Greinar laugardaginn 18. ágúst 2018

Fréttir

18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

18.08.18 vinsæll brúðkaupsdagur

Dagurinn í dag, 18.08.18, er vinsæll dagur til brúðkaupa í Garðakirkju eins og þeir dagar sem ber upp á dagsetningar þar sem sama talan kemur fram í degi, mánuði og ári, að sögn Snævars Jóns Andréssonar, kirkjuhaldara í Garða- og Vídalínskirkju. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

92 ára og tekur þátt í maraþoni

Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Elsti skráði þátttakandinn í 35. Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fram fer í dag, er hin 92 ára Pálína Bjarnadóttir, sem skráði sig í þriggja kílómetra skemmtiskokk. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Aldrei of seint að byrja að vera með

Pálína Bjarnadóttir, elsti þátttakandinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í dag, skráði sig í þriggja kílómetra skemmtiskokk með fjölskyldu og vinum. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Aukið verðmæti og betri afkoma

Aflaverðmæti á grásleppuvertíðinni, sem lauk 12. ágúst sl., nam 942 milljónum króna. Grásleppuafli undanfarin þrjú ár hefur tæpast svarað eftirspurn kaupenda, jafnt framleiðsla á grásleppukavíar og á frystri grásleppu til Kína. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 657 orð | 1 mynd

Áfellisdómur yfir stjórnarháttum

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is „Fyrst er rétt að þakka fyrir viðbrögð ykkar fjögurra á vettvangi borgarráðs (og í fjölmiðlum) við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 5. júní sl. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 97 orð

Á makrílveiðum í Smugunni

Uppsjávarskipin hafa flest verið að veiðum í Smugunni austur af landi síðustu daga þar sem ágætlega hefur veiðst af makríl. Þar eru skipin á alþjóðlegu hafsvæði ásamt skipum frá Rússlandi. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 370 orð | 2 myndir

„Fann til með æðarkollunum“

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég neita því ekki að ég fann til með æðarkollunum í þessu leiðinlega veðri sem var í vor,“ segir Guðrún Gauksdóttir, formaður Æðarræktarfélags Íslands, en hún er með æðarvarp við ósa Ölfusár. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 392 orð | 1 mynd

„Hef bara gaman af lífinu“

Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Gerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ævintýramanneskja með meiru, lauk nýlega við allar Landvættaþrautirnar svokölluðu. Meira
18. ágúst 2018 | Erlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Binda ekki miklar vonir við komandi friðarviðræður

Á myndinni sést útskriftarathöfn hermanna í Alþýðuandspyrnunefndunum (PRC) sem styðja ríkisstjórn Abedrabbos Mansours Hadis forseta í yfirstandandi borgarastyrjöld í Jemen. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Eggert

Amelia Rose Ferðamenn á Íslandi sækja í hvalaskoðun og fjöldi skipa sinnir þörfinni. Yfirleitt verða þeir ekki fyrir vonbrigðum enda flestir með augun opin og fylgjast vel með hverri... Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Egill afhjúpar listaverk og ilmvatn

Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson mun í dag, laugardag, á Menningarnótt, afhjúpa nýtt listaverk og kynna ilmvatn sem hann hefur sett á markað, í Madison ilmhúsi, Aðalstræti... Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 199 orð | 2 myndir

Eiga nú bóluefni gegn lifrarbólgu A

Nóg framboð er af bóluefni gegn lifrarbólgu A á Íslandi. Vegna skorts á bóluefninu var ekki hægt að anna eftirspurn í sumarbyrjun. Ný sending af efninu í ágúst hefur bætt úr því. Fyrirtækið Vistor er einn helsti innflytjandi bóluefna á Íslandi. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 394 orð | 2 myndir

Fjarðabyggð hafnaði gjöf Odee

Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Það er mjög svekkjandi hvernig þetta fór allt saman. Meira
18. ágúst 2018 | Erlendar fréttir | 441 orð | 1 mynd

Fylki á bólakafi á Indlandi

Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Að minnsta kosti 324 manns hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir þorp í indverska fylkinu Kerala upp á síðkastið í kjölfar einnar mestu úrkomu sem þar hefur sést. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 160 orð

Færri ungar komust á legg við Breiðafjörð

Æðarkollur komu upp tiltölulega fáum ungum á talningarsvæði Háskólaseturs Snæfellsness í ár, en það nær frá Brjánslæk vestur að Gilsfjarðarbrú, auk eyjanna í kringum Stykkishólm. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 459 orð | 2 myndir

Gifsplötur eru efst á matseðli myglunnar

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Hátt í 300 manns mættu á málstofu um myglu sem Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (RB) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt í gær. Yfirskrift fundarins var: Rakaskemmdir og mygla. Íslenski útveggurinn og reynsla Svía. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 169 orð

Greiða 20 milljónir vegna umframafla

Álagning vegna umframafla strandveiðibáta í maí til júlíloka losar 20 milljónir króna sem renna í ríkissjóð. Ef fram heldur sem horfir má ætla að umframafli strandveiðibáta verði töluvert meiri en undanfarin ár, segir á heimasíðu Fiskistofu. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 524 orð | 1 mynd

Gufan glymur í varplandinu

Vaxandi aðsókn hefur verið að Æðarsetrinu í miðbæ Stykkishólms. Erla Friðriksdóttir og fjölskylda hennar reka safnið og segir hún að margir viti lítið um æðarfuglinn, dúntekju og gæði æðardúns. Þetta eigi jafnt við um Íslendinga sem erlenda gesti. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Göngin fínpússuð fyrir afhendingu

Starfsmenn Meitils – GT tækni á Grundartanga unnu að því í nótt að þétta sprungur í múrklæðingu ofarlega í Hvalfjarðargöngum norðanverðum. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

Illa farið með fé

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir fjárfestingarheimildir færðar upp og niður í áætluninni. Miklu fé sé varið í gæluverkefni á kostnað brýnni verkefna. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Í eigu félaga á Írlandi, Delaware og Bermúda

Flugvélafloti WOW air samanstendur af 20 flugvélum sem flestar eru í eigu félaga sem sérhæfa sig í flugvélafjármögnun og útleigu. Samkvæmt upplýsingum úr loftfaraskrá er flugvélaflotinn í heild sinni leigður út til WOW air af átta félögum. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 119 orð

Íslenskir ríkisborgarar 18 ára og eldri mega kjósa í Árborg

Í íbúakosningum um aðal- og deiliskipulag miðbæjar Selfoss verður kosið í sex kjördeildum Kjördeildir eitt til fjögur eru í Vallaskóla á Selfossi. Kjördeild fimm í Barnaskólanum á Eyjarbakka en það er nýr kjörstaður. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Jón Pétur aðstoðar Lilju

Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri við Réttarholtsskóla, hefur verið ráðinn annar aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 174 orð

Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti af embætti héraðssaksóknara, sem staðfesti í samtali við Morgunblaðið að ákæra hefði verið gefin út. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 362 orð | 2 myndir

Kosið um miðbæjarskipulag Selfoss í dag

Baksvið Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Íbúar Árborgar ganga til íbúakosningar í dag um breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss með misvísandi upplýsingar um hvernig fylla eigi út kjörseðilinn. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 48 orð

Kosið um skipulag á Selfossi í dag

Íbúakosningar verða á Selfossi í dag. Greidd verða atkvæði um breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjarins. Kosningin er bindandi ef fleiri en 29% íbúa taka þátt í henni. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 119 orð

Landvættaþrautirnar fjórar

Landvættaþrautirnar eru fjórar og þarf að ljúka þeim öllum á innan við 12 mánuðum til að bera heitið Landvættur. Sú fyrsta er Fossavatnsgangan, sem er 50 km skíðaganga á Ísafirði. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 290 orð | 2 myndir

Laugar ætla að stækka við Lágafell

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Laugar ehf. hafa samið við Mosfellsbæ um að fá að byggja 900 fermetra viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina Lágafell (Lækjarhlíð 1A). Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Lífrænn úrgangur fullnýttur

Fyrsta skóflustungan að nýrri gas- og jarðgerðarstöð Sorpu var tekin í gær í Álfsnesi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu tóku fyrstu skóflustunguna. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Mál Hjartar verði rætt á næsta fundi

Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna hefur enn ekki komið saman til að ræða mál Hjartar Júlíusar Hjartarsonar, sem sendur var heim af heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 431 orð | 3 myndir

Mikill munur á aflahæstu ám eftir landshlutum

Veiði Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Veiði í aflahæstu ám landsins er á pari við það sem hún var á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum veiðitölum sem birtar voru á vef Landssambands veiðifélaga. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Mikill verðmunur á skólabókum

Töluverður verðmunur er á skólabókum fyrir framhaldsskólanema á milli verslana ef marka má nýja verðkönnun ASÍ. Nemendur geta sparað sér töluverðar fjárhæðir með því að vera vel með á nótunum enda var verðmunurinn allt að 5. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 489 orð | 2 myndir

Ný göng talin kosta rúma 20 milljarða

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áætlað er að ný göng undir Hvalfjörð muni kosta rúma 20 milljarða króna. Er þá miðað við þau göng sem sérfræðingar telja hagkvæmast að grafa undir fjörðinn. Meira
18. ágúst 2018 | Erlendar fréttir | 62 orð

Nýr forsætisráðherra Slóveníu

Slóvenska þingið staðfesti í gær fyrrverandi gamanleikarann Marjan Šarec sem nýjan forsætisráðherra landsins. Stjórnarkreppa hefur ríkt í Slóveníu frá því að kosningar voru haldnar hinn 3. júní síðastliðinn. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Opið hús í Hörpu á Menningarnótt

Á Menningarnótt fá gestir Hörpu tækifæri til að sjá brot úr dagskrá áttunda starfsárs Hörpu sem var vígð á Menningarnótt árið 2011. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 269 orð

Samfélagið fylki sér með grasrótinni

Áfengisneysla eldra fólks er að aukast og vímuefnaneysla hefur dregið allt of mörg ungmenni til dauða á þessu ári. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 432 orð | 3 myndir

Skólar reyndust mun dýrari

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Töluvert er um frávik í samþykktri endurskoðun á fjárfestingaráætlun A-hluta Reykjavíkurborgar, sem borgarráð samþykkti í fyrradag. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 269 orð

Skuldir í borginni aukast

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kostnaður við þrjár skólabyggingar í Reykjavík er nú áætlaður alls um milljarði meiri en áður var talið. Meirihlutinn í borginni hefur samþykkt endurskoðaða fjárfestingaráætlun A-hluta borgarsjóðs árið 2018. Dagur B. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Smábátar komnir með yfir þúsund tonn af makríl

Smábátar hafa fyrir nokkru hafið makrílveiðar og hafa 37 smábátar landað afla. Aflinn var um miðjan dag í gær orðinn 1.062 tonn. Með millifærslu frá síðasta ári eru aflaheimildir smábáta alls um átta þúsund tonn. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Steinbryggjan fer á ný undir yfirborð jarðar

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Unnið hefur verið að endurgerð Tryggvagötu, frá Pósthússtræti að Lækjargötu. Við það verk hefur hin sögufræga Steinbryggja komið í ljós. Fornleifafræðingar hafa notað tækifærið í vikunni og mælt og myndað mannvirkið. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Sterkur heiðagæsastofn

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Gæsaveiðitímabilið hefst á mánudag, 20. ágúst, og er leyfilegt að skjóta grágæs og heiðagæs. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 226 orð

Stöð 2 með beina útsendingu frá Efstaleiti

Sjónvarpsstöðin Stöð 2 mun senda þættina Kóra Íslands út frá stúdíói RÚV í Efstaleiti en það er í fyrsta sinn sem það er gert. Þættirnir eru framleiddir af Saga Film og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 í vetur. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Sundhöllin ekki friðuð

Minjastofnun Íslands telur sér ekki fært að eiga frumkvæði að því að leggja til við menntamálaráðherra að friðlýsa Sundhöllina í Keflavík. Óskað hafði verið eftir áliti húsafriðunarnefndar á friðlýsingu hússins ef varðveisla þess yrði ekki tryggð skv. Meira
18. ágúst 2018 | Erlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

SÞ segir Brasilíumönnum að leyfa framboð Lula

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að Brasilíumönnum beri að leyfa Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, að bjóða sig fram í forsetakosningum sem haldnar verða í nóvember. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Tríó leikur saman í Mengi í fyrsta sinn

Jim Black trommuleikari frá New York, Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari leika saman lög og sjálfsprottin verk í Mengi sunnudagkvöld kl. 21. Óskar og Skúli hafa mikið leikið saman og gefið út plötur. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Verið að gera úlfalda úr mýflugu

„Það er tiltölulega nýlega farið að tala um að glýfosat sé mögulega krabbameinsvaldur, en það hefur lengi verið notað og í miklu magni. Sé það mikill skaðvaldur er sennilegt að vísbendingar hefðu komið fram fyrir löngu. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Þar með voru örlög mín í rauninni ráðin

Sem unglingur vann ég við smíðar og bauðst að koma á samning í því fagi. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Þurftu að ná í dráttarbíl til að geta malbikað

Eigandi bifreiðar sem lagt var við Stakkahlíð þarf að leysa hann út hjá Vöku eða öðru fyrirtæki sem tekur að sér að fjarlægja bíla sem eru fyrir. Gatan var malbikuð í gærmorgun. Meira
18. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Öflug jarðvegssög flýtir fyrir öllum lögnum í jörð

Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Þetta er sög sem sagar ofan í jarðveg fyrir jarðstrengjum, rörum og lögnum,“ segir Hörður Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Línuborun hf. Meira

Ritstjórnargreinar

18. ágúst 2018 | Leiðarar | 109 orð

Mikilvæg aðstoð

Safnað til að auðvelda skólagöngu Meira
18. ágúst 2018 | Leiðarar | 505 orð

Ósjálfbær sannfæring?

Þótt deilt hafi verið um hvalveiðar hefur ráðgjöf Hafró verið óumdeild Meira
18. ágúst 2018 | Staksteinar | 213 orð | 1 mynd

Ullið er fjarri því það versta

Samhliða því sem meirihlutinn í borgarstjórn er að missa öll tök á stjórn borgarinnar og rökstuddar aðfinnslur við hin aðskiljanlegustu mál vekja furðu og óöryggi meðal borgara og borgarstarfsmanna virðast borgarfulltrúar meirihlutans líka vera að missa... Meira
18. ágúst 2018 | Reykjavíkurbréf | 1743 orð | 1 mynd

Ævintýri á afturför

Enginn býst við neinum viðbrögðum frá Degi Eggertssyni, sem myndi líklega byrja á því að fá vottorð frá undirsáta um að honum væri þetta mál jafn óviðkomandi og annað í borgarrekstrinum. Meira

Menning

18. ágúst 2018 | Myndlist | 102 orð | 1 mynd

Bataferli Emilie í ljósmyndum

Á Ljósmyndasafninu í Reykjavík verður opnun á nýrri sýningu í Skotinu – Emilie á Menningarnótt. Ljósmyndarinn Emilie Dalum rabbar við gesti milli kl. Meira
18. ágúst 2018 | Tónlist | 374 orð | 2 myndir

„Á Sálmafossi leikum við okkur svolítið með þemað“

Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Sálmafoss nefnist fjölbreytt tónlistardagskrá sem verður í boði á Menningarnótt í Hallgrímskirkju og stendur frá kl. 15-21. Fram koma kórar, einsöngvarar, orgelleikarar og djassarar. Meira
18. ágúst 2018 | Tónlist | 378 orð | 1 mynd

„Svíturnar eru í puttunum“

Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari kemur fram á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, kl. 16 og flytur tvær af sellósvítum Bachs. Meira
18. ágúst 2018 | Myndlist | 910 orð | 1 mynd

„Það er sérstök tilfinning þegar steinn brotnar“

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl. Meira
18. ágúst 2018 | Bókmenntir | 111 orð | 1 mynd

Benny Andersen látinn 88 ára að aldri

Danski rithöfundurinn, ljóðskáldið og píanóleikarinn Benny Andersen lést á heimili sínu á fimmtudag, 88 ára að aldri. Andersen sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Den musiske ål , við góðar viðtökur 1960, en hann var elskaður og dáður í heimalandi sínu. Meira
18. ágúst 2018 | Myndlist | 123 orð | 1 mynd

Haukur Dór sýnir í Smiðjunni Listhúsi

Haukur Dór listmálari mun halda sýningu á verkum sínum á Menningarnótt í Smiðjunni Listhúsi. Haukur Dór hélt sína fyrstu sýningu á Mokka fyrir 54 árum en listmálarinn hefur komið víða við á löngum ferli. Meira
18. ágúst 2018 | Tónlist | 139 orð | 1 mynd

Lucke í Hallgrímskirkju á morgun

Hannfried Lucke, konsertorganisti og prófessor við Mozarteum-háskólann í Salzburg, leikur verk eftir Bach, Byrd, Liszt, Novák, Reger og Rakhmanínov á tónleikum í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Meira
18. ágúst 2018 | Tónlist | 417 orð | 4 myndir

Ný tónlist fyrir strengi mun óma í Reykjavík í vikunni

Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Tónlistarhátíðin New Music for strings (NMFS) hefst á mánudagskvöld en þemað á hátíðinni er, eins og nafnið gefur til kynna, ný tónlist fyrir strengi. Meira
18. ágúst 2018 | Tónlist | 450 orð | 2 myndir

Sköpun umfram skotsilfur

Bagdad Brothers er nýbylgjusveit sem gerir út frá Reykjavík. Tvær plötur liggja nú eftir mannskapinn. Meira
18. ágúst 2018 | Tónlist | 92 orð | 1 mynd

Tónlist undir áhrifum millistríðsáranna

Tríó Amasia leikur á sumartónleikum í Hólakirkju á morgun sunnudaginn 19. ágúst kl.16. Tríó Amasia skipa Hlín Erlendsdóttir fiðluleikari, Ármann Helgason klarinettuleikari og Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari. Meira
18. ágúst 2018 | Myndlist | 111 orð | 1 mynd

Varnarleysi bandarískrar menningar

Fimm bandarískir listamenn opna sýninguna Seeing Believing Having Holding í dag, laugardaginn 18. ágúst, í i8 galleríi kl. 17. Listamennirnir eru Kelly Akashi, Kahlil Robert Irving, Michelle Lopez, B. Meira
18. ágúst 2018 | Tónlist | 66 orð | 1 mynd

Þór flytur djassperlur á Jómfrúnni

Þór Breiðfjörð og félagar leika á tólftu tónleikum sumardjasstónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu, laugardaginn 18. ágúst. Meira

Umræðan

18. ágúst 2018 | Aðsent efni | 777 orð | 1 mynd

Á að stofna uppboðsmarkað fyrir raforku?

Eftir Skúla Jóhannsson: "Erum við þess burðug að standa fyrir utan þetta samstarf og þróa alla hluti á rammíslenskan hátt?" Meira
18. ágúst 2018 | Aðsent efni | 743 orð | 1 mynd

Forvarnir bestar gegn fólksflutningum

Eftir Jorge Moreira da Silva: "Breyti alþjóðasamfélagið ekki nálgun sinni við fjárfestingar á viðkvæmum svæðum auðnast heimsbyggðinni ekki að ná einu helsta sjálfbæra þróunarmarkmiði Sameinuðu þjóðanna: að skilja engan eftir." Meira
18. ágúst 2018 | Aðsent efni | 445 orð | 1 mynd

Frelsi eða fjötrar

Eftir Agnesi M. Sigurðardóttur: "Tökum höndum saman og finnum leiðir til lausnar. Þjóðkirkjan skorast ekki undan þeirri samfélagslegu ábyrgð að taka þátt í þeirri vegferð." Meira
18. ágúst 2018 | Pistlar | 435 orð | 1 mynd

Frelsisstríðum lýkur aldrei

Unnendur frjálsræðis glöddust þegar haft var eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að hún fagnaði hamingjunni og frelsinu. Flokkur hennar hefur aldrei litið á sig sem fulltrúa frjálsræðis heldur þvert á móti forsjárhyggju á flestum sviðum. Meira
18. ágúst 2018 | Pistlar | 357 orð | 2 myndir

Héddnabaráttan

Íslensk tunga, þó fögur sé, ástkær og ylhýr, á því óláni að ófagna, rétt eins og mörg önnur mál, að eiga sér ýmis orð sem í senn eru hörmulega ljót og leiðinleg. Meira
18. ágúst 2018 | Pistlar | 340 orð

Hlátrasköllin voru vart þögnuð

Hulda, Unnur Benediktsdóttir Bjarklind, kvað 1944, að Ísland væri „langt frá heimsins vígaslóð“. Það var að vísu ekki alls kostar rétt, því að undan ströndum var þá háð stríð. Meira
18. ágúst 2018 | Aðsent efni | 338 orð | 1 mynd

Hvítárbrú hin fagra

Eftir Helga Kristjánsson: "Enn er þó Hvítárbrú augnayndi, 90 ára gömul." Meira
18. ágúst 2018 | Pistlar | 854 orð | 1 mynd

Ný stefnumörkun í menningarmálum

Nýtt hús fyrir Íslenzku óperuna á að verða næsta verkefni Meira
18. ágúst 2018 | Aðsent efni | 712 orð | 1 mynd

Selfoss í framtíð eða fortíð?

Eftir Sigríði Kristjánsdóttur: "Endurspeglar skipulagstillagan fyrir nýjan miðbæ á Selfossi samfélagið og lýsir sögu þess og þróun? Kosið verður um tillöguna í dag." Meira
18. ágúst 2018 | Aðsent efni | 582 orð | 1 mynd

Veggöng undir Reynisfjall

Eftir Guðmund Karl Jónsson: "Hluta af þessu fjármagni er betur varið í stutt veggöng undir Reynisfjall, mislæg gatnamót við Hveragerði og Selfoss og nýja Ölfusárbrú." Meira

Minningargreinar

18. ágúst 2018 | Minningargreinar | 2554 orð | 1 mynd

Bogi Ragnarsson

Bogi Ragnarsson, pípulagningameistari, fæddist í Hlíð á Djúpavogi 22. desember 1933 og ólst þar upp. Hann lést 8. ágúst 2018. Foreldrar hans voru Ragnar Eyjólfsson sjómaður, f. 22.8. 1891, d. 30.1. 1965, og Guðný Finnbogadóttir húsfreyja, f. 4.1. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2018 | Minningargreinar | 1331 orð | 1 mynd

Einar Einarsson

Einar Einarsson fæddist 21. mars 1934. Hann lést 4. ágúst 2018. Útför Einars fór fram frá Fossvogskirkju 15. ágúst 2018. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2018 | Minningargreinar | 4272 orð | 1 mynd

Einar Rósinkar Óskarsson

Einar Rósinkar Óskarsson fæddist 23. febrúar 1955 á Ísafirði. Hann varð bráðkvaddur á Dynjanda í Leirufirði 5. ágúst 2018. Foreldrar hans eru hjónin Lydía Rósa Sigurlaugsdóttir f. 13. febrúar 1933, og Óskar Guðmundur Jóhannesson, f. 1. nóvember 1927, d. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2018 | Minningargreinar | 760 orð | 1 mynd

Engilráð Óskarsdóttir(Stella)

Engilráð Óskarsdóttir, alltaf kölluð Stella, fæddist 26. febrúar 1931. Hún andaðist 6. ágúst 2018. Útför Stellu fór fram 15. ágúst 2018. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2018 | Minningargreinar | 2488 orð | 1 mynd

Margrét Á. Halldórsdóttir

Margrét Á. Halldórsdóttir fæddist 4. október 1922 á Snotrunesi í Borgarfirði eystra. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum 9. ágúst 2018. Foreldrar hennar voru Gróa Björnsdóttir, f. 29.7. 1895, d. 21.6. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2018 | Minningargreinar | 955 orð | 1 mynd

Margrét Jóna Eiríksdóttir

Margrét Jóna Eiríksdóttir fæddist 30. desember 1926. Hún lést 1. ágúst 2018. Útför Margrétar fór fram 16. ágúst 2018. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2018 | Minningargreinar | 384 orð | 1 mynd

Pálína Jóna Árnadóttir

Pálína Jóna Árnadóttir fæddist 24. apríl 1924. Hún lést 3. ágúst 2018. Útförin fór fram 15. ágúst 2018. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2018 | Minningargreinar | 781 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Sigurbjörg Guðmundsdóttir sérkennari fæddist á Akureyri 28. mars 1938. Hún andaðist á heimili sínu á Akureyri 15. júlí 2018. Foreldrar hennar voru Þórunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1908, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2018 | Minningargreinar | 1091 orð | 1 mynd

Stefanía Guðmundsdóttir

Stefanía Guðmundsóttir, Stella, fæddist að Hvoli í Innri-Njarðvík 28.október 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 1. ágúst 2018. Foreldrar hennar voru Guðmundur Alfreð Finnbogason frá Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík, f. 8.11. 1912, d. 19.4. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. ágúst 2018 | Viðskiptafréttir | 103 orð | 1 mynd

Á eignir metnar á 430 milljarða

Steven Udvar-Házy er 572. ríkasti maður heims samkvæmt lista Forbes sem metur eignir hans á fjóra milljarða bandaríkjadala, rúmlega 430 milljarða íslenskra króna. Meira
18. ágúst 2018 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Hagnaður Landsvirkjunar jókst um 37%

Hagnaður Landsvirkjunar var 54,5 milljónir bandaríkjadala, jafngildi 5,8 milljarða króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaðurinn er 37,3% meiri en á fyrri helmingi síðasta árs. Meira
18. ágúst 2018 | Viðskiptafréttir | 86 orð | 1 mynd

Margrét tekur við af Liv sem forstjóri Nova

Liv Bergþórsdóttir hefur ákveðið að láta af starfi forstjóra Nova og tekur Margrét B. Tryggvadóttir við starfinu. Margrét var áður aðstoðarforstjóri Nova og hefur verið einn af lykilstjórnendum fyrirtækisins allt frá stofnun fyrir tólf árum. Meira
18. ágúst 2018 | Viðskiptafréttir | 137 orð | 1 mynd

S4S hagnaðist um 102 milljónir króna í fyrra

Verslunarfyrirtækið S4S ehf. sem meðal annars rekur fjölda skóverslana, netverslana og verslunina Ellingsen, hagnaðist um liðlega 102 milljónir króna á síðasta ári. Það er um 57 milljónum króna minni hagnaður en árið á undan. Meira
18. ágúst 2018 | Viðskiptafréttir | 411 orð | 2 myndir

Ungverskur milljarðamæringur leigir WOW sjö vélar

Baksvið Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Flugfélagið WOW air er með allan flugflota sinn á leigu eins og fram hefur komið í fréttum. Flugvélarnar eru 20 talsins og eru þær flestar í eigu félaga sem sérhæfa sig í flugvélafjármögnun og útleigu. Meira

Daglegt líf

18. ágúst 2018 | Daglegt líf | 498 orð | 6 myndir

Gróandi sveit

Hrunamannahreppur er matarkista og fjölsóttur mannastaður. Flúðir eru miðja sveitarinnar og þar dafnar fjölbreytileiki mannlífsins. Meira
18. ágúst 2018 | Daglegt líf | 216 orð | 2 myndir

Veitingastofa í Bjarnarhöfn

Nú í byrjun ágústmánaðar var opnuð ný veitingastofa í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi þar sem ferðaþjónusta hefur verið starfrækt um langt árabil. Aðstaða verður til að taka á móti 60 til 70 gestum í húsinu. Meira

Fastir þættir

18. ágúst 2018 | Í dag | 121 orð | 1 mynd

9 til 12 Opið um helgar Hinn vinsæli útvarpsmaður Ásgeir Páll hefur opið...

9 til 12 Opið um helgar Hinn vinsæli útvarpsmaður Ásgeir Páll hefur opið allar helgar á K100. Vaknaðu með Ásgeiri á laugardagsmorgni. Svaraðu rangt til að vinna, skemmtileg viðtöl og góð tónlist. Meira
18. ágúst 2018 | Í dag | 220 orð | 1 mynd

Ágúst Einarsson

Ágúst Einarsson fæddist í Reykjavík 18.8. 1949 og ólst þar upp í Vesturbænum. Foreldrar hans voru Einar Gunnar Guðmundsson, aðalgjaldkeri og k.h., Margrét Sigríður Ágústsdóttur húsfreyja. Meira
18. ágúst 2018 | Í dag | 23 orð

Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig mun frelsast og hann mun ganga inn...

Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig mun frelsast og hann mun ganga inn og út og finna haga. (Jóhannesarguðspjall 10. Meira
18. ágúst 2018 | Í dag | 92 orð | 2 myndir

Fyrsta lag Baldurs

Baldur Einarsson, ungur leikari og tónlistarmaður, kíkti í skemmtilegt spjall í Magasínið á K100 í vikunni. Meira
18. ágúst 2018 | Fastir þættir | 186 orð

Gott lesefni. S-Allir Norður &spade;9 &heart;D ⋄KG985 &klubs;KD9854...

Gott lesefni. S-Allir Norður &spade;9 &heart;D ⋄KG985 &klubs;KD9854 Vestur Austur &spade;D10853 &spade;KG72 &heart;ÁG103 &heart;8642 ⋄ÁD4 ⋄32 &klubs;10 &klubs;G72 Suður &spade;Á64 &heart;K975 ⋄1076 &klubs;Á63 Suður spilar 5&klubs;. Meira
18. ágúst 2018 | Í dag | 32 orð | 1 mynd

Grindavík Hákon Örn fæddist á Landspítalanum í Reykjavík laugardaginn...

Grindavík Hákon Örn fæddist á Landspítalanum í Reykjavík laugardaginn 14. október, 2017, kl. 04:29. Hann vó 3934 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Ingvar Bogason og Thanom Nanna... Meira
18. ágúst 2018 | Í dag | 551 orð | 3 myndir

Kristin íhugun nálgast Guð í þögninni

Tómas Sveinsson fæddist í Keflavík 18.8. 1943 en ólst upp í Reykjavík og á Ólafsfirði. Hann var sex til sjö sumur í sveit: „Þetta voru góðir tímar. Meira
18. ágúst 2018 | Í dag | 55 orð

Málið

Einsdæmi er einstæður atburður , fordæmalaus. „Að tvennir feðgar séu í hvoru liði mun vera einsdæmi í sögu íþróttarinnar hér á landi.“ Eindæmi er sjálfdæmi , ábyrgð eða ráðríki . Meira
18. ágúst 2018 | Í dag | 1098 orð | 1 mynd

Messur

ORÐ DAGSINS: Hinn daufi og málhalti. Meira
18. ágúst 2018 | Í dag | 190 orð | 1 mynd

Ný tímaskekkja í boði Netflix

Vestanhafs hefur ný sjónvarpsþáttaröð á vegum Netflix, Insatiable, verið mikið í deiglunni. Titill þáttanna vísar í óseðjandi matarlyst aðalpersónu þáttanna, unglingsstúlkunnar Patty, sem hefur allt sitt líf átt í baráttu við aukakílóin. Meira
18. ágúst 2018 | Í dag | 252 orð

Oft gjalda fætur óminnis

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Ber það heiti bær í Ljósuvík. Á borðinu, sem úti´á gólfi stendur. Bara eintómt bull er saga slík. Bersýnilega er sá talsvert kenndur. Meira
18. ágúst 2018 | Í dag | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Guðmundur Alex Pálsson fæddist þann 26.12. 2017, kl.12:05...

Reykjavík Guðmundur Alex Pálsson fæddist þann 26.12. 2017, kl.12:05. Hann vó 3098g og var 49 sm langur. Foreldrar hans eru Páll Guðmundsson og Margrét Ósk H.... Meira
18. ágúst 2018 | Fastir þættir | 140 orð | 1 mynd

Staðan kom upp á opna alþjóðlega Xtracon-mótinu sem lauk fyrir skömmu í...

Staðan kom upp á opna alþjóðlega Xtracon-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Kaupmannahöfn. Daninn Mikael Horslund (1714) hafði hvítt gegn Jóhanni Ingvasyni (2189) . 58. Hh7+?? hvítur hefði haft gjörunnið tafl eftir 58. Hb1! þar eð 58... Meira
18. ágúst 2018 | Í dag | 93 orð | 1 mynd

Styrkir Einstök börn

Tónskáldið Hallgrímur Bergsson mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar en hann stendur fyrir styrktartónleikum fyrir Einstök börn. Með honum var tónlistarfólkið Una Stef. og Daníel Helgason sem tóku lagið. Meira
18. ágúst 2018 | Fastir þættir | 564 orð | 4 myndir

Tangarsókn kemur úr báðum áttum

Frammistaða Áskels Arnar Kárasonar á Evrópumóti öldunga 65 ára og eldri sem lauk í Drammen í Noregi um síðustu helgi er sú besta sem íslenskur skákmaður hefur náð á þessum vettvangi. Meira
18. ágúst 2018 | Í dag | 416 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 102 ára Stefán Þorleifsson 90 ára Sverrir Gunnarsson 85 ára Atli Pálsson Erla Hlín Hjálmarsdóttir Hilmar Jónsson Ingibjörg Pálsdóttir Jóna H. Meira
18. ágúst 2018 | Fastir þættir | 303 orð

Víkverji

Víkverji naut sumarfrísins og ferðaðist um landið. Búið var að ákveða að þetta yrði sumarið þar sem ekki yrði haldið til útlanda því það væri svo agalegt að missa af þessu dásamlega íslenska sumri sem er svo stutt. Meira
18. ágúst 2018 | Í dag | 102 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

18. ágúst 1786 Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi með konunglegri auglýsingu. Bæjarbúar voru þá 167 en landsmenn allir 38.363. 18. Meira

Íþróttir

18. ágúst 2018 | Íþróttir | 65 orð

0:1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 19. með skoti úr teignum eftir að Agla...

0:1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 19. með skoti úr teignum eftir að Agla María Albertsdóttir nýtti sér mistök í vörn Stjörnunnar. 0:2 Guðrún Arnardóttir 36. með skalla úr teignum eftir aukaspyrnu Öglu Maríu. 1:2 Telma Hjaltalín Þrastardóttir 87. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 49 orð

0:1 Cloe Lacasse 49. af stuttu færi úr teignum eftir fyrirgjöf Sóleyjar...

0:1 Cloe Lacasse 49. af stuttu færi úr teignum eftir fyrirgjöf Sóleyjar Guðmundsdóttur. Valskonum mistókst að hreinsa og Cloe setti boltann í fjærhornið. Gul spjöld: Hlín Eiríksdóttir (Val) 66. (brot). Rauð spjöld: Engin. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 135 orð

1:0 Andrea Mist Pálsdóttir 18. Tekur boltann á lofti og skorar. 2:0...

1:0 Andrea Mist Pálsdóttir 18. Tekur boltann á lofti og skorar. 2:0 Andrea Mist Pálsdóttir 39. Snýr á FH-ing og skýtur í fjærhonið. 3:0 Lára Einarsdóttir 48. Skorar með skalla eftir hornspyrnu. 4:0 Stephany Mayor 58. Keyrir upp völlinn og skorar. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Allt annar bragur á æfingum en hér heima

„Það eru allt önnur gæði á körfuboltanum hér en heima. Þetta minnir mig smá á þegar ég var í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Þá var haldið svakalega vel utan um allt. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 582 orð | 2 myndir

Bara alls ekkert óvænt

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Það er bara góð stemning í hópnum eins og við má búast eftir sigurinn. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 333 orð | 2 myndir

„Gaman að fá Söru heim til Akureyrar“

Fótbolti Guðjón Þór Ólafsson gudjon@mbl.is Þór/KA dróst gegn Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Þýskalandsmeisturum Wolfsburg í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en drátturinn fór fram í Nyon í Sviss í gær. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 94 orð | 1 mynd

Birgir Leifur fór í gegnum niðurskurð

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson spilaði vel á öðrum degi sínum á Nordea Masters-mótinu í golfi í gær, en leikið er í Gautaborg í Svíþjóð. Hann lék hringinn á 70 höggum og var á pari. Í fyrradag var Birgir Leifur á 67 höggum. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

Blaklandsliðin standa í stórræðum í Digranesi

Íslensku landsliðin í blaki verða í eldlínunni á morgun þegar tekinn verður upp þráðurinn í annarri umferð undankeppni Evrópumótsins. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Breiðablik varð bikarmeistari kvenna í tólfta sinn

Breiðablik tryggði sér nú í gærkvöld bikarmeistaratitil kvenna í knattspyrnu þegar liðið hafði betur gegn Stjörnunni, 2:1, í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli. Þetta er 12. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 244 orð | 1 mynd

Eitt mesta krabbamein í yngriflokkaþjálfun á Íslandi er sigursýki...

Eitt mesta krabbamein í yngriflokkaþjálfun á Íslandi er sigursýki. Margir þjálfarar virðast vera með þá ranghugmynd að gæði þjálfunar séu mæld í því hversu marga leiki og bikara viðkomandi vinnur. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 26 orð | 1 mynd

EM U16 karla B-deild, leikið í Bosníu: Rúmenía-Ísland 59:73 *Ísland...

EM U16 karla B-deild, leikið í Bosníu: Rúmenía-Ísland 59:73 *Ísland leikur um 5. sætið í deildinni. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 24 orð | 1 mynd

EM U18 karla Leikið í Króatíu, undanúrslit Króatía – Ísland 26:30...

EM U18 karla Leikið í Króatíu, undanúrslit Króatía – Ísland 26:30 *Ísland leikur til úrslita við Svía en Króatía leikur um bronsverðlaun við... Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Guðrún Brá tapaði niður taktinum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, lék þriðja hringinn á Bossey Ladies Championship-mótinu á 75 höggum, fjórum höggum yfir pari. Mótið er í LET-Acess mótaröðinni, næststerkustu mótaröð Evrópu. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 364 orð | 2 myndir

ÍBV braut máttlitla Valsara

Á Hlíðarenda Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Eyjakonur bókstaflega brutu Valskonur á Origo-vellinum í gær þegar liðin mættust í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna, en leiknum lauk með 1:0-sigri ÍBV. Það var Cloe Lacasse sem skoraði eina mark leiksins á 49. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 54 orð | 1 mynd

Ísland leikur til úrslita á Evrópumótinu í Króatíu

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, leikur til úrslita við Svía á Evrópumeistaramótinu sem lýkur í Króatíu á morgun. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Pepsídeild karla: Hásteinsvöllur: ÍBV – Keflavík L16...

KNATTSPYRNA Pepsídeild karla: Hásteinsvöllur: ÍBV – Keflavík L16 Akureyrarvöllur: KA – KR S16 Grindavíkurv: Grindavík – Stjarnan S18 Floridana-völlurinn: Fylkir – FH S18 Inkasso-deild karla: Jáverksvöllurinn: Selfoss –... Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 231 orð | 2 myndir

Markasúpa í Eyjafirðinum

Á Akureyri Baldvin Kári Magnússon sport@mbl.is Þór/KA gerði FH-ingum afar erfitt fyrir í botnbaráttunni þegar liðin mættust í gær. Leikurinn endaði með 9:1 stórsigri Þór/KA. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 242 orð | 1 mynd

Mjólkurbikar kvenna Úrslitaleikur: Stjarnan – Breiðablik 1:2...

Mjólkurbikar kvenna Úrslitaleikur: Stjarnan – Breiðablik 1:2 Pepsi-deild kvenna Þór/KA – FH 9:1 Valur – ÍBV 0:1 Staðan: Þór/KA 14112143:835 Breiðablik 13111131:834 Valur 1482432:1326 Stjarnan 1381430:2225 ÍBV 1453618:1918 Selfoss... Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 39 orð | 1 mynd

M oggamaður leiksins

Agla María Albertsdóttir Var ávallt ógnandi fram á við og olli vörn Stjörnunnar sífelldum vandræðum. Lagði upp bæði mörk Breiðabliks í leiknum og var greinilega ákveðin í að vinna eftir að hafa tapað með Stjörnunni í bikarúrslitum í... Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 276 orð | 3 myndir

* Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á Indy Women in Tech-mótinu í...

* Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á Indy Women in Tech-mótinu í LPGA-mótaröðinni eftir tvo hringi. Hún lék hringina tvo á samanlagt einu höggi undir pari og var tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 53 orð | 1 mynd

Skemmtilegt að fá alvöru leik

„Þetta er geggjað spennandi verkefni sem við erum að fá. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 468 orð | 2 myndir

Sólin skín í Smáranum

Í Laugardal Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Gleðin var ósvikin á Laugardalsvelli í gærkvöld þegar kvennalið Breiðabliks fagnaði bikarmeistaratitlinum í knattspyrnu eftir sanngjarnan 2:1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik þeirra. Þetta var 12. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 522 orð | 1 mynd

Stefnir á að skapa sér nafn í körfuboltanum

Körfubolti Guðjón Þór Ólafsson gudjon@mbl. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 137 orð | 2 myndir

Stjarnan – Breiðablik 1:2

Laugardalsvöllur, Mjólkurbikar kvenna, úrslit, föstudag 17. ágúst 2018. Skilyrði : Tólf stiga hiti, þurrt og nánast logn. Völlurinn flottur. Skot : Stjarnan 8 (5) – Breiðabl. 8 (7). Horn : Stjarnan 0 – Breiðablik 2. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 134 orð | 2 myndir

Valur – ÍBV 0:1

Hlíðarendi, Pepsi-deild kvenna, úrslit, föstudag 17. ágúst 2018. Skilyrði : 13 stiga hiti, skýjað, nokkrir sólargeislar og léttur vindur. Skot : Valur 13 (9) – ÍBV 5 (3). Horn : Valur 11 – ÍBV 2. Valur : (4-3-3) Mark : Sandra Sigurðardóttir. Meira
18. ágúst 2018 | Íþróttir | 130 orð | 2 myndir

Þór/KA – FH 9:1

Þórsvöllur, Pepsi-deild kvenna, úrslit, föstudag 17. ágúst 2018. Skilyrði : Skot : Þór/KA 13 (11) – FH 6 (1). Horn : Þór/KA 9 – FH 2. Þór/KA : (3-4-3) Mark : Stephanie Bukovec. Meira

Sunnudagsblað

18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 100 orð | 2 myndir

12 til 16 Opið um helgar Ásgeir Páll hefur opið um helgar á K100. Besta...

12 til 16 Opið um helgar Ásgeir Páll hefur opið um helgar á K100. Besta tónlistin, góðir gestir, létt umræða og síðast en ekki síst skemmtilegir leikir eins og hinn vinsæli „Svaraðu rangt til að vinna“ allar helgar á K100. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 584 orð | 2 myndir

70 x 60 x 60 x 24 = 6.048.000

Það er ekki að undra að einhverjum kunni að finnast hið mesta óráð að breyta vatnalögunum og auðlindalögunum sem hér hefur verið vitnað til. Að ekki sé nú minnst á auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar. Hvort tveggja þarf hins vegar að laga strax! Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 428 orð | 2 myndir

Að leika eða leika ekki homma

Óháð leikaravali hlýtur það allra mikilvægasta að vera að það séu sagðar fjölbreyttar sögur í kvikmyndum og sjónvarpi sem fólk af mismunandi bakgrunni, kynþáttum og kynhneigð getur speglað sig í. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 14 orð

Aðrar safnþáttaraðir

American Crime Story Creeped Out Inside No. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 109 orð | 1 mynd

Aftur til Castle Rock

Hulu hefur gefið grænt ljós á aðra seríu sálfræðitryllisins og hrollvekjunnar Castle Rock . Fyrsta sería er nú rúmlega hálfnuð í sýningu en þættirnir hafa hlotið góðar viðtökur og. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 184 orð | 6 myndir

Alvarlegasta tilfellið Bifhjól í utanvegaakstri unnu miklar skemmdir á...

Alvarlegasta tilfellið Bifhjól í utanvegaakstri unnu miklar skemmdir á gróðri á stóru svæði á Fjallabaki, við veginn að Hófsvaði og Ljótapolli. Landvörður á svæðinu segir þetta alvarlegasta tilfellið í sumar. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 26 orð | 1 mynd

Alvörugamalt í Góða

Til að fá raunverulegt gamalt hippadót inn á heimilið, vegghengi og ýmiss konar skraut sem fæst hvergi annars staðar, fer enginn svikinn út úr Góða... Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 30 orð | 1 mynd

Banani fyrir jóga

Gott er að borða banana áður en haldið er í jógatíma. Bananar eru afar magnesíum-rík fæða sem getur unnið gegn krömpum og bólgum, en þeir eru einnig stútfullir af... Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 581 orð | 1 mynd

„Raunverulegt eðli veruleiksins“

Ólafur Stefánsson sendir frá sér sína fyrstu bók í dag og nefnir hana Gleymnu óskina. Hann segir að kjarni sögunnar sé tvísöngur hins eina. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 210 orð | 1 mynd

Beikonvafðar ferskjur með balsamgljáa

Fyrir 4-6 3 stórar ferskjur (má líka nota nektarínur) ½ kg beikon (ca 24 þunnar sneiðar) 2 msk. kryddblanda sem samanstendur af 1 msk. af púðursykri, ½ tsk. salti, ½ tsk. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 17 orð | 1 mynd

Birkir Þór Elmarsson Nei, ekki í þetta sinn, ég er að fara í brúðkaup...

Birkir Þór Elmarsson Nei, ekki í þetta sinn, ég er að fara í brúðkaup fyrir utan... Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 70 orð | 1 mynd

Cowell fær stjörnu

FÓLK Hinn umbúðalausi American-Idol- dómari Simon Cowell hlýtur á næstu dögum stjörnu í gangstéttinni á The Hollywood Walk of Fame. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 10 orð | 1 mynd

Diljá Erna Eyjólfsdóttir Nei, ég er að fara í brúðkaup...

Diljá Erna Eyjólfsdóttir Nei, ég er að fara í... Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 36 orð | 1 mynd

Ellen og Walmart í samstarf

Walmart ætlar í samstarfi við spjallþáttadrottninguna Ellen DeGeneres að setja á markað fatalínu fyrir konur, með um 60 vörum, sokkabuxum, skóm og fylgihlutum. Á vörunum verður oftar en ekki að finna prentaðar tilvitnanir í Ellen... Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 44 orð | 2 myndir

Erlent Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is

Það að deyja í hitabylgju er eins og að vera eldaður hægt. Það er algjör pynting. Ungir og gamalt fólk er í sérstakri hættu en við komumst að því að mikill hiti getur drepið hermenn, íþróttafólk, alla. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 909 orð | 6 myndir

Fimm Evrópulönd á sjö dögum

Alda Hanna Grímólfsdóttir ákvað að slá tvær flugur í einu höggi; sjá eftirlætið sitt, Ed Sheeran, á sviði og heimsækja fimm Evrópulönd í leiðinni. Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 116 orð | 2 myndir

Fjáröflun í Kramhúsinu

Allur ágóði rennur til uppbyggingar dans- og tónlistarskóla í Gíneu. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 35 orð | 1 mynd

Frískandi melónudrykkur

Setjið í blandara nokkra góða bita af vatnsmelónu, smá vatn og 6-8 frosin jarðarber. Þessi drykkur er sérlega svalandi og góður eftir ræktina. Ekki er verra að skera smá myntu og strá yfir að... Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 76 orð | 1 mynd

Fyrsta mynd af Mulan

KVIKMYNDIR Disney hefur birt fyrstu myndina af leikkonunni Liu Yifey sem Mulan í leikinni endurgerð teiknimyndarinnar sem er væntanleg árið 2020. Meðal annarra leikara verða bardagakempurnar Jet Li og Donnie Yen. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 28 orð | 1 mynd

Gjörningur við höfnina

Borghildur Indriðadóttir verður með gjörninginn Hei Maey fyrir framan skipið Cape Race í Reykjavíkurhöfn á Menningarnótt kl. 18.08. Branislav Jovancevic leikur þar tónlist frá kl. 18.08 til... Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 200 orð | 1 mynd

Grillað beikon-osta-kartöflusalat

Fyrir 8-10 1 kg kartöflur 2 msk. ólífuolía 1 teaspoon gott grillkrydd (t.d. frá Ribs Within) ½ tsk. salt ½ Cajun-pipar (má líka nota svartan pipar) ½ bolli majónes ½ bolli gráðostasalatdressing (fæst víða í búðum, t.d. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 156 orð | 1 mynd

Grillað pítubrauð með beikoni og osti

Forréttur eða snakk fyrir 8-12 8 pítur, skornar í tvennt og opnaðar 1 bolli hvítlaukssmurostur með kryddjurtum (eða einhvers konar smurostur að eigin vali, hægt að búa til sjálfur og bæta út í venjulegan smurost steinselju og hvítlauk t.d. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 127 orð | 2 myndir

Grimmur krimmi

True Detective fór í loftið árið 2014 og vakti fyrsta sería mikla lukku og var hampað á nánast öllum sviðum, sérstaklega fyrir leik og handrit. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 81 orð | 1 mynd

Grætandi mataræði

Garnagaul Anne Hathaway, mótleikkona Blunt í The Devil Wears Prada , greindi frá því í fjölmiðlum að framleiðendur myndarinnar hefðu sett þær á stífan megrunarkúr til að grenna sig fyrir hlutverkin. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 280 orð | 1 mynd

Götubardagi lúðrasveita

Hvernig kviknaði þessi hugmynd að láta lúðrasveitir berjast? Það hefur verið áratugalangur rígur á milli lúðrasveita. Í „den“ gat fólk úr mismunandi lúðrasveitum ekki verið saman í strætó. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 15 orð | 1 mynd

Hafþór Ernir Vilhjálmsson Að sjálfsögðu. Ég ætla að fara að upplifa...

Hafþór Ernir Vilhjálmsson Að sjálfsögðu. Ég ætla að fara að upplifa stemninguna með kærustunni... Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 43 orð | 19 myndir

Hleyptu hippanum inn á heimilið

Í haust eru augljós merki um afslappaðan lífrænan hippabrag í fatatískunni og það sama á við um híbýlin. Það þarf ekki að vera mikið – kannski bara smá appelsínugulur með, frjálslegar mottur, teppi, hengirúm og lífrænn efniviður og form. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 163 orð | 1 mynd

Hljóðlát hjónakorn

Hjónaband Árið 2010 giftist Blunt bandaríska leikaranum John Krasinski og hafa þau verið saman síðan. Blunt tók upp tvöfalt ríkisfang og eiga þau Krasinski saman tvær dætur. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 44 orð | 1 mynd

Húsið til sölu

FASTEIGNIR Rúmlega 230 fermetra hús í Oregon, sem var heimili Bellu Swan í Twilight- myndunum, er nú til sölu fyrir 380 milljónir króna. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 50 orð | 2 myndir

Innlent Pétur Magnússon petur@mbl.is

Ég myndi segja það frekar sem foreldri heldur en sálfræðingur að ég myndi alltaf frekar vilja að krakkar horfi á eitthvað sem þau geta nýtt til að lifa sínu eigin lífi í staðinn fyrir að sitja kyrr og lifa í gegnum líf annarra. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagspistlar | 503 orð | 1 mynd

Í alvöru krakkar!

Það virðist ekki vera samstaða um neitt, ekkert traust og engin virðing. Svo nær þetta einhverjum furðulegum hápunkti með bókun um að fulltrúi meirihlutans hafi ullað á fulltrúa minnihlutans. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 1251 orð | 1 mynd

Kanína, ostrur og krydd í vindi

Doug Keiles er grillmeistari frá New Jersey í Bandaríkjunum. Hann hefur þróað sínar eigin kryddblöndur og hefur ekki undan að framleiða. Keiles keppti í frægum bandarískum kokkaþætti, Chopped Grillmasters, og lenti í öðru sæti. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 18 orð | 1 mynd

Kara Líf Halldórsdóttir Ég held það já, ég ætla að rölta um, hitta fólk...

Kara Líf Halldórsdóttir Ég held það já, ég ætla að rölta um, hitta fólk og fara á... Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 150 orð | 1 mynd

Keppt í fallhlífarstökki

Í ágústmánuði árið 1969 fór fram keppni í fallhlífarstökki í tilefni 50 ára afmælis flugmálafélagsins. Mótið var það fyrsta sinnar tegundar sem skipuðu eingöngu íslenskir þátttakendur. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 712 orð | 2 myndir

Kraftmikið jóga á nútímamáli

Leikkonuna Maríu Dalberg og viðskiptafræðinginn Ingu Hrönn Kristjánsdóttur hafði lengi dreymt um að opna sitt eigið jógastúdíó, og draumurinn mun rætast þegar þær opna Iceland Power Yoga í lok mánaðar. Pétur Magnússon petur@mbl.is Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 64 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila inn lausn krossgátu 19. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 59 orð | 1 mynd

Lafði Tessa

KVIKMYNDIR Tessa Thompson mun ljá cocker-spaniel-hundinum Freyju rödd sína í endurgerð Disney-myndarinnar Hefðarfrúin og umrenningurinn . Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 110 orð | 1 mynd

Leiklistin var lausnin

Talmein Á milli sjö og fjórtán ára aldurs glímdi Blunt við örðugleika í máli, en hún stamaði svo mikið að hún átti erfitt með að halda uppi samræðum. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 1282 orð | 4 myndir

Lifa lífinu í gegnum aðra

Samfélagsmiðlar og svefnleysi geta haft neikvæð áhrif á geðheilsu ungmenna, segir sálfræðingur frá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Áhrifavaldar finna fyrir togstreitu þegar þeir framleiða efni fyrir samfélagsmiðla. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 87 orð | 1 mynd

Louis-Dreyfus mætt aftur

FÓLK Julia Louis-Dreyfus, sem fór með hlutverk Elaine í þáttunum Seinfeld , er snúin aftur í tökur á sjöundu seríu þáttanna Veep . Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 156 orð | 3 myndir

María Rán Guðjónsdóttir

És las Mómó eftir Michael Ende, í íslenskri þýðingu Jórunnar Sigurðardóttur, í sumar með krökkunum mínum, las hana upphátt fyrir þau. Það var ekki í fyrsta skipti sem við lásum hana. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 88 orð | 1 mynd

Moh leikur Lee

KVIKMYNDIR Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur valið leikara til að fara með hlutverk kung fu-goðsagnarinnar Bruce Lee í væntanlegri mynd sinni Once Upon a Time in Hollywood . Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 57 orð | 1 mynd

Myndagáta

18. ágúst á Reykjavík afmæli. Á þessum degi árið 1786 fékk Reykjavík kaupstaðarréttindi ásamt Grundarfirði, Ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum. Þetta ár voru Reykvíkingar 167 talsins. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 38 orð | 21 mynd

Nú skal skarta skjólgóðu

Við forðumst að nefna það berum orðum en fram undan er haust og það þýðir yfirleitt að það kólnar í veðri. Þá þakkar maður fyrir að hlýjar peysur og kápur eru komnar í verslanir. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 3 orð | 3 myndir

Paul Giamatti leikari...

Paul Giamatti... Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 418 orð | 6 myndir

Páll Bergþórsson veðurfræðingur vakti mikla athygli í vikunni fyrir að...

Páll Bergþórsson veðurfræðingur vakti mikla athygli í vikunni fyrir að fara í sitt fyrsta fallhlífarstökk, 95 ára að aldri. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 369 orð | 3 myndir

Sjálfstæðar sögur

Safnþáttaraðir samanstanda af sjálfstæðum sögum. Þær forðast langdregna söguþræði og einbeita sér heldur að stuttum og hnitmiðuðum sögum í viðráðanlegri lengd. Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 549 orð | 2 myndir

Sjóðheitar stórborgir

Hækkandi hiti í heiminum hefur heilmikil áhrif í stórborgum, sem þurfa að laga sig að breyttum veruleika. Það er hættulegt að vera fátækur í hitabylgju. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 185 orð

Sofa úti í Sjanghæ

Íbúar Sjanghæ í Kína hafa undanfarið leitað skjóls frá hitanum í verslunargötunni Nanjing. Hún er jafnan eins tóm á kvöldin og hún er troðin á daginn en nú er undantekning þar á því íbúar úr nágrenninu hafa sofið þarna úti í ágúst. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 169 orð | 1 mynd

Sonurinn fékk nafnið Bjarki

Albert Steinn Guðjónsson var átján ára þegar vinur hans, Bjarki Friðriksson, lést árið 1993 en þeir höfðu verið vinir frá því í grunnskóla. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 383 orð | 3 myndir

Stamandi hörkutól

Ég var gáfað barn sem hafði mikið að segja, en ég gat ekki sagt það. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 112 orð | 1 mynd

Stekkur til góðs

FÓLK Hinn afkastamikli Will Smith fagnar fimmtugsafmæli í næsta mánuði og mun hann stökkva úr þyrlu í teygju yfir Miklagljúfri á afmælisdeginum. Uppákoman er tilkomin eftir áskorun sem Smith tók með því skilyrði að stökkið yrði gert til góðgerða. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 2401 orð | 3 myndir

Tíminn fer ekki í neina vitleysu

Patrekur Andrés Axelsson spretthlaupari á eiginlega orðið í vandræðum með að finna fólk sem heldur í við hann í spretthlaupum sínum, en hann keppir í flokki alblindra þar sem hann hleypur með alsjáandi aðstoðarmann sér við hlið. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 1054 orð | 2 myndir

Tónlistin færir gleði og tilgang

Goðsögnin David Crosby kemur fram ásamt hljómsveit í Háskólabíói á fimmtudag og á efnisskránni verða meðal annars lög sem Crosby, Stills, Nash & Young gerðu fræg. Crosby segist enn njóta þess að koma fram, meira en hálfri öld eftir að ævintýrið hófst. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 128 orð | 1 mynd

Tvígrilluð kartafla

Fyrir 4 2 stórar bökunarkartöflur 4 msk. smjör 4 msk. vorlaukur, smátt skorinn 2 msk. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 5265 orð | 5 myndir

Var límið í systkinahópnum

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir missti bróður sinn, Bjarka, úr heilahimnubólgu árið 1993. Tuttugu og fimm árum eftir andlát hans heiðrar hún minningu hans með stórtónleikum í Hörpu. Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 19 orð | 1 mynd

Vegleg afmælisgjöf

Arnarhreiðrið var sumardvalarstaður Adolfs Hitlers og er í dag vinsæll ferðamannastaður. Húsið fékk Hitler í fimmtugsafmælisgjöf frá þýska... Meira
18. ágúst 2018 | Sunnudagsblað | 29 orð

Þorkell Harðarson, varaformaður lúðrasveitarinnar Svans, hvetur fólk til...

Þorkell Harðarson, varaformaður lúðrasveitarinnar Svans, hvetur fólk til þess að mæta í Hljómskálagarðinn klukkan fimm á Menningarnótt. Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveit verkalýðsins útkljá áratugalangan ríg vopnaðar... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.