Greinar laugardaginn 20. október 2018

Fréttir

20. október 2018 | Innlendar fréttir | 126 orð

789 sýni tekin vegna kúariðu

Kúariða skiptist í tvær gerðir, líkt og riða í sauðfé, í hefðbundna riðu og óhefðbundna. Sú síðarnefnda kemur fram tilviljanakennt í gömlum gripum. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 399 orð | 2 myndir

Afhenti Grundfirðingum lag

Úr bæjarlífinu Gunnar Kristinsson Grundarfirði Rökkurdagar nefnist árleg menningardagskrá sem nú stendur yfir og lýkur á sunnudag. Dagskráin hefur verið óvenju margbreytileg og margt góðra viðburða. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Afmælistónleikar í Listasafni Sigurjóns

Í tilefni af því að á morgun, sunnudag, eru 30 ár liðin frá opnun Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og 110 ár frá fæðingu hans býður fjölskylda listamannsins til tónleika í safninu í Laugarnesi annað kvöld kl. 20. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Áætla að íbúar verði 436 þúsund

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Hagstofa Íslands áætlar að íbúar landsins verði 436 þúsund árið 2067, samkvæmt miðspá Hagstofunnar um þróun mannfjöldans. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 423 orð | 1 mynd

„Fjölmargir snertifletir“ milli aðila

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Fundurinn var mjög uppbyggilegur. Það eru fjölmargir snertifletir í áherslum þessara aðila,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 74 orð

Braut á dóttur sinni

Landsréttur staðfesti í gær þriggja og hálfs árs dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot hans gegn dótt-ur sinni. Er hann fundinn sekur um að hafa látið dóttur sína snerta kynfæri sín auk þess að hafa snert kyn-færi hennar og fróað sér í návist hennar. Meira
20. október 2018 | Erlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Evrópsk og japönsk geimflaug heldur í sjö ára ferð til Merkúrs

Gert er ráð fyrir því að geimflauginni BepiColombo verði skotið á loft í dag og að hún komi að Merkúr eftir sjö ár. Leiðangurinn er samstarfsverkefni ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, og JAXA, Geimvísindastofnunar Japans. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 90 orð

Fylgist með snjóflóðahættu

Samráðsfundi snjóathugunarmanna og ofanflóðavaktar Veðurstofunnar lauk í fyrradag. Ofanflóðavaktin fylgist með og spáir fyrir um skriðu- og snjóflóðahættu víða um land, samkvæmt frétt Veðurstofunnar. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 523 orð | 3 myndir

Fyrsta íslenska tryggingafélagið

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sjóvá fagnar því í dag að 100 ár eru liðin frá því að Sjóvátryggingarfélag Íslands, forveri Sjóvár, var stofnað 20. október 1918. Það var fyrsta íslenska tryggingafélagið sem bauð upp á almenna vátryggingastarfsemi. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Gamli Arnar frá Grænlandi til Grindavíkur

Þorbjörn hf. í Grindavík hefur undirritað samninga um kaup á frystitogaranum Sisimiut sem er í eigu Royal Greenlan. Skipið var smíðað í Noregi 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1, en var selt til Grænlands 1996. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Gömlu dagana gefðu mér

„Gömlu dagana gefðu mér, þá gat ég verið einn með þér, nú tæknin geggjuð orðin er,“ söng Vilhjálmur Vilhjálmsson um árið. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Harðkjarnarokk fær nýjan samastað

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Aðdáendur þungarokks á Íslandi geta bráðlega ekki lengur svalað þorsta sínum í málm- og harðkjarnarokk á Rás 2. Meira
20. október 2018 | Erlendar fréttir | 176 orð

Höfðar mál gegn Ekvador

London. AFP. | Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, hefur höfðað mál gegn stjórnvöldum í Ekvador fyrir „að brjóta gegn grundvallarréttindum“ hans með því að takmarka aðgang hans að umheiminum í sendiráði landsins í London. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

Íbúðir á nýju Kársnesi í sölu

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Félagið Íslensk fjárfesting hefur á næstu dögum sölu á fyrstu íbúðunum í nýju íbúðarhverfi á Kársnesi. Félagið er meðal lóðarhafa á svæðinu. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Japanar vilja stórefla tengslin við Ísland

Heimsókn Taros Konos, utanríkisráðherra Japans, til Íslands er liður í að efla tengsl ríkjanna. Kono tók þátt í Hringborði norðurslóða í Hörpu. Var þetta í fyrsta sinn sem japanskur utanríkisráðherra kemur til Íslands. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 518 orð | 2 myndir

Japanir sýna legu Íslands áhuga

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Málefni norðurslóða vekja vaxandi athygli í Japan, ekki síst opnun siglingaleiða vegna bráðnunar íss. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Kársnesið í sölu

Félagið Íslensk fjárfesting hefur á næstu dögum sölu á fyrstu íbúðunum í nýju íbúðarhverfi á Kársnesi. Salan markar tímamót í skipulagssögu Kópavogs. Kársnesið hefur enda verið eitt helsta þróunarsvæði bæjarins. Við nýja hverfið rís brú yfir Fossvog. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 537 orð | 3 myndir

Kostnaður við varamenn 23 milljónir

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Færst hefur í vöxt að alþingismenn kalli inn varamenn þegar þeir hverfa af þingi tímabundið. Árið í ár verður metár en það sem af er ári hafa varamenn verið kallaðir inn í 57 skipti. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Fortíð og framtíð Þessi gjörvilegu leikskólabörn sátu dúðuð og klædd öryggisvestum við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli og litu forvitin til vesturs, ef til vill í átt að nýbyggðu... Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Litið um öxl í Hannesarholti

Litið um öxl er yfirskrift hádegistónleika í Hannesarholti á morgun, sunnudag, kl. 12.15. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 267 orð | 2 myndir

Mesti fjöldi herskipa hér við land á friðartímum

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 201 orð | 2 myndir

Mikilvægt að norðurslóðir verði herlausar

Hringborð norðurslóða, einnig þekkt sem Arctic Circle ráðstefnan, hófst í Hörpunni í gær, en því lýkur á sunnudaginn. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 354 orð | 1 mynd

Mörg snjóflóð af mannavöldum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Snjóflóð af mannavöldum voru tíð síðastliðinn vetur og virðast verða tíðari með hverjum vetri. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 422 orð | 1 mynd

Opna á samninga um yfirtöku vallarins

Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Óháðir leggi mat á kröfur

Samtök atvinnulífsins, SA, leggja til að þau og Starfsgreinasambandið, SGS, feli óháðum aðila að leggja mat á áhrif kröfugerðar sambandsins í kjaramálum á félagsmenn SGS, fyrirtæki, atvinnulífið í heild og opinber fjármál. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 459 orð | 2 myndir

Óveruleg hætta á kúariðu hér

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við verðum að átta okkur á því hvaða umhverfi við fáum ef við vöndum okkur ekki við fráganginn [á breytingum á lögum um varnir við búfjársjúkdómum]. Meira
20. október 2018 | Erlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Reyna að komast frá Hondúras til Bandaríkjanna

Hondúrar fara yfir landamæraána Goascor til að reyna að komast til El Salvador. Nokkur þúsund Hondúra hafa farið með bílalest um Mið-Ameríku til Mexíkó á síðustu dögum í von um að komast til Bandaríkjanna. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Sex ára dómur yfir Sveini staðfestur

Landsréttur staðfesti í gær sex ára dóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, sem lést eftir líkams-árás sem hann varð fyrir í Mos-fellsdal í júní sl. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Síðasta skip sumarsins væntanlegt

Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins er væntanlegt til hafnar í Reykjavík á mánudaginn. Skipið heitir Ocean Dream og er 35.265 brúttótonn. Samkvæmt áætlun á það að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn á fimmta tímanum um morguninn. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 472 orð | 2 myndir

Smíða síðustu bobbingana

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Talsverð umsvif hafa síðustu áratugi fylgt smíði bobbinga fyrir togaraflotann. Þar hefur Stáldeildin á Akureyri verið í fararbroddi og ein um hituna síðustu ár, en nú er komið að leiðarlokum. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Sprengt verður þrisvar á dag

Miklar framkvæmdir standa yfir á lóð Landspítalans vegna byggingar nýs Landspítala. Nýlega hófust framkvæmdir vegna jarðvinnu við Barnaspítalann. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Stolt af góðu starfi

Rauði þráðurinn í starfsferli mínum síðustu ár eru félagsstörf í þágu jaðarsettra hópa. Meira
20. október 2018 | Erlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Stórfelld undanskot afhjúpuð

Samstarfshópur evrópskra fjölmiðla hefur birt gögn sem benda til þess að nokkrir af stærstu bönkum heims séu viðriðnir umfangsmikil skattaundanskot eða jafnvel skattsvik. Gögnin benda til þess að um 55 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 7. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 208 orð | 2 myndir

Takmarkið náðist með 50. íbúðinni

Björn Björnsson Sauðárkróki Á einum fallegasta haustdeginum, síðastliðinn þriðjudag, afhenti Þórður Eyjólfsson, fráfarandi formaður Búhölda, félags um byggingu húsa fyrir eldri borgara, síðustu íbúðina sem hann setti sér að byggja í nafni félagsins. Meira
20. október 2018 | Erlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Tugir dóu er lest ók á fólk

Amritsar. AFP. | Að minnsta kosti 60 manns biðu bana og 100 slösuðust í gær þegar lest ók á miklum hraða á hóp fólks sem tók þátt í trúarhátíð hindúa í borginni Amritsar á norðvestanverðu Indlandi. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 666 orð | 5 myndir

Tvær loðnuvertíðir gætu verið í uppnámi

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þrátt fyrir að loðnuleiðangur í síðasta mánuði hafi verið umfangsmeiri heldur en í áratugi var niðurstaðan sú að lítið fannst af loðnu. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Uppgerður braggi undir kostnaðaráætlun

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Salan hefur gjörsamlega rokið upp og hefur aldrei verið svona mikil. Þetta hefur algjörlega sprungið. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Varaþingmennirnir kosta tugi milljóna

Færst hefur í vöxt að alþingismenn kalli inn varamenn þegar þeir hverfa af þingi tímabundið. Árið í ár verður metár en það sem af er ári hafa varamenn verið kallaðir inn í 57 skipti. Meðalkostnaður varaþingmanns í eina viku árið 2018 hefur verið 402. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 154 orð

Veðurstofan með gula viðvörun fyrir allt landið

Veðurstofan gaf í gær út gula viðvörun sem nær til allra landshluta í dag og sums staðar til morguns. Víðast er spáð suðvestan hvassviðri, allt að 25 m/s, rigningu og skúrum. Hvassast verður á Norðvesturlandi. Hviður geta orðið allt að 40 m/s við fjöll. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 407 orð | 1 mynd

Vegagerðin annist veghaldið og göngin

Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Vilja hækka lægstu launin

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Það er mjög mikil samstaða um að hækka lægstu launin og tryggja þau,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, en hún var í gær kjörin nýr formaður BSRB með 86,3% greiddra atkvæða. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Vill verða 2. varaforseti ASÍ

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, gefur kost á sér í embætti 2. varaforseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í næstu viku. Meira
20. október 2018 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Þjóðskráin segir nei

Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Kristín Jónsdóttir komst að því þegar hún var þrítug að hún hafði verið rangfeðruð. Þó hafði faðerni hennar verið staðfest með blóðflokkarannsókn og skjalfest af dómstólum á sínum tíma, árið 1971. Meira

Ritstjórnargreinar

20. október 2018 | Reykjavíkurbréf | 1887 orð | 1 mynd

Ásökun er lokadómur. Stytting vinnuviku er gallalaus. Það er líka lokadómur

Ekki hafði verið athugað hvað það myndi þýða ef vinnuvikan myndi nú verða stytt í t.d. 30 stundir á viku. Meira
20. október 2018 | Staksteinar | 232 orð | 2 myndir

Hún var ekki þar þó að hún væri þar

Á dögunum sannaðist að það er miklum mun erfiðara að neita sér um flugferð til Kaupmannahafnar er rútuferð til Þingvalla. Meira
20. október 2018 | Leiðarar | 554 orð

Niðurgreiddur efnahagsrisi

Kínverjar líta ekki á sig sem þróunarríki en hafa ekkert á móti forskoti með niðurgreiðslum Meira

Menning

20. október 2018 | Myndlist | 126 orð | 2 myndir

Að sakna einhvers með Sigtryggi Berg og Valgarði Bragasyni

Myndlistarmennirnir Sigtryggur Berg og Valgarður Bragason opna sýningu í sjónarspili haustsins í Gallerí Porti á Laugavegi 23b kl. 16 í dag, laugardag. Yfirskrift sýningarinnar er Að sakna einhvers. Meira
20. október 2018 | Myndlist | 867 orð | 1 mynd

Arkitektúr hugans á Rófi

Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Nokkru áður en sýningargestirnir drepa niður fæti á Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum eru þeir komnir á Róf , yfirlitssýningu á verkum myndlistarmannsins Haraldar Jónssonar. Sýningin, sem verður opnuð kl. Meira
20. október 2018 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

Daníel Friðrik og Megas með réttu lögin

Tónleikar þeirra Daníels Friðriks og Megasar í Iðnó kl. 21 á sunnudagskvöldið eru hluti af tónleikaröð Mengis; Mengis Series. Á efnisskránni eru ný og eldri lög sem ekki hafa áður heyrst opinberlega. Meira
20. október 2018 | Bókmenntir | 140 orð | 1 mynd

Dæmdur í meðferð

Danska ljóðskáldið Yahya Hassan hefur verið dæmt til meðferðar á geðdeild um óákveðinn tíma. Þetta er niðurstaða dómstóls í Árósum, en mál Hassans var tekið fyrir í vikunni. Politiken greinir frá málinu. Meira
20. október 2018 | Leiklist | 867 orð | 2 myndir

Einu sinni verður allt fyrst

Höfundar og leikarar: Arnór Björnsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Inga Steinunn Henningsdóttir, Mikael Emil Kaaber og Óli Gunnar Gunnarsson. Leikstjórn, handritsstjórn og leikmynd: Björk Jakobsdóttir. Meira
20. október 2018 | Tónlist | 551 orð | 4 myndir

Eitt titrandi tár

Síðasta kvikmyndatónlistin sem Jóhanni Jóhannssyni auðnaðist að ljúka fyrir ótímabært andlát sitt er við hasarhryllinn Mandy. Hér er rýnt í verkið og um leið listfengi Jóhanns. Meira
20. október 2018 | Myndlist | 143 orð | 1 mynd

Fjögur valin til að sýna í D-salnum

Listasafn Reykjavíkur hefur valið listamennina Emmu Heiðarsdóttur, Gunnar Jónsson, Ragnheiði Káradóttur og Steinunni Önnudóttur til að sýna í D-sal á næsta ári. Meira
20. október 2018 | Kvikmyndir | 103 orð | 1 mynd

Hera leikur í nýrri þáttaröð frá Apple

Tölvurisinn Apple, sem er að hefja framleiðslu leikins sjónvarpsefnis fyrir Apple TV, hefur ráðið Heru Hilmarsdóttur í stórt hlutverk í þáttaröðinni See. Samkvæmt vefsíðunni denofgeek. Meira
20. október 2018 | Myndlist | 61 orð | 1 mynd

Leiðbeiningar fyrir hinsegin listafólk

Myndlistarsýningin Tíu leiðbeiningar (fyrir hinsegin listafólk) er kynning á verkum eftir 11 breskar hinsegin listamanneskjur sem ætlað er að örva samræður og samstarf milli vaxandi hinsegin myndlistarsenu á Íslandi og hinsegin listafólks á Bretlandi. Meira
20. október 2018 | Tónlist | 76 orð | 1 mynd

Söngstund og afmælisveisla

Steinunn Ása býður vinum, ættingjum og öðrum gestum í söngstund og afmælisveislu í dag, laugardag, í Mengi. „Mig hefur alltaf langað til að halda tónleika með lögum sem ég elska að syngja,“ segir Steinunn Ása, sem verður 35 ára 24. október. Meira
20. október 2018 | Fólk í fréttum | 110 orð | 1 mynd

Textar Bobs Dylans í gegnum tónlist

Mikael Máni Ásmundsson heldur tónleikana Textar gegnum tónlist í tónleikaröðinni Velkomin heim kl. 20 annað kvöld, sunnudag, í Björtuloftum í Hörpu. Meira
20. október 2018 | Myndlist | 138 orð | 1 mynd

Tilbrigði í ljóðrænu landslagi

Þorsteinn Helgason opnar sýninguna Tilbrigði í Gallerí Fold kl. 14 í dag, laugardag. Eins og Fold lýsir verkunum eru þau eins og litasprengjur á striga sem raðast upp í ljóðrænt landslag. Meira
20. október 2018 | Tónlist | 159 orð | 1 mynd

Verk eftir Mozart og Dvorák í Neskirkju

Sinfóníuhljómsveit Menntaskóla í tónlist heldur tónleika í Neskirkju í dag kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Á efnisskránni eru fiðlukonsert í A-dúr eftir W.A. Mozart og sinfónía nr. 8 eftir Antonín Dvorák. Stjórnandi er Sigurgeir Agnarsson. Meira
20. október 2018 | Myndlist | 97 orð | 1 mynd

Vort daglegt brauð í Gallerí Göngum

Vort daglegt brauð, sýning Söru Vilbergsdóttur, verður opnuð kl. 16 á morgun, sunnudag, í Gallerí Göngum í Háteigskirkju. Elsta verkið er unnið 2006, það yngsta varla þornað. Meira
20. október 2018 | Tónlist | 149 orð | 1 mynd

Öndvegisverk á afmælistónleikum

Tríó Reykjavíkur býður til tónleika á morgun, sunnudaginn 21. október, kl. 16 á Kjarvalsstöðum til að minnast þess að í ár eru 30 ár liðin frá stofnun tríósins. „Þar verða leikin tvö öndvegisverk tríótónbókmenntanna, tríó eftir J. Meira

Umræðan

20. október 2018 | Pistlar | 456 orð | 2 myndir

Aðmírálsfiðrildið

Gyrðir er galdramaður. Nýja skáldsagan hans, Sorgarmars , er blandin sársauka; hvergi hef ég t.d. lesið magnaðri lýsingu á andvökunótt en í kaflanum á bls. 136-137. Meira
20. október 2018 | Aðsent efni | 494 orð | 2 myndir

Árnabiblían

Eftir Sigurð Árna Þórðarson: "Nokkrum dögum áður en ég hóf störf var Biblían afhent kirkjunni að gjöf. Svo tók hún á móti mér. Hvaða verkfæri fær prestur betra en Biblíu við upphaf prestsstarfs?" Meira
20. október 2018 | Aðsent efni | 429 orð | 1 mynd

Ást og hatur Sartre

Eftir Gunnar Kristin Þórðarson: "Ofstopafemínistar freista þess að svipta málsvara foreldrajafnréttis æru og lífsviðurværi." Meira
20. október 2018 | Velvakandi | 170 orð | 1 mynd

...eða fordómaleysi

Ég las grein, sem hélt fram einni kynslóð á kostnað annarrar. Meira
20. október 2018 | Pistlar | 435 orð | 1 mynd

Er landbúnaðarráðherra úti á túni?

Á sama tíma og kúariða greinist í Skotlandi og fréttir berast frá Evrópusambandinu um að til standi að draga eigi úr eftirliti með sjúkdómum í kjúklingi þá lýsir landbúnaðarráðherra því yfir að ekkert hrófli við EES-samningnum. Meira
20. október 2018 | Aðsent efni | 228 orð | 1 mynd

Fjárlagafrumvarpið og lýðræðið

Eftir Guðjón Jensson: "Ekkert er jafn hollt hverri ríkisstjórn og að sem flestum sé gert auðvelt að fylgjast með og fletta upp nauðsynlegum upplýsingum um opinber fjármál." Meira
20. október 2018 | Pistlar | 352 orð

Hvað sagði ég á Stóru hundaeyju?

Spænska nafnið á eyjaklasanum, sem Spánn ræður skammt undan strönd Blálands hins mikla, er Canarias, en það merkir Hundaeyjar. Dagana 30. september til 5. Meira
20. október 2018 | Aðsent efni | 468 orð | 1 mynd

Norðurslóðir, friðsæl og sjálfbær þróun mála

Eftir Bryndísi Haraldsdóttur: "Við þurfum að átta okkur á vandanum en við þurfum líka að finna leiðir til að bregðast við á skapandi hátt og búa til tækifæri fyrir land og þjóð." Meira
20. október 2018 | Aðsent efni | 349 orð | 1 mynd

Vefjagigt – hinn þögli sjúkdómur

Eftir Höllu Signýju Kristjánsdóttur: "Heilbrigðiskerfið þarf að beina athygli að vefjagigt ..." Meira
20. október 2018 | Aðsent efni | 757 orð | 1 mynd

Vísindasamstarf og norðurslóðir

Eftir Lilju Alfreðsdóttur: "Norðurskautsráðið er þungamiðjan í okkar alþjóðasamstarfi á norðurslóðum og mun Ísland gegna formennsku í ráðinu frá og með næsta ári." Meira
20. október 2018 | Pistlar | 797 orð | 1 mynd

Ævintýri í Laugardalshöll

Hver hefði trúað því að það gæti orðið drónabylting í landbúnaði?! Meira

Minningargreinar

20. október 2018 | Minningargreinar | 189 orð | 1 mynd

Árni Guðmundsson

Árni Guðmundsson fæddist 19. janúar 1955. Hann lést 20. september 2018. Útför Árna var gerð 3. október 2018. Meira  Kaupa minningabók
20. október 2018 | Minningargreinar | 636 orð | 1 mynd

Ásmundur Hreiðar Kristinsson

Ásmundur Hreiðar Kristinsson fæddist í Hringsdal á Látraströnd 16. júní 1927. Hann lést á Grenilundi á Grenivík 9. október 2018. Foreldrar hans voru Sigrún Jóhannesdóttir frá Ytra-Hóli í Fnjóskadal og Kristinn Indriðason frá Miðvík. Meira  Kaupa minningabók
20. október 2018 | Minningargreinar | 5708 orð | 1 mynd

Bjarni Sighvatsson

Bjarni Sighvatsson fæddist í Vestmannaeyjum 2. desember 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 9. október 2018. Foreldrar Bjarna voru Guðmunda Torfadóttir, f. í Hnífsdal 22.4. 1905, d. 27.9. Meira  Kaupa minningabók
20. október 2018 | Minningargreinar | 1437 orð | 1 mynd

Brynjólfur Sigurður Árnason

Brynjólfur Sigurður Árnason fæddist í Minna-Garði í Dýrafirði 12. júlí 1921. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík 8. október 2018. Foreldrar hans voru Árni Kristján Brynjólfsson, bóndi á Kotnúpi í Dýrafirði, f. 10. september 1887, d. Meira  Kaupa minningabók
20. október 2018 | Minningargreinar | 1308 orð | 1 mynd

Erna Guðrún Jensdóttir

Erna Guðrún Jensdóttir fæddist á Eiðsstöðum við Bræðraborgarstíg í Reykjavík 9. ágúst 1930. Hún lést á Landspítalanum 4. október 2018. Erna var dóttir Jens Péturs Thomsens Stefánssonar, f. 13. janúar 1897, d. 25. Meira  Kaupa minningabók
20. október 2018 | Minningargreinar | 305 orð | 1 mynd

Eyjólfur Þór Sæmundsson

Eyjólfur Þór Sæmundsson fæddist 28. september 1950. Hann lést 5. október 2018. Útför hans fór fram 17. október 2018. Meira  Kaupa minningabók
20. október 2018 | Minningargreinar | 2001 orð | 1 mynd

Guðný Ólöf Kristjánsdóttir

Guðný Ólöf Kristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1946. Hún andaðist í Uppsölum í Svíþjóð 17. ágúst 2018. Foreldrar hennar voru Ósk Jóhanna Kristjánsson, f. 8. apríl 1919, d. 2. apríl 2000, og Kristján Ólafsson, f. 4. ágúst 1923, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
20. október 2018 | Minningargreinar | 1908 orð | 1 mynd

Haukur Tryggvason

Haukur Tryggvason fæddist á Laugabóli í Reykjadal 20. ágúst 1941. Hann lést á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri 14. október 2018. Foreldrar hans voru Tryggvi Sigtryggsson frá Hallbjarnarstöðum í Reykjadal, f. 1894, d. Meira  Kaupa minningabók
20. október 2018 | Minningargreinar | 424 orð | 1 mynd

Helga S. Þorkelsdóttir

Helga S. Þorkelsdóttir fæddist 20. október 1941. Hún lést 8. júlí 2018. Útför hennar fór fram 13. ágúst 2018. Meira  Kaupa minningabók
20. október 2018 | Minningargreinar | 1272 orð | 1 mynd

Sigrún Helga Gísladóttir

Sigrún Helga Gísladóttir fæddist í Reykjavík 4. júní 1925. Hún andaðist á Vífilsstaðaspítala 28. september 2018. Foreldrar hennar voru Sigurður Gísli Sigurðsson sjómaður, f. á Eyrarbakka 13. ágúst 1900, hann fórst með síðutogaranum Sviða 5. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

20. október 2018 | Viðskiptafréttir | 99 orð | 1 mynd

Arion banki lækkaði um 3,3% í Kauphöll Íslands

Arion banki lækkaði um 3,3% í viðskiptum í Kauphöll í gær. Umfang viðskipta með bréf bankans nam 96,8 milljónum króna. Þá lækkuðu bréf Origo um 2,2% í mjög takmörkuðum viðskiptum upp á tæpar 1,6 milljónir króna. Meira
20. október 2018 | Viðskiptafréttir | 422 orð | 3 myndir

Gagnvirk yfirsýn um málefni norðurslóða mikilvæg

Baksvið Pétur Hreinsson peturhreins@mbl. Meira
20. október 2018 | Viðskiptafréttir | 208 orð | 1 mynd

Verðmat á Sjóvá 37% hærra

Í nýju verðmati ráðgjafarfyrirtækisins Capacent í kjölfar sex mánaða uppgjörs tryggingafélagsins Sjóvár er fyrirtækið metið 37% hærra en núverandi markaðsverðmæti segir til um. Capacent metur verð hlutar í Sjóvá á 19,5 kr. Meira

Daglegt líf

20. október 2018 | Daglegt líf | 258 orð | 1 mynd

Gera það besta úr litlu

Hef ekki fulla heilsu „Ég er á örorku vegna afleiðinga krabbameins. Ég var í námi eins og ég gat á meðan ég var að jafna mig eftir krabbameinið, fékk undanþágur og slíkt og tókst að klára nám og er komin með starfsréttindi í mínu fagi. Meira
20. október 2018 | Daglegt líf | 511 orð | 3 myndir

Skeytingarleysi er ekki valkostur

Afskiptur hópur fær rödd. Félagsráðgjafar lásu sögur skjólstæðinga sinna og vilja að stjórnvöld og aðrir styðji fátækt fólk með félagslegum umbótum. Við þekkjum vel hvar skórinn kreppir, segir formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Meira

Fastir þættir

20. október 2018 | Fastir þættir | 168 orð | 1 mynd

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d4 exd4 6. cxd4 Bb4+ 7. Bd2...

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d4 exd4 6. cxd4 Bb4+ 7. Bd2 Rxe4 8. Bxb4 Rxb4 9. Bxf7+ Kxf7 10. Db3+ Kf8 11. Dxb4+ De7 12. Dxe7+ Kxe7 13. O-O He8 14. Ra3 d6 15. Hfe1 Kd8 16. Hac1 Bd7 17. Re5 Rg5 18. Rxd7 Kxd7 19. f3 Re6 20. He4 d5 21. Meira
20. október 2018 | Í dag | 121 orð | 2 myndir

9 til 12 Opið um helgar Hinn vinsæli útvarpsmaður Ásgeir Páll hefur opið...

9 til 12 Opið um helgar Hinn vinsæli útvarpsmaður Ásgeir Páll hefur opið allar helgar á K100. Vaknaðu með Ásgeiri á laugardagsmorgni. Svaraðu rangt til að vinna, skemmtileg viðtöl og góð tónlist. Meira
20. október 2018 | Í dag | 17 orð

Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar, hann annast þá sem leita...

Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar, hann annast þá sem leita hælis hjá honum. (Nahúm 1. Meira
20. október 2018 | Í dag | 498 orð | 3 myndir

Flýgur um loftin blá í frístundum sínum

Eyjólfur Guðmundsson fæddist í Reykjavík 20.10. 1968 þó að foreldrar væru búsett í Hafnarfirði. Foreldrar hans skildu þegar Eyjólfur var tveggja ára en fram að sex ára aldri átti hann heim í Reykjavík. Meira
20. október 2018 | Í dag | 100 orð | 1 mynd

Líf kviknar

Andrea Eyland og Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir kíktu í heimsókn í Magasínið í vikunni og sögðu frá nýrri sex þátta seríu í Sjónvarpi Símans sem nefnist Líf kviknar. Meira
20. október 2018 | Í dag | 55 orð

Málið

Að lúta að e-u þýðir m.a. að varða e-ð eða snerta e-ð : „Athugasemdir eftirlitsins lúta einkum að eldvörnum hússins.“ Myndin lýtur kemur svo oft fyrir: „reglugerð sem lýtur að gerð ökutækja“ o.s.frv. Meira
20. október 2018 | Í dag | 1561 orð | 1 mynd

Messur

ORÐ DAGSINS: Konungsmaðurinn Meira
20. október 2018 | Í dag | 181 orð | 1 mynd

Nú er nóg komið, er það ekki?

Þriðja þáttaröð af bandarísku unglingadramaþáttaröðinni Riverdale var hleypt af stokkunum á Netflix í síðustu viku. Meira
20. október 2018 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

Reykjavík Kristinn Aaron Ono-on Ólafsson fæddist 26. október kl. 1.25...

Reykjavík Kristinn Aaron Ono-on Ólafsson fæddist 26. október kl. 1.25. Hann vó 4.250 g og var 57 cm langur. Foreldrar hans eru Raquel Calapre Ono-on og Ólafur Kristinsson... Meira
20. október 2018 | Í dag | 428 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 100 ára Camilla Sæmundsdóttir 85 ára Anna Borg Jón Gústi Jónsson Kristján Þorsteinsson Oddur Sigfússon 80 ára Edda Laufey Pálsdóttir Þórður Ólafsson 75 ára Björg Ólafsdóttir Guðrún Halla Friðjónsdóttir 70 ára Bergljót Böðvarsdóttir Guðný... Meira
20. október 2018 | Í dag | 256 orð | 1 mynd

Tryggvi Emilsson

Tryggvi fæddist í Hamarkoti á Akureyri 20.10. 1902, missti móður sína er hann var sex ára og ólst síðan upp í Reykjavík og á ýmsum stöðum norðanlands. Foreldrar hans voru Hans Pétur Emil Petersen, búfræðingur, bóndi og verkamaður á Akureyri, og k.h. Meira
20. október 2018 | Í dag | 267 orð

Vertu meiri á borði en í orði

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Þetta bil á bolla er. Báðum megin hefur fat. Víða sést á húsum hér. Haft er líka undir mat. Meira
20. október 2018 | Fastir þættir | 307 orð

Víkverji

Ari Eldjárn er einn besti grínisti landsins. Í spjallþætti Loga Bergmanns Eiðssonar, Með Loga, fór Ari á kostum í einlægu viðtali. Ari er ófeiminn við að gefa innsýn í hvernig hann vinnur og afhjúpa hvernig hann fer að því að herma eftir fólki. Meira
20. október 2018 | Fastir þættir | 508 orð | 3 myndir

Þessi leikur kemur úr reynslubankanum

Tvö íslensk taflfélög, Íslandsmeistarar Víkingaklúbbsins og Taflfélag Reykjavíkur, tóku þátt í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk í Porto Carras í Grikklandi á fimmtudaginn. Meira
20. október 2018 | Í dag | 118 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

20. október 1728 Eldur kom upp í Kaupmannahöfn og stóð í þrjá daga. Þá brann mikill hluti bókasafns Árna Magnússonar en flestum skinnhandritum var bjargað. 20. Meira
20. október 2018 | Í dag | 84 orð | 2 myndir

Þingvellir á morgun

Þingvellir er hárbeittur pólitískur umræðuþáttur þar sem ekkert er dregið undan og mikilvægustu málin krufin til mergjar. Þau Björt Ólafsdóttir og Páll Magnússon taka á móti góðum gestum á K100. Meira

Íþróttir

20. október 2018 | Íþróttir | 293 orð | 1 mynd

Annað HM-gull í safn Arons

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Aron Pálmarsson bætti í gær öðrum gullpeningi frá heimsmeistaramóti félagsliða í stórt verðlaunasafn sitt þegar Barcelona sigraði Füchse Berlín, með Bjarka Má Elísson innanborðs, í úrslitaleik mótsins í Doha í Katar, 29:24. Meira
20. október 2018 | Íþróttir | 807 orð | 2 myndir

Ágætt að vera í fimleikasalnum allan daginn

Hópfimleikar Ívar Benediktsson iben@mbl.is Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í hópfimleikum, er nú að taka þátt í sínu fimmta Evrópumóti í hópfimleikum, þar af er hún í annað sinn í röð fyrirliði kvennalandsliðsins. Meira
20. október 2018 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Stjarnan – Skallagrímur 82:72 ÍR &ndash...

Dominos-deild karla Stjarnan – Skallagrímur 82:72 ÍR – Breiðablik 82:72 Staðan: Tindastóll 330257:2026 Stjarnan 330278:2366 Njarðvík 330272:2506 Keflavík 321272:2384 ÍR 321253:2424 KR 321274:2634 Skallagrímur 312256:2792 Haukar 312222:2512... Meira
20. október 2018 | Íþróttir | 234 orð | 1 mynd

Grill 66 deild karla Stjarnan U – Fjölnir 27:28 Staðan: Fjölnir...

Grill 66 deild karla Stjarnan U – Fjölnir 27:28 Staðan: Fjölnir 5500148:11810 Valur U 4301132:1036 HK 4301111:1036 Þróttur 4211114:1105 Haukar U 420292:994 FH U 5203137:1574 Víkingur 311175:773 Stjarnan U 5113140:1503 ÍR U 5014132:1451 ÍBV U... Meira
20. október 2018 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur – Afturelding L16 KA-heimilið: KA – ÍR L17 Kaplakriki: FH – Selfoss L19.30 Höllin Ak. Meira
20. október 2018 | Íþróttir | 131 orð | 2 myndir

ÍR – Breiðablik 92:82

Hertz-hellirinn, Dominos-deild karla, föstudag 19. október 2018. Gangur leiksins : 4:8, 9:10, 14:19, 20:24 , 27:26, 31:35, 38:39, 44:44 , 52:50, 56:59, 59:61 , 65:66 , 77:69, 85:72, 89:77, 92:82. Meira
20. október 2018 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Rússland Lokomotiv Moskva – Rostov 2:1 • Sverrir Ingi Ingason...

Rússland Lokomotiv Moskva – Rostov 2:1 • Sverrir Ingi Ingason skoraði mark Rostov en hann og Ragnar Sigurðsson léku allan leikinn, Björn Bergmann Sigurðarson lék fyrstu 62 mínúturnar en Viðar Örn Kjartansson sat á bekknum allan tímann. Meira
20. október 2018 | Íþróttir | 157 orð | 1 mynd

Sá markahæsti fór í Blika

Þórir Guðjónsson, markahæsti leikmaðurinn í sögu Fjölnis í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er horfinn á braut frá Grafarvogsliðinu en hann gekk til liðs við Breiðablik í gær og skrifaði þar undir tveggja ára samning. Meira
20. október 2018 | Íþróttir | 227 orð | 1 mynd

Síðdegis í dag verður tekið á móti ungri afrekskonu í höfuðstöðvum ÍSÍ í...

Síðdegis í dag verður tekið á móti ungri afrekskonu í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal en hún er væntanleg til landsins í dag alla leið frá Argentínu með ólympíugull um hálsinn. Meira
20. október 2018 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

Sjö marka tap í fyrsta leik

Skautafélag Akureyrar beið lægri hlut fyrir hinu öfluga lettneska meistaraliði Kurbads Riga, 9:2, í fyrsta leik sínum í annarri umferð Evrópubikars karla í íshokkíi en keppni í C-riðli hófst í Riga í gær. Meira
20. október 2018 | Íþróttir | 570 orð | 3 myndir

Smith styður Kaepernick

Bandaríkin Kristján Jónsson kris@mbl.is Réttindabarátta svartra verður sífellt háværari í íþróttalífi Bandaríkjamanna. Meira
20. október 2018 | Íþróttir | 129 orð | 2 myndir

Stjarnan – Skallagrímur 82:72

MG-höllin, Dominos-deild karla, föstudag 19. október 2018. Gangur leiksins : 3:2, 9:10, 17:14, 17:20, 20:25, 22:25, 28:34, 35:39, 43:42, 50:45, 56:47, 62:49 , 62:53, 67:58, 76:65, 82:72. Meira
20. október 2018 | Íþróttir | 509 orð | 2 myndir

Stjarnan skipti um gír í hálfleik

Garðabær/Breiðholt Jóhann Ingi Hafþórsson Bjarni Helgason Stjarnan er enn með fullt hús stiga í Dominos-deild karla í körfubolta eftir 82:72-sigur á nýliðum Skallagríms á heimavelli sínum í 3. umferðinni í Garðabænum í gærkvöldi. Meira
20. október 2018 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Sverrir skoraði í Moskvu

Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Rostov fór þá til Moskvu og beið þar lægri hlut, 2:1, fyrir Lokomotiv. Meira
20. október 2018 | Íþróttir | 113 orð | 2 myndir

*Talsverðar líkur eru á að Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í...

*Talsverðar líkur eru á að Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu leiki sinn fyrsta leik með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili í dag. Meira
20. október 2018 | Íþróttir | 162 orð | 1 mynd

Tekur daginn snemma

Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, er í baráttu um að komast í gegnum niðurskurð keppenda á sterku móti á Evrópumótaröðinni sem fram fer á Valderrama-vellinum á Spáni. Meira
20. október 2018 | Íþróttir | 510 orð | 3 myndir

Voru sáttar við bronsið

Í LISSABON Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Við bættum okkur mikið frá undanúrslitunum, sem er í sjálfu sér frábært. Það var ljóst að Svíar og Danir væru einnig með hörkulið. Meira

Sunnudagsblað

20. október 2018 | Sunnudagsblað | 119 orð | 2 myndir

10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir stýra líflegum...

10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir stýra líflegum þjóðmálaþætti í beinni útsendingu á K100 alla sunnudagsmorgna. 11 til 16 Opið um helgar Ásgeir Páll hefur opið um helgar á K100. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 21 orð | 1 mynd

Ari Emin Björk Ég er vanur að fara í hrekkjavökupartí hjá vini mínum en...

Ari Emin Björk Ég er vanur að fara í hrekkjavökupartí hjá vini mínum en hann heldur svoleiðis partí á hverju... Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 149 orð | 4 myndir

Arndís Þórarinsdóttir

Ég var að lesa Villinorn: Eldraun eftir Lenu Kaaberbøl. Rakst á hana í bókabúð og lét það eftir mér að kaupa hana. Mér fannst hún ansi skemmtileg. Hún er ekki frumleg en þetta er svo vel gert og forvitnilegt að ég á eftir að kaupa bók númer tvö. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 475 orð | 2 myndir

Ára yfir Kára

Seinna í leiknum féll Kári í gólfið, með að minnsta kosti þrjá varnarmenn Aftureldingar á bakinu; sú bylta hlýtur að hafa komið fram á skjálftamælum Veðurstofu Íslands. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 138 orð | 2 myndir

Ástríðulaust aldin

Einn helsti síðari tíma misskilningur Stefáns Pálssonar sagnfræðings tengist Feneyjatvíæringnum. „Maður sér alltaf fréttir um Feneyjatvíæringinn. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 204 orð | 2 myndir

Baba ghanoush

Baba ghanoush er ídýfa búin til úr eggaldini og afar góð með öllum miðausturlenskum mat eða ein og sér með pítabrauði. Fyrir 4-6 2 stór eggaldin 1/3 bolli tahini 3 msk. ferskur sítrónusafi 3 hvítlauksrif, skorin smátt 1 tsk. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 218 orð

„Í ljósi þess að móðir þín er látin...“

Kristín sendi niðurstöður DNA-prófs sem sannar að John David Lambert er faðir hennar, staðfestingu hans og önnur nauðsynleg gögn til Þjóðskrár Íslands og taldi, miðað við fyrri samtöl við stofnunina, að það dygði til að skrá réttan föður. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 712 orð | 1 mynd

„Reyndu nú að vera ekki svona leiðinlegur“

Að brjótast úr viðjum vanans getur stundum reynst annað og meira en erfitt. Það getur jafnvel verið leiðinlegt fyrsta kastið. En þar getur lykillinn að árangri legið og þess vegna er það erfiðisins – og leiðindanna – virði. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 939 orð | 1 mynd

„Þegar kona fer inn á leikvang ...mun það leiða til syndar“

Klerkastjórnin í Íran hefur löngum bannað konum að fara á völlinn. Konur fengu þó að fara á landsleik í vikunni og nú hefur yfirmaður dómsmála hótað öllu illu endurtaki það sig. Karl Blöndal kbl@mbl.is Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 92 orð | 3 myndir

Bjór úr humrum

Það má segja að það sé ákveðið fiskiþema hjá mér en fyrst er það eigin misskilningur, og ég er nú örugglega ekki einn um að hafa haldið vandræðalega lengi að bjór væri gerður úr humrum en ekki humlum, eða hvað? Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 769 orð | 1 mynd

Bókaþjóð á örmarkaði

Rithöfundur sem selur 1.500 eintök af bók sinni fær í sinn hlut tæpa eina og hálfa milljón króna í verktakalaun. Að baki getur legið tveggja ára vinna. Hvert fara þá allir peningarnir? Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 358 orð | 3 myndir

Bragð af Líbanon

Matur frá Líbanon er hollur, ferskur og afar bragðgóður. Á matreiðslunámskeiði í Brooklyn kennir Jeanette Chawki fólki að matreiða mat frá heimalandinu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 204 orð | 1 mynd

Bulgur með tómötum

Þennan rétt lærði Jeanette af móður sinni og er hann vinsæll í Líbanon. Hægt er að hafa hann sem forrétt, meðlæti eða aðalrétt og ég get lofað að hann verður vinsæll! Fyrir 4-6 3 msk. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 147 orð | 2 myndir

Börnin koma út um ...

Hafandi farið í fyrsta skipti til útlanda til Portúgals þegar ég var tveggja ára skildi ég málin þannig næstu utanlandsferðir að Portúgal væri það sem við kölluðum að „lenda í útlöndum“,“ segir Geir Finnsson, varaborgarfulltrúi og... Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 198 orð | 1 mynd

Calypso áfram vinsælastur en nýjustu dansarnir quela og yopp

Dansskóli Rigmor Hanson hóf vetrarstarf sitt á þessum degi fyrir sextíu árum en frú Rigmor var þá nýkomin heim frá meginlandi Evrópu, þar sem hún hafði um sumarið að venju kynnt sér helstu nýjungar í dönsum, auk þess sem hún sótti þing Alþjóðasambands... Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 190 orð | 4 myndir

Dagur Hjartarson rithöfundur tísti: „Það er hérna maður á...

Dagur Hjartarson rithöfundur tísti: „Það er hérna maður á kaffihúsinu sem biður alltaf um áfyllingu eða „refill“ eins og hann kallar það, hmm, má ekki segja að hann sé lentur á „refilstigum“. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 265 orð | 1 mynd

Draugagangur í Borgarkringlu

Rétt áður en Borgarkringlan rann saman við Kringluna var ég þar staddur í verslun einni sem ég hafði tekið að mér smáverkefni fyrir. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 146 orð | 1 mynd

Draugaþættir slá í gegn

SJÓNVARP Sjaldan hefur hryllingsefni í sjónvarpi og kvikmyndum fengið álíka góðar viðtökur og Netflix-þættirnir Haunting of Hill House hafa fengið en á IMDB gefa notendur þættinum 9,1 í einkunn og á Rotten Tomatoes er einkunnin hvorki meira né minna en... Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 32 orð | 23 myndir

Dýrið skreytir

Það felst einhver broddur af skemmtun og gleði í því að sjá gíraffa eða ísbirni bregða fyrir í heimilismunum. Slepptu dýrinu lausu og heimilið verður hlýlegra og persónulegra. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 123 orð | 1 mynd

Eggert

Það var þjóðráð að viðra hundinn fyrir helgi enda ekki útlit fyrir að hundi verði út sigandi í dag, laugardag. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 2576 orð | 5 myndir

Ég bið ekki um mikið

Kristín Jónsdóttir komst að því þrítug að aldri að maðurinn sem hún hafði talið föður sinn var henni óskyldur. Hún hóf leit að raunverulegum föður og sú leit bar árangur í febrúar á þessu ári, 18 árum eftir að hún hófst. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 260 orð | 1 mynd

Ég hélt alltaf að...

Þegar Burt Reynolds dó uppgötvaði undirrituð að hann var ekki Tom Selleck. Þar til þá hafði ég haldið að þeir væru einn og sami maðurinn. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 317 orð | 2 myndir

Fékk sér yfirvararskegg út af ruglingi

Pabbi og Davíð Oddsson voru með nákvæmlega eins hár sem ungir menn og ég get ekki sagt að ég hafi séð nokkurn mun á þeim í útliti nema þá að pabbi var með yfirvararskegg en ekki Davíð,“ segir Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri... Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 102 orð | 17 myndir

Foreldrar misskilja

Samfélagsmiðillinn Twitter er fyrir löngu orðinn staður játninga og býsna algengt að þar deili fólk ýmsu sem foreldrar þess hafa misskilið og misskilja jafnvel enn. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 300 orð | 1 mynd

Fottoush – líbanskt salat með pítubrauði

Fottoush er mjög vinsælt salat í Líbanon, en í því er pítubrauð sem búið er að skera og steikja þar til það er orðið stökkt og gott. Hefðbundin aðferð við að borða salatið er að skófla því upp í pítubrauðið og nota til þess fingurna! Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 425 orð | 2 myndir

Framsóknarlegi þingmaðurinn

Það sem kemur mér í vandræði, mjög oft, er að ég man aldrei neitt,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, lögfræðingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sem segir að frá yngri árum megi nefna að það hafi verið óþægilega seint sem hún fattaði að... Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 190 orð | 2 myndir

Fyrir og eftir Jesú

Yngri var ég talsverð tepra, mjög viðkvæm fyrir öllu og vegna þessa var ég alltaf í nettu áfalli yfir auglýsingum um nauðungaruppboð, sem ég las sem nauðgunaruppboð. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 289 orð | 2 myndir

Föðursystir ekki böðull

Ég hélt vandræðalega lengi, fram eftir öllum aldri að djákni og böðull væru sama, hvað á maður að segja, starfið,“ segir Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 245 orð | 3 myndir

Hrafnaklukkur heitir ný ljóðabók eftir Kristian Guttesen og er ellefta...

Hrafnaklukkur heitir ný ljóðabók eftir Kristian Guttesen og er ellefta frumorta bók hans. Fyrsta bókin, Afturgöngur, kom út árið 1995, en síðast komu út bækurnar Hendur morðingjans og Englablóð árið 2016. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 181 orð | 1 mynd

Huga að lesendum framtíðar

Eins og rakið er í aðalgreininni hafa höfundar barnabóka minna upp úr krafsinu í krónum talið fyrir hverja selda bók en skáldsagnahöfundar. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 51 orð | 1 mynd

Hvert er Súðavíkurfjallið?

Við Álftafjörð í Ísafjarðardjúpi er Súðavíkurþorp. Stærstur hluti byggðarinnar er nú nokkru innar við fjörðinn en áður, en þar voru reist ný hús í kjölfar snjóflóðsins mikla í janúar 1995 þar sem 14 manns létust. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 1147 orð | 1 mynd

Kaótískir spíralar

Gyða Valtýsdóttir fjallar um lífið, dauðann og hamskipti á fyrstu sólóplötu sinni, Evolution. Hún ferðast mikið í tengslum við tónlistina og varði sumrinu á tónleikaferðalagi á seglskútu með Damien Rice. Hildur Loftsdóttir hildur@mbl.is Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 64 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila lausn krossgátu 21. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 199 orð | 1 mynd

Linsuvökvi til slímgerðar

Brögð eru að því að keyptur sé hreinsivökvi fyrir augnlinsur í gleraugnabúðum í þeim tilgangi að búa til slím sem börn leika sér með. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 141 orð | 2 myndir

Malek sem Mercury

Kvikmyndir Það styttist í frumsýningu kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody sem fjallar um sögu stórhljómsveitarinnar Queen. Vinna hófst við undirbúning myndarinnar árið 2010. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 83 orð

Meira öryggi nú en þá

„Faðernisgreiningar voru framkvæmdar með greiningum blóðflokka hér áður fyrr. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 46 orð

Meistari Jakob er frumraun Jakobs Birgissonar í uppistandi á Hard Rock...

Meistari Jakob er frumraun Jakobs Birgissonar í uppistandi á Hard Rock Café í Reykjavík á föstudaginn kemur. Uppselt er kl. 22 en enn er hægt að fá miða kl. 19.30 á Tix.is. Að uppistandi loknu verður partí og munu Joey Christ og Sturla Atlas taka... Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 182 orð | 2 myndir

Metallica með sænskum hreim

Ég er úr sveit og þegar ég var lítill sveitastrákur og mokaði hey hlustaði ég mikið á Metallica sem var uppáhaldshljómsveitin mín og þá sérstaklega Master of Puppets,“ segir Sigtryggur Magnason, rithöfundur og aðstoðarmaður samgöngu- og... Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 146 orð | 2 myndir

Misskilda uppáhellingin

Þegar Dóra Jóhannsdóttir leikkona var sex ára hélt hún að tónlistarmaðurinn Michael Jackson væri að syngja um að hann væri rúm og þegar hann söng „You know I'm bad, I'm bad, you know it“ var hún viss um að hann væri að reyna að sannfæra alla... Meira
20. október 2018 | Sunnudagspistlar | 501 orð | 1 mynd

Mona Lisa á Instagram

Og svo fór ég líka að hugsa um alla sem tala um hve erfitt sé að vera ungur núna. Alast upp við að spegla sig í samfélagsmiðlunum þar sem lífið er svo fullkomið og rétt og vel lýst. Meðan manns eigin upplifun er kannski flugnabit, hiti og raki. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 25 orð | 1 mynd

Nína Karen Víðisdóttir Sjálf tek ég ekki mikinn þátt en fjölskylda mín...

Nína Karen Víðisdóttir Sjálf tek ég ekki mikinn þátt en fjölskylda mín gerir það. Í bænum mínum, Reykjanesbæ, skreyta allir og krakkar ganga í... Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 418 orð | 1 mynd

Rekast alls staðar á veggi

Að sögn Guðbjargar Önnu Bergsdóttur lögmanns, sem Kristín hefur leitað til hér á landi, er málið snúið. „Hún hefur enga leið til að sækja málið fyrir dómi hér á landi nema hún flytji til Íslands. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 385 orð | 3 myndir

Risamörgæsir og talandi guðdómur

Ég hélt, alveg þangað til í fyrra eða eitthvað, að mörgæsir væru 180 cm á hæð eða meira. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 25 orð | 1 mynd

Ronja Sif Björk Við í bekknum verðum með hrekkjavökuball. Ég er ekki...

Ronja Sif Björk Við í bekknum verðum með hrekkjavökuball. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að vera en síðast var ég... Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 511 orð | 1 mynd

Samfélagsmiðlar stjórna lífi margra

Sítengd – veröld samfélagsmiðla nefnast heimildarþættir um samfélagsmiðla í umsjón Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur, sem hefja göngu sína á RÚV í kvöld. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 19 orð | 1 mynd

Sandra Guðný Víðisdóttir Vinkona mín er mjög dugleg að farða sig og aðra...

Sandra Guðný Víðisdóttir Vinkona mín er mjög dugleg að farða sig og aðra fyrir hrekkjavöku og farðar mig... Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 715 orð | 2 myndir

Sérfræðingarnir

Ef við aftur á móti setjum sérfræðingana hreinlega út af sakramentinu verðum við auðveld bráð lýðskrumara. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 1128 orð | 11 myndir

Sjóleiðin til Tallinn

Frá Stokkhólmi er auðvelt að komast í skemmtisiglingar með skipafélaginu Tallink til nokkurra borga við Eystrasaltið, svo sem Helsinki, Turku, Tallinn, Mariehamn og Riga. Ljósmyndir og texti: Ómar Óskarsson omarscz@simnet.is Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 410 orð | 2 myndir

Skyggni ágætt

Líkt og eflaust fjölmörg börn ólst ég upp við yfirvofandi ógn við garnaflækju og trúði því langt fram eftir aldri að það yrðu örlög manns færi maður fram úr sér við að rúlla niður brekkur í góðum fíling. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 499 orð | 1 mynd

Svartidauði snýr aftur

Í nýrri skáldsögu Ragnheiðar Eyjólfsdóttur koma fyrir ill líftæknifyrirtæki, hugdjörf ungmenni, tölvuþrjótar og stökkbreyttar bakteríur. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 350 orð | 1 mynd

Út í djúpu laugina

Hvers vegna uppistand? „Mér hefur alltaf þótt gaman að grínast og fann nokkuð snemma að uppistandsformið væri fín leið fyrir mig til að miðla gríni. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 105 orð | 2 myndir

Venjulegt fólk í Sjónvarpi Símans Premium

Sjónvarp Venjulegt fólk nefnist ný íslensk gamansöm sjónvarpsþáttaröð um dramað sem fylgir lífsgæðakapphlaupi tveggja vinkvenna. Öll þáttaröðin er væntanleg í Sjónvarp Símans Premium 2. nóvember næstkomandi. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 221 orð | 2 myndir

Við förum víst á Ólafsfjörð

Fyrir um það bil tuttugu árum var búið að bóka Maus til að spila á balli á Ólafsfirði en þetta var síðla hausts og veðurspáin leit ekki vel út, var raunar mjög slæm og fólki skipað að vera inni,“ segir Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur og... Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 273 orð | 4 myndir

Þýskt aðalsblóð íslenskra kvenna

Fyrir nokkrum árum fór ég að taka eftir því að það var alveg þó nokkuð af konum á Íslandi með þýsk ættarnöfn,“ segir Anna Margrét Björnsson, blaðamaður Iceland Monitor. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 239 orð | 1 mynd

Þægilegt í alla staði

Hinn svokallaði máltíðamarkaður fer sífellt stækkandi og þar hefur fyrirtækið Eldum rétt rutt brautina síðustu árin. Ég hef nokkrum sinnum nýtt mér þjónustu þess og pantað máltíðir fyrir vikuna. Meira
20. október 2018 | Sunnudagsblað | 40 orð | 13 myndir

Örlítið sparilegri

Það þarf ekki kjól til að gera sig eilítið veislulegri í tilverunni. Góð skyrta eða blússa kemur þar inn í staðinn og það besta við slíkar flíkur er að þær ganga bæði í vinnuna og leikhúsið. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.