Greinar fimmtudaginn 15. júní 2006

Fréttir

15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 101 orð

15 tonn af laxi veidd í sjó?

Í NIÐURSTÖÐUM nýlegrar könnunar sem Landssamband veiðifélaga og Veiðimálastofnun létu IMG-Gallup framkvæma kemur fram að íslensk fiskiskip veiddu mögulega rúmlega fimm þúsund laxa sem meðafla á árinu 2005. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

500 olíuskip í gegnum efnahagslögsöguna 2015

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÞVÍ er spáð að árið 2015 fari 500 fullhlaðin olíuskip í gegnum íslensku efnahagslögsöguna, hvert 100 þúsund tonn að stærð og flytji alls 50 milljónir tonna. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 209 orð

Allt að 69% verðmunur á lyfjum

VERÐMUNUR á frumlyfi og samheitalyfi með sömu verkun var allt að 69% í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á lyfseðilsskyldum lyfjum í ellefu lyfsöluverslunum á höfuðborgarsvæðinu sl. þriðjudag. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Alltaf gaman að leggja kjöl að nýjum báti

Eftir Atla Vigfússon Mývatnssveit | "Ég hef alltaf haft áhuga á bátasmíði og þegar ég var krakki var ég oft í bátasmiðjunni hjá Jóhanni Sigvaldasyni á Húsavík þar sem ég ólst upp. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 93 orð

Ákveðið að leggja niður Akraskóla

Skagafjörður | Hreppsnefnd Akrahrepps í Skagafirði hefur ákveðið að halda ekki áfram skólahaldi við Akraskóla í Blönduhlíð næsta vetur en sækja þess í stað um skólavist fyrir börnin 25 í Varmahlíðarskóla. Meira
15. júní 2006 | Erlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Barist gegn umskurði kvenna

Egypskar konur hlýða á fyrirlestur í borginni Minia þar sem reynt var að sannfæra þær um að þær ættu ekki að láta dætur sínar undirgangast svokallaðan umskurð kvenna. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 210 orð

Breytingar í utanríkisþjónustunni í sumar

TALVERÐAR breytingar verða gerðar í utanríkisþjónustunni á næstunni. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Eiður Smári til Evrópumeistaranna

EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, bætti enn einni skrautfjöðrinni við glæsilegan knattspyrnuferil sinn í gær þegar hann gekk í raðir Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 470 orð | 1 mynd

Eyjafjörður góður kostur fyrir umskipunarhöfn

EYJAFJÖRÐUR virðist góður kostur fyrir stóra umskipunarhöfn. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 210 orð

Fangelsi fyrir árás

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri til níu mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Var hann sýknaður af bótakröfu brotaþola en gert að greiða 219 þúsund krónur í sakarkostnað. Ákærða er gert að sök að hafa í ágúst á sl. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Farið 1.400 ferðir um Grímseyjarsund

Grímsey | Tíu ár eru liðin frá því Samskip tóku við ferjuflutningum til Grímseyjar með samningum við Vegagerðina. Af því tilefni bauð fyrirtækið til afmælisveislu í Grímsey, með tertu og öðru tilheyrandi. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Fauk þrisvar út af veginum

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is ÞRÁTT fyrir að hafa fokið þrisvar út af veginum í gær og farið um 1. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Fárra ára gamalt hús rifið og endurbyggt

Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is BYGGINGAFULLTRÚI Reykjavíkurborgar veitti nýlega leyfi til þess að rífa og endurbyggja að stærstum hluta um sjö ára gamalt einbýlishús í Staðahverfi. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Feðgar á flæðiskeri staddir

ÓVENJUMIKLIR vatnavextir að undanförnu hafa breytt minnstu lækjarsprænum í óvænt flóð. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 152 orð

Ferðum hjá Strætó fækkað

STRÆTISVAGNAR borgarinnar aka nú eftir sumaráætlun sem tók gildi þann 5. júní sl. Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Strætó bs. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Framkvæmdastjóri og hershöfðingi frá NATO til landsins

VON er á Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO), hingað til lands seint í kvöld og mun hann funda með Geir H. Haarde, verðandi forsætisráðherra, og Valgerði Sverrisdóttur, verðandi utanríkisráðherra, í ráðherrabústaðnum. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Friðar blesgæs og kúluskít

Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir segist kveðja umhverfisráðuneytið með eftirsjá og hún hefði viljað ljúka ýmsum stórum verkefnum sem þar liggja fyrir. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 68 orð

Fundur um deiliskipulag nýs LSH

FRAMKVÆMDANEFND um byggingu nýs Landspítala - háskólasjúkrahúss og skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur efna til kynningar- og umræðufundar um undirbúning og stöðu deiliskipulags nýs háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Meira
15. júní 2006 | Erlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Fylgi við Bush loks upp á við

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is EMBÆTTISMENN í Hvíta húsinu hafa nú í fyrsta sinn í marga mánuði ástæðu til að gleðjast en fylgistölur George W. Bush Bandaríkjaforseta fara nú upp á við á ný eftir að hafa náð sögulegu lágmarki. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 125 orð

Fyrsti fundurinn í Mjóafirði

Fjarðabyggð | Á þriðjudag hélt bæjarstjórn nýrrar sameinaðrar Fjarðabyggðar sinn fyrsta fund að Sólbrekku í Mjóafirði. Var m.a. kosið í embætti og ráð bæjarins og ný samþykkt fyrir sveitarfélagið tekin til fyrri umræðu. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Fyrsti sláttur í Fagrahvammi

Blönduós | Krakkarnir í unglingavinnunni hjá Blönduósbæ vinna nú hörðum höndum að því að gera bæinn fallegan fyrir þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Láta þau hvorki kulda né vætu undanfarinna daga tefja sig við þá vinnu. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Gamlar franskar bækur koma í leitirnar

Fáskrúðsfjörður | Safnið Fransmenn á Íslandi á Fáskrúðsfirði hefur vaxið og dafnað frá fyrsta degi, að sögn Alberts Eiríkssonar, forstöðumanns þess. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 250 orð

Gengisbreytingar hafa áhrif á LSH

GENGISBREYTING síðustu mánuðina hefur skilað sér í auknum rekstrarkostnaði LSH sökum þess hve margir samningar spítalans eru beint tengdir gengi. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 175 orð

Gjaldfrjáls leikskóli í fjóra tíma

Grundarfjörður | Nýkjörin bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á sínum fyrsta fundi að gera leikskólann gjaldfrjálsan fyrir elsta árganginn, í allt að fjóra tíma á dag. Lækkunin kemur til framkvæmda 1. ágúst næstkomandi. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Hann var góður þessi

Neskaupstaður | Það lá aldeilis ljómandi vel á félögunum sem voru að vigta aflann á sjóstangveiðimóti Sjóness, sem haldið var í Neskaupstað um síðustu helgi. Aflinn var enda góður. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 107 orð

Hart í vori hjá smáfuglunum

V orið hefur verið hart hjá smáfuglunum. Hálfdan Ármann Björnsson mokaði ofan af nokkrum fermetrum á lóðinni og veitti þangað affallinu frá hitaveitunni og bauð til veislu sem fuglarnir kunnu vel að meta: Til mín þrestir lögðu leið lifrarnesti að tína. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 536 orð | 3 myndir

Hefur gegnt ráðherraembætti næstlengst allra

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson, sem lætur af embætti forsætisráðherra í dag, hefur setið næstlengst allra á ráðherrastóli, en hann hefur gegnt ráðherraembætti í alls 19 ár og tæpan mánuð. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 436 orð

Heimilt að hafna vitnaleiðslum séu þær sýnilega þarflausar

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Himbrimaungar í gæslu hjá pabba

ÞEIR verða líklega móðurlausir á næstu dögum, himbrimaungarnir tveir á Hrauntúnstjörn sem skriðu úr eggi á sunnudag. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 116 orð

Hluti Kjalvegar klæddur

VEGAGERÐIN hefur óskað eftir tilboðum í endurbyggingu fjögurra kílómetra kafla Kjalvegar frá Sandá að afleggjara að Fremstaveri. Um er að ræða tvíbreiðan veg með klæðingu. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 657 orð | 1 mynd

Hlutur kvenna er tæplega 41%

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is KONUR gegna formennsku í tveimur af þeim sjö fagráðum borgarinnar, sem kosið var í á fundi borgarstjórnar á miðvikudag. Sjö fulltrúar eru í hverju ráði og því eru þeir samtals 49. Þar af eru 20 konur. Meira
15. júní 2006 | Erlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Ísraelar gangast við ábyrgð á sprengjuárás

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TALSMENN Ísraelshers viðurkenndu í gær að gamlar sprengjur úr fórum hersins gætu hafa valdið dauða átta Palestínumanna á baðströnd á Gaza í liðinni viku. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 234 orð

Jón Gerald krefst opinberrar afsökunar

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Gerald Sullenberger: "Vegna ásakana Jóhannesar Jónssonar og kæru hans frá 8. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Jón M. Jónsson

JÓN Marinó Jónsson, klæðskeri á Akureyri, lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. júní síðastliðinn, á 83. aldursári. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, sjómaður og verkamaður, og Jónína Sigurbjörg Magnúsdóttir, húsmóðir og saumakona. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 55 orð

Kárahnjúkastífla að ná fullri hæð | Komin eru 94% fyllingarefnis í...

Kárahnjúkastífla að ná fullri hæð | Komin eru 94% fyllingarefnis í Kárahnjúkastíflu og þar með stutt í að mannvirkið nái fullri hæð. Meira
15. júní 2006 | Erlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Klerkinum Bashir sleppt úr fangelsi

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is INDÓNESÍSKA múslímaklerkinum Abu Bakar Basir var í gær sleppt úr fangelsi eftir 26 mánuði í haldi, en hann var árið 2005 dæmdur í 30 mánaða fangelsi fyrir aðild að samsæri um sprengjutilræði á Balí 12. október 2002. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 102 orð

Konum fjölgar í stjórnunarstöðum Sjóvár

KONUM hefur á skömmum tíma fjölgað verulega í stjórnendahópi tryggingafélagsins Sjóvár. Þrjár konur hafa nýverið verið ráðnar í stöðu framkvæmdastjóra en í þeim hópi á síðasta ári voru eingöngu karlar. Meira
15. júní 2006 | Erlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

Krafðist þess ekki að Ísrael yrði eytt

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is HERSKÁAR yfirlýsingar Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, hafa vakið mikla athygli allt frá því hann var kjörinn forseti landsins fyrir tæpu ári. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Krían ekki enn orpin

ILLA gengur hjá kríunni þessa dagana en hún er ekki enn farin að verpa þótt hún sé komin í vörpin. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 2000 orð | 1 mynd

Kveður með mikilli eftirsjá

Sigríður Anna Þórðardóttir varð fyrst sjálfstæðismanna ráðherra umhverfismála. Hún reiknaði aldrei með öðru en að klára kjörtímabilið sem slíkur enda stór verkefni í gangi. Anna Pála Sverrisdóttir spjallaði við Sigríði. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Kvöldgöngur úr Kvosinni

GÖNGUFERÐIR með leiðsögn á vegum menningarstofnana Reykjavíkurborgar, nefnast Kvöldgöngur úr Kvosinni og verða á fimmtudagskvöldum í sumar. Í dag, 15. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 300 orð

Legutíminn á LSH lengist

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is MEÐALLEGUTÍMI á Landspítala - háskólasjúkrahúsi lengist um 9% á einu ári og legudögum fjölgar um 3,2%. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 105 orð

Leiðrétt

Svandís og Margrét í stjórnir fyrirtækja Ekki var rétt farið með samkomulag Vinstri grænna og frjálslyndra og óháðra í Reykjavík um fulltrúa þeirra í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahafna, í blaðinu í gær. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd

Lífeyrissjóðir ættu að fjármagna húsnæði aldraðra

Eftir Andra Karl andri@mbl. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 810 orð | 1 mynd

Metfjöldi umsókna

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Margir hafa áhuga á að nema viðskiptafræði Magnús Árni Magnússon segir ásókn í viðskiptadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst hafa aukist mikið og segja megi að stökkbreyting hafi orðið á umsóknafjölda í... Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Mjög mikið kal í innsveitum

Laxamýri | Gríðarmikið kal er á mörgum bæjum í Suður-Þingeyjarsýslu og þá sérstaklega í innsveitum þ.e. Bárðardal og Mývatnssveit. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 256 orð

Mótmæla hrefnuveiðum

Hvalaskoðunarsamtök Íslands mótmæla harðlega þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyft verði að veiða 50 hrefnur á þessu ári. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Nefndin skoði hvort víkka eigi út hugtakið jafnrétti

Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Ný stjórn Sjálfsbjargar

SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra, hélt sitt 33. þing í Reykjavík fyrir skömmu. Á þinginu var m.a. kosin ný framkvæmdastjórn félagsins. Á myndinni má sjá framkvæmdastjórn félagsins; aftari röð f.v. Meira
15. júní 2006 | Erlendar fréttir | 261 orð

Ný öryggisáætlun í Írak

Washington. AP. | GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær um nýja öryggisáætlun í Bagdad, þar sem yfir 56.000 her- og lögreglumönnum Íraka og Bandaríkjahers verður falið að herða öryggisgæslu og eftirlit. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 143 orð

Ókeypis sætaferðir til Keflavíkur á morgnana

FARÞEGUM á höfuðborgarsvæðinu sem eru á leið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar bjóðast ókeypis sætaferðir daglega frá BSÍ klukkan hálffjögur á morgnana í boði flugstöðvarinnar. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 233 orð

Óskar eftir frekari rökstuðningi

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Jóhannesar Jónssonar, stofnanda Bónuss. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 233 orð

Ríkissaksóknari hafnaði beiðni Jóhannesar

RANNSÓKN lögreglunnar í Reykjavík í tilefni af kæru Jóhannesar Jónssonar á hendur Jóni Gerald Sullenberger fyrir rangar sakargiftir hefur verið hætt. Ríkissaksóknari hefur sent Jóni Gerald bréf um þessa niðurstöðu. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 309 orð

SA styðja ekki hugmyndir ASÍ um lægra skattþrep

Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is SAMTÖK atvinnulífsins (SA) styðja ekki hugmyndir Alþýðusambands Íslands (ASÍ) þess efnis að stjórnvöld taki upp lægra skattþrep á lægri tekjur. Þetta sagði Hannes G. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 88 orð

Sektaður fyrir vörslu fíkniefna

HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri til greiðslu 160 þúsund króna í sekt til ríkissjóðs fyrir umferðarlagabrot og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Skilti sett við gönguleiðina upp á Þverfellshorn í Esju

S kógræktarfélag Reykjavíkur hefur látið setja upp skilti upp gönguleiðina á Þverfellshorn í Esjuhlíðum. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 87 orð

Skógarborg flytur í nýtt húsnæði

LEIKSKÓLINN Skógarborg er fluttur í nýtt og rúmgott húsnæði við Efstaland 28. Þar er rými fyrir 55 börn á þremur deildum; Óskasteini, Álfasteini og Huldusteini. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 49 orð

Sláttur á Bakkfirðingum | "Það þótti eitthvað merkilegt að sláttur...

Sláttur á Bakkfirðingum | "Það þótti eitthvað merkilegt að sláttur væri hafinn á Suðurlandinu í fréttunum á þriðjudag, en það sama er upp á teningnum hér á Bakkafirði, því bæjarstarfsmenn hófu slátt sama dag á tjaldstæði bæjarins ásamt... Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 264 orð

Söluaðilum bent á að leita til Samkeppniseftirlitsins

SÖLUAÐILAR Kortaþjónustunnar, sem á í samstarfi við danska korta- og greiðslumiðlunarfyrirtækið PBS um uppgjör á kortaviðskiptum, hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna viðskipta við VISA Ísland (Greiðslumiðlun), segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson,... Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 183 orð

Telja rekstur EES-samningsins ganga vel

FUNDUR ráðherraráðs Evrópska efnahagssvæðisins var haldinn í Lúxemborg nú í vikubyrjun. Fundinn sátu fulltrúar frá Noregi, Liechtenstein, Íslandi, Austurríki og Finnlandi auk fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Tíu ný vötn komin á Veiðikortið

Tíu vötn hafa nú bæst við þau 23 sem handhöfum Veiðikortsins bauðst að veiða í á þessu ári. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 190 orð

Tjaldstæðið við Þórunnarstræti lokað

TJALDSTÆÐIÐ við Þórunnarstræti verður lokað helgina, 15.-19. júní. Á síðasta ári var gripið til þessa ráðs yfir þjóðhátíðarhelgina vegna óviðunandi umgengni gesta árin þar á undan, og sami háttur verður hafður á núna. Meira
15. júní 2006 | Erlendar fréttir | 147 orð

Tryggur heitir nú Ótryggur

Cedar City. AP. | Eftirför lögreglumanna í Utah í Bandaríkjunum í vikunni endaði með því að hundur hins grunaða, sem líkaði illa að þeytast fram og aftur um bílinn í hristingnum, beit eiganda sinn í andlitið. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Akureyri fyllist alltaf af gömlum MA-ingum á þessum árstíma. Skólanum er slitið eins og venjulega að morgni 17. júní þar sem allajafna koma saman rúmlega 1.000 manns og um kvöldið er hátíðarsamkoma nýstúdenta í Íþróttahöllinni að vanda. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 422 orð

Úrslitum kosninga breytt

Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 48 orð

Valgerður ráðin varafréttastjóri

VALGERÐUR Jóhannsdóttir, fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin varafréttastjóri á fréttastofu Sjónvarpsins. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Viðskiptaháskólinn stuðlaði að fólksfjölgun í héraðinu

Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur gve@simnet.is Borgarnes | Ný rannsókn bendir til þess að hlutdeild Viðskiptaháskólans í mannfjöldaaukningu í Borgarbyggð frá árinu 1997 sé veruleg. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Virði hlutabréfa hefur rýrnað um 21,8%

HEILDARMARKAÐSVIRÐI skráðra hlutafélaga í úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands hefur rýrnað um 21,8% frá því að það náði hámarki á þessu ári 15. febrúar sl. en nam þá 2.186 milljörðum króna. Stuttu síðar, 21. Meira
15. júní 2006 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Ökuhermir til ökuþjálfunar tekinn í notkun

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra vígði fyrsta ökuherminn á Íslandi í gær. Ökuhermirinn er sérstaklega gerður til ökukennslu en í honum geta ökunemar fengið þjálfun í akstri við ýmiss konar aðstæður. Meira

Ritstjórnargreinar

15. júní 2006 | Leiðarar | 364 orð

Atlantshafsbandalagið og varnarstöðin

Í kvöld kemur framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Jaap de Hoop Scheffer, hingað til lands og mun hann eiga viðræður við forsætisráðherra og utanríkisráðherra á morgun. Meira
15. júní 2006 | Staksteinar | 247 orð | 2 myndir

Leiðtogaefni

Í dag verða breytingar á ríkisstjórn og nýtt ráðuneyti undir forystu Geirs H. Haarde tekur við. Einn hinna nýju ráðherra verður Jón Sigurðsson, fráfarandi seðlabankastjóri. Meira
15. júní 2006 | Leiðarar | 250 orð

Samkomulag í nánd?

Undanfarna daga hafa farið fram óformlegar viðræður á milli aðila vinnumarkaðar og ríkisstjórnarinnar um leiðir til þess að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að verkalýðshreyfingin telji sig knúna til að segja kjarasamningum lausum... Meira

Menning

15. júní 2006 | Tónlist | 469 orð | 2 myndir

Af listastarfi áhugafólks

Einn óbrigðull fylgifiskur vorsins er gríðarlegt framboð á kórtónleikum þar sem kórar af öllum stærðum og gerðum flytja afrakstur vetrarstarfs síns áður en haldið er í sumarfrí. Meira
15. júní 2006 | Bókmenntir | 35 orð

Anna Þorsteinsdóttir

ÞAU leiðu mistök urðu við ritun myndatexta með frétt um ljóðakverið Ljóðin okkar í gær að einn höfunda var ranglega nafngreindur. Heitir ljóðskáldið Anna Þorsteinsdóttir, en ekki Anna Þorbergsdóttir, og er beðist velvirðingar á... Meira
15. júní 2006 | Tónlist | 93 orð | 1 mynd

Á toppnum!

HINN síungi Bubbi Morthens kemur sterkur inn með nýju plötuna sína Lögin mín . Hann stekkur beint í efsta sæti, en á plötunni er að finna gamla smelli í nýjum kassagítarsútsetningum. Meira
15. júní 2006 | Kvikmyndir | 197 orð | 1 mynd

Banderas býður upp í dans

NÝJASTA mynd spænska hjartaknúsarans Antonios Banderas heitir Take the Lead . Myndin er sannsöguleg og byggist á ævi danskennarans Pierres Dulaines. Meira
15. júní 2006 | Tónlist | 91 orð | 1 mynd

Funheitt sumar!

RÉTT á hæla Bubba kemur safnplötupakkinn 100 íslenskir sumarsmellir , en ýmsir höfundar eiga hlut að máli í þeim pakka. Plöturnar eru fimm saman og á þeim er að finna samtals 100 lög með íslenskum flytjendum. Meira
15. júní 2006 | Fjölmiðlar | 340 orð | 1 mynd

Gláp á hlaupum

ÉG vann nýlega það afrek að byrja að stunda líkamsrækt á ný eftir langt, langt hlé. Hún grípur mig yfirleitt á sumrin, þessi undarlega hneigð að vilja koma mér í betra form, verða sem spengilegastur og hraustastur. Meira
15. júní 2006 | Myndlist | 119 orð | 1 mynd

Hinn dáleiðandi sær í Skotinu

Í SKOTINU, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, verður í dag, fimmtudag, opnuð sýning á ljósmyndum Vigfúsar Birgissonar. Í verkunum á sýningunni fæst Vigfús við yfirborð sjávar og litbrigði hafsins. Meira
15. júní 2006 | Fjölmiðlar | 116 orð | 1 mynd

HM í knattspyrnu

Klukkan 13 í dag sýnir sjónvarpsstöðin Sýn beint frá viðureign Ekvador og Kosta Ríka í HM í Þýskalandi. Liðin, sem bæði eru léttleikandi og skemmtileg, eru í riðli með Þjóðverjum og Pólverjum. Meira
15. júní 2006 | Tónlist | 101 orð | 1 mynd

Íslenskt, já, takk

FLEX Music býður til Klúbbakvölds á skemmtistaðnum Nasa þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í tilefni dagsins koma eingöngu fram íslenskir plötusnúðar og tónlistarmenn og verður þeirra fyrstur DJ Leibbi, sem byrjar að þeyta skífum um kl. 23. Meira
15. júní 2006 | Tónlist | 55 orð | 1 mynd

Í sumarskapi

ANIMA söngskóli og myndlistargallerí býður í dag til fjórðu hádegistónleikanna í sumar. Að þessu sinni er það Signý Sæmundsdóttir sópran sem syngur fyrir gesti íslensk lög og frönsk með sumarblæ. Undirleik annast Bjarni Jónatansson píanóleikari. Meira
15. júní 2006 | Tónlist | 75 orð | 2 myndir

Kammerkór Akraness heimsækir Hafnarfjörð

Í HÁSÖLUM í Hafnarfirði verða í dag, fimmtudag, tónleikar Kammerkórs Akraness. Meira
15. júní 2006 | Myndlist | 112 orð

Norðurheimskautið einstakt

Í KVÖLD verður Hafnarborg opin frameftir og kl. 20 mun norski listamaðurinn Patrick Huse leiða gesti um sýningu sína Innilega fjarveru ásamt Jóni Proppé listgagnrýnanda. Þetta er fimmta sýning Huse hérlendis. Meira
15. júní 2006 | Myndlist | 535 orð | 3 myndir

Ólíkir menningarheimar mætast

Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Á vinstri bakka Signu, ekki langt frá Eiffel-turninum, mun þann 23. júní næstkomandi opna nýtt safn sem tileinkað er myndlist frá Afríku, Asíu, Ameríku og Kyrrahafseyjunum. Meira
15. júní 2006 | Myndlist | 389 orð | 2 myndir

Ólík sýn, sami miðill

Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is LJÓSMYNDASÝNINGIN Ísland verður opnuð í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands á morgun klukkan 18. Meira
15. júní 2006 | Tónlist | 434 orð | 1 mynd

"Grasrótin er litrík"

Önnur andspyrnuhátíð ársins verður haldin annað kvöld, en sú fyrsta fór fram 1. júní sl. Einnig voru þrjár andspyrnuhátíðir haldnar á síðasta ári. Meira
15. júní 2006 | Tónlist | 559 orð | 1 mynd

"Við erum ekki rokkhljómsveit"

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl. Meira
15. júní 2006 | Tónlist | 482 orð | 2 myndir

"Æðisleg lífsreynsla"

Eftir Matthías A. Ingimarsson og Flóka Guðmundsson Eins og frægt er orðið komst Guðmundur Magni Ásgeirsson, betur þekktur sem Magni í Á móti sól, í 18 manna úrtak í Rock Star: Supernova-sjónvarpskeppninni nú á dögunum. Meira
15. júní 2006 | Tónlist | 621 orð | 1 mynd

Tónlistin er allra

Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is HLJÓMSVEITARSTJÓRINN Vladimir Ashkenazy stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld á síðustu tónleikum starfsársins 2005-2006. Meira
15. júní 2006 | Tónlist | 93 orð | 1 mynd

Þyngdarleysi!

Hástökkvari vikunnar stekkur upp um þrjá áratugi, því hann er að þessu sinni hin sígilda plata Dark Side of the Moon með Pink Floyd. Platan fer upp um heil 24 sæti og upp í það 11. Meira
15. júní 2006 | Tónlist | 88 orð | 1 mynd

Öldungis ung!

ÖLDUNGURINN á listanum er platan Piece by piece , önnur plata hinnar 22 ára gömlu Katie Melua. Hún hefur nú verið 37 vikur á topp 30. Platan inniheldur lagið vinsæla "9 million bicycles" og aðrar smáskífur sem hafa náð nokkrum vinsældum. Meira

Umræðan

15. júní 2006 | Aðsent efni | 504 orð | 1 mynd

Að kunna fótum sínum forráð

Tómas Þór Tómasson svarar grein Guðnýjar Ævarsdóttur um útskriftarferð VÍ til Búlgaríu: "Nokkrar ábendingar Guðnýjar eiga við rök að styðjast en aðrar teljum við skot yfir markið." Meira
15. júní 2006 | Aðsent efni | 598 orð | 1 mynd

Hugarburður hæstaréttarlögmanns

Eftir Björn Bjarnason: "Ég er undrandi á þessari aðför Ragnars að málfrelsi mínu. Hann hefur oft gengið fram fyrir skjöldu til varnar mannréttindum og málfrelsi er þungamiðja þeirra." Meira
15. júní 2006 | Aðsent efni | 997 orð | 1 mynd

Opið bréf til íslenskra foreldra

Njörður P. Njarðvík fjallar um vímuefnavanda unglinga: "Því miður er þessi sjúkdómur eins og margarma kolkrabbi og teygir sýkingararma sína til fjölskyldunnar einnig. Foreldrarnir dragast inn í alla atburðarás og komast engan veginn undan áhrifum." Meira
15. júní 2006 | Aðsent efni | 658 orð | 1 mynd

Orkuverð til Fjarðaáls

Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar um orku- og álverð: "...ljóst er að miðað við núverandi punktstöðu á álverði skiptir nettó jákvætt virði þessara samninga tugum milljarða umfram reiknað virði þeirra samkvæmt upphafsforsendum." Meira
15. júní 2006 | Aðsent efni | 208 orð

Pappírsráðherrann og varnarmálin

Í dómsmálaráðherratíð sinni varð Sólveig Pétursdóttir fræg fyrir að ætla að bæta fyrir niðurskurð í löggæslumálum með því að setja upp pappírslöggur við þungar umferðargötur. Það var hlegið út af borðinu. Meira
15. júní 2006 | Aðsent efni | 338 orð

Ráðhúsið fært til fortíðar

ÓVÆNT en alvarlegt bakslag hefur orðið í jafnréttismálum Reykjavíkurborgar með kjöri nýs meirihluta borgarstjórnar í ráð, nefndir, fyrirtæki og hverfaráð borgarstjórnar. Meira
15. júní 2006 | Aðsent efni | 213 orð

Skrif Jónasar Elíassonar

JÓNAS Elíasson geystist fram á ritvöll Morgunblaðsins sl. mánudag til að upplýsa lesendur um að "enn einu sinni fer Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) fram á sjónarsviðið í Mbl. 9. júní sl. og talar gegn betri vitund". Meira
15. júní 2006 | Velvakandi | 212 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Enn um "Stóra strætómálið" KÆRAR þakkir fyrir greinina frá "Ökuþjóni", sem birtist í Velvakanda 3. júní sl. og bar nafnið "Stóra strætómálið". Meira
15. júní 2006 | Aðsent efni | 618 orð | 1 mynd

Við skulum hafa það sem sannara reynist, Guðný Hrund

Reynir Þorsteinsson svarar Guðnýju Hrund Karlsdóttur.: "...ég var eini stjórnarmaður félagsins, prókúruhafi og framkvæmdastjóri þess og því fullkomlega heimilt að veðsetja eignir félagsins fyrir skuldbindingum þess." Meira
15. júní 2006 | Aðsent efni | 469 orð | 1 mynd

Virkt aðhald til 2010

Haraldur Þór Ólason fjallar um stöðu sjálfstæðismanna í Hafnarfirði: "Við munum endurheimta fyrri styrk Sjálfstæðisflokksins og vinna nýjan meirihluta í bæjarstjórn." Meira

Minningargreinar

15. júní 2006 | Minningargreinar | 3893 orð | 1 mynd

BÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR

Bára Sigurjónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 20. febrúar 1922. Hún lést á heimili sínu fimmtudaginn 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurjón Einarsson, skipstjóri í Hafnarfirði, f. í Gesthúsum í Hafnarfirði 25.1. 1897, d. 3.1. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2006 | Minningargreinar | 2412 orð | 1 mynd

BJÖRN GUÐBRANDSSON

Björn Guðbrandsson fæddist í Viðvík í Skagafirði 9. febrúar 1917. Hann lést á Droplaugarstöðum 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbrandur Björnsson prófastur í Viðvíkurhreppi í Skagafirði og Anna Sigurðardóttir húsmóðir. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2006 | Minningargreinar | 3432 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR M. JÓHANNESSON

Guðmundur Magnús Jóhannesson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 9. maí 1942. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Jóhannes H. Guðjónsson bakarameistari, f. 28. júlí 1912, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2006 | Minningargreinar | 2790 orð | 1 mynd

GUNNAR ARNAR HILMARSSON

Gunnar Arnar Hilmarsson fæddist í Reykjavík 12. júní 1933. Hann andaðist á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásdís Jónsdóttir frá Stórhólmi í Leiru, f. 9. janúar 1909, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2006 | Minningargreinar | 883 orð | 1 mynd

HAUKUR FREYR ÁGÚSTSSON

Haukur Freyr Ágústsson fæddist á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 5. febrúar 1982. Hann lést 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Birna Vilbertsdóttir, f. 13. júlí 1959, og Ágúst E. Þorvaldsson, f. 2. október 1959. Foreldrar Birnu eru Klara E. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2006 | Minningargreinar | 1382 orð | 1 mynd

HJALTI ÞORVARÐSSON

Hjalti Þorvarðsson fæddist á Skriðu í Breiðdal 13. febrúar 1915. Hann lést á Ljósheimum á Selfossi 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvarður Helgason, f. í Gautavík í Berufirði 12. júlí 1874, d. í Reykjavík 18. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2006 | Minningargreinar | 1730 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG GUÐNADÓTTIR

Ingibjörg Sigþóra Guðnadóttir fæddist á Siglufirði 13. desember 1920. Hún lést á bráðadeild Landspítalans að kvöldi 6. júní síðastliðinn. Ingibjörg ólst upp á Siglufirði hjá foreldrum sínum, Pálínu Jónsdóttur, f. 14.3. 1885, d. 24.3. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2006 | Minningargreinar | 2244 orð | 1 mynd

RUTH EINARSDÓTTIR

Ruth Einarsdóttir fæddist í Stykkishólmi 27. júní 1921. Hún andaðist 8. júní síðastliðinn. Hún var eina barn hjónanna Lovísu Ólafsdóttur og Einars Jóhannessonar skipstjóra frá Stykkishólmi. Lovísa og Einar tóku til sín Brynjar Heimi Jensson, f. 29. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2006 | Minningargreinar | 3256 orð | 1 mynd

SIGURÐUR BJÖRNSSON

Sigurður Björnsson fæddist í Reykjavík 30. apríl 1961. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru dr. Björn Björnsson guðfræðiprófessor, f. 9. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

15. júní 2006 | Sjávarútvegur | 509 orð | 1 mynd

Settu nýtt aflamet smábáta í maí

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is AFLAMET smábáta féll í maímánuði, þegar Karólína ÞH landaði 185 tonnum af þorski. Meira

Daglegt líf

15. júní 2006 | Neytendur | 521 orð | 2 myndir

Allt að 69% verðmunur á lyfjum

Garðsapótek á Sogavegi reyndist oftast með lægsta verðið í könnun verðlagseftirlits ASÍ í lyfjabúðum sl. þriðjudag. Skipholtsapótek og Lyf og heilsa í Hamraborg voru oftast með hæsta verðið. Meira
15. júní 2006 | Daglegt líf | 1176 orð | 4 myndir

Dugnaðarforkurinn kartaflan

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl. Meira
15. júní 2006 | Daglegt líf | 370 orð | 4 myndir

Húsgögn forfeðranna

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl. Meira
15. júní 2006 | Neytendur | 635 orð

Lambakjöt og lax

Bónus Gildir 14. júní-18. júní verð nú verð áður mælie. verð KF kofareykt úrbeinað hangilæri 1.499 1.999 1.499 kr. kg KF londonlamb 979 1.269 979 kr. kg Danskar kjúklingabringur, 900 g 1.398 1.598 1.553 kr. kg Bónus frostpinnar, 24 stk. 499 699 21 kr. Meira

Fastir þættir

15. júní 2006 | Árnað heilla | 45 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli . Föstudaginn 16. júní verður sextug Sigurveig...

60 ÁRA afmæli . Föstudaginn 16. júní verður sextug Sigurveig Lúðvíksdóttir . Í tilefni dagsins tekur hún og eiginmaður hennar, Magnús G. Friðgeirsson , á móti gestum á heimili sínu, Hesthömrum 5, milli kl. 17 og 20 á afmælisdaginn. Meira
15. júní 2006 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli. Í dag, 15. júní, er sextug Svava Gestsdóttir sjúkraliði...

60 ÁRA afmæli. Í dag, 15. júní, er sextug Svava Gestsdóttir sjúkraliði. Hún býður vinum og vandamönnum að fagna með sér í flugvirkjasalnum að Borgartúni 22, 3. hæð, milli kl.... Meira
15. júní 2006 | Fastir þættir | 207 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Richard Freeman. Norður &spade;ÁKG &heart;Á83 S/Allir ⋄K2 &klubs;K10876 Vestur Austur &spade;1075 &spade;D9842 &heart;54 &heart;D72 ⋄8643 ⋄ÁG9 &klubs;ÁDG2 &klubs;43 Suður &spade;63 &heart;KG1096 ⋄D1075 &klubs;95 Richard Freeman (f. Meira
15. júní 2006 | Fastir þættir | 641 orð | 1 mynd

Engin keppni á milli okkar

Á landsmót, heyrðist kallað. Viðmælendur Þuríðar Magnúsínu Björnsdóttur eiga þrennt sameiginlegt; hestaáhugann, að eiga samhenta fjölskyldu og vera á leiðinni á Landsmót hestamanna sem hefst 26. júní á Vindheimamelum í Skagafirði. Meira
15. júní 2006 | Fastir þættir | 813 orð | 2 myndir

Fjör, vegavillur en engin sólarvörn

AÐ DUSTA músaskít af dýnum og hræra í matnum með spýtu er kannski ekki freistandi en þeir sem ferðast um landið á hestum eru fúsir til að líta framhjá ýmsu í misjöfnum fjallakofum. Meira
15. júní 2006 | Fastir þættir | 18 orð

Gætum tungunnar

Sagt var: Mikill fjöldi manna voru þar saman komnir. RÉTT VÆRI: Mikill fjöldi manna var þar saman... Meira
15. júní 2006 | Í dag | 525 orð | 1 mynd

Ofbeldi tekur á sig ýmsar myndir

Sigrún Þórarinsdóttir fæddist í Reykjavík 1962. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1982 og nam uppeldis- og menntunarfræði við HÍ. Meira
15. júní 2006 | Í dag | 26 orð

Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu...

Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis. (1 Pt. 2, 2. Meira
15. júní 2006 | Í dag | 56 orð | 1 mynd

Sjaldséður Picasso

Myndlist | Hér gefur að líta málverkið "Homme a la Pipe" frá árinu 1969 eftir Pablo Picasso, sem aldrei hefur komið fyrir sjónir almennings áður á liststefnunni í Basel í Sviss. Meira
15. júní 2006 | Fastir þættir | 162 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. Rf3 e6 4. Rc3 cxd4 5. Rxd4 a6 6. b3 Bb4 7. Bd2 O-O 8. g3 Rc6 9. Rc2 Be7 10. Bg2 d5 11. cxd5 exd5 12. O-O d4 13. Ra4 Bg4 14. Rb2 He8 15. Rd3 Rd5 16. Bxd5 Dxd5 17. f3 Bf5 18. Rce1 Bd6 19. Rg2 Bxd3 20. exd3 Df5 21. Bc1 h6 22. Meira
15. júní 2006 | Fastir þættir | 317 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Eins og flestir Íslendingar er Víkverji mjög öfugsnúinn þegar það kemur að veðrinu. Þegar kulda- og þurrkatíminn var í maí óskaði hann sér heitast að það kæmi rigning svo gróðurinn gæti tekið við sér og sumarið gengið í garð. Meira
15. júní 2006 | Viðhorf | 857 orð | 1 mynd

Ærandi þögn

En eftir stendur spurningin: Hvað var það nákvæmlega sem olli því að eftir margra mánaða störf Jóhanns á þessu sviði var talið óhjákvæmilegt að breyta til? Meira

Íþróttir

15. júní 2006 | Íþróttir | 82 orð

Annar Íslendingurinn til Barcelona

Í 106 ára sögu Barcelona er Eiður Smári Guðjohnsen fyrsti Íslendingurinn sem klæðist búningi knattspyrnuliðs félagsins en annar Íslendingurinn sem kemur við sögu hjá félaginu. Meira
15. júní 2006 | Íþróttir | 882 orð | 1 mynd

Á eftir að setja mark sitt á liðið

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is "ÉG er, eins og Eiður, alveg í skýjunum. Hann er að ganga til liðs við besta félag í heimi í dag að mínu mati og það er líka afar gott að finna hvað allir hjá félaginu er ánægðir með komu hans til liðsins. Meira
15. júní 2006 | Íþróttir | 373 orð | 1 mynd

* DAGUR Sigurðsson , þjálfari Bregenz , var valinn leiðtogi ársins á...

* DAGUR Sigurðsson , þjálfari Bregenz , var valinn leiðtogi ársins á uppskeruhátíð austurrísku deildarkeppninnar í handknattleik. Undir stjórn Dags varð Bregenz bæði meistari og bikarmeistari á nýliðnu keppnistímabili. Meira
15. júní 2006 | Íþróttir | 58 orð

Eiður Smári sá fimmti

EIÐUR Smári Guðjohnsen er fimmti íslenski knattspyrnumaðurinn sem reynir fyrir sér í Spánarsparki. *Magnús Berg réð á vaðið og spilaði með Racing Santander árið 1984. *Pétur Pétursson lék tvö tímabil með Hercules, 1985-1986. Meira
15. júní 2006 | Íþróttir | 269 orð | 1 mynd

* FRANCESCO Totti hefur jafnað sig á því að hafa fengið högg á annað...

* FRANCESCO Totti hefur jafnað sig á því að hafa fengið högg á annað hnéð í upphafsleik Ítalíu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu gegn Gana á mánudag. Meira
15. júní 2006 | Íþróttir | 888 orð | 1 mynd

Gat ekki sleppt þessu tækifæri

"ÞEGAR ég fór í búninginn og labbaði inn á völlinn fyrir framan ótal ljósmyndara þá fyrst gerði ég mér grein fyrir því að ég var kominn til liðs við Barcelona og hvað þetta er stórt félag," sagði knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen við... Meira
15. júní 2006 | Íþróttir | 58 orð

Í kvöld

KNATTSPYRNA Landsbankadeild karla: Grindavík: Grindavík - Valur 19.15 Akranes: ÍA - Breiðablik 19.15 Kaplakriki: FH - ÍBV 19.15 KR-völlur: KR - Víkingur 19.15 1. deild kvenna, B-riðill: Fáskrúðsfj.: Leiknir F. - Höttur 20 Eskifj. Meira
15. júní 2006 | Íþróttir | 135 orð

Jakob Örn æfir með Tarragona

JAKOB Örn Sigurðarson körfuknattleiksmaður mun æfa með spánska liðinu Tarragona á næstu dögum. Meira
15. júní 2006 | Íþróttir | 567 orð

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikarkeppni karla: Fjarðabyggð -...

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikarkeppni karla: Fjarðabyggð - Sindri 3:2 *Fjarðarbyggð er komið í 16 liða úrslit. Landsbankadeild kvenna Keflavík - FH 6:1 Lilja Íris Gunnarsdóttir 25., Nína Ósk Kristinsdóttir 46., 56. (v), 66., 71. Meira
15. júní 2006 | Íþróttir | 102 orð

Ólöf María á þremur yfir

ÓLÖF María Jónsdóttir úr Keili lék í gær á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi BMW-meistaramótsins á Ítalíu en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Hún hóf leik á 10. Meira
15. júní 2006 | Íþróttir | 76 orð

Puyol fagnar komu Eiðs

CARLES Puyol, fyrirliði Evrópumeistara Barcelona, fagnar komu Eiðs Smára Guðjohnsen til félagsins. Puyol var í eldlínunni með Spánverjum gegn Úkraínumönnum á heimsmeistaramótinu í gær. ,,Ég hef spilað á móti honum og hann er frábær leikmaður. Meira
15. júní 2006 | Íþróttir | 400 orð

Spánverjar fóru á kostum

SPÁNVERJAR tóku Úkraínumenn í kennslustund í Leipzig í gær. Fyrirfram var búist við nokkuð jöfnum leik enda Spánverjar ekki þekktir fyrir góðan árangur á stórmótum þrátt fyrir að hafa ávallt á sterku liði að skipa. Meira
15. júní 2006 | Íþróttir | 309 orð

Wade með stórleik fyrir Miami Heat

Eftir Gunnar Valgeirsson í Bandaríkjunum STÓRLEIKUR Dwyane Wade skóp góðan sigur Miami Heat á Dallas Mavericks í fjórða leik liðanna í Flórída í fyrrinótt. Meira
15. júní 2006 | Íþróttir | 511 orð | 2 myndir

Þriðji risatitillinn í röð til Mickelsons?

OPNA bandaríska meistaramótið í golfi hefst í dag í útjaðri New York-borgar. Opna bandaríska er annað í röðinni af hinum fjórum árlegu risamótum. Meira
15. júní 2006 | Íþróttir | 243 orð

Þýsk seigla

GESTGJAFARNIR Þjóðverjar urðu í gærkvöldi fyrstir til þess að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum á HM 2006. Þeir sigruðu Pólverja, 1:0, í Dortmund, en varamaðurinn Oliver Neuville tryggði þeim sigurinn rétt fyrir leikslok. Meira

Viðskiptablað

15. júní 2006 | Viðskiptablað | 178 orð | 1 mynd

Apple rannsakar ásakanir um slæman aðbúnað í Kína

BANDARÍSKI tölvurisinn Apple hefur hrint af stað eigin rannsókn á ásökunum um slæman aðbúnað í sumum af þeim kínversku verksmiðjum þar sem tónlistarspilari fyrirtækisins, iPod, er framleiddur. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 117 orð | 1 mynd

Atlantsskip leigja nýtt skip

ATLANTSSKIP hafa tekið á leigu nýtt skip. Í tilkynningu frá félaginu segir að skipið sé tekið á leigu vegna aukinna flutninga þess bæði á Evrópu- og Ameríkuleiðum. Hið nýja skip nefnist Camira. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 265 orð | 1 mynd

Creditinfo afhendir tölvukerfi til Úkraínu

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is CREDITINFO Group hefur samið um afgreiðslu tölvukerfis fyrir úkraínska fjárhagsupplýsingastofu, þ.e. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 136 orð | 1 mynd

Deloitte semur við Símann

SÍMINN og Deloitte hafa gert með sér áframhaldandi samning til þriggja ára en samningurinn felur í sér að Síminn veiti Deloitte heildarfjarskiptaþjónustu. Innifalið í samningnum er öll fjarskiptaþjónusta fyrirtækisins, m.a. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 1238 orð | 1 mynd

Faðir hinna döpru vísinda

Robert Malthus hefur verið einn umdeildasti fræðimaður sögunnar en hann setti árið 1798 fram svarta framtíðarsýn um mannfjöldaþróun í heiminum. Guðmundur Sverrir Þór fræddist um manninn. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 87 orð

Fimm milljörðum tekið í ríkisbréf

ÚTBOÐ fór fram í gær hjá Lánasýslu ríkisins á ríkisbréfum til tveggja ára. Alls bárust 36 tilboð í flokkinn, samtals að nafnvirði 14 milljarðar króna. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 215 orð | 1 mynd

Fluguhjólið brátt á markað

FLUGUHJÓLIÐ sem Rennex, dótturfyrirtæki 3X-Stáls á Ísafirði, hefur verið að þróa undanfarin misseri mun koma á markað í byrjun júlí gangi allar áætlanir eftir. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 329 orð | 1 mynd

Fríblöð valda dönskum stjórnmálamönnum áhyggjum

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is SUMIR stjórnmálamenn í Danmörku eru farnir að hafa áhyggjur af þróuninni á dagblaðamarkaðinum þar í landi vegna væntanlegrar fríblaðaútgáfu með haustinu. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 200 orð | 1 mynd

Fyrsti milljarða dollara íþróttakappinn

SÍÐAN Tiger Woods gerðist atvinnukylfingur árið 1996 hefur hann rakað til sín verðlaunafé að andvirði 66 milljóna dollara, eða sem samsvarar rúmum 5 milljörðum íslenskra króna. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 142 orð | 1 mynd

Gazprom stekkur í tíunda sætið

BRESKA blaðið Financial Times birtir á ári hverju lista yfir 500 stærstu fyrirtækin í heiminum. Blaðið hefur tekið saman lista ársins 2006 en markaðsvirði fyrirtækja ræður röð þeirra á listanum, sem nú er birtur í tíunda sinn. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 106 orð | 1 mynd

Hertz bætir við eðalbílum í flotann

HERTZ bílaleigan á Íslandi hefur bætt við í flota sinn eðalbílum til að mæta vaxandi eftirspurn erlendra og innlendra viðskiptavina. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 817 orð | 2 myndir

Hugverkaréttindi lykill að þekkin garþjóðfélagi

Einkaleyfastofan stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um hugverkaréttindi í síðustu viku. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 455 orð | 1 mynd

Hvaða máli skiptir lánshæfiseinkunn?

Fréttaskýring | Tvö af þeim þremur alþjóðlegu matsfyrirtækjum sem ríkissjóður kaupir lánshæfismat hjá hafa breytt horfum varðandi matið á umliðnum mánuðum. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 425 orð | 1 mynd

Hvað eru peningar?

ÞEGAR spurt er hvað peningar séu er svarið í flestra hugum mjög einfalt. Annars vegar seðlar og hins vegar mynt, eða klink eins og það heitir í daglegu tali. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 157 orð | 1 mynd

Hver lét sjálfsalann vita?

VERÐBÓLGAN illræmda er farin að láta kræla á sér á ný og hefur Útherji ekki farið varhluta af því að landsins forni fjandi er kominn aftur á kreik. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 602 orð | 1 mynd

Jafnréttið kemur innan frá

Þrjár konur hafa að undanförnu verið ráðnar í stöðu framkvæmdastjóra hjá Sjóvá-Almennum og nú er svo komið að jafnmargar konur og karlar skipa framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 92 orð | 1 mynd

Jákvætt í Japan

JAPANSKA hagsveiflan er nú á fullri ferð upp á við ef marka má nýja skýrslu ríkisstjórnar landsins. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 56 orð | 1 mynd

Karl Pétur til Dagsbrúnar

KARL Pétur Jónsson hefur hafið störf sem fulltrúi forstjóra Dagsbrúnar, Gunnars Smára Egilssonar. Karl Pétur er fæddur árið 1969 og hefur undanfarin fjögur ár verið framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins Inntaks , sem hann stofnaði ásamt fleirum. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 47 orð

Krónan veiktist um 0,9%

GENGI krónunnar lækkaði um 0,9% í gær. Mikil viðskipti voru á gjaldeyrismarkaði í gær, eða samtals fyrir tæpa 26 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Gengisvísitala krónunnar var 131,0 stig í upphafi dags en endaði í 132,15 stigum. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 609 orð | 2 myndir

Legið á hleri í lestinni

Sif Sigmarsdóttir | sif.sigmarsdottir@gmail.com "Ég keypti mér svakalega flotta skó í Debenhams," sagði stelpan, sem sat á móti mér í yfirfullu neðanjarðarlestarkerfi Lundúnaborgar, við vinkonu sína. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 372 orð | 2 myndir

Lækkun á markaðsvirði um rúma 300 milljarða

Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 367 orð | 1 mynd

Lækkun mun þrýsta kjörum upp

GUÐNI N. Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar KB banka, segir að það muni hafa einhver áhrif lækki S&P lánshæfiseinkunn ríkissjóðs niður í A+. "Hér takast í raun á tveir kraftar sem toga sinn í hvora áttina. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 541 orð | 1 mynd

Margt til lista lagt

Ari Daníelsson, framkvæmdastjóri Mentis, tekur við starfi forstöðumanns viðskiptaþróunar tekjusviða viðskiptabanka Glitnis í mánuðinum. Jóhann Magnús Jóhannsson ræddi við hann af því tilefni. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 410 orð

Máttur orðsins

Fram kemur í blaðinu í dag að frá því að matsfyrirtækið Fitch Ratings breytti horfum sínum á lánshæfi Íslands úr stöðugum í neikvæðar í lok febrúar sl. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 471 orð | 1 mynd

Mennirnir sem brugðust - ekki lögin

SARBANES Oxley-lögin hafa haft einna mest áhrif á störf endurskoðenda og endurskoðendafyrirtækja í Bandaríkjunum. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 474 orð | 1 mynd

Mikil vinna en jákvæð niðurstaða

Íslensk erfðagreining er skráð á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn, í gegnum móðurfélag sitt deCODE genetics, og hefur því þurft að tileinka sér þær reglur sem Sarbanes Oxley lögin kveða á um. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 187 orð | 1 mynd

Mælikvarði á áhættu

INGVAR H. Ragnarsson, forstöðumaður erlendrar fjármögnunar Glitnis, segir að breyting á lánshæfismati leiði allajafna til breytinga á lánskjörum. Lánshæfismat sé einn af mælikvörðum á áhættu tengda útgefendum skuldabréfa. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 68 orð | 1 mynd

Ný stjórn kosin hjá FKA

NÝ stjórn Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) var kosin á aðalfundi félagsins sem fram fór nýverið. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 550 orð | 1 mynd

Óveruleg áhrif ef lánshæfiseinkunn lækkar

Þórður Geir Jónasson, forstjóri Lánasýslu ríkisins, segir að bein áhrif af hugsanlegri lækkun á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hjá alþjóðlegu matsfyrirtækjunum yrðu óveruleg, þegar til skemmri tíma er litið. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 127 orð

Ríkið framlengir samning við bílaleigur

RÍKISKAUP hafa ákveðið að framlengja um eitt ár rammasamning um bílaleiguþjónustu frá Hertz og Höldi á Akureyri. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 160 orð

Samdráttur í verslun í Bretlandi

VERSLUN í Bretlandi hefur dregist saman að undanförnu. Þetta sýna nýjustu sölutölur verslunarkeðjunnar House of Fraser, sem Baugur er í viðræðum um kaup á, og einnig sölutölur keðjunnar Woolworths, sem Baugur á rúmlega 10% hlut í. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 1399 orð | 1 mynd

Sarbanes Oxley - gagn eða ógagn?

Fréttaskýring | Sarbanes Oxley-löggjöfin var viðbragð bandarískra stjórnvalda við holskeflu hneykslismála sem gekk yfir viðskiptalífið vestanhafs í upphafi aldarinnar. Undanfarið hefur gagnrýni á löggjöfina hins vegar orðið æ háværari. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 72 orð

Sjá versnandi horfur

NIÐURSTÖÐUR úr nýrri könnun IMG Gallup á stöðu og framtíðarhorfum í atvinnulífinu gefa til kynna að aðstæður í efnahagslífinu séu tiltölulega góðar en þó heldur lakari en í samsvarandi könnun í febrúar, segir á vef Samtaka atvinnulífsins. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 93 orð

SOS tekur við neyðarþjónustu VISA

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hefur samið við SOS International a/s í Danmörku um neyðarþjónustu vegna korthafa VISA Ísland frá og með 1. júní en TM hefur um árabil annast ferðatryggingar fyrir VISA Ísland. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 101 orð

Sparisjóður Siglufjarðar kaupir útibú Glitnis

SPARISJÓÐUR Siglufjarðar hefur keypt og tekið yfir rekstur útibús Glitnis á Siglufirði. Í tilkynningu frá Glitni segir að markmið kaupanna sé að tryggja viðskiptavinum á Siglufirði áframhaldandi þjónustu í heimabæ. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 187 orð

TRÚ ábyrgist útflutningsverkefni fyrir Samey

FYRIRTÆKIÐ Samey ehf. hefur samið við breskt fyrirtæki um búnað og uppsetningu á verksmiðju til þurrkunar á fiskafurðum. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 157 orð

Undrast nýja samsetningu Úrvalsvísitölunnar

GREININGARDEILD Landsbankans segir að ný samsetning Úrvalsvísitölunnar, sem Kauphöllin kynnti nýlega, komi á óvart. Það eigi einkum við um vægi einstakra félaga. Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 225 orð | 1 mynd

Veiking krónunnar hafði áhrif á aðra gjaldmiðla

JAFNVEL þótt skulda- og hlutabréfamarkaðir erlendis stæðu í blóma við upphafi árs, og héldu áfram að hækka fram á vor, þá voru ákveðnar vísbendingar um möguleg vandræði framundan, segir í nýju ársfjórðungsriti Alþjóðabankans í Sviss, Bank of... Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 65 orð | 1 mynd

Viðskiptatækifæri hjá NATO

KYNNINGARFUNDUR verður haldinn í dag í utanríkisráðuneytinu fyrir íslensk fyrirtæki og ráðgjafa um möguleg viðskiptatækifæri hjá undirstofnun NATO, NC3a (Consultation, Command and Control Agency). Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 209 orð

Víða verðbólguþrýstingur

Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is GREINA má verðbólguþrýsting víðar í heiminum en á Íslandi og er ótti við aukna verðbólgu meðal annars talinn skýring á þeirri lækkun hlutabréfa sem orðið hefur á hlutabréfamörkuðum víðast hvar... Meira
15. júní 2006 | Viðskiptablað | 158 orð

Yfir þúsund milljarða velta í Kauphöllinni

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is HEILDARVELTA í viðskiptum með hlutabréf í Kauphöll Íslands fór í fyrradag yfir eitt þúsund milljarða króna (eina billjón). Til samanburðar má geta þess að á öllu síðasta ári var veltan ríflega 1. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.