Greinar miðvikudaginn 16. maí 2018

Fréttir

16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Alltaf áhersla á lægstu launin

Þráinn Hallgrímsson skrifstofustjóri hefur látið af störfum hjá Eflingu – stéttarfélagi en hann hefur starfað á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar allt frá árinu 1983 og hjá Eflingu frá stofnun félagsins. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Altjón varð í eldsvoða

„Ég átti enga möguleika á að slökkva þetta,“ segir Einar Sigfússon, bóndi að Skálateigi II í Norðfjarðarsveit skammt frá Neskaupstað. Eldur kviknaði í feiti í íbúðarhúsi bæjarins á ellefta tímanum í gærmorgun. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 467 orð | 1 mynd

Áhugasamar um doktor Martin

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mikil ásókn er í orlofsferð húsmæðra í Suður-Þingeyjarsýslu í haust og komast færri að en vilja. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 345 orð | 2 myndir

Brúnönd frá N-Ameríku í heimsókn á Heimaey

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Brúnandarsteggur (Anas rubripes) hefur sést í Vestmannaeyjum undanfarið. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Börnin fögnuðu og veifuðu íslenska fánanum

Íslensku forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid fengu góðar móttökur í Helsinki í gær á fyrsta degi opinberrar heimsóknar sinnar til Finnlands. Þau hittu m.a. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Einkaleyfi orðin tífalt fleiri en 2017

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Einkaleyfum í gildi hér landi hefur fjölgað mikið að undanförnu og eru þau nú orðin tífalt fleiri en árið 2007. Þetta kemur fram í nýútkomnu tölublaði ELS-tíðinda sem Einkaleyfastofan gefur út. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Fimm leyfi frá UST

Kvikmyndafyrirtækið Pegasus ehf. hefur fengið fimm leyfi með umsögnum Umhverfisstofnunar (UST) vegna kvikmyndatöku á Suðurlandi á tímabilinu 7.-23. maí 2018, sem finna má á www.ust.is. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Finnskur ofsatremmi

Nýjasta viðbótin í samstarfsbruggi íslenskra brugghúsa og erlendra kollega þeirra kemur á markað í vikunni. Er um samstarf Borgar og hins finnska brugghúss Pinamo Hiisi að ræða. Kallast bjórinn Liskodisko og er ferskjubættur nýbylgju IPA-bjór. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 332 orð | 2 myndir

Finnum vel velvild Finna til Íslendinga

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Finnar eru höfðingjar heim að sækja og í þessari heimsókn finnum við hjónin svo vel þann hlýhug og velvild sem þeir bera til okkar Íslendinga,“ segir Guðni Th. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 105 orð

Fjalla um landamæri og alþjóðavæðingu

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands efnir til opins fundar á morgun þar sem kynntar verða fyrstu niðurstöður verkefnisins Landamæri og alþjóðavæðing, sem snýr að rannsóknum á landamærum og landamærastefnum 15 ríkja víðsvegar um heiminn. Meira
16. maí 2018 | Erlendar fréttir | 971 orð | 2 myndir

Friðarhorfurnar versna enn

Fréttaskýring Bogi Þór Arason bogi@mbl. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Færri á vegum starfsmannaleiga

Alls voru 1.452 starfsmenn starfandi á vegum starfsmannaleiga á innlendum vinnumarkaði í seinasta mánuði og er það í fyrsta sinn sem starfsmönnum starfsmannaleiga fækkar milli mánaða á fyrri hluta árs frá því uppgangur starfsmannaleiga hófst í lok 2015. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 82 orð

Guðlaugur ræddi stöðuna á Gaza

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi meðal annars um stöðuna á Gaza-svæðinu á fundi sínum með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær. „Þetta er bara mál sem ég tók upp á fundinum og við fórum yfir þá stöðu. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 354 orð | 1 mynd

Göngugöturnar ennþá umdeildar

Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Það er ekki komið sól og sumar þó að þeir sem stjórna borginni setji á sumarlokanir,“ segir Brynjólfur H. Björnsson en hann hefur um langt skeið rekið verslunina Brynju við Laugaveg 29. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Hari

Blessuð blíðan Þessar nunnur gengu rösklega yfir Lækjargötuna í gær þegar sólin lét svo lítið að skína svolitla stund á borgarbúa, en Esjan náði ekki að rífa af sér öll... Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Hálfum mánuði á eftir með vorverk

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bændur á Suðurlandi eru að bera áburð á tún þessa dagana. Margir eru hálfum mánuði seinna á ferðinni en vanalega. Eftir rigningar undanfarna daga eru mýratún blaut og erfitt að komast um á dráttarvélum. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 127 orð

Hraðútboð í vegarkafla í Öræfasveit

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í hækkun og breikkun á þremur köflum hringvegar í Öræfasveit. Um er að ræða svokallað hraðútboð því ekkert tilboð barst í verkið þegar það var auglýst í fyrra skiptið. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Húh!-bjór bruggaður fyrir HM í Rússlandi

Bjór sem mun kallast húh! er nú bruggaður í Rússlandi í tilefni af þátttöku Íslands á HM í knattspyrnu. Um samstarfsverkefni er að ræða milli Borgar brugghúss og rússneska brugghússins Bottle Share sem þykir með þeim eftirtektarverðari þar í landi. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Hvatt til óháðrar rannsóknar á manndrápunum

Stjórnvöld í Bretlandi, Þýskalandi og fleiri ríkjum hvöttu í gær til óháðrar rannsóknar á manndrápum Ísraelshers við landamærin að Gaza-svæðinu eftir að 60 Palestínumenn biðu bana í mótmælum þar í fyrradag, þeirra á meðal átta börn. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd

Íslenskur húh!-bjór á HM í sumar

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er ótrúleg spenna hér í Moskvu út af þessu móti. Ef einhver heyrir að maður sé íslenskur þá hrópar fólk „Ísland, Ísland! Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Játaði sök að hluta

Sigurður Kristinsson, fyrrverandi eigandi verktakafyrirtækisins SS húsa, neitaði sök að hluta við fyrirtöku máls gegn honum vegna meintra meiri háttar skattalagabrota við Héraðsdóm Reykjaness í gær, en gekkst þó við hluta þeirra brota sem honum voru... Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Jónsson & More á Múlanum í kvöld

Tríóið Jónsson & More kemur fram hjá Jazzklúbbi Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 21 og kynnir áhorfendum nýja tónlist sem ætlunin er að hljóðrita í haust. Gestaleikari er Haukur Gröndal á saxófón og klarinett. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 621 orð | 2 myndir

Kynbundinn munur er í samgöngukerfinu

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Greining á stöðu kvenna innan samgöngukerfisins hér á landi leiðir í ljós að þar er fyrir hendi umtalsverður kynbundinn munur, hvort sem litið er á notkun þess eða yfirstjórn. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Lagfæringum að ljúka

Lagfæringar á Birkimel í Reykjavík hafa staðið yfir frá í haust og nú hillir undir lok þeirra. Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir 1. júní nk. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 486 orð | 4 myndir

Leiguverðið heldur áfram að hækka

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir gögn sjóðsins benda til að hægt hafi á fjölgun íbúða í skammtímaleigu hér á landi í gegnum Airbnb. Slíkar íbúðir eru jafnan leigðar til ferðamanna. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Mammút treður upp í Bæjarbíói á morgun

Eftir að hafa leikið víða um lönd síðustu misserin kemur hljómsveitin Mammút fram á tónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði annað kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Neysluvörur minnka

Ábendingar um að neysluvörur hafi minnkað þrátt fyrir að verð á þeim standi í stað hafa borist bæði Neytendastofu og Neytendasamtökunum. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Ný lög um farþegabáta

Samgöngustofa hefur unnið drög að nýrri reglugerð um starfrækslu farþegabáta og annarrar leyfisskyldrar starfsemi í atvinnuskyni á sjó, ám og vötnum. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Spá enn hærri húsaleigu

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Horfur eru á enn frekari hækkunum leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið hefur enda ekki fylgt kaupverði fasteigna að undanförnu. Þetta segir Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Sýndu samstöðu með Palestínumönnum

Félagið Ísland-Palestína stóð fyrir samstöðufundi með Palestínumönnum á Austurvelli í gær til að minnast þess að; „70 ár eru liðin frá upphafi hörmunganna þegar helmingur palestínsku þjóðarinnar var hrakinn í útlegð,“ eins og segir í... Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 466 orð | 1 mynd

Telja Ísland vera áreiðanlegt bandalagsríki

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Bandaríkin sjá Ísland sem trúverðugt og áreiðanlegt bandalagsríki en hann átti fund með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 194 orð

Til hamingju með daginn

95 ára Dýrleif Hallgríms 90 ára Ingvar G. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Tillögu um afturköllun lóðar fyrir mosku vísað frá

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Borgarinnar okkar – Reykjavíkur, lagði fram tillögu um að Reykjavíkurborg afturkallaði ákvörðun um að úthluta Félagi múslima á Íslandi lóð undir mosku í Sogamýri á fundi borgarstjórnar í gær. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Tónleikar og nýtt myndband á Vínyl

Teitur Magnússon og Mads Mouritz Gjellerod leika saman og hvor í sínu lagi á tónleikum á Vínyl við Hverfisgötu í kvöld kl. 20. Við sama tækifæri verður frumsýnt nýtt myndband við lag Teits, Hverra manna? Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Umfjöllun Stundarinnar ómálefnaleg

„Undanfarnar vikur hefur fjölmiðillinn Stundin fjallað á vef og prenti á óvæginn og ómálefnalegan hátt um tiltekið umgengnismál með þátttöku annars málsaðila þess.“ Svona hefst tilkynning sem birt var á syslumenn. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 382 orð | 2 myndir

Vesturverk í meirihlutaeigu Íslendinga

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vesturverk sem áformar virkjun Hvalár í Árneshreppi á Ströndum er í meirihlutaeigu Íslendinga og eru lífeyrissjóðir þar stórir aðilar. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 137 orð

Vísbendingar um fækkun

Ólafur D. Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir vísbendingar um að nokkur fjöldi Airbnb-íbúða hafi verið tekinn úr skammtímaleigu í miðborginni að undanförnu. Eigendurnir hafi annaðhvort ákveðið að selja íbúðirnar eða setja þær í... Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 500 orð | 2 myndir

Þúsundir vilja vita af BRCA2

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Jón Birgir Eiríksson „Við fögnum allri umræðu og okkur finnst frábært að fólk geti komist að þessu á auðveldan hátt. Meira
16. maí 2018 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Ökutæki skilin eftir um alla borg

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það hefur færst mjög í vöxt að fólk skilji bíla sína eftir hér og þar, bæði á númerum og án. Meira

Ritstjórnargreinar

16. maí 2018 | Leiðarar | 198 orð

Stöðug uppbygging í 40 ár

Starfsemi SÁÁ er afar mikils virði Meira
16. maí 2018 | Staksteinar | 153 orð | 1 mynd

Tapaður slagur?

Styrmir Gunnarsson bendir á „að samfélag okkar hefur breytzt mikið á hálfri öld. Margt til hins betra en annað til hins verra. Meira
16. maí 2018 | Leiðarar | 392 orð

Ögurstund í Róm

Myndi sigurvegari síðustu kosninga ekki stjórn núna verða nýjar boðaðar, segir forseti Ítalíu Meira

Menning

16. maí 2018 | Tónlist | 586 orð | 2 myndir

„Leyfi mér að vera smá einræðisherra“

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ný plata tónlistarmannsins Indriða, ding ding , kemur út á föstudaginn kemur. Fyrsta sólóplata hans, Makríll , kom út fyrir tveimur árum og hlaut verðskuldað lof. Meira
16. maí 2018 | Fjölmiðlar | 651 orð | 2 myndir

„Stórbrotin saga“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
16. maí 2018 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Endurspegla fundi við lífið og dauðann

Sýning sem nefnist Trekk pusten opp i det blå, með málverkum eftir norsku listakonuna Hanne Grete Einarsen, verður opnuð í anddyri Norræna hússins í dag, miðvikudag, klukkan 17. Listakonan verður viðstödd opnunina. Meira
16. maí 2018 | Bókmenntir | 292 orð | 3 myndir

Engum treyst í spennu og spillingu

Eftir Mads Peder Nordbo. Ingunn Snædal þýddi. Veröld 2018. Kilja. 357 bls. Meira
16. maí 2018 | Kvikmyndir | 44 orð | 4 myndir

Glatt var á hjalla þegar nýjasta mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í...

Glatt var á hjalla þegar nýjasta mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, var heimsfrumsýnd í Cannes. Meira
16. maí 2018 | Kvikmyndir | 112 orð | 1 mynd

Margir gengu út af kvikmynd von Trier

Viðtökur nýjustu kvikmyndar danska leikstjórans Lars Von Trier, The House that Jack Built , á kvikmyndahátíðinni í Cannes voru vægast sagt misjafnar. Meira
16. maí 2018 | Kvikmyndir | 152 orð | 1 mynd

Margot Kidder, sem lék Lois Lane, látin

Kanadíska leikkonan Margot Kidder, sem öðlaðist frægð í hlutverki Lois Lane, kærustu Súperman, í kvikmyndum á áttunda og níunda áratugnum, er látin 69 ára að aldri. Meira
16. maí 2018 | Bókmenntir | 328 orð | 2 myndir

Styrkja 60 þýðingar á 29 mál

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði fyrr á árinu um 11 milljónum króna til þýðinga úr íslensku á erlend mál. Alls bárust 62 umsóknir og hlutu 60 styrk, þar af voru 12 umsóknir og úthlutanir til þýðinga á norræn mál, en alls verður þýtt á 29 tungumál. Meira
16. maí 2018 | Tónlist | 161 orð | 1 mynd

Vox feminae í Háteigskirkju í kvöld

Í kvöld klukkan 20 heldur kvennakórinn Vox feminae tónleikana Ave Maria í Háteigskirkju í Reykjavík. Á efnisskrá eru Maríubænir og ýmsir sálmar auk þess sem kórinn mun flytja kafla úr Missa. Op. 187 eftir Josef G. Rheinberger. Meira
16. maí 2018 | Fjölmiðlar | 221 orð | 1 mynd

Þus um sparsemi er ekki forleikur

RÚV sýnir um þessar mundir sjónvarpsþætti sem eru enskir og heita Capital, Auratal á íslensku. Þetta eru einkar vel skrifaðir og leiknir þættir og persónur mjög áhugaverðar, hver á sinn hátt. Meira

Umræðan

16. maí 2018 | Pistlar | 377 orð | 1 mynd

„Af djörfung og alvöru“

Listin að lifa, hin erfiðasta, nauðsynlegasta og æðsta list allra lista, er framar öllu listin að hugsa, að hugsa frjálslega, af einlægni, djörfung og alvöru. Meira
16. maí 2018 | Aðsent efni | 219 orð | 1 mynd

Dýrin í borginni

Eftir Valgerði Árnadóttur: "Píratar eru eini flokkurinn í Reykjavík sem er með sérstaka stefnu í dýravelferðarmálum og þjónustu við gæludýraeigendur." Meira
16. maí 2018 | Aðsent efni | 250 orð | 1 mynd

Ertu með alzheimer?

Eftir Magnús Erlendsson: "Svartur húmor. Það var allt sem borgarstjóranum lá á hjarta í þessu máli!" Meira
16. maí 2018 | Aðsent efni | 511 orð | 1 mynd

Katrín, hvað þarf að segja meira?

Eftir Halldór Úlfarsson: "Auðvitað verður að rannsaka þessi Spron- og Drómamál strax." Meira
16. maí 2018 | Aðsent efni | 968 orð | 3 myndir

Mýtan um að hugmyndafræði skipti litlu

Eftir Óla Björn Kárason: "Það er ákveðin hugmyndafræði að byggja upp sveitarfélag þar sem tekist hefur að samþætta öfluga þjónustu við íbúana, hófsamar álögur og lágar skuldir." Meira
16. maí 2018 | Aðsent efni | 507 orð | 1 mynd

Ýmislegt um samfélagsmál

Eftir Stefaníu Jónasdóttur: "Látið erfðamál elstu kynslóðarinnar í friði, þið viljið hvort eð er lítið af okkur vita." Meira

Minningargreinar

16. maí 2018 | Minningargreinar | 864 orð | 1 mynd

Bragi Þór Stefánsson

Bragi Þór Stefánsson fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1949. Hann lést á Landspítala 2. maí 2018. Foreldrar hans voru Ásta Ásmundsdóttir, f. 25. júlí 1923 á Bíldudal, d. 29. ágúst 2000, og Stefán Sörensson, f. 24. október 1926 á Kvíslarhóli á Tjörnesi, d.... Meira  Kaupa minningabók
16. maí 2018 | Minningargreinar | 363 orð | 1 mynd

Eyvindur Árnason Scheving

Eyvindur Árnason Scheving fæddist 26. desember 1968. Hann varð bráðkvaddur 27. apríl 2018. Útför Eyvinds fór fram 12. maí 2018. Meira  Kaupa minningabók
16. maí 2018 | Minningargreinar | 819 orð | 1 mynd

Guðrún Magnea Aðalsteinsdóttir

Guðrún Magnea Aðalsteinsdóttir fæddist í Odda á Húsavík 23. desember 1927. Hún andaðist á dvalarheimilinu Grund 24. apríl 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Hervör Frímannsdóttir, f. á Kvíslarhóli á Tjörnesi 20.8. 1894, d. 6.12. Meira  Kaupa minningabók
16. maí 2018 | Minningargreinar | 4942 orð | 2 myndir

Hulda Valtýsdóttir

Hulda Steinunn Valtýsdóttir fæddist í Reykjavík 29. september 1925. Hún lést á dvalarheimilinu Sóltúni 6. maí 2018. Foreldrar Huldu voru Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kristín Jónsdóttir listmálari. Systir Huldu var Helga, leikkona, d. Meira  Kaupa minningabók
16. maí 2018 | Minningargreinar | 1277 orð | 1 mynd

Jóna Aðalheiður Hannesdóttir

Jóna Aðalheiður Hannesdóttir fæddist á Núpsstað 30. mars 1924. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 7. maí 2018. Foreldrar Jónu voru þau hjónin Þóranna Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 14.5. 1886, d. 8.9. Meira  Kaupa minningabók
16. maí 2018 | Minningargreinar | 447 orð | 1 mynd

Katrín Egilsdóttir

Katrín Egilsdóttir fæddist 24. maí 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 2. maí 2018. Katrín var dóttir Guðmundu Guðmundsdóttur og Egils Guðmundssonar. Systur hennar eru Lea, f. 1938, og Agla, f. 1942. Katrín ólst upp í Hafnarfirði. Þann 23. Meira  Kaupa minningabók
16. maí 2018 | Minningargreinar | 448 orð | 1 mynd

Magdalena Thoroddsen

Magdalena Jóna Steinunn fæddist 7. febrúar 1926. Hún lést 3. maí 2018. Útför Magdalenu var gerð 14. maí 2018. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

16. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 240 orð | 1 mynd

Íslensk félög í alþjóðlega vísitölu

Alþjóðlega vísitölufyrirtækið MSCI, sem áður var hluti af fjárfestingabankanum Morgan Stanley, hefur tilkynnt áform sín um að taka inn ellefu félög úr íslensku kauphöllinni inn í vísitölur sínar. Breytingin mun eiga sér stað 31. maí næstkomandi. Meira
16. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 131 orð

Mun meiri afli í apríl í ár

Fiskafli íslenskra skipa í apríl síðastliðnum var 30% meiri en í apríl í fyrra og nam hann 147 þúsund tonnum. Aukning í botnfiskafla var 23% frá apríl í fyrra og nam botnfiskafli rúmum 49 þúsund tonnum í síðasta mánuði. Meira
16. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 93 orð

SA telja útvíkkun á hlutverki ÍLS óæskilega

Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugsemdir við drög að frumvarpi um húsnæðismál sem nú liggur fyrir Alþingi. Telja þau engar haldbærar ástæður fyrir því að Íbúðalánasjóður fái aukið hlutverk á sviði greininga og stefnumörkunar . Meira
16. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 529 orð | 2 myndir

Styrkir stór hluti teknanna

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stór hluti tekna vefmiðilsins Kjarnans er fólginn í styrktarfé sem aflað er meðal almennings. Meira

Daglegt líf

16. maí 2018 | Daglegt líf | 117 orð | 1 mynd

Hlustað eftir sjónarmiðum barnanna

Barnaþing verður haldið í Landakotsskóla kl. 8.30 - 12 á morgun, fimmtudaginn 17. maí, með þátttöku nemenda í 7. og 8. bekk og 4. og 5. bekk. Meira
16. maí 2018 | Daglegt líf | 52 orð | 1 mynd

Sínum augum lítur hver silfrið

Vín er ljúffengasti, mest örvandi, fjölbreyttasti og flóknasti drykkur í heimi. Það hressir þig við, gerir vini þína skemmtilegri og bragðast dásamlega með mat. Meira
16. maí 2018 | Daglegt líf | 110 orð | 1 mynd

Skapandi starf í sumarbúðum

Ungu áhugafólki um handverk gefst í sumar tækifæri til að taka þátt í skapandi starfi í Norrænum handverksbúðum, sem haldnar verða dagana 8. - 12. ágúst í Akershus, nálægt Osló í Noregi. Búðirnar eru á vegum The Norwegian Folk and Crafts samtakanna. Meira
16. maí 2018 | Daglegt líf | 70 orð | 1 mynd

Syngja um ástir, konur og vín

Vortónleikar Raddbandafélags Reykjavíkur verða haldnir í Laugarneskirkju kl. 20 í kvöld, miðvikudaginn 16. maí. Meira
16. maí 2018 | Daglegt líf | 1232 orð | 7 myndir

Vínsérfræðingar á sólarhring – skál

Hafið þið, lesendur góðir, tekið „fullkomið skref“ inn í heim vínsins? Forði okkur nú allar góðar vættir hugsa nú trúlega einhverjir og gera því strax skóna að verið sé að spyrja á rósamáli hvort þeir eigi við áfengisvandamál að stríða. Meira
16. maí 2018 | Daglegt líf | 148 orð | 1 mynd

Þorpsskáld nýrrar aldar

Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Bubbi Morthens segir frá ljóðum sínum og les upp úr nýjustu ljóðabók sinni í stofunni í Bókasafni Kópavogs kl. 12.15 í dag, miðvikudaginn 16. maí. Meira

Fastir þættir

16. maí 2018 | Fastir þættir | 165 orð | 1 mynd

1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Db6 5. Rf3 Rc6 6. a3 Bd7 7. b4 cxd4 8...

1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Db6 5. Rf3 Rc6 6. a3 Bd7 7. b4 cxd4 8. cxd4 Hc8 9. Be3 Rh6 10. Bd3 Rg4 11. O-O Be7 12. De1 f6 13. exf6 Bxf6 14. Rc3 Rxe3 15. fxe3 Re7 16. Re2 Bb5 17. Bxb5+ Dxb5 18. Rf4 Db6 19. Dg3 Hc3 20. Rh5 Dc7 21. Rxg7+ Bxg7 22. Meira
16. maí 2018 | Í dag | 96 orð | 2 myndir

6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með...

6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
16. maí 2018 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

Akureyri Lísa Lind Vignisdóttir fæddist 23. júní 2017 kl. 20.50 á...

Akureyri Lísa Lind Vignisdóttir fæddist 23. júní 2017 kl. 20.50 á Akureyri. Hún var 4.208 g að þyngd og 51 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Vignir Már Vignisson og María Björg Ásmundsdóttir... Meira
16. maí 2018 | Í dag | 20 orð

En ég mæni í von til Drottins, bíð eftir Guði hjálpræðis míns. Guð minn...

En ég mæni í von til Drottins, bíð eftir Guði hjálpræðis míns. Guð minn mun heyra til mín. (Míka 7. Meira
16. maí 2018 | Í dag | 78 orð | 1 mynd

Fyrsta sýnishornið

Fyrsta sýnishorn kvikmyndarinnar „Bohemian Rhapsody“ hefur loksins verið birt. Myndin fjallar um sögu stórhljómsveitarinnar Queen og forsprakkann Freddie Mercury, sem leikinn er af Rami Malek. Meira
16. maí 2018 | Árnað heilla | 280 orð | 1 mynd

Grillað svín er algjört sælgæti

Bjarni Viðar Þorsteinsson, matreiðslumaður á Sjávargrillinu, á 30 ára afmæli í dag. Hann hefur unnið þar frá 2011 með einni pásu. „Ég fór í vinnu með þægilegri vinnutíma árið 2014 þegar börnin voru mjög lítil og þurftu meiri athygli. Meira
16. maí 2018 | Árnað heilla | 281 orð | 1 mynd

Hilmar Kristjánsson

Hilmar Kristjánsson fæddist í Borgarnesi 16. maí 1948. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Gunnarsson húsasmíðameistari, f. 1903, d. 1986, og Valgerður Þorbjarnardóttir, húsmóðir, f. 1908, d. 1976. Meira
16. maí 2018 | Í dag | 475 orð | 3 myndir

Hugfangin af starfi sínu

Pálína Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 16.5. 1968 en ólst upp inni í Sundum í Reykjavík. Auk þess var hún í sveit á sumrin, á Grund í Eyjafirði, hjá föðurfólki sínu, og fór einnig til Siglufjarðar, til móðurfólks síns. Meira
16. maí 2018 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

Jón Þór Eyþórsson

40 ára Jón Þór er Garðbæingur og er verkefnastjóri viðburða bæði hjá Senu Live og Iceland Airwaves. Maki : Andrea Róbertsdóttir, f. 1975, framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs. Börn : Dreki, f. 2008, og Jaki, f. 2011. Foreldrar : Eyþór Þórarinsson, f. Meira
16. maí 2018 | Árnað heilla | 50 orð | 1 mynd

Lilja Dögg Karlsdóttir

40 ára Lilja er Keflvíkingur og býr í Reykjanesbæ. Hún er endurskoðandi hjá KPMG. Maki : Arnlaugur Einarsson, f. 1979, verkstjóri hjá AG Seafood í Sandgerði. Dóttir : Þórey Una, f. 2006. Foreldrar : Karl Antonsson, f. Meira
16. maí 2018 | Í dag | 54 orð

Málið

Enn skal ítrekað að María mey heitir ekki „María Mey“ heldur er mey . Sama gildir um Loga geimgengil . Hann heitir ekki „Geimgengill“ heldur er geimgengill . ( Lína Langsokkur heitir hins vegar Langsokkur – það er... Meira
16. maí 2018 | Árnað heilla | 47 orð | 1 mynd

Rannveig Þrastardóttir

30 ára Rannveig er Akureyringur en býr í Reykjavík. Hún er í grunnskólakennaranámi. Maki : Alessandro Cernuzzi, f. 1980, lærður óperusöngvari og er að klára nám í tónsmíðum við Listaháskólann. Sonur : Róbert Þröstur, f. 2015. Meira
16. maí 2018 | Í dag | 75 orð | 2 myndir

Vilja endurskoða forkeppnina

Mikil skoðanaskipti hafa verið á samfélagsmiðlum og víðar í samfélaginu varðandi Eurovision. Meira
16. maí 2018 | Fastir þættir | 304 orð

Víkverji

Enski boltinn er gullnáma. Þar þrútna buddur og veski tútna út. Efnahagssveiflur hafa þar engin áhrif. Allt er upp á við og hefur verið frá því enska úrvalsdeildin tók á sig núverandi mynd 1992. Meira
16. maí 2018 | Í dag | 287 orð

Vísur úr Skagafirði og Eurovision

Ví snakeppni Safnahússins hefur verið fastur liður Sæluvikunnar á Sauðárkróki frá árinu 1976 og nýtur enn vinsælda. Úrslit keppninnar í ár voru kynnt á setningunni og voru veitt verðlaun annars vegar fyrir besta botninn og hins vegar fyrir bestu vísuna. Meira
16. maí 2018 | Fastir þættir | 178 orð

Woolsey-vörn. N-NS Norður &spade;K85 &heart;83 ⋄G642 &klubs;KDG7...

Woolsey-vörn. N-NS Norður &spade;K85 &heart;83 ⋄G642 &klubs;KDG7 Vestur Austur &spade;DG742 &spade;Á109 &heart;72 &heart;94 ⋄D103 ⋄875 &klubs;Á105 &klubs;98432 Suður &spade;63 &heart;ÁKDG1065 ⋄ÁK9 &klubs;6 Suður spilar 4&heart;. Meira
16. maí 2018 | Í dag | 120 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

16. maí 1966 Karnabær var opnaður í Reykjavík. Vörurnar komu beint frá Carnaby-stræti í London. Verslunin hafði mikil áhrif á tísku unga fólksins. Meira

Íþróttir

16. maí 2018 | Íþróttir | 86 orð

0:1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 33. úr teignum eftir sendingu Selmu...

0:1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 33. úr teignum eftir sendingu Selmu Sólar Magnúsdóttur. 0:2 Fjolla Shala 37. úr teignum eftir sendingu Berglindar Bjargar. 1:2 Kristina Maksuti 67. eftir stungusendingu Fatma Kara. 1:3 Agla María Albertsdóttir 90. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 75 orð

0:1 Marjani Hing-Glover 41. kláraði vel eftir að Katrín missti boltann...

0:1 Marjani Hing-Glover 41. kláraði vel eftir að Katrín missti boltann til Jasmínar við vítateig KR. 1:1 Tijana Krstic 59. með skoti af löngu færi, boltinn snerti mótherja og fór yfir Anítu Dögg í markinu. 1:2 Sjálfsmark 65. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 66 orð

0:1 Málfríður Erna Sigurðardóttir 7. eftir hornspyrnu frá Hallberu...

0:1 Málfríður Erna Sigurðardóttir 7. eftir hornspyrnu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. 0:2 Ásdís Karen Halldórsdóttir 14. af 20 metra færi í bláhornið. 0:3 Elín Metta Jensen 67. úr vítaspyrnu sem hún hafði fiskað sjálf. Gul spjöld: Elín Metta (Val) 79. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 53 orð

1:0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 22. sneiddi boltann með höfðinu í...

1:0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 22. sneiddi boltann með höfðinu í fjærhornið eftir fyrirgjöf Hörpu frá hægri. Gul spjöld: Engin. Rauð spjöld: Engin. MM Lára Kristín Pedersen (Stjörnunni) M Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (Stj. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 52 orð | 1 mynd

Birkir og Villa á Wembley

Birkir Bjarnason og samherjar í Aston Villa mæta Fulham í úrslitaleik á Wembley 26. maí um sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þeir tryggðu sér það með 0:0 jafntefli gegn Middlesbrough í gærkvöld eftir að hafa unnið fyrri leikinn 1:0. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 553 orð | 3 myndir

Brandur var undrandi á styrk FH-liðsins

3. umferð Kristján Jónsson kris@mbl.is Færeyingurinn Brandur Olsen átti góðan leik fyrir FH þegar liðið vann útisigur á Fjölni, 3:2, í fjörugum leik í Grafarvogi. Morgunblaðið tekur Brand fyrir að lokinni 3. umferð Pepsi-deildarinnar. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Annar úrslitaleikur: FH – ÍBV 28:25 *Staðan er...

Dominos-deild karla Annar úrslitaleikur: FH – ÍBV 28:25 *Staðan er 1:1 og þriðji leikur í Vestmannaeyjum annað kvöld. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 213 orð | 2 myndir

Ekkert silfurfat í boði í Kórnum

Í Kórnum Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is HK/Víkingur er nú á meðal þeirra bestu í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn í fimm ár og liðið hefur komið til leiks af krafti nú í vor. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

Enskur framherji til Eyja

Eyjamenn náðu sér í liðsauka á síðustu stundu fyrir karlalið sitt í gær áður en lokað var fyrir félagaskiptin í knattspyrnunni hér á landi. Þeir náðu í enskan framherja, Jonathan Franks, sem lék síðast með velska liðinu Wrexham í ensku E-deildinni. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 254 orð | 1 mynd

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort íþróttafólk sem skarar fram úr á...

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort íþróttafólk sem skarar fram úr á heimsvísu hafi andlega burði sem aðrir hafa ekki. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 141 orð | 2 myndir

FH – ÍBV 28:25

Kaplakriki, annar úrslitaleikur karla, þriðjudag 15. maí 2018. Gangur leiksins : 6:1, 7:4, 8:9, 12:11, 14:12, 15:13 , 16:15, 17:18, 19:18, 21:21, 25:21, 26:22, 26:24, 28:25 . Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Frakkland Chalons-Reims – Elan Bernais 102:94 • Martin...

Frakkland Chalons-Reims – Elan Bernais 102:94 • Martin Hermannsson skoraði 9 stig, átti 10 stoðsendingar og tók 4 fráköst fyrir Chalons-Reims og lék í 29 mínútur. Chalons-Reims endaði í 14. sæti af 18 liðum. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 139 orð | 2 myndir

Grindavík – Valur 0:3

Grindavíkurvöllur, Pepsi-deild kvenna, 3. umferð, þriðjudag 15. maí 2018. Skilyrði : Sól og blíða. Létt gola á annað markið. Skot : Grindavík 0 – Valur 14 (10). Horn : Grindavík 1 – Valur 12. Grindavík : (5-4-1) Mark : Viviane Holzel. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Guðmundur valdi 30 menn

Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, tilkynnti í gær 30 manna hóp sem hann hefur valið til undirbúnings fyrir leikina tvo gegn Litháen 8. og 13. júní þar sem liðin leika um sæti á HM 2019. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 125 orð | 2 myndir

HK/Víkingur – Breiðablik 1:3

Kórinn, Pepsi-deild kvenna, 3. umferð, þriðjudag 15. maí 2018. Skilyrði : Gervigras innanhúss. Skot : HK/Vík. 6 (2) – Breiðab. 20 (11). Horn : HK/Víkingur 2 – Breiðablik 10. HK/Víkingur: (4-5-1) Mark: Björk Björnsdóttir. Vörn: Gígja V. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 358 orð | 4 myndir

* Kevin Durant skoraði 37 stig fyrir meistarana í Golden State Warriors...

* Kevin Durant skoraði 37 stig fyrir meistarana í Golden State Warriors sem unnu mikilvægan útisigur á Houston Rockets, 119:106, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í körfuknattleik í fyrrinótt. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 16 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Nettóvöllur: Keflavík...

KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Nettóvöllur: Keflavík – Fjölnir 19.15 Floridana-völlur: Fylkir – Þróttur R 19. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 138 orð | 2 myndir

KR – FH 1:2

Alvogen-völlurinn, Pepsi-deild kvenna, 3. umferð, þriðjudag 15. maí 2018. Skilyrði : Torf í Frostaskjóli, 5 stiga hiti og gola. Skot : KR 11 (9) – FH 11 (10). Horn : KR 6 – FH 2. KR : (4-3-3) Mark : Ingibjörg Valgeirsdóttir. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 334 orð

Liðin hafa notað 51 erlendan leikmann í deildinni

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Liðin tólf í Pepsi-deild karla hafa notað 51 erlendan leikmann í fyrstu þremur umferðum Íslandsmótsins en 60 voru á leikmannalistum liðanna þegar mótið hófst. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 199 orð | 2 myndir

Mikilvæg stig til FH í Vesturbænum

Í Vesturbænum Edda Garðarsdóttir sport@mbl.is Fyrsti sigur Hafnfirðinga í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í ár kom í baráttuleik í Frostaskjólinu í gærkvöldi, 2:1. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 341 orð | 2 myndir

Myndin skýrðist ekki

Í Kaplakrika Ívar Benediktsson iben@mbl.is Ekki skýrðist í gærkvöldi hvort það verður Fimleikafélag Hafnarfjarðar eða Íþróttabandalag Vestmannaeyja sem hefur Íslandsbikarinn í handknattleik karla í vörslu sinni næsta árið. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

Pepsi-deild kvenna Grindavík – Valur 0:3 KR – FH 1:2...

Pepsi-deild kvenna Grindavík – Valur 0:3 KR – FH 1:2 Stjarnan – Selfoss 1:0 HK/Víkingur – Breiðablik 1:3 Staðan: Breiðablik 330013:39 Þór/KA 330010:19 Valur 320112:36 Stjarnan 32016:76 ÍBV 21014:33 KR 21012:23 FH 31024:63... Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 265 orð | 1 mynd

Snýr heim sem einn sá reyndasti

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Kári Árnason fór 22 ára gamall í atvinnumennsku í knattspyrnu í árslok 2004. Þá yfirgaf hann Víking, þar sem hann hafði spilað í meistaraflokki í fjögur ár og gekk til liðs við Djurgården í Svíþjóð. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 137 orð | 2 myndir

Stjarnan – Selfoss 1:0

Samsung-völlurinn, Pepsi-deild kvenna, 3. umf., þriðjud. 15. maí 2018. Skilyrði : Stillt og fínt veður. Gervigras. Skot : Stjarnan 12 (6) – Selfoss 12 (2). Horn : Stjarnan 6 – Selfoss 5. Stjarnan : (4-3-3) Mark : Birna Kristjánsdóttir. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Stórlið koma saman í Serbíu

Til tíðinda dregur í sterkustu Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik, Euroleague, þegar líður á vikuna. Undanúrslitaleikirnir fara fram á föstudaginn en þá mætast CSKA Moskva og Real Madrid og Fenerbache og Zalgiris Kaunas. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 174 orð | 1 mynd

Thomas náði efsta sætinu

Breyting varð á efsta sæti heimslista karla í golfi á mánudaginn þegar Justin Thomas náði efsta sætinu af Dustin Johnson sem var efstur í rúmt ár. Thomas náði þá efsta sæti listans í fyrsta skipti á ferlinum en Thomas er 25 ára gamall. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 198 orð | 2 myndir

Uppskar vel eftir 21 mánaðar bið

Í Garðabæ Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Frá því að Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir sleit krossband í hné undir lok leiks við ÍBV í ágúst 2016 hefur hún eflaust látið sig dreyma um það hvernig yrði að snúa aftur til leiks með Stjörnunni. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 198 orð | 2 myndir

Vandræðalítið en samt vonbrigði

Í Grindavík Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Grindavík tók á móti Val í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gær þar sem að gestirnir fóru með sigur af hólmi, 3:0. Meira
16. maí 2018 | Íþróttir | 68 orð

Winnipeg í harðri rimmu

Sá möguleiki er enn í stöðunni að íshokkíliðið á slóðum Vestur-Íslendinga, Winnipeg Jets, keppi um hinn fornfræga Stanley-bikar í NHL-deildinni amerísku. Úrslitakeppnin er nú nokkuð á veg komin og er Winnipeg í undanúrslitum gegn Las Vegas. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.