Greinar laugardaginn 6. júní 2009

Fréttir

6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

200 milljóna króna túr

FRYSTITOGARINN Þór HF kom til hafnar í gær með um 800 tonn af grálúðu og úthafskarfa. Aflaverðmætið er talið vera um 200 milljónir króna. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Allir vilja kynna sér efnahagshrunið

NÝÚTKOMIN bók Guðna Th. Jóhannessonar, Hrunið , rýkur af borðum bókabúða eins og kaka nýkomin úr ofninum að sögn verslunarstjóra Máls og menningar við Laugaveg. Meira
6. júní 2009 | Erlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Auðga úran af kappi

ÍRANIR hafa verulega aukið auðgun úrans og eru nú með um 5.000 skilvindur starfandi. Þessi aukning hefur gert starfsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) erfiðara um vik við eftirlitsstörf að því segir í nýrri skýrslu frá stofnuninni. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 55 orð

Ákveðið að vinna áfram að gerð stöðugleikasáttmála

AÐILAR vinnumarkaðarins hafa ákveðið að halda áfram viðræðum um stöðugleikasáttmála en búist hafði verið við að þær færu út um þúfur þegar peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti að stýrivextir yrðu aðeins lækkaðir um eitt prósentustig. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 69 orð | 2 myndir

„Svo þeirra mold verði betri“

HUGARAFL hélt upp á sex ára afmæli sitt í gær með því að félagsmenn gengu hrópandi og kallandi um miðbæinn og ýttu á undan sér sjúkrarúmi til að vekja athygli á fordómum í samfélaginu gegn geðsjúkdómum. Meira
6. júní 2009 | Erlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Berlusconi æfur vegna nektarmynda

SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hótar spænska dagblaðinu El Pais málsókn vegna birtingar þess á nektarmyndum sem teknar voru við sumarleyfisstað hans, Villa Certosa, á Sardiníu. Meira
6. júní 2009 | Erlendar fréttir | 237 orð | 2 myndir

Brown situr sem fastast

Verkamannaflokkur Gordons Browns hefur beðið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningum landsins. Aukin heift færist í ólguna innan flokksins en formaðurinn lætur ekki bugast. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Búið að opna í Landmannalaugar

VEGAGERÐIN hefur verið að opna hálendisvegina einn af öðrum. Vegur númer F225 inn í Landmannalaugar var opnaður í gær og sömuleiðis vegurinn frá Hrauneyjafossi inn í Landmannalaugar. Meira
6. júní 2009 | Erlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Fagurbúin brúðarmær

HÚN ER hugsi pakistanska brúðarmærin þar sem hún bíður átekta eftir að fjöldabrúðkaup hefjist í borginni Karachi. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Fannst látinn í fangaklefa

KARLMAÐUR á fimmtugsaldri fannst látinn í fangaklefa í lögreglustöðinni við Hverfisgötu í gær. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns er málið í rannsókn. „Það er eftirlit á 20 mínútna fresti, lágmark. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Fíkniefni í flugvél

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is LÖGREGLUSTJÓRINN á Suðurnesjum rannsakar nú ætlaðan innflutning á umtalsverðu magni af fíkniefnum til landsins. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 541 orð | 2 myndir

Fjallið fer til Múhameðs

Viðræður halda áfram af krafti í Karphúsinu og verður fundað yfir helgina. Reynt verður að búa til aðgerðaráætlun í samstarfi við ríkisstjórn sem leiði til að Seðlabankinn lækki vexti enn frekar. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 149 orð

Fjögur í varðhaldi til 15. júní

TVEIR karlmenn og tvær konur voru um miðjan dag í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 15. júní nk. vegna gruns um aðild að stórfelldri líkamsárás í heimahúsi við Grettisgötu um miðjan dag í gær. Þau eru er á þrítugs- og fimmtugsaldri. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 754 orð | 3 myndir

Fyrsta laxi landað í tvígang en sá næsti lét formanninn hlaupa

„Nú geta menn farið að veiða, pressan er horfin,“ var sagt þegar fyrsta laxinum hafði verið landað við Norðurá í gærmorgun. Við lok vaktarinnar voru fjórir komnir á land, allir af Eyrinni. Meira
6. júní 2009 | Erlendar fréttir | 63 orð

Gaddafi vill hitta konur

MUAQMMAR Gaddafi Líbíuleiðtogi hefur farið fram á að hitta 700 ítalskar konur meðan á heimsókn hans til Rómar stendur. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Grjóthrun í Þverfellshorni í Esjunni

TÖLUVERT grjóthrun hefur orðið í klettabeltinu efst í Þverfellshorni í Esjunni. Varð þess fyrst vart eftir síðustu helgi en þá varð allsnarpur jarðskjálfti á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Hollendingarnir mættir

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu etur kappi við Hollendinga á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM. Frægir kappar á borð við Robin van Persie, leikmann Arsenal, eru í hollenska liðinu en það brá sér út að borða á veitingastaðnum B5 í hádeginu í... Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Höfuðskepnur og hengiflug

ÓVÍÐA kveður náttúran sinn rammaslag betur en við Gullfoss þar sem ólgandi iðan kastast til og frá og steypist síðan fram af bjargbrúninni. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 405 orð | 3 myndir

Icesave-myntkarfa

Samkomulag sem náðst hefur við hollensk og bresk stjórnvöld vegna Icesave-reikninganna gerir ráð fyrir að tugir milljarða króna í vexti bætist við lánið á hverju ári. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Laun ekki hækkuð nema vextir lækki

TIL að hægt sé að taka ákvörðun um framhald kjarasamninga þurfa eftirfarandi mál að skýrast að mati Samtaka atvinnulífsins: Áform um endurreisn bankakerfisins verða að liggja fyrir. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 539 orð | 3 myndir

Leigusamningarnir þyngjast í bókhaldinu

Nokkur sveitarfélög leigja fasteignir af fasteignafélögum. Umdeilt er hversu hagkvæmt það er. Það er hins vegar óumdeilt að leigan hefur hækkað mikið með lækkandi gengi og verðbólgu. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Lést vegna ofkælingar

NIÐURSTÖÐUR krufningar á líki konu, sem fannst í dúfnakofa í Kapelluhrauni, sunnan Hafnarfjarðar, að kvöldi 5. febrúar sl. eru þær, að konan hafi látist vegna ofkælingar. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Maður stunginn á Akureyri

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson og Jón Pétur Jónsson MAÐUR á fimmtugsaldri var stunginn með hnífi í íbúð í Hafnarstræti á Akureyri í gærkvöldi. Lögreglan handtók karlmann á sextugsaldri og konu á fimmtugsaldri í íbúðinni í kjölfarið. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 55 orð

Menningarveisla

Í dag, laugardag, kl. 13 verður Menningarveisla Sólheima formlega opnuð. Boðið verður upp á listsýningar, íþróttaleikhús, ljóðagarð og sýningar í Sesseljuhúsi. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 81 orð

Notaðar konur sýndu fyrir tvo áhorfendur

„ÞEGAR svona hópar koma til landsins eiga þeir enga peninga til að auglýsa,“ segir Erling Jóhannesson, einn aðstandenda Hafnarfjarðarleikhússins. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 45 orð

Rangt farið með nafn

Rangt var farið með nafn Gunnlaugs Claessen, dómara við Hæstarétt, í frétt blaðsins í gær. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

RAX

Hvað er seyði? Þessir undarlegu hringir blöstu við er flogið var yfir Suðurland og nú er bara að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og láta sér detta eitthvað dularfullt í hug. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 772 orð | 5 myndir

Rýnt í gengisvísitöluna

Gengisvísitalan sýnir verðgildi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni. Þegar hún hækkar er krónan að veikjast. Þegar vísitalan lækkar er krónan að styrkjast.Vísitalan byggir á vog og metið er árlega hvaða gjaldmiðlar eru í voginni. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Sigurður til Icelandair?

MORGUNBLAÐIÐ hefur heimildir fyrir því að Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, sé meðal þeirra sem rætt er um að fá sem fulltrúa Íslandsbanka í stjórn Icelandair. Sem kunnugt er leysti bankinn nýlega til sín 42% hlut í Icelandair Group. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Sjóræningjar á Nóaborg

KRAKKARNIR í leikskólanum Nóaborg efndu til sjóræningjahátíðar í gær þar sem leitað var að fjársjóði Gráskeggs sjóræningja, sem er hér vígalegur lengst til hægri. Djúpt var grafið í sandinn í leit að gersemum á borð við gullsteina. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Slegist með koddum og keppt í róðri

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIR sem haldnar eru á fáeinum stöðum sjómannadagshelgina hafa hleypt nýju lífi í hátíðisdag sjómanna. Sjómannadagurinn er á morgun en sums staðar hefst dagskrá á föstudegi eða jafnvel fimmtudegi. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 68 orð

Söguslóðir

SÖGUSLÓÐ á Suðurlandi verður opnuð formlega í helgina 6.-7. júní. Farið verður í sögugöngu fyrri daginn sem hefst kl. 11-14 í Löngubúð þar sem fjallað verður um landnámið, papa og keltnesk áhrif á Íslandi og farið á söguslóðir í Papey. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Talstöðvasafn

Í DAG, laugardag, verður opnuð sýning á merkilegu safni talstöðva í Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Tugir milljarða í vexti á hverju ári

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is HÖFUÐSTÓLL skuldabréfsins sem skilanefnd Landsbankans mun koma til með að gefa út vegna Icesave-reikninganna mun hækka um tugi milljarða króna á hverju ári vegna vaxta sem það kemur til með að bera. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Unnið bæði dag og nótt ef þörf krefur

GYLFI Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði í gær að fram á þriðjudag yrðu „massífir“ fundir og hefðu menn ekki daginn yrði unnið á nóttunni. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Útskrifaðist á Söngvaseiði

Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is SKEMMTILEG uppákoma var í Borgarleikhúsinu nú á fimmtudag þegar ein leikkvennanna í söngleiknum Söngvaseiði var útskrifuð frá Lágafellsskóla í Mosfellsbæ með pomp og prakt í lok sýningar. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Volvo frumsýndur

BRIMBORG frumsýnir í dag, laugardag, bílinn Volvo XC60 á Íslandi milli kl. 12 og 16. Í bílnum eru margar nýjungar í umferðaröryggi. Má þar nefna búnaðinn City safety sem hindrar aftanákeyrslu í þungri borgarumferð. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Þistilfiðrildi sjást víða á suðvesturhorninu

TALSVERT hefur sést af þistilfiðrildum hér á landi undanfarið. Þau sáust fyrst í Garðabæ 18. maí, en síðan hafa þau m.a. sést við Reykjanesvirkjun, í Sandgerði og Reykjavík. Í Sandgerði voru tugir þeirra á ferð og með í för var eitt aðmírálsfiðrildi. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 422 orð | 3 myndir

Þorskstofninn er á uppleið

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl. Meira
6. júní 2009 | Innlendar fréttir | 1167 orð | 4 myndir

Ævintýri á smyglskútu

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is SMYGLSKÚTAN Sirtaki er komin til eiganda síns í Belgíu og fjórmenningarnir sem sigldu henni utan eiga eftir að lifa lengi á ævintýrinu. Þeir lentu í vélarbilun og hrepptu flestar tegundir af veðri. Meira
6. júní 2009 | Erlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

Öflugasta áróðursvél sögunnar

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is VIÐ ERUM stödd í norrænni borg í íbúð ungs Kínverja sem brýtur heilann um það hvernig hann eigi að myndskreyta stofuvegginn. Meira

Ritstjórnargreinar

6. júní 2009 | Staksteinar | 195 orð | 1 mynd

Vonbrigði yfir vaxtalækkun

Margir hafa lýst vonbrigðum yfir aðeins 1% stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Meira
6. júní 2009 | Leiðarar | 647 orð

Þungar skuldbindingar

Samkomulag vegna skulda út af Icesave-reikningum á Bretlandi og Hollandi liggur nú fyrir og bíður meðferðar Alþingis. Upphæðirnar, sem í húfi eru, hafa ekki verið neitt launungarmál. Meira

Menning

6. júní 2009 | Tónlist | 82 orð | 1 mynd

Adapter heldur Frum-hátíð

TVENNIR tónleikar verða á nútímatónlistarhátíðinni Frum á Kjarvalsstöðum um helgina. Þeir fyrri verða í kvöld kl. 20, þar sem frumflutt verða verk fyrir flautu og slagverk. Annað kvöld kl. Meira
6. júní 2009 | Tónlist | 99 orð | 1 mynd

„Afsakið lélega tónleika“

LIAM Gallagher, söngvari bresku rokksveitarinnar Oasis, baðst formlega afsökunar á Twitter-bloggi sínu fyrir lélega tónleika sveitarinnar í Manchester í fyrrakvöld. Meira
6. júní 2009 | Tónlist | 485 orð | 1 mynd

„Allt svo ekta eitthvað“

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is SAMBRÆÐINGUR Gylfa Ægissonar og Papanna var kannski ekki mjög fyrirsjáanlegur en einkennilega rökréttur þegar hlustað er á afraksturinn. Paparnir grófu djúpt í höfundarverk Gylfa. Meira
6. júní 2009 | Myndlist | 350 orð | 2 myndir

„Hann er að slá í gegn hérna“

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl. Meira
6. júní 2009 | Tónlist | 81 orð | 1 mynd

Danskur djass á heimsmælikvarða

DANSKI píanósnillingurinn Ole Kock Hansen, bassaleikarinn Mads Vinding ásamt Jóhanni Hjörleifssyni og Birni Thoroddsen galdra fram djass á heimsmælikvarða í Salnum í Kópavogi í kvöld. Meira
6. júní 2009 | Fólk í fréttum | 138 orð | 1 mynd

Dánarorsök óljós

ENN er óljóst hvað dró bandaríska leikarann David Carradine til dauða, en hann fannst látinn á hótelherbergi í Taílandi síðastliðinn fimmtudag. Meira
6. júní 2009 | Tónlist | 112 orð | 1 mynd

Demó-dagar í Stúdíó Sýrlandi að hefjast

* Hljómsveitum sem eiga lítinn pening en langar að taka upp lag gefst nú tækifæri til að fara í stúdíó sér að kostnaðarlausu. Meira
6. júní 2009 | Leiklist | 598 orð | 2 myndir

Ekki einu sinni einn köttur!

Höfundar: Listahópurinn Secondhand Women. Leikstjórnareftirlit: Viktorie Cermaková og Rebekka A. Ingimundardóttir. Leikmynd og búningar: Jana Preková. Tónlist: Lada Plachá. Lýsing: Frantiek Fabián. Framleiðsla: Milena Fabiánová. Meira
6. júní 2009 | Tónlist | 209 orð | 1 mynd

Ilmópera verður til

RICHARD Wagner taldi að óperan ætti að vera listræn heild, þar sem allir þættir hennar væru samtvinnaðir í eitt verk sem höfðaði til skilningarvitanna allra, – eða næstum allra. Meira
6. júní 2009 | Tónlist | 549 orð | 2 myndir

Kafbáturinn rís aftur

Á fimmtudaginn næsta ætlar rokksveitin Ensími að hrista af sér áralangan svefndoða og leika plötuna Kafbátamúsík í heild sinni á Nösu við Austurvöll. Meira
6. júní 2009 | Fólk í fréttum | 175 orð | 1 mynd

Kominn með nýja upp á arminn

ÞAÐ er aldrei lognmolla í ástalífi George Clooneys. Hann ætlar nú að fara að búa með nýjustu kærustunni sinni, barþjóninum Lucy Wolvert, sem er 23 ára. Meira
6. júní 2009 | Myndlist | 217 orð | 1 mynd

Kviksjá úr tuttugu og sjö konum

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „VIÐ ætlum að gera mennska kviksjá,“ segir Kitty Von-Sometime aðspurð um hvernig hún ætli að eyða laugardeginum. Meira
6. júní 2009 | Myndlist | 426 orð | 2 myndir

Liprir teiknarar, dularfullir atburðir

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is BORGARBÓKASAFNIÐ og Myndlistaskólinn í Reykjavík blésu í vor til myndasögusamkeppni þar sem vinna átti út frá þemanu „Dularfullur atburður“, í tilefni af áttræðisafmæli Tinna. Meira
6. júní 2009 | Hönnun | 424 orð | 4 myndir

Ljóðlist í hákarlsskrápi

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl. Meira
6. júní 2009 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp

GEORG Óskar Manúelsson myndlistarmaður opnar sýninguna Lollipopp á Café Karólínu í dag, laugardaginn 6. júní 2009, klukkan 15. Meira
6. júní 2009 | Kvikmyndir | 134 orð | 1 mynd

Nærir belgísk mynd íslenska grasrót?

* Það vakti óneitanlega athygli að það var belgísk mynd sem sigraði Stuttmyndadaga sem fram fóru síðastliðinn fimmtudag. Meira
6. júní 2009 | Fjölmiðlar | 172 orð | 1 mynd

Pípandi og pirrandi

Glæparannsóknarþættir virðast höfða til ótrúlega breiðs hóps áhorfenda og er hægt að teygja lopan yfir fleiri mismunandi þáttaraðir sem fjalla um nánast sömu hlutina. Einu mættu þó framleiðendur þáttana taka á svo þeir hætti að vera pípandi pirrandi. Meira
6. júní 2009 | Tónlist | 373 orð | 1 mynd

Rafræn naflaskoðun

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is EINAR Egilsson eða M.E.G.A. eins og hann kallar sig í hljómsveitinni Steed Lord var á röltinu í góða veðrinu þegar blaðamaður hafði uppi á honum. Meira
6. júní 2009 | Bókmenntir | 273 orð | 2 myndir

Sendi leigubíl eftir fleiri eintökum

ÞAÐ var engu líkara en að ný bók um galdradrenginn Harry Potter hefði komið út á fimmtudag, slík hefur örtröðin verið að búðarkössum bókabúða höfuðborgarsvæðisins í gær og í fyrradag. Bókin sem selst svona vel er Hrunið eftir sagnfræðinginn Guðna Th. Meira
6. júní 2009 | Myndlist | 258 orð | 1 mynd

START ART lokað

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is HÁTT leiguverð er banabitinn, við ráðum ekki við það. Meira
6. júní 2009 | Fjölmiðlar | 276 orð | 1 mynd

Sögustund er fjölskyldufyrirtæki

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „ÉG hef alltaf haft mikinn áhuga á barnaefni og finnst gaman að gera eitthvað fyrir börn,“ segir Kristjana Skúladóttir leikkona, sem stendur fyrir opnun heimasíðunnar sogustund.is. Meira

Umræðan

6. júní 2009 | Aðsent efni | 794 orð | 2 myndir

Af lífeyrisréttindum og ávöxtun lífeyrissjóða

Eftir Hrafn Magnússon: "Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa alla burði til að leika lykilhlutverk í því uppbyggingarstarfi sem við eigum fyrir höndum." Meira
6. júní 2009 | Bréf til blaðsins | 65 orð

Ég tala í mínu eigin nafni

Frá Kristínu Völu Ragnarsdóttur: "MIKIÐ fjaðrafok hefur verið um ræktun erfðabreytts byggs og hef ég tekið þátt í þeim skrifum vegna reynslu minnar í að vinna umhverfisrannsóknir samkvæmt lögum og reglugerðum." Meira
6. júní 2009 | Pistlar | 461 orð | 1 mynd

Feðgar sem glatt hafa þjóðina

Sigtryggur Sigtryggsson: "Fljótlega eftir að ég komst til vits og ára heima á Húsavík lá leiðin á fótboltavöll bæjarins. Ég fylgdist spenntur með öllum leikjum Völsungs og dáðist að leikmönnum liðsins, ekki síst þeim sem gátu sparkað sem lengst upp í loftið." Meira
6. júní 2009 | Aðsent efni | 369 orð | 1 mynd

Formanni FÍA svarað

Eftir Sigfús Ólafsson: "Ég ætla ekki að liggja undir ásökunum um það að maka krókinn og taka til mín sporslu frekar en að hagsmunir Icelandair Group séu í fyrirrúmi við störf mín. Ég get heldur ekki fellt mig við það að samstarfsfólk mitt sé borið sömu sökum." Meira
6. júní 2009 | Aðsent efni | 791 orð | 1 mynd

Hnípin þjóð í vanda

Eftir Björn Jóhannsson: "Nú sem aldrei áður ríður á að þjóðin snúi bökum saman og lyfti grettistaki til að tryggja framtíð barna okkar og ófæddra Íslendinga ..." Meira
6. júní 2009 | Blogg | 172 orð | 1 mynd

Jón Baldur Lorange | 5. júní Ragna, einn af hæfustu ráðherrum...

Jón Baldur Lorange | 5. júní Ragna, einn af hæfustu ráðherrum þjóðarinnar? Ég heyrði viðtal í Bylgjunni um daginn við Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, einmitt um löggæslumál. Meira
6. júní 2009 | Aðsent efni | 939 orð | 1 mynd

Kæru ráðamenn, hér liggja 30-50 milljarðar

Eftir Björn Þorra Viktorsson: "Engu máli skiptir þótt útgerðarmenn hafi í einhverjum tilfellum „eignfært“ aflaheimildir í ársreikningum sínum, slíkt skapar engan eignarrétt og er í raun álíka gáfulegt bókhaldstrikk og eignfærsla u.þ.b." Meira
6. júní 2009 | Velvakandi | 568 orð | 1 mynd

Velvakandi

Að steyta hnefa HVENÆR er það réttlætanlegt að borgarfulltrúi steyti hnefa framan í kjósanda og hrópi á eftir honum ókvæðisorðum? Meira

Minningargreinar

6. júní 2009 | Minningargreinar | 1091 orð | 1 mynd

Guðmunda Gunnarsdóttir

Guðmunda Gunnarsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 30. júlí 1920. Hún andaðist á Hjúkrunarheimili Dvalarheimilisins Áss í Hveragerði 25. maí sl. Foreldrar hennar voru Gunnar Marel Jónsson, skipasmiður frá Gamla-Hrauni, f. 6. janúar 1891, d. 7. Meira  Kaupa minningabók
6. júní 2009 | Minningargreinar | 1219 orð | 1 mynd

Högni Sturluson

Högni Sturluson fæddist á Látrum í Aðalvík hinn 15. apríl 1919. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar 27. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sturla Þorkelsson sjómaður, f. 20. október 1889, hann drukknaði á mb. Nirði 12. Meira  Kaupa minningabók
6. júní 2009 | Minningargreinar | 1211 orð | 1 mynd

Ottó Eyfjörð Ólason

Ottó Eyfjörð Ólason fæddist í Vestmannaeyjum 19. ágúst 1928. Hann lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Óli Kristinn Frímannsson söðlasmiður, f. 22.4. 1904, d. 18.11. Meira  Kaupa minningabók
6. júní 2009 | Minningargreinar | 762 orð | 1 mynd

Sólveig Pétursdóttir

Sólveig Jakobína Pétursdóttir fæddist á Lambafelli undir Austur-Eyjafjöllum 8. janúar 1917. Hún lést á Dvalarheimilinu Hraunbúðum laugardaginn 30. maí sl. Foreldrar hennar voru Pétur Hróbjartsson og Steinunn Jónsdóttir. Sólveig var næstyngst 12... Meira  Kaupa minningabók
6. júní 2009 | Minningargreinar | 596 orð | 1 mynd

Svanfríður Guðrún Þóroddsdóttir

Svanfríður Guðrún Þóroddsdóttir fæddist á Sandi í Hofsósi, nú Vesturfarasetrið, 17. júní 1931. Hún andaðist 29. maí 2009. Foreldrar hennar voru Þóroddur Pálmi Jóhannsson, f. 5. mars 1894, d. 4. maí 1965 og Ólöf Jósefsdóttir, f. 31. janúar 1904, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
6. júní 2009 | Minningargreinar | 877 orð | 1 mynd

Þóra Gabríella Valdimarsdóttir

Þóra Gabríella Valdimarsdóttir fæddist á Eskifirði 15. september 1941. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Valdimar Einarsson verkamaður, f. 3. júní 1889, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
6. júní 2009 | Minningargrein á mbl.is | 892 orð | 1 mynd | ókeypis

Þóra Gabríella Valdimarsdóttir

Þóra Gabríella Valdimarsdóttir fæddist á Eskifirði 15. september 1941. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Valdimar Einarsson verkamaður, f. 3. júní 1889, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
6. júní 2009 | Minningargreinar | 1081 orð | 1 mynd

Þórhallur Guðnason

Þórhallur Guðnason fæddist í Stöðlakoti í Fljótshlið 12. september 1933. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 30. maí 2009. Foreldrar hans voru hjónin Elín Guðmundsdóttir frá Núpi í Fljótshlíð, f. 13. apríl 1896, d. 3. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

6. júní 2009 | Viðskiptafréttir | 170 orð | 1 mynd

„Ekki ríkis-styrkur“

„VIÐ erum ekki að veita ríkisstyrk,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, um skuld VBS fjárfestingabanka og Saga Capital við ríkissjóð. Meira
6. júní 2009 | Viðskiptafréttir | 283 orð | 2 myndir

Glitnir gjaldfellir á Existu

Exista sendi skilanefnd Glitnis bréf í vikunni þar sem því var hafnað að hún ætti kröfur á félagið. Skilanefndin gjaldfelldi þá kröfur sínar á Exista. Deiluaðilar eru ekki sammála með hvaða hætti gera eigi upp afleiðusamninga. Meira
6. júní 2009 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Helstu lánardrottnar veita samþykki sitt

HELSTU lánardrottnar Kaupthings Bank Luxembourg , sem eiga 98% af útistandandi kröfum á bankann, samþykktu í gær nýja áætlun um endurskipulagningu bankans. Það gerðu einnig 23 af 25 bönkum. Meira
6. júní 2009 | Viðskiptafréttir | 151 orð | 1 mynd

Hlutafjáraukning upp á 1,4 milljarða króna hjá Marel

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is VEL heppnuðu hlutfjárútboði Marel Food Systems lauk í gær en tilboð bárust um kaup á alls rúmlega 26,6 milljón hlutum. Meira
6. júní 2009 | Viðskiptafréttir | 32 orð

Í greiðslustöðvun

STJÓRN Atorku hefur ákveðið að óska eftir greiðslustöðvun meðan unnið er að tillögum að framtíð félagsins. Stefnt er að því að leggja fram tillögur og samninga við lánardrottna á næstu vikum. gretar@mbl. Meira
6. júní 2009 | Viðskiptafréttir | 91 orð

Samsvörun við Ísland

NORSKUR fjármálasérfræðingur, Knut Magnussen hjá DnB, segir útlit fyrir að staðan í Lettlandi verði svipuð og hún var á Íslandi síðastliðið haust, þegar bankarnir hrundu. Meira
6. júní 2009 | Viðskiptafréttir | 415 orð | 1 mynd

Segir endurskoðendur hafa verndað stjórn FL

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is „GRUNUR minn um meint umboðssvik reyndist á rökum reistur. Meira
6. júní 2009 | Viðskiptafréttir | 199 orð | 1 mynd

Þau litlu útvega flestum vinnu

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is LÍTIL og meðalstór fyrirtæki eru stærsti vinnuveitandinn á Íslandi og því er þjóðhagslegt mikilvægi þeirra ótvírætt. Meira
6. júní 2009 | Viðskiptafréttir | 93 orð | 1 mynd

Øygard með túlk sem þýðir allt jafnóðum

ATHYGLI vakti á blaðamannafundi í Seðlabankanum í fyrradag, þegar kynnt var sú ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti um eina prósentu , hvað Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, var fljótur til svars þegar spurt var á íslensku. Meira

Daglegt líf

6. júní 2009 | Daglegt líf | 100 orð

Af Einhildi og fjóshaug

Fátt er skemmtilegra en limran, þar sem gjarnan er brugðið á leik. Pétur Stefánsson lét hugann reika: Haraldur gamli frá Héraði, hreppstjóra spúsuna þéraði í einskærri hrellingu við þá ástleitnu kellingu, er hún æxlunarfæri sín beraði. Meira
6. júní 2009 | Daglegt líf | 510 orð | 1 mynd

Breiðfirðingur „yfir sjó og land“

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Sexæringurinn Hreggviður, 126 ára gamalt skip, er kominn á flot á ný eftir áratuga frí frá störfum. Meira
6. júní 2009 | Daglegt líf | 731 orð | 2 myndir

Einvígisborðið er geymt úti í bæ

Heimsmeistaraeinvígið í skák árið 1972 kom Íslandi í heimsfréttirnar. Munir úr einvíginu hafa verið varðveittir en þeir eiga ekki fastan samastað. Það á við um einvígisborðið fræga. Meira
6. júní 2009 | Daglegt líf | 314 orð | 1 mynd

Enginn fær forgang nema börnin

„ÞETTA kom í raun og veru svolítið flatt upp á okkur, þessi gríðarlegi áhugi á matjurtaræktun,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar. Meira
6. júní 2009 | Daglegt líf | 360 orð | 1 mynd

Góð ráð við grillið

Hreinlæti við meðhöndlun matvæla er grundvallaratriði. Mikilvægt er að þvo hendur áður en hafist er handa við matreiðslu og alltaf eftir snertingu við hrátt kjöt. Blóðvökva frá kjöti og kjúklingum þarf að þurrka með eldhúspappír. Meira
6. júní 2009 | Daglegt líf | 130 orð | 1 mynd

Hlæðu bara, apinn þinn

New York. AP | Þegar vísindamenn vildu komast að því hvaðan mennirnir fengu hláturinn kitluðu þeir apa og górillur. Meira
6. júní 2009 | Daglegt líf | 207 orð | 1 mynd

Opna leið á Skálafellsjökul

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is TIL athugunar er að setja upp kláf eða stólalyftu til að flytja fólk upp á Skálafellsjökul. Sveitarfélagið Hornafjörður undirbýr verkefnið í samvinnu við Skíðasamband Íslands. Meira
6. júní 2009 | Daglegt líf | 488 orð | 2 myndir

Sauðárkrókur

Sumarið virðist loksins komið í Skagafjörð, eftir heldur umhleypingasama og kalda tíð í apríl og maí. Meira
6. júní 2009 | Daglegt líf | 103 orð | 1 mynd

Selja merki til styrktar Fjölskylduhjálpinni

FJÓLA Einarsdóttir er ein þeirra sem hafa tekið að sér í sjálfboðavinnu að selja merki til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands. Fjóla, sem er á áttræðisaldri, mun næstu daga selja merkið í Kringlunni frá kl. 13-18. Meira
6. júní 2009 | Daglegt líf | 136 orð | 1 mynd

Vilja síður þiggja líffæri úr morðingja

NÝLEG rannsókn sýnir að fólk virðist hafa óbeit á hugmyndinni að þiggja líffæri úr morðingjum. Þátttakendum rannsóknarinnar var gert að ímynda sér að þeir væru lífshættulega veikir. Meira

Fastir þættir

6. júní 2009 | Árnað heilla | 22 orð | 1 mynd

70 ára

Sævar Sigtýsson varð sjötugur 5. júní síðastliðinn. Opið hús verður fyrir ættingja og vini sunnudaginn 7. júní í sumarhúsi RSÍ í... Meira
6. júní 2009 | Fastir þættir | 153 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Grófgerðar sagnir. Norður &spade;KD &heart;853 ⋄KDG3 &klubs;Á543 Vestur Austur &spade;G1086 &spade;3 &heart;Á &heart;KDG1097 ⋄Á1098 ⋄65 &klubs;KD62 &klubs;10987 Suður &spade;Á97542 &heart;642 ⋄742 &klubs;G Suður spilar 4&spade;. Meira
6. júní 2009 | Í dag | 1565 orð | 1 mynd

(Jóh. 3)

Orð dagsins: Kristur og Nikódemus. Meira
6. júní 2009 | Í dag | 25 orð

Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs...

Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátturinn.“ (Daníel 2, 20. Meira
6. júní 2009 | Fastir þættir | 133 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 O-O 5. e4 d6 6. Be2 Rbd7 7. O-O e5 8. dxe5 dxe5 9. Be3 c6 10. h3 De7 11. Dc2 Rh5 12. Hfd1 Rf4 13. Hab1 Rc5 14. Bf1 f5 15. b4 Rce6 16. c5 Kh8 17. exf5 gxf5 18. Hd6 e4 19. Rd4 Rxd4 20. Hxd4 Bxd4 21. Bxd4+ Kg8 22. Meira
6. júní 2009 | Árnað heilla | 190 orð | 1 mynd

Vegleg veisla á Skagaströnd

Í DAG fagnar Þorvaldur Skaftason, fyrrum framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Húnastrandar hf., sextugsafmæli sínu. Hann ætlar að fagna stórafmælinu með stórri veislu fyrir vini og vandamenn í skíðaskála á Skagaströnd. Meira
6. júní 2009 | Fastir þættir | 304 orð

Víkverjiskrifar

Skyndilegur áhugi Víkverja á lottó er ein birtingarmynd þess að þrengra er um fjárhaginn en áður. Happdrætti hefur aldrei verið Víkverja ofarlega í huga, ekki á meðan honum fannst hægur leikur að spara pening. Meira
6. júní 2009 | Í dag | 134 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

6. júní 1584 Prentun Guðbrandsbiblíu lauk á Hólum í Hjaltadal. Bókin var gefin út í 500 eintökum. „Þessari útgáfu hefur verið þakkað öðru fremur að Íslendingar varðveittu móðurmál sitt,“ sagði í Íslandssögu Einars Laxness. 6. Meira

Íþróttir

6. júní 2009 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

150. markið hjá Sævari

SELFYSSINGURINN Sævar Þór Gíslason bættist í gær í hóp fimm góðra manna sem hafa náð þeim merka áfanga að skora 150 mörk í deildakeppninni í knattspyrnu á Íslandi. Sævar skoraði tvö í gær í 3:0-sigri Selfoss á Víkingi Ó. þegar heil umferð fór fram í 1. Meira
6. júní 2009 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

„Strákarnir sýndu glæsilegan leik í seinni hálfleiknum“

„STRÁKARNIR sýndu á köflum glæsilegan leik í seinni hálfleiknum og voru óheppnir að tapa. Meira
6. júní 2009 | Íþróttir | 125 orð | 2 myndir

„Vitum að þetta verður erfitt“

HOLLENSKA landsliðið í knattspyrnu æfði í mildu veðri í Laugardalnum í gær en það leikur gegn því íslenska í kvöld í forkeppni HM. Létt var yfir mannskapnum, og mátti m.a. Meira
6. júní 2009 | Íþróttir | 682 orð | 2 myndir

„Þetta var bara vinnusigur dauðans“

HAUKAR úr Hafnarfirði halda toppsætinu í 1. deild karla í knattspyrnu eftir sætan 3:2-sigur á ÍA í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á gervigrasi Hauka og skoruðu heimamenn síðustu tvö mörk leiksins og knúðu fram sigur. Meira
6. júní 2009 | Íþróttir | 268 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Erna Björk Sigurðardóttir, varnarmaður úr Breiðabliki , var í gær útnefnd besti leikmaðurinn í fyrstu sex umferðum úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar. Meira
6. júní 2009 | Íþróttir | 324 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Arnór Smárason , sóknarmaður hollenska liðsins Heerenveen , er talsvert til umfjöllunar á heimasíðu hollenska knattspyrnusambandsins vegna leiksins gegn Íslandi í kvöld. Í viðtali á síðunni segir Arnór m.a. Meira
6. júní 2009 | Íþróttir | 95 orð

Heiðmar í landsliðið

GUÐMUNDUR Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari A-landsliðs karla hefur valið liðið sem leikur gegn Belgíu í undankeppni Evrópumótsins 2010. Leikurinn fer fram á miðvikudaginn en Ísland mætir síðan Noregi sunnudaginn 14. júní á Íslandi. Meira
6. júní 2009 | Íþróttir | 541 orð | 2 myndir

Inga Elín bætti átta ára gamalt Íslandsmet

INGA Elín Cryer, 15 ára sundkona frá Akranesi, setti í gærmorgun sitt fyrsta Íslandsmet í flokki fullorðinna þegar hún kom fyrst í mark í 400 m fjórsundi á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. Inga Elín synti á 5. Meira
6. júní 2009 | Íþróttir | 885 orð

KNATTSPYRNA Danmörk – Ísland 3:2 Vináttulandsleikur U21-árs...

KNATTSPYRNA Danmörk – Ísland 3:2 Vináttulandsleikur U21-árs landsliða karla í Álaborg: Mörk Danmerkur : Nicolaj Agger 16., Ricki Olsen 41., Mike Jensen 77. Mörk Íslands : Bjarni Þór Viðarsson 43. (víti), Skúli Jón Friðgeirsson 55. Meira
6. júní 2009 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd

Lakers tók flugið gegn Orlando og Kobe Bryant var allt í öllu

KOBE Bryant setti persónulegt stigamet í fyrsta leik lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfuknattleik gegn Orlando Magic í Staples Center í fyrrinótt. Meira
6. júní 2009 | Íþróttir | 92 orð

Moustafa fékk mikinn stuðning

HINN umdeildi forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins (IHF), Egyptinn Hassan Moustafa, stýrir sambandinu áfram eftir að hann vann öruggan sigur á mótframbjóðanda sínum, Jeannot Kaiser frá Lúxemborg, í kosningu á þingi IHF í Kaíró fyrir stundu. Meira
6. júní 2009 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd

Páll tekur við KR og öll 12 úrvalsdeildarliðin hafa ráðið þjálfara

PÁLL Kolbeinsson var í fyrrakvöld ráðinn þjálfari Íslandsmeistaraliðs KR í körfubolta karla. Páll hefur á undanförnum misserum verið formaður mfl. Meira
6. júní 2009 | Íþróttir | 464 orð | 2 myndir

Verðum að gera viðureignina að baráttuleik

„ÞAÐ er engin spurning að við eigum möguleika gegn Hollendingum. Við höfum áður leikið við stórþjóðir á knattspyrnusviðinu á Laugardalsvelli og náð góðum úrslitum. Hvers vegna ættum við ekki að geta endurtekið leikinn núna? Meira
6. júní 2009 | Íþróttir | 460 orð | 1 mynd

Þrjátíu ár frá síðasta sigri Hollands á Laugardalsvelli

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is HOLLENDINGAR eru ein fremsta knattspyrnuþjóð heims en það er rétt að halda því til haga að þeir hafa ekki unnið leik á Laugardalsvellinum í þrjátíu ár. Meira

Barnablað

6. júní 2009 | Barnablað | 19 orð | 1 mynd

Athyglisgáfan reynd

Skoðaðu litlu myndirnar átta, aðeins hluti þeirra passar inn á stóru teikninguna. Númer hvað eru þær myndir? Lausn... Meira
6. júní 2009 | Barnablað | 55 orð | 1 mynd

Ba, bú, ba, bú

Orri, 5 ára, teiknaði þessa fínu mynd af sjúkrabíl sem brunar á fullri ferð eftir sjúklingi. Meira
6. júní 2009 | Barnablað | 163 orð | 1 mynd

Brandarar

Hvers vegna lifa hákarlar í söltu vatni? Þeir myndu hnerra svo mikið í pipruðu vatni. Kona kemur inn í gæludýrabúð og spyr: „Get ég fengið hvolp fyrir dóttur mína?“ „Því miður frú,“ segir búðarmaðurinn. Meira
6. júní 2009 | Barnablað | 57 orð | 1 mynd

Farðu í spæjaraleik með dularfulla dulmálsstækkunarglerinu

Þegar njósnarar senda skeyti rita þeir þau á dulmáli til að fela rétta merkingu þeirra. Þetta dulmál er þægilegt fyrir 12 ára og yngri en nú eru dulmálslyklar flestir búnir til í tölvum sem nær útilokað er að óviðkomandi geti ráðið. Meira
6. júní 2009 | Barnablað | 94 orð | 1 mynd

Fíngerður kóngulóarvefur

Við þurfum nú ekki annað en að horfa á kóngulóarvefi til að sjá að þræðir vefjarins eru ákaflega fíngerðir en það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir hversu fíngerðir þræðirnir eru í samanburði við aðra hluti í umhverfi okkar. Meira
6. júní 2009 | Barnablað | 1054 orð | 1 mynd

Framtíðar fótboltamenn, dýralæknar og sundkona í krakkaspjalli

Í Náttúruleikskólanum Krakkakoti á Álftanesi er heimilislegt andrúmsloft og listaverk barnanna um alla veggi bera þess merki að þarna er mikið um að vera og margt skemmtilegt brallað. Meira
6. júní 2009 | Barnablað | 53 orð | 1 mynd

Heima bíður kóngur

Þessa skemmtilegu mynd teiknað Friðrik Þór, en hann verður 6 ára eftir tvær vikur. Hér sjáum við prinsessuna koma heim eftir langan og strangan dag og hennar bíður kóngurinn í turninum. Meira
6. júní 2009 | Barnablað | 21 orð | 1 mynd

Hvað er afgangs?

Hér sérðu 10 myndir sem þú getur parað saman, eins og t.d. hundur-bein. Ein mynd verður afgangs, hvaða mynd er... Meira
6. júní 2009 | Barnablað | 50 orð | 1 mynd

Kisi litli í boltaleik

Karen Ósk, 8 ára, teiknaði þessa glæsilegu mynd af kisu litlu í boltaleik. Fiðrildið langar óskaplega að vera með en það kann ekki að sparka bolta. Meira
6. júní 2009 | Barnablað | 299 orð | 1 mynd

Krakkakotskríli elska Dúlla dúsk

Virðing og væntumþykja fyrir mönnum, náttúru og dýrum er í hávegum höfð á Náttúruleikskólanum Krakkakoti á Álftanesi. Meira
6. júní 2009 | Barnablað | 73 orð | 1 mynd

Krakka-sudoku

Reyndu að koma tölunum 1-4 fyrir í hverri röð bæði lárétt og lóðrétt. Þú sérð að stóri kassinn samanstendur af fjórum minni kössum. Reyndu líka að koma þessum tölum fyrir í öllum litlu kössunum. Meira
6. júní 2009 | Barnablað | 8 orð | 1 mynd

Prinsessa í rigningu

Magdalena Margrét, 5 ára, teiknaði þessa fínu... Meira
6. júní 2009 | Barnablað | 100 orð | 1 mynd

Skip mitt kemur að landi

Þennan leik er sniðugt að leika í bílnum eða rútunni. Fjöldi: 2-15 leikmenn Aldur: +6 ára Völl ur: bíll/rúta Leiklýsing: Stjórnandinn velur sér hlut og segir: Skip mitt kemur að landi og í því er ssssssss! Meira
6. júní 2009 | Barnablað | 21 orð

Teikningar númer 1, 4, 5 og 8 passa í fílateikninguna. Dulmál: Ekki...

Teikningar númer 1, 4, 5 og 8 passa í fílateikninguna. Dulmál: Ekki gefast upp þó á móti blási. Kaffikannan er... Meira

Lesbók

6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 389 orð | 6 myndir

Að eilífu, Sonic Youth...

Í hugum margra er Sonic Youth hin algera neðanjarðarrokksveit. Ég held að óhætt sé að slá því fram að hún sé nokkurs konar Bítlar þess forms. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 506 orð | 3 myndir

Að láta sér ekki standa á sama

Munið, að með því að láta sér standa á sama er hægt á svo margvíslegan hátt að hjálpa hinu illa að sigra,“ sagði rithöfundurinn og nóbelsverðlaunahafinn Elie Wiesel þegar hann ávarpaði nemendur við Bucknell-háskóla í Bandaríkjunum um miðjan maí. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 186 orð | 1 mynd

Að vera eða vera ekki vampíra

Að lokum er við hæfi, í ljósi vinsælda sænsku vampírumyndarinnar Let the Right One In (2008), að upphefja eina af bestu vampírumyndum hryllingssögunnar. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 175 orð | 1 mynd

Áhorfendum slátrað!

Ég vil halda kjöt-tengingunni gangandi með því að fjalla stuttlega um suður-kóresku hryllings- og pyntingamyndina The Butcher , sem er líklega subbulegasta kvikmynd sem ég hef á ævi minni séð. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 2424 orð | 3 myndir

„Okkar bíða betri lönd, bjart er út við hafsins rönd!“

...orti spænska ljóðskáldið Federico García Lorca. Ljóð Lorca eru efniviður nútímatónlistarhátíðarinnar FRUM sem haldin er í Reykjavík um þessa helgi og því ekki úr vegi að rifja upp sögu skáldsins yrkisefni. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 941 orð | 3 myndir

„Þetta er farsi um kreppuna“

Í gamanleik Darios Fo, Við borgum ekki! Við borgum ekki!, sem verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld, er kreppa í landinu og konurnar ákveða að sætta sig ekki lengur við síhækkandi vöruverð. Þær borga bara „sanngjarnt“ verð. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 96 orð | 1 mynd

Endaskipti

Amin Jaafari er arabi, sem hefur haslað sér völl sem læknir í ísraelsku samfélagi. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 156 orð | 1 mynd

Endurkoma meistara

Coalesce átti stóran þátt í framþróun harðkjarnarokksins á sínum tíma og dró formið spriklandi inn í öllu víraðra og tilraunakenndara umhverfi en áður hafði þekkst. Munaði þar ekki síst um plötuna 012:Revolution in Just Listening (1999) og hafði hún t. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 144 orð

Gengið um götuna mína

Það er ánægjulegt að borða hafragrautinn á laugardagsmorgnum og hlusta á Jökul Jakobsson rölta með fólki um ákveðnar götur þéttbýliskjarna á Íslandi. Útvarpsþátturinn Gatan mín er á Rás 1 kl. 8.05 á laugardagsmorgnum og endurfluttur kl. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 356 orð | 4 myndir

Í gangi

Myndlist Kjarvalsstaðir - Frá Unuhúsi til Áttunda strætis Jane Freilicher, Hans Hofmann, Louisa Matthíasdóttir, Nell Blaine, Nína Tryggvadóttir, Robert De Niro eldri. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 514 orð | 2 myndir

Kjötið sem drepur jörðina

Holland er frægt fyrir framúrstefnulega hegðun og opinskáa umræðu hvað varðar ýmis umdeild samfélagsmál og því er kannski ekki að undra að fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem berst fyrir hagsmunum annarra dýrategunda hafi litið dagsins ljós í slíku umhverfi... Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 2420 orð | 4 myndir

Klassískt og náttúrulegt landslag á upplýsingaröld

Átjánda öldin er gjarnan kennd við upplýsingu og á þessum tíma komu fram ýmsar hugmyndalegar nýjungar í landslagsmyndagerð, samfara nýjum viðhorfum til náttúrunnar. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 301 orð | 1 mynd

Með bestu lyst

Endur fyrir löngu í ríkinu Frýgíu í Anatólíu (Tyrklandi) réði ríkjum konungur að nafni Mídas. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 351 orð | 2 myndir

Minning um man

Allman Brother Band var á barmi heimsfrægðarinnar eftir að þriðja breiðskífa sveitarinnar, At Fillmore East , tvöföld tónleikaplata, sló í gegn 1971. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 975 orð | 3 myndir

Ómenntað lýðræði

Þú ert búinn að vera menntamálaráðherra í rúm fimm ár, ert nýlega hætt. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 101 orð | 1 mynd

Rótlaust þang

Ofbeldi og ófullnægja, draumórar og tilgangsleysi, smáglæpir, svindl og morð renna saman í bókinni De Niro og ég, fyrstu skáldsögu Rawi Hage um líf í skugga borgarastyrjaldar í Beirút. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 63 orð

Skuggi

Ég á mér skugga sem fylgir mér hvert sem ég fer ég tók eftir því að þegar hann er stærri en ég er það vegna þess að sólin er lágt á lofti og nú veit ég að ef skugginn minn tekur að stækka þá á ég að hlaupa eins hratt og ég get í átt að sólinni Jón... Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 953 orð | 2 myndir

Skuldaskil nýfrjálshyggjunnar: Guðinn sem brást

Bók Ólafs Arnarsonar um bankahrunið á Íslandi haustið 2008 er fyrsta heillega úttektin á fjármálahamförunum í bókarformi, en alveg örugglega ekki sú síðasta. Stærð og merking þessara atburða er slík, að það mun taka ár eða áratugi að vinna úr þeim. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 219 orð | 2 myndir

Hlustarinn | Felix Bergsson

Hlustun mín á tónlist helgast aðallega af starfi mínu á Rás 2 en þar er ég með Helgarútgáfuna á laugardagsmorgnum og spila á milli 40 og 50 lög í þættinum. Mörg hver eru af spilunarlista Rásar 2 en önnur þarf ég að grafa upp. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 295 orð | 2 myndir

Lesarinn | Aðalheiður Valgeirsdóttir

Lestur minn hefur á undanförnum mánuðum verið sambland af afþreyingarlestri og lestri sem tengist námi mínu í listfræði við HÍ. Meira
6. júní 2009 | Menningarblað/Lesbók | 140 orð | 1 mynd

Umhverfisvænn ofsi

Orðið „ofsi“ er samt eiginlega full gróft þegar rætt er um hina ótrúlegu svartþungarokksveit Wolves In The Throne Room sem gerir út frá Washington-fylki Bandaríkjanna. Meira

Ýmis aukablöð

6. júní 2009 | Blaðaukar | 115 orð | 4 myndir

Afslöppun í garðinum

Sumarið vill oft verða ansi stutt á Íslandi, svo stutt raunar að einstaka sumur sést einungis til sólar nokkra daga yfir sumarið. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 194 orð | 1 mynd

Aldarafmæli Skrúðs

Í sumar eru 100 ár síðan jurta- og trjágarðurinn Skrúður, rétt innan við Núp í Dýrafirði, var formlega stofnaður. Haldið verður upp á þann áfanga hinn 8. ágúst næstkomandi en garðurinn var formlega opnaður hinn 7. ágúst 1909. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 658 orð | 2 myndir

Aldrei meir en viðurinn vill þiggja

Það þarf að passa að ekki sé borið of mikil olía á pallinn að sögn Helga Sigurðssonar málarameistara því þá getur viðhaldið orðið erfitt. Hans reynsla er sú að efni sem mynda ekki filmu eða húð séu best þegar til lengri tíma er litið. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 280 orð | 2 myndir

Allsherjarsýning græna geirans

Garðyrkjusýningin Blóm í bæ er skipulögð að erlendri fyrirmynd og er fagsýning alls græna geirans í heild sinni. Hún er ætluð bæði almenningi og fagfólki til fróðleiks og ánægju. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 154 orð | 9 myndir

Á pallinn, svalirnar og í garðinn

Þegar veðrið er gott á Íslandi getur myndast mikil veðursæld í ýmsum görðum borgarinnar. Þá nota margir tækifærið og skella sér út í góða veðrið, þó það sé ekki nema bara til að sitja í afslöppun og njóta lífsins. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 212 orð | 1 mynd

Betra garðbak

Í garðverkunum reynir á bakið, enda sífellt verið að bogra yfir plöntunum. Fyrir bakveika er mikilvægt að fara varlega og ofgera sér ekki. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 212 orð | 1 mynd

Blessuð kartaflan

Varla er til sá garður á Íslandi þar sem ekki er að finna kartöflur svo lengi sem þar sé ræktað á annað borð. Talið er að kartöflur hafi fyrst verið settar niður á Íslandi á sjötta áratug 18. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 88 orð | 1 mynd

Buslandi pottormar

Það er alltaf notalegt að láta þreytu og stress hversdagsins líða úr sér í heitum potti. Margir eru með heitan pott við sumarbústaðinn eða heima fyrir. Pottarnir eru vinsælir hjá börnunum á daginn í góðu veðri þegar þau geta buslað og ærslast að vild. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 154 orð | 7 myndir

Erfið en möguleg vinna

Hellulögn er ákveðin list sem menn læra en hellur eru sívinsælar til að leggja með garða og innkeyrslur. Flestir láta fagmenn sjá um verkið en þó er mögulegt að leggja hellur sjálfur treysti maður sér til þess. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 428 orð | 2 myndir

Falleg blóm á pallinn eða í garðinn

Sumarblóm fylla nú garða en áður en hafist er handa við gróðursetningu er mikilvægt að vita við hvaða aðstæður plönturnar þrífast best. Hægt er að setja niður sumarblóm allt sumarið og jafnvel hægt að skipta þeim út þegar líða tekur á sumar til tilbreytingar. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 169 orð | 1 mynd

Falleg garðgjöf

Það ætti ekki að vera erfitt að finna gjafir handa áhugafólki um garðrækt. Í verslunum má finna ýmiss konar hluti sem annaðhvort má nota til að skreyta garðinn eða létta sér verkið þegar unnið er við garðvinnuna. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 81 orð

Fljúgandi frjáls

Ekki eru til jafn margar skrautlegar tegundir af fiðrildum hér á landi og annars staðar en þau sjást þó flögra um garða á sumrin. Í Bretlandi stendur dagblaðið Independent fyrir mikilli fiðrildaleit í sumar. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 521 orð | 4 myndir

Fróðlegar garðagöngur

Garðagöngur Garðyrkjufélags Íslands hafa verið fastur liður síðastliðin ár og eru hluti af félagastarfi félagsins. Flestar göngurnar eru farnar innan höfuðborgarsvæðisins en ekki væri úr vegi fyrir önnur bæjarfélög að skipuleggja slíkar göngur í sumar. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 67 orð | 1 mynd

Fróðleg myndbönd

Fyrir garðáhugafólk og þá sem eru að stíga fyrstu skrefin í hinum græna heimi er hægt að horfa á fróðlegar og skemmtilegar leiðbeiningar á stuttum myndböndum um hvernig eigi að sá fyrir hinum ýmsu tegundum af grænmeti. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 360 orð | 3 myndir

Fuglaböð úr mósaík

Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Margir huga að smáfuglum í görðum í sínum, setja æti út handa þeim á veturna og fuglahús í trén á sumrin. Fuglaböð úr mósaík eru sannkallað listaverk og setja sinn svip á garðinn. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 59 orð | 1 mynd

Fyrir allt það góða

Á vefsvæði áhugafólks um margskonar ræktun, sumarhúsaeigendur, grúskara og matgæðinga, má finna ýmiss konar fróðleik. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 250 orð | 1 mynd

Gaurinn stöðvar þjófa

Gaurinn er fok- og þjófavörn fyrir allar tegundir af vögnum og kerrum og er íslensk hönnun eftir Finn Hinriksson. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 243 orð | 1 mynd

Gleðilegt grillsumar

Félagslíf fólks breytist með hækkandi sól þegar samvera vina og ættingja færist út fyrir dyr. Vinsælt er að hittast og grilla góða steik um helgi og þá koma kannski allir gestirnir með eitthvað, eða bara hamborgara og pylsur í miðri viku. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 1007 orð | 2 myndir

Grunnskref í moltugerð

Hægt er að nýta allt lífrænt efni, sem til fellur í garðinum og eldhúsinu ef aðstaða er til jarðgerðar. Með því að nýta eigin moltu til ræktunar má auðveldlega spara sér innkaup á tilbúnum áburði því hún inniheldur yfirleitt öll nauðsynleg næringarefni og kemur í stað tilbúins áburðar. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 174 orð | 1 mynd

Græn sumardagskrá

Þeir sem leggja leið sína um Laugardalinn á fallegum sumardegi ganga gjarnan í gegnum Grasagarðinn en þar verður nóg við að vera í sumar auk þess sem þaðan verður haldið í sannkallaða náttúrugöngu Villt blóm og sumartónleikar Hinn 14. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 248 orð | 1 mynd

Gyrðir og Gerður veita þarft skjól

Ný íslensk hönnun í skjólveggjum er sérhönnuð með íslenskar aðstæður í huga. Um er að ræða tvær tegundir skjólveggjafleka sem til eru í ýmsum gerðum. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 141 orð | 1 mynd

Hlýr ylur

Þótt veðrið geti jafnan verið mjög gott á sumrin þá kólnar fljótt þegar líða tekur á kvöldin. Samt sem áður er jafnan fallegt og hlýlegt að sitja úti og má þá hafa teppi eða hlýja peysu með svo engum verði kalt. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 63 orð | 1 mynd

Hlýtt og notalegt

Sumarið má byrja snemma og lengja fram á haust með hitalömpum. Þá kjósa margir að hafa þá úti á verönd og kveikja á þeim þegar kólna fer í veðri. Þannig er hægt að orna sér og sitja lengur úti. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 410 orð | 2 myndir

Ilmandi fagrar rósir

Það er nokkurt vandaverk að rækta rósir hér á landi en Rósaklúbburinn er áhugamannaklúbbur um rósir og allt sem viðkemur þeim, sérstaklega rósaræktun. Umsjón Rósagarðsins í Höfðaskógi er meðal annars í umsjón klúbbsins. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 116 orð | 1 mynd

Jurtaveisla við Elliðavatn

Sannkölluð jurtaveisla verður haldin um miðjan júní við Elliðavatn þar sem þær Hildur Hákonardóttir og Kristbjörg Kristmundsdóttir munu í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur halda námskeið, en undirtitill þess er Hagnýt og huglæg ráð til að nýta... Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 129 orð | 1 mynd

Náttúruvænar aðgerðir

Til að halda garðinum sínum algjörlega lífrænum og fyrir þá sem ekki vilja nota eitur eða annað slíkt til að losna við óboðna gesti er ýmislegt hægt að gera. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 163 orð | 6 myndir

Njótið garðsins í sumar

Nú er árstíminn til að njóta þess að sitja úti í garði umkringdur fallegum blómum í beðum og kerjum. Enn gefst tími til að setja niður sumarblómin svo nú er um að gera að láta hendur standa fram úr ermum og drífa í framkvæmdum. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 90 orð

Notalegt garðlíf

Notalegt er að sitja í garðinum sínum og sóla sig á daginn eða sitja úti með góðan kaffibolla og bók í hendi. Þó dálítið kaldara sé hér á sumarkvöldum en í nágrannalöndum okkar þarf það þó ekki að stöðva neinn í því að sitja úti. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 273 orð | 2 myndir

Notkun íslenskra jurta

Grasaganga og jurtaferð verður farin frá Klængshóli í Skíðadal þar sem þær Anna Dóra Hermannsdóttir og Guðrún Hadda Bjarnadóttir kenna fólki nýtingu villtra jurta til matar, lækninga og litunar. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 303 orð | 1 mynd

Nýstárlegir smágarðar

Félag íslenskra landslagsarkitekta hefur nú kunngjört úrslit smágarðasamkeppni sem haldin var í tengslum við garðyrkjusýninguna Blóm í bæ í Hveragerði. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 64 orð | 1 mynd

Punt í lautarferðina

Þegar búið er að pakka gómsætum mat og drykk ofan í nestikörfuna er mun smekklegra að borða nestið með fallegum viðarhnífapörum en hinum hefðbundnu plasthnífapörum, ekki satt? Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 874 orð | 4 myndir

Ræktar hnetutré í Hafnarfirði

Sólveig Jónsdóttir hefur haft mikinn áhuga á garðyrkju síðan hún dvaldi í Noregi við nám en hún hefur ekki tölu á þeim fjölda blóma sem eru í garðinum hennar. Sígrænn gróður og lyngrósir eru í uppáhaldi. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 700 orð | 3 myndir

Sáir fjölæringum á ári hverju

Nýverið var opnuð síða þar sem finna má upplýsingar um garðplöntur sem eru í ræktun á Íslandi en þar setti Rannveig Guðleifsdóttir allar plöntur inn sem eru í garðinum hennar, en það er dágóður slatti. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 152 orð | 1 mynd

Skemmtun fyrir alla

Síðustu ár hefur verið mjög vinsælt að hafa trampólín í garðinum en það er mikið skemmtitæki fyrir bæði börn og fullorðna. Þó virðist vera misbrestur á að öryggisnet sé alltaf til staðar en það er gríðarlega mikilvægt svo enginn slasist. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 86 orð | 1 mynd

Skólagarðar byrjaðir

Flest íslensk börn hafa eytt dágóðum hluta sumarsins í skólagörðum borgarinnar þar sem þau rækta radísur, kál og rófur svo fátt eitt sé nefnt. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 98 orð | 1 mynd

Skrautlegir garðálfar

Það er skemmtilegt að skreyta garðinn sinn með garðálfum og margir sem safna slíkum. Þeir eru til í ýmsum stærðum og gerðum og fela sig gjarnan á milli plantna eða eru hafðir meira sýnilegir á pöllum og steinum. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 318 orð | 1 mynd

Sumarblómin ljúfu

Sumarblómasala hefst í verslunum strax í maí og stendur yfirleitt eitthvað fram á sumarið. Stjúpurnar eru sívinsælar en vinsældir ýmiss konar hengiblóma hafa líka aukist síðastliðin ár. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 711 orð | 1 mynd

Sumarið í Reykjavík

Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Almenningsgarðar borgarinnar eru nú fullir af fólki sem hafa þann starfa í sumar að halda þeim við, snyrta og fegra. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 845 orð | 5 myndir

Sumarið lengt með skjólveggjum

Með réttri hönnun, skjólveggjum og markísum má lengja sumarið um 1-2 mánuði að sögn Björns Jóhannssonar landslagsarkitekts. Möguleikarnir eru endalausir en meira er um að fólk vinni sjálft í garðinum sínum um þessar mundir. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 332 orð | 4 myndir

Sumrinu varið meðal rósa

Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Kristleifur Guðbjörnsson hefur ræktað rósir í garðinum sínum síðan árið 1978. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 605 orð | 2 myndir

Tilraunir og gleði í matjurtarækt

Um 60 félagar í Garðyrkjufélagi Íslands hafa fengið úthlutaða garðyrkjuskika til ræktunar í borginni. Þar ræktar fólk í mestu samvinnu ýmiss konar matjurtir og hefur gaman af. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 535 orð | 3 myndir

Tíu ára gömul hugmynd verður að veruleika í Hafnarfirði

Á næstu tíu árum mun rísa garð- og listamiðstöð á Þorlákstúni í Hafnarfirði en það er gamall draumur Steinþórs Einarssonar skrúðgarðyrkjumeistara. Á staðnum verður hægt að ganga um og skoða plöntur og tré auk þess sem þar verður söluskáli. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 67 orð | 1 mynd

Tónlist í garðinn

Ef þú átt gamalt útvarp heima fyrir sem þú ætlar að endurnýja er ekki þar með sagt að engin not geti verið af því. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 672 orð | 2 myndir

Töluverð sprenging í matjurtaræktun

Hafist var handa við að rækta mat- og kryddjurtir í þar til gerðum nytjajurtagarði í Grasagarðinum árið 2001. Þar ræktar starfsfólk garðsins allt frá piparmyntu til hnúðkáls en 22. ágúst er haldin uppskeruhátíð þar sem öllum er frjálst að koma og smakka, skoða og fræðast. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 532 orð | 3 myndir

Útiflísar og hellur notaðar í palla

Núorðið er meira um að garðurinn sé kláraður í pörtum í stað þess að klára hann allan í einu og jafnan er bílastæðið klárað fyrst. Viðhald er ofarlega í huga fólks og margir kjósa að búa til palla með hellum eða flísum til að minnka viðhaldið. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 118 orð | 1 mynd

Vefur garðplantna

Félag garðplöntuframleiðenda opnaði nýverið vef um garðplöntur en vefurinn er afrakstur af verkefninu Selja sem félagið hefur unnið að um nokkurt skeið. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 171 orð | 1 mynd

Viðhald lengir líftíma húsgagnanna

Það er alltaf skemmtilegt að hafa falleg garðhúsgögn sem prýða garðinn, pallinn eða jafnvel svalirnar. Ef ekki er vel hirt um húsgögnin geta þau hins vegar ansi fljótt orðið að lýti frekar en til prýði. Meira
6. júní 2009 | Blaðaukar | 66 orð | 1 mynd

Þægilegur niður

Algengt er að í almenningsgörðum sé að finna glæsilega gosbrunna. Þeir setja svip á garða og sums staðar eru þeir hannaðir þannig að hægt sé að busla í þeim þegar heitt er í veðri. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.