Greinar laugardaginn 29. apríl 2006

Fréttir

29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 247 orð

42 létust meðan þeir biðu eftir hjúkrunarrými

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Á SÍÐASTA ári létust 42 einstaklingar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH) á meðan þeir biðu eftir hjúkrunarrými. Sumir höfðu beðið í marga mánuði. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 113 orð

Af góðum siðum

Guðni Ágústsson var gagnrýndur fyrir að fórna hagsmunum garðplönturæktenda til að flytja mætti landbúnaðarafurðir til og frá landinu. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 502 orð | 1 mynd

Allir geta fundið sér eitthvað að gera í björgunarsveit

Eftir Sigurð Jónsson S elfoss | "Þarna verða aðilar saman sem alltaf er gert ráð fyrir að starfi saman, einkum og sér í lagi þegar upp kemur stórt verkefni," sagði Ingvar Guðmundsson, lögreglumaður og formaður Björgunarfélags Árborgar, en... Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Andlit frá Sturlungaöld

Í JÖKUNUM við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi má sjá augu og andlit sem hafa legið frosin í 800 ár eða frá því á Sturlungaöld. Í Lesbók í dag les Andri Snær Magnason í myndir og minningar íssins sem Ragnar Axelsson myndaði nýlega. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 840 orð | 1 mynd

Aukin heimahjúkrun og meiri virðing

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Álagasteinninn Grásteinn merktur

Kvenfélag Álftaness hélt upp á 80 ára afmæli félagsins á dögunum en félagið var stofnað á Bessastöðum fyrsta sunnudag í sumri árið 1926. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 90 orð

Árborg vill halda áfram efnistöku úr námum í Ingólfsfjalli

Selfoss | Bæjarráð Árborgar ræddi á fundi sínum 27. apríl úrskurð umhverfisstofnunar varðandi námavinnslu í Ingólfsfjalli. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 161 orð

Árs fangelsi fyrir uppsöfnuð brot

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri til 12 mánaða fangelsisvistar fyrir uppsöfnuð auðgunarbrot, en að auki til að greiða skipuðum verjanda sínum tæpar hundrað þúsund krónur í málsvarnarkostnað. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 21 orð

Bátasýning í Smáralind

Vatnasport.is heldur Campion-bátasýningu í Vetrargarðinum í Smáralind um helgina. Sýndir verða kanadískir Campion sportbátar, allt frá litlum vatnabátum upp í... Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 54 orð

Blint kaffihús

UngBlind, ungliðahreyfing blindra, stendur fyrir blindu kaffihúsi sem hluti af hátíðinni List án Landamæra. Kaffihúsið er opið í dag, laugardaginn 29. apríl, kl. 14-19, í kjallara Hins hússins (gengið inn frá Austurstræti). Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 389 orð

Brýtur í bága við ákvæði EES

DAGSBRÚN hf., móðurfélag 365 prentmiðla og 365 ljósvakamiðla, heldur því fram í tilkynningu í gær, að frumvarpið um Ríkisútvarpið hf. brjóti í bága við ákvæði EES-samningsins um ríkisaðstoð. Meira
29. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 112 orð

Bænaköllin að æra fólk

Kaíró. AFP. | Stjórnvöld í Egyptalandi ætla að reyna að koma einhverri skikkan á bænaköllin frá aragrúa af moskum en í Kaíró glymja þau út yfir borgina fimm sinnum á dag úr öflugum hátölurum og ekki öll á sama tíma. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Dropinn ódýrari um stund

ÖKUMENN fjölmenntu á bensínstöð Orkunnar við Miklubraut í gær en þar var verð á bensíni lækkað um tíma eftir að áskorun barst forsvarsmönnum Orkunnar frá dagskrárgerðarmönnum á útvarpsstöðinni Kiss Fm. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 469 orð | 1 mynd

DV verður gert að helgarblaði

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÚTGÁFU dagblaðsins DV verður hætt í núverandi mynd og verður framvegis gefið út aðeins sem helgarblað. Þetta kom fram á fundi sem Ari Edwald, forstjóri 365, átti með blaðamönnum og ritstjóra DV síðdegis í gær. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 75 orð

Dyrhólaey lokuð til 25. júní

UMHVERFISSTOFNUN ákvað í gær að loka Dyrhólaey fyrir almennri umferð frá 1. maí nk. til og með 25. júní nk. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 70 orð

Ekki tímabundin ráðning

VEGNA umfjöllunar um stöðu upplýsingafulltrúa í ráðuneytum vill samgönguráðuneytið taka fram eftirfarandi. "Fjallað hefur verið um ráðningu upplýsingafulltrúa í stjórnarráðinu á Alþingi og í fjölmiðlum. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 239 orð

Eldri borgarar 70 ára og eldri borgi ekki fasteignaskatt

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is SJÁLFSTÆÐISMENN í Árborg lýsa því yfir að fella eigi niður fasteignaskatta sem lagðir eru á íbúðarhúsnæði hjá öllum eldri borgurum sem orðnir eru 70 ára eða eldri. Meira
29. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Fann gæludýrið aftur

Ungur Taívani varpaði öndinni léttar í gær þegar hann fann villisvínið sitt, sem hann hefur sem gæludýr, eftir að það hafði farið í gönguferð um Taípei, höfuðborg... Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 88 orð

Fasteignaskattur lækkaður í Árborg

Selfoss | Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 26. apríl síðastliðinn að lækka álagningu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði. Lækkunin tekur þegar gildi og hefur áhrif á álagningu fasteignaskatts í ár. Meira
29. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 189 orð

Fíklarnir fá sprautur

Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@telia.com EFTIR tveggja áratuga pólitískar deilur hefur sænska þingið nú samþykkt að leyfa, að sprautufíklum verði séð fyrir hreinum sprautum af hinu opinbera. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 195 orð

Fjöldi lækna hliðstæður og í Bretlandi

LÆKNAFÉLAG Reykjavíkur segir að fjöldi lækna á Landspítalanum sé hliðstæður því sem gerist við samanburðarsjúkrahús í Bretlandi. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. Meira
29. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd

Fólksstraumur frá A-Evrópu?

Varsjá. AFP, AP. | Íbúar átta ríkja í Austur-Evrópu sjá ný sóknarfæri á atvinnumörkuðum eldri aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB), nú þegar gildistími takmarkana á atvinnuréttindum þjóðanna á Spáni, Portúgal og Finnlandi rennur út á mánudaginn. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 510 orð | 1 mynd

Framhaldsskólar þurfa stuðning fyrirtækja til skólastarfs

Eftir Unni H. Jóhannsdóttur JÓN Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup Hólastiftis, setti í gær ráðstefnuna Skólasaga - skólastefna, sem haldin er nú um helgina á Hólum á Hjaltadal í tilefni af 900 ára afmæli Hólaskóla. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

FRANZ GÍSLASON

Franz Gíslason þýðandi er látinn. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík miðvikudaginn 26. apríl, sjötugur að aldri. Franz fæddist 19. nóvember 1935 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Gísli Gunnarsson og Ólöf Gissurardóttir. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 142 orð

Fréttablogg á mbl.is

SKRÁÐIR notendur á blog.is geta nú bloggað um innihald frétta sem skrifaðar eru á mbl.is. Þegar smellt er á tengilinn "Meira" til að lesa frétt í heild sinni er að finna tengilinn "Blogga frétt" fyrir neðan hana. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 69 orð

Gallerí + | Sýning á verkum Sólveigar Aðalsteinsdóttur og Þóru...

Gallerí + | Sýning á verkum Sólveigar Aðalsteinsdóttur og Þóru Sigurðardóttur verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16 í Gallerí + að Brekkugötu 35 á Akureyri. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 2454 orð | 1 mynd

Gamlir félagar saman á ný

VBS fjárfestingarbanki er 10 ára um þessar mundir og nú gengur nýr liðsmaður til leiks, Jón Þórisson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslandsbanka. Jón og Jafet S. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

Gæti orðið skortur á lambakjöti í sumar

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is "SÚ STAÐA gæti hæglega komið upp í sumar að bændur stæðu frammi fyrir því vandamáli að eiga ekki nægilegt lambakjöt inn á markaðinn. Meira
29. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Hafmeyjan orðin púkó?

Litla hafmeyjan gerir ímynd Dana nú meira tjón en gagn og menn eiga að leggja frekar áherslu á að Danmörk sé land nútímalegra lífshátta, minna á uppfinningar, vindmyllur og danska hönnun. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Hef ekki brotið nokkurn trúnað

FLOSI Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segist ekki hafa brotið trúnað með því að birta útreikninga um hvað það myndi kosta Kópavogsbæ að kaupa fasteignir á svonefndu Gustssvæði, en bæjarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að ganga... Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 705 orð | 1 mynd

Heimild til samkeyrslu upplýsinga þrengd

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is LÖG um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins voru samþykkt á Alþingi í gær. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 69 orð

Hestakerran varð eftir á götunni

ÖKUMAÐUR bifreiðar með hestakerru í eftirdragi tók ekki eftir því í gær að hún losnaði, við Hyrnutorg í Borgarnesi. Kerran sat eftir á götunni með hestunum í um nokkurt skeið. Meira
29. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Hunsa kröfur öryggisráðs SÞ

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TRAUSTAR vísbendingar eru um að Írönum hafi tekist að auðga úran og teikningar af kjarnorkuvopnum, sem þeir hafa komist yfir, benda til þess að þeir vinni með leynd að þróun kjarnorkuvopna. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 130 orð

Ian Rankin á leið til Íslands

HÖFUNDUR glæpasagnanna um lögreglumanninn Rebus í Edinborg, Ian Rankin, hefur þegið boð Pennans Eymundsson um Íslandsheimsókn í byrjun júní. Rankin mun fjalla um verk sín og lesa upp í Súfistanum við Laugaveg laugardaginn 3. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Ísar Lagarfljóts bráðna eins og smjör

Egilsstaðir | Veðrið lék við Austfirðinga í gær og mátti hvarvetna sjá menn brjótast úr vetrarhíðinu með bros á vör, léttklædda og tilbúna í vorverkin. Á Egilsstöðum var rúmlega 17 stiga hiti um hádegisbil í gær. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 161 orð

Jón Þórisson til liðs við VBS

FJÁRFESTINGARFÉLAG undir forystu Jóns Þórissonar, sem fyrir ári lét af störfum sem aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, hefur keypt 5,5% eignarhlut í VBS fjárfestingarbanka, sem áður hét Verðbréfastofan. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 39 orð

Júlíus formaður nýrra samtaka | Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri...

Júlíus formaður nýrra samtaka | Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík, var í gær kjörinn formaður Landssamtaka hátíða- og menningarviðburða, sem stofnuð voru á Akureyri. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Langaði að feta í fótspor Sigrúnar Maríu

"MIG langaði að prófa að setja mig í spor Sigrúnar Maríu með því að vera í hjólastólnum hennar í einn dag; að hreyfa ekki fæturna, fara með henni í Bjarg og svoleiðis," sagði Karen Júlía Fossberg Leósdóttir þegar blaðamaður hitti þrjár... Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 560 orð | 1 mynd

Langar að bjóða gistingu í lúkar bátsins á þurru landi

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Garður | "Báturinn hefur ótvírætt söfnunargildi en það liggur enn ekki fyrir hvort tekið verður við honum," segir Ásgeir Hjálmarsson, safnvörður Byggðasafnsins á Garðskaga. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 130 orð

Leikstýrir C.S.I. Miami

EGILL Örn Egilsson er fæstum Íslendingum kunnur þrátt fyrir að fjölmargir aðdáendur spennuþáttanna C.S.I Miami hafi notið hæfileika hans. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 759 orð | 1 mynd

Leikurinn er öflugt lærdómstæki

Með því að flétta saman leik og tækni er hægt að efla til muna námsmöguleika barna og annarra nemenda á sviði tækni og vísinda. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Líklegt að Úkraína gangi í Nató

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is GEIR H. Haarde utanríkisráðherra segir ekki ólíklegt að Úkraína verði orðin aðili að Nató innan nokkurra ára. Stækkun Nató var rædd á óformlegum ráðherrafundi Nató í Búlgaríu. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Margt brallað í Norðlingaskóla

NEMENDUR í Norðlingaskóla voru með sérstakan umhverfisdag í gær. Nemendur undirbjuggu daginn vel og buðu foreldrum sínum að skoða vinnu sína. Sérlega gott veður var í gær og því kjörið að fara út með verkefnin. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 607 orð | 1 mynd

Mest áhersla á aðgengi, þátttöku og lýðræði

VINSTRI græn (VG) í Reykjavík kynntu í gær stefnumál sín fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Kynningin fór fram í strætisvagni sem ekið var um borgina. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 304 orð

Orkuveitan lýsir upp Þrengslaveg

Þorlákshöfn | Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveita Reykjavíkur hafa gert með sér samkomulag um víðtækt samstarf. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 207 orð

Ógeðfellt

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóhannesi Jónssyni, stofnanda Bónuss. "Það var ógeðfellt að lesa forystugrein Morgunblaðsins í gær þar sem ritstjórinn fjallar um Baugsmálið svokallaða. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

ÓLAFUR SIGURGEIRSSON

ÓLAFUR Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður er látinn. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík, 57 ára að aldri. Ólafur fæddist 22. nóvember 1948 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Steinunn Halldórsdóttir húsmóðir og Sigurgeir G. Guðmundsson vélstjóri. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 322 orð

"Dreg óhlutdrægni hans gagnvart mér í efa"

BRYNJAR Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenbergers, kærði fyrir hönd umbjóðanda síns í gærmorgun til Hæstaréttar úrskurð Arngríms Ísberg, héraðsdómara, um eigið hæfi til að dæma í Baugsmálinu sem þingfest var sl. fimmtudag. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 950 orð | 1 mynd

"Hef heyrt af því að hræðslan geti orðið manni að falli"

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÞORSTEINN Sævar Kristjánsson er þrettán ára drengur á Akureyri, alveg að verða fjórtán; vill láta kalla sig Steina. Hann vann hetjudáð laugardagsmorguninn 15. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Reykjavík rokkar aftur

BRESKU hljómsveitirnar Motörhead, The Darkness og David Gray munu ásamt Ham, Ampop, Mínus og Trabant stíga á svið Laugardalshallarinnar á tónlistarhátíðinni Reykjavík rokkar sem haldin verður dagana 29. júní til 1. júlí næstkomandi. Meira
29. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 166 orð

Saka Yahoo! um uppljóstrun

Peking. AFP. | Mannréttindasamtök í Kína sökuðu í gær fulltrúa leitarvélarinnar Yahoo! Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 447 orð

Samningar í uppnámi í haust að óbreyttu

BJÖRN Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, telur að miðað við stöðuna í dag sé ljóst að næsta haust muni koma til atkvæðagreiðslu í félögunum um uppsögn samninga. Hann sagði þetta á aðalfundi félagsins í fyrrakvöld. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 150 orð

Sekt fyrir að vannæra ketti

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt konu á þrítugsaldri til greiðslu fimmtíu þúsund króna sektar fyrir brot gegn lögum um dýravernd. Henni er auk þess gert að greiða skipuðum verjanda sínum rúmar 62 þúsund krónur í málsvarnarlaun. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 465 orð | 1 mynd

Setuverkfalli lokið á flestum hjúkrunarheimilunum

Eftir Svavar Knút Kristinsson sv avar@mbl.is SETUVERKFALLI starfsfólks á Hrafnistu í Reykjavík, Hrafnistu í Hafnarfirði, Vífilsstöðum og Grund lauk í gær. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 339 orð

Sífellt færri íslenskir unglingar nota vímuefni

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is SÍFELLT færri íslenskir unglingar nota tóbak, áfengi og kannabisefni og neysla hér á landi er nú með því minnsta sem þekkist í Evrópu. Neysla þeirra sem á annað borð nota þessa vímugjafa virðist hins vegar aukast. Meira
29. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 192 orð

Smáhópar hættulegri en al-Qaeda

FRAM kemur í ársskýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins, að Írak sé ekki orðið að griðastað hryðjuverkamanna en ýmsir hópar þeirra telji að landið geti orðið það. Þar er jafnframt sagt að Íran sé orðið það ríki sem ýti mest undir hryðjuverk í... Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 110 orð

Styrkir úr Egilssjóði

AUGLÝST hefur verið eftir umsóknum í sjóð sem nefnist Egilssjóður Skallagrímssonar, en um er að ræða styrktarsjóð í Bretlandi í vörslu sendiráðs Íslands. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Söfnun til kaupa á fíkniefnahundi

Selfoss | Söfnun til kaupa á hundi fyrir lögregluembættið á Selfossi hófst formlega á skrifstofu sýslumannsins á Selfossi 25. apríl síðastliðinn. hundurinn kostar fullþjálfaður 1-1,5 m. kr. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 228 orð

Söfnun vegna "Neyðarhjálpar úr norðri" hafin

HAFIN er söfnun enn á ný fyrir fólk í Tékklandi, þar sem flóð skullu á landinu í þriðja sinn í mars og byrjun apríl. Söfnunin fer fram undir yfirskriftinni "Neyðarhjálp úr norðri". Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Söngperlur í Höllinni

VEL fór á með söngfuglunum Garðari Thór Cortes og Katherine Jenkins á æfingu í Laugardalshöll í gær, en í kvöld troða þau upp á stórtónleikum þar í húsi ásamt fjörutíu manna hljómsveit undir stjórn Garðars Cortes. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 824 orð | 1 mynd

Um 18% meiri sala en 2003

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Mun sauðfé fara fjölgandi hér á landi á ný? Um 1980 voru um 830 þúsund kindur í landinu. Nú eru þær um 460 þúsund. Verði áfram góð sala á lambakjöti er ekki ólíklegt að sauðfé fjölgi eitthvað á næstu árum. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Vorið er komið þrátt fyrir að undanfarna morgna hafi jörðin verið hvít. Fuglarnir eru komnir og syngja við vorverkin, nema krían sem skrækir. En sem betur fer virðist ein tegund úr dýraríkinu ekki vera komin á kreik ennþá. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Úrslit í nemakeppni Kornax

ÁRLEG nemakeppni Kornax var haldin í 9. sinn á dögunum, í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Markmiðið með keppninni er að efla faglegan metnað í bakaraiðn og hvetja bakaranema til nýsköpunar og til að temja sér öguð vinnubrögð. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Útför Elísabetar Maríu Kvaran

ÚTFÖR Elísabetar Maríu Kvaran var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu fjölmenni, en Elísabet lést 19. apríl sl. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur jarðsöng. Kistuna báru úr kirkju: Axel Kristjánsson, Einar Kr. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Útskriftarnemar gleðjast í miðborginni

EITT af merkjum þess að það er komið vor er að framhaldsskólanemar sem eru að útskrifast birtast í undarlegum búningum og skemmta sér. Hópur nemenda var áberandi í miðborg Reykjavíkur í gær og skemmti sér og öðrum. Meira
29. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 253 orð

Vilja sérlög fyrir múslíma

Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@telia.com STÆRSTU múslímasamtök Svíþjóðar hafa sent öllum stjórnmálaflokkum í landinu bréf þar sem farið er fram á sérstaka löggjöf fyrir múslíma í Svíþjóð. Meira
29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 35 orð

Vinstri menn funda | Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður, sem situr á...

Vinstri menn funda | Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður, sem situr á Alþingi um þessar mundir, verður ræðumaður dagsins á árlegum morgunfundi Stefnu - félags vinstri manna, á Mongo sportbar í Kaupangi kl. 10.30 mánudaginn 1.... Meira
29. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Ætla að stækka Panamaskurðinn

Panamaborg. AFP. | Stjórnvöld í Panama hafa í hyggju að stækka Panamaskurðinn til að gera nýjum risaflutningaskipum kleift að sigla um hann. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdirnar taki allt að átta ár verði áformin samþykkt á þingi landsins. Meira

Ritstjórnargreinar

29. apríl 2006 | Leiðarar | 384 orð

Afnám verðtryggingar

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, flutti athyglisvert erindi á aðalfundi Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja í fyrradag. Hann sagði m.a. Meira
29. apríl 2006 | Staksteinar | 290 orð | 1 mynd

Af náttúru og þéttbýli

Það var fróðlegt að skoða svæðið við rætur Úlfarsfells í blíðviðrinu fyrir nokkrum dögum en þar ráðgerir R-listinn að reisa byggð fyrir um 20 til 25 þúsund manns og eru framkvæmdir þegar hafnar. Þar söng lóan dirrindí. Meira
29. apríl 2006 | Leiðarar | 307 orð

Flotaumsvif Frakka

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, átti afar athyglisverðar viðræður við varnarmálaráðherra Frakka í fyrradag. Meira

Menning

29. apríl 2006 | Tónlist | 293 orð | 1 mynd

Balkanskur bræðingur

ÞRIÐJA kvöld Vorblótsins fer fram í kvöld á NASA en þá koma fram hljómsveitirnar KAL og Stórsveit Nix Noltes. Meira
29. apríl 2006 | Dans | 365 orð | 1 mynd

Flest um fátt

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is VALGERÐUR Rúnarsdóttir og Aðalheiður Halldórsdóttir sýna danssmiðjuverk sitt, Flest um fátt, í gömlu O. Johnson og Kaaber-verksmiðjunni við Sætún í kvöld. Meira
29. apríl 2006 | Menningarlíf | 175 orð | 1 mynd

Flytur verk eftir pabba sinn

HERDÍS Anna Jónasdóttir sópran heldur útskriftartónleika sína frá Listaháskóla Íslands í Salnum í Kópavogi í dag kl. 16. Meira
29. apríl 2006 | Fólk í fréttum | 163 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Annað af þremur frönsk-íslenskum tónlistarkvöldum verður haldið á skemmtistaðnum Prikinu í kvöld. Meira
29. apríl 2006 | Menningarlíf | 636 orð | 2 myndir

Horfst í augu við Hiroshima

Breska leikskáldið Edward Bond er gestur Félags leikskálda og handritshöfunda, Hafnarfjarðarleikhússins og Breska sendiráðsins á fyrirlestri og sýnikennslu (masterclass) í Hafnarfjarðarleikhúsinu í dag kl. 10-16. Meira
29. apríl 2006 | Myndlist | 602 orð | 2 myndir

Listin fer út um allar trissur

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞAR sem vorið telst vera komið er tilvalið fyrir fólk að nota langa fríhelgi til að rúnta um bæinn og auðga andann með því að kíkja á nokkra viðburði. Í dag kl. Meira
29. apríl 2006 | Menningarlíf | 228 orð | 1 mynd

Pétur Gunnarsson kjörinn nýr formaður

Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is NÝR formaður Rithöfundasambands Íslands var kjörinn á aðalfundi félagsins á fimmtudagskvöld. Meira
29. apríl 2006 | Fólk í fréttum | 455 orð | 2 myndir

Pönnukökur með gerviblóði

Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is LJÓSMYNDASÝNING Hákons Pálssonar, sem ber nafnið Blóð og önnur fegurð , verður opnuð í Galleríi Geli í dag. Meira
29. apríl 2006 | Fjölmiðlar | 209 orð

Síðasti þátturinn

SÍÐASTI þátturinn af Orð skulu standa á þessum vetri er á dagskrá Rásar 1 í dag. Gestir eru Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Gísli Einarsson fréttamaður. Meira
29. apríl 2006 | Fjölmiðlar | 101 orð | 1 mynd

Stórleikur í enska

CHELSEA getur tryggt sér enska meistaratitilinn annað skiptið í röð í dag þegar liðið mætir Manchester United á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Meira
29. apríl 2006 | Tónlist | 299 orð | 4 myndir

Tónlistarhátíð alþýðunnar

Í FYRRASUMAR voru það stórsveitirnar Duran Duran, Foo Fighters og Queens of the Stone Age sem léku á fyrstu tónlistarhátíðinni Reykjavík rokkar en þá sóttu um 20.000 manns hátíðina. Meira
29. apríl 2006 | Menningarlíf | 167 orð | 1 mynd

Vox Academica með Mozart Requiem

VOX Academica og Jón Leifs Camerata flytja Requiem W.A. Mozarts í Langholtskirkju í dag kl. 15, ásamt einsöngvurunum Þóru Einarsdóttur sópran, Sesselju Kristjánsdóttur alt, Gunnari Guðbjörnssyni tenór og Davíð Ólafssyni bassa. Meira

Umræðan

29. apríl 2006 | Kosningar | 449 orð | 1 mynd

Álftaneslistinn vill lengja búsetu aldraðra heima

ÁLFANESHREYFINGIN vill treysta búsetu aldraðra á eigin heimili. Við ætlum að ná þessu fram með nokkrum aðgerðum sem eru að: * Félags- og heimaþjónusta verði bætt m.a. með tíðari heimsóknum. Meira
29. apríl 2006 | Aðsent efni | 815 orð | 3 myndir

Bensínverðið

Pétur H. Blöndal fjallar um bensínverð: "Ef við ætlum að lækka virðisaukaskatt í hvert sinn sem verð á vöru hækkar þá mætti nú víða taka til hendi." Meira
29. apríl 2006 | Aðsent efni | 705 orð | 1 mynd

Er Bakkafjara fyrirsláttur?

Gísli Jónasson fjallar um samgöngumál Vestmannaeyja: "Með þessum rannsóknum á gangagerð og Bakkafjöru ná ráðamenn sér í nokkurra ára frest á endurnýjun Herjólfs." Meira
29. apríl 2006 | Aðsent efni | 794 orð | 1 mynd

Er Ísland ódýr hóra?

Andrea Ólafsdóttir fjallar um orkumál, stóriðju og náttúruvernd: "Vinsamlegast metið landið okkar verðmætara en ódýra hóru fyrir risana sem keppast um að borga sem minnst fyrir afnotin." Meira
29. apríl 2006 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Frelsi launþega

Borgar Þór Einarsson fjallar um baráttudag verkafólks: "Opinn og sveigjanlegur vinnumarkaður laðar fram það besta í fólki og gefur öllum tækifæri til að njóta betri lífskjara." Meira
29. apríl 2006 | Kosningar | 487 orð | 1 mynd

Fær stóriðjustefnan kjaftshögg í maí?

KOSNINGARNAR í vor munu snúast um fjölmargt. Eitt af því er stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar sem margir kjósendur eru nú orðnir andvígir. Meira
29. apríl 2006 | Aðsent efni | 360 orð

Lexía að austan

FYRIR nokkrum árum átti ég þess kost að hitta talsmann tékkneskra launþega, góðan mann. Hann lagði á sig að útskýra fyrir mér og félögum mínum hvernig ástandið væri í nýkapítalvæddu landinu. Meira
29. apríl 2006 | Aðsent efni | 503 orð | 1 mynd

Nútímaleg velferðarþjónusta - Fyrir hvert annað

Guðný Hildur Magnúsdóttir skrifar í tilefni af átakinu Fyrir hvert annað: "Þátttökustefna byggist á hugmyndum um þátttökulýðræði og er kjarninn í notendahreyfingum nútímans." Meira
29. apríl 2006 | Aðsent efni | 177 orð

Sérhver hreyfing felur í sér dans

ALÞJÓÐLEGI dansdagurinn er í dag, 29. apríl. Af því tilefni sendi hans hátign, Norodom Sihamoni, konungur í Kambódíu, eftirfarandi ávarp: "Dansinn þarf hvorki málningu né pensil. Aðeins er þörf fyrir eitt tæki - mannslíkamann. Meira
29. apríl 2006 | Kosningar | 430 orð | 1 mynd

Skipulag umferðarmannvirkja í austurhluta Reykjavíkur

BORGARYFIRVÖLD bera mikla ábyrgð á þróun Reykjavíkurborgar; hvar er byggt, hversu mikið er byggt og hvernig ný hverfi tengjast heildarskipulagi borgarinnar. Meira
29. apríl 2006 | Bréf til blaðsins | 205 orð | 1 mynd

Skyldur höfuðborgar

Frá Jóni Hjaltasyni, sagnfræðingi: "ÞAÐ er að heyra á borgarfulltrúum í Reykjavík, öllum nema einum, að nú skuli flugvöllurinn hverfa úr Vatnsmýrinni. Þetta er athyglisverð niðurstaða, ekki síst í ljósi þess að öll rök er lúta að öryggismálum og flugrekstri mæla gegn þessari breytingu." Meira
29. apríl 2006 | Kosningar | 368 orð | 1 mynd

Stígið fram, Dagur og Vilhjálmur

MEÐ djarfri og skýrri framtíðarsýn hefur B-listanum í Reykjavík tekist að gera framtíð innanlandsflugsins að máli sem verður auðvelt að taka afstöðu til í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira
29. apríl 2006 | Bréf til blaðsins | 393 orð

Svar við lesandabréfi

Frá Magnúsi Péturssyni: "SÆL og blessuð Maríanna. Þakka þér skýrt og skorinort bréf til mín 20. apríl sl. vegna ástandsins á Landspítala - háskólasjúkrahúsi." Meira
29. apríl 2006 | Bréf til blaðsins | 349 orð

Um veiðimál

Frá Sigurði Inga Ingólfssyni: "FYRIR nokkru ritaði Ólafur Þorláksson athyglisverða grein í Morgunblaðið um veiðar í net og á stöng. Þar dregur hann upp reynslu sína af stang- og netaveiði. Þar kemur fram að lítið samhengi er í því þótt netaveiðar séu bannaðar." Meira
29. apríl 2006 | Bréf til blaðsins | 316 orð | 1 mynd

Veikur málstaður á þingi

Frá Árna Helgasyni: ""JA, NÚ er ég hættur að fatta," sagði Klausen vinur minn á Eskifirði í gamla daga þegar honum fannst þjóðlífið snúast öndvert við gagni og gæfu þjóðfélagsins." Meira
29. apríl 2006 | Velvakandi | 245 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Bóklestur barna og unglinga ÞEGAR ég var barn að aldri, las ég mikið, eða eins og tök voru á. Ekki voru þó bækur keyptar að marki á mínu heimili, til þess skorti fé. Meira
29. apríl 2006 | Aðsent efni | 482 orð | 1 mynd

Viljum við nagladekk og svifryk?

Sighvatur Arnarsson fjallar um nagladekk og notkun þeirra: "Það er mat mitt að nagladekk verði ekki öllu lengur valkostur að vetrarlagi vegna myndunar svifryks." Meira

Minningargreinar

29. apríl 2006 | Minningargreinar | 2380 orð | 2 myndir

ÁGÚST SIGURÐSSON

Í dag, 29. apríl, eru eitt hundrað ár frá fæðingu Ágústs Sigurðssonar cand. mag. Hann fæddist og ólst upp á Lundi í Lundarreykjadal, sonur hjónanna sr. Sigurðar Jónssonar og Guðrúnar Mettu Sveinsdóttur. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2006 | Minningargreinar | 1629 orð | 1 mynd

BJARNFRÍÐUR SIMONSEN

Bjarnfríður Simonsen fæddist á Sandi í Sandey í Færeyjum 9. júlí 1924. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 22. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Mortan Simonsen sjómaður, f. 11. maí 1897, d. 25. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2006 | Minningargreinar | 311 orð | 1 mynd

ELÍSABET MARÍA KVARAN

Elísabet María Kvaran fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð hinn 29. mars 1928. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut að kvöldi síðasta vetrardags hinn 19. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 28. apríl. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2006 | Minningargreinar | 373 orð | 1 mynd

GUÐRÚN JÓHANNA ÁRMANNSDÓTTIR

Guðrún Jóhanna Ármannsdóttir fæddist í Neskaupstað 25. ágúst 1925. Hún lést á heimili sínu í Keflavík 19. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 28. apríl. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2006 | Minningargreinar | 2652 orð | 1 mynd

HELGA HANNESDÓTTIR

Helga Olga Hannesdóttir fæddist á Sveinsstöðum í Neshreppi utan Ennis á Snæfellsnesi 17. apríl 1914. Hún lést á öldrunarlækningadeild Landspítalans á Landakoti, 19. apríl síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2006 | Minningargreinar | 306 orð | 1 mynd

KRISTINN KORT BJÖRNSSON

Kristinn Kort Björnsson fæddist í Reykjavík 14. maí 1952. Hann lést 3. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 12. apríl. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2006 | Minningargreinar | 243 orð | 1 mynd

MARINÓ BJÖRNSSON

Marinó Björnsson fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1982. Hann lést af slysförum 10. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fáskrúðsfjarðarkirkju 17. apríl. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2006 | Minningargreinar | 1233 orð | 1 mynd

NÚMI ÓLAFSSON FJELDSTED

Númi Ólafsson Fjeldsted fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1933. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni 20. apríl. Útför hans verður gerð frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2006 | Minningargreinar | 423 orð | 1 mynd

RAGNHEIÐUR LÍNDAL HINRIKSDÓTTIR (GÓGÓ)

Ragnheiður Líndal Hinriksdóttir (Gógó) fæddist í Geirmundarbæ á Akranesi 18. júlí 1936. Hún lést í Landspítalanum við Hringbraut 7. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 21. apríl. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2006 | Minningargreinar | 2740 orð | 1 mynd

SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ HALLDÓRSSON

Sigurður Breiðfjörð Halldórsson fæddist á Mábergi á Rauðasandi í Vestur-Barðastrandarsýslu 13. maí 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á páskadag 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Ólafur Bjarnason, f. 15. nóv. 1874, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2006 | Minningargreinar | 327 orð | 1 mynd

SNÆBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR

Snæbjörg Ólafsdóttir fæddist á Vindheimum í Tálknafirði 13. október 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Árbæjarkirkju 24. mars. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2006 | Minningargreinar | 1637 orð | 1 mynd

ÞÓRHALLA GÍSLADÓTTIR

Þórhalla Gísladóttir fæddist í Skógargerði í Fellum 11. mars 1920. Hún lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Gísli Helgason, bóndi í Skógargerði og kona hans, Dagný Pálsdóttir. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

29. apríl 2006 | Sjávarútvegur | 599 orð | 2 myndir

Helguvík stærsta innflutningshöfn á sementi

Eftir Kristin Benediktsson krben@internet.is "Auðunn er ekki KE neitt, hann er lóðsbátur síðan 1989 er hann kom fyrst til Keflavíkur sem smíði númer 40 hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. Meira

Viðskipti

29. apríl 2006 | Viðskiptafréttir | 112 orð | 1 mynd

Alcan vill auka álframleiðsluna

HJÁ Alcan-álfyrirtækinu er unnið að því að kanna hvernig hægt er að auka framleiðsluna í nokkrum álverum samsteypunnar víða um heim, nú þegar álverð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra í 18 ár. Meira
29. apríl 2006 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Atorka eykur hlut sinn í Amiad

ATORKA Group hefur aukið hlut sinn í framleiðslufyrirtækinu Amiad Filtration System og á nú um 10,9% eignarhlut í fyrirtækinu. Meira
29. apríl 2006 | Viðskiptafréttir | 53 orð

Ekki upplýst um tilboð í Orkla strax

FRESTUR til að skila inn tilboðum í norsku fjölmiðlasamsteypuna Orkla rann út síðastliðinn fimmtudag. Í norskum og dönskum vefmiðlum segir að nöfn þeirra sem gerðu tilboð verði ekki gefin upp strax . Meira
29. apríl 2006 | Viðskiptafréttir | 144 orð | 1 mynd

Forstjóri Hyundai handtekinn

CHUNG Mong-koo, stjórnarformaður Hyundai Motor Co, var handtekinn í Suður-Kóreu í gær og ákærður fyrir fjárdrátt. Chung er einnig ásakaður fyrir að hafa stofnað sjóð í þeim tilgangi að múta stjórnmálamönnum og opinberum starfsmönnum. Meira
29. apríl 2006 | Viðskiptafréttir | 132 orð

Fríblað Dagsbrúnar komið með nafn

FRÍBLAÐIÐ sem Dagsbrún ætlar að gefa út í Danmörku hefur fengið nafnið Nyhedsavisen , sem er bein þýðing á Fréttablaðinu. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef danska blaðsins Jyllands-Posten . Meira
29. apríl 2006 | Viðskiptafréttir | 174 orð | 1 mynd

Hagvöxtur í Bandaríkjunum 4,8%

Hagvöxtur í Bandaríkjunum á ársgrundvelli mældist 4,8% á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þetta er hæsta mæling í tvö ár og umtalsverð aukning frá fjórða ársfjórðungi 2005 þegar hagvöxturinn mældist 1,7%. Meira
29. apríl 2006 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Hlutabréf lækka

ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kauphallar Íslands lækaði um 0,79% í gær og var 5.575 stig við lok viðskipta. Viðskipti á hlutabréfamarkaði námu um 3 milljörðum króna og á skuldabréfamarkaði voru gerð viðskipti fyrir 10,3 milljarða króna. Meira
29. apríl 2006 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Samson má eiga yfir 20% í Straumi-Burðarási

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur veitt Samson Global Holdings heimild til þess að fara með virkan eignarhlut yfir 20% í Straumi - Burðarási fjárfestingarbanka hf.. Meira
29. apríl 2006 | Viðskiptafréttir | 337 orð | 1 mynd

Vöruskiptahallinn eykst

VÖRUSKPTI í marsmánuði voru óhagstæð um 13,4 milljarða króna samanborið við 6,3 milljarða í mars í fyrra á föstu gengi. Fluttar voru út vörur fyrir 19,9 milljarða í ár en inn fyrir 33,3 milljarða. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Hagstofunni. Meira

Daglegt líf

29. apríl 2006 | Ferðalög | 562 orð | 3 myndir

Hannar meira að segja súkkulaðið

Ítalski tískukóngurinn Georgio Armani hannar ýmislegt annað en föt, sem hann hefur til þessa verið hvað þekktastur fyrir eins og hjónin Hanna Birna Jóhannesdóttir og Ingi Þór Jakobsson eigendur húsgagnaverslunarinnar Exó komust að raun um á ferð sinni í... Meira
29. apríl 2006 | Ferðalög | 942 orð | 3 myndir

Heillandi smábæjarbragur

Þegar nýir staðir eru heimsóttir og skyggnast á undir yfirborðið er skemmtilegt að fá hjálp frá einhverjum sem býr á svæðinu. Ingrid Hellgren blaðamaður hefur búið í Gautaborg í fimmtán ár og brá sér í gervi leiðsögumanns Steingerðar Ólafsdóttur heilan laugardag. Meira
29. apríl 2006 | Ferðalög | 219 orð | 1 mynd

Leigumiðlun rent.is

Opnaður hefur verið vefurinn rent.is þar sem boðið er upp á að aðstoða ferðamenn við útvegun leiguhúsnæðis. Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Rent. Meira
29. apríl 2006 | Ferðalög | 230 orð | 1 mynd

Ný hótelkeðja Fosshótel ehf. hefur stofnað nýja keðju gistiheimila sem...

Ný hótelkeðja Fosshótel ehf. hefur stofnað nýja keðju gistiheimila sem ber nafnið Inns of Iceland. Inns of Iceland er keðja gistiheimila á Íslandi og er ætlað að sinna þörfum þeirra sem sækjast eftir hagkvæmri en heimilislegri gistingu um allt land. Meira
29. apríl 2006 | Ferðalög | 441 orð | 2 myndir

Tilfinningaþrungið tómarúm

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Af ótal söfnum og galleríum, sem er að finna í Berlínarborg, vekur Gyðingasafnið sérstaka athygli enda koma margir til Berlínar í þeim einum tilgangi að sjá safnið. Meira

Fastir þættir

29. apríl 2006 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli . 1. maí nk. verður fimmtug Erla Hrund Friðfinnsdóttir...

50 ÁRA afmæli . 1. maí nk. verður fimmtug Erla Hrund Friðfinnsdóttir, Grenivöllum 32, Akureyri. Hún og eiginmaður hennar, Páll Baldursson , taka á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn, í Oddfellowhúsinu, Sjafnarstíg 3, kl.... Meira
29. apríl 2006 | Fastir þættir | 292 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Pottþétt fyrirstaða. Meira
29. apríl 2006 | Í dag | 443 orð | 1 mynd

Búseta og þjónusta

Auður Axelsdóttir fæddist í Reykjavík 1963. Hún er menntaður iðjuþjálfi og er nú forstöðumaður miðstöðvar innan heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins: Geðheilsa-eftirfylgd/iðjuþjálfun í Bolholti 4. Auður er gift og á þrjú börn. Meira
29. apríl 2006 | Í dag | 133 orð | 1 mynd

Dansað í dag

Dans | Í tilefni af Alþjóðlega dansdeginum sem er í dag, 29. apríl, mun Félag íslenskra dansara standa fyrir dansgleði milli kl. 16 og 18 í Iðnó. Óvænt og fjölbreytileg dagskrá verður í boði á fjölum Iðnó í tilefni dagsins. Dagskráin hefst kl. Meira
29. apríl 2006 | Í dag | 1714 orð | 1 mynd

Fermingar 29. og 30. apríl

Ferming í Kvennakirkjunni 30. apríl. Fermd verður: Stefanía María Kristinsdóttir, Ásbúð 60, Gbæ. Ferming í Fríkirkjunni í Reykjavík 30. apríl kl. 14. Prestar sr. Hjörtur Magni Jóhannsson og Ása Björk Ólafsdóttir. Meira
29. apríl 2006 | Fastir þættir | 847 orð | 7 myndir

Ísland í sviðsljósinu í Victoria

Victoria, höfuðborg Bresku-Kólumbíu í Kanada, hefur sennilega aldrei verið eins "íslensk" og í liðinni viku. Steinþór Guðbjartsson fangaði andrúmsloftið og smakkaði á íslensku réttunum á Vancouver-eyju í Kyrrahafinu. Meira
29. apríl 2006 | Í dag | 2071 orð | 1 mynd

(Jóh. 10.)

Guðspjall dagsins: Ég er góði hirðirinn. Meira
29. apríl 2006 | Í dag | 26 orð

Orð dagsins: Biðjið Drottin um regn. Hann veitir vorregn og haustregn á...

Orð dagsins: Biðjið Drottin um regn. Hann veitir vorregn og haustregn á réttum tíma. Helliskúrir og steypiregn gefur hann þeim, hverri jurt vallarins. (Sak. 10, 1. Meira
29. apríl 2006 | Í dag | 1314 orð | 1 mynd

Ragnheiður Gröndal syngur í hjóna- og sambúðarmessu MIKILVÆGUSTU...

Ragnheiður Gröndal syngur í hjóna- og sambúðarmessu MIKILVÆGUSTU undirstöðurnar í sambúð og hjónabandi eru ástin, trúfestin og virðingin. Allar þessar þrjár stoðir þarf rækta. Meira
29. apríl 2006 | Í dag | 68 orð

Senjorítur með vortónleika í Grensáskirkju

SENJORÍTUR Kvennakórs Reykjavíkur eru með vortónleika sína í Grensáskirkju í dag, laugardaginn 29. apríl kl. 16. Senjoríturnar eru kór kvenna 60 ára og eldri. Í haust voru liðin 10 ár frá stofnun kórsins og er þeirra tímamóta minnst á þessum tónleikum. Meira
29. apríl 2006 | Fastir þættir | 153 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 c5 2. d5 e5 3. Rc3 d6 4. e4 Be7 5. Rf3 Rf6 6. Be2 0-0 7. 0-0 Re8 8. Rd2 g6 9. Rc4 f5 10. f4 exf4 11. Bxf4 g5 12. Bd2 f4 13. g3 Bh3 14. Hf3 Bg4 15. Hf2 Bd7 16. a4 fxg3 17. Hxf8+ Bxf8 18. hxg3 Df6 19. e5 dxe5 20. Re4 Dg6 21. Bd3 Bg7 22. Df3 g4 23. Meira
29. apríl 2006 | Fastir þættir | 316 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er að gera upp gamalt hús þessa dagana og hefur þurft að leita til ýmissa iðnaðarmanna varðandi viðgerðir og uppgerðir. Meira

Íþróttir

29. apríl 2006 | Íþróttir | 405 orð | 1 mynd

* ARJAN de Zeeuw fyrirliði nýliða Wigan óttast að félagið missi marga...

* ARJAN de Zeeuw fyrirliði nýliða Wigan óttast að félagið missi marga lykilmenn frá sér í sumar í kjölfar frábærrar frammistöðu þess á leiktíðinni. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 204 orð

Birgir úr leik

BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er úr leik í áskorendamótaröðinni í golfi á móti sem fram fer á Ítalíu. Birgir lék á 74 höggum í gær eða 2 höggum yfir pari og var því samtals á 3 höggum yfir pari eftir 36 holur. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 88 orð

Bjarni í hópnum hjá Everton

FH-ingurinn Bjarni Þór Viðarsson er í 16 manna leikmannahópi Everton sem mætir Middlesbrough á Riverside vellinum í Middlesbrough í dag. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 500 orð | 1 mynd

Eiður Smári enn úti í kuldanum hjá Mourinho

EIÐUR Smári Guðjohnsen þarf enn og aftur að bíta í það súra epli að fá ekki að spreyta sig með Chelsea en Eiður staðfesti í samtali við Morgunblaðið eftir æfingu Chelsea-liðsins síðdegis í gær hann hefði ekki verið valinn í leikmannahópinn sem etur... Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 198 orð

Fallbaráttan

ÚRSLITIN í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar geta ráðist í dag. Sunderland er fyrir löngu fallið en WBA, Birmingham og Portsmouth berjast um að forðast fallið þó svo að Aston Villa sé reyndar ekki alveg laust við falldrauginn. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 326 orð

Fyrirliði Dundee til Vals

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is BIKARMEISTARAR Vals í knattspyrnu fá góðan liðsstyrk fyrir baráttuna í sumar en þeir hafa gert samning við skoska leikmanninn Barry Smith, fyrirliða skoska 1. deildar liðsins Dundee. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 185 orð | 1 mynd

Gamlir meistarar mæta

*FRAMARAR hafa boðið öllum þeim leikmönnum sem urðu Íslandsmeistarar 1972 á leik Fram og Víkings/Fjölnis, sem fer fram í Safamýrinni í dag kl. 16.15. Gömlu meistararnir mæta nema Pálmi Pálmason, sem er búsettur á Húsavík. Hann á ekki heimangengt. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 2156 orð | 4 myndir

Guðmundur Þórður í kjölfar Karls?

EINS og staðan er nú, fyrir lokaumferðina á Íslandsmeistaramótinu í handknattleik, eru allar líkur á að Framarar hampi Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í 34 ár, eða síðan leikmenn Fram fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum síðast í Laugardalshöllinni... Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 284 orð

Jimmy Bullard samdi við Fulham

FULHAM keypti í gær Jimmy Bullard frá Wigan fyrir um 340 millj. kr. en ákvæði í samningi Bullard við Wigan heimilaði honum að fara frá félaginu ef annað lið væri tilbúið að greiða 340 millj. kr. fyrir hann. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 213 orð

KNATTSPYRNA Deildabikar karla A-deild, undanúrslit: Keflavík - ÍBV 2:1...

KNATTSPYRNA Deildabikar karla A-deild, undanúrslit: Keflavík - ÍBV 2:1 *Bo Henriksen skoraði fyrsta mark leiksins og kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik en Páll Þorvaldur Hjarðar leikmaður ÍBV skoraði sjálfsmark og jafnaði leikinn fyrir Keflavík. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 62 orð

LEIKIRNIR

Leikir helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni: Laugardagur Chelsea - Man. Utd 11.30 Birmingham - Newcastle 15 Liverpool - Aston Villa 15 Man. City - Fulham 15 Middlesbrough - Everton 15 Wigan - Portsmouth 15 Charlton - Blackburn 17. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 269 orð | 1 mynd

Leikmenn Liverpool halda enn í vonina um annað sætið

LIVERPOOL hefur ekki gefið upp alla von um að hrifsa annað sætið úr höndum Manchester United. Liverpool hefur 76 stig í öðru sæti og á tvo leiki eftir en Manchester United hefur 79 stig en á þrjá leiki eftir. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 80 orð

Málfríður fyrir Olgu

OLGA Færseth, knattspyrnukonan reynda úr KR, hefur dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir leik Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM sem fram fer í Minsk laugardaginn 6. maí, af persónulegum ástæðum. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 132 orð

Ólöf lék illa og er úr leik

ÓLÖF María Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Keili lék á 81 höggi á öðrum keppnisdegi Evrópumótaraðarinnar í golfi í gær og lék hún samtals á 16 höggum yfir pari. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 534 orð | 1 mynd

Pacers með tak á Nets

MIAMI Heat átti ekkert svar við góðum leik Chicago Bulls í þriðja leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni Austurdeildar í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt. Bulls tapaði tveimur fyrstu leikjunum í Miami en á heimavelli sínum er liðið sterkt. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 206 orð | 1 mynd

Robinson ósáttur við reglur UEFA

ENSKI landsliðsmarkvörðurinn Paul Robinson sem leikur með Tottenham er ekki ánægður með reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, vegna Meistaradeildar Evrópu. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 154 orð

Scolari ekki landsliðsþjálfari Englendinga

LUIZ Felipe Scolari, fyrrum þjálfari heimsmeistaraliðs Brasilíu og núverandi þjálfari Portúgals, sagði í gær að hann hefði ekki áhuga á að þjálfa enska landsliðið í knattspyrnu. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 74 orð

Sigurður Ari í liði ársins

EYJAMAÐURINN Sigurður Ari Stefánsson er í liði ársins í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 350 orð | 1 mynd

* SIGURJÓN Gíslason, fyrrverandi Íslandsmeistari með Val í knattspyrnu...

* SIGURJÓN Gíslason, fyrrverandi Íslandsmeistari með Val í knattspyrnu og landsliðsmaður í golfi, náði draumahögginu á Ventura-vellinum í Flórída í gær - á þriðju braut. Þess má geta til gamans að hann fór einnig holu í höggi á sama velli, 16. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 44 orð

Staðan

Chelsea 35284369:2088 Man. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 1484 orð | 4 myndir

Stórslys ef Chelsea verður ekki meistari

"ÉG held að Chelsea tryggi sér Englandsmeistaratitilinn í dag. Það yrði í það minnsta stórslys ef Chelsea verður ekki meistari. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 472 orð | 1 mynd

Tottenham nær fjórða sætinu

MIKIL barátta hefur verið um fjórða sætið í ensku deildinni, síðasta sætið sem gefur sæti í forkeppninni að Meistaradeild Evrópu. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 205 orð

Um helgina

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Íslandsmót karla, DHL-deildin, lokaumferð: Framhús: Fram - Vík./Fjölnir 16.15 Fylkishöll: Fylkir - HK 16.15 Kaplakriki: FH - Haukar 16.15 KA-heimilið: KA - Selfoss 16.15 Varmá: Afturelding - Stjarnan 16. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

Ætla að koma í veg fyrir sigurpartí á "Brúnni"

LEIKMENN Manchester United eru staðráðnir í að fresta sigurhátíð Chelsea þegar þeir heimsækja Englandsmeistarana heim á Stamford Bridge í dag. Meira
29. apríl 2006 | Íþróttir | 610 orð | 3 myndir

Ætlum okkur að vinna þennan bikar

ÍSLENDINGAR geta eignast þrjá Evrópumeistara í handknattleik á morgun þegar síðari úrslitaleikirnir í Meistaradeildinni og EHF-keppninni fara fram. Meira

Barnablað

29. apríl 2006 | Barnablað | 54 orð

Andrésar andar-meistarar

Andrésar andar-leikarnir er skíðamót sem hefur verið haldið á Akureyri síðan 1976. Á Andrésar andar-leikunum er keppt í hinum ýmsu skíðaíþróttum og eru því alltaf þónokkrir krakkar á hverju ári sem hljóta titilinn Andrésar andar-meistari. Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 79 orð | 1 mynd

Andrés önd vill líka vera með!

Andrés önd veit fátt skemmtilegra en að skella sér á skíði og hvað þá að taka þátt í skíðamóti sem er tileinkað honum. Andrés lenti þó í vandræðum þegar hann var að keppa í svigi því hann gleymdi að þrífa skíðagleraugun sín áður en hann lagði af stað. Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 23 orð | 1 mynd

Draugamynd

Máni, 8 ára, teiknaði þessa óhugnanlegu en glæsilegu mynd. Máni er mikill dýravinur en hefur líka mjög gaman af öllu sem tengist... Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 20 orð | 1 mynd

Einn góður ...

"Ætli ég sé ekki versti golfleikari í heimi?" "Nei, nei, það eru til miklu verri en þeir spila bara ekki. Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 20 orð | 1 mynd

Engill undir regnboganum

Andrea Caroline, 7 ára, teiknaði þessa fallegu mynd. Englinum líður örugglega vel þegar hann svífur um á skýinu undir... Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 21 orð | 2 myndir

Feluleikur og flugdrekar

Getur þú fundið þessa hluti á flugdrekamyndinni. Lausn aftast. Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 231 orð | 2 myndir

Gaman að æfa með skemmtilegum krökkum

Freydís Halla Einarsdóttir varð í fyrsta sæti í stórsvigi í flokki 10-12 ára stúlkna á Andrésar andar leikunum. Hvað ertu búin að æfa á skíðum lengi? "Búin að æfa síðan ég var 7 ára en ég fór fyrst á skíði þegar ég var svona 3-4 ára. Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 113 orð | 1 mynd

Grunnskólinn í Þorlákshöfn

Ég heiti Inga Þórs Ingvadóttir og er í 6. bekk í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Við erum 20 í bekknum og kennarinn okkar heitir Jóhanna Margrét Hjartardóttir. Við hér í Þorlákshöfn erum mikið fyrir íþróttir og tónlist. Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 185 orð | 3 myndir

Ha, ha, ha, ha!

Hvers vegna eru fílarnir bleikir á iljunum? Svo að þeir sjáist ekki þegar þeir fara að synda baksund í kokteilsósunni! Hjón nokkur fóru til tannlæknis. Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 18 orð

Heimur og haf

Fallegt er hafið. Það gefur mér svarið, yfir allan heiminn og gráan geiminn. Höf.: Svana Þorgeirsdóttir, 10... Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 30 orð | 1 mynd

Hver byrjaði hvar?

Getur þú fundið út hver byrjaði við A og hver byrjaði við B með því einu að horfa á myndina. Reyndu að finna út svarið án þess að nota... Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 29 orð | 1 mynd

k K

Kötturinn Ara einnig sá, alvarlegur hann mælti þá: "Þessi maðkur er þver og galinn, þrár og frekur og illa upp alinn." Úr Stafrófsvísum Ara orms eftir Kristján Jóhann... Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 21 orð | 1 mynd

Kötturinn Kata

Geturðu hjálpað kettinum Kötu að komast í körfuna sína? Hún er orðin svo lúin og þráir að komast til að... Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 233 orð | 2 myndir

Langar til að verða skíðakappi og fótboltamaður

Arnar Ingi Kristgeirsson var í fyrsta sæti í svigi í flokki 8 ára drengja á Andrésar andar-leikunum. Hvað ertu búinn að æfa lengi á skíðum? "Ég fór fyrst á skíði þegar ég var tveggja og hálfs árs en byrjaði að æfa með ÍR þegar ég var fjögurra ára. Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 12 orð | 1 mynd

Lausnir

Það eru útlínur af 4 trúðum með pípuhatt og 3 með... Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 17 orð | 1 mynd

Lífverðir drottningar

Hersir, 8 ára, teiknaði þessa sniðugu mynd af lífvörðum sem kunna svo sannarlega að ganga í... Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 84 orð

Óvissuferð

Hæ! Fer ég til Osló, fer ég til Kúpu, fer ég til Mallorka að fá mér súpu? Ég nefni nöfn. Það verður kannski Kaupmannahöfn. Ég fer kannski út á Atlantshaf og sting mér þar á bólakaf. Ég fer til London eða kannski Hong Kong! Nei, sko er þetta Nína? Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 75 orð

Pennavinir

Halló! Ég heiti Arndís Hildur og ég er 7 ára að verða 8 ára. Ég óska eftir pennavinkonum á aldrinum 7-9 ára. Áhugamál mín eru dýr, bækur og fleira. Kveðja, Arndís Hildur Tyrfingsdóttir Ljónsstöðum 801 Selfoss Hæ! Ég heiti Andrea og er 11 ára. Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 86 orð | 1 mynd

Smásagnasamkeppni - sveitasögur

Við viljum í síðasta sinn minna á smásagnasamkeppni Barnablaðsins. Þemað er íslenska sveitin og því nauðsynlegt að sagan tengist henni á einhvern hátt. Það geta þó allir krakkar tekið þátt, ekki bara þeir sem búa í sveit. Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 17 orð | 1 mynd

Sofandi leðurblaka

Viktor, 7 ára, teiknaði þessa flottu mynd af sofandi leðurblöku. Leðurblakan brosir meira að segja í... Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 19 orð | 1 mynd

Trúðaútlínur

Hvort er trúðurinn með pípuhattinn eða trúðurinn með kramarhúshattinn búinn að láta teikna fleiri útlínur af sér. Lausn... Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 36 orð

Úti

Kalt er úti, laufin breyta um lit, heitt vatn í kúti, inni í hlýjunni ég sit. Rigning á gluggann dynur, sólin ekki skín, snjórinn er orðinn linur, gatan verður fín. Höf.: Ólöf Björk Sigurðardóttir, 10... Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 178 orð | 1 mynd

Verðlaunaleikur vikunnar!

Í þessari viku eigið þið að reyna að finna réttan mann með því að fara eftir meðfylgjandi vísbendingum. Maðurinn er ekki með pípuhatt. Maðurinn er ekki með pípu. Maðurinn er ekki í köflóttum jakka. Maðurinn er ekki með skegg. Hver er maðurinn? Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 165 orð | 2 myndir

Vill verða eins góður og pabbi

Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson var í fyrsta sæti í skíðagöngu með hefðbundnum hætti í flokki 9 ára á Andrésar andar-leikunum. Hvað ertu búinn að æfa skíðagöngu lengi? Meira
29. apríl 2006 | Barnablað | 140 orð | 2 myndir

Ætlar að verða skíðakennari

Katrín Ósk Einarsdóttir var í fyrsta sæti í skíðagöngu með frjálsri aðferð í flokki 7 ára og yngri á Andrésar andar-leikunum. Hvað ertu búin að æfa skíðagöngu lengi? "Síðan ég var tveggja ára held ég. Meira

Lesbók

29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 109 orð

Dagbókarbrot

Dagbókarbrot Úr dagbók Níelsar Jónssonar árið 1893. Úr Bræður af Ströndum (1997). 29. Laugardagur. Veður: Útnirðingur eða rjett inn úr hafi hæglátur og moldkafald einlægt, nema stundarkorn milli hádegis og nóns. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 474 orð | 1 mynd

Eitt púsl til viðbótar

Samsýning 12 myndlistarmanna frá ýmsum löndum, sýningarstjórn Natasa Petresin. Til 30. apríl. Nýlistasafnið er opið mið. til sun. frá kl. 13-17 og til kl. 22 á fimmtudögum. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 477 orð | 2 myndir

Erlendar bækur

Nýjasta skáldsaga Philip Roth, Everyman , fjallar um dauðann og hefst í kirkjugarði og endar á skurðarborðinu. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 417 orð | 2 myndir

Erlendar kvikmyndir

Brendan Fraser leikur aðalhlutverkið væntanlegri mynd eftir bók Jules Verne, Leyndardómar Snæfellsjökuls (Journey to the Center of the Earth). Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 417 orð | 3 myndir

Erlend tónlist

Væntanlegar eru tvær hljómplötur frá leiðtoga hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Television, Tom Verlaine. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1957 orð | 4 myndir

Goðsögnin um einfarann

Hvernig skal frægt fólk hegða sér? Það eru skýrar reglur til um það. Ein er sú að það á að sækjast eftir athygli og því ber að gjalda fjölmiðlunum það sem þeirra er. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 265 orð

Handa barni sem er að missa sjónina

Stundum vek ég hana um niðdimma nóttu þegar stjörnurnar hafa verið máðar út og tunglið sést varla og leiði niður stíginn fram á bryggju. Við syndum út að flekanum og finnum hann við snertingu, fimmtíu eða sextíu sundtök frá landi. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2127 orð | 1 mynd

Hugsað í heiminum

Skáldsagan Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur vakti mikla athygli síðastliðið haust. Hún er einskonar stúdía í líkamanum og tengslum hans við hugann, menninguna eða bara heiminn, segir í þessari grein. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 576 orð | 1 mynd

Izzat með Íslandstengingu

Norska kvikmyndin Izzat sem frumsýnd var í Noregi síðasta haust vakti mikla athygli þar í landi en myndin lýsir lífi þriggja pakistanskra stráka í Ósló á 9. og 10. áratugnum. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2243 orð | 1 mynd

Klámvæðing klassískrar tónlistar

Hér er fjallað um stöðu klassískrar tónlistar, hvert eðli hennar er og hvernig svokölluð poppmenning hefur áhrif á hana. Upptökuiðnaðurinn spilar þar stórt hlutverk, en hann á ekki síst þátt í því hvernig klassísk tónlist hefur sumpart breyst úr lifandi veruleika í dauðan hlut. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 659 orð

Klukka Íslands

Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin varð til fjár. Það var klukka." Á þessum orðum hefst Íslandsklukkan Halldórs Laxness. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 124 orð | 1 mynd

Kvikmyndir

Kvikmyndir Óhætt er að mæla með kvikmyndinni Inside Man í leikstjórn Spike Lee sem frumsýnd var í íslenskum bíóhúsum í gær. Sæbjörn Valdimarsson gefur myndinni fjórar stjörnur í dómi sem birtist um helgina. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 132 orð | 1 mynd

Lesarinn

Lesarinn Living to tell the tale eftir Gabriel Garcia Márques. Þessi ævisaga Márquesar byrjar stórvel. Móðir hans vitjar hans þar sem hann er upptekinn við að lifa skáldalífi í borginni Barranquilla í Venesúela. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 146 orð

Lesbók

Leiklist Mælt er með að leikhúsáhugafólk nýti tækifærið og sjái Hungur eftir eitt af okkur yngstu og efnilegustu leikskáldum, Þórdísi Elvu Bachmann. Efnt verður til aukasýninga á Hungri á Litla sviði Borgarleikhússins fimmtud. 4. maí, sunnud. 7. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1275 orð | 2 myndir

Maðkað helvíti

Come on in! nefnist nýjasta ljóðabók Charles Bukowski en hún inniheldur ljóð úr handritum sem skáldið skildi eftir sig þegar hann lést árið 1994. Bókin ætti ekki að valda aðdáendum Bukowskis vonbrigðum. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 982 orð | 6 myndir

Minningar í vatni

Geta orð, texti og hugsanir haft áhrif á vatn og hvaða myndir það tekur á sig þegar það frýs? Geta minningar varðveist í ís og geymst? Ef svo er má segja að það sé sjálf Sturlungaöldin sem kelfir fram í Jökulsárlónið um þessar mundir. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 148 orð

Myndlist

Myndlist Margar myndlistarsýningar verða opnaðar í smærri rýmum í kringum þessa helgi; m.a. í Suðsuðvestur í Keflavík, Gallerí + á Akureyri og í Fold í Reykjavík. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 411 orð

Neðanmáls

I Skiptir menning einhverju máli? Hún virðist hafa skipt talsverðu máli áður fyrr, til dæmis í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, það eru 35 ár síðan handritin komu heim og það var mikill, táknrænn, menningarlegur sigur okkar yfir fyrrverandi nýlenduveldi. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1059 orð | 1 mynd

Orð sem heitir "lýðræði"

"Hvernig má það vera að einum mesta sérfræðingi landsins í handritafræðum var þröngvað úr stöðu sinni á safninu aðeins fáum árum áður en hann fór á eftirlaun?" segir í þessari grein sem fjallar um málefni Landsbókasafns-Háskólabókasafns. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 503 orð

Ritstuldur veldur stjörnuhrapi

Síðastliðið haust vakti mikla athygli í bókaheimum þegar spurðist að bókaforlagið Little, Brown & Co. hefði gert útgáfusamning upp á hátt í fjörutíu milljónir króna við sautján ára stúlku, Kaavya Viswanathan. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 614 orð

Sexí rúta

! Ég tók þátt í bókmenntarútunni um daginn. Síðasta vetrardag. Fékk að sitja fremst af því ég átti að lesa upp, en var þannig haldin af flensu að í tvígang lá nærri að ég léti stöðva rútuna útaf skyndisvima í maga. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 240 orð

Skipanir á íslensku

Það er gömul saga að leiðtogar vísa veginn. Ef stjórnvöld láta á sér skilja að þrátt fyrir að opinber stefna segi eitt, sé hið raunverulega viðhorf annað, þá vitum við líka að einhverjir munu skilja skilaboðin og fara að haga sér í samræmi við þau. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 16 orð

snjórinn fellur feiminn til jarðar stoppar stutt veit það er komið sumar...

snjórinn fellur feiminn til jarðar stoppar stutt veit það er komið sumar Höfundur starfar sem... Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 769 orð | 1 mynd

Springsteen og söngvaarfurinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur verið frægur fyrir að fara síðar eigin leiðir og það er eins og í honum togist á margir ólíkir tónlistarmenn. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 394 orð

Sæmdarréttur kvikmyndahöfunda

Samfélag okkar er ofurselt endalausum svokölluðum "markaðslausnum". Þetta er tískuorð sem þýðir einfaldlega að sölumennska í alls kyns formi verður æ óprúttnari og leitar ávallt eftir smugum til að fara í kringum gildandi lög og reglur. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 189 orð

Tónlist

Tónlist Lesbókinni er bæði ljúft og skylt að mæla með heimstónlistarhátíðinni Vorblóti (Rite of Spring) sem fram fer þessa dagana á NASA við Austurvöll. Meira
29. apríl 2006 | Menningarblað/Lesbók | 562 orð | 1 mynd

Tækifærin banka ekki uppá

Haft er eftir Tom Waits á árunum þegar hann var að gefa út fyrstu plöturnar sínar að fólk sem ekki getur tekist á við dóp snúi sér að veruleikanum. Meira

Ýmis aukablöð

29. apríl 2006 | Matur og vín | 187 orð | 1 mynd

crema catalana

crema catalana Þetta er eftirréttur sem margir þekkja og njóta en hann er samt þrátt fyrir allt ekki svo einstakur fyrir Spán og minnir t.d. mjög mikið á hið franska créme brulée. fyrir 4 200 g sykur 4 eggjarauður 2 tsk. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 121 orð | 2 myndir

einstakt hráefni

Matargerð í Suður-Afríku byggist á þeim einstöku hráefnum sem landið hefur upp á að bjóða. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 156 orð | 1 mynd

eplaterta - tarta de manzana

eplaterta - tarta de manzana Á Spáni er mikið borðað af sætindum, það er til dæmis ekki óalgengt að fá sér kaffi og sætan bita í morgunsárið eða síðdegis. Mikið úrval er í spænskum bakaríum og kaffihúsum af allavega sætum bökum, tertum og smákökum. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 159 orð | 1 mynd

fylltar kjúklingabringur með osti og beikoni

fylltar kjúklingabringur með osti og beikoni fyrir 4 4 stórar kjúklingabringur 8 sneiðar enskt beikon (magurt beikon frá Ali) 4-5 saxaðir, sólþurrkaðir tómatar 2 rauðlaukar, saxaðir 4 hvítlauksrif, söxuð 2-3 msk. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 247 orð | 1 mynd

gazpacho

gazpacho "Del gazpacho no hay empacho" er sagt á Spáni sem útleggst; maður fær ekki órólegan maga af gazpacho. Þessi kalda súpa á sérstaklega vel við á heitum sumardögum. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 167 orð | 1 mynd

giandujabúðingur

100 g sykur 120 g kex 2 egg og ein eggjarauða 80 g kakóduft 80 g smjör 100 g hnetur 3 dl þeyttur rjómi (til að skreyta) Ristið hneturnar í 8 mín. í ofni við 160°C og fjarlægið innra hýði af þeim. Þeytið varlega saman eggin, rauðuna og sykurinn. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 256 orð | 1 mynd

grænmetispönnukökustafli með kjúklingi

grænmetispönnukökustafli með kjúklingi Þessi réttur er góður sem aðalréttur eða smáréttur á hlaðborð. fyrir 6-8 pönnukökur: 2 dl bókhveiti 1 dl hveiti 4 dl léttmjólk 1 egg 2 msk. saxaður graslaukur eða dill ½ tsk. jurtasalt 1 msk. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 128 orð | 1 mynd

grænt salat með grilluðum geitaosti

grænt salat með grilluðum geitaosti fyrir 4 300 g geitaostur 1 tsk. olía 1 poki grænt salat salatsósa: 1½ dl ólífuolía (extra virgin) 3 tsk. sérríedik (eða 2 tsk. rauðvínsedik og 1 tsk. sérrí) 1 msk. hunang salt og pipar Byrjið á að gera salatsósuna. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 166 orð | 1 mynd

hindberjakjúklingur

hindberjakjúklingur fyrir 4 4 kjúklingabringur sjávarsalt og svartur pipar 3 msk. smjör 3 skalotlaukar, smátt saxaðir 4 msk. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 150 orð

kjúklingaréttir fyrir alla

Flestum finnst kjúklingur góður matur. Kjötið er próteinríkt, magurt og hlutlaust í bragði þannig að matreiðslumöguleikarnir eru nánast endalausir. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 230 orð | 1 mynd

kjúklingasalat með kryddmajónesi

kjúklingasalat með kryddmajónesi fyrir 4 500 g soðið eða steikt kjúklingakjöt 1 stór dós niðursoðinn ananas 1 gúrka 1 rauðlaukur ½-1 stk. rauður chilipipar (má sleppa) 1 dós vatnakastaníur (t.d. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 121 orð | 1 mynd

kjúklingavefjur

kjúklingavefjur Dásamlegar tortillavefjur sem er fljótlegt að útbúa ef maður á soðinn eða steiktan kjúkling. Frábærar í bíltúrinn, lautarferðina eða partíið. fyrir 4 3 sléttfullar matskeiðar hnetusmjör 3 msk. heitt vatn 1 msk. límónusafi 1 msk. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 269 orð | 1 mynd

kjúklingur með saffranhrísgrjónum - arroz con pollo

kjúklingur með saffranhrísgrjónum - arroz con pollo fyrir 4 1 kjúlingur, skipt í 8 hluta salt og pipar 1 tsk. ólífuolía 1 laukur, saxaður 1 stór rauð paprika, skorin í bita 4 hvítlauksgeirar, pressaðir 2 tsk. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 1201 orð | 5 myndir

mögnuð matarmenning

Í gegnum árin hafa íslenskir ferðalangar helst beint sjónum að því hvar helst sé að finna sól á Spáni, annað það sem vert er að kynnast og skoða í því merka menningarríki hefur horfið í skuggann af sólinni. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 205 orð | 1 mynd

Ofnristaðar rækjur með ristuðum hvítlauksflögum og chili-olíu

Ofnristaðar rækjur með ristuðum hvítlauksflögum og chili-olíu fyrir 4 16 risarækjur, pillaðar og hreinsaðar salt og nýmalaður pipar ólífuolía 2 hvítlauksgeirar, marðir í hvítlaukspressu chili-olía (sjá sér uppskrift) 1 tsk. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 114 orð

sangría

sangría 1 lítið mangó, afhýtt og kjarnhreinsað og skorið í litla bita, 1 appelsína, skorin í þunnar sneiðar 1 sítróna, skorin í þunnar sneiðar 1 límóna, skorin í þunnar sneiðar, 1 flaska rauðvín, frá Rioja, ½ l fanta með sítrónubragði ½ dl romm... Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 237 orð | 1 mynd

sjávarrétta-paella

sjávarrétta-paella Paella er einn af þjóðarréttum Spánverja og víst er að margir túristar hafa smakkað þennan dýrindisrétt í Spánarferðinni. Það eru til óteljandi útgáfur af paellu og oft er blandað saman kjöti og skelfiski í skel. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 106 orð | 1 mynd

smokkfiskur

smokkfiskur fyrir 4 100 g beikon, skorið í bita 3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 2 msk. ólífuolía 220 g ferskur smokkfiskur, hreinsaður og skorinn í hringi salt og ferskur nýmalaður pipar 3 msk. fersk steinselja, smátt söxuð 1 msk. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 289 orð

spænskir smáréttir

Tapas-menning Spánverja er mjög skemmtileg en hefðirnar eru mismunandi eftir því hvar á Spáni maður ber niður. Ekki eru allir á einu máli um hvaðan tapas er upprunnið eða réttar sagt hver fann það upp og eru um það margar skemmtilegar kenningar. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 168 orð | 1 mynd

spænsk stemning í glasi - ástríðu sangria Sangría

spænsk stemning í glasi ástríðu sangria Sangría er spænskur drykkur sem er eitt af því sem allir þekkja frá Spáni. Til eru óteljandi uppskriftir af sangríu og það er um að gera að prófa sig áfram. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 153 orð

spænskt og spennandi

Spænskt máltæki segir að sé tvennt sem maður eigi ekki að flýta sér við. Það eru ástarleikir og að hnoða brauð. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 283 orð | 1 mynd

spænskur saltfiskur - bacalao espanol

spænskur saltfiskur - bacalao espanol fyrir 4 500 g saltfiskur, roð- og beinlaus 3 msk. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 174 orð | 1 mynd

tómatbrauð katalóníu - pan con tomate

tómatbrauð katalóníu - pan con tomate Þetta er einfaldasti réttur Katalóníu og sennilega sá sem flestum Katalóníubúum þykir vænst um enda réttur hlaðinn minningum um æsku og góða daga. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 830 orð | 1 mynd

vín getur líka verið lífrænt

Þegar vín ber á góma sjá eflaust margir fyrir sér vínvið hlaðinn berjaklösum, glaðvært verkafólk í litríkum klæðum að lesa berin og síðan þar sem troðinn er úr þeim safinn í risastampi - lífrænt og náttúrlegt ferli. Raunveruleikinn er þó nokkuð annar. Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 395 orð | 3 myndir

vínið með súkkulaðinu

Eftir langan vetur er tilvalið að fagna vorkomunni t.d. með litlum súkkulaðiveislum. Súkkulaði hefur löngum verið tengt veisluhöldum, dekri og því að gera vel við sig í mat, enda gleðigjafi, þegar um vandað súkkulaði er að ræða og þess neytt í hófi. En á hverju skal dreypa með súkkulaðimolunum? Meira
29. apríl 2006 | Matur og vín | 2422 orð | 4 myndir

vínin frá höfðanum áfram í sókn

Suður-Afríka er land mikilla andstæðna. Fyrir Evrópubúa eru viðbrigðin oft ekki mikil þegar landið er heimsótt. Oft mætti allt eins ímynda sér að maður væri staddur í Evrópu eða Norður-Ameríku. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.