Greinar miðvikudaginn 8. júlí 2009

Fréttir

8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

118 eignir seldar nauðungarsölu

ALLS höfðu 118 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á þessu ári nú í lok júní. Þar af voru 6 seldar í janúar, 29 í febrúar, 37 í mars, 20 í apríl, 15 í maí, 11 í júní. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Akureyri vökvuð í kvöldsólinni

SÁRALÍTIÐ hefur rignt á Akureyri síðasta mánuðinn, nema einstaka nótt. Nýlega var tyrfð hljóðmön meðfram Miðhúsabraut og í því skyni að halda lífi í grasinu hefur verið gripið til þess ráðs að vökva það hressilega. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 453 orð | 2 myndir

Alvarlegasta slys frá vígslu Hvalfjarðarganga

Með ólíkindum þykir að ekki fór verr þegar fólksbifreið og stór flutningabifreið með eftirvagn rákust saman í Hvalfjarðargöngum á mánudag. Áreksturinn vekur upp spurningar um öryggi í göngunum. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 265 orð

Átta ár fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is KARLMAÐUR var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og gróf kynferðisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

„Markmiðið virtist að skuldsetja þjóðina“

„ÞAÐ er óneitanlega dapurlegt að það hafi þurft þjóðargjaldþrot til að breyta áherslunum,“ segir í umfjöllun Neytendastofu um „bankaböl góðærisins,“ sem birt var í gær. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 1183 orð | 3 myndir

„Mér er sagt það sé til“

ÖSSUR Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist aldrei hafa fengið greiningu bresku lögmannstofunnar Mishcon de Reya frá 29. Meira
8. júlí 2009 | Erlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Betlað í sólskinsfylkinu

BETLARAR voru undir lok síðasta áratugar sjaldgæf sjón á Flórída en bregður nú gjarnan fyrir við helstu umferðaræðar. Eins og rakið er í St. Petersburg Times velja margir þetta lifibrauð af eigin vilja, ekki af illri nauðsyn. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 65 orð

Bifhjólamaður braut spegil á ógnarhraða

LÖGREGLAN á Suðurnesjum náði ekki bifhjólamanni á dökku „race“ hjóli sem hún fékk tilkynningu um að æki á ofsahraða á leið til Reykjanesbæjar síðdegis í gær. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Blásið á Hljómskálanum

LITRÍKIR tónleikar voru haldnir á þaki Hljómskálans í Reykjavík í gær þar sem blásarasveitin Brasskararnir steig á stokk ásamt Snorra Helgasyni í Sprengjuhöllinni. Tónleikarnir eru hluti af Íslensku tónlistarsumri sem hófst í gær um land allt. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 101 orð

Búið að veiða 24 hvali

ALLS hafa veiðst 24 langreyðar á vertíðinni það sem af er, að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Tveir bátar stunda veiðarnar sem kunnugt er, Hvalur 8 og Hvalur 9. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Einblína á jákvæðu fréttirnar

VART er hægt að deila um að mikið hefur farið fyrir neikvæðum fréttum í miðlum landsins undanfarna mánuði. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Ekki búið að lagfæra rask við minjar

RÖSKUN á Hurðarbakssefi og Káranessefi í Kjós hefur ekki verið lagfærð eftir að landeigendur ræstu þar fram úr gömlum skurðum. Vafi leikur á hvort landeigendum bar að sækja um framkvæmdaleyfi. Meira
8. júlí 2009 | Erlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Fyrsta vetnisflugfarið

HIN vetnisknúna Antares DLR-H2, einhvers konar sambland af flugvél, svifflugvél og þyrlu, tekur á loft frá flugvellinum í Hamborg. Að sögn framleiðenda er þetta fyrsta mannaða flugfarið sem er eingöngu knúið vetni. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Getur ekki minnkað vinnuna vegna skerts lífeyris

Guðrún Norberg, sem nýlega varð 67 ára og lækkaði starfshlutfall sitt á leikskóla í 50%, telur sér ekki annað fært en að fara aftur í fullt starf. Það er vegna breytinga á frítekjumarki sem samþykktar voru á Alþingi í síðustu viku. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Heimilislaus í kúlutjaldi og búslóðin undir plastdúk

KONA á miðjum aldri hefur búið um sig í kúlutjaldi á auðri byggingarlóð við Ánanaust í Reykjavík þar sem til stóð að reisa lúxusíbúðir. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Heimsleikar þroskaheftra í Tékklandi

HEIMSLEIKAR þroskaheftra eru haldnir í Tékklandi dagana 5.-14. júlí. 1.460 þátttakendur frá 40 löndum mæta á leikana sem eru stærstu leikar þroskaheftra. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Hjartað slær í gleðitakti

Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur sva nbjorg@mbl.is „ÞAÐ eru líklega fá börn í heiminum sem eiga þriggja hjartna og þriggja nýrna pabba,“ segir Helgi Einar Harðarson með nýskírða dóttur sína í fanginu og hlær hjartanlega. Hinn 14. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Hjálpað eftir að neyðarkall barst frá Bandaríkjunum

TVÆR bandarískar konur fengu í gær aðstoð björgunarsveitarinnar Húna þar sem þær voru strandaglópar á eyri í ánni Sveðju við Kaldakvíslarjökul. Neyðarbeiðni barst Landhelgisgæslunni frá neyðarþjónustu í Bandaríkjunum sem konurnar eru í viðskiptum við. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 343 orð | 2 myndir

Hundraða milljarða vaxtakostnaður óhjákvæmilegur

Talsmenn InDefence-hópsins telja engar líkur á því að ríkinu takist að greiða Icesave-skuldirnar. Þeir kynntu þingmönnum útreikninga máli sínu til stuðnings í gær. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 649 orð | 2 myndir

Hægt að spara gríðarlega verðmæta orku á Íslandi

Íslensk stjórnvöld hafa nú til athugunar hvort rétt sé að hætta að nota hefðbundnar ljósaperur, svonefndar glóperur, hér á landi. Skiptar skoðanir eru um hvort rétt sé að gefa glóperuna upp á bátinn Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Íhugar að skrifa ekki undir kjarasamning við launanefndina

FORMAÐUR Verkalýðsfélags Akraness, VLFA, segist ætla að íhuga sterklega að skrifa ekki undir kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga fyrr en ljóst sé hvaða áhrif breytingar á vinnutilhögun starfsmanna íþróttamannvirkja og skólaliða Akraneskaupstaðar... Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 699 orð | 4 myndir

Kerfið skreppur saman

Bankarnir fá nýja efnahagsreikninga 17. júlí. Gert er ráð fyrir 16 prósenta eiginfjárhlutfalli. Rætt hefur verið um sameiningu sparisjóða og banka. Kröfuhafar tregir til að leggja til fé. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 321 orð | 2 myndir

Kom sér fyrir í kúlutjaldi

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Á AUÐRI lóð við Ánanaust stendur lítið kúlutjald og garðstólar faldir milli illgresis og ætihvannar. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Kvörtun Sigurðar Gylfa ekki tekin til meðferðar

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is UMBOÐSMAÐUR Alþingis sá ekki ástæðu til að taka kvörtun Sigurðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings vegna vinnubragða Háskóla Íslands til frekari meðferðar eftir að hafa athugað málið. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Lagaóvissan var ekki ný

STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra segir sjálfsagt að verða við öllum óskum þingmanna um aðgang að skjölum, bæði drögum, minnispunktum og fullkláruðum gögnum, sem varða Icesave-málið. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Lengsta hjólakeppni ársins

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is ÚTIVIST af öllu tagi virðist hafa gripið Íslendinga heljartökum þessi misserin, þar á meðal hjólreiðar. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 686 orð | 2 myndir

Lífeyririnn skertur fyrirvaralaust um mánaðamót

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is ELLILÍFEYRISÞEGI sem nýverið lækkaði starfshlutfall sitt niður í 50% telur sér ekki annað fært en að fara aftur í fullt starf vegna breytinga á frítekjumarki sem samþykktar voru á Alþingi í síðustu viku. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 379 orð | 2 myndir

Margir vilja stofna fyrirtæki

Dregið hefur úr stofnun eignarhaldsfélaga og sprenging orðið í fjölda umsókna um styrki hjá Nýsköpunarmiðstöð. Aðstoð við útfærslu viðskiptahugmynda hefur sjaldan verið betri. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 40 orð

Mögulegt að Byr og SPKef renni inn í ríkisbankana

Rætt hefur verið um að tveir af mörgum sparisjóðum sem nú eru í vanda, Sparisjóður Keflavíkur (SPKef) og Byr sparisjóður, verði sameinaðir ríkisbönkum. SPKef yrði hluti af Landsbankanum og Byr rynni saman við Íslandsbanka. Meira
8. júlí 2009 | Erlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Obama opinskár í Moskvu

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is BARACK Obama Bandaríkjaforseti átti í gær fund á hóteli sínu í Moskvu með nokkrum af helstu gagnrýnendum yfirvalda í Rússlandi, þar á meðal skáksnillingnum Garrí Kasparov. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Opinn skógur í Ásabrekku í Ásahreppi

Ásabrekka í Ásahreppi, svæði Skógræktarfélags Rangæinga, hefur verið opnað formlega undir merkjum „Opins skógar“ skógræktarfélaganna. Meira
8. júlí 2009 | Erlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Óeirðalögregla gætir hverfa Uighur-manna

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÓEIRÐALÖGREGLA beitti táragasi og setti upp farartálma í Urumqi, höfuðborg Xinjiang, í gær til að halda aftur af þúsundum reiðra Han-Kínverja sem gengu um götur með barefli í leit að Uighur-mönnum í hverfum þeirra. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Queen Victoria kemur í vikulokin

MIKIÐ glæsiskip, Queen Victoria, kemur til hafnar í Reykjavík á föstudaginn og leggst að Skarfabakka í Sundahöfn. Skipið er 90.049 brúttótonn og um borð eru um 2000 farþegar. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Reru 2.300 km á einni viku

„VIÐ erum á leiðinni á American Style og reiknum með að fá okkur einn hamborgara eða svo,“ sagði Arnaldur Birgir Konráðsson sem í félagi við sex aðra lauk róðrarátakinu 7x7 í líkamsræktarstöðinni Boot Camp klukkan 13 í gær. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Samið við KÍ og BHM í haust

EKKI verða gerðir nýir kjarasamningar á milli ríkisins og félaga innan Bandalags háskólamanna og Kennarasambands Íslands fyrr en í ágúst. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Samningur undirritaður vegna álþynnuverksmiðju

FJÁRFESTINGARSAMNINGUR vegna byggingar álþynnuverksmiðju í Eyjafirði var undirritaður í gær af Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Samningurinn er við ítalska fyrirtækið Becromal og þróunarfélagið Strokk Energy sem er í íslenskri eigu. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Segja goðsögur í Urðarbrunni

ASKUR Yggdrasils rammar inn sýningu um hinn forna hugmyndaheim norrænna manna sem opnuð verður á morgun á Iðavöllum, setri norrænnar goðafræði í Hveragerði. Miðgarðsormurinn bítur í sporð sér í forgrunni. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 235 orð

Sjóvá skuldaði í bótasjóð

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is SJÓVÁ átti ekki fyrir vátryggingaskuld sinni og leggja þurfti félaginu til fé svo það gæti staðið undir henni. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Stefnt er að þinglokum eftir næstu helgi

NEFNDASTÖRF Alþingis halda áfram í dag og á morgun verður aðildarumsókn Íslands að ESB til umræðu þar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segir stefnt að þinglokum eftir næstu helgi en vill ekki festa niður dagsetningu þar um. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 422 orð | 2 myndir

Strandveiðar njóti vafans

Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is FRJÁLSAR strandveiðar eiga að njóta vafans enda þótt þær þýði að inn í greinina komi á nýjan leik útgerðarmenn sem selt hafa kvótann sinn og eiga jafnvel bátana ennþá. Meira
8. júlí 2009 | Erlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Stungin til bana í réttarsal

EINN helsti andlegi leiðtogi Egypta, Muhammed Sayyed Tantawi, hefur krafist þess að maðurinn sem stakk til bana 32 ára barnshafandi, egypska konu í réttarsal í Dresden í Þýskalandi í síðustu viku, fái eins þungan dóm og mögulegt er. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 1081 orð | 7 myndir

Tryggingafélagið Sjóvá átti ekki lengur fyrir vátryggingaskuld

Vaxandi skuldir og fallandi eignavirði áhættufjárfestinga varð til þess að Sjóvá átti ekki fyrir vátryggingaskuld sinni. Þetta er það sem er undir í rannsókn sérstaks saksóknara á Sjóvá og Milestone. Meira
8. júlí 2009 | Erlendar fréttir | 540 orð | 3 myndir

Valdagræðgi í Mið-Ameríku

Mikil stjórnarkreppa ríkir í Hondúras eftir að herinn rændi völdunum í kjölfar einræðistilburða Manuels Zelaya forseta. Á sama tíma og heimurinn fordæmir valdaránið er Zelaya lítt vinsæll. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Varað við borgarastyrjöld

„STAÐAN er mjög viðkvæm í þjóðfélaginu og ég get alveg ímyndað mér að það séu mjög margir sem fyllist reiði við tilhugsunina,“ segir Þórður B. Sigurðsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 79 orð

Vilja tvöfalda Vesturlandsveg

STJÓRN Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skorar á stjórnvöld að fylgja eftir án tafar tillögum um tvöföldun Hvalfjarðarganga og Vesturlandsvegar á Kjalarnesi. Meira
8. júlí 2009 | Erlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Vökul móðuraugu

HÚN hefur ekki augun af unganum, strútsmóðirin í dýragarðinum í Berlín. Meira
8. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Þrír fengu úthlutað úr Silfursjóði Reykjavíkurborgar

ÞRÍR fengu samtals 3,3 milljónir króna úr Silfursjóði Reykjavíkurborgar í gær. Þetta er fyrsta úthlutun úr sjóðnum en hann var stofnaður til heiðurs árangri íslenska handknattleikslandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking. Meira

Ritstjórnargreinar

8. júlí 2009 | Leiðarar | 359 orð

Braskarar frelsaðir

Á meðan höft eru á fjármagnsflutningum milli Íslands og annarra landa munu einhverjir finna leiðir til að hagnast á því að fara á svig við reglurnar. Meira
8. júlí 2009 | Leiðarar | 375 orð

Kínversk stjórnvöld söm við sig

Minnihlutahópar eiga erfitt uppdráttar í Kína. Á því hafa Tíbetar fengið að finna og sömu sögu er að segja af þjóðflokki Uigura. Meira
8. júlí 2009 | Staksteinar | 205 orð | 1 mynd

Utanríkisráðherra ekki séð álitið!

Á forsíðu Morgunblaðsins í gær var frétt þess efnis að breska lögfræðiskrifstofan Mishcon de Reya teldi samkvæmt trúnaðarálitsgerð sem unnin var fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að Ísland hefði ekki formlega ábyrgst skuldbindingar... Meira

Menning

8. júlí 2009 | Leiklist | 348 orð | 1 mynd

Árin 1936-56 í sviðsljósinu

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Í MEIRA en fjörtíu ár hefur ferðamönnum á Íslandi staðið til boða að fræðast um íslenska menningu, siði, venjur, þjóðtrú, vætti, álfa og tröll í ferðaleikhúsinu Light Nights. Kristín G. Meira
8. júlí 2009 | Myndlist | 491 orð | 1 mynd

„Aldrei hitt Karl Berndsen“

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞANN 1. apríl síðastliðinn birtist auglýsing frá Karli Berndsen um svokallað Beauty Camp Weekend, þar sem átti að fara ofan í saumana á öllu því sem viðkæmi líkamlegri umhirðu, tísku, förðun o.s.frv. Meira
8. júlí 2009 | Tónlist | 222 orð | 1 mynd

Bláa kirkjan tekin við af snjóflóðum í hugum fólks

SUMARTÓNLEIKARÖÐIN Bláa kirkjan á Seyðisfirði hefst í kvöld í tólfta sinn með tónleikum á miðvikudagskvöldum kl. 20.30. Það var tónlistarkennarinn Muff Worden sem kom tónleikaröðinni á legg og stýrði henni allt þar til hún lést sumarið 2006. Meira
8. júlí 2009 | Bókmenntir | 141 orð | 1 mynd

Brautryðjandi í Chicago-blús

Big Bill Blues eftir Big Bill Broonzy. Oak gefur úr. 139 bls. kilja. Meira
8. júlí 2009 | Fólk í fréttum | 93 orð | 1 mynd

Brúnkuúðanum stolið?

LEIKKONAN Lindsey Lohan og athafnakonan Lorit Simon hafa verið lögsóttar af Jennifer Sunday, efnafræðingi í St. Meira
8. júlí 2009 | Bókmenntir | 205 orð | 1 mynd

Flakkari með gítar

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is LÍF blúsarans forðum var líf flökkumanns eins og lesa má í stórmerkilegri sjálfsævisögu David Honeyboy Edwards, The World Don't Owe Me Nothing . Meira
8. júlí 2009 | Fólk í fréttum | 56 orð

Fríða og Dýrið svamla saman í Sundlauginni

*Ör þróun samskiptavefja hefur gert það að verkum að leyndarmálunum fækkar óðum og flestallt mannanna dútl liggur á glámbekk netsins. Twitter-rás Sundlaugarinnar, mosfellska hljóðversins, gerði heyrinkunnugt í gær að furðurokksveitin Dr. Meira
8. júlí 2009 | Tónlist | 71 orð | 1 mynd

Háskólakór Árósa í Reykholtskirkju

Háskólakór Árósa heldur tónleika í Reykholtskirkju í kvöld kl. 20.30. Kórinn er skipaður 25-30 háskólastúdentum á aldrinum 20-40 ára. Meira
8. júlí 2009 | Tónlist | 176 orð | 1 mynd

Jackson á klassísku nótunum

POPPSTJARNAN Michael Jackson, sem kvaddur var í gær, vann að tveimur verkefnum fyrir ótímabært andlát sitt. Annað þeirra var útgáfa plötu með klassískum tónsmíðum. Meira
8. júlí 2009 | Tónlist | 135 orð | 1 mynd

Kemur úr dvala fyrir eina tónleika

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is TVEIR þriðju hljómsveitarinnar Dynamo Fog, sem hefur legið í dvala eftir að slettist upp á vinskap söngvaranna tveggja, sitja ekki auðum höndum þrátt fyrir vonbrigðin. Meira
8. júlí 2009 | Tónlist | 243 orð | 4 myndir

Konungurinn kvaddur

UM 17.500 manns sóttu í gær minningarathöfn um konung poppsins, Michael Jackson, sem lést þann 25. júní sl., í Staples Center-íþróttahöllinni í Los Angeles. Meira
8. júlí 2009 | Tónlist | 242 orð | 1 mynd

Lifandi Jackson

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is PÁLL ÓSKAR hefur ráðið hljómsveitina Jagúar til þess að sjá um undirleik á Michael Jackson-hátíð sem hann stendur fyrir á Nasa á laugardagskvöldið. Meira
8. júlí 2009 | Bókmenntir | 45 orð

Metsölulistar»

New York Times Finger Lickin' Fifteen – Janet Evanovich 2. The Doomsday Key – James Rollins 3. Knockout – Catherine Coulter 4. Omen – Christie Golden 5. The Angel's Game – Carlos Ruiz Zafón 6. Meira
8. júlí 2009 | Myndlist | 106 orð | 1 mynd

Mótmælandi varð fyrstur upp á stallinn

GJÖRNINGUR breska listamannsins Anthonys Gormley hófst með heldur óvæntum hætti á Trafalgar-torgi í London í fyrradag, þegar mótmælandi klifraði upp á fjórða stallinn s.k. Meira
8. júlí 2009 | Tónlist | 486 orð | 2 myndir

Nauðsynlegur tónlistarfrömuður

Þetta ár í breskri popptónlist virðist ætla að markast af endurnýjun. Meira
8. júlí 2009 | Tónlist | 69 orð | 1 mynd

Orgelsumar í Dómkirkjunni

HÁDEGISTÓNLEIKAR eru nú alla fimmtudaga í Dómkirkjunni í Reykjavík í sumar, og hefjast kl. 12.15. Þar koma íslenskir orgelleikarar fram ýmist einir eða með gestum. Meira
8. júlí 2009 | Fólk í fréttum | 68 orð | 1 mynd

Peran pikkföst í borgarráði

* Aðstandendur Perunnar , nýs skemmtistaðar sem verður opnaður von bráðar í gamla Sirkús-kofanum, hafa orðið varir við mikinn áhuga fólks á opnun staðarins. Meira
8. júlí 2009 | Fjölmiðlar | 217 orð | 1 mynd

Rás tvö eldist - rás eitt yngist

ÉG hef það sterkt á tilfinningunni, að á meðan rás tvö eldist jafnt og þétt, sé rás eitt að yngjast. Þó er rás eitt að verða áttræð, en rás tvö ekki nema liðlega 25 ára. Meira
8. júlí 2009 | Tónlist | 73 orð | 1 mynd

Schola cantorum á hádegistónleikum

LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju stendur fyrir þeirri nýjung í sumar að bjóða upp á stutta hádegistónleika á miðvikudögum kl. 12. Meira
8. júlí 2009 | Kvikmyndir | 243 orð | 1 mynd

Sprengjur, systur og Brüno

ÞRJÁR kvikmyndir verða frumsýndar í íslenskum kvikmyndahúsum í dag, hver annarri ólíkari. Brüno Austurríska módelið og tískulöggan Brüno kemur til landsins í dag... eða allavega myndin um hann. Meira
8. júlí 2009 | Tónlist | 154 orð | 1 mynd

Syngdu með í múmlögum...

LÍNUR eru orðnar afskaplega skýrar hvað varðar næstu breiðskífu múm, Sing Along to Songs You Don't Know , en þessi fimmta hljóðversplata sveitarinnar kemur út 24. Meira

Umræðan

8. júlí 2009 | Aðsent efni | 318 orð | 1 mynd

Á ég að gæta bróður míns?

Eftir Jóhann Tómasson: "Það verður áhugavert að sjá hvort siðræn gildi fái tímabæra uppreisn þegar græðgi, sjálfsdýrkun og hroki hafa riðið Íslandi á slig." Meira
8. júlí 2009 | Bréf til blaðsins | 301 orð | 1 mynd

Blóðbankinn bjargar mannslífi

Frá Gísla Páli Pálssyni: "OFT heyrist af því í fjölmiðlum að blóðgjafar bjargi mannslífum með því að gefa blóð. Sjaldnar heyrist að Blóðbankinn bjargi mannslífum með því að þiggja blóð en það gerðist í mínu tilfelli." Meira
8. júlí 2009 | Aðsent efni | 262 orð | 1 mynd

Breytingar á lögum um almannatryggingar

Eftir Þorgerði Ragnarsdóttur: "Með breytingunum eru kjör tekjulægstu lífeyrisþeganna varin með sérstakri uppbót til framfærslu sem sett var með reglugerð á síðasta ári." Meira
8. júlí 2009 | Pistlar | 441 orð | 1 mynd

Er matur framleiddur í búðum?

Rígur milli þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og þeirra sem búa á landsbyggðinni getur verið skemmtilegur en hann getur líka verið afskaplega þreytandi. Dæmi um hið síðarnefnda mátti m.a. sjá í grein í Morgunblaðinu 4. Meira
8. júlí 2009 | Aðsent efni | 629 orð | 1 mynd

Frjálsi Fjárfestingabankinn og eignarétturinn

Eftir Sigurð Oddsson: "Ástand eins og nú er í þjóðfélaginu er kjöraðstæður fyrir fyrirtæki eins og Frjálsa Fjárfestingabankann, sem rekinn er áfram af græðgi og gróðafíkn." Meira
8. júlí 2009 | Aðsent efni | 761 orð | 1 mynd

Fyrirgef oss vorar skuldir

Eftir Einar Júlíusson: "Verði hann eða bara einhver skuld ríkisins ekki greidd á réttum tíma gjaldfellur öll Icesave-skuldin og Hollendingar yfirtaka eignir ríkisins..." Meira
8. júlí 2009 | Blogg | 65 orð | 1 mynd

Inga Helgadóttir | 7. júlí Veröld á heljarþröm Mig var að dreyma. Ég...

Inga Helgadóttir | 7. júlí Veröld á heljarþröm Mig var að dreyma. Ég horfði yfir veröldina. Meira
8. júlí 2009 | Aðsent efni | 799 orð | 3 myndir

Ísland án banaslysa í umferðinni fyrir árið 2015?

Eftir Steinþór Jónsson: "Á vegum FÍB er unnið öflugt starf í forvörnum með tilkomu EuroRAP. Umhverfi vega er skoðað og staðlað mat lagt á öryggi vegarins." Meira
8. júlí 2009 | Aðsent efni | 766 orð | 1 mynd

Landakaupamál Reykjanesbæjar – Forsaga

Eftir Petrínu Baldursdóttur: "Yfirlit yfir landakaupamál Grindvíkinga og Reyknesbæinga. Forsagan rakin og leitast við að skýra stöðu mála í dag." Meira
8. júlí 2009 | Blogg | 205 orð | 1 mynd

Lára Hanna Einarsdóttir | 7. júlí Hugleiðingar um einkavæðingu áríðandi...

Lára Hanna Einarsdóttir | 7. júlí Hugleiðingar um einkavæðingu áríðandi skilaboð ...Sú rányrkja hefur hingað til alfarið verið verk Íslendinga, sem þó ættu að vita betur og þykja nógu vænt um land og þjóð til að valda ekki slíkum skaða. Samt gerist t.d. Meira
8. júlí 2009 | Aðsent efni | 479 orð | 1 mynd

Óvissan er versti óvinurinn

Eftir Jón Steindór Valdimarsson: "Það verður að taka af skarið, takmarka tjónið eins og unnt er og eyða óvissu. Án þess verður ekki haldið fram á við. Icesave er orðið þannig mál." Meira
8. júlí 2009 | Bréf til blaðsins | 348 orð | 1 mynd

Skattlagningar, Ísland og Orwell

Frá Stefáni Ingvari Vigfússyni: "NÝLEGA sagði ég samstarfskonu minni að ég væri hægrisinnaður. Viðbrögð hennar voru ekki betri en ég bjóst við. Hún spurði mig: „En hvað með þá sem minna mega sín?“ Spurningin var það opin að ég gat ekki svarað henni." Meira
8. júlí 2009 | Blogg | 151 orð | 1 mynd

Stefán Gíslason | 6. júlí Styrkjum Grensásdeildina Ef einhver málstaður...

Stefán Gíslason | 6. júlí Styrkjum Grensásdeildina Ef einhver málstaður er nógu góður til að maður leggi á sig að hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar hans vegna, þá er hann örugglega nógu góður til að maður láti nokkrar krónur af hendi rakna. Meira
8. júlí 2009 | Aðsent efni | 620 orð | 1 mynd

Uppbyggingu samfélags en ekki lögleiðingu fíkniefna

Eftir Jóhönnu Rósu Arnardóttur: "Refsingar leysa ekki vandann og það er til lítils að senda óhörðnuð ungmenni í fangelsi vegna fíkniefnabrota enda eiga þau að vera í skóla," Meira
8. júlí 2009 | Velvakandi | 327 orð | 3 myndir

Velvakandi

Hugleiðing um ferðalög TVÆR farþegaþotur hafa farist á skömmum tíma með um 400 farþegum. Venjulega þegar fólk fer í flug tekur það með sér hið allra nauðsynlegasta til ferðar og dvalar: Ferðatöskur með fötum til afnota, snyrtivörur og lyf. Meira
8. júlí 2009 | Blogg | 86 orð | 1 mynd

Þorsteinn Ingimarsson | 7. júlí Geta menn orðið öllu ósvífnari?? ...Það...

Þorsteinn Ingimarsson | 7. júlí Geta menn orðið öllu ósvífnari?? ...Það er með öllu óskiljanlegt að stjórn Kaupþingsbanka skuli líta við þessu tilboði. Ef einhverjir hafa efni á því að greiða skuldirnir sínar þá eru það bjöggarnir. Meira

Minningargreinar

8. júlí 2009 | Minningargreinar | 3286 orð | 1 mynd

Aðalmundur Jón Magnússon

Aðalmundur Jón Magnússon fæddist í Litla-Dal í Saurbæjarhreppi, nú Eyjafjarðarsveit, sunnudaginn 23. ágúst 1925. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 1. júlí 2009. Foreldrar hans voru Magnús Jón Árnason járnsmiður, f. 18. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2009 | Minningargrein á mbl.is | 835 orð | 1 mynd | ókeypis

Aðalmundur Jón Magnússon

Aðalmundur Jón Magnússon fæddist í Litla-Dal í Saurbæjarhreppi, nú Eyjafjarðarsveit, sunnudaginn 23. ágúst 1925. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 1. júlí 2009. Foreldrar hans voru Magnús Jón Árnason járnsmiður, f. 18. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2009 | Minningargrein á mbl.is | 524 orð | 1 mynd | ókeypis

Hjalti Heimir Pétursson

Hjalti Heimir Pétursson fæddist í Reykjavik 21.ágúst 1956. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2009 | Minningargreinar | 2175 orð | 1 mynd

Hjalti Heimir Pétursson

Hjalti Heimir Pétursson fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1956. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. júní 2009. Foreldrar hans eru Kristín Gunnlaugsdóttir, fyrrv. símstöðvarstjóri, f. 21.4. 1928 og Pétur Friðrik Pétursson ökukennari, f. 16.8. 1928. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2009 | Minningargreinar | 3239 orð | 1 mynd

Kjartan Jónsson

Kjartan Jónsson fæddist á Ísafirði 12. júní 1928. Hann lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti þriðjudaginn 30. júní sl. Foreldrar hans voru Jón Ólafur Jónsson málarameistari, f. 24. maí 1884, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2009 | Minningargrein á mbl.is | 506 orð | 1 mynd | ókeypis

Kjartan Jónsson

Kjartan Jónsson Kríuhólum 4 lést á líknardeild Landsspítalans á Landakoti þriðjudaginn 30. júní. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2009 | Minningargreinar | 794 orð | 1 mynd

Magnea Benía Bjarnadóttir

Magnea Benía Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 6. september 1922. Hún lést á Landspítalanum 1. júlí sl. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Ámundason vélstjóri í Reykjavík, f. í Bjólu á Rangárvöllum 13. apríl 1896, d. á Vífilsstöðum 20. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2009 | Minningargreinar | 3365 orð | 1 mynd

Sigríður Thorlacius

Sigríður Thorlacius fæddist að Völlum í Svarfaðardal 13. nóvember 1913. Foreldrar hennar voru Sólveig Pétursdóttir Eggerz og séra Stefán Kristinsson. Sigríður ólst upp að Völlum þar til að hún flutti til Reykjavíkur þar sem hún bjó upp frá því. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2009 | Minningargrein á mbl.is | 829 orð | ókeypis

Sigríður Thorlacius

Sigríður Thorlacius var fædd 13. nóvember 1913 að Völlum í Svarfaðardal. Foreldrar hennar voru Sólveig Pétursdóttir Eggerz og séra Stefán Kristinsson. Sigríður ólst upp að Völlum þar til að hún flutti til Reykjavíkur þar sem að hún bjó upp frá því. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2009 | Minningargrein á mbl.is | 1110 orð | 1 mynd | ókeypis

Þórhallur Steingrímsson

Þórhallur Steingrímsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1955. Hann lést á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Þóra Kristín Kristjánsdóttir, f. 1922, og Steingrímur Bjarnason, f. 1918, d. 1994. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2009 | Minningargreinar | 6066 orð | 1 mynd

Þórhallur Steingrímsson

Þórhallur Steingrímsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1955. Hann lést á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Þóra Kristín Kristjánsdóttir, f. 1922, og Steingrímur Bjarnason, f. 1918, d. 1994. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

8. júlí 2009 | Viðskiptafréttir | 108 orð

Ávöxtunarkrafa lækkaði í miklum viðskiptum

ÁVÖXTUNARKRAFA helstu skuldabréfaflokka ríkissjóðs og Íbúðalánasjóðs lækkaði í gær, en afar mikil velta var á skuldabréfamarkaði. Nam hún 22,6 milljörðum króna. Meira
8. júlí 2009 | Viðskiptafréttir | 219 orð | 1 mynd

Bankar færa háar fjárhæðir til útlanda

Eftir Helga Vífil Júlíusson helgivifill@mbl.is GJALDEYRISFORÐINN minnkaði um 10% milli mánaða, frá maí til loka júní. Það er skörp minnkun, því sé litið til minnkunar forðans frá áramótum til júní nemur hún 11%. Meira
8. júlí 2009 | Viðskiptafréttir | 115 orð | 1 mynd

Byr selur ÍLS skuldir

ÚTLÁN Íbúðalánasjóðs (ÍLS) drógust saman um 30% á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil fyrir ári. Útlánin námu 17,4 milljörðum króna á tímabilinu. Í júní námu lánin rúmlega 2,6 milljörðum króna. Meira
8. júlí 2009 | Viðskiptafréttir | 187 orð | 1 mynd

Lánshæfiseinkunn Kaliforníuríkis lækkuð og framtíðin ótrygg

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MATSFYRIRTÆKIÐ Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn Kaliforníuríkis í BBB. Einkunnin er því aðeins einum flokki yfir einkunn Íslands og tveimur flokkum yfir því sem kallað hefur verið... Meira
8. júlí 2009 | Viðskiptafréttir | 71 orð | 1 mynd

Lén hækka í verði

MEÐALVERÐ léna hefur hækkað 37% milli ára í 1.757 pund, samkvæmt upplýsingum frá bandaríska uppboðsfyrirtækinu Sedo, sem sérhæfir sig í lénum. Í frétt Telegraph segir að nokkur lén hafi verið seld fyrir háar fjárhæðir í ár: Toys. Meira
8. júlí 2009 | Viðskiptafréttir | 56 orð

Lítil velta í Kauphöllinni

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar styrktist lítillega í viðskiptum gærdagsins, eða um 0,36%. Lokagildi vísitölunnar var 746,29 stig. Mest velta var með bréf Alfesca án þess að breyting yrði á gengi bréfanna. Meira
8. júlí 2009 | Viðskiptafréttir | 368 orð | 1 mynd

Magma ætlar sér ekki að verða ráðandi í HS Orku

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl. Meira
8. júlí 2009 | Viðskiptafréttir | 76 orð | 1 mynd

Sænskir bankar ógna stöðugleika í Lettlandi

SÆNSKIR bankar, sem eru stærstu lánveitendur Eystrasaltslandanna, gætu verið að stofna í hættu björgunaraðgerðum í Lettlandi með því að láta útibúin í landinu ekki fá fé til útlána, samkvæmt vinnuskjali frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og... Meira
8. júlí 2009 | Viðskiptafréttir | 80 orð | 1 mynd

Víkingur flytur afla af miðunum í land

VÍKINGUR AK hefur verið notaður til að flytja afla af miðunum suðaustur af landinu þar sem mjög góð síld- og makrílveiði hefur verið. Samkvæmt vef HB Granda fór Víkingur tvívegis til Færeyja síðastliðna helgi, fyrst á föstudagskvöldið með rúmlega 1. Meira

Daglegt líf

8. júlí 2009 | Daglegt líf | 575 orð | 4 myndir

Sögufrægt hús í upprunalegt horf

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Sögufrægt hús í hjarta Sauðárkróks hefur verið byggt í sem næst upprunalegri mynd. Meira
8. júlí 2009 | Daglegt líf | 650 orð | 3 myndir

Þar eiga goðin dómstað sinn

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Gestir geta sett sig inn í hina fornu heimsmynd norrænna manna á sýningunni Urðarbrunni á Iðavöllum í Hveragerði. Meira

Fastir þættir

8. júlí 2009 | Árnað heilla | 180 orð | 1 mynd

Allir afmælisdagar yndislegir

GUÐRÚN Magnúsdóttir, ein tveggja varaformanna Fjölskylduhjálpar Íslands, fagnar 85 ára afmæli sínu í dag. Spurð hvernig hún ætli að halda upp á daginn stendur ekki á svörum. „Ég ætla að vera með kaffi handa vinum og vandamönnum frá kl. Meira
8. júlí 2009 | Fastir þættir | 161 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Djúpsálarfræði. Norður &spade;ÁKD10 &heart;KDG6 ⋄G5 &klubs;ÁKG Vestur Austur &spade;G65 &spade;42 &heart;Á2 &heart;73 ⋄ÁK1084 ⋄D932 &klubs;D53 &klubs;87642 Suður &spade;9873 &heart;109854 ⋄76 &klubs;109 Suður spilar 4&heart;. Meira
8. júlí 2009 | Fastir þættir | 114 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Bikarkeppnin 3. umferð Nýlega var dregið í þriðju umferð bikarkeppni Bridssambandsins. A.m.k. einum leik er lokið en það er leikur Björgvins Más Sigurðssonar og Gunnars B. Helgasonar þar sem þeir síðarnefndu unnu 89-73. Meira
8. júlí 2009 | Í dag | 17 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Alda Marín Jóhannsdóttir, Birta Hannesdóttir, Aðalbjörg og Brynjar söfnuðu flöskum og færðu Rauða krossinum ágóðann, 2.556... Meira
8. júlí 2009 | Í dag | 20 orð

Orð dagsins: Guð hefur uppvakið oss í Kristi Jesú og búið oss stað í...

Orð dagsins: Guð hefur uppvakið oss í Kristi Jesú og búið oss stað í himinhæðum með honum. (Ef. 2, 6. Meira
8. júlí 2009 | Fastir þættir | 147 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Be7 5. e3 Bd7 6. Bxf6 Bxf6 7. cxd5 exd5 8. Rxd5 c6 9. Rxf6+ Dxf6 10. Df3 De7 11. a3 Be6 12. Bd3 Rd7 13. Re2 O-O 14. Rf4 Bb3 15. O-O Rf6 16. Dh3 g6 17. Hfc1 Hac8 18. Hc3 Bd5 19. Dh4 Dd6 20. Dh6 Rg4 21. Dg5 Rf6 22. Meira
8. júlí 2009 | Fastir þættir | 307 orð

Víkverjiskrifar

Skoska knattspyrnufélagið FC Arbroath sigraði Aberdeen í bikarleik með 36 mörkum gegn engu 12. september árið 1884 og skoraði John Petrie 13 mörk. Þennan sama dag í sömu umferð skoska bikarsins sigraði Dundee Harp Aberdeen Rovers með 35 mörkum gegn... Meira
8. júlí 2009 | Í dag | 108 orð | 2 myndir

Þetta gerðist...

8. júlí 1922 Ingibjörg H. Bjarnason, 53 ára skólastjóri, var kjörin á þing, fyrst kvenna. Hún tók sæti á Alþingi í febrúar 1923. 8. júlí 1965 Blue Angels, frægasta flugsveit bandaríska flotans, sýndi listir sínar yfir Fossvogi. Meira

Íþróttir

8. júlí 2009 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

Áföllin dynja á Mickelson

SKAMMT er stórra högga á milli í lífi bandaríska kylfingsins Phil Mickelsons. Móðir Mickelsons, Mary Mickelson, hefur nú greinst með brjóstakrabbamein, tæplega tveimur mánuðum eftir að eiginkona hans Amy greindist með krabbamein. Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 539 orð | 2 myndir

„Reynir rosalega á sálina“

„Ég finn alveg að þjálfararnir bíða eftir að maður verði klár í slaginn og það er góð tilfinning. Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 223 orð

„Ætlum ekki að gefa menn frá Íslandi“

EKKI er útlit fyrir að KR-ingar muni missa fyrirliða sinn Jónas Guðna Sævarsson til sænska knattspyrnufélagsins Halmstad en félagið hefur haft hann í sigtinu síðustu vikur. Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 305 orð | 1 mynd

Bikarmeistararnir eru fallnir úr keppni

BIKARMEISTARAR KR féllu úr leik í 8 liða úrslitum VISA-bikarkeppninnar í knattspyrnu kvenna í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni, 3:0, á Stjörnuvelli í Garðabæ. Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Björgvin bætti metið

BJÖRGVIN Þorsteinsson, margfaldur Íslandsmeistari í höggleik, getur lengi bætt við sig fjöðrum til þess að skreyta golfhatt sinn. Björgvin, sem er á sextugsaldri, fór enn einu sinni holu í höggi á dögunum að því er fram kemur á vefsíðunni kylfingur. Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 525 orð | 2 myndir

Blikar hefndu tapsins í deildinni með sigri í bikar

Einn eftirtektaverðasti leikurinn í 8 liða úrslitum VISA-bikars kvenna í knattspyrnu í gær var án efa leikur Breiðabliks og Þórs/KA. Bæði liðin eru að gera góða hluti á Íslandsmótinu og unnu sinn heimaleikinn hvort í deildinni. Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 124 orð | 1 mynd

Fanndís ekki fótbrotin

FANNDÍS Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks í knattspyrnu, meiddist illa í bikarleiknum gegn Þór/KA í gær og var send með hraði upp á sjúkrahús. Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 354 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Sigursælasti þjálfari í sögu NBA-körfuboltans, Phil Jackson , tilkynnti á dögunum að hann mundi stýra meistaraliði LA Lakers á næstu leiktíð eins og undanfarin ár. Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 361 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho ítrekaði í samtali við ítalska blaðið Corriere dello Sport að hann vilji yfirgefa herbúðir ensku bikarmeistaranna Chelsea . Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 281 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Hrafn Guðlaugsson úr Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs setti vallarmet á Ekkjufellsvelli fyrir austan á sunnudaginn. Hrafn lék á 67 höggum sem er þremur höggum undir pari í Kaupþingsmótinu. Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

Frakkar mæta Japan og Skotlandi fyrir EM

FRANSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu sem mætir Íslandi í fyrstu umferðinni í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Finnlandi þann 24. ágúst, leikur tvo vináttulandsleiki áður en keppnin hefst. Franska liðið fær Japan í heimsókn þann 1. Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Frábær tími hjá Bolt

ÞREFALDUR ólympíumeistari, Usain Bolt frá Jamaíka, er greinilega vel á sig kominn því hann sigraði í 200 metra hlaupi á Grand Prix móti í Lausanne í Sviss í gærkvöldi á frábærum tíma. Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 414 orð | 2 myndir

Guðmundur Reynir lánaður til KR-inga

Guðmundur Reynir Gunnarsson, bakvörðurinn knái sem er á mála hjá sænska knattspyrnufélaginu GAIS, er að öllum líkindum á leið til síns gamla félags KR á næstu dögum á lánssamningi. Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 147 orð

HK-liðið leitar liðsstyrks

FORSVARSMENN handknattleikslið HK í Kópavogi leita nú logandi ljósi að liðsstyrk fyrir karlaliðið vegna næsta keppnistímabils þegar ljóst þykir að allt að sjö leikmenn liðsins á síðustu leiktíð rói með bátum annarra útgerða þegar handknattleiksvertíðin... Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 701 orð | 2 myndir

Íslendingar sluppu við sláturtíðina

Íslenska karlalandsliðið í golfi náði sínum næstbesta árangri á Evrópumóti áhugamanna um síðustu helgi þegar liðið hafnaði í 12. sæti í Wales. Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 149 orð

knattspyrna VISA-bikar kvenna Bikarkeppni KSÍ, 8 liða úrslit: Völsungur...

knattspyrna VISA-bikar kvenna Bikarkeppni KSÍ, 8 liða úrslit: Völsungur – Valur 0:4 – Dagný Brynjarsdóttir 38., 65., Kristín Ýr Bjarnadóttir 70., 88. Breiðablik – Þór/KA 2:1 Berglind B. Þorvaldsdóttir 1., Harpa Þorsteinsdóttir 66. Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 197 orð | 1 mynd

Missir Guðmundur markvörð?

EINN efnilegasti handknattleiksmarkvörður heims, Daninn Niklas Landin, gæti verið á förum frá félagi sínu GOG þar sem Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari var nýverið ráðinn til starfa. Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 210 orð | 1 mynd

Solveig hefur ekki áhyggjur af íslenska liðinu

SOLVEIG Guldbrandsen, reyndasti leikmaður norska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, á ekki von á að Ísland verði erfið hindrun í úrslitakeppni Evrópumótsins í Finnlandi í lok ágúst. Meira
8. júlí 2009 | Íþróttir | 314 orð | 1 mynd

Valdís Þóra byrjaði vel

EKKI tókst að ljúka leik á Evrópumóti áhugakvenna í golfi í Bled í Slóveníu í gær. Var leik frestað vegna veðurs síðdegis í gær og stóð til að hefja leik á ný í morgun. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.