Greinar þriðjudaginn 11. október 2005

Fréttir

11. október 2005 | Innlendar fréttir | 41 orð

Afsögn hverfisnefndar | Á fundi stjórnsýslunefndar nýlega var tekið...

Afsögn hverfisnefndar | Á fundi stjórnsýslunefndar nýlega var tekið fyrir erindi frá hverfisnefnd Oddeyrar þar sem nefndin segir af sér. Stjórnsýslunefnd samþykkti að taka erindisbréf hverfisnefnda til endurskoðunar. Meira
11. október 2005 | Erlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Allt að 40.000 fórust

Muzaffarabad. AP, AFP. | Stjórnvöld í Pakistan sögðu í gær, að líklega hefðu allt að 40.000 manns týnt lífi í jarðskjálftanum á laugardag og meira en 60.000 slasast. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 546 orð | 2 myndir

Andleg heilsa manna og líkamleg eru óaðskiljanlegir hlutir

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is "ALÞJÓÐA geðheilbrigðisdagurinn snýr að öllum, því það er engin heilsa án geðheilbrigði. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

35 ÁRA gamall íslenskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn 15 ára stúlku í Bretlandi hinn 31. maí sl. að því er segir á fréttavef Surreyonline . Maðurinn var ákærður hinn 9. september og hefur komið fyrir dóm vegna málsins. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 287 orð

Ánægja með niðurstöður kosningar

Suðurnes | Sveitarstjórnarmenn í Garði og Sandgerði eru ánægðir með niðurstöður kosninga um sameiningu sveitarfélaga á Reykjanesi. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Ástralskt tónverk við íslenskan texta

Ástralska tónskáldið Rosalind Page hefur samið söngljóðaflokk við ljóð Hrafns Andrésar Harðarsonar, bæjarbókavarðar í Bókasafni Kópavogs og ljóðskálds. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 239 orð

Bankar fari varlega í útlánum

"AUGLJÓST er að þessi mikla útlánaþensla sem orðið hefur í landinu hefur verið sjálfstæður spennuvaldur og gert það að verkum að við höfum verið að sjá einkaneyslu aukast mjög mikið og langt umfram aukningu kaupmáttar sem hefur skilað sér í aukinni... Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Barist gegn brjóstakrabbameini

Húsavík | Húsavíkurkirkja er lýst upp með bleikum lit um þessar mundir og er það gert í tilefni þess að í októbermánuði er hér á landi haldið árveknisátak gegn brjóstakrabbameini í sjötta sinn. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 54 orð

Barnamenningarhátíð | Á fundi menningarmálanefndar var tekið fyrir...

Barnamenningarhátíð | Á fundi menningarmálanefndar var tekið fyrir erindi frá Örnu Valsdóttur, þar sem hún hvetur nefndina til þess að skoða möguleikann á veglegri Barnamenningarhátíð í tengslum við Listasumar 2006. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 104 orð

Bílanaust fjárfestir í Bretlandi

BÍLANAUST hf. hefur fjárfest í þremur fyrirtækjum í Bretlandi á undanförnum vikum. Samanlögð velta fyrirtækjanna er um 1,2 milljarðar króna og stefnir Bílanaust á að kaupa fleiri bresk fyrirtæki. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Bragi Baldursson ráðinn til RNF

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra hefur ráðið Braga Baldursson flugvélaverkfræðing í stöðu aðstoðarforstöðumanns Rannsóknarnefndar flugslysa frá 1. október 2005. Meira
11. október 2005 | Erlendar fréttir | 336 orð

Bretar óttast orkukreppu

Eftir Svein Guðjónsson svg@mbl.is SAMKVÆMT langtíma veðurspám má búast við að veðurfar fari mjög kólnandi á Bretlandseyjum í náinni framtíð og muni þess jafnvel fara að gæta strax nú í vetur, sem talinn er geta orðið einn sá harðasti í áratugi. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Býflugnagleði

Býflugnabændur á sunnanverðu landinu komu saman í Laugardalnum á laugardag og héldu uppskeruhátíð sína í Veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Komu þeir þangað með uppskeru sumarsins, en bændurnir starfa m.a. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 93 orð

Bæturnar námu 65 þús. pundum

SAMKVÆMT upplýsingum frá lögmanni Jóns Ólafssonar var dómurinn yfir Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni kveðinn upp í London í júlí. Hinn 24. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 182 orð

Digital Ísland til Selfoss

DIGITAL Ísland hefur hafið útsendingar á Selfossi og á næstu dögum og vikum er stefnt að því að bæta við útsendingarsvæðum á Suðurlandi og Akureyri. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Doktorsvörn frá hugvísindadeild HÍ

DOKTORSVÖRN fer fram við hugvísindadeild Háskóla Íslands föstudaginn 14. október nk. Þá ver Margrét Eggertsdóttir, fræðimaður við Stofnun Árna Magnússonar, doktorsritgerð sína "Barokkmeistarinn. List og lærdómur í verkum Hallgríms... Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 13270 orð | 1 mynd

Dómur Hæstaréttar vegna frávísunar Baugsmáls í Héraðsdómi Reykjavíkur

Hér birtist í heild dómur Hæstaréttar vegna frávísunar Héraðsdóms Reykjavíkur á öllum 40 ákæruliðum í Baugsmálinu svonefnda sem ákæruvaldið áfrýjaði til Hæstaréttar: Nr. 420/2005. Mánudaginn 10. október 2005. Ákæruvaldið (Jón H. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Eignirnar seldar með rekstri Café Paris

AUGLÝSTAR hafa verið til sölu húseignirnar við Austurstræti 12A og 14 sem standa á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis í miðborg Reykjavíkur og setja mikinn svip á bæinn - ekki síst vegna lágmyndarinnar á gaflinum að Pósthússtræti. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 191 orð

Ekki ástæða til að auka kröfur um eiginfjárhlutföll banka

HALLDÓR Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í gær að hann teldi ekki ástæðu til að auka kröfur um eiginfjárhlutföll bankanna í þeim tilgangi að draga úr útlánum þeirra. Halldór var að svara fyrirspurn frá Kristjáni L. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 42 orð

Eldsneyti lækkar hægt og sígandi

OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu í gær verð á eldsneyti frá 50 aurum og upp í um eina krónu. Algengt verð í sjálfsafgreiðslu á 95 oktana bensíni víða var um 113 krónur fyrir lítrann og lítrinn af gasolíu var um einni og hálfri krónu... Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 108 orð

Enn af óhappi

Hjálmar Freysteinsson færir Steinunni Valdísi borgarstjóra huggunarorð, en hún missti kjötsax á fótinn: Eitt ég segja þarf við þig það mun raunabótin: Skárra er að skera sig en skjóta sig í fótinn. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Enn bíða 86 börn eftir plássi

TÆPLEGA 70 starfsmenn vantar enn á leikskóla Reykjavíkurborgar til þess að þeir teljist fullmannaðir, og hefur þurft að fresta því að veita 86 börnum pláss á leikskólum borgarinnar vegna starfsmannaskorts þó tekist hafi að ráða í 37 stöður frá því um... Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 264 orð

Fargjald aðra leiðina frá 5.600 krónum

FERÐASKRIFSTOFAN Heimsferðir lækkar á næsta ári verð farmiða frá Íslandi til Alicante á Spáni úr 15.400 í 12.400 og býður fargjöld aðra leiðina frá 5.600 krónum. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 95 orð

Farþegum um Leifsstöð fjölgar ört

Keflavík | Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um 18% í september miðað við sama tíma í fyrra, úr tæpum 140 þúsund farþegum árið 2004 í tæpa 165 þúsund farþega nú. Þetta segir á vef flugstöðvarinnar, www.airport.is. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Fasteignagjöld lækki í Grindavík

Grindavík | Bæjarráð Grindavíkur samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu S- og D-lista um lækkun fasteignagjalda frá og með næstu áramótum. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 99 orð

FAS til Ungverjalands | Tíu nemendur úr Framhaldsskólanum í...

FAS til Ungverjalands | Tíu nemendur úr Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) lögðu í gær af stað ásamt tveimur kennurum í hálfsmánaðarlangt ferðalag til Ungverjalands. Á vefnum hornafjordur. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 682 orð | 1 mynd

Félagsmálaráðherra segir að niðurstöðu verði unað

Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is UMRÆÐA utan dagskrár um niðurstöður kosninga um tillögur að sameiningum sveitarfélaga sem fram fóru á laugardaginn, var óvænt tekin upp á Alþingi í gær. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 89 orð

Formannsskipti í NA-kjördæmisráði

KJÖRDÆMISÞING Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var haldið að Seli í Mývatnssveit laugardaginn 24. september sl. Mættir voru 68 fulltrúar ásamt alþingismönnum kjördæmisins og gestum. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Fótaaðgerðastofa Seltjarnarness flytur

FÓTAAÐGERÐASTOFA Seltjarnarness hefur flutt starfsemi sína í nýtt og húsnæði á Austurströnd 8, Seltjarnarnesi, jarðhæð. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Framkvæmdir við Gljúfrastofu hafnar

Kelduhverfi | Framkvæmdir eru hafnar við Gljúfrastofu, fyrirhugaða gestastofu og upplýsingamiðstöð í Ásbyrgi, þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Það er Norðurvík ehf. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 189 orð

Fyrirkomulag sorpförgunar verði kynnt

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum að beina þeim tilmælum til stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 139 orð

Færri innbrot í Hafnarfirði

INNBROTUM í Hafnarfirði hefur fækkað um 38% frá árinu 2002 sem er talsvert meiri fækkun en gert var ráð fyrir til ársins 2008. Þá hefur þjófnaðarbrotum fækkað um 45% á sama tímabili. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Gengið í þágu friðar

FRIÐARGANGA var farin í kringum Tjörnina í Reykjavík á sunnudag en gengið var fyrir vináttu og bræðralag án þess að þjóðerni, kynþættir, trúarbrögð eða aldur skipti máli. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Góð reynsla af þátttöku í NPP-verkefnum

Eftir Birki Fanndal Mývatnssveit | Góð reynsla er af þátttöku íslenskra aðila í verkefnum sem styrkt eru af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Programme, NPP). Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Haustlauf falla á haustlauf ofan

ÞRÁTT fyrir blíðu í Reykjavík og nágrenni að undanförnu verður því ekki á móti mælt að haustið er komið og allra veðra von. Fallandi lauf af trjánum bera þess merki. Krakkar í 4. Meira
11. október 2005 | Erlendar fréttir | 709 orð | 2 myndir

Heil kynslóð hvarf

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Yfirvöld í Pakistan áttu í gær í miklum erfiðleikum með að koma hjálpargögnum á svæði sem urðu verst úti í jarðskjálftanum á laugardag, skæðasta skjálfta í sögu landsins. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Hvatning til stúdenta

Fáskrúðsfjörður | Fyrir helgi gerðu sveitarfélagið Austurbyggð og Landsbankinn með sér samkomulag um stofnun rannsóknarsjóðs. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 495 orð

Hæstiréttur vísaði 32 af 40 ákæruliðum frá dómi

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær meginhluta Baugsmálsins frá dómi eða 32 ákæruliðum af 40 vegna verulegra galla á ákæru ríkislögreglustjóra. Í þeim hluta ákærunnar sem vísað var frá er að finna alvarlegustu atriði ákærunnar. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Illa lyktandi hrefnuhræ í fjöruborðinu

Reykjanesbær | Sex metra langt hræ af hrefnutarfi rak að landi í Reykjanesbæ í gærmorgun og vakti það nokkurn forvitniblandinn óhug hjá vegfarendum á Ægisgötu í Reykjanesbæ þegar þeir rákust á hræið lónandi í fjöruborðinu neðan við gömlu sundhöllina. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 161 orð

Íslandsbanki flyst á Strætólóðina

Á FUNDI borgarráðs sl. fimmtudag var ákveðið að fela borgarstjóra að ganga til viðræðna við fasteignafélagið Klasa hf. vegna beiðni félagsins um viðræður um ráðstöfunarrétt á Strætólóðinni við Borgartún. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 93 orð

Kallað á lögreglu vegna martraða

STÖÐUG og hávær hjálparköll, líkt og verið væri að murka lífið úr manni, bárust frá íbúð einni í Árbænum í fyrrinótt. Nágrannarnir brugðust hárrétt við og hringdu í lögregluna í Reykjavík sem kom þegar á vettvang og barði dyra. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 148 orð

Kristur um víða veröld

Kirkjugestum í Glerárkirkju gefst tækifæri til að kynnast því hvernig listamenn annarra þjóða sýna Krist og hvernig þeir myndgera frásagnir guðspjallanna af atburðum í lífi hans, en sýningin Kristur um víða veröld var opnuð í kirkjunni á sunnudag, 9. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð

Kynning á erfða- og lyfjarannsókn ÍE

FYRSTI fundur astma- og og ofnæmisskólans á þessum vetri verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 12. október kl. 20, í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 266 orð

Kynntu fæðingarorlof og kvennafrídag

FJÓRÐA ráðstefnan um Konur og lýðræði var haldin í Pétursborg í síðustu viku. Var það síðasta ráðstefnan í röðinni en þær hófust í Reykjavík árið 1999. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 105 orð

Lagt í jörð | Dreifilínur Rafmagnsveitna ríkisins á Héraði verða víða...

Lagt í jörð | Dreifilínur Rafmagnsveitna ríkisins á Héraði verða víða lagðar í jörð á næstunni. Um er að ræða dreifilínur frá aðveitustöð við Eyvindará til Eiða, línur á Völlum, í Skriðdal og Fljótsdal. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 50 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi á Laugavegi við gatnamót Bolholts föstudaginn 7. október um kl. 17:30. Þar lentu tveir fólksbílar í árekstri, grár Volkswagen Polo og blár BMW. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 763 orð | 1 mynd

Lög um sameiningu líkleg

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Tilgangurinn að efla sveitarstjórnarstigið Niðurstöður kosninganna um sameiningu sveitarfélaga síðastliðinn laugardag sýna að meirihluti íbúa í tveimur af þremur sveitarfélögum, sem kosið var í, vill óbreytt ástand. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 546 orð | 1 mynd

Man ekki eftir jafn harkalegri gagnrýni

EIRÍKUR Tómasson, prófessor í réttarfari við Háskóla Íslands, segir að hann muni ekki til þess að hafa lesið jafn harkalega gagnrýni í hæstaréttardómi og er að finna í dóminum um ákæruna í Baugsmálinu. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 470 orð | 1 mynd

Mátti ekki dragast lengur að hefja starfsemi á ný

Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is SLIPPURINN Akureyri ehf. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 181 orð

Nakinn maður handtekinn í rúmi barns

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gærmorgun karlmann um þrítugt sem fór í óleyfi inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti og lagðist allsnakinn upp í rúm þriggja ára stúlkubarns. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Nauðsynlegur þáttur í íslenskum lögfræðistörfum

FYRSTA heftið af tímariti með dómareifunum Mannréttindadómstóls Evrópu kom út í gær. Það nær yfir dóma fyrstu sex mánuði ársins 2005 og er stefnt að því að gefa út tvö rit árlega. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Niðurstaðan kom á óvart

Ekki er enn ljóst hvað undirbúningur og framkvæmd sameiningarkosninganna síðastliðinn laugardag kostaði, að sögn Róberts Ragnarssonar, verkefnisstjóra í félagsmálaráðuneytinu. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 67 orð

Ný Fjarðabyggð | Fjarðabyggð, Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppur og...

Ný Fjarðabyggð | Fjarðabyggð, Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppur og Mjóafjarðarhreppur sameinast í eitt sveitarfélag á næsta ári. Íbúar sveitarfélaganna fjögurra samþykktu allir sameiningu í kosningum um helgina. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Nýr sparkvöllur á Hofsósi

Hofsós | Enn einn nýr og flottur völlur var formlega tekinn í notkun á Hofsósi um síðastliðna helgi og hafa þá milli 60 og 70 vellir í frábæru sparkvallaátaki KSÍ verið gerðir víðsvegar um landið. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 148 orð

Óþægileg nótt á heiðinni

Lágheiði | Það var heldur óþægileg nótt hjá bifreiðastjóra einum sem á laugardagskvöld ætlaði að bregða sér frá Siglufirði til Dalvíkur á vel útbúnum bíl sínum. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

Pólskar kleinur og menningarkynning

Reyðarfjörður | Dagana 3. til 6. október var haldin pólsk þemavika hjá nemendum Grunnskólans á Reyðarfirði. Var hún haldin í samvinnu við Fjarðaálsverkefnið, en Bechtel og skólinn hafa ákveðið að hafa með sér samstarf í vetur. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

"Höfum góðar varnir"

JÓN Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs sagðist í þættinum Ísland í dag á Stöð tvö í gærkvöld engar áhyggjur hafa af því sem gæti komið út úr þeim ákæruliðum Baugmsálsins sem vísað var heim í hérað af Hæstarétti í gær. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð

Réttarkerfið ekki sagt sitt síðasta orð

BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra sagði í dagbók sinni á vefnum að stórfrétt gærdagsins hefði að sjálfsögðu verið niðurstaða Hæstaréttar í kærumálinu vegna Baugs. "Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Ræðir framhald málsins við ríkissaksóknara

JÓN H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, segir að aðrir verði að dæma um það hvort dómur Hæstaréttar sé áfellisdómur yfir vinnubrögðum deildarinnar. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 223 orð

Safnað vegna skjálftasvæða

HJÁLPARSAMTÖK á Íslandi láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að hjálparstarfi í Pakistan í kjölfar jarðskjálftans sem reið yfir Kasmírhérað á laugardagsmorgun en talið er að um 120 þúsund manns þurfi á brýnni hjálp að halda. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 160 orð

Segir unnið að því að lækka virðisaukaskatt á matvælum

ÁRNI M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði i fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki skipt um skoðun og hefði áfram áhuga á að lækka virðisaukaskatt á matvælum. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Skemmdir á viðkvæmu landi

BORIÐ hefur á því í Mývatnssveit að undanförnu að hjólför eftir jeppa sjáist utan vega með tilheyrandi jarðraski og greinilegt sé að þar hafi menn farið um sem ekki kunna nægilega til verka þegar ekið er um landið. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd

Skulda þjóðinni skýringar

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is "ÞESSI dómur er mjög hörð ádrepa á hendur ákæruvaldinu og embætti ríkislögreglustjóra. Það er einfaldlega niðurstaða Hæstiréttar að málinu er vísað frá að verulegu leyti, nánast að öllu leyti. Meira
11. október 2005 | Erlendar fréttir | 1108 orð | 1 mynd

Stjórnarmyndunarviðræður að hefjast

Þótt stóru flokkarnir í Þýskalandi, kristilegir demókratar og jafnaðarmenn, séu að ná samkomulagi um að starfa saman, ríkir enn mikil óvissa í þýskum stjórnmálum að því er fram kemur í grein Arthúrs Björgvins Bollasonar. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 272 orð | 2 myndir

Sýnir með David Bowie

Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is ELÍN Hansdóttir myndlistarmaður er í hópi tólf myndlistarmanna sem taka þátt í samsýningu í nýju galleríi í Brooklyn í New York, New General Catalog 244. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 433 orð

Taldi ólíklegt að málið fengi efnismeðferð í Bretlandi

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is TRYGGVI Þórhallsson, lögfræðingur Háskóla Íslands, tók á sínum tíma undir álit dómsmálaráðuneytisins um varnarþing í máli Jón Ólafssonar á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Tilbúnir sláturkeppir á basar

Hvammstangi | Krabbameinsfélag Hvammstangalæknishéraðs stendur annað hvert ár fyrir basar til eflingar starfsemi sinnar. Basarinn var í dag 7. október og seldist allt upp á skömmum tíma. Meira
11. október 2005 | Erlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Tímamót í Þýskalandi

Berlín. AFP. | Brotið var í blað í þýskum stjórnmálum í gær þegar um það var samið, að Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, yrði kanslari í stjórn þeirra og jafnaðarmanna. Verður hún fyrsta konan til að gegna því embætti. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 83 orð

Tvö fíkniefnamál í Borgarnesi

TVÖ fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Borgarnesi um helgina, um tíu grömm af kannabisefnum fundust í bíl sem stöðvaður var við hefðbundið umferðareftirlit og lítilræði til viðbótar í kjölfar húsleitar, ásamt því að lagt var hald á óskráð... Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Um 1.400 starfsmenn frá Vara í Reykjavík

REYKJAVÍKURBORG og sveitarfélagsins Vara í Svíþjóð hafa gert með sér samkomulag um að allir starfsmenn hins sænska sveitarfélags, alls 1.400 manns, heimsæki stofnanir borgarinnar og kynni sér starfsemi þeirra. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Unnið að bættum hag einstaklinga með geðraskanir

GEÐHEILBRIGÐISMÁL hafa verið í brennidepli innan Háskóla Íslands að undanförnu. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Fréttaritari vaknaði við högg og hljóð í vinnuvélum snemma morguns um helgina. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Úrslit kosninga um sameiningu

MISTÖK urðu við birtingu töflu um úrslit sameiningarkosninganna í Morgunblaðinu í gær. Er beðist velvirðingar á því. Meira
11. október 2005 | Erlendar fréttir | 154 orð | 2 myndir

Verðlaun fyrir leikjakenningar

Stokkhólmur. AP. | Ísraelinn Robert J. Aumann og Bandaríkjamaðurinn Thomas C. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Vinir einkabílsins vilja greiðari umferð

VINIR einkabílsins héldu stofnfund sinn í Reykjavík á sunnudag, en markmið samtakanna er að tryggja greiðari umferð einkabíla um borgina. Formaður samtakanna var kosinn Eggert Páll Ólason lögfræðingur. Meira
11. október 2005 | Innlendar fréttir | 99 orð

Yfirvöld hætti áreitni í garð fyrirtækisins

BAUGUR Group sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Í ljósi dóms Hæstaréttar í dag, þar sem máli ákæruvaldsins gegn stjórnendum Baugs Group hf. og fleirum var að mestu vísað frá dómi, vill stjórn Baugs Group hf. Meira

Ritstjórnargreinar

11. október 2005 | Leiðarar | 549 orð

Niðurstaða Hæstaréttar

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í svonefndu Baugsmáli hinn 20. september sl.var alvarlegt áfall fyrir ákæruvaldið. Niðurstaða Hæstaréttar Íslands í málinu er enn þyngra áfall fyrir ákæruvaldið. Meira
11. október 2005 | Leiðarar | 348 orð

"Það átti að bjarga okkur"

Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd," segir í 16. Meira
11. október 2005 | Staksteinar | 282 orð | 2 myndir

Sameiningu að ofan hafnað

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hittir væntanlega naglann á höfuðið er hann segir í Morgunblaðinu í gær, í tilefni af úrslitum kosninga um sameiningu sveitarfélaga um helgina: "Aðferðin sem hefur gefist best er að þetta eigi sér... Meira

Menning

11. október 2005 | Kvikmyndir | 353 orð | 3 myndir

Allar í kór

Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is HEIMILDARMYNDIN Kórinn eftir Silju Hauksdóttur verður frumsýnd í kvöld klukkan 18 í Háskólabíói. Meira
11. október 2005 | Kvikmyndir | 218 orð | 1 mynd

Andinn og holdið

Leikstjóri: Lucrecia Martel. Aðalleikendur: Mercedes Morán, Carlos Belloso, Alejandro Urdapilleta, María Alche. 100 mín. Argentína. 2005. Meira
11. október 2005 | Tónlist | 87 orð | 1 mynd

Bubbi á Norðurbryggju

Tónlist | Bubbi Morthens kom fram á tónleikum á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. Húsfyllir var og einstakar undirtektir, að sögn Helgu Hjörvar, forstjóra Norðurbryggju, og kölluðu áheyrendur listamanninn fram hvað eftir annað. Meira
11. október 2005 | Kvikmyndir | 283 orð

Eitt augnakast

Leikstjóri: Nour-Eddine Lakhmari. Aðalleikendur: Jacques Zabor, Khalid Benchagra, Florian Cadiou, Abdellah Didane, Guillaume Lanson. 88 mín. Noregur/Marokkó. 2005. Meira
11. október 2005 | Fólk í fréttum | 126 orð

Fjallað um forneskjuna

RANNÍS stendur í kvöld kl. 20 að þriðja Vísindakaffinu, þar sem vísindin verða rædd á mannamáli, í kaffihúsinu Cultura í Alþjóðahúsinu. Tilgangur vísindakaffisins er að færa vísindin nær almenningi. Meira
11. október 2005 | Fólk í fréttum | 123 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Jennifer Lopez hefur játað að hún kvíði því að eldast. Hún kveðst ekki hafa útilokað að hún muni fara í fegrunaraðgerð. Þetta kemur fram í frétt Ananova . Meira
11. október 2005 | Tónlist | 443 orð

Framsækið og formfast

Róbert Reynisson gítar, Tobias Schirrer á altósaxófón og klarinett, Noko Meinhol, hljómborð, Eiríkur Orri Ólafsson trompet og flygilhorn og Helgi Svavar Helgason trommur. Fimmtudagskvöldið 29. september 2005. Meira
11. október 2005 | Kvikmyndir | 208 orð

Hákarl í höfðinu

Leikstjórn: Mária Procházková. 75 mín. Tékkland. 2005. Meira
11. október 2005 | Kvikmyndir | 419 orð | 1 mynd

Hrífandi þrautaganga

Leikstjórn: Cristi Puiu. Handrit: Cristi Puiu og Razvan Radulescu. Aðalhlutverk: Ion Fiscuteanu og Luminota Gheorghiu. 154 mín. Rúmenía 2004. Meira
11. október 2005 | Leiklist | 135 orð | 1 mynd

Hvað EF í Hafnarfjarðarleikhúsinu

FRUMSÝNT verður í Hafnarfjarðarleikhúsinu á laugardaginn nýtt íslenskt verk sem ber heitið ,,Hvað EF". Þar er farið yfir kaldar staðreyndir varðandi neyslu vímuefna. Meira
11. október 2005 | Bókmenntir | 161 orð | 1 mynd

John Banville hlýtur Booker-verðlaunin

ÍRINN John Banville hlaut í gærkvöldi eftirsóttustu bókmenntaverðlaun Breta, Booker-verðlaunin, fyrir bók sína The Sea, en tilkynnt var um verðlaunin í Lundúnum. Banville hlýtur 50. Meira
11. október 2005 | Kvikmyndir | 81 orð | 3 myndir

Kvikmyndafólk fagnaði

FULLUR salur fylgdist með óvissubíói og verðlaunaafhendingu í Sal 1 í Regnboganum við lok vel heppnaðrar Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík á sunnudagskvöld. Meira
11. október 2005 | Fjölmiðlar | 195 orð | 1 mynd

Leikarar mótmæla raunveruleikasjónvarpi

ÞAÐ hefur margt verið rætt og ritað um raunveruleikasjónvarp síðustu misseri og sýnist sitt hverjum. Þó ýmsar gagnrýnisraddir hafi heyrst sem mæla gegn ágæti umræddra þátta gera sér flestir grein fyrir að þessi gerð sjónvarpsþátta er komin til að vera. Meira
11. október 2005 | Kvikmyndir | 220 orð | 1 mynd

Leirbrúðumynd á toppinn

LEIRBRÚÐUMYNDIN Wallace and Gromit: The Curse of the Were-Rabbit fór beint í efsta sætið á aðsóknarlista bandarískra kvikmyndahúsa um helgina. Myndin fjallar um uppfinningamann og hundinn hans sem berjast við risastóra kanínu. Meira
11. október 2005 | Tónlist | 547 orð | 1 mynd

Ljóðaflokkur um sköpun heimsins

Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is HRAFN Andrés Harðarson, bæjarbókavörður í Bókasafni Kópavogs og ljóðskáld, heldur senn til Ástralíu til að hlýða á tónverk sem samið hefur verið við texta sjö ljóða hans. Meira
11. október 2005 | Myndlist | 733 orð | 1 mynd

Margradda heild

Til 25. október. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 8.30-16. Meira
11. október 2005 | Fjölmiðlar | 112 orð | 1 mynd

Nýtt myndband frumsýnt

KASTLJÓS er nýr þáttur á dagskrá Sjónvarpsins þar sem átta umsjónarmenn taka púlsinn á því helsta sem er að gerast í íslensku þjóðlífi, menningu, stjórnmálum, íþróttum og fleiru og fleiru. Meira
11. október 2005 | Leiklist | 487 orð

Sagan er góð

Unnið upp úr, "The Mabinogi" af Nigel Watson sem einnig flytur. Norræna húsið 10. október 2005. Meira
11. október 2005 | Menningarlíf | 1191 orð | 3 myndir

Smíðisgripir blinds þjóðhaga

Safnahús Borgarfjarðar í Borgarnesi er nú með sýningu á verkum Þórðar Jónssonar, blinds þjóðhagasmiðs sem lést árið 1962, 88 ára að aldri. Guðrún Guðlaugsdóttir var viðstödd opnun sýningarinnar, ræddi við Ásu S. Meira
11. október 2005 | Tónlist | 531 orð | 1 mynd

Svitnar tónlist

Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl. Meira
11. október 2005 | Fjölmiðlar | 32 orð | 1 mynd

...tiltekt í beinni

ÞÁTTURINN Allt í drasli hefur nú göngu sína á nýjan leik. Að þessu sinni munu þau Heiðar og Margrét taka til hendinni á landsbyggðinni. Heilræði fyrir heimilið á Skjá einum í... Meira
11. október 2005 | Tónlist | 180 orð | 2 myndir

Tónleikar í minningu Páls Ísólfssonar

112 ár eru á morgun liðin frá fæðingu tónskáldsins Páls Ísólfssonar á Stokkseyri. Um árabil hefur minning Páls verið heiðruð með samkomuhaldi á fæðingardegi hans. Meira
11. október 2005 | Tónlist | 153 orð | 1 mynd

Tónleikaröðin Triocolore Musica

DAGANA 13.-19. október verða þrennir tónleikar undir yfirskriftinni Triocolore Musica haldnir á Ísafirði, Akureyri og í Reykjavík. Meira
11. október 2005 | Fólk í fréttum | 1058 orð | 2 myndir

Umsátri aflétt

Það er bara allt of freistandi að hella sér út í þessa orðaleiki í kringum BERLinvasion, hin viðamiklu umsvif íslenskra listamanna í Berlínarborg, en "innrásaraðilar" höfðu sig loks á brott í síðustu viku eftir að hafa varpað kraftmikilli... Meira
11. október 2005 | Kvikmyndir | 500 orð | 1 mynd

Þakklæti í garð áhorfenda

ALÞJÓÐLEGRI kvikmyndahátíð í Reykjavík lauk um helgina og aðstandendur undu mjög sáttir við viðtökur áhorfenda. "Við erum svo þakklát áhorfendum fyrir að taka svona vel við hátíðinni, en hún hefði ekki getað gengið nema fólk mætti á staðinn. Meira
11. október 2005 | Bókmenntir | 23 orð

Þorsteinn á Skáldaspírukvöldi

FERTUGASTA Skáldaspírukvöldið verður haldið að vanda í Iðu, Lækjargötu, kl. 20 jarðhæð. Í þetta sinn er kvöldið helgað Þorsteini Eggertssyni, skáldi og... Meira

Umræðan

11. október 2005 | Aðsent efni | 388 orð | 1 mynd

Ferð án fyrirheits?

Sigurjón Bjarnason fjallar um yfirstaðnar sameiningarkosningar: "Kosningaþátttaka og úrslit í einstökum sveitarfélögum vitna einnig um þá óvissu sem virðist framundan í þessum málum." Meira
11. október 2005 | Aðsent efni | 505 orð | 1 mynd

Flugvöllurinn - hvert skal hann fluttur?

Kolbrún Baldursdóttir fjallar um Reykjavíkurflugvöll: "Meðal annars sem þarf að athuga er hve margir af landsbyggðarnotendum innanlandsflugsins eru til dæmis á leið til útlanda." Meira
11. október 2005 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Krafan um öryggi og kvenréttindi

Eftir Drífu Snædal: "Að vera laus við ofbeldi hljóta að vera mannréttindi..." Meira
11. október 2005 | Aðsent efni | 742 orð | 1 mynd

Sameinum Hlíðarnar

Hilmar Sigurðsson fjallar um skipulagsmál: "Það er kominn tími til að sameina Hlíðarnar." Meira
11. október 2005 | Aðsent efni | 371 orð | 1 mynd

Skólaþing á Seltjarnarnesi

Bjarni Torfi Álfþórsson fjallar um menntamál: "Markmið okkar er að vera í fremstu röð í þessum málaflokki og tryggja börnum okkar bestu þjónustu sem völ er á hverju sinni." Meira
11. október 2005 | Aðsent efni | 246 orð | 1 mynd

Ungir sjálfstæðismenn styðja Keflavíkurvalkostinn

Viktor B. Kjartansson fjallar um innanlandsflug: "...að landsfundarfulltrúar álykti að þjóðarsátt megi nást um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur." Meira
11. október 2005 | Aðsent efni | 457 orð | 1 mynd

Úthlutunarkerfi fyrir börn og unglinga

Sif Sigfúsdóttir fjallar um almenningssamgöngur: "Reykjavíkurborg þarf að hvetja ungt fólk til þess að nota strætisvagna en það er ekki gert með því að kynna ósveigjanlegt úthlutunarkerfi." Meira
11. október 2005 | Velvakandi | 514 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Dagblöðin á Selfossi ÁN efa erfitt að alhæfa, en ég hef verið áskrifandi Morgunblaðsins undanfarið og kann því mjög vel að það er alltaf komið inn um lúguna hjá mér þegar ég fer á fætur um klukkan sjö á morgnana. Meira

Minningargreinar

11. október 2005 | Minningargreinar | 1748 orð | 1 mynd

FRIÐRIK INGÞÓRSSON

Friðrik Th. Ingþórsson var fæddur á Óspaksstöðum í Hrútafirði 1. september 1918. Hann lést á blóðlækningadeild LSH við Hringbraut 16. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 29. september. Meira  Kaupa minningabók
11. október 2005 | Minningargreinar | 1126 orð | 1 mynd

FRIÐRIK ÞÓRÐARSON

Friðrik Þórðarson fæddist í Reykjavík 7. mars 1928. Hann lést á heimili sínu í Ósló 2. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björg Sigurðardóttir frá Fáskrúðsfirði, f. 2. maí 1893, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
11. október 2005 | Minningargreinar | 276 orð | 1 mynd

JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR

Jóhanna Jóhannsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 11. október 1943. Hún andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 21. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd 7. maí. Meira  Kaupa minningabók
11. október 2005 | Minningargreinar | 2684 orð | 1 mynd

JÓN EARNEST HENSLEY

Jón Earnest Hensley fæddist í Hafnarfirði 28. apríl 1943. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 29. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru María Guðbjörg Jónsdóttir, f. 8. desember 1925, d. 13. janúar 2003 og Charles Earnest Hensley, d.... Meira  Kaupa minningabók
11. október 2005 | Minningargreinar | 877 orð | 1 mynd

KAMILLA BRIEM

Kamilla Briem fæddist á Melstað í Miðfirði 5. nóvember 1916. Hún lést á elliheimilinu Grund 1. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Kristján Briem, f. 3.12. 1882, d. 8.6. 1959, prestur á Melstað í Miðfirði, og Ingibjörg Jóna Ísaksdóttir,... Meira  Kaupa minningabók
11. október 2005 | Minningargreinar | 367 orð | 1 mynd

ORRI GUNNARSSON

Orri Gunnarsson fæddist í Reykjavík 29. október 1930. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 13. september, í kyrrþey að hans ósk. Meira  Kaupa minningabók
11. október 2005 | Minningargreinar | 1660 orð | 1 mynd

ÓLAFÍA BENJAMÍNSDÓTTIR

Ólafía Benjamínsdóttir fæddist á Katastöðum í Núpasveit 12. febrúar 1910. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Rannveig Jónsdóttir, f. 3.10. 1879, d. 24.6. 1912, og Benjamín Jósefsson, f. 23.12. Meira  Kaupa minningabók
11. október 2005 | Minningargreinar | 828 orð | 1 mynd

RAGNAR ÞORSTEINSSON

Ragnar Þorsteinsson fæddist á Hamri í Hörðudal í Dalasýslu 11. apríl 1928. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson, f. 16. desember 1874, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
11. október 2005 | Minningargreinar | 1625 orð | 1 mynd

SIGHVATUR BIRGIR EMILSSON

Sighvatur Birgir Emilsson var fæddur í Hafnarfirði 29. júní 1933. Hann andaðist á heimili sínu í Franklinveien 13 í Larvik í Noregi aðfaranótt laugardagsins 1. okt. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Emil Jónsson, f. 27. okt. 1902, d. 30. nóv. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

11. október 2005 | Sjávarútvegur | 191 orð

Kolmunnadeilan snýst um 120 þúsund tonn

DEILAN um skiptingu kolmunnans snýst 120.000 tonn, sem eru að verðmæti um 800 milljónir króna upp úr sjó. Það verðmæti miðast við Noreg, en það er norska blaðið Fiskaren , sem hefur reiknað verðmætið út. Meira
11. október 2005 | Sjávarútvegur | 566 orð | 1 mynd

Útflutningur á óunnum fiski hefur aukist mikið

MUN meira var flutt utan af ísuðum fiski í gámum og í siglingum á síðasta fiskveiðiári en fiskveiðiárið á undan. Það skýrist að hluta af mikilli aukningu á ýsu í kjölfar mun meiri ýsuafla á síðustu tveimur árum. Meira

Viðskipti

11. október 2005 | Viðskiptafréttir | 489 orð | 1 mynd

Bílanaust kaupir þrjú bresk fyrirtæki

Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is BÍLANAUST hf. hefur fjárfest í þremur fyrirtækjum í Bretlandi á undanförnum vikum. Samanlögð velta fyrirtækjanna er um 1,2 milljarðar króna og stefnir Bílanaust á að kaupa fleiri bresk fyrirtæki. Meira
11. október 2005 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Erlend skuldabréf ná 80 milljarða markinu

Í DAG voru gefin út erlend skuldabréf í íslenskum krónum fyrir alls 5 milljarða króna af hálfu lánasýslu Austurríkis og Deutsche bank. Meira
11. október 2005 | Viðskiptafréttir | 115 orð

Gasfélagið selt

GENGIÐ hefur verið frá sölu á öllu hlutafé Gasfélagsins ehf , sem er helsti innflytjandi á fljótandi gasi og gashylkjum til landsins. Seljendur eru Olíufélagið ehf, Olíuverzlun Íslands hf. og Skeljungur hf. Meira
11. október 2005 | Viðskiptafréttir | 117 orð

SB á 4,58% í Skandia

STRAUMUR-Burðarás Fjárfestingarbanki á 4,58% hlutafjár í sænska tryggingafélaginu Skandia. Frá þessu greinir Reuters fréttastofan og hefur eftir Ragnari Þórissyni sem er fjárfestingastjóri hjá bankanum. Meira
11. október 2005 | Viðskiptafréttir | 167 orð | 1 mynd

Somerfield hafnar líklega yfirtöku

BRESKA smásölukeðjan Somerfield mun líklega hafna yfirtökutilboði frá eignarhaldsfélagi Rober Tchenguiz, Apax Partners og Barclays Capital, ef tilboðið verður undir 200 penní á hlut. Meira
11. október 2005 | Viðskiptafréttir | 110 orð

TM Software kaupir hollenskt fyrirtæki

TM Software hefur fest kaup á hollenska hugbúnaðarfyrirtækinu Falcon Automatisering BV sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir heilbrigðisgeirann. Meira
11. október 2005 | Viðskiptafréttir | 162 orð

Uppstokkun hjá Exista

FÉLÖGIN Meiður Holding S.á.r.l. og Bakkabræður S.á.r.l. verða leyst upp í framhaldi af endurskipulagningu á eignum Exista ehf, sem mun eiga sér stað á morgun, 12. október. Stjórn Exista ehf. hefur ákveðið að þá muni hollenskt eignarhaldsfélag, Exista B. Meira
11. október 2005 | Viðskiptafréttir | 61 orð

Úrvalsvísitalan hækkar

HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,11% og er 4.467 stig. Viðskipti með hlutabréf námu 3,3 milljörðum, þar af 2,9 milljörðum með bréf Straums Burðaráss fjárfestingarbanka . Meira

Daglegt líf

11. október 2005 | Daglegt líf | 494 orð | 5 myndir

Ein mynd segir meira en þúsund orð

Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Svíar nota hefðbundinn póst mikið og þ.a.l. handfjatla þeir frímerki oft. Meira
11. október 2005 | Daglegt líf | 191 orð | 6 myndir

Langir og loðnir með dúskum og dúllum

Kuldaboli á það til að blása ansi skart á landann yfir haust og vetrarmánuðina. Þá er gott að eiga góðan trefil, húfu og vettlinga til að verjast honum. Meira

Fastir þættir

11. október 2005 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli. Í dag, 11. október, er fimmtugur Magnús Halldórsson...

50 ÁRA afmæli. Í dag, 11. október, er fimmtugur Magnús Halldórsson, iðnfræðingur. Hann, ásamt fjölskyldu sinni, tekur á móti gestum í hátíðarsal íþróttahúss Álftaness laugardaginn 15. október kl.... Meira
11. október 2005 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli. Í dag, 11. október, er sextugur Ari Leifsson...

60 ÁRA afmæli. Í dag, 11. október, er sextugur Ari Leifsson framkvæmdastjóri. Eiginkona hans er Þuríður V. Lárusdóttir. Þau taka á móti gestum í veislusal Háteigskirkju laugardaginn 15. október milli kl. 16 og... Meira
11. október 2005 | Fastir þættir | 279 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Tígultvisturinn. Meira
11. október 2005 | Dagbók | 495 orð | 1 mynd

Fjarnám og fjarkennsla

Sólveig Friðriksdóttir fæddist í Reykjavík 1949. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1969 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1971. Sólveig leggur stund á BA-nám í íslensku við HÍ og M.Ed-nám við framhaldsdeild KHÍ. Meira
11. október 2005 | Í dag | 13 orð

Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. (Fil. 4...

Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. (Fil. 4, 5. Meira
11. október 2005 | Fastir þættir | 237 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. c4 e5 2. g3 Rc6 3. Bg2 f5 4. Rc3 Rf6 5. e3 d5 6. cxd5 Rb4 7. d3 Rbxd5 8. Rxd5 Rxd5 9. Re2 Bb4+ 10. Bd2 Bxd2+ 11. Dxd2 0-0 12. 0-0 c6 13. e4 Rf6 14. Had1 De8 15. Db4 fxe4 16. dxe4 b6 17. Rc1 c5 18. Dd2 Be6 19. Dc3 Dh5 20. f4 Bh3 21. f5 Bxg2 22. Meira
11. október 2005 | Fastir þættir | 918 orð | 3 myndir

TR og TV standa vel að vígi

7. október- 9. október 2005 Meira
11. október 2005 | Fastir þættir | 288 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji hefur tekið eftir að framkvæmdum við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar er lokið. Búið er að föndra með ljósakerfið, settir upp miklir ljósastólpar og umferð gangandi vegfarenda yfir gatnamótin komin í öðruvísi kerfi. Meira

Íþróttir

11. október 2005 | Íþróttir | 127 orð

Árni Gautur bíður enn

ÁRNI Gautur Arason markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og unnusta hans eiga von á sínu fyrsta barni á allra næstu dögum og á Árni Gautur allt eins von á því að þurfa að yfirgefa herbúðir íslenska liðsins í Stokkhólmi með skömmum fyrirvara. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 66 orð

Dagur glímunnar

DAGUR glímunnar haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn um land allt í dag, 11. október. Stefnt er að því að halda hann háðtíðlegan annan þriðjudag í október ár hvert. Í tilefni dagsins munu margir skólar kenna glímu þennan dag. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 187 orð | 1 mynd

Englendingar eru brattir

ÞRÁTT fyrir að enska landsliðið í knattspyrnu hafi tryggt sér sæti í lokakeppni HM í Þýskalandi á næsta ári, hefur gagnrýni á liðið lítið minnkað. Knattspyrnuspekingum í Englandi finnst liði ekki leika nægilega vel, en Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari verst með kjafti og klóm. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 381 orð | 1 mynd

Gunnar Heiðar klár í slaginn

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu æfði í gær í Stokkhólmi í Svíþjóð fyrir landsleik liðsins á á morgun í undankeppni heimsmeistaramótsins og voru allir leikmenn íslenska liðsins með á æfingunni - lausir við meiðsli. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 306 orð

Hannes og Sölvi ekki með ungmennalandsliðinu gegn Svíum í dag

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, mætir Svíum í lokaumferð undankeppni EM í Eskilstuna í dag og hefst leikurinn klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 9 orð

Í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Jón varð heimsmeistari

JÓN Gunnarsson varð heimsmeistari í sínum flokki á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum, sem fór fram í borginni Pretoriu í Suður-Afríku. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 119 orð

Líklegt byrjunarlið gegn Svíum í Stokkhólmi

ÞAÐ bendir allt til þess að Logi Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson, þjálfarar íslenska landsliðsins í knattspyrnu, geri fáar breytingar á byrjunarliði sínu í leiknum gegn Svíum á Råsunda vellinum annað kvöld frá því í leiknum gegn Pólverjum á föstudaginn. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 367 orð | 1 mynd

* MARKÚS Máni Michalesson gerði fjögur mörk þegar HSG Düsseldorf vann...

* MARKÚS Máni Michalesson gerði fjögur mörk þegar HSG Düsseldorf vann HSG Wetzlar í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 28:24. Róbert Sighvatsson gerði sjö marka Wetzlar . Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 318 orð | 1 mynd

* MARK Viduka , ástralski markaskorarinn, verður væntanlega í liði...

* MARK Viduka , ástralski markaskorarinn, verður væntanlega í liði Middlesbrough á nýjan leik þegar lið hans mætir Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni næsta laugardag. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 162 orð | 1 mynd

Montgomerie á toppinn

SKOSKI kylfingurinn Colin Montgomerie er kominn á ný í efsta sæti peningalistans á evrópsku mótaröðinni, skaust upp fyrir Michael Campbell um helgina þegar hann var í þriðja sæti, ásamt tveimur öðrum kylfingum, á American Express mótinu í Bandaríkjunum. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 149 orð

Rooney mætir Nielsen á ný

DANSKI dómarinn Kim Milton Nielsen mun dæma leik Englands og Póllands í undankeppni HM í knattspyrnu sem fram fer í Manchester á morgun. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 115 orð

Skipta úrslitin máli?

ENGLENDINGAR og Pólverjar mætast í síðasta leik sjötta riðils undankeppni HM annað kvöld án þess að vita hvort úrslit leiksins skipti einhverju máli um stöðu liðanna þegar dregið verður í riðla fyrir lokakeppnina næsta sumar. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 133 orð

Úrslit

KNATTSPYRNA Undankeppni HM SUÐUR-AMERÍKA: Argentína - Perú 2:0 Juan Román Riquelme, víti, 80., Luis Guadalupe, sjálfsmark, 90. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 338 orð

Valur getur mætt fjórum "Íslendingaliðum"

VALUR getur dregist gegn afar sterkum handknattleiksliðum frá Þýskalandi, Spáni og Frakklandi, svo dæmi sé tekið þegar dregið verður í dag í þriðju umferð EHF-keppninnar í handknattleik. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 424 orð | 1 mynd

Verðum að bæta vörnina

AUÐUN Helgason varnarmaður íslenska landsliðsins segir að fátt annað komist að hjá íslenska liðinu en að reyna að bæta varnarleik liðsins gegn Svíum annað kvöld á Råsunda-vellinum enda hefur íslenska liðið fengið á sig 9 mörk í síðustu þremur leikjum. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

Woods miður sín með sigurinn

TIGER Woods, besti kylfingur heims, sigraði á American Express-mótinu sem fram fór í San Francisco um helgina. Þar hafði hann betur á annarri holu í bráðabana við John Daly sem þurfti þrjú pútt til að ljúka holunni. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 298 orð

Zlatan verður líklega með

SÆNSKIR fjölmiðlar gera ráð fyrir að Zlatan Ibrahimovich leikmaður ítalska liðsins Juventus verði í fremstu víglínu sænska liðsins gegn Íslendingum annað kvöld í lokaleik liðsins í undankeppni heimsmeistaramótsins. Meira
11. október 2005 | Íþróttir | 318 orð

Þorvaldur í viðræðum við Víkinga

ÞORVALDUR Örlygsson verður hugsanlega næsti þjálfari Víkings en Víkingur eru eina liðið í Landsbankadeildinni sem eftir á ganga frá þjálfaramálum sínum. Meira

Annað

11. október 2005 | Prófkjör | 406 orð

Góðra manna val

Baldur Dýrfjörð styður Kristján Þór Júlíusson: "Kristján Þór býr yfir þeim kostum, reynslu og þekkingu sem mikilvægt er prýði forystu flokksins..." Meira
11. október 2005 | Prófkjör | 271 orð

Vilhjálmur í forystu

Páll Gíslason styður Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson: "ÞEGAR velja skal fulltrúa til forystu í sveitarstjórn skiptir miklu máli að vandað sé valið og eftir hverju skal leitað." Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.