Greinar fimmtudaginn 11. janúar 2018

Fréttir

11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

1.000 efnamestu eiga nær allt

Tiltölulega fáir eiga nær allt eigið fé einstaklinga í íslenskum fyrirtækjum, samkvæmt samantekt Creditinfo fyrir ViðskiptaMoggann. 1.000 manns eiga þannig rúmlega 98% alls eigin fjár sem er í eigu einstaklinga. Meira
11. janúar 2018 | Erlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

106 ára setur reiðhjólahjálminn á hilluna

Franskur hjólreiðagarpur tilkynnti í gær að hann væri hættur að sinna því tómstundagamni sínu, sem væri svo sem ekki í frásögur færandi, nema fyrir þá sök að hjólreiðamaðurinn er 106 ára gamall. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 167 orð

14 vilja á lista X-D á Akureyri

Fimm konur og níu karlar gefa kost á sér til röðunar við val á sex efstu sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri við sveitarstjórnarkosningarnar sem fram munu fara 26. maí næstkomandi. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

37 Pólverjar fengu aðstoð

Reykjavíkurborg hefur verið í samstarfi við pólsku samtökin BARKA frá því í ársbyrjun 2017. Tveir pólskir ráðgjafar frá þeim starfa hjá borginni við að aðstoða heimilislausa Pólverja hér á landi. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

9% aukning í skilum til endurvinnslu

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Drykkjarumbúðum var skilað í töluvert ríkari mæli á endurvinnslustöðvar hér á landi í fyrra en árið á undan. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 107 orð

Áhugi á að reisa vindmyllur

Meðal þeirra aðila sem hafa sýnt áhuga á að reisa vindmyllur hér á landi á undanförnum árum er þýska fyrirtækið EAB New Energy. Var undirrituð viljayfirlýsing þar að lútandi með Norðurþingi, Grindavíkurbæ, Rangárþingi ytra og Fallorku í Eyjafirði. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Árekstrahrina í ísingunni

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fljúgandi hálka var á íbúðagötum á höfuðborgarsvæðinu í gær og mikið um umferðaróhöpp af þeim sökum. Starfsmenn frá Árekstur.is sinntu alls 50 útköllum í gær, litlum sem stórum. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Birgir aðstoðarmaður Svandísar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ráðið Birgi Jakobsson sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Birgir, sem verið hefur landlæknir frá byrjun árs 2015, lætur af því embætti í lok apríl næstkomandi sakir aldurs. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 504 orð | 1 mynd

Borgin eykur stuðning við utangarðsfólk

Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Stuðningur við utangarðsfólk verður aukinn í Reykjavík. Það verður m.a. gert með því að bæta við tólf íbúðum fyrir fólk í jaðarstöðu á grundvelli hugmyndafræðinnar Húsnæðið fyrst. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Byggt verði meðfram Miklubraut sem fari í stokk

Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir það skapa mikið svigrúm til þéttingar byggðar að leggja Miklubraut í stokk. Í fyrstu sé horft til þess að stokkurinn verði frá gatnamótunum við Kringluna og vestur að Landspítalanum. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 123 orð

Einkaþjónar innifaldir á hóteli Bláa lónsins

Hluti af því sem innifalið er í verði herbergja í nýju fimm stjörnu lúxushóteli Bláa lónsins, sem stefnt er á að opna í apríl næstkomandi, er þjónusta einskonar einkaþjóna, eða gestgjafa eins og þeir eru kallaðir. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Ferðamenn horfa á roðann í Reykjavík

Nú þegar kominn er 11. dagur janúarmánaðar er daginn farið að lengja talsvert svo góður munur er frá því sem var um vetrarsólstöður. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Fimm í framboði í leiðtogaprófkjöri

Fimm verða í framboði í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rann út klukkan fjögur í gær. Prófkjörið fer fram hinn 27. janúar næstkomandi. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Flytur erindi um sögu og skjöl

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur í hádeginu í dag erindið „Skjöl skapa þjóð. Landsbókasafnið og mótun minninga í aldir tvær“ í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 361 orð | 2 myndir

Forseti Kína áhugasamur um jarðhitasamstarf

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er nú í heimsókn í Kína ásamt öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkja, að þingforseta Dana undanskildum. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 327 orð | 2 myndir

Hagkvæmni fluglestar eykst

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Endurmat á viðskiptaforsendum fluglestar milli Keflavíkur og Reykjavíkur bendir til að tekjur af rekstrinum verði meiri en talið var. Félagið Fluglestin – þróunarfélag undirbýr verkefnið. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Haki er loks kominn í skjól

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hinn gamli hafnsögubátur Reykjavíkurhafnar, Haki, er nú kominn í öruggt skjól því Borgarsögusafn Reykjavíkur hefur eignast bátinn. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Heilsuhraustur kaupmaður

Bjarni Haraldsson kaupmaður fæddist 14. mars 1930 og er því að verða 88 ára. Hann hefur verið heilsuhraustur og segist eiginlega aldrei hafa legið í rúminu nema til að sofa, fyrir utan þegar tekinn var úr honum botnlanginn og gert við kviðslit. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Hildur ráðin aðstoðarmaður Þórdísar

Hildur Sverrisdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mun hefja störf síðar í þessum mánuði. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Hætt við að leigja þyrluna

Sigtryggur Sigtryggsson Höskuldur Daði Magnússon Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, verður ekki leigð í verkefni erlendis á næstunni eins og stefnt var að. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Kjörgengi verði með í bandormi

„Auðvitað á að gefa ungu fólki tækifæri til þess að móta samfélagið. Hins vegar þarf að vera samhengi í reglum sem um slíkt gilda,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Sólarlag við Straumsvík Nú þegar sólin er farin að hækka á lofti og daginn að lengja er kjörið að fara í göngu og virða fyrir sér gult og rautt sólarlagið yfir mannvirkjunum á... Meira
11. janúar 2018 | Erlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Leggur til plastskatt

Günther Oettinger, framkvæmdastjóri fjárhagsáætlunar Evrópusambandsins, lagði til í gær að ríki sambandsins tækju upp skattlagningu á plastumbúðir, sem ætti bæði að vega á móti mengun og hjálpa til við að loka fjárlagagati upp á 13 milljarða evra sem... Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 96 orð

Meiri notkun ávanabindandi lyfja

Íslendingar nota meira af sumum tegundum ávanabindandi lyfja en flestar aðrar þjóðir. Þá fengu tæp 19,4% íbúa á Íslandi ávísaða ópíóíða á seinasta ári, en einungis um 7,8% íbúa í Danmörku, 7,7% íbúa í Svíþjóð og 10,7% íbúa í Noregi. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 421 orð | 3 myndir

Miklabraut í stokk

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir að á næstu vikum verði birt mat á fýsileika þess að setja Miklubraut í stokk milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Sá kafli sé um 1,5 km. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 662 orð | 2 myndir

Myllur mæta mótvindi

Fréttaskýring Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 472 orð | 2 myndir

Ný gjaldtaka til kasta Alþingis?

Fréttaskýring Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Spölur, eigandi Hvalfjarðarganga, hefur ritað Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra bréf vegna væntanlegrar yfirtöku ríkisins á göngunum. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Nær 34 milljón ökutæki

Umferð í Hvalfjarðargöngum jókst um rétt tæplega 10% í desember 2017 frá sama mánuði árið áður. Þá liggur fyrir að umferðaraukningin á árinu 2017 nemur um 8,2%. Alls fóru 2.549. Meira
11. janúar 2018 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Odvar Nordli er látinn

Odvar Nordli, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, lést í fyrradag, níræður að aldri. Nordli var fæddur 3. nóvember 1927 í Stöng í Heiðmerkurfylki. Hann var kjörinn á norska stórþingið fyrir Verkamannaflokkinn árið 1961. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd

Ólst upp við bensíndæluna

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki hefur ekki lengur leyfi til að selja eldsneyti. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra afturkallaði leyfið um áramótin, að því er Feykir greindi frá í gær. Meira
11. janúar 2018 | Erlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Segist til í að ræða við Kim

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, tilkynnti í gær að hann væri reiðubúinn til þess að funda með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hvenær sem væri, svo lengi sem aðstæður væru réttar. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Sekur um manndráp af gáleysi

Karlmaður á þrítugsaldri var í gær fundinn sekur um manndráp af gáleysi vegna banaslyss sem varð við Jökulsárlón í ágúst 2015. Refsing hans er tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann er sviptur ökuréttindum í hálft ár. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 83 orð

Sex unnu milljón í Happdrætti Háskólans

Sex heppnir miðaeigendur fengu 1 milljón króna í vinning og sautján fengu 500 þúsund krónur í vinning þegar dregið var í Happdrætti Háskóla Íslands í gær. Þá fengu þrír heppnir miðaeigendur 200 þúsund krónur hver. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 423 orð | 1 mynd

Skuldugar sóknir fá stuðning

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jöfnunarsjóður sókna þjóðkirkjunnar fékk umsóknir frá söfnuðum um styrki upp á 924,1 milljón króna á þessu ári. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 172 orð

Sóknir með skuldaklafa

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nokkrir söfnuðir þjóðkirkjunnar skulda mikið í hlutfalli við tekjur af sóknargjöldum. Þetta sést í yfirliti um úthlutanir úr Jöfnunarsjóði sókna, sem kirkjuráð hefur birt. Meira
11. janúar 2018 | Erlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Trump ósáttur við úrskurðinn

William Alsup, alríkisdómari í San Francisco, stöðvaði í fyrrinótt gildistöku reglugerðar, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði undirritað, þar sem hið svonefnda DACA-verkefni Obama-stjórnarinnar var numið úr gildi. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 88 orð

Um 30 kílómetrar

Lyklafellslína, sem í fyrstu áætlunum var kölluð Sandskeiðslína, liggur frá Sandskeiði í Hafnarfjörð, tæplega 30 kílómetra leið. Meira
11. janúar 2018 | Erlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Undirbúa lýðveldisdaginn

Þessir indversku hermenn klæddust fullum herklæðum í gær til þess að undirbúa sérstaka skrúðgöngu sem þeir munu taka þátt í 26. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 521 orð | 2 myndir

Útboð með fyrirvara um lyktir kærumála

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eigendur jarðarinnar Selskarðs í Garðakirkjulandi hafa kært útgáfu Garðabæjar á framkvæmdaleyfi til Landsnets vegna Lyklafellslínu. Meira
11. janúar 2018 | Erlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Verðhækkunum mótmælt tvo daga í röð

Það sló í brýnu á milli mótmælenda og öryggissveita annan daginn í röð í helstu borgum Túnis. Mótmælin hófust í fyrradag vegna verðhækkana, auk þess sem þorri mótmælenda virðist ósáttur við aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í fjármálum ríkisins. Meira
11. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Vilja hefja samtal við vinnumarkaðinn á nýjum grunni

„Upplegg okkar í ríkisstjórninni er að við erum að hefja nýtt samtal við aðila vinnumarkaðarins. Gerð var atrenna að því að ná rammasamkomulagi sem skrifað var undir 2013. Meira

Ritstjórnargreinar

11. janúar 2018 | Staksteinar | 208 orð | 1 mynd

Al Gore, prinsinn og norðurpóllinn

Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismaður, skrifar: „Æðsti prestur trúarbragðanna um hnattræna hlýnun af mannavöldum, Al Gore, spáði því fyrir 9 árum að norðurpóllinn yrði íslaus fyrir 2018. Meira
11. janúar 2018 | Leiðarar | 532 orð

Einingin í hættu?

Brexit-viðræðurnar standa á mikilvægum tímamótum Meira

Menning

11. janúar 2018 | Tónlist | 375 orð | 1 mynd

103 verkefni styrkt um alls 66,5 milljónir króna

Gjörningaklúbburinn var útnefndur Listhópur Reykjavíkur 2018 og nýtur styrks að upphæð tvær milljónir króna. Þetta kom fram á fundi í Iðnó í gær þegar upplýst var hvaða menningarstofnanir, listhópar og listamenn fá styrk á árinu 2018. Meira
11. janúar 2018 | Kvikmyndir | 828 orð | 3 myndir

Ástríða ofar harmleik

VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
11. janúar 2018 | Tónlist | 913 orð | 1 mynd

„Þetta er draumi líkast“

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl. Meira
11. janúar 2018 | Kvikmyndir | 318 orð | 1 mynd

Garn vekur áhuga Japana á Íslandi

Íslenska heimildarmyndin Garn/Yarn hefur fengið afar góðar mótökur á undanförnum misserum og var sýnd á sama degi í tæplega fjörutíu kvikmyndahúsum víðsvegar um Bretland og í yfir fimmtíu kvikmyndahúsum þar í heild, að því er segir í tilkynningu. Meira
11. janúar 2018 | Leiklist | 320 orð | 1 mynd

Handrit Millers enda öll í Texas

Eftir nokkurra ára reiptog tveggja bandarískra háskóla, Harry Ransom-miðstöðvarinnar við Texas-háskóla og handritasafns Yale-háskóla, um skjalasafn Arthurs Millers (1915-2005), eins merkasta leikskálds Bandaríkjanna, hefur Ransommiðstöðin tryggt sér... Meira
11. janúar 2018 | Fjölmiðlar | 202 orð | 1 mynd

Hvernig hefðir þú brugðist við?

Fréttir bárust af því í vikunni að danski kvikmyndaframleiðandinn Peter Aalbæk Jensen muni senn snúa til fyrri starfa hjá Zentropa. Meira
11. janúar 2018 | Leiklist | 181 orð | 1 mynd

Jón Páll lýkur störfum þegar í stað

Stjórn og framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar (MAk) tilkynntu í gær að ákveðið hefði verið að Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar (LA), myndi ekki starfa út uppsagnarfrest sinn heldur ljúka störfum þegar í stað. Meira
11. janúar 2018 | Myndlist | 42 orð | 1 mynd

Leiðsögn um Stór-Ísland í Hafnarhúsi

Listamennirnir Claudia Hausfeld og Sari Cedergren taka þátt í leiðsögn um sýninguna Stór-Ísland í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í kvöld kl. 20. Meira
11. janúar 2018 | Hugvísindi | 50 orð | 1 mynd

Ræða kosti og ókosti stílmælingar

Jón Karl Helgason, Sigurður Ingibergur Björnsson og Steingrímur Kárason halda fyrirlestur hjá Miðaldastofu Háskóla Íslands um stílmælingar á íslenskum miðaldafrásögnum í dag kl. 16.30 í stofu 101 í Lögbergi. Meira
11. janúar 2018 | Tónlist | 29 orð | 1 mynd

Tilnefndir til Spellemann-verðlauna

Norski kontrabassaleikarinn Jo Berger Myhre og slagverksleikarinn Ólafur Björn Ólafsson eru tilnefndir til norsku Spellemann-tónlistarverðlaunanna í opnum flokki fyrir plötu sína The Third Script. Spellemann eru helstu tónlistarverðlaun... Meira
11. janúar 2018 | Kvikmyndir | 265 orð | 1 mynd

Verja rétt karla til að reyna við konur

Catherine Deneuve er ein hundrað franskra kvenna sem rita undir opið bréf sem birt var í dagblaðinu Le Monde fyrr í vikunni þar sem þær verja rétt karla til að reyna við konur og vara við því sem þær kalla nornaveiðar og ofursiðavendni eða tepruskap í... Meira

Umræðan

11. janúar 2018 | Aðsent efni | 665 orð | 1 mynd

„Það sem dvelur í þögninni“ – áhrifamikil bók

Eftir Tryggva Gíslason: "Bókin er skrifuð þegar barátta kvenna gegn ofbeldi karla var að hefjast. Þótt hún sé ekki skrifuð í tengslum við þá baráttu veitir bókin henni dýpt." Meira
11. janúar 2018 | Aðsent efni | 611 orð | 1 mynd

Bylting í menntamálum?

Eftir Katrínu Dóru Þorsteinsdóttur: "Þetta segi ég til að undirstrika mikilvægi þess að nemendur finni að virðing sé borin fyrir iðn-, verk- og tæknimenntuðu fólki í samfélagi okkar, að ýmsum flöskuhálsum sé rutt úr vegi og að tryggðir verði valmöguleikar á háskólastiginu, leiðir séu eins stuttar og skýrar og unnt er." Meira
11. janúar 2018 | Aðsent efni | 469 orð | 1 mynd

Er í vændum betri tíð?

Eftir Guðvarð Jónsson: "Að sjálfsögðu vilja þingmenn ekki láta standa sig að því að það sem þeir lofuðu, sé bara orðagjálfur." Meira
11. janúar 2018 | Aðsent efni | 903 orð | 1 mynd

Listaverkakaup og skattaafsláttur í stað listamannalauna

Eftir Stefán Boulter: "Kerfið, eins og það er í dag, er vitfirring, þar er alls engin hvatning, gerir listamenn að betlurum, mat á gæðum er háð duttlungum og ríkið fær ekkert í sinn hlut, en ríkið er vitanlega við skattborgararnir." Meira
11. janúar 2018 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Meira um fullveldi

Eftir Bjarna Má Magnússon: "Í greininni er haldið áfram með umfjöllun um fullveldishugtakið sem Finnur Magnússon hóf í blaðinu. Farið er dýpra í ákveðna þætti um ytra fullveldi." Meira
11. janúar 2018 | Pistlar | 431 orð | 1 mynd

Munurinn á sköttum og gjöldum

Einfalt ætti að vera að skilja muninn á sköttum og gjöldum ríkis og sveitarfélaga. Samt er þessu tvennu ruglað saman æ ofan í æ, jafnvel af þeim sem ættu í ljósi langrar reynslu að þekkja muninn. Meira
11. janúar 2018 | Velvakandi | 161 orð

Samtakamáttur heildarinnar

Nýlega sagði Verkalýðs- og sjómannafélag Grindavíkur sig úr Sjómannasambandinu og þar með Alþýðusambandinu, þótt það ætti að vera meira mál, hefði ég haldið, og nú er VR að hugleiða að fara úr Alþýðusambandinu. Ekki líst mér á blikuna. Meira
11. janúar 2018 | Aðsent efni | 356 orð | 1 mynd

Þolmörk og sjálfbær ferðaþjónusta

Eftir Ara Trausta Guðmundsson: "Að mínu frumkvæði samþykkti Alþingi í september 2017 beiðni um skýrslu, unna á vegum ráðuneytis ferðamála, um þolmörk og leiðir til aðgangsstýringar. Hún á að vera tilbúin nú í febrúar." Meira

Minningargreinar

11. janúar 2018 | Minningargreinar | 901 orð | 1 mynd

Einar Emil Magnússon

Einar Emil Magnússon fæddist á Akureyri 18. september 1946. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 5. janúar 2018. Foreldrar han voru Anna Emilsdóttir, f. 2.10. 1927, d. 17.2. 1992, og Ingimundur Magnús Kristinsson, f. 11.9. 1920, d. 1.9. 1971. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2018 | Minningargreinar | 811 orð | 1 mynd

Halldóra Guðmundsdóttir

Halldóra Guðmundsdóttir fæddist á Hólmavík 29. febrúar 1928. Hún lést 20. desember 2017. Foreldrar hennar voru hjónin Vigdís Sigríður Guðmundsdóttir, f. 26. október 1895 á Drangsnesi í Kaldrananeshreppi, og Guðmundur Magnússon, f. 26. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2018 | Minningargreinar | 709 orð | 1 mynd

Inga Valdís Pálsdóttir

Inga Valdís Pálsdóttir fæddist 24. september 1937 í Reykjavík. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Mörk 1. janúar 2018. Foreldrar Ingu Valdísar voru Páll Guðbjartsson, f. 28. júní 1904, d. 12. apríl 1994, og Jakobína Bjarnadóttir f. 5. október 1904, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2018 | Minningargreinar | 511 orð | 1 mynd

Magnús A. Ólafsson

Magnús A. Ólafsson fæddist 19. júlí 1923 á Akranesi. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 29. nóvember 2017. Bálför Magnúsar fór fram í kyrrþey að hans eigin ósk 6. desember 2017. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2018 | Minningargreinar | 1485 orð | 1 mynd

Matta Friðriksdóttir

Matta Friðriksdóttir fæddist í Hörgsdal á Síðu í Skaftárhreppi 11. júlí 1940. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 30. desember 2017. Foreldrar hennar voru hjónin Friðrik Bjarnason, f. 4.7. 1910 í Hörgsdal á Síðu, d. 6.11. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2018 | Minningargreinar | 1431 orð | 1 mynd

Ólafur Kjartansson

Ólafur Kjartansson fæddist í Reykjavík 25. júlí 1928. Hann lést á Borgarspítalanum 1. janúar 2018. Foreldrar hans voru Kjartan Ólafsson rakarameistari, f. 4.12. 1880, d. 3.7. 1962, og Sigurbjörg Pálsdóttir húsmóðir, f. 28.11. 1906, d. 10.1. 1990. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2018 | Minningargreinar | 1519 orð | 1 mynd

Sigurveig Inga Hauksdóttir

Sigurveig Inga Hauksdóttir fæddist í Reykjavík 13. janúar 1942. Hún lést í Bolungarvík 26. desember 2017. Foreldrar hennar voru Jórunn Ragnheiður Brynjólfsdóttir verslunarmaður, frá Hrísey við Eyjafjörð, f. 20.6. 1910, d. 21.11. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2018 | Minningargreinar | 1505 orð | 1 mynd

Svala Þorbjörg Birgisdóttir

Svala Þorbjörg Birgisdóttir fæddist í Reykjavík 19. september 1950. Hún lést á Borgarspítalanum 25. desember 2017. Foreldrar Svölu voru Birgir Ólafsson, f. 26.6. 1931, d. 12.4. 1972, og Ólína Þorsteinsdóttir, f. 24.3. 1930, d. 4.8. 2017. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

11. janúar 2018 | Daglegt líf | 597 orð | 3 myndir

Ferðalag um meltingarveginn

Bætt ónæmiskerfi, minni sykurlöngun, færri aukakíló er undirtitill bókarinnar Bætt melting – betra líf eftir lækninn Michael Mosley, sem sumir telja helsta heilsugúrú heims. Bókartitillinn er óneitanlega býsna geðþekkur. Meira
11. janúar 2018 | Daglegt líf | 210 orð | 1 mynd

Í fótspor Þrándar í götu og fleiri Færeyinga

Þeir sem þykir kominn tími til að upplifa undur Færeyja, fræðast um sögu þjóðarinnar og njóta Ólafsvöku með heimamönnum ættu að bregða sér á kynningarfund á ferð til Færeyja á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo. Fundurinn er haldinn kl. Meira
11. janúar 2018 | Daglegt líf | 285 orð | 1 mynd

Matur fyrir klára þarma

Í kaflanum Matur fyrir klára þarma fjallar Mosley um edik úr eplasafa: „Þú hefur kannski ekki bragðað kimchi eða kefír en sennilega hefurðu prófað eplaedik. Það er gerjuð fæðutegund sem er mjög vinsæl nú um stundir [... Meira
11. janúar 2018 | Daglegt líf | 70 orð | 1 mynd

Sögustund á náttfötunum

Fátt er notalegra rétt áður en svifið er inn í draumaheiminn en að hlusta á skemmtilega sögu. Kl. 19 í kvöld, fimmtudaginn 11. janúar, verður Sögustund á náttfötunum í Borgarbókasafninu Sólheimum. Meira

Fastir þættir

11. janúar 2018 | Í dag | 83 orð | 2 myndir

06:45 - 09:00 Ásgeir Páll og Jón Axel Ísland vaknar með Ásgeiri og Jóni...

06:45 - 09:00 Ásgeir Páll og Jón Axel Ísland vaknar með Ásgeiri og Jóni alla virka morgna. Kristín Sif færir hlustendum tíðindi úr heimi stjarnanna og Sigríður Elva segir fréttir. Meira
11. janúar 2018 | Fastir þættir | 171 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 d5 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 dxc4 7. Dxc4...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 d5 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 dxc4 7. Dxc4 b6 8. Rf3 Ba6 9. Da4+ Dd7 10. Dc2 Dc6 11. Dxc6+ Rxc6 12. Bf4 0-0-0 13. Hc1 Kb7 14. g3 Hhe8 15. Bg2 Rd5 16. Bd2 e5 17. dxe5 Rxe5 18. Rxe5 Hxe5 19. e3 Kb8 20. Bc3 Rxc3 21. Meira
11. janúar 2018 | Í dag | 84 orð | 2 myndir

250 þúsund eintök pöntuð fyrirfram

Á þessum degi árið 1958 gaf Elvis Presley út smáskífuna „Jailhouse Rock“. Það sem þykir hvað merkilegast við það er að útibú Decca-hljómplötufyrirtækisins hafði fengið 250 þúsund fyrirfram pantanir á plötunni. Meira
11. janúar 2018 | Árnað heilla | 218 orð | 1 mynd

Alltaf gaman að vera í kirkjukór

Guðrún Soffía Guðbjörnsdóttir á 75 ára afmæli í dag. Hún býr á Skagaströnd og starfaði lengst við apótekið þar í bæ, eða í meira en 30 ár. „Eftir að ég hætti að vinna hef ég verið að setja niður kartöflur og rækta garðinn minn, blóm og annað. Meira
11. janúar 2018 | Í dag | 45 orð | 1 mynd

Elísabet H. Georgsdóttir

30 ára Elísabet ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk MA-prófi frá Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn og er arkitekt hjá teiknistofunni PKDM í Reykjavík. Maki: Ted Karlsson, f. 1984, kvikmyndagerðarmaður. Foreldrar: Georg Guðni Hauksson, f. Meira
11. janúar 2018 | Í dag | 18 orð

Ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar hnýt...

Ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar hnýt ég ekki (Sálm:... Meira
11. janúar 2018 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

Grindavík Natalía María fæddist 19. janúar 2017 kl. 11.29 á...

Grindavík Natalía María fæddist 19. janúar 2017 kl. 11.29 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún vó 4.260 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Benóný Þórhallsson og Perla Sólveig Reynisdóttir... Meira
11. janúar 2018 | Í dag | 245 orð | 1 mynd

Hilmar E. Kristjónsson

Hilmar Eðvald Kristjónsson fæddist í Reykjavík 11.1. 1918. Foreldrar hans voru Kristjón Ólafsson, trésmiður í Reykjavík, og Guðlaug Magðalena Guðjónsdóttir húsfreyja. Meira
11. janúar 2018 | Í dag | 55 orð | 1 mynd

Kristján Þór Einarsson

30 ára Kristján ólst upp í Mosfellsbæ, er búsettur þar, lauk stúdentsprófi og sveinsprófi í húsasmíði og stundar smíðar hjá Bakka ehf. Börn: Emelía Dís, f. 2010; Hrafnhildur Lilja, f. 2013, og Ýmir Annel, f. 2014. Meira
11. janúar 2018 | Í dag | 48 orð | 1 mynd

Martin Jón Þrastarson

30 ára Martin ólst upp í Reykjavík, býr þar og starfar hjá Elkem á Grundartanga. Synir: Óliver Dreki Martinsson, f. 2009; Víkingur Davíð Gústafsson, f. 2010 (fóstursonur) og Anton Hrafn Martinsson, f. 2017. Foreldrar: Svava María Martinsdóttir, f. Meira
11. janúar 2018 | Í dag | 61 orð

Málið

„Mig bar víða niður án þess að fá hjálp.“ Ef mann ber þýðir það færist , hreyfist : Mann ber að garði; bátinn ber frá landi. En maður ber t.d. niður e-s staðar í bók: opnar hana á þeim stað. Meira
11. janúar 2018 | Í dag | 627 orð | 3 myndir

Meðal fyrstu kvenkonsertmeistara í heimi

Guðný Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 11.1. 1948 en ólst upp í Kópavogi. Meira
11. janúar 2018 | Fastir þættir | 167 orð

Með öfugum klónum. S-Allir Norður &spade;D98 &heart;ÁD5 ⋄D765...

Með öfugum klónum. S-Allir Norður &spade;D98 &heart;ÁD5 ⋄D765 &klubs;ÁD4 Vestur Austur &spade;1074 &spade;532 &heart;G96 &heart;732 ⋄104 ⋄ÁKG9 &klubs;108762 &klubs;KG3 Suður &spade;ÁKG6 &heart;K1084 ⋄832 &klubs;95 Suður spilar 3G. Meira
11. janúar 2018 | Fastir þættir | 827 orð | 4 myndir

Mundu bara eftir blómunum í hárinu!

San Francisco er um margt einstök borg og á engan sinn líka í Bandaríkjunum. Sælkerar, sagnfræðinördar og lífskúnstnerar af öllu tagi koma þangað aftur og aftur enda engin leið að fá nóg af borginni sem stendur við Gullna hliðið Meira
11. janúar 2018 | Í dag | 84 orð | 1 mynd

Reyndi að flýja örlög sín

Á þessum degi árið 2000 varð bandaríska söngdívan Whitney Houston uppvís að því að reyna að smygla 15 grömmum af marijúana frá Havaí þar sem hún var í fríi. Við öryggisleit fannst efnið í handtösku hennar. Meira
11. janúar 2018 | Í dag | 208 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Ingigerður K. Gísladóttir Margrét S. Guðmundsdóttir 85 ára Aðalfríður D. Pálsdóttir Guðbjörg J. Óskarsdóttir Ingibjörg S. Meira
11. janúar 2018 | Fastir þættir | 302 orð

Víkverji

Víkverji lenti í því að hann fékk bréf á dögunum frá bílaumboðinu sínu. Meira
11. janúar 2018 | Í dag | 231 orð

Vísnaskipti, Piet Hein og veðrið

Eftir helgi urðu skemmtileg vísnaskipti (sbr. orðaskipti) á Boðnarmiði sem byrjuðu með þessari stöku Sigrúnar Haraldsdóttur: Skattmann tekur frá mér flest, flysjar rýran auðinn, síðan annar sækir rest, sá er nefndur dauðinn. Meira
11. janúar 2018 | Í dag | 125 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

11. janúar 1897 Leikfélag Reykjavíkur var stofnað, í þeim tilgangi að „halda uppi sjónleikjum hér í bænum og jafnframt að þeir að efni og útfærslu verði að öllu betri að meðaltali en áður hefur verið“, eins og sagði í grein í blaðinu... Meira

Íþróttir

11. janúar 2018 | Íþróttir | 285 orð | 1 mynd

Alúðlegar móttökur í Split

Í Split Kristján Jónsson kris@mbl.is Karlalandsliðið í handknattleik skilaði sér á keppnisstað í Split um þrjúleytið í gær. Flaug liðið frá Frankfurt eftir að hafa dvalið í Þýskalandi undanfarna daga við æfingar og keppni. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 906 orð | 2 myndir

Engar bækur í bikarnum

Það eru konurnar sem sjá um hátíðahöldin í Höllinni í dag og má reikna með mikilli veislu sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Í fyrri leiknum eigast við Skallagrímur og Njarðvík klukkan 17 og síðan taka Keflavík og Snæfell við klukkan 20. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 41 orð | 1 mynd

England Deildabikar, undanúrslit, fyrri leikur: Chelsea – Arsenal...

England Deildabikar, undanúrslit, fyrri leikur: Chelsea – Arsenal 0:0 Spánn Bikarinn, 16-liða úrslit, seinni leikir: Alavés – Formentera 2:0 *Alavés áfram, 5:1 samanlagt. Villarreal – Leganés 2:1 *Leganés áfram, 2:2 samanlagt. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 118 orð | 1 mynd

Flensa ofan í meiðslin

Knattspyrnumaðurinn Alfreð Finnbogason verður væntanlega ekki með Augsburg í fyrsta leik liðsins eftir jólafríið í þýsku 1. deildinni. Augsburg mætir Hamburg á laugardag. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

Guðjón Valur Sigurðsson varð á síðasta sunnudag markahæsti...

Guðjón Valur Sigurðsson varð á síðasta sunnudag markahæsti landsliðsmaður handknattleikssögunnar, eða eftir því sem næst verður komist. Á nærri 19 ára ferli með íslenska landsliðinu hefur hann skorað 1. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 127 orð | 2 myndir

Haukar – Tindastóll 75:85

Laugardalshöll, Maltbikar karla, undanúrslit, miðvikudag 10. janúar 2018. Gangur leiksins : 5:6, 8:13, 11:15, 13:21 , 19:23, 25:28, 25:35, 31:37 , 39:40, 42:46, 42:51, 49:58 , 59:66, 62:70, 68:78, 75:85 . Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 349 orð | 1 mynd

Ísland mætir tveimur liðum Indónesa

Ísland og Indónesía mætast í fyrsta skipti á knattspyrnuvellinum í dag þegar þjóðirnar eigast við í vináttulandsleik í borginni Yogyakarta. Viðureignin hefst klukkan 11.30 að íslenskum tíma sem er 18.30 að staðartíma í fjórða fjölmennasta ríki heims. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 166 orð

James staðfestir ráðningu Hermanns

David James, nýráðinn þjálfari indverska knattspyrnuliðsins Kerala Blasters, hefur staðfest að hann sé að fá Hermann Hreiðarsson í þjálfarateymi sitt en mbl. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 412 orð | 2 myndir

KR eygir þriðja í röð

Í Höllinni Kristófer Kristjánsson sport@mbl.is KR mun leika til úrslita í bikarkeppni karla í körfuknattleik, Malt-bikarnum, í 21. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 129 orð | 2 myndir

KR – Breiðablik 90:71

Laugardalshöll, Maltbikar karla, undanúrslit, miðvikudag 10. janúar 2018. Gangur leiksins : 6:1, 9:5, 18:7, 22:12 , 34:16, 36:26, 44:34, 47:39 , 49:41, 54:45, 57:50, 65:54 , 70:61, 77:64, 86:66, 90:71 . Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 40 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Maltbikar kvenna, undanúrslit: Laugardalshöll...

KÖRFUKNATTLEIKUR Maltbikar kvenna, undanúrslit: Laugardalshöll: Skallagr. – Njarðvík 17 Laugardalshöll: Keflavík – Snæfell 20 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66 deildin: Austurberg: ÍR – Afturelding 19. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 313 orð | 4 myndir

* Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu, sem verða fyrstu...

* Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu, sem verða fyrstu andstæðingar Íslendinga á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi í sumar, mæta Ítölum og Spánverjum í tveimur vináttuleikjum í mars til undirbúnings fyrir HM. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

Maltbikar karla Undanúrslit í Laugardalshöll: KR – Breiðablik...

Maltbikar karla Undanúrslit í Laugardalshöll: KR – Breiðablik 90:71 Haukar – Tindastóll 75:85 *KR og Tindastóll mætast í úrslitaleik í Laugardalshöll á laugardaginn klukkan 13.30. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Myndböndin breyttu engu hjá Atkinson

Martin Atkinson dómari nýtti sér það að geta látið skoða umdeilanleg atvik á myndbandi þegar Chelsea og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í undanúrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu í gær. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Noregur Tertnes – Byåsen 20:21 • Helena Rut Örvarsdóttir...

Noregur Tertnes – Byåsen 20:21 • Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 1 mark fyrir Byåsen sem er í 6. sæti af 12 liðum með 12 stig eftir 11 umferðir. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 344 orð | 2 myndir

Nýliði nýtir mínúturnar

Í Split Kristján Jónsson kris@mbl.is Valsarinn efnilegi, Ýmir Örn Gíslason, er mættur til Split í Króatíu til að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti með A-landsliðinu í handbolta. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 119 orð | 1 mynd

Serbar töpuðu öllum

Serbía, sem er í riðli með Íslandi á Evrópumótinu í handknattleik sem hefst í Króatíu á föstudag, tapaði í gærkvöld öðru sinni fyrir Slóveníu, nú 33:25, þegar þjóðirnar áttust við í vináttuleik. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 474 orð | 2 myndir

Sigtryggur skaut Tindastóli í úrslit í annað skipti

Í Höllinni Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Tindastóll leikur til úrslita í bikarkeppni karla í körfubolta í annað skipti í sögunni eftir 85:75-sigur á Haukum í undanúrslitum Maltbikarsins í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 118 orð | 1 mynd

Sitji að hámarki í 12 ár

Á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í næsta mánuði verða lagðar fram tillögur um breytingar á lögum sambandsins, úr smiðju sérstaks starfshóps um heildarendurskoðun laganna. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 116 orð

Von á barninu í tæka tíð fyrir HM

Danskir knattspyrnuáhugamenn vörpuðu öndinni léttar í gær þegar ljóst varð að besti leikmaður danska landsliðsins, Christian Eriksen, gæti að öllum líkindum tekið fullan þátt á HM í Rússlandi þrátt fyrir að verða pabbi næsta sumar. Meira
11. janúar 2018 | Íþróttir | 97 orð | 1 mynd

Þóranna lengi frá keppni

Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur í körfubolta kvenna hafa orðið fyrir öðru áfalli á skömmum tíma. Meira

Viðskiptablað

11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 204 orð | 1 mynd

50 eiga helming fyrirtækja

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Einungis 1.000 manns eiga nánast allt eigið fé einstaklinga í íslensku atvinnulífi. 10 eignamestu eiga þriðjung alls þess eigin fjár í fyrirtækjum sem er í höndum einstaklinga. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 692 orð | 1 mynd

Áramótaheit á umbrotatímum

Flestir eru sammála um að íslenskt samfélag hefur ekki upplifað eins miklar væringar af ýmsu tagi og undanfarin misseri, sem munu að öllum líkindum bara aukast... Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 78 orð | 1 mynd

Brynja Baldursdóttir kjörin í stjórn

Fossar markaðir Brynja Baldursdóttir var kjörin í stjórn Fossa markaða á hluthafafundi félagsins í desember síðastliðnum. Brynja er framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi samhliða því að vera svæðisstjóri Creditinfo Group í Norður- og Suður-Evrópu. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 66 orð | 1 mynd

Dr. Marina Candi skipuð prófessor

Háskólinn í Reykjavík Dr. Marina Candi hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Marina er forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpun og frumkvöðlafræðum sem m.a. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 333 orð | 2 myndir

Eiga meira en 10% í sex fyrirtækjum

Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Umsvif erlendra fjárfesta hafa aukist mjög í Kauphöllinni. Sjóðir Eaton Vance Management eiga í ellefu félögum. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 75 orð | 1 mynd

Eva Sóley kemur inn sem nýr stjórnarmaður

Júpiter rekstrarfélag Eva Sóley Guðbjörnsdóttir var kjörin í stjórn Júpíters rekstrarfélags hf. á hluthafafundi félagsins í desember síðastliðnum. Eva starfar sem framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Advania á Íslandi. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 252 orð | 1 mynd

Farið var ógætilega við opnun markaða

Bókin Þó að Dani Rodrik hafi lengi varað við þeim hættum sem hnattvæðingin felur í sér er ekki þar með sagt að hann sé einangrunarsinni. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 124 orð | 2 myndir

Fartölvurnar verða varla mikið þynnri en þetta

Græjan CES-raftækjasýningin hófst í vikunni og notaði tölvuframleiðandinn Acer tækifærið til að svipta hulunni af heimsins þynnstu fartölvu. Tölvan hefur fengið nafnið Swift 7 og er aðeins 8,98 millimetrar á þykkt. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 50 orð | 6 myndir

Frumkvöðlar framtíðarinnar þjálfaðir

Margt var um manninn í Sólarsal Háskólans í Reykjavík á þriðjudag, en þá var Fyrirtækjaverkefni ungra frumkvöðla 2018 hleypt af stokkunum. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 147 orð | 1 mynd

Fyrir smekklega sjónvarpssjúklinga

Stofustássið Á huggulega innréttuðum heimilum þykir það stundum stinga í stúf að hafa stórt og kolbikasvart sjónvarp uppi á vegg. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 819 orð | 1 mynd

Gervigreind og fjarsamskipti til heilsueflingar

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is SidekickHealth hefur fundið nýja leið til að stuðla að heilbrigðara líferni og fyrirbyggja lífsstílstengda sjúkdóma. Fyrirtækið vex hratt og vörumerkið orðið nokkuð sterkt. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 377 orð | 2 myndir

GoPro: Í frjálsu falli

Þróun hlutabréfaverðs GoPro á mánudagsmorgun minnti mest á þau svimavaldandi stökk sem dyggir viðskiptavinir fyrirtækisins úr jaðarsportheiminum sækja svo í. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 67 orð | 1 mynd

Hildur Þórisdóttir ráðin mannauðsstjóri

Mannvit Hildur Þórisdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Mannvits og tekur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Hildur hefur áralanga reynslu af stjórnun mannauðsmála og starfaði síðastliðin 10 ár hjá Kviku og forverum bankans. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 186 orð

HIN HLIÐIN

Nám: MA, stúdentspróf af náttúrufærðibraut 1990; Háskólinn á Akureyri, iðnrekstrarfræði 1992; Rockford University, BS í viðskiptafræði 1994 og MBA 1996. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 850 orð | 3 myndir

Íslenski humarinn í vanda

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Mælingar sýna að minna veiðist af smáum humri í kringum Ísland og á skömmum tíma hefur þurft að minnka humarkvótann um tæplega helming. Það hefur hjálpað útgerðunum að verð fyrir heilan humar í Evrópu hefur farið hækkandi. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 11 orð | 1 mynd

Íslenskt veður í golfauglýsingu

Bandaríska golffatnaðarfyrirtækið FootJoy tók myndbönd á nokkrum af flottustu golfvöllum... Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 20 orð | 1 mynd

Kodak ekki dautt úr öllum æðum

Hlutabréf í Kodak tvöfölduðust í verði fyrr í vikunni eftir að félagið greindi frá nýrri vöru sem byggist á... Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 452 orð | 2 myndir

Kodak flýgur á vængjum bálkakeðjunnar

Eftir Chloe Cornish í San Francisco Kodak er fornfrægt vörumerki sem orðið hefur táknmynd um fyrirtæki sem þurft hefur að lúta í lægra haldi fyrir tækniþróun. Nú hyggst Kodak taka forystu í nýjustu tækni og markaðir bregðast jákvætt við. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 66 orð | 1 mynd

Kristinn er nýr framkvæmdastjóri

Ískraft Kristinn Benediktsson tók um áramótin við stöðu framkvæmdastjóra Ískraft af Jóni Sverri Sverrissyni. Kristinn hefur starfað hjá Ískraft síðastliðin 6 ár og sinnt iðnstýri- og háspennusviði. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 230 orð

Leyfum blessuðum útlendingunum að lána

Innherji hjó eftir því að Almenna leigufélagið tók nýverið lán frá bandarískum sjóði með milligöngu Fossa. Það eru góðar fréttir að útlendingar séu farnir að leggja aukið fjármagn til íslenskra fyrirtækja. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 205 orð

Lyftum þakinu

Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Nú þegar stjórnmálamenn hyggjast leita leiða til að rétta hag smærri og meðalstórra útgerða er rétt að beina sjónum að þeim allra stærstu. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru fremur lítil á alþjóðlegan mælikvarða. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 496 orð | 1 mynd

Lærði að vinna í sveitinni og í fiskinum

Stutt er síðan Páll Erland tók við starfi framkvæmdastjóra hjá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja. Hann segir Samorku hafa tekið miklum stakkaskiptum að undanförnu í samræmi við nýja stefnu og breyttar áherslur. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 223 orð | 1 mynd

Með keppinautana undir smásjá

Vefsíðan Samkeppnin er hörð og ef fyrirtæki eiga að lifa af þurfa þau að hafa nánar gætur á keppinautum sínum. Verst að í dag eru keppinautarnir með alla anga úti, og heljarinnar verk að fylgjast með öllu sem þeir gera. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 30 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Rukkuð um 112 þúsund fyrir ... „Veggurinn“ frá Samsung á næsta ... Umdeilda peysan tekin úr sölu ... Rukka 45 milljónir fyrir hvort auga Felldu niður færslu upp á... Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 107 orð | 1 mynd

Nýir stjórnendur greiðslufyrirtækja

Greiðslumiðlun Sæmundur Sæmundsson hefur verið ráðinn forstjóri Borgunar og hefur hann störf í dag. Hann tekur við af Hauki Oddssyni, sem sagði upp störfum á síðasta ári eftir tíu ára starf. Í framhaldi var staða forstjóra auglýst laus til umsóknar. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 71 orð | 1 mynd

Rasmus Petersen á ráðgjafarsviðið

KPMG Rasmus Petersen, sérfræðingur í bestun og sjálfvirknivæðingu viðskiptaferla (Robotics Process Automation), hefur hafið störf á ráðgjafarsviði KPMG. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 117 orð | 1 mynd

Sala á Össuri hleypti lífi í hlutabréfamarkaðinn

Hlutabréf Það lifnaði yfir hlutabréfamarkaðnum í kjölfar þess að innlendir fjárfestar seldu William Demant Invest, aðaleiganda Össurar, hlutabréf í félaginu, að sögn sérfræðinga á markaði. Tilkynnt var um viðskiptin fyrir viku. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 121 orð | 2 myndir

Samstarf um innviði undantekning

Forsætisráðherra telur þátttöku einkaaðila í innviðafjárfestingum hugsanlegar í undantekningartilvikum. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 85 orð | 1 mynd

Sápur til London

Snyrtivörur Bandaríska lífsstílsverslunarkeðjan Anthropologie hefur hafið sölu á sápum frá íslenska sprotafyrirtækinu Urð í verslunum sínum í London og í breskri netverslun sinni. Sápurnar eru handgerðar í Garðabæ úr íslenskri repjuolíu og sjávarsalti. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 15 orð | 1 mynd

Stærstu merkin kannski bara bóla

Stærstu vörumerkin á neytendavörumarkaði eru kannski ekki eins traust fjárfesting og áður vegna aukinnar... Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 295 orð | 1 mynd

Unnið til baka flesta markaði

Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Samkeppni við ferskan fisk hefur aukist frá þíddum fiski eftir sjómannaverkfallið en eftirspurn á helstu mörkuðum Iceland Seafood er þó góð. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 281 orð | 1 mynd

Úthluta gestum gestgjafa

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Gestir á nýju lúxushóteli Bláa lónsins fá gestgjafa sem sér um þá á meðan á dvöl stendur. 250 sóttu um 12 slík störf. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 824 orð | 2 myndir

Verða stóru vörumerkin að næstu bólu?

Eftir Miles Johnson Fjárfestar hafa í gegnum tíðina treyst á stærstu vörumerkin á neytendavörumarkaði sem örugga fjárfestingarkosti en hugsanlega eru þau mörg hver nú yfirverðlögð. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 167 orð | 1 mynd

WOW air flutti 2,8 milljónir farþega í fyrra

Ferðaþjónusta WOW air flutti rúmlega 2,8 milljónir farþega í fyrra en það er 69% fjölgun farþega frá árinu áður. Sætanýting WOW air árið 2017 var 88% sem er sú sama og árið 2016. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði hins vegar um 80% milli ára. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 353 orð | 2 myndir

Þegar kveðið á um afslátt til minni útgerða í lögum um veiðigjald

Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Ríkisstjórnin hyggst lækka veiðigjöld á litlar og meðalstórar útgerðir. Alþjóðlega eru hins vegar öll íslensk sjávarútvegsfyrirtæki lítil. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 3165 orð | 1 mynd

Þjóðhagsleg rök með því að fjárfesta á þessum tímapunkti

Sigurður Nordal sn@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill opna skattaumræðuna meira gagnvart almenningi og atvinnulífinu og vinna þannig að sem mestri sátt um skattabreytingar. Meira
11. janúar 2018 | Viðskiptablað | 569 orð | 1 mynd

Öryggi í lofti, á láði og legi

Sem einn af skattþegnum þessa lands ætlast ég hreinlega til þess að nægilegum hluta skatttekna ríkisins sé varið í að tryggja lágmarks löggæslu, öryggis- og björgunarþjónustu í lofti, á láði og legi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.