Greinar laugardaginn 22. júlí 2006

Fréttir

22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 100 orð

Af fyrirhyggjuleysi

Rúnar Kristjánsson, hagyrðingurinn góðkunni á Skagaströnd, yrkir um ástandið í þjóðfélaginu, sem hann er ekki alls kostar sáttur við: Valdið hefur sút og sekt, síst til hjálpar beysið, fyrr og síðar fjandalegt, fyrirhyggjuleysið. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 75 orð

Amfetamín gert upptækt á Húsavík

LÖGREGLAN á Húsavík handtók í gærdag karlmann á fimmtugsaldri eftir að fíkniefni fundust í fórum hans. Forsaga málsins er sú að lögreglu barst vísbending um að ætluð fíkniefni væru í sendingu sem barst í bæinn. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 71 orð

Áréttar skyldur atvinnurekenda

LÖGREGLAN á Akranesi hefur sent flestum atvinnurekendum á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness bréf þar sem er áréttað að umtalsverðar skyldur hvíla enn á þeim atvinnurekendum sem ráða til sín erlenda starfsmenn frá hinum nýju aðildarríkjum EES, þó svo... Meira
22. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Baða sig í kryddblöndu

JAPANIR í baðkari fylltu af heitu vatni og kryddblöndu í Hakone, vestan við Tókýó. Hermt er að kryddblandan, meðal annars rauður pipar og túrmerik, bæti blóðstreymið í líkamanum og geri húðina... Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Bátur strandaði nærri Sandgerði

FIMM tonna trilla, Sif 7429, strandaði skammt frá landi á Garðskagaflösinni milli Sandgerðis og Garðs í gærmorgun. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 81 orð

Breytt umhverfi í byggingariðnaði

MINNKANDI eftirspurn á fasteignamarkaði er farin að hafa nokkur áhrif á byggingariðnaðinn. Framkvæmdir eru enn miklar en úr þeim hefur þó eitthvað dregið. Yfirvinna er minni en áður og hætt hefur verið við einhver verkefni eða þeim frestað. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 540 orð

Bæjarráð Álftaness slítur samningum við Eir um uppbyggingu á miðsvæðinu

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MEIRIHLUTINN í bæjarráði Álftaness samþykkti á fundi sl. fimmtudag að fela bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi um slit á samningum við Hjúkrunarheimilið Eir um fyrirhugaða uppbyggingu á miðsvæði sveitarfélagsins. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 370 orð

CFC-löggjöf til skoðunar hér á landi

Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Doktor í lyfjafræði

ÞÓRA Kristín Bjarnadóttir varði doktorsritgerð 12. apríl sl., í lyfjafræði við læknadeild Háskólans í Uppsölum (Biomedicinska Centrum). Ritgerðin nefnist á ensku "The Gene Repertoire of G protein-coupled Receptors. Meira
22. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 108 orð

Dýrir dropar af Tequila

TIL eru ódýrar tegundir af Tequila, áfenginu mexíkóska sem gjarnan er drukkið með salti og sítrónusneið. En líka dýrar. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 362 orð

Dæmdir í 2½ árs fangelsi fyrir smygl á amfetamínbasa

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tvo Litháa í 2½ árs fangelsi fyrir að hafa smyglað 1.745 millilítrum af amfetamínbasa til landsins en úr efninu hefði verið mögulegt að vinna 13,3 kg af amfetamíni í neysluformi. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 69 orð

Ekið á sjö ára dreng á gangi

SJÖ ára drengur var fluttur á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss eftir að ekið var á hann þar sem hann gekk yfir gangbraut á Miklubraut við Lönguhlíð á sjötta tímanum í gærdag. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 183 orð

Ekki ætíð sjálfgefið að afhenda gögn

RÍKISKAUP afhentu á fimmtudag Atlantsolíu umbeðin gögn varðandi rammasamninga um eldsneyti, olíur og aðrar rekstrarvörur fyrir ökutæki og vélar við Skeljung og Olíufélagið ESSO, frá apríl 2003 í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í... Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 63 orð

Enn ósamið í máli Stefáns

LANDSPÍTALINN hefur ekki ákveðið hvort hann áfrýjar niðurstöðu héraðsdóms í máli Stefáns Matthíassonar fyrrverandi yfirlæknis á LSH. Jóhannes M. Gunnarsson lækningaforstjóri segir að málið sé í höndum lögfræðinga. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Flugumferðarstjórar segjast ekki hafa fengið tilboð

FLUGUMFERÐARSTJÓRAR furða sig á yfirlýsingum Flugmálastjórnar um að þeir hafi hafnað tilboði um nýtt fyrirkomulag vakta í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 79 orð

Frestur til að lýsa kröfum nyrðra

Óbyggðanefnd hefur nú til meðferðar landsvæði á Norðurlandi sem tekur til Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps, Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps, Tjörneshrepps og þess hluta hins nýja sveitarfélags Norðurþings sem áður tilheyrði... Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 133 orð

Furða sig á einkavæðingu öryggiseftirlits

ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýsir furðu á þeirri ákvörðun flugmálayfirvalda að einkavæða öryggiseftirlit á Keflavíkurflugvelli og tekur undir varnaðarorð talsmanna Landssambands lögreglumanna og Tollvarðafélags Íslands um hve... Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 761 orð | 1 mynd

Gamlir hlutir hafa sögu og gera umhverfið persónulegt og notalegt

Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | "Gamlir hlutir hafa eitthvað notalegt við sig. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Gjaldskylda á bílastæðum næst Landspítala

MIÐAMÆLAR á afmörkuðum bílastæðum við Landspítala - háskólasjúkrahús (LSH) við Hringbraut og í Fossvogi verða væntanlega teknir í notkun um næstu mánaðamót, að sögn Stefáns Haraldssonar, framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Guðný á Sumartónleikum

Fjórðu tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 23. júlí kl. 17. Flytjandi að þessu sinni er orgelleikarinn Guðný Einarsdóttir. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 228 orð

Hagar fagna matvælaskýrslu

HAGAR, dótturfélag Baugs sem meðal annars á Hagkaup og Bónus, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem skýrslu nefndar, sem forsætisráðherra skipaði til að komast að orsökum hás matvælaverðs á Íslandi, er fagnað en um leið hvatt til málefnalegrar... Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Hannar flöskur fyrir ítalskt vatn

TINNA Pétursdóttir, grafískur umbúðahönnuður, hefur náð góðum árangri á Ítalíu þar sem hún hefur verið við nám í Mílanó undanfarin ár og m.a. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Harðduglegir Pólverjar í byggingarvinnu

MIÐAÐ við hvernig mál hafa þróast kæmi ekki á óvart þótt Pólverjar yrðu fyrir valinu frekar en Íslendingar, segir Guðmundur Jóhannesson, annar byggingarstjóra Íslenskra aðalverktaka við Grand hótel, um hvað gerist þegar samdráttarskeið tekur við af... Meira
22. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Hátt í fimm hundruð látnir í Kína

MAÐUR hjólar framhjá þúsundum para af skóm og sandölum sem var komið fyrir á sólbakaðri götunni til að þurrka þá eftir mikil flóð í borginni Shaoguan í Guangdong-héraði í Suður-Kína í vikunni. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 183 orð

Húsavíkurhátíð alla næstu viku

Húsvíkingar og gestir þeirra munu gera sér glaða daga í næstu viku. Þeir spyrða saman tvær hátíðir, Sænska daga og Mærudaga, og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá alla vikuna. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Hvetur stjórnvöld til að leyfa gönguna

HEIMIR Már Pétursson, framkvæmdastjóri Gay Pride í Reykjavík, hefur sent Dzintar Jaundzeikars, innanríkisráðherra Lettlands, bréf þar sem hann mótmælir því að þarlend stjórnvöld heimili ekki Gay Pride-gönguna í Riga og minnir á að íslensk stjórnvöld... Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 71 orð

Íslandsvinir komnir að Kárahnjúkum

ÍSLANDSVINIR hafa slegið upp tjaldbúðum á tjaldsvæðinu við Snæfellsskála annað árið í röð en í gærkvöldi voru þar saman komnir um hundrað manns vegna fyrirhugaðrar Íslandsvinagöngu um Kárahnjúkasvæðið í dag. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Í sól og sumaryl á Seltjarnarnesi

ELDUR er bestur með ýta sonum og sólarsýn, segir í fornum spakmælum og víst er að létt hefur verið yfir mörgum bæði í geði og klæðaburði í blíðviðrinu sem verið hefur víða um land undanfarna daga. Meira
22. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 456 orð | 1 mynd

Ísraelar teknir að efast um að markmiðin náist

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is TÍU dögum eftir að Ísraelsher hóf mannskæðar loftárásir á Líbanon eru Ísraelar nú farnir að efast um að hernaðurinn beri tilætlaðan árangur. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Korpúlfsstaðavegur opnaður

KORPÚLFSSTAÐAVEGUR, milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, var opnaður formlega í gær. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur, mættust á miðri brú yfir Úlfarsá og klipptu þar á borða. Meira
22. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Kælandi gulrætur í "fótbolta"

ÍSBJÖRN gæðir sér á frosnum gulrótum sem starfsmenn dýragarðsins í Berlín höfðu komið fyrir í fótboltalöguðum ísklumpi. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 107 orð

Laus úr gæsluvarðhaldinu

KARLI og konu sem handtekin voru á Keflavíkurflugvelli fyrir þremur vikum með eitt kíló af kókaíni í fórum sínum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að málið teljist upplýst. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Leikur á nikkuna fyrir gesti og gangandi

EITT af því sem tilheyrir utanlandsferðum okkar Íslendinga er að láta smámynt af hendi til tónlistarmanna sem hafa tekið sér stöðu á fjölfarinni götu og leika tónlist af miklum móð. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Listaverkin unnin beint í fjörugrjótið

Drangsnes | Mireya Samper myndlistarmaður hefur dvalið á Drangsnesi á Ströndum undanfarna daga, unnið þar að list sinni og opnar sýningu þar á morgun, laugardag, á svonefndri Bryggjuhátíð. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Læra íslensku í sumarvinnu

SUMARSKÓLINN efndi til lokahófs Austurbæjarskóla í gær. Þar var verkefnið Málrækt í sumarvinnu sýnt og þátttakendur í íslenskunámskeiði skemmtu gestum. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Má bjóða þér Fjalla-Eyvind í baði?

Blönduós | Illur fengur, kuldaboli og hverafnykur er eitthvað sem menn kannast við úr daglega lífinu en Fjalla-Eyvindur í baði er eitthvað sem fær menn til að staldra við. Meira
22. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Mikill herafli fluttur að landamærunum

Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

Mismunandi verðhækkanir í verðbólguskotinu

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 49 orð

Motzfeldt á batavegi

JONATHAN Motzfeldt, formaður grænlenska landsþingsins, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Nefnd um sumarhús

MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um réttarstöðu eigenda og íbúa frístundahúsa samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum og gera tillögur um nauðsynlegar breytingar ef þörf krefur. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Neyðarbeiðni vegna Líbanons

ALÞJÓÐA Rauði krossinn hefur lýst yfir neyðarbeiðni vegna ástandsins í Líbanon í kjölfar sprengjuárásanna sem nú hafa staðið meira en viku. Í yfirlýsingunni kemur fram að hundruð óbreyttra borgara hafi farist í átökunum og enn fleiri særst. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Njála með sunnudagskaffinu á Sögusetri

Nú í sumar líkt og var síðastliðið sumar býður Sögusetrið á Hvolsvelli upp á dagskrá sem nefnist Njála með sunnudagskaffinu. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 361 orð | 1 mynd

Ný leið í forvarnarmálum fyrir ungt fólk með hegðunarraskanir

Lífslist verður hleypt af stokkunum með haustinu. Silja Björk Huldudóttir kynnti sér málið. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Nýr konsúll Rússa

Rússneski sendiherrann á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, er nú á ferð um Norðurland, en tilgangur ferðar hans er meðal annar sá að setja nýjan konsúl fyrir Rússland, Pétur Bjarnason, í embætti. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 160 orð

Nýtt Ikea opnað í haust

STEFNT er að opnun nýrrar stórverslunar Ikea í Urriðaholti í Garðabæ í september næstkomandi, að sögn Þórarins Ævarssonar, verslunarstjóra Ikea. Þá verður versluninni sem verið hefur í Holtagörðum lokað. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Olíufélögin lækka bensínverð

OLÍUFÉLAGIÐ lækkaði verð á bensínlítra snemma í gær um 1,10 krónur og fylgdu önnur olíufélög í kjölfarið. Ástæða lækkunarinnar var sögð lækkandi heimsmarkaðsverð og einnig sterkari staða krónunnar gagnvart bandaríkjadal. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 91 orð

Opna SPH-mótið í golfi haldið á Hvaleyrarvelli

OPNA SPH-mótið í golfi verður haldið í dag, laugardag, en það er í umsjón golfklúbbsins Keilis á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Haldin verður punktakeppni og höggleikur án forgjafar en hámarks forgjöf verður 18 högg. Veitt verða verðlaun fyrir 1.-3. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Orlofshús boðin á rekstrarleigu

VAÐLABORGIR er þyrping orlofshúsa sem nú eru að rísa á samnefndum stað, Vaðlaborgum, gegnt Akureyri. Fyrstu húsin, 8 talsins, eru tilbúin og búið er að leiga út 5 þeirra. Áætlanir gera svo ráð fyrir að á svæðinu verði 35 orlofshús. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Pakkar papriku fyrir vasapeninga

Flúðir | Ekki eru öll 13 ára börn jafnheppin og hann Bjarki Guðmundsson á Flúðum en hann vinnur við að pakka paprikum í nokkrar klukkustundir á dag. Bjarki starfar í garðyrkjustöðinni Jörfa en frá henni eru send 1.800 til 2. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 255 orð

"Ákveðið ósamræmi í gögnunum"

"Við teljum ákveðið ósamræmi vera í gögnunum sem gefa til kynna að það sé verið að taka annars vegar tiltölulega hagstæðu tilboði, og svo hins vegar óhagstæðara tilboði," segir Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, um... Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

"Renndi" í hlað á þyrlunni til að fá kaffi

Grundarfjörður | Sólarglennan að undanförnu hefur heldur betur hleypt fjöri í mannlífið. Meira
22. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

"Slátrarinn" í Kambódíu allur

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is TA MOK, sem var á árum áður einn helsti leiðtogi Rauðu kmeranna í Kambódíu, lést í gær á áttugasta og fyrsta aldursári. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 782 orð | 1 mynd

Samdráttur í lok ársins

Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is Eftirspurn á íbúðamarkaði minnkar verulega Ekki hefur orðið vart við samdrátt í byggingariðnaði en mörgum þykir ljóst að verktakar þurfi að draga saman seglin í kjölfar minnkandi eftirspurnar eftir húsnæði. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 232 orð

Samningum slitið við Eir um uppbyggingu á Álftanesi

Eftir Ómar Friðriksson og Guðna Einarsson MEIRIHLUTINN í bæjarráði Álftaness samþykkti sl. fimmtudag að fela bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi um slit á samningum við Hjúkrunarheimilið Eir um fyrirhugaða uppbyggingu á miðsvæði sveitarfélagsins. Var... Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 87 orð

Sektaðir fyrir sóðaskap

LÖGREGLAN í Reykjavík segir að sóðaskapur í umferðinni sé eitt þeirra vandamála sem lögreglan taki á. Nokkuð beri á því að ökumenn hendi rusli á götur borgarinnar en slíkt er með öllu óheimilt. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Seyðfirskt sjónarspil að næturlagi

Seyðisfjörður | Einstök veðurblíða hefur verið á Austurlandi undanfarna daga, sumarið í heild hefur raunar verið afar gott og ekki yfir neinu að kvarta þegar blessuð sólin skín, eins og skáldið orðaði það. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Síðasta afriðlinum komið fyrir í Reyðarfirði

SÍÐASTA svonefnda afriðlinum af fimm hefur verið komið fyrir við álver Alcoa - Fjarðaáls í Reyðarfirði. Afriðlarnir breyta rafstraumi á línunum frá Kárahnjúkavirkjun úr riðstraumi í jafnstraum. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 231 orð | 2 myndir

Sjö fluttir á slysadeild

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is SJÖ voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða á Suðurlandsvegi við Hólmsá á sjöunda tímanum í gær. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 228 orð

Skerpt á reglum um löggæslu á útihátíðum

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sent erindisbréf til lögreglustjóra vegna útgáfu skemmtanaleyfa til útihátíða, með sérstöku tilliti til verslunarmannahelgar. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 250 orð

Skorar á almenning að leggja baráttunni lið

"ÍSLAND væntir þess að sérhver maður geri skyldu sína í baráttunni gegn fíkniefnum." Svo hljóðar auglýsing sem um þessar mundir birtist jafnt í dagblöðum, sjónvarpsstöðvum og bíóhúsum landsins. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 1228 orð | 3 myndir

Starfsmenn frá 20 löndum á sama vinnustaðnum

Erlendu verkafólki hefur fjölgað hratt og ekki óvanalegt að útlendingar séu í meirihluta á íslenskum vinnustöðum. Árni Helgason og Eggert Jóhannesson heimsóttu þrjá vinnustaði og ræddu við starfsmenn og yfirmenn. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Styrkveiting til sálfræðirannsókna

NÝVERIÐ var styrkveiting úr Minningar- og vísindasjóði Arnórs Björnssonar. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um Arnór Björnsson sem lést 1996 er hann var við doktorsnám í sálfræði. Tilgangur sjóðsins er að styrkja íslenskar rannsóknir í sálfræði. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 202 orð

SUS krefst frestun framkvæmda

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á alla opinbera aðila að skera niður í rekstri og hætta við framkvæmdir. Meira
22. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Taka veiðina fram yfir ástarleiki

Lundúnir. AFP. | Þrír af hverjum fjórum breskum stangveiðimönnum vilja frekar fara í veiðitúr en sofa hjá mökum sínum, samkvæmt nýrri könnun. Meira
22. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Taylor kom fyrir rétt í Haag

Haag. AFP. | Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, mætti fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólinn í Haag í gær, þegar yfirheyrslur yfir honum vegna ákæra um glæpi gegn mannkyni hófust. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Tekist er á um uppbyggingu og skipulag á miðsvæði Álftaness

DEILUR meirihluta og minnihluta um samningsslitin við Eir koma fram í bókunum á fundi bæjarráðs Álftaness. Meira
22. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 160 orð

Tugir láta lífið í hitabylgju

París. AFP. | Að minnsta kosti 30 manns höfðu í gær látið lífið af völdum hitabylgju í vestanverðri Evrópu og íbúar margra landa í álfunni voru hvattir til þess að kæla sig niður og forðast sólina. Spáð var svipuðum hita næstu daga. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Síðustu daga hefur verið bjart yfir Breiðafirði. Í vikubyrjun birti upp og sólin tók að skína, sólin sem við höfum lítið orðið var við fyrr á þessu sumri. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Úr nytjalist í skúlptúra með áherslu á manneskjuna

Stokkseyri | "Ég er ekki að hætta í glerinu en er að flytja mig um set og verð í Súðavogi 26 í Reykjavík. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 191 orð

Úrskurður héraðsdóms staðfestur

"LANGSTÆRSTUR hluti málsins er frá með þessum dómi Hæstaréttar," sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs Group, eftir að Hæstiréttur hafði staðfest úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní sl. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Vinna að skilvirkari stýringu umferðarljósa

FRAMKVÆMDIR vegna miðlægrar stýringar umferðarljósa í Reykjavík standa yfir þessa dagana í samvinnu Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 599 orð | 2 myndir

Vísaði frá viðamesta þætti ákærunnar

Eftir Andra Karl og Helga Snæ Sigurðsson HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní sl. um að vísa skuli frá dómi 1. ákærulið af 19 í endurákæru Baugsmálsins. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Þorgerður Katrín forsætisráðherra

ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun gegna embætti forsætisráðherra dagana 24. júlí til 7. ágúst næstkomandi í fjarveru Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem þá verður erlendis í sumarleyfi. Meira
22. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 378 orð

Ættfræði og einsleitni skapa kjöraðstæður til rannsókna

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is Í RITSTJÓRNARGREIN nýjasta heftis læknisfræðitímaritsins The New England Journal of Medicine er talsvert fjallað um Íslenska erfðagreiningu (ÍE) og rannsóknarvinnu fyrirtækisins. Meira

Ritstjórnargreinar

22. júlí 2006 | Leiðarar | 518 orð

Feluleikir, skattar og eignarhald

Morgunblaðið sagði frá því í frétt á baksíðu í gær að félög og einstaklingar skráðir á Ermarsundseynni og skattaparadísinni Guernsey ættu um 41 milljarð króna í íslenzkum fyrirtækjum. Meira
22. júlí 2006 | Leiðarar | 414 orð

Kostir einkaframkvæmdar

Reynsla Íslendinga af einkaframkvæmd í samgöngumálum er takmörkuð, en góð. Hvalfjarðargöngin eru eina samgöngumannvirkið, sem hefur verið fjármagnað og rekið í einkaframkvæmd. Sá rekstur hefur gengið vel, raunar betur en margir spáðu í upphafi. Meira
22. júlí 2006 | Staksteinar | 272 orð | 1 mynd

Lifir Strætó eða deyr?

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur blandað sér í umræðurnar um vanda Strætó bs. og stappað stálinu í sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu, sem virðast vera að gefast upp á að reka almenningssamgöngur. Meira

Menning

22. júlí 2006 | Tónlist | 84 orð | 1 mynd

Barokkselló og orgel við Mývatn

FJÓRÐU sumartónleikar við Mývatn verða í Reykjahlíðarkirkju í kvöld klukkan 21. Meira
22. júlí 2006 | Bókmenntir | 276 orð | 1 mynd

Bækur

SUMARHEFTI tímaritsins Þjóðmála er komið út. Tímaritið er gefið út fjórum sinnum á ári, einu sinni á hverri árstíð, en ritstjóri er Jakob F. Ásgeirsson. Meðal efnis að þessu sinni er viðamikil umfjöllun um nýskipan varnar- og öryggismála. Meira
22. júlí 2006 | Bókmenntir | 88 orð | 1 mynd

Bækur

HJÁ Máli og menningu eru komnar út tvær bækur fyrir yngstu bókaormana, Max fer á leikvöllinn og Max fer í feluleik . Bækurnar eru eftir belgíska listamanninn Guido van Genechten og þýddar af Kristínu Steinsdóttur. Meira
22. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 81 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Hollywood-leikarinn John Cusack hefur fengið í gegn nálgunarbann á konu sem hann segir hafa ofsótt sig í 18 mánuði. Meira
22. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 104 orð | 1 mynd

Kvartað undan Manilow

Íbúar í úthverfi Sydney hafa kvartað sáran undan tónlist Barry Manilows sem notuð er til að hrekja í burt ógæfulið úr almenningsgarðinum í hverfinu. Meira
22. júlí 2006 | Tónlist | 118 orð | 1 mynd

Kvartett Sunnu og Scott spilar djassstandarda

SUMARTÓNLEIKARÖÐ veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu er í fullum gangi. Í dag verða áttundu tónleikar sumarsins en þar kemur fram Kvartett píanóleikarans Sunnu Gunnlaugsdóttur og Scotts McLemore trommuleikara. Meira
22. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 1077 orð | 2 myndir

Maðurinn með skeggið

Fimm síðustu plötum Red Hot Chili Peppers var stýrt af honum, þ.m.t. það verk sem kom sveitinni endanlega á kortið, Blood Sugar Sex Magik . Johnny Cash gekk í endurnýjun lífdaga fyrir hans tilstilli og Metallica hefur nú leitað á hans náðir. Meira
22. júlí 2006 | Myndlist | 292 orð | 1 mynd

Manneskjan á bak við einhæfu verkin

Í VINNUSTOFUNNI og sýningarrýminu Skúla í túni verður opnuð sýning í dag kl. 15. Sýningin ber yfirskriftina Upptekin! - hef annað og betra að gera. Það er listakonan Þóra Gunnarsdóttir sem sýnir. Meira
22. júlí 2006 | Tónlist | 287 orð | 1 mynd

Orgelspuni í Hallgrímskirkju

FRANSKI orgelleikarinn Sophie-Véronique Cauchefer-Choplin varð fyrst kvenna til að vinna önnur verðlaun í spunakeppninni í Chartres árið 1990. Meira
22. júlí 2006 | Leiklist | 433 orð

Póstur frá Singapore

Sýnt í Tjarnarbíói á vegum Döff leiklistarhátíðar Draumasmiðjunnar. Sunnudagurinn 16. júlí 2006. Meira
22. júlí 2006 | Tónlist | 142 orð | 1 mynd

Risatónleikar á LungA

Hin ástsæla hljómsveit Todmobile mun spila á stærðarinnar tónleikum sem haldnir verða í kvöld á Seyðisfirði í tengslum við Listahátíð ungs fólk á Austurlandi, betur þekkt undir nafninu LungA. Meira
22. júlí 2006 | Tónlist | 344 orð | 1 mynd

Skálholtshátíð hafin

SKÁLHOLTSHÁTÍÐ 2006 hófst í gær þegar sungin var rómversk biskupsmessa af kaþólska biskupnum í Reykjavík, herra Gijsen. Hátíðarhöldin halda svo áfram í dag og á morgun með miklu trúar- og listastarfi. Meira
22. júlí 2006 | Tónlist | 66 orð | 1 mynd

Skemmtun fyrir börnin í Eden

FJÖLSKYLDUDAGUR verður í Eden í dag, og ýmislegt skemmtilegt í boði fyrir yngstu gestina. Trúður sprellar fyrir börnin frá 14 til 17 og fer meðal annars með þau í skoðunarferð um jurtasafn staðarins og kennir þeim um plöntur og dýr. Meira
22. júlí 2006 | Hönnun | 100 orð | 6 myndir

Suður-amerískur glæsileiki

BRASILÍA hefur síðustu árin komist á kortið sem hringiða spennandi tískustrauma. Meira
22. júlí 2006 | Myndlist | 199 orð | 1 mynd

Tökuverk í tískuverslun

Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is KLUKKAN 17 í dag verður opnuð í versluninni kronkron sýning þar sem listamennirnir Hugleikur Dagsson og Bjarni massi verða hvor með sína ljósmyndaröðina. Meira
22. júlí 2006 | Fjölmiðlar | 111 orð | 1 mynd

Uppátækjasamur Oliver

Þættirnir fjalla um Oliver Beene, 11 ára grallaraspóa sem er sífellt að koma sér í kostulegt klandur. Hann lendir í makalausum ævintýrum ásamt uppátækjasömum vinum sínum. Meira
22. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 31 orð | 1 mynd

Uppselt í stúku á Morrissey

Uppselt er í stúku á tónleika Morrissey sem fram fara hinn 12. ágúst í Laugardalshöllinni. Samkvæmt upplýsingum frá Grími Atlasyni, tónleikahaldara og nýbökuðum bæjarstjóra Bolungarvíkur, eru enn til miðar í... Meira
22. júlí 2006 | Kvikmyndir | 422 orð | 1 mynd

Úthverfið og óbyggðirnar

Talsett teiknimynd með íslensku og ensku tali. Leikstjórar: Tim Johnson og Karey Kirkpatrick. Aðalraddir (ísl): Magnús Jónsson, Harald G. Haralds, Rúnar Freyr Gíslason, Inga María Valdimarsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson. Meira
22. júlí 2006 | Myndlist | 737 orð | 1 mynd

Varpar ljósi á menningarsöguna

Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is HULUNNI verður svipt af nýrri innsetningu eftir Hrein Friðfinnsson myndlistarmann í Galleríi Suðsuðvestur klukkan 16 í dag. Innsetningin ber titilinn Sögubrot og myndir og verður til sýnis í galleríinu til 20. Meira
22. júlí 2006 | Tónlist | 275 orð | 1 mynd

Því meiri blanda því betra

UMBOÐSSKRIFSTOFAN Concert auglýsir þessa dagana eftir upprennandi unglingahljómsveitum til að skemmta á fjölskylduhátíðinni í Galtalæk um verslunarmannahelgina. Meira
22. júlí 2006 | Menningarlíf | 697 orð | 2 myndir

Ævintýrakona sem reyndist Þjóðminjasafninu vel

Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is NÝ BÓK um ævi Ásu Guðmundsdóttur Wright var kynnt á blaðamannafundi sem haldinn var á Þjóðminjasafni Íslands um hádegisbilið í gær. Bókin er eftir dr. Meira

Umræðan

22. júlí 2006 | Aðsent efni | 411 orð | 1 mynd

Aukum lýðræði í atvinnulífi

Gunnar Páll Pálsson vill auka lýðræði í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða: "Við erum líka hlynnt því að fólk geti fært sig á milli lífeyrissjóða verði það gulltryggt að fyrirtækin muni ekki reyna að hafa áhrif á hvar starfsmenn visti sín lífeyrisréttindi gegn viðskiptalegri fyrirgreiðslu..." Meira
22. júlí 2006 | Aðsent efni | 793 orð | 1 mynd

Land lyga og blekkinga

Sævar Sigbjarnarson fjallar um hernaðarstefnu Bandaríkjanna: "...allt tal um brottför Bandaríkjahers frá Keflavík er með þeim hætti að ætla mætti að um meiri háttar háska væri að ræða fyrir okkur Íslendinga." Meira
22. júlí 2006 | Aðsent efni | 1742 orð | 1 mynd

Ljósið - endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra

Eftir Ármann Eiríksson: "Það var vel til fundið af prestunum í Neskirkju að búa þessum hópi fólks aðstöðu í gamla safnaðarheimilinu fyrir starfsemi sína og afþreyingarbúðir." Meira
22. júlí 2006 | Bréf til blaðsins | 851 orð

Til viðskiptavina bankanna

Frá Heru Helgadóttur: "LANDSBANKINN er minn viðskiptabanki. Ég komst að því fyrir tilviljun nú fyrir nokkrum dögum að það kostar mig 95 kr. að hringja í bankann minn, bara til að athuga stöðuna á mínum eigin reikningi. Þ.e. á venjulegum vinnutíma bankamanna." Meira
22. júlí 2006 | Aðsent efni | 503 orð | 1 mynd

Tökum upp hanskann fyrir Breiðholt

Gísli Marteinn Baldursson fjallar um fegrunarátakið Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík.: "Vonandi getur Breiðholtið orðið öðrum hverfum til fyrirmyndar og gefið tóninn fyrir það sem koma skal í borginni allri." Meira
22. júlí 2006 | Aðsent efni | 882 orð | 1 mynd

Vafasamur málflutningur Íslandsvina

Smári Geirsson skrifar um virkjunar- og álversframkvæmdir á Austurlandi: "Það er nánast móðgun við Austfirðinga, eftir alla þá baráttu sem þeir hafa háð fyrir virkjun og orkufrekum iðnaði, að halda því fram að Kárahnjúkavirkjun og álveri hafi verið þröngvað upp á þá." Meira
22. júlí 2006 | Velvakandi | 378 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Besta sundlaug landsins MIG langar til að þakka þeim á Drangsnesi fyrir allra bestu sundlaug landsins sem ég hef komið í og hef ég sótt margar. Þeir eiga hrós skilið. Einnig styð ég fækkun á mávum sem fyrst. Meira
22. júlí 2006 | Aðsent efni | 724 orð | 1 mynd

Vísitölufjölskyldan er ekki dauð

Óskar Jóhannsson fjallar um vöruverð: "Mikið hefur verið rætt um, hvers vegna verðlag á matvörum þurfi að vera miklu hærra á Íslandi en í öðrum löndum." Meira

Minningargreinar

22. júlí 2006 | Minningargreinar | 224 orð | 1 mynd

BERGÞÓRA KRISTINSDÓTTIR

Bergþóra Kristinsdóttir fæddist á Akureyri 17. júní 1931. Hún lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 30. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Stykkishólmskirkju 8. júlí. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2006 | Minningargreinar | 615 orð | 1 mynd

BRYNJÓLFUR EYJÓLFSSON

Brynjólfur Eyjólfsson fæddist í Reykjavík 8. febrúar 1919. Hann lést á heimili sínu í Grundargerði 6 í Reykjavík 8. júlí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Bústaðakirkju 19. júlí. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2006 | Minningargreinar | 1896 orð | 1 mynd

GUÐRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

Guðríður Gísladóttir fæddist í Seldal í Norðfirði hinn 24. maí 1940. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 16. júlí síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Gísla Friðrikssonar í Seldal, f. 22. okt. 1909, d. 18. des. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2006 | Minningargreinar | 1803 orð | 1 mynd

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

Guðrún Jónsdóttir fæddist í Þjóðólfshaga í Holtahreppi í Rangárvallasýslu 23. júlí 1904. Hún lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu laugardaginn 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Guðmundsdóttir, f. 18. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2006 | Minningargreinar | 1921 orð | 1 mynd

MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR

Margrét Þorsteinsdóttir fæddist á Litlu-Hólum í Mýrdal 22. júlí 1921. Hún lést á heimili sínu í Stamford Connecticut í Bandaríkjunum 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurveig Guðbrandsdóttir húsmóðir frá Loftsölum, f. 13. apríl 1898, d. 4. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

22. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 74 orð

Bréf Glitnis hækka

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands hækkaði um 0,31% í gær í 5.458 stig. Viðskipti með hlutabréf námu rúmum milljarði króna en mest viðskipti voru með bréf KB banka eða fyrir 423 milljónir. Meira
22. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 411 orð | 1 mynd

ESB leitar leiða til að draga úr mengun flugvéla

Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is NÝVERIÐ var samþykkt á þingi Evrópusambandsins að flugfélög skyldu greiða skatt af flugvélaeldsneyti og setja ætti mengunarkvóta á útblástur flugvéla. Meira
22. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 508 orð

Fjármögnun íslensku bankanna áfram viðkvæmasti þátturinn

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ÞAÐ ER of snemmt að fara að líta jákvæðum augum á íslensku bankana. Þeir eru rétt að byrja að aðlaga sig nýjum og breyttum aðstæðum eins og raunar allt íslenska hagkerfið. Meira
22. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 146 orð

Mikil tekjuaukning hjá Nýherja

HAGNAÐUR Nýherja eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 29,4 milljónum samanborið við 21 milljón króna á sama tímabili í fyrra. Meira
22. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 142 orð | 1 mynd

Óvissa um söluna á Orkla Media

BRESKA fjármálajöfrinum David Montgomery og fjárfestingasjóði hans, Mecom, hefur enn ekki tekist að afla nægjanlegs fjár til þess að greiða fyrir umsamið kaupverð fyrir fjölmiðlaveldið Orkla Media, sem m.a. á danska dagblaðið Berlingske Tidende. Meira
22. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 62 orð

SPM hagnast um 600 milljónir

HAGNAÐUR Sparisjóðs Mýrasýslu nam tæpum 603 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins samanborið við rúmlega 213 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Meira
22. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Stofnfé Sparisjóðs Skagafjarðar aukið

STEFNT er að því að auka stofnfé Sparisjóðs Skagafjarðar um 200 milljónir króna, úr 100 í 300 milljónir . Í fréttablaðinu Feyki á Sauðárkróki segir að breytingar hafi orðið á eigendahópi sparisjóðsins og eignaraðildin sé nú dreifðari en áður. Meira

Daglegt líf

22. júlí 2006 | Ferðalög | 300 orð | 1 mynd

Að gera flugvallarbiðina bærilegri

FLUGVELLIR geta verið einstaklega leiðinlegir staðir og ekki hvað síst fyrir börn - því eftir að spennunni við að vakna snemma og halda af stað í ferðalag sleppir tekur oftast við löng bið og enn lengri biðraðir. Meira
22. júlí 2006 | Daglegt líf | 485 orð

Börn læra með ólíkum hætti

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur j oin@mbl.is "Við teljum að ekki skipti öllu máli hvort barnið okkar hefur fengið formlega greiningu heldur að við getum aðstoðað og hjálpað barninu okkar á þess forsendum með hagsmuni þess að leiðarljósi. Meira
22. júlí 2006 | Ferðalög | 536 orð | 3 myndir

Dagur í Melbourne

Ástralía er e.t.v. ekki á ferðaplani allra Íslendinga en þeir sem þangað rata bera landi og þjóð vel söguna. Guðrún Hulda Pálsdóttir lét heillast af borginni Melbourne. Meira
22. júlí 2006 | Daglegt líf | 148 orð

Foreldraráðin

Foreldrar elska börnin sín eins og þau eru enda finnst flestum foreldrum þau vera bæði einstök og frábær. Foreldrar geta hvatt börnin sín til að gera alltaf sitt besta og kennt þeim að vera samviskusöm, dugleg og vandvirk. Meira
22. júlí 2006 | Daglegt líf | 681 orð | 3 myndir

Frískandi Pigato og pestó á blómarivíerunni

Lígúría er sannkölluð náttúru- og menningarparadís sem dregur til sín fjölda ítalskra sem erlendra ferðmanna. Hanna Friðriksdóttir segir matinn heldur ekki vera af verri endanum. Meira
22. júlí 2006 | Ferðalög | 302 orð | 1 mynd

Rokk og ról-hótel

FRÆGIR rokkarar eru víst sérvitrir þegar það kemur að því að velja sér hótel til að dvelja á. Sum hótel hafa fengið á sig þann stimpil að vera rokkhótel en á þeim dvelja rokkstjörnur oft á ferðum sínum. Meira
22. júlí 2006 | Daglegt líf | 885 orð | 5 myndir

Umbúðir eru meira en útlit

Það er draumur hvers nýútskrifaðs hönnuðar að koma hönnun sinni í framleiðslu en það hvarflaði ekki að Tinnu Pétursdóttur, grafískum umbúðahönnuði, að það myndi gerast jafnfljótt og raun bar vitni. Unnur H. Meira

Fastir þættir

22. júlí 2006 | Fastir þættir | 165 orð | 1 mynd

Fálkarnir í frægðarsetrið

ÓLYMPÍUMEISTARALIÐ Fálkanna í íshokkíi 1920 hefur verið tekið inn í Ólympíufrægðarsetur Kanada. Allir liðsmenn Fálkanna í Winnipeg að einum undanskildum voru af íslenskum ættum. Meira
22. júlí 2006 | Í dag | 521 orð | 1 mynd

Ferðir um náttúru Snæfellsjökuls

Guðrún Lára Pálmadóttir fæddist í Reykjavík 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá MK 1987, BS-gráðu frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 1993 og stundaði viðbótarnám á sviði umhverfisfræði við HÍ og Utah State University. Meira
22. júlí 2006 | Fastir þættir | 212 orð | 2 myndir

Flytur nýfundið tónverk vesturíslensks tónskálds

KANDÍSKI strengjakvartettinn Quartetto Constanze er væntanlegur til Íslands í lok mánaðarins og á tónleikum í Neskirkju og Reykholtskirkju flytur hann meðal annars nýfundið tónverk eftir Þórð Sveinbjörnsson (Swinburne) tónskáld, son Sveinbjörns... Meira
22. júlí 2006 | Fastir þættir | 19 orð

Gætum tungunnar

Sagt var : Stúlkan draup höfði. RÉTT VÆRI: Stúlkan drúpti höfði. (Ath.: Menn drúpa höfði en drjúpa því ekki. Meira
22. júlí 2006 | Í dag | 38 orð | 1 mynd

Hjólað í borg vindanna

Íþróttir | Lokaathöfn Íþróttaleika samkynhneigðra, Gay Games VII, er í dag. Leikarnir eru að þessu sinni haldnir í Chicago og er keppt í fjölda greina, allt frá hjólreiðum, spretthlaupi, glímu og sundi til ruðnings, billjards, pílukasts og... Meira
22. júlí 2006 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þær Helga Dís Svavarsdóttir, Birta María Elvarsdóttir og...

Hlutavelta | Þær Helga Dís Svavarsdóttir, Birta María Elvarsdóttir og Sigurbjörg Halla Svavarsdóttir söfnuðu 7.410 kr. til styrktar börnum í Afríku með því safna peningum í bauk frá Rauða krossi... Meira
22. júlí 2006 | Í dag | 119 orð | 1 mynd

Kópavogskirkja - safnaðarferð

FARIÐ verður í hina árlegu safnaðarferð Kópavogskirkju á morgun, sunnudaginn 23. júlí. Að þessu sinni verður farið vestur á Snæfellsnes undir leiðsögn Guðmundar Guðbrandssonar fararstjóra. Meira
22. júlí 2006 | Fastir þættir | 210 orð | 2 myndir

Kristine Johnson best í blaki

BLAKSAMBAND Manitoba í Kanada hefur útnefnt Kristine Johnson blakmann ársins í sínum aldursflokki, eða í hópi blakmanna 15 ára og yngri. Kristine Johnson er af íslenskum ættum, dóttir Leonu og Dans Johnson í Winnipeg. Meira
22. júlí 2006 | Í dag | 1267 orð | 1 mynd

(Matt. 5).

Guðspjall dagsins: Réttlæti faríseanna. Meira
22. júlí 2006 | Í dag | 31 orð

Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í...

Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25. Meira
22. júlí 2006 | Fastir þættir | 148 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Ba7 7. Rc3 Rc6 8. Dg4 Rf6 9. Dg3 d6 10. 0-0 b5 11. Kh1 Bb7 12. Dxg7 Hg8 13. Dh6 Re5 14. f3 Hg6 15. Dh4 Hc8 16. Bd2 Kd7 17. Had1 Dg8 18. Bf4 Ke7 19. Re2 Rxd3 20. Hxd3 Hxc2 21. Bxd6+ Ke8 22. Meira
22. júlí 2006 | Fastir þættir | 225 orð | 2 myndir

Stærsti krullusteinn heims í Árborg

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is HARALDUR Einarsson rakari hélt upp á 80 ára afmælið sitt á dögunum og í tengslum við afmælið var stærsti krullusteinn (curling rock) heims afhjúpaður í Árborg, Manitoba. Meira
22. júlí 2006 | Fastir þættir | 287 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Seint þreytist Víkverji á að furða sig á hvað Hverfisgatan er ljót. Þessi gata, sem liggur samsíða einni helstu verslunar- og mannlífsæð borgarinnar, er einhver alljótasti spotti sem hægt er að ferðast innan borgarinnar. Meira

Íþróttir

22. júlí 2006 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

* ARNAR Sigurðsson og Jón Axel Jónsson sigruðu í tvíliðaleik gegn Úganda...

* ARNAR Sigurðsson og Jón Axel Jónsson sigruðu í tvíliðaleik gegn Úganda í 4. deild Davis Cup-keppninnar á Möltu í gær. Íslenska liðið hefur nú þegar tryggt sér sæti í 3. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 153 orð

Bergkamp kvaddur í dag

HINN nýi leikvangur enska knattspyrnufélagsins Arsenal, Emirates Stadium, var opnaður í fyrsta skipti í fyrradag. Um 20 þúsund stuðningsmönnum Arsenal var þá boðið að koma til að skoða völlinn og fylgjast með æfingu liðsins sem haldin var á vellinum. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 213 orð

Birgir Leifur er á góðu róli í Austurríki

BIRGIR Leifur Hafþórsson lék vel á öðrum keppnisdegi Áskorendamótsins sem fram fer í Austurríki og er hann í 15. sæti mótsins á 4 höggum undir pari vallar. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 315 orð

Daly féll á lokaprófinu

JOHN Daly frá Bandaríkjunum fór illa að ráði sínu á 18. braut á öðrum keppnisdegi Opna breska meistaramótsins í golfi. Daly var þremur höggum undir pari vallar þegar hann kom að 18. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 366 orð

Evrópumeistarar lagðir af Íslendingum

ÍSLENSKA unglingalandsliðið í körfuknattleik karla kom geysilega á óvart í A-deild Evrópumótsins í Grikklandi á fimmtudagskvöld, er liðið skellti Evrópumeisturum Frakka 73:61. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 165 orð

Garðar til Norrköping

GARÐAR Gunnlaugsson hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við sænska 1. deildar liðið Norrköping. Þar hittir hann fyrir Skagamanninn Stefán Þórðarson. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 114 orð

Garðar til Valsmanna

GARÐAR Jóhannsson, knattspyrnumaður úr KR, gekk í gær til liðs við Valsmenn og fyllir þar skarð Garðars B. Gunnlaugssonar sem samdi í gær við Norrköping í Svíþjóð. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 88 orð

Helgi með þrennu

FRAM náði í gærkvöldi sjö stiga forystu í 1. deild karla í knattspyrnu með því að sigra Leikni Reykjavík, 3:2, í fjörugum leik í Breiðholtinu. Leiknismenn komust yfir strax á fyrstu mínútu og náðu tveggja marka forystu rétt á eftir. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 109 orð

Indriði farinn frá Ipswich

INDRIÐI Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er farinn frá enska 1. deildarliðinu Ipswich eftir að hafa farið með því í æfingaferð til Hollands og Belgíu og spilað tvo leiki. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 290 orð

KNATTSPYRNA 1. deild karla Leiknir R. - Fram 2:3 Þór Ólafsson 1., Einar...

KNATTSPYRNA 1. deild karla Leiknir R. - Fram 2:3 Þór Ólafsson 1., Einar Örn Einarsson 14. - Helgi Sigurðsson 16., 31., 39. Rautt spjald: Einar Örn Einarsson (Leikni) 78. Haukar - Fjölnir 1:0 Ómar Karl Sigurðsson 78. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 297 orð | 1 mynd

* MICK McCarthy hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Wolves í stað Glenn...

* MICK McCarthy hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Wolves í stað Glenn Hoddle sem sagði starfi sínu lausu fyrr í sumar. McCarthy stjórnaði Sunderland á síðustu leiktíð en liðið féll niður úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 120 orð

Mikil miðasala á HM í Þýskalandi

NÆRRI því þriðjungur allra aðgöngumiða á leiki heimsmeistarakeppninnar í handknattleik hefur verið seldur, eftir því sem þýska handknattleikssambandið hefur upplýst. Alls verða til sölu 320.000 miðar á leiki keppninnar og nú hafa þegar selst um 100.000. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 200 orð

Radcliffe stefnir á ÓL 2012

HEIMSMEISTARINN í maraþonhlaupi kvenna, Paula Radcliffe frá Englandi, hefur sett stefnuna á þátttöku í Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Radcliffe er orðin 32 ára gömul og á von á barni í janúar. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 206 orð

Real að gefast upp á að eltast við Nistelrooy

SPÆNSKA liðið Real Madrid ætlar ekki að halda áfram að eltast við hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy ef Manchester United slær ekki af kröfum sínum. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 878 orð | 1 mynd

Sjóðheitt á Hoylake

ÞAÐ var allt á suðupunkti í gær á Hoylake-vellinum við Liverpool á Englandi þar sem bestu kylfingar heims léku sér að því að bæta vallarmetið í steikjandi hita í hitabylgjunni á Englandi. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 688 orð | 1 mynd

Tvísýnar viðureignir

ÁTTA liða úrslit bikarkeppni karla í knattspyrnu hefjast á morgun með þremur leikjum. ÍA tekur á móti Keflavík á Akranesi, Valur mætir Víkingi á Laugardalsvelli og norður á Akureyri mætast 1. deildarliðin KA og Þróttur. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 163 orð

Um helgina

KNATTSPYRNA Laugardagur: 2. deild karla: Selfossvöllur: Selfoss - Völsungur 14 Sandgerðisvöllur: Reynir S. - Sindri 14 ÍR-völlur: ÍR - Fjarðabyggð 14 Ólafsfjarðarv.: KR/Leiftur - Njarðvík 14 Seyðisfjarðarv.: Huginn - Afturelding 15 3. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Woods og Els í ham

BESTU kylfingar heims léku sér að Hoylake-vellinum í gær á öðrum keppnisdegi Opna breska meistaramótsins. Tiger Woods setti vallarmet snemma í gærdag er hann lék á 65 höggum eða 7 höggum undir pari. Meira
22. júlí 2006 | Íþróttir | 355 orð | 7 myndir

Þessir eru efstir í einkunnagjöf Morgunblaðsins

Þessir eru efstir í einkunnagjöf Morgunblaðsins að loknum 11 umferðum: Leikmenn Viktor B. Arnarsson, Víkingi 13 Bjarni Guðjónsson, ÍA 11 Jónas G. Meira

Barnablað

22. júlí 2006 | Barnablað | 514 orð | 1 mynd

Besta ljóðið valið

Sæl og blessuð og takk fyrir frábæra þátttöku í ljóðasamkeppni Íslandsvina um besta náttúruljóðið. Það bárust mörg falleg ljóð í keppnina og það er augljóst að þið hafið vandað ykkur. Meira
22. júlí 2006 | Barnablað | 56 orð | 1 mynd

Dýrabull

Já það væri út í hött ef ég ætti kött. Ef ég ætti hund mundi ég fara í sund. Ef ég ætti svín mundi ég vera fín. Ef ég ætti mús mundi ég byggja henni hús. Ef ég ætti geit mundi ég elda steik. Ef ég ætti fíl mundi ég kaupa bíl. Meira
22. júlí 2006 | Barnablað | 26 orð

Einn góður...

Hvað ertu að gera, snúlli minn? sagði mamman við strákinn sinn. Skrifa sögu. Um hvað er hún? Ég veit það ekki, ég kann ekki að... Meira
22. júlí 2006 | Barnablað | 21 orð | 1 mynd

Gleðilegt sumar

Í garðinum hennar Maríu Ýrar (8 ára) ríkir gleði og friðsæld. Fiðrildin skarta sínu fegursta og sólin leikur á als... Meira
22. júlí 2006 | Barnablað | 23 orð | 1 mynd

Hollt eða óhollt

Fríða Theodórsdóttir (10 ára) veit hvernig á að lifa heilsusamlegu lífi. Sérðu muninn á þeim sem borða hollan og óhollan mat á... Meira
22. júlí 2006 | Barnablað | 532 orð | 2 myndir

Líf og fjör á leikjanámskeiði

Á sumrin er margt um að vera. Ýmis námskeið eru í boði fyrir hressa krakka. Leikjanámskeið eru haldin víða um land þar sem brugðið er á ýmsa leiki þar sem krakkar skemmta sér saman. Meira
22. júlí 2006 | Barnablað | 33 orð | 1 mynd

Lítið ljóð

Lítið ljóð um lítið mót lítil sögn lítil ögn. Þetta litla sæta ljóð er eftir Þórunni sem er 8 ára en er alveg að verða 9 ára. Hún býr á Sunnuflöt í... Meira
22. júlí 2006 | Barnablað | 101 orð | 2 myndir

Stórfiskaleikur

Einn er hákarl og allir hinir eru smáfiskar sem raða sér upp fyrir framan hann á afmörkuðum velli. Hægt er að nota fótboltamörk eða bara búa til tvær línur með krít eða steinum til að afmarka völlinn. Meira
22. júlí 2006 | Barnablað | 67 orð | 1 mynd

Sumardagurinn fyrsti

Ég veit að sumarið á að koma í dag. Ég hleyp út og sest á tröppurnar og bíð. Ég bíð og bíð. Það er komið kvöld, mamma segir mér að koma inn. Ég labba hægum skrefum að hurðinni og vona að sumarið komi. Meira
22. júlí 2006 | Barnablað | 93 orð | 2 myndir

Sveitin mín

Hæ, ég heiti Hrafnhildur Jóhanna og er 10 ára og bý í Steinsholti. Það er sveit í Gnúpverjahreppi, þar eru 14 kúabú. Við erum með hesta, kýr, kindur, hænur, ketti og hunda. Við förum daglega á hestbak og stundum förum við tvisvar á dag. Meira
22. júlí 2006 | Barnablað | 29 orð | 1 mynd

Tónlist

Tónlist er góð. Rokk'n ról. Lögin eru ekki ljóð, kúlaðri en sól. Sum lög eru léleg kántrí og jass. Alls ekki féleg, ég segi pass. Gauti Jónas. 6.J.M.... Meira
22. júlí 2006 | Barnablað | 163 orð | 6 myndir

Verðlaunaleikur vikunnar

Nú skulum við ímynda okkur að við séum á leikjanámskeiði. Í kassanum eru orð sem tengjast því á einhvern hátt. Þið skuluð finna orðin. Eftir standa fjórir stafir sem mynda leyniorð vikunnar. Meira
22. júlí 2006 | Barnablað | 37 orð | 1 mynd

Vinur

Vinur er vinur, það er hann. Vinur styður mann og hjálpar. Sannur vinur fer ekki burt. Vinur er það besta í heimi. Úps, vinurinn fór. ég er ein, syngjum við í kór. Katrín Eir Smáradóttir 6.S.J. Meira
22. júlí 2006 | Barnablað | 13 orð | 1 mynd

Völundarhús

Unginn í egginu á þetta völundarhús. Nærðu að feta þig í gegnum... Meira
22. júlí 2006 | Barnablað | 41 orð

Æskan

Ég horfði á bláan sæinn og mína liðnu tíð og litla sæta bæinn sem er sem veröld víð. Hafnarfjörður heitir æskustaður sá sem fagra innsýn veitir í það sem nú er frá. Þórey Arna Snorradóttir og Dagný Valdimarsdóttir 6. j. Meira

Lesbók

22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 648 orð

30 ára afmæli myndasögurisa

Myndasöguútgáfan Fantagraphics heldur upp á þrjátíu ára starfsafmæli sitt nú í sumar og er þar sannarlega um stórviðburð að ræða því fyrirtækið er leiðandi á sínu sviði. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 109 orð

Dagbókarbrot

Dagbókarbrot Ludwig van Beethoven skrifar útgefanda sínum Breitkopf und Härtel. Úr bréfasafni Beethovens í íslenskri þýðingu Árna Kristjánssonar. Hávallaútgáfan 2002. Vínarborg 26. júlí 1809 Kæri herra! Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2771 orð | 8 myndir

Daglegt móðurmáls rit og stafagjörð

Í málskrúðsfræði þeirri sem Ólafur Þórðarson ritaði um miðja 13. öld fjallar fyrsti hlutinn um hljóðfræði íslenskunnar, rödd, bókstafi o.s.frv. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 457 orð | 2 myndir

Erlendar bækur

Noam Chomsky er sá núlifandi rithöfundur sem hvað oftast er vitnað í og raunar sjá áttundi vinsælasti á slíkum tilvitnunarlistum í sögunni allri. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 425 orð | 3 myndir

Erlendar kvikmyndir

Leikkonan Scarlett Johansson mun leika aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd sem gerð verður um ævi Anne Boleyn, síðari eiginkonu Henry VIII Englandskonungs. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 421 orð | 3 myndir

Erlend tónlist

Níunda plata hiphop-sveitarinnar Roots er væntanleg í plötubúðir í lok ágúst. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1051 orð | 1 mynd

Frá rótum ævintýralandsins

Til eru samtök kvikmyndahátíða í Evrópu sem kallast "European Fantastic Film Festivals Federation" - eða EFFFF - þar sem yfir tuttugu hátíðir í fimmtán löndum hafa sameinast og myndað kerfi til að dreifa og sýna ævintýralegar og hugmyndaríkar... Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 610 orð | 1 mynd

Fyrirgefðu, elskan

Hann hafði um tíma unnið á bryggjunni en svo seig á ógæfuhliðina eftir að verkfallið skall á. Á meðan á þessu stóð þjónaði hún til borðs á matsölustaðnum og hugsaði til hans öllum stundum. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2672 orð | 6 myndir

Handan tjaldsins

Íslenski leikhópurinn Vesturport hefur heillað hugi og hjörtu lærðra sem leikra leikhúsunnenda Lundúna. Loftfimleikablendin uppsetning hópsins á leikriti Buchners, Woyzeck, er lofsungin af stórsveit breskra gagnrýnenda, án þess að nokkurs staðar beri á kórvillu, og er Vesturporti hvarvetna hrósað sem einu frumlegasta og áhugaverðasta leikhúsafli Evrópu í dag. Magnús Björn Ólafsson hitti þá Gísla Örn Garðarsson, leikstjóra Woyzeck, og Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikara, í Lundúnum og forvitnaðist um líf íslenska flökkuleikhópsins. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 851 orð | 5 myndir

Hús Dicks í Troyes í Frakklandi eftir Jean Nouvel

Það er hægt að rekja eitt af fyrstu verkefnunum sem Jean Nouvel fékk til ársins 1977 þegar kvensjúkdómalæknir og ákafur unnandi byggingarlistar bað hann um að hanna hús fyrir sig. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 633 orð

Illt í tungunni

!Ég man þegar Anton Helgi Jónsson sendi frá sér bókina Ljóðaþýðingar úr belgísku. Hljómaði sannfærandi, titillinn, en svo reyndust þetta ekki vera neinar þýðingar heldur ljóð eftir hann sjálfan, enda ekkert mál til sem heitir belgíska. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 74 orð | 1 mynd

Kvikmyndir

Kvikmyndir Lesbókinni er óhætt að mæla með ævintýramyndinni Pirates of the Carribbean: Dead Man's Chest sem frumsýnd verður hérlendis 26. júlí. Myndin hefur slegið sölumet vestanhafs og verður líklega tekjuhæsta mynd ársins. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 604 orð

Kæra ungfrú Garbo

Ég vona að þú hafir komið auga á mig í fréttamyndinni frá óeirðunum í Detroit nýlega þar sem ég fékk skurð á höfuðið." Þannig hefst bréf Felix Otria til kvikmyndagyðjunnar Gretu Garbo á 4. áratugnum. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 268 orð | 1 mynd

Lesarinn

Lesarinn Ég hef nýlega lokið við að lesa tvær ólíkar bækur sem gæti virst heldur langsótt að tengja saman. Önnur bókin, Fullur skápur af lífi eftir Alexander McCall Smith, er uppfull af einföldum lausnum á flóknum hlutum. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 267 orð

Ljóð um Líbanon

Manstu þegar við sátum í sólskininu á veitingastaðnum við sjóinn í Líbanon, og borðuðum krabba, sverðfiska og sardínur, og það var hlegið svo mikið, og skálað svo mikið og talað svo mikið. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2589 orð

Máttur martraða

Ný bók Andra Snæs Magnasonar hefur mikið verið í umræðunni undanfarið. Flestir sem tjá sig um Draumalandið - Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, hlaða höfund og ritverk lofi enda eru sumir kaflar hennar afburðalesning þrátt fyrir að aðrir séu síðri. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 83 orð

Myndlist

Myndlist Í dag verður opnuð í Galleríinu Anima sýningin Múni. Sýningin er áhugaverð fyrir þær sakir að um "einkasýningu" tveggja listamanna er að ræða. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 379 orð

Neðanmáls

I Fyrir Sunnlendinga, var vikan sem senn er á enda vikan sem sumarið kom. Það var nú meiri léttirinn eftir óhófsúrkomu síðustu vikna. Fimmtudagsmorgunn reis bjartur og blíður, og í Hádegismóum sást ekki eitt einasta ský á himni. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 616 orð

Ofurmennið snýr aftur

Ofurmennið hefur snúið aftur í þriggja tíma vel innpakkaðri moðsuðu. Þar hittir hann fyrir, fimm árum seinna, móður sína aldraða, gamla ritstjórann sinn, Lex Luthor og síðast en ekki síst hina geðþekku blaðakonu, Lois Lane. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 898 orð | 1 mynd

Samanburður við það besta

Doina Rotaru: Dor, Dincolo, Umbre III, Aux Portes du Reve, Clocks. Flytjendur: Kolbeinn Bjarnason, Eydís Franzdóttir, Frank Aarnink, Sigurður Halldórsson og Guðrún Óskarsdóttir. Stjórnandi: Guðni Franzson. Fimmtudagur 13. júlí. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 29 orð

Snerting

Þegar sársaukinn lokast inni, járnaður í þögn, verður snerting að dauðaklípum. Allt verður fimbulkalt, líkaminn víravirki. Einungis orð eða bergmál geta losað um stjarfann og miskunnað. Höfundur er... Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2122 orð | 3 myndir

Sterkar stelpur og listin að lifa af

Síðustu tvo áratugina hefur bilið á milli fullorðins- og barnabóka verið að minnka. Það er hvergi slakað á listrænum kröfum til rithöfunda sem skrifa fyrir börn og faglegur metnaður þeirra stendur ekkert að baki metnaði þeirra sem skrifa fyrir... Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 99 orð

Tónlist

Tónlist Það getur verið mögnuð upplifun að að heyra flinka organista spinna á stóra Klais-orgelið í Hallgrímskirkju, og því mælir Lesbók eindregið með tónleikum Sophie-Véronique Cauchefer-Choplin í kirkjunni á hádegi í dag, eða annað kvöld kl. 20. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1200 orð | 1 mynd

Tónlist frá annarri vídd

Fátt er sérkennilegra við fyrstu hlustun en eþíópískur djass, bræðingstónlist sem til varð á áttunda áratugnum í næturklúbbum Addis Ababa og fékk meðal annars að hljóma í kvikmyndinni Broken Flowers. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1352 orð | 1 mynd

Tvær nýjar konur

Eitt markverðasta afrek Henriks Ibsens, og það sem virðist ætla að halda okkur einna lengst við efnið, er brautryðjandastarf hans við að skapa nýju konuna. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1061 orð | 1 mynd

Umsvif hreyfingarinnar

Ef reynt er að eigna kvikmyndaforminu sérkenni sem geta e.t.v. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1947 orð | 1 mynd

Undan köldu stríði

Kalda stríðið snerist um stjórnmálastefnur og var háð milli tveggja þjóðfélagskerfa. Meira
22. júlí 2006 | Menningarblað/Lesbók | 201 orð

Zidane og lærdómurinn

Öll heimsbyggðin stóð á öndinni þegar franski knattspyrnumaðurinn Zinedine Zidane skallaði ítalska leikmanninn Marco Materazzi í framlengingu á úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.