Greinar laugardaginn 3. maí 2014

Fréttir

3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 577 orð | 2 myndir

1.831 hraðakstursbrot árið 2012

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lögreglan á Blönduósi hafði mesta yfirferð lögregluembætta landsins árið 2012 vegna hraðaeftirlits og ók 20.246 km. Lögreglan á Selfossi varði hins vegar lengstum tíma lögregluembætta til hraðaeftirlits eða 659 vinnustundum. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Almennt mikill áhugi á fuglum

„Aðalatriðið er að hjálpa fólki að þekkja algengar fuglategundir í sundur. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Aukinn stuðningur við ÖSE

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka stuðning við eftirlitsverkefni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Úkraínu. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Áslaug Thorlacius ráðin skólastjóri

Áslaug Thorlacius, myndlistarkona, kennari og þýðandi, hefur verið ráðin skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Blaðamanni ekki gert að svara spurningum lögreglu

Kristinn Ingi Jónsson Stefán Gunnar Sveinsson Kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að blaðamanni, sem var vitni í hinu svokallaða lekamáli, yrði gert að svara spurningum um tilurð fréttar var hafnað af Hæstarétti í gær og staðfesti rétturinn... Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Búast við þúsundum gesta

Sunnlenski sveitadagurinn verður haldinn í dag á Selfossi. Jötunn og Vélaverkstæði Þóris standa saman að deginum en hann verður nú haldinn í sjötta sinn. Dagskráin verður á athafnasvæði fyrirtækjanna tveggja, við Austurveg 69. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 78 orð

Datt og slasaðist á Seljalandsdal

Erlend gönguskíðakona datt og slasaðist á Seljalandsdal eftir hádegið í gær. Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað til aðstoðar og fór á staðinn með vélsleða og sleðavagn. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 71 orð

Flóamarkaður að danskri fyrirmynd

Í dag, laugardaginn 3. maí, verður haldinn flóamarkaður á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi milli kl. 11 og 17. Markaðurinn hefur verið haldinn fyrsta laugardag í hverjum mánuði í nokkurn tíma og nýtur aukinna vinsælda. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Fyrstu mánuðirnir óvenjuhlýir

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrstu fjórir mánuðir ársins hafa verið óvenjuhlýir og hafa aðeins þrisvar sinnum verið hlýrri í Reykjavík frá því að samfelldar mælingar hófust árið 1871. Þetta voru árin 1964, 1929 og 2003. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Fækkun í útgáfu vegabréfa

Alls voru gefin út 4.711 íslensk vegabréf í mars síðastliðnum. Er þetta töluverð fækkun miðað við sama mánuð á seinasta ári en í mars á árinu 2013 voru 5.536 vegabréf gefin út samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Færri hafa sótt um strandveiðileyfi en undanfarin ár

Minni áhugi virðist vera á strandveiðum í vor en undanfarin ár ef marka má það hvernig umsóknir berast. Veiðarnar hefjast næstkomandi mánudag. Í gær höfðu 350 sótt um strandveiðileyfi til Fiskistofu sem er talsvert minna en á sama tíma síðustu tvö árin. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Golli

Klár í logsuðuna Kalli er hygginn hundur og veit að það borgar sig að verja augun með hlífðargleraugum þegar eigandi hans mundar logsuðutæki til að sjóða saman rör á... Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Guðrún og Kjartan við sýningu Morðsögu

Í tengslum við fyrstu einkasýningu Ragnars Kjartanssonar í safni í New York-borg, sem opnuð verður í New Museum í næstu viku, verða foreldrar listamannsins, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og Kjartan Ragnarsson leikstjóri, sérstakir gestir á sýningu á... Meira
3. maí 2014 | Erlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Hlaut 8 ára dóm fyrir kynferðislegt ofbeldi

María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Max Clifford, sérfræðingur í almannatengslum í Bretlandi, var í gær dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa áreitt ungar konur kynferðislega á árunum frá 1977 til 1984. Meira
3. maí 2014 | Erlendar fréttir | 136 orð

Hundruð manna slösuðust í lestarslysi í Seoul

Árekstur tveggja neðanjarðarlesta í Seoul í Suður-Kóreu varð þess valdandi að um 200 manns slösuðust en samkvæmt upplýsingum frá yfirmanni slökkviliðsins er aðeins ein kona talin alvarlega slösuð. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 214 orð

Hverfisskipulagið fellt

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Borgarráð samþykkti einróma í gær að fella tillögu umhverfis- og skipulagsráðs um hverfisskipulag fyrir hina ýmsu borgarhluta. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 1073 orð | 3 myndir

Íslenskan erfið mörgum börnum

Viðtal Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mörg börn af erlendum uppruna í leikskólum Reykjavíkurborgar þurfa meiri stuðning við íslenskunám. Þá þarf að virkja foreldra margra þessara barna til að taka meiri þátt í skólastarfinu. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Íslenskan torveldar aðlögun

Baldur Arnarson Guðrún Guðlaugsdóttir Vísbendingar eru um að erfiðleikar með að læra íslensku hafi áhrif á skólagöngu margra barna af erlendum uppruna á leikskólaaldri og á atvinnumöguleika menntafólks sem er af erlendu bergi brotið. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Jarðgöng hagkvæmari en höfn

Jarðgöng til Vestmannaeyja eru hagkvæmari en að halda úti ferju á milli lands og Eyja þegar til lengri tíma er litið. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Árna Johnsen á opnum borgarafundi um stöðu Vestmannaeyja í gærkvöldi. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Listinn afhentur

Forsvarsmenn samtakanna Já Ísland afhentu í gær forseta Alþingis og formönnum þingflokka á Alþingi undirskriftalista með 53.555 undirritunum þar sem skorað var á þingheim að draga ekki umsókn landsins að ESB til baka. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 435 orð | 2 myndir

Litskrúðugir aðdáendur

Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Stuðningsmenn íslenska Eurovisionhópsins ættu ekki að fara framhjá neinum í Danmörku næstu daga. Þeir sýna stuðning sinn í verki og klæðast margir Pollapönksgöllum í ýmsum áberandi litum. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Lyfjaráð ÍSÍ ákærir einn knapa úr Meistaradeildinni

Lyfjaráð ÍSÍ hefur ákært knapa sem keppti í Meistaradeild í hestaíþróttum í vetur á grundvelli lyfjaprófs. Alls gengust fjórir knapar undir lyfjapróf á tveimur mótum en engin efni á bannlista fundust í sýnum þriggja. Knapinn tók til varna. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Mikill verðmunur á 98 oktana bensíni á Íslandi

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ríflega 36 króna verðmunur er á hæsta og lægsta verði á 98 oktana bensíni á milli bensínstöðva á Íslandi. Þannig kostaði 98 oktana bensín 289,9 krónur í Skeljungi í gær en á sama tíma kostaði það 326,5 kr. Meira
3. maí 2014 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Morðingja Fortuyns sleppt úr fangelsi

Volkert Van der Graf var sleppt lausum úr fangelsi í gær en hann sat inni fyrir morðið á samkynhneigða stjórnmálamanninum Pim Fortuyn árið 2002. Van der Graf hlaut átján ára dóm og hefur því afplánað tvo þriðju hluta dómsins. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 399 orð | 2 myndir

Mótvægisaðgerða er þörf

Úr bæjarlífinu Andrés Skúlason Djúpivogur Sjávarþorpið Djúpivogur hefur nú í tvígang með nokkurra ára millibili þurft að horfast í augu við alvarlegar afleiðingar þess brotakennda fiskveiðistjórnunarkerfis sem byggðum landsins er ætlað að lifa við. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Mæðrastyrksnefnd verður með opið hús

Á morgun, sunnudaginn 4. maí klukkan 15, verður opið hús hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur að Hátúni 12b í austurenda hússins. Sett verður upp sögusýning um stofnun Mæðrastyrksnefndar í kjölfar strands Jóns forseta undan Stafnesi 28. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 58 orð

Nóróveirusýking á HSA

Upp er komin nóróveirusýking á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Austurlands á Egilsstöðum, HSA. Sýni úr vistmanni HSA staðfesta tilfellið en enn fremur leikur grunur á fleiri tilfellum, þar á meðal hjá starfsmönnum, en beðið er niðurstöðu sýnatöku. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 752 orð | 3 myndir

Nýta vannýtt hráefni í fiskafóður

Sviðsljós Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Úrgangur frá timburverksmiðjum í Svíþjóð og öruverumassi sem er ræktaður í jarðhitagasi frá Hellisheiðavirkjun gæti orðið úrvalsfóður fyrir eldisfiska í framtíðinni ef tilraunir Matís ganga vel. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 662 orð | 3 myndir

Reglur, þegar tilmæli dugðu ekki

Sviðsljós Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Nokkur styr hefur staðið um urriðaveiðar í Þingvallavatni, en þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum kærði nýverið mann fyrir að hafa veitt þar urriða án veiðileyfis og utan leyfilegs veiðitíma. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Reykjavík sigraði Akranes í Útsvari

Lið Reykjavíkur bar sigur úr býtum í Útsvari en spurningakeppninni lauk í gærkvöldi með viðureign liða Reykjavíkur og Akraness. Reykjavík sigraði með 106 stigum gegn 77 í úrslitaviðureigninni í kvöld. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

Sama hlutfall og hjá þeim stóru

Birkir Fanndal Mývatnssveit Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var haldinn í Skjólbrekku. Fram kom í skýrslu Ara Teitssonar stjórnarformanns að rekstur hefði verið vel viðunandi 2013. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 284 orð | 2 myndir

Samið um uppbyggingu þjónustu við Jökulsárlón

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gert er ráð fyrir fjölbreyttri þjónustu við ferðafólk í nýrri þjónustumiðstöð sem áformað er að reisa við Jökulsárlón. Meira
3. maí 2014 | Erlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Samið um vopnahlé í borginnni Homs

María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Ríkisstjórn Sýrlands og uppreisnarliðar hafa náð samkomulagi um að uppreisnarliðar dragi sig í hlé í borginni Homs. Þetta þýðir að öll svæði borgarinnar nema eitt lúta aftur stjórn ríkisins og hersins. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Segja kosið um flugvöllinn

Meirihlutinn í borgarstjórn virðir ekki samkomulagið sem gert var um sáttaferli Reykjavíkurflugvallar í október í fyrra. Þetta segja samtökin Hjartað í Vatnsmýri. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Siglir undir norskum fána

Varðskipið Týr sigldi undir norskum fána úr Reykjavíkurhöfn í gær áleiðis til Svalbarða þar sem ný verkefni bíða. Varðskipið hafði áður verið málað í norsku fánalitunum, fyrir verkefnið. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Sjúkraliðar vilja svör

Viðræður Sjúkraliðafélags Íslands við ríkið um nýjan kjarasamning hafa legið niðri um tíma. Félagið hefur óskað eftir fundi sem fyrst til að ljúka samningum. Félagið leggur áherslu á lagfæringar á launatöflu í kröfugerð sinni. Meira
3. maí 2014 | Erlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Sjö biðu bana í átökum

María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Tvær úkraínskar þyrlur voru skotnar niður í átökum í Slaviansk í suðurhluta Úkraínu í gær. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Sjöfaldur í sjöunda sinn

Dregið verður í lottóinu í kvöld og er potturinn að þessu sinni sjöfaldur. Til mikils verður að vinna, því að samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Íslenskrar getspár stefnir í að potturinn verði 80 milljónir króna að þessu sinni. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Skólastjórar vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara

Skólastjórafélag Íslands hefur ákveðið að vísa kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara. Tilgangurinn er að fá samninganefnd sveitarfélaganna að samningaborðinu, eins og segir í tilkynningu frá Skólastjórafélaginu. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 240 orð

Stutt í verkfallsaðgerðir

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Forsvarsmenn Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna hittust á kjarafundi í gær. Meira
3. maí 2014 | Erlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Stúlka myrt á hrottalegan hátt í Svíþjóð

Lögregla í Karlskrona í Suður-Svíþjóð hefur handtekið karl og konu sem grunuð eru um hrottalegt morð á átta ára gamalli stúlku. Meira
3. maí 2014 | Erlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Styðja palestínska fanga sem afplána í Ísrael

Lítill drengur hélt á lofti leikfangabyssu í mótmælendagöngu stuðningsmanna Fatah- og Hamas-hreyfinganna í Hebron í Palestínu í gær. Gengið var til stuðnings palestínskum föngum sem sitja í fangelsum í Ísrael. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Sænskt timbur notað í íslenskt fóður

„Drifkrafturinn á bak við þessi verkefni er að nýta eitthvað sem er vannýtt í dag og fá gott hráefni, umbreyta því í eitthvað nýtilegt, t.d. fóður fyrir fisk eða mannamat. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Tígrar, kanínur og skósveinar

Þessir kátu krakkar úr Borgarholtsskóla tóku sér stundarhlé frá dimission-fögnuði sínum og stilltu sér upp fyrir myndatöku við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli í blíðunni í gær. Meira
3. maí 2014 | Erlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Tvær skriður féllu á þorp í Afganistan

Vitað er að 350 manns létu lífið þegar skriður féllu á þorp í norðurhluta Afganistans í gær. Mörg þúsund manns er saknað og óttast er um örlög þeirra. Björgunarmenn leituðu fólks, sem grafið var undir aur og grjóti. Skóflur voru einu verkfærin. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 518 orð | 4 myndir

Um 50% grunnskólabarna á grænni grein

Fréttaskýring Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 800 orð | 5 myndir

Undirmálslán skekktu markað

Viðtal Baldur Arnarson baldura@mbl.is Flokka má hluta íbúðalána til tekjulágra einstaklinga á árunum 2006 til 2008 sem undirmálslán, enda voru veðhlutföllin mjög há og áhætta lántakans mikil. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 403 orð | 2 myndir

Uppruni hunda kannaður

Sviðsljós Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Hundar á Íslandi frá landnámsöld til 1800 og hænsnarækt á Íslandi frá landnámi til 20. aldar. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 68 orð

Vextir ekki hagstæðari í 20 ár

Hagstæðustu vextir af verðtryggðum íbúðalánum hafa ekki verið lægri í um tvo áratugi. Oddgeir Á. Ottesen, aðalhagfræðingur IFS Greiningar, bendir á þetta en gögnin sem hann hafði til hliðsjónar ná aftur til 1994. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Vinabandið sýnir bútasaumsteppi

Handverkshópurinn Vinabandið heldur sýningu á bútasaumsteppum í félagsmiðstöðinni Aflagranda 40 í Reykjavík dagana 3.-11. maí. Um er að ræða svokölluð sýnishornateppi, saumuð eftir bók hönnuðarins Lynne Edwards, „New Sampler Quilt“. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Þetta er gamalt og leikur sér...

Öldungamót Blaksambandsins stendur yfir frá fimmtudegi til laugardags og er í umsjá KA-manna að þessu sinni. Leikið er í þremur íþróttahúsum á Akureyri og einnig á Dalvík. Meira
3. maí 2014 | Innlendar fréttir | 74 orð

Þriðjungur ökumanna ók of hratt

Brot 18 ökumanna voru mynduð á Austurbrún í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Austurbrún í suðurátt, á milli Dragavegar og Hólsvegar. Meira

Ritstjórnargreinar

3. maí 2014 | Leiðarar | 404 orð

Atlagan að Úkraínu

Rússar reyna leynt og ljóst að ýta undir glundroðann Meira
3. maí 2014 | Staksteinar | 175 orð | 1 mynd

„Fagleg vinnubrögð“ fréttastofu

Fréttastofa Ríkisútvarpsins heldur sínu striki þó að fréttir hafi verið sagðar af því að skipt hafi verið um yfirmenn stofnunarinnar. Meira
3. maí 2014 | Leiðarar | 297 orð

„Það er bara eitt ráð til“

Hvað gera hestamenn þegar lög um dýravelferð eru brotin? Meira

Menning

3. maí 2014 | Tónlist | 607 orð | 2 myndir

Allt eins og blómstrið eina

Röddin er nefnilega tær og saklaus, barnsleg á stundum en um leið er eins og hún komi frá konu sem er hokin af reynslu Meira
3. maí 2014 | Myndlist | 74 orð | 1 mynd

Álfasögur í Þjóðminjasafninu

Börnum á öllum aldri er boðið að hlusta á álfasögur í „silfurhelli“ sýningarinnar Silfur Íslands á morgun, sunnudag, kl. 14. Meira
3. maí 2014 | Myndlist | 63 orð | 1 mynd

Fjarvera nærveru að Safnatröð

Fjarvera nær veru / Absence of a Presence nefnist samsýning meistaranema í myndlist við LHÍ undir sýningarstjórn meistaranema í listfræði við HÍ sem opnuð verður í dag að Safnatröð 5, þar sem áður stóð til að hýsa læknaminjasafn á Seltjarnarnesi. Meira
3. maí 2014 | Tónlist | 84 orð | 1 mynd

Fjölbreytt Vatnsmýrarhátíð

Vatnsmýrarhátíð verður haldin á morgun, sunnudag, milli kl. 12 og 16 að frumkvæði Norræna hússins í samstarfi við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið. Um er að ræða lokaviðburð Barnamenningarhátíðar. Meira
3. maí 2014 | Myndlist | 88 orð | 1 mynd

Lilý Adamsdóttir sýnir í Deiglunni

Lilý Adamsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í Deiglunni á Akureyri í dag kl. 15. „Á sýningunni skoðar Lilý hin smæstu ullarhár og þeirra fíngerðustu hreyfingar. Meira
3. maí 2014 | Myndlist | 146 orð | 1 mynd

Raddteikning í Kompunni

Arna Guðný Valsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, í dag kl. 14. Meira
3. maí 2014 | Fjölmiðlar | 180 orð | 1 mynd

Siðferðilegur sigur á vellinum

Íþróttafréttir eru venjulega ekki hluti af hinum hefðbundnu sjónvarpsfréttum heldur sagðar að þeim loknum. Er það mikil blessun fyrir þau okkar sem hafa afar takmarkaðan áhuga á tilvist Manchester United og fleiri sparkliða. Meira
3. maí 2014 | Myndlist | 677 orð | 1 mynd

Skoðar þrá mannkyns eftir skilningi

Auður Albertsdóttir audura@mbl.is Í kvöld klukkan 20 opnar listakonan Ragnheiður Gestsdóttir sýningu á nýjum verkum í Kunstschlager við Rauðarárstíg 1. Meira
3. maí 2014 | Tónlist | 328 orð | 2 myndir

Solar 5 og verk Hildar Guðnadóttur tilnefnd

Verkið „Undir tekur yfir“ eftir Hildi Guðnadóttur og „Solar 5: Journey to the Center of Sound“ eftir Huga Guðmundsson, Hilmar Jensson, Sverri Guðjónsson og Matthías Hemstock, með gagnvirku myndefni eftir Joshue Ott, eru þau tvö... Meira
3. maí 2014 | Kvikmyndir | 144 orð | 1 mynd

Teiknimyndir og BDSM-bíó

Sýningar hefjast í dag í Bíó Paradís á sérstökum stuttmyndapakka. „Um er að ræða tólf teiknimyndir frá átta löndum. Allt eru þetta verðlaunamyndir sem ættu að gleðja alla káta krakka. Meira
3. maí 2014 | Myndlist | 101 orð | 1 mynd

Unnið saman í um 21 ár

Samsýning íslenskra og finnskra listamanna verður opnuð í Norræna húsinu í dag kl. 15. Meira
3. maí 2014 | Tónlist | 124 orð | 1 mynd

Vortónleikar í Háteigskirkju

Kammerkór Mosfellsbæjar heldur vortónleika sína í Háteigskirkju á morgun kl. 17. Á efnisskránni er tónlist eftir ólík tónskáld frá ýmsum tímum, þeirra á meðal eru John Dowland, Franz Schubert og John A. Speight. Meira

Umræðan

3. maí 2014 | Aðsent efni | 769 orð | 2 myndir

Ávaxtabíllinn 10 ára – litrík ferðasaga

Eftir Hauk Magnússon: "Hugmyndin byggðist á því að gera fyrirtækjum auðvelt að panta gott úrval ávaxta reglulega án fyrirhafnar." Meira
3. maí 2014 | Aðsent efni | 381 orð | 1 mynd

Félagsstarf í Mosfellsbæ – innan félaga sem utan

Eftir Hafstein Pálsson: "Félagsstarf í Mosfellsbæ auðgar mannlífið í bænum og er snar þáttur í menningarlífi bæjarins. Bæjarfélagið styður mörg félaganna enda mikil og góð þátttaka í starfi þeirra." Meira
3. maí 2014 | Pistlar | 400 orð | 1 mynd

Frúin í stjórnarráðinu

Fyrir tilkomu snjalltækja þurftu foreldrar að nota ímyndunaraflið til að hafa ofan af fyrir börnunum sínum á langferðum. Þannig varð leikurinn frúin í Hamborg til. Meira
3. maí 2014 | Pistlar | 331 orð

Jón Óskar og sósíalisminn

Fjölmargir lesendur Fróðleiksmolanna hafa haft samband og bent á margt, sem ýmist mátti betur fara eða hafa mætti í huga, og kann ég þeim hinar bestu þakkir. Hér ætla ég að leggja út af einni athugasemdinni, eftir Unu Margréti Jónsdóttur. Meira
3. maí 2014 | Bréf til blaðsins | 489 orð | 1 mynd

Svona rugl með líf annarra er til skammar

Frá Erlingi Garðari Jónassyni: "Markmið og skilgreiningar laga um málefni aldraðra. nr. 125. 1999 1. gr." Meira
3. maí 2014 | Pistlar | 474 orð | 2 myndir

Tveir framsóknarmenn

Nemandi spurði um gagnsemi z-unnar gömlu sem var aflögð árið 1974 (þó sumir noti hana enn). Svar mitt: Lítum á eftirfarandi setningar: Þú ást matinn; hér hafa ást við tveir hatursmenn; þetta er sönn ást. Meira
3. maí 2014 | Velvakandi | 73 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Fólk í vinnu 1. maí Ég heyrði fyrirtæki og verslanir auglýsa að opið væri hjá þeim 1. maí, í einni húsgagnaverslun meira að segja til kl. 22. Er fólk virkilega svona háð því að þurfa að komast í verslun að ekki er hægt að hafa lokað 1. maí? Meira
3. maí 2014 | Pistlar | 830 orð | 1 mynd

Verkalýðsfélögin og baráttan gegn misskiptingu

Er evran mikilvægari en atvinna? Meira
3. maí 2014 | Aðsent efni | 400 orð | 2 myndir

Við erum Evrópumeistarar í skattlagningu á lyf

Eftir Jakob Fal Garðarsson: "Það væri við hæfi að hafa í huga raunverulega þýðingu orðanna munaður og lífsnauðsyn og skattleggja vöru og þjónustu í samræmi við það." Meira

Minningargreinar

3. maí 2014 | Minningargreinar | 664 orð | 1 mynd

Áslaug Thorlacius

Áslaug fæddist 21. nóvember 1911 að Fremstafelli í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún lést 16. apríl 2014. Útför Áslaugar fór fram frá Áskirkju 29. apríl 2014. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2014 | Minningargrein á mbl.is | 1248 orð | 1 mynd | ókeypis

Bertel Berthelsen Jónsson

Bertel Berthelsen Jónsson fæddist á Skjaldvararfossi á Barðaströnd 6. mars 1924. Hann andaðist 24. mars 2014 á dvalarheimilinu Grund í Reykjavík. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2014 | Minningargreinar | 813 orð | 1 mynd

Bertel Berthelsen Jónsson

Bertel Berthelsen Jónsson fæddist á Skjaldvararfossi á Barðaströnd 6. mars 1924. Hann andaðist 24. mars 2014 á dvalarheimilinu Grund í Reykjavík. Bertel ólst upp á Skriðnafelli á Barðaströnd. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2014 | Minningargreinar | 341 orð | 1 mynd

Guðrún Einarsdóttir

Guðrún Einarsdóttir fæddist 16. desember 1921. Hún lést 30. mars 2014. Útför Guðrúnar fór fram 10. apríl 2014. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2014 | Minningargreinar | 1287 orð | 1 mynd

Hrefna Ólafsdóttir

Hrefna Ólafsdóttir fæddist á Syðra-Fjalli í Aðaldal í Suður-Þingeyarsýslu 15. október 1933. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 20. apríl 2014. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Sigurgeirssonar, f. 1.6. 1902, d. 24.9. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2014 | Minningargreinar | 1030 orð | 1 mynd

Jón Ægisson

Jón Ægisson fæddist á Siglufirði 19. maí 1953. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 22. apríl 2014. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2014 | Minningargreinar | 412 orð | 1 mynd

Manuel Arjona Cejudo

Manuel Arjona Cejudo fæddist 1. október 1948. Hann lést 30. mars 2014. Útför Manuels fór fram 10. apríl 2014. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2014 | Minningargreinar | 558 orð | 1 mynd

Margrét Magnúsdóttir

Margrét Magnúsdóttir fæddist 9. febrúar 1928, hún lést 30. mars 2014. Guðmundur Sigurþórsson fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1927, hann lést 2. apríl 2014. Útför Margrétar og Guðmundar fór fram 11. apríl 2014. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2014 | Minningargreinar | 2080 orð | 1 mynd

María Sigríður Hákonardóttir

María Sigríður Hákonardóttir fæddist í Flatey í Breiðafirði 22.6. 1924. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 17.4. 2014. Foreldrar hennar vou Karitas Elísabet Bjarnadóttir, f. 20.11. 1897, d. 15.11. 1958, og Hákon Einarsson, f. 12.8. 1892, d. 2.1.... Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2014 | Minningargreinar | 589 orð | 1 mynd

Sigurður Stefán Friðriksson

Sigurður Stefán Friðriksson fæddist 29. mars 1932 á Siglufirði. Hann lést á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 21. apríl 2014. Hann var sonur hjónanna Unnar Jónsdóttur, f. 12.8. 1905, d. 4.8. 1996, og Friðriks B. Jónssonar, f. 28.3. 1896, d. 30.7. 1960. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2014 | Minningargreinar | 144 orð | 1 mynd

Sverrir Björnsson

Sverrir Björnsson fæddist 31. desember 1935. Hann lést 31. mars 2014. Útför Sverris fór fram 11. apríl 2014. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2014 | Minningargreinar | 933 orð | 1 mynd

Sæbjörn H. Jónsson

Sæbjörn Hallgrímur Jónsson var fæddur á Skeggjastöðum í Fellum 1. júní 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði þann 24. apríl 2014. Foreldrar voru Jón Hallgrímsson, bóndi á Skeggjastöðum, f. 21. júní 1889, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2014 | Minningargreinar | 778 orð | 1 mynd

Þorsteinn Rínar Guðlaugsson

Þorsteinn Rínar Guðlaugsson fæddist í Reykjavík 4. júní 1934. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala 9. apríl 2014. Þorsteinn var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 25. apríl 2014. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 72 orð

18% aukning í bílasölu

Sala á nýjum fólksbílum í apríl jókst um 18,1% og var 684 á móti 579 í sama mánuði 2013. Þetta kemur fram á heimasíðu Bílgreinasambandsins. Samtals hafa verið skráðir 2.257 fólksbílar á fyrstu fjórum mánuðum ársins sem er 17,8% aukning frá 2013. Meira
3. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 219 orð | 1 mynd

Almennur stuðningur við fjármálastöðugleikaráð

Frumvarp efnahags- og fjármálaráðherra um stofnun fjármálastöðugleikaráðs, sem hefði ríkar valdheimildir til að afla víðtækra upplýsinga um fjármálastarfsemi og framkvæma reglulegt kerfisbundið áhættumat fyrir fjármálakerfið, nýtur stuðnings allra sem... Meira
3. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 402 orð | 1 mynd

Arion fékk ekki viðunandi kjör á 47 milljarða útgáfu

Mat stjórnenda Arion banka er að ekki sé tímabært fyrir bankann að sækja lánsfé á alþjóðlega skuldabréfamarkaði. Þótt eftirspurn sé eftir bréfum eru kjörin sem bjóðast enn sem komið er ekki ásættanleg. Meira
3. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 115 orð | 1 mynd

Bæta við 30 manns

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software áætlar að bæta við 30 starfsmönnum á árinu. Tekjuvöxtur fyrirtækisins var 32% milli fyrsta ársfjórðungs 2014 og 2013. Afkoman var betri á öllum einingum en áætlun gerði ráð fyrir, að því er fram kemur í... Meira
3. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Fjölgun starfa merki um bjartsýni vestanhafs

Bandarískt atvinnulíf skapaði 288 þúsund ný störf í apríl, sem er mesta fjölgun starfa í tvö ár. Meira
3. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Hafna 106 milljarða dala tilboði Pfizer

Stjórn breska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca hefur hafnað yfirtökutilboði bandaríska lyfjarisans Pfizer. Hljóðaði tilboðið upp á 50 pund á hlut en miðað við það er AstraZeneca metið á um 106 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 12. Meira
3. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 190 orð | 1 mynd

Yfir 3% hagvöxtur næstu tvö ár

Horfur í efnahagsmálum á Íslandi eru góðar og mun hagvöxtur mælast 3,2% í ár og 3,3% á því næsta. Hagvöxtur verður hins vegar drifinn áfram af öðrum þáttum en á síðasta ári en von er á talsvert hraðari vexti í innflutningi en útflutningi. Meira

Daglegt líf

3. maí 2014 | Daglegt líf | 124 orð | 1 mynd

Hátíð allra unnenda Mustang

Árið 2014 skipar sérstakan sess í hugum og hjörtum þeirra sem eru með Mustang-bakteríuna. Í ár eru nefnilega fimmtíu ár síðan Ford Mustang var fyrst framleiddur. Meira
3. maí 2014 | Daglegt líf | 71 orð | 1 mynd

Hláturganga

Á morgun, sunnudaginn 4. maí, er alþjóðlega hláturdeginum fagnað í meira en 70 löndum og þar er Ísland ekki undanskilið. Hláturganga verður farin í Laugardalnum og verður gengið frá gömlu þvottalaugunum klukkan 13. Meira
3. maí 2014 | Daglegt líf | 1120 orð | 3 myndir

Kettir á kóngafæði og klósettþjálfaðir

Viktoría Gilsdóttir fékk brennandi áhuga á náttúruvernd strax á unglingsárunum. Hún fer allra sinna ferða á hjóli, flokkar rusl, neytir lífrænnar fæðu, útbýr hráfóður ofan í kisurnar og hefur kennt þeim að nota salernið. Meira
3. maí 2014 | Daglegt líf | 89 orð | 1 mynd

... njótið listsmiðjunnar

Í dag á milli klukkan 14 og 16 verður nokkuð um að vera í listsmiðju Gerðubergs. Meira
3. maí 2014 | Daglegt líf | 210 orð | 1 mynd

Rífandi stemning og kátína

Fyrir tuttugu árum síðan kom fyrsta Party & Co spilið út hjá Jumbo. Síðan þá hefur það komið í ýmsum útgáfum og fyrir ýmsa aldurshópa. Meira

Fastir þættir

3. maí 2014 | Fastir þættir | 179 orð | 1 mynd

1. Rf3 d5 2. g3 c6 3. Bg2 Rf6 4. O-O Bg4 5. c4 e6 6. d3 Be7 7. b3 O-O 8...

1. Rf3 d5 2. g3 c6 3. Bg2 Rf6 4. O-O Bg4 5. c4 e6 6. d3 Be7 7. b3 O-O 8. Bb2 Rbd7 9. Rbd2 h6 10. Dc2 Bd6 11. e4 dxe4 12. dxe4 e5 13. h3 Bh5 14. Rh4 He8 15. a3 a5 16. Bc3 Db6 17. Kh1 Be2 18. Hfe1 Bh5 19. Hf1 Be2 20. Hfe1 Bh5 21. Rf1 Bc5 22. Re3 Rf8 23. Meira
3. maí 2014 | Í dag | 316 orð

Af skáldskap og eldhúsfræðum

Fyrir viku var þessi vísnagáta eftir séra Svein Víking: Þessi styrkir þak og veggi. Þrælslega á sjó er ráðist á 'ana. Horað sprund með spóaleggi. Úr spýtum oft í hliði ég sá 'ana. Meira
3. maí 2014 | Í dag | 12 orð

Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur. (Orðskviðirnir 16:3)...

Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur. Meira
3. maí 2014 | Árnað heilla | 210 orð | 1 mynd

Finnur sig vel á flakkinu út um land

Sjálfsagt má einu gilda hver fíknin er, summa lastanna verður alltaf söm. Ég hvorki reyki né drekk en reynslusport er mín fíkn. Meira
3. maí 2014 | Árnað heilla | 525 orð | 4 myndir

Golf og skólamál eru helstu áhugamálin

Dóra fæddist 3. maí 1964 á Húsavík og ólst þar upp. „Ég hef búið alla mína tíð á Húsavík fyrir utan námsár mín á Akureyri og í Reykjavík. Meira
3. maí 2014 | Árnað heilla | 248 orð | 1 mynd

Jónas Jónasson

Jónas Jónasson fæddist í Reykjavík 3.5. 1931 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Jónas Þorbergsson, ritstjóri, alþm. og fyrsti útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir húsfreyja. Meira
3. maí 2014 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Kaupmannahöfn Lilja Margrét fæddist 21. september kl. 10.54. Hún vó 12,5...

Kaupmannahöfn Lilja Margrét fæddist 21. september kl. 10.54. Hún vó 12,5 merkur og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Erla Dögg Guðmundsdóttir og Morten Raskov... Meira
3. maí 2014 | Í dag | 33 orð

Málið

Eitt fjölmargra orða sem að ósekju hafa verið lögð á hilluna er burtfararbiti : „brottferðar- eða skilnaðarmáltíð hjúa á fardögum“ (ÍO). Það mætti vel taka upp aftur um kveðjutertuna er vinnuhjú hættir... Meira
3. maí 2014 | Í dag | 1469 orð | 1 mynd

Messur

Orð dagsins: Ég er góði hirðirinn. Meira
3. maí 2014 | Fastir þættir | 564 orð | 3 myndir

Nansý Davíðsdóttir Norðurlandameistari stúlkna

Nansý Davíðsdóttir vann gullverðlaun í yngsta aldursflokki á Norðurlandamóti stúlkna á Bifröst um síðustu helgi. Nansý hlaut 4 ½ vinning af fimm mögulegum en hún vann helsta keppinaut sinn í c-flokki mótsins með svörtu í næstsíðustu umferð. Meira
3. maí 2014 | Árnað heilla | 361 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 85 ára Jóhanna S. Meira
3. maí 2014 | Fastir þættir | 307 orð

Víkverji

Sjálfur eða „Selfie“ tröllríða vinsælustu samfélagsmiðlunum um þessar mundir. Tekið skal fram að íslenska orðið sjálfa er stolið frá einum liprum kollega. Nafngiftin er nokkuð góð, gegnsæ og skýr. Meira
3. maí 2014 | Í dag | 190 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

3. maí 1816 Með konungsúrskurði var staðfest að hegningarhússvist væri aflögð á Íslandi. Í stað hennar voru afbrotamenn dæmdir til hýðingar. Hegningarhús var aftur tekið í notkun 1874, og var það við Skólavörðustíg í Reykjavík. 3. Meira
3. maí 2014 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

Þorlákshöfn Helga Laufey fæddist 15. maí. Hún vó 1.466 g og var 41,4 cm...

Þorlákshöfn Helga Laufey fæddist 15. maí. Hún vó 1.466 g og var 41,4 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðbergur Kristjánsson og Karen Hrund Heimisdóttir... Meira

Íþróttir

3. maí 2014 | Íþróttir | 195 orð | 1 mynd

Alþjóðakörfuknattleikssambandið staðfesti í gær að Leifur S. Garðarsson...

Alþjóðakörfuknattleikssambandið staðfesti í gær að Leifur S. Garðarsson væri orðinn milliríkjadómari á nýjan leik, FIBA-dómari, en hann hóf að dæma aftur í úrvalsdeildinni í vetur eftir nokkurt hlé. Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

Aron fór á kostum í tvíframlengdum leik

Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, átti framúrskarandi leik í gærkvöldi þegar lið hans, Guif frá Eskilstuna, vann Alingsås, 34:31, í fyrsta undanúrslitaleik liðanna um sænska meistaratitilinn. Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Á þessum degi

3. maí 1989 Vestur-þýska knattspyrnuliðið Stuttgart, með Ásgeir Sigurvinsson í lykilhlutverki, tapar 2:1 fyrir Diego Maradona og félögum í ítalska liðinu Napoli í fyrri úrslitaleik UEFA-bikarsins á Ítalíu. Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 1139 orð | 3 myndir

„Maður verður að muna að njóta sín“

• KR-ingurinn Martin Hermannsson, besti leikmaður úrslitakeppninnar í körfubolta, gerir upp veturinn • Á leið í nám í Bandaríkjunum • Vill bikarinn í stúdentsveisluna • Fannst of langt milli leikja í vetur • Hirðir ekkert gras í sumar Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Bjarki Már í fyrsta sinn í liði vikunnar

Bjarki Már Elísson, hornamaður hjá þýska 1. deildar liðinu Eisenach, er í liði 30. umferðar þýsku 1. deildarinnar sem tilkynnt var í gær en það er vefsíða deildarinnar sem stendur fyrir valinu. Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 246 orð | 1 mynd

Ekki verður litið framhjá því að framkvæmd oddaleiks Hauka og FH í...

Ekki verður litið framhjá því að framkvæmd oddaleiks Hauka og FH í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta var ábótavant. Þar á ég við lokasekúndur leiksins. Eftir að Haukar skoruðu 28. Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 714 orð | 1 mynd

Hefja titilvörn í Dalnum

1. umferð Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Það er nóg af spennandi og athyglisverðum rimmum í uppsiglingu nú þegar fótboltaveisla sumarsins hefst með heilli umferð á morgun og á mánudag. Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin: Nettóvöllur: Keflavík...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin: Nettóvöllur: Keflavík – Þór S16 Laugardalur: Fram – ÍBV S16 Samsungvöllur: Stjarnan – Fylkir S19.15 Fjölnisvöllur: Fjölnir – Víkingur R S19. Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Meistarakeppni kvenna Stjarnan – Breiðablik 0:1 Telma Hjaltalín...

Meistarakeppni kvenna Stjarnan – Breiðablik 0:1 Telma Hjaltalín Þrastardóttir 6. Borgunarbikar karla 1. umferð: Leiknir F. – Höttur 4:2 *Leiknir F. mætir Fjarðabyggð eða Einherja í 2. umferð. Lengjubikar kvenna B-deild: ÍA – Þróttur R. Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 685 orð | 2 myndir

Meistararnir gætu aftur bætt stigametið

KR-ingar Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Það hefur stundum virst hreinlega fastur liður á þessum tíma árs, eins og þessi furðulegu fimmtudagsfrí og dimitteringar stúdenta, að KR-ingum sé spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu karla. Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Ólafur og félagar svo að segja úr leik

Möguleikar Ólafs Inga Skúlasonar og samherja í í Zulte-Waregem á að blanda sér alvarlega í baráttuna um belgíska meistaratitilinn í knattspyrnu eru nær alveg úr sögunni. Í gær tapaði Zulte-Waregem, 4:1, á útivelli fyrir Standard Liège. Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 164 orð | 1 mynd

Peningabasl á ØIF Arendal

Norska handknattleiksliðið ØIF Arendal, sem Einar Ingi Hrafnsson leikur með, á í fjárhagserfiðleikum um þessar mundir. M.a. hefur stjórn félagsins óskað eftir því við sveitarfélagið að það leggi 700. Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Sigvaldi flytur sig um set

Sigvaldi Guðjónsson, leikmaður Århus í Danmörku og yngri landsliða Íslands í handknattleik undanfarin ár, er genginn til liðs við danska úrvalsdeildarfélagið Bjerringbro/Silkeborg. Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 35 orð | 1 mynd

Svíþjóð Undanúrslit, fyrsti leikur: Guif – Alingsås 34:31 &bull...

Svíþjóð Undanúrslit, fyrsti leikur: Guif – Alingsås 34:31 • Heimir Óli Heimisson skoraði 1 mark fyrir Guif og Aron Rafn Eðvarðsson varði mark liðsins. Haukur Andrésson er frá keppni vegna meiðsla. Kristján Andrésson þjálfar... Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Telma tryggði sigur

Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði eina mark leiksins þegar Breiðablik vann Stjörnuna í Meistarakeppni KSÍ í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í gærkvöldi. Markið skoraði Telma á sjöttu mínútu leiksins sem var heldur bragðdaufur að sögn vitna. Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, 1. umferð: Atlanta – Indiana 88:95...

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, 1. umferð: Atlanta – Indiana 88:95 *Staðan er 3:3 og oddaleikur í Indianapolis í kvöld kl. 22.30. Vesturdeild, 1. umferð: Memphis – Oklahoma City 84:104 *Staðan 3:3 og oddaleikur í Oklahoma næstu nótt. Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 212 orð | 2 myndir

Við erum á réttri leið

HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
3. maí 2014 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Víðförull Slóveni til liðs við Grindavík

Grindvíkingar hafa samið við slóvenska framherjann Tomislav Misura sem mun leika með þeim í 1. deildinni í knattspyrnu á komandi keppnis-tímabili. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.