Greinar fimmtudaginn 14. maí 2009

Fréttir

14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 797 orð | 2 myndir

Atvinnuleysið í apríl var 9,1%

Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist að meðaltali í apríl fækkaði atvinnulausum í mánuðinum. Ástæðan er sú að störfum hefur fjölgað á landsbyggðinni. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Á móti fyrningarleið

STJÓRN Samtaka fiskvinnslustöðva leggst eindregið gegn öllum tillögum og hugmyndum um fyrningarleið í sjávarútvegi eins og hún hefur verið kynnt í samstarfsyfirlýsingu þeirra flokka sem nú mynda ríkisstjórn. Meira
14. maí 2009 | Erlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Árás á sjúkrahús

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EKKERT lát er á bardögunum á Srí Lanka, a.m.k. fimmtíu féllu og fjörutíu særðust er sprengjur höfnuðu á eina sjúkrahúsinu á átakasvæðinu á norðurhluta landsins í gær. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Átta heilbrigðisstofnanir sameinast

ÁTTA heilbrigðisstofnanir verða sameinaðar í einni, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, frá 1. janúar 2010. Heilbrigðisstofnanirnar sem sameinaðar verða eru: Heilbrigðisstofnunin Akranesi, St. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 479 orð | 1 mynd

Á varðbergi vegna svifryks

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is SVIFRYKSMENGUN var það mikil í Reykjavík í gær að fólki með ofnæmi eða alvarlega hjarta- eða lungnasjúkdóma var ráðlagt að vera ekki úti í grennd við miklar umferðargötur. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Bar tvíhöfða lambi

Eftir Atli Vigfússon Þingeyjarsýsla | Sauðburður er hafinn í Þingeyjarsýslu og gengur vel en Esther Björk Tryggvadóttir og Þráinn Ómar Sigtryggsson á Litlu-Reykjum í Reykjahverfi ráku upp stór augu þegar ærin Kvísl bar þremur lömbum og reyndist eitt... Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 102 orð

Báðum sleppt úr haldi

HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í varðhald til 5. júní nk. Maðurinn er ásamt bróður sínum grunaður um að hafa nauðgað 19 ára stúlku. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 271 orð | 2 myndir

„Grátlegt að sjá þennan sóðaskap“

ÓFÖGUR sjón blasir við fólki í Úlfarsárdal í Reykjavík, þar sem einhverjir hafa losað sig við steypustyrktarjárn, gömul vörubretti, ónýtt sement og alls kyns rusl. Mest var við götuna Mímisbrunn, skammt frá stórhýsi Bauhaus við Vesturlandsveg. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 361 orð | 5 myndir

„Verslanir ekki að maka krókinn“

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „MÉR finnst hæpið að draga þá ályktun að verslanir séu eitthvað að maka krókinn. Meira
14. maí 2009 | Erlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Dauninn leggur yfir

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur í Kandahar UM 15.000 hermenn eru væntanlegir í Kandahar-herstöðina í sumar og er það hluti af áætlun bandarískra yfirvalda um að auka hernaðarumsvif í suðurhluta Afganistans. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Erfðalindasetur á Hvanneyri

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ERFÐALINDASETUR hefur verið stofnað við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Í upphafi verður lögð áhersla á að kynna starf erfðanefndar landbúnaðarins að varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. Meira
14. maí 2009 | Erlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Erfitt hjá húseigendum vestra

TILKYNNINGAR um yfirvofandi gjaldþrot húseigenda í Bandaríkjunum voru 32% fleiri í apríl sl. en á sama tíma fyrir ári. Búist er við að þeim eigi enn eftir að fjölga þar sem tímabundin frysting þeirra rann út í mars. Meira
14. maí 2009 | Erlendar fréttir | 88 orð

Evrukjör

DANIR munu ganga að kjörborðinu og kjósa um upptöku evrunnar á þessu kjörtímabili. Kom það fram hjá Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, en kjördagur hefur ekki verið ákveðinn. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 427 orð | 2 myndir

Formenn undrandi á tillögu um aðildarviðræður við ESB

Ýmislegt þarf að breytast til að breið samstaða náist meðal þingflokkanna um þingsályktunartillögu um aðildarviðræður við ESB sem lögð verður fram á Alþingi í næstu viku. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Fyrstu kerskálarnir rísa rólega í Helguvík

FYRSTU kerskálar álvers Norðuráls í Helguvík rísa hægt og rólega. Kraftur kemst þó ekki í framkvæmdina fyrr en fjármögnun verkefnisins og tengdra virkjana lýkur. Unnið er að byggingu fyrstu tveggja kerskála væntanlegs álvers. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 94 orð

Grunaður hórmangari í farbanni

KONA um þrítugt hefur verið úrskurðuð í farbann til 10. júní að kröfu lögreglu höfuðborgarsvæðisins en hún er grunuð um aðild að innflutningi fíkniefna og milligöngu um vændi. Gæsluvarðhald yfir henni rann út á þriðjudag. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Guðfríður Lilja formaður

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hefur verið kosin formaður þingflokks VG. Fyrir kosningar gegndi Jón Bjarnason starfi þingflokksformanns en Jón er nú sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Heimasæturnar faðma lömbin

ARNHÖFÐÓTTU og bíldóttu lambi í Haukholtum í Hrunamannahreppi leið vel í faðmi vinkvennanna Valdísar Unu Guðmannsdóttur og Önnu Maríu Magnúsdóttur. Sauðburðurinn er hafinn og annatími hjá þeim sem eru með kindur. Meira
14. maí 2009 | Erlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Kanna upphaf alheims

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is EVRÓPSKA geimrannsóknastofnunin ESA hyggst í dag skjóta á loft tveimur geimsjónaukum sem eiga meðal annars að rannsaka upphaf alheimsins fyrir um það bil 14 milljörðum ára. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Kári í jötunmóð og sandburði í Kórahverfi

GRÍÐARLEGA hvasst var víða á höfuðborgarsvæðinu í gær líkt og víðar á landinu. Ekki ofsagt að Kári hafi verið í jötunmóð í Kórahverfinu í Kópavogi. Þar feykti hann sandi sem nota átti við framkvæmdir við fótboltavelli á íþróttasvæðinu við Kórinn. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 106 orð

Kostar 14,9 hjá Nova

HJÁ farsímafyrirtækinu Nova kostar 14,90 að hringja í síma annarra símafyrirtækja, hvort sem hringt er í gsm-síma eða heimasíma. Ekkert kostar að hringja innan kerfis hjá Nova upp að þúsund mínútum af tali og 500 sms-skilaboðum. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 60 orð

Langtímaatvinnuleysi er um 20% og fer vaxandi

LANGTÍMAATVINNULEYSI er tekið að aukast og þeir sem verið hafa á skrá lengur en sex mánuði voru 3.269 í lok apríl, en voru 1.749 í lok mars, og eru nú um 20% allra á atvinnuleysisskrá. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Líf og fjör í lauginni á ljúfum degi

ÞÓ AÐ Kári hafi þanið sig ákaflega sunnanlands undanfarna daga virðist blástur hans ekki ná til gestanna í Árbæjarlaug. Þessar ungu snótir léku sér þar í, að því er virtist, mesta blíðviðri. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 304 orð

Læddist inn á eftir félaganum

Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um kynferðisbrot gegn íslenskri stúlku á hótelherbergi aðfaranótt 8. maí sl. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Mál og menning að flytja?

HUGSANLEGT er að Bókabúð Máls og menningar verði flutt úr húsnæðinu við Laugaveg 18, þar sem verslunin hefur verið til húsa síðan 1962. Ástæðan er sú að fyrirtækið getur ekki greitt það leiguverð sem eigendur húsnæðisins fara fram á. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 159 orð

Mál stúlknanna komin í farveg

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is MÁL stúlknanna sem gengu í skrokk á stúlku í Heiðmörk fyrir nokkrum dögum er komið í ákveðinn venjubundinn farveg. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Með 55 kíló af amfetamíni

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu upplýsti í gær að rúmlega helmingur þeirra fíkniefna sem smyglað var til landsins með belgísku skútunni Sirtaki frá meginlandi Evrópu hefði verið amfetamín eða 55 kíló. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 835 orð | 6 myndir

Með áætlun ef bankarnir færu í þrot

Davíð Oddsson sagði í Kastljósviðtali að Seðlabankinn hefði varað við bankagjaldþroti og fengið einn hinn færasta fjármálastöðugleikasérfræðing til ráðagerðar. Niðurstaðan hefði verið kynnt stjórnvöldum. Blaðið hefur glærur sérfræðingsins. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 571 orð | 1 mynd

Með hornfirska perlumöl fasta undir fótum

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SVÖRT perlumöl úr Hornafirði er undirstaðan í steinteppum sem lögð hafa verið á gólf nokkurra húsa að undanförnu. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Með Rútus í rigningunni

Létt var yfir vinkonunum Daníelu og Söru sem voru úti að ganga með hundinn Rútus er ljósmyndari átti leið um Lönguhlíðina í Reykjavík í vikunni. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 191 orð

Nýrnasjúkir mótmæla harðlega

STJÓRN Félags nýrnasjúkra hefur sent forstjóra Landspítalans bréf þar sem mótmælt er harðlega þeirri ákvörðun framkvæmdastjórnar spítalans að leggja niður bráðamóttökuna á Hringbraut og sameina hana móttökunni í Fossvogi. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Sambýli lunda og sæsvölu vekur athygli vísindamanna

HOLUMYNDAVÉL verður í sumar notuð til að fylgjast með sambýli lunda og sjósvölu í Elliðaey. Sambúðin hefur vakið athygli vísindamanna, en sjósvölurnar virðast nýta sér dugnað lundans við holugröftinn og gera sér hreiður í lundaholum. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 383 orð | 2 myndir

Samráðið sett í gang

Formlegt samráð launþegahreyfingar, Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnar fer í gang í næstu viku. Samhliða hefjast viðræður um endurnýjun kjarasamninga. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Samstarfsráðherra Norðurlanda

KATRÍN Jakobsdóttir menntamálaráðherra verður jafnframt samstarfsráðherra Norðurlanda. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar. Katrín er fædd árið 1976. Hún er með meistarapróf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og tók sæti á Alþingi 2007. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Seðlabankinn undirbjó sig vegna svartrar stöðu banka

SEÐLABANKINN mat hver kostnaðurinn af fjármálaáfalli gæti orðið og birti í fjármálastöðugleikaskýrslu í maí í fyrra. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 448 orð | 2 myndir

Sjósvölur og lundar í sambýli

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SAMBÝLI stóru sjósvölu og lunda í Elliðaey í Vestmannaeyjum hefur vakið athygli vísindamanna. Í sumar á að rannsaka þetta sambýli betur með aðstoð holumyndavélar, að sögn dr. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Staða sveitarfélaga verri en áætlað var

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is FORSVARSMENN sveitarfélaga hittust á fundi á Grand Hóteli í gær og ræddu rekstrarvanda sveitarfélaga í landinu. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 328 orð | 2 myndir

Stefnir félögum sínum í bæjarstjórn

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is FYRRVERANDI bæjarstjóri Blönduósbæjar hefur stefnt bæjarstjórninni sem hún á sæti í fyrir brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, eftir að meirihluti bæjarfulltrúanna hafnaði sátt sem hún bauð upp... Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Strandveiðifrumvarp í smíðum

FRUMVARP um frjálsar handfæraveiðar, svokallaðar strandveiðar, er í smíðum í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á vorþinginu, sem hefst á morgun. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Sumarraddir fríar

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is JÓNAS Jónasson, útvarpsmaðurinn góðkunni, byrjaði á dögunum með nýjan þátt á Rás 1 á sunnudagsmorgnum, Sumarraddir. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 541 orð | 3 myndir

Sveitarstjórnarmenn vilja persónukjör

Ríkisstjórnin heldur til streitu áformum sínum um persónukjör og vill taka það upp í næstu sveitarstjórnarkosningum. Sveitarstjórnarmenn eru áhugasamir um slíkt fyrirkomulag. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Troðið með tilþrifum

STRÁKARNIR drógu ekki af sér í körfuboltanum á vellinum við Laugarnesskólann og troðslan gaf ekkert eftir því sem sést hjá þeim sem lengra eru komnir í... Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Tveimur verksmiðjum í Hafnarfirði lokað

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu lokaði tveimur kannabisverksmiðjum í Hafnarfirði á þriðjudag. Fjórir karlmenn voru handteknir vegna málanna tveggja, þrír á þrítugsaldri og einn á fertugsaldri. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Tæplega 1,4 milljarða tap í Árborg

REKSTRARNIÐURSTAÐA Árborgar fyrir síðasta ár var neikvæð upp á 1.364 milljónir króna. Að sögn bæjarstjóra vega þar langþyngst vextir, verðbætur og gengismunur. Í allri samstæðunni er halli vegna fjármagnsliða 1,4 milljarðar króna. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 224 orð | 4 myndir

Vantar minnst 10 milljarða til að tryggja stöðu Sjóvár

Eftir Magnús Halldórsson og Þórð Snæ Júlíusson MINNST 10 milljarða króna vantar í eignasafn Sjóvár svo að eiginfjárhlutfall félagsins teljist jákvætt, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Vegagerðin býður út kafla Arnarnesvegar

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VEGAGERÐIN hefur óskað eftir tilboðum í gerð Arnarnesvegar, milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Vinnsla eykst hjá Brimi hf.

MIKIL vinna hefur verið hjá starfsfólki í landvinnslu Brims hf. á Akureyri það sem af er ári. Starfsfólkið nýtur mikillar framleiðslu í óvenju góðum álagsgreiðslum og þeir sem vilja hafa getað unnið yfirvinnu. Fyrstu fjóra mánuði ársins var unnið úr 3. Meira
14. maí 2009 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Æ fleiri bú eru gerð upp

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is TILKYNNINGUM um skiptalok í þrotabúum hefur fjölgað verulega upp á síðkastið. Þannig hafa það sem af er árinu birst í Lögbirtingablaðinu tilkynningar um að skiptum hafi lokið í alls 406 þrotabúum. Meira

Ritstjórnargreinar

14. maí 2009 | Staksteinar | 196 orð | 1 mynd

Afnám bindiskyldu

Bankahrunið hefur meðal annars verið rakið til þess að slakað var á kröfum um bindiskyldu, sem auðveldaði stjórnendum bankanna að fara glannalega að ráði sínu. Nú hefur verið ákveðið að afnema bindiskyldu með öllu á Alþingi. Meira
14. maí 2009 | Leiðarar | 241 orð

Hagræðing stéttarfélaganna

Meiri ólga er innan bandalaga stéttarfélaga en sést hefur síðustu ár. Nú síðast samþykkti Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að yfirgefa BHM og áður höfðu m.a. Meira
14. maí 2009 | Leiðarar | 389 orð

Samtengdir hagsmunir?

Morgunblaðið hefur undanfarna daga flutt fréttir af kaupréttarsamningum tveggja stjórnenda í hlutafélaginu Teymi. Einkahlutafélög í eigu stjórnendanna keyptu 70 milljón hluti í félaginu á því töfrum slungna ári 2007. Meira

Menning

14. maí 2009 | Fólk í fréttum | 176 orð | 1 mynd

21. aldar tunglganga

ÞAÐ ætlaði allt um koll að keyra þegar Michael Jackson frumsýndi tunglgönguna (Moonwalk) frægu í sjónvarpútsendingu árið 1983. „Hvernig í ósköpunum,“ hugsaði fólk og signdi sig. Meira
14. maí 2009 | Myndlist | 527 orð | 1 mynd

Alltaf að gera gjörninga

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÉG verð örugglega orðinn góður málari í lokin – loksins!“ sagði Ragnar Kjartansson myndlistarmaður hlæjandi, þegar hann kynnti þátttöku sína á Feneyjatvíæringnum í sumar á blaðamannafundi í gær. Meira
14. maí 2009 | Fjölmiðlar | 188 orð

Áfram byggð í landinu

Fjölskylduvænna sjónvarpsefni en Evróvisjón er ekki til. Það jók enn á spennuna á þriðjudagskvöld að Ísland skyldi lenda í síðasta umslaginu! Meira
14. maí 2009 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

Blár höfrungur og rússnesk freygáta

* Íslenska atriðið þótti takast nokkuð vel í fyrrakvöld og Jóhanna stóð sig með prýði eins og við var að búast. Meira
14. maí 2009 | Tónlist | 225 orð | 1 mynd

Evróvisjónpartí út um allan bæ á laugardaginn

NÚ þegar ljóst er að Ísland tekur þátt í úrslitakvöldi Evróvisjón-söngvakeppninnar á laugardaginn verða eflaust margir kokteilhristararnir dregnir fram og ballskórnir pússaðir. Meira
14. maí 2009 | Tónlist | 206 orð | 2 myndir

Evróvisjón-æði... líka á Tónlistanum

ÞAÐ ætti ekki að koma neinum á óvart að safnplata með lögum úr Evróvisjón-keppninni í Moskvu hrifsar toppsætið á Tónlistanum þessa vikuna. Meira
14. maí 2009 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Heimildarmynd í bígerð um Hrein Friðfinns

* Markús Þór Andrésson , sýningarstjóri og heimildamyndasmiður með meiru, undirbýr nú sem hann hraðast getur sýningu Ragnars Kjartanssonar fyrir Feneyjatvíæringinn sem verður opnaður í byrjun júní. Meira
14. maí 2009 | Tónlist | 117 orð | 1 mynd

Hiphop og dúvop

ACEYALONE, sem móðir hans nefndi Eddie Hayes, kemur heldur en ekki á óvart á þessari fínu skífu; blandar saman hiphop, soul og dúvop á einkar skemmtilegan hátt með stórsveitarstemningu og almennu stuði. Meira
14. maí 2009 | Tónlist | 113 orð | 1 mynd

Hressandi sýrupopp

DANIR hafa ekki beint verið í fararbroddi sýrupoppsins undanfarin ár og maður þarf eiginlega að leita aftur til Kims Larsen og Gasolin til að rifja upp jafn skemmtilega blóma- og fiðrildastemningu og hér er að finna á Eggs , annarri plötu Oh No Ono. Meira
14. maí 2009 | Myndlist | 89 orð | 1 mynd

Íslensk hvítaþögn í Galleríi Verðandi

GUÐNÝ Hilmarsdóttir ljósmyndari hefur opnað sýninguna „White Silence“ í gallerí Verðandi á Laugavegi 51. Þetta er í fyrsta skipti sem Guðný sýnir hér á landi en hún er búsett í Barcelona. Meira
14. maí 2009 | Tónlist | 476 orð | 5 myndir

Keppni í kjánaskap?

EVRÓVISJÓN er vissulega söngvakeppni en oftar en ekki mætti halda að verið væri að keppa í smekkleysu og kjánaskap. Meira
14. maí 2009 | Bókmenntir | 473 orð | 2 myndir

Mál og menning í hættu

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „PENNINN var tekinn yfir af Nýja Kaupþingi, og heitir núna Penninn á Íslandi. Við það féllu allir leigusamningar úr gildi. Meira
14. maí 2009 | Myndlist | 264 orð | 2 myndir

Málverks-skúlptúrar suður með sjó

Neðarlega við Hafnargötuna í Keflavík er yfirlætislaust lítið hús sem hýsir metnaðarfullar myndlistarsýningar. Meira
14. maí 2009 | Tónlist | 385 orð | 2 myndir

Niður með Evróvisjón – og Rússland

Jæja, þá er yðar einlægur staddur í Tíblisi, höfuðborg fyrrverandi sovétlýðveldisins Georgíu, af öllum stöðum en um helgina fer hér fram þriggja daga tónlistarhátíð sem kallast Tbilisi Open Air – Alter/Vision. Meira
14. maí 2009 | Tónlist | 83 orð | 1 mynd

Olga Kern spilar Rakhmaninov

RÚSSNESKI ofurpíanistinn Olga Kern varð fyrst kvenna til að bera sigur úr býtum í Van Cliburn-píanókeppninni árið 2001 og sigurganga hennar hefur verið óslitin síðan. Meira
14. maí 2009 | Fólk í fréttum | 37 orð

Ótrúlega vinsælt

* Það má svo að lokum taka fram að áhugi landsmanna á Evróvisjón er slíkur að fimm mest lesnu fréttirnar á mbl.is í gær fjölluðu allar um Jóhönnu Guðrúnu. Kærkomin stund milli stríða frá nöfnu hennar... Meira
14. maí 2009 | Kvikmyndir | 124 orð | 5 myndir

Rauðum dreglum rúllað út

Kvikmyndahátíðin í Cannes var sett í gær með tilheyrandi glaumi og frumsýningargleði. Setningarmynd hátíðarinnar var Up , teiknimynd í þrívídd úr smiðju Disney-fyrirtækisins Pixar. Up er tíunda teiknimynd Pixar. Hátíðin er nú haldin í 62. Meira
14. maí 2009 | Tónlist | 74 orð | 1 mynd

Sænskir kórar í heimsókn

KORALKÓRINN, Älta-Cantaton-Havssångarna frá Nacka í Svíþjóð ásamt Skálholtskórnum og Karlakór Hreppamanna halda söngskemmtun og tónleika í Skálholtskirkju föstudagskvöldið 15. maí kl. 20. Meira
14. maí 2009 | Tónlist | 104 orð | 1 mynd

Tilraunakennt

BANDARÍSKA progg-sveitin The Decemberists sendir hér frá sér sína fimmtu plötu, The Hazards of Love . Platan er nokkuð sérstök að því leyti að hún er nánast eins og söngleikur með söguþræði sem hefst í fyrsta laginu og endar í því síðasta. Meira
14. maí 2009 | Fólk í fréttum | 149 orð | 1 mynd

Vill stækka fjölskylduna

KYNTRÖLLIÐ Hugh Jackman hefur hug á að ættleiða að minnsta kosti eitt barn til viðbótar. Ástralski leikarinn, sem á tvö ættleidd börn með konu sinni Deborra-Lee Furness, vill ekkert frekar en að stækka fjölskylduna. Meira
14. maí 2009 | Bókmenntir | 282 orð | 1 mynd

Walcott hættir við

DEREK Walcott, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1992, hefur dregið sig út úr kapphlaupinu um stöðu prófessors í ljóðlist í Oxford, vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Meira
14. maí 2009 | Kvikmyndir | 209 orð | 1 mynd

Þrír höfundar með sjónvarpsþáttaseríu í bígerð

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is SPLUNKUNÝ íslensk sjónvarpsþáttasería, Snæfells-saga , er nú í bígerð. Á heimasíðu Blueeyes Productions / Sagnar ehf. Meira

Umræðan

14. maí 2009 | Aðsent efni | 502 orð | 1 mynd

Að standa við gefin loforð í Evrópumálum

Eftir Ragnheiði Jónsdóttur: "Nýkjörnir þingmenn eru nú einu sinni komnir á Alþingi vegna þeirra loforða sem þeir gáfu kjósendum." Meira
14. maí 2009 | Aðsent efni | 373 orð | 3 myndir

Barnasáttmálinn í leikskólastarfi

Eftir Ingu Rut Ingadóttur, Lenu Sólborgu Valgarðsdóttur og Steinunni Erlu Sigurgeirsdóttur: "Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna stendur vörð um réttindi barna. Það er mikilvægt að börnin þekki einnig sín réttindi og taki þátt í umræðunni." Meira
14. maí 2009 | Aðsent efni | 339 orð | 1 mynd

Blessuð verðtryggingin

Eftir Rúnar Guðbjartsson: "Um þetta snýst verðtryggingin, hún er ekki sökudólgurinn heldur er það verðbólgan sjálf." Meira
14. maí 2009 | Aðsent efni | 810 orð | 1 mynd

Eru erlend lán ennþá erlend lán?

Eftir Magnús J. Hjaltested: "Þegar heilt efnahagskerfi hrynur og þú sem fjárfestir hefur sett pening í það, þá áttar þú þig á því að þú hefur tapað. Spurningin er því aðeins þessi, hvað hefurðu tapað miklu?" Meira
14. maí 2009 | Pistlar | 476 orð | 1 mynd

Fiskur er bestur með haus og sporði

Við viljum að allir hafi vinnu, skárra væri það, enginn er svo illgjarn að vilja atvinnuleysi í landinu. En skiptir ekki máli hvernig við höldum uppi atvinnustiginu? Allir höfðu vinnu í Sovétríkjunum gömlu, allir voru að gera eitthvað. Meira
14. maí 2009 | Aðsent efni | 714 orð | 1 mynd

Fyrningarleiðin eykur ávinning Íslendinga af sjávarútveginum

Eftir Þórólf Matthíasson: "Að óbreyttu mun kvótinn falla í hendur erlendra banka. Með fyrningu má ná nokkrum hluta til baka." Meira
14. maí 2009 | Aðsent efni | 510 orð | 1 mynd

Hver þarfnast óvina með slíka vini, Jón Baldvin?

Eftir Hall Hallsson: "Jón Baldvin veit að Evrópa sameinast; að Ísland verður hreppur í evrópsku stórríki; að brüsselskir blýantanagarar erfa jörðina; lengi lifa Evrópa!" Meira
14. maí 2009 | Blogg | 49 orð | 1 mynd

Lára Hanna Einarsdóttir | 13. maí Breimandi kettir... ...Búlgarska...

Lára Hanna Einarsdóttir | 13. maí Breimandi kettir... ...Búlgarska lagið. „Þegar verst lét hljómuðu þau eins og breimandi kettir í verulega kvalafullri vaxmeðferð,“ sagði Sigmar um frammistöðu Búlgara á æfingum. Meira
14. maí 2009 | Blogg | 100 orð | 1 mynd

Sigurður Jónsson | 12. maí Persónukjör. Eigum við að ganga alla leið? Nú...

Sigurður Jónsson | 12. maí Persónukjör. Eigum við að ganga alla leið? Nú er rætt um að taka þetta upp í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Meira
14. maí 2009 | Aðsent efni | 658 orð | 1 mynd

Útvegurinn og ESB

Eftir Þorstein Másson: "Sjávarútvegurinn stendur höllum fæti vegna lægra afurðaverðs og erfiðra skulda. En gleymum því ekki að sjávarútvegur hér á landi er alla jafna vel rekinn og hagkvæmur." Meira
14. maí 2009 | Velvakandi | 353 orð | 1 mynd

Velvakandi

Er þetta í lagi? FINNST virkilega engum neitt athugavert við það að Edda Rós Karlsdóttir sé orðin ráðgjafi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Ásgeir Jónsson hafi sést vera að gefa nýju ríkisstjórninni góð ráð í efnahagsmálum? Meira
14. maí 2009 | Aðsent efni | 358 orð | 1 mynd

Þéttbýli í tötrum

Eftir Ólaf Örn Haraldsson: "Höfuðborgin og annað þéttbýli í landnámi Ingólfs eru tötrum klædd þegar litið er á landið. Uppgræðsla með lífrænum úrgangi getur bætt þau klæði." Meira

Minningargreinar

14. maí 2009 | Minningargrein á mbl.is | 508 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðmundur Óskarsson

Guðmundur Óskarsson fv. lögregluvarðstjóri fæddist þann 30. ágúst 1926 að Eyri (Sveinungseyri) í Gufudalshreppi, A-Barðastrandarsýslu og lést á líknardeild Landsspítalans í Kópavogi 5. maí 2009. Foreldrar hans voru Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir (f. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2009 | Minningargreinar | 485 orð | 1 mynd

Guðmundur Óskarsson

Guðmundur Óskarsson, fv. lögregluvarðstjóri, fæddist á Eyri (Sveinungseyri) í Gufudalshreppi í A-Barðastrandarsýslu 30. ágúst 1926. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. maí 2009. Foreldrar hans voru Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 1. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2009 | Minningargrein á mbl.is | 1305 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðný G Ólafsdóttir

Guðný Gróa Ólafsdóttir, (Lóa), fæddist á Efri-Brúnavöllum á Skeiðum hinn 7. febrúar 1921. Hún lést á Landspítalanum 7. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Gestsson, f. 20. september 1888, d. 21. ágúst 1968, og Sigríður Jónsdóttir, f. 12. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2009 | Minningargreinar | 2094 orð | 1 mynd

Guðný G. Ólafsdóttir

Guðný Gróa Ólafsdóttir, (Lóa), fæddist á Efri-Brúnavöllum á Skeiðum hinn 7. febrúar 1921. Hún lést á Landspítalanum 7. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Gestsson, f. 20. september 1888, d. 21. ágúst 1968, og Sigríður Jónsdóttir, f. 12. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2009 | Minningargreinar | 1641 orð | 1 mynd

Ingólfur Guðmundsson

Ingólfur Guðmundsson fæddist í Villingadal á Ingjaldssandi í Önundarfirði 25. desember 1910. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 27. apríl sl. og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 7. maí. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2009 | Minningargreinar | 897 orð | 1 mynd

Lilja Guðvör Guðmundsdóttir

Lilja Guðvör Guðmundsdóttir fæddist 28. október 1921. Hún lést á líknardeild Landakots 24. apríl 2009 og fór útför hennar fram frá Digraneskirkju 6. maí. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2009 | Minningargreinar | 979 orð | 1 mynd

Níels Þórarinsson

Níels Þórarinsson fæddist í Hafnarfirði 8. október 1912. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 6. maí 2009. Hann var sonur hjónanna Borghildar Níelsdóttur, f. 2. maí 1886, d. 14.7. 1973, og Þórarins Kristins Guðmundssonar, f. 2.8. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

14. maí 2009 | Daglegt líf | 135 orð

Af flensu og austanátt

Arnþór Helgason leit út um gluggann og var ekki hrifinn af því sem hann sá: Nú er úti væta og vor, verður flest að klessu. Frónið allt er atað for, er ég hissa á þessu. Meira
14. maí 2009 | Daglegt líf | 432 orð | 2 myndir

Akureyri

Enn segir maður við sjálfan sig; jæja, þá er sumarið komið. Ekki í fyrsta skipti á árinu. Vonandi stingur þetta þriðja eða fjórða sumar ársins ekki af fyrr en í haust. Þrennt sannfærir mig að þessu sinni um að sumarið sé komið í alvörunni: 1. Meira
14. maí 2009 | Daglegt líf | 451 orð | 2 myndir

„Ó, þú...“ aftur 20 árum síðar

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Sveitarómantíkin mun svífa yfir vötnum á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins næstu vikurnar þar sem piltur og stúlka fella hugi saman í íslenskri sveit með söng á vör. Meira
14. maí 2009 | Daglegt líf | 224 orð | 1 mynd

Engan má skorta D-vítamín

FÓLK fékk áður fyrr allt það D-vítamín sem það þurfti, einfaldlega með því að vera utandyra, útfjólubláir geislar sólarinnar sáu um að kveikja á framleiðslu þess í líkamanum en það er tæknilega séð hormón, segir í The Washington Post . Meira
14. maí 2009 | Daglegt líf | 147 orð | 1 mynd

Er Cheerios matur eða meðal?

CHEERIOS-kornið er lyf ef marka má það sem framleiðandinn, General Mills, staðhæfir á pökkunum. Kemur þetta fram í bréfi frá matvæla- og lyfjaeftirlitinu í Bandaríkjunum, FDA, og það hótar lögsókn verði áletruninni á pökkunum ekki breytt. Meira
14. maí 2009 | Daglegt líf | 431 orð | 1 mynd

Lækkað verð á kjötvörum

Bónus Gildir 14.-17. maí verð nú áður mælie. verð ÍS frosinn heill kjúklingur 450 598 450 kr. kg Emmess skafís, 1 l 398 598 398 kr. ltr Emmess hn./daim toppar, 4 stk. 398 498 100 kr. stk. Svínalundir, innfluttar 1.198 1.398 1.198 kr. Meira

Fastir þættir

14. maí 2009 | Árnað heilla | 42 orð | 1 mynd

90 ára

Matthildur Soffía Maríasdóttir frá Hjörsey verður níræð í dag, 14. maí. Í tilefni þess býður hún vinum og vandamönnum að fagna með sér tímamótunum á morgun, föstudaginn 15. maí kl. 18 í Félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðaárdal. Meira
14. maí 2009 | Fastir þættir | 155 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Kostir og gallar. Norður &spade;D96 &heart;G ⋄K10942 &klubs;10753 Vestur Austur &spade;Á43 &spade;2 &heart;Á9743 &heart;KD62 ⋄G76 ⋄D85 &klubs;G2 &klubs;ÁKD98 Suður &spade;KG10875 &heart;1085 ⋄Á3 &klubs;64 (10) Sagnbaráttan. Meira
14. maí 2009 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Keflavík Ester Gyða fæddist 22. febrúar kl. 21.35. Hún vó 3.880 g og var...

Keflavík Ester Gyða fæddist 22. febrúar kl. 21.35. Hún vó 3.880 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Sunna Elín Sigurðardóttir og Guðmundur... Meira
14. maí 2009 | Í dag | 24 orð

Orð dagsins: Jesús sagði við hann: Far þú, trú þín hefur bjargað þér...

Orð dagsins: Jesús sagði við hann: Far þú, trú þín hefur bjargað þér. Jafnskjótt fékk hann sjónina og fylgdi honum á ferðinni. (Mark. 10,52. Meira
14. maí 2009 | Árnað heilla | 200 orð | 1 mynd

Ræktar dúfur upp í sig

„ÆTLI það verði ekki bara dúfa,“ sagði Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumaður þegar hann var spurður hvað hann ætlaði að hafa í matinn á afmælisdaginn. „Ég rækta þær sjálfur og þetta er eitt það allra besta sem ég fæ. Meira
14. maí 2009 | Fastir þættir | 149 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. g4 h6 8. h3 a6 9. c5 Bc7 10. Bd2 b5 11. cxb6 Rxb6 12. Bd3 Bd6 13. e4 Be7 14. O-O-O Bb7 15. Kb1 Hc8 16. Hhg1 c5 17. dxc5 Bxc5 18. g5 dxe4 19. Rxe4 Rxe4 20. Bxe4 Bxe4 21. Dxe4 Dd5 22. Meira
14. maí 2009 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

Vestmannaeyjar Guðbjörg Silla fæddist 1. desember kl. 19.54. Hún vó...

Vestmannaeyjar Guðbjörg Silla fæddist 1. desember kl. 19.54. Hún vó 3.000 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Dóra Björk og Viðar... Meira
14. maí 2009 | Fastir þættir | 259 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji verður að viðurkenna að hann var búinn að snúa bakinu í sjónvarpið þegar kynnarnir ofurglöðu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva voru búnir að greina frá hvaða níu þjóðir væru komnar áfram í úrslitin. Útlitið var svart, en svo gerðist það. Meira
14. maí 2009 | Í dag | 118 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

14. maí 1998 Jóhanna Sigurðardóttir talaði samfellt í fimm og hálfa klukkustund í umræðum á Alþingi um húsnæðisfrumvarp og sló þar með eldra met sem var fimm klukkustundir. 14. Meira

Íþróttir

14. maí 2009 | Íþróttir | 647 orð | 1 mynd

„Við ætlum ekki að fagna of lengi“

BREIÐABLIK fagnaði öðrum sigri sínum í röð í upphafi Íslandsmótsins þegar Kópavogsliðið sótti Eyjamenn heim í sannkölluðum rokleik á Hásteinsvellinum. Meira
14. maí 2009 | Íþróttir | 224 orð | 1 mynd

Boston og Lakers eru með yfirhöndina

MEISTARALIÐ Boston Celtics vann upp 14 stiga forskot Orlando Magic í fimmta leiknum í 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í fyrrinótt. Boston hafði betur, 92:88. Meira
14. maí 2009 | Íþróttir | 106 orð

Fimm leikir í kvöld

ANNARRI umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, lýkur í kvöld með fimm leikjum. Meira
14. maí 2009 | Íþróttir | 318 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Rakel Hönnudóttir skoraði fjögur mörk fyrir Þór/KA þegar Akureyrarliðið rótburstaði ÍR , 11:0, í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í Boganum í gærkvöldi. Meira
14. maí 2009 | Íþróttir | 177 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Dóra Stefánsdóttir landsliðskona í knattspyrnu átti góðan leik í fyrrakvöld þegar Malmö tók forystuna í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að sigra Djurgården, 4:0. Meira
14. maí 2009 | Íþróttir | 299 orð | 1 mynd

Gaman að þjálfa þar sem körfuboltahjartað slær

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is HENNING Freyr Henningsson hefur ákveðið að taka tilboði frá Haukum og þjálfa Íslandsmeistaralið Hauka í körfuknattleik kvenna á næstu leiktíð. Meira
14. maí 2009 | Íþróttir | 408 orð

KNATTSPYRNA Pepsi-deild karla Úrvalsdeildin, 2. umferð: ÍBV &ndash...

KNATTSPYRNA Pepsi-deild karla Úrvalsdeildin, 2. umferð: ÍBV – Breiðablik 0:1 Staðan: Breiðablik 22003:16 Stjarnan 11003:13 Fram 11002:03 KR 11002:13 Fylkir 11001:03 Keflavík 11001:03 Fjölnir 10011:20 Þróttur R. Meira
14. maí 2009 | Íþróttir | 102 orð | 1 mynd

Loksins vann Barcelona bikarinn

BARCELONA varð í gærkvöld spænskur bikarmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti í 11 ár en í 25. skiptið alls þegar liðið vann Athletic Bilbao á sannfærandi hátt, 4:1, í úrslitaleik á Mestalla leikvanginum í Valencia. Meira
14. maí 2009 | Íþróttir | 548 orð | 1 mynd

Sigurmark í síðustu spyrnu leiksins

„ÉG hitti boltann mjög vel og það var mjög ánægjulegt að sjá hann í netinu,“ sagði Anna Birna Þorvarðardóttir, miðvörður Breiðabliks eftir að hafa tryggt liði sínu þrjú stig á móti Val að Hlíðarenda með síðustu spyrnu leiksins. Meira
14. maí 2009 | Íþróttir | 233 orð | 1 mynd

Stjörnusigur í hávaðaroki

Eftir Trausta Salvar Kristjánsson trausti@mbl.is VEÐURGUÐIRNIR voru í aðalhlutverki þegar Stjarnan sigraði bikarmeistara KR, 1:0, í annarri umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Meira
14. maí 2009 | Íþróttir | 76 orð

Sverrir kominn til FH-inga

SVERRIR Garðarsson er kominn til liðs við FH-inga, Íslandsmeistarana í knattspyrnu, á nýjan leik, en hann fékk leikheimild með þeim í gær. Sverrir kemur til félagsins í láni frá Sundsvall í Svíþjóð. Meira
14. maí 2009 | Íþróttir | 232 orð

Tvísýn staða eftir sigur á Sri Lanka

ÍSLENSKA landsliðið í badminton sigraði í gær lið Sri Lanka örugglega 4:1 á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Kína. Meira
14. maí 2009 | Íþróttir | 456 orð

United vantar eitt stig enn

MICHAEL Carrick var hetja Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmark lisðins á móti Wigan, 2:1, en United lenti undir í leiknum. Meira
14. maí 2009 | Íþróttir | 104 orð

Vinstra hnéð að angra Arnar

Eftir Júlíus G. Ingason sport@mbl.is ARNAR Grétarsson, miðjumaðurinn margreyndi í liði Breiðabliks, þurfti að yfirgefa völlinn þegar Blikar léku gegn ÍBV í gærkvöldi. Arnar fór haltrandi af velli strax á 32. mínútu. Meira

Viðskiptablað

14. maí 2009 | Viðskiptablað | 197 orð

Að hverfa í fjöldann í stórborg og hefja sölu á sælkeravörum

Það er auðveldara fyrir þá sem voru áberandi í íslensku viðskiptalífi að lifa hinu ljúfa lífi í London. Á Íslandi eiga menn á hættu að í þá sé hreytt ókvæðisorðum vegna þess sem gerðist. Þá er betra að hverfa í fjöldann í stórborgum. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 462 orð | 2 myndir

B-listi sigraði og fær þrjá menn í stjórn Byrs

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is B-LISTI fór með sigur af hólmi í kosningum til stjórnar Byrs sparisjóðs, sem fram fór á aðalfundi sparisjóðsins í gær. Fékk B-listinn 48,7% greiddra atkvæða og A-listi 46,1%. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 195 orð | 1 mynd

Breskur banki vill Kaupþing í Lúx

Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is Breskur banki, Blackfish Capital í eigu Rowland-fjölskyldunnar, hyggst kaupa Kaupþing í Lúxemborg. Þetta er samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 454 orð | 1 mynd

Börnin eru hoppandi ánægð í Krakkahöllinni

Tólf hoppkastalar blasa við börnum þegar þau mæta í Krakkahöllina. Jóhanna Hrefnudóttir vill stuðla að samveru fjölskyldunnar og aukinni hreyfingu barna. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 90 orð | 1 mynd

Eimskip tapar á sölu eigna

EIMSKIP hefur gert samning um sölu á 65% hlut sínum í finnska skipafélaginu Containerships. Kaupandi er Container Finance sem verið hefur minnihlutaeigandi í Containerships. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 301 orð | 1 mynd

Erfiðar aðstæður og gengisþróun

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is AFAR erfiðar aðstæður á helstu mörkuðum Alfesca settu mark sitt á afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi fjárhagsárs þess, sem hefst 1. júlí ár hvert. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 258 orð

Evrópskir bankar í álagspróf

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is TALSMENN Evrópusambandsins hafa lýst því yfir að sambandið muni fara að ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stuðla að því að framkvæmd verði svonefnd álagspróf á evrópskum bönkum. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 296 orð | 1 mynd

Félög hafa fellt niður skuldir starfsmanna sinna

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Þess eru dæmi að fyrirtæki hafi fellt niður skuldir sem starfsmenn þeirra höfðu stofnað til hjá þeim, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 86 orð

Fjögur ESB-ríki verða að draga úr halla

PÓLLAND, Rúmenía, Litháen og Malta hafa fengið viðvörun frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vegna fjárlagahalla landanna. Hallinn í þessum löndum á síðasta ári var meiri en stefnt skal að samkvæmt reglum sambandsins. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 112 orð | 1 mynd

Fólk sækir í viðskipti við MP banka

„VIÐBRÖGÐIN hafa verið ótrúlega góð og mun betri en við væntum. Það hefur verið mikil umferð af fólki sem vill koma í viðskipti til okkar og stofna reikninga,“ segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP banka. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 76 orð | 1 mynd

Framleiðsla dróst saman

Iðnaðarframleiðsla á evrusvæðinu dróst óvænt umtalsvert saman í marsmánuði síðastliðnum, þrátt fyrir að ýmis merki séu komin fram um að það versta sé yfirstaðið í samdrættinum í hagkerfi svæðisins. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 137 orð | 1 mynd

Fresta viðræðum um samruna

SPÆNSKA flugfélagið Iberia hefur frestað fyrirhuguðum samrunaviðræðum við breska flugfélagið British Airways. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 134 orð | 1 mynd

Fækkun hjá Landsbanka

Landsbankinn hefur ákveðið að sameina útibú bankans á Höfðabakka og í Grafarholti og verður sameinað útibú starfrækt í húsnæði Grafarholtsútibús við Vínlandsleið. Einnig hefur verið ákveðið að sameina tvö útibú bankans í sveitarfélaginu Snæfellsbæ. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 787 orð | 1 mynd

Gera auglýsingar fyrir sætisbök í flugvélum

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÞRÁTT fyrir að aðstæður til fyrirtækjarekstrar hér á landi séu fjandsamlegar að mörgu leyti láta frumkvöðlar það ekki stoppa sig. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 668 orð | 2 myndir

Heppilegt að dreifa innlánum

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is EFTIR nærri fimm ára vaxtahækkunarferli, sem hófst í maí árið 2004, hefur Seðlabankinn hafið vaxtalækkunarferli sitt. Bankarnir hafa fylgt á eftir og lækkað vexti af inn- og útlánum. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 121 orð | 1 mynd

Intel fær stærstu sekt allra tíma í Evrópu

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is INTEL-tölvukubbaframleiðandinn hefur verið sektaður um sem nemur 180 milljörðum króna af evrópskum samkeppnisyfirvöldum, sem eru undir stjórn Neelie Kroes. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 40 orð | 1 mynd

Krónan veiktist um 0,9% í gær

Gengisvísitala íslensku krónunnar hækkaði um 0,9% í gær og veiktist krónan sem því nemur. Gengisvísitalan stóð í 225 stigum í lok dags. Bandaríkjadalur kostar nú 127,0 krónur, evran 172,6 krónur, breska pundið 192,4 krónur og danska krónan 23,2 krónur. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 68 orð

Lækkanir á hlutabréfamörkuðum

HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR í helstu kauphöllum heimsins lækkuðu almennt í gær. Átti það við um vísitölur í Evrópu og Asíu auk þess sem helstu vísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu við opnun markaða. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 164 orð

Mesti fjöldi nauðungaruppboðsbeiðna vestanhafs

Yfir 340 þúsund bandarísk heimili urðu fyrir því í aprílmánuði síðastliðnum, að fá tilkynningu um nauðungaruppboð á íbúð. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 98 orð | 1 mynd

Metviðskipti með skuldabréf á árinu

MIKIL viðskipti voru með skuldabréf í Kauphöllinni á Íslandi í gær. Nam veltan 24,7 milljörðum króna. Þetta eru mestu viðskipti með skuldabréf í Kauphöllinni á einum degi það sem af er þessu ári. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 90 orð | 1 mynd

Mikill tekjusamdráttur

TEKJUR bandarísku ríkjanna fimmtíu drógust saman um 13% á fyrsta fjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 246 orð | 2 myndir

Mikil óvissa um styrk fjármálakerfisins

„MEGINMARKMIÐ efnahagsáætlunar stjórnvalda er að endurreisa bankakerfið, opna á gjaldeyrismarkaðinn og treysta stoðir opinberra fjármála,“ sagði Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins þegar hann... Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 109 orð

Milljarðar í vexti í júní

VAXTAGREIÐSLUR af eignum útlendinga hér á landi nema um 11 milljörðum króna í júní að mati sérfræðinga. Eigendur þessara peninga hafa heimild til að skipta þeim yfir í gjaldeyri samkvæmt gjaldeyrisreglum Seðlabankans. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 108 orð | 1 mynd

Minni útflutningur frá Kína í aprílmánuði

Útflutningur frá Kína var nærri 23% minni í aprílmánuði síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Þetta var sjötti mánuðurinn í röð sem útflutningurinn dróst saman frá fyrra mánuði, en samdrátturinn í mars var liðlega 17% frá sama mánuði árið áður. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 90 orð | 1 mynd

Mótormax hélt útsölu en fór svo í þrot

Mótormax ehf. hefur farið fram á gjaldþrotaskipti og búið er að skipa skiptastjóra yfir þrotabú félagsins. Verslun Mótormax verður í kjölfarið lögð niður og rekstri félagsins hætt. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 124 orð | 1 mynd

Mötuneytið varð veitingastaður

HEIMSKREPPAN virðist ætla að láta fáa í friði og hafa fyrirtæki og einstaklingar þurft að grípa til róttækra aðgerða til að ná endum saman í bókhaldinu. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 64 orð

Ný miðstöð sett á stofn

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hefur verið sett á stofn innan viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Meginhlutverk hennar verður að stunda rannsóknir á sviði stjórnarhátta í tengslum við atvinnu- og þjóðlíf og kynna niðurstöður þeirra. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 50 orð

Olíubirgðir dragast saman

OLÍUBIRGÐIR í Bandaríkjunum minnkuðu lítillega í vikunni sem lauk síðastliðinn föstudag, hinn 8. maí. Þetta var í fyrsta skipti síðan í febrúar sem gekk á birgðirnar. Verðið á olíutunnunni er enn undir 60 dollurum, bæði í New York og í London. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 126 orð | 1 mynd

Siga vespum á eldmaura

ELDMAURAR eru meindýr hin mestu, sem ættuð eru frá S-Ameríku en hafa á undanförnum áratugum fært sig upp á skaftið og flutt norður á bóginn. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 440 orð

Vaxtagreiðslur 18 milljarðar króna í júní

Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is Útlendingar sem eiga krónueignir hér á landi geta fengið um 11 milljarða króna í vaxtagreiðslur í júní samkvæmt mati sérfræðinga. Meira
14. maí 2009 | Viðskiptablað | 501 orð | 1 mynd

Veðsettu bótasjóð Sjóvár til að kaupa Moderna AB

Eftir Magnús Halldórsson og Þórð Snæ Júlíusson A.m.k. 10 milljarða króna eignir vantar í eignasafn Sjóvár svo eiginfjárhlutfall þess teljist jákvætt, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.