Greinar föstudaginn 23. maí 2014

Fréttir

23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 574 orð | 2 myndir

Auka þarf sveigjanleika á vinnumarkaði

Fréttaskýring Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira
23. maí 2014 | Erlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Banna sætindi við afgreiðslukassana

Það hefur verið þekkt aðferð hjá verslunum að koma sælgæti fyrir við kassana svo að viðskiptavinurinn falli í freisti á meðan hann bíður eftir afgreiðslu. Meira
23. maí 2014 | Erlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Beisla sólina til að færa fólki rafmagn

Ný ríkisstjórn Narendra Modi á Indlandi ætlar að beisla sólarorku til þess að sjá hverju heimili í landinu fyrir nægri orku fyrir að minnsta kosti eina ljósaperu fyrir árið 2019. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Bjölluhljómur og kirkjuklukkuómur

Listahátíð í Reykjavík var sett við Reykjavíkurtjörn í gær, þegar Högni Egilsson og Bjöllukór Tónstofu Valgerðar Jónsdóttur fluttu verk Högna, Turiya, með klukkum Hallgrímskirkju og Landakotskirkju. Meira
23. maí 2014 | Erlendar fréttir | 556 orð | 3 myndir

Blóðugasta árásin til þessa

Baksvið Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Sprengjuárás í kínversku borginni Urumqi, höfuðborg Xinjiang-héraðs, sem grandaði 31 manni er aðeins nýjasta dæmi um ofbeldi sem á rætur sínar í togstreitu á milli þjóðarbrota og trúarbragða í vesturhluta Kína. Meira
23. maí 2014 | Erlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Drápu 14 stjórnarhermanna

Að minnsta kosti fjórtán úkraínskir hermenn féllu og þrjátíu særðust í árás stuðningsmanna Rússa á eftirlitsstöð við þorpið Blahodatne í Austur-Úkraínu í gær. Árásin er sú mannskæðasta hingað til í átökunum á svæðinu. Meira
23. maí 2014 | Erlendar fréttir | 1607 orð | 3 myndir

Efasemdir um ESB valda sveiflu

Baksvið Karl Blöndal kbl@mbl.is Kjósendur í Bretlandi og Hollandi gengu í gær að kjörborðinu og hófust þar með kosningarnar til Evrópuþingsins sem haldnar verða í aðildarríkjum Evrópusambandsins á næstu dögum og lýkur á sunnudag. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Ekki þörf fyrir aðra endurskipulagningu

Lán sem hafa áður farið í gegnum endurskipulagningu og teljast nú til vandræðalána mælast einungis 0,3% af útlánum Arion banka. „Það er ekki nema ríflega hálft ár síðan sú umræða var hávær að líklega yrði að fara í aðra umferð endurskipulagningar. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Endurnýjaður Gamli Garður opnaður í gær

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Gamla Garði sem stendur við Háskóla Íslands. Húsið hefur verið gert upp að miklu leyti í upprunalegri mynd en þó með nútímaþarfir stúdenta í huga. Hafist var handa við byggingu Gamla Garðs sumarið 1933. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 239 orð

Fangelsi fyrir grófa nauðgun

Hæstiréttur hefur staðfest sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn 33 ára karlmanni, Gintaras Bloviescius. Hann var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir sérstaklega grófa nauðgun og til að greiða fórnarlambi sínu 1,2 milljónir króna. Meira
23. maí 2014 | Erlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Fjarlægðu heila 700 látinna ungbarna

Norskir réttarmeinafræðingar fjarlægðu hjarta og heila úr líkum um 700 barna í rannsóknarskyni án þess að láta foreldra þeirra vita eða fá samþykki þeirra. Þetta var hluti af rannsókn á vöggudauða sem hófst árið 1984 og stendur ennþá yfir. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 65 orð

Flugfreyjur á fund í dag

Fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands (FÍ), vegna félagsmanna sem starfa hjá Icelandair, og SA, fyrir hönd Icelandair, síðdegis í dag. Samningafundur hjá Ríkissáttasemjara stóð fram undir klukkan 17.00 í gær. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Framlög til rannsókna og nýsköpunar stóraukin

Stjórnvöld ætla að stórauka fjárframlög í samkeppnissjóði og ráðstafanir til að auðvelda atvinnulífinu að fjárfesta í rannsóknum og nýsköpun. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Fyrirtæki og stofnanir 2014

Tilkynnt var hvaða fyrirtæki og stofnanir hrepptu árleg verðlaun stéttarfélaganna Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, SFR og VR í gær. Verðlaunin eru veitt á grundvelli kannana á meðal fullgildra félagsmanna auk margra annarra starfsmanna. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 336 orð | 2 myndir

Gamalt timbur í viðgerðir

Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Timbur úr Ísafjarðarkirkju sem brann í júlí árið 1987 verður nýtt til viðhalds og viðgerða friðaðra og friðlýstra húsa, ef farið verður að tillögu húsafriðunarnefndar þess efnis. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Gat ekki andað frá sér

Hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild Landspítalans láðist að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hann tók sjúkling úr öndunarvél og setti talventil á rennuna 3. október 2012. Meira
23. maí 2014 | Erlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Herinn tekur völdin á ný

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Yfirmaður taílenska hersins, Prayuth Chan-Ocha, tilkynnti í gær að herinn hefði tekið yfir stjórn landsins til að koma aftur á röð og reglu og hrinda pólitískum umbótum í framkvæmd. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Hermann Þorsteinsson var jarðsunginn í gær

Útför Hermanns Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra og byggingarstjóra Hallgrímskirkju, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Hermann lést 5. maí síðastliðinn 92 ára að aldri. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 819 orð | 5 myndir

Hinn frægi kappakstur þotuliðsins

Sviðsljós Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Hún er erfiðasta brautin af öllum í Formúlu 1-mótaröðinni, sú hægasta af þeim öllum sömuleiðis og hvergi má ökumaður gera minnstu mistök ef ekki á illa að fara. Samt er Mónakó draumur allra ökumanna. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 393 orð | 1 mynd

Hnjúkurinn fær samkeppni

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Margir hópar leggja leið sína á Hvannadalshnjúk, Hrútfjallstind og aðra tinda í Öræfajökli þessa vordaga. Að skipulagi koma m.a. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Höggvið á hnút í erfiðri kjaradeilu

„Ég held að menn hafi áttað sig á því að það var skynsamlegast hreinlega að koma okkur úr þessu fari sem við vorum í. Meira
23. maí 2014 | Innlent - greinar | 460 orð | 1 mynd

Kosningabaráttan jákvæð

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Gott samstarf hefur verið á milli meirihlutans og minnihlutans í Fjarðabyggð á síðasta kjörtímabili um að ná tökum á fjármálum bæjarins. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Krúttklak Svanhildar við Elliðaár

Þeir voru ekki sólahringsgamlir ungarnir hennar Svanhildar þegar ljósmyndari Morgunblaðsins fangaði fjölskylduna á mynd í Elliðaárdal í gærkvöldi. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Leikskólar í borginni kynna fagverkefni

Stóri leikskóladagurinn verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og Iðnó í dag, föstudaginn 23. maí. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Neituðu allir að hafa staðið að verðsamráði

Andri Karl andri@mbl.is Þrettán núverandi og fyrrverandi starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins byggingavöruverslunar neituðu sök við þingfestingu máls sérstaks saksóknara á hendur þeim fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Ný ferja til siglinga yfir Breiðafjörð

Gunnlaugur Auðunn Árnason Stykkishólmur Breytingar verða á ferjusamgöngum yfir Breiðafjörð í haust. Sæferðir ehf. í Stykkishólmi hafa ákveðið að kaupa stærri ferju til siglinga yfir Breiðafjörðinn. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 49 orð

Nýir leikskólastjórar

Gengið var frá ráðningu tveggja leikskólastjóra á síðasta fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Um er að ræða leikskóla í Vesturbænum. Helena Jónsdóttir var ráðin leikskólastjóri í Grandaborg og Ólafur Brynjar Bjarkason leikskólastjóri í Hagaborg. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 408 orð | 1 mynd

Ný vinnubrögð á gjörgæslu

Baldur Arnarson Andri Karl Verkferlar á gjörgæsludeild Landspítalans hafa verið endurskoðaðir í kjölfar mistaka hjúkrunarfræðings sem leiddu til andláts sjúklings, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar á spítalanum. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

Samningur í höfn hjá sjúkraliðum

Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is „Ég er mjög sátt með niðurstöðuna. Við náðum í raun öllum okkar markmiðum,“ segir Kristín Á. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Samningur um samstarf

Samstarfssamningur milli Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans um styrkingu þjónustu við börn og unglinga með geðrænan vanda og fjölskyldur þeirra á Norðurlandi var undirritaður í gær. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 225 orð

Skoða hlunnindi og aukagreiðslur

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur kallað saman ráðgjafahóp til að fjalla um hlunnindi kirkjujarða og prestssetra. Hópurinn mun einnig fjalla um aukagreiðslur til presta og annarra starfsmanna sókna og kirkju. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Staðgengill borgarstjóra hefur afnot af bíl hans

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég er staðgengill borgarstjóra og hef verið í fjögur ár,“ sagði Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur, til skýringar á því hvers vegna hann hefur haft aðgang að bílum í eigu borgarinnar. Meira
23. maí 2014 | Innlent - greinar | 594 orð | 2 myndir

Sterkari innviðir og sanngjörn skipting köku

baksvið Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á Akureyri þykir baráttan fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar hafa verið hófstillt að minnsta kosti til þessa, segja viðmælendur Morgunblaðsins sem þekkja til bæjarmála þar. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Stjórnarmynstrið breytist

Líkur á að tveggja flokka ríkisstjórnir verði myndaðar á Íslandi í framtíðinni hafa minnkað og er líklegra að framvegis þurfi þrjá flokka til þess að mynda stjórn. Þetta er skoðun Ólafs Þ. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 526 orð | 2 myndir

Stjórnin tapaði fljótt miklu af kjörfylgi

Viðtal Baldur Arnarson baldura@mbl.is Meiri líkur eru á því en minni að stuðningur við ríkisstjórnina muni minnka frekar á þeim þremur árum sem eftir eru af kjörtímabilinu. Það er í öllu falli mun sennilegra en að stuðningurinn fari aftur yfir 50%. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 218 orð

Taka út 7,6 milljarða

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikil ásókn hefur verið í útgreiðslu séreignarsparnaðar að undanförnu. Frá áramótum hafa borist umsóknir um útgreiðslu rúmlega 7,6 milljarða kr. af séreignarsparnaðarreikningum samkvæmt upplýsingum embættis Ríkisskattstjóra. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Tékkar sinna loftrýmisgæslu

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tékkar munu sinna loftrýmisgæslu við Ísland í október og nóvember í haust. Fjórar til sex orrustuþotur koma hingað vegna þessa og fylgir þeim um 50 manna starfslið. Meira
23. maí 2014 | Erlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Tókst að hægja á Rosettu

Vísindamönnum evrópsku geimstofnunarinnar tókst farsællega að breyta stefnu könnunarfarsins Rosettu í gær. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Tónlistarskólarnir fá greitt fyrirfram

Borgarráð samþykkti í gær að veita fjármálastjóra heimild til að greiða tónlistarskólum í Reykjavík sem eru í tímabundnum greiðsluvanda vegna nemenda á mið- og framhaldsstigi í söng og framhaldsstigi í hljóðfæraleik áætlað framlag vegna kennslukostnaðar... Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Tveggja flokka stjórnir á útleið

Spurður hvort það sé að verða ólíklegt að hér á landi verði aftur myndaðar tveggja flokka stjórnir segir Ólafur það hugsanlegt. Meira
23. maí 2014 | Erlendar fréttir | 434 orð | 1 mynd

Uppgjöf í Portúgal þrátt fyrir efnahagsbata

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Neyðaraðstoð sem Portúgal fékk frá Evrópusambandinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabanka Evrópu lauk formlega um síðustu helgi. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 384 orð | 2 myndir

Varð rakari en ekki bakari

Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ég vann í bakaríinu hjá föður mínum frá því ég var lítill strákur. Meira
23. maí 2014 | Innlent - greinar | 643 orð | 1 mynd

Vaxtarverkir á Akranesi

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 77 orð

Vélarvana bátur dreginn til hafnar í Rifi

Bátur sem verið var að sigla frá Hafnarfirði vestur á firði varð vélarvana við Beruvík á Snæfellsnesi í gærkvöld. Tveir menn voru um borð. Björgunarskipið Björg frá Rifi var kallað út. Einnig var óskað eftir aðstoð nærstaddra báta. Meira
23. maí 2014 | Erlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Vilja ekki láta rannsaka stríðsglæpina

Fulltrúar rússneskra og kínverskra stjórnvalda beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær til að koma í veg fyrir að samþykkt yrði ályktun sem hefði gert Alþjóðastríðsglæpadómstólnum kleift að rannsaka og ákæra vegna stríðsglæpa í... Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Vilja nýta timbrið í friðuð og friðlýst hús

Húsafriðunarnefnd hefur lagt fram tillögu þess efnis að timbur úr Ísafjarðarkirkju, sem brann í júlí árið 1987, verði nýtt til viðhalds og viðgerða friðaðra og friðlýstra húsa. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 413 orð | 2 myndir

Vindmælir og vefmyndavél á brún Esju

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafnar verða mælingar á veðri á Esjunni á næstunni. Eru þær liður í undirbúningi að því að koma upp kláfi til að flytja farþega upp á brún fjallsins. Meira
23. maí 2014 | Erlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Vírus leysi „vandann“

Ebóluvírusinn gæti leyst offjölgun mannkynsins og „innflytjendavandamál“ Evrópu. Þetta sagði Jean-Marie Le Pen, stofnandi Þjóðfylkingarinnar, í samkvæmi fyrir kosningafund í Marseille á þriðjudag. Meira
23. maí 2014 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Þórður Arnar Þórðarson

Tjaldað Í fyrrasumar efndi Sirkus Íslands til söfnunar fyrir sirkustjaldi og í gær var nýja tjaldið, sem er 12 metra hátt og með bekki fyrir 400 manns, reist í fyrsta sinn við... Meira

Ritstjórnargreinar

23. maí 2014 | Staksteinar | 239 orð | 1 mynd

Allt var þá duttlungum háð

Viðskiptablaðið hélt í gær upp á tuttugu ára afmæli sitt með sérstakri hátíðarútgáfu í tímaritsformi. Þar kennir margra grasa og viðtal við Hörð Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóra Eimskips, er ekki síst áhugavert. Meira
23. maí 2014 | Leiðarar | 422 orð

Enn eitt valdaránið

Taíland hefur mátt þola fleiri valdarán og stjórnarskrár en nokkru landi er hollt Meira
23. maí 2014 | Leiðarar | 185 orð

Valdalaust fuglabjarg?

Kosið til Evrópuþings Meira

Menning

23. maí 2014 | Tónlist | 237 orð | 1 mynd

„Enda með sprelli“

„Á tónleikunum flytjum við sönglög og dúetta eftir íslensk tónskáld í yngri kantinum,“ segir Jóhanna Ósk Valsdóttir mezzósópran um hádegistónleika í Háteigskirkju í dag kl. 12. Meira
23. maí 2014 | Tónlist | 182 orð | 1 mynd

„Margbrotið tónverk“

Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Sinfóníu nr. 3 eftir Gustav Mahler undir stjórn finnska hljómsveitarstjórans Osmo Vänskä í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 19.30, en tónleikarnir eru hluti af Listahátíð í Reykjavík. Meira
23. maí 2014 | Myndlist | 605 orð | 2 myndir

„Æviverkið er mikið að vöxtum“

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Spor í sandi nefnist viðamikil yfirlitssýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara (1908-1982) sem opnuð verður kl. 18 í dag í Listasafni Íslands. Meira
23. maí 2014 | Tónlist | 37 orð | 1 mynd

Benedikt syngur í Óperunni í Kiel

Benedikt Kristjánsson tenór mun syngja hlutverk Le Sommeil í uppfærslu Óperunnar í Kiel á óperunni Atys eftir barokktónskáldið Jean-Babtiste Lully. Fyrsta sýning á uppfærslu Óperunnar í Kiel á Atys verður 4. október og hefjast æfingar í... Meira
23. maí 2014 | Bókmenntir | 468 orð | 3 myndir

Eins og að horfa á spennumynd

Eftir: Veronicu Roth, Björt 2014, 494 blaðsíður Meira
23. maí 2014 | Fjölmiðlar | 166 orð | 1 mynd

Eitthvað annað en hótelástirnar

Eitthvað lyftist brúnin á manni á miðvikudagskvöld þegar ég var við það að slökkva á tækinu. Þýskur spennuþáttur sem virtist vera þess virði að klippa framan af nætursvefninum fyrir var að hefjast, fyrsti hluti af þremur. Meira
23. maí 2014 | Bókmenntir | 298 orð | 1 mynd

Endapunktur settur við ORT

Reykjavík Bókmenntaborg og verkefnið ORT/Orðið tónlist standa fyrir viðburði í Iðnó í kvöld kl. 23.30 sem er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Meira
23. maí 2014 | Tónlist | 317 orð | 1 mynd

Frá Beyoncé til Van Halen

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Sniglabandið og poppkórinn Vocal Project halda tónleika saman í kvöld kl. 20 í Gamla bíói. Meira
23. maí 2014 | Myndlist | 121 orð | 1 mynd

Færanleg fiðrildi

Í tengslum við tónleikhúsverkið Wide Slumber í Tjarnarbíói heldur myndlistarmaðurinn Matt Ceolin sýninguna Somnoptera í kaffihúsi Tjarnarbíós. Ceolin myndskreytti ljóðabókina Wide Slumber for Lepidopterists eftir a.rawlings sem Wide Slumber byggir á. Meira
23. maí 2014 | Fólk í fréttum | 81 orð | 5 myndir

Listahátíð í Reykjavík var sett í gær við Reykjavíkurtjörn með flutningi...

Listahátíð í Reykjavík var sett í gær við Reykjavíkurtjörn með flutningi á verkinu Turiya sem Högni Egilsson samdi sérstaklega fyrir hátíðina. Meira
23. maí 2014 | Tónlist | 96 orð | 1 mynd

Vann til verðlauna í keppni í Árósum

Páll Palomares fiðluleikari hlaut 15. maí sl. verðlaun í keppni strengjaleikara 30 ára og yngri í Árósum í Danmörku, Den danske strygerkonkurrence. Meira
23. maí 2014 | Tónlist | 29 orð | 1 mynd

Whitesnake heiðruð

Hljómsveitin Snakebite heldur miðnæturtónleika á Spot í kvöld til heiðurs rokksveitinni Whitesnake sem hélt síðast tónleika hér á landi árið 2008. Ferli Whitesnake verða gerð góð skil á... Meira

Umræðan

23. maí 2014 | Aðsent efni | 514 orð | 1 mynd

Aðförin að versluninni

Eftir Jón Sigurjónsson: "Flest heimili þurfa bíl til að komast á milli staða og til að geta sinnt innkaupum, til dæmis í miðbænum." Meira
23. maí 2014 | Aðsent efni | 1213 orð | 1 mynd

Á aðeins einu ári

Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson: "Það er ákaflega ánægjulegt að geta sagt frá öllum þessum breytingum sem hafa orðið til batnaðar á síðustu tólf mánuðum." Meira
23. maí 2014 | Aðsent efni | 630 orð | 1 mynd

Er „allskonar fyrir aumingja“ á stefnuskrá?

Eftir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur: "Allir vilja geta stjórnað lífi sínu, enginn vill vera sviptur tækifærum. Eru mannréttindi höfð að leiðarljósi varðandi fatlað fólk?" Meira
23. maí 2014 | Pistlar | 423 orð | 1 mynd

Gagnslaust sæti við borðið

Fyrr á árinu var greint frá niðurstöðum rannsóknar á vegum brezku samtakanna Business for Britain þar sem kom fram að öll þau mál sem Bretar hefðu lagst gegn og hafnað í ráðherraráði Evrópusambandsins frá árinu 1996 hefðu eftir sem áður orðið að brezkum... Meira
23. maí 2014 | Aðsent efni | 663 orð | 1 mynd

Hvað erað gerast í Kópavogi?

Eftir Gunnar Inga Birgisson: "Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn snúa aftur til fyrri gilda þar sem mildi og mannúð er í fyrirrúmi." Meira
23. maí 2014 | Aðsent efni | 584 orð | 1 mynd

Hvers eiga 80% íbúa Reykjavíkur að gjalda?

Eftir Ólaf Kristin Guðmundsson: "Núverandi meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hefur verið í heilögu stríði gegn þeim sem kjósa að nota fjölskyldubílinn til samgangna." Meira
23. maí 2014 | Aðsent efni | 297 orð | 1 mynd

Landsbankabréfið og Steingrímur

Eftir Vigdísi Hauksdóttur: "Ekki er hægt að hugsa þá hugsun til enda hefði Steingrímur J. náð sínu fram í báðum málum." Meira
23. maí 2014 | Aðsent efni | 395 orð | 1 mynd

Óhugnanleg skoðanakönnun

Eftir Kjartan Due Nielsen: "Sjálfstæðisflokkurinn fær 7 af 9 bæjarfulltrúum í Mosfellsbæ í nýlegri skoðanakönnun Mbl. Það er óhugnanleg niðurstaða fyrir lýðræðið ef svo reynist." Meira
23. maí 2014 | Bréf til blaðsins | 418 orð | 1 mynd

Slagsíða

Frá Emil Als: "Fyrir nokkru síðan var til sýnis hjá ríkissjónvarpinu mynd um erfið og óeðlileg samskipti innan fjölskyldu á bandarísku sveitaheimili." Meira
23. maí 2014 | Velvakandi | 168 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Um komandi sveitarstjórnarkosningar Í umræðunni um listana í sveitarstjórnarkosningunum og skipan efstu manna þar virðist það gleymast, sem hefur fram til þessa verið algengt og algilt, að um leið og fólk kýs einhvern ákveðinn listabókstaf, þá getur það... Meira

Minningargreinar

23. maí 2014 | Minningargreinar | 336 orð | 1 mynd

Ásvaldur Elísson

Ásvaldur Elísson (Ási) fæddist í Guðnahúsi á Eskifirði 2. nóvember 1954. Hann lést á heimili sínu í Keflavík 14. maí 2014. Foreldrar hans voru Elís Hallfreður Guðnason, f. 13. júní 1929, d. 10. apríl 2007 og Erna Nielsen, f. 29. desember 1934. Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2014 | Minningargreinar | 1145 orð | 1 mynd

Grantas Grigorianas

Grantas Grigorianas fæddist í Baku í Azerbaijan þann 27. júlí árið 1954. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 15. maí 2014. Grantas eyddi æskuárunum í Baku, yngstur fjögurra bræðra. Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2014 | Minningargreinar | 49 orð

HINSTA KVEÐJA Með djúpri virðingu og þakklæti kveðja Ægisbúar góðan...

HINSTA KVEÐJA Með djúpri virðingu og þakklæti kveðja Ægisbúar góðan skátabróður sem starfaði alla tíð af trúmennsku og tryggð við skátahreyfinguna. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2014 | Minningargreinar | 1801 orð | 1 mynd

Hörður Helgason

Hörður Helgason fæddist 11. september 1945 á Gerði, Eskifirði. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað 18. maí 2014. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Pálsson, f. 26. júní 1897, d. 12. desember 1980, og Kristjana Mekkin Guðnadóttir, f. 7. Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2014 | Minningargreinar | 9375 orð | 1 mynd

Ólafur Sigurður Ásgeirsson

Ólafur Sigurður Ásgeirsson fæddist í Reykjavík 20. nóvember 1947. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans 11. maí 2014. Foreldrar hans voru Dagmar Gunnarsdóttir húsmóðir, f. í Reykjavík 28. júní 1920, d. 30. júní 1995, og Ásgeir Ólafsson forstjóri, f. Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2014 | Minningargreinar | 363 orð | 1 mynd

Pálmi Eyþórsson

Pálmi Eyþórsson fæddist 26. nóvember 1945. Hann lést á líknardeild Landspítalans 13. apríl 2014. Eiginkona Pálma er Elín Þorvaldsdóttir, f. 11. október 1941. Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2014 | Minningargreinar | 786 orð | 1 mynd

Ragnhildur Árnadóttir

Ragnhildur Árnadóttir fæddist á Atlastöðum í Svarfaðardal, 5. nóvember 1923. Hún lést á Landspítalanum 3. maí 2014. Foreldrar Ragnhildar voru: Árni Árnason, f. 19. júní 1892, d. 4. desember 1962 og Rannveig Rögnvaldsdóttir, f. 8. október 1894, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2014 | Minningargrein á mbl.is | 1172 orð | 1 mynd | ókeypis

Steinunn Þórleifsdóttir

Steinunn Þórleifsdóttir, húsmóðir, fæddist í Garði, Þistilfirði, 23. maí 1932. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2. mars 2014. Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2014 | Minningargreinar | 514 orð | 1 mynd

Steinunn Þórleifsdóttir

Steinunn Þórleifsdóttir fæddist 23. maí 1932. Hún lést 2. mars 2014. Steinunn var jarðsungin 11. mars 2014. Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2014 | Minningargreinar | 2232 orð | 1 mynd

Sverrir Frank Kristinsson

Sverrir Frank Kristinsson fæddist 11. maí 1943 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Spáni 5. maí 2014. Kjörforeldrar Sverris voru Halldóra Jóhannesdóttir, f. 2.11. 1898, d. 27.9. 1991, og Kristinn Guðmundsson, f. 17.4. 1893, d. 23.3. Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2014 | Minningargreinar | 430 orð | 1 mynd

Sæþór Þorláksson

Sæþór Þorláksson fæddist í Vík í Grindavík 10. september 1942. Hann andaðist í Víðihlíð í Grindavík 17. maí 2014. Sæþór var sonur hjónanna Þorláks Gíslasonar og Valgerðar Jónsdóttur. Systkini Sæþórs eru, Margrét, f. 1940, látin, Magnús, f. Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2014 | Minningargreinar | 399 orð | 1 mynd

Þórhildur Skarphéðinsdóttir

Þórhildur Skarphéðinsdóttir fæddist á Húsavík 10. desember 1921. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 13. maí 2014. Foreldrar hennar voru Jónína Bergvinsdóttir, f. 1883 í Aðaldal, d. 1933 á Kristnesi, og Skarphéðinn Stefánsson, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 74 orð | 1 mynd

Gera ráð fyrir minni verðbólgu en áður

Miðað við væntingar markaðsaðila á skuldabréfamarkaði verður tólf mánaða verðbólga að meðaltali 2,4% á öðrum og þriðja ársfjórðungi, sem er um 0,4-0,6 prósentum minni verðbólga en gert var ráð fyrir í síðustu könnun Seðlabankans. Meira
23. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 453 orð | 2 myndir

Íslandsbanki hagnast um 8,3 milljarða

Sigurður Nordal sn@mbl.is Hagnaður Íslandsbanka á fyrsta fjórðungi ársins nam 8,3 milljörðum króna, en hann var 4,6 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Meira
23. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 448 orð | 3 myndir

Ísland skipar neðsta sætið af Norðurlöndunum

Baksvið Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Samkeppnishæfni Íslands hefur batnað og fer upp um fjögur sæti á milli ára, í 25. sætið, samkvæmt samantekt svissneska viðskiptaháskólans IMD. Fyrir fjórum árum vermdi Ísland 30. sætið. Meira
23. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 62 orð | 1 mynd

Síminn ISO-vottar upplýsingaöryggi

Stjórn Símans hefur samþykkt að útvíkka ISO-vottun fyrirtækisins. Nú mun ISO27001-vottun stjórnkerfis upplýsingaöryggis ekki aðeins gilda á fyrirtækjamarkaði heldur einnig ná til þjónustu við einstaklinga . Meira
23. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 170 orð | 2 myndir

Staða fyrirtækja almennt góð

Fyrirtækin í landinu standa vel en þau eru enn varfærin í fjárfestingum vegna ótryggs efnahagsástands, segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Meira
23. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 252 orð | 1 mynd

Verulegt útflæði ólíklegt

Yfirlýsingar um að lífeyrissjóðirnir muni flytja verulega fjármuni úr landi með tilheyrandi eignaverðshruni við losun fjármagnshafta standast illa skoðun. Meira

Daglegt líf

23. maí 2014 | Daglegt líf | 984 orð | 4 myndir

„Fólk vill búa þar sem er menning“

Kári Viðarsson er ungur leikari sem hefur farið ótroðnar slóðir í leiklistinni hér á landi. Hann á sitt eigið leikhús þar sem hann sýnir oft fyrir fullu húsi. Meira
23. maí 2014 | Daglegt líf | 206 orð | 1 mynd

Er hægt að brjótast inn hjá þér?

Þegar fólk yfirgefur heimili sitt og fer í sumarfrí er full ástæða til að ganga vel frá til að draga úr hættunni á þjófnaði. Meira
23. maí 2014 | Daglegt líf | 114 orð | 1 mynd

Flottar förðunarleiðbeiningar

Hún Lisa Eldridge er breskur förðunarfræðingur sem heldur úti fjarska fínni vefsíðu um þessa sérgrein sína. Meira
23. maí 2014 | Daglegt líf | 66 orð | 1 mynd

Geimverur og trúðar

Alls hafa fjórar leiksýningar verið settar upp í Frystiklefanum frá upphafi: Trúðleikur, Góðir hálsar, 21:07 og Hetja. Öll eru verkin hugarfóstur Kára, utan Trúðleiks sem Hallgrímur H. Helgason samdi. Meira
23. maí 2014 | Daglegt líf | 335 orð | 1 mynd

Heimur Gunnars Dofra

Eins og gefur að skilja gef ég skít í þessar tilgangslausu umferðarreglur. Meira
23. maí 2014 | Daglegt líf | 163 orð | 1 mynd

... prófið nýja hreystibraut

Apastigi, dekkjaþraut, startsæti, gervigras og fallvörn er á meðal þess sem finna má á spánnýrri hreystibraut á lóð Hagaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. Hugmyndin að brautinni kom fram í verkefnavali „Betri hverfa“ í Reykjavík árið 2013. Meira
23. maí 2014 | Daglegt líf | 65 orð | 1 mynd

Tennur flóðhesta burstaðar

Fleiri en mannfólkið þurfa að fá tannsnyrtingu reglulega, sérstaklega þeir sem eru til sýnis og mega ekki flassa skítugum tönnum framan í gesti. Tennur þessara flóðhesta voru burstaðar á dögunum með hálfgerðum kústum og virtust þeir kunna því vel. Meira

Fastir þættir

23. maí 2014 | Fastir þættir | 171 orð | 1 mynd

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Rgf3 c5 6. c3 Rc6 7. Be2 Be7...

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Rgf3 c5 6. c3 Rc6 7. Be2 Be7 8. O-O O-O 9. Rb3 c4 10. Rbd2 b5 11. Re1 f6 12. f4 fxe5 13. fxe5 Hxf1+ 14. Rxf1 Rb6 15. Be3 Bd7 16. Rg3 Bg5 17. Dd2 Bxe3+ 18. Dxe3 De7 19. Rf3 Hf8 20. Bd1 Df7 21. Bc2 Df4 22. Meira
23. maí 2014 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

60 ára

Vilhjálmur Þór Guðmundsson er sextugur í dag. Börnin hans, makar og barnabörn óska honum innilega til hamingju með daginn og senda sínar bestu kveðjur til Washington DC þar sem hann mun eyða afmælisdeginum með konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur... Meira
23. maí 2014 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

Akureyri Casper Stanislaw fæddist 20. ágúst. Hann var 4.015 g og var 55...

Akureyri Casper Stanislaw fæddist 20. ágúst. Hann var 4.015 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Lucyna Cygert og Daniel Burylo... Meira
23. maí 2014 | Í dag | 22 orð | 1 mynd

Atli Þór Jóhannsson (11 ára) hélt tombólu við verslun Samkaupa á...

Atli Þór Jóhannsson (11 ára) hélt tombólu við verslun Samkaupa á Akureyri. Hann safnaði 5.932 krónum sem hann styrkti Rauða krossinn... Meira
23. maí 2014 | Í dag | 21 orð

Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur...

Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Meira
23. maí 2014 | Árnað heilla | 46 orð | 1 mynd

Heiðbjört Ida Friðriksdóttir

40 ára Heiðbjört er Akureyringur og er geislafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Maki: Jón Sigtryggsson, f. 1966, viðskiptafræðingur hjá Sparisjóði S-Þingeyinga. Börn: Sigtryggur, f. 1997, og Ólöf, f. 2004. Foreldrar: Friðrik Sigurjónsson, f. 1946, fv. Meira
23. maí 2014 | Í dag | 49 orð

Málið

Skar þýðir m.a. brunninn kertiskveikur . Að taka af skarið þýddi bókstaflega að klippa brunna endann af . Þá logaði ljósið betur. Meira
23. maí 2014 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

Pétur Ingi Guðmundsson

40 ára Pétur býr í Garðabæ og er slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Maki: Berglind Eik Guðmundsdóttir, f. 1983, læknir á Landspítalanum. Börn: Sóldís Sara, f. 2000, Guðmundur Ísak, f. 2011, og Katrín Eva, f. 2013. Foreldrar : Guðmundur Ingason, f. Meira
23. maí 2014 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Ída Soffía fæddist 31. júlí. Hún vó 3.550 g og var 51 cm löng...

Reykjavík Ída Soffía fæddist 31. júlí. Hún vó 3.550 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Lísbet Kristinsdóttir og Reynir Örn Bachmann Guðmundsson... Meira
23. maí 2014 | Fastir þættir | 374 orð

Reyknesingar unnu Kjördæmamótið Sveit Reyknesinga sigraði með minnsta...

Reyknesingar unnu Kjördæmamótið Sveit Reyknesinga sigraði með minnsta mun í Kjördæmamótinu sem að þessu sinni var spilað í Færeyjum um sl. helgi. Mótið var spennandi fram á síðasta spil en sveit Norðurlands eystra leiddi mótið lengst af. Meira
23. maí 2014 | Árnað heilla | 54 orð | 1 mynd

Sigurða Kristín Leifsdóttir

30 ára Sigurða er frá Þingeyri en býr á Ísafirði og vinnur í Vínbúðinni. Maki: Pétur Þór Erlingsson, f. 1982, vélfræðingur og vinnur í Mjólkárvirkjun. Börn: Sandra Lovísa, f. 2009, og Sigurða Kristey, f. 2010. Foreldrar: Leifur Dagur Ingimarsson, f. Meira
23. maí 2014 | Árnað heilla | 254 orð | 1 mynd

Stefán Hilmarsson

Stefán Hilmarsson bankastjóri fæddist í Reykjavík 23.5. 1925, sonur hjónanna Hilmars Stefánssonar, bankastjóra Búnaðarbankans, og Margrétar Jónsdóttur. Meira
23. maí 2014 | Árnað heilla | 185 orð

Til hamingju með daginn

108 ára Guðríður Guðbrandsdóttir 90 ára Þórir Stefánsson 80 ára Leifur Ísleifsson 75 ára Edda Kristín Clausen Jensína Ingib. Guðmundsdóttir 70 ára Friðþjófur Haraldsson Gretar L. Marinósson Jóhann Magnússon Karl L. Meira
23. maí 2014 | Fastir þættir | 292 orð

Víkverji

Víkverji gengur töluvert og hingað til hefur vegalengdin frá ákveðnum stað til annars tiltekins staðar verið sú sama, en breytinga er að vænta samkvæmt stefnu borgaryfirvalda um gangandi umferð, eins og fram kemur í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Meira
23. maí 2014 | Í dag | 209 orð | 1 mynd

Vorið verður fremur viðburðaríkt

Vorið verður óvenju viðburðaríkt hjá Telmu Björk Sörensen, verðandi hjúkrunarfræðingi. Hún fæddist á þessum degi á Ísafirði fyrir 24 árum og ólst þar upp. Telma flutti síðan til Reykjavíkur og býr þar nú. Meira
23. maí 2014 | Í dag | 269 orð

Vænt fé í Mývatnssveit og sitthvað annað

Það getur verið skemmtilegt að fylgjast með vísna- og orðaskiptum á Leirnum. Meira
23. maí 2014 | Í dag | 138 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

23. maí 1938 Stórhlaup hófst í Skeiðará. Áin flæddi „um allan sandinn og jökulhrannir voru allt fram til hafs,“ sagði í Veðráttunni. Tugir símastaura brotnuðu. Eldgos varð norðan við Grímsvötn. 23. Meira
23. maí 2014 | Árnað heilla | 655 orð | 3 myndir

Þjálfar og rappar fyrir Stjörnuna í Garðabæ

Kjartan Atli Kjartansson fæddist í Reykjavík 23.5. 1984, ólst fyrstu árin upp í Hafnarfirði og flutti síðan út á Álftanes sex ára gamall. „Ég var mikið í Bandaríkjunum sem barn. Meira

Íþróttir

23. maí 2014 | Íþróttir | 103 orð | 1 mynd

Arnar hefur sett fjölda meta í Sviss

Arnar Helgi Lárusson setti á miðvikudaginn þrjú Íslandsmet í hjólastólaakstri í Sviss þegar hann keppti í 100, 200 og 800 metra sprettum. Arnar fór 100 metrana á 18,65 sekúndum en áður átti hann best 19,86. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 146 orð

Atvinnumenn mæta áhugamönnum

Golfsamband Íslands hefur ákveðið að gera breytingar á keppninni um KPMG-bikarinn sem haldin hefur verið undanfarin ár en þar hafa tvær sveitir mæst undir lok keppnistímabils og reynt með sér en keppnisfyrirkomulagið hefur verið með svipuðum hætti og í... Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Ásgeir kvaddi með silfurverðlaunum

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson lönduðu silfurverðlaunum í frönsku 1. deildinni í handknattleik með liði Paris SG með því að vinna Cesson-Rennes 34:27 í gærkvöld, á sama tíma og Montpellier tapaði fyrir Chambéry í lokaumferðinni. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 152 orð | 1 mynd

Á þessum degi

23. maí 1950 Fyrsti landsleikurinn í handknattleik er háður hér á landi þegar karlalandslið Íslands og Finnlands mætast á Melavellinum í Reykjavík. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 326 orð | 2 myndir

„Munum reyna að fá Alfreð“

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Evangelos Marinakis, forseti gríska meistaraliðsins Olympiacos, staðfesti í gær áhuga félagsins á að festa kaup á landsliðsframherjanum Alfreð Finnbogasyni í sumar. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 46 orð

Burmo aftur til Noregs

Norski línumaðurinn Lene Burmo sem var næstmarkahæst hjá Gróttu í Olís-deild kvenna í handknattleik í vetur heldur að öllum líkindum aftur heim til Noregs í sumar. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Draumur Arons rætist í Brasilíu

Draumur Arons Jóhannssonar um að leika í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu rætist í næsta mánuði því hann var einn 23 leikmanna sem Jürgen Klinsmann valdi í bandaríska landsliðshópinn sem tilkynntur var í gærkvöld. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 693 orð | 4 myndir

Ekkert gengur upp hjá ÍBV

Í Eyjum Júlíus G. Ingason sport@mbl.is Það virðist hreinlega ekkert ganga upp hjá ÍBV þessa dagana. Eyjamenn töpuðu í gær fjórða leiknum í röð en nú gegn nýliðum Víkings 1:2 á Hásteinsvelli. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 258 orð | 1 mynd

Ég er ánægður með Keflvíkingana, að þeir skyldu taka fram svörtu...

Ég er ánægður með Keflvíkingana, að þeir skyldu taka fram svörtu búningana á ný í ár í tilefni þess að fimmtíu ár eru frá því þeir urðu Íslandsmeistarar í fyrsta skipti. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 716 orð | 4 myndir

FH-ingar taplausir á toppnum

Í Keflavík Þorkell Gunnar Sigurbjörnss. thorkell@mbl.is FH-ingar eru taplausir og á toppnum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu nú þegar stutt landsleikjahlé á keppni í deildinni fer í hönd. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Frakkland París SG – Cesson 34:27 • Róbert Gunnarsson skoraði...

Frakkland París SG – Cesson 34:27 • Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir PSG og Ásgeir Örn Hallgrímsson 3. Nantes – Toulouse 29:30 • Gunnar Steinn Jónsson skoraði 1 mark fyrir Nantes. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 48 orð

Guðmundur með Bjarka

Guðmundur Helgi Pálsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs HK í handknattleik og verður því Bjarka Sigurðssyni, nýráðnum þjálfara liðsins, til halds og trausts. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 86 orð

Gunnar í Aftureldingu

Gunnar Kristinn Þórsson Malmquist hefur gengið til liðs við nýliða Aftureldingar í Olís-deild karla í handknattleik. Gunnar lék með Akureyri handboltafélagi á síðasta keppnistímabili en var þar áður um tveggja ára skeið með Val. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

Henke til Hólmberts?

Henrik Larsson er talinn langlíklegastur til að taka við sem knattspyrnustjóri skoska meistaraliðsins Celtic í sumar eftir að Neil Lennon sagði starfi sínu lausu. Larsson yrði þar með stjóri Hólmberts Arons Friðjónssonar sem er hjá Celtic. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 1. deild karla: KA-völlur: KA – HK 18.15...

KNATTSPYRNA 1. deild karla: KA-völlur: KA – HK 18.15 Jáverk-völlur: Selfoss – Þróttur R 19.15 Norðurálsvöllur: ÍA – Víkingur Ó 19.15 Egilshöll: KV – Leiknir R 20 Schenkervöllur: Haukar – Tindastóll 20 2. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 632 orð | 4 myndir

Kolbeinn bjargaði Val

Í Garðabæ Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Það stefndi allt í að Stjörnumenn væru að tylla sér einir í toppsæti Pepsi-deildarinnar í gærkvöld. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 663 orð | 4 myndir

Kveður Ólafur án sigurs?

Í Laugardal Pétur Hreinsson sport@mbl.is Fram og Breiðablik skildu jöfn 1:1 í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Eins og við var að búast var um hörkuleik að ræða en uppskera þessara tveggja liða hafði verið heldur rýr það sem af er móti. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Óvissa um hvort Suárez nái HM

Úrúgvæjar eru nú uggandi yfir því hvort þeirra stærsta stjarna, Luis Suárez, nái að spila með þeim í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu sem hefst í nágrannaríkinu Brasilíu eftir þrjár vikur. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

Pepsi-deild karla ÍBV – Víkingur R 1:2 Víðir Þorvarðarson 72...

Pepsi-deild karla ÍBV – Víkingur R 1:2 Víðir Þorvarðarson 72. (víti) – Arnþór Ingi Kristinsson 55., Aron Elís Þrándarson 80. Rautt spjald : Ian Jeffs (ÍBV) 73. Fjölnir – KR 1:1 Haukur Lárusson 45. – Gary Martin 45. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Sex fengu rautt spjald

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Sex rauð spjöld fóru á loft í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöld, þrjú þeirra í leik Þórs og Fylkis á Akureyri. Og þar af tvö eftir að flautað hafði verið til hálfleiks. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 161 orð | 1 mynd

Spurs í góðri stöðu eftir stórsigur

San Antonio Spurs er komið í 2:0 í úrslitaeinvíginu gegn Oklahoma City Thunder í Vesturdeild NBA í körfuknattleik eftir stórsigur á heimavelli í fyrrinótt, 112:77. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 820 orð | 4 myndir

Sýnd veiði en ekki gefin

Í Grafarvogi Andri Karl andri@mbl.is Þrátt fyrir að nýliðar Fjölnis væru taplausir fyrir leikinn gegn Íslandsmeisturum KR í gærkvöldi áttu tæpast margir von á því að það yrði einnig staðan í leikslok. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 1492 orð | 3 myndir

Vinnum ekki bara einn, tökum bara báða

• Hrafnhildur Skúladóttir segist vera alveg sátt við að hætta • Erfiður vetur • Skemmtileg ár í Danmörku • Landsleikirnir gátu verið fleiri • Heimsmeistaramótið í Brasilíu verður alltaf minnisstætt • Keppni Fram og Vals... Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Wolfsburg varði Evróputitilinn

Wolfsburg varð í gærkvöld Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu annað árið í röð með því að leggja Tyresö frá Svíþjóð að velli í bráðfjörugum úrslitaleik, 4:3. Meira
23. maí 2014 | Íþróttir | 741 orð | 4 myndir

Þór flaug af botninum

Á Akureyri Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Það var heldur betur stuð í Þorpinu í gær þegar Þórsarar tóku á móti liði Fylkis í Pepsi-deild karla. Meira

Ýmis aukablöð

23. maí 2014 | Blaðaukar | 8 orð | 1 mynd

10 Hveragerði blómstrar á bæjarsýningunni Blóm í bæ...

10 Hveragerði blómstrar á bæjarsýningunni Blóm í... Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 10 orð | 1 mynd

16 Pallurinn þarf að vera í samræmi við umhverfi sitt...

16 Pallurinn þarf að vera í samræmi við umhverfi... Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 8 orð | 1 mynd

22 Í Rúmfatalagernum er að finna úrval garðhúsgagna...

22 Í Rúmfatalagernum er að finna úrval... Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 8 orð | 1 mynd

28 Í Grasagarðinum má rækta allra handa góðgæti...

28 Í Grasagarðinum má rækta allra handa... Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 11 orð | 1 mynd

34 Steindór Pétursson grillar í hverri viku og allra helst humar...

34 Steindór Pétursson grillar í hverri viku og allra helst... Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 8 orð | 1 mynd

6 Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir er með fagurgræna fingur...

6 Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir er með fagurgræna... Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 725 orð | 2 myndir

Á suðvesturhorninu ættu vorverkin í garðinum að vera komin vel af stað

Óvenjuhlýtt vor á suðvesturhorninu þýðir að það ætti að vera búið að klippa tré, hreinsa beð og slá grasflötina. Regluleg umhirða auðveldar að fást við illgresisvandann. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 1012 orð | 5 myndir

„Það eru aldrei nein læti hér í garðinum“

Margir koma í Grasagarðinn til þess eins að njóta fegurðarinnar, fuglasöngsins og rólegheitanna. Finna má margt áhugavert í plöntusafninu og fjölbreytt viðburðadagskrá fram á haust. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 529 orð | 5 myndir

Blómlegt um að litast í Hveragerði

Þeir sem gaman hafa af blóumum og grænum gróanda ættu fyrir alla muni að leggja leið sína í Hveragerði dagana 27.- 29. júní þegar bærinn verður með blómlegasta móti. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 894 orð | 2 myndir

Býst við að fallegi finnski snjóboltarunninn verði vinsæll hérlendis

Vinsælt finnskt yrki með stórum hvítum blómum gæti hentað mjög vel á Íslandi. Segir að sýna þurfi ávaxtatrjám þolinmæði og gefa þeim góða næringu. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 752 orð | 2 myndir

Garðurinn verður að vera í góðu jafnvægi við umhverfi sitt

Þegar Emil hannar garða skoðar hann m.a. hvernig sól og vindar lenda á lóðinni, hvort fallegt útsýni er úr garðinum sem ekki má byrgja og eða kannski eitthvað sem draga þarf athyglina frá Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 884 orð | 4 myndir

Garðvinnan er slökun

Við Auðarstræti, í tveggja hæða húsi, búa á neðri hæðinni hjónin Þóra Einarsdóttir söngkona og Björn Jónsson söngvari ásamt sonum sínum tveimur. Þau hafa í félagi við Eddu V. Sigurðardóttur, eiganda efri hæðarinnar, verið að endurnýja garðinn í kringum húsið. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 350 orð | 1 mynd

Grillaður kjúklingur í Caj P´s original með hvítlauk og chili

Fyrir fjóra Grillaður kjúklingur 1 heill ferskur kjúklingur, úrbeinaður, skorinn í 8-10 hluta 250 ml Caj P original grillmarinering 1 tsk chilimauk (blue dragon), eða ½ ferskur chili saxaður 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir Úbeinið kjúklinginn. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 1130 orð | 1 mynd

Grillarar hafi H-in fjögur í huga

Ólafur Gísli Sveinbjörnsson, eða Óli Gísli, er landsmönnum að góðu kunnur fyrir meistaramatseld sína enda hefur hann galdrað fram krásir á sjónvarpsskjánum um langt árabil, nú síðast á sjónvarpsstöðinni Miklagarði. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 1165 orð | 1 mynd

Grillar flesta daga sumarsins

Þegar munúðarfulla lykt af grillmat lagði yfir borg og bæ í árdaga þess matartilbúnaðar var Steindór Jón Pétursson einn af þeim sem ganga mátti að vísum við kolagrillið sitt. Og enn stendur hann vaktina, grillar oft í viku allan ársins hring. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 661 orð | 6 myndir

Grillveislur á hvíta tjaldinu og í sjónvarpi

Það sést vel í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum að grillið er notalegur og vinalegur samkomustaður. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 895 orð | 4 myndir

Hinn ljúfi reykur laðar að

Gósentíðin fyrir þjóðarmatreiðslu Íslendinga, grillið, er upprunnin og margir grillarar hugsa sér gott til glóðarinnar. Kolin eru að fikra sig inn á markaðinn, hægt og rólega, því margir sækjast eftir reykjarkeimnum í bragðinu. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 270 orð | 9 myndir

Hugguleg húsakynni fyrir fuglana

Sum fuglahúsin eru eins og lítil sveitaóðöl í suðurríkjastíl, önnur eins og gamlar amerískar kirkjur. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 332 orð | 4 myndir

Hvað með smá hönnun í garðinn?

Það er merkilegt hvað heimsins frægustu húsgagnahönnuðir virðast hafa lítið gert af því að hanna mublur fyrir garðinn. Raunar virðist það varla hafa gerst fyrr en í seinni tíð að hægt hefur verið að kaupa garðhúsgögn sem með réttu má kalla hönnunarvöru. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 812 orð | 3 myndir

Hægt að tína í salatið af svölunum

Segir vinsældir matjurtagarða m.a. stafa af því að margir leggja áherslu á að borða mat lausan við öll skaðleg aukaefni og vilja vita upp á hár hvað þeir láta ofan í sig. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 1010 orð | 2 myndir

Kirsuberjatrén vekja lukku

Lára í Blómavali er hafsjór af fróðleik um hvernig hugsa skal um garðinn. Hún segir m.a. að ávaxtaplöntur kalli á meiri vinnu og natni en aðrar plöntur og þær verði að fá mjög góðan jarðveg til að taka til sín nóg af næringu Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 755 orð | 4 myndir

Leyfa eigin smekk að ráða í garðinum

Mikill fjölbreytileiki er um þessar mundir í því hvernig fólk vill hafa garðana sína. Hellurnar hafa þann kost umfram timburpalla að vera auðveldari í viðhaldi. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 310 orð | 5 myndir

Lítið óðal fyrir besta vininn

Allir vita að hundar eiga heima inni í húsum hjá fjölskyldunni. Sú tíð er löngu liðin að hundar séu geymdir í kofa úti í garði, og kemur vitaskuld alls ekki til greina í köldu landi eins og Íslandi. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 501 orð | 4 myndir

Meiri hiti, minni reykur

Funheitt kolagrill sem reykir ekki rýkur mikið úr og helst nógu kalt ytra til að standa á borði? Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 747 orð | 4 myndir

Pallurinn verður að vera í stíl við húsið

Stílhrein hús kalla á stílhreina palla. Passa verður að bera ekki of dökkan lit á furupalla því þá dregur viðurinn í sig mikinn hita og hætt er við sprungum. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 698 orð | 3 myndir

Potturinn bíður heitur eftir langan vinnudag

Einar segir algengara að heitir pottar séu álitnir sjálfsögð viðbót við heimilið. Íslendingar vilja rúmgóða potta með plássi fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 920 orð | 3 myndir

Rennandi vatn á ýmsa vegu

Leiðirnar sem mögulegar eru við að útfæra gosbrunn og tilheyrandi í garðinum takmarkast einungis við ímyndunarafl og frumleika garðeigenda því lausnirnar og útfærslurnar eru nánast óteljandi. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 208 orð | 3 myndir

Rómantíski garðurinn í Marrakesh

Áhugamenn um fallega garða sem eiga leið um Marokkó ættu að gera sér ferð til undraborgarinnar Marrakesh og líta við í Majorelle garðinum. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 1936 orð | 8 myndir

Rómantískur rósaræktandi

Fáir ef einhverjir standa Steinunni Ólafsdóttur á sporði þegar kemur að rósarækt, eins og garður hennar við Vogalandið er til vitnis um. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 807 orð | 6 myndir

Sessuboxin eru mikið þarfaþing

Ívar í Rúmfatalagernum segir að ef fólk kaupi á annað borð sessur og púða á garðhúsgögnin verði endilega líka að kaupa sessubox. Húsgögn ofin úr polyrattan-plastefninu eru vinsælust enda bæði falleg og endingargóð. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 398 orð | 3 myndir

Svikráð, bobbingar og fallegir garðar

Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones þykja vera ein besta afþreyingin sem völ er á um þessar mundir. Er ekki annað hægt en að hafa ánægju af að fylgjast með valdabaráttu smákonunga úr hugarheimi George R. R. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 412 orð | 5 myndir

Svuntur sem gefa rétta tóninn

Á mörgum heimilum er það nánast heilög stund þegar kveikt er upp í grillinu. Til að gera þessar hálf-helgu stundir við grillið enn hátíðlegri er ekki úr vegi að eiga rétta klæðnaðinn fyrir tilefnið. Meira
23. maí 2014 | Blaðaukar | 589 orð | 3 myndir

Tölvuleikir garðyrkjumannsins

Þeir sem vilja hafa græna fingur en nenna ekki út úr húsi geta fengið útrás fyrir ræktunarhvötina í tölvunni Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.