Greinar mánudaginn 31. október 2005

Fréttir

31. október 2005 | Innlendar fréttir | 349 orð

29% sögðust þekkja einhvern fátækan

Eftir Örnu Schram og Sigurhönnu Kristinsdóttur UM 2,6% barna sem voru þátttakendur í rannsókn á viðhorfum reykvískra barna til fátæktar sögðu að stundum væri ekki til nóg að borða heima hjá þeim og 1% kvaðst finnast það vera fátækt. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 778 orð | 2 myndir

Aðgangur að vatni grundvallarmannréttindi

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is RANNSÓKNIR sýna að reynslan af einkavæðingu vatns í þróunarlöndum hefur yfirleitt verið slæm. Meira
31. október 2005 | Erlendar fréttir | 642 orð | 2 myndir

Aðskilnaðarsinnar frá Kasmír á bak við tilræðin

Nýja-Delhí. AFP, AFP. | Hópur uppreisnarmanna frá héraðinu Kasmír, sem kallar sig Inquilab (Byltingin), hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðunum í Nýju-Delhí í Indlandi á laugardag. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 84 orð

Aukin aðsókn að þjónustu sérfræðilækna

AÐSÓKN að þjónustu sérfræðilækna hefur aukist að undanförnu, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Læknafélags Reykjavíkur, og hefur aukningin t.d. orðið um 30% milli ára hjá hjartalæknum. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 271 orð

Ábyrgðum vegna Landsvirkjunar verði aflétt

BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkir að gera það að skilyrði fyrir sölu á 44,525% hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun, að ábyrgðum Reykvíkinga vegna lántaka Landsvirkjunar verði aflétt," segir í tillögu sem Ólafur F. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 252 orð

Ákvæði til að sporna gegn kennitöluflakki

Í NÝLEGU útboði Vegagerðarinnar á áætlunarakstri á sérleyfisleiðum var í fyrsta sinn beitt sérstöku ákvæði til að snúast gegn kennitöluflakki. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 62 orð

Báti fylgt í land

BJÖRGUNARSKIP björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, Oddur V. Gíslason, var kallað út laust fyrir kl. 21 í gærkvöldi, en báturinn Óli Hall var staddur 6 mílur út frá Grindavík þegar skipið varð vélarvana. Þegar Oddur V. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Bera heilsuna fyrir brjósti

ÁRVERKNISÁTAKI um brjóstakrabbamein, sem staðið hefur í október, er nú að ljúka. Meira
31. október 2005 | Erlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Beta herjar á Mið-Ameríkuþjóðir

Puerto Cabezas í Níkaragva. AFP. | Þúsundir íbúa Níkaragva leituðu skjóls fyrir fellibylnum Betu í gær en hann skall á landinu í gær með ofsaroki og miklu regni. Bylurinn var sagður vera af 2. gráðu á mælikvarða Saffír-Simpson um stærð fellibylja. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 105 orð

Bólusetning gegn inflúensu óviðkomandi fuglaflensu

HARALDUR Briem sóttvarnalæknir segir að fuglainflúensa sé flensa í fuglum en ekki mönnum. Hann segir að fuglainflúensa hafi í mjög fáum tilfellum smitast frá fuglum í menn og að hún smitist ekki milli manna. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Bæjarráðið heimsækir fiskkaupendur

Akranes | Bæjarráð Akraness ásamt bæjarstjóra heimsóttu nýlega borgarstjórann í Leeds, fiskkaupendur í Yorkshire og eigendur "fish and chips" veitingastaða á svæðinu. Með í för voru einnig fulltrúar HB Granda hf., þeir Eggert B. Meira
31. október 2005 | Erlendar fréttir | 176 orð

Danskir fangar í hendur CIA?

TALSMAÐUR vinstriflokksins Einingarlistans í Danmörku í varnarmálum, Frank Aaen, hefur krafist þess að fá skýringu á því hvert hafi verið erindi flugvélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, í Kaupmannahöfn 7. mars á þessu ári. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð

Eggjum kastað í eðalvagn

LÖGREGLUNNI í Keflavík var tilkynnt um tvö skemmdarverk á bifreiðum á laugardag. Um morguninn var lögregla kölluð að bifreiðastæði við SBK, þar sem búið var að brjóta afturrúðu í Nissan Micra-bifreið. Einnig var búið að skemma afturrúðuþurrkuna. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 214 orð

Eldsneyti lækkar í verði

OLÍUFÉLAGIÐ (ESSO) lækkaði verð á bensíni og dísilolíu um helgina. Viðmiðunarverð í sjálfsafgreiðslustöð með fullri þjónustu á höfuðborgarsvæðinu er nú 109,20 kr. á hverjum lítra af bensíni og 108,10 kr. á lítra af dísilolíu. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð

Eldur í Keflavík

SLÖKKVILIÐ og lögregla voru kölluð að atvinnuhúsnæði í Grófinni 6 í Keflavík síðdegis á laugardag vegna elds sem hafði komið upp í húsinu. Húsinu er skipt í nokkur bil og hafði kviknað í einu þeirra. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Formaður yfirmatsnefndar um lax- og silungsveiðar

GUNNLAUGUR Claessen hæstaréttardómari hefur verið formaður yfirmatsnefndar skv. lögum um lax- og silungsveiði frá 23. mars 1995. Í yfirmatsnefnd sitja þrír nefndarmenn skipaðir af landbúnaðarráðherra, þar af einn samkvæmt tilnefningu veiðimálanefndar. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 422 orð | 1 mynd

Frekari loðnuleit var slegið á frest

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is LOÐNULEIÐANGRI Hafrannsóknastofnunar, sem hefjast átti 5. nóvember næstkomandi, hefur verið slegið á frest um ótilgreindan tíma. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Hafði ekki nein sérstök dæmi í huga

BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra segir í pistli, sem birtist á heimasíðu hans í gær, að einörð afstaða sem birtist í sunnudagsleiðara Morgunblaðsins hafi komið sér á óvart. Meira
31. október 2005 | Erlendar fréttir | 115 orð

Handtóku fíkniefnasala

Bogota. AP. | Lögreglan í Kólumbíu hefur handtekið Jhon Eildelber Cano, sem talinn er einn af æðstu mönnum stærsta eiturlyfjasmyglhrings landsins. Cano er eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna eiturlyfjasmygls og peningaþvættis. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Hátt í þúsund karlar tóku lagið

ÞAÐ var tilkomumikil sjón og ekki síður veisla fyrir eyrað þegar átján karlakórar víðs vegar að af landinu tóku lagið saman á sjöunda landsmóti karlakóra sem haldið var í Hafnarfirði um nýliðna helgi. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 205 orð

Heildardrykkja unglinga minnkar um 15%

HEILDARÁFENGISNEYSLA nemenda í 10. bekk grunnskóla minnkaði um 15% á tímabilinu 1995-2003 samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem byggð er á gögnum Evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Heilsubótarganga í froststillum

FÁTT er notalegra en að ganga sér til hressingar úti í náttúrunni, hvort heldur jörð er hvít eða græn. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 189 orð

Innanlandsflugvöllur verði á höfuðborgarsvæðinu

EKKI kemur til greina að leggja niður innanlandsflugvöll á höfuðborgarsvæðinu og flytja starfsemi flugvallarins til Keflavíkur, samkvæmt tillögu að ályktun sem Kristján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi á Álftanesi lagði fram á aðalfundi SSH, Samtaka... Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Ísland slær í gegn í þýska sjónvarpinu

"ÞETTA markaðsátak hefur skilað sér gríðarlega vel og farið fram úr öllum okkar vonum. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 173 orð

Kalkþörungaverksmiðja rís

BYGGING kalkþörungaverksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal hófst á föstudaginn. Byrjað er að taka fyrir grunni hússins, en það er fyrirtækið Lás hf. á Bíldudal sem sér um jarð- og steypuvinnu við verksmiðjuna. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

KappAbel-stærðfræðikeppnin að hefjast

KappAbel-keppnin í stærðfræði verður nú haldin í fimmta sinn. Undanfarin fjögur ár hefur KappAbel gefið íslenskum 9. bekkingum kost á að sýna hvers þeir eru megnugir í stærðfræði. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Keppt í kumite

Unglingameistaramótið í kumite fór fram í íþróttahúsi Víkings um helgina. Kumite er bardagahluti karate þar sem tveir eigast við og slást. Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru allir keppendur með sérstakar hlífar. Meira
31. október 2005 | Erlendar fréttir | 202 orð

Krefst nýnorsku í blöðin

Framkvæmdastjóri norsku málnefndarinnar, Sylfest Lomheim, segir að tjáningarfrelsi sé heft á sumum fjölmiðlum vegna þess að ritstjórar banni fólki að skrifa nýnorsku í stað bókmálsins, að sögn blaðsins Aftenposten . Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Lítið snjóflóð féll á veginn við Hvilft

LÍTIÐ flekaflóð féll úr Eyrarfjalli við Öndunarfjörð milli kl. 13 og 14 í gær. Flóðið féll rétt utan við bæinn Hvilft, en bænum stafaði engin hætta af, að sögn Odds Péturssonar, snjóathugunarmanns Veðurstofu Íslands í Súðavík og Ísafjarðarbæ. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Lyf og heilsa styrkja Kvennaathvarfið

LYF og heilsa hafa ákveðið að styðja Kvennaathvarfið um eina milljón króna. Lyf og heilsa skora jafnframt á önnur fyrirtæki að fylgja í kjölfarið og styðja félög sem vinna að jafnréttismálum. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 856 orð | 1 mynd

Málefni sem snertir meirihluta þjóðar

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is "FRAM í dagsljósið" var yfirskrift stofnfundar aðstandendahóps Geðhjálpar sem haldinn var í húsnæði samtakanna á Túngötu í gær. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Menningarsamningur við Vesturland

MENNTAMÁLA- og samgönguráðuneyti undirrituðu á föstudag samning við sautján sveitarfélög á Vesturlandi um samstarf á sviði menningarmála og menningartengdrar ferðaþjónustu. Meira
31. október 2005 | Erlendar fréttir | 82 orð

Mikill hagvöxtur kom á óvart

Washington. AP. | Hagvöxtur í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var 3,8% samkvæmt bráðabirgðatölum frá bandaríska viðskiptaráðuneytinu. Á öðrum fjórðungi var hagvöxtur 3,3%. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 856 orð | 2 myndir

Mikil þörf er talin fyrir önnur úrræði á svæðinu en stofnanir

Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is STAÐAN í öldrunarþjónustu á Vesturlandi er að mörgu leyti góð að mati Ólafs Þórs Gunnarssonar, sérfræðings í öldrunarlækningum við Sjúkrahúsið á Akranesi og Landspítala - háskólasjúkrahús í Reykjavík. Meira
31. október 2005 | Erlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Mótmæli í Abidjan

Þúsundir andstæðinga Laurents Gbagbos, forseta Fílabeinsstrandarinnar, efndu í gær til harðra mótmæla í helstu borg landsins, Abidjan, vegna þess að forsetinn sagði ekki af sér eins og áður hafði verið samið um að hann myndi gera 30. október. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 544 orð

Myndatakan færist frá ljósmyndurum til sýslumanna

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is TIL stendur að taka upp vegabréf með stafrænni ljósmynd og fingrafari handhafa. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Námskeið fyrir hreyfiskerta

SIBYL Urbancic verður með námskeið fyrir hreyfiskerta í Feldenkreistækni, í Skálholti 4.-6. nóvember. Einnig mun Ásgeir Ellertsson taugalæknir flytja fræðsluerindi og svara fyrirspurnum. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Njóti mannréttinda og virðingar

"VIÐ erum að moka burt fordómum," sagði Erna Arngrímsdóttir glaðbeitt þegar hún tók á móti Árna Magnússyni félagsmálaráðherra, sem var sérstakur gestur á fjölsóttum stofnfundi aðstandendahóps Geðhjálpar. Meira
31. október 2005 | Erlendar fréttir | 720 orð | 1 mynd

Ný bandalög að fæðast í Írak

Fréttaskýring | Flokkar helstu trúarhópa og þjóðarbrota í Írak búa sig nú undir þingkosningar í desember og mynda ný kosningabandalög. Kristján Jónsson kynnti sér málið. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Nýr Bergur til Eyja

NÝTT skip, Bergur VE 44, kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Vestmannaeyjum á laugardag. Bergur kemur frá Póllandi en var keypt í Noregi og er það útgerðarfélagið Bergur ehf. sem á skipið. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

Októbermánuður erfiður bændum

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is MIKIL snjóatíð hefur verið í Fljótum í október og hafa margir bændur þurft að sinna fé sínu vel og gæta að því. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

"Þetta skall á eins og hendi væri veifað"

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is BJÖRGUNARSVEITIR frá Blönduósi, Skagaströnd, Laugabakka og Hvammstanga stóðu í ströngu í gærkvöldi við að bjarga ökumönnum úr bílum sínum þegar stórhríð skall á í Vestur-Húnavatnssýslu. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 62 orð

Samið við VSFK

GENGIÐ hefur verið frá kjarasamningi milli Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis (VSFK) og Launanefndar sveitarfélaga. Samningurinn gildir til 30. nóvember 2008, að því er fram kemur í tilkynningu um samninginn. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Skólastarf á Laugum 80 ára

Laxamýri | Margt var um manninn á Laugum í Reykjadal í gær þegar þess var minnst að áttatíu ár eru liðin frá því að skólahald hófst þar á staðnum. Meira
31. október 2005 | Erlendar fréttir | 167 orð

Stefna Sarkozy hart gagnrýnd

Clichy-Sous-Bois. AFP. | Mannréttindasinnar og stjórnarandstæðingar í Frakklandi fullyrða að orsök þess að tveir unglingar biðu bana um helgina í óeirðum í einu úthverfa Parísar sé hert stefna lögreglunnar í baráttu við glæpi. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 333 orð

Stefnt að breytingum á kjöri til kirkjuþings

ALLS voru 24 mál afgreidd á nýafstöðnu kirkjuþingi 2005. Meðal þess sem samþykkt var á þinginu var tillaga að drögum um breytingu á kjöri til kirkjuþings. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Styrkir úr Menntunarsjóði Félags heyrnarlausra

NÝLEGA var úthlutað úr menntunarsjóði Félags heyrnarlausra og fengu eftirtaldir aðilar styrki að þessu sinni: Sindri Jóhannesson, Döveskolan paa Kastelvej í Danmörku kr. 75.000, Júlía G. Hreinsdóttir, Háskóli Íslands kr. 35. Meira
31. október 2005 | Erlendar fréttir | 311 orð

Sýrlendingar reyna að komast hjá refsingu

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STJÓRNVÖLD í Sýrlandi reyndu í gær ákaft að koma í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um efnahagslegar refsiaðgerðir gegn ríkinu. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Tveggja daga veiði fór á 1,6 milljónir

TVEGGJA daga veiði í laxveiðiánni Alta í Finnmörku í Noregi fór á 170 þúsund norskar krónur, eða tæplega 1,6 milljónir íslenskra króna, á uppboði á veiðileyfum á svokallaðri laxahátíð, sem Verndarsjóður villtra laxa stóð fyrir í Ósló í Noregi í síðustu... Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 100 orð

Uppbygging í Mosfellsbæ

GERT er ráð fyrir um 200 íbúðum í blandaðri byggð fjölbýlishúsa og sérbýlis í Krikahverfi í Mosfellsbæ. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 844 orð | 1 mynd

Verst ástand hjá hjartalæknum

Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Ekki hefur þurft að beita afsláttarákvæði áður Samningur TR og sérfræðilækna kveður á um kaup á ákveðinni þjónustu. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 361 orð | 1 mynd

Vilja byggja upp fiskveiðar með reynslu og fé frá Íslandi

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is BÆÐI Ísland og El Salvador geta haft hag af aukinni samvinnu landanna og hyggjast stjórnvöld í El Salvador sækjast eftir að njóta góðs af reynslu Íslendinga af fiskveiðum. Meira
31. október 2005 | Innlendar fréttir | 405 orð

Vísað frá dómi sökum annmarka

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur vísað frá dómi sökum annmarka ákæru sýslumannsins í Keflavík á hendur eiganda verktakafyrirtækis vegna brots gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga með því að hafa ráðið í vinnu til sín a.m.k. Meira

Ritstjórnargreinar

31. október 2005 | Leiðarar | 349 orð

Aðstandendahópur Geðhjálpar

Formleg stofnun aðstandendahóps Geðhjálpar, sem fram fór í gær, er mikilvægur þáttur í baráttunni fyrir því, að þeir, sem eiga við geðsýki að stríða njóti almennra mannréttinda í okkar þjóðfélagi. Það er dýpra á því að svo sé en margan grunar. Meira
31. október 2005 | Leiðarar | 605 orð

Áfall fyrir stjórn Bush

Ákæran á hendur I. Lewis Libby, skrifstofustjóra varaforseta Bandaríkjanna, er áfall fyrir George Bush Bandaríkjaforseta. Meira
31. október 2005 | Staksteinar | 247 orð | 2 myndir

Á tali við Halldór?

Það er nokkuð útbreidd skoðun meðal þeirra, sem bezt fylgjast með stjórnmálum að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, sitji á tali við Halldór Ásgrímsson, formann Framsóknarflokksins, um þessar mundir. Meira

Menning

31. október 2005 | Tónlist | 102 orð | 1 mynd

Afmælisbarnið Kona!

Einhverjir reka kannski upp stór augu þegar þeir sjá hina 20 ára gömlu plötu Bubba Morthens, Konu , á listanum yfir mest seldu plötur vikunnar. Meira
31. október 2005 | Leiklist | 714 orð | 1 mynd

Allt er þegar þrennt er - eða fullreynt í fjórða sinn?

Höfundur: Georg Büchner. Þýðandi: Jón Atli Jónasson. Leikgerð og leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson. Höfundur söngtexta: Nick Cave. Tónlist: Nick Cave og Warren Ellis. Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Meira
31. október 2005 | Fjölmiðlar | 105 orð | 1 mynd

Áhrifavaldur

Listin mótar heiminn er breskur heimildamyndaflokkur í fimm þáttum þar sem farið er í ferðalag um tíma og rúm og ljósi varpað á það hvernig sköpunargáfa mannsins hefur mótað umhverfi hans. Meira
31. október 2005 | Fjölmiðlar | 31 orð | 1 mynd

...Beðmálunum

Þættirnir Beðmál í borginni eru nú endursýndir á Skjánum. Fínt að kíkja á einn fyrir svefninn. Vandamálin eru kannski bæði hversdagsleg og ýkt, en eiga sér þó lúmska stoð í... Meira
31. október 2005 | Kvikmyndir | 494 orð | 1 mynd

Börn og dauði

Leikstjóri Luis Mandoki. Aðalleikendur: Carlos Pardilla, Leonor Varela, Xuna Primus, José Maria Yazpik, Daniel Gimnés Casho. 120 mín. Mexíkó, Bandaríkin, Púertóríkó. 2004. Meira
31. október 2005 | Tónlist | 55 orð | 2 myndir

Dúndurtónleikar

FREMSTA hermihljómsveit landsins, Dúndurfréttir, fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir. Af því tilefni blés hljómsveitin til fernra tónleika í Austurbæ í síðustu viku. Meira
31. október 2005 | Bókmenntir | 132 orð | 1 mynd

Fallegust miðað við höfðatölu

Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl. Meira
31. október 2005 | Tónlist | 70 orð | 1 mynd

Hjálmar um Hjálma!

Hljómsveitin Hjálmar fór hljóðlega af stað með sinni fyrstu breiðskífu. Nú eru þeir húfuklæddu félagar komnir á kreik á nýjan leik og hafa gefið frá sér nýja plötu sem ber einfaldlega heitið Hjálmar. Meira
31. október 2005 | Kvikmyndir | 214 orð | 1 mynd

Hækkandi aldur hefti frama leikkvenna í Hollywood

Bandaríska leikkonan Susan Sarandon segir að andstaða hennar gegn innrás Bandaríkjamanna í Írak hafi ekki skaðað feril hennar. Þvert á móti sé það hækkandi aldur sem valdi henni mestum skaða. Meira
31. október 2005 | Menningarlíf | 71 orð

Kokteilsósa á Babalú

TÓNLEIKARÖÐIN Kokteilsósa heldur áfram annað kvöld á Kaffi Babalú á Skólavörðustíg, og koma fram sveitirnar Teiknistofa/Hljómsveit og Spuni Del La Crux. Meira
31. október 2005 | Tónlist | 85 orð | 1 mynd

Leifar af Airwaves!

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að nú er nýlokið umfangsmikilli tónlistarhátíð hér á landi, nefnilega Iceland Airwaves. Hátt í 200 hljómsveitir og listamenn stigu þar á svið, innlendir sem erlendir. Meira
31. október 2005 | Fjölmiðlar | 291 orð | 2 myndir

Lærið að þegja

VOÐA gaman að tala, næstum jafn skemmtilegt og að hlusta. Stórvinkona mín Halla Gunnarsdóttir sat í fyrsta sinn sem stjórnandi í settinu í Sunnudagsþættinum í gær. Umfjöllunarefni út af fyrir sig að sjá Höllu með meik í framan. Meira
31. október 2005 | Kvikmyndir | 294 orð | 1 mynd

Óhræddur en mæddur Zorró

Leikstjóri: Martin Campbell. Aðalleikarar: Antonio Banderas, Catherine Zeta-Jones, Rufus Sewell, Nick Chinlun, Julio Oscar Mechoso, Shuler Hensley. 126 mín. Bandaríkin. 2005. Meira
31. október 2005 | Menningarlíf | 734 orð | 1 mynd

Ólafur og Vovka í Óperunni

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is ÞEIR Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón og Vovka Stefán Ashkenazy halda tónleika í Íslensku óperunni í kvöld. Meira
31. október 2005 | Menningarlíf | 755 orð

Ó, Óliver, far ei frá mér

Hinsegin óperetta eftir Gaut G. Gunnlaugsson og Gunnar Kristmannsson. Söngvarar: Gautur G. Gunnlaugsson, Gunnar Kristmannsson og Hrólfur Sæmundsson. Píanóleikur: Raúl Jiménez. Leikmynd: Leikhópur og leikstjóri. Meira
31. október 2005 | Tónlist | 78 orð | 1 mynd

Pottþéttar vinsældir!

Pottþétt-safnplöturnar virðast hafa stóran og traustan kaupendahóp hér á landi. Meira
31. október 2005 | Kvikmyndir | 353 orð | 1 mynd

Raðmorðinginn og rannsóknarblaðamaðurinn

Leikstjóri: Sebastián Cordero. Aðalleikendur: John Leguizamo, Damian Alcazar, Alfred Molina, Jose Maria Yazpik, Leonor Watling. 98 mín. Mexíkó/Ekvador. 2004. Meira
31. október 2005 | Menningarlíf | 43 orð | 1 mynd

Skáldaspíran Ólafur

STÓRSKÁLDIÐ Ólafur Gunnarsson les upp á 43. Skáldaspírukvöldinu í Iðu, annað kvöld kl. 20. Ólafur les úr nýrri skáldsögu sinni Höfuðlausn. Hægt verður að ræða við höfundinn um verkið að lestri loknum. Meira
31. október 2005 | Tónlist | 185 orð | 2 myndir

Svarti-Pétur sigurvegarinn

Söngvakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna var haldin í Menntaskólanum í Kópavogi 27. október síðastliðinn. Þessi keppni er orðin árlegur viðburður og mikill áhugi er fyrir henni hjá nemendum. Meira
31. október 2005 | Menningarlíf | 111 orð

Tangó í Iðnó

TVÖ ár eru nú liðin síðan Tangósveit lýðveldisins hélt sitt fyrsta tangókvöld í Iðnó. Kvöldin hafa síðan verið haldin mánaðarlega, fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði, tíu mánuði ársins. Meira
31. október 2005 | Kvikmyndir | 468 orð | 1 mynd

Veislan

Leikstjóri: Teresa Fabik. Aðalleikendur: Amanda Renberg, Björn Kjellman, Filip Berg, Ellen Fjæstad. 86 mín. Svíþjóð. 2004. Meira
31. október 2005 | Leiklist | 70 orð | 3 myndir

Woyzeck frumsýnt á Stóra sviðinu

LEIKVERKIÐ Woyzeck í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar var frumsýnt hérlendis á Stóra sviði Borgarleikhússins á föstudaginn var. Verkið var frumsýnt í Barbican Center í London 12. Meira
31. október 2005 | Kvikmyndir | 315 orð | 1 mynd

Ærslafullur hasargaldur

Leikstjórn: Stephen Chow. Aðalhlutverk: Stephen Chow, Yuen Wah, Yuen Qui, Leung Siu Lung, Shengyi Huang. Kína/Hong Kong, 95 mín. Meira
31. október 2005 | Menningarlíf | 609 orð | 1 mynd

Ödipusarblinda og geldingarþrá

Samsýning 20 listamanna Sýningin stendur til 1. nóvember Meira

Umræðan

31. október 2005 | Aðsent efni | 488 orð | 1 mynd

Hverjir eru hagsmunir Reykvíkinga?

Eftir Örn Sigurðsson: "Síðan þá er flugvöllurinn meginstoðin í byggðastefnu landsstjórnarinnar, sem beitir honum ótæpilega til að halda borgarsamfélaginu í skefjum." Meira
31. október 2005 | Aðsent efni | 743 orð | 1 mynd

Í tilefni kvennafrídagsins 24. október 2005

Hera Ósk Einarsdóttir fjallar um réttindabaráttu kvenna í tilefni kvennafrídags: "Þótt margt hafi breyst eigum við enn nokkuð langt í land að ná fullu jafnrétti kynjanna." Meira
31. október 2005 | Aðsent efni | 1919 orð | 1 mynd

Menntaskóli listanna um framtíð listmenntunar á framhaldsskólastigi

Eftir Hjálmar H. Ragnars: "Til að ná árangri í listum þarf að koma til einbeiting og þjálfun sem er langt umfram það sem hið almenna skólakerfi getur veitt." Meira
31. október 2005 | Aðsent efni | 557 orð | 1 mynd

Neyðin kallar í Pakistan

Jónas Þórir Þórisson hvetur almenning til að leggja hjálparstarfi í Pakistan lið: "Tala látinna er nú komin í 80 þúsund manns og hækkar stöðugt." Meira
31. október 2005 | Aðsent efni | 784 orð | 1 mynd

Nýr Landspítali og heilbrigðisráðherra

Haukur Þorvaldsson fjallar um málefni Landspítala háskólasjúkrahúss: "Það er mín skoðun að forgangsröðun ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi ekki verið í takt við tímann." Meira
31. október 2005 | Bréf til blaðsins | 758 orð | 1 mynd

Réttarstaða fatlaðra bók Brynhildar G. Flóvenz

Frá Helga Seljan: "SÁ SEM hefur lengi tengst réttindabaráttu fatlaðra á ýmsan veg getur ekki stillt sig um að vekja nokkra athygli á merkri og yfirgripsmikilli bók Brynhildar G. Flóvenz sem ber einfaldlega heitið: Réttarstaða fatlaðra." Meira
31. október 2005 | Aðsent efni | 1109 orð | 1 mynd

Samfylkingin þarf að tala skýrar

Eftir Ögmund Jónasson: "Ég er hins vegar í allt öðrum erindagjörðum á síðum Morgunblaðsins en að leita eftir samstarfi við hægrimenn. Ég næri nefnilega þá von í brjósti að hægt verði að mynda vinstri velferðarstjórn." Meira
31. október 2005 | Aðsent efni | 245 orð | 2 myndir

Stefnu sjálfstæðismanna hafnað

Helga Tryggvadóttir og Magnús Már Guðmundsson fjalla um ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um skólagjöld: "Það er sú stefna sem hefur verið höfð að leiðarljósi hér á landi og ríkt um ákveðin þjóðarsátt." Meira
31. október 2005 | Aðsent efni | 784 orð | 1 mynd

Um jarðgöng og öryggi í samgöngum Vestfirðinga

Jón Bjarnason fjallar um jarðgöng og samgöngur: "Almenn þjóðarsátt er um það forgangsmál að koma á góðum og öruggum samgöngum til allra byggðarlaga á Íslandi." Meira
31. október 2005 | Aðsent efni | 558 orð | 1 mynd

Vandi leikskólanna - nú er tími til þess að bregðast við

Eftir Kristján Guðmundsson: "Nú er kominn tími til að breyta, hleypa að nýju fólki sem mun leggja sig fram um að leysa vandamál Leikskóla Reykjavíkur til frambúðar." Meira
31. október 2005 | Velvakandi | 459 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Kornungt afgreiðslufólk Mér finnst eins og afgreiðslufólk í stórmörkuðum sé alltaf að yngjast, sérstaklega fólkið sem er á kössunum. Meira

Minningargreinar

31. október 2005 | Minningargreinar | 710 orð | 2 myndir

ÁSGEIR JÓN JÓHANNSSON

Ásgeir Jón Jóhannsson fæddist á Fossi í Neshreppi 1. september 1925. Hann lést á líknardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Kópavogi 30. september síðastliðinn og var kvaddur í kyrrþey frá Garðaholti 5. október. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2005 | Minningargreinar | 660 orð | 1 mynd

ÁSGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR

Ásgerður Jóhannsdóttir fæddist í Hrísey 17. nóvember 1930. Hún lést 11. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Albert Guðmundsson, f. 17.1. 1885, látinn, og Kristín Margrét Sigurðardóttir, f. 5.5 1892, d. 19.4. 1969. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2005 | Minningargreinar | 984 orð | 1 mynd

BJARNI LEIFSSON

Bjarni Leifsson fæddist á Patreksfirði 26. febrúar 1961. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 15. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digraneskirkju 28. október. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2005 | Minningargreinar | 716 orð | 1 mynd

FRIÐRIK ÞÓRÐARSON

Friðrik Þórðarson fæddist í Reykjavík 7. mars 1928. Hann lést á heimili sínu í Ósló 2. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Vestre krematorium, gamle kapell, í Ósló 11. október. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2005 | Minningargreinar | 560 orð | 1 mynd

GUÐRÚN HJARTARDÓTTIR

Guðrún Hjartardóttir fæddist á Snoppu á Hellissandi hinn 1. september 1916. Hún lést á Hrafnistu hinn 8. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 21. október. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2005 | Minningargreinar | 87 orð | 1 mynd

HALLDÓR JÓNSSON

Halldór Jónsson bóndi frá Mannskaðahóli fæddist á Mannskaðahóli á Höfðaströnd 10. ágúst 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks laugardaginn 1. október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hofsóskirkju 15. október. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2005 | Minningargreinar | 1748 orð | 1 mynd

SIGVALDI GÚSTAVSSON

Sigvaldi Gústavsson fæddist í Reykjavík 30. júní 1945. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ 25. október síðastliðinn. Sigvaldi var yngsta barn foreldra sinna, Ásu Pálsdóttur, f. á Ísafirði 28. apríl 1920, og Gústavs Sigvaldasonar, f. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2005 | Minningargreinar | 1529 orð | 1 mynd

VALGERÐUR KRISTÓLÍNA ÁRNADÓTTIR

Valgerður Kristólína Árnadóttir fæddist að Látrum í Aðalvík í N-Ísafjarðarsýslu 30. júní 1924. Hún lést á Dvalarheimilinu Grund 25. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arnar Þorkelsson frá Látrum Sléttuhreppi, f. 31.8. 1882, d. 26.8. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

31. október 2005 | Viðskiptafréttir | 236 orð | 1 mynd

Actavis kaupir danskt fyrirtæki

GENGIÐ hefur verið frá samningi um kaup Actavis Group á danska lyfjafyrirtækinu Ophtha. Ophtha, sem sérhæfir sig í framleiðslu augnlyfja, er fjölskyldufyrirtæki með aðsetur í Kaupmannahöfn og var stofnað árið 1998. Meira
31. október 2005 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Aukin bjartsýni mælist á evrusvæðinu

TILTRÚ og væntingar þýskra neytenda jukust umfram væntingar í október og telur greiningardeild Kaupþings banka líklegt að lækkandi olíuverð sem og nýleg stjórnarmyndun hafi átt stóran þátt í vaxandi væntingum. Meira
31. október 2005 | Viðskiptafréttir | 87 orð | 1 mynd

Fjárfesting í Össuri reyndist góð ákvörðun

SÆNSKA fjárfestingarfélagið Industrivärden seldi fyrir nokkru síðustu hluti sína í Össuri og hefur félagið alls hagnast um tæplega 3,1 milljarða króna á eign sinni í Össuri. Meira
31. október 2005 | Viðskiptafréttir | 62 orð

Greining ÍSB mælir með kaupum í Mosaic

GREINING Íslandsbanka mælir með kaupum á hlutabréfum í Mosaic Fashions. Deildin hefur unnið sitt fyrsta verðmat á fyrirtækinu, sem er skráð í Kauphöll Íslands. Meira
31. október 2005 | Viðskiptafréttir | 550 orð | 3 myndir

Heimsleiðtogar á sviði viðskipta á fjarráðstefnu

Á LEIÐTOGAÞINGI Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík, sem haldið verður næstkomandi miðvikudag, fá þátttakendur tækifæri til að hlýða á suma af fremstu viðskiptaleiðtogum heims. Meira
31. október 2005 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Starfsemi Icelandic skipt í tvennt

STARFSEMI Icelandic Group erlendis verður skipt í tvær einingar, Icelandic USA/As ia og Icelandic Europe . Meira

Daglegt líf

31. október 2005 | Daglegt líf | 573 orð | 1 mynd

Áfengislaus skólaböll

Í nýliðinni vímuvarnaviku var þemað upphafsaldur áfengisdrykkju þar sem m.a. var lögð áhersla á mikilvægi þess að ungt fólk hefji ekki neyslu áfengis fyrr en eftir tvítugt. Meira
31. október 2005 | Afmælisgreinar | 381 orð | 1 mynd

HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON

Það má ekki minna vera en örfá orð séu blaðfest þegar vinur minn og félagi Hjörleifur Guttormsson fyllir nú sjöunda tuginn. Meira
31. október 2005 | Daglegt líf | 725 orð | 1 mynd

Röng þjálfun getur ýtt undir misvægi

Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is Þeim hefur fjölgað verulega á undanförnum árum sem leita til sjúkraþjálfara að sögn Kristjáns Hjálmars Ragnarssonar, formanns sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Meira
31. október 2005 | Daglegt líf | 372 orð | 1 mynd

Röntgenmyndatökur í lykilhlutverki

Röntgenmyndatökur af brjóstum leika lykilhlutverk í færri dauðsföllum af völdum brjóstakrabbameins, að því er rannsókn sem greint er frá á vef New York Times gefur til kynna. Niðurstöðurnar birtast í New England Journal of Medicine. Meira
31. október 2005 | Daglegt líf | 110 orð

Svefntruflanir og sykursýki

Karlar sem eiga erfitt með svefn eiga frekar á hættu að fá sykursýki en aðrir, samkvæmt sænskri rannsókn sem 2.000 karlar og konur tóku þátt í. Á vef sænska ríkissjónvarpsins SVT kemur fram að orsakasamhengið sé þó óljóst. Meira

Fastir þættir

31. október 2005 | Árnað heilla | 96 orð | 3 myndir

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

70 ÁRA afmæli. Gunnar Guttormsson, vélfræðingur og fyrrverandi forstjóri Einkaleyfastofunnar , er sjötugur í dag, 31. október. Gunnar er fæddur árið 1935 á Hallormsstað í Suður-Múlasýslu. Hann og kona hans, Sigrún Jóhannesdóttir , verða að heiman í dag. Meira
31. október 2005 | Fastir þættir | 236 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

HM í Portúgal. Meira
31. október 2005 | Dagbók | 498 orð | 1 mynd

Fjölskyldan með á nótunum

Hrafnhildur Sigurðardóttir er grunnskólakennari með tónlistarmenntun frá Söngskólanum í Reykjavík. Hún kenndi í fimm ár við Flataskóla í Garðabæ en heldur nú námskeið fyrir lítil börn í tónlistarstofu heima hjá sér. Meira
31. október 2005 | Í dag | 21 orð

Orð dagsins: Allt er frá Guði, sem sætti oss við sig fyrir Krist og gaf...

Orð dagsins: Allt er frá Guði, sem sætti oss við sig fyrir Krist og gaf oss þjónustu sáttargjörðarinnar. (II. Kor. 5,18. Meira
31. október 2005 | Í dag | 62 orð | 1 mynd

Santana í fullu fjöri

Ameríka | Carlos Santana, gítarleikarinn snjalli, gaf ekkert eftir í spilamennskunni í Morgunþættinum á CBS-sjónvarpsstöðinni á föstudagsmorgun. Þar var hann að kynna nýju plötuna sína, All that I am, sem ku vera hans þrítugasta og áttunda. Meira
31. október 2005 | Fastir þættir | 189 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. a4 Be7 8. O-O Rc6 9. Be3 O-O 10. f4 Bd7 11. Rb3 b6 12. Bf3 Dc7 13. g4 Bc8 14. g5 Rd7 15. Bg2 He8 16. Hf3 Bf8 17. Hh3 g6 18. De1 Rb4 19. Df2 Hb8 20. Hf1 f5 21. exf5 gxf5 22. Bd4 He7 23. Meira
31. október 2005 | Fastir þættir | 308 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji heyrði um undarlega viðskiptahætti nýlega. Félagi hans ætlaði að kaupa ákveðið tæki í byggingarvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu og kostaði það um 3.000 krónur. Skömmu síðar sá hann tæki af sömu gerð í annarri og reyndar minni verslun. Meira

Íþróttir

31. október 2005 | Íþróttir | 120 orð

AC Milan stöðvaði Juventus

ÍTALÍUMEISTARAR Juventus máttu þola sinn fyrsta ósigur í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu um helgina þegar þeir töpuðu, 3:1, fyrir AC Milan í stórleik deildarinnar. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 54 orð

Anderlecht og Stoke í samstarf

VERIÐ er að vinna að því að koma á samstarfi á milli Stoke og Anderlecht að því er belgískir fjölmiðar segja. Johan Boskamp, knattspyrnustjóri Stoke og fyrrum þjálfari Anderlecht, er maðurinn á bak við þessar hugmyndir en þær eru á byrjunarstigi. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd

* BRYNJAR Björn Gunnarsson kom mikið við sögu í leik Reading og Leeds á...

* BRYNJAR Björn Gunnarsson kom mikið við sögu í leik Reading og Leeds á laugardaginn sem lauk með 1:1 jafntefli. Hann skoraði mark Reading á 63. mínútu, fékk gult spjald á 82. mínútu og var skipt útaf á 84. mínútu. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 103 orð

Brynjar Björn og Ívar á Highbury

ÍVAR Ingimarsson og Bryjnar Björn Gunnarsson, sem báðir leika með Reading í Englandi mæta Arsenal í 16-liða úrslitum deildabikarsins, en dregið var á laugardaginn. Ívar og Brynjar Björn fá þá tækifæri til að glíma við táningalið Arsenal á Highbury. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 232 orð | 1 mynd

Brynjar Björn skoraði - Ívar með sjálfsmark

READING, liði Brynjars Björns Gunnarssonar og Ívar Ingimarssonar, tókst með jafnteflinu gegn Leeds í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn að setja met. Þetta var 18. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 110 orð

Börsungar í stuði

BARCELONA hrökk heldur betur í gírinn þegar liðið tók á móti Real Sociead í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Börsungar unnu stórsigur, 5:0, og skutust upp í annað sæti deildarinnar. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 1329 orð | 1 mynd

England Úrvalsdeildin Wigan - Fulham 1:0 Pascal Chimbonda 90. - 17.266...

England Úrvalsdeildin Wigan - Fulham 1:0 Pascal Chimbonda 90. - 17.266. Tottenham - Arsenal 1:1 Ledley King 17. - Robert Pires 77. - 36.154. Birmingham - Everton 0:1 - Simon Davies 43. Charlton - Bolton 0:1 - Kevin Nolan 72. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 72 orð

Fyrirliðinn lamaðist

FYRIRLIÐI norska liðsins Fredrikstad, sem lagði Jóhannes Harðarson og félaga í Start 3:1 í síðustu umferð deildarinnar og komu þannig í veg fyrir að Start yrði meistari, hálsbrotnaði í leiknum og er lamaður frá hálsi og niður. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 173 orð

Góður endasprettur Keflvíkinga

Eftir Davíð Pál Viðarsson Leikur Keflavíkur og KR í Iceland Express-deild karla í körfu í gærkvöldi var jafn nær allan leikinn. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 494 orð | 1 mynd

Góður sigur hjá Haukum

HAUKASTELPUR unnu góðan sex marka sigur á Stjörnunni 30:24 að Ásvöllum í gær. Með sigrinum skutust Haukar upp fyrir Stjörnuna í DHL deildinni, hafa 11 stig eftir 6 leiki en Stjarnan færðist niður í 3. sæti deildarinnar með 8 stig eftir jafnmarga leiki. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 96 orð

Guðjón Valur bestur

GUÐJÓN Valur Sigurðsson var valinn besti leikmaður mótsins í Póllandi og hann fékk einnig viðurkenningu í lok móts fyrir að vera markahæstur - skoraði 25 mörk þremur leikjum. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 425 orð | 1 mynd

Hauka-stúlkur yfirspiluðu Keflavík

ÞRÁTT fyrir að standa í ströngu í Evrópukeppni munaði Haukastúlkur lítið um að leggja Íslandsmeistara Keflavíkur að velli að Ásvöllum í gærkvöldi, réðu ferðinni og unnu með fjórtán stiga mun, 66:48. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Helena þjálfar KR-konur

HELENA Ólafsdóttir gekk um helgina frá tveggja ára samningi við KR um þjálfun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Helena tók við þjálfun vesturbæjarliðsins í júlí í sumar af Írisi Eysteinsdóttur og stýrði því út leiktíðina. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 13 orð

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Hópbílabikar kvenna, 8 liða úrslit, fyrri leikur: Seljaskóli: ÍR - ÍS... Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 879 orð | 1 mynd

ÍR - Grindavík 85:84 Íþróttahús Seljaskóla, Úrvalsdeild karla - Iceland...

ÍR - Grindavík 85:84 Íþróttahús Seljaskóla, Úrvalsdeild karla - Iceland Express deildin, sunnudaginn 30. október 2005: Gangur leiksins : 23:27, 49:47, 66:65, 85:84. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 45 orð | 1 mynd

Íslandsmót karla HK - Stjarnan 0:3 (17:25, 20:25, 10:25) KA - Þróttur R...

Íslandsmót karla HK - Stjarnan 0:3 (17:25, 20:25, 10:25) KA - Þróttur R. 0:3 (22:25, 14:25, 19:25) KA - Þróttur R. 0:3 (14:25, 20:25, 11:25) Íslandsmót kvenna: KA - Þróttur R. 1:3 (19:25, 25:19, 24:26, 19:25) KA - Þróttur R. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 387 orð | 1 mynd

Íslenskur sigur á Póllandsmótinu

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik sigraði á fjögurra landa móti í Póllandi. Liðið lagði Norðmenn í síðasta leik sínum á sunnudaginn, 26:23, og hlaut fimm stig í mótinu en Pólverjar urðu í öðru sæti með 4 stig eftir sigur á Dönum. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 409 orð | 1 mynd

* JOSE Mourinho , stjóri Chelesa , segir að Arsene Wenger , stjóri...

* JOSE Mourinho , stjóri Chelesa , segir að Arsene Wenger , stjóri Arsenal , eigi við vanda að stríða. Hann virðist bara hugsa um Chelsea og bendir kollega sínum á að einbeita sér frekar að Arsenal . Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 365 orð | 1 mynd

* JÓN Arnór Stefánsson skoraði 14 stig fyrir Carpisa Napoli þegar liðið...

* JÓN Arnór Stefánsson skoraði 14 stig fyrir Carpisa Napoli þegar liðið sigraði Livorno á útivelli, 84:67, í ítölsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Jón Arnór lék í 30 mínútur og hitti úr öllum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 154 orð

KA/Þór stóð í toppliði ÍBV

Eftir Sigursvein Þórðarson Eyjakonur héldu sigurgöngu sinni áfram í DHL-deild kvenna þegar KA/Þór kom í heimsókn til Eyja í gær. ÍBV sigraði með sex marka mun en var lengi vel í vandræðum með fríska leikmenn KA/Þórs. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 95 orð

Loks fagnaði Guðjón sigri

GUÐJÓN Þórðarson og strákarnir hans í Notts County gátu loksins fagnað sigri þegar þeir lögðu Bury, 3:2, á útivelli í ensku 3. deildinni í knattspyrnu. Þetta var fyrsti sigur Notts County í 11 leikjum eða í tæpa tvo mánuði. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

Með ólíkindum að við skyldum ekki skora nema eitt mark

"AUÐVITAÐ var maður ferlega svekktur svona fyrst á eftir. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 188 orð | 1 mynd

Michael Ballack var hetja Bayern München

EFSTU liðin í Þýskalandi unnu öll sína leiki um helgina þannig að staðan á toppnum breyttist ekkert. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 129 orð

Michael Owen með tvö mörk

MICHAEL Owen skoraði tvö mörk og Alan Shearer eitt þegar Newcastle lagði WBA, 3:0, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Owen kom Newcastle yfir eftir 25 sekúndna leik í síðari hálfleik og hann bætti við öðru á 78. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 498 orð | 1 mynd

Póllandsmótið Ísland - Noregur 26:23 Gangur leiksins : 0:1, 1:2, 5:5...

Póllandsmótið Ísland - Noregur 26:23 Gangur leiksins : 0:1, 1:2, 5:5, 7:5, 9:7, 13:8, 15:12 , 15:15, 20:20, 23:20, 26:23. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 680 orð | 1 mynd

"Boro" niðurlægði United á Riverside

MANCHESTER United beið sinn stærsta ósigur í úrvalsdeildinni í sex ár þegar liðið steinlá, 4:1, fyrir Middlesbrough á Riverside. Leikmenn "Boro" gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en þeir gerðu þá þrjú mörk, Gaizka Mendieta á 2. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 265 orð | 1 mynd

"Lampard besti leikmaður í heimi"

JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hrósaði Frank Lampard í hástert eftir 4:2-sigur meistaranna á Blackburn á Stamford Bridge. Lampard skoraði tvö marka Englandsmeistaranna og hefur þar með skorað 100 mörk fyrir félagið í úrvalsdeildinni. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 358 orð | 1 mynd

"Maður gleymir þessu ekki"

KÁRI Árnason og Sölvi Geir Ottesen urðu um helgina bikarmeistarar í Svíþjóð en fyrir skömmu tryggði Djurgården sér sigur í deildinni þannig að þeir félagar fagna tvöföldum sigri á sínu fyrsta ári hjá félaginu. Djurgården sigraði Åtvidaberg 2:0 og fagnaði bikarmeistaratitlinum. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 590 orð | 1 mynd

"Þessi er sá sætasti"

"ÞESSI er sá sætasti. Ég held að það sé engin spurning með það," sagði Árni Gautur Arason við Morgunblaðið í gær en Árni varð norskur meistari með Vålerenga á laugardag þegar lokaumferðin í norsku úrvalsdeildinni fór fram. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Rangers og Celtic sýna Gunnari Heiðari áhuga

SKOSKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að meistarar Glasgow Rangers ásamt Glasgow Celtic og Hearts, sem trónir á toppi skosku úrvalsdeildarinnar, væru á höttunum eftir Eyjamanninum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, framherja Halmstad, sem var markakóngur... Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 187 orð

Sigur hjá Snæfelli

Eftir Davíð Sveinsson Hattarmenn komu mjög ákveðnir til leiks í Hólminum í gærkvöldi en Snæfell náði þó á endanum að knýja fram sinn fyrsta sigur, 88:83. Eugene Christopher og Viðar Ö. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 222 orð

Sovic heitur

Eftir Guðmund Karl Leik Hamars/Selfoss og Fjölnis í Iceland Express deildinni í gærkvöldi lauk með skotsýningu Fjölnismanna í fjórða leikhluta. Þá höfðu þeir loksins náð að hrista baráttuglaða heimamenn af sér og uppskáru sanngjarnan sigur 93:110. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 158 orð | 1 mynd

Svíar unnu Risabikarinn

SVÍAR sigruðu í Risabikarkeppninni í handknattleik, Supercup, sem lauk í Þýskalandi í gær. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 122 orð | 2 myndir

Valur Fannar og Pálmi á leið til Vals

VALUR Fannar Gíslason og Pálmi Rafn Pálmason munu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins skrifa undir samning við bikarmeistara Vals í knattspyrnu í vikunni. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 278 orð | 1 mynd

Var mikil upplifun

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ÁRNI Gautur Arason varð annar íslenski knattspyrnumaðurinn til að verða Noregsmeistari með Vålerenga en síðast þegar Oslóarliðið hampaði titlinum 1981 var Kristinn Björnsson í liði Vålerenga. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 103 orð

Veigar Páll með tvö í stórsigri Stabæk

VEIGAR Páll Gunnarsson skoraði tvö af mörkum Stabæk þegar liðið burstaði Pors Grenland, í lokaumferð norsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í gær. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 506 orð | 1 mynd

Viggó gerir atlögu að landsleikjameti

VIGGÓ Sigurðsson varð fjórði landsliðsþjálfari Íslands til að stjórna handknattleikslandsliðinu í tíu leikjum í röð, án þess að þola tap, þegar Ísland lagði Noreg að velli á fjögurra landa mótinu í Póllandi, Poznan-Cup, og tryggði sér sigur á mótinu. Meira
31. október 2005 | Íþróttir | 373 orð

Ævintýri Wigan heldur áfram

ÆVINTÝRIÐ hjá Wigan ætlar engan enda að taka en eftir 1:0 sigur á Fulham eru nýliðarnir í öðru sæti deildarinnar. Meira

Fasteignablað

31. október 2005 | Fasteignablað | 293 orð | 2 myndir

Austurgerði 1

Kópavogur - Fasteignasalan Valhöll er nú með í sölu einbýlishús við Austurgerði 1 í vesturbæ Kópavogs. Húsið er steinhús, samtals 194,1 ferm., þar af 168,3 ferm. íbúð og 25,8 fm. innbyggður bílskúr. Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 983 orð | 2 myndir

Endurfjármögnun húsnæðislána

Með tilkomu nýrra valkosta á húsnæðislánamarkaðnum hafa margir tekið ný íbúðarlán og endurfjármagnað gömlu húsbréfin. Þeir sem það hafa gert hafa horft til lægri vaxta og möguleika á að lengja lánstímann og létta þannig greiðslubyrðina. Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 204 orð | 1 mynd

Freyjugata 24

Reykjavík - Gistiheimilið Au rora, stórt hús við Freyjugötu 24, er nú til sölu hjá fasteignasölunni Gimli. Húsið er steinsteypt, kjallari, tvær hæðir og ris og 284,4 fm að stærð. Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 222 orð | 1 mynd

Fyrsta sumarhúsið afhent í landi Hrífuness

Fyrir skömmu var fyrsta húsið afhent á nýskipulögðu sumarhúsasvæði í Hrífunesi í Skaftárhreppi. Húsið, sem er framleitt í Noregi en sett saman á staðnum og afhent kaupanda fullbúið, er 162 ferm. að stærð og búið öllum helstu þægindum. Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 727 orð | 3 myndir

Gist hjá Ingólfi

Hvað var karluglan að hugsa? Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 494 orð | 2 myndir

Hagstætt fasteignaverð gerði gæfumuninn

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íbúum Hveragerðis hefur fjölgað um rúmlega 10% frá 2000, úr um 1.800 í rúmlega 2.000, og á meðal liðlega 200 nýrra íbúa á þessum tíma eru Sigurður Einarsson og fjölskylda. Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 83 orð

Hlutverk Húsafriðunarnefndar

TILGANGUR laga og reglugerða um húsafriðun er að varðveita íslenska byggingararfleifð, sem hefur menningarsögulegt gildi, samanber 3. Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 260 orð | 1 mynd

Hofgarðar 18

Seltjarnarnes - Hjá fasteign.is er nú til sölu gott einbýlishús við Hofgarða 18 á Seltjarnarnesi. Húsið er alls 226 ferm. og þar af er innbyggður bílskúr, sem er 50,1 ferm. Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 35 orð | 1 mynd

Kjarvalsstaðir á Miklatúni

HÚSIÐ var reist til heiðurs Jóhannesi Kjarval og tekið í notkun 1973. Miklatún dregur nafn sitt af Miklubraut. Miklatún mun hafa tilheyrt Norðurmýri en þar voru gerðar töluverðar mógrafir, einkum í eldsneytisskortinum á heimsstyrjaldarárunum... Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 52 orð | 1 mynd

Korkur á gólfið

Korkur er börkur korkeikarinnar sem vex á sólríkum slóðum, svo sem á Spáni, Portúgal og Afríku. Börkurinn er flysjaður af trénu á 9 ára fresti því hann endurnýjar sig og því er hægt að nýta hvert tré aftur og aftur. Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 407 orð | 1 mynd

Laufásvegur 57

Reykjavík - Myndarleg hús við Laufásveg vekja ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Fasteignasala Brynjólfs Jónsson er nú með til sölu stórt hús við Laufásveg 57. Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Ljósaperur

ALDREI má setja sterkari peru í ljós en það er gert fyrir. Röng gerð, stærð eða styrkur getur valdið ofhitnun sem leiðir til... Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 949 orð | 3 myndir

Lóðaúthlutun að hefjast í Krikahverfi í Mosfellsbæ

Í Krikahverfi í Mosfellsbæ er gert ráð fyrir um 200 íbúðum í blandaðri byggð fjölbýlishúsa og sérbýlis. Magnús Sigurðsson kynnti sér fyrirhugað hverfi. Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 284 orð | 2 myndir

Mánagata 21

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Híbýli er nú til sölu húseignin Mánagata 21 í Reykjavík. Húsið er á tveimur hæðum auk kjallara. Húsið er nýendurbætt og einnig allt umhverfi. Alls er húsið 176,4 ferm. Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 37 orð | 1 mynd

Neskirkja

NESSÖFNUÐUR var stofnaður 1940. Kirkjuna teiknaði Ágúst Pálsson en hún var vígð 1957. Hún hefur verið talin fyrsta nútímakirkja á Íslandi því að frá upphafi var gert ráð fyrir fjölþættu safnaðarstarfi. Gerður Helgadóttir gerði gluggann í... Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 224 orð | 1 mynd

Ný fasteignasala í Reykjavík

Sala fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið vel undanfarin misseri og eignir gjarnan rokið út á skömmum tíma. Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 157 orð | 1 mynd

Stórhýsi Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. ráðgerir að reisa stórhýsi á...

Stórhýsi Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. ráðgerir að reisa stórhýsi á horni Lækjargötu og Vonarstrætis í Reykjavík. Samkvæmt tillögu að deiliskipulagi verður byggð fimm hæða banka- og skrifstofubygging ofanjarðar og þriggja hæða bílakjallari... Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 258 orð | 1 mynd

Uppgröftur í Lundarlandi í fullum gangi

Jarðvinna stendur nú sem hæst í Lundarlandi við Nýbýlaveg, þar sem jarðvegsskipti eru í fullum gangi vegna væntanlegra nýbygginga sem senn rísa á svæðinu. Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 549 orð | 3 myndir

Vendir

Ein ljúfasta minning mín frá nýliðnu hausti er tengd vöndum, ýmsum vöndum. Ég var svo heppin að fá að fara í óvissuferð með 18 yndislegum konum á Hvolsvelli hinn 19. september. Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 593 orð | 3 myndir

Vilja friða Heilsuverndarstöðina og rjómabúið á Baugsstöðum

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
31. október 2005 | Fasteignablað | 425 orð | 2 myndir

Ægissíða 86

Reykjavík - Fasteignasalan Húsalind er nú með til sölu miðhæð og bílskúr við Ægisíðu 86. Íbúðin er 151,7 ferm. en bílskúrinn 33,2 ferm. "Þetta er stórglæsileg eign á einum besta stað við Ægisíðuna," segir Sveinbjörg B. Meira

Annað

31. október 2005 | Aðsend grein á mbl.is | 2020 orð

Góð samstaða í sjávarútvegsmálum

Guðjón Hjörleifsson skrifar um sjávarútvegsmál í tilefni af nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins: "ÉG ÆTLA að stikla á stóru um sjávarútvegsmál og jafnframt að koma inn á mál er voru rædd í sjávarútvegsnefnd Sjálfstæðisflokksins, ásamt því að kynna nokkur atriði er voru samþykkt í ályktun sjávarútvegsnefndar Sjálfstæðisflokksins á landsfundi..." Meira
31. október 2005 | Prófkjör | 228 orð

Nýir tímar við sundin blá

Hrafnkell A. Jónsson styður Gísla Martein Baldursson: "En Reykvíkingar eiga þess kost á næsta vori að breyta til. Sjálfstæðisflokkurinn er það afl sem eitt getur breytt áherslum í borginni." Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.