Greinar þriðjudaginn 25. september 2018

Fréttir

25. september 2018 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Alls veiddust 146 hvalir á 98 daga vertíð

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hvalur 9 kom með tvo síðustu hvali sumarsins í Hvalstöðina í Hvalfirði í fyrrinótt. Alls veiddust 146 langreyðar, en af þeim greindust tveir blendingar langreyðar og steypireyðar. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 423 orð | 2 myndir

Alvarleg gagnrýni og krafa um úrbætur

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Mér þykir það miður að ekki hafi orðið framhald á. Það var lögð mikil vinna, tími og fyrirhöfn í þetta verkefni og markmiðið var að bæta starfsemi, starfshætti og þjónustu Samgöngustofu. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 101 orð

Atvinnugrein kæfð í fæðingu

„Einskis samráðs var leitað við innflytjendur eða seljendur rafrettna við samningu reglugerðarinnar og hún virðist byggð á algjörri vanþekkingu á vöruúrvali og -samsetningu í rafrettuverslunum. Meira
25. september 2018 | Erlendar fréttir | 240 orð

Banna starfsemi stjórnmálaflokks

Yfirvöld í Hong Kong bönnuðu í gær alla starfsemi stjórnmálaflokks sem berst fyrir sjálfstæði frá Kína. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Bergvin Oddsson, skipstjóri og útgerðarmaður

Bergvin Oddsson, Beddi á Glófaxa, útgerðarmaður og skipstjóri í Vestmannaeyjum, lést á Landspítalanum 22. september, 75 ára að aldri. Bergvin fæddist 22. apríl 1943 á Norðfirði og ólst þar upp. Foreldrar hans voru hjónin Oddur A. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 123 orð

Bjargað úr sjónum við Barm

Björgunarsveitin á Húsavík bjargaði í gær manni sem var í vanda í sjónum. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg hafði maðurinn verið á bretti í sjónum út af Höfðagerðissandi við Barm í talsverðan tíma þegar félaga hans var hætt að lítast á blikuna. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Dæmdur í fangelsi til sjö ára fyrir manndráp

Valur Lýðsson var í gær dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í sjö ára fangelsi fyrir að hafa orðið Ragnari bróður sínum að bana hinn 31. mars síðastliðinn með stórhættulegri og vísvitandi líkamsárás. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 18 orð | 1 mynd

Eggert

Í haustsól á Laugavegi Góð sólgleraugu geta oft komið sér vel þegar blessuð sólin er lágt á... Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Ekki eiginleg kostnaðaráætlun Alþingis

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Í minnisblaði sem skrifstofa Alþingis hefur tekið saman um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfundinn á Þingvöllum 18. júlí sl. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 211 orð | 2 myndir

Enn að leysa úr ákveðnum hnútum

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fulltrúar Spalar ehf. og ríkisins funduðu í gær um yfirtöku ríkisins á Hvalfjarðargöngunum en ráðgert er að gjaldtöku í göngin verði lokið á föstudaginn í þessari viku. Gísli Gíslason, formaður stjórnar Spalar ehf. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 245 orð | 5 myndir

Fjórir þingmenn munu sitja allsherjarþing SÞ

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fjórir alþingismenn munu sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York á þessu hausti. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 440 orð | 1 mynd

Flest ná ekki markmiðum SÞ

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Meiri en helmingur allra ríkja heimsins mun líklega ekki ná markmiðum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um að draga úr þriðjungi ótímabærra dauðsfalla vegna fjögurra krónískra sjúkdóma, fyrir árið 2030. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Fyrirtækin yrðu ógjaldfær

Samkvæmt samtali Morgunblaðsins við Orra Hauksson, forstjóra Símans, eru lánaheimildir Símasamstæðunnar langtum lægri en þær heimildir sem Gagnaveita Reykjavíkur virðist hafa, en Síminn keppir við Gagnaveituna í gegnum dótturfélag sitt Mílu í lagningu... Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Gullglyrnur gerðu innrás

Mikið var af gullglyrnum hér á landi seinni part sumars. „Gullglyrnurnar streymdu yfir landið austanvert. Á Höfn í Hornafirði sáust þær í hverjum garði í ágústmánuði. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Gæsahópur heldur suður á bóginn frá Lagarfljóti

Nú þegar nokkuð er liðið á haustið fara farfuglarnir okkar að hugsa sér til hreyfings suður á bóginn þar sem hlýrra veðurfar bíður þeirra. Stór gæsahópur sem blasti við ljósmyndara Morgunblaðsins við Lagarfljótið virðist búa sig undir að yfirgefa... Meira
25. september 2018 | Erlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Handtekinn grunaður um njósnir

Rússneskur ríkisborgari og embættismaður var handtekinn á föstudag og var um helgina úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um brot á ákvæðum norskra hegningarlaga er varða njósnir. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

Hvetjandi að hjálpa þeim sem minna mega sín

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nemendur í þremur bekkjum Hagaskóla ætla að ganga upp að gosstöðvum Eyjafjallajökuls frá Básum í Þórsmörk í dag til styrktar tveimur góðum málefnum fyrir börn og unglinga. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 206 orð

Hvorki fagleg né formleg

Jón Gunnarsson, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, setti í mars 2017 á stofn starfshóp sem átti að vinna greiningu á verkefnum Samgöngustofu. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 496 orð | 2 myndir

Jarðgöng í gegnum Reynisfjall

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Í yfirliti um innihald samgönguáætlunar, sem kynnt var í ríkisstjórn í síðustu viku, eru hringvegi um Mýrdal og jarðgöngum um Reynisfjall markaðir 5,3 milljarðar króna á yfirliti um nokkrar vegaframkvæmdir á 2.-3. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 167 orð

Lamaður gengur á ný með aðstoð örflögu

29 ára gamall Bandaríkjamaður náði fyrr á árinu að ganga á ný, fimm árum eftir að hann lamaðist fyrir neðan mitti, með aðstoð örflögu sem grædd var í bakið á honum. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 510 orð | 3 myndir

Leggur til framlengingu um ár

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Lengd ganganna orðin 3.658 metrar

„Gríðarlega vel hefur gengið að grafa Dýrafjarðargöng. Nú eru verktakarnir Metrostav a.s. og Suðurverk hf. búnir að sprengja Arnarfjarðarmegin og munu gangamenn nú færa sig yfir í Dýrafjörð og klára verkið þaðan. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 497 orð | 2 myndir

Leyfisgjald á rafrettur „jarðar“ greinina

Sviðsljós Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Auðvitað er ekkert mál og í raun sjálfsagt að greiða smá gjald og að eftirlit sé með hlutunum. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 182 orð

Maður ákærður fyrir að hrista son sinn

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sonar síns með því að hafa tekið um háls og/eða brjóstkassa drengsins og hrist hann. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Norðurljósin heilla enn ferðafólk

Enn er ekkert lát á áhuga erlendra ferðamanna á því að kynna sér norðurljós á Íslandi. Þetta segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Ógildingu íbúakosningar hafnað

Tveir annmarkar voru á undirbúningi íbúakosningar um skipulagsmál í sveitarfélaginu Árborg í sumar, en hvorugur þeirra hefði getað haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Meira
25. september 2018 | Erlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Óvissa á sænska þinginu

Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var kosinn nýr forseti sænska þingsins í gær og hlaut hann afgerandi kosningu með stuðningi Svíþjóðardemókrata. Þá var þingmaður jafnaðarmanna, Åsa Lindestam, kjörin fyrsti varaforseti. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Púttað um Hrafnistubikarinn

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, atti í gær ásamt öðrum úr bæjarstjórninni kappi við golfáhugamenn meðal íbúa og starfsfólks Hrafnistu í árlegu púttmóti, þar sem keppt er um Hrafnistubikarinn svonefnda. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Reykvíska kvikmyndahátíðin böðuð dýrðarljóma

Þessir vegfarendur um Lækjartorg gátu vart annað en tekið eftir auglýsingaskiltinu þar sem kvikmyndahátíðin RIFF, Reykjavík International Film Festival, er auglýst með miklum tilþrifum. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Ríkið hætti að reka fríhöfn

Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um að ríkið, í gegnum Isavia ohf. og dótturfélag þess Fríhöfnina ehf., hætti að reka verslanir með tollfrjálsar vörur í smásölu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Sérstök ráðstefna um hrunið

Háskóli Íslands mun standa fyrir ráðstefnunni „Hrunið, þið munið“ dagana 5.-6. október. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 116 orð | 2 myndir

Stórsigrar í fyrstu umferð í Batumi

Íslensku skáklandsliðin unnu bæði stórsigra í fyrstu umferð á Ólympíuskákmótinu í Batumi í Georgíu. Lið Íslands í opnum flokki vann 4-0 sigur á sveit Palestínu. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Tveir ákærðir fyrir árás á dyravörð

Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir líkamsárás á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Kíkí í desember 2016. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Vilja upplýsingar um hvalveiðar

Hvalveiðum sumarsins lauk í fyrrinótt og liggja hvalbátarnir nú við Ægisgarð. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

VÍS horfi á landið sem eina heild

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, segir að VÍS sé að sameina skrifstofur í 6 öflugar skrifstofur víðs vegar um landið. Meira
25. september 2018 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Þarf að borga „heilt raðhús“ fyrir leyfin

Reglugerð um rafrettur sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti í byrjun mánaðarins leggst ekki vel í kaupmenn. Sér í lagi sá hluti hennar er snýr að tilkynningarskyldu og gjaldi sem inna þarf af hendi. Meira

Ritstjórnargreinar

25. september 2018 | Leiðarar | 649 orð

Flokkur fullorðnast

Heræfingar öflugs liðs á dögunum sögðu mikla sögu og raunar fleiri en eina Meira
25. september 2018 | Staksteinar | 245 orð | 1 mynd

Tiger Woods

Það voru ekki einvörðungu kylfingar sem tóku eftir því þegar Tiger Woods vann gólfmót um helgina. Og það er engin væmni eða velgja að gefa sér að flestir þeirra hafi verið snortnir. Meira

Menning

25. september 2018 | Kvikmyndir | 196 orð | 1 mynd

Eltir kind í leit sinni að ungum manni

Úrval stuttmynda eftir upprennandi íslenska leikstjóra verður sýnt á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst á fimmtudaginn. Meira
25. september 2018 | Kvikmyndir | 136 orð | 1 mynd

Fukunaga leikstýrir Bond-mynd nr. 25

Margra vikna vangaveltum um hver verði fenginn til að leikstýra næstu kvikmynd um James Bond lauk í liðinni viku þegar tilkynnt var að bandaríski leikstjórinn Cary Joji Fukunaga hefði tekið verkefnið að sér. Kvikmyndin verður sú 25. Meira
25. september 2018 | Bókmenntir | 108 orð | 1 mynd

Gísli fjallar um Tinna í Bókakaffi

Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson fjallar um leyndar hliðar Tinna-bókanna í Bókakaffi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi annað kvöld kl. 20. Meira
25. september 2018 | Myndlist | 151 orð | 1 mynd

Helgi sýnir í kjallara

Smásögur úr kjallaranum nefnist einkasýning myndlistarmannsins Helga Þórssonar sem nú stendur yfir í kjallara verslunarinnar Geysir heima á Skólavörðustíg 12. Meira
25. september 2018 | Tónlist | 954 orð | 1 mynd

Kannar hljóðheima tónlistarinnar

Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl. Meira
25. september 2018 | Tónlist | 862 orð | 2 myndir

Málar myndir með rapptónlist

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Ég er mjög mikill aðdáandi íslenskunnar og allra möguleika hennar. Meira
25. september 2018 | Myndlist | 330 orð | 1 mynd

Metropolitan-safnið fer út, Frick Collection flytur inn

Aðeins nokkrum misserum eftir að Metropolitan-safnið í New York leigði hina rómuðu safnbyggingu arkiteksins Marcels Breuer við 75. Meira
25. september 2018 | Tónlist | 48 orð | 1 mynd

Napólísöngvar með Gissuri og Árna

Fyrstu tónleikar starfsársins í röð Íslensku óperunnar, Kúnstpásu, verða haldnir í dag kl. 12.15 en á þeim koma fram Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari og Árni Heiðar Karlsson píanóleikari. Meira
25. september 2018 | Bókmenntir | 634 orð | 3 myndir

Skrímsli í efnablöndunni

Eftir Richard Brautigan. Þórður Sævar Jónsson íslenskaði. Dimma, 2018. Kilja, 182 bls. Meira
25. september 2018 | Kvikmyndir | 77 orð | 2 myndir

Um 34.000 manns hafa séð Lof mér að falla

Kvikmynd Baldvins Z, Lof mér að falla , var þriðju helgina í röð sú kvikmynd bíóhúsanna sem mestu skilaði í miðasölu og núna um helgina sáu hana um 4.500 manns og greiddu fyrir tæpar átta milljónir króna. Frá upphafi sýninga hafa nær 34. Meira

Umræðan

25. september 2018 | Aðsent efni | 740 orð | 2 myndir

Auðlindastýring vatnsorku

Eftir Elías Elíasson: "Finnist ekki leið fram hjá ákvæðum orkupakkans eða öðrum lögum ESB til að tryggja framgang auðlindalaga verður að fella orkupakkann og koma Íslandi út úr innri raforkumarkaði ESB." Meira
25. september 2018 | Aðsent efni | 565 orð | 1 mynd

Áttu reku?

Eftir Albert Eymundsson: "Það er óþægilegt að bera ábyrgð á skuldasöfnun kirkjugarðanna sem eru opinberar stofnanir og reknir fyrir almannafé. Þó er ennþá ónotalegri tilhugsunin um að bera ábyrgð á vanhirðu þeirra." Meira
25. september 2018 | Pistlar | 427 orð | 1 mynd

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Svo einkennilegt sem það virðist gefum við oft lítið fyrir það sem er okkur verðmætast. Hreint vatn, ferskt loft og góð heilsa eru meðal þess sem margt fólk leiðir ekki hugann að meðan það nýtur þess. Meira
25. september 2018 | Velvakandi | 12 orð | 1 mynd

Fundið karlmannsreiðhjól í Laugardal

Karlmannsreiðhjól fannst á Sunnuvegi við Laugardal. Upplýsingar veittar í síma: 553... Meira
25. september 2018 | Aðsent efni | 960 orð | 1 mynd

Lífeyrissjóðir og launastefna

Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson: "Afstaða SA til kaupaukakerfa og afkomutengdra bónusa til æðstu stjórnenda er skýr. Þau skulu vera hófleg og í samræmi við íslenskan launaveruleika." Meira
25. september 2018 | Aðsent efni | 509 orð | 1 mynd

Lofgjörðir í fréttatímum RÚV

Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: "Ná skyldi persónulegu sambandi við einstaka fréttamenn og telja þeim trú um að þeir væru komnir í samband sem aðrir fjölmiðlar hefðu ekki." Meira
25. september 2018 | Aðsent efni | 329 orð | 1 mynd

Mismunandi þarfir sveitarfélaga

Eftir Gunnar Einarsson: "Vanda þarf til verka, finna lausnir út frá mismunandi þörfum sveitarfélaga og forðast þvingaðar sameiningar." Meira
25. september 2018 | Aðsent efni | 521 orð | 1 mynd

Samningar um jafna aðstöðu til heilbrigðisþjónustu

Eftir Reyni Arngrímsson: "Samningar um sérhæfða heilbrigðisþjónustu lækna eru líka stjórntæki til að stýra og tryggja sanngjarnt greiðsluhlutfall almennings." Meira
25. september 2018 | Aðsent efni | 573 orð | 1 mynd

Þegar tilveran er skekin á yfirþyrmandi hátt

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Að harðasta vetrinum loknum vorar aftur og yljandi vindar taka um þig að leika og litskrúðug ólýsanlega fögur blóm gera vart við sig, hvert af öðru." Meira

Minningargreinar

25. september 2018 | Minningargreinar | 688 orð | 1 mynd

Erla Hallgrímsdóttir

Erla Hallgrímsdóttir fæddist á Siglufirði 14. desember 1931. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 15. september 2018. Foreldrar hennar voru Hallgrímur Jónsson frá Siglufirði, f. 21.10. 1903, d. 7.9. Meira  Kaupa minningabók
25. september 2018 | Minningargreinar | 1354 orð | 1 mynd

Gunnar Már Jóhannsson

Gunnar Már Jóhannsson fæddist í Reykjavík 5. október 1958. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 14. september 2018. Foreldrar hans voru Ingibjörg Ingigerður Helgadóttir, f. 27.5. 1919, d. 31.7. 2006, og Jóhann Stefán Guðmundsson, f. 26.1. Meira  Kaupa minningabók
25. september 2018 | Minningargreinar | 1576 orð | 1 mynd

Haukur Guðjónsson

Haukur Guðjónsson fæddist á Selfossi 27. desember 1947. Hann lést 16. september 2018 á Hjúkrunarheimili Eiri í Grafavogi. Foreldrar hans voru Guðjón Helgi Sigurðsson, f. 26. nóvember 1927, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
25. september 2018 | Minningargreinar | 2269 orð | 1 mynd

Kristín Nilsen Beck

Kristín Nilsen Beck fæddist á Reyðarfirði 10. júní 1933. Hún lést á Droplaugarstöðum 11. september 2018. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Kristinn Beck, f. 16. maí 1903, d. 3. desember 1996, og kona hans Pálína Ingeborg Nilsen Beck, f. 31. janúar 1898, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. september 2018 | Viðskiptafréttir | 436 orð | 2 myndir

Lánaheimildir GR margfaldar á við einkafyrirtæki

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Einkafyrirtæki í beinni samkeppni við fjarskiptafyrirtækið Gagnaveitu Reykjavíkur, GR, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hafa mun minna svigrúm til að auka skuldir sínar og fjárfestingarhraða en GR virðist hafa. Meira
25. september 2018 | Viðskiptafréttir | 311 orð

Rekstrartap 365 146 milljónir í fyrra

365, sem gefur út Fréttablaðið og tískutímaritið Glamour, skilaði 146 milljóna króna rekstrartapi á síðasta rekstrarári, samanborið við 312 milljóna rekstrartap árið á undan. Meira
25. september 2018 | Viðskiptafréttir | 126 orð

Spá óbreyttum stýrivöxtum í komandi viku

Greiningardeild Arion banka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,25% þegar ný ákvörðun hennar verður kynnt á miðvikudag í næstu viku. Meira

Daglegt líf

25. september 2018 | Daglegt líf | 791 orð | 1 mynd

Eins og að verða aftur unglingur

Bæði karlar og konur ganga í gegnum breytingaskeið eftir ákveðinn aldur, þegar hormónabúskapur líkamans breytist. Sumir festast í pirringi en þannig þarf það alls ekki að vera. Meira
25. september 2018 | Daglegt líf | 165 orð | 1 mynd

Kvenorka og kraftur vaknar til lífsins á þessu blómaskeiði

Ert þú kona á seinna þroskaskeiði ævinnar? Meira

Fastir þættir

25. september 2018 | Fastir þættir | 167 orð | 1 mynd

1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c3 Rf6 5. Bd3 Rc6 6. h3 g6 7. Rf3 Bf5...

1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c3 Rf6 5. Bd3 Rc6 6. h3 g6 7. Rf3 Bf5 8. 0-0 Bg7 9. He1 0-0 10. Bf1 a6 11. Bf4 Re4 12. Rbd2 He8 13. Rxe4 Bxe4 14. Rd2 Bf5 15. Rb3 Db6 16. a4 Ra5 17. Rxa5 Dxa5 18. Meira
25. september 2018 | Í dag | 96 orð | 2 myndir

6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með...

6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
25. september 2018 | Árnað heilla | 365 orð | 1 mynd

Gerði Íslenska ríkið þrisvar afturreka

Ég er búin að bíða eftir fertugsafmælinu lengi,“ segir Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, en hún á einmitt 40 ára afmæli í dag. Meira
25. september 2018 | Í dag | 227 orð | 1 mynd

Guðmundur Magnússon

Guðmundur Magnússon fæddist í Holti í Ásum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 25.9. 1863. Hann var sonur Magnúsar Péturssonar, bónda í Holti, og Ingibjargar Guðmundsdóttur húsfreyju. Meira
25. september 2018 | Í dag | 207 orð

Hausthljóð í skáldum og hagyrðingum

Sigrún Haraldsdóttir orti „Haustkul“ á Leir á fimmtudag: Haustkulið hefur blæju lagt á brúnir efstar strokið hönd um starengjar í kvöldstilltu húmi heyri ég daufan hófadyn veit þar fer Vetur á vængskjóttum hesti með vindstrokið fax sem... Meira
25. september 2018 | Í dag | 80 orð | 1 mynd

Kabarett í október

Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Kabarett í október en Marta Nordal, nýráðinn leikhússtjóri, var á línunni í Ísland vaknar í morgun. Meira
25. september 2018 | Fastir þættir | 170 orð

Lyginni líkast. S-Allir Norður &spade;ÁK10 &heart;D5 ⋄Á632...

Lyginni líkast. S-Allir Norður &spade;ÁK10 &heart;D5 ⋄Á632 &klubs;G962 Vestur Austur &spade;8743 &spade;962 &heart;G4 &heart;987632 ⋄10987 ⋄K4 &klubs;1084 &klubs;K5 Suður &spade;DG5 &heart;ÁK10 ⋄DG5 &klubs;ÁD73 Suður spilar 6G. Meira
25. september 2018 | Í dag | 49 orð

Málið

„Leiðandi hlutverk“ er t.d. forystuhlutverk – í leikhúsinu aðalhlutverk og þar segðu líklega fáir „leiðandi“. „Leiðandi fyrirtæki á sínu sviði“ er fremst eða í fararbroddi . Meira
25. september 2018 | Í dag | 194 orð | 1 mynd

Paul McCartney og villiöndin

Eitt fyrsta lagið, sem ég man eftir að hafa heyrt í útvarpinu var Söngur villiandarinnar, sem Jakob Hafstein söng. Þetta lag er ákaflega sorglegt en textinn fjallar um andahjón sem verða fyrir kúlum veiðimanns. Meira
25. september 2018 | Í dag | 51 orð | 1 mynd

Ragna Lind Bjarnadóttir

30 ára Ragna Lind býr í Kópavogi, lauk BSc-prófi í viðskiptafræði frá HR, er að ljúka MAcc-prófi í endurskoðun og starfar hjá Deloitte. Maki: Bjarni Þór Scheving, f. 1982, hótelstjóri. Börn: Patrekur Smári, f. 2005, og Elmar Thor, f. 2015. Meira
25. september 2018 | Í dag | 50 orð | 1 mynd

Sindri Ólafsson

30 ára Sindri ólst upp á Siglufirði, býr þar, lauk sveinsprófi í múrverki og rekur, ásamt öðrum, fyrirtækið Sjö verktaka. Maki: Ásdís Eva Sigurðardóttir, f. 1992, leikskólakennari. Börn: Þórdís Arna, f. 2013, og óskírður, f. 2018. Meira
25. september 2018 | Í dag | 602 orð | 3 myndir

Sinnti læknisstörfum, kennslu og stjórnsýslu

Sigurður fæddist í Reykjavík 25.9. 1948 og ólst þar upp. Meira
25. september 2018 | Í dag | 49 orð | 1 mynd

Soffía Tinna Gunnhildard.

30 ára Soffía ólst upp í Reykjavík, býr í Hafnarfirði og er í fæðingarorlofi um þessar mundir. Maki: Einar Gíslason, f. 1982, húsasmiður. Börn: Magnea Einarsdóttir, f 2003 (stjúpdóttir) Garðar Einarsson, f. 2014, og Saga Karitas Einarsdóttir, f. 2018. Meira
25. september 2018 | Í dag | 210 orð

Til hamingju með daginn

95 ára Lilja G. Meira
25. september 2018 | Í dag | 77 orð | 2 myndir

Vinkonubíó K100

K100 býður í vinkonubíó á spennumyndina „A Simple Favor“ í Háskólabíói næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 21:00. Með aðalhlutverk í myndinni fara meðal annars leikkonurnar vinsælu Blake Lively og Anna Kendrick. Meira
25. september 2018 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Vinkonurnar Steinunn Böðvarsdóttir , Ísold Brynja Brjánsdóttir og...

Vinkonurnar Steinunn Böðvarsdóttir , Ísold Brynja Brjánsdóttir og Júlíana Oddsdóttir héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum. Söfnunin var fyrir framan Krónuna í Nóatúni og söfnuðust alls 9.379... Meira
25. september 2018 | Fastir þættir | 284 orð

Víkverji

Sú var tíð að myndatökur voru hálfheilög stund. Gæta þurfi að hverjum ramma enda voru bara ríflega 20 myndir á hverri filmu og jafnvel kubbur ofan á vélinni sem fara þurfti sparlega með. Fólk stillti sér því upp og augnablikið var fest á filmu. Meira
25. september 2018 | Í dag | 14 orð

Þetta er dagurinn sem Drottinn gerði, fögnum og verum glaðir á honum...

Þetta er dagurinn sem Drottinn gerði, fögnum og verum glaðir á honum. Sálmarnir 118. Meira
25. september 2018 | Í dag | 106 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

25. september 1958 Fyrsti breski togarinn var tekinn innan nýju 12 mílna landhelginnar. Það voru varðskipin Óðinn og María Júlía sem tóku togarann Paynter en slepptu honum síðan samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra. 25. Meira

Íþróttir

25. september 2018 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Alfreð ekki tilbúinn gegn Bayern

Manuel Baum, þjálfari þýska knattspyrnufélagsins Augsburg, segir að nú styttist í að framherjinn Alfreð Finnbogason geti spilað sinn fyrsta leik fyrir liðið á tímabilinu. Augsburg mætir meisturum Bayern München í kvöld í 5. umferð þýsku 1. deildarinnar. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Arnór Þór er í öðru sæti

Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, heldur áfram að hrella markverðina í þýsku 1.deildinni í handknattleik. Hann skoraði sjö mörk og var markahæstur þegar Bergischer HC vann Stuttgart, 31:30, á útivelli um liðna helgi. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Aron Rafn gerði útslagið í sigri

Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, átti stóran þátt í sigri Hamburg á Dessauer, 25:17, í þýsku 2. deildinni í gær. Vefmiðillinn handball-world.com sagði raunar í fyrirsögn sinni að Aron hefði ráðið úrslitum. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Fimmta markið frá Arnóri dýrmætt

Arnór Smárason tryggði liði sínu Lilleström dýrmæt stig í fallbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær með eina markinu í sigri á Tromsö. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 93 orð | 1 mynd

Frakkland Nanterre – JL Bourg 72:71 • Haukur Helgi Pálsson...

Frakkland Nanterre – JL Bourg 72:71 • Haukur Helgi Pálsson var ekki í leikmannahópi Nanterre vegna meiðsla. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

Glímt við heimsmeistara

Egill Blöndal og Sveinbjörn Iura mættu hvor um sig ofjarli í verðandi heimsmeistara á HM í júdó í Bakú í Aserbaídsjan. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 655 orð | 2 myndir

Haustbragur en háspenna á Selfossi

Selfoss/Garðabær Guðmundur Karl Jóhann Ingi Hafþórsson Það var haustbragur á toppslag Selfoss og Aftureldingar í Hleðsluhöllinni á Selfossi í gærkvöldi. Fyrir leik var vitað að sigurliðið yrði eitt í toppsæti Olísdeildarinnar. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 274 orð | 4 myndir

* Ian Jeffs er hættur sem þjálfari kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu en þetta...

* Ian Jeffs er hættur sem þjálfari kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu en þetta staðfesti hann við fótbolta.net í gærkvöld. Jeffs stýrði liðinu í fjögur ár og gerði það meðal annars að bikarmeistara í fyrra. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 202 orð | 1 mynd

Lára átta sinnum í liði umferðarinnar

Víðir Sigurðsson vs@mbl. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Marta og Modric sköruðu fram úr

Króatinn Luka Modric úr Real Madrid og hin brasilíska Marta, leikmaður Orlando Pride, eru knattspyrnumaður og -kona ársins í heiminum árið 2018. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Noregur Lilleström – Tromsö 1:0 • Arnór Smárason skoraði...

Noregur Lilleström – Tromsö 1:0 • Arnór Smárason skoraði markið og lék fram á 89. mínútu. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 609 orð | 3 myndir

Nýliðarnir stálu senunni

2. umferð Ívar Benediktsson iben@mbl.is Því var haldið fram áður en flautað var til leiks í Olís-deild kvenna í handknattleik að deildarkeppnin yrði jöfn. Liðin átta væru jafnari en talið væri. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Olís-deild karla Stjarnan – Valur 21:37 Selfoss &ndash...

Olís-deild karla Stjarnan – Valur 21:37 Selfoss – Afturelding 29:29 Staðan: Valur 321083:615 FH 321086:835 Selfoss 321095:835 Afturelding 321084:785 KA 320180:734 Fram 311178:753 ÍBV 311192:933 Haukar 311180:863 ÍR 310282:852 Grótta... Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

Ómar slær í gegn í Álaborg

Handknattleiksmaðurinn Ómar Ingi Magnússon hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í fyrstu leikjum keppnistímabilsins með Aalborg Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 128 orð | 2 myndir

Selfoss – Afturelding 29:29

Hleðsluhöllin Selfossi, úrvalsdeild karla, Olísdeildin, mánudag 24. sept. 2018. Gangur leiksins : 2:1, 3:5, 5:8, 8:10, 9:12, 13:13, 13:15 , 14:18, 17:21, 20:23, 22:24, 27:27, 29:29 . Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 137 orð | 2 myndir

Stjarnan – Valur 21:37

TM-höllin Garðabæ, úrvalsdeild karla, Olís-deildin, mánudag 24. sept. 2018. Gangur leiksins : 1:4, 3:8, 4:10, 6:13, 8:16, 9:18 , 12:21, 13:24, 15:25, 17:27, 21:32, 21:37 . Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 120 orð | 1 mynd

Tiger Woods er kominn í 13. sætið

Tiger Woods heldur áfram að klifra upp heimlistann í golfi en eftir sigurinn á lokamóti FedEx-úrslitakeppn-innar í PGA-mótaröðinni í golfi á East Lake-vellinum í Atlanta í Banda-ríkjunum í fyrrakvöld er hann kominn upp í 13. sæti. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Vilja afsökunarbeiðni

Stjórn knattspyrnudeildar Hugins hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá KSÍ vegna þess sem Huginsmenn kalla „röð mistaka“ af hálfu sambandsins. Huginn mun hins vegar ekkert aðhafast frekar vegna málsins er varðar leik liðsins við Völsung í... Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 735 orð | 4 myndir

Zidane-snúningur Sindra var skyndihugmynd

21. umferð Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Ég hef reynt þetta nokkrum sinnum á æfingum. Síðan gerðist þetta hratt í leiknum, ég fékk þá skyndihugmynd að snúa mér svona með boltann og skjóta. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 241 orð | 1 mynd

Það er sem betur fer að einhverju að keppa þegar lokaumferðin í...

Það er sem betur fer að einhverju að keppa þegar lokaumferðin í Pepsi-deild karla í knattspyrnu verður leikin á laugardaginn þó svo fallbaráttan sé ráðin. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Þór/KA með 14 gegn Wolfsburg

Ljóst er að við ramman reip verður að draga hjá liði Þórs/KA á morgun þegar það mætir Þýskalandsmeisturum Wolfsburg, með Söru Björk Gunnarsdóttur innanborðs, í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Meira
25. september 2018 | Íþróttir | 124 orð | 1 mynd

Þriðja tilraunin hefst

Þrír íslenskir kylfingar freista þess að fylgja Haraldi Franklín Magnús eftir inn á 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Tveir þeirra fara af stað í dag. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.