynsamlegast að þjóðin haldi í grunnnetið og það verði ekki selt með Símanum..." Meira
28. apríl 2005 | Aðsent efni | 537 orð | 1 mynd

Ingibjörgu Sólrúnu til forystu

Jón Gunnarsson fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar: "Veljum formann Samfylkingarinnar með framtíðarhagsmuni flokksins að leiðarljósi." Meira
28. apríl 2005 | Aðsent efni | 634 orð | 1 mynd

Íþróttahús við Öldutúnsskóla

Árni Sv. Mathiesen leggur fram tillögu um að lóð Öldutúnsskóla verði stækkuð: "Tillögur hafa verið um að Kirkjugarðar Hafnarfjarðar fái svæðið að mestu en hugmynd mín er að skólalóð Öldutúnsskóla verði stækkuð í þessa átt..." Meira
28. apríl 2005 | Aðsent efni | 652 orð | 1 mynd

Jarðgöng til Vestmannaeyja - Í gegnum hvaða fjall

Ísleifur Jónsson fjallar um jarðgangagerð til Vestmannaeyja: "Þær áætlanir sem ekki gera ráð fyrir leku bergi eru ekki pappírsins virði." Meira
28. apríl 2005 | Bréf til blaðsins | 519 orð

Jarðvarmi eða vatnsafl?

Frá Gesti Guðmundssyni: "ÞANNIG hljóðaði fyrirsögn á grein í Mogganum fyrripartinn í febrúar. Í þessari grein ræðir Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir við Þorkel Helgason um raforkuöflun og raforkumál." Meira
28. apríl 2005 | Aðsent efni | 798 orð | 1 mynd

Landráðamenning

Sverrir Björnsson skrifar um auglýsingar Umferðarstofu og svarar pistli Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu: "Auglýsingar Umferðarstofu eru sérstaklega hannaðar til að vekja fólk. Vekja það til árvekni í umferðinni, vekja það til vitundar um afleiðingar hraðaksturs..." Meira
28. apríl 2005 | Aðsent efni | 1111 orð | 1 mynd

Ríkisstjórnin 10 ára - verkefni Samfylkingarinnar

Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur: "Á Íslandi búum við í landi tækifæranna og í mínum huga er Samfylkingin flokkur tækifæranna. Við getum orðið stærsti flokkur landsins ef við höldum rétt á málum." Meira
28. apríl 2005 | Aðsent efni | 1546 orð | 1 mynd

RÚV-frumvarp til eflingar og úrbóta

Eftir Markús Örn Antonsson: "...fyrst og síðast eiga ný lög um Ríkisútvarpið auðvitað að innsigla fjölbreytt þjónustuhlutverk þess við íslenzkan almenning..." Meira
28. apríl 2005 | Aðsent efni | 374 orð | 2 myndir

Sameignarfélagið RÚV

Davíð Örn Jónsson og Víðir Smári Petersen skrifa um rekstrarstefnu RÚV: "Á heildina litið er þetta frumvarp merkingarlítið, oft er aðeins um nafnabreytingar og tilfærslur að ræða." Meira
28. apríl 2005 | Aðsent efni | 752 orð | 1 mynd

Sannleikanum verður hver sárreiðastur

Hermann Níelsson svarar Ólínu Þorvarðardóttur: "Flest atriðin í grein minni eru í fullu gildi og voru ekki sett fram með ,,digrum yfirlýsingum" það geta lesendur staðfest." Meira
28. apríl 2005 | Velvakandi | 534 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

"Svona eru Íslendingar" ÉG KOM til Íslands 1957 og enn þann dag í dag segja Íslendingar við mig um leið og ég opna munninn: "Þú ert ekki Íslendingur." Aðeins menntað fólk þegir eða spyr mig kurteislega: "Hvaðan ertu? Meira
28. apríl 2005 | Aðsent efni | 680 orð | 1 mynd

Vottun á aðgengi vefsíðna

Arnþór Helgason fjallar um aðgengi fatlaðra að vefsíðum: "Markmið samstarfs Öryrkjabandalagsins og Sjá ehf. er að stuðla að bættu aðgengi fatlaðra að vefsíðum." Meira

Minningargreinar

28. apríl 2005 | Minningargreinar | 5506 orð | 1 mynd

ERNA MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR

Erna María Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 1. júlí 1990. Hún lést á heimili sínu 15. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 23. apríl. Meira  Kaupa minningabók
28. apríl 2005 | Minningargreinar | 1433 orð | 1 mynd

GUNNLAUGUR ÓLAFSSON

Gunnlaugur Ólafsson fæddist í Þykkvabæ 6. ágúst 1946. Hann lést á krabbameinsdeild 11E Landspítala - háskólasjúkrahúss 16. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 23. apríl. Meira  Kaupa minningabók
28. apríl 2005 | Minningargreinar | 704 orð | 1 mynd

HAUKUR ÓSKAR ÁRSÆLSSON

Haukur Óskar Ársælsson fæddist í Reykjavík 6. mars 1930. Hann lést á Borgarspítalanum 17. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ársæll Kjartansson, f. á Stokkseyri 20. jan. 1906, d. 13. apríl 1991, og Klara Vemundsdóttir, f. í Reykjavík 21. sept. 1909. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

28. apríl 2005 | Sjávarútvegur | 176 orð | 1 mynd

Mikil íslensk umsvif í Brussel

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra skoðaði Evrópu-sjávarútvegssýninguna í Brussel í gær og kom að sjálfsögðu við í básum íslenzku fyrirtækjanna, sem eru fjölmenn að vanda. Meira
28. apríl 2005 | Sjávarútvegur | 233 orð | 1 mynd

Nýr bátur á Borgarfjörð eystra

BÁTASMIÐJAN Seigla hefur afhent nýjan bát til Borgarfjarðar eystra. Það er Glettingur NS, sem er nýsmíði númer 21 hjá Seiglu ehf. Hann er 14,9 brúttótonn, 11,6 metra langur og 3,6 metra breiður. Meira

Viðskipti

28. apríl 2005 | Viðskiptafréttir | 177 orð | 1 mynd

Straumur hagnaðist um 4,6 milljarða króna

STRAUMUR fjárfestingarbanki skilaði 4,6 milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins og er það ríflega tvöföldun hagnaðar frá sama fjórðungi ársins á undan. Þetta þýðir að félagið hagnaðist um 51 milljón hvern dag vikunnar. Meira

Daglegt líf

28. apríl 2005 | Daglegt líf | 794 orð | 4 myndir

Bætir lesskilning og eflir sjálfsvirðingu

Stóra upplestrarkeppnin er eitt umfangsmesta þróunarverkefni, sem á sér stað í grunnskólum landsins. Jóhanna Ingvarsdóttir hlustaði á ljóðaflutning fulltrúa Snælandsskóla sem verið hafa í þjálfunarbúðum hjá Unni Sólrúnu Bragadóttur. Síðustu keppnirnar fara fram í dag og á morgun. Meira
28. apríl 2005 | Neytendur | 93 orð | 1 mynd

Efni í ilmvötnum geta valdið hormónabreytingum

Efni sem talið er að valdið geti hormónabreytingum eru í ilmvötnum eins og Eternity frá Calvin Klein og White Musk frá Body Shop, að því er könnun á vegum Greenpeace leiddi í ljós. Frá því er m.a. greint í sænska neytendatímaritinu Råd och Rön. Meira
28. apríl 2005 | Neytendur | 224 orð | 1 mynd

Fullyrðing má ekki vera blekkjandi á neinn hátt

Spurning: Lesandi spyr hvort Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. sé heimilt að setja fram fullyrðingar á áföstum merkimiða á umbúðum Kristals plús um að drykkurinn innihaldi B-vítamín. Svar: Að sögn Jóhönnu E. Meira
28. apríl 2005 | Afmælisgreinar | 1151 orð | 1 mynd

Heill þér, Pamela!

Einn mesti Íslandsvinur sem ég hef nokkurn tíma kynnst er Pamela Brement, fyrrverandi sendiherrafrú Bandaríkjanna hér á Íslandi, eiginkona Marshall Brement, sem var hér sendiherra á árunum 1982 til 1985. Í dag, 28. Meira
28. apríl 2005 | Neytendur | 103 orð

Íslenskir sumardagar

ÍSLENSKIR sumardagar verða haldnir í Fjarðarkaupum 28. apríl til 7. maí. Lögð er áhersla á að framleiðendur kynni nýjungar í íslenskri framleiðslu og áhugaverða framsetningu á vöru og þjónustu. Meira
28. apríl 2005 | Neytendur | 340 orð | 1 mynd

Mýkt, kraftur, fylling og sætleiki

KAFFI er ekki bara kaffi í huga kaffiáhugamanna því gott kaffi þarf að vera í góðu jafnvægi. Meira
28. apríl 2005 | Neytendur | 44 orð | 1 mynd

Planta trjám á móti mengun

AVEDA á Íslandi hefur í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur gerst svokallað CO 2 -hlutlaust fyrirtæki. Meira
28. apríl 2005 | Neytendur | 651 orð | 2 myndir

Sér alfarið um eldamennskuna á heimilinu

Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is Hjalti Úrsus Árnason kraftlyftingamaður er fjögurra barna faðir og býr í Mosfellsbæ. Meira
28. apríl 2005 | Neytendur | 769 orð | 1 mynd

Súkkulaðiterta og svínakjöt

Krónan Gildir 28. apr.-01. maí verð nú verð áður mælie. verð Tómatar 99 109 99 kr. kg Bautabúrs malakoff 683 1139 683 kr. kg Bautabúrs nauta-lamba hakk 612 874 612 kr. kg Krónu skinka 198 0 198 kr. kg Matfugl kjúklingamánar, 6 tegundir 389 499 389 kr. Meira

Fastir þættir

28. apríl 2005 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

40 ÁRA afmæli Í dag fimmtudaginn 28. apríl er fjörutíu ára Böðvar...

40 ÁRA afmæli Í dag fimmtudaginn 28. apríl er fjörutíu ára Böðvar Guðmundsson bílasmiður og hestakall, Grænatúni 22, Kópavogi. Böðvar verður í vinnunni í... Meira
28. apríl 2005 | Árnað heilla | 15 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli Í dag fimmtudaginn 28. apríl er sjötíu ára Gyða...

70 ÁRA afmæli Í dag fimmtudaginn 28. apríl er sjötíu ára Gyða Þórarinsdóttir frá... Meira
28. apríl 2005 | Fastir þættir | 255 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Íslandsmótið í tvímenningi. Meira
28. apríl 2005 | Fastir þættir | 591 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Frá bridsdeild FEBK Gjábakka Föstudaginn 22/4 var spilaður tvímenningur á 9 borðum. Meðalskor 216 . Úrslit urðu þessi: N/S Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 282 Björn Hermannss. Meira
28. apríl 2005 | Í dag | 497 orð | 1 mynd

Fimmtán kórar með 400 konum

Hrafnhildur Blomsterberg hefur stjórnað Kvennakór Hafnarfjarðar í fimm ár og stjórnaði kór Flensborgarskóla í fjögur ár til 1987 og tók aftur við stjórn kórsins 1996. Meira
28. apríl 2005 | Viðhorf | 826 orð | 1 mynd

Hvað hefði Ísland gert?

Það voru [...] ríkin sem sæti áttu í öryggisráði SÞ sem brugðust fyrst og fremst, einstök ríki sem ekki tryggðu Dallaire og stofnunum SÞ þann stuðning, þann liðsstyrk, sem þurfti til að grípa inn í atburðarásina í Rúanda. Meira
28. apríl 2005 | Í dag | 94 orð | 1 mynd

Menningardagar í Gerðubergi

SENDU mér sólskin er yfirskrift menningardaga í Gerðubergi sem hefjast á morgun. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og hefst sýningin með tveimur myndlistarviðburðum. Listmálarinn Lóa Guðjónsdóttir opnar sýninguna Litaljóð í Boganum kl. 16. Meira
28. apríl 2005 | Fastir þættir | 149 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rf3 d6 4. Bc4 e6 5. Bb3 a6 6. Rbd2 Re7 7. Rf1 h6 8. Rg3 Rd7 9. Bf4 b6 10. De2 Bb7 11. 0-0-0 b5 12. h4 Rb6 13. d5 e5 14. Be3 Rd7 15. h5 Rf6 16. hxg6 fxg6 17. a4 Bc8 18. a5 Bg4 19. Dd2 g5 20. Hdg1 Dc8 21. Re1 Rg6 22. f3 Bd7 23. Meira
28. apríl 2005 | Í dag | 60 orð

Sýningu lýkur Gallerí Dvergur

Um helgina lýkur einkasýningu myndlistarmannsins Baldurs Geirs Bragasonar. Sýningin ber heitið "Vasamálverk - vasinn geymir bæði andann og efnið" og á henni sýnir hann nýlega skúlptúra sína og hljóðverk. Meira
28. apríl 2005 | Í dag | 13 orð

Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. (Sálm. 16, 1.) ...

Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. (Sálm. 16, 1.) Meira
28. apríl 2005 | Fastir þættir | 310 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Hið vinsæla útivistarsvæði Akurey á Kollafirði, eins og Katrín Jakobsdóttir borgarfulltrúi kallar eyjuna í nýlegri blaðagrein, dró Víkverja til sín um síðustu helgi í frábæru veðri. Meira

Íþróttir

28. apríl 2005 | Íþróttir | 78 orð

Ahandour með tilboð frá Grindavík

GRINDVÍKINGAR hafa ákveðið að bjóða franska knattspyrnumanninum Mounir Ahandour samning. Hann fór af landi brott í gær eftir að hafa dvalið hjá Grindvíkingum til reynslu í eina viku. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 99 orð

Akranesvöllur klár í slaginn

LEIKUR ÍA og Keflavíkur í átta liða úrslitum deildabikarkeppni Knattspyrnusambands Íslands fer fram á aðalleikvanginum á Íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum á Akranesi. En ástand vallarsins er með besta móti miðað við árstíma. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 150 orð

Birgir Leifur hefur leik á Spáni

BIRGIR Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistararinn í höggleik og holukeppni í karlaflokki í golfi, hefur leik kl. 11 að íslenskum tíma á Áskorendamótaröðinni í dag. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 209 orð

Craig Bellamy og Alan Shearer í SMS-stríði

CRAIG Bellamy, velski knattspyrnumaðurinn sem Newcastle lánaði til Glasgow Celtic fyrir skömmu, virðist hafa brennt allar brýr að baki sér í Newcastle. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 280 orð

Detroit í góðum málum

DETROIT Pistons er í góðum málum eftir að hafa lagt Philadelphia 76ers tvívegis í úrslitakeppni NBA körfuboltans. Í fyrrinótt sigraði Detroit 99:84. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 149 orð

Errol McFarlane til Breiðabliks?

ERROL McFarlane, knattspyrnumaður frá Trínidad og Tóbagó, sem lék með Fylki árið 2001, gæti spilað með Breiðabliki í 1. deildinni í sumar. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Haukur Sigurvinsson í Aftureldingu á nýjan leik

HAUKUR Sigurvinsson handknattleiksmaður, sem leikið hefur með HK undanfarin tvö ár, hefur gengið til liðs við Aftureldingu á nýjan leik og gert tveggja ára samning við félagið. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 41 orð

í kvöld

HANDKNATTLEIKUR Úrslit kvenna, þriðji leikur: Ásvellir: Haukar - ÍBV 19.40 *Staðan er 2:0 fyrir Hauka, sem verða Íslandsmeistarar með sigri. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 354 orð

Johansson til Keflavíkur

KEFLVÍKINGAR hafa gengið frá leigusamningi við sænska knattspyrnufélagið Örgryte um varnarmanninn Michael Johansson. Hann kemur til þeirra í dag og leikur með þeim út tímabilið. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 300 orð | 1 mynd

Jón Arnór fer í úrslitaleikinn

JÓN Arnór Stefánsson og félagar hans í rússneska körfuknattleiksliðinu Dynamo St. Pétursborg leika til úrslita í FIBA-Evrópudeildinni eftir að hafa lagt BC Khimki að velli í undanúrslitum í gær í Istanbúl í Tyrklandi, 92:81. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 410 orð | 1 mynd

* KJARTAN Henry Finnbogason og Theódór Elmar Bjarnason fögnuðu sigri í...

* KJARTAN Henry Finnbogason og Theódór Elmar Bjarnason fögnuðu sigri í gær með unglingaliði Celtic í skosku bikarkeppninni er liðið sigraði St. Mirren 2:0. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 833 orð | 1 mynd

Kristján Uni hefur náð ÓLlágmarkinu

ÞRÍR íslenskir skíðamenn að norðan verða í hópi um sextíu evrópskra íþróttamanna sem Visa Europe styður til þátttöku á vetrarólympíuleikunum í Tórínó á Ítalíu á næsta ári. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 624 orð | 1 mynd

"Auðvitað átti ég að skora"

LIVERPOOL er með vænlegri stöðu í rimmu sinni gegn Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir að fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli á Stamford Bridge í London í gær. Síðari leikur liðana fer fram þann 3. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 225 orð

Serbinn Igor Pesic semur við Skagamenn

FORRÁÐAMENN knattspyrnuliðs ÍA munu að öllu óbreyttu gera samning við Igor Pesic, leikmann frá Serbíu/Svartfjallalandi, sem hefur verið til reynslu hjá félaginu undanfarna daga. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 288 orð | 1 mynd

* SIGRÚN Fjeldsted , spjótkastari úr FH , keppti á móti í Athens í...

* SIGRÚN Fjeldsted , spjótkastari úr FH , keppti á móti í Athens í Bandaríkjunum um liðna helgi. Þar kastaði hún 49,87 metra og varð í öðru sæti en Sigrún á best 50,19 metra frá því í síðasta mánuði. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 255 orð | 1 mynd

* SIGURÐUR Eggertsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við...

* SIGURÐUR Eggertsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals. Sigurður er 23 ára miðjumaður sem vakti talsverða athygli með Valsliðinu í vetur. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Silja Úlfarsdóttir á besta tíma í Evrópu

SILJA Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, náði góðum árangri í 400 metra grindahlaupi um síðustu helgi þegar hún hljóp á 56,62 sekúndum á móti í Bandaríkjunum. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 554 orð | 1 mynd

Skrípaleikur og samsæri?

Sigurður Elvar Þórólfsson Á LOKAHÓFI Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, sem fram fór síðasta vetrardag var tilkynnt um val á leikmönnum ársins í karla- og kvennaflokki, liði ársins, þjálfurum ársins auk þess sem fleiri viðurkenningar voru veittar. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 161 orð

úrslit

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu Undanúrslit, fyrri leikur: Chelsea - Liverpool 0:0 - 41.000. *Síðari leikurinn verður á Anfield þriðjudaginn 3. maí. England Úrvalsdeild: Newcastle - Middlesbrough 0:0 - 52.047. Meira
28. apríl 2005 | Íþróttir | 226 orð

Vijay Singh ver titil aðra helgina í röð á PGA

VIJAY Singh frá Fijí, sem sigraði um síðustu helgi á PGA-golfmóti í Houston eftir bráðabana gegn Bandaríkjamanninum John Dalyer, er mættur til leiks á ný til þess að verja titilinn á móti sem fer fram á TPC-vellinum í New Orleans, Zurich Classic-mótinu. Meira

Viðskiptablað

28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 41 orð

28. apríl |Tölur um atvinnuleysi í Þýskalandi verða birtar auk...

28. apríl |Tölur um atvinnuleysi í Þýskalandi verða birtar auk vöruskiptajöfnuðar í Myntbandalagi Evrópu. Auk þess verða bráðabirgðatölur um VLF birtar í Bandaríkjunum. 3. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 245 orð | 3 myndir

28. apríl | Uppgjör fyrsta ársfjórðungs frá Bakkavör Group, Kaupþingi...

28. apríl | Uppgjör fyrsta ársfjórðungs frá Bakkavör Group, Kaupþingi banka og Flögu Group. 29. apríl | Uppgjör fyrsta ársfjórðungs frá Össuri hf.Uppgjör fyrsta ársfjórðungs frá Bakkavör Group, Kaupþingi banka og Flögu Group. 3. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 82 orð | 1 mynd

2. maí | Opinn fyrirlestur hjá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla...

2. maí | Opinn fyrirlestur hjá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands hefst kl. 12.15. Roderick Floud, rektor London Metropolitan University, flytur erindi um hagvöxt, heilsufar og líkamsburði í Odda stofu 101. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 408 orð | 1 mynd

Aukið öryggi, lægri kostnaður, færri mistök

Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is FYRIRTÆKIN Brim, Eimskip og SH, með þátttöku Maritech og Símans, hafa tekið upp óslitin rafræn samskipti á milli upplýsingakerfa sinna. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 82 orð | 1 mynd

Dregur úr hagnaði Amazon

GENGI hlutabréfa í Amazon-fyrirtækinu hefur fallið um 2,5% vegna allmiklu minni hagnaðar á fyrsta fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 136 orð

Ein besta afkoma Sparisjóðs Húnaþings

AFKOMA Sparisjóðs Húnaþings og Stranda á árinu 2004 var sú besta um langt árabil, að því er segir í tilkynningu. Hagnaðurinn nam 73,4 milljónum króna, eigið fé sjóðsins í árslok 2004 var 422,6 milljónir og eiginfjárhlutfall 11,4 %. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 77 orð

Enn hækkar ICEX-15

VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu í gær 4.324 milljónum króna, mest með hlutabréf eða fyrir 3.845 milljónir króna og íbúðabréf fyrir 174 milljónir króna. Mestu hlutabréfaviðskiptin voru með bréf Íslandsbanka eða fyrir um 1. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 405 orð

Er Reykjavík að verða ný Lúxemborg?

Í þjóðmálaumræðum síðustu áratuga hefur oft verið vísað til þess að smáþjóðum í Evrópu hefði tekizt að hasla sér völl innan um stórþjóðirnar og skapa sér sérstöðu og um leið lífskjör, sem jafnist á við það bezta, sem þekkist. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 2382 orð | 9 myndir

Fasteignafélögin þenjast út

Eignir og umsvif stærstu fasteignafélaganna hafa aukist verulega á fáum árum og ný félög hafa bæst við. Arnór Gísli Ólafsson komst að því að menn telja þennan akur enn ekki fullplægðan. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 351 orð | 2 myndir

Hagnaður fyrirtækja Avion Group 2,5 milljarðar í fyrra

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is SAMANLAGÐUR hagnaður þeirra fyrirtækja sem nú mynda Avion Group nam tæplega 2,5 milljörðum króna eftir skatta á síðasta ári. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 769 orð | 1 mynd

Hefur aldrei leiðst í vinnunni

Harpa Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri þjónustusviðs SPRON. Helgi Mar Árnason dregur upp svipmynd af henni. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 1146 orð | 4 myndir

Kvikmyndir, listaverk og heimsþekktar hljómsveitir

Claude Monet, James Bond, Robert Plant og Michael Jackson eru hluti þeirra þekktu nafna sem tengjast flutningafyrirtækinu Fraktlausnum. Grétar Júníus Guðmundsson ræddi við Helga Bjarnason og bræðurna Bjarna Steinar Bjarnason og Arnar Bjarnason um starfsemi fyrirtækisins. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 220 orð | 1 mynd

Laun bandarískra forstjóra hækkuðu um 54%

LAUN forstjóra 500 stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna hækkuðu um 54% á síðasta ári. Laun þeirra námu alls 5,1 milljarði dollara í, eða 321 milljarði íslenskra króna, samkvæmt fjármálatímaritinu Forbes . Launahæsti forstjórinn er Terry S. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 44 orð | 1 mynd

Málþing

29. apríl | Aðalfundur Sænsk-íslenska verslunarráðsins verður haldinn í hádeginu í fundarsal Verslunarráðs, sjöundu hæð Húss verslunarinnar. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa gefst gestum tækifæri á að ræða um starf ráðsins og viðskipti milli landanna. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 399 orð | 2 myndir

Mikilvægast að starfsmenn komist heilir heim

HEILT ár hefur liðið hjá Alcan í Straumsvík án fjarveruslyss en sú staðreynd er talin endurspegla þá þróun sem hófst með mikilli öryggisvakningu hjá fyrirtækinu seint á síðasta áratug. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 1221 orð | 1 mynd

Misferli í Skandia

Kaupþing banki og Burðarás hafa á síðustu vikum verið nefndir í tengslum við sænska tryggingafélagið Skandia. Guðmundur Sverrir Þór kynnti sér fyrirtækið. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 148 orð | 1 mynd

Nike þökkuð skýrslan

AUSTURBAKKI, sem er umboðsaðili Nike á Íslandi, vill koma á framfæri athugasemd vegna fréttar sem birtist í Morgunblaðinu 15. apríl undir yfirskriftinni "Nike viðurkennir mannréttindabrot". Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 295 orð

Ný lausn í gagnaflutningum

OG Vodafone og Orkuveita Reykjavíkur hafa tekið höndum saman um nýja lausn í gagnaflutningum, MetroNet. Í tilkynningu frá Og Vodafone segir að þessari nýju lausn sé ætlað að svara þörfum fyrirtækja um síaukinn hraða í gagnaflutningum. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 170 orð | 1 mynd

Nöfn tilboðsgjafa í Símann verða birt

NÖFN þeirra sem munu leggja fram tilboð í Símann verða öll birt eftir að tilboðsfrestur rennur út, að sögn Jóns Sveinssonar, formanns framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 112 orð | 1 mynd

Óánægðir lífeyriseigendur hjá Skandia

UM 15. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 278 orð | 1 mynd

Óttast eigi velgengni á Bandaríkjamarkaði

FORSTJÓRI Toyota hefur hvatt japanska bílaframleiðendur til að slaka aðeins á markaðssókninni í Bandaríkjunum. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 1108 orð | 3 myndir

"Eruð þið að vinna fyrir Actavis?"

Rafverktakafyrirtækið Rafeining í Hafnarfirði lauk nýlega við smíði svokallaðra startskápa í ferjur á vegum maltnesks fyrirtækis. Guðmundur Sverrir Þór heimsótti Rafeiningu og komst að því að þeir eru ekki að vinna fyrir Actavis. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 71 orð

SEB býður í Privatbanken

SÆNSKA bankasamstæðan SEB falast eftir norska bankanum Privatbanken og hefur gert yfirtökutilboð sem hljóðar upp á 1,1 milljarð norskra króna, eða 11,1 milljarð íslenskra króna. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 98 orð | 1 mynd

Skoða tilboð Asda

BRESKA blaðið Independent greindi í gær frá því að Samkeppnisstofnun Bretlands muni líklega fara gaumgæfilega í saumana á því ef verslunarkeðjan Asda leggur fram tilboð í verslunarkeðjuna Somerfield. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 125 orð

Sundspretturinn dugði ekki

Fjarskiptafyrirtækin Nokia og Ericsson gáfu út góðar ársfjórðungsskýrslur og hækkuðu bæði vel í kjölfarið. Nokia stóð t.d. fyrir mestu hækkun bæði í Stokkhólmi og Helsinki. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 198 orð | 1 mynd

TDC vill kaupa Símann

DANSKA símafélagið TDC, sem áður var hið ríkisrekna TeleDanmark, hefur hug á að taka þátt í baráttunni um kaupin á Símanum, samkvæmt upplýsingum Reuters- fréttastofunnar. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 124 orð

Tilboð opnuð í viðbyggingu ME

OPNUÐ hafa verið tilboð í byggingu annars áfanga kennsluhúss Menntaskólans á Egilsstöðum. Um er að ræða byggingu 1100 fermetra viðbyggingar við núverandi kennsluhús. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 97 orð | 1 mynd

Tilfærslur hjá Alcoa

BILL O'Rourke sem hefur gegnt stöðu aðstoðarforstjóra á sviði umhverfis- og öryggismála hjá Alcoa frá 1997 tekur nú við stöðu forstjóra Alcoa í Rússlandi. Meira
28. apríl 2005 | Viðskiptablað | 147 orð

Verðmætaaukning yfir 800 þúsund á mann

Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að samkvæmt Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka frá deginum áður hefði verðmætaaukning í íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu aukist um 315 þúsund krónur á mann á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.