Greinar þriðjudaginn 27. október 2009

Fréttir

27. október 2009 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

70 til 100 uppsagnir á Landspítala?

BEINAR uppsagnir á Landspítalanum gætu orðið 70 til 100 að sögn Björns Zoëga, forstjóra sjúkrahússins. Í pistli sem hann ritar á vefsíðu Landspítalans kemur fram að Björn telur að sparnaðaraðgerðir sem hófust í september sl. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 131 orð

Áhyggjur vegna skorts á varahlutum í mjaltavélar

FÓÐURBLANDAN hf. og DeLaval A/S hafa undirritað viljayfirlýsingu um að Fóðurblandan taki yfir sölu og þjónustu á vörum DeLaval á Íslandi en fyrirtækið hefur selt mjaltakerfi í mörg fjós hér á landi. Meira
27. október 2009 | Erlendar fréttir | 84 orð

Bandarísk hlutabréf eru sögð of dýr

BANDARÍSK hlutabréf eru sögð yfirverðlögð og bandaríska hlutabréfavísitalan S&P-500 mun falla um allt að 40% þegar Seðlabanki Bandaríkjanna hættir kaupum á fjármálagerningum á opnum markaði. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 561 orð | 2 myndir

„Óbreytt ástand gengur engan veginn“

Verkalýðshreyfingin telur sig geta veitt skjólstæðingum sínum betri þjónustu en Vinnumálastofnun og vill þess vegna að umsýsla atvinnuleysisbóta verði færð til stéttarfélaganna. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

„Ómetanleg gjöf“

LINDA Pétursdóttir færði nýverið Fjölskylduhjálp Íslands, fyrir hönd Baðhússins, 100 þriggja mánaða gjafakort að verðmæti 2.500.000 króna. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

„Sátt og vinátta í huga“

„ÞETTA var alveg stórkostlegt og þótt ég vildi gjarnan geta sagt að ég hefði fórnað einhverju fyrir Leikfélag Reykjavíkur þá er það ekki inni í dæminu,“ segir Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, sem í gærkvöldi var gerð að heiðursfélaga... Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Bensínlítrinn er kominn í 192 krónur

VERÐ á eldsneyti hefur hækkað stöðugt undanfarna daga. Þannig hækkaði Olís í gær verðið á bensínlítranum um þrjár krónur eða í 191,80 krónur og á dísilolíulítra í 188,60 krónur. Er þá miðað við sjálfsafgreiðslu. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Breytingar á viðskiptaumhverfinu geta fælt frá

Eftir Andra Karl andri@mbl.is „HÆGT er að segja, að þeir fjárfestar sem huga að fjárfestingu hér á landi séu aldrei viðkvæmari en einmitt nú fyrir breytingum á rekstrarumhverfinu, þ.e. akkúrat þegar þeir eru að skoða. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Breyttur hagvaxtarfyrirvari getur valdið hærri greiðslum

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HAGVAXTARFYRIRVARA sem Alþingi setti við Icesave-samninga hefur verið breytt í nýju samkomulagi ríkisins við Breta og Hollendinga. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 71 orð

Búið er að grafa rúma 5 kílómetra

EFTIR er að sprengja 151 metra í Bolungarvíkurgöngum áður en slegið verður í gegn. Samtals er því búið að sprengja 5.005 metra eða 97% af heildarlengd ganganna, að því er fram kemur á fréttavefnum bb.is. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 618 orð | 1 mynd

Bæjarfulltrúum stefnt

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Frjáls miðlun ehf. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 84 orð

Bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum

Iðnaðarráðherra hefur skipað ráðgjafahóp til að fara yfir tillögur Landsnets um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. Hópnum er jafnframt falið að leggja mat á það til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að bæta samkeppnisstöðu Vestfjarða m.t.t. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Dæmdir fyrir innbrot á Barðaströnd

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fjóra karlmenn á þrítugsaldri í fangelsi fyrir að brjótast inn á heimili úrsmiðs við Barðaströnd á Seltjarnarnesi hinn 25. maí síðastliðinn. Meira
27. október 2009 | Erlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Dæmdur í dómsalnum þar sem morðið var framið

Um 200 lögreglumenn gæta öryggis við réttarhöldin yfir 29 ára gömlum manni sem í júlí á þessu ári stakk ófríska konu af egypskum ættum í dómsal í Dresden í Þýskalandi. Morðið hefur kallað á afar hörð viðbrögð í heimi Islam. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Dæmi um að fólk tæki út hundruð milljóna

TÖLUVERÐ hætta skapaðist á seðlaskorti hjá Seðlabanka Íslands í septemberlok í fyrra, það er í aðdraganda bankahrunsins. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Ekki boðið að makrílborðinu

ÍSLENDINGAR taka ekki þátt í samningafundi um makrílveiðar, sem hófst í gær í Cork á Írlandi. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 354 orð | 1 mynd

Flensan talin innan þolmarka

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Í LIÐINNI viku greindust 1.640 manns hérlendis með A(H1N1)-inflúensu eða svínainflúensu en 1.677 í vikunni þar á undan. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Friðrik, Bergur og Yrsa meta handrit ungs fólks

Dómnefnd í handritakeppni stuttmyndahátíðar unga fólksins, Ljósvakaljóða, verður skipuð þeim Friðriki Þór Friðrikssyni kvikmyndaleikstjóra, Bergi Ebba Benediktssyni tónlistarmanni og glæpasagnahöfundinum Yrsu Sigurðardóttur. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Hvalfjarðargöng lokuð á nóttunni

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is HVALFJARÐARGÖNGIN verða lokuð næstu þrjár nætur og voru einnig lokuð nú í nótt. Lokað verður fyrir umferð á miðnætti og ekki opnað aftur fyrr en klukkan sex á morgnana. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 127 orð

Höfða mál gegn bæjarfulltrúum

ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Frjáls miðlun ehf. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Ísland á dagskrá AGS

FYRSTA endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands verður á dagskrá framkvæmdastjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á morgun, miðvikudag, líkt og íslensk stjórnvöld tilkynntu í síðustu viku. Meira
27. október 2009 | Erlendar fréttir | 409 orð | 2 myndir

Karadzic neitar að mæta og segist þurfa meiri tíma

Þegar réttarhöld yfir Radovan Karadzic hófust í gær var sæti hans autt. Hann neitar að mæta og krefst meiri tíma til að undirbúa vörn sína, en hann ætlar að verja sig sjálfur. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Kenna í MR og sýna á Sequences

MYNDLISTARBRÆÐURNIR Ásmundur og Snorri Ásmundssynir halda námskeið fyrir nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Afrakstur þess verður svo sýndur á sjónlistahátíðinni Sequences sem hefst á föstudaginn. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Kristján í starfi forsætisráðherra í fjarveru Jóhönnu

JÓHANNA Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra eru bæði stödd í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Kristján L. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

Lá hjálparlaus í tvo tíma

Eftir Andra Karl andri@mbl.is UM MIÐJAN föstudag 16. október sl. ók eiginmaður Petrínu Kristínar Steindórsdóttur frá heimili sínu við Nönnugötu í Reykjavík að Egilsgötu til að sækja beiðni í Domus Medica og lyfin í apótekið í sama húsi. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Leggja drög að yfirlýsingu um nýtt sjúkrahús

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is FORYSTUSVEIT lífeyrissjóðanna fundaði í gær með fulltrúum Landspítala og heilbrigðis- og fjármálaráðuneyta þar sem rætt var um hugsanlega þátttöku sjóðanna í byggingu nýs hátæknispítala. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Líffæraígræðslur færast til Gautaborgar

UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um ígræðslu líffæra við Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið í Gautaborg. Þetta þýðir að líffæraígræðslur Íslendinga flytjast frá Kaupmannahöfn til Gautaborgar um áramótin. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 64 orð

Margdæmdur fyrir ölvunarakstur

HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela bifreið og aka henni, ölvaður og próflaus á Egilsstöðum. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 38 orð

Markaðsátak

Í fyrradag hófu fulltrúar 13 íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja markaðsátak í Þýskalandi. M.a. munu þeir sækja kaupstefnu í Frankfurt með 50 aðilum frá þýskum ferðaskrifstofum. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 415 orð | 3 myndir

Mikið veltur á hlutfalli sýkingar

Mikil óvissa ríkir um síldarvertíðina í haust og vetur vegna sýkingar. Hvort yfirleitt verður leyft að veiða síld í haust ætti að koma í ljós fyrir vikulok. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Mótmæla niðurskurði á Blönduósi

„MEÐ hagræðingaraðgerðum síðustu ára hefur verið sópað út í hvert einasta horn. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 82 orð

Niðurskurður ógnar öryggi sjúklinga

HJÚKRUNARRÁÐ Landspítalans skorar á stjórnvöld að standa vörð um heilbrigðiskerfið og varar við þeim afleiðingum sem stórfelldur niðurskurður á Landspítala getur haft. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Opið hús í Nes-listamiðstöð

Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Sú hefð hefur skapast í kringum starfsemi Nes-listamiðstöðvar á Skagaströnd að einu sinni í mánuði halda listamennirnir, sem þar dvelja, svokallað „opið hús“. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 213 orð

Óttast að svín séu sýkt af svínaflensu

GRUNUR kviknaði í gær um að svínaflensa væri búin að stinga sér niður í svínum hér á landi. Verið er að rannsaka hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins á Keldum hvort um smit sé að ræða. Engin hætta er á að smit berist úr svínakjöti í mannfólk. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Reyna að flytja inn kannabisfræ

Tollstjóri hefur lagt hald á margfalt meira af kannabisfræjum í tollpósti á þessu ári en undanfarin ár. Á áttunda tug mála þar sem reynt hefur verið að smygla kannabisfræjum hafa komið upp á árinu. Í póstsendingum hafa fundist samtals 1221 fræ. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Skorar Emil Hallfreðsson hjá Manchester United?

Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson á skemmtilegt verkefni fyrir höndum í kvöld. Lið hans í ensku knattspyrnunni, Barnsley, tekur á móti sjálfum Englandsmeisturum Manchester United í deildabikarnum. „Ég skora alltaf á móti toppmarkmönnum. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Smölun á útigangsfé í Tálkna

VESTURBYGGÐ og Tálknafjarðarhreppur standa fyrir smölun á útigangsfé á Tálkna í dag en talið er að milli fimmtán og tuttugu kindur séu á svæðinu. Síðasta stóra smölun af þessu tagi fór fram fyrir nokkrum árum en alltaf eru einhverjar kindur á svæðinu. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Stöðugleikasáttmálinn úr sögunni?

„ÞAÐ liggur fyrir að viðhorfið hefur ekkert breyst í þessum viðræðum sem hafa staðið yfir í nokkrar vikur. Menn hafa ekkert nálgast í efninu,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, eftir viðræður gærkvöldsins um stöðugleikasáttmálann. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 579 orð | 3 myndir

Stöðugleikinn er í hnút

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Í VIÐRÆÐUM um stöðugleikasáttmálann á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda í gær mættust stálin stinn. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Svört sýn stjórnenda fyrirtækja

ALLT útlit er fyrir að fjárfesting muni dragast saman um 26% að raunvirði á næsta ári, að mati stjórnenda íslenskra fyrirtækja. Aðstæður í efnahagslífinu eru nú slæmar eða mjög slæmar að mati 95% stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Tengt um fjóra strengi

Eftir Andra Karl andri@mbl.is BANDVÍDD Símans vestur um haf hefur verið fimmfölduð á þessu ári og til Evrópu nánast tvöfölduð. Nú síðast tók fyrirtækið í notkun útlandatengingu um nýja sæstrenginn Danice, sem liggur á milli Íslands og Danmerkur. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Torgið mun tengja álmur HR

„ÞESSU miðar ágætlega og það stendur til að háskólinn hefji starfsemi sína strax eftir áramótin,“ segir Brynjar Brjánsson, byggingastjóri hjá Ístaki, sem hefur yfirumsjón með framkvæmdum við nýtt húsnæði Háskólans í Reykjavík. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Tófur og ESB

HIÐ íslenska tófuvinafélag krefst þess að í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins verði komið upp sérstökum tófugörðum þar sem íslenska fjallarefnum gefst tækifæri til að kynbæta hina hnignandi stofna Evrópurefsins. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Undirbúningsskóli fyrir hjálparstarf

ABC barnahjálp mun setja af stað undirbúnings- og þjálfunarskóla fyrir þá sem hafa áhuga á starfi ABC barnahjálpar og hjálparstarfi almennt. Skólinn er ætlaður einstaklingum 18 ára og eldri. Kennt verður frá kl. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 78 orð

Ungur maður vann 25 milljónir í lottói

UNGUR maður, sem vann tæpar 25 milljónir króna í lottóinu á laugardag, ætlar að hætta í vinnunni sem hann stundar nú og einbeita sér að tónlist. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Vesturgötu breytt í vistgötu

VASKIR menn vinna nú hörðum höndum við að breyta Vesturgötunni, á milli Aðalstrætis og Grófarinnar, í vistgötu en auk þess verður þessum kafla götunnar breytt í einstefnugötu til norðurs. Meira
27. október 2009 | Innlendar fréttir | 36 orð

Þjóðin niðurlægð

KJÖRDÆMISÞING framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir að standa ekki fastar á samningum um Icesave. Meira
27. október 2009 | Erlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Þriðjungur veit ekki að hann hefur HIV-veiruna

ALLT að þriðjungur þeirra sem eru smitaðir af alnæmisveirunni í Evrópu veit ekki af því samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Meira

Ritstjórnargreinar

27. október 2009 | Staksteinar | 172 orð | 1 mynd

Afsagnarkenningin ekki grín

Þegar ríkisstjórnin ákvað að gera ekkert með samþykkt sjálfs Alþingis um fyrirvara við Icesave-samningana var mörgum misboðið. Þegar í ljós kom að jafnframt hafði verið gerður leynisamningur við Ögmund Jónasson og lið hans varð margur dapur. Meira
27. október 2009 | Leiðarar | 274 orð

Fjárfestar hraktir á brott

Áform ríkisstjórnarinnar, sem birtust fyrst í fjárlagafrumvarpi næsta árs, um að leggja sextán milljarða króna nýjan orkuskatt á fólk og fyrirtæki í landinu, hafa þegar haft afar neikvæðar afleiðingar. Meira
27. október 2009 | Leiðarar | 332 orð

Obama í klemmu

Sérhver sá sem sækist eftir og hreppir skrifborðssætið í egglagaskrifstofunni í Hvíta húsinu þarf að vera upplagður fyrir ákvarðanir. Tilefni þeirra hrannast upp og flest eru þau af stærri gerðinni. Þessu er Obama Bandaríkjaforseti farinn að kynnast. Meira

Menning

27. október 2009 | Fólk í fréttum | 264 orð | 1 mynd

Eftirmynd föður síns

NÝBÖKUÐ barnsmóðir leikarans Jude Law segir að Sophia dóttir þeirra sé lík föður sínum. Samantha Burke segir að mánaðargömul dóttir hennar og Laws hafi þegar náð svipbrigðum föður síns fullkomlega. „Henni svipar meira til Jude. Meira
27. október 2009 | Tónlist | 239 orð | 1 mynd

Einum of létt

„HANN söng réttu nóturnar; röddin bar sína kunnuglegu hlýju og karlmannlegan þokka; tæknin fullkomin, en samt... Svo virðist sem gríðarleg vinnusemi og viljastyrkur geti breytt Placido Domingo í baríton. Meira
27. október 2009 | Fólk í fréttum | 107 orð | 1 mynd

Ekki hrifin af hrukkubana

LEIKKONAN Jennifer Aniston er ekki hrifin af bótoxi og finnst það gera konur harðari á svipinn. Aniston hefur einu sinni prófað að láta sprauta í andlitið á sér þessum hrukkubana en var ekki hrifin af útkomunni. Meira
27. október 2009 | Tónlist | 87 orð | 1 mynd

Elisabeth Kaiser leikur í Kristskirkju

HINGAÐ til lands er komin Elisabeth Kaiser til tónleikahalds. Hún er organisti og kórstjóri við Getsemane-kirkjuna í Berlín en sú kirkja kom mjög við sögu þegar Berlínarmúrinn féll fyrir 20 árum. Meira
27. október 2009 | Tónlist | 202 orð | 1 mynd

Frostrósir koma landsmönnum í jólaskap

HINAR svonefndu Frostrósir munu koma fram á jólatónleikum víða um land í ár sem fyrr, en fyrstu Frostrósatónleikarnir voru haldnir árið 2002 í Hallgrímskirkju. Meira
27. október 2009 | Fólk í fréttum | 395 orð | 2 myndir

Hin íslenska Bridget Jones

Hún klikkar ekki, óheppna unga konan sem passar illa inn í hópinn og kemur sér endalaust í vandræðalegar aðstæður með eigin aulagangi. Meira
27. október 2009 | Fólk í fréttum | 137 orð | 1 mynd

Kaninn fyrstur með þriðja stigs RDS

* Samkvæmt tölvupósti frá útvarpsstöðinni Kananum sem Einar Bárðarson rekur mun stöðin vera sú fyrsta á Íslandi til þess að bjóða upp á sk. þriðja stigs RDS-kynningar í útvarpi, Radio Data Service. Meira
27. október 2009 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd

Keira leikur Doolittle

BRESKA leikkonan Keira Knightley hefur tekið að sér hlutverk Elísu Doolittle í væntanlegri kvikmynd sem byggð verður á My Fair Lady og er sögð endurgerð á þeirri kvikmynd. Meira
27. október 2009 | Myndlist | 247 orð | 3 myndir

Klak svarta svansins

Sýningin stendur til 15. nóvember. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl 14-18. Aðgangur ókeypis. Meira
27. október 2009 | Tónlist | 479 orð | 2 myndir

Kryptonskur kynngikraftur

Kvikmyndatónlist eftir John Williams. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Michael Krajewski. Fimmtudaginn 22. október kl. 19:30. Meira
27. október 2009 | Hugvísindi | 82 orð | 1 mynd

Kynnir muni Þjóðminjasafnsins

LILJA Árnadóttir er fagstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands. Kl. 12.05 á hádegi í dag heldur hún fyrirlestur í safninu um munasafnið, en kynningin er hluti af hádegisfyrirlestraröð Þjóðminjasafnsins. Meira
27. október 2009 | Leiklist | 242 orð | 1 mynd

Leikverkið Hnykill frumsýnt 6. nóvember

ÞAU mistök voru gerð í síðustu viku að sagt var að leikverkið Hnykill yrði frumsýnt 1. nóvember en hið rétta er að verkið verður frumsýnt 6. nóvember, í Bygggörðum 5 á Seltjarnarnesi. Meira
27. október 2009 | Tónlist | 310 orð | 3 myndir

Ljómandi Lára

Lára Rúnarsdóttir gaf á dögunum út sína þriðju sólóplötu, Surprise , og er titill skífunnar réttnefni að því leytinu til að tónlistin er almennt með talsvert glaðværara yfirbragði en fyrri plöturnar tvær. Meira
27. október 2009 | Myndlist | 386 orð | 1 mynd

Myndlist fyrir rjómann

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
27. október 2009 | Kvikmyndir | 223 orð | 2 myndir

Ó Jóhannes, ó Jóhannes

ÍSLENSKA gamanmyndin Jóhannes virðist renna ljúft ofan í landann. Hún þaut á topp Bíólistans eftir frumsýningu og er þar nú aðra viku sína í röð. Meira
27. október 2009 | Fólk í fréttum | 126 orð | 1 mynd

Óperustjörnur bæði á sviðinu og úti í sal

* Ástardrykkurinn var frumsýndur í Íslensku óperunni á sunnudagskvöldið. Mikið var um dýrðir, eins og við mátti búast, og óperuunnendur fjölmenntu. Meira
27. október 2009 | Tónlist | 80 orð | 1 mynd

Óp-hópurinn í Óperunni í dag

AÐRIR hádegistónleikar Óp-hópsins verða í Óperunni í dag kl. 12.15. Fram koma allir meðlimir hópsins, en sérstakur gestur á tónleikunum er góðkunna söngkonan og Grímuverðlaunahafi Valgerður Guðnadóttir. Meira
27. október 2009 | Leiklist | 318 orð | 2 myndir

Rafræn Völuspá

Leikari: Pálína Jónsdóttir. Leikmynd, lýsing og myndvinnsla: Xavier Boyaud. Hljóðinnsetning: Walid Breidi. Tónlist: Skúli Sverrisson. Búningahönnun og gerð: Anna Rabaron, Filippía I. Elísdóttir, Florence Bost og Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir. Meira
27. október 2009 | Fólk í fréttum | 96 orð | 1 mynd

Stórbrúðkaup Trump

IVANKA Trump, dóttir Donalds Trumps, gifti sig um liðna helgi. Sá heppni heitir Jared Kushner og er eigandi dagblaðsins The New York Observer. Brúðkaupið fór fram á lúxusklúbbi föður brúðarinnar í New Jersey á sunnudaginn. Meira
27. október 2009 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Sundknattleikur í sjónvarpinu

Enginn nefndi eftir körfuboltatímann í gærkvöldi að ég hefði farið á kostum. Ótrúlegt, en satt. Samt var mikið talað um bolta; um Torres sem mér heyrðist hafa skorað og Ferguson sem var reiður út í dómarann. Meira
27. október 2009 | Tónlist | 569 orð | 1 mynd

Tónlistin er vegvísir minn

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is BANDARÍSKA tónskáldið Gerald M. Shapiro hefur verið tíður gestur hér á landi frá því hann kom fyrst hingað 1995 til að vera viðstaddur flutning á píanótríói. Meira

Umræðan

27. október 2009 | Aðsent efni | 662 orð | 1 mynd

Drullukökur 21. aldarinnar

Eftir Jónínu Benediktsdóttur: "Afleiðingarnar opinberast í þjónkun ríkisstjórnarinnar við kúlulána- og óráðsíuöflin á kostnað almennings og smárra fyrirtækja." Meira
27. október 2009 | Pistlar | 449 orð | 1 mynd

Meiri jólasveinarnir í búðunum

Eru þeir eitthvað galnir? Vita þeir ekki að það eru tveir mánuðir þangað til?“ Andlitið á þeirri sex ára lýsir yfirdrifinni hneykslan þegar hún hnussar þessu út úr sér, ekki í fyrsta skiptið. Meira
27. október 2009 | Aðsent efni | 766 orð | 1 mynd

Samhæfingarmiðstöð velferðarmála

Eftir Héðin Unnsteinsson: "Félagslegar- og heilsufarslegar afleiðingar hrunsins munu verða aukinn ójöfnuður, fátækt og stöðnun ef við bregðumst ekki hratt við." Meira
27. október 2009 | Aðsent efni | 544 orð | 1 mynd

Suðurnesjamenn, standið fast

Eftir Gísla S. Einarsson: "Skilaboð mín til Suðurnesjamanna eru því einlæg hvatning til þeirra um að standa fast í fætur og knýja á um atvinnuuppbyggingu til framtíðar..." Meira
27. október 2009 | Velvakandi | 261 orð | 2 myndir

Velvakandi

Inflúensa NÚ VIRÐIST svínaflensan vera komin til landsins. Fjölmiðlar færa okkur fréttir af því að pestin breiðist hér hraðar út en í nágrannalöndunum. Til er skýring á því. Meira
27. október 2009 | Aðsent efni | 720 orð | 2 myndir

Verða íslenskir bændur að fara til Brussel og hella niður mjólk?

Eftir Harald Benediktsson: "Við megum ekki lenda í sömu sporum og evrópskir bændur sem hafa neyðst til að hella niður mjólk til að vekja athygli á hrikalegri stöðu sinni." Meira

Minningargreinar

27. október 2009 | Minningargreinar | 376 orð | 1 mynd

Aron Snorri Bjarnason

Aron Snorri Bjarnason fæddist í Reykjavík 18. desember 1984. Hann lést 15. október sl. og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 26. október. Meira  Kaupa minningabók
27. október 2009 | Minningargreinar | 1237 orð | 1 mynd

Ingigerður Bjarnadóttir

Ingigerður Bjarnadóttir fæddist á Hlemmiskeiði á Skeiðum 6. nóv. 1912. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 16. október sl. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Þorsteinsson, f. 7. júní 1876, d. 28. mars 1961, og Ingveldur Jónsdóttir, f. 13. Meira  Kaupa minningabók
27. október 2009 | Minningargreinar | 4150 orð | 1 mynd

Kristinn Örn Friðgeirsson

Kristinn Örn Friðgeirsson fæddist í Reykjavík 7. maí 1985. Hann lést á heimili sínu 17. október sl. og var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 26. október. Meira  Kaupa minningabók
27. október 2009 | Minningargrein á mbl.is | 1329 orð | 1 mynd | ókeypis

Sveinn Torfi Sveinsson

Sveinn Torfi Sveinsson fæddist á Hvítárbakka í Andakílshreppi í Borgarfirði 2. janúar 1925, en ólst upp í Reykjavík. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. október 2009. Foreldrar Sveins voru Gústaf Adolf Sveinsson, f. 7.1. 1898, d. 5.1. 1971, hrl. Meira  Kaupa minningabók
27. október 2009 | Minningargreinar | 1555 orð | 1 mynd

Sveinn Torfi Sveinsson

Sveinn Torfi Sveinsson fæddist á Hvítárbakka í Andakílshreppi í Borgarfirði 2. janúar 1925, en ólst upp í Reykjavík. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. október 2009. Foreldrar Sveins voru Gústaf Adolf Sveinsson, f. 7.1. 1898, d. 5.1. 1971, hrl. Meira  Kaupa minningabók
27. október 2009 | Minningargreinar | 1985 orð | 1 mynd

Þorsteinn Kristinsson

Þorsteinn Kristinsson fæddist á Reyðarfirði 24. apríl 1932. Hann lést á líknardeild Landspítalans 20. október sl. og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 26. október. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

27. október 2009 | Viðskiptafréttir | 406 orð | 1 mynd

Íslendingar í sjálfheldu gengis

Styrkist krónan má segja að þak á greiðslum vegna Icesave hækki og greiðslubyrðin aukist þar af leiðandi. Meira
27. október 2009 | Viðskiptafréttir | 138 orð | 1 mynd

McDonald's fórnarlamb kreppu og veiks gengis

HAMBORGARAR McDonald's munu ekki fást hér á landi frá og með næstu mánaðamótum, en Lyst ehf. mun þá hætta samstarfi við McDonald's skyndibitakeðjuna. Lyst rekur þrjá veitingastaði hér á landi samkvæmt sérleyfi frá McDonald's. Meira
27. október 2009 | Viðskiptafréttir | 44 orð

Rólegt í Kauphöllinni

ÁVÖXTUNARKRAFA á íbúðabréfum og ríkisskuldabréfum hækkaði lítillega í viðskiptum gærdagsins , mest á stystu íbúðabréfunum, þar sem hún hækkaði um 0,08 prósentustig. Krafan lækkaði reyndar á lengsta íbúðabréfaflokknum, en aðeins um 0,02 prósentustig . Meira
27. október 2009 | Viðskiptafréttir | 210 orð

Smásöluverslanir selja frekar vörur undir eigin nafni

Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is SÍFELLT algengara er að smásöluverslanir bjóði fram sína eigin vöruflokka til að keppa við gamalgróna framleiðendur. Meira
27. október 2009 | Viðskiptafréttir | 127 orð | 1 mynd

Umskipti Nýherja

TAP varð á rekstri Nýherja á þriðja fjórðungi þessa árs og nam það 107 milljónum króna, en á sama tíma í fyrra nam tap fyrirtækisins 258 milljónum. Meira
27. október 2009 | Viðskiptafréttir | 282 orð | 1 mynd

Þörf á hækkun útlánavaxta

Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is ÍSLENSKU viðskiptabankarnir þurfa bæði að hækka útlánsvexti og lækka innlánsvexti. Meira

Daglegt líf

27. október 2009 | Daglegt líf | 159 orð

Af Flosa og Hlöðuvík

„Flosi er allur,“ skrifar Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit. Þar er skarð fyrir skildi í sveit hagyrðinga því Flosi ýmist stýrði hagyrðingakvöldum eða tróð upp sjálfur. Friðrik yrkir: Fölnar rós og bliknar bleik boðar hinsta kallið. Meira
27. október 2009 | Daglegt líf | 143 orð

Aldursmunur farsælli?

LYKILLINN að hamingjusömu hjónabandi er að maðurinn sé a.m.k. fimm árum eldri en konan og að hún sé með meiri menntun en hann. Líklegra er að hjónaband slíkra para endist lengi, einkum ef hvorugt hjónanna var fráskilið þegar hjónabandið hófst. Meira
27. október 2009 | Daglegt líf | 801 orð | 1 mynd

Meiri léttleiki yfir útförum nú en áður

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Það var annaðhvort að hefja þennan rekstur eða láta reka sig úr vinnunni,“ sagði Richard Woodhead, útfararstjóri hjá Útfararþjónustu Suðurnesja. Meira
27. október 2009 | Daglegt líf | 363 orð | 2 myndir

Stykkishólmur

Dagurinn er heldur betur farinn að styttast. Það er farið að skyggja kl. 6 á kvöldin. Á ferðamannastað eins og Stykkishólmur er verður mikil breyting á bæjarbragnum þegar vetur leggst að. Meira

Fastir þættir

27. október 2009 | Fastir þættir | 156 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Lauria og lögmálið. Meira
27. október 2009 | Fastir þættir | 369 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Deildakeppnin hálfnuð Nú er fyrri helgi Iceland Express-deildarkeppni lokið. Keppt var í tveimur deildum. Í 1. deild eru 8 lið sem spiluðu einfalda umferð þessa helgi. Önnur umferð verður spiluð helgina 15.-16. Meira
27. október 2009 | Árnað heilla | 17 orð | 1 mynd

Brúðkaupsafmæli

Aðalbjörg Anna Jónsdóttir og Hallur Jónasson áttu sextíu og fimm ára brúðkaupsafmæli í gær, mánudaginn 26.... Meira
27. október 2009 | Árnað heilla | 173 orð | 1 mynd

Býður til veislu í Kjósinni

„ÉG ER við þokkalega heilsu,“ segir Ingólfur Guðnason, fyrrverandi bóndi á Eyjum í Kjós, sem fagnar 90 ára afmæli sínu í dag. Meira
27. október 2009 | Í dag | 140 orð | 1 mynd

Kynnir á Golden Globe

BRESKI gamanleikarinn og uppistandarinn Ricky Gervais verður kynnir á Golden Globe-hátíðinni sem fer fram í janúar. Meira
27. október 2009 | Í dag | 25 orð

Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs...

Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátturinn.“ (Daníel 2, 20. Meira
27. október 2009 | Fastir þættir | 111 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 a6 6. Re5 Rbd7 7. f4 Be7 8. cxd5 Rxd5 9. Bd3 O-O 10. O-O Rxc3 11. bxc3 c5 12. Bd2 Rf6 13. Hf3 cxd4 14. cxd4 Dd5 15. Be1 b5 16. Bh4 g6 17. De1 He8 18. Hc1 Bb7 19. Meira
27. október 2009 | Fastir þættir | 287 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji hefur yndi af ástríðufullum knattspyrnumönnum. Mönnum sem leika með hjartanu. Einn slíkur, Ítalinn Alessandro Diamanti, fór á kostum í leik West Ham United og Arsenal í ensku knattspyrnunni á sunnudag. Meira
27. október 2009 | Í dag | 121 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

27. október 1955 Sænska akademían úthlutaði Halldóri Laxness rithöfundi bókmenntaverðlaunum Nóbels, fyrstum Íslendinga, „fyrir að endurnýja hina miklu íslensku frásagnarlist“. Hann veitti verðlaununum viðtöku í Stokkhólmi 10. desember. 27. Meira

Íþróttir

27. október 2009 | Íþróttir | 279 orð | 2 myndir

„Bjartsýnn á að Sara spili“

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is „SARA æfði með okkur í dag og ég er þokkalega bjartsýnn á að hún geti tekið þátt í landsleiknum hér í Belfast á miðvikudagskvöld. Meira
27. október 2009 | Íþróttir | 625 orð | 2 myndir

„United verður vonandi í sama gír og á Anfield“

,,Það verður skemmtilegt að spila á móti Manchester United. Ég hlakka mikið til. Meira
27. október 2009 | Íþróttir | 111 orð | 1 mynd

Dagur með þrjá leiki

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik æfir þessa vikuna hér á landi án þess að spila landsleiki. Meira
27. október 2009 | Íþróttir | 177 orð

Fjölnir hafnar tilboði Chievo

BJARNI Gunnarsson, drengjalandsliðsmaður í knattspyrnu sem er á mála hjá Fjölni í Grafarvogi, er mjög eftirsóttur af útlendum liðum. Bjarni er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann var til skoðunar hjá Tottenham. Meira
27. október 2009 | Íþróttir | 857 orð | 2 myndir

Fleiri stjörnur í stóru liðunum

Við á Morgunblaðinu erum að hefja annan aldarfjórðunginn í skrifum um NBA-deildina og þegar rýnt er í komandi keppnistímabil eru fá lið útvalin að venju þegar spáð er í mögulega meistarakandídata. Meira
27. október 2009 | Íþróttir | 346 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Arnór Stefánsson , ungur sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH), bætti sveinametin í 200 og 400 m skriðsundi á móti í heimabæ sínum um helgina. Arnór synti 200 m skriðsund á 2.16,03 og bætti fyrra met um 1,7 sekúndur. Meira
27. október 2009 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Björk Gunnarsdóttir , knattspyrnukona úr Stjörnunni , sem skoraði 16 mörk fyrir liðið í úrvalsdeildinni í sumar, er á leiðinni í raðir Íslandsmeistara Vals. Einar Páll Tamimi , formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, staðfesti þetta við Fótbolta. Meira
27. október 2009 | Íþróttir | 290 orð | 1 mynd

ÍR-ingar eru sigursælastir allra félaga

ÍR-INGAR hafa unnið flesta Íslandsmeistaratitla allra félaga í meistaraflokki karla en Breiðhyltingar státa af 15 Íslandsmeistaratitlum í sögu félagsins, tveimur fleiri en Njarðvíkingar og fjórum fleiri en KR-ingar sem eru ríkjandi meistarar. Meira
27. október 2009 | Íþróttir | 232 orð

Íslensku piltarnir í erfiðum riðli

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, dróst gegn erfiðum mótherjum í riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer á næsta ári, en dregið var í þingi Handknattleikssambands Evrópu á Kýpur um helgina. Meira
27. október 2009 | Íþróttir | 199 orð

KNATTSPYRNA England 1. deild: Reading – Leicester 0:1 *Gylfi Þór...

KNATTSPYRNA England 1. deild: Reading – Leicester 0:1 *Gylfi Þór Sigurðsson var í liði Reading en var skipt af velli á 65. mínútu. Brynjar Björn Gunnarsson sat á bekknum allan tímann og Ívar Ingimarsson var í leikbanni. Meira
27. október 2009 | Íþróttir | 288 orð | 3 myndir

Nemanja Sovic gekk til liðs við ÍR-inga í sumar

Nemanja Sovic gekk til liðs við ÍR-inga í sumar en hann hefur leikið hér á landi frá árinu 2004. Sovic kom til ÍR frá Breiðabliki en þar áður var hann í herbúðum Fjölnismanna í Grafarvogi . Meira
27. október 2009 | Íþróttir | 286 orð | 1 mynd

Ójöfnum leikjum fækkað í undankeppni EM

UNDANKEPPNI Evrópumóta landsliða í karla- og kvennaflokki handknattleik fer áfram fram með riðlakeppni eins var í fyrsta sinn reynd fyrir Evrópumótin sem haldin verða á næsta ári. Meira
27. október 2009 | Íþróttir | 86 orð | 2 myndir

Raj vann Birki í úrslitaleik stórmótsins

RAJ Bonifacius úr Víkingi sigraði Birki Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs í úrslitaleiknum á stórmóti Tennissambands Íslands sem lauk í Tennishöllinni í Kópavogi í gær. Raj sigraði í tveimur settum, 6:2 og 6:3. Meira
27. október 2009 | Íþróttir | 565 orð | 2 myndir

Við verðum bara að þjappa okkur saman

,,Byrjunin hjá okkur hefur ekki verið alveg ásættanleg. Ég var að vonast til að við gætum unnið annan leikinn gegn Njarðvík eða KR en það tókst því miður ekki og þar liggja vonbrigðin,“ sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR-inga, í samtali við Morgunblaðið. Meira
27. október 2009 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Þórunn í sigurliði Santos í úrslitaleik

ÞÓRUNN Helga Jónsdóttir og samherjar hennar í Santos sigruðu Botucatu, 2:1, í fyrri úrslitaleik liðanna um Paulista-meistaratitilinn í brasilísku knattspyrnunni um helgina. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.