Greinar laugardaginn 13. nóvember 2010

Fréttir

13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

101 þúsund vanskilamál

Sigurður Bogi Sævarsson og Björn Jóhann Björnsson Vanskilamál í virku innheimtuferli, það er mál níutíu daga gömul eða eldri, voru um síðustu mánaðamót rúmlega 101 þúsund talsins. Meira
13. nóvember 2010 | Erlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Andstaða við ESB eykst

Andstaðan við hugsanlega aðild Noregs að Evrópusambandinu fer vaxandi, ef marka má skoðanakönnun sem norska ríkisútvarpið, NRK, lét gera. Samkvæmt könnuninni eru 62% Norðmanna andvíg aðild að ESB, 24% eru fylgjandi aðild en 13,2% tóku ekki afstöðu. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 298 orð | 2 myndir

Auglýst eftir hugmyndum íbúa að sparnaði í rekstri

ÚR BÆJARLíFINU Björn Björnsson Sauðárkrókur Sveitarstjórn Skagafjarðar auglýsti nýverið eftir hugmyndum íbúanna að leiðum til hagræðingar og sparnaðar í rekstrinum. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Ákvað verð og keypti mest

Svo virðist sem hlutafjárútboð FL Group í desember 2007 hafi öðrum þræði verið framkvæmt til að útvega Baugi Group aukið fé. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Áskorun afhent dómsmálaráðherra

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra tók í gær við undirritaðri áskorun, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, frá aðstandendum Vímuvarnavikunnar, Viku 43. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

„Eðlilegt að sama regla gildi fyrir alla“

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, telur að jafnræðis eigi að gæta varðandi nafnbirtingar í tengslum við dómsmál, en leggur áherslu á að ákvarðanavald í þessum efnum sé alfarið á hendi dómstólaráðs. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

„Greyin voru tryllt af skelfingu“

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hestar og menn sluppu með skrekkinn þegar eldur kom upp í hesthúsum Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ seint í fyrrakvöld. Þrír menn fóru inn í reykmettað húsið og náðu öllum hestunum út. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Beðið eftir raunhæfu makríltilboði

Engin niðurstaða fékkst í viðræðum um stjórn makrílveiða á næsta ári á fundi strandríkja í Lundúnum í gær. Gera á úrslitatilraun til samkomulags á fundi í Ósló síðar í mánuðinum. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Breyta sköttum og rafmagn í fiskimjölið

Breytingar á bílasköttum eru meðal helstu pósta í aðgerðaáætlun sem ríkisstjórnin hefur samþykkt til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um allt að 30% til 2020. Fjármálaráðherra hefur lagt frumvarp um þetta fram á Alþingi og fleira er í... Meira
13. nóvember 2010 | Erlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Bræða snjó vegna vatnsskorts í Peking

Mikill skortur er á vatni í Peking og yfirvöld í borginni hafa því gripið til þess ráðs að láta safna saman snjó í vetur og bræða hann. Notaðir verða öflugir hitarar sem geta brætt um 100 rúmmetra af snjó á klukkustund. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Dómurum fjölgað tímabundið

Í frumvarpi sem Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær er það lagt til að dómurum á báðum dómstigum verði fjölgað tímabundið vegna fyrirséðrar verkefnaaukningar. Meira
13. nóvember 2010 | Erlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Draumurinn um stærstu Jesústyttu heims rættist

Draumur 78 ára gamals kaþólsks prests í Póllandi um að reisa stærstu Jesústyttu heims í pólskum bæ hefur nú ræst, fimm árum eftir að hafist var handa við verkið. Hæð styttunnar sjálfrar er 33 metrar, eða einn metri fyrir hvert ár sem Jesús lifði. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Döpur Íslandsvæðing

Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er í mínum huga nokkuð ljóst að Eik Banki var undir miklum áhrifum frá Kaupþingi. [... Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 24 orð | 1 mynd

Eggert

Undir eftirliti Þær voru heldur alvörugefnar gínurnar sem fylgdust með manninum með hjólbörurnar sem vann við að steypa nýja gangstétt við Laugaveginn á... Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Einungis fjögur óhöpp á 23 dögum

Árangur af öryggisdögum Strætó bs. og VÍS er framar björtustu vonum, en þetta sex vikna átak í öryggismálum í umferðinni er rúmlega hálfnað. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Fjallamennska vaxandi fag

Áhugi almennings á fjallamennsku og útivist hefur farið vaxandi eins og greint hefur verið frá síðustu ár og samhliða því má segja að grundvöllur sé að skapast á Íslandi fyrir fagstétt fjallaleiðsögumanna. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Frábær árangur í Laugardalslauginni

Besta sundfólk landsins keppir á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í Laugardalnum um helgina og þeirra á meðal er Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi sem hér sést synda til sigurs í 200 metra bringusundi í gær. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 80 orð

Fyrirlestur hjá Delta Kappa Gamma um börn og rökræður

Alfadeild Delta Kappa Gamma, sem er alþjóðlegur félagsskapur kvenna í fræðslu- og menningarstörfum, stendur fyrir fundi í Þjóðmenningarhúsinu laugardaginn 13. nóvember í tilefni af 35 ára afmæli deildarinnar. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Fyrstu „frjálsu“ greiðsluaðlöguninni var lokið í vikunni

Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Fyrr í vikunni var gengið frá fyrsta samningnum um svokallaða „frjálsa“ greiðsluaðlögun á milli skuldara í greiðsluvanda og lánardrottna hans. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 553 orð | 2 myndir

Gengislánum breytt í óverðtryggð krónulán

Fréttaskýring Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Ólöglegum gengistryggðum lánum til einstaklinga, hvort heldur til íbúða- eða bílakaupa, skal breyta í óverðtryggð krónulán á hagstæðustu vöxtum tilgreindum af Seðlabanka Íslands. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 204 orð | 2 myndir

Greiðir fyrir hlutabréf í SMS

Kaupverð á helmingshlut í færeyska verslunarfélaginu SMS var í gær millifært inn á reikning í Arion banka. Meira
13. nóvember 2010 | Erlendar fréttir | 505 orð | 3 myndir

Herforingjarnir hræðast Suu Kyi

Svipmynd Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Aung San Suu Kyi er lágvaxin og smágerð, talar blíðri röddu, en hefur margoft sýnt að hún er með bein í nefinu og er orðin að alþjóðlegu tákni um friðsamlega andspyrnu gegn kúgun og harðstjórn. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Hlátur og súkkulaðikökur fara vel saman

Þessar blómarósir sátu skellihlæjandi inni í Björnsbakaríi við Lönguhlíð og voru sér alls ómeðvitandi um að þær gáfu risastórum myndum af súkkulaðitertum utan á rúðunni nýtt líf. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Hvattir til að virða sölubann

Fuglavernd hvetur veiðimenn til að sýna samstöðu um hófsama veiði og virða sölubann. Jafnframt er fólk hvatt til að kaupa ekki rjúpur af magnveiðimönnum. Bent er á mikilvægi þess að veiðarnar séu... Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 982 orð | 3 myndir

Íslandsvæðing olli færeysku hruni

Fréttaskýring Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 87 orð

Íslensk þekking við virkjanir í Indlandi

Gangi allir þeir samstarfssamningar eftir sem íslensk orkufyrirtæki og verkfræðistofur hafa gert við Indverja munu fjölmörg störf skapast hjá íslensku fyrirtækjunum á næstu árum. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 124 orð

Játaði að hafa dregið sér 50 milljónir

29 ára gömul kona játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun á sig fjárdrátt í opinberu starfi. Hún var þá starfsmaður sendiráðs Íslands í Vín í Austurríki. Fjárdrátturinn nam samtals rúmlega 50 milljónum króna. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 397 orð | 2 myndir

Kókaínneysla virðist aftur vera að aukast

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Endanleg niðurstaða efnagreiningar fíkniefna, sem lögreglan lagði hald á í fimm húsleitum í síðasta mánuði, er væntanleg eftir helgina, að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar LRH. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Kristniboðsdagur

Sunnudaginn 14. nóvember er árlegur kristniboðsdagur Þjóðkirkjunnar haldinn. Biskup hvetur presta og starfsfólk safnaða um land allt til að minnast kristniboðsins og að samskot séu tekin til starfsins. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Landgræðsla ríkisins veitir fimm aðilum Landgræðsluverðlaunin

Landgræðsla ríkisins veitti Landgræðsluverðlaunin á fimmtudag sl. við hátíðlega athöfn í Gunnarsholti. Aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Hafdís Gísladóttir, afhenti verðlaunin fyrir hönd umhverfisráðherra. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 54 orð

Landssöfnun hafin

Hafin er landssöfnun 2010 á vegum Fjölskylduhjálpar Íslands. Hringt er inn á öll heimili í landinu og til allra fyrirtækja. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 355 orð

Lánaði sparisjóðum án veða

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útlán Byggðastofnunar hafa verið færð niður um 5,1 milljarð og er afskriftarreikningur um fjórðungur af útlánum stofnunarinnar. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Lítið þokast í skuldamálum

Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Erlendar skuldir sveitarfélaga voru rúmir 48 milljarðar um síðustu áramót, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Heildarskuldirnar voru 225 milljarðar, en hrein peningaleg eign 139 milljarðar. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Lítill áhugi á stjórnlagaþingskosningu

Lítill áhugi er á kosningum til stjórnlagaþings. Þetta er meginniðurstaða könnunar MMR sem gerð var 3.-5. nóvember. Alls 34% svarenda eru enn óákveðin um þátttöku í kosningum til þingsins og 57,4% hafa ekki kynnt sér neinn frambjóðanda. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 394 orð | 1 mynd

Margir kvíðnir vegna óvissu á vinnumarkaði

Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Á tímum sem þessum lifum við í mikilli óvissu og þá verðum við oft kvíðnari. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 790 orð | 5 myndir

Með Ægi á ævintýraslóðum

Baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Varðskipið Ægir kom að björgun alls 136 flóttamanna meðan það gegndi gæslustörfum við Senegal og í Miðjarðarhafi í sumar og fram á haust. Varðskipsmenn lentu þar í ýmsum ævintýrum. Þeir Einar H. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Norræni skjaladagurinn haldinn í dag

Í dag, laugardag, er Norræni skjaladagurinn haldinn hátíðlegur hjá Þjóðskjalasafni Íslands og mörgum héraðsskjalasöfnum. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 554 orð | 3 myndir

Óbeisluð vatnsorka á Indlandi

baksvið Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Mörg tækifæri eru fyrir íslensk orkufyrirtæki og verkfræðistofur á Indlandi við virkjun jarðhita og vatnsafls. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Óhefluð umræðumenning Íslendinga í netheimum

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Þorskastríðið, Harry Potter, Búsáhaldabyltingin, Vatnsveitan í Reykjavík, vörumerkið „ég“ og þrælabörn á Indlandi virðast fátt eiga sameiginlegt. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Óöryggi hjá leikskólastjórnendum

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Við finnum mikinn ótta og óöryggi hjá félagsmönnum okkar,“ segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda í leikskólum. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Portúgölsk herskip réðust á stýrimann

Varðskipið Ægir kom að björgun 136 flóttamanna er það gegndi gæslustörfum við Senegal og í Miðjarðarhafi í sumar og haust. Varðskipsmenn lentu í ýmsum ævintýrum og er úthaldið eftirminnilegt. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 469 orð | 2 myndir

Segir stöðuna minna á Gísla í Uppsölum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Við vitum ekki hvað við eigum að gera,“ segir Birna Mjöll Atladóttir í Breiðavík vegna áætlana um að hætta að bera út póst til íbúanna á bænum. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Skákvinir heiðra Magnús V. Pétursson

Á hátíðarskákfundi í Gallerý Skák var hinum kunna skákmanni, knattspyrnu- og handknattleiksdómara, forstjóra Jóa Útherja m.m., Magnús V. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Snjónum kyngir niður

Mikið hefur snjóað á Akureyri síðustu daga og ofankoma var í Eyjafirðinum í mestallan gærdag. Bæjarstarfsmenn voru snemma á fótum og sáu til þess að gangandi vegfarendur og ökumenn kæmust leiðar... Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Stefna á fjölorkustöðvar

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við ætlum okkur að taka þátt í þróuninni enda er ljóst að á næstu árum mun notkun nýrra orkugjafa mjög ryðja sér til rúms,“ segir Einar Benediktsson, forstjóri Olís. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Tillaga um rannsóknanefnd

Alls liggja 37 mál fyrir kirkjuþingi sem hefst í dag í Grensáskirkju. Meðal annars verður lögð fram tillaga um að skipuð verði þriggja manna óháð rannsóknarnefnd, þar sem formaður hafi hæfi sem hæstaréttardómari. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Tjáir sig ekki um ummælin

„Afstaða mín til ESB-aðildar er og hefur verið öllum ljós og í samræmi við stefnu míns flokks. Ég greiddi því atkvæði gegn því að sótt yrði um aðild að ESB,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Tónaflóð á eins árs afmæli í gær

Hljómsveitin Mukkaló spilaði á eins árs afmæli Frafls (Framkvæmdafélag listamanna) í Hugmyndahúsi háskólanna í gær. Í dag heldur afmælisveislan áfram. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Tónskáldið kemur

Sir John Tavener, hið virta breska tónskáld, er væntanlegur til landsins eftir helgi ásamt konu sinni til að vera viðstaddur útgáfutónleika Kammerkórs Suðurlands sem gaf út geisladiskinn Iepo Oneipo fyrir skömmu. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd

Vanskilamálum fjölgað um 61%

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vanskilamál, eldri en 90 daga og í virku innheimtuferli, voru í lok október sl. yfir 101 þúsund talsins. Það er 61% aukning frá janúarbyrjun 2008, er málin voru tæplega 63 þúsund talsins. Meira
13. nóvember 2010 | Erlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Vasi seldur á 9,5 milljarða króna

Kínverskur postulínsvasi frá átjándu öld var seldur fyrir metfjárhæð á uppboði í Bretlandi í fyrrakvöld. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Vetur konungur bítur ekki á börnunum

Ó, hve glöð er vor æska, hefur sjálfsagt einhver hugsað sem sá þessa krakka skríkja og leika sér í bítandi frostinu í gær. Meira
13. nóvember 2010 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Vilja heimild til pólitískra verkfalla

Rafiðnaðarmenn vilja að lögum um vinnustöðvanir verði breytt á þann veg að inn verði sett ákvæði um pólitíska mótstöðu launamanna, ef stjórnvöld sýna andvaraleysi í veigamiklum málum. Meira

Ritstjórnargreinar

13. nóvember 2010 | Leiðarar | 496 orð

Leikþátturinn heldur áfram

Ekkert bendir til að vilji stjórnvalda til að leysa vandann hafi aukist Meira
13. nóvember 2010 | Leiðarar | 145 orð

Óþörf miðstöð slegin af

Aðalatriðið er að menn sáu ljósið áður en það var um seinan Meira
13. nóvember 2010 | Staksteinar | 186 orð | 1 mynd

Stjórnvöld eru stærsti vandinn

Stjórnvöld eru stærsta vandamál atvinnulífsins í dag að mati atvinnulífsins sjálfs, samkvæmt nýrri könnun SA. Aðgerðir stjórnvalda er það vandamál sem oftast er sett í fyrsta sæti hjá fyrirtækjunum. Meira

Menning

13. nóvember 2010 | Tónlist | 69 orð | 1 mynd

Ein kona að lágmarki í hverri hljómsveit

* Gylfi Blöndal, tónleikabókari skemmtistaðarins Sódóma Reykjavík, mun standa fyrir tónleikum 19. nóvember nk. sem á munu fram koma hljómsveitir sem hafa á að skipa a.m.k. einni tónlistarkonu. Hér er því ekki um sk. Meira
13. nóvember 2010 | Tónlist | 40 orð | 1 mynd

Endangered Blood leikur í Risinu

Hljómsveitin Endangered Blood heldur tónleika í Risinu, Tryggvagötu 20 í Reykjavík, nk. mánudag, 15. nóvember, kl. 21. Hljómsveitina skipa saxófónleikarinn Chris Speed, trommuleikarinn Jim Black, bassaleikarinn Trevor Dunn og altóistinn Oscar Noriega. Meira
13. nóvember 2010 | Fólk í fréttum | 41 orð | 1 mynd

Fitan farin af Paltrow

Leikkonan Gwyneth Paltrow bætti á sig einum níu kg af fitu fyrir hlutverk í kvikmyndinni Country Strong en í henni leikur hún drykkjusjúka kántrísöngkonu. Meira
13. nóvember 2010 | Tónlist | 376 orð | 2 myndir

Fyrir þá sem eiga um sárt að binda

Sunnudaginn 21. nóvember kl. Meira
13. nóvember 2010 | Tónlist | 96 orð | 1 mynd

Hátíðin heilsar með Frostrósum 25. nóv.

* Hátíðin heilsar nefnist heildarútgáfa tónleika Frostrósa 2009 sem koma mun út 25. nóvember. Í fyrra var slegið aðsóknarmet að tónleikunum, yfir 22 þúsund gestir sóttu þá. Meira
13. nóvember 2010 | Menningarlíf | 924 orð | 2 myndir

Heilagur draumur

Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl. Meira
13. nóvember 2010 | Kvikmyndir | 146 orð | 1 mynd

Helför Boll mótmælt af gagnrýnendum

Þýski kvikmyndaleikstjórinn Uwe Boll, sem kallaður hefur verið versti kvikmyndaleikstjóri heims, hefur vakið hörð viðbrögð í heimalandi sínu þar sem hann hyggst gera kvikmynd um Helförina sem mun bera titilinn Auschwitz . Meira
13. nóvember 2010 | Fjölmiðlar | 109 orð | 1 mynd

Henryk Górecki tónskáld látinn

Henryk Górecki tónskáld lést í gær, 76 ára að aldri. Górecki var Pólverji og þekktastur fyrir Sorgarsöngvasinfóníu sína. Meira
13. nóvember 2010 | Fjölmiðlar | 191 orð | 1 mynd

Hneyksli í konungsgarði

Kóngafólk gerir ekkert gagn í veröldinni og er bara upp á punt. Þess vegna ætti það helst að vera fallegt svo maður nennti að horfa á það. Tilfinnanlegur skortur er á fríðleika í kóngaættum. Meira
13. nóvember 2010 | Menningarlíf | 61 orð | 1 mynd

Höfundakynning Bókasafns Seltjarnarness

Árleg höfundakynning Bókasafns Seltjarnarness verður þriðjudaginn 16. nóvember kl. 20.00. Þessar kynningar hafa mælst vel fyrir og eru orðnar fastur liður í bæjarlífinu á Seltjarnarnesi. Meira
13. nóvember 2010 | Menningarlíf | 55 orð | 1 mynd

Jónsi hjá Jimmy Fallon

Jón Þór Birgisson, Jónsi, lauk velheppnuðu tónleikaferðalagi um Bandaríkin í Hammerstein Ballroom í New York sl. miðvikudagskvöld. Strax eftir tónleikana kom Jónsi ásamt hljómsveit sinni fram í spjallþætti hjá Jimmy Fallon, sem er sýndur á NBC. Meira
13. nóvember 2010 | Tónlist | 132 orð | 1 mynd

Kammerhópar koma saman

Tónleikar verða haldnir í Seltjarnarneskirkju í kvöld klukkan 19 en þeir eru liður í verkefninu „Stefnumót kammersveita ungs fólks frá Reykjavík og Szczecin“. Meira
13. nóvember 2010 | Kvikmyndir | 93 orð | 1 mynd

Konurnar og leðurblakan

Hinn farsæli kvikmyndaleikstjóri Christopher Nolan er nú sagður leita að mögulegum leikkonum í næstu kvikmynd um Leðurblökumanninn, The Dark Knight Rises, og hefur leikkonan Rachel Weisz verið nefnd til sögunnar. Meira
13. nóvember 2010 | Myndlist | 110 orð | 1 mynd

Krafturinn í náttúrunni og manneskjunni

Nú stendur yfir sýning á málverkum Guðbjargar Ringsted í kaffihúsinu Kaffi Loki, að Lokastíg 28 í Reykjavík. Sýningin er framhald af vinnu með mynstur af íslenska þjóðbúningnum, að því er segir í tilkynningu. Meira
13. nóvember 2010 | Bókmenntir | 48 orð | 1 mynd

Margrét les upp úr nýrri bók um Aþenu

Í dag, kl. 15-16, verður haldið útgáfuhóf vegna unglingabókarinnar Aþena: Hvað er málið með Haítí? eftir Margréti Örnólfsdóttur, í bókabúðinni Eymundsson, Skólavörðustíg. Margrét les stuttan kafla úr bókinni og munu gestir fá appelsín og límmiða. Meira
13. nóvember 2010 | Menningarlíf | 84 orð | 1 mynd

Ný heimasíða Vesturports opnuð

Ný heimasíða Vesturports hefur verið opnuð á veraldarvefnum, www.vesturport.com. Á síðunni er hægt að skoða hundruð ljósmynda, tugi myndbanda, fréttir og margt annað sem tengist leikhópnum. Meira
13. nóvember 2010 | Menningarlíf | 180 orð | 1 mynd

Opinn dagur í LHÍ

Í dag frá kl. 11-16 verður Opinn dagur í Listaháskóla Íslands og er áhugasömum boðið að koma í skólann og kynnast starfsemi hans. Verða allar deildir kynntar á einum stað – í húsnæði skólans í Laugarnesi, Laugarnesvegi 91. Meira
13. nóvember 2010 | Bókmenntir | 435 orð | 2 myndir

Skaðræðisnorn úr sjónvarpi á bók

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Björgvin Franz Gíslason, umsjónarmaður Stundarinnar okkar í Sjónvarpinu, og félagi hans og meðhöfundur að þáttaröðinni í vetur, sendu í vikunni frá sér barnabókina Nornin og dularfulla gauksklukkan . Meira
13. nóvember 2010 | Menningarlíf | 76 orð | 1 mynd

Tónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur

Lúðrasveit Reykjavíkur, elsta lúðrasveit landsins, heldur hausttónleika sína í Neskirkju mánudaginn 15. nóvember og hefjast þeir kl. 20. Meira
13. nóvember 2010 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Transaquania kveður í bili

Sunnudaginn 14. nóvember verður lokasýning hjá Íslenska dansflokknum á „Transaquania – Into Thin Air“. Meira
13. nóvember 2010 | Kvikmyndir | 493 orð | 1 mynd

Vesæld og vænisýki

Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Ragnar Kjartansson var framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í fyrra og er líklegast eitt best heppnaða framlag Íslands á þessa hátíð. Meira
13. nóvember 2010 | Fjölmiðlar | 77 orð | 1 mynd

Þriggja mínútna hámark á auglýsingar

* Útvarpsstöðin Kaninn FM100.5 ætlar að setja þiggja mínútna hámarkslengd á auglýsingatíma sína í nóvember og desember. Í tilkynningu segir að þetta sé gert bæði fyrir hlustendur og auglýsendur. Meira
13. nóvember 2010 | Kvikmyndir | 528 orð | 2 myndir

Þrælfyndin, pólitísk heimildarmynd

Framleiðandi: Allskonar Leikstjórn: Gaukur Úlfarsson. Leikarar eða ekki-leikarar: Jón Gnarr, Óttar Proppé, Einar Örn, Heiða Helgadóttir, Karl Sigurðsson og fleiri. Meira

Umræðan

13. nóvember 2010 | Aðsent efni | 288 orð | 1 mynd

Bakland stjórnlagaþings, áskorun til frambjóðenda

Eftir Örn Sigurðsson: "Fyrir hnípna þjóð eru veruleg tækifæri fólgin í framboðum fjölda Íslendinga til setu á stjórnlagaþingi, sem kosið verður til þann 27. nóvember nk. Þegar þetta er ritað hafa 525 gefið kost á sér en ekki hefur verið úrskurðað um gild framboð." Meira
13. nóvember 2010 | Aðsent efni | 742 orð | 2 myndir

Barn í vændum og hvað svo?

Eftir Guðrúnu Guðbjartsdóttur og Björgu Sigurðardóttur: "Opið bréf til forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, landlæknis og stjórnenda heilbrigðisstofnana" Meira
13. nóvember 2010 | Aðsent efni | 650 orð | 1 mynd

Er barneignarþjónusta óþörf á landsbyggðinni?

Eftir Sigrúnu Kristjánsdóttur: "Ef sparnaðartillögur heilbrigðisráðherra ná fram að ganga fellur niður stór hluti þeirrar þjónustu sem veitt er á fæðingardeildum á landsbyggðinni." Meira
13. nóvember 2010 | Aðsent efni | 302 orð | 1 mynd

Jafnrétti kynslóðanna og aukið lýðræði

Eftir Ómar Ragnarsson: "Fyrir 66 árum var ætlun löggjafans að nýsett stjórnarskrá lýðveldisins yrði endurskoðuð, en nefndum, sem til þess voru skipaðar, mistókst það ætlunarverk að mestu." Meira
13. nóvember 2010 | Aðsent efni | 365 orð | 1 mynd

Lýðræðið og peningarnir

Eftir Bjarna Harðarson: "Hitt er óskiljanlegra að maður sem lengi hefur fylgst með í henni veröld skuli telja peninga til einskis megnuga þegar kemur að áróðri." Meira
13. nóvember 2010 | Aðsent efni | 1292 orð | 1 mynd

Matardiskur og flugmiði

Eftir Ögmund Jónasson: "Enda þótt ég gefi lítið fyrir samningaviðræður við ESB verð ég þó sem áður segir að beygja mig fyrir því að þar eru margir mér ósammála..." Meira
13. nóvember 2010 | Aðsent efni | 627 orð | 1 mynd

Miklar framfarir í meðferð á sykursýki

Eftir Ástráð B. Hreiðarsson: "Samkvæmt rannsókn Hjartaverndar eru um 5.500 karlar og 3.000 konur á Íslandi með tegund 2 sykursýki eða alls 8.500 manns." Meira
13. nóvember 2010 | Aðsent efni | 200 orð | 1 mynd

Stígum varlega til jarðar í breytingu á stjórnarskránni

Eftir Gunnar Þórðarson: "Markmið stjórnarskrárinnar er að endurspegla þjóðarvilja ásamt því að skapa umgjörð fyrir góð lífskjör íbúanna og tryggja mannréttindi með hófstilltu ríkisvaldi." Meira
13. nóvember 2010 | Aðsent efni | 300 orð | 1 mynd

Stjórnarskránni þarf ekki að breyta

Eftir Elías Blöndal Guðjónsson: "Stjórnarskráin okkar leggur grunninn að skipulagi ríkisins. Grunnurinn þarf ekki að vera flókinn en mikilvægt er að hann sé traustur. Er einhver ástæða til að grafa þennan grunn upp vegna þess sem hefur gerst hér á síðastliðnum árum?" Meira
13. nóvember 2010 | Aðsent efni | 811 orð | 1 mynd

Trúleysingjar og stjórnleysingjar vaða uppi á Íslandi

Eftir Árna Johnsen: "Því fyrr sem við náum að taka höndum saman á ný því fyrr náum við árangri fyrir þjóðfélagið í heild." Meira
13. nóvember 2010 | Aðsent efni | 206 orð | 1 mynd

Um sleggjudóma og samsæriskenningar

Eftir Hrafn Magnússon: "Kjörin á þessum skuldabréfum voru mjög góð og langtum betri en bjóðast hér á markaði." Meira
13. nóvember 2010 | Velvakandi | 363 orð | 1 mynd

Velvakandi

Góð og slæm neytendamál Nú ætla ég að reyna að koma frá mér góðum og slæmum neytendamálum. Byrjum á því slæma. Árið 2007 var keypt útvarp af gerðinni Bang og Olufsen í samnefndri verslun á tæpar 80.000 kr. og fylgdi með 2ja ára ábyrgð. Meira
13. nóvember 2010 | Aðsent efni | 354 orð | 1 mynd

Vöndum valið fyrir Stjórnlagaþing

Eftir Pétur Björgvin Þorsteinsson: "Góður hópur er í framboði til Stjórnlagaþings, fólk sem ég álít að sé þverskurður samfélagsins." Meira
13. nóvember 2010 | Pistlar | 450 orð | 1 mynd

Þegar himnarnir hrynja

Þegar netið bregst um stund er eins og himnarnir hrynji yfir mann. Meira
13. nóvember 2010 | Aðsent efni | 308 orð | 1 mynd

Þykir okkur vænt um lýðræðið?

Eftir Ástrósu Gunnlaugsdóttur: "Til að lýðræðinu sé fullnægt er ekki nægilegt að hafa lýðræðislega stjórnarskrá og stjórnarhætti. Fyrsta grein íslensku stjórnarskrárinnar tekur til þess að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn." Meira

Minningargreinar

13. nóvember 2010 | Minningargreinar | 3660 orð | 1 mynd

Elsa Petra Björnsdóttir

Elsa Petra Björnsdóttir fæddist á Stóra Steinsvaði í Hjaltastaðaþingá 25. ágúst 1926. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 1. nóvember sl. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Björnsson, f. 10.12. 1887, d. 9.7. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2010 | Minningargreinar | 599 orð | 1 mynd

Eyjólfur Ingi Eide Egilsson

Eyjólfur Ingi Eide Egilsson fæddist á Fáskrúðsfirði 12. september 1935. Hann lést á fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað 8. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Egill Eide Eyjólfsson f. 23. mars 1915, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2010 | Minningargreinar | 2651 orð | 1 mynd

Jón Kristjánsson

Jón Kristjánsson fæddist 18. sept. 1921. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 5. nóvember síðastliðinn. Jón var sonur hjónanna Rósu Guðlaugsdóttur húsfreyju í Fremstafelli og Kristjáns Jónssonar bónda þar. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2010 | Minningargreinar | 2097 orð | 1 mynd

Markús Hjálmarsson

Markús Hjálmarsson fæddist í Fíflholts-Vesturhjáleigu 27. desember 1918. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 18. október 2010. Hann var sonur Þórunnar Guðmundsdóttur, f. 1888, d. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2010 | Minningargreinar | 491 orð | 1 mynd

Ólafur Feilan Marinósson

Ólafur Feilan Marinósson fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1933. Hann lést 29. september sl. Útför Ólafs var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 8. október 2010. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2010 | Minningargreinar | 153 orð | 1 mynd

Ólafur Jakobsson

Ólafur Jakobsson fæddist á Sri Lanka 14. nóvember 1985. Hann lést í Reykjavík 17. desember 2009. Ólafur var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 30. desember 2009. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2010 | Minningargreinar | 2827 orð | 1 mynd

Sigurður Árni Vilhjálmsson

Sigurður Árni Vilhjálmsson fæddist á Kaldrananesi í Strandasýslu 6. október 1939. Hann lést á Landspítalanum 5. nóvember 2010. Foreldrar hans voru Jakobína Áskelsdóttir, f. 31. júlí 1912, og Vilhjálmur Sigurðsson, f. 6. júlí 1915. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2010 | Minningargrein á mbl.is | 920 orð | 1 mynd | ókeypis

Sveininna Ásta Bjarkadóttir

Sveininna Ásta Bjarkadóttir fæddist á Siglufirði 12. apríl 1949. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 22. október 2010. Foreldrar hennar voru Margrét Vernharðsdóttir frá Siglufirði, f. 20.5. 1926, d. 21.9. 1990, og Bjarki Árnason frá Litlu-Reykjum Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2010 | Minningargreinar | 2893 orð | 1 mynd

Sveininna Ásta Bjarkadóttir

Sveininna Ásta Bjarkadóttir fæddist á Siglufirði 12. apríl 1949. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 22. október 2010. Foreldrar hennar voru Margrét Vernharðsdóttir frá Siglufirði, f. 20.5. 1926, d. 21.9. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2010 | Minningargrein á mbl.is | 1092 orð | 1 mynd | ókeypis

Vilborg Sigurjónsdóttir

Vilborg Sigurjónsdóttir, fæddist í Núpakoti, Austur-Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu, 8. nóvember 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 4. nóvember 2010. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2010 | Minningargreinar | 3446 orð | 1 mynd

Vilborg Sigurjónsdóttir

Vilborg Sigurjónsdóttir, fæddist í Núpakoti, Austur-Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu, 8. nóvember 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 4. nóvember 2010. Foreldrar hennar voru Guðlaug Guðjónsdóttir frá Hlíð undir Eyjafjöllum f. 25.3. 1909, d.... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. nóvember 2010 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Gengið samkvæmt útreikningi frá bankanum

Umfjöllun þess tíma gefur vísbendingar um að hlutafjáraukningin í desember 2007 hafi verið hönnuð af Kaupþingi til þess að geta aukið fyrirgreiðslu við Baug. Í frétt Morgunblaðsins frá 5. Meira
13. nóvember 2010 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Lítið getið um hlutafjáraukningu í skýrslunni

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hafði sem kunnugt er meðal annars það verkefni að kanna starfsemi bankanna síðustu árin fyrir hrun. Á einum stað er minnst á hlutafjáraukningu FL Group í desember 2007. Meira
13. nóvember 2010 | Viðskiptafréttir | 624 orð | 2 myndir

Viðskiptasnilld eða dulbúið lán?

Fréttaskýring Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Svo virðist sem hlutafjáraukning FL Group í desember 2007 hafi, að minnsta kosti að hluta, snúist um að útvega Baugi Group laust fé. Meira

Daglegt líf

13. nóvember 2010 | Daglegt líf | 841 orð | 3 myndir

Flaut í hringi í fjörutíu mínútur

Hjá Blue Lagoon Spa er boðið upp fljótandi djúpslökun sem er hin undarlegasta slökunaraðferð. Meira
13. nóvember 2010 | Daglegt líf | 248 orð | 1 mynd

Íslenskt jólasmákökudeig í Ikea

Það verður bakað í verslun Ikea í dag, kl. 14 ætlar Karl Viggó Vigfússon, framkvæmdastjóri íslenska kokkalandsliðsins, að baka smákökur fyrir gesti og gangandi úr smákökudeigi sem hann var Ikea á Íslandi innan handar við þróunina á. Meira
13. nóvember 2010 | Daglegt líf | 166 orð | 1 mynd

Lifandi heimasíða Gylfa Ægis

Hinn góðkunni skemmtikraftur og listamaður Gylfi Ægisson er með heimasíðuna Gylfiægisson.is þar sem hann auglýsir þjónustu sína. Meira
13. nóvember 2010 | Daglegt líf | 172 orð | 1 mynd

Skessudagar í Reykjanesbæ

Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Skessan í hellinum ætlar að bjóða Reykjanesbæingum og nærsveitamönnum í heimsókn um helgina en þá verða skessudagar í bænum. Meira
13. nóvember 2010 | Daglegt líf | 101 orð | 1 mynd

...skoðið ...og svo verð ég

Á morgun, sunnudaginn 14. nóvember, verður opnuð í anddyri Norræna hússins myndlistarsýningin ...og svo verð ég. Þar sýnir Ísak Óli Sævarsson teikningar sínar. Ísak Óli er fæddur 1989 og er einhverfur, hann stundar nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Meira
13. nóvember 2010 | Daglegt líf | 281 orð | 1 mynd

Sms og samskiptasíður geta skapað vandamál hjá unglingum

Ný bandarísk rannsókn sýnir fram á að ungmenni í miðskóla (13 til 18 ára) sem eyða miklum tíma í að senda sms eða/og á samskiptasíðum á netinu fá frekar þunglyndi, átröskun, byrja frekar að reykja og misnota áfengi og eiturlyf og eru oftar fjarverandi... Meira

Fastir þættir

13. nóvember 2010 | Árnað heilla | 194 orð | 1 mynd

13. nóvember óhappadagur

Sigrún Grímsdóttir ætlar að bjóða fjölskyldunni í kaffi í tilefni 55 ára afmælisins, en dettur þó ekki í hug að gera það á sjálfan afmælisdaginn, enda hefur sá þrettándi reynst henni ólukkudagsetning. Meira
13. nóvember 2010 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

80 ára

Gunnar Guðbjörnsson atvinnubílstjóri, Sóleyjarima 11, Reykjavík, verður áttræður 15. nóvember næstkomandi. Í tilefni dagsins tekur hann á móti gestum á heimili sínu á morgun,... Meira
13. nóvember 2010 | Fastir þættir | 153 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Tilþrif. Norður &spade;107 &heart;KG962 ⋄Á86 &klubs;G92 Vestur Austur &spade;95432 &spade;KG8 &heart;Á &heart;54 ⋄G3 ⋄KD1095 &klubs;D10853 &klubs;K64 Suður &spade;ÁD6 &heart;D10873 ⋄742 &klubs;Á7 Suður spilar 4&heart;. Meira
13. nóvember 2010 | Í dag | 261 orð

Dýrleif í Parti

Um miðja tuttugustu öld urðu fleyg ummæli Baldvins skálda: „Dýrleif í Parti sagði mér; ég hafði áður sagt henni.“ Baldvin skáldi var þingeyskur hagyrðingur og bóndi, sem uppi var 1860–1944, en síðast bjó hann á Auðbrekku á Húsavík. Meira
13. nóvember 2010 | Í dag | 27 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Þau Ísak Óli og Birta María Borgarsbörn héldu tombólu við sundlaugina í Grafarvogi og söfnuðust 1.566 krónur sem þau létu RKÍ fá til styrktar börnum á... Meira
13. nóvember 2010 | Í dag | 2080 orð | 1 mynd

Messur á morgun

ORÐ DAGSINS: Tíu meyjar. Meira
13. nóvember 2010 | Í dag | 14 orð

Orð dagsins: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður...

Orð dagsins: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. (I.Kor. 12, 4. Meira
13. nóvember 2010 | Fastir þættir | 153 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

Í dag, 13. nóvember 2010, á stórmeistarinn Jón L. Árnason fimmtugsafmæli. Fyrr á þessu ári fagnaði kollegi hans Margeir Pétursson einnig hálfrar aldar afmæli og í janúar sl. átti fyrsti íslenski stórmeistarinn, Friðrik Ólafsson, 75 ára afmæli. Meira
13. nóvember 2010 | Fastir þættir | 264 orð

Víkverjiskrifar

Kunningi Víkverja hélt upp á afmæli sitt um daginn. Fjölda fólks var boðið en hann hafði samband við Víkverja og bað um hjálp í eldhúsinu. Eins og flestum er kunnugt er Víkverji afar lunkinn matreiðslumaður. Meira
13. nóvember 2010 | Í dag | 266 orð

Þá voru kommarnir á móti

Ég er alltaf að rekast á karlinn á Laugaveginum. Núna fór hann að tala um gamla vísubotna – þeir gleymdust ekki, enda ortir á undan og hnoðað ofan á þá. Þannig væri um vísu Móra um Gervasoni og Guðrúnu Helgadóttur. Meira
13. nóvember 2010 | Í dag | 122 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

13. nóvember 1939 Þýska flutningaskipinu Parana var sökkt út af Patreksfirði. Áhöfnin yfirgaf skipið daginn áður og var tekin til fanga af áhöfn breska herskipsins Newcastle. Meira

Íþróttir

13. nóvember 2010 | Íþróttir | 522 orð | 2 myndir

„Ellefu stiga frost fín skilyrði fyrir skíðamenn“

Viðtal Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þeir spá ellefu stiga frosti og einhverri sól hérna í Levi á sunnudaginn. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 396 orð

„Vildi bara bæta fyrir villuna“

Sindri Sverrisson sindris@mbl. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 565 orð | 3 myndir

„Þetta mót átti bara að vera mjög erfið æfing“

Í LAUGINNI Sindri Sverrisson sindris@mbl. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 307 orð | 1 mynd

„Þrír mjög áhugaverðir fyrirlestrar“

Víðir Sigurðsson vs@mbl. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Bætti metið sitt í nýjum fötum

Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona úr KR, gerði sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet í 100 metra skriðsundi í gær þegar hún kom í mark á Íslandsmeistaramótinu í Laugardalnum á 54,65 sekúndum. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Domenech vill skaðabætur

Raymond Domenech, fyrrverandi landsliðsþjálfari Frakklands í knattspyrnu, hefur farið fram á skaðabætur upp á 2,9 milljónir evra, sem samsvarar tæplega hálfum milljarði íslenskra króna, frá franska knattspyrnusambandinu. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 160 orð | 1 mynd

Eiður verður að skila afköstum

Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki í byrjunarliði Stoke þegar liðið tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu síðdegis. Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, staðfestir það í viðtali við enska blaðið The Sentinel. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 290 orð | 1 mynd

Enginn áfram í einliðaleik

Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Það eru vissulega vonbrigði að allir strákarnir skyldu falla út í annarri umferð og því eigum er enginn Íslendingur í átta manna úrslitum. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 253 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Guðni Ingvarsson var markahæstur hjá Selfossi með 11 mörk þegar liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Eimskipsbikarkeppninnar í handknattleik karla í gærkvöldi með 18 marka sigri á Hömrunum frá Akureyri, 44:26. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Grótta sneri við blaðinu í síðari hálfleik

Gróttumenn komust á topp 1. deildar karla í handknattleik í gærkvöldi þegar þeir lögðu Stjörnuna, 33:30, í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem Gróttumenn náðu sér á strik. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 112 orð | 1 mynd

Gunnar Heiðar á skotskónum

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fyrra mark Fredrikstad í gærkvöld þegar liðið lagði Löv-Ham, 2:0, í undanúrslitum umspils um sæti í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Vodafonehöllin: Valur...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Vodafonehöllin: Valur – FH L15.45 Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin: Framhús: Fram – ÍBV L13 Seltjarnarnes: Grótta – ÍR L13.30 Vodafonehöllin: Valur – FH L13.45 1. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 225 orð

Hörður lánaður til Juventus

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ítalska stórliðið Juventus hefur komist að samkomulagi við Fram um að fá hinn 17 ára gamla miðvörð Hörð Björgvin Magnússon lánaðan frá janúar og fram í júní á næsta ári. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 211 orð | 1 mynd

Íslandsmótið í 25 m laug 100 m fjórsund kvenna: Hrafnhildur...

Íslandsmótið í 25 m laug 100 m fjórsund kvenna: Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH 1.02,22 Bryndís Rún Hansen, Óðni 1.05,32 Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægi 1.05,77 100 m fjórsund karla: Kolbeinn Hrafnkelsson, SH 59,84 Kristinn Þórarinsson, Fjölni 1. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 115 orð | 1 mynd

Jeffs til Eyja á nýjan leik

Enski knattspyrnumaðurinn Ian Jeffs gekk í gær til liðs við Eyjamenn á nýjan leik og samdi við þá til eins árs. Jeffs, sem er 28 ára miðjumaður, lék með Eyjamönnum í þrjú ár áður en hann gekk til liðs við Örebro í Svíþjóð. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 557 orð | 1 mynd

KR – Njarðvík 92:69 DHL-höllin, Iceland Express-deild karla, 12...

KR – Njarðvík 92:69 DHL-höllin, Iceland Express-deild karla, 12. nóvember 2010. Gangur leiksins: 4:4, 10:8, 16:10, 23:20 , 31:27, 40:30, 48:33, 50:38 , 52:42, 54:46, 57:49, 65:53 , 72:55, 77:60, 84:64, 92:69 . Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 160 orð | 1 mynd

Markasúpa í Digranesi

Það var fátt um varnir þegar HK og Stjarnan áttust við í N1-deild kvenna í handknattleik í gærkvöldi í Digranesi. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

N1-deild kvenna Úrvalsdeildin, 7. umferð: HK – Stjarnan 36:46...

N1-deild kvenna Úrvalsdeildin, 7. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 511 orð | 2 myndir

Sterkir KR-ingar

Á vellinum Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Ég átti ekki góðan leik um daginn og það var dýrkeypt fyrir liðið. Meira
13. nóvember 2010 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Þýskaland Dortmund – Hamburger SV 2:0 Staða efstu liða: Dortmund...

Þýskaland Dortmund – Hamburger SV 2:0 Staða efstu liða: Dortmund 12101129:731 Mainz 1180319:1124 Leverkusen 1163222:1621 Frankfurt 1161420:1119 Hoffenheim 1153322:1518 Nürnberg 1153317:1518 Hamburger SV 1253417:1718 Freiburg 1160517:1818 C-DEILD:... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.